Bloggfærslur mánaðarins, október 2016
31.10.2016 | 23:35
Forsætisráðherra Ástralíu leggur til æfilangt bann á bátafólk sem reynt hefur að komast til Ástralíu
Um er að ræða æfilangt bann á það að flóttafólk sem hefur verið komið fyrir á Nauru og Manus eyju af áströlskum yfirvöldum eftir 19. júlí 2013 - að ferðast til Ástralíu og/eða setjast þar að.
Australias Proposed Lifetime Ban on Boat-Borne Refugees Draws Fire
Prime minister Turnbull - It is a critically important strong message to send to people smugglers, - They must know that the door to Australia is closed to those who seek to come here by boat with a people smuggler. It is closed.
Ástralía er samt sem áður mun betur stödd en Evrópa þegar kemur að aðstreymi flóttamanna, því engin landleið er til Ástralíu - og sjóleiðin er lengri en yfir Miðjarðarhaf!
Það er forvitnilegt að skoða tölur yfir fjölda flóttamanna -:
UNHCR Global Trends 2015 How Australia compares with the world
- Asylum seekers recognised as refugees, 2015 = 2.377.
- Refugees resettled from other countries, 2015 = 9.399.
- Refugees recognised, registered or resettled, 2015 = 11.776.
- Refugees recognised, registered or resettled, 2006-15 = 139.398.
- Asylum applications received in 2015 = 16.117.
- Asylum applications pending, 31 December 2015 = 20.677.
- Refugees under UNHCR mandate = 36.917.
-- --> Ef tekin er heildartalan 2006-2015, er meðalfjöldi um 14þ. per ár.
Íbúafjöldi Ástralíu er 23,13 milljón manns.
--M.ö.o. 77-sinnum íbúafjöldi Íslands!
- Sambærilegt við það að Ísland taki árlega að meðaltali 181 flóttamann!
- Eða sambærilegt við það að Þýskaland - taki 43þ. flóttamenn, árlega sbr. 1,1 milljón sem kom þangað sumarið 2015!
M.ö.o. miðað við flóttamannavanda Evrópu <--> Er flóttamannavandi Ástralíu, augljóslega - dvergur!
Þetta virðist benda til þess að - umburðarlyndis stuðull Ástralíu, risastórs lands miðað við fólksfjölda - með lágt atvinnuleysi, sé samt sem áður - lágur!
"The Australian government has a harsh policy of turning boats laden with asylum seekers back at sea, towing them into international waters. Mr. Turnbull said that in 800 days, no asylum seeker had successfully arrived by boat, and there had been no deaths at sea."
Sumir telja að vegna þess að þeir segja slíka stefnu virka fyrir Ástralíu - þá muni þetta virka fyrir Miðjarðarhaf!
Á hinn bóginn er einungis ein fær siglingaleið fyrir flóttafólk til Ástralíu.
Sú leið er mun lengri en t.d. frá strönd N-Afríku yfir til strandar Evrópu.
Þannig að sigling til Ástralíu tekur umtalsverðan tíma - sem gefur nægan tíma fyrir áströlsk yfirvöld, að sjá báta sem eru á leiðinni þangað!
Síðan vegna erfiðrar siglingar, eru þetta mun sjófærari fley - en flóttafólk notast við yfir Miðjarðarhaf -- þannig að færa þá aftur út á opið haf, er ekki endilega dauðadómur.
--Á hinn bóginn, velti ég samt fyrir mér, hvernig áströlsk yfirvöld vita afdrif þeirra sem hafa verið dregnir aftur út á haf!
- Ég hef m.ö.o. efasemdir að þetta virki á Miðjarðarhafi, vegna þess að samanborið við siglingu til Ástralíu, er þá fært yfir Miðjarðarhafið - hvar sem er yfir til Evrópu.
--Og þ.e. svo gríðarlega mikið siglt yfir Miðjarðarhaf af margvíslegum fleyum, að mjög erfitt eða jafnvel ómögulegt, væri að loka á smygl! - Síðan er fjöldinn það gríðarlegur, og löndin á Suður strönd Miðjarðarhafs, flest fátæk og a.m.k. sum í upplausn, þannig að þau ætti mjög erfitt með að höndla aðstreymi flóttamanna, ef það mundi safnast þar upp -- m.ö.o. löndum í upplausn gæti fjölgað, með slæmum afleiðingum m.a. fyrri straum flóttamanna!
Ástralía ætlar að loka flóttamannabúðum á Manus og Nauru!
- "Mr. Dutton said the government was working to find third countries that would accept those living on Manus Island and Nauru."
- "Mr. de Krester said that around 1,200 men, women and children were being held in Nauru and 900 men on Manus Island."
- "New Zealand had offered to take in refugees, but the Australian government declined that offer, believing that lenient migration laws between the countries would allow refugees to eventually resettle in Australia."
Þetta er áhugaverð afstaða --> En gefum okkur að þeim sé komið fyrir í öðru landi, þá væntanlega þíðir löggjöfin - ef flóttamaður sest að í landi -X- sem ekki er Ástralía, síðar meir verður þar ríkisborgari, eignast fjölskyldu ef sá á slíka ekki þegar, hefur starf og litla ástæðu til að vilja yfirgefa það land síðar meir!
Þá er slíkum einstaklingi - samt bannað að koma til Ástralíu. Svo lengi sem sá lyfir. Burtséð frá því að því er best verður séð. Að sá væri orðinn ríkisborgari annars lands!
Niðurstaða
Eins og sést á samanburðinum er flóttamannavandi Ástralíu - krækiber í samanburði við flóttamannavanda Evrópu. Sem er ekki furðulegt, því Ástralía er landfræðilega - afskekkt land. Og ekki auðvelt að ferðast þangað fyrir flóttamenn!
Það er því áhugavert hversu harðri stefnu Ástralía framfylgir í dag!
Sem eins og ég benti á, gefur vísbendingu um lágan umburðarlyndis þröskuld samfélagins þar!
Mín persónulega skoðun er að aðferðir Ástrala muni ekki virka fyrir vanda Evrópu - en vegna þess að sigling til Ástralíu krefst sjóhæfni farkosta, þá eru það ekki eins fátækir flóttamenn sem þangað koma - og leita til Evrópu.
--Það þíðir, grunar mig sterklega, að auðveldara er að sannfæra þá um að fara annað!
Meðan að þeir flóttamenn sem leita til Evrópu yfir Miðjarðarhaf, koma gjarnan alla leið frá Afríku sunnan sahara - en ár hvert ferst óþekktur fjöldi í Sahara, síðan drukkna þúsundir jafnvel ár hvert í Miðjarðarhafi.
--Þegar við erum að tala um örvæntingu af slíku tagi, þá held ég að slíkar hótanir sem stuðningsmenn þess að -apa eftir yfirvöldum Ástralíu- leggja til, einfaldlega - virki ekki!
- Svo er mun auðveldara að komast yfir Miðjarðarhaf - mun meiri þéttleiki siglinga margvíslegra fleya þar um, þar með -- smygl einnig mun auðveldara!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 1.11.2016 kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2016 | 22:37
Sennilega rökréttast að álíta Sjálfstæðisflokk í - oddastöðu!
En einungis er augljóslega unnt að mynda 3-ja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki.
Og Sjálfstæðisflokkur eins og sést að neðan, getur myndað starfhæfan meirihluta með hvaða tveim öðrum flokkum sem er -- eða 13 tæknilega mögulegir mismunandi starfhæfir möguleikar!
Sverrir Sv. Sigurðarson, tók saman mögulegar stjórnarmyndanir - alla tæknilega mögulegar meirihlutastjórnir á og sendi hlekk á mynd sem hann hafði búið til: Tíminn þegar Framsókn þótti tæk í vinstri stjórn.
Það sem þægilegt er að notast við - samantekt hans, þá set ég hana nú inn:
Fyrst 3ja. flokka stjórnir!
- 41 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Vinstri Grænir - Píratar.
- 39 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Vinstri Grænir - Framsóknarflokkur.
- 38 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Vinstri Grænir - Viðreisn.
- 35 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Vinstri Grænir - Björt Framtíð.
- 34 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Vinstri Grænir - Samfylking.
- 39 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Píratar - Framsókn.
- 38 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Píratar - Viðreisn.
- 35 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Píratar - Björt Framtíð.
- 34 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Píratar - Samfylking.
- 36 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Framsókn - Viðreisn.
- 33 Þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Framsókn - Björt Framtíð.
- 32 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Framsókn - Samfylking.
- 32 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Viðreisn - Björt Framtíð.
Fjögurra flokka stjórnir!
- 35 þingmenn, Vinstri Grænir - Píratar - Framsókn - Viðreisn.
- 32 þingmenn, Vinstri Grænir - Píratar - Framsókn - Björt Framtíð.
Fimm flokka stjórnir!
- 32 þingmenn, Vinstri Grænir - Framsókn - Viðreisn - Björt Framtíð - Samfylking.
- 32 þingmenn, Píratar - Framsókn - Viðreisn - Björt Framtíð - Samfylking.
- 34 þingmenn, Vinstri Grænir - Píratar - Viðreisn - Björt Framtíð - Samfylking.
- 35 þingmenn, Vinstri Grænir - Píratar - Framsókn - Björt Framtíð - Samfylking.
Nú getur fólk spáð og spekúlerað!
- Augljóslega eru stjórnir með einungis 32 þingmenn, ekki raunverulegir möguleikar.
- Mig grunar að Samfylking eftir útkomuna í kosningunum, fari líklega ekki í stjórn!
--Nema kannski sem hluti af - vinstri tilraun.
Áhugaverður möguleiki virðist mér ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks - Framsóknar og BF!
--En með meirihluta upp á 2-þingmenn, er um tæknilega starfhæfa stjórn að ræða!
Auðvitað hefur stjórn með Sjálfstæðisfl. - Framsóknarfl. og VG - meirihluta upp á 8 þingsæti, því mjög gott borð fyrir báru, ef innanflokks erjur koma upp.
--En formaður VG - hefur a.m.k. enn sem komið er, virst útiloka stjórn með Sjálfstæðisfl.
- BF-hefur a.m.k. ekki með neinum formlegum hætti, útilokað neitt!
--Það gæti því vel verið að BB - ræði við BF.
Sannarlega er að auki mögulegt að mynda stjórn Sjálfstæðisfl. - Framsóknarfl. og Viðreisnar.
--Ég hef þó á hinn bóginn, mikla andúð á hugmynd þess flokks um myntráð: Verður uppganga flokksins -Viðreisnar- til þess að á næsta kjörtímabili þurfi að setja ný gjaldeyrishöft?.
Það sem gerir málin flókin, eru hve margir útiloka!
Formaður Viðreisnar - hefur sagst ekki vilja koma sem 3-ja hjól undir vagn fallinnar ríkisstjórnar.
--En það á eftir að reyna á hvort hann meinar slíkt einnig, að kosningum afstöðnum.
- En ef hann útilokar Framsókn og Sjálfstæðisfl.
- VG útilokar sömu flokka einnig.
- Og Píratar að auki gera það sama!
Yrði stjórnarmyndun bersýnilega gríðarlega tafsöm og erfið!
--En einungis ein 5-flokka stjórn er möguleg án Framsóknar og Sjálfstæðisfl.
Katrín líklega verður treg til samstarfs til hægri, a.m.k. fyrst um sinn!
--En ég get alveg séð VG skipta um skoðun, ef stjórnarkreppa stendur í einhvern verulegan tíma, m.ö.o að líklega muni BB ekki takast stjórnarmyndun með VG - í fyrstu umferð!
Mér virðast möguleikar BB m.ö.o. vera, ef maður gefur sér að formenn Viðreisnar og BF séu til í tuskið:
- 36 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Framsókn - Viðreisn.
- 33 Þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Framsókn - Björt Framtíð.
- 32 þingmenn, Sjálfstæðisfl. - Björt Framtíð - Viðreisn.
--Heldur tæpur meirihluti þó, sennilega minnst líklegur af möguleikunum þrem!
Slík stjórnarmyndun gæti þó reynst erfið innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknar - vegna þess að hvort tveggja í senn BF og Viðreisn, eru aðildarsinnaðir og líklega vilja ekki mynda stjórn, nema fá það í gegn að kosið verði um spurninguna um aðildarumsókn og farið í nýtt umsóknarferli ef almenn kosning fer með þannig.
::Það gæti m.ö.o. farið svo að BB skili keflinu!
Ég held að sennilegar sé að formaður Viðreisnar fái keflið næst, en formaður Pírata!
Vegna þess, að það feli í sér fleiri raunverulega stjórnarmöguleika, að formaður Viðreisnar fái keflið frá Guðna - en formaður Pírata!
Viðreisn gæti þá reynt 2-stjórnarmyndanir samtímis, til að hámarka sína möguleika.
- Stjórn með Sjálfstæðisfl. og Framsókn eða Bjartri Framtíð.
- Stjórn með Pírötum - VG - BF og Samfylkingu.
Þarna yrði stjórnarmyndunartilraun BB - að hafa mistekist.
--Ef hún mistókst vegna deilna innan Sjálfstæðisfl. og Framsóknar, vegna kröfu aðildarsinna um aðildarviðræður - gætu viðræður undir forystu formanns Viðreisnar reynst mjög erfiðar.
En kannski með hugsanlega stjórn með vinstri flokkunum - sem hótun!
--En þá þarf hún auðvitað að líta svo út að myndun hennar geti heppnast.
M.ö.o. að þetta viðræðuferli gæti tekið verulegan tíma.
Segjum að formaður Viðreisnar skili keflinu fyrir rest - þá er ef til vill rökrétt, að Katrín Jakobsdóttir fái keflið!
Á þessum punkti, væru stjórnarmyndunarviðræður búnar að ganga -- 2 hringi. Og búnar að taka mjög langan tíma, kannski lengur en 2-mánuði.
--Fjárlög augljóslega komin í algert "fokk."
Á þessum punkti ætti að vera ljóst orðið - að stjórnarmyndun á vinstri væng, gengur ekki.
--Þannig, að með keflið sjálf á lofti, gæti það verið - að Katrín mundi treysta sér til að ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsókn um myndun stjórnar!
- Það yrðu líklega einu stjórnarmyndunarviðræðurnar er væru reyndar á þeim punkti.
--En þá væri þrautreynt orðið að stjórnarmyndun með aðildarsinnuðum flokkum gengi ekki vegna innri andstöðu í Sjálfstæðisfl. og Framsóknarfl.
Ef stjórnarkreppa stendur þetta lengi!
Gæti það farið svo að ný stjórn taki ekki til starfa fyrr en á útmánuðum nýs árs!
Niðurstaða
Þetta eru að sjálfsögðu allt vangaveltur - en mig grunar þó að Katrín geti ekki a.m.k. strax reynt stjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki, fyrr en fullreynt þykir að vinstri stjórn með 5-flokkum sé virkilega fullkomlega vonlaus!
--Jafnvel þó það sé líklega fyrirsjáanlegt, sé afstaðan í það miklum tilfinningahita, að líklega getur Katrín ekki myndað stjórn með hægri flokkum - fyrr en stjórnarkreppa hefur staðið nægilega lengi til að málið sé algerlega fullreynt.
Ég held að rökrétt sé að Bjarni Ben fái umboð til stjórnarmyndunar frá Guðna fyrst.
--En meðan að VG-treystir sér ekki til að mynda stjórn með hægri flokkunum, þá séu einu raunhæfu möguleikar BB - líklega með annað hvort BF + Framsókn eða Viðreisn + Framsókn.
Stjórnarmyndanir er geta orðið erfiðar fyrir Sjálfstæðisfl. og Framsóknarflokks! Myndanir er geta farið út um þúfur, vegna andstöðu innan þeirra flokka!
Ef sú andstaða reynist sterk - gæti slík stjórnarmyndun einnig reynst ómöguleg, ef Guðni afhendi umboðið til stjórnarmyndunar yfir til formanns - Viðreisnar.
--Og sennilega getur Viðreisn ekki myndað 5-flokka stjórn með vinstri flokkum í staðinn.
Þannig að umboðið gæti endað hjá - Katrínu Jakobs, og ekki fyrr en í 3-umferð orðið mögulegt að mynda stjórn!
--Þá eftir hugsanlega lengstu stjórnarkreppu lýðveldissögunnar!
Fólki er velkomið að koma með sínar skoðanir á líklegum stjórnarmyndunum!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 31.10.2016 kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2016 | 00:53
Verður uppganga flokksins -Viðreisnar- til þess að á næsta kjörtímabili þurfi að setja ný gjaldeyrishöft?
Þegar ég skrifa þetta líta kosningatölur þannig út að Viðreisn líklega lendir í - oddaaðstöðu.
Ástæða þess að ég hef miklar áhyggjur af þeirri þróun, eru hugmyndir flokksins um svokallað --> Myntráð eða "currency bord."
Þessi hugmynd hefur fram að þessu vakið litla athygli þjóðarinnar.
En full ástæða er að þjóðin skoði þetta atriði af fyllstu athygli!
Myntráð er í reynd ca. sama fyrirkomulag og gullfótur!
Það hefur einnig sömu megin galla og gullfótarkerfi!
- Grunnhugmyndin er sú sama, að - útiloka gengisfellingar, skv. þeirri hugmynd að allt þá meina ég allt, sé betra en gengisfelling.
- Eins og þegar gullfótarkerfi er notað -- er ríkjandi gjaldmiðill hafður 100% skiptanlegur yfir í annan gjaldmiðil.
- Það þíðir auðvitað, sem einnig er megin veikleiki gullfótarkerfis og myntráðskerfis, að alltaf og ætíð þarf að tryggja að nægilegt magn sé af - þeim gjaldmiðli sem innanlands gjaldmiðill skal vera 100% skiptanlegur fyrir.
- Ástæða að sú regla --> Er einnig meginveikleiki þeirra kerfa, þar með meginástæða þess að gullfótarkerfi og myntráð hafa í nokkrum þekktum tilvikum, hrunið með ákaflega harkalegum hætti.
- Er sú, að það eru einungis takmarkaður fjöldi mögulegra leiða til að redda málum, ef vandræði skapast við að tryggja stöðugleika 100% skipti-reglunnar.
Vandræðin skapast nær alltaf af sömu ástæðu, þ.e. að einhverra hluta vegna - verður viðskiptahalli, sá getur orðið til vegna þess að kreppa leiði fram hnignun atvinnuvega eða að almenn laun hafa hækkað of mikið og neysla er að framkalla viðskiptahalla!
- Viðskiptahalli leiðir þá til þess - að gjaldeyrinn streymir út úr gullfætinum þ.e. "gullið sjálft ef notast er við gull" eða "skiptigjaldmiðillinn t.d. ef notast væri við evru."
- Það að sjálfsögðu -- ógnar reglunni um 100% skipti milli innanlands gjaldmiðils, og gjaldmiðilsins sem notaður til skipta.
Beinar launalækkanir: Ég held að við getum afgreitt þá útkomu að stjórnvöld geti þvingað fram beinar launalækkanir hér á Íslandi - sem afar ósennilegan!
--En við urðum öll vitni að því, þegar hægri stjórnin bognaði og brotnaði undan verkfalla bylgju á kjörtímabilinu - þ.s. krafist var launahækkana langt umfram stöðguleika viðmið.
Menn ættu að muna þetta - þ.e. kjarasamningar við kennara upp á tuga prósenta hækkanir, kjarasamningar við lækna og hjúkrunarstéttir einnig upp á stórar prósentu tölur -- og að auki kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, sem enduðu einnig í nokkuð hressilegum prósentu tölum.
Punkturinn er auðvitað sá - að ríkisstjórnin gaf eftir yfirlýst stöðugleika viðmið.
--Manni virðist afar ósennilegt þar af leiðandi, að nokkur ríkisstjórn á Íslandi - gæti mögulega þvingað fram, gegn vilja verkalýðshreyfingar, beinar launalækkanir.
Þannig að þá sé sennilega óhætt að afgreiða þá - lausn í burtu.
Myntráð og stýring gullfótar, getur gripið til þess ráðs, að stöðugt minnka peningamagn í umferð: Þetta er frekar örvæntingarfullt úrræði til að bjarga gullfæti eða myntráði, frá bráða hruni. Þ.e. þekkt að þessu var beitt á kreppuárunum í Bretlandi áður en Bretland yfirgaf gullfótinn á 4. áratugnum, og einnig í Evrópu. Að auki var þessu úrræði beitt af Argentínu, árin rétt fyrir þjóðargjaldþrot Argentínu 2000, en eftir að kreppan þar hófst.
En tæknilega er unnt að mæta þeim vanda, að viðmiðunargjaldmiðill hvort sem þ.e. gull eða t.d. evra - streymir út, þannig vernda 100% skiptiregluna, með þessari aðferð.
Gallinn er sá, að þetta er óskaplega - samdráttaraukandi. En þá er verið að minnka stöðugt peningamang í umferð - og í kapítalísku hagkerfi, er peningamagn sjálft lífsblóð hagkerfisins.
Svo harkalegt var ástandið í Argentínu - rétt áður en Argentína kastaði myntráðinu. Að skortur á peningum var orðinn slíkur - að fyrirtæki voru sjálf farin að gefa út sína gjaldmiðla. Á tímabili skiptu slíkir, ópinberir gjaldmiðlar, mörgum tugum.
--Vegna þess að það vantaði peninga í hagkerfið, svo það gæti starfað eðlilega, samþykktu aðilar oftast nær - ef um var að ræða fyrirtæki t.d. í útflutningi, að taka við þessum bráðabirgðalausnum.
Ástandið varð þetta alvarlegt í Argentínu - vegna þess að ekki tókst að stöðva stöðuga hnignun atvinnuvega sem þá var í gangi, sem leiddi stöðugt til nýs og nýs viðskiptahalla -- þó að tæknilega hefði hratt vaxandi atvinnuleysi með því að slá á neyslu átt að hafa stöðvað þann viðskiptahalla fyrir rest.
- En þessi samdráttar-leið - svo fremi sem atvinnuvegir eru ekki í stöðugri hnignun, vegna þess að samkeppnishæfni er hrunin, t.d. ef viðmiðunargjaldmiðill hefur hækkað mjög í andvirði; á endanum stöðvar viðskiptahalla.
Með þeirri einföldu -fúnksjón- að atvinnulausir kaupa minna, þ.s. þeir hafa minni peninga.
--M.ö.o. stýring viðskiptajöfnuðar með atvinnuleysi.
En samtímis, getur hagkerfið skroppið harkalega saman.
--Þá er eins gott að ríkið skuldi ekki mjög mikið fyrir, því samdráttur einn og sér hækkar skuldir miðað við þjóðarframleiðslu.--> Einmitt það atriði, leiddi fyrir rest til gjaldþrots Argentínu - en skuldir þess ríkis við kreppu-upphaf, voru ekki mikið yfir 50% af þjóðarframleiðslu.
- Það þarf vart að nefna, að mikið atvinnuleysi, mundi skapa þjóðfélags ólgu.
- Og sennilega mjög miklar óvinsældir stjórnvalda.
Að kaupa stöðugt gjaldeyri og þar með fjármagna viðskiptahalla með skuldsetningu ríkissjóðs: Það þarf vart lengi að fjalla um það úrræði - augljóslega getur það einungis gengið til skamms tíma. En um væri að ræða, gjaldeyris skuldsetningu ríkissjóðs.
Á endanum mundi ríkið missa lánstraust, og þeirri aðferð væri þar með - sjálfhætt!
Ný gjaldeyrishöft: Þetta virðist mér langsamlega sennilegasta úrræðið. En mér virðist augljóst að engin íslensk ríkisstjórn - gæti haldið út þær svakalegu óvinsældir ásamt þjóðfélagsólgu - sem sú aðferð að vernda kerfið með því að minnka peninga í umferð án nokkurs vafa mundi orsaka.
--En ég sé ekki hvernig nokkur ríkisstjórn gæti haldið lengi velli ef hér mundi vísvitandi vera búið til fjölda-atvinnuleysi í háum prósentu tölum.
Augljóslega sjá allir fyrirfram - að ekki gengur heldur að skuldsetja ríkið.
--> Þannig að ný höft blasa við sem hin augljósa redding!
- Segjum að myntráð hafi verið lögfest og virkjað - síðan skapist verulegur viðskiptahalli einhverjum tíma eftir að það kerfi hefur verið lögfest og er starfandi - sem getur vel gerst ef einhver af megin atvinnuvegum þjóðarinnar dalar eða ef ný bylgja stórra launahækkana gengur yfir.
- Þá er ekki unnt að fella gengið!
- Það þíðir, segjum að höft hafi verið tekin upp sem redding -- meðan að lausn er fundin -- --> Þá verða þau ekki leyst, nema að innri aðlögun þ.e. launalækkanir hafa komist til framkvæmda!
- Það gæti tekið töluverðan tíma - að sannfæra stéttafélög vinnandi fólks, að samþykkja slíkt --> Ef það þá tækist, nokkru sinni.
M.ö.o. að það kaldhæðna ástand gæti skapast --> Að myntráðskerfi leiði Ísland inn í haftakerfi sem mundi verða erfiðara úrlausnar, en nokkur þau höft sem áður hafa verið hér!
Hverjar eru líkur þess neikvæðar afleiðingar verði?
Ísland er greinilega nærri toppi á hagssveiflu! Nú er í gangi stórfelld endurnýjun dýrra hluta t.d. bifreiða - heimilistækja - innréttinga, hjá almenningi.
--M.ö.o. er mikið flutt inn um þessar mundir.
Það að stórar launahækkanir leiddu ekki til - verðbólgu og viðskiptahalla, bjargaðist af tveim ástæðum:
- Gríðarlegur vöxtur ferðamennsku, hefur tryggt næga aukningu gjaldeyristekna til að halda í við hratt vaxandi neyslu.
--En t.d. nýlega kom fram í fjölmiðlum að Reykjavík er nú orðin langsamlega dýrasta borgin á Norðurlöndum, fyrir þá sem vilja gista á hótelum.
Kostnaður við ferðalög til Íslands hefur stöðugt verið að aukast, hvert ár.
--Við vitum ekki hver sársaukamörk fyrir ferðamenn eru!
Einungis að þau eru til staðar - þ.s. ferðamenn er hingað koma, eru venjulegt fólk upp til hópa, ekki milljónamæringar eða milljarðamæringar. - Margvíslegar hugmyndir eru um að --> Setja ný gjöld á ferðamennskuna, til að fá aukið fé í kassann - t.d. til að fjármagna uppbyggingu á ferðamannastöðum.
--Hugmyndir um - gjald á gistingar.
--Hugmyndir um - aðkomugjald.
Aðrar gjalda-hugmyndir virðast hafa fallið vegna andstöðu innan samfélagsins.
**Galli við þessar 2-hugmyndir, er að slík gjöld - eru strax sýnileg ferðamönnum, sem ætla að koma til landsins. - Þar með, er algerlega hugsanlegt, að þau stuðli að -- viðsnúningi í ferðamennsku til fækkunar, eða a.m.k. því að færri komi hingað en annars ætla sér.
__Ef slík gjöld bætast ofan á allar þær innlendu kostnaðarhækkanir sem þegar hafa orðið.
Á einhverjum punkti kemur samdráttur í þessa grein!
--Þá má reikna með því, að viðskiptahalli myndist nánast samstundis!
Ég held að það séu töluverðar líkur á að það gerist á nk. kjörtímbili.
--Líkur þess að það skapist vandræði með - myntráðskerfi - byggjast þá á líkum fyrir samdrætti í ferðamennsku, eða a.m.k. því að stórfellt hægi á aukningu.
Svo geta menn vegið og metið -- þær líkur hver fyrir sig!
Niðurstaða
Ég er alls ekki að segja að myntráðskerfi - geti ekki gengið upp.
Ég er á hinn bóginn að segja, að til þess að það sé sennilegt að virka til lengdar.
Þá þurfi að skapast samstaða innan samfélagsins um þá leið - að lækka laun með skipulegum hætti, ef það skapast viðskiptahalli.
Eða, að það þarf að vera við völd ríkisstjórn - með mjög harðan og stífan vilja til að stjórna þrátt fyrir það sem gæti orðið mjög útbreidd mótmælahreyfing, beita þeim miskunnarlausu úrrræðum sem þá þyrfti - til að brjóta á bak aftur skæruverkföll -- m.ö.o. þyrfti mjög öflugar lögreglusveitir vel búnar og nægilega fjölmennar, auk þess nægilega hollar stjórnvöldum til að vera tilbúnar til að - berja á sínum samborgurum hópum saman.
- M.ö.o. þyrfti annað af tvennu --> Víðtæka samstöðu um innri aðlögun <-- Eða lögregluríkis fyrirkomulag, með nokkurs konar einræðisherra við völd.
Ég held að við getum með töluvert háum líkum - útilokað hvort tveggja!
Ef Viðreisn stjórnaði með -- vinstriflokkunum, væri það fullkomlega fjarstæðukennt.
Einnig afar ósennilegt -- ef Viðreisn stjórnaði með hægri flokkunum, að þeir treystu sér til slíks heldur.
Ísland gæti þá verið læst í höftum frekar lengi - eða þangað til að viljinn til innri aðlögunar mundi myndast!
--En eins og tilvik Argentínu sýndi, er ekki hægt að yfirgefa myntráðs fyrirkomulag, nema með því -- að búa til nýjan innlendan gjaldmiðil er ekki væri bundin slíku kerfi.
Höft gætu þá a.m.k. verið eins lengi og á tímabilinu frá 1946 - 1959.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.10.2016 | 00:06
Ákvörðun FBI að opna að nýju rannsókn á e-mailum Hillary Clinton 11 dögum fyrir kosningar er að sjálfsögðu gjöf til Donalds Trump
Frétt ABS New: Emails Related to Clinton Case Found in Anthony Weiner Investigation.
Og frétt CNN: FBI probes newly discovered emails tied to Clinton case.
Augljóslega getur ákvörðun -Director Comey- ekki komið á viðkvæmara augnabliki!
Mun alveg örugglega duga til þess a.m.k. að minnka forskot Clintons á Trump.
Jafnvel þó ekkert nýtt komi út úr þessari nýju rannsókn!
--Mér virðist skv. frétt að litlar líkur séu reyndar á því að rannsóknin leiði fram ný markverð gögn er breyti fyrri niðurstöðu!
- "The FBI revealed Friday it was reviewing a new batch of emails that "appear to be pertinent" to its previous investigation into Hillary Clinton's use of a private server..."
- "...multiple federal officials told NBC News they were found as part of an on-going probe of disgraced former New York congressman Anthony Weiner."
- "The emails were found on a laptop that Weiner allegedly used to send inappropriate text messages and pictures to an underage girl,..."
- "Investigators also discovered Weiner's wife, Huma Abedin, had used the same laptop to send emails to Clinton and now they are checking those messages to see if there was any classified information on them, the sources said."
- "Abedin, who is Clinton's closest aide, is separated from Weiner."
- "FBI director James Comey --: "In connection with an unrelated case, the FBI has learned of the existence of emails that appear to be pertinent to the investigation," - "I agreed that the FBI should take appropriate investigative steps designed to allow investigators to review these emails to determine whether they contain classified information, as well as to assess their importance to our investigation."
- A senior law enforcement official told NBC News Friday that the Comey letter was sent to the Hill "out of an abundance of caution" and to be extra-thorough."
- "There's no indication, the official said, that Clinton, her campaign or the State Department withheld information about the contents on Weiner's laptop."
- Comey felt he had no choice but to tell Congress now or risk being accused of hiding relevant information before the election, law enforcement officials said in explaining the timing.
Ég hugsa að síðasti punkturinn sé trúverðug skýring - en FBI án vafa skv. lögum ber sennilega að veita bandaríska þinginu upplýsingar við þessar tilteknu aðstæður.
Þannig að Comey - hafi orðið að gefa út formlega yfirlýsingu!
Þannig að tímasetningin sé þá - fyrst og fremst fullkomlega fáránleg óheppni fyrir framboð Clinton.
--> Þ.e. auðvitað mikilvægur punktur, að FBI veiti strax upplýsingar um það, að ekkert bendi til -- saknæmrar tilraunar til að hylma yfir gögnum.
Skv. þessu ákvað Comey að rannsaka þessi gögn, skv. því sjónarmiði að - rannsaka alla enda til hlýtar!
Ég sé í sjálfu sér ekki ástæðu til að efast um að Comey - sé einfaldlega að þessu, til þess að tryggja svo fullkomlega öruggt sé, að allir endar hafi verið skoðaðir til hlítar.
En hann þarf þó að vera afskaplega - pólitískt litblyndur, til að átta sig ekki á að tímasetning rannsóknarinnr sé sannkallað - sprengiefni.
En það virðist að Comey sé ekki að þessu, til að vísvitandi skaða framboð Clinton!
Trump fagnaði fréttunum auðvitað - kampa kátur:
I have great respect for the fact the FBI and the Department of Justice now have the courage to right the horrible mistake that they made. This was a grave miscarriage of justice that the American people fully understood and it is everybodys hope that it is about to be corrected, - Perhaps justice will finally be done.
Ég persónulega efa stórfellt miðað við framkomnar upplýsingar, að FBI sé að endurskoða málið út frá nokkurri annarri forsendu en þeirri - að skoða hvort ný gögn séu þess eðlis að þau skipti máli.
Líklega tekur rannsóknin það langan tíma - að ekkert verði fram komið fyrir þann 8/11 nk.
--> Á meðan verður þetta óhjákvæmilega kærkomin gjöf til framboðs Donalds Trump, síðustu 11 daga baráttunnar fyrir kjöri!
Niðurstaða
Ný rannsókn FBI augljóslega getur að nýju fært spennu inn í baráttu framboða Clintons og Trumps fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er fara fram þann 8. nóvember nk. Sú rannsókn mun bersýnilega glæða nýju lífi í ásakanir Trumps um glæpsamlegt athæfi.
Hinn bóginn lauk fyrri rannsókn FBI á þeirri niðurstöðu, að málið væri ekki tækt til dóms skv. fyrirliggjandi gögnum. Ég sé enga ástæðu til að ætla að FBI hafi metið málið með röngum hætti - eins og Trump heldur fram.
Það að FBI nú hefur rannsókn að nýju í því skyni að skoða hvort ný gögn skipti máli í heildarsamhengi fyrri rannsóknar. Sé þá einfaldlega FBI - að sýna fram á að stofnunin sé fullkomlega óháð rannsóknarstofnun!
Hvorug ákörðunin hafi verið pólitísk m.ö.o. En sannarlega er Clinton herfilega óheppin, að rannsókn á fyrrum eiginmanni hennar aðstoðarkonu - sé að leiða til nýrrar rannsóknar á hennar persónulega máli akkúrat á þessari stundu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2016 | 01:26
Úkraínskum hökkurum virðist hafa tekist að sanna að svokallað "Donetsk People's Republic" hafi að sjálfsögðu verið "puppet state!"
Aðstoðarkona Vladislav Surkov var hökkuð og e-mail "cache" hennar niðurhalaður í heild, þ.e. 2.337 e-mailar alls. Það er einmitt eitt af því sem gefur e-mailunum ákaflega trúverðugt útlit, að þ.e. nánast ómögulegt að falsa heilan e-mail "cache" þ.s. sérhver e-maill lítur fullkomlega trúverðuglega út, sem sést t.d. á þessu:
Breaking Down the Surkov Leaks
Fyrir neðan má sjá eitt dæmi um - "header info."
----Sjá:
Return-path: <[email protected]>
Envelope-to: [email protected]
Delivery-date: Fri, 30 May 2014 10:03:55 +0400
Received: from [95.173.128.181] (helo=DurdyevaAAPC)
by ipaccess.gov.ru with esmtp (Exim 4.80.1 (FreeBSD))
(envelope-from <[email protected]>)
id 1WqFv00004qY-LI; Fri, 30 May 2014 10:03:54 +0400
From: =?koi8-r?B?5NXSxNnF18Eg4S7hLg==?= <[email protected]>
To: <[email protected]>
Cc: <[email protected]>,
=?koi8-r?B?J+3Bzc/Oz9cg7cnIwcnMJw==?= <[email protected]>,
<[email protected]>,
Pavel Laptev <[email protected]>
Subject: =?koi8-r?B?z8Laz9LZ?=
Date: Fri, 30 May 2014 10:03:54 +0400
Message-ID: <[email protected]>
MIME-Version: 1.0
Content-Type: multipart/mixed;
boundary=   =_NextPart_000_0007_01CF7BEE.770605B0"
X-Mailer: Microsoft Outlook 14.0
Thread-Index: Ac97zLXyNKravgPbQx2NbBoD8rjV/A==
Content-Language: ru
X-Virus-Scanned: Antivirus engine
----
- Hver einasti e-maill hafi slíkan slóða!
- Að auki sé þarna fullt af leiðinlegum e-mailum um ekkert sem skiptir máli.
M.ö.o. þarf að rýna í gegnum fullt af því sem engu máli skiptir - til að finna hvað máli skiptir.
--Þannig lítur þessi e-mail "chache" út eins og slíkur sem fólk raunverulega fær þ.e. margvíslegir e-mailar í bland!
- Síðan hafi tekist að staðfesta nokkurn fjölda e-maila sem raunverulega "genuine."
- "In a telephone interview, Yevgeny A. Chichvarkin, a Russian entrepreneur living in exile in London, confirmed the authenticity of his emails to Mr. Surkovs aides. Yes, this is my original text, he said."
- "Russian journalist Svetlana Babaeva told The Associated Press emails from her in the cache were genuine. "I sent those emails," Babaeva said, referring to three emails in the leak discussing arrangements for an off-the-record meeting between Surkov and editors at her publication."
- For example, on July 23, 2014, Surkov received an invitation to an art exhibit in Moscow called The New International, at the Garage Museum of Contemporary Art." - This exhibit really did take place, and the email seems authentic, judging by the email header and included information."
Nokkur dæmi - en skv. fréttum af málinu, hefur nokkur fjöldi einstaklinga sem náðst hefur í, staðfest að hafa sent viðkomandi e-maila, sem frá þeim komu.
En áhugaverðasti e-maillinn er án efa!
"On May 13, 2014, Surkov was sent a PDF from a worker at the Marshall Group." - "The attached PDF contained a list of candidates for the government of the Donetsk Peoples Republic, including the Speaker of the Peoples Soviet (Pushilin), Ministry of Defense (Igor Strelkov Girkin), and other key officials." - "At the bottom of the document, a note says that the individuals with asterisks next to their name were checked by us and are especially recommended. These individuals included Aleksandr Zakharchenko, who is mentioned as under consideration for the role of Prime Minister." - "Eventually, this came true, and Zakharchenko was elected to the job." - "Three days later, on May 16, the full government of the self-proclaimed Donetsk Peoples Republic was announced."
Það sem þetta sýnir einfaldlega fram á! Er að Rússland ákvað hverjir mundu skipa stöður í þessu -ríki- og að sjálfsögðu að þó svo að niðurstaðan hafi verið kynnt - sem útkoma kosningar á svæðum innan Donetsk undir stjórn -vina Pútíns- þá sýnir þetta fullkomlega fram á; að sú kosning var með fyrirfram ákveðna niðurstöðu alla leið frá Kreml!
- Þetta kemur að sjálfsögðu engum á óvart - sem hefur fylgst með átökum í A-Úkraínu!
- En það hefur verið fullkomlega augljóst frá upphafi! Að svokölluð svæði í uppreisn - eru undir stjórn Kremlverja í reynd!
- Enda vitað og hefur lengi verið, að Rússland greiðir allan þeirra launakostnað --> Sú vitneskja einsömul hefði átt að duga öllu hugsandi fólki.
Þeir sem enn afneita því að svæðum svokallaðra uppreisnarmanna!
Sé í reynd í öllu sem máli skiptir stýrt frá Keml!
Geta ekki eftir þessar nýjustu framkomnu upplýsingar - skoðast sem hugsandi fólk!
What the leaked inbox of the Kremlins Grey Cardinal tells us about the war in the Donbass
Payback? Russia Gets Hacked, Revealing Putin Aide's Secrets
Hackers: emails show ties between Kremlin, Ukraine rebels
Kremlin puppet master's leaked emails are price of return to political frontline
Niðurstaða
Þó að það verði nú að skoðast fullkomlega sannað að Kremlverjar hafi fyrirfram ákveðið hverjir fengu helstu stöður í Alþýðulýðveldinu Donetsk - er fullkomlega óhjákvæmilegt að fram munu koma einstaklingar er endurtaka fullyrðingar Kremlverja að e-mailarnir séu falsaðir - þó aðilar hafi komið fram og staðfest að eiga þar e-maila, og að þar megi finna nokkurn fjölda e-maila þ.s. Survok er boðið á viðburði er raunverulega fóru fram, og að sérhver e-maill inniheldur fullan "header" sem væri fáránleg vinna að falsa fyrir 2.337 e-maila þanni að þeir lítu fullkomlega trúverðuglega út.
En sumt fólk getur ekki flokkast sem - hugsandi!
--Þess í stað skipar það hóp blindra fylgismanna, sem mynnir mann á Allaballa í Kaldastríðinu er fylgdu línunni frá Kreml í sambærilega fullkomlega blindri hollustu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2016 | 02:27
Borgarastríð yfirvofandi í Venesúela?
Í síðustu viku tókst Maduro forseta að hindra að almenn atkvæðagreiðsla ætlað að stuðla að því að honum yrði ýtt út úr embætti forseta -- fengi að fá að fara fram!
Bandamenn forsetans innan dómskerfisins, virðast hafa endurskoðað fyrri ákvörðun þ.s. undirskriftalistar höfðu verið samþykktir - allt í einu var þeim hafnað, þeim sem áður höfðu verið samþykktir, vegna nýrra ásakana frá tveim héraðs dómstólum um meint svik við gerð listanna af hálfu stjórnarandstöðunnar!
Því haldið fram að nöfn látinna einstaklinga hefði verið bætt við --> En tímasetningin er ákaflega grunsamleg, þ.s. eftir allt saman hafa þessir listar legið fyrir nú nokkuð lengi, grunsamlegt að slíkar ásakanir dúkki nú allt í einu upp, rétt áður en atkvæðagreiðslan átti að fara fram!
En ásakanirnar voru eigi að síður notaðar til að formlega aflýsa henni!
--Þar með hefur Maduro hindrað síðustu löglegu leiðina að því markmiði, að þvinga hann úr embætti!
--Þ.e. einmitt það atriði er skapar hættu --> En með 90% landsmanna þeirrar skoðunar nú skv. könnunum að landið sé á rangri leið og 80% þeirrar skoðunar að Maduro skuli fara frá!
--Var enginn hinn minnsti vafi með hvaða hætti kosningin mundi fara!
- Hafandi í huga að landið er á barmi hungursneyðar!
- Hafandi í huga að vannæring er í útbreiðslu!
- Hafandi í huga, að gríðarlega alvarlegt heilbrigðis ástand er skollið á, þ.s. hættulegir en læknanlegir sjúkdómar eru orðnir að faraldri innan landsins, malaría í hraðri útbreiðslu og ógnar nú nágranna löndum.
- Þá er augljóslega gríðarleg örvænting til staðar innan þjóðfélagsins!
--Þ.e. einmitt þess vegna, að ákvörðun stjórnarinnar er svo hættuleg! - En ég sé ekki betur, en að landið uppfylli flest þau skilyrði sem ég hef heyrt um, til þess að þar geti brotist út -- vopnuð uppreisn!
- Ég mundi segja að ástandið sé um margt líkt ástandinu í Nigaragua -- áður en fjölmenn uppreisn brast á gegn Anastasio Somosa!
Það má einnig líkja ástandinu við --> Ástandið í Sýrlandi vorið 2011, rétt áður en borgarastríð brast á innan Sýrlands!
Venezuela suspends anti-Maduro referendum
Venezuelas mass street protest calls for general strike
Venezuela opposition escalates anti-Maduro protests, dozens injured
Stjórnarandstaðan ætlar að ganga að forsetahöllinni í næstu viku!
Það gæti orðið gríðarlega hættuleg stund - en rétt að ryfja upp að snemm sumars 2011 spruttu upp víðtæk mótmæli innan Sýrlands kennd við svokallað, arabískt vor. Lengi framan af voru mótmælin algerlega óvopnuð, og friðsöm.
En ekki löngu eftir að stjórnin fór að skjóta á mótmælendur í borgum landsins - fóru mótmælendur að vopnast, hermenn velviljaðir mótmælum brutust inn í vopnageymslur, og gengu í lið með mótmælendum -- og borgaraátök hafa staðið frá ca. ágúst 2011 samfellt síðan!
- Ríkisstjórn Maduro, er nánast ekkert annað lengur - en herstjórn.
- Með hermenn undir stjórn efnahagslegra mikilvægra þátta.
Andstaðan hefur engin vopn --> En með sambærilegum hætti og her Sýrlands klofnaði milli stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga; vegna þess eftir allt saman - að þjóðarher samanstendur af einstaklingum frá þeim sömu hópum er mynda þá þjóð!
Gæti það sama gerst innan Venesúela, ef það verða verulega blóðug átök í nk. viku - í tengslum við þessa fyrirhuguðu göngu að forsetahöllinni, til að krefjast afsagnar Maduro.
- En vegna þess, að enn hlutfallslega færri styðja stjórnina, en styðja enn Assad í samhengi Sýrlands.
- Grunar mig, að borgarátök innan Venesúela yrðu fljótlega meir lík því er allsherjar uppreisn hófst í Nigaragua snemma á 9. áratugnum, gegn Somosa stjórninni þar.
En sú stjórn varð á endanum undir -- vegna þess einmitt hversu almenn uppreisnin reyndist vera!
En það sé á hinn bóginn afar ósennilegt, að sambærilegt gerist síðan innan Venesúela er erlent ríki sá sér hag í því - að magna upp skæruliðahreyfingu gegn stjórninni er náði völdum með hernaðarsigri á Somosa.
Svo rúin trausti fullkomlega sé stjórnin í Venesúela - að ef klofningur yrði innan hersins, þá held ég að hún mundi frekar fljótt verða undir! Því einfaldlega, það styðja hana svo ákaflega fáir meðal landsmanna úr því sem komið er!
Á hinn bóginn, gæti samt orðið verulegt tjón á innviðum landsins til viðbótar, í slíkum átökum -- og landið að þeim loknum litið út eins og - slæmt Afríkuland!
- Meðan átök standa yfir -- gæti orðið töluvert stór flóttamannabylgja til nágranna landa!
- Auðvitað því stærri, sem þau mundu standa lengur.
--> Ef Maduro hefur eitthvað eftir af sómatilfinningu, á hann að hætta snarlega!
En ég efa það, jafnvel þó borgaraátök hefjast, að hann hætti!
Þannig að það yrði að hrekja hann frá með vopnum!
Bylting Chavez heitins -- getur því verið að nálgast þann punkt, að enda á versta mögulega veg!
Niðurstaða
Með öðrum orðum, ég óttast það að borgaraátök séu yfirvofani í Venesúela. Það sé held ég nánast öruggt, að einhverjir hermenn mundu ganga í lið með almenningi - ef uppreisn hans formlega hefst, eins og mig grunar að geti verið yfirvofandi. En engin leið sé að spá fyrir um hversu stór hluti hersins mundi ganga til liðs við slíka uppreisn almennings í landinu.
--Þannig að engin leið sé að spá fyrirfram því - hversu hratt stjórnin mundi vera hrakin frá völdum.
--En ég efa það alls ekki að það gerist, með 90% landsmanna ósátta, geti vart annað gerst!
En eina leiðin til þess að stjórnin haldi raunverulega velli - væri að öflugt erlent ríki mundi sjá hag sínum borgið að halda henni uppi þrátt fyrir þ.s. sennilega yrði ef uppreisn brýst upp - uppreisn er væri virkilega ákaflega almenn.
--Meira að segja Kína mundi frekar nú velja að vinna með nýrri stjórn!
Vegna þess að ég tel litlar sem engar líkur á að öflugt erlend ríki mundi velja að dæla fé og vopnum í að halda Maduro stjórninni á floti -- er ég í nánast engum vafa um með hvaða hætti borgaraátök mundu enda.
Einungis í vafa um hve fljótt þau mundu enda með ósigri stjórnarinnar.
Og því hvert tjón landsmanna og manntjón verður fyrir rest.
Og auðvitað hve hátt hlutfall þeirra yrði landflótta um tíma.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2016 | 03:25
Líklega er samningur ESB við Bandaríkin um viðskiptasamning þvert yfir Norður Atlantshaf -- dauður!
Mig grunar að það sé reyndin eftir að Vallóníu svæðið í Belgíu, þ.e. frönsku mælandi hluti Belgíu -- drap viðskiptasamning ESB og Kanada!
--Þó Framkvæmdastjórn ESB hafi ekki enn formlega gefið samninginn upp á bátinn!
--Virðist ljóst að sá samningur sé nú endanlega dauður!
En málið er að hvers vegna -CETA- samningurinn féll, bendir til þess sterklega að svokallað "Trans Trade and Investment Partnership" sé einnig búið að vera!
Ceta failure will undermine basis of EU trade policy
Belgium sinks EU-Canada trade deal after Wallonia veto
Ceta debacle heralds a period of disintegration for the EU
Megin ástæða andstöðunnar virðist vera - "investor-state dispute settlement (ISDS)"
Sérstakt dómskerfi/úrskurðarkerfi eða "tribunal" sem bæði -CETA- og -TTIP- gera ráð fyrir. Í Lissabon sáttmálanum 2009 - þá náði Framkvæmdastjórnin yfir til sín samningum um slíka sérstakra dómsstóla/úrskurðarkerfi -- sem virka í samhengi viðskiptasamninga og fjalla um deilur erlendra fyrirtækja og þess ríkis sem gert hefur samning er kveður á um slíkt sérstakt dómskerfi/úrskurðarkerfi tengt samningnum.
Fyrir 2009 gátu einungis einstök lönd gert samninga um slík "tribunals" -- en með því að aðildarlöndin samþykktu 2009 að Framkvæmdastjórnin tæki það að sér að semja um slík fyrir hönd allra aðildarlandanna!
Þá skapaðist sá möguleiki - að alþjóða viðskiptasamningur sem Framkvæmdastjórnin semdi um fyrir hönd aðildarlandanna allra -- innihéldi slíkt "tribunals" kerfi er meðhöndlaði deilur milli aðildarríkjanna og fyrirtækja utan við ESB aðildarlönd er deildu við einstök aðildarlönd um atriði er tengjast viðskiptum.
- Í seinni tíð, hefur mikil andstaða við þetta fyrirkomulag vaknað innan einstakra aðildarríkja -- sérstaklega í tengslum við fyrirhugaða samninga við Bandaríkin.
- En þeir samningar, mundu ef af verður, fela í sér verulega opnun fyrir bandarískar landbúnaðar-afurðir.
- Mikil andstaða er í Evrópu við genabreyttar afurðir - andstaða sem ég tel fullkomlega "irrational"- en er eigi að síður útbreitt í Evrópu.
- Á móti mundu evrópsk þjónustufyrirtæki - fá stórbættan aðgang að Bandaríkjunum.
-- --> Það sé ekki endilega furðulegt að Vallónía hafni -CETA- þ.s. um er að ræða landbúnaðarsvæði, þ.s. andstaðan við aukið aðgengi bandarískra landbúnaðarafurða, er mjög sterk!
Tengingin yfir til -TTIP- er mjög lifandi í huga fólks!
M.ö.o. að líklega hafi það litið svo á, að það væri einnig að hafna -TTIP.-
- Almennt séð geta aðildarríki ekki stöðvað viðskiptasamninga þ.s. fyrir mörgum árum síðan, þá afhentu þau til Framkvæmdastjórnarinnar réttinn til að semja fyrir sína hönd.
- Á hinn bóginn, er aðildarlöndin afhentu yfir til Framkvæmdastjórnarinnar réttinn til að semja fyrir hönd aðildarríkjanna - um sérstaka dómstóla eða úrskurðaraðila sem taka að sér deilur milli utanaðkomandi fyrirtækja og aðildarríkja einstakra.
- Þá gerðu þau það með -- skilyrðum!
Búnar voru til 2-skilgreiningar þ.e. "blandaðir samningar" og "venjulegir viðskiptasamningar."
Ef samningur telst "blandaður" þá hafi öll aðildarríkin réttinn til að samþykkja eða hafna!
- Fjöldi aðildarríkja taldi að -CETA- væri "blandaður samningur" og heimtaði að fá réttinn til að samþykkja eða hafna -- í júlí lét Cecilia Malmstrom undan, kommissari utanríkisviðskipta!
- Erfitt er að sjá annað, en þar með hafi skapast fordæmi um það sama gildi fyrir -TTIP.-
Í því ljósi - virðist nær fullkomlega öruggt!
Að -TTIP- verði einnig alveg örugglega hafnað af einhverju aðildarlandanna, kannski Vallóníu!
- Hvað þetta þíðir fyrir getu Framkvæmdastjórnarinnar að gera nýja alþjóðlega eða fjölþjóðlega samninga -- á eftir að koma í ljós!
- En bent hefur á að þetta geri líklega samninga Breta og ESB um viðskipti í samhengi BREXIT -- óskaplega erfiða!
- Því þeir samningar hefðu í för með sér enn stærri hugsanleg inngrip, en -CETA- ef Bretar ættu að fá að halda sambærilegu aðgengi fyrir sín þjónustufyrirtæki og nú er reyndin.
- Þannig að það blasi þá sennilega við -- að vegna ákvörðunar -Cecilia Malmstrom- þá leiði það fordæmi sennilega einnig til þess, að sérhvert aðildarríki ESB muni með sambærilegum hætti hafa neitunarvald um hugsanlegan 2-hliða viðskiptasamning Bretlands og ESB í framtíðinni.
--Þar á meðal héraðið Vallónía, vegna stjórnarskrár Belgíu.
- Þetta gæti verið hvers vegna Theresa May -- hefur ákveðið að hefja BREXIT viðræður strax á upphafsmánuðum nk. árs!
Og hvers vegna það virðist hún ætli að reyna að gera viðskiptsamninginn í samhengi þess ferlis -- því ferlið skv. Gr. 50 - er á valdsviði Ráðherraráðsins.
Þannig að ef samningur mundi verða kláraður innan ákvæða Gr. 50 - þá væri hann afgreiddur í veginni meirihlutatkvæðagreiðslu ráðherra einstakra aðildarríkja í Ráðherraráðinu - en ekki af einstökum þjóðþingum aðildarríkja.
Niðurstaða
Ég fagna ekki endilega yfirvofandi dauða -TTIP.- En víðtæk andstaða sem komin virðist upp gagnvart stórum viðskiptasamningum, þá ekki síður gagnvart -TPP- er líkleg að leiða til þess, að allir slíkir samningar verði settir a.m.k. í frost!
En það getur verið eina leiðin, að fresta því að klára þá samninga formlega í nokkur ár í von þannig séð um betra árferði síðar meir!
Eða ella blasir við að sennilega þurfi að aflýsa þeim öllum með tölu sennilega á nk. ári.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta verður að telja alveg einstakan málflutning -- en ummæli Duterte meðan hann var í heimsókn í Kína um daginn eru fræg orðin, sbr:
Duterte aligns Philippines with China, says U.S. has lost
"In this venue, your honors, in this venue, I announce my separation from the United States," - "Both in military, not maybe social, but economics also. America has lost." - "I've realigned myself in your ideological flow and maybe I will also go to Russia to talk to (President Vladimir) Putin and tell him that there are three of us against the world - China, Philippines and Russia. It's the only way,"
En nú þegar hann er á leið til Japans, kemur töluvert annað upp úr karlinum, sbr:
Philippines' Duterte softens stance toward U.S. before Japan visit
Um bandalagið við Bandaríkin og önnur bandalagsríki Bandaríkjanna! -->
"The alliances are alive," Duterte told Japanese media in Manila on Monday, Kyodo News reported. "There should be no worry about changes of alliances. I do not need to have alliances with other nations."
Og enn skemmtilegra, aðspurður hvað hann meinti með frægum orðum sínum í kína :)
"Duterte told Japanese media he had been expressing a personal opinion, not speaking for the government when he mentioned separating from Washington, the Nikkei newspaper said." - "He said he only plans to have an "alliance of trade and commerce" with China, Kyodo reported."
Sem mætti íslenska sem --> Ég meinti ekkert með þessu :)
Karlinn virðist m.ö.o. alger - vindhandi! Spurning hvort þ.e. fleira sem hann, meinti ekki?
Duterte virðist hafa fengið töluvert í Kínaheimsókninni!
Rodrigo Duterte Gets Closer to China, and the Neighbors Notice
- "The Philippine trade secretary, Ramon Lopez, said that China had agreed to spend $15 billion on projects to help achieve the biggest infrastructure boom in the Philippines since the authoritarian rule of President Ferdinand Marcos."
- "One of the deals that is likely to give China particular satisfaction is a pledge by the state-owned CCCC Dredging to enlarge the Cebu International and Bulk Terminal port." - "That company carried out most of the reclamation for creating the artificial islands in the Spratly archipelago in the South China Sea that the former Philippine government protested in its recent case against China at The Hague."
-- --> Þetta virðast samt einungis vera - viljayfirlýsingar!
Sem Kína gæti ákveðið síðar meir að gleyma!
- En Kína hefur a.m.k. boðið upp á mjög stórt agn fyrir Filippseyjar.
15 milljarða fjárfesting er ekkert slor!
Þó að ég mundi persónulega vera nervös við að veita kínverskum ríkisfyrirtækjum þetta mikil ítök í mínu landi!
Þ.s. þau leiða að sjálfsögðu til -- efnahagslegra áhrifa aðila í beinum eignatengslum við valdaflokkinn í Kína!
Það verður að koma í ljós hvað allt þetta þíðir --> En eitt sem Duterte samþykkti, var að ræða deilur um Suðurkínahaf beint milliliðalaust við Kína!
--Í fréttinni hlekkjað á, eru mjög skemmtilegar yfirlýsingar kínversks prófessors, með greinileg tengsl innan valdaflokksins, fyrst honum er tranað fram svo áberandi!
"Yan Xuetong, a professor of international relations at Tsinghua University and a prominent foreign policy hawk:"
- China has improved relations with Duterte immediately, and set up a way to settle the South China Sea disputes peacefully,
- Generally speaking, this problem in the South China Sea is over, and the United States cannot do anything now."
Þetta hljómar full - "triumphant." Og hann lætur að því er virðist eins og að einungis Filippseyjar skipti máli, ekki þurfi að ræða neitt við Indónesíu - Malasíu eða Víetnam.
--Sem einnig deila við Kína um sama hafsvæði!
Spurning hvort að Duterte er með uppboðsferli á bandalagi við Filippseyjar?
En þ.e. erfitt að ráða í tilgang Duterte -- ef hann jafnvel veit það sjálfur.
En ef þ.e. "method in his madness" þá hefur hann í hendi -- óskuldbindandi loforð frá Kína um 15 milljarða Dollara fjárfestingu.
Í heimsókninni til Japans -- gæti vel verið að hann sé að fiska eftir því, hvað Japan er tilbúið að gera fyrir Filippseyjar, gegnt því að Filippseyjar hangi áfram í bandalags kerfi Bandaríkjanna!
En þetta gæti verið tilgangur Duterte!
Að fiska pening og verkefni fyrir sitt heimaland!
Þetta er að sjálfsögðu einungis tilgáta!
--Hann hefur örugglega ekki enn skulbundið sig um nokkurn hlut gagnvart Kína, nema hann væri algert fífl.
--Sama gildir sennilega á móti af Kína hálfu.
Það má vel vera að Duterte prófi tvíhliða viðræðuferli!
--En ég persónulega stórfellt efa að stjórnendur Kína gefi eftir neitt af kröfum þeirra fyrir hönd Kína um fulla eign á hafsvæðinu öllu sem stjórnendur Kína hártoga að Kína eigi!
Hugsanlega að filippseyskir fiskimenn fái aftur að stunda veiðar! En upp á náð og miskunn fullkomlega!
- Ef ég gef mér það að Duterte gefi enga yfirlýsingu um að formlega falla frá fyrri kröfum -- eða niðurstöðu alþjóðlega réttarins sem var Filippseyjum í vil.
Þá geti hann alltaf bakkað til baka - ef að hans mati ekkert bitastætt kemur út úr slíku tvíhliða ferli.
__Svo auðvitað kemur í ljós, hvað Duterte fiskar af pening -- ef þ.e. hans tilgangur!
Niðurstaða
Eins og ég sagði síðast, grunar mig að Duterte sé fyrst og fremst að leita eftir fjármagni og framkvæmdum - sé að spila Washington á móti Pekíng í því skyni. Hann hafi í raun og veru sennilega ekki áform um að hætta við núverandi bandalag við Bandaríkin og önnur bandalagsríki Bandaríkjanna á Kyrrahafssvæðinu.
Sem þíði ekki endilega, að hann geri engar frekari tilraunir til þess - að fá væna fjárfestingu frá Kína! En það þurfi ekki að vera að þaðan fái hann á endanum nokkuð, ef hann á endanum veitir Kína engar raunverulegar tilslakanir fyrir rest.
--Þarna sé í gangi pókerspil!
--Sem Duterte sé grunar mig að gera tilraun til beinnar þátttöku í!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mig er búið að gruna þetta lengi, vegna þess að ég hef lengi fylgst með þróuninni í Japan, sem lenti í frægri kreppu veturinn 1989-1990 er risastór spekúlanta bóla í verðlagi á landi sérstaklega á Tokyo svæðinu sprakk með látum og Japan datt í snögga djúpa kreppu!
--Síðan þá hefur Japan heilt yfir verið í stöðnun, ef tíminn ca. síðan 1990 er lagður saman, þá nokkurn veginn jafnast út smávegis hagvaxtartímabil vs. smávegis samdráttartímabil í línu sem verður nokkurn vegin alveg flöt!
Gavyn Davies - Its the demography, stupid!
Hann summar niðurstöðu nýlegra rannsókna í þeirri bloggfærslu!
- Hvort heimili spara meir en þau eyða er greinilega undir áhrifum af því hver aldur ábúenda er - en yngri heimili með börn á framfæri bersýnilega eyða meira hlutfallslega í hlutfalli við tekjur en eldri heimili.
--Eftir því sem heimilum í eldri kanntinum fjölgar á kostnað yngri heimila, fjölgi heimilum þ.s. í vaxandi hlutfall tekna -- fer í sparnað frekar en eyðslu.
**Þetta hefur augljós áhrif á neyslu vs. fjárfestingu vs. sparnað. - Sama trend þ.e. fjölgun fólks í eldri hópum er einnig að leiða til þess að hlutfallsega fleiri eru í aldurshópum sem nálgast eftirlauna-aldur, eða í aldurshópum sem komnir eru á eftirlauna-aldur, eða á eftirlaun.
**Það þíðir að vinnandi höndum fækkar í hlutfalli við peningamagn í boði. - Þegar fjölmennur aldurshópur er að nálgast eftirlauna-aldur, þó sá sé enn við störf - þá skapar sá hópur hlutfallslega fjölgun meðal þeirra enn vinnandi, sem huga meir að sparnað en neyslu.
- Ef fólk sér fram á að æfilíkur haldi áfram að vaxa - þá hvetur það þá sem eru vinnandi enn frekar til sparnaðar, því þeir vilja þá spara enn meir því þeir sjá fram á að geta lifað svo lengi á eftirlaunum - svo þeir geti haft það bærilega!
Útkoman sé það sem við sjáum í dag, þ.e. vegna þess að sífellt fleiri vilja spara, þá sé fé sem sækist eftir ávöxtun --> Sífellt að aukast í hlutfalli við þá framleiðslu sem fyrir er.
Sem rökrétt -sbr. lögmál framboðs og eftirspurnar- leiðir til þess að vextir lækka, þ.e. framboð vex á fé sem sækist eftir ávöxtun - samtímis og framleiðslan stendur í stað, eða vex hægar en nemur hlutfalls vexti fjármagns er sækist eftir ávöxtun.
- Rökrétt afleiðing sé það ástand sem er til staðar, þ.e. lítll hagvöxtur eða nærri því stöðnun hagvaxtar -- og ofurlágir vextir á fé!
- Þessu fylgja þó slæmar hliðarverkanir, þ.s. féð leitar eftir ávöxtun áfram, virðist að hluta til sækja í steynsteypu eignir -sbr. hækkun fasteignaverðs- og í land -sbr. hækkun landverðs.-
- Sumir halda því fram að þessu fylgi hættuleg verðbólga á fasteignamarkaði.
- Og í verðlagi á landi.
- Það þurfi því að hækka vexti - vilja sumir meina!
Ég held að það hefði afar varasamar afleiðingar af öðru tagi.
- En grunnvandinn sé, að of mikið fé sækist eftir ávöxtun --> Það væri þá spurning, hvað ætti að standa undir, hækkaðri vaxtakröfu?
- Efa að hagkerfis grunnurinn ráði við það dæmi, og mundi því láta undan síga! M.ö.o. stöðnun eða hægur vöxtur, þróaðist í -- samdrátt.
- Þá auðvitað víkkar gjáin þarna á milli - fjármagnsins og hagkerfis grunnsins enn frekar --> Og líkleg afleiðing yrði sennilega, fjármálahrun og líklega að mjög margir mundu tapa sínum sparnaði.
Gavyn Davies --:
- "Carvalho, Ferrero and Nechio estimate that the demographic transition has reduced r* by 1.5 percentage points in developed economies since 1990."
- "And Federal Reserve authors, in a significant recent paper, conclude that their demographic model accounts for 1.25 percentage points decline in r* and trend GDP growth since 1980."
Skv. rannsókn Seðlabanka Bandaríkjanna sem hann vitnar í -- þá sé niðurstaða höfunda þeirrar skýrlu, að nánast öll meðal lækkun hagvaxtar og meðaltals jafnvægis vaxta síðan 1990 --> Sé af völdum fólksfjöldaþróunar!
Að auki telja höfundar þeirrar skýrslu, að framhalds áhrif fólksfjöldaþróunar muni halda meðaltals jafnvægis vöxtum í Bandaríkjunum og meðal hagvexti lágum áfram í langan tíma.
Þeir meta meðaltals jafnvægis vexti í dag vegna fólksfjöldaþróunar 0,5%. Og telja það ástand líklegt að endast lengi!
Niðurstaða
Mér finnst þetta sannfærandi niðurstaða, þar sem að hún virðist staðfesta hvað hefur verið grunur minn um allnokkurt skeið - en ég varð vitni á sínum tíma af þróuninni í Japan, síðan hvernig fólksfjöldaþróun þar og stöðnunin hefur haldist þar í hendur, og viðhaldið samfelltum hagkerfis doða í Japan sl. 30 ár.
Það virðist rökrétt að við séum hér á Vesturlöndum að ganga inn í sambærilegt tímabil, með mjög lágum hagvexti og lítilli hlutfallslega séð eftirspurn, og því slakri fjárfestingu - - til langs tíma; því áframhaldi ofur lágra vaxta til langrar framtíðar héðan í frá!
- Þetta virðist þó gera ungu fólki erfitt fyrir, þ.e. peningar í leit að ávöxtun virðast að einhverjum hluta leita í steynsteypu og hækka húsnæðisverð, samtímis og verð á landi einnig hefur hækkað.
- Lítil fjárfesting, skili síðan slakari tækifærum fyrir ungt fólk - samtímis því að það á síður efni á húsnæði hvort sem er til leigu eða kaupa.
M.ö.o. þar getur legið bakgrunns orsök þeirrar sprengingar í pópúlisma sem við sjáum stað á vesturlöndum -- þegar vinnandi fólk og ungt fólk í vaxandi örvæntingu kýs flokka, er boða í vaxandi mæli róttækari breytingar.
Árekstur kynslóðanna virðist við blasa!
Því hagsmunir kynslóðanna - rekast á!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2016 | 01:28
Hvers vegna er Rússland að sigla 8 herskipum til Miðjarðarhafs, þar á meðal sínu eina flugmóðurskipi?
Síðan það vitnaðist að skipin 8 eru á leið til Miðjarðarhafs, 4-skip frá Barentshafsflota Rússa, og önnur 4 frá Eystrasaltflota Rússa; hefur málið vakið miklar spurningar og vangaveltur í alþjóðafjölmiðlum!
Stærstu skipin eru Pétur Mikli, er flokkað á Vesturlöndum sem orustu-beitiskip, vegna stærðar - þ.e. 28þ. tonn full-lestað, er kjarnorkuknúið - búið öflugum eldflaugum.
Og auðvitað Kuznetsov aðmíráll. 55þ. tonn full-lestað.
- Eins og ég benti á um daginn, þá hefur Kuznetsov aðmíráll 41 flugvél, meðan að risaflugmóðurskip bandaríska flotans hafa 70.
- En Kuznetsov hefur fleiri ókosti í samanburðinum - en skipið er svokallaður "jump carrier" þ.e. hefur nokkurs konar stökkpall fremst.
--Í stað þess að nota "catapult" sem þeytir vélum af stað á ógnarkrafti eins og bandarísku flugmóðurskipin nota.
--Þá hoppa þær í staðinn af þessum stökkpalli! - Gallinn við þetta, að þær ná ekki eins miklum hraða í flugtaki -- sem minnkar verulega mögulegan burð, þ.e. mögulega flugtaksþyng miðað við stærð vængja, þ.e. "vingload."
--Þetta þíðir það, að sambærilega öflug vél - sem hefur sig til flugs af "jump carrier" - ber minna af öllu, þ.e. sprengjum - skotfærum - eldsneyti - eldflaugum. - Bretar fundu þessa aðferð upp, þ.e. "jump carrier" en kosturinn á móti, er að -- stökkpallurinn gerir flugtak af smærra flugmóðurskipi mögulegt fyrir stórar og öflugar orrustuþotur <--> En gegnt þeim ágalla, að þær geta borið minna!
--En ef þær sömu vélar taka sig á loft af stærra flugmóðurskipi með "catpult launcher." - Bretar voru til í að sætta sig við þennan galla, því eftir allt saman - þá þíddi það að smærri og ódýrari móðurskip gátu borið stærri og öflugari orrustuþotur!
--Fyrir utan að Bretar gerður ávalt ráð fyrir, að starfa í samvinnu við Bandaríkin, sem hafa móðurskip þaðan stórar og öflugar þotur, taka á loft með "catapult" og geta því borið sína fulla mögulegu þyngd af öllu. - Aftur á móti eiga Rússar einungis þetta eina móðurskip - og þeir eiga engan bandamann sem á stærri og öflugari slík!
--Þetta er vert að muna --> Að vélarnar á Kuznetsov bera minna -- vegna þess að skipið er "jump carrier" þannig að það leiðir til þess -- að "combat value" þeirra er þar með - minnkað!
--Þeirra "combat value" þannig séð, er kannski nær því að vera svipað -- ca. helmingi síns fjölda þ.e. 20 véla frá bandarísku móðurskipi, því vélar er taka á loft þaðan, geta borið sína fulla þyngd af eldsneyti - sprengjum - eldflaugum og öllu.
Þetta atriði að "combat value" véla er fljúga frá Kuznetsov er takmarkað, setur spurningar við því -- af hverju Pútín er að þessu?
En 41 Sukhoi landvél er flygi til Sýrlands frá Rússlandi, og notaði flugvelli í Sýrlandi, hefði mun meira "combat value" því þær geta þá borið mun meira per vél.
Fyrir utan, að miklu mun kostnaðarsamara er að standa í því, að reka heila flotadeild á Miðjarðarhafi -- til að halda þar uppi einu stykki flugmóðurskipi, með "limited combat value."
M.ö.o. virðist aðgerðin "irrational."
Svona við fyrstu sýn!
En það má auðvitað velta því upp, að málið snúist um eldflaugar sem skipin 8 bera, frekar an takmarkaða getu véla frá Kuznetsov til að bera sprengjur!
En það hefur einnig galla - en eldflaugar geta einungis sprengt skotmörk sem þær hafa verið forritaðar til að sprengja!
Eftir að þú hefur sent flaugina af stað - þá skiptir þú ekki um skotmark!
Meðan að flugvélar geta flogið yfir vígvellinum, beðið fyrir ofan meðan þær hnita hringi yfir svæðinu, beðið eftir því að hermenn - sendi upp til þeirra upplýsingar um skotmark.
Flugmaður þá varpar á það sprengju!
Punkturinn er sá, að flugvélar veita miklu mun meiri sveigjanleika!
--Það virðist því ekki sérlega skilvirkt, að senda heila flotadeild til Miðjarðarhafs.
--Til að sprengja skotmörk, sem flugvélar sveimandi yfir geta allt eins séð um, og líklega séð um að töluvert meiri skilvirkni.
Nokkur dæmi um vangaveltur í fjölmiðlum:
Russian naval deployment en route to escalate Aleppo destruction
Major Russian naval deployment to intensify Aleppo assault: NATO diplomat
Russia taunts US with biggest military offensive since the Cold War
Ég er með öðrum orðum, ekki alveg að kaupa þær ályktanir sem þar koma fram, frá blaðamönnum.
- En hugmynd þessara fréttaskýringa virðist sú.
- Að flotinn sé sendur með þá "mission" að gereyða þeim hluta Aleppo í höndum uppreisnarmanna.
- Með væntanlega einhverri óskaplegri sprengjuhríð.
En ég fæ ekki séð að flotinn geti gert meira!
En rússnesku sprengjuvélarnar hafa verið að gera mánuðum saman!
Þannig að það blasi eiginlega við önnur skýring!
Þetta sé einfaldlega --> Risastór hersýning ala Pútín!
Flotinn muni sennilega demba yfir Aleppo - öllum sínum eldflaugum!
Og vélar frá Kuznetsov henda yfir sprengjum, með sínu takmörkuðu burðargetu.
- Megin tilgangurinn sé -- áróður!
En ég sé ekki að þessi skip séu fær um að henda yfir Aleppo meira magni af sprengjum, en tugir landvéla Rússa eru færar um - með ath. meiri skilvirkni.
--Og miklu mun minni tilkostnaði!
Það hve þetta sé augljóslega óskaplega kostnaðarsamt!
--Sama tíma og þetta sé miklu mun minna skilvirk leið til að gera sama hlutinn!
- Sýni að tilgangurinn sé fyrst og fremst -- áróður!
Einræðisherrann, sé að sýna heiminum - að hann geti brennt fullt af peningum Rússlands, meðan að lífskjör eigin landsmanna halda áfram að dala --> Og Pútín samtímis sker niður fjármuni til allra annarra málaflokka en hermála, þar á meðal - heilbriðismála - menntamála - og auðvitað, stuðning við aldraða og fátæka!
- Að sjálfsögðu -- heldur hann frekar, fokdýra hersýningu!
Sýnir hvílík landeyða - þessi maður er!
Niðurstaða
Mér virðist að tilgangur Pútín sé einfaldlega að halda ofur dýra hersýningu á Miðjarðarhafi, kasta þar með stórfé - sem miklu frekar hann ætti að nýta til að halda uppi skólakerfi Rússlands, eða heilbrigðiskerfi Rússlands, eða vegakerfi Rússlands, eða nota til að styðja við þá sem minna mega sín innan Rússlands!
Með hersýningunni sýnir hann - eiginlega heiminum!
Að hann sé algert fífl!
Þ.e. eiginlega niðurstaðan af þessu!
--En eini tilgangurinn sem ég kem auga á sem sennilegan -- að þetta sé gert í áróðurskyni.
- Ofur dýr tilgangslaus hersýning!
--Sem fjölmiðlar í Rússlandi, munu að sjálfsögðu sýna eigin fólki!
M.ö.o. allt til að gefa Rússum, 5-mínútna tilfinningu að þeir séu enn stórveldi.
Svo sigla skipin væntanlega heim aftur!
__Og líklegast breytist vígsstaðan ekki að ráði!
Átökin halda áfram!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar