Trump sendir bandamönnum Bandaríkjanna, skýra aðvörun - ef þeir greiða ekki "tribute" kröfu þá sem hann ætlar að setja fram - hætti Bandaríkin undir hans stjórn að verja þá tilteknu bandamenn

Málið er að þetta er krafa um - "Tribute."
Það er, ef marka má hans umtal, ætlar hann að setja fram kröfu um tilteknar greiðslur fyrir þá þjónustu væntanlega sem hann metur af Bandaríkin inni af hendi til þeirra tilteknu landa; fyrir að staðsetja á þeirra landi tilteknar herstöðvar eða herstöð, ásamt hermönnum - vopnum og öðru til fallandi.

  • Hann virðist þannig séð, líta sömu augum á embætti forseta Bandaríkjanna - og það sitji faraó eða keisari; og nú ætlar keisarinn eða faraóinn - að heimta sitt "tribute."

Texti viðtals við Trump: Donald Trump on NATO, Turkey’s Coup Attempt and the World

  1. Eins og sést í þessu, eru viðhorf Trumps til varnarmála -- afar sérkennilegur grautur; en hann virðist tengja saman, utanríkisviðskipti <--> og varnir.
  2. Eins og kemur þarna skýrt fram -- spurning hans hvað höfum við haft upp úr þessu.
  3. Hann greinilega lítur svo á að kostnaður Bandaríkjanna við herstöðvar og hermenn víða um heim -- sé alltof mikill; það sjáist á hallarekstri bandar. ríkisins um nokkurt árabil, skuldasöfnun þess - sem og - viðskiptahalla Bandaríkjanna.
  • Ég velti fyrir mér t.d -- hvort að eitt af því sem hann hefur hug á að leggja fram kröfu um, vegna þess að hann eftir allt saman -- nefnir viðskiptahalla sem hluta vandamálsins.
  • Sé að gera kröfu um -- hagstæðari viðskiptajöfnuð við t.d. Japan - S-Kóreu, og Þýskaland.
    --En það eru þau helstu lönd meðal bandalagsríkja Bandar. sem Bandaríkin hafa viðskiptahalla við.
  • Auk þess væntanlega samtímis, að krefjast -- hárra greiðsla fyrir hermenn á þeirra svæði, vopn sem þeir nota, og herstöðvar sem Bandaríkin reka á þeirra landsvæði.

Þegar hann segir -- sum löndin afar auðug!
Þá einnig koma vart önnur lönd til greina en þessi tilteknu.

-----------------------------------

SANGER: "...In our conversation a few months ago, you were discussing pulling back from commitments we can no longer afford unless others pay for them. You were discussing a set of alliances that you were happy to participate in.

TRUMP: And I think, by the way, David, I think they will be able to afford them.

SANGER: They may be.

TRUMP: We can’t.

SANGER: But I guess the question is, If we can’t, do you think that your presidency, let’s assume for a moment that they contribute what they are contributing today, or what they have contributed historically, your presidency would be one of pulling back and saying, “You know, we’re not going to invest in these alliances with NATO, we are not going to invest as much as we have in Asia since the end of the Korean War because we can’t afford it and it’s really not in our interest to do so.”

TRUMP: If we cannot be properly reimbursed for the tremendous cost of our military protecting other countries, and in many cases the countries I’m talking about are extremely rich. Then if we cannot make a deal, which I believe we will be able to, and which I would prefer being able to, but if we cannot make a deal, I would like you to say, I would prefer being able to, some people, the one thing they took out of your last story, you know, some people, the fools and the haters, they said, “Oh, Trump doesn’t want to protect you.” I would prefer that we be able to continue, but if we are not going to be reasonably reimbursed for the tremendous cost of protecting these massive nations with tremendous wealth — you have the tape going on?

SANGER: We do.

HABERMAN: We both do.

TRUMP: With massive wealth. Massive wealth. We’re talking about countries that are doing very well. Then yes, I would be absolutely prepared to tell those countries, Congratulations, you will be defending yourself.

SANGER: That suggests that our forward deployments around the world are based on their interests — they’re not really based on our interests. And yet I think many in your party would say that the reason that we have troops in Europe, the reason that we keep 60,000 troops in Asia, is that it’s in our interest to keep open trading lines, it’s in our interest to keep the North Koreans in check, you do that much better out away from the United States.

TRUMP: I think it’s a mutual interest, but we’re being reimbursed like it’s only in our interest. I think it’s a mutual interest. …

SANGER: We were talking about alliances, and the fundamental problem that you hear many Republicans, traditional Republicans, have with the statement that you’ve made is that it would seem to them that you would believe that the interests of the United States being out with both our troops and our diplomacy abroad is less than our economic interests in having somebody else support that. In other words, even if they didn’t pay a cent toward it, many have believed that the way we’ve kept our postwar leadership since World War II has been our ability to project power around the world. That’s why we got this many diplomats ——

TRUMP: How is it helping us? How has it helped us? We have massive trade deficits. I could see that, if instead of having a trade deficit worldwide of $800 billion, we had a trade positive of $100 billion, $200 billion, $800 billion. So how has it helped us?

SANGER: Well, keeping the peace. We didn’t have a presence in places like Korea in 1950, or not as great a presence, and you saw what happened.

TRUMP: There’s no guarantee that we’ll have peace in Korea.

SANGER: Even with our troops, no, there’s no guarantee.

TRUMP: No, there’s no guarantee. We have 28,000 soldiers on the line.

SANGER: But we’ve had them there since 1953 and ——

TRUMP: Sure, but that doesn’t mean that there wouldn’t be something going on right now. Maybe you would have had a unified Korea. Who knows what would have happened? In the meantime, what have we done? So we’ve kept peace, but in the meantime we’ve let North Korea get stronger and stronger and more nuclear and more nuclear, and you are really saying, “Well, how is that a good thing?” You understand? North Korea now is almost like a boiler. You say we’ve had peace, but that part of Korea, North Korea, is getting more and more crazy. And more and more nuclear. And they are testing missiles all the time.

SANGER: They are.

TRUMP: And we’ve got our soldiers sitting there watching missiles go up. And you say to yourself, “Oh, that’s interesting.” Now we’re protecting Japan because Japan is a natural location for North Korea. So we are protecting them, and you say to yourself, “Well, what are we getting out of this?”

SANGER: Well, we keep our missile defenses out there. And those missile defenses help prevent the day when North Korea can reach the United States with one of its missiles. It’s a lot easier to shoot down from there ——

TRUMP: We’ve had them there for a long time, and now they’re practically obsolete, in all fairness.

SANGER: Relatively new missile defenses would allow us ——

TRUMP: I’m only saying this. We’re spending money, and if you’re talking about trade, we’re losing a tremendous amount of money, according to many stats, $800 billion a year on trade. So we are spending a fortune on military in order to lose $800 billion. That doesn’t sound like it’s smart to me. Just so you understand though, totally on the record, this is not 40 years ago. We are not the same country and the world is not the same world. Our country owes right now $19 trillion, going to $21 trillion very quickly because of the omnibus budget that was passed, which is incredible. We don’t have the luxury of doing what we used to do; we don’t have the luxury, and it is a luxury. We need other people to reimburse us much more substantially than they are giving right now because we are only paying for a fraction of the cost.

SANGER: Or to take on the burden themselves.

TRUMP: Or, if we cannot make the right deal, to take on the burden themselves. You said it wrong because you said or — or if we cannot make the right deal for proper reimbursement to take on the burden themselves. Yes. Now, Hillary Clinton said: “I will never leave Japan. I will never leave Japan. Will never leave any of our ——” Well now, once you say that, guess what happens? What happens?

HABERMAN: You’re stuck.

TRUMP: You can’t negotiate.

HABERMAN: Right.

TRUMP: In a deal, you always have to be prepared to walk. Hillary Clinton has said, “We will never, ever walk.” That’s a wonderful phrase, but unfortunately, if I were on Saudi Arabia’s side, Germany, Japan, South Korea and others, I would say, “Oh, they’re never leaving, so what do we have to pay them for?” Does that make sense to you, David?

SANGER: It does, but we also know that defending the United States is a harder thing to do if you’re not forward-deployed.

TRUMP: By the way, and I know what I’m talking about is massive. If we ever felt there was a reason to defend the United States, we can always deploy, and it would be a lot less expense.

-----------------------------------

Hvann segist ætla að nálgast þetta eins og hann er vanur að nálgast - viðskiptasamninga!

Vandamálið er auðvitað, vegna þess að einungis hann og samráðherrar vita hver krafan verður á hvert ríki út af fyrir sig.
Að auki, að einungis þeir munu vita, á hvaða punkti þeir telja -- rétt að labba í burtu.

  1. Þá setur þetta gríðarlega óvissu um það, hvaða lönd Bandaríkin yrðu til í að verja áfram.
  2. En fullt af löndum í Evrópu - eru gersamlega ófær um eigin varnir, m.ö.o. ef andstæðingurinn er Rússland.
    --M.ö.o. þau hafa ekki burði til þess að koma sér upp her að nægilegri stærð, og nægilegum vopnabúnaði, til að verjast núverandi rússneskum her.
  3. Trump getur því sett þessi lönd í gríðarlegan vanda -- með sína fjárkröfu. En augljóst kosta vopnin sem Bandaríkin beita mikið -- meir en svo að flest löndin í A-Evrópu hafi sjálf efni á að útvega sér þau á fullu verði.
  • Engin leið m.ö.o. að fyrirfram vita -- hvort sum af fátækari löndum A-Evrópu, mundu yfir höfuð geta mætt þeim kröfum sem Trump fyrirhugar.

Takið eftir hvernig hann talar kaldranalega um S-Kóreu!

Það er sannarlega rétt <--> Að Kóresuskaginn gæti verið sameinaður í dag.
En það væri þá undir stjórn Kimmanna!

Vart væru Kimmarnir hógværari í uppbyggingu eldflaugavopna!
Ef þeir réður Kóreu allri!

Auðvelt að sjá lítilsvirðinguna í þessu -- gagnvart Kóreubúum.

  • Eins og honum sé sama um önnur lönd! Og aðrar þjóðir.
  1. Hann hefur t.d. talað gegn því, að Bandaríkin eigi að -- verja lýðræði í heiminum.
  2. Einnig virðist afstaða hans í viðskiptum -- fullkomlega, merkantílísk.
  • M.ö.o. er þetta afar gamaldags hugsun!

Hann horfir á málið eins og -- einvalds konungur gamla tímans.
Og horfir þá á málið eingöngu út frá því -- hvað höfum við upp úr þessu.

  1. Þá virðist hann horfa á það -- peningalega.
  2. Eins og einvaldskonungarnir, sem vildu skipuleggja mál þannig -- að peningarnir runnu frá nýlendunum, til miðjunnar í höfuðborg einvaldsins sjálfs.

 

Mig grunar að hann hugsi málin svo - að lönd sem þurfa varnir Bandaríkjanna séu ekki raunverulega sjálfstæð

Þannig að þá setur hann upp fjárkröfu á þau -- sem þau skulu borga.
Annars hætti Bandaríkin að verja þau!

Þannig er allt smættað í -- sero/sum -- þið borgið, eða við löbbum.

  1. Hann hefur lofað því hátíðlega kjósendum Bandaríkjanna, að undir hans stjórn muni smjör drjúpa af hverju strái --  efnahagur blómgast sem aldrei fyrr, o.s.frv.
  2. Á sama tíma, segist hann ætla að gerbreyta viðskiptasamningum Bandaríkjanna með þeim hætti, að viðskiptahalli verði útmáður.
  3. Og hann ætlar að heimta greiðslur fyrir varnir.
  • Hann virðist m.ö.o. hafa þá hugmynd, að með -þvingunum- og -hótunum- geti hann fengið nægilega mikið tribute til Bandaríkjanna.
  • Að þau geti setið -- eins og nýlenduveldi Evrópu forðum daga, og sópað til sín gullinu.

Augljóslega munu einna helst þau lönd -- beygja sig, sem eiga litla sem enga möguleika til að verja sig - sjálf.

  1. Þannig geti hann sennilega þvingað auðveldlega fram -tribute- greiðslur frá smærri löndum - sem eiga samt fyrir því að greiða uppsett -tribute.-
  2. Spurning um lönd, sem ekki eiga mikið -- Trump gæti virst að ekki sé eftir miklu að slægjast.
  3. Og ekki m.ö.o. þess virðis þar með, að verja þau -- því ekki sé þaðan að fá nægilegt "tribute" hvort sem er -- svo slíkt sé þess virði.

Þegar kemur að löndum sem geta varið sig!
Þá virðast líkur verulegar -- að þau hafni fjárkröfum Trumps.
Sem og að auki líklega kröfum hans þegar kemur að viðskiptasamningum.

 

Vandinn við þetta gagnvart NATO er sá -- að mörg NATO lönd geta ekki varið sig sjálf, auk þess að þau hafa ekki heldur efnahagslega burði til þess!

Eins og Trump virðist hugsa þetta eingöngu út frá --> Fjárhagslegum gróða Bandaríkjanna!
Enda sem viðskiptamaður væntanlega vanur að hugsa aðeins frá þeirri forsendu.

Þá sé sennilegt miðað við hvernig hann talar kuldalega til S-Kóreu!
Að það gæti verið að Kóreuskaginn - væri sameinaður --> Eins og það skipti litlu máli.

  1. Að hann eigi auðvelt með að ákveða að -- verja ekki lönd, sem honum virðist lítt frá efnahagslegum sjónarhóli, bitastætt í.
  2. Enda væntanlega, ekki nægilegt -- "tribute" frá þeim að hafa, hvort sem er.

Punkturinn er auðvitað sá -- að með þessu skapar Trump mikla augljósa óvissu um það hvort að undir hans stjórn mundu Bandaríkin verja t.d. A-Evrópulönd, sem t.d. Eystrasalt löndin sem augljóst eiga ekki mikið, og því -- lítið "tribute" frá þeim að hafa, eða Búlgaríu - Ungverjaland - Rúmeníu.
--Lönd sem einnig virðist ólíklegt að geti innt að hefni háar -"tribute"- greiðslur.

  1. Eins og hann talaði eins og það skipti litlu máli.
  2. Hvort að Kimmarnir hefðu lagt undir sig Kóreuskaga allann.

Þá virðist þar með mega ætla!
Að honum sé þar með slétt sama.

Þó að þau lönd geti ekki varið sig -- og verði þar með líklega fljótlega að velli lögð.

En það getur ekki verið nokkur vafi -- að ef Pútín telur Rússland komast upp með að taka yfir einhver ónefnd A-Evrópulönd, án átaka við Bandaríkin.
Þá muni Pútín láta til skarar skríða!

  1. Ef Trump sleppir hendi af þeim löndum í A-Evrópu, sem ekki geta í reynd greitt fullt verð fyrir sínar varnir.
  2. Þá getur enginn vafi verið um, að Pútín mun á skömmum tíma þvinga þau lönd, til að gerast rússnesk leppríki að nýju.

 

Ef svo óskaplega þröngsýn stefna verður ríkjandi í Bandaríkjunum!

Þá verður afleiðingin að sjálfsögðu mun meira tjón fyrir Bandaríkin -- en fylgdi stefnu Bush forseta. Miklu meira tjón.

  1. En þau lönd sem Pútín hirðir, og ganga honum á hönd, styrkja þá rússneska ríkið.
  2. Þ.e. meira skattfé rennur í sjóði Kremlverja - fleiri verksmiðjur verða undir þeirra stjórn, og þeir munu ráða yfir viðbótar mannafla.
  3. Þar með, þá mun Pútín í kjölfarið geta -- stækkað sinn herafla, allt í senn á lofti - á sjó og á landi
  • Bandaríkin komast þá að því.
  • Af hverju fyrri forsetar Bandaríkjanna eftir Seinna-stríð, tóku þá ákvörðun að tryggja varnir þessara landa.

Það þarf vart taka fram -- að Pútín snarlega leggur niður ranverulegt lýðræði í þeim löndum sem hann tekur yfir.
Og leggur þar með að nýju yfir -- þrælahlekkina sem forverar Pútíns lögðu yfir sömu lönd, þegar svokölluð Sovétríki réðu þeim löndum.

Með stærri herafla - með stærri efnahag!
Þá mun Rússland að nýju - hugsanlega geta beitt sér um heim allan að nýju!

Þar með mundi Trump gera Rússland mun skeinuhættara Bandaríkjunum og hagsmunum þess út um heim, en það hefur verið -- eftir að svokölluð Sovétríki liðuðust í sundur.

  • Ég er frekar viss að það mun kosta Bandaríkin mun meira fé, að bregðast við sterkara Rússlandi.
  • En það mundi kosta -- að viðhalda þeim varnarviðbúnaði sem Bandaríkin viðhafa í dag á landamærum NATO gagnvart Rússlandi.

________M.ö.o. virðist einkenna afstöðu Trumps - ótrúleg þröngsýni, og skammsýni.

 

Niðurstaða

Ég hef sagt áður, að Trump er -- Bush á turbo. En fyrir Bush vakti nákvæmlega sami hlutur. Það er -- að endurreisa veldi Bandaríkjanna.
Áætlun Bush til að sýna fram á mátt og meginn Bandaríkjanna -- var þó önnur.

En grunnhugmyndin var sú sama -- að gera Bandaríkin mikil aftur.
Þ.e. að baki var sú sama sýn, að Bandaríkjunum heafi hnignað, og þörf sé fyrir að snúa því snarlega við.

Að sjálfsögðu er stefna Trumps a.m.k. eins vanhugsuð og stefna Bush forseta.
Þó að tjónið sem Trump muni valda sé ekki akkúrat í sömu atriðum.
Þá verði það a.m.k. eins slæmt --> Mín skoðun er reyndar að tjónið muni verða meira, miklu meira!
____________________

En Bush kom ekki til hugar - að heimta "tribute."
Augljóslega þá mun þessi "tribute" stefna -- tvístra bandalagskerfi Bandaríkjanna í sundur og það á skömmum tíma, bandalagskerfi sem er -- mjög stór þáttur í áhrifamætti Bandaríkjanna.
En þ.s. Trump sér ekki, eða vill ekki sjá, eða er of þröngsýnn til að sjá --> Er að innan bandalagskerfis Bandaríkjanna, er verkaskipting.
Þetta hefur hingað til verið "mutually beneficial arrangement" þ.e. hefur ekki snúist um, einhliða gróða eins, eða einhliða tap annars.

  • En þ.e. fullkomlega rangt að viðskiptahalli Bandaríkjanna = jafngildi tjóni, en þ.e. algerlega snaröfugt að Bandaríkin græða á því að fá varning sem þau kaupa fyrir eigin peninga frá öðrum löndum - ódýrar en þau sjálf geta framleitt þann varning.
    --En sannleikurinn þar um mun fljótt sjást -- þegar stefna hans um að setja háa verndartolla á innfluttar vörur <--> Orsakar allt í senn án nokkurs vafa, kreppu í Bandaríkunum sjálfum + heimskreppu --> Og ég tel án vafa, nýtt Kalt-stríð við Kína, vegna þess að verndartollarnir líklega framkalla kreppu í Kína.
    --Kína stjórn sennilega mun þá gera Trump að óvini Kína nr. 1 - til að dreifa athygli eigin landsmanna, í kjölfar gríðarlegrar fjölgunar atvinnulausra.
  1. Það eru engir sem munu græða meir á því ef Trump leggur bandalagskerfi Bandaríkjanna í rúst.
  2. Heldur en Rússland og Kína.

Rússland af sinni hálfu mun á skömmum tíma, leitast við að leggja þrælkunarhlekkina á eins mörg fyrrum A-Evrópulönd, og Pútín metur sig framast komast upp með.
Og enginn vafi getur samtímis verið um, að Kína mun einnig af sinni hálfu - láta sverfa til stáls á Asíusvæðinu.
--Í kjölfar þess að Trump mundi starta kreppi í Kína - mundi Kína án efa ganga mjög hart, til að útvega sér nýjar bjargir! Til að bæta sér upp sitt tjón.

  • Næsti forseti Bandaríkjanna - að 4 árum liðnum.
  • Gæti litið mjög breytta heimsmynd.

____________________Ísland gæti lent í mikilli hættu!

En Ísland er eitt varnarlausasta land í heimi! Ísland augljóst gæti ekki greitt gríðarlega hátt "tribute." Þannig að frá sjónarhóli Trumps -- væri auðvelt að sjá að hann mundi fórna þessu pínulitla peði!

  1. Það gæti þegar gerst sumarið 2017.
  2. Að Ísland sé beitt mjög alvarlegum hótunum frá herra Pútín!
  • Næsta ríkisstjórn verður þá tekin við völdum!

Þ.e. Píratar <--> VG miðað út frá könnunum!

M.ö.o. 2017 gæti verið árið þegar lýðveldið Ísland tekur endi!
Þegar erlent einræðisríki tekur Ísland yfir - snarlega setur einhverja kvíslinga til valda, sem til eru að þjóna herranum í Kreml -- og láta svipuna ganga yfir landslýð skv. hans skipunum.

Miðað við umræðuna á netinu - gegn NATO.
Til stuðnings Pútín.

Er ég ekki í nokkrum vafa að slíka kvislinga er að finna á Íslandi, sem til væru að gera sennilega hvað sem herrann í Kreml mundi boða!

  1. Aldrei í lýðveldissögu Íslands, eða sjálfstæðissögu Íslands.
  2. Hefur meiri ógn stafað af tilteknum forsetaframbjóðanda fyrir sjálfa tilvist lýðveldisins sem og þess sjálfstæðis sem landið þó hefur haft.

 

PS: Áhugaverð skoðun: Donald Trump’s NATO comments are the scariest thing he’s said

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ætli sá íslenski taki ekki honum fram! 

Helga Kristjánsdóttir, 23.7.2016 kl. 01:54

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Enginn íslenskur Trump hefur nærri því sambærileg tækifæri til að valda skaða um heim allann.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.7.2016 kl. 21:25

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Meðan maður er aðeins frambjóðandi lýðræðisríkis,er hann valdalaus.Ertu að gera því skóna að Trump valdi heiminum skaða (verði hann forseti),með kröfum um ábyggileg heit,sem eru sannarlega á undanhaldi sérstaklega í Esbé-löndum. 

Helga Kristjánsdóttir, 25.7.2016 kl. 00:15

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég man ekki betur en það dyndu stöðugar ádeilur á BNA fyrir að þeir teldu sig lögreglu alheimsins,skiptu þeir sér af vopnaskaki smáríkja.Hvar værum við ef BNA hefði ekki komið til hjálpar gegn Nazistum.  

Helga Kristjánsdóttir, 25.7.2016 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 693
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband