Kosningabaráttan í Bandaríkjunum að þróast í skrítna satíru

Sjálfsagt missti enginn af því, að Trump sagði eftirfarandi:

"“Russia, if you’re listening, I hope you’re able to find the 30,000 emails that are missing,” Mr. Trump said, staring directly into the cameras during a news conference. “I think you will probably be rewarded mightily by our press.”"

"Later in the news conference, when asked if he was really urging a foreign nation to hack into the private email server of Mrs. Clinton, or at least interfere in the nation’s elections, he dismissed the question. “That’s up to the president,” Mr. Trump said, before finally saying “be quiet” to the female questioner. “Let the president talk to them.”"

En þarna vísaði hann til fjölda e-maila sem Clinton hafnaði að senda yfir til FBI - er FBI var að rannsala e-mail mál Clintons.
-Að sögn, vegna þess að um - persónuleg einkasamskipti væri að ræða.

 

Hvað sem þessu gríni Trumps viðkemur

Þá virðist hafa verið framkvæmd skipulögð hakk árás á vefþjóna Demókrata flokksins.
Og mönnum virðist fúlasta alvara með þá ásökun -- að rússneskir aðilar hafi staðið að baki.
Taldir þeir sömu, og hafi fyrr á árinu staðið að baki hakk árás á Hvíta-húsið og Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.

  • Engin leið að vita fyrirfram - sannleiksgildi þeirra ásakana!

En þ.e. a.m.k. ástæða að ætla, að Rússar hafi áhuga á að hjálpa Trump.
Vegna þess, að stefna Trumps - ef framkvæmd, gæti veitt Rússum margvísleg ný tækifæri til áhrifa!

Tölum ekki um, ef Trump mundi - taka Bandaríkin út úr NATO.
Þá stæði það sem eftir væri af NATO - eftir mjög veiklað.

Og Pútín ætti mjög raunhæfa möguleika þá á - að beita NATO lönd þrýstingi.
________

Það þarf ekki vera svo langt sem - að hefja stríð.
En þrýstingur getur tekið mörg form, allt frá efnahagsþrýstingi - yfir í notkun flugumanna til að skapa óróa og ringulreið, yfir í beitingu málaliða herliðs - til að skapa enn meiri óróa og ringulreið.
Meðan að Pútín mundi - eins og þegar kemur að átökum í A-Úkraínu - láta sem að þau tengist ekki Rússlandi eða nánar tiltekið stjórnvöldum í Kreml, með nokkrum hætti.

En gefa í skyn, að Rússland geti leyst málið -- ef tilteknar eftirgjafir eru veittar.
________

Pútín hefur lengi verið ósáttur við þá útkomu, að fyrrum leppríki Sovétríkjanna, hafa gengið í NATO. Og ekki síður, að þar fyrir innan eru einnig 3-lönd er áður voru innan landamæra Sovétríkjanna.

Ef hann telur sig hafa möguleika til að breyta þeirri útkomu að einhverju verulegu leiti til baka --> Þá er alveg ástæða að ætla að það geti vel verið satt - að Pútín sé að beita leyniþjónustu sinni til stuðnings, Trump.

 

 

Niðurstaða

Það virðast engin takmörk fyrir því hvað Trump er tilbúin að segja -- til að fá enn fleiri stríðsleturs fyrirsagnir. Maður veltir fyrir sér, hvert getur Trump farið þaðan - en hann virðist í stigmögnun frekar en hitt.
Og Clinton virðist á þeirri leið að dempa sér beint á bólakaf í þann leðjuslag, sem Trump er að bjóða upp á.
Líklegt virðist að Trump muni lengi enn vera til í að -- slá lægra.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

 Það sem þú ert að gera er að reyna að draga athyglina frá því sem er kjarni málsins,en það er að Bandaríska stjórnkerfið er gegnumrotið spillingarbæli. Og ekki aðeins stjórnkerfið heldur líka fjölmiðlarnir.

Emailarnir sýna þetta glögglega.Bæði þessir nýjustu emailar og líka e-mailarnir sem láku frá servernum hennar Hillary.

.

Kosningar snúast um lýðræði og það eina sem gerðist með þessari uppljóstrun var að leiktjöldunum var í andartak svift frá hluta raunveruleikans og kjósendum gefst nú kostur á að breyta skoðun sinni í samræmi við það.

Þar að segja ef fjölmiðlarnir sem eru líka gjörspilltir ,ná ekki að afvegaleiða umræðuna með greinum og "fréttum "af því tagi sem þú ert að skrifa núna.

Af einhverjum dularfullum ástæðum virðis þú álíta að betri upplýsingar muni leiða til verri útkomu lýðræðislegra kosninga. Leiktjaldalýðræði sé af hinu góða.

.

Við vitum ekki hver lak póstunum ,og munum vætanlega aldrei komast að því nema einhver hreinlega komi fram og segist hafa gert það.

Undir eins og þessi leki varð ljós komu forystumenn demokrata fram og kenndu Putin um ,enda fokið í flest skjól. Ekkert lá fyrir um hver gerði þetta og gerir ekki enn.

Þessi aðferð til að verjast er einskonar nútíma McCartyismi, ef þú vilt klekkja á einhverjum segirðu að hann sé vinur Putins.

Borgþór Jónsson, 28.7.2016 kl. 08:27

2 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Sammála Borgþóri.

Guðmundur Böðvarsson, 28.7.2016 kl. 22:43

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, ég kannnast ekkert við það að fjölmiðar í Bandar. séu spilltari en gerist og gengur -- augljóslega minna svo en fjölmiðlar í einræðisríki, sama hvaða slíku sem er.

Að auki sé ég enga ástæðu -þrátt fyrir víðtækan áróður- að bandar. stjórnkerfið sé spilltara en gerist og gengur í mörgum löndum.
--Algerlega fráleitt að halda því t.d. fram, að það sé meir svo en t.d. í Rússlandi eða Kína.

"Kosningar snúast um lýðræði...."

Það er reyndar kolrangt hjá þér.
En mikið er af ólýðræðislegum kosningum -- sbr. Rússlandi, Kína, Sovétríkjunum meðan þau voru til, og auðvitað kosningar sem svokallaðir uppreisnarmenn í A-Úkraínu hafa haldið, og kosningarnar á Krím á sínum tíma um brottför skagans úr Úkraínu.
--------------

Það er mikill munur á -- kosningum.

Og lýðræðislegum kosningum.

    • "Af einhverjum dularfullum ástæðum virðis þú álíta að betri upplýsingar muni leiða til verri útkomu lýðræðislegra kosninga. Leiktjaldalýðræði sé af hinu góða."

    FBI hefur einfaldlega rannsakað þetta e-mail mál í kjölinn, og skv. ályktun FBI - er ekki ástæða að telja að glæpsamlegt athæfi hafi verið framkvæmt, er þessum 30þ. e-mailum var eytt.

    Að auki sáu þeir enga átæðu að álykta að þeir hafi innihaldið e-h saknæmt.
    --Enda eyða allir sem nota e-mail stöðugt gömlum e-mailum.

    Ég er viss að þú eyðir oft e-mailum af eigin e-mail.
    Þetta gera allir!

      • Þetta mál, þ.e. þessir 30þ. - er "non issue."

      Trump er bara að stunda pólit. leik.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 29.7.2016 kl. 00:07

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Mars 2024
      S M Þ M F F L
                1 2
      3 4 5 6 7 8 9
      10 11 12 13 14 15 16
      17 18 19 20 21 22 23
      24 25 26 27 28 29 30
      31            

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (28.3.): 3
      • Sl. sólarhring: 3
      • Sl. viku: 36
      • Frá upphafi: 845414

      Annað

      • Innlit í dag: 3
      • Innlit sl. viku: 33
      • Gestir í dag: 3
      • IP-tölur í dag: 3

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband