Hræðsluáróður Pútíns

Það hefur vakið töluverða athygli - sjónvarpsþáttur sem fluttur var í rússneska ríkissjónvarpinu sl. sunnudag, þ.s. er langt viðtal við Pútín - sem lét að sjálfsögðu ekki tækifærið sleppa frá sér að látta hluti flakka!

Ukraine conflict: Putin 'was ready for nuclear alert'

Putin Claims He Was Ready to Break Out the Nuclear Weapons Over Crimea

Vladimir Putin says Russia was preparing to use nuclear weapons 'if necessary' and blames US for Ukraine crisis

Putin was ready to put nuclear weapons on alert in Crimea crisis

Russian President Vladimir Putin chairs a meeting with the government - 4 February 2015

Mesta athygli hafa vakið eftirfarandi ummæli:

Þegar hann var spurður út í hvort hann hafi verið tilbúinn í að hóta beitingu kjarnavopna - “We were ready to do this ... (Crimea) is our historical territory. Russian people live there. They were in danger. We cannot abandon them.”  

"Mr Putin said that Moscow had been prepared to use any military means necessary to defend Crimea against “the nationalists” in Kiev and their “puppet masters”: the US government."

“You are where? Thousands kilometres away?” Mr Putin said, addressing the US in the broadcast. “We are right here. This is our land . . . We were ready for the worst possible scenario.”

  • Svo vekur einnig athygli - að hann hefur formlega nú loks viðurkennt, að rússneskum Speznak sveitum var beitt á Krím-skaga, þó hann haldi því "ranglega fram" að beiting þeirra hafi ekki verið "innrás."

 

Ég lít á kjarnorkutal Pútíns sem augljósan hræðsluáróður

Ég hef heyrt það umtal á netinu, að ef Vesturveldi fara að aðstoða með vopnasendingum her Úkraínu - - gæti það leitt til "kjarnorkuárásar."

Í sjónvarpsþættinum á Rás 1 rússn. sjónvarpsins, virðist Pútín - - leggja deiluna um Krím-skaga, og, um A-Úkraínu.

Að jöfnu við Kúpudeiluna á 7. áratugnum, þegar heimurinn virkilega rambaði á barmi kjarnorkustríðs.

Ég aftur á móti lít á umræðu Pútíns - sem "bravado" - sem tilraun til að skapa þá hræðslu að hans viðbrögð séu "óútreiknanleg."

Þess vegna, geti verið að - átökin leiði alla leið í það versta mögulega!

  1. Slíkt gæti verið útreiknað, úthugsað - til þess að skapa "lamandi ótta" hjá lýðræðiskjörnum stjórnendum í Evrópu, og Bandaríkjunum.
  2. Í von um, að óttinn mundi "varna mönnum sýn" um það hve gersamlega órökrétt slík viðbrögð væru.
  3. Og því hve afskaplega ólíklegt sé, að Rússlandsstjórn hafi raunverulega verið alvarlega að íhuga að hóta beitingu kjarnavopna - eða jafnvel íhuga beitingu þeirra í hugsanlegri sviðsmynd, að átökin vaxi stig af stigi.

 

Pútín vs. Hitler!

Ég held að flestir samþykki að Adolf Hitler hafi verið - galnasti leiðtogi evrópsks ríkis á 20 öld. Að auki samþykkja líklega flestir - að Pútín sé ekki eins galinn og Hitler.

  1. Staðreynd 1, er sú að Hitler réð yfir eiturgas vopnum, hans vísindamenn höfðu þróað gasvopn sem voru mun hættulegri en þau er beitt var í Fyrri Heimsstyrrjöld, og einnig miklu mun mannskæðari - taugagas sem drepur ef það snertir bert hörund. Svo mannskæð - - að nánast engin vörn hefði verið möguleg.
  2. Samt fyrirskipaði Hitler aldrei nokkru sinni beitingu þeirra vopna gegn herjum Vesturverlda, né gegn borgum í Bretlandi eða annars staðar í Evrópu.
  3. Ekki beitti hann heldur þeim vopnum, loka ár stríðsins - - þegar herir Vesturvelda og Sovétríkjanna, réðust inn fyrir landamæri Þýskalands.
  4. Ekki einu sinni, þegar skriðdrekar Rauða-hersins voru að skjóta Berlín í rústahrúgu, þegar síðasta örvæntingarfulla orrusta herja Hitlers stóð yfir örfáum dögum áður en hann svipti sig lífi.
  • Við getum verið viss um, að Hitler tók ekki þessa ákvörðun vegna þess að hann væri mannvinur.
  • Nei, hann vissi að það sama gilti gagnvart eitur-árás frá herjum og flugherjum Vesturvelda, að engin raunhæf vörn væri heldur fyrir hendi fyrir borgara Þýskalands, eða hans eigin hermenn. Þ.s. eftir allt saman, höfðu Vesturveldi einnig þróað fullkomnari gasvopn eins og Þjóðverjar.

Í þessu felst punkturinn!

Að til þess að fá menn til að trúa því, að raunhæft sé að ætla að Pútín beiti kjarnavopnum vegna deilunnar í Úkraínu!

Þá þarf maður að trúa því, að Pútín sé eftir allt saman - galnari en Hitler!

En rökin gegn beitingu kjarnavopna eru þau nákvæmlega sömu - að gegn þeim er engin vörn!

Engin leið því - að tékka af tjónið!

Þ.e. á þessum punkti - sem hræðsluáróður Pútíns bregst, og maður einfaldlega brosir út í annað, er maður fréttir af hótunum af þessu tagi! Algerlega ótrúverðug hótun!

 

 

Niðurstaða

Það séu hreinar línur, að ekki komi til greina að Rússland eða Pútín, sé tilbúinn í að taka áhættu á -gereyðingu- út á Úkraínu eða Krím-skaga.

Hvorki Krím-skagi né A-Úkraína, sé þess virði að hætta á gereyðingu Rússlands.

Þetta sé alveg augljóst!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Hvorki Krímverjar né aðrir Rússar munu gefa Kíev-fasistunum eftir Krímskaga eftir.

Auðvitað eru Rússar "tilbúnir" til að beita kjarnorkuvopnum. Þeir eru það alltaf. Alveg eins og Bandaríkjamenn og aðrar kjarnorkuþjóðir. Í því felst fælingarmátturinn.

Vésteinn Valgarðsson, 17.3.2015 kl. 23:39

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Mér datt strax í hug þegar ég frétti af þessu viðtali við Pútín eftir að hann hafði verið "fjarverandi" og ekki látið sjá sig á opinberum vettvangi í nokkurn tíma, að hann hefði verið að nota ákveðið stjórnkænskubragð með því að gerast 'ósýnilegur' um tíma. Sem gerði það að verkum að ýmsar kjaftasögur fóru í gang. Pútín vissi hvað hann var að gera.

Þetta virðist afa svínvirkað: láta sig hverfa um stund, ýta undir kjaftasögur og þegar hann birtist loksins, eru fjölmiðlar orðnir svo sólgnir í að vita eitthvað, og aðallega hvort Mr. Pútín sé á lífi eður ei (það er nú eitt sem fjölmiðlar í fáránleik sínum velta fyrir sér), þannig að Mr. Pútín fær alla þá fjölmiðlaumræðu sem hann ætlaðist til með stjórnkænskubraðginu: drottningarviðtal með alla fjölmila heimsins í andlitinu.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 17.3.2015 kl. 23:53

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Elskið hann eða hatið hann, hann er rosalega kænn.

Vésteinn Valgarðsson, 17.3.2015 kl. 23:57

4 Smámynd: Snorri Hansson

Ég hnaut um þýðingu á ræðu sem Pútin hélt í haust og þar kemur hann að flestum málum. Eftir að hafa hlustað á hana verð ég að segja að hann er bara nokkuð fulle femm Einar Björn :

https://www.youtube.com/watch?v=iIcurG4rSK0

Snorri Hansson, 18.3.2015 kl. 03:15

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vésteinnn - Kíev fasistar? Það eru engir fasistar þar við völd.

Það eru aftur á móti fasistar við völd í öðru landi, þeir eru við völd í Kreml.

En ég er alveg viss um, að Pútín hefur innleitt rússn. þjóðernisfasisma, og sá er nú kjarni hans valda, og hvernig hann hegðar sér við stjórn eigin lands - - virðist fasískt í ætt við menn eins og Pinoshet eða Franco.

Þetta er nefnilega "sniðugheit" áróðursmeistarans í Kreml, að hann ruglar fólk í ríminu með því að ásaka aðra til þess að beina sjónum frá því sem hann sjálfur er að gera.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.3.2015 kl. 10:45

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Snorri Hansson, ég efa það ekki, þess vegna er ég viss að hann var að hræða fólk sl. sunnudag.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.3.2015 kl. 10:47

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Hefurðu ekki, Einar, heyrt um Svoboda og Pravy Sektor? Og Azov-herdeildina? Hefurðu heyrt um ofsóknirnar sem Simonenko formaður kommúnistaflokksins hefur orðið fyrir, m.a. morðtilraunir? Hefurðu heyrt um tilraunirnar til að banna Flokk héraðanna og kommúnistaflokkinn? Hefurðu heyrt um viðvaranirnar sem Alþjóðasamtök gyðinga hafa gefið út? Og hefurðu heyrt um leyniskytturnar sem skutu á lögregluna og sitt eigið fólk síðasta vetur?

Vésteinn Valgarðsson, 18.3.2015 kl. 12:10

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Vésteinn, það er vitað að til staðar er hópur róttækra þjóðernissinna í Úkraínu - á hinn bóginn sé ég ekki með hvaða hætti þeir eru verri en róttækir stuðningsmenn Pútíns, eða þeir sem hann hefur valið sér til fylgilags í A-Úkraínu sem virðast virkilega vera afar róttækir.

----------------------

Já, ég hef heyrt um atburði miðvikudagsins lokavikuna - vandinn við frásagnir af þeim atburðum, virðist sá - að báðir hafa rétt fyrir sér. Þ.e. -það var skotið á lögregluna- og -lögreglan skaut á mótmælendur.

Með öðrum orðum, það voru tveir atburðir, sá fyrri þegar lögreglan gerði atölögu að mótmælendum, virðist hafa verið skotið á þá úr nærstöttu húsi, einhver fj. lögreglumanna orðið fyrir meiðslum, lögreglan hörfað síðan.

Svo sækja mótmælendur fram, það virðist að lögreglan hafi þá skotið á hóp mótmælenda - þá varð manntjón ekki bara einhverjir særðir.

--------------------------

Þ.s. aftur á móti síðar um kvöldið gerðist, var - - mikilvægara. En þá klofnaði Flokkur Héraðanna á þingi, hluti þingmanna hans - gekk til liðs við stjórnarandstöðuna. Og þá hafði stjórnin ekki lengur þingmeirihluta.

Nýr þingmeirihluti varð til - svo daginn eftir skipaði hinn nýi þingmeirihluti sveitum Innanríkisráðuneytis að hverfa til búða sinna:

-----------------

"Inna Bogolovskaya, (fyrrum þingmaður flokks forsetans)...said the retreat was merely a response to a resolution adopted late Thursday that week by the Ukrainian Parliament that ordered all Interior Ministry troops and police officers to return to their barracks." - "Ms. Bogolovskaya said that the Thursday night vote sent an emphatic message to Mr. Yanukovych and his last backers that Parliament...had given up on him." - "This was the moment that Yanukovych realized that he no longer had even Parliament on his side,”"

-----------------Eftirfarandi er einnig athyglisvert:

"Andriy Tereschenko, a Berkut commander from Donetsk who was holed up with his men in the Cabinet Ministry, the government headquarters in Kiev..." - "Around 2 p.m. that Friday,..., Mr. Tereschenko received a call from a deputy interior minister, Viktor Dubovik, with an order to leave the city." - "Mr. Dubovik, he said, put him in touch with the opposition lawmaker Mr. Pashinsky, who escorted the Berkut commander and his 60 or so men to the edge of town, from where they drove overnight by bus to Donetsk."

"Mr. Pashinsky estimated that in all, he arranged escorts out of the city for more than 5,000 officers from the riot police, Interior Ministry forces and other security units, like the special operations unit, Alfa." - "He said Mr. Dubovik was just one of the officials he worked with on the mass evacuation, but added that he did not know where the order to retreat had originated."

------------------------------------------------

    • Taktu eftir þessari áhugaverðu samvinnu, aðstoðar innanríkisráðherra, við þingmann stjórnarandstöðuflokks, við það verk - að koma liðsmönnum sveita innanríkisráðuneytis, út úr höfuðborginni?

    Viðtöl blaðamanna NYTimes við starfsmenn Berkut sveita, sýna fram á að brottflutningur Berkut sveitanna á fimmtudag frá Kíev, fór fram fremur fljótt og örugglega fyrir sig.

    http://www.nytimes.com/2015/01/04/world/europe/ukraine-leader-was-defeated-even-before-he-was-ousted.html?_r=0

    Skv. Inna Bogolovskaya voru þær sveitir að hlýða fyrirmælum hins nýja þingmeirihluta.

    ------------------------

    Síðan á föstudag flúði forsetinn Kíev, síðla dag - eftir að sveitir þær sem gættu bústaðar hans, hurfu af vettvangi.

    Þetta er allt og sumt sem gerðist -virðist mér eftir þeim upplýsingum sem ég hef- að stjórnin féll eftir að hluti þingflokks Flokks Héraðanna, gekk til liðs við stjórnarandstöðuna.

    Það getur verið að manntjónið á miðvikudag hafi haft áhrif á ákvörðun þeirra þingmanna, að ganga til liðs við stjórnarandstöðuna.

    En með falli þingmeirihlutans - - var stjórn forsetans fallin.

    Og skipun þingsins til sveita Innanríkisráðuneytisins, leiddi þá sjálfkrafa til flótta forsetans - eftir að sveitir sem gættu hans, sem þá voru bersýnilega hluti af sveitum Innanríkisráðuneytisins, hurfu einnig til búða sinna.

      • Skv. þessu lít ég á fullyrðingar um valdarán, sem stórfellt villandi í besta falli.

      Eftir að stjórn sé fallin - - hafi sitjandi þing rétt til að skipa nýja stjórn. 

      Þ.e. ekkert í þingræðisreglum sem bannar, að setja stjórn til bráðabirðga skipaða þeim sem ekki eru þingmenn - svokölluð "utanþingsstjórn."

      Svo fremi sem stjórnin er háð áfram þinginu um samþykkt laga - sem var, þá með engum hætti kollvarpar það þingræðinu, að stjórn falli - jafnvel þó einhver hluti þingmanna kjósi einnig að leggja á flótta - svo fremi sem þeir þingmenn sem eftir eru, eru nægilega margir til þess að uppfylla reglur um lágmarks viðveru þingmanna á fundum.

      Þá sé ég ekki nein augljós merki um lögbrot, né stjórnlagabrot.

      Þannig séð, sé ég ekki nein augljós merki, um að neitt óeðlilegt hafi gerst umfram t.d. þ.s. gerðist á Íslandi þegar fjöldi manns mótmælti stjórn Geira og Sollu þar til sú stjórn fór frá.

        • Meginmunur að hún fékk að vera áfram í nokkra daga sem starfsstjórn - að ráðherrar hennar flúðu ekki land.

        • En það hefði alveg verið unnt að hugsa sér að svo mikil hefði heiftin verið hér, að það hefði gerst - - þá hefði munurinn horfið.

        ------------------------

        Ég hef heyrt af því að 3-héraðsstjórnir hafi gert tilraun til þess að banna Flokk Héraðanna - - mér skilst að það hafi verið  ólögleg aðgerð sem ekki stóðst.

        Honum hafi ekki verið bannað síðar meir að bjóða fram - flokkurinn hafi sjálfur ákveðið að vera ekki í framboði.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 18.3.2015 kl. 15:14

        9 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

        Íbúarnir í Donetsk og Lukhansk eru flestir af rússnesku bergi brotnir, eins og raunar tæpur helmingur íbúa Úkraínu og m.a. næstum allir íbúar Krím. Úkraína er ekki þjóðríki í þeim skilningi að etnískir úkraínumenn séu þar í miklum meirihluta, hún er fjölþjóðaríki eins og Rússland. Ég skil vel að íbúarnir á Krím og í A-Úkraínu hrökkvi í kút þegar valdaránsstjórnin í Kiev ætlar sér að fara að afnema rússnesku sem opinbert mál.

        Það er á sinn hátt athyglisvert hvað lögreglan í Kiev sýndi mikla stillingu - en henni var kennt um þegar var skotið á mótmælendur og nokkuð margir þeirra féllu. Skotvopnasérfræðingar rannsökuðu síðan hvaðan skotin hefðu komið. Þau komu af þökum háhýsa sem voru á valdi stjórnarandstæðinga. Þetta er svipað því sem stjórnarandstaðan í Venezuela gerði 2002 eða 2003, þegar þeir skutu á sína eigin menn til að láta lögregluna líta illa út. Þá voru þeir bara svo óheppnir að írskir kvikmyndagerðarmenn voru á staðnum og náðu myndum af þeim.

        Það er ekki skrítið að þetta líti svipað út, þetta er unnið eftir sömu handbókinni.

        Vésteinn Valgarðsson, 18.3.2015 kl. 18:32

        10 Smámynd: Daníel Sigurðsson

        Smá ábending eða öllu helfur viðbót varðandi millikaflan Pútín vs. Hitler:

        2. Samt fyrirskipaði Hitler aldrei nokkru sinni beitingu þeirra vopna gegn herjum Vesturverlda, né gegn borgum í Bretlandi eða annars staðar í Evrópu.

        Allt frá því að ógnvænlega fór að halla undan fæti fyir herjum Þjóðverja á Austurvígstövunum hvöttu margir hershöfðingja þeirra Hitler til að beita hinu mannskæða taugagasi á Rauðaherinn. Finna má virta sagnfræðinga sem benda á að neitun Hitlers byggist ekki ólíklega á reynslu Hitlers á eigin skinni í fyrri heimsstyrjöld á Vestur-vígstövunum (Frakklandi). Þurfti hann, hætt kominn og kvalinn, að liggja á herspítala um margra mánaða skeið áður en hann var sendur aftur á vígstöðvarnar. Missti hann m.a. alveg sjónina um lengri tíma. (Læknar hafa bent á að Parkinsonveiki Hitlers, sem ágerðist eftir fall 6. hersins við Stalíngrad megi líklega að einhverju leyti rekja til gaseitrunarinnar). Hitler mun hafa sagt á þá leið að hann gæti ekki tekið áhættuna á því að íbúar stórborga Þýskalands fengju gasið í ofanálag við sprengjuregn Vesturveldanna úr lofti. 

        Og varðandi 4. lið smá viðbót:

        Við lestur bókarinnar Síðasta orustan, eftir Cornelius Ryan, má eiginlega furðulegt heita að e-ð hafi í raun verið eftir fyrir skriðdrekar Rússa að rústa.

        Já, og vitakuld verður Hitlers varla nokkurntíma minnst sem mannvinar. En vildi hann ekki a.m.k. Aríum þýskra borga vel þó að stríðsgæfan yfirgæfi hann um mitt stríðið?  Mér hefur lengi fundist dálítið klisjukennt orðið "mannvinur" í skrifum um stríð. Ef Kúbudeilan (1962) hefði endað með tortímingarstríði. Hvorn myndu kakkalakkarnir (hinir einu eftirlifandi) telja minni mannvin í Jarðar-sögunni Kennedy eða Krútsjeff?                

        Daníel Sigurðsson, 18.3.2015 kl. 21:11

        Bæta við athugasemd

        Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

        Um bloggið

        Einar Björn Bjarnason

        Höfundur

        Einar Björn Bjarnason
        Einar Björn Bjarnason
        Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
        Apríl 2024
        S M Þ M F F L
          1 2 3 4 5 6
        7 8 9 10 11 12 13
        14 15 16 17 18 19 20
        21 22 23 24 25 26 27
        28 29 30        

        Eldri færslur

        2024

        2023

        2022

        2021

        2020

        2019

        2018

        2017

        2016

        2015

        2014

        2013

        2012

        2011

        2010

        2009

        2008

        Nýjustu myndir

        • Mynd Trump Fylgi
        • Kína mynd 2
        • Kína mynd 1

        Heimsóknir

        Flettingar

        • Í dag (20.4.): 0
        • Sl. sólarhring: 3
        • Sl. viku: 711
        • Frá upphafi: 0

        Annað

        • Innlit í dag: 0
        • Innlit sl. viku: 649
        • Gestir í dag: 0
        • IP-tölur í dag: 0

        Uppfært á 3 mín. fresti.
        Skýringar

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband