Bloggfærslur mánaðarins, september 2014
30.9.2014 | 23:44
Getur verið að nálgast úrslitastund fyrir evruna
Nokkrir þættir hafa vakið athygli - síðustu vikur. Fyrsta lagi, að tilboð Seðlabanka Evrópu til evrópskra bankastofnana svokölluð TlTRO lán. Að eftirspurn reyndist einungis ca. 1/4 af framboði af lánsfé - - með öðrum orðum, að þessi nýi lánapakki - - floppaði. Öðru lagi, frekari fregnir hafa borist af því, að hagvöxtur í Evrópu sé - - virkilega arfaslakur. Þriðja lagi, frétt dagsins í dag að verðbólga á evrusvæði sé nú einungis 0,3%.
- Fyrir bragðið beinast spjótin nú að Seðlabanka Evrópu, sérstaklega Mario Draghi.
Mario er með enn eitt útspilið:
Mario Draghi pushes for ECB to accept Greek and Cypriot junk loan bundles
Asset-backed securities: Back from disgrace
Eins og ég skil þetta, þá er tilboð Draghi - hans nýjasta útspil - ætlað til þess að styrkja fjármálastofnanir í S-Evrópu
Mario Draghi, er þá -vísvitandi- að bjóða "ECB" fram sem móttöku aðila fyrir lántökuáhættu. Þetta er reyndar ekki "alveg nýtt" en Draghi hefur þegar nefnt þessa leið - í nokkur skipti.
Sbr: Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 4 September 2014: "The Eurosystem will purchase a broad portfolio of simple and transparent asset-backed securities (ABSs) with underlying assets consisting of claims against the euro area non-financial private sector under an ABS purchase programme (ABSPP)."
En nú vill hann - - hleypa þessu prógrammi af stokknum. En skv. því -eins og ég skil það- þá býður "ECB" upp á að kaupa af bönkum - - lán til fyrirtækja annarra en fjármálastofnana.
----------------------------------------
- Ef einhver man eftir "undirlánakrísunni" sbr. "sub prime crisis" - þá var hún stórum hluta búinn til af fyrirtækjum, sem stunduðu það vísvitandi að "selja frá sér veitt lán - jafnóðum" sem þíddi að þar með "dreifðu þau áhættunni yfir allt fjármálakerfi heimsins" meðan að þau á móti "losuðu sig við alla áhættu" en - - hirtu lántökugjald í hvert sinn.
- Þessum fyrirtækjum virtist alfarið saman um gæði þeirra lána sem veitt voru, þ.s. þau seldu þau alltaf frá sér, jafnóðum. Bissnessinn - - virtist snúast um "lántökugjaldið."
----------------------------------------
- Punkturinn er auðvitað sá, að þetta getur haft verulega "jákvæð" áhrif til þess að "örva hagkerfin í S-Evrópu."
- En þó svo að "afleiður" - "asset based securities" hafi eðlilega á sér "óorð" eftir undirlánakrísuna - - þ.e. hve skeytingarlaust og ábyrgðalaust bandar. einkafjármálastofnanir misnotuðu afleiðuformið. Til þess beinlínis - að spúa "fjármálaeitri yfir hagkerfi heimsins."
- Þá auðvitað er "Draghi" að nota afleiður með allt öðrum hætti - - sem ég mundi ekki vilja samþykkja að sé óábyrg aðferð.
- En mér virðist, að með því að kaupa "lélegustu lánin" - þau sem "minnst raunverulegt andvirði er í" - þá mundi "ECB" í raun og veru, "veita S-Evrópu töluvert umfangsmikla efnahagsaðstoð."
- Og það einmitt veitir alls ekki af því, að aðstoða S-Evrópu.
En slík yfirtaka "ECB" á verstu lánunum - - mun auðvitað "létta undir fjármálastofnunum í S-Evrópu."
Og þar með, er raunhæft að ætla, að framboð á lánsfé geti aukist einmitt á þeim svæðum í Evrópu, þ.s. hvað mestur samdráttur hefur verið á lánveitingum innan Evrusvæðis.
En ekki bara það, heldur að með því að "lækka verulega afskriftar kostnað fjármálastofnana í S-Evrópu" - "þá ættu þær S-evr. fjármálastofnanir að geta séð sér kleift að - bjóða ný lán á betri kjörum."
En þ.e. rökrétt að ætla, að hár afskriftakostnaður, sé ástæða þess að vaxtamunur milli S-Evr. og N-Evr. hafi vaxið umtalsvert síðan 2008.
Og auðvitað - verðið á lánsfé. Hefur mjög mikið að segja um, eftirspurn eftir lánum - - en ekki síst, hvort að fjárfesting borgi sig skv. lánsfjármögnun eða ekki.
- Þannig, að það er alls ekki vonlaust að þessi aðferð - að kaupa lánarusl - geti virkað.
Síðan er það auðvitað - allt annar handleggur.
Hvort að Draghi fær að gera þetta!
Niðurstaða
Ástæðan fyrir titlinum er sú - að í ljósi þess að "dregið hefur úr hagvexti í Evrópu að nýju" þó enn sé hann yfir "0." Og í ljósi þess, að evrusvæði - færist stöðugt nær - verðhjöðnun. Og ekki síst, að hingað til, hefur engin aðgerð sem Seðlabanki Evrópu hefur hrint í framkvæmd. Virkað til að stöðva þá öfugþróun, sem sífellt lækkandi verðbólga á hraðri leið í átt að "0" er.
Þá er rökrétt að ætla, að það nálgist viss úrslitastund.
Varðandi þá aðgerð, að "kaupa rusl" af fjármálastofnunum til þess að "lækka afskriftarkostnað." Þá held ég að rök séu fyrir því, að sú aðferð geti skilað árangri.
Þá eru tvær spurningar:
- Fær Draghi að gera þetta?
- Ef hann fær grænt ljós, hve mikið af rusli fær hann að láta Seðlabanka Evrópu kaupa?
En því umfangsmeira sem prógrammið verður - því stærri verða áhrifin. Að sama skapi, ef upphæðir sem "ECB" fær að kaupa fyrir - eru hlutfallslega smáar miðað við vandann. Þá eðlilega mun slíkt "smátt prógramm" litlu skila.
Þ.e. auðvitað viss hætta - - að prógrammið verði of lítið. Til þess að skila þeim árangri sem til þarf.
En þ.e. auðvitað alltaf hægt að "kaupa meira síðar."
Kannski er nóg að "fá að hefja kaup" - - það dugi til að opna "Pandórubox."
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 1.10.2014 kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2014 | 19:16
Mun Tiananmen hryllingurinn endurtaka sig í Kína, en nú eru fjölmenn mótmæli í Hong Kong og borgum nærri Hong Kong?
Ég held að Tiananmen sé á vörum allra í dag sem fylgjast með bylgju mótmæla sem virðist hefjast í Hong Kong, og standa í tengslum við - ákvörðun stjórnvalda þar skv. þrýstingi frá meginlandinu, að takmarka lýðfrelsi í Hong Kong. Þar sem meira frelsi hefur verið til staðar - en fram að þessu innan Kína.
Hong Kong pro-democracy protests swell as riot police back off
Hong Kong protesters defy Beijing with calls for democracy
Það sem er merkilegt við þetta, er ekki síst - að Kína skuli velja að þrengja að lýðfrelsi í Hong Kong.
En það mun veikja til muna áhuga t.d. íbúa í Tævan, að verða að nýju hluti af Kína.
Á myndinni má sjá greinilega lík liggja í vegkantinum!
En á sínum tíma er Bretar afhentu nýlenduna, þá var loforð með í þeim pakka, að stjv. mundi leitast við, að varðveita þá samfélagsmynd - sem hefur verið til staðar í Hong Kong. Og að mörgu leiti hefur gert Hong Kong að þeim stað sem Hong Kong er.
Þetta getur bent til þess, að Kína meti í dag - að ógnin af því tiltölulega mikla frjálsræði sem hafi verið í Hong Kong, sé meiri ógn - - en hugsanlegur gróði.
Hong Kong er ekki lengur stærsta viðskiptaborgin í S-Kína, heldur hefur Shanghæ tekið sinn gamla sess - - þ.e. kannski það. Sem ræður niðurst. kínv. stjv. - - að þau telji sig ekki þurfa lengur á því að halda, að viðhalda Hong Kong eins og Hong Kong hefur verið.
- En þetta þíðir samt, að það muni draga úr áhuga Tævan búa að ganga Kína á hönd.
Remembering the Tiananmen Square Massacre, 25 Years Later
The Untold Story: 25th Anniversary Tiananmen Square Massacre
Látnir og lifandi á sömu mynd
Eins og þessar grimmu myndir sína, þá vissulega féllu margir á Tiananmen torgi og nærstöddum götum!
Það er þessi útkoma sem ég óttast, að flokkurinn muni senda herinn inn - ef Hong Kong og nærstödd svæði. Ráða ekki við það að halda mótmælendum í skefjum. Sérstaklega ef mótmælin halda áfram að dreifast út.
- En ég er viss að flokkurinn, ef flokksmenn telja að völdum flokksins sé ógnað - - láta sverfa til stáls að nýju.
Í dag ráði ekki "hugmyndafræði" miklu - heldur frekar "græðgi" í peninga og völd. Gríðarleg spilling virðist innan flokksins, þ.s. flokks tengdir falbjóða sig út í viðskiptalífinu - að þeir hafi tengsl. Síðan þiggja peninga, til að aðstoða aðila í viðskiptum við það að fá "land" eða önnur gæði á hagstæðum kjörum, eða námu - eða hvað annað. Eða við það að komast framhjá reglum um vinnuvernd eða hvað annað, jafnvel að sleppa undan sköttum að verulegu leiti.
Eftir því sem flokks meðlimir séu hærra í virðingarstiganum í flokknum - - séu þeir líklega spilltari og auðugri af slíkum peningum. Sjálfir t.d. í stjórn fyrirtækja þó þeir hafi ekkert upp á að bjóða, en að geta útvegað fyrirgreiðslu - - að vera innanbúðar menn.
- Það sé ekki síst þetta fyrirkomulag, sem flokksmenn - muni leitast við að verja.
- Það er, sinn eigin auð - þá aðstöðu er þeir hafa að geta auðgast.
Á sama tíma grafi þessi spilling undan virðingunni fyrir flokknum - - sú sýn vaxi eðlilega ásmegin, að þetta séu allt - - > þjófar.
Ef einhver stuðningur er enn til staðar - - snúist hann um það. Að þrátt fyrir allt tjónið sem spillingin örugglega veldur. Hafa flestir Kínverjar það betur í dag en fyrir 30 árum.
En það á að sjálfsögðu einnig við mörg önnur lönd - - að þar er betra en fyrir 30 árum. Og þar er annars konar stjórnarfyrirkomulag.
Þetta virðast virkileg fjöldamótmæli - það að óeirðalögreglan hafi hörfað. Er ekki endilega ólíkt því sem áður gerðist. En framan af reyndu yfirvöld þá, að semja við mótmælendur - - en eftir að þau höfðu staðið yfir í töluverðan tíma. Og ekki sýnt nein merki þess að vera að hætta.
Varð einhvers konar - - innanflokks bylting. Harðlínumenn náðu völdum yfir honum - og sá sem var leiðtogi flokksins þá dagana sem mótmælin fóru fyrir sig að mestu óáreitt. Hann var dæmdur til langrar fangelsisvistar. Síðan tók við tímabil - - þ.s. mun meiri harka var til staðar en í tíð þess manns.
Það gæti endurtekið sig að nokkru leiti í Kína nú, ef full harka er sýnd - þá megi búast við því, að aukin harka verði sýnd um allt þjóðfélagið, það muni koma nýtt tímabil þegar harka er meiri en verið hefur upp á síðkastið.
Ég á þó ekki von á innanhús byltingu í flokknum, núverandi valdhafar muni læra þá lexíu af fyrirrennara sínum 1989, að sýna hörku sjálfir - - svo að einhver annar innan flokksins hrifsi völdin ekki af þeim.
Niðurstaða
Það er eiginlega það sem mig grunar, að flokkurinn sé hættur að snúast um annað en "völd" og "peninga" þ.e. - - græðgi. Spillingin sé svo víðtæk innan flokksins að hún sé regla - ekki undantekning. Innanbúðar menn falbjóði sig, noti þannig aðstöðu sína til að auðgast persónulega, á móti þjóni þeir aðilum í viðskiptalífinu - - þeirra gróði að miklu leiti tengist þeirri fyrirgreiðslu þeir fá.
- Þetta fyrirkomulag heitir á ensku "crony capitalism" - einnig er gjarnan notað hugtakið "rent seeking."
Hann er á endanum alltaf ákaflega "kostnaðarsamur" fyrir samfélagið, því hann leiðir til spillingar ekki einungis innan valdastéttarinnar - heldur innan fyrirtækjanna sjálfra.
Og þessi spilling hefur tilhneigingu til að vinda frekar upp á sig, versna.
Meðan hagvöxtur er enn til staðar innan Kína - lífskjör fara batnandi.
Umber fólkið þetta, ef til vill - - en annað mundi sennilega gilda. Ef kreppuástand skapast, og almenningur verður þá meir var við kostnaðinn - tjónið af spillingunni.
Spurning hvað flokkurinn gerir - - ef þessi hreyfing fer að dreifast víðar um kínv. samfélag?
Ég held að flokkurinn muni endurtaka leikinn frá - - Tiananmen. Og það áður en hreyfingin nær að berast of víða.
Ef hún sýnir hratt aukna útbreiðslu, þá muni þess skammt að bíða, að herinn fái að tala.
Því víðar sem hún dreifist út - - því harðar verður ástandið þegar flokkurinn lætur til skarar skríða í kjölfarið.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þessu hefur verið haldið fram - af a.m.k. sumum, þar á meðal í Rússlandi. Að Rússland geti hagnýtt sér það ástand. Sem felst í gagnkvæmu viðskiptabanni annarsvegar Rússlands á afurðir frá Vesturlöndum, og Vesturlanda á Rússland - einkum beint að orkufyrirtækjum og bönkum starfandi í Rússlandi; með því að - byggja upp eigin framleiðsluhagkerfi sem komi í stað þeirra vestrænu afurða sem ekki lengur fást í Rússlandi.
Þetta væri að mörgu leiti sambærilegt við það - að byggja upp framleiðslu "að baki háum tollamúrum"
- Það eru auðvitað dæmi um, vel heppnaða uppbyggingu af slíku tagi, að byggt sé upp framleiðsluhagkerfi, og á meðan sé varningur annars staðar frá - útilokaður.
- Á sama tíma, eru einnig dæmi þess, að slík uppbygging - - hafi brugðist gersamlega.
Japan er auðvitað - - langsamlega besta dæmið um land, sem hefur með vel heppnuðum hætti, byggt sitt hagkerfi upp; með háar viðskiptahindranir uppi á sama tíma - gegn innflutningi.
Á sama tíma - - er tilraun Brasilíu á 8. áratugnum, einna þekktasta "varúðardæmið" um það, að slík uppbyggingartilraun, geti einnig brugðist með ákaflega - - herfilegum hætti.
- Svo --> þá er það spurning, hvort líklegra sé, að Rússland - yrði Brasilía - eða Japan?
Ég held að Brasilíska útkoman, sé nægilega líkleg a.m.k. til þess að Rússar þurfi að stúdera það tilvik, af mikilli athygli!
- Japan bjó við það ástand, að "vestrænir markaðir voru opnir fyrir Japanskar vörur" í gegnum öll þau ár, sem Japan byggði upp sitt útflutningshagkerfi í skjóli viðskiptahindrana.
- Japanska uppbyggingin var ávallt - útflutningsfókusað. Það þíddi, að þó svo að "samkeppni innan Japans væri hindruð við erlend fyrirtæki á heimamarkaði" þá voru japönsk fyrirtæki - allan tímann í alþjóðlegri samkeppni, á útflutningsmarkaði.
- Það þíddi, að þó svo að þau hefðu skjól á heimamarkaði, þá komust þau ekki upp með annað - en að vera a.m.k. "eins skilvirk og keppinautarnir" á alþjóðamarkaði. Því annars hefðu japönsku fyrirtækin ekki staðið sig í þeirri vægðarlausu samkeppni sem ríkir milli fyrirtækja á alþjóðamarkaði.
- Að hafa "heimamarkaðinn í skjóli" - gaf þeim visst forskot, en þau gjarnan notuðu heimamarkaðinn til "vöruþróunar" - til að prófa nýja tækni á eigin fólki; nota svo þ.s. reyndist vel utan landsteina.
- Punkturinn er þó sá, að það var - - aðgangur Japans að mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum, allan liðlangan tímann, meðan þessi uppbygging Japans stóð yfir - þar sem japönsk fyrirtæki voru allan tíman í hörðu samkeppnisumhverfi. Sem ég tel að hafi leitt það fram, að japönsk fyrirtæki urðu þau skilvirku öflugur fyrirtæki sem þau eru í dag.
- Alþjóða samkeppnin, hafi haldið þeim skilvirkum - þau hafi ekki komist upp með annað. Þannig að þó það væri "hugsanlega fákeppni á heimamarkaði í Japan" - "þá leiddi það ekki til skorts á skilvirkni megin iðnaðarrisa Japans."
Lykilatriðið - hafi verið aðgangurinn að alþjóða samkeppnisumhverfinu.
- Brasilía hafði "herforingjastjórn á 8. áratugnum" - það má velta fyrir sér hvort stjórnarfar í Rússlandi er líkara stjórnarfarinu sem var til staðar í Brasilíu eða ekki - en rétt er að hafa í huga að flest þessi ár var einungis einn flokkur við völd í Japan. Svo kannski var eftir allt saman þau ár, stjórnarfar í Japan ekki endilega það ólíkt - og "de facto" einsflokks kerfið með kosningum við og við, sem Pútín viðhefur. Það er vitað að stjórnarflokkurinn í Japan var orðinn ákaflega spilltur, herforingjastjórnin í Brasilíu - var það svo sannarlega. Og spillingin í Rússlandi er sannarlega mikil. En þetta eru kannski ekki lykilþættir.
- Mig grunar -eins og ég bendi á að ofan- að aðgangurinn að alþjóða samkeppnisumhverfinu, hafi verið lykilatriðið fyrir Japan. Að Japan gat nýtt sér það, að hafa heimamarkað lokaðan. En samt byggt upp - - skilvirkan iðnað.
- Það grunar mig að sé einmitt veikleiki aðstöðu Rússa - - ef Vestrænir markaðir eru lokaðir. Nema auðvitað, að Rússland geti í staðinn - - opnað sér leiðir inn á markaði í Kína og Indlandi.
- En ég tel að ástæða þess, að uppbygging Brasilíu gekk ekki upp - - að hún var fyrst og fremst - heimamarkaðs fókusuð.
- Þeir lokuðu á innflutning með háum tollamúrum - leituðust við að byggja síðan fyrirtæki sem framleiddu dæmigerðan hátækni neysluvarning sbr. ryksugur, sjónvörp, "heimilistölvur voru ekki þá komnar enn til sögunnar eða GSM símar," útvörp, þvottavélar, ísskápa - - > fyrir eins og ég sagði, heimamarkað.
- Með því að gera litlar tilraunir til þess, að keppa í alþjóða umhverfinu á sama tíma, þ.e. - ekki úflutningsfókusuð uppbygging. Þá hafi fyrirtækin komist upp með að vera - lítt skilvirk. Með því að þjóna bara heimamarkaði að baki tollamúrum.
- Þau notuðu sér pólit. tengsl innan herforingjastjórnarinnar, til að tryggja að samkeppnisreglur væru vægar innan Brasilíu. Svo það byggðust upp greinar - - þ.s. fákeppni í reynd var til staðar.
- Fyrirtækin urðu óskilvirk - ósamkeppnisfær - þeirra vörur voru af lágum gæðastandard en samt dýrar - á endanum framleiðsla sem gat aðeins staðist meðan heimamarkaðurinn var lokaður samkeppni frá innfluttum varningi af sambærilegu tagi.
- Það er þekkt, að gríðarleg spilling er til staðar innan - opinbera kerfisins í Rússlandi.
- Þ.e. ekkert nýtt við hana, ástand sem hefur loðað við Rússland um aldir.
- Það séu líkur á að iðnjövrar geti endurtekið sama leikinn og brasilískir iðnjövrar gerðu, að notfæra sér - - tengsl innan stjórnkerfisins. Til að tryggja að samkeppnisreglur hindri ekki uppbyggingu stórra fyrirtækja er hafi einokunaraðstöðu.
- Ef fyrirtækin síðan fókusa fyrst og fremst á heimamarkað, meðan hann er skýldur fyrir samkeppni utan að frá. Reyna lítt fyrir sér, með það að keppa á mörkuðum utan Rússlands.
- Þá gæti brasilíska dæmið endurtekið sig í Rússlandi. Að uppbyggingin leiði fyrst og fremst til þess, að upp byggist "spillt" og "lítt skilvirk fyrirtæki." Sem einungis geti haldið velli, meðan - - takmarkanir á innflutning eru til staðar.
Á endanum lauk brasilíska dæmið í mikilli kreppu sem skók landið frá því ca. seint á 8. áratugnum, fram til að nálgaðist endalok þess 9.
Úr þessu má lesa þá ráðleggingu til Rússa - - að ef þeir hyggjast byggja upp framleiðsluiðnað fyrir "heimamarkað" - að beita þau fyrirtæki þeim þrýstingi sem þarf - til þess að þau flytji út helst a.m.k. helming sinnar framleiðslu.
Að auki gæta þess, að það séu ekki "of fá fyrirtæki starfandi í hverri grein." Sem dæmi, þá gætti Japan sín vel á því. Að í megin tæknigreinunum, voru ávalt starfandi "nokkur fyrirtæki." T.d. slatti af fyrirtækjum sem framleiddu bíla - - nöfn: Toyota, Honda, Nissan, Mitsubishi, Subaru, Dayhatsu og þar til það fyrirtæki hætti fólksbílaframleiðslu voru líka "Isusu" fólksbílar. 7 - fyrirtæki alls.
Það er raunveruleg hætta fyrir Rússa - að uppbyggingin endi í brasilísku gildrunni.
Niðurstaða
Ég hafna því alls ekki, að Rússland geti mögulega byggt upp framleiðslugreinar í skjóli hindrana. Á hinn bóginn - þurfa þá Rússar að stúdera með fyllstu athygli uppbyggingartilraun S-Ameríku á 8. áratugnum. Ég nefndi Brasilíu sérstaklega, en það var ekki bara Brasilía - þetta var einnig í Venesúela, Argentínu og Chile - - þangað til að Pinochet tók völdin.
En þessi uppbyggingartilraun hafði það sameiginlegt í þessum ríkjum, að byggja á þeirri hugmynd að reisa upp framleiðslu fyrir heimamarkað í skjóli viðskiptahindrana.
Tæknilega séð er það "vel mögulegt."
En það eru augljósar gildrur við slíka uppbyggingu líka, sem auðvelt er að falla í.
Japan tókst að komast framhjá þeim gildrum, og þar endaði uppbyggingin í skilvirkum fyrirtækjum sem Japan býr enn þann dag í dag - að.
- Ég tel að lykilatriðið að uppbygging Japans tókst, hafi verið - - jafn og stöðugur aðgangur japönsku fyrirtækjanna að erlendum útflutningsmörkuðum. Þangað sem þau þegar undir lok 6. áratugarins, hófu að flytja sína framleiðslu í vaxandi mæli.
- Það var líka stefna japanskra stjv. að - auka útflutning. Hvetja iðnaðinn til þess, að flytja sem mest út.
- Alþjóðlega samkeppnisumhverfið, hafi haldið japönsku fyrirtækjunum "skilvirkum" þ.s. alþjóða umhverfið hafi alltaf verið samkeppnisumhverfi. Á sama tíma, virðist að japönsk stjv. hafi leitast við að forðast að, innan Japans væru starfandi of fá fyrirtæki.
Fyrir Rússland - ef það dreymir um að verða "Japan" þá liggur fyrir, hvernig Japanir fóru að þessu. Á sama tíma, er einnig þekkt - með hvaða hætti uppbyggingartilraun S-Ameríku á 8. áratugnum brást.
Mig grunar, að ívið líklegra sé að Rússland endir sem Brasilía - en sem Japan.
Þar komi til, sú mikla spilling sem sé til staðar innan rússn. kerfisins - sem viðskiptajövrar með tengsl, geti sennilega notað sér til að "tryggja fákeppnisumhverfi innan Rússlands."
Og að ekki verði amast við því, að þeir fókusi á að hirða auðveldan gróða í fákeppnisumhverfi í skjóli þess að erlendar vörur, verði hindraðar frá því að keppa við þeirra framleiðslu.
En sú úkoma er ekki - - > örugg.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2014 | 00:54
Ég held að með "loftárásum" á "Islamic State" samtímis að andstæðingar þeirrar hreyfingar eru styrktir; séu Vesturveldi að forðast að endurtaka gömul mistök
Það hefur dálítið flogið sú gagnrýni - að Vesturlönd séu að endurtaka gömul mistök. Með því að "blanda sér í málefni Mið-Austurlanda" enn eitt skiptið. Með því að safna liði gegn samtökunum "Islamic State" sem nú ráða yfir stórum svæðum í Mið-Austurlöndum.
Samkvæmt fréttum eru loftárásirnar - þegar farnar að hafa áhrif!
Wary of air strikes, Islamic State insurgents change tactics
Eins og fram kemur í frétt, eru "IS" að bregðast við með því - að "dreifa sínu liði." Hætt sé að ferðast um í stórum bílalestum - sem auðvelt er að eyðileggja með loftárásum. Heldur séu notuð reiðhjól eða mótorhjól. Að auki séu "IS" liðar hættir að safnast saman í stórum áberandi hópum - heldur fari þeir um í fámennum hópum. Stórar miðstöðvar og höfuðstöðvar - hafi verið yfirgefnar. Og skrifstofum og aðstöðu yfirmanna, dreift hér og þar um húsakynni - á lítt áberandi staði.
- Þetta hefur þann kost, að minnka mannfall.
- Á móti, þann galla - - að þetta ætti samtímis, að lama sóknarþunga liðsafla samtakanna.
En ef þeir geta ekki safnað liðinu saman til "árásar" - án þess að sprengjum sé varpað á slíkan liðsafnað. Þá þíðir það um leið, að "IS" verður gert erfitt - virkilega erfitt, að halda áfram sókn á ný svæði.
- Það sama - - flækir einnig þeirra "varnir" á svæðum.
- Því ef andstæðingar gera "stóra árás" - þá þarf að vera unnt að mæta því með "liðssafnaði."
Þannig getur þessi "taktík" virkað - að loftárásir sjái um að lama bæði sóknarþunga "IS" og varnargetu; samtímis því að andstæðingar eru styrkir með vopnasendingum
Þá í stað þess, að Vesturlönd sendi "her" til að skakka leika - - þá má segja, að þau "afhendi málið til íbúa Mið-Austurlanda."
Þeir sem hafa áhuga á að berjast við "IS" - fá vopn og stuðning. Samtímis því, að loftárásirnar hjálpa þeim, að sækja fram gegn "IS."
Auðvitað þarf að gæta einhvers lágmarks öryggis, þegar vopn eru afhend - þ.e. afhenda þau til "vel skipulagðra hópa" frekar en mjög smárra skæruhreyfinga.
- Þó það sé umdeilt, þá sé ég ekki undankomu frá því - - að vopna uppreisnarmenn í Sýrlandi, þá sem enn berjast við "IS." Og ríkisstjórn Assads í Damascus, samtímis.
- En ég get ekki séð, að það sé réttlætanlegt með nokkrum hætti, að styðja beint eða óbeint, stjv. í Damascus.
En þó að "IS" sé enn verra - - afl. Þá er stjórnin í Damascus það hræðileg, að einungis í samanburði við "IS" - lítur hún skár út.
Sumir halda því fram, að Vesturlönd eigi - að sætta sig við það. Að "Damascus" nái aftur stjórn á landinu eða jafnvel að styrkja stjv. í Damascus, til þess að ná landinu öllu að nýju.
- En þá gleyma menn því, að krísan "hófst eftir allt saman þegar almenningur í Sýrlandi hóf uppreisn gegn stjv. þar."
Eftir að Assad hefur drepið nærri 200þ. og stökkt 8 milljón manns á flótta.
Hlýtur hatur almennings á stjv. að vera - - ákaflega mikið.
Svo mikið, að ég er viss um, að "engin leið sé fyrir Assad að nýju" - "að stjórna landinu."
Að auki þurfa menn að muna, að stjórnin í Damascus, er "minnihlutastjórn" þ.e. hún byggir á þjóðflokki Alavíta sem eru færri en 10% íbúa. Einungis með ógnarstjórn af verstu og grimmustu sort, hefur sá hópur haldið 90% landsmanna niðri.
Uppreisnar-andinn hefur grafið um sig, meðal "meirihlutans" og ég er alveg viss, að "því Pandóru Boxi verði ekki lokað aftur" þ.e. "engin leið sé til baka til ástandsins eins og það var."
----------------------------------
Með því að styðja hópa uppreisnarmanna, á því svæði innan Sýrlands - sem "IS" hefur náð á sitt vald. Gæti hugsanlega verið unnt, að koma þeim til valda á því svæði - - sem mundu eiga það "Vesturlöndum" að þakka; að þeim tókst að hafa betur.
- Þannig er hugsanlegt, að í framtíðinni - verði vinsamlegri stjórn á þeim svæðum innan Sýrlands.
En ég er ekki endilega að gera ráð fyrir - endalokum stjórnarinnar í Damascus. Heldur því, að hún muni ekki ná þessum svæðum sem "IS" nú ræður yfir - aftur undir sín yfirráð.
Þannig að "skipting Sýrlands" yrði að veruleika - með hugsanlega stjórn á svæðum meirihluta byggð Súnnítum í Sýrlandi, sem væri "tiltölulega" vinsamleg Vesturlöndum.
Meðan að Assad og "CO" mundi halda áfram, nokkurn veginn, því svæði sem hann enn ræður yfir.
Hvað með Írak?
Mig grunar að Írak - eigi eftir að skiptast. Þó að Bandar. leggi áherslu á að "halda Írak saman" þá grunar mig, að svo slæm séu samskipti hópanna orðin. Að ekki verði aftur snúið.
Hugsanlegt væri fyrir "Súnníta svæðin í Írak" og "Súnníta svæðin í Sýrlandi" að mynda - - eitt ríki.
Að sama skapi, gæti Kúrdistan orðið að veruleika, með sýrlenskum og íröskum Kúrdum.
Bagdad stjórnin héldi þá einungis þeim svæðum, sem væru - meirihluta byggð Shítum.
- Þannig gætu myndast, 3-þjóðríki í Mið-Austurlöndum.
- Sem gætu alveg gengið upp.
Það áhugaverða er, að með því að "aðstoða" íbúana við það, að berjast við "IS:"
Gæti Obama "tekist" þ.s. Bush taldi sig vera að gera, að skapa ríki í Mið-Austurlöndum. Sem séu "vinsamleg" Vesturlöndum.
En þ.e. ekki órökrétt, að ef íbúarnir fá aðstoð við baráttu - - sem stærstum hluta er þeirra eigin samt.
Þá sái það "góðvilja" gagnvart þeim sem veittu þá aðstoð.
Þannig verði útkoman - - hugsanlega til mikilla muna jákvæðari, en útkoman af brambolti Bush.
Niðurstaða
Ég held nefnilega að þvert á þ.s. gagnrýnendur segja, að Vesturlönd séu að endurtaka gömul mistök. Séu þau að læra af þeim, sbr. - - ekki sendur stór her á vettvang. Heldur, áhersla á að aðstoða "lókal" aðila við það verkefni. Að berjast sjálfir við "IS."
Þá sjá "Mið-Austurlandabúar" sjálfir að mestu um það verkefni að "sigrast á IS."
Sem þíðir, að þá verður það að "þeirra baráttu."
Ef Vesturlönd eru "séð hafa veitt okkur aðstoð" - "við okkar baráttu" þá er ekki órökrétt, að í stað þess að "sá hatri" eins og brambolt Bush forseta gerði.
Þá sái aðgerðir Vesturvelda í þetta sinn, góðvilja gagnvart Vesturlöndum - frá þeim sem Vesturlönd þannig veita aðstoð við þeirra baráttu.
- Svo má ekki gleyma því, hversu óvefengjanlega "ill" samtökin "Islamic State" eru.
- Að ef ekkert er gert til að stöðva þau, verða án nokkurs vafa, framin gríðarlega alvarleg ódæði gagnvart íbúum Mið-Austurlanda.
- En "IS" beitir ekki bara aðra trúarhópa ofsóknum, heldur einnig "Súnníta" sem ekki aðhyllast sömu túlkun á Súnní Íslam og"IS."
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
25.9.2014 | 23:42
Rússland heimtar breytingar á viðskiptasamningi ESB og Úkraínu, hótar ella að beita Úkraínu - viðskiptaþvingunum
Þetta kemur fram skv. nýrri frétt í Financial Times, haft eftir starfsmönnum í Brussel hjá Framkvæmdastjórn ESB. En skv. frétt, barst Framkvæmdastjórninni opinbert bréf rússneskra stjórnvalda, þar sem útlistaðar var - - langur listi af kröfum.
Skv. talsmönnum Brussel, þá er Rússland í reynd að heimta, algera uppstokkun á þeim samningi.
Skv. sömu talsmönnum, komi ekki - alls ekki, til greina að breyta einum stafkrók.
Putin demands reopening of EU trade pact with Ukraine
Ég hef aldrei botnað í afstöðu rússneskra stjórnvalda, þ.e. andstöðu þeirra við, samning sem kveður á um mjög náin viðskiptatengsl ESB og Úkraínu!
En ég hreinlega - sé ekki með hvaða hætti, sá samningur - - skaðar hagsmuni Rússlands. Þá alfarið óháð því, frá hvaða sjónarhóli sá samningur er skoðaður.
En þarna stendur deilan enn, á sama upphafspunktinum! En deilan hófst einmitt á deilunni, um þennan samning - sem virðist sambærilegur við "EES" samninginn sem Ísland gerði 1994.
Punkturinn er auðvitað sá:
- Að sá samningur, hindrar með engum hætti, áframhald viðskipta Úkraínu og Rússlands. Sem dæmi, þá hefur Ísland enn þann dag viðskipti við Rússa. Síðan má nefna, að ESB aðildarlönd hafa haft mörg hver - - afar náin viðskiptatengsl við Rússland "þó þau séu fullir meðlimir að ESB."
- Svo ef þetta er spurning um "viðskipti" þá er ekki að sjá nokkurn augljósan "snertipunkt."
- Slíkur samningur, hindrar með engum hætti - úkraínsk fyrirtæki í því, að selja vörur til Rússlands.
- Fremur en full aðild að ESB, hefur hindrað fjölda aðildarríkja ESB, í því að hafa náin viðskiptatengsl við Rússland.
Að auki, eins og ég benti á nýlega, þá grunar mig sterklega - - að rússnesku mælandi héröðin í A-Úkraínu. Mundu einmitt vera þau héröð í Úkraínu - - sem mest mundu græða á samningnum.
- Þar kemur til, að þau eru þróaðri efnahagslega - en önnur héröð innan Úkraínu.
- Reynslan sýnir, að þróuð héröð - eiga yfirleitt auðveldar með að nýta sér viðskiptatækifæri, en vanþróuð héröð.
Við höfum t.d. séð þetta á Ítalíu þ.s. N-Ítalía hefur verið tiltölulega auðugt svæði um aldir, og það forskot hefur haldist - - þó að Ítalía hafi gengið í gegnum efnahagsþróun.
Maður verður því eiginlega að álykta: Að málið snúist í reynd ekki um viðskipti. Þó svo að stjórnvöld í Moskvu leggi svo mikla áherslu á, að skemma eða hindra náin viðskiptatengsl ESB og Úkraínu.
- Málið er kannski að - Kreml lítur enn á Úkraínu, sem land sem með "rétti ætti að tilheyra Rússlandi."
- Kremlverjum, tókst næstum því, að "þvinga Úkraínu inn í tollabandalag með Rússlandi" - - sem hefði alfarið útilokað alla framtíðar möguleika á ESB aðild Úkraínu, sem og útilokað fríverslunarsamning milli Úkraínu og ESB.
Þá reis fólkið upp, það urðu fræg fjöldamótmæli, sem enduðu með falli forsetans og ríkisstjórnar hans.
Menn hafa gjarnan haldið því fram, að samningur Úkraínu og ESB, skaði efnahag Úkraínu - sem er augljós þvæla. En aftur á móti grunar mig, að ef Úkraína hefði verið lokuð af, inni í tollabandalagi við Rússland, þá sé nær "öruggt" að það hefði skaðað efnahag Úkraínu.
Ástæðan er sú, að Úkraína hefur á seinni árum, flutt í vaxandi mæli varning til 3-landa, þ.e "ekki Rússlands." Þau viðskipti hefðu augljóslega - getað verið í hættu.
- Rússland eða a.m.k. Kremlverjar, virðast enn hugsa í "áhrifasvæðum" þ.e. líta á að sum lönd tilheyri "þeirra áhrifasvæði."
- Það eiginlega þíðir, að þeir líta með sömu augum á þau lönd "sem þeir telja á sínu áhrifasvæði" og Bandaríkin áður litu á "Mið-Ameríku" þ.e. að þeir eigi rétt til "íhlutunar" í þeirra "innanríkismál" og að auki að "Rússland hafi neitunarvald um ákvarðanir í þeirra utanríkismálum" sem skilgreint sé af stjv. í Mosku, að séu "gegn hagsmunum Rússlands."
Það má sjá íhlutun Rússland í - - utanríkismál Úkraínu sbr. viðskiptasamning Úkraínu og ESB; í gegnum þau gleraugu.
Að Rússland, lítur svo á, að eðlilega hafi Rússland "íhlutunarrétt" og þar á meðal "neitunarvald" ef þeir telja að Úkraína, sé við það að taka ákvörðun "gegn þeirra skilgreindu hagsmunum."
Eins og við þekkjum af sögu Mið-Ameríku, þá voru afskipti Bandar. af innanríkismálum þess landsvæðis, sem og utanríkismálum þeirra landa - - margvísleg.
Niðurstaða
Mína grunn afstaða er einföld, að Rússlandi í reynd komi það ekki við. Hvort að Úkraína gerir samning við ESB um náin tengsl, sambærileg við þau er Ísland hefur við ESB í gegnum EES samninginn.
Við getum rétt ímyndað okkur, hvernig viðbrögðin hefðu orðið á Íslandi - - ef t.d. Bandaríkin hefðu skipt sér af "EES" samningnum á sínum tíma. Þau afskipti hefðu alveg örugglega, farið mjög öfugt í okkur.
Ég endurtek, að ég kem ekki auga á þann skaða, sem Rússland verður fyrir. Ef Úkraína klárar þennan samning við ESB.
Þetta er einhver þráhyggja þarna í Kreml.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 26.9.2014 kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2014 | 21:58
Rússneska ríkið seldi 10 ára ríkisbréf á mörkuðum á 9,37% vöxtum - áhugavert hve vaxtakrafa á Rússland er há
Mér finnst þetta helvíti háir vextir - miðað við það að Rússland er olíuríki, sem hefur umtalsverðan viðskipta-afgang. Þetta setur Rússland á svipaðan bekk. Og svokölluð "emergent" hagkerfi eða ný iðnvædd lönd. Annar samanburður væri við "evrukreppuna" en Írland var stundum með þetta háa vaxtakröfu og það var Portúgal - meðan krísan á evrusvæði var í hámarki. Krafan á Spán fór aldrei hærra en í 7% rúm, og á Ítalíu aldrei hærra en í rúm 6%.
Vextir á Ísland, hafa sennilega verið þetta háir 2010, eða þar um bil.
Þetta eru vextir - sem segja, að markaðurinn haldi að það séu töluverðar líkur á því, að fá peningana ekki greidda til baka "á réttum tíma" eða "ekki allt féð." Þess vegna svo háir vextir heimtaðir, svo það sé sem mestur "skammtímagróði" af veittu lánsfé.
Russia launches first debt sale in two months
Ég mundi segja - að lítil hætta sé á þeirri útkomu; nema að Úkraínustríðið "taki sig upp að nýju."
En skv. fréttum, hefur tíðni vopnahlésbrota minnkað, NATO segir að Rússar hafi af stærstum hluta "dregið her sinn til baka frá A-Úkraínu." Stjórnvöld í Úkraínu, virðast hafa "misst trúna á það að þau geti sigrað á vígvellinum." Þá er ef til vill "meginspurningin" - hvort uppreisnarmönnum, gæti dottið í hug, að stríðsgæfan hafi snúist þeim svo í vil - - að "vænlegra en að semja, væri að halda átökum áfram."
Eins og kemur fram á mynd að neðan, hefur gengi Rúblunnar sigið dálítið á árinu
- Í janúar, hefur rúblan verið í ca. 0,03 gagnvart dollar.
- En nú er hún í 0,026.
- Það gerir 13% gengissig.
Ekkert svakalegt í sjálfu sér - það lýsir áhyggjum á markaði, ekki "hræðslu."
- Til þess að Rússland geti orðið "gjaldþrota."
- Þá þarf sennilega stríðið í A-Úkraínu að hefjast aftur. Og Vesturlönd herða refsiaðgerðir af þeim krafti, að "það verði ákaflega erfitt fyrir Rússland" t.d. að "útvega sér dollara."
- Það gæti leitt til "default" á dollara lán.
- Síðan er viðbótar hætta af stöðu ríkisfyrirtækja, en skv. frétt er kom fyrir nokkru síðan í rússn. fjölmiðli, þá þurfti Rosneft olíufélagið - að leita til rússn. ríkisins til þess að geta "greitt af skuldum í erlendum gjaldmiðlum" - - eftir að refsiaðgerðir voru búnar að flækja verulega, aðgang Rosneft að "dollurum" og "evrum."
Það er hugsanlegt, að stór ríkisfyrirtæki, í samkeppni við alþjóðlega orkurisa - geti lent í fanginu á "ríkissjóði" og - gert "gjaldeyrisstöðu" hans mun verri.
Það sé í slíku samhengi, ef að auki hefur verið takmarkaður aðgangur rússn. ríkisins að "evrum" og "dollurum" - - sem að hratt gæti gengið á gjaldeyrissjóði rússn. ríkisins; er það yrði að "borga lán upp" í stað þess að "framlengja þau" og hugsanlega gera það sama fyrir "risastóra ríkisrekna orkurisa."
Markaðurinn hlýtur að meta sviðsmynd einhvern veginn af þessu tagi, að hún hafi nokkur líkindi.
Skv. annarri frétt, er rússneska dúman að takmarka eignaraðild útlendinga að fjölmiðlum starfandi í Rússlandi, við einungis 20% af hlutafé!
Russia Moves to Extend Control of Media
Skv. þessu, verða engir fjölmiðlar reknir í Rússlandi - í meirihluta eigu útlendinga.
Þeir hafa síðustu misserin, verið nánast einu fjölmiðlarnir starfandi - sem hafa flutt gagnrýni á stefnu stjórnvalda. Þar sem fjölmiðlar í rússn. eigu, virðast fylgja stefnu stjv.
Það þíðir auðvitað - - að aðgangur Rússa að skoðunum öðrum en þeim sem eru "opinberlega viðurkenndar" - - verður skertur til muna.
En fyrr á árinu - - setti rússn. Dúman harðar skerðingar á "internetið" - - þannig að opinber eftirlitsaðili má loka síðum án fyrirvara, og loka á erlendar síður einnig - án fyrirvara og rökstuðnings.
- Þarna virðist gæta hugsunarinnar - - að þörf sé að "vernda rússneska alþýðu" fyrir skoðunum, á stefnum og málefnum, sem taldar eru "órússneskar" eða í andstöðu við "rússn. markmið" eða umorðað "í andstöðu við stefnu rússn. stjv."
Ég verð að segja, að þetta er farið að minna "ískyggilega" á fyrirkomulagið í "Kínaveldi."
Niðurstaða
Markaðir virðast gera ráð fyrir því sem "raunhæfum" möguleika, að rússneska ríkið muni ekki geta greitt af sínum skuldum. Annars verður vart unnt að skilja vaxtakröfuna sem rússn. ríkið stendur frammi fyrir.
Síðan heldur aðför rússn. Dúmunnar að frelsi fjölmiðla áfram - - aðgangur að "óháðum" netmiðlum, var stór skertur skv. lögum fyrr á árinu.
Nú verður í framtíðinni, nánast ekki mögulegt að nálgast miðla innan Rússlands, sem birta önnur sjónarmið en þau - sem eru "opinberlega viðurkennd."
Þetta er auðvitað slæmt, því þetta bendir til þess - að stöðugt sé verið að vinna að því. Að kæfa umræðu um annað en þau sjónarmið, sem stjv. halda á lofti.
Það auðvitað "auðveldar stjv." að "móta skoðanir almennings" skv. eigin höfði.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 25.9.2014 kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.9.2014 | 21:43
Enn eina ferðina vilja Vinstri Grænir - gera tilraun til þess að koma Íslandi úr NATO. Barnaskapur VG í öryggismálum þjóðarinnar ætlar engan endi að taka
Eins og kemur fram í fréttum, vill Ögmundur og Birgitta "sem er meðflutningsmaður ályktunartillögunarinnar" skora á ríkisstjórnina að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO aðild. Ef marka má þetta fólk, þá er staða heimsmála algerlega breytt í dag. NATO hafi annað hlutverk að mörgu leiti en áður. Að þeirra mati, þá sé Íslandi engin akkur af því - að tilheyra samstökum, sem standi fyrir átökum t.d. núna í Mið-Austurlöndum.
Vilja atkvæðagreiðslu um úrsögn úr NATO
Áhugaverð tilvitnun í ummæli Ögma: Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að NATO
"Áform eru nú uppi meðal leiðtoga bandalagsins um 4.000 manna herlið á vegum bandalagsins til að mæta óskilgreindri ógn frá ríkjum utan bandalagsins. Hvorki sér fyrir endann á þessari útrás bandalagsins, né átökunum sem þau standa í nú og í framtíðinni. Nauðsynlegt er að staldra við og gefa landsmönnum færi á að svara þeirri spurningu hvort þeir telji rétt að Ísland eigi aðild að slíkum hernaðaraðgerðum og ljóst að mikil þörf er á opinni og lýðræðislegri umræðu um samflot Íslands í fyrrnefndum hernaðaraðgerðum."
Þarna nefnir hann "fámennar" hraðsveitir sem Evrópulönd, hafa ákveðið að stofna - til þess að svara kalli Eystrasalt þjóðanna. Þar sem varnarvígbúnaður hefur fram að þessu verið ákaflega lítill.
En hafa ber í huga, að skv. loforðinu "árás á einn er árás á alla" þarf NATO að sína fram á, eða a.m.k. geta sýnt fram á, að geta varið öll aðildarríki - - og það hefur verið "vaxandi spenna í samskiptum við Rússland."
Rússland hefur auðsýnt getu, til að færa með hraði til "tugi þúsunda hermanna." Eða hæglega - 10. faldan þennan fjölda.
- Með það í huga, er stofnun 4000 manna liðssveitar - - afskaplega væg aðgerð.
- En auðvitað, Ögmi nefnir að sjálfsögðu ekki á nafn, hver sú ógn er - sem aðgerðin beinst gegn.
Heldur lætur hann eins og um sé einhverja "óútskýrða hernaðarstefnu af hálfu NATO."
Við skulum ímynda okkur að Ísland hefði sagt sig úr NATO, og varnarsamningnum við Bandaríkin að auki
Þá væri sýn "einlægra friðarsinna" um "fullkomið varnarleysi" - þar með "fullkomnuð." En skv. sýn slíkra einstaklinga, þá getur þjóð eingöngu verið fullkomlega góð - ef hún hefur engar varnir af nokkru tagi. Enda sjá slíkir einstaklingar, alltaf "varnarviðbúnað" sem "hernaðarstefnu" þ.s. þeir gera engan greinarmun á "varnarviðbúnaði" og "viðbúnaði ætlað til árásar á annað land."
Slíkir einstaklinga að auki, líta ávalt á hervígbúnað sem "illan" hlut, alveg óháð að því er best verður séð, tilgangi þess vígbúnaðar.
----------------------------------
- Ég bendi á að á hverju ári koma hingað til lands, fjölmennir hópar ferðamanna frá margíslegum heimshornum.
- En þar eru þó fjölmennastir hópar frá Evrópu og N-Ameríku.
- Höfum í huga að í dag, eru til hryðjuverkasveitir sem eru ákaflega vel vopnum búnar.
Íslenska lögreglan á einhvern fjölda af gömlum Heckler og Koch hríðskotarifflum, gömul týpa sem flestir eru hættir að nota.
- Þær sveitir ættu ekki roð í vel vopnum búnar sveitir hryðjuverkamanna, ef þeir mundu ganga hingað á land.
Er það ekki frámunalega ólíklegt? Munum eftir "ferðamönnunum" - en hingað koma "frakkar" - "þjóðverjar" - "Bretar" - "Bandaríkjamenn." Auk fjölda annarra.
Hér má á sumrin reikna með, að hér séu ávalt fjöldi vestrænna ferðamanna, og margir frá þjóðum "sem hryðjuverkasveitir hafa líst réttdræpa" - "ef til þeirra næst."
- Meðan Ísland er í NATO, þá eru nágranna lönd okkar, skuldbundin til þess að koma Íslandi til aðstoðar.
Utan NATO, utan varnarsamstarfs - - væri aðstoð algerlega háð duttlungum pólit. ákvarðana. Jafnvel þó að aðstoð mundi "sennilega berast" á "einhverjum enda" - gæti það tekið nokkurn tíma.
- Punkturinn er sá, að hinir fjölmennu hópar ferðamanna hér, þar sem "engar varnir eru fyrir hendi" gætu verið - freistandi skotmark.
Hér gætu hryðjuverkamenn, komist yfir "ferðamenn" - "tekið þá í gíslingu" - og "hótað að drepa þá nema að t.d. hættulegir hryðjuverkamenn væru leystir úr haldi."
- A.m.k. þíðir NATO aðild í þessu tilviki, að hver sá sem hingað ræðst, á að vita - - að hjálp mundi berast fljótt.
- Við höfum engar aðrar varnir - en þá sem felst í varnarskuldbindingu nágranna þjóðanna gagnvart okkur.
- Og sú gildir einungis svo lengi, sem við erum NATO meðlimir.
Að sjálfsögðu gildir þetta enn frekar, þegar við erum í samkiptum við þjóðir sem ekki eru Vestrænar!
Ímyndum okkur, að Kínverjar raunverulega setji hér upp - - "umskipunarhöfn." Nú, það væri ekki mjög mikið vesen af Kínverjum, ef Ísland væri "utan NATO" og "ekki með varnarsamning við Bandaríkin" að einn góðan veðurdag - - umbreyta höfn með nokkrum fjölda kínverskra starfsmanna, þangað sem kínversk skip mundu sigla reglulega. Í eitt stykki flotahöfn fyrir Kínaveldi.
En "hvað sem er getur verið inni í gámum" þess vegna "vopn" - "skriðdrekar" - "fallbyssur" - "eldflaugar" -- -- jafnvel gæti flutningaskip flutt myndarlegan herflokk.
- Án NATO aðildar, væri ekkert sem mundi augljóslega hindra Kínverja í slíku.
- Ef Ísland væri utan við NATO, og án varnarsamnings við Bandaríkin.
Niðurstaða
Mín sín á málið er afar einföld - að það væri það allra heimskulegasta sem Ísland og Íslendingar geta gert. Að segja upp aðild af því varnarkerfi sem "vestrænar þjóðir" komu sér upp 1949. Þó að NATO hafi víkkað hlutverk sitt á seinni árum. Breytir það ekki því grunnhlutverki. Að NATO er "varnarkerfi" fyrir aðildarlönd. Þó svo að "NATO" hafi bætt við sig "verkefnum" þá sinnir það enn þeim gömlu. Þau eru eftir sem áður - - kjarni tilgangs tilvistar NATO.
Kv.
22.9.2014 | 23:07
Íran virðist vera að ná Yemen af Saudi Arabíu
Þetta er athyglisverð þróun - þó ef til vill ekki endilega að hún valdi straumhvörfum. En ef marka má fréttir undanfarna daga. Þá hafa bandamenn Írana, ættbálkur Shíta í Yemen - - hertekið höfuðborgina Sana. Þeir virðast nú hafa hana "alla" á valdi sínu.
Ríkisstjórnin og forseti landsins, hafa sagt af sér.
Houthi rebels consolidate control of Yemen capital
Shi'ite Rebels Have Taken Over Yemen's Capital, As Another Middle East Country Implodes
Það er engin leið að vita á þessari stundu - hver afleiðing þessarar atburðarásar akkúrat verður
En þ.e. áhugavert að rifja upp - að þessi þjóðflokkur, ca. 30% íbúa landsins, fór með völdin í landinu í langan aldur - - eða til 1962 er síðasta konungi þeirra var steypt af stóli.
Síðan þá, hefur landið verið -nákomið Saudi Arabíu- og að auki hafa stjórnvöld þar, sem hafa verið Súnní Íslam - síðan 1962. Viðhaldið auk þess fremur nánu samstarfi við Bandaríkin.
- Hvort tveggja er augljóslega í hættu.
- Ef shítar í Yemen, eru að ná völdum í landinu á nýjan leik.
Þá að sjálfsögðu, getur það vel gerst, að landið verði að nýju - vinveitt Íran.
Að Íran eignist bandamanna, rétt Sunnan við landamæri Saudi Arabíu. Þannig á skemmtilegum stað, því þaðan er vel unnt að - laumast yfir landamærin. Og standa fyrir uppreisn þar handan.
En ekki fyrir mörgum árum, voru hernaðarátök milli Sauda og sama þjóðflokks.
- Á hinn bóginn, er líklegt að Saudi Arabía - bregðist við, og hendi peningum og vopnum í andstæðinga Shítana í Yemen.
- Þannig, að þarna gæti verið að hefjast - - enn eitt borgarastríðið eða "proxy" stríðið, milli Saudi Arabíu og Írans.
Hefur nú leynistríð Írana og Sauda - - staðið samfellt í 30 ár.
Og fátt bendir til þess - - að það sé í rénun.
- Þvert á móti, hefur það -að því er best verður séð- hitnað rækilega, með stuðningi Sauda v. andstæðinga bandamanns Írans í Sýrlandi, stjv. í Damascus.
- Svo hefur mér fundist það áhugavert, atlaga "IS - Islamic State" - en hún hefur haft tiltekin hentug áhrif, frá sjónarhóli Sauda: þ.e. veikir frekar stöðu stjórnarinnar í Damascus. En ekki síst, veikir bandamanna Írana í Írak þ.e. stjórnina í Bagdad.
Sannarlega sannar það ekki með nokkrum hætti, að Saudar séu tengdir "IS" eða "ISIS" að þeirra hernaður, hefur haft þau augljósu áhrif - - að veikja Íran.
Það er eigi að síður freistandi að álykta, að Saudi Arabía hafi verið að baki "IS/ISIS" fram á seinni tíð, þó verið geti að þau samskipti séu ekki lengur fyrir hendi - þó svo að Saudi Arabía afneiti slíku; þá í sjálfu sér - merkir slík afneitun ekki neitt sérstakt, frekar en "afneitun Rússa að vera með afskipti af átökum í A-Úkraínu." En í tilviki Sauda, þá mundu stjv. afneita í bæði skiptin - ef þau eru sek, og, ef þau eru saklaus. Afneitunin sem slík - segi því ekkert til eða frá um sekt eða sakleysi stjv. í Ryadt.
Nýlegar yfirlísingar stjv. í Ryadt um þátttöku í samstöðu gegn "IS/ISIS" gæti verið til þess eins, að þyrla upp ryki - villa um sýn. Eða, það má einnig vera að "IS/ISIS" hafi farið út fyrir handritið, og Saudar líti á "IS/ISIS" nú sem ógn - eftir að hafa "kannski" áður stutt þann hóp "óformlega."
Með þetta í huga - - má líta á þ.s. krók á móti bragði hjá Íran. Að styrkja bandamenn Írans í Yemen, til að taka þar helstu völd. Og svipta þar með Saudi Arabíu, bandamanni sínum á S-landamærum.
- Þannig virðist birtast ákveðið "TIT - FOR - TAT" milli Írans og Saudi Arabíu.
Spurning hvort að Íranar séu að leika sama leik, og "kannski" Saudar hafa leikið í gegnum "IS/ISIS" að veikja bandamenn Írana og þar með - óbeint Íran.
En stríðið í Írak, hefur orðið til þess - - að Íran hefur þurft að "dreifa kröftum sínum" - "milli Sýrlands og Íraks."
Nú kannski, er Íran - - að leitast við, að neyða Sauda til að dreifa "sínum" kröftum á flr. vígsstöðvar.
Niðurstaða
Eins og ég hef áður bent á. Virðast Mið-Austurlönd, undirlögð af átökum Saudi Arabíu og bandamanna Sauda við Persa flóa, þ.e. flóa Araba - - annars vegar - og - hins vegar - Írana og bandamenn Írans. Þ.e. afskaplega freistandi, að álykta að Saudi Arabía hafi sennilega staðið að baki "IS/ISIS" í ljósi þess - hvernig framrás "IS/ISIS" hefur veikt stöðu Írans, með því að veikja verulega stöðu tveggja bandalags ríkisstjórna Írans - þ.e. í Bagdad og Damascus.
Verið getur, að nú sé í gangi, tilraun Írana - til þess að koma fram með krók á móti bragði. Í formi þess, að svipta Sauda bandamanni þeirra á S-landamærum Saudi Arabíu. Og þar með hugsanlega, með því - að opna "nýja víglínu" í átökum Sauda og Írana.
Þannig verði til - - enn eitt "proxy" stríðið.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 23.9.2014 kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2014 | 22:39
Tyrkir fá 49 gísla leysta úr haldi Islamic State samtakanna - við aðstæður sem mér finnst grunsamlegar
Málið er að frásögn yfirvalda í Tyrklandi - virðist fremur augljóslega ótrúverðug. En því er slegið fram að gíslarnir hafi verið leystir úr haldi og "óútskýrðri leyniaðgerð þakkað" meðan að því er hafnað alfarið að nokkurt lausnargjald hafi verið greitt til "IS."
Turkey Obtains Release of Hostages Held in Iraq
Questions remain about release of Turkish hostages
Islamic State closes in on Syrian town, refugees flood into Turkey
" Credit European Pressphoto Agency."
Af hverju ótrúverðugt?
"Turkey said its intelligence agency had led a covert operation to bring home the hostages, who included diplomats and their families, but insisted that no military actions had been taken and that no ransoms were paid."
- Ég á afar erfitt með að trúa því, að "IS" afhendi svo mikilvæga gísla, án þess að fá nokkurt fyrir sinn snúð á móti.
- Það hefur aftur á móti vakið athygli - að Tyrkir neita, þverneita - að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn "IS" samtökunum, nú í gangi.
- Að auki, neita þeir vélum á vegum NATO - að nota Tyrkneska flugvelli sem aðstöðu fyrir árásir á "IS."
- Til viðbótar, eins og kemur fram í fréttum helgarinnar, er "IS" hröðum skrefum að hertaka annað af svæðum Kúrda innan Sýrlands - - það smærra af þeim tveim. Skv. frétt að ofan, telur SÞ að 100.000 Kúrdar hafi nú flúið yfir landamærin til Tyrklands í sl. viku.
- Þarna virðist verulegur mannlegur harmleikur í gangi, en Tyrkland gerir nákvæmlega ekki neitt.
- Stærsti og öflugasti herinn á svæðinu, hreyfir sig ekki handarspönn.
- Það stefnir nú í, að "IS" hafi "löng landamæri gagnvart Tyrklandi.
Maður hefði búist við því, að Tyrkland mundi með einhverjum hætti - vernda Kúrda Sýrlands megin, þó ekki til annars.
En að halda svæði Kúrda Sýrlandsmegin sem "buffer" milli Tyrklands og svæða undir stjórn "IS."
Það er áhugavert að mikilvægt "NATO" land - neiti öðrum NATO löndum um afnot af eigin herflugvöllum.
Þegar í gangi er aðgerð gegn "IS" - sem hlýtur að vera "öryggisógn" fyrir Tyrkland.
"Syrian Kurds walk with their belongings after crossing into Turkey at the Turkish-Syrian border, near the southeastern town of Suruc in Sanliurfa province, September 20, 2014. "
Blasir kannski verðið sem "IS" fékk fyrir gíslana við eftir allt saman?
Í formi - hlutleysis Tyrklands?
Niðurstaða
Auðvitað fagna ég því að Tyrkir fá gíslana afhenda. En maður veltir fyrir sér - hvort verðið sem Tyrkland greiðir fyrir þá, sé ef til vill - ekki of hátt. Ef það felst í "aðgerðaleysi Tyrkja" - fram að þessu, og kannski áfram. Að Tyrkland virðist vera að umbera "þjóðernishreinsun IS" á Kúrdum - Sýrlandsmegin landamæra. Þeirri niðurstöðu sem þá blasir við - að Tyrkland mun eiga "löng landamæri" við "íslamska ríkið." Með því, virðast Tyrkir hjálpa "IS" að styrkja sína stöðu. Efla sína fótfestu í Sýrlandi.
Maður veltir fyrir sér - hvort að Tyrkland sé með einhverja langtíma áætlun, eða hvort þarna var einungis um að ræða "popúlíska aðgerð" að gera ekkert sem mundi hætta lífi gíslanna!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 22.9.2014 kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2014 | 23:20
Er það fáránlegt að styrkja starfsmenn Fiskistofu til þess að flytja með stofnuninni til Akureyrar?
Ég ætla ekki í þessari færslu að taka afstöðu til þess - hvort það er yfir höfuð snjallt að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Ég ætla að tjá mig um ummæli Vigdísar Hauksdóttur, þar sem hún gagnrýnir ákvörðun Sigurðar Inga, að bjóða starfsmönnum Fiskistofu 3 milljónir króna í styrk auk þess af kostnaður við flutning verður greiddur.
Ef þeir kjósa að flytja með stofnuninni Norður: Má ekki skapa galin fordæmi
Er það galið fordæmi?
Nú ætla ég að bera blak af Sigurði Inga - að sjálfsögðu er það fordæmisgefandi, ef Sjávarútvegsráðherra, lætur styrkja starfsmenn Fiskistofu til flutnings - um 3 milljónir króna, auk þess að beinn flutningskostnaður verður greiddur.
En til að svara því hvort það er "galið fordæmi" er rétt að rifja upp - - hver reynslan hefur hingað til verið af flutningi starfsemi á vegum hins opinbera út á land.
En rannsóknir hafa sýnt fram á, að yfirleitt flytja afskaplega fáir starfsmenn með stofnun - til annars sveitafélags, jafnvel þó flutningurinn sé ekki til héraðs sem getur talist sérstaklega afskekkt.
- Það sem þarf að hafa í huga, er það verðmæti sem fólgið er í þekkingu og reynslu starfsmanna.
- Hvaða áhrif það hefur á gæði þeirrar þjónustu eða ráðgjafar sem viðkomandi stofnun veitir, að það þurfi að ráða t.d. 95-98% starfsmanna að nýju, þannig að þeir til að byrja með jafnvel alfarið snauðir af reynslu.
Í "fullkomnum heimi" mundu "kannski" starfsmenn flytja allir sem einn - og starfsemin ekki neitt líða fyrir flutning í annað sveitafélag.
En útkoman hefur fram að þessu verið í þá átt, að það þurfi nánast að - hefja/byggja starfsemina upp á nýjum stað - - á "0" punkti.
- Ég held að "sanngjörn túlkun" sé sú - - að Sigurður Ingi, sé að leitast við að komast framhjá þessum grunn galla, er verið hefur við fyrri flutninga á stofnunum út á land.
- Ef reynslan verður sú, að 3 millj.kr. auk greidds flutningskostnaðar, dugar til þess að "sannfæra meginþorra starfsm." að flytja með stofnuninni - - þá kannski þíðir það.
- Að þar með séu þeir ágallar er hingað til hafa verið á slíkri aðgerð - að mestu sniðnir af.
- Sem mundi þíða, að minni andstaða yrði í framtíðinni við slíkar tilfærslur á stofnunum og þar með "opinberum störfum" út á land.
Nú þurfa menn að svara því - hver fyrir sig. Hvort viðkomandi er fylgjandi því, að dreifa frekar en nú er, opinberum störfum um landið. Það er bæði hægt að færa rök með og á móti.
Er þetta brot á "jafnræðisreglu"?
Ég verð að segja - að mér finnst það afar hæpið að svo sé. En jafnræðisregla er brotin, ef aðgerð gengur lengra en góðu hófi gegnir, ef það er t.d. til "vægara úrræði" sem nær líklega svipuðum árangri.
- Ef við íhugum vandamál við fyrri flutninga á stofnunum út á land - þá er reynslan sú. Að starfsmenn almennt flytja ekki.
- Sem þíðir að þekking þeirra og reynsla er þar með glötuð viðkomandi stofnun. Sem þarf þá að ráða nýja og ferska starfsmenn, síðan tekur þá nýju starfsmenn - tíma að afla sér þekkingar og reynslu. Það sé á meðan - líklegt að gæði þeirra vinnu séu um einhverja hríð. Síðri en þeirra starfsmanna, sem ekki fluttu - sem höfðu þekkingu og reynslu. Þannig að gæði þeirrar vinnu - þjónustu - ráðgjafar, sem viðkomandi stofnun veiti. Séu þá um tíma - síðri.
- Þeim ágalla - hlýtur að fylgja kostnaður. Sem ég veit ekki til að hafi verið greindur.
Ef þetta úrræði, að styrkja starfsmenn um 3 milljónir króna, dugar til þess að komast framhjá þessu vandamáli, að starfsmenn flytja ekki með stofnun. Þannig að flutningur leiði ekki til tapaðra gæða í veittri vinnu - ráðgjöf eða þjónustu.
Þá a.m.k. blasir ekki við neitt "augljóslega vægara úrræði" sem mundi duga.
Né mundi ég telja það sanngjarna túlkun, að líta svo á að viðkomandi úrræði, sé bersýnilega umfram meðalhóf.
- Að óreyndu, áður en úrræðið hefur gengið í gegnum sína prófraun, sé í reynd ekkert hægt að fullyrða af eða á.
Niðurstaða
Fljótt á litið þá að sjálfsögðu eykur það kostnað við flutning á Fiskistofu. Að greiða starfsmönnum "3 milljónir króna + kostnað við flutning" fyrir að flytja Norður með stofnuninni. Ég vil ekki meina að sú aðgerð sé augljóslega "ómálefnaleg" - enda býr í starfsmönnum með langa reynslu, reynsla og þekking sem hefur verðmæti.
Ég veit ekki til þess enn a.m.k. að kastað hafi verið mati á það - hver hugsanlegur kostnaður samfélags hefur verið í gegnum tíðina, af fyrri tilflutningum á starfsemi stofnana. Þegar haft er í huga, að það hefur komið tími - þegar gæði veittrar þjónustu - ráðgjafar eða vinnu - - hafa liðið fyrir það að stofnun hefur þurft að hefja starfsemi á nýjum stað. Með nánast alla starfsmenn nýja.
Mig grunar að með því að "glata þekkingu og reynslu" reyndra lykilstarfsmanna - - hljóti að hafa bæst við umtalsverður viðbótar kostnaður af fyrri tilraunum til flutninga á stofnunum. Þannig að í ljósi þess, geti það "minnkað frekar en hitt endanlegan kostnað við flutning á Fiskistofu" ef aðgerð Sigurðar Inga, að styrkja starfsmenn - svo þeir flytji - verði til þess að stofnunin heldur þeirri þekkingu og reynslu sem býr í núverandi starfskröftum að mestu eða a.m.k. miklu leiti.
-----------------------------
Ég læt vera að svara því hvort sú aðgerð að flytja til stofnun, sé skynsöm eða ekki.
A.m.k. - ef það tekst að færa til stofnun, án þess að þekking og reynsla starfsmanna glatist.
Þá tekst ef til vill, að flytja í þetta sinn stofnun, án umtalsverðs tjóns fyrir starfsemi þeirrar stofnunar.
Sem mun auðvitað, ef það tekst að forða því tjóni, leiða til þess - að líklega verður horft til flutnings á fleiri stofnunum. Sem er gott, ef menn eru því fylgjandi, en kannski slæmt í augum þeirra sem eru á móti slíkum flutningum.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2014 kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar