Hvers vegna er Rússland að sigla 8 herskipum til Miðjarðarhafs, þar á meðal sínu eina flugmóðurskipi?

Síðan það vitnaðist að skipin 8 eru á leið til Miðjarðarhafs, 4-skip frá Barentshafsflota Rússa, og önnur 4 frá Eystrasaltflota Rússa; hefur málið vakið miklar spurningar og vangaveltur í alþjóðafjölmiðlum!

Stærstu skipin eru Pétur Mikli, er flokkað á Vesturlöndum sem orustu-beitiskip, vegna stærðar - þ.e. 28þ. tonn full-lestað, er kjarnorkuknúið - búið öflugum eldflaugum.

https://s-media-cache-ak0.pinimg.com/originals/15/ef/80/15ef8089562db170ee20fd3ffc73db9d.jpg

Og auðvitað Kuznetsov aðmíráll. 55þ. tonn full-lestað.

http://defense-update.com/wp-content/uploads/2016/03/KUZNETSOV1021.jpg

 

  1. Eins og ég benti á um daginn, þá hefur Kuznetsov aðmíráll 41 flugvél, meðan að risaflugmóðurskip bandaríska flotans hafa 70.
  2. En  Kuznetsov hefur fleiri ókosti í samanburðinum - en skipið er svokallaður "jump carrier" þ.e. hefur nokkurs konar stökkpall fremst.
    --Í stað þess að nota "catapult" sem þeytir vélum af stað á ógnarkrafti eins og bandarísku flugmóðurskipin nota.
    --Þá hoppa þær í staðinn af þessum stökkpalli!
  3. Gallinn við þetta, að þær ná ekki eins miklum hraða í flugtaki -- sem minnkar verulega mögulegan burð, þ.e. mögulega flugtaksþyng miðað við stærð vængja, þ.e. "vingload."
    --Þetta þíðir það, að sambærilega öflug vél - sem hefur sig til flugs af "jump carrier" - ber minna af öllu, þ.e. sprengjum - skotfærum - eldsneyti - eldflaugum.
  4. Bretar fundu þessa aðferð upp, þ.e. "jump carrier" en kosturinn á móti, er að -- stökkpallurinn gerir flugtak af smærra flugmóðurskipi mögulegt fyrir stórar og öflugar orrustuþotur <--> En gegnt þeim ágalla, að þær geta borið minna!
    --En ef þær sömu vélar taka sig á loft af stærra flugmóðurskipi með "catpult launcher."
  5. Bretar voru til í að sætta sig við þennan galla, því eftir allt saman - þá þíddi það að smærri og ódýrari móðurskip gátu borið stærri og öflugari orrustuþotur!
    --Fyrir utan að Bretar gerður ávalt ráð fyrir, að starfa í samvinnu við Bandaríkin, sem hafa móðurskip þaðan stórar og öflugar þotur, taka á loft með "catapult" og geta því borið sína fulla mögulegu þyngd af öllu.
  6. Aftur á móti eiga Rússar einungis þetta eina móðurskip - og þeir eiga engan bandamann sem á stærri og öflugari slík!
    --Þetta er vert að muna --> Að vélarnar á Kuznetsov bera minna -- vegna þess að skipið er "jump carrier" þannig að það leiðir til þess -- að "combat value" þeirra er þar með - minnkað!
    --Þeirra "combat value" þannig séð, er kannski nær því að vera svipað -- ca. helmingi síns fjölda þ.e. 20 véla frá bandarísku móðurskipi, því vélar er taka á loft þaðan, geta borið sína fulla þyngd af eldsneyti - sprengjum - eldflaugum og öllu.

Þetta atriði að "combat value" véla er fljúga frá Kuznetsov er takmarkað, setur spurningar við því -- af hverju Pútín er að þessu?
En 41 Sukhoi landvél er flygi til Sýrlands frá Rússlandi, og notaði flugvelli í Sýrlandi, hefði mun meira "combat value" því þær geta þá borið mun meira per vél.
Fyrir utan, að miklu mun kostnaðarsamara er að standa í því, að reka heila flotadeild á Miðjarðarhafi -- til að halda þar uppi einu stykki flugmóðurskipi, með "limited combat value."

M.ö.o. virðist aðgerðin "irrational."
Svona við fyrstu sýn!


En það má auðvitað velta því upp, að málið snúist um eldflaugar sem skipin 8 bera, frekar an takmarkaða getu véla frá Kuznetsov til að bera sprengjur!

En það hefur einnig galla - en eldflaugar geta einungis sprengt skotmörk sem þær hafa verið forritaðar til að sprengja!
Eftir að þú hefur sent flaugina af stað - þá skiptir þú ekki um skotmark!
Meðan að flugvélar geta flogið yfir vígvellinum, beðið fyrir ofan meðan þær hnita hringi yfir svæðinu, beðið eftir því að hermenn - sendi upp til þeirra upplýsingar um skotmark.
Flugmaður þá varpar á það sprengju!

Punkturinn er sá, að flugvélar veita miklu mun meiri sveigjanleika!
--Það virðist því ekki sérlega skilvirkt, að senda heila flotadeild til Miðjarðarhafs.
--Til að sprengja skotmörk, sem flugvélar sveimandi yfir geta allt eins séð um, og líklega séð um að töluvert meiri skilvirkni.

Nokkur dæmi um vangaveltur í fjölmiðlum:

Largest Russian military deployment since Cold War passes through British waters en route to ‘crush’ Aleppo

Russian naval deployment en route to escalate Aleppo destruction

Major Russian naval deployment to intensify Aleppo assault: NATO diplomat

Russia taunts US with biggest military offensive since the Cold War

Ég er með öðrum orðum, ekki alveg að kaupa þær ályktanir sem þar koma fram, frá blaðamönnum.

  1. En hugmynd þessara fréttaskýringa virðist sú.
  2. Að flotinn sé sendur með þá "mission" að gereyða þeim hluta Aleppo í höndum uppreisnarmanna.
  3. Með væntanlega einhverri óskaplegri sprengjuhríð.

En ég fæ ekki séð að flotinn geti gert meira!
En rússnesku sprengjuvélarnar hafa verið að gera mánuðum saman!

 

Þannig að það blasi eiginlega við önnur skýring!

Þetta sé einfaldlega --> Risastór hersýning ala Pútín!
Flotinn muni sennilega demba yfir Aleppo - öllum sínum eldflaugum!
Og vélar frá Kuznetsov henda yfir sprengjum, með sínu takmörkuðu burðargetu.

  • Megin tilgangurinn sé -- áróður!

En ég sé ekki að þessi skip séu fær um að henda yfir Aleppo meira magni af sprengjum, en tugir landvéla Rússa eru færar um - með ath. meiri skilvirkni.
--Og miklu mun minni tilkostnaði!

Það hve þetta sé augljóslega óskaplega kostnaðarsamt!
--Sama tíma og þetta sé miklu mun minna skilvirk leið til að gera sama hlutinn!

  • Sýni að tilgangurinn sé fyrst og fremst -- áróður!

Einræðisherrann, sé að sýna heiminum - að hann geti brennt fullt af peningum Rússlands, meðan að lífskjör eigin landsmanna halda áfram að dala --> Og Pútín samtímis sker niður fjármuni til allra annarra málaflokka en hermála, þar á meðal - heilbriðismála - menntamála - og auðvitað, stuðning við aldraða og fátæka!

  • Að sjálfsögðu -- heldur hann frekar, fokdýra hersýningu!

Sýnir hvílík landeyða - þessi maður er!

 

 

Niðurstaða

Mér virðist að tilgangur Pútín sé einfaldlega að halda ofur dýra hersýningu á Miðjarðarhafi, kasta þar með stórfé - sem miklu frekar hann ætti að nýta til að halda uppi skólakerfi Rússlands, eða heilbrigðiskerfi Rússlands, eða vegakerfi Rússlands, eða nota til að styðja við þá sem minna mega sín innan Rússlands!

Með hersýningunni sýnir hann - eiginlega heiminum!
Að hann sé algert fífl!

Þ.e. eiginlega niðurstaðan af þessu!
--En eini tilgangurinn sem ég kem auga á sem sennilegan -- að þetta sé gert í áróðurskyni.

  • Ofur dýr tilgangslaus hersýning!
    --Sem fjölmiðlar í Rússlandi, munu að sjálfsögðu sýna eigin fólki!
    M.ö.o. allt til að gefa Rússum, 5-mínútna tilfinningu að þeir séu enn stórveldi.

Svo sigla skipin væntanlega heim aftur!
__Og líklegast breytist vígsstaðan ekki að ráði!
Átökin halda áfram!


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Eflaust er það rétt, að þarna er um ákveðna sýningu að ræða og líka ákveðna ögrun gagnvart Evrópuríkjunum. Hvers vegna sigldu skipin ekki út á Atlantshafið, frekar en sigla eftir ströndinni og inn á Norðursjó?

Ég held að margar Araba-þjóðir séu farnar að horfa mun meira til Rússa varðandi samvinnu á hernaðarsviðinu en Bandaríkjamanna. Rússarnir eru furðu framarlega hvað varðar tækni og þróun, til að mynda eru þeir nú komnir með vopn sem skítur niður dróna með örbylgjum og öðrum bylgjum.

http://www.mirror.co.uk/tech/russia-unveils-worlds-first-death-9043360

https://sputniknews.com/middleeast/201610171046415536-russia-middle-east/

Drónarnir hafa verið plága víða, t.d. í Pakistan, sem Bandaríkjamenn eiga þó ekki í stríði við og eflaust verður mikil ásókn í að kaupa þessa örbylgju-byssu.

Ríkisstjórnir margra landa horfa eflaust með hryllingi á framgöngu Bandaríkjamanna í Sýrlandi. Þarna var friðsælt og gott ríki, en þeir settu stríðið af stað með því að styðja hryðjuverkamennina og enn eru þeir að styðja hryðjuverkamennina, en Rússar hafa reynt að stilla til friðar. Duterte, forseti Filippseyja, nefnir þetta sem eina af ástæðum þess að Filippseyjar eru nú að hætta samstarfi við Bandaríkin og taka upp samstarf við Rússa og Kínverja.

Sveinn R. Pálsson, 22.10.2016 kl. 10:46

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Eg held að það sé að mestu tilgangslaust að velta sér upp úr hvernig Rússar ætla að nota þennan flota sem þeir eru að senda til Sýrlands.

Þeir eru ábyggilega búnir að hugsa það út ,án okkar aðstoðar.

.

Ég kíkti aðeins á greinarnar sem þú linkaðir á.

Hvílík hysteria og orvellska sem vellur út úr þessu liði.

ÞAð er engu líkara en að sigling þessara skipa fram hjá Bretlandi sé einhver stórkostleg ógn við þennan eyjaklasa.

Þegar upp er staðið eru þetta bara skip á siglingu frá einum stað til annars og það vill svo til að Bretland er í leiðinni.

Það voru jafnvel uppi raddir í Bretlandi um að stöðva för skipanna með einhverjum hætti ,meðal greinahöfunda að minnsta kosti.

.

Það er látið eins og þetta sé alveg fordæmalaus ósvífni.

Ef ég man rétt eru Bandaríkjamenn að staðaldri með sjö svona sett á siglingu um heiminn og fjögur til vara.

Þetta Rússneska skip hefur aldrei áður tekið þátt í átökum,en Bandarísku skipin eru að staðaldri notuð til að eyða þjóðríkjum.

Það ætti að segja einhverja sögu

Það er örugglega miklu meiri ástæða til ótta þegar þau eru á ferðinni

.

Rússar hafa sýnt það í þessu stríði að þeir geta stundað mjög árangursríkann hernað með litlum tilkostnaði.

Þetta virðis byggjast að miklu leyti á hversu góð upplýsingaöflunn þeirra er.

Í Sýrlandi ,sérstaklega, er þó ein ástæðan væntanlega að þeir eru að vinna með þjóðinn en ekki á móti henni.

Það gerir hernað alltf miklu auðveldari og árangursríkari.

Önnur áhrif sem góð upplýsingaöflun hefur er að það dregur úr mannfalli meðal óbreyttra borgara.

Þegar taka þarf svæði eins og Aleppo ,þar sem hryðjuverkamenn halda miklum mannfjölda í gíslingu er samt augljóst að það verður mannfall meðal óbreyttra borgara.

.

Að mati UN hafa um 500 óbreittir borgarar fallið í bardögunum.

Til að finna samanburð í seinni tíma hernaðarsögu er nærtækast að horfa til aðgerðar eins og Fallujah.

Þrátt fyrir að Aleppo sé um það bil 3x stærri í sniðum er mannfallið verulega minna en í Fallujah og hlutfallslega miklu minna.

Munar þarna væntanlega mestu um að þarna er verið að vinna með fólkinu,en í Fallujah var fólkið í andstöðu við herinn. 

Helsta vandamálið í Aleppo og Sýrlandi almennt, að hluti hryðjuverkamanna nýtur stuðnings mjög áhrifamikilla ríkja,bæði hvað varðar aðföng og líka á pólitíska sviðinu.

Þó að Bandaríkjamenn séu í sjálfu sér ekki skoðanabræður þessara hryðjuverkamanna ,hafa þeir beitt sér af fullum þunga þeim til stuðnings ag geopolitískum ástæðum.

Það hefur verið áhugavert a fylgjast með hvernig Nusra hefur smá saman verið að breytast úr hinum verstu hryðjuverkamönnum ,í de facto bandamenn Bandaríkjanna á liðnum mánuði.

Al Nusra eru eiginlega einu bandamenn Bandaríkjanna í Sýrlandi ,eftir að það fór að kólna á milli þeirra og Kurda.

Núna þegar Nusra er við að þurrkast út ,stendur yfir gríðarleg fjölmiðlaherferð á Vesturlöndum þeim til bjargar.

Svona er heimspólitíkin skrýtin.

.

Nú stendur yfir hlé á sókn Rússa og Sýrlendinga í Aleppo.

Þarna er ekki um vopnahlé að ræða af því að Nusra heldur áfram að drepa fólk eftir bestu getu eftir sem áður.

Þarna er fyrst og fremst um að ræða tilraun til að reyna að bjarga einhverjum út úr borginni áður en lokasóknin hefst.

Eins og búast mátti við ætlar þetta ekki að bera árangur,hryðjuverkamennirnir hleypa fólkinu ekki út, enda er það skjöldur þeirra í þessum átökum.

Skoðanir Sýrlendinga eru mjög skiftar um þetta. 

Það togast á voninn um að það sé hægt að bjarga einhverjum út og vissan um að þetta hlé verður notað eins og önnur til að styrkja hryðjuverkamennina með vopnum og öðrum vistum.

.

Svo vikið sé aftur að för þessara skipa ,finnst mér freka ólíklegt að þau nýtist til þess að hjálpa upp á sóknina í Aleppo.

En þessi skip eru ekki bara búin eldflaugum,þau eru einnig búin gríðarlega öflugum loftvörnum.

Eldflaugarnar gætu nýst til að taka út ákveðin skotmörk ,sem er framhald á fyrra aðgerðaplani. Með því móti má herða á aðgerðum annarsstaðar án þess að draga saman í Aleppo,án þess að auka við flugflotann.

Einnig er að koma til valda forseti í Bandaríkjunum sem er mun einbeittari í stuðningi við hryðjuverkamenn heldur en Obama.

Þessir hryðjuverkamenn hafa fylgt henni mjög lengi og verið henni mjög nytsamlegir í gegnum tíðina.

Obama hefur hins vegar lítinn sem engann áhuga á utanríkismálum og hefur að mestu látið haukana um að stjórna þeim málum.

Nokkrum sinnum hefur hann þó gripið inn í ,ef ofbeldið hefur ætlað að fara alveg úr böndunum.

Nú er þessi bremsa að hverfa úr embætti og við tekur manneskja sem er alveg hömlulaus.

Hún hefur í kosningabaráttunni marg lýst yfir að hún ætli að skifta um ríkisstjórn í Sýrlandi,þó það kosti hernaðarátök við Rússland.

Þarna held ég að loftvarnir skipanna  hafi hlutverki að gegna.

.

Rússar eru ekki að fara að gefa eftir í þessu máli,enda skapar ríki hryðjuverkamanna í Sýrlandi mikla hættu fyrir þá á suður landamærum þeirra.

Almennt séð er ég sammála Putin um að hryðjuveerkamenn séu óæskilegir,en það eru þó ekki allir sammála okkur eins og gengur.

Þetta getur orðið flugeldasýning sem við gleymum ekki í bráð.

.

Eitt er það sem hfur verið forðast að ræða í þessu samhengi.

Hver er hinn kosturinn.?

Það er alveg ljóst að hryðjuverkamennirnir munu nú af endurnýjuðum krafti ,halda áfram að drepa íbúana eftir þessa öflugu stuðningsyfirlýsingu.

Þei hljóta að líta svo á að þeir hafi öðlast einhverskonar lögmæti með þessu.

Enginn fjölmiðill hefur til dæmis gagnrýnt dráp þeirra í langan tíma.Það er ekki einu sinni sagt frá því í fjölmiðlum lengur að þeir séu að frepa fólk daglega.

Hafa menn einhver plön um hvernig á að bregðast við því,eða er þetta hið nýja norm eins og borgarstjórinn ó París heldur fram.

Borgþór Jónsson, 22.10.2016 kl. 10:56

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sveinn R. Pálsson, "Ég held að margar Araba-þjóðir séu farnar að horfa mun meira til Rússa varðandi samvinnu á hernaðarsviðinu en Bandaríkjamanna." -- Sem væri órökrétt!

Bandaríkin hafa "staying power" í Mið-austurlöndum, sem Rússland greinilega ekki hefur!
--En Bandaríkin hafa her þar sem e-h efnahagslega bitastætt er að hafa!
Og samvinnu við olíurík fursta- og konungsdæmi, sem ráða yfir gríðarlegri olíu.
Þannig geta Bandaríkin, réttlætt tilkostnaðinn af því að halda uppi herstöðvum þar.

Þ.e. ekkert í Sýrlandi sem Rússar geta haft peningalega upp úr, á móti kostnaði við stríð þar.
Þetta skiptir að sjálfsögðu máli --> Því herir eru dýrir.

"Rússarnir eru furðu framarlega hvað varðar tækni og þróun, til að mynda eru þeir nú komnir með vopn sem skítur niður dróna með örbylgjum og öðrum bylgjum." -- Hafðu í huga að Rússland er ca. eins stórt efnahagslega og Ítalía, ef þú berð saman þeirra þjóðarframleiðslu mælt í Dollurum.

Rússland hefur ekki enn tekið "stealth fighter" í notkun -- meir en 20 árum eftir að Bandaríkin tóku slíkan í notkun.

Það eru engar ýkjur, að allt innan Rússlands er í hnignun, nema -- hernaðarútgjöld.
--Greinilega gengur þetta ekki upp til lengdar!

En hernaðarútgjöld, gera ekkert fyrir þitt hagkerfi - eru kostnaður eingöngu, því íþyngjandi fyrir það, sem er slæmt ef hagkerfið þitt er stöðugt minnkandi, og þjóðinni þinni fer stöðugt fækkandi -- -- > þ.e. að segja, hernaðarútgjöld, umfram varnarþarfir!

En ég sannast sagna, sé ekkert hið minnsta efnahagslegt gagn fyrir Rússland af því yfirleitt að halda uppi Sýrlandi - sé ekki hvaða ógagn í reynd það gerði Rússlandi, frá efnahagslegu sjónarmiði, að láta Sýrland sigla sinn sjóð - eða að yfirhöfuð hætta afskiptum af löndum utan sinna landamæra.

    • Rússland gæti mjög líklega lagt niður allan sinn flota, fyrir utan skip er gæta eigin stranda, og megnið af sínum her -- þ.s. kjarnavopn tryggja að innrás er óhugsandi hvort sem er.

    • Það sé nóg, að hafa hersveitir fyrir -- innra öryggi.

    Í staðinn gæti Rússland -- varið stórfellt auknu fé til efnahagsuppbyggingar.
    Til að bæta samgöngur innan Rússlands -- bæta skólakerfi -- bæta hag fólks heima fyrir.

      • Mér sýnist -sko- Pútín vera gera sömu mistök, og araba einræðisherrarnir á 6. - 7. - 8. áratugnum, að gera allt of lítið til að efla sitt eigið land, efnahagslega!

      • Hafðu í huga að Kína hefur stórfellt eflt sig efnahagslega sl. 20 ár - meðan að Rússland er með nákvæmlega sama hagkerfi í dag og undir Yeltzin -- fyrir utan að í dag er um 70% af hagkerfinu rekið af rússn. ríkinu; en Pútín hefur staðið fyrir stórfelldri ríkisvæðingu - á sama tíma og Kína er stórfellt að efla sitt - einkahagkerfi.

        • M.ö.o. - sé þetta ekki stefna til framfara!

        • Heldur til - afturfara!

        Við sáum hvernig Arabafurstarnir hafa skilið við sín lönd - þ.e. of lítil efnahagsleg uppbygging - m.a. vegna gríðarlegrar sóunar í útgjöld til hermála!
        --Útgjöld til hermála umfram raunverulegar varnarþarfir -- Er einfaldlega að pyssa í eigin skó.

        Mér virðist stefna einmitt í sömu átt með Rússland --> Þ.e. að stefna Pútíns sé að flýta fyrir hnignuninni, ekki hægja á henni!
        --M.ö.o. hlýtur að koma eitthvert "crunch" í framtíðinni - hvenær þó er óljóst.

        En þú heldur ekki svona mjög lengi áfram meða allt í samdrætti nema hernaðarútgjöld.
        --Hafðu í huga, að Kína -- fór ekki að efla sinn her verulega, fyrr en hagkerfið þeirra hafði stækkað nokkrum sinnum --> Síðan hafa þeir haldið stækkun síns hers ca. í takt við stækkun síns hagkerfis --> Þannig passa þeir upp á að álagið á hagkerfið kostnaðarlega sé ekki of mikið.

          • Ég ber virðingu fyrir stefnu leiðtoga Kína -- hún hefur verið skynsöm að flestu leiti.
            --En ég get alls ekki sagt hið sama um stefnu Pútíns!
            --Ég verð eiginlega að kalla þá stefnu - afar heimskulega!

            • Þ.e. að fara í stórvelda-leik með hagkerfi í stöðugri hnignun --> Það einfaldlega flýtir fyrir þeirri hnignun, vegna þess að --> Þú íþyngir þínu hagkerfi með auknum kostnaði!

            • En hvað ætlar hann að fá á móti? Það að stækka herinn, og síðan ekkert meira -- gerir einfaldlega það, að auka hraðann á hnignun hagkerfisins.

            • -- --> Hvað ætlar hann með þennan her --> Sem geti réttlætt allan þennan kostnað?

            Þá fara menn að velta fyrir sér - hvort hann raunverulega ætlar í stríð, til að hernema lönd!
            --En að fornu fari, er það ein leið til að ná til baka kostnaði, að hernema lönd - taka yfir það sem aðrar þjóðir eiga!

              • Annað af tvennu -- er stefna Pútíns, eins og ég bendi á, raunverulega heimskuleg.

              • Eða hann ætlar í stríð -- síðar meir, ráðast inn í lönd með þennan her sem hann er að stækka stöðugt og efla, meðan hans eigið hagkerfi minnkar stöðugt.

              • Tæknilega er unnt að fara í stríð sem skila nettó gróða, ef innrásin heppnast með hraði --> T.d. má vera að hann haldi að unnt sé að gera innrás í einhver Evrópulönd, hóta kjarnorkustríði - síðan, ef bandarískur her reynir að hrekja her Rússa frá þeim löndum sem rússn. her næði yfir.

              -- -- > En ef hann ætlar ekkert að gera við þennan her!
              Er hann einfaldlega stöðugt þyngri baggi á smækkandi hagkerfi!
              --Og því rökrétt, flýtir fyrir hnignun Rússlands.

                • Þá stendur Rússland frammi fyrir svipaðri þróun og Arabalöndin í N-Afríku, að herkostnaður flýtir hnignun efnahgslega og þar með til lengri tíma litið, dregur úr "authority" stjórnvalda heima fyrir -- en hnignun og fátækt, skapar smám saman hættu á innanlands uppreisnum -- sem við höfum sannarlega séð við og við í N-Afríku og Mið-Austurlöndum.

                Hnignun og stöðnun er mjög hættuleg þróun fyrir Rússland!
                --Ég segi, og segi enn - að megin hættan fyrir Rússland er, Kína.

                Með 10 faldan fólksfj. og samtímis hratt vaxandi ríkidæmi.
                --Meðan að Rússl. hnignar stöðugt!

                Þá er að mínu viti - stefna Pútíns, óðs manns æði, nánast!
                --Að ausa björgum Rússlands í það sem gerir efnahags Rússlands ekkert gagn, nákvæmlega ekkert -- í stað þess að nota allt þetta fé til að efla hagkerfið.
                --Hann ætti að skera hernaðarútgjöld - stórfellt - hætta stórvelda leik.
                Snúa sér að því að efla eigið land, eigin þjóð - heima fyrir! Efnahaglega að sjálfsögðu.

                  • Hann hefur Kína sem fordæmi! Sem hefur sl. 25 ár eflst óskaplega!
                    --Í stað þess að vera dauð hönd á eigin þjóð!
                    --Ætti hann eins og Kína, að leggja allar bjargir í efnahags uppbyggingu.

                  Leggja stríðsleiki á hylluna a.m.k. nk. 20 ár!

                  Kv.

                  Einar Björn Bjarnason, 22.10.2016 kl. 13:29

                  4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

                  Boggi minn - "Rússar hafa sýnt það í þessu stríði að þeir geta stundað mjög árangursríkann hernað með litlum tilkostnaði." - "Þetta virðis byggjast að miklu leyti á hversu góð upplýsingaöflunn þeirra er." - "Í Sýrlandi ,sérstaklega, er þó ein ástæðan væntanlega að þeir eru að vinna með þjóðinn en ekki á móti henni." - "Það gerir hernað alltf miklu auðveldari og árangursríkari." - "Önnur áhrif sem góð upplýsingaöflun hefur er að það dregur úr mannfalli meðal óbreyttra borgara." - "Þegar taka þarf svæði eins og Aleppo ,þar sem hryðjuverkamenn halda miklum mannfjölda í gíslingu er samt augljóst að það verður mannfall meðal óbreyttra borgara."

                  Pútín hefur gert Rússland að "faction" í borgarastríði innan Sýrlands.

                  Þ.e. engin þjóð í Sýrlandi -- þetta er land klofið í nokkra þjóðarhópa, einn þeirra ca. 12% landsmanna, hefur verið við völd!

                  Og Rússland styður þann hóp, yfirráð þess minnihluta yfir landinu.

                  Ef þ.e. þjóðin, þá eingöngu í þeim skilningi standa þeir með henni.

                  Og þeir eru í bandalagi við -- jihadista hreyfingar Shíta þ.e. Hesbollah og íranska byltingavörðinnn.
                  --Í átökum við Súnní Múslima lönd, sem hafa stutt við uppreisn hluta landsmanan gegn stjórninni -- þ.e. að segja, Súnní uppreisn.

                    • Pútín hefur ákveðið að skipta sér með beinum hætti að trúarstríði innan Mið-austurlanda.

                    • Milli Súnníta og Shíta.

                    Þ.e. auðvitað ákveðinn leikur að eldi - hafandi í huga að Múslimar í Rússlandi eru Súnnítar.

                    Hans hersveitir eru að aðstoða Shíta heri Hesbollah og íranska byltingarvarðarins, við það verk að -- murrka lífið úr uppreisn Súnníta innan Sýrlands.

                    Ég sé ekki að það stríð taki enda --> Fljótlega, en Súnnítar eru a.m.k. 3-falt fleiri innan Mið-austurlanda, en Shítar.
                    --Pútín getur verið þarna í stríði nk. áratugi.

                    Kv.

                    Einar Björn Bjarnason, 22.10.2016 kl. 13:37

                    5 identicon

                    Virkilega vel að orði komist, Bergþór.

                    Þú kemst "aldrei" til botns í þessu, Einar ... nema þú reynir að hugsa "hlutlaust".  Öll þín skrif, bera gaum af "rússahatri". Spurningarnar sem þú kemur með eru virkilga góðar, og margir punktar þínir eru reglulega fínir.

                    Hvað eru Rússar að gera með þessu, verð að segja að það er ekki auðvelt að átta sig á því ... vegna þess að við höfum ekki alla puntkanna.

                    Til dæmis, vil ég benda þér ä eitt ... sem hefur fram hjá þér og 99% af mankyninu.  Hvað átti Biden við, þegar hann sagði að þeir ætluðu að gefa Putin skilaboð?

                    Skilaboðin, voru gefinn af Hillary Clinton ... í formi "4 mínútur, sem árásar tíminn er með kjarnavopnum".

                    Og veistu hvað hún átti við?

                    Nei ...

                    Eldflaugarnar, sem kaninn hefur verið að setja upp sem "varnareldflaugar" í Evrópu ... geta innan 4 mínútna grandað kjarnavopnum Rússa, og er ætlað til árásar ekki varnar.

                    Þetta voru skilaboðin, að "versta martröð rússa" væri á staðreyndum bundið.

                    Rússar, höfðu þegar gert sér grein fyrir að það myndi taka ca. 5 mínútur.  Hillary segir, "það er ekki einu sinni svo lengi".

                    Með öðrum orðum, fer á milli þessarra þjóða orðaflaumur sem er "bein hótun" og "stríðs yfirlýsing".

                    AF hverju er ég á móti kananum? Vegna þess, að þessi "pre-emptive strike" plan kanans, er hót við alla Evrópu.  Þeir geta ekki drepið Rússa, án þess að stór hluti Norður Evrópu fer í leiðinni.  Af þessarri sömu ástæðu eru "þjóðverjar" alls ekki eins "anti-rússar" eins og þeir annars ættu að vera.

                    EF, ég vær kani og byggi í Bandaríkjunum ... myndi mér finnast þetta plan "frábært". Ég myndi hafa sömu skoðun á þessu máli og Madeleine Albright, og finnast það vera þess virði að fórna 120 - 200 miljónum Evrópu búa, til að tryggja mína eigin tilveru.

                    En það vill svo til, að ég bý á svæði í Evrópu sem verður sjúkt af plani kanans, og deyr af völdum eitrunar sem "second" wave í þessarri árás.

                    Þá er nú skömminni skárra að lifa með Rússanum, hversu leiðinlegir sem þeir annars eru.

                    En vil benda þér á það, að "miðjarðar hafið" er einnig "inngangur" inn í svarta hafið, í gegnum Bosphorus sundið.

                    Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.10.2016 kl. 22:36

                    Bæta við athugasemd

                    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

                    Um bloggið

                    Einar Björn Bjarnason

                    Höfundur

                    Einar Björn Bjarnason
                    Einar Björn Bjarnason
                    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
                    Mars 2024
                    S M Þ M F F L
                              1 2
                    3 4 5 6 7 8 9
                    10 11 12 13 14 15 16
                    17 18 19 20 21 22 23
                    24 25 26 27 28 29 30
                    31            

                    Eldri færslur

                    2024

                    2023

                    2022

                    2021

                    2020

                    2019

                    2018

                    2017

                    2016

                    2015

                    2014

                    2013

                    2012

                    2011

                    2010

                    2009

                    2008

                    Nýjustu myndir

                    • Mynd Trump Fylgi
                    • Kína mynd 2
                    • Kína mynd 1

                    Heimsóknir

                    Flettingar

                    • Í dag (29.3.): 0
                    • Sl. sólarhring: 1
                    • Sl. viku: 27
                    • Frá upphafi: 0

                    Annað

                    • Innlit í dag: 0
                    • Innlit sl. viku: 26
                    • Gestir í dag: 0
                    • IP-tölur í dag: 0

                    Uppfært á 3 mín. fresti.
                    Skýringar

                    Innskráning

                    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                    Hafðu samband