Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015

Alexis Tsipras fer í opinbera heimsókn til Rússlands þann 8. apríl nk.

Það áhygaverða er að 9. apríl á gríska ríkið að greiða af láni AGS frá 1-björgunarprógrammi Grikklands, sem stóð yfir frá 2010 til 2012. En greiðslur eru hafnar af AGS hluta lána frá fyrsta björgunarprógrammi Grikklands.

Þetta kemur fram í frétt NYTimes: Greece Looks to Russia as Deal With Europe Stumbles.

Það veit enginn hvað Tsipras ætlar að ræða við Pútín!

Þetta er heimsókn sem þegar var fyrirhuguð - en skv. fréttinni var henni flýtt fyrir 2-vikum. Að auki þá endaði mánudagsfundur grískra stjórnvalda við fulltrúa aðildarríkja evrusvæðis með þeim hætti - að tillögur grísku ríkisstjórnarinnar voru kafskotnar eina ferðina enn.

Þannig að staða Grikklands er enn sú sama og hún var fyrir helgi - þ.e. ekkert samkomulag. Og á sama tíma virðist ríkisstjóður Grikklands stefna i þrot þann 9/4 nk.

"Mr. Tsipras’s visit to Moscow is being billed by Athens as a routine meeting to strengthen the relationship between the countries, which have longstanding political and religious ties."

Þetta getur bent til þess, að Pútín hafi ekki lofað Tsipras neinu sérstöku - mig grunar sjálfan að Rússar séu líklegir til að bíða eftir því að Grikkland er orðið greiðsluþrota. Áður en það komi einhvers konar líflína - kannski.

En hver veit - á sama tíma, fær Tsipras að hitta Pútín rétt áður en gríska ríkið stefnir í að lenda í raunverulegum greiðsluvandræðum - - en ekki er talið ólíklegt að AGS sé til í að bíða einhverja daga umfram gjald-daginn, ef AGS telur peninga væntanlega í mjög náinni framtíð.

  1. Eins og sést á kortinu af Balkan-svæðinu, þá er Búlgaría á N-landamærum Grikklands, annað fátækt land sem er talið vinveitt Rússlandi, og þar er einnig svokölluð "Rétttrúnaðarkirkja ráðandi" eins og í Rússlandi. Tengingin í gegnum trúna er sterk.
  2. Svo er Serbía nokkru fyrir Norðan. Annað land talið vinveitt Rússlandi - einnig tenging í gegnum trúna.
  3. Tæknilega virðist mér mögulegt fyrir Rússland, ef Rússland hefur fjárhagslega burði til þess, að mynda nýtt rússn. áhrifasvæði á Balkan-skaga. En þ.e. auðvitað stóra -ef spurningin- hvort Rússland raunverulega hefði burði til þess.
  • En í gegnum Búlgaríu og Grikkland, væri þá Rússland komið með örugga tengingu við Miðjarðarhaf. Og mætti reikna með því að þeir mundu vilja flotahafnir í Grikklandi.
  • Sem þannig séð - gæti talist "erlend fjárfesting."

 

Niðurstaða

Ekki fullyrði ég nokkurt um það - hversu líklegt það er að Grikkland hafi það sem raunhæfan möguleika að halla sér að Rússlandi í staðinn. En mér virðist a.m.k. augljóst að sú sýn sem ég teikna upp - höfðar örugglega til Pútíns. Hvort hann hafi raunverulega burði til þess að hrinda henni í framkvæmd - er svo annað mál.

 

Kv.


Loftárásir Saudi Araba og bandamanna þeirra á Yemen virðast hafa haldið áfram yfir helgina

Skv. erlendri pressu, þá er staðan í Yemen flóknari en svo að hún snúist eingöngu um framrás svokallaðra Houthi manna sem er Shíta hópur, heldur hafi hluti valdastéttarinnar í landinu og mikikilvægur hluti herafla landsins - gengið í lið með sveitum Houthi manna.

Það skýri öra framrás sveita Houthi manna, og snöggt fall höfuðborgarinnar nánast að því er virðiast án bardaga - seint á sl. ári.

T.d. hafi flugher landsins gengið í lið með Houthi mönnum, og eitt fyrsta skotmark árása flugherja Saudi Araba og flóa Araba hafi verið stöðvar flughers landsins, sem líklega hafi verið eyðilagðar og sennilega einnig orrustuvélar þær sem flugher Yemen réð yfir.

Síðan hafi árásum einnig verið beint að stöðvum hers Yemen - og auðvitað framrásarsveitum þeirra sveita í her Yemen sem styðja nú Houthi menn, og þær hersveitir Houthi mann sem eru nú skv. nýjustu fréttum við útjaðar Aden borgar.

Sjóherir Saudi Arabíu og flóa Araba - virðast hafa sett hafnbann á Yemen.

Fréttir hafa að auki borist af átökum sveita Houthi manna og hers Saudi Arabíu á landamærum Yemen og Saudi Arabíu. Ekki enn vitað hvort að hafin sé atlaga Saudi arabíska hersins að sveitum Houthi manna í N-hluta Yemen. Þá meina ég innrás.

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/Yemen-physical-map.gif

Uppreisnin sem hófst seint á sl. ári virðist mun víðtækari en fyrstu fréttir hafa bent til

Þaví sem má ekki gleyma, er að landið er klofið í ættbálka - og þeir deila innbyrðis. Deilur ráðandi ættbálka meðal Súnní meirihluta landsmanna - virðast a.m.k. að hluta til, að baki því að uppreisn Houthi menn hefur náð þeim gríðarlega árangri sem hún hefur náð síðan seint á sl. ári. Framrás herja undir stjórn stjórnarinnar í Sana - hefur verið hröð.

Það virðist bersýnilegt - - að Saudi Arabía sé að missa tökin á landinu.

En síðan á 9. áratugnum, hafa ríkisstjórnir landsins - - notið stuðnings Saudi Araba og Bandaríkjanna, og verið þeim hliðhollar.

Íranir styðja Houthi menn, samtímis er þó ekki neitt sem bendi til þess, að uppreisnin sé undir stjórn Írans - - þó að hún sé líklega að fá þeirra stuðning.

Yemen’s former president Ali Abdullah Saleh behind Houthis’ rise

Houthi Forces Move on Southern Yemen, Raising Specter of Regional Ground War

Ex-Yemeni Leader Urges Truce and Successor’s Ouster

Houthi rebels clash with Saudi troops on Yemen’s northern border

Það er augljós hætta á því - að ef sveitir Saudi Araba og flóa Araba leggja gersamlega í rúst her Yemen.

Að þá leiði það til -valdatóms- í landinu, og hugsanlega algerrar upplausnar í kjölfarið.

Það virðist hugsanlegt, að herir bandalags súnní Araba ríkja undir stjórn Saudi Arabíu - gerist formlegt hernáms lið í Yemen.

Það auðvitað gæti orðið þeim afar skeinuhætt þ.s. ef einhver man enn eftir áratugs löngu hernámi Ísraels hers á stórum hluta Lýbanon á 9. áratugnum - að þá óx upp svokallaður Hesbollah flokkur meðan að á því hernámi stóð, er naut stuðnings Írans.

Ég efa ekki, að Íranar mundu styðja öflugt skærustríð Houthi manna og hvers þess sem væri andvígur hernámi Saudi Araba og flóa Araba, kannski með stuðningi hers Egyptalands - en herstjórnin þar sem er fjármögnuð af Saudi Arabíu hefur lofað að senda lið til Yemen ef höfuð Saud fjölskyldunnar í Saudi Arabíu óskar þess.

Það mundi sennilega þíða langvarandi átök í landinu, og sem líklega yrðu mjög blóðug. Og munum að hreyfing Hesbollah varð til undir hernámi Ísraela og elfdist meðan á því stóð, hvað sem sveitir Ísraela rembdust við að brjóta þeirra sveitir á bak aftur - - hersveitir Arabaríkjanna gætu orðið fyrir svipaðri reynslu í Yemen, ef þær fara með málið þetta langt.

 

Niðurstaða

Mér virðist enn möguleiki á því að einhvers konar samkomulag verði í Yemen. Enda virðist mér ekki blasa við að það yrði góður valkostur fyrir Saudi Araba og þeirra bandamenn meðal Arabaríkja - að hernema landið. En ég sé vart með hvernig öðrum hætti þeir mundu geta tryggt valdastöðu Saudi Arabíu í landinu.

En þ.e. þ.s. þetta snýst um tel ég fullvíst, hvort landið er talið tilheyra yfirráðasvæði Saudi Arabíu, og bandamanna Saudi Arabíu.

Í 30 ár hefur Saudi Arabíu tekist að tryggja að stjórnvöld í Yemen séu vilhöll Saudi Arabíu. En sú uppreisn sem hófst á sl. ári í Yemen - - ógnar þeirri stöðu.

En ég efa að innrás og hernám muni til lengri tíma litið, stuðla að stuðningi íbúa Yemen við valdafjölskylduna í Saudi Arabíu, eða furstana sem ráða í Arabaríkjunum við Persla flóa.

 

Kv.


Spurning hvort að ríkisstjórn Grikklands er að undirbúa greiðsluþrot?

En ég sá eftirfarandi á vef Financial Times: Greece to pay pensions . . . for this month. En skv. fréttum er AGS lán frá fyrsta björgunarprógrammi Grikklands frá 2010-2012, á gjalddaga þann 9. apríl nk.

Skv. frétt FT er gríska ríkisstjórnin að rembast við að safna fé:

  1. "“Whatever needs to be paid will be paid on time — that means wages, pensions and the subsidy to IKA (Greece’s biggest health and social security fund),” Dimitris Mardas told the Financial Times." 
  2. "Mr Mardas could not give any assurances about a separate €450m payment to the International Monetary Fund due on April 9, which is overseen by a separate department within the ministry."
  1. "A new sense of alarm has surrounded Greece as several eurozone officials have come to the conclusion that the new government, led by the leftwing Syriza,..."
  2. "...does not have enough money to cover both the pension and IMF bills and could soon default."

Þegar þetta er tekið saman!

Dettur mér í hug, að Alexis Tsipras forsætisráðherra, hafi komist að þeirri niðurstöðu. Að hann geti lifað það af pólitískt séð - að gríska ríkið verði greiðsluþrota þann 9/4 nk. gagnvart erlendum skuldbindingum.

En að hann hafi komist samtímis að þeirri niðurstöðu, að hann geti ekki lifað það af í pólitískum skilningi, að ríkissjóður - - verði greiðsluþrota gagnvart innlendum skuldbindingum.

Svo kannski eru virkilega einungis örfáir dagar áður en gríska ríkið fer í þrot gagnvart útlöndum.

Þ.e. erfitt að sjá annað en að gríska ríkisstjórnin verði þá að - tafarlaust setja á fjármagnshöft.

Síðan að framkvæma gjaldmiðilsskipti!

Öllum bönkum og fjármálastofnunum yrði líklega að loka tímabundið - ekki seinna en þann 9/4. Og halda lokuðum, þar til gjaldmiðilsskipti hafa farið fram.

  • Síðan mætti líklega fljótt - heimila rafræn viðskipti með endurreista dr0gmu.
  • Þó verið geti að einhverja mánuði taki að prenta seðla og slá peninga, og koma þeim í umferð.

 

Niðurstaða

Ég á erfitt með að ímynda mér að ríkisstjórn Grikklands - geti bakkað. Ég meina að hún sé mjög líklega ekki með neitt blöff. Enda sé ég ekki hvernig stjórnarflokkarnir mundu geta átt nokkra pólitíska framtíð - - ef þeir gefa eftir í deilu sinni við meðlimaríki ESB.

Þeir muni frekar kjósa greiðsluþrot.

Það getur verið að stjórnendur aðildarríkja ESB eins og t.d. frú Merkel - átti sig ekki á því að ríkisstjórn Grikklands sé líklega ekki með neitt blöff.

  • En miðað við það hversu klaufalega ríkisstjórn Grikklands hefur höndlað samningaviðræður við aðildarríkin.
  • Þá getur verið full ástæða að óttast, að stjórnin klúðri a.m.k. að einhverju leiti rekstri Grikklands yfir það viðkvæma tímabil sem þá fer í hönd, ef engin greiðsla berst frá ríkisstjórn Grikklands til AGS þann 9/4 nk.

Sú ráðstöfun að verða greiðsluþrota - þarf ekki að leiða til efnahagslegs öngþveitis, en léleg stjórnun á viðkvæmu augnabliki sannarlega getur skapað slíkt öngþveiti.

 

Kv.


Saudi Arabía og furstadæmin við Persaflóa - hefja formlegt stríð gegn skæruliða sveitum Houthi manna í Yemen

Ég velti fyrir mér nýverið hvort enn eitt -proxy- stríðið milli Írans og bandalagsríkja Saudi Arabíu væri við það að hefjast: Stríð Saudi Araba og Írana, um Yemen að hefjast?. En atburðir fimmtudagsins virðast staðfesta þann ótta - en þá gerði Saudi Arabía og furstadæmin við Persaflóa, umfangsmiklar loftárásir á stöðvar Houthi manna í Yemen.

Hverjir eru Houthi menn? Þeir eru hópur að mörgu leiti sambærilegur við "Hesbollah" í Lýbanon, þ.e. samtök shíta í Yemen.

Seint á sl. ári hófu þeir framrás, sem leiddi til þess að Houthi menn hertóku höfuðborg landsins Sana, stökktu forseta þess á flótta - til Aden.

Sl. vikur hefur framrás Houthi manna haldið áfram, og hafa sveitir þeirra tekið flugvöll einungis 60 km. frá Aden. Sú borg gæti því fallið - þá og þegar.

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/Yemen-physical-map.gif

Það sem bandamenn Saudi Arabíu eru að bregðast við, er yfirtaka bandamanna Írans á landinu Yemen - en það mundi væntanlega leiða til þess að Yemen hætti að vera bandalagsríki Saudi Arabíu, yrði þess í stað - vinveitt Íran!

Þetta sé því liður í -köldu stríði- Saudi Arabíu og Írans - sem skekur Mið-Austurlönd. Síðan borgarastríð skall á í Sýrlandi 2011, hafa þessi átök - tekið flug.

2013 bárust síðan átök yfir til Íraks - sem hefur seinni ár verið vinsamlegt Íran. Eiginlega á áhrifasvæði Írans.

  1. Þ.e. ekkert leyndarmál - að bandalagsríki Saudi-Arabíu, með stuðningi við margvíslega róttæka skæruliðahópa Súnní Íslam er berjast í Sýrlandi gegn stjórnvöldum í Damascus.
  2. Hafa verið að leitast við að veikja valdastöðu Írans - en Sýrland hefur um nokkurt skeið verið bandalagsríki Írans.
  3. Það auðvitað rann um mann grunur á sl. ári, er borgarastríðið barst síðan til Íraks - - þ.s. að Írak hefur einnig seinni ár verið hluti af -bandalagi Írans- að Saudi Arabía væri í leynd að styðja framrás ISIS - - en framrás ISIS hefur sannarlega ógnað stöðu Írans í Írak, og er viðvarandi ógn við stöðu Írans í Sýrlandi.
  • Með vissum hætti má því, líta á þ.s. svar Írans við leikjum Saudi Araba og flóa Araba gegn Íran í Sýrlandi og Írak - - að ógna valdastöðu Saudi Arabíu í Yemen.
  • Með því að styðja til valda þar, hóp vinveittan Íran.

Skv. þessari frétt, býðst Eyptaland til þess að senda her gegn Houthi mönnum:

Egypt Says It May Send Troops to Yemen to Fight Houthis

Saudi intervention adds heat to regional cold war

 

Bein hernaðaríhlutun andstæðinga Írans, er alveg ný stigmögnun!

En ég get ekki betur séð en að með -beinni hernaðaríhlutun flóa Araba og Saudi Arabíu- í átök við hóp í bandalagi við Íran. Þá skapist ný stigmögnun í átök öflugasta ríkis Súnníta, þ.e. Saudi Arabíu - megin ríki Shíta, þ.e. Íran.

En hingað til hafa flóa Arabar og Saudar látið sér nægja - að beita sér í gegnum 3-aðila. Þ.e. róttæka hópa sem til eru í að þiggja vopn og peninga, til að berjast.

  1. Á hinn bóginn - eins og framrás ISIS sýnir, fylgja því margvíslegar hættur, að styrkja róttæka hópa, byggja þá upp með peningum og vopnum.
  2. Einkum það vandamál, að slíkir hópar geta reynst erfiðir í taumi - og á endanum farið að spila sinn eigin leik. Það er þ.s. mig grunar að hafi gerst með "ISIS" - að upphaflega hafi sá aðili fengið stuðning þ.e. fé og vopn frá Saudi Aröbum og flóa Aröbum, en að á sl. ári hafi "ISIS" farið út fyrir handritið.
  3. Það getur verið ástæða þess, að Saudar og flóa Arabar kjósa nú - beina íhlutun.

Skv. fréttum er her Saudi Arabíu með vaxandi viðbúnað á landamærum við Yemen - - innrás hers Saudi Arabíu virðist því meira en hugsanleg.

Miðað við tilboð herforingjastjórnarinnar í Egyptalandi - sem fjármögnuð er af Saudi Arabíu. Þá gæti egypski herinn bæst við.

Þá vantar bara að íranski byltingavörðurinn blandi sér í málið, aðstoði Houthi menn - - til þess að stríðið fari að nálgast - > Bein átök milli herja þjóðanna.

 

Niðurstaða

Hætta á allsherjar átökum Saudi Arabíu, og sveita flóa Araba - - og herja Írans. Virðast fara hratt vaxandi. En formlegt stríð mundi sennilega vera með þáttöku Egypta, flóa Araba, og auðvitað Sauda. Megin-andstæðingur þeirra Íran, á bandamanna í Sýrlandi í formi ríkisstjórnarinnar í Damascus, hinu lýbanska Hesbollah, nú Houthi mönnum, og auðvitað Shítum í Írak.

Við erum því að tala um - trúarbragða stríð.

Raunverulega stórstyrrjöld í Mið-Austurlöndum.

Er getur skollið á að því er virðist, þá og þegar.

 

Kv.


Aðildarþjóðir ESB virðast vísvitandi þrengja að möguleikum ríkisstjórnar Grikklands að forða greiðsluþroti

Þetta er auðvitað liður í -"hardball"- samningatækni sem samskiptin milli aðildarþjóðanna og grísku ríkisstjórnarinnar virðast hafa leiðst í. En nýjasta dæmið um þetta er 1,2 milljarðar evra í lausafé sem var staðsett í Seðlabanka Grikklands -í sérstökum sjóði- þar til fyrir skömmu. Þetta var afgangs fé af sjóði sem búinn var til skv. 2-björgun Grikklands, bankabjörgunarsjóður sem nýttur var til þess að "endurfjármagna" gríska bankakerfið fyrir ca. 2-árum síðan. Sá sjóður var upp á litlar 48 milljarða evra.

Bróðurparturinn af peningunum hafði verið nýttur.

Fyrir skömmu gaf -björgunarsjóður evrusvæðis- skipun um að færa þessa 1,2 milljarða aftur til baka - til þeirrar stofnunar.

Þannig að þetta fé er ekki lengur í Aþenu!

  • Gríska ríkisstjórnin hafði aftur á móti vonast til þess að nýta þetta fé!

"The Greek government believes the funds were sent back to eurozone authorities in error"..."when, under pressure from Germany, finance ministers agreed all the remaining money in the bank rescue facility should be returned to the eurozone’s bailout fund."

"But on a conference call between deputy ministers from all 19 eurozone finance ministries, the Greek delegation was told on Wednesday that the €1.2bn was correctly returned and the cash would stay in the bailout fund, known as the European Financial Stability Facility."

  1. Skv. frétt Financial Times um málið - - getur verið að gríska ríkisstjórnin klári möguleika sína til þess að útvega nýtt fé fyrir 9. apríl nk.
  2. En þann dag er gjalddagi á láni frá AGS sem tilheyrir 1-björgun Grikklands, prógrammi er stóð frá 2010 til fyrri hl. árs 2012, þegar 2-björgun tók við eftir að hluti skulda gríska ríkisins voru afskrifaðar.
  • Það yrði náttúrulega -saga til næsta bæjar- ef það yrði greiðsluþrot á láni frá AGS.
  • En mér skilst að það eigi aldrei áður að hafa gerst, að land hafi orðið "default" á lán frá AGS.

Síðan er eins og það sé samtímis í gangi ágreiningur milli aðildarríkjanna og stofnana ESB, um það - hve hart á að ganga gegn Grikkjum.

En samtímis hefur Seðlabanki Evrópu tekið eftirfarandi ákvörðun - - >

"Meanwhile, the ECB raised the threshold of emergency loans the Bank of Greece can provide to the country’s banks by €1.5bn"

Nærri sömu upphæð!

En gríska ríkið hefur verið að láta grísku bankana kaupa skammtíma ríkisbréf - fyrir neyðarfé Seðlabanka Evrópu!

Sem er á afskaplega dökkgráu lagalegu svæði fyrir Seðlabanka Evrópu að umbera þ.s. það stendur í lögum um bankann að hann megi ekki fjármagna aðildarríkin.

  1. En milli aðildarþjóðanna og stofnana ESB - virðist tekist á um það, hvort óhætt sé að láta gríska rikið verða greiðsluþrota - - > Ef ríkisstj. Syriza bakkar ekki í því "game of chicken" sem nú er í gangi milli aðildarríkjanna og ríkisstjórnar Grikklands.
  2. En stofnanir ESB virðast meta hættuna sem fylgir slíku þroti meiri heldur en ríkisstjórnir aðildarríkja evrusvæðis.

Sem sjálfsagt skýri ákvörðun Seðlabanka Evrópu - að veita í raun og veru gríska ríkinu fjármögnun bakdyramegin!

Meðan að ríkisstjórnirnar hafa verið að sverfa að gríska ríkinu á framhliðinni.

 

Niðurstaða

Það virðist í gangi einhvers konar 3-leikur, þ.e. ekki bara milli aðildarríkja evrusvæðis og Grikklands, heldur virðast stofnanir ESB hafa aðra afstöðu heldur en ríkisstjórnir aðildarríkjanna.

Þó Seðlabanki Evrópu -lagatæknilega sé það ekki heimilt- virðist hann þó samt vera að halda gríska ríkinu á floti, svo það verði ekki greiðsluþrota - sem alveg örugglega þíðir að Grikkland verður þá án tafar að yfirgefa evruna.

Mig grunar að það sé ekki síst óttinn við fordæmið sem það mundi skapa - - að skapa þá útkomu að unnt sé að hætta í evrunni. Sem sé að leiða Seðlabanka Evrópu í þá óyndisstöðu, að vera í reynd - vísvitandi lögbrjótur.

 

Kv.


Litlar 1.070 milljón í árslaun

Ég rakst þá frétt í FT að forstjóri Renault/Nissan væri að fá launahækkun, upp í litlar 7,2 milljón evra eða 1.070 milljón krónur í árlaun.

Sennilega hærra en hjá nokkrum íslenskum forstjóra.

En þ.e. þó líklega slatti með árslaun yfir 100 milljón.

http://www.nipponnews.net/media/wp-content/uploads/2010/03/Carlos_Ghosn_Nissan_Tokyo_HY_0213.jpg

Þetta minnir mann á klassísku deiluna um það hvort einhver geti verið þetta mikils virði. Hvað Carlos Ghosn varðar þá er rétt að halda á lofti að hann hefur gert Renault/Nissan að sannkölluðu stórveldi á sviði bifreiðaframleiðslu.

Hann varð fyrst forstjóri Renault 1996 en þá var Renault í fjárhagsvandræðum - Gosn framkvæmdi klassískar aðgerðir í formi kostnaðarlækkana, hann einnig endurskipulagði starfsemi fyrirtækisins - tókst að snúa við starfseminni á rúmu ári í smávægilegan hagnað. En síðan hefur Renault fyrirtækið -skilst mér- ekki verið rekið með tapi.

1999 tók hann afdrifaríka ákvörðun þegar Nissan fyrirtækið japanska rambaði á barmi gjaldþrots, og lét Renault kaupa ráðandi hluta eða 36,8%. Þetta var upphafið að sameiningarferli Nissan og Renault.

Þetta var hrein yfirtaka, og tók hann sjálfur yfir stjórn mála á Nissan í Japan. Var þar a.m.k. 2 ár við það verk að endurskipuleggja Nissan.

"When he joined the company, Nissan had a consolidated interest-bearing net automotive debt of more than $20 billion and only three of its 46 models sold in Japan were generating a profit."

Gosn hjó og hjó, axaði þ.s. skilaði tapi, seldi margt annað sem ekki tengdist beint bílaframleiðslu - er sagður hafa haft mjög umtalsverð áhrif á japanskan fyrirtækja kúltúr. Honum tókst að endurtaka verkið með Nissan sem hann vann með Renault - þ.e. að ná Nissan í hagnað á 12 mánuðum, síðan í góðan hagnað á 3.

Í dag er þetta 4-stærsta bílaframleislufyrirtæki í heimi, er framleiðir bifreiðar meira eða minna um allan heim - á t.d. AvtoVAZ sen framleiddi á árum áður Lada bifreiðar í Rússlandi. Nissan bílar eru að auki framleiddir í S-Ameríku og Indlandi, fyrir utan Evrópu og Bandaríkin, ásamt auðvitað Japan. Og auðvitað að Renault bifreiðar eru framleiddar í Evrópu.

  • Þetta sé með öðrum orðum, raunverulegur afreksmaður.
  • Sennilega er besta nýlega ákvörðun hans, framleiðsla Nissan Leaf og sambærilegra Renault bíla sbr. Renault Zoe og Renault Fluence, sem einnig eru rafbílar.
  • Þessi framleiðsla skili hagnaði ólíkt mörgum fyrri tilraunum til að framleiða rafbíla fyrir almenning.

Renault Zoe rafbíll

Renault Fluence rafbíll

Í dag skilst mér að samruni framleiðslu Renault/Nissan sé komin það langt - að algerlega úrelt sé að tala um lélega Reanult og góða Nissan.

Framleiðsluaðferðir hafi verið gersamlega samræmdar - þeir nota sömu vélarnar, sömu undirvagnana, samnýta annað kram!

Sjá t.d. nýjustu jepplingana:

Renault Kadjar

Nissan Qashqai

Nissan Qashqai

Mér skilst að þeir séu svo líkir - að tæknilega sé unnt að framleiða þá á sömu framleiðslulínunni, þ.e. sami undirvagn, sömu vélar, sömu festipunktar fyrir hurðir - bretti - stuðara og annað; þannig að unnt sé að bolta mismundandi parta og annð verður Nissan en hitt Renault.

Það er þannig sem framleiðendurnir ná því að skila hagnaði í dag - - að lágmarka fjölda svokallaðra "platforms" sem íslenskast sennilega "undirvagn" - sem og véla enda afskaplega dýrt orðið að þróa þær skv. nýjustu mengunarkröfum - undirvagnar einnig feykilega dýrir vegna krafna um styrk í árekstrum og öryggi farþega, og auðvitað um þætti eins og aksturseiginlega og skort á hávaða innanborðs.

Svo að hámarks nýting náist út úr þeim gríðarlegu fjárfestingum sem liggja að baki nýrri vél eða nýjum undirvagni.

 

Niðurstaða

Ég sleppi því að ákveða formlega hvort Gosn á það skilið að fá rúman milljarð í árslaun. En segi þó að hann á há laun skilið frekar en margir aðrir. En hvað Renault/Nissan er í dag má nær algerlega færa á hans reikning.

 

Kv.


Sveitastjórnarkosningar í Frakklandi - sýna að keppnin er milli Sarkozy og Le Pen

Sá þessa frétt í gær, að í sveitastjórnarkosningum hefði bandalag flokks Sarkozy og miðjuflokksins "UDI" fengið 30% fylgi á móti FN eða Front Nationale 25,7%. Sósíalistar Hollande fengu einungis 22%. Urðu því í 3-sæti.

  • Þ.e. áhugavert að UMP flokkur Sarkozy neyðist til að slá sér saman með miðjuflokknum UDI, til að fá meira fylgi en FN.
  • Og þ.e. áhugavert að Sósíalistar lendi í 3-sæti.

Skv. fréttinni - verður aftur kosið á milli tveggja efstu. Þá gæti komið hugsanlega önnur útkoma.

En þ.e. ekki víst að kjósendur sósíalista - - kjósi hægri flokkana. Enda er Sarkozy víst afar hataður á vinstri væng stjórnmála í Frakklandi.

Sarkozy answers comeback critics with strong local poll result

This is a turning point for Nicolas Sarkozy,” said Bruno Cautrès, a researcher in political sciences at SciencesPo. “People thought he looked bored, that he was not engaged or not motivated enough. But last night he showed who was the boss. He spoke like a true party leader.”

Það áhugaverða er að skoðanakannanir - - hafa sýnt svipaða röð þegar spurt er um það hvern vilja Frakkar fá sem næsta forseta.

Þá viðist blasa við að Hollande lendi í 3-sæti og því ekki í 2-umferð kosninganna.

Og að kosið verði milli Sarkozy og Marine Le Pen.

2017 gæti orðið mjög dramatískt ár fyrir Evrópu, vegna þess að Marine Le Pen hefur lofað að taka Frakkland út úr evrunni.

Þ.e. erfitt að sjá evruna hafa það af.

Að auki hefur hún lofað því að taka um ákaflega þjóðernis-sinnaða atvinnustefnu, þ.e. berjast fyrir hagsmunum "fransk" iðnaðar í samkeppni við iðnað í öðrum löndum.

Og beita genginu til þess að skapa frönskum iðnaði samkeppnis-stöðu á útflutningsmörkuðum.

 

Niðurstaða

Ég held að það sé full ástæða að fylgjast áfram með franskri pólitík. En þar virðist stefna í að keppnin verði milli tveggja frambjóðenda á hægri væng stjórnmála - - að Hollande falli út í fyrstu umferð, ef marka má skoðanakannanir nú, þegar kosið verður til forseta 2017.

Þ.e. ekki einungis miklir hagsmunir í húfi fyrir Frakkland - heldur fyrir Evrópu alla. Því ef Marine Le Pen mundi verða fyrir kjöri og geta hrint stefnu sinni í framkvæmd. Þá mundi það leiða til jarðskjálfta á pólitíska sviðinu í V-Evrópu allri.

 

Kv.


Hótun um hugsanlega beitingu kjarnavopna gegn Danmörku vekur óhug

Sendiherra Rússlands í Danmörku skrifaði lesendagrein Jótlandspóstinn, þar sem sendiherran útskýrði fyrir danskri þjóð, það sem hann telur verða afleiðingar þess, ef dönsk stjórnvöld láta verða alvöru af því, að Danmörk gerist þátttakandi í -eldflaugavarnarkerfi NATO: Russia delivers nuclear warning to Denmark.

“If it happens, then Danish warships will be targets for Russia’s nuclear weapons. Denmark will be part of the threat to Russia,” Mikhail Vanin wrote in Jyllands-Posten.

"Martin Lidegaard, foreign minister,...indicated in August that Denmark would fit one or possibly more frigates with a type of radar that would allow the ships to be used in the Nato missile shield."

  1. En margvísleg ummæli rússneskra embættismanna, sem og stjórnmálamanna - upp á síðkastið, hafa endurvakið áhuga á -eldflaugavarnarkerfi NATO- sem enn þann dag í dag, hefur einungis verið sett upp að afar takmörkuðu leiti.
  2. Get nefnt dæmi um ummæli Putin frá sl. sunnudag, en þá var sýndur þáttur í rússn. sjónvarpinu er innihélt viðtal við Pútín - - en þá sagði Pútin hafa íhugað að setja kjarnorkuvígbúnað Rússlands í viðbragðsstöðu fyrir hugsanlega beitingu kjarnavopna, vegna átaka í A-Úkraínu og þegar Rússland innlimaði Krím-skaga - -> Ef mál æxluðust á versta hugsanlega veg. Hann lét þó vera að skilgreina akkúrat hvað hann átti við með -versta hugsanlega veg-.
  • En punkturinn er sá - - að NATO stendur frammi fyrir skýrri hótun frá Rússlandi - > Um fyrstu árás!

Ekki verður betur séð, en að sú hótun liggi fyrir - í tilviki um hugsanleg hernaðarátök milli Rússlands og NATO í A-Úkraínu.

Jafnvel -þ.s. tilvikin eru óskilgreind- ef NATO færi að vopna Úkraínu, gæti hótunin gilt.

  1. Augljósa viðbragðið við því, þegar -fyrstu árás er hótað- er að sjálfsögðu - - > Að efla eldflaugavarnarkerfi NATO landa. Sem enn í dag er afar götótt!
  2. En rökin fyrir því eru þau, að þ.s. eldflaugavarnarkerfi ætti að draga úr skilvirkni kjarnorkuárásar með eldflaugum, þá auki hún líkur þess að nægilega mikið af herafla NATO hafi það af - svo að NATO geti svarað fyrir sig og tryggt eyðileggingu Rússlands.
  3. Punkturinn með þeirri -varnareldflaugauppbyggingu- er að gera það minna -aðlaðandi- fyrir stjórnendur Rússlands - - að ráðast á NATO með kjarnavopnum, sem hugsanlegt svar Rússlands við beitingu hefðbundins herafla NATO t.d. í A-Úkraínu.
  4. Og þar með auka athafna frelsi NATO í A-Úkraínu, ef NATO telur sig þurfa að bregðast við atlögu Rússlands gegn Úkraínu -vegna varnarhagsmuna sinna- með hefðbundnum herafla sínum, eða, með því að senda Úkraínuher vopn.

Það virðist að Rússland sé að beita hótun um kjarnorkuárás!

Vegna þess að Rússland veit mæta vel, að rússneski hefðbundni herinn, er veikari en hefðbundinn heildar herafli NATO.

Þetta er -spegilmynd af hótun NATO í Kalda-stríðinu- en þá var staðan þver öfug, Sovétríkin bjuggu yfir 3-földum hefðbundnum herafla að fjölmenni; og NATO taldi sig ekki geta varist Sovétríkjunum með öðrum hætti - en með þeirri hótun að beita hugsanlega kjarnavopnum gegn árás með hefðbundnum vopnum.

  1. Höfum þó í huga, að NATO var þá að hóta því sem viðbragði, við -innrás herja Sovétríkjanna inn fyrir landamæri NATO lands.
  2. Það liggur fyrir engin hótun NATO um beitingu hefðbundins herafla NATO innan landamæra Rússlands.

Heldur er sá hugsanlegi möguleiki til staðar að NATO beiti sér innan landamæra Úkraínu -að sjálfsögðu skv. heimild ríkisstjórnar landsins- eða með öðrum orðum, í sjálfstæðu fullvalda landi sem alls ekki er viðurkennt af NATO að tilheyri einhverju áhrifasvæði Rússlands.

  • Þ.e. alveg nýtt að hóta notkun kjarnavopna vegna stríðs í 3-landi.
  • T.d. lá sú hótun aldrei fyrir vegna átaka i Víetnam, þó voru þar á tímabili allt í senn - fjölmennir herir á vegum a.m.k. sumra NATO landa + fjölmennur her frá Sovétríkjunum + fjölmennar liðssveitir frá Kína  - > allt á sama tíma, þegar mest gekk á.
  • Þ.e. langt í að átök í Úkraínu færist á sambærilegt stig!

 

Niðurstaða

Eins og ég rökstuddi sl. mánudag, þá er Pútín sennilega ekki brjálaður: Hræðsluáróður Pútíns. Heldur sé hann og embætissmen á vegum stjórnar hans að beita linnulausum hræðsluáróðri. Í von um að hræðslan ein dugi til þess að lama mótstöðuafl lýðræðiskjörinna stjórnvalda í Evrópu og Ameríku.

Það sé afar ólíklegt að hann raunverulega sé að íhuga beitingu kjarnavopna - t.d. gegn dönskum skipum, eða í A-Úkraínu.

Að sjálfsögðu á að klára eldflaugavarnarkerfi NATO - en uppbygging þess hefur legið niðri síðan 2012 er svokölluð evrukrísa var í hámarki og Evrópulönd ákváðu að skera niður í hermálum, m.a. hluta sem voru skornir niður.

Ég reikna fastlega með því að yfirlýsing sendiherra Rússlands í Danmörku hafi fullkomlega öfug áhrif - hvetji Dani til dáða um að stíga ef eitthvað er stærri skref til þátttöku í þessu varnarkerfi.

  1. En þ.e. einmitt þ.s. það er, engin möguleiki að nota það til árásar á annað land.
  2. Þ.e. einungis ógn við þann aðila, sem íhugar beitingu eldflauga er bera kjarnasprengjur gegn þeim löndum er njóta þeirrar verndar.

 

Kv.


Bréfaskriftir utanríkisráðherra ætla að hafa töluverðar afleiðingar, sbr. gríðarlega fylgisaukningu Pírata, hugmyndir um kosningabandalag

Ég held ég hafi aldrei séð þetta svakalega mikla fylgisaukningu hjá nokkrum stjórnmálaflokki á skömmum tíma - já ég man eftir því á sl. kjörtímabili þegar "Dögun" fékk um skamma hríð nærri 20% fylgi skv. fylgismælingu í skoðanakönnun, svo sprakk sú bóla á skömmum tíma - og flokkurinn kom engum manni að þegar kosið var til þings.

En meira að segja í ljósi flokks Lilju Mós. - þá er fylgissprenging Pírata sérstök!

"Í könnun Fréttablaðsins mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 23,4 prósent, Framsóknarflokkurinn með 11,6 prósent, Björt Framtíð og Vinstri græn með níu prósent og Samfylkingin með 16,1 prósent. Píratar eru hinsvegar samkvæmt könnuninni með 29 prósent og hversu lengi sem það varir, má þó slá því föstu að þeir hafi algera yfirburðastöðu í umræðunni."

Svo má nefna að auki áhugaverða könnun er sýnir mjög mikinn stuðning við það að hefja viðræður aftur við ESB! Samtímis að mikill meirihluti er samtímis andvígur aðildinnia sjálfri!

  1. "sögðust 79 prósent af þeim sem tóku afstöðu hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB en aðeins rúm tuttugu prósent voru á móti."
  2. "Tæp 30 prósent er hlynnt aðild en rúmlega 70 prósent ekki. Afstaðan til þjóðaratkvæðagreiðslu virðist því að mestu ótengd afstöðu til inngöngu."

 

Það sem stendur upp úr -virðist mér - að bréfaskriftir Gunnars Braga hafa mælst afskaplega illa fyrir

Eins og ég benti á sl. sunnudag: Viðræðuferli Íslands við ESB er sennilega ekki slitið.

Þá virðast þessar bréfaskriftir - afskaplega vanhugsaðar!

  1. En Gunnar Bragi virðist hafa ætlast til þess, að ESB gerði honum þann pólitíska greiða - að loka með formlegum hætti viðræðuferli Íslands.
  2. Á sama tíma, og skoðanakannanir sýna þennan öfluga stuðning við -aðildarviðræður- og að auki skoðanakannanir sýna a.m.k. sl. 6 mánuði ríkisstjórnarflokkana með innan við 40% fylgi samanlagt. Meðan að flokkar er vilja - hefja viðræður, virðast hafa yfir helmings fylgi.
  3. Maður veltir því fyrir sér, hvernig Gunnari Braga - gat dottið í hug, að þegar ESB sennilega hafi væntingar um að viðræður verði hafnar á nk. kjörtímabili að nýju - - > Að þá sé sennilegt að ESB bregðist jákvætt við tilmælum Gunnars Braga um að binda sjálft endi á viðræðuferlið og þar með skemma þann möguleika sem annars hugsanlega við blasir að þingmeirihluti hlynntur viðræðum, ákveði að taka þráðinn upp að nýju.
  • Gunnar Bragi hefði átt að vera það fyrirfram ljóst - - hver viðbrögð ESB mundu líklega verða við hans bréfaskriftum.

Mér finnst afar sérstakt að hann hafi ekki áttað sig á því atriði!

Útkoman virðist vera - bjarnargreiði við ríkisstjórnina.

 

En Gunnari Braga getur hafa tekist að sameina stjórnarandstöðuna!

Ég hef alveg frá upphafi þessa kjörtímabils - verið eindregið þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin ætti ekki að hreyfa neitt við aðildarmálinu - - láta viðræðuferlið haldast í frosti því sem það var statt í við upphaf þess.

Þannig að sá valkostur stæði opinn að hefja aftur viðræður síðar, ef þjóðin velur þá flokka sér til fylgilags er vilja halda viðræðum áfram.

Einfaldlega vegna þess, að ég var -algerlega viss um það fyrirfram- að sérhver tilraun stjórnarflokkanna, til að binda formlega endi á viðræðuferlið.

Mundi mælast afar illa fyrir - ekki einungis að slík tilraun mundi eytra pólitíkina á Alþingi, heldur að slík tilraun gæti ýft upp allt þjóðfélagið í ljósi þess hve merkilega mikill stuðningur landsmanna hefur verið við -viðræðuferlið sjálft!

  • Mér virðist þetta einmitt koma á daginn, í ljósi - mótmælanna á Austurvelli um daginn.
  • Gríðarlegt mælt fylgi nú við það að hefja viðræður að nýju.
  • Síðan þessa miklu fylgissveiflu Pírata.

En Píratar eru sennilega að græða á málinu - vegna þeirrar afstöðu að -styðja þjóðaratkvæðagreiðslur.

En þeir hafa alltaf sagt, að hvað sem er í gangi, eigi þjóðin að ráða.

Í ljósi mikils vantrausts á öðrum flokkum, á Alþingi, virðist sem að stuðningur við þá hugmyndafræði hafi allt í einu - - gosið upp í kjölfarið á bréfaskriftum Gunnars Braga.

Vill að stjórnarandstaðan geri með sér kosningabandalag

  • Þ.e. merkileg breyting ef -Birgitta- vill allt í einu inn í ríkisstjórn á nk. kjörtímabili, en áður hefur hún talað gegn því að Píratar starfi í ríkisstjórn.
  • En ef af verður, hefði kosningabandalag Pírata - Samfylkingar - Bjartrar Framtíðar, möguleika á að ná fram meirihluta!
  • Ef óvinsældir ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna viðhaldast.

Það væri áhugavert afrek af Gunnari Braga - að takast að sameina vinstri flokkana, fyrir utan VG - um 2-sameiginleg málefni, þ.e. nýja stjórnarskrá og aðildarmálið.

 

Niðurstaða

Enn eru 2 ár til kosninga, þannig að ekki er víst hvort að bréfaskriftir Gunnars Braga leiða fram það kosningabandalag vinstri flokka gegn ríkisstjórnarflokkunum, sem Birgitta talaði um í kvöldfréttum á laugardag.

Eitt virðist þó öruggt, að þær bréfaskriftir skýra gríðarlega og snögga fylgisaukningu Pírata upp í tæp 30%. Þó ólíklegt virðist að Píratar haldi því fylgi - miðað við reynsluna.

Skal maður ekki fullyrða slíkt fyrirfram - - en ef atlaga Birgittu að leiðtogahlutverki í stjórnarandstöðu við núverandi ríkisstjórn, leiðir til þess að hún verður í því leiðtogasæti.

En Árni Páll er nú veiktur mjög af leiðtogakjöri helgarinnar, og á því erfitt með að stíga inn í slíkt leiðtogahlutverk. Samtímis því að fylgisleg staða Bjartrar Framtíðar vart býður upp á slíkt heldur.

Þá gæti það alveg gerst, að Pírötum takist að taka að sér það leiðtogahlutverk - - í því tilviki má vel vera að þeir haldi þessu -óánægjufylgi- sem þeir hafa nú fengið að stórum hluta.

En sögulega séð, safnast óánægjufylgið til þess flokks, sem er í stjórnarandstöðu - sem tekst að taka að sér slíkt leiðtogahlutverk.

Svo kannski alveg óvænt!

Hefur Gunnari Braga tekist að leiða fram nýtt öflugt stjórnmála-afl á Íslandi :)

Sjálfsagt er það ekki það hlutverk sem hann ætlaði sér, að verða sameiningar-afl vinstrimanna!

 

Kv.


Sjarmerandi menn sem Pútín velur sér sem meðreiðarsveina

Ég rakst á áhugaverða viðtalsgrein í Der Spiegel þar sem viðtal er tekið við áhugaverðan karakter sem heitir Igor Girkin - betur þekktur sem Igor Strelkov "sem lauslega þíðist sem skytta": The Man Who Started the War in Ukraine

Strelkov in Donetsk last July. He is now in Moscow, but still fighting to return Russia to past greatness.

"Strelkov in Donetsk last July. He is now in Moscow, but still fighting to return Russia to past greatness."

 

Strelkov vill meina að hann hafi persónulega hafið stríðið í A-Úkraínu

Hann virðist hafa -flakkað á milli stríða- minnir að því leiti á "íslamista" jihadista sem flakka frá einu átakasvæðinu til þess næsta - - nema að auðvitað Strelkov hefur allt önnur markmið, þó á sinn persónulega hátt, virðist hann eins róttækur.

  1. ""I was the one who pulled the trigger for war," Strelkov boasts." - "In our conversation, he compares himself to the Bosnian-Serb nationalist Gavrilo Princip, whose assassination of Austria's heir to the throne Archduke Franz Ferdinand in 1914 set off World War I."
  2. "Strelkov,...says that he was already in Crimea on Feb. 21, 2014, the day that Yanukovych fled Kiev. Prior to that, he spent time on Maidan Square in Kiev scouting his future opponents."
  3. "In April 2014, Strelkov, joined by armed irregulars from Russia, marched from Crimea to the provincial city of Sloviansk, which is strategically located between the population centers of Donetsk and Kharkiv. "In the beginning, nobody there wanted to fight," Strelkov recalls. He and his men attacked a police station in Sloviansk and created facts on the ground. Later, he became the so-called defense minister of the separatist Donetsk People's Republic..."
  4. "...last August, the Kremlin ordered him to return to Moscow from Donetsk, a command that Strelkov still hasn't gotten over."
  1. "Strelkov wants to see the reemergence of a Russian empire under the leadership of a totalitarian leader and dreams of a czar in the mold of Stalin."
  2. "Mankind, he says, has "too little experience" with democracy which is why he is a "proponent of an Orthodox monarchy," Strelkov says."
  3. "That world, Strelkov says, should include Belarus, Georgia, Armenia and perhaps even Central Asia. But Ukraine is definitely part of it, in his view. "The real separatists," he says, "are the ones in Kiev, because they want to split Ukraine off from Moscow.""
  4. "He is among those powers who believe that Putin is not acting decisively enough in eastern Ukraine..." - ""Why didn't we destroy the Ukrainian army back in September?" Strelkov asks."
  • "Ukraine was Strelkov's fifth war. In 1992, he joined the fight in Transnistria on the side of the pro-Moscow separatists. He then volunteered for both of the wars in Chechnya and even joined the war in Bosnia, fighting for Serbia in a unit of Russian volunteers called the "Czarist Wolves."
  • "In eastern Ukraine, Strelkov handed down death sentences on his own, citing a World War II decree issued by the Soviets in the summer of 1941 following the German invasion."

Mér finnst orð öfgamannsins Strelkov athyglisverð - - því þessi maður var "varnarmálaráðherra" hins svokallaða -Donetsk People's Republic- sl. sumar eða þangað til að Pútín skipaði honum að snúa heim til Moskvu.

Takið eftir því sem ég - - rauðlita.

En rauðlitaða setningin þ.s. hann furðar sig á því -af hverju við lögðum ekki her Úkraínu í rúst sl. september- virðist bein viðurkenning af hans hálfu á því, að Rússland virkilega hafi fjölmennar hersveitir í A-Úkraínu.

En einmitt í September stóðu yfir harðir bardagar Úkraínuhers - við svokallaða uppreisnarmenn.

Orðin 2-sem ég rauðlita og undirstrika - þar virðist hann viðurkenna stríðsglæpi, þ.e. aftökur án dóms og laga. En það passar við SÞ skýrslur um alvarleg brot á mannréttindum í A-Úkraínu talin framin af uppreisnarmönnum - - > Þess vegna tek ég þau orð hans trúanleg.

  • Þessi maður vann fyrir -Pútín- í A-Úkraínu, og á Krím-skaga, var meira að segja staddur á Maidan torgi þegar lætin þar stóðu yfir.
  • En það að Pútín gat skipað honum að snúa heim, þíðir að hann hefur haft töglin og haldirnar á þessu liði. Þó hann hafi leyft honum um tíma að spila frekar frjálslega þegar hann og vinir hans - sambærilegir öfgamenn sennilega, voru að skipuleggja þessa "uppreisn" fyrir hið "mikla Rússland."

Þegar maður veit að þessi maður, sem var þarna beint í miðju hringiðunnar þegar þessu "uppreisn" hófst - - og samtímis, veit að hann er andvígur lýðræði.

Þá skilur maður af hverju þetta heitir "peoples republic" þ.e. "alþýðulýðveldi."

En það sé vegna þess, að þessir menn - sakni Sovétríkjanna! En öll fyrrum kommúnistaríkin nefndu sig "alþýðulýðveldi."

Og að auki, er áhugavert að þing "Donetsk Peoples Republic" heitir "Supreme Soviet" ekki "Duma." Önnur vísbending um að þetta lið - sé undir stjórn aðila sem sakna Sovétríkjanna.

Svo sá ég á sl. ári áhugavert viðtal við -forseta þing Alþýðulýðveldisins Donetsk." Og sá -eins og Strelkov- var ekki að fara neitt í felur með aðdáun sína á fortíð Rússlands sem "alræðisríkis" sbr:  Áhugavert að nafn þings "Alþýðulýðveldisins Donetsk" skuli vera "Supreme Soviet"

Rebels in Eastern Ukraine Dream of Reviving Soviet Heyday :"Boris O. Litvinov, the chairman of the Supreme Soviet..." - “Over the past 23 years Ukraine created a negative image of the Soviet Union,” ... “The Soviet Union was not about famine and repression. The Soviet Union was mines, factories, victory in the Great Patriotic War and in space. It was science and education and confidence in the future.”

Þegar maður hefur slíka karaktera sem skipuleggja uppreisn.

Þá veit maður hverskonar liði þeir safna í kringum sig.

Þeir safna ekki í kringum sig -lýðræðissinnum.

 

Niðurstaða

Strelkov eins og fram kom, hefur verið í flestum þeirra stríða sem Rússland hefur tengst sl. 20 ár beint eða óbeint, þ.e. Tétníu, Transnistria, hann barðist með Bosníu Serbum, Krim-skaga, og síðan Donetsk héraði í A-Úkraínu.

Hann virðist mér vera þ.s. flokkast "agitator" nema að hann er ekki að æsa til "uppþota" hedur til "vopnaðra átaka." Einhver greinilega heldur honum uppi - - en maður getur ekki haft þetta sem starf, nema að hann fái laun greidd fyrir það úr einhverri átt.

Fyrst að Pútín gat skipað honum að koma heim, þó honum hafi mislíkað það herfilega - þá væntanlega vitum við svarið við því hver borgar launin hans.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband