Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2016
19.11.2016 | 23:49
Kína að undirbúa yfirtöku á stjórn heims viðskiptakerfisins?
Síðan Trump var kjörinn og snarpar vísbendingar eru því uppi að Bandaríkin ætli að hætta við þá stefnu er þar í landi hefur verið framfylgt alla tíð síðan frá lokum Seinni Styrrjaldar - sem lagði áherslu á frjálst og opið viðskiptamódel sem smám saman þróaðist í svokölluðu G.A.T.T. ferli sem fór í nokkra svokallaða hringi, ásamt fjölda meðlimaþjóða, þ.s. viðskiptahindranir voru lækkaðar í skrefum milli meðlimalanda ferlisins, og að lokum síðustu GATT lotunni - var Heims-viðskiptastofnunin stofnuð, og ferlið varð að formlegri stofnun.
Í dag eru allar þjóðir heims sem skipta verulegu máli í samhengi milliríkjaviðskipta í heiminum, meðlimir að því kerfi sem Bandaríkin í upphafi ræstu og hefur fram að þessu tekist -- að halda undir sinni stjórn.
- En eins og ég hef bent á -- ef Trump tekur upp einangrunarstefnu.
- Er rökrétt að Kína taki yfir stjórnun -- heims viðskiptakerfisins.
China pledges to lead the way on global trade
"Chinese president Xi Jinping vowed on Saturday to open the door even wider to foreign business and play an even greater role in the process of globalisation..." - China will not shut the door to the outside world but will open it even wider, - "fully involve ourselves in economic globalisation". - "Close and exclusive arrangements are not the right choice,
"John Key, New Zealands prime minister, said he would work to try and convince Mr Trump of the value of the TPP and the importance of US engagement in Asia." - There needs to be a realisation [in Washington], - The reason that President Obama pursued the TPP was all about the United States showing leadership in the Asia-Pacific region. We like the US being in the region. But if the US is not there that void needs to be filled, and it will be filled by China.
- Ég held að Kína sé ekki líklegt að gefa skýrari aðvörun en þetta - en orðum forseta Kína var bersýnilega beint að Trump - er hann segir Kína ætla að vera opið öllum til viðskipta - að Kína sé mótfallið sérsamningum við einstök lönd sem ég tek sem beint nei við yfirlýsingum Trump um það, að hann taki upp samninga sem gildi eru milli Bandaríkjanna og m.a. Kína - en Trump hefur talað um 2-hliða samningam milli Bandar. og einstakra landa í staðinn - mér virðist Xi hafna því módeli --> Samtímis og er hann segir að Kína verði opið fyrir viðskipti við alla --> Hótar hann -tel ég- því að taka yfir stjórnun heims viðskiptakerfisins.
- Orð John Key, geta ekki verið skýrari -- en hann er að segja, að ef Bandaríkin taka ekki fullan þátt í því viðskiptakapphlaupi er í gangi hefur verið milli Bandar. og Kína --> Muni flest Asíulönd, leggjast í -viðskiptafaðm- Kína.
**En það þá einnig væntanlega þíðir, að Kína ráði þá viðskiptareglunum.
**Sem færi Kína þá mikil völd sem það hefur fram að þessu ekki haft.
Skv. annarri frétt: Pacific Rim leaders vow to fight new wave of protectionism.
Eru TPP ríkin 11 að Bandaríkjunum slepptum, en 12 með Bandaríkjunum, að ræða sín á milli - að halda í TPP samninginn sín á milli - án Bandaríkjanna.
--En á hinn bóginn, eru þau einnig að ræða, að ganga í nýjan Kyrrahafs viðskiptasamning sem Kína er að bjóða upp á -- er væri að sjálfsögðu undir stjórn Kína.
Punkturinn er sá -- að heimurinn er í vaxandi mæli að upplifa þá tilfinningu að mikilvæg valdaskipti séu framundan!
Jafnvel þó að Kína muni stíga varlega niður til Jarðar a.m.k. fyrst í stað, ef það tekur yfir sem stjórnandi heims viðskipta.
Þá hafa ummæli verið höfð eftir Xi -- að hann vilji lýðræði feygt, þá alls staðar.
M.ö.o. þá sé ósennilegt að ef Kína verður 1.-landið í heiminum, ríkjandi risaveldi -- að þá verði sú framtíð hlinnt frekari útbreiðslu lýðræðis, það þveröfuga sé sennilegra.
Að þá verði lýðræði fljótlega umsetið og í vörn, nánast hvarvetna.
Niðurstaða
Það er óhætt að segja að heimurinn geti verið að standa frammi fyrir stórri stund, ef Trump raunverulega er alvara með það að hætta að keppa um völd og áhrif í hnattrænum skilningi.
Leiðtogi Kína -- sýnir með skýrum hætti að Kína er tilbúið að taka yfir í staðinn.
Forsætisráðherra Nýja Sjálands - er með skýra aðvörun til Donald Trumps um það hvað er framundan, ef Trump dregur Bandaríkin til baka.
Jafnvel þó að stjórnun Bandaríkjanna hafi fylgt margir gallar -- hefur þó þá áratugi gríðarlegar framfarir orðið í heiminum, og fátækt minnkað mikið.
--Hvort sem þ.e. kerfi Bandar. að þakka eða ekki, þá hefði verið unnt að setja á fót kerfi sem hefði verið með til mikilla muna þröngsýnna fyrirkomulagi, sem ekki hefði virkað með sambærilegum hætti - að þátttakendur deili gróðanum með sér!
Kína er að boða, meðan að Trump virðist boða -Merkantílisma- að Kína ætli að fylgja sömu stefnu og Bandaríkin áður gerðu --> En þ.e. góð spurning hvað síðar gerist, ef heimurinn tekur því tilboði og Kína fær öll þau völd til sín.
--Ég held að það skipti máli, eigi eftir að gera það, að Kína er einræðisríki - sem er andsnúið lýðræði og lýðræðislegum lausnum.
Þannig óttast ég að heimurinn standi frammi fyrir -- dekkri framtíð.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Það er dálítið sérstakt að sjá þá öfgamenn sem Trump er að skipa sem ráðherra!
Civil rights groups uneasy over Sessions pick
Trump Turns to His Right Flank to Fill National Security Posts
Trump picks hardliners to head DoJ and CIA
Mike Pompeo
Nýr yfirmaður CIA: Hann hefur verið harður gagnrýnandi samnings svokallaðra 6-velda við Íran, þ.s. óhætt að Bandaríkin hafi ásamt Evrópuríkjum og öðrum NATO löndum, ásamt Rússlandi -- samþykkt frið við Íran!
--Hann hefur hvatt til loftárása á kjarnorkuprópramm Írans.
Sjá umfjöllun mína: Spurning hvað Trump gerir út af Íran -- en hann hefur fordæmt 6-velda friðarsamninginn við Íran, kallað Íran eina helstu uppsprettu hryðjuverka í heiminum!
Fyrst að Pompeo er skipaður yfirmaður CIA -> Verð ég að gera ráð fyrir því, að Trump er hann tók yfir stefnu nýíhaldsmanna - Ísraels - og Repúblikana flokksins gagnvart Íran, að þá hafi einhvers konar samkomulag verið framkvæmt milli hans og væntanlega nýíhaldsmanna, og jafnvel Ísraels!
--Þannig að Trump sé fullkomlega alvara með það að ætla að sverfa að Íran, jafnvel ráðast á Íran --> Sem væri virkilega slæm hugmynd, enn verri en ákvörðun George Bush að ráðast inn í Írak 2003.
Auk þessa, er Pompeo stuðningsmaður þess að beita pyntingum - og stuðningsmaður leynifangelsa sem CIA rak í tíð Bush stjórnarinnar, þ.s. fólki var haldið fyrir utan lög og rétt:
- "He has criticized Mr. Obamas decision to shut down the C.I.A.s black-site prisons..."
- "...and to require all interrogators to strictly adhere to anti-torture laws, using only those interrogation techniques approved in the Army Field Manual."
- "In 2014, he accused Mr. Obama of refusing to take the war on radical Islamic terrorism seriously, citing among other Obama policies the presidents ending our interrogation program in 2009."
Skv. þessu mun Pompeo -- styðja eindregið að pyntingar séu aftur teknar upp!
Og að leynifangelsi CIA - verði aftur tekin í rekstur.
Mike Pompeo og Mike Pence, nýr varaforseti Bandaríkjanna, eru sagðir - vinir.
Þjóðaröryggisráðgjafi: Fljótt á litið er Flynn hershöfðingi mjög hæfur til starfsins þ.e. hann hefur að baki sér langan feril sem fær starfsmaður í njósnadeildum bandaríska hersins sbr. "army intelligence" og hann var um tíma yfirmaður "Defense Intelligence Agency."
Það sem setur marga hljóða -- eru afar afar afar harkaleg viðhorf hans gegn Íslam, en hann virðist taka undir þær allra allra harkalegustu skoðanir gegn Íslam sem til eru.
- "General Flynn has argued that Islamist militancy poses an existential threat on a global scale..."
- "...and he cited the Muslim faith itself which he has referred to as a cancer and a political ideology, not a religion as the source of the problem."
Líklegt er að mörg ár sem hann starfaði í Afganistan - í baráttu gegn Talibönum, liti þær skoðanir töluvert.
--Þessi viðhorf urðu að vandamáli, og hann var látinn hætta sem yfirmaður "Defense Intelligence Agency" m.a. vegna þeirra - en þau tóna ekki vel við þá staðreynd að nokkur mikilvæg múslimalönd eru mikilvægir bandamenn Bandaríkjanna.
En nú er hann færður inn í ríkisstjórn forseta - sem sjálfur hefur talað mjög harkalega gegn Íslam, þannig að líkur virðast sterkar að - Trump og Flynn séu líklega sammála í megin atriðum.
Flynn að auki -- gangrýndi mjög ákvörðun Obama, að styðja við fall Gaddhafi og um svipað leiti og sá atburður gerðist, að styðja ekki Mubarak af Egyptalandi er hans ríkisstjórn einnig riðaði til falls.
--Sem má sennilega lesa í þannig, að herra Flynn telji að eina leiðin til að lifa með Íslam, sé að styðja harðstjóra sem halda því skipulega niðri.
- Mér virðist þó ljóst -- að skipulögð krossferð gegn Íslam, mundi einmitt vera það sem últra róttækir Íslamistar eru að óska eftir!
- En þeir hafa stöðugt haldið því fram að Vesturlönd hati Íslam, svo ef Bandaríkin fara að beita sér skipulega gegn Íslam með öllu sínu afli -- mundi þar með mörgum virðast sá áróður staðfestur, sem gæti valdið því að margir gangi slíkum samtökum á hönd.
--Sem ekki hafa gert það fram að þessu!
Aðalsaksóknari Bandaríkjanna: Hann er harðlínumaður gegn aðflutningi fólks til Bandaríkjanna - og tónar því skipun hans mjög vel við loforð Trumps í kosningabaráttunni, að beita sér mjög gegn aðflutningi fátæks fólks til Bandaríkjanna - sem ekki hafa formlegt landvistarleyfi.
Hann er mikill stuðningsmaður dauðarefsingar - samtímis mikill harðlínumaður gegn fóstureyðingum - - að auki hefur hann í fortíðinni látið sér um munn fara ummæli sem auðvelt er að túlka sem kynþáttahatur gegn blökku fólki, sem og að auki hatur gegn fólki af mexíkósku ætterni.
Þannig að skipan hans - tónar mjög vel við málflutning Trumps í kosningabaráttunni.
--En hann studdi eindregið -vegginn- hans Trumps.
Á sínum tíma er stóð til að skipa hann sem - alríkisdómara, var honum hafnað af þingnefnd skipuð að meirihluta þingmönnum Repúblikana í tíð Ronald Reagan:
"In testimony before the committee, former colleagues said that Mr. Sessions had referred to the N.A.A.C.P., the Southern Christian Leadership Conference and other civil rights groups as un-American and Communist-inspired."
Hreint magnaðar skoðana-öfgar!
Niðurstaða
Þessar skipanir með réttu ættu að fylla allt skynsamt fólk ógn og skelfingu:
- Nýs yfirmanns CIA sem er Írans hatari - styður pyntingar og fangelsun utan laga og réttar, taldi Obama ekki nærri því nægilega harðan í baráttunni við öfga Íslam - þar virðist hann ekki gera greinarmun á Súnní Íslam sé Shia Íslam.
- Nýr Þjóðaröryggisráðgjafi: Sem virðist eindreginn Íslam hatari, er virðist kalla Íslam -trú 1/6 hluta alls mannkyns- hnattræna ógn, pólitíska hugmyndafræði frekar en trú.
- Nýr alríkissaksóknari Bandaríkjanna, sem hefur í fortíðinni líkt baráttufólki fyrir mannréttindum við kommúnista, látið frá sér ummæli sem auðvelt er að túlka sem kynþáttahatur - ummæli sem þannig voru túlkuð af þingnefnd í tíð Ronalds Reagan sem meirihluta var skipuð Repúblikönum og honum var þá hafnað af þinginu þó að Ronald Reagan hefði þá haft þingmeirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins, auk þess harðlínumaður gegn fóstureyðingum og aðflutningi fátæks fólks til Bandaríkjanna sem ekki hefur landvistarleyfi.
Ég verið að bíða eftir því að sjá hverja Donald Trump skipar. En val hans á hverjum harðlínumanninum eftir öðrum -- virðist sýna að stefni í mestu harðlínu hægri stjórn sem setið hefur á valdastól í Bandaríkjunum, hugsanlega nokkru sinni.
Þarna stefni ekki í að meðalvegurinn verði fetaður -- heldur langt, langt í frá!
Skipulögð krossferð gegn Íslam fyrirhuguð?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2016 | 01:48
ESB ætlar að senda Bretlandi reikning fyrir risastórum summum vegna BREXIT, einnig ætlast til þess að Bretland borgi áfram í sjóði sambandsins eftir BREXIT
Hörðustu hugmyndir um stefnu gagnvart Bretlandi, virðst ætla að verða ofan á, en sú afstaða er virðist ætla að vera ofan á -- virðist sú að tryggja það að Bretland uppskeri engan hinn minnsta ávinning af BREXIT.
Það virðist með öðrum orðum, ætla að verða ofan á - sú afstaða að gera BRETLAND að -víti til varnaðar- ef ske kann að einhver önnur lönd síðar íhugi að yfirgefa sambandið.
--Útkoman virðist þá stefna í þá allra verstu mögulegu, að öll Evrópa tapi, BREXIT endi í hörðustu mögulegu lendingu, þ.s. samskipti Breta og meginlandsins líklega snar versna í kjölfarið.
--M.ö.o. virðist mér mál stefna í þá átt sem ég hef talið, minnst skynsama af öllum!
UK faces Brexit bill of up to 60bn as Brussels toughens stance
Wolfgang Schäuble sets out tough line on Brexit
"Michel Barnier, the commissions chief Brexit negotiator..." - "His team is looking at a gross upper estimate that includes unpaid budget commitments, pension liabilities, loan guarantees and spending on UK-based projects." - "The commission is also leaning towards assuming Britain remains on the hook for some of the EUs long-term budget beyond 2019 planned spending that was promised to member states but not yet marked as a commitment in a budget year."
Fjármálaráðherra Þýskalands, hefur tekið afstöðu - Wolfgang Schäuble.
Until the UKs exit is complete, Britain will certainly have to fulfil its commitments, - Possibly there will be some commitments that last beyond the exit even, in part, to 2030 Also we cannot grant any generous rebates.
Vandinn sem aðildarríki standa frammi fyrir er, að ef Bretland fer - hækka greiðslur annarra aðildarlanda til sameiginlegra sjóða ESB - umtalsvert!
Mér virðist sú stefna vera að skjóta föstum rótum - að leysa þetta vandamál pólitíkusa aðildarríkjanna, að ef Bretland borgar ekki áfram - þá þurfa þeir að tjá sínum landsmönnum og kjósendum, að þeir þurfi að greiða meira í sameiginlega sjóði.
- Með þeim hætti, að heimta að Bretland borgi til margra ára til viðbótar, nokkurn veginn það sama og Bretland hefur á seinni árum verið að leggja í sameiginlega sjóði.
- Samtímis, virðast aðildarríkin ætla að framkvæma BREXIT á 2-árum. Sem þíðir væntanlega, harkalega lendingu.
--Meðan Bretland ætti að borga skv. þeirra kröfum -- hefði það enga tryggingu fyrir aðgengi að markaði aðildarlandanna.
Þannig virðist mér samtímis --> Bretland gert að víti til varnaðar!
Auk þess, að ætlast er eigi að síður, að Bretland borgi áfram sinn skerf til margra ára.
Án þess þá að vera meðlimur - hafa nokkur áhrif á ákvarðanir um það hvað gert sé við það skattfé Breta, ef þeir samþykktu - slíka afarkosti.
- Aftur á móti virðist mér klárt að bresk stjv. hafna slíkum kröfum.
Þá væntanlega stilla pólitíkusar aðildarríkjanna málum þannig upp - að Bretar hafi svikið sínar skuldbindingar gagnvart borgurum aðildarríkjanna.
Þannig verði sökinni varpað á Breta, þegar þeir fyrir rest - þurfa að afsaka það fyrir eigin kjósendum, að greiða verulega meira í sameiginlega sjóði.
Niðurstaðan væri þá til að eytra samskiptin til margra ára!
En ef eins og virðist sennilegt Bretar hafna greiðslukröfum alfarið - BREXIT gengur í dag eins harkalega og hugsast getur.
--Þá verði efnahagsskaði Breta og aðildarlanda hámarkaður, t.d. gæti tjón Írlands orðið verulegt.
--Samtímis að aðildarlöndin neita alfarið þá sennilega að semja um nokkurn hinn minnsta "Post BREXIT" viðskiptasamning við Breta!
Meðan Bretar neita að semja um að greiða kröfu aðildarlandanna!
Þetta gæti leitt til verulegra verri samskipta Breta við meginlandsríki.
Og öfugt að sjálfsögðu -- það ástand gæti varað töluvert lengi.
Á hinn bóginn --> Gæti það bitnað á NATO samstarfinu.
- En Bretar gætu orðið minna viljugir að beita sér að vörnum meginlandsins.
- Ef það gerist, þá veikist varnarmáttur Evrópu.
En Bretland er enn í dag, það Evrópuland er mestu fé ver til hermála!
--> Það gæti svo farið að helsti sigurvegarinn í ljósi útkomunnar verði Pútín af Rússlandi.
Niðurstaða
Mér virðist útlit fyrir afskaplega harkalega lendingu á BREXIT málinu. Ég er ekkert viss að þetta sé snjall leikur hjá aðildarlöndunum. En útkoman gæti bitnað á vörnum meginlandsins, þ.e. samstarfinu innan NATO.
Það samtímis því að öryggisógnir fara vaxandi.
Og Trump lofaði í kosningabaráttunni að endurskoða samstarf Bandaríkjanna innan NATO.
Ekki síst virðist hann ætlast til þess að önnur NATO lönd borgi -> En ég er ekki viss hvað hann akkúrat þar meinar, en það má skilja það þannig að hann ætlist beinlínis til þess að þau borgi Bandaríkjunum.
Rússland gæti endað sem sigurvegarinn í þessari rymmu, þ.e. ef harkaleg lending BREXIT og tilraun aðildarlandanna til að þvinga fé upp úr Bretlandi, leiðir til þess að varnarsamvinna Evrópuríkja -- veikist.
Þá væru pólitíkusar aðildarlandanna að láta deilur í tengslum við ESB - bitna á NATO, og öryggis samstarfi Norður Atlantshafs ríkja.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2016 | 23:20
Shinzo Abe heimtar almennar kauphækkanir japanskra launamanna
En hugmynd Abe snýr að því að auka hagvöxt í Japan, með því að auka neyslu, auk þess að hann vonast einnig eftir því að aukin eftirspurn leiði fram - hækkun verðbólgu í Japan!
Abe calls for wage rises to boost Japanese economy
Vandamál Abe, sem kjörinn var út á loforð um endurreisn hagvaxtar í Japan!
Er að þrátt fyrir sprikl í þeim tilgangi - m.a. massíf peningaprentunar aðgerð. Hefur hagvöxtur í Japan haldist lítill - þó í hans tíð hafi hann oftast nær a.m.k. verið mælanlegur.
Auk þess hefur verðbólga haldist vel innan við 2% -- þrátt fyrir stífa prentun!
Á sl. ári var Abe óheppinn, þegar upplifun markaðarins um efnahagslega óvissu í Kína - leiddi til flótta fjárfesta m.a. í Jen -- gengi jensins þá steig.
--Þá mældist í Japan verðhjöðnun þrátt fyrir stífa peningaprentun.
Slakur hagvöxtur í ný-iðnvæðandi löndum, hafi auk þess leitt til frekara fjárstreymis inn í öryggið!
Japönsk fyrirtæki hafi orðið fyrir -- samdrætti í hagnaði með hækkandi jeni.
Þau hafi því verið síður viljug til að viðhalda þeim stíganda í hækkun almennra launa, sem Abe hafi heimtað síðan hann tók við embætti forsætisráðherra - um árið.
- "In 2014 and 2015 his efforts succeeded, but this year the pace of wage hikes slowed for the first time since Mr Abe came to power, with an average rise of 2.14 per cent compared with 2.38 per cent a year earlier."
- "According to the Bank of Japans latest Tankan survey of business sentiment, they expect current profits to fall 11.8 per cent this fiscal year."
Abe m.ö.o. heimtar að japönsk risafyrirtæki viðhaldi sama launaskriði og á undan - þrátt fyrir minnkandi hagnað.
Hann heldur því fram að olíuverð hafi náð lágmarki og muni fara aftur hækkandi, þannig hjálpa verðbólgunni.
--Að auki heimtar hann að risafyrirtækin verði liprari í samningum við -- verktakafyrirtæki, svo slík fyrirtæki geti einnig tekið þátt í áætlun Abe um launaskrið.
- Áhugavert hvernig það þykir ekki tiltökumál í Japan - að stjórnvöld hlutist til um ákvarðanir fyrirtækja á markaði.
- Slík afskipti þættu ákaflega óeðlileg t.d. í Bretlandi! Svo dæmi sé nefnt.
--Ég man t.d. að hafa bent á það í umræðu á erlendum vef, að Þjóðverjar gæti tekið upp sambærilega stefnu og Abe, til að auka neyslu innan Þýskalands.
--En hægri maðurinn sem ég ræddi við, kallað mig -- kommúnista :)
Skemmtilegt að muna það í ljósi þess, að Abe fer fyrir megin hægri flokki Japans :)
Niðurstaða
Það er nefnilega algerlega rétt, að launahækkanir geta aukið hagvöxt og einnig verðbólgu. Þetta væri t.d. alveg kjörin stefna fyrir Þýskaland, vegna þess að meðan að Þýskaland hefur umtalsverðan afgang af viðskiptum við útlönd - hefur Þýskaland ágætlega efni á launaskriði til aukningar innanlands neyslu. Sem mundi auka hagvöxt innan Þýskalands. Það mundi einnig hjálpa hagvexti í nágrannalöndum Þýskalands - þ.e. gera má ráð fyrir að aukin neysla innan Þýskalands mundi ekki eingöngu fara í neyslu þess sem er framleitt innan Þýskalands.
--Margir hagfræðingar hafa bent Þjóðverjum á þetta - en ekki fengið mikla hlustun!
Þ.s. að ráðandi stefna innan Þýskalands hefur lengi verið með áherslu á hagsmuni útflutnings iðnaðar landsins, þ.e. að halda niðri launum!
--Sem rökrétt hefur leitt fram mjög jákvæðan viðskiptajöfnuð, þ.s. neysla innan Þýskalands hefur lengi verið það lítil hlutfallslega að mun meir hefur verið flutt út en flutt hefur að öllu jafnaði verið inn.
--Það hefur með sér þann ágalla, að einhver annar þarf þá að hafa -- viðskiptahalla til að kaupa allan þennan útflutning.
- Áður en evrukreppan skall á, þá höfðu öll löndin án undantekninga er lentu í vanda innan evrunnar, viðskiptahalla við Þýskaland.
--M.ö.o. þá eignast lönd með viðskiptahagnað skuldir við sín viðskiptalönd.
Ef Þýskaland hefði að jafnaði -- utanríkisviðskipti sín í jafnvægi, þ.e. hvorki halli né afgangur, þá væri viðskiptahalli landa við Þýskaland minna vandamál - þar með viðskiptaskuldasöfnun þeirra landa við Þýskaland.
--Þetta leiddi að sjálfsögðu til bætts langtíma efnahagsjafnvægis evrusvæðis.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2016 | 00:57
Hvaða áhrif hefði efnahagsstefna Trumps - ef maður gerir ráð fyrir að hann gleymi yfirlýsingum um einhliða toll aðgerðir gegn stórum viðskiptalöndum?
Nú er ég að tala um það, að ef Trump fylgir einfaldlega því "supply side" efnahagsplani sem Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa teiknað upp, og getur verið hrint í framkvæmd með litlum fyrirvara, þessi lagasetning hefur þegar verið undirbúin af þingmönnum Repúblikana.
Áhrifin eru þekkt, en 2-forsetar Bandaríkjanna hafa fylgt slíku efnahagsmódeli fram.
- Reagan á hinn bóginn, gerði það einungis framan af -- en þ.s. margir kjósa að gleyma er að hann án hávaða smám saman dróg til baka skattalækkanir sínar, þannig að einungis er unnt að tala um "supply side model" á hans fyrra kjörtímabili.
--Ástæðan var sú, að hallinn á ríkisstjóði Bandaríkjanna varð það mikill að Reagan söðlaði um, vildi ekki skila af sér búi þ.s. skuldir ríkisins hefðu vaxið stórum. - Sá sem aftur á móti fylgdi "supply side" í gegnum sína forsetatíð, var annar forseti sem mun minna vinsælt er að vitna til -- nefnilega Bush forseti hinn síðari. En þar endurtók sig það sem Reagan uppgötvaði að skattalækkunarstefnan leiddi til aukins halla á ríkissjóði Bandaríkjanna -- en ólíkt Reagan söðlaði Bush yngri ekki um, heldur hélt lækkuðum sköttum kjörtímabil sitt á enda.
--Enda hækkuðu ríkisskuldir Bandaríkjanna verulega meðan hann var forseti.
Martin Wolf hjá Financial Times: Donald Trumps false promises to his supporters.
- "The revised Trump plan would reduce the top individual income tax rate to 33 per cent and the corporate tax rate to 15 per cent."
- "It would also eliminate the estate tax." -- sá gildir einungis fyrir eignir umfram milljón dollara, svo þetta er skattalækkun einungis fyrir auðuga.
- "The highest-income taxpayers 0.1 per cent of the population, those with incomes over $3.7m in 2016 dollars would receive an average cut of more than 14 per cent of after-tax income."
- "The poorest fifths taxes would fall by an average of 0.8 per cent of taxed income."
- "The net effect of these plans would be a large rise in fiscal deficits."
- "Calculations by the Tax Policy Center at the Brookings think-tank suggest that by 2020 the deficit would increase by 3 per cent of gross domestic product."
- "With current forecasts as the baseline and ignoring any additional spending, this would mean a deficit of around 5.5 per cent of GDP in 2020."
- "Cumulatively, the increase in federal debt by 2026 might be 25 per cent of GDP."
--------------
- Martin Wolf síðar bendir á, að bandaríska ríkið verji 88% sinna fjárlaga í --> Varnir + heilbrigðismál + stuðningsaðgerðir við lágtekjufólk + félagslegar tryggingar + vaxtagjöld.
- Heilt yfir séu útgjöld alríkisins 20% af þjóðarframleiðslu.
Á 10-árum mundu skuldir alríkisins hækka um 25% af þjóðarframleiðslu, við þann hallarekstur sem rökrétt verður til -- ef ekkert væri skorið niður á móti.
Ósennilegt virðist að Trump og Repúblikanar samþykki niðurskurð til hermála - en eitt af loforðum Trumps er einmitt, aukin framlög til hermála!
--Þannig að ef maður gerir ráð fyrir að hann meini það loforð, þá væri það endurtekning nær fullkomin á hagstjórn Bush yngri, þ.e. lækkun skatta + aukin útgjöld.
--Fyrir utan að Trump einnig vill verja auknu fé til opinberra framkvæmda!
Það virðist þar með blasa við --> Að höggvið verði í liði fjárlaga, er beint er að almenningi!
-Heilbrigðismál - aldraðir - fátækir.-
- M.ö.o. að í annan stað fái auðugir Bandaríkjamenn, afnám erfðafjárskatts þ.e. þeir sem eiga yfir milljón dollara í eignir + almenna skattalækkun.
- En líklega verði öll stuðningskerfi við almenning, skorin niður.
Þannig að þó allir eigi að fá skattalækkun -- þá líklega leiði niðurskurður útgjalda er styðja við tekjur þeirra sem hafa minna en meðal laun, til þess að slíkir hópar tapa sennilega heilt yfir.
--Að auki verða heilbrigðis tryggingar örugglega mun dýrari en í tíð Obama.
- Þannig að ef það er rétt greint, að tekjumismunur sem hafi vaxandi farið í bandarísku samfélagi, sé ekki síst að baki þeirri reiði kjósenda sem hafi skilað kjöri Trumps.
- Þá líklega leiði stefna Repúblikana sem Trump líklega leiðir fram -- einmitt til þess að tekjumismunur ríkra og fátækra vex enn frekar, og að auki sennilega verða fátækir og læra launaðar stéttir fyrir nettó skerðingu sinna kjara.
Einungis sé hugsanlegt að loforð Trumps að verja fé í framkvæmdir komi á móti.
Skv. þessu, þegar þessi stefna birtist kjósendum Trump síðar á nk. ári!
Má líklega reikna með reiði-öldu frá þeim er kusu Trump!
--Spurning vaknar þá, hvað gerir Trump þá til að viðhalda sínum vinsældum?
--Trump gæti þá gripið til vanhugsaðra skyndilausna, til að halda í sínar vinsældir!
Nema auðvitað að Trump hafni útgjaldalækkunarhugmyndum þingmanna Repúblikana. Sem mundi skapa honum þinglega sennilega svipaða stöðu og Obama glýmdi við alla sína forsetatíð, að standa gegn kröfum þingsins um útgjaldalækkanir.
--Þá auðvitað líklega skilar sér þessi 25% aukning ríkisskulda Bandaríkjanna að fullu!
Niðurstaða
Greining Martin Wolf sem vitnað er til, gerir ekki ráð fyrir þeirri hugsanlegu kreppu sem má vera að Trump búi til. En það án vafa leiðir til kreppu, ef Trump einhliða setur háa tolla á Kína, og fjölda viðskiptaþjóða sem Bandaríkin hafa viðskiptahalla við.
Ef það yrði snögg umskipti yfir í heimskreppu, þá að sjálfsögðu snarversna forsendurnar sem upp eru gefnar að ofan - þ.s. þá minnka tekjur ríkissjóðs Bandaríkjanna, sem mundi leiða til mun stærri halla á ríkissjóði Bandaríkjanna og því mun hraðari skuldaaukningar bandaríska alríkisins - en að ofan er nefnt.
Punkturinn í þessu er sá, að jafnvel þó ekki sé gert ráð fyrir því að Trump búi til heimskreppu -- þá fyrirsjáanlega mun hans stjórn auka verulega á skuldsetningu Bandaríkjanna!
--Nema auðvitað að Trump mundi skera mjög grimmt niður þá þætti kostnaðar, er einmitt snúa að almenningi!
--En Trump mundi þá hætta á að tapa sínum vinsældum meðal þeirra sem kusu hann til þess að til að bæta kjör almennings.
Trump gæti auðvitað -- hafnað kröfum þingmanna Repúblikana um útgjalda niðurskurð.
Sem gæti leitt hann inn í svipaða þingumræðu og Obama lenti í - í sinni forsetatíð.
--Það auðvitað þíddi að skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna mundu stöðugt vaxa líklega í gegnum hans forsetatíð, þó maður geri ráð fyrir að Trump standi ekki við þau stóru orð að knýja fram stórfelldar breytingar á erlendum viðskiptasamningum Bandaríkjanna.
Þannig að útkoman yrði þá eins að því leiti og hjá Bush -- að Trump mundi skila að sér umtalsvert skuldsettara þjóðarbúi en áður!
--Skuldir Bandaríkjanna miðað við þjóðarframleiðslu gætu farið í kringum 120%.
- Án þess að gera ráð fyrir hugsanlegri kreppu!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.11.2016 | 00:54
Margir leggja það til að Trump semji við Pútín um endalok deilna um Úkraínu
Það sem ég bendi á - á móti, er hve óskaplega erfitt það er að treysta Rússlandi undir stjórn Pútíns. En til þess að semja við Pútín þarf traust - og ef menn ofmeta það að hvaða marki Pútín er unnt að treysta. Geta menn endað með -- rasskell!
Gideon Rachman hjá Financial Times lagði til eftirfarandi samkomulag milli Pútíns og Trumps: Donald Trump, Vladimir Putin and the art of a deal with Russia.
"The US will end its opposition to Russias annexation of Crimea." - "...it would accept it as a fait accompli." - "Following that, the US will lift economic sanctions." - "The Americans will also drop any suggestion that Ukraine or Georgia will join Nato." - "The build-up of Nato troops in the Baltic states will also be slowed or stopped."
"In return for these large concessions, Russia will be expected to wind down its aggression in eastern Ukraine and not attempt to make further territorial gains there." - "Russian pressure and implicit threats towards the Baltic states of Estonia, Latvia and Lithuania will be dropped." - "Military tensions on the front line between Nato and Russia will be dialled down."
Áhættan er augljóslega sú að Pútín getur gengið á bak orða sinna!
- Ef refsiaðgerðir eru lagðar niður - væri mun erfiðar að starta þeim aftur, þ.s. smám saman hefur byggst upp nokkur andstaða við þær. Þegar aðgerðir Pútíns á Krímskaga voru ferskar -- þá dugði reiðialdan í kjölfarið til þess að skapa samstöðu um aðgerðir.
--Nema að Pútín gerði eitthvað nýtt stórt, þá væri erfitt að endurræsa refsiaðgerðirnar, grunar mig.
**Þannig að Pútín gæti sennilega bókað þetta sem "win" þó svo að hann stæði að mörgu leiti ekki við samkomulagið. - Ef Trump formlega samþykkir yfirtöku Rússlands á Krímskaga -- þá getur hann ekki svo auðveldlega dregið það til baka, nema hann hafi skilyrt sína viðurkenningu því að Pútín mundi standa við alla sína enda.
--Segjum að Trump setji engin slík skilyrði, þ.e. hann velji að treysta Pútín -- þá gæti Trump litið afskaplega aulalega út, ef Pútín stendur ekki við sína þætti samkomulagsins eftir allt saman.
T.d. hefur Pútín alltaf hafnað því, að svokallaðir uppreisnarmenn séu í reynd -- málaliðar. Þó að Pútín greiði fyrir allt uppihald þeirra stjórnsýslu, laun þeirra hermanna og að auki útvegi þeim nærri öll þeirra vopn.
--Það gæti verið verulega stórt -trix- að sanna það svo óhyggjandi sé, að Pútín hafi hætt afskiptum af Úkraínu deilunni.
En ef málaliðar hans væru enn á svæðinu, þ.e. svæðin eru ekki formlega afhent stjórnvöldum Úkraínu!
Ef Trump mundi samþykkja loforð Pútíns, án þess að ganga úr skugga um það, að Pútín gæti ekki með mjög einföldum hætti með skömmum fyrirvara bakkað til baka í sama ástand og er nú.
--Þá gæti Pútín einfaldlega -- þegið sem "win" að hafa fengið samþykki Trumps formlega á yfirtöku Krímskaga, samtímis og ef loforð um engin frekari afskipti af Úkraínu eru án innihalds -- þá gæti hann dregið þau loforð til baka með litlum fyrirvara.
Sama gilti auðvitað um sérhvert loforð um -- tilfærslu herstyrks innan landamæra Rússlands, að slíkan her er unnt að færa aftur til baka með litlum fyrirvara; meðan að það mun taka töluverðan tíma að nýju fyrir NATO lönd að skapa aftur nýja samstöðu til þess að færa sína hernaðarstöðu aftur til baka.
--Þarna nýtur einræðisríkið eins af fáum kostum einræðis, að geta verið snöggt að breyta ákvörðunum.
Að lokum, gæti Pútín einnig síðar meir mjög auðveldlega dregið til baka hvert það loforð sem hann kann að hafa veitt -- um afskiptaleysi af innri málefnum Eystrasalt landanna!
--En eftir allt saman er fordæmi til staðar, að Pútín - sveik hátíðlegt loforð Yeltsins sem fyrri forseti Rússlands undirritaði með fulltrúum Bandaríkjanna - Bretlands - Frakklands og Þýskalands, að tryggja og virða með ævarandi hætti landamæri Úkraínu.
**M.ö.o. hefur Pútín sannað í fortíðinni, að fyrir honum er undirritað samkomulag ekki pappírsins virði, ef hann síðar meir ákveður -- að það henti ekki honum lengur að virða það!
Með öðrum orðum, gæti Trump litið út á eftir sem fullkominn auli!
Spurning hvað mundi Trump gera við samskiptin við Rússland, ef Pútín mundi fullkomlega taka hann í bakarýið með ofangreindum hætti?
Augljóslega yrði Trump óskaplega reiður!
En það gæti verið mat Pútíns, að Trump sé veikgeðja, þannig að hann mundi meta það svo að Trump mundi ekki gera Pútín eða Rússlandi neitt það sem Pútín mundi ekki treysta sér að lifa við -- gegnt því að hafa grætt formlega viðurkenningu á yfirtökunni á Krímskaga og endalok refsiaðgerða, án þess að fyrir rest leggja inn nokkuð á móti eða m.ö.o. fyrir ekki neitt!
Niðurstaða
Ég á ekki von á því að það séu miklar líkur á meintu bandalagi Pútíns og Trumps. En málið er að ég held virkilega að Pútín fyrirlíti Trump. Á hinn bóginn hafi hann sennilega reiknað Trump út fullkomlega - enda sem gamall starfsmaður KGB, lengi þar háttsettur yfirmaður - þá kann Pútín sennilega allt um "personal manipulation" þ.e. hann er líklega mjög góður í því að reikna fólk út, og finna út hvernig er unnt að ná út úr því - hverju því sem hann vill!
Mér virðist viðbrögð Rússlands og rússneskra fjölmiðla benda til þess - þ.e. með hvaða hætti augljóslega er uppi tilraun til að sleikja upp Trump af hálfu Rússa!
--En þ.e. þekkt að aðferðin til að eiga við "narkissista" eins og Trump, er að blíðka þá eða m.ö.o. slá þá gullhömrum.
Þar sem að "narkissistar" eru alltaf sannfærðir að þeir eigi gullhamra skilið, séu þeir alltaf veikir á svellinu fyrir "personal manipulation" af því tagi að beinlínis er verið að "taktístk" að blíðka þá.
Mig grunar sterklega að Pútín sé að þessu til þess eins -- að hafa eins mikið upp úr Trump og hann getur, samtímis og Pútín ætlar sér að láta eins lítið á móti og hann mögulega getur!
Öllu verði á meðan tjaldað til í Kreml til að slá Trump gullhamra!
Og ef Trump mundi koma í heimsókn meðan á því stendur til að undirrita samkomulag, mundi sennilega vera stráð blómahafi í kringum Trump.
--Ekkert sé um of í augum Pútíns, þegar hann sé að fiska og leitast við að hala inn fiskinn:)
Síðan grunar mig eftir að hann hafi haft upp úr Trump það sem hann getur!
Þá auðmýkji hann Trump!
Því Pútín fyrirlíti líklega Trump!
En einnig vegna þess, að Pútín vilji stuðla að því að embætti Bandaríkjaforseta sé sem veikast -- ein aðferð til þess, sé að veikja þann aðila sem gegni því á hverjum tíma!
Pútín sé að leitast við að beita -- "divide and rule."
--Hann skipulega leitist við að veikja alla þá sem hann telur geta ógnað sér!
**Mig grunar sterklega að hann muni ekki sleppa tækifærinu að veikja stöðu Trumps, eftir að hann hafi náð upp úr Trump því sem hann telur sig mest geta náð fram!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2016 | 22:25
Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki gefið Framsóknarflokknum betri gjöf, en að mynda stjórn með Bjartri Framtíð og Viðreisn!
Ég er að segja, að ef Sjálfstæðisflokkurinn gerir þetta, Björt Framtíð og Viðreisn samþykkja. Þá reikna ég fastlega með hressilegri fylgisaukningu Framsóknarflokksins!
En ég er nær algerlega viss, að þessi ríkisstjórn - verður fullkomlega lömuð af innri deilum!
- En þessi ríkisstjórn verður augljóslega ekki mynduð, nema að BF og Viðreisn, nái fram í stjórnarsáttmála, loforði Sjálfstæðisflokksins að það verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort skal hefja aðildarviðræður að nýju.
- En þó svo að slíkt næðist fram inn í stjórnarsáttmálann, er það ekki endilega það sama og að af slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu verði - en þingið mun þurfa að samþykkja að halda hana formlega.
- Og þar sem að í 32-sæta meirihluta, hefur sérhver þingmaður stjórnarinnar neitunarvald, og sumir þingmenn Sjálfst.fl. eru mjög andvígir aðild.
- Þá er ég ekki að sjá, að sennilegt sé að meirihluti náist fram innan þingliðs stjórnarinnar, fyrir tillögu um að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu.
- Auðvitað, rökrétt beita þá þingmenn BF og Viðreisnar stöðvun á mál Sjálfst.fl. á móti - ef þeirra mál eru stöðvuð af einstökum þingmönnum Sjálfst.fl.
Hin athyglisverða spurning er þá gæti komið upp!
Er hvað stjórnarandstaðan gerir?
En tæknilega gætu t.d. 3-þingmenn Samfylkingar, og/eða þingmenn úr þingliði Pírata - stutt við tillögu Viðreisnar og BF - um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, ef einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokks a.m.k. greiða henni einnig sitt atkvæði.
--Gæti hún þá náð samt fram þrátt fyrir andstöðu einhverra þingmanna Sjálfstæðisfl.
- Hinn bóginn, væru þeir þingmenn þá að bjarga jafnvel -- lífi stjórnarinnar!
- Mundu flokkar er frekar vilja að vinstri stjórn verði mynduð -- hjálpa við að halda lífinu í slíkri hægri stjórn?
Vegna innri klofnings og deilna gæti þessi ríkisstjórn orðið að "de facto" minnihlutastjórn!
Verið þá háð stjórnarandstöðunni um stuðning við einstök mál!
Það væri þá endurtekning á sjónarspilinu er Íslendingar urðu vitni að í tíð Vinstri stjórnar Jóhönnu og Steingríms.
- En á sama tíma, grunar mig, að það væri alltaf sterk freysting til staðar hjá a.m.k. Pírötum og Samfylkingu, jafnvel VG að auki -- að vilja fella stjórnina.
M.ö.o. sé a.m.k. ekki augljóst -- að þeir flokkar hjálpi stjórninni að koma sínum málum í gegn.
Útkoman gæti þá orðið sú, að stjórnin setji nýtt Íslandsmet í lömun og aðgerðaleysi
- Eiginlega græðir Framsókn í báðum tilvikum --> En ef Sjálfstæðisfl. eins og VG í tíð vinstri stjórnar, færi með virkum hætti að vinna í því að koma Íslandi inn í ESB.
--Þá rökrétt lekur ESB andstætt fylgi yfir til Framsóknar. - Ef vinstri flokkarnir í stjórnarandstöðu velja frekar að hjálpa ekki stjórninni, í von um að hún falli -- Framsókn hjálpar ekki við það að stuðla að ESB aðild.
--Þá verða flokksmenn BF og Viðreisnar stöðugt pyrraðri -- þeir blokka mál Sjálfst.fl. þá á móti --> Nettó útkoma, fullkomin lömun!
**Í þessu tilviki gæti Framsókn grætt jafnvel enn fleiri atkvæði.
Sigurð Inga --> Mundi ég ráðleggja að halda áfram að vera jafn kurteis og málefnalegur og honum er tamt! Að tala landsföðurslega!
--> En að hann skapi trausta ímynd á sama tíma og það logar allt sundur og saman í deilum meðal annarra hægri flokka, mundi sennilega með öflugum hætti stuðla að því að Framsókn græddi þreytta og leiða hægri sinnaða kjósendur!
Niðurstaða
Ég vil meina að Sjálfstæðisflokkur sé að taka mikla áhættu með því, að stofna til ríkisstjórnar þar sem fyrirséð er mikil hætta á sundrung og deilum, samtímis að þingmeirihluti gerir einstökum þingmönnum flokkanna þriggja það mögulegt - að stöðva mál að vild fullkomlega.
--Ég bendi á að Samfylking fékk á sig fylgishrun í kjölfar Vinstristjórnar Jóhönnu og Steingríms, sem eins og þekkt er - logaði í nær stöðugum innri deilum kjörtímabilið á enda.
En rökrétt verða kjósendur leiðir - reiðir og pyrraðir á stjórn, þ.s. stjórnarheimilið reglulega logar stafna á milli.
--Svo erfið er þessi stjórn líkleg að verða hvað innra samstarf varðar, að hún sennilega virkar sem -- minnihlutastjórn, sem verði háð stjórnarandstöðu um framgang einstakra mála.
Það setur þá stórt spurningamerki, hvort að vinstri flokkarnir mundu hjálpa ríkisstjórn Sjálfstæðisflokk? Eða nota tækifærið til að hefna sín fyrir kjörtímabil vinstri stjórnarinnar? Að sjálfsögðu mundi Framsókn ekki aðstoða BF og Viðreisn með þeirra mál!
Ég held að góðar líkur séu á útkomu, er mundi leiða fram umtalsverða smölun á fylgi af hægri væng, yfir til Framsóknarflokksins. Framsókn þyrfti fyrst og fremst að gæta sín á því, að deilur blossi ekki upp innan Framsóknarflokksins sjálf á sama tíma, en ef friður er innan Framsóknar á sama tíma og Framsókn gætir sín að halda málflutningi málefnalegum!
Þá mundi Framsókn geta grætt mjög umtalsverða fylgisaukningu í stjórnarandstöðu í þetta sinn!
Kv.
12.11.2016 | 00:53
Trump verður líklega fremur valdamikill forseti, a.m.k. fyrstu 2. árin
Ég segi þetta vegna þess að: A)Repúblikanar héldu meirihluta í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings og Öldungadeild Bandaríkjaþings - þannig að Trump hefur feril sinn í bestu þinglegu stöðu sem forseti er líklegur að standa frammi fyrir. B)Óvæntur sigur Trumps, hefur án efa skotið Repúblikönum á þingi skelk í bringu, þ.e. þeim sem voru með gagnrýni á Trump -- tel ég að óvæntur sigur Trumps, geri það ólíklegt a.m.k. fyrst um sinn, að þingið verði Trump óþægur ljár í þúfu. C)Trump virðist ætla að taka með sér inn í Hvítahúsið, þéttan hóp stuðningsmanna sem hann treystir og deila megin dráttum sömu eða svipuðum skoðunum og Trump. Þeir styðja þá hvern annan -- það styrkir Trump í að fylgja sinni stefnu fram þó að á móti geti það verið veikleiki slíks teymis -> Að allir hugsi eins.
Þessi sterka staða sem Trump líklega hefur a.m.k. til að byrja með!
Getur stórum hluta flogið frá honum síðar meir!
En sú útkoma er þó háð því --> Akkúrat hvað Trump velur að framkvæma!
T.d. spruttu upp nokkuð víðtæk mótmæli í 12 stórum bandarískum borgum, strax þegar vitnaðist að Trump hefði náð kjöri --> Sú mótmælahreyfing er með hótanir um að viðhalda stöðugum mótmælum út forsetatíð Trumps: Anti-Trump protest leaders say preparing for long fight.
Ef stefna Trump síðar meir verður óvinsæl -- gæti sú hreyfing náð verulegu velgengni.
- Síðan hafa Kínverjar varað Trump við því, að eyðileggja Parísarsamkomulagið um aðgerðir gegn hlínun lofthjúpsins - It is global societys will that all want to co-operate to combat climate change, - "The Chinese negotiators added that any movement by the new US government would not affect their transition towards becoming a greener economy": China warns Trump against abandoning climate change deal.
- Kína hefur einnig sagst ætla mynda viðskiptabandalag Asíuþjóða - í kjölfar þess sem talið er öruggt, að Trump hætti við samning við Asíuþjóðir og S-Ameríkuþjóðir um sameiginlegan viðskiptasamning.
M.ö.o. er eins og Kína sjái sér nú hag af að -- taka nánast nákvæmlega öfugan pól í hæðina og talið er líkleg stefna Trumps stjórnarinnar!
**Það hlýtur eiginlega vera að Kínverjar haldi að þeir muni græða á því!
Nú veit enginn hvað Trump ætlar að gera, enda hans stefnuyfirlýsingar í kosningabaráttunni fullar af atriðum er stangast á!
- Augljósa ábendingin er sú, að ef stefna Trumps verður verulega óvinsæl, t.d. ef hún skapar sýnilega neikvæðar afleiðingar er almenningur finnur fyrir. Þannig að stuðningur meðal almennings minnki, samtímis og andstöðu vaxi fiskur um hrygg.
- Þá gæti þingið þ.e. þinghópur Repúblikana í deildunum tveim - hætt að vera þægur ljár í þúfu fyrir Trump.
- En ef almenningur snýr baki við Trump - þá er sennilegt að pólitískur reikningur þingmanna Repúblikana breytist, þ.e. í stað þess að vera hræddir við Trump - verði þeir hræddir við almenning.
Það virðist ljóst - að Repúblikanaflokkurinn er að reyna að ná stjórn yfir stefnu Trumps.
Repúblikanaflokkurinn, vill að Trump fylgi hans efnahagslega módeli þ.e. "supply side" en láti vera að -> A)Standa við yfirlýsta stefnu Trumps um alþjóðaviðskipti. B)Leggi áherslu á sparnað í ríkisrekstri--frekar en eyðslu, sem Trump hefur lofað t.d. að verja fé til uppbyggingar innviða "infrastructure" innan Bandaríkjanna - til að skapa störf.--Ég persónulega efa að Trump muni láta að stjórn!
En segjum að Trump standi við allar sýnar helstu stefnuyfirlýsingar!
Þá er ég fullkomlega viss að almenningur snýr baki við Trump - þó ekki samstundis. Fyrstu viðbrögð gætu verið aukinn stuðningur við hann! En þegar afleiðingar stefnunnar koma fram, þá snúist almenningi örugglega hugur!
- Eins og ég hef margbent á, þá skapar Trump heimskreppu - þ.e. kreppu í Bandaríkjunum sem og í ekki síst Kína --> Ef hann lætur verða af hótun svo sem, 45% verndartoll á vörur innfluttar frá Kína.
--Þar um geti ekki verið hinn minnsti vafi, að háir tollamúrar samstundis valda kreppu, þ.e. efnahagssamdrætti í Bandaríkjunum síðan eða mjög fljótlega, einnig efnahgsstjóni í þeim löndum sem tollamúrum væri beint gagnvart. - Ég get ekki ímyndað mér önnur viðbrögð almennings, en að hann snúist gegn Trump - þegar afleiðingarnar verða ekki fjölgun starfa og bætt kjör -- heldur verulega stórfelld kjaralækkun og bylgja af atvinnuleysi er auki það verulega umtalsvert.
- Síðan auðvitað, mundi það gera nánast hverja einustu erlenda þjóð - foxvonda út í Bandaríkin og Trump sérstaklega, ef Trump ýtir heiminum í kreppu. Þ.e. efnahagstjón fyrir öll ríki heims, þar á meðal - aukning atvinnuleysis líklega alls staðar.
--Þá fer örugglega sterk and amerísk alda um heiminn. - Samskiptin við Kína gætu orðið ákaflega slæm í kjölfarið.
Í því samhengi að almenningur snúi baki við Trump!
Gætu nánast öll hans völd fjarað undan honum!
M.ö.o. gæti hann hafið sinn feril með mikil völd!
En endað hann sem nánast áhrifalaust og fyrirlitið rekald.
Þetta þíðir auðvitað að Trump hefur líklega stefnuglugga!
Það er, ca. 1 - 1 1/2 ár.
En eftir 1 1/2 ár fer Fulltrúadeildin að hugsa um endurkjör!Þá verður hún tregari í taumi, án þess að nokkurt annað komi til!
-- --> M.ö.o. ef Trump hefur sinn feril af krafti!
Getur hann komið megninu af þeim lagabreytingum sem hann vill innleyða í verk!
Þar á meðal þeim breytingum á stefnu Bandaríkjanna "for good or for worse" sem hann vill innleiða!
Niðurstaða
Ég er sammála öllum aðvörunum um hættuna af Trump fyrir Vesturlönd. En kjör hans er risastór hætta fyrir það frjálslynda heimsskipulag sem Bandaríkin sjálf komu á fót. Samtímis að ef hann fylgir einnig hugmyndum sínum fram um stefnubreytingu gegn bandamönnum Bandaríkjanna - þá gæti skollið á öryggis krísa í Evrópu á nk. ári! Og auðvitað í Asíu einnig.
M.ö.o. gæti hann lagt niður nánast allt kerfið sem Bandaríkin byggðu.
Þeir sem græða stórfellt á þeirri útkomu, mundu verða Kína sérstaklega, og Rússland að einhverju verulegu leiti.
Ef hann auk þess skapar nýja heims kreppu -- þá gæti staðan í heims málum orðið virkilega óþægileg eftir ekki lengri tíma en t.d. 2. ár!
- Tjónið sem hann gæti valdið á einungis einu kjörtímabili - gæti orðið það mikið að Bandaríkin mundu hugsanlega aldrei getað náð því að jafna sig af því af fullu.
Ég er því ekki hissa --> Að Pútín sé kampakátur!
_______________
Fyrir Ísland gæti skapast stórhættuleg öryggiskrísa innan nk. 2-ja ára. Auk þess að ef Trump skapar heims kreppu, þá að sjálfsögðu mundi verða djúpt hrun í ferðamennskunni hér.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2016 | 02:33
Spurning hvað Trump gerir út af Íran -- en hann hefur fordæmt 6-velda friðarsamninginn við Íran, kallað Íran eina helstu uppsprettu hryðjuverka í heiminum!
Það er vitað að Bush forseti vegna þrýstings frá Ný-íhaldsmönnum, íhugaði árásir á Íran á sínum tíma -- en Bush lét ekki af því verða!
Meira að segja Bush tók ekki þá áhættu að hefja stríð við Íran!
Trump í kosningabaráttunni, einfaldlega tók upp -- prógramm Repúblikana um Íran, sem er vitað að er verulega undir áhrifum Ný-íhaldsmanna í flokknum.
--Spurning m.ö.o. hver eru akkúrat áhrif Ný-íhaldsmanna á stefnu Trumps?
Stríð gegn Íran væri enn verri hugmynd, en innrásin 2003 í Írak!
Íran er ekki einungis stærra land en Írak, heldur miklu mun fjöllóttara!
- Þetta er ein af hinum risastóru spurningum sem vakna þegar maður íhugar stefnu Trumps!
- En erfitt er að sjá að ef Trump snýr Bandaríkjunum til baka til stefnu fjandskapar við Íran - þ.e. endurreisn refsiaðgerða að fullu af hálfu Bandaríkjanna, og líklega þrýstingur frá Bandaríkjastjórn á önnur lönd - að gera slíkt hið sama.
- Auk þess að reikna má með því, að endurreist væri sú aðferð - að refsa erlendum fyrirtækjum fyrir að eiga viðskipti við Íran.
Að útkoman yrði með margvíslegum hætti slæmur fyrir Bandaríkin sjálf.
Mér virðast líklegustu áhrifin af slíkru umpólun Trumps!
Að Íran mundi halla sér að Kína!
En Íran er gríðarlega vænn biti - ef maður íhuga þá staðreynd að Íran hefur aðgang að tveim höfum þ.e. Kaspíahafi og Persaflóa, en við hvor tveggja svæðin eru mjög auðugar olíu- og gaslyndir.
Kína er þegar stærsti fjárfestirinn í Írak, í olíuvinnslu þar -- og það virðist augljóst að Kína væri til í að veita fé til Írans, ef Bandaríkin loka á viðskipti fyrir Íran og írönsk fyrirtæki - í dollar.
- Síðan væri nákvæmlega ekki neitt, sem hindraði Íran í því að endurreisa sitt kjarnorkuprógramm til fyrra horfs.
- Þ.s. að Íranar hafa varið miklu fé til að grafa þau mannvirki - undir fjöll, en af fjöllum á Íran nóg -- eins og sést á kortinu að ofan.
--Það þíðir að þau mannvirki eru fullkomlega örugg fyrir lofthernaði.
M.ö.o. yrðu megin áhrif slíkrar stefnu líklega að tryggja að -- Kína eignaðist mjög verðmætan bandamann við Persaflóa!
Og gæti líklega komið sér þar upp her- og flotastöðvum, á landsvæði Írans -- beint andspænis herstöðvum - flotastöðvum og flugherstöðvum Bandaríkjanna á landsvæðum Arabaríkjanna við Persaflóa.
Ég er sem sagt að segja - að slík stefnumótun væri afar óskynsamleg fyrir Bandaríkin, og af hálfu Trumps.
--Stríð við Íran væri fullkomið brjálæði!
Niðurstaða
Mjög margt orkar tvímælis í stefnuyfirlýsingum Trumps meðan hann var í kosningabaráttu. Afstaða hans gegn Íran er mjög gott dæmi einmitt um það. En ef maður hefur í huga að Íran er þessar mundir bandamaður Rússlands - jafnvel þó að það bandalag sé hugsanlega einungis eins lengi og það hentar báðum löndum, en ég efa að þau séu í raun og veru - vinir. Þá orkar það samt augljóslega fremur tvímælis, að ætla í beina andstöðu og harðar aðgerðir gegn megin bandamanni Rússlands í Mið-austurlöndum. Samtímis og Trump hefur einnig talað um að draga úr spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands!
Trump þarf bersýnilega að skýra stefnu sína betur!
______
Svolítið skemmtilegt að fylgjast með því, hvernig Rússland er að reyna um þessar mundir, að sleikja upp Trump, sbr:
Trump's foreign policy approach almost same as that of Putin: Kremlin
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.11.2016 | 01:24
Traustasti kjósendahópur Donalds Trump virðist hafa verið hvítir með tekjur yfir meðaltali sem ekki hafa háskólagráðu
Skv. rannsóknum á kosningahegðan sl. þriðjudag í Bandaríkjunum, þá liggja fyrir eftirfarandi niðurstöður!
Forgotten white vote powers Trump to victory
- Hvítir kjósendur, 70% bandarískra kjósenda, kusu Trump vs. Clinton í hlutföllunum: 58/37%.
- Hvítir kjósendur án háskólagráðu, kusu Trump vs. Clinton í hlutföllunum: 67/28%.
- Það áhugaverða á móti, er að hvítir kjósendur með háskólagráðu kusu Trump vs. Clinton í hlutföllunum: 49/45%.
--M.ö.o. Trump vann þann hóp naumlega þó, öfugt við margar spár.
- Það kemur engum að óvörum að konur kusu Trump vs. Clinton í hlutföllunum: 54/42%.
- En það kemur örugglega einhverjum á óvart að Trump tapaði fyrir Clinton í lágtekjuhópum, þ.e. hópar með tekjur innan við 50þ.$ kusu Trump vs. Clinton í hlutföllunum: 52/41%.
--Sem væntanlega kemur einhverjum að óvörum, sem telja að Trump hafi haft mesta verkamannafylgið, svo virðist ekki vera skv. þessu. - Annað gildi um hátekjuhópa þ.e. Trump vann í öllum tekjuhópum er hafa meir en 56þ.$ í árstekjum.
--Sem gæti bent til þess að skattalækkunarhugmyndir Repúblikana hafi skilað að einhverju verulegu leiti þeim atkvæðum.
Svo er auðvitað forvitnilegt:
--Að heildarfjöldi atkvæða Trumps er mjög svipaður þeim fjölda sem John McCain fékk um árið gegn Obama, en varð þá undir.
--Að auki Trump fær milljón færri atkvæði en Romney 2012, þó tapaði Romney það ár fyrir Obama!
"Mr Trumps total vote is in line with what John McCain received in 2008 and about 1m below what Mitt Romney received in 2012."
Skv. því er Trump í reynd ekki að fá neitt sérstaklega góða kosningu!
A.m.k. ekki í sögulegu samhengi!
Þó að Clinton hafi fleiri atkvæði heilt yfir - munar einungis 100þ. atkvæðum.
Spurning hvort slík útkoma geti verið endurtekin?
En svokölluðum hvítum kjósendum er að fækka hlutfallslega stöðugt -- sennilega minna út af aðflutningi fólks en mismunandi fæðingartíðni innan mismunandi hópa er byggja Bandaríkin.
En svokallaðir hvítir Bandaríkjamenn, virðast hafa heilt yfir lægri fæðingartíðni en aðrir hópar, t.d. "latinoes" smám saman hafa verið í hlutfallslegri fjölgun.
Að einhverju verulegu leiti - hjálpar það ferli því að auki, að slíkir hópar eru stór hluti aðkomumanna innan Bandaríkjanna.
- En mesta fjölgunin hlutfallslega sé nú meðal Asíufólks er býr innan Bandaríkjanan!
- Sem sé einna helst drifin af - aðflutningi Asíubúa til Bandaríkjanna.
10 demographic trends that are shaping the U.S.
Það eru auðvitað nokkur ár í það enn -- að hlutfallsleg fjölgun annarra hópa en "hvítra" leiði til þess að þeir verði ekki lengur fjölmennari en allir aðrir hópar samanlagt.
"By 2055, the U.S. will not have a single racial or ethnic majority."
- Svo fremi auðvitað að hlutfallslega fjölgun annarra hópa haldi áfram af sama krafti og áður!
- En punkturinn er auðvitað sá, að sú aðferð er Trump beitti - sem höfðar fyrst og fremst til hvítra kjósenda, verður þá stöðugt eftir því er árin líða -- ólíklegri til að takast!
- Þannig að það er alveg hugsanlegt, að leið sú er Trump fór - virki aldrei aftur!
Niðurstaða
Góð spurning sem ég sá einn varpa fram - yfir hverju eru hvítir kjósendur með árlaun yfir 56þ.$ að kvarta?
Einn möguleikinn gæti verið -- ótti við breytingar. En Bandaríkin eru að breytast hratt, og breytingar mæta alltaf - einhverri andstöðu. Og ef margt breytist í einu, getur sú andstaða orðið veruleg.
Það að Clinton vann í lægri tekjuhópum - nokkuð örugglega. Veikir þau rök að Trump hafi mikið höfðað til verkamanna sem hafa misst af lestinni - þannig séð.
Kannski var það mótmæli gegn breytingum sem samfélagið stendur frammi fyrir, sem knúði fram sigur Trumps -- frekar en að um hafi verið að ræða mótmæli gegn bágri efnahagslegri stöðu, af hálfu kjósendahópa sem finnst ekki að stjórnmálin séu að takast á við þeirra ótta!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar