Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2016
9.11.2016 | 03:26
Trump virðist hafa unnið -- skv. könnun vilja bandarískir kjósendur að nýr leiðtogi bindi endi á forskot ríkra áhrifamikilla
Ef marka má kosningaúrslit undir morgun -- stefndi í sigur Trumps
Ég greini síðan frá niðurstöðu Reuters-Ipsos könnunar er birt var á kjördag í Bandaríkjunum! Ef maður skoðar frambjóðendurnar -- verður vart sagt að þeir standist þessar væntingar:
- Trump milljarðamæringur, erfði auðinn - tæpast dæmi um það sem kjósendur þá kalla eftir.
- Varla getur Clinton talist það heldur, atvinnupólitíkus með langa sögu þátttöku í stjórnmálum - þó Trump sé ríkari en hún, er Clinton fjölskyldan mjög auðug.
- M.ö.o. eru bæði - plútókratar!
-------------------
U.S. voters want leader to end advantage of rich and powerful
- "75 percent agree that "America needs a strong leader to take the country back from the rich and powerful.""
- "68 percent agree that "traditional parties and politicians dont care about people like me.""
- "76 percent believe "the mainstream media is more interested in making money than telling the truth.""
- "57 percent feel that "more and more, I don't identify with what America has become.""
- "54 percent feel "it is increasingly hard for someone like me to get ahead in America.""
-------------------
Trump hefur reynt að halda á lofti að hann væri ekki - elítupólitíkus!
En hann er klárlega af auðugu elítunni í Bandaríkjunum - og ef maður skoðar það sem hans framboð berst fyrir, þá er mjög erfitt að túlka það sem - vinsamlegt þeim sem minna mega sín.
En hann ætlar að leggja af svokallað "Obama care" - en án þess að skipta því kerfi út fyrir annað kerfi, sem býður sambærilega vernd fyrir þá - sem trauðlega hafa efni á heilsugæslu.
--En augljóslega með því að færa Bandaríkin til baka til sama kerfisins er var áður - þá fækkar þeim aftur sem eiga efni á - heilsutryggingu, og aðgengi þeirra sem tapa aðgengi að heilsutryggingum þá versnar.
Hann ætlar að lækka skatta með hætti, sem mun skila verulegum hagnaði til auðugra Bandaríkjamanna - og bent hefur verið á að tillaga hans um að afleggja erfðafjárskatt sem einungis virkar fyrir eignir að verðmæti mælt í milljónum dollara, muni bæta velferð barna Trumps.
Hann ætlar að skera niður í velferðarmálum almennt - m.a. til að fjármagna skattalækkanir.
Það sem hann hefur reynt að slá sig til riddara út á - eru hugmyndir hans um verndartolla, gagnvart helstu stóru viðskiptalöndum Bandaríkjanna.
- Jafnvel þó það væri rétt, að verksmiðjur mundu snúa aftur -- inn fyrir slíka tollamúra, ef þeir væru settir nægilega háir.
--Þá tæki það mörg ár fyrir nýjar verksmiðjur að hefja starfsemi. - Við vitum í reynd ekki, hvort slíkar verksmiðjur mundu bjóða mörg störf --> En þ.e. nú hafin týska í róbót væðingu, þ.e. alveg möguleiki að nýjar verksmiðjur væru reistar skv. því módeli, þannig að fá framleiðslustörf yrðu til.
En gallarnir við slíka nálgun eru mjög alvarlegir:
- En háir verndartollar einhliða settir á helstu viðskiptalönd Bandaríkjanna - án nokkurs vafa, framkalla tafarlausa - heimskreppu.
- En kreppa mundi verða í Bandaríkjunum, ef innflutningsverð hækka verulega --> Sem mundi fúnkera eins og að gengi Dollar hefði lækkað verulega, þ.e. kaupmáttur bandarískra borgara mundi lækka.
--Sem þíddi, samdrátt í neyslu, þar með tap á störfum í verslun og þjónustu almennt.
Vegna þess að stærsti einstaki liðurinn í bandaríska hagkerfinu í dag - er neysla, þá leiðir samdráttur í neyslu samtímis og hagvöxtur er hægur - án vafa til kreppu. - Kreppa mundi samtímis skella á í viðskiptalöndum Bandaríkjanna - sem eru verulega háð Bandaríkjamarkaði, svo sem Kína - líklega einnig S-Kóreu og Japan, jafnvel Þýskalandi að auki.
--Kreppa samtímis í þeim löndum og Bandaríkjunum = heimskreppa. - En kreppa í stærstu hagkerfum heims, þíddi -- samdráttur og kreppa alls staðar.
En nettó áhrifin mundu án vafa leiða til mun fleiri tapaðra starfa innan Bandaríkjanna -- en nokkrar líkur væru á að hugmyndir Trump væru líklegar að skapa!
Svo væri kjara-rýrnun Bandaríkjamanna sennilega varanleg!
--Þar með að sjálfsögðu, þeirra sem eru í fátækari hluta launamanna!
Með þetta í huga -- þurfa launamenn er kusu Trump að hafa verið afar einfaldir!
--Því þeir augljóslega kusu gegn sínum hagsmunum.
En jafnvel þó maður geti auðveldlega teiknað Clinton einnig sem elítumanneskju!
Þá hefur hún ekki haft það sem stefnu - að setja einhliða upp nýjar viðskiptahindranir gegn helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna, eins og Trump hefur skýrt og skorinort hótað.
Það eitt og sér, þó ekkert annað væri nefnt -- gerði hana að skárri vakost fyrir fátækari hluta Bandaríkjamanna!
Þar auðvitað eru menn að bera saman --absolute disater-- og --status quo.---
En sama ástand er skárra - en breyting til þess mikilla muna verra!
--Jafnvel þó allir væru sammála að núverandi ástand sé slæmt.
Sé órökrétt að kjósendur virðast hafa valið að gera ástandið - verra!
Niðurstaða
Samkvæmt þeim niðurstöðum er lágu fyrir um 5-leitið í morgun, stefndi í sigur Trumps!
Eins og ég benti á, þá er hvorki Clinton né Trump það sem bandarískir kjósendur vilja kjósa. Eigi að síður voru Clinton og Trump það val sem kjósendum var boðið upp á.
Eitt algerlega víst að Trump er augljóslega til mikilla muna verri kosturinn ef menn vilja:
A)Ekki að elíturnar auðgist frekar.
B)Ekki að þær verði enn öflugari og áhrifameiri en áður.
C)Vilja að dregið sé úr ójöfnuði.
En meðan að Clinton hefði viðhaldið nokkurn veginn sama ástandi og áður, ef marka má líklega stefnu hennar ef hún hefði náð kjöri <--> Þá augljóslega mun stefna Trumps halla mjög á fátækari hluta Bandaríkjamanna og launamenn innan Bandaríkjanna almennt, sem og auka bilið milli ríkra og fátækra frekar en núverandi ástand.
--Bandarískir launamenn virðast hafa kosið gegn sínum hagsmunum?
Ef marka er hvernig staðan leit út ca. um 5-leitið í morgun!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 04:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.11.2016 | 00:14
Daginn þegar Bandaríkjamenn kjósa sinn næsta forseta segir gefur Reuters-Ipsos Clinton 90% sigurlíkur
Sjá hlekk: Clinton has 90 percent chance of winning. En þar kemur fram að mati sérfræðinga Reuters-Ipsos þurfi Trump að hafa betur en Clinton í flestum eftirfarandi fylkja -> Florida, Michigan, North Carolina, Ohio - þar sem niðurstöður könnunarinnar voru innan skekkjumarka þannig að óvisst er hvort Clinton eða Trump hefur þar betur; og helst að auki að sigra í Pennsylvania þ.s. Clinton mældist með naumt forskot.
"Any combination of two losses in the three states of Florida, Michigan and Pennsylvania would almost assuredly result in a Clinton victory."
"At the same time, Trump must hold onto the traditionally Republican state of Arizona, where the race has drawn close, and hope that independent candidate Evan McMullin does not claim another Republican bastion, Utah."
- "To win, Trump needs higher turnout among Republican white voters than that which materialized in 2012..."
- "...a drop-off in ballots by African-American voters and a smaller-than-predicted increase in Hispanic voters, the project showed.
Tölur sem þegar liggja fyrir, fólk er þegar hefur kosið, bendi til -- eitthvað lakari kjörsóknar meðal svartra, sem eru slæm tíðindi fyrir Clinton
-En á móti, virðist veruleg aukning í gangi í mætingu Bandaríkjamanna af svokölluðum latneskum ættum, miðað við kosningarnar 2012 -- sem eru góð tíðindi fyrir Clinton, gerir hana t.d. "very competitive" í því sem vanalega er "Republican stronghold" Arizona.
Mat sérfræðinga Reuters-Ipsos er:
"The former secretary of state was leading Trump by about 45 percent to 42 percent in the popular vote, and was on track to win 303 votes in the Electoral College to Trumps 235, clearing the 270 needed for victory, the survey found."
Ég skal ekki segja að það sé fullkomlega útilokað að svo reynt fyrirtæki í gerð skoðanakannana hafi rangt fyrir sér!
En könnunin sem birt var á mánudag, er það nærri kosningum - þ.e. birt daginn áður og unnin um sl. helgi, að mjög hátt hlutfall kjósenda var líklega búnir að ákveða sig.
--> Sem eru rök fyrir því, að könnunin ætti að fara nærri niðurstöðum.
- Það að FBI-kynnti á mánudag, að rannsókn FBI á e-mailum Clinton væri lokið í annað sinn, með sömu niðurstöðu sem áður -- m.ö.o. að Clinton væri laus mála hvað FBI áhrærir --> Getur síðan alveg leitt til lítilsháttar fylgisaukningar hennar á kjördag.
Það kemur auðvitað í ljós!
En stund sannleikans er upp runnin!
Niðurstaða
Öll heimsbyggðin mun án vafa fylgjast náið með talningu atkvæða á kosninganótt aðfararnótt miðvikudags, þar sem þessar kosningar eru óvenju mikilvægar - vegna þess að annar frambjóðandinn ef kjörinn, segist ætla fylgja stefnu er óhætt er að segja að mundi skapa mikið umrót í heiminum, ef þeirri stefnu væri framfylgt.
Flestar þjóðir heimsins, hafa ekki nokkurn áhuga á ruggi af slíku tagi -- allra síst nýrri heimskreppu, er væri ein af líklegum afleiðingum þess ef stefna Trumps næði fram að ganga.
--Auk þess að kalt stríð við Kína - væri nær fullkomlega örugg afleiðing að auki.
Þannig að ef í ljós kemur að Clinton nær kjöri - mun fara um heimsbyggðina án vafa, stór léttir! Þó að enginn hafi sérstakar væntingar til Clintons sem forseta!
Þá a.m.k. á enginn von á því, að hún reyni að rugga málum með þeim hætti, er Trump segist ætla gera ef hann nær kjöri.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2016 | 03:18
FBI tilkynnir heimsbyggðinni, að fyrri niðurstaða FBI að ekki séu nægar sannanir fyrir dómsmeðferð gagnvart Hillary Clinton - standi!
Þetta sjálfsagt kemur sem léttir fyrir marga, sem óttast hugsanlegan sigur Donalds Trump, en miðað við hugmyndir Trumps ef maður ímyndar sér að þær mundu verða framkvæmdar - hafandi í huga það hrikalega tjón sem framkvæmd hans hugmynda leiddi af sér fyrir heimsbyggðina alla, sem og Vesturlönd sérstaklega og Bandaríkin.
--> Þá hlýtur allt hugsandi fólk að vonast eftir ósigri Trumps þann 8/11 nk.
FBI clears Clinton in latest email review two days before election
FBI to take no action against Clinton over new emails
Emails Warrant No New Action Against Hillary Clinton, F.B.I. Director Says
Director James B. Comey FBI
Yfirlýsing Comey: Based on our review, we have not changed our conclusions that we expressed in July with respect to Secretary Clinton, - "During that process, we reviewed all of the communications that were to or from Hillary Clinton while she was secretary of state,"
Eins og þarna kemur fram, fór FBI - yfir gögn úr tölvu sem hafði verið í eigu eiginmanns Huma Abedin, sem er -- einn mikilvægasti ráðgjafi og aðstoðarkona Hillary Clinton.
--En Huma hafði einnig notað flatskjá eiginmanns síns í einhver skipti, til að taka við e-mailum frá Clinton, er Hillary Clinton var utanríkisráðherra!
Í dag er Huma Abedin fráskilin, enda hennar eiginmaður orðinn ófrægur fyrir -tippamyndir- sem hann dreifði af sér um netið, varð síðan að segja af sér sem þingmaður fyrir!
Að auki sendi hann óviðeigandi skilaboð til stúlku undir lögaldri!
M.ö.o. yfrið nægar forsendur fyrir skilnaði!
Ég fjallaði um þetta nýlega: Ákvörðun FBI að opna að nýju rannsókn á e-mailum Hillary Clinton 11 dögum fyrir kosningar er að sjálfsögðu gjöf til Donalds Trump.
Þetta var auðvitað risastórt drama - að opna aftur rannsókn á e-mailum Clintons.
Miðað við skoðanakannanir undanfarinna daga, hefur málið skaðað fylgisstöðu hennar, og fært Donald Trump og stuðningsmönnum hans, nýja von!
En nú hefur FBI - lokið þessari nýju rannsókn.
Og niðurstaðan er áfram sem fyrr - að ekki séu næg gögn til að styðja málsókn gegn Clinton.
Sjá umfjöllun mína um fyrri niðurstöðu: Niðurstaða FBI líkleg að skaða framboð Clintons, þó FBI telji sig ekki geta sannað gagnaleka eða Clinton hafi vísvitandi ætlað að valda skaða.
Það verður að koma í ljós -- hverju þetta breytir eða einhverju þegar kosið er á þriðjudag!
Það má auðvitað vera að einhver ný hreyfing verði á lokametranum yfir á Clinton, nú þegar hún er a.m.k. hreinsuð að því marki - að FBI er nú formlega hætt rannsókn á henni!
En miðað við kannanir undanfarinna daga -- > Getur kosninganóttin orðið mjög spennandi!
Niðurstaða
Að FBI tjá heimsbyggðinni að fyrri niðurstaða þeirra gagnvart Hillary Clinton standi, eftir að hafa lokið nýrri rannsókn á gögnum er fundust í tölvu fyrrum eiginmanns eins helsta ráðgjafa Hillary Clinton -- er örugglega mörgum léttir!
Á hinn bóginn, er 7/11 í dag og þ.e. kosið þann 8/11.
--Getur einn dagur haft mikið að segja?
Einn dagur þegar Clinton er laus allra mála frá FBI!
Verður ný fylgissveifla yfir á Clinton síðasta dag kosningabaráttunnar?
Of skammur tími er til stefnu til þess að svarið sé líklegt að birtast fyrr - en þegar talið verður upp úr kjörkössum að kosningum afloknum!
Mig grunar að margir eigi eftir að naga neglur þessa kosninganótt.
Því þessar kosningar virkilega eru ákaflega mikilvægar!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.11.2016 | 02:18
Sérstakt af Bjarna Ben að segja lítinn stjórnarmeirihluta hafa kosti
En eins og Bjarni Ben sagði þetta - Það geta svo sem verið kostir í því líka að þá þurfa allir að standa þétt saman og það er lítið svigrúm fyrir menn. Stundum eru meirihlutar of stórir fyrir sumra smekk, -> En hér er líklegast vísað til hugsanlegs 32 tekja sæta meirihluta Sjálfstæðisflokk í samstarfi við Bjarta Framtíð og Viðreisn!
Lítill stjórnarmeirihluti getur verið kostur
Í hvaða skilningi gæti svo lítill meirihluti verið kostur?
Mér virðist það einna helst geta verið kostur í augum einhvers -> Sem stefnir að ríkisstjórn, sem líklega - getur engu afrekað eða m.ö.o. gerir ekki neitt!
En það gæti skoðast sem kostur virðist mér nánast eingöngu í þeim skilningi, ef menn telja rétt að setja upp ríkisstjórn, er virkaði sem nokkurs konar - hindrun, eða Þrándur í Götu.Sem menn gætu viljað gera, ef afstaða þeirra er megin hluta á þann veg, að þeir telja líklegar breytingar -- fyrst og fremst ógn við þeirra hagsmuni!
--Þannig að betra sé að sem allra allra minnst sé gert!
- En flestir ættu að vita að 32ja sæta meirihluti þíðir, að hver einasti þingmaður ríkisstjórnar - getur stöðvað mál, eða m.ö.o. að mál ná ekki í gegn, nema allir þingmenn viðkomandi ríkisstjórnar eru sammála!
- Hafandi í huga stefnumál þessara tilteknu flokka --> Virðist það afskaplega ólíklegt að slík staða myndist, að allir þingmenn þeirra verði sammála!
--Nema hugsanlega um mál sem varða rekstur ríkisins sjálfan t.d.
--Þá grundvallarstefnu að greiða niður skuldir landsins.
Eða m.ö.o. þá þætti sem ekki eru pólitískt umdeildir.
Ég persónulega skil ekki, af hverju Benedikt Jóhannesson og Óttar Proppé - ættu að vilja þannig stjórn!
En þeir vilja tiltekna hluti - sem vitað er að eru mjög umdeildir meðal a.m.k. hluta þingliðs Sjálfstæðisflokksins. Sem auðvitað þíðir, að ef stjórn sem þeir starfa í með Sjálfstæðisflokknum hefur einungis 32-þingmenn, þá sé afar ósennilegt að sú ríkisstjórn muni geta klárað þau umdeildu mál vegna andstöðu a.m.k. sumra þingmanna Sjálfstæðisflokksins; áður en kjörtímabil er úti!
--Á netinu er nú gjarnan sagt, að starfa með Sjálfstæðisflokknum sé "toxic" en ég get a.m.k. tekið undir að það mundi mjög líklega virka með þeim hætti fyrir Bjarta Framtíð og Viðreisn - að starfa með Sjálfstæðisflokknum, með einungis 32-þingmenn!
En þá geta þeir einstöku þingmenn Sjálfstæðisflokks, sem eru harðastir í andstöðu við þau mál - sem Óttar og Benedikt vilja ná fram!
Tafið þau eins lengi og þeir vilja!
Eða með öðrum orðum!
--Ég stórfellt efa að slík ríkisstjórn mundi endast lengi frameftir kjörtímabilinu!
--Því augljóslega yrðu þeir Óttar og Benedikt afskaplega frústreraðir, líklega fremur fljótlega.
Ályktunin er einföld!
--Að ef Óttar og Benedikt hafa áhuga á að starfa með hægri stjórn.
--Þarf Framsóknarflokkurinn að vera með, en einungis þannig væri nægur þingmannafjöldi til þess að flokkarnir gætu gert eitthvert stórt samkomulag sín á milli, og náð því fram!
Nú, ef Óttar og Benedikt geta ekki hugsað sé að hafa Framsókn með - einhverra hluta vegna!
--Þá sé hægri stjórn ekki raunhæfur möguleiki fyrir þá!
Það þarf vart að taka fram - að ef þeir vilja alls ekki Framsókn með.
Þá sé eina Plan-B tillaga Pírata um stjórn VG - Bjartrar Framtíðar - Viðreisnar; með stuðningi Pírata og leyfanna af Samfylkingu.
- Ef þ.e. ekki hægt að mynda þá stjórn - ef slík niðurstaða mundi leiðast fram, mundi stefna í að þeir Óttar og Benedikt yrðu utan stjórnar eftir allt saman!
- Ég efa að sú stjórn gæti afrekað miklu - þ.e. tillaga Pírata er einungis um vörn gegn vantrausti, en síðan yrði stjórnin að semja um öll þingmál - hvert fyrir sig.
--Sem yrði í besta falli, tafsamt.
Niðurstaða
Ef ástæðan að Bjarni Ben talar um tiltekna 32 þingsæta stjórn er sú að þeir Óttar Proppé og Benedikt Jóhannesson hafa hafnað þeim möguleika að hafa Framsókn með - þar af leiðandi einungis tilbúnir að ræða þá útgáfu með Bjarna Ben. Sem ég mundi álíta órökrétta afstöðu, þ.s. þá sé nær fullkomlega tryggt að þeir Óttar og Benedikt ná ekki sínum málum fram, þ.s. nær algerlega öruggt sé að einhver þingmanna Sjálfstæðisflokks sé þeim andvígur. Þannig að Bjarni Ben álíti þessa tilteknu stjórn - eina möguleikann fyrir ríkisstjórnarsamstarf sem blasi við Sjálfstæðisflokknum! Þá sennilega bendi flest til þess, að BB-skili fljótlega umboðinu aftur til Guðna Th. líklega áður en nk. vika er á enda! Þar sem það sé nánast brjáluð hugmynd fyrir Óttar og Benedikt að mynda stjórn - sem nær algerlega öruggt er að mundi akki afgreiða nokkurt þeirra helstu stefnumála sem þeir stefna að, og þeirra flokkar eru kosnir út á! En þannig ríkisstjórn væri að sjálfsögðu -toxic- fyrir þá, sem sviki öll þau loforð sem þeir veittu þeirra kjósendum fyrir sl. þingkosningar!
Kv.
3.11.2016 | 23:47
Krafan að breska þingið ákveði hvenær Gr. 50 í stofnsáttmála ESB sé virkjuð - virðist krafa um gegnsæi
En eins og Theresa May vill - þá skal það vera ákvörðun ríkisstjórnar Bretlands, hvenær Gr. 50 er virkjuð, og undir hvaða kringumstæðum.
Eins og fram hefur komið í heimsfréttum, þá hefur dómstóll í Bretlandi úrskurðað, að ríkisstjórn Bretlands verði fyrst að láta breska þingið fjalla um málið - áður en Gr. 50 er virkjuð; eða m.ö.o. að skv. túlkun dómstólsins á bresku lagaumhverfi sé það réttur þingsins að taka þá ákvörðun!
Article 50
1. Any Member State may decide to withdraw from the Union in accordance with its own constitutional requirements.
2. A Member State which decides to withdraw shall notify the European Council of its intention. In the light of the guidelines provided by the European Council, the Union shall negotiate and conclude an agreement with that State, setting out the arrangements for its withdrawal, taking account of the framework for its futurere lationship with the Union. That agreement shall be negotiated in accordance with Article 218(3) of the Treaty on the Functioning of the European Union. It shall be concluded on behalf of the Union by the Council, acting by a qualified majority, after obtaining the consent of the European Parliament.
3. The Treaties shall cease to apply to the State in question from the date of entry into force of the withdrawal agreement or, failing that, two years after the notification referred to in paragraph 2, unless the European Council, in agreement with the Member State concerned, unanimously decides to extend this period.
4. For the purposes of paragraphs 2 and 3, the member of the European Council or of the Council representing the withdrawing Member State shall not participate in the discussions of the European Council or Council or in decisions concerning it. A qualified majority shall be defined in accordance with Article 238(3)(b) of the Treaty on the Functioning of the European Union.
5. If a State which has withdrawn from the Union asks to rejoin, its request shall be subject to the procedure referred to in Article 49.
Deilur eru innan Bretlands hvenær á að virkja Gr. 50!
Eins og fram kemur - um leið og Gr. 50 er virkjuð fer af stað formlegt ferli! Að auki, fær Bretland skv. Gr. 50 ekki að taka þátt í atkvæðagreiðslum um málefni tengd BREXIT, og að auki um leið og ferlið er virkjað -- verður Bretland áhrifalaust innan ESB.
--Þar sem þingmenn Bretlands fá ekki lengur að sitja á Evrópuþinginu, Kommissarar Breta í Framkvæmdastjórn ESB - missa starf sitt, og ekki síst Bretar fá ekki lengur að greiða atkvæði innan Ráðherraráðsins!
- Margir hafa því sagt, þar á meðal ég, að þar af leiðandi - þurfi Bretland að bíða eins lengi og mögulegt er, með að virkja Gr. 50. Vegna þess, að svo lengi sem hún hefur ekki verið virkjuð -- hafa Bretar áfram sömu lagaformlegu stöðu og önnur ESB aðildarlönd.
- Þau þurfi að leita eftir stuðningi ríkja, kaupan þann stuðning - með stuðningi við þau lönd í atkvæðagreiðslum t.d. - sem gæti þítt að Gr. 50 væri t.d. ekki virkjuð allt nk. ár. Bretland þurfi einhverja bandamenn - vil ég meina.
En það eru aðrir, sem leggja áherslu á -BREXIT- sem fyrst!
M.ö.o. að best sé að Bretland fari út sem allra allra fyrst!
Þeir leggja áherslu á að Gr. 50 verði virkjuð sem fyrst!
Dómsniðurstaða: A Brexit thunderbolt from the High Court
"The King hath no prerogative, but that which the law of the land allows him: so concluded The Case of Proclamations in 1610." - "The position was confirmed in the Bill of Rights 1688: Suspending power that the pretended power of suspending of laws or the execution of laws by regall authority without consent of Parlyament is illegall."
Það sem breski dómstóllinn segir, með því að vitna í grunn stjórnlaga Breta er nær allt aftur á 17. öld -- er að forsætisráðherra Bretlands og ríkisstjórnin, fari á síðari tímum með það vald sem konungur áður fór með.
Skv. túlkun dómstólsins, sé ríkisstjórnin bundin hinum gamla stjórnlagagrunni Bretlands, yfirlýsingunum frá 17. öld -- eins og konungsvaldið á þeim tíma og síðar, var þeim bundið.
Skv. dómsorði þá muni BREXIT sjálfkrafa leiða til breytinga á réttindum breskra þegna - sem þeir hafa í dag, og lögum Bretlands!
Það sé einungis þingið sem hafi réttinn til að gera breytingar á grunnrétti breskra þegna, sem og á lögum Bretlands - fyrir utan þann rétt sem þingið hafi veitt stofnunum ESB á sínum tíma með inngöngunni í sambandið.
- Áherslan virðist ekki endilega á að hindra BREXIT.
- Heldur á það að ákvörðun um hvenær skal virkja Gr. 50 -- fari fram fyrir opnum tjöldum, og rök fyrir tiltekinni tímasetningu verði þar með rædd innan þingsins, þannig að fjölmiðlar og almenningur geti fylgst með.
Eins og ríkisstjórnin hagar málum þá hafi breskur almenningur afar litlar upplýsingar um þá framtíðar tilhögun BREXIT sem ríkisstjórnin fyrirhugar, eða um þær bollaleggingar sem liggja að baki ákvörðun ríkisstjórnarinnar að ætla að virkja Gr. 50 þegar á útmánuðum nk. árs.
Niðurstaða
Ég endurtek það sem ég hef áður sagt - að í mínum huga er BREXIT eða ekki BREXIT mál Breta og Breta eingöngu, fyrir utan þá samninga sem þeir þurfa að ljúka við aðildarþjóðir sambandsins.
Ég hef m.ö.o. enga sérstaka skoðun á því hvort Bretland á að vera eða ekki vera! Á hinn bóginn, þá mundi ég halda að Bretlandi sé frekar í hag en hitt - að bíða í lengstu lög með að virkja ákvæði Gr. 50; vegna þess sem fram kemur í texta Gr. 50 að um leið fá Bretar ekki lengur að taka þátt í starfi stofnana ESB.
Þess í stað að leita eftir óformlegum samningum við einstök aðildarríki - leitast við að afla málstað sínum fylgis, allt sem tekur tíma. Þ.s. þetta snýst um framtíð Bretland til langs tíma - sé ég ekki hvaða máli töf um eitt eða tvö ár skiptir máli, ef það sé unnt að nota þann tíma til undirbúnings málsstað Breta!
Málið sé að ég kem ekki auga á að Bretar hafi nokkurt samkomulag í höndum um BREXIT. Engin vilyrði um "væga" meðferð. M.ö.o. að BREXIT án nokkurs forms af fyrirfram gerðu samkomulagi - leiði líklega til harðar lendingar!
Sumir virðast raunverulega vilja þannig útkomu - en hörð lending gæti einnig hámarkað efnahagslegt tjón bæði Bretlands og ESB aðildarlanda sem eftir verða.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2016 | 22:32
Eystneskir hermenn og íbúar Eystlands eru þjálfaðir fyrir skæruhernað
Eystland virðist hafa tekið þann pól í hæðina, þar sem að íbúar Eystlands séu fáir, her þeirra að sama skapi fámennur og veikur -> Að eiginlegar varnir séu ekki rétta nálgunin!
--Heldur er fókusinn á að undirbúa íbúa landsins fyrir skæruhernað!
Tiny Estonia Trains a Nation of Insurgents
Ég held að þetta hljóti að vera óvenjulegasta nálgunin hjá nokkru NATO ríki!
Nærri því hverja helgi eru haldnir nokkurs konar -- leikir, sem ætlað er að þjálfa æsku landsins í beitingu skæruhernaðar gegn hugsanlegum innrásaraðila!
--Leikirnir eru í bland -ratleikir- og -feluleikir- í skógum landsins.
Teymi keppa í því að leysa fyrirfram ákveðnar þrautir, þetta snýst einnig um hver er fljótastur, en ekki síst - að halda lífi!
--En hópar hermanna hafa hlutverk óvina sem reyna að finna og ná þeim sem taka þátt í hinum vikulegu leikum, og litið svo á að hver sá sem næst, missi líf!
En það virðist svo að viðkomandi fái samt áfram að taka þátt í leiknum - heildar útkoman síðan gerð upp í rest!
"The Jarva competition entailed a 25-mile hike and 21 specific tasks, such as answering questions of local trivia to sort friend from foe hiding in a bivouac deep in the woods and correctly identifying types of Russian armored vehicles. On a recent weekend, 16 teams of four people had turned out, despite the bitter, late fall chill. The competition was open to men, women and teenagers."
"The Estonian Defense League, which organizes the events, requires its 25,400 volunteers to turn out occasionally for weekend training sessions that have taken on a serious hue since Russias incursions in Ukraine two years ago raised fears of a similar thrust by Moscow into the Baltic States."
"Since the Ukraine war, Estonia has stepped up training for members of the Estonian Defense League, teaching them how to become insurgents, right down to the making of improvised explosive devices, or I.E.D.s, the weapons that plagued the American military in Iraq and Afghanistan. Another response to tensions with Russia is the expansion of a program encouraging Estonians to keep firearms in their homes."
- "The best deterrent is not only armed soldiers, but armed citizens, too, Brig. Gen. Meelis Kiili, the commander of the Estonian Defense League, said in an interview in Tallinn, the capital."
- "The guerrilla activity should start on occupied territory straight after the invasion, General Kiili said. If you want to defend your country, we train you and provide conditions to do it in the best possible way."
Opinberi herinn er ekki skipaður nema -- 6.000!
En "Varnarsamband Eystlands" telur 25.400 meðlimi!
Ég þekki ekki hvað "Varnarsamband Eystlands" akkúrat er - en ef það virkar að einhverju leiti svipað og "US National Guard" þá eru meðlimir í því - allir þeir sem nokkru sinni hafa gegnt herþjónustu!
--Upp að vissum aldri!
Meðal þeirra er taka þátt í þjálfun fólks fyrir skæruhernað, er að finna einstaklinga er þátt tóku í NATO verkefni í Afganistan - og kynntust af eigin raun, aðferðum Talibana!
Sem virðist að þeir ætli að kenna íbúum Eystlands að beita!
- Þannig að ef gerð verður í framtíðinni innrás í Eystland, geti innrásaraðilinn gert ráð fyrir því - að mæta strax á fyrsta degi, útbreiddum og þrautskipulögðum skæruhernaði, fólks sem lært hefur til verka og hefur stuðning íbúa landsins.
Niðurstaða
Ég veit ekki til þess að nokkurt annað NATO land, hafi skæruhernað sem sína megin varnar og sóknaráætlun, ef ráðist verður á landið!
En það er þá gert ráð fyrir því að innrás leiði strax til hernáms landsins.
Sem sjálfsagt verður að teljast rökrétt ályktað!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.11.2016 | 21:07
Úrskurður Kjararáðs um laun þingmanna - ráðherra og forseta Íslands, virðist skýrt lögbrot!
Á þetta atriði hefur verið bent af Formanni stéttafélagsins Framsýnar: Vill að kjararáð segi af sér. Aðalsteinn Baldursson heimtar afsögn Kjararáðs - fljótt á litið virðist það sanngjörn krafa.
--En mér virðist ábending Aðalsteins um lögbrot rétt!
Lög um kjararáð 2006 nr. 47 14. júní
8. gr. Við úrlausn mála skal kjararáð gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim sem það ákveður og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. [Við ákvörðun sína skal kjararáð gæta þess að föst laun fyrir dagvinnu, annarra en forseta Íslands, verði ekki hærri en föst laun forsætisráðherra skv. 3. gr.]1) Við ákvörðun launakjara skv. 4. gr. skal kjararáð sérstaklega gæta samræmis milli þeirra og þeirra kjara hjá ríkinu sem greidd eru á grundvelli kjarasamninga annars vegar og ákvarðana kjararáðs skv. 3. gr. hins vegar.
Kjararáð skal ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.
Úrskurður Kjararáðs - þar segir:
"Í 8. gr. laga um kjararáð segir, að það skuli við úrlausn mála gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim sem það ákveður, og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar."
Ekki gat ég fundið nein rök fyrir því - af hverju einungis er vitnað til fyrri helmings Gr. 8.
M.ö.o. - fann enga skýringu þess, að seinni helmingur ákvæða Gr. 8 sé hundsaður!
Í Kjararáði sitja:
- Jónar Þór Guðmundsson, formaður - miðstjórnarmaður í Sjálfst.fl. og formaður kjördæmaráðs flokksins í Suðvesturkjördæmi, og stjórnarformaður Landsvirkjunar, auk þess formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi.
--Slatti af embættum sem sá meður hefur! - Óskar Bergsson, varaformaður, fyrrum borgarfulltrúi Framsóknarfl.
- Svanhildur Kaaber, fyrrum formaður ráðsins, fyrrum framkvæmdastjóri VG.
- Hulda Árnadóttir var skipuð af Bjarna Ben Fjármálaráðherra en hún er varaformaður Fjölmiðlanefndar.
- Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður - var um skeið borgarlögmaður, sat fyrrum í Landsdómi -- hann er skipaður af Hæstarétti.
Þetta fólk ætti því að hafa ágæta hæfni til að skilja lög og reglur um þá starfsemi sem þau sinna!
Þetta virðast meginröksemdir Kjararáðs:
- "Kjaradómur mat það svo á sínum tíma að eðlilegt væri að þingfararkaup væri hið sama og ákvörðuð mánaðarlaun héraðsdómara, enda væru þessir hópar hliðsettir handhafar tveggja þátta hins þrískipta valds."
- "Kjararáð telur rétt að þingfararkaup taki áfram mið af mánaðarlaunum héraðsdómara, en um nokk urt skeið hefur það verið lægra."
- "Á sama hátt telur kjararáð rétt að laun ráðherra taki mið af launum hæstaréttardómara."
Kjararáð m.ö.o. fyrir nokkru síðan - hækkaði laun dómara!
Síðan ákveður það að binda sig við eldri úrskurð Kjaradóms, þó að Kjaradómur hafi ekki starfað eftir sömu lögum og Kjararáð.
--Þannig ákveðið að hækka laun þingmanna til samræmis við fyrri launahækkun til dómara.
Síðan ákveður Kjararáð að laun ráðherra skuli þau hin sömu og laun Hæstaréttardómara!
- M.ö.o. að ef það eru einhver rök fyrir því - að líta framhjá ákvæði 8. Gr. laga um Kjararáð, þess efnis að taka skuli tillit til almennrar launaþróunar!
- Þá liggi það í ofangreindri ákvörðun --> Að taka tillit til gamals úrskurðar Kjaradóms er starfaði skv. lögum um Kjaradóm sem ekki gilda lengur -- þar af leiðandi ég kem ekki auga á að Kjararáð hafi með nokkrum hætti þurft að fylgja þeim úrskurði.
- En eigi að síður tekur ákvörðun um slíkt.
--> Sem leiði fram þá ákaflega umdeildu ákvörðun, að hækka laun þingmanna og ráðherra um 44%.
Áttaði þetta ágæta fólk virkilega sig ekki á því hvaða sprengju það væri að varpa fram?
Öll helstu stéttafélög landsins hafa mótmælt ákvörðuninni, og ASÍ krefst þess að Alþingi komi saman hið allra fyrsta - til að breyta hinni umdeildu ákvörðun!
Ákvörðun kjararáðs stuðli að upplausn
Ákvörðun kjararáðs verði strax dregin til baka
BSRB mótmælir launahækkun kjararáðs
Vill setja kjararáði viðmiðunarreglur
Hækkunin á við byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga
Tímabært að leiðrétta kjör kennara
Samninganefnd ASÍ boðuð til fundar
Stéttafélögin hóta því að ákvörðun Kjararáðs, muni setja alla kjarasamninga í uppnám!
Muni hleypa af nýju launaskriði, þar sem nýtt viðmið yrði a.m.k. 44% -- í stað 30% frá 2013 til ársloka 2018.
Það þarf vart að taka fram, að 75% launahækkun þingmanna á 3-árum, er ekki í samræmi við 30% launahækkun almennra launamanna dreift yfir 5-ára tímabil!
Mér virðist þar með augljóst að ákvörðun Kjararáðs geti hleypt illu blóði í kjaramál innan samfélagsins.
--Þannig að það sé virkilega nauðsynlegt að taka ákvörðun Kjararáðs til baka -- hið snarasta!
--Og sennilega rétt að auki, að skipta alfarið um þá sem eiga sæti í Kjararáði!
Þeir einstaklingar hafi ekki reynst starfi sínu vaxnir!
Niðurstaða
Eins og fram kemur að ofan, þá virðist mér rétt sú umkvörtun Aðalsteins Baldurssonar formanns stéttafélagsins Framsýnar að Kjararáð hafi gerst sekt um brot á 8. Gr. laga um Kjararáð í úrskurði sínum um laun þingmanna - ráðherra og forseta Íslands.
Þannig að skv. því þá verði sá úrskurður að teljast brot í starfi af hálfu 5-menninganna sem sitja í Kjararáði.
Rétt refsing við því broti, og því tjóni á samfélaginu sem einkar heimskulegur úrskurður 5-menninganna virðist geta valdið því; sé sennilega sá að 5-menningarnir allir með tölu verði látnir sæta þeirri ábyrgð að víkja hið snarasta úr ábyrgðastöðum sínum innan Kjararáðs.
--Og eigi þangað ekki afturkvæmt!
Nýr hópur einstaklinga verði síðar skipaður! Lögin um Kjararáð virðast í reynd nægilega skýr. Eftir þeim hafi einfaldlega ekki verið farið!
--Það eitt sé næg brottrekstrarsök!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar