Bloggfærslur mánaðarins, september 2014

Bretland gæti orðið að sambandsríki

Ef marka má yfirlísingu David Cameron, er honum fullkomin alvara með þá yfirlýsingu sem hann gaf út örfáum dögum fyrir atkvæðagreiðsluna í Skotlandi þar sem Skotum var lofað auknu sjálfræði. Skv. því sem Cameron segir nú að kosningunni aflokinni - er að það þurfi að hugsa samband landsvæðanna sem mynda Bretland að nýju. Ræða hans, virðist ákall um einhvers konar "stjórnarskrárþing."

  • Það áhugaverða er, að bresk Verkamannaflokkurinn, virðist líklegastur flokka, til að standa gegn þessum breytingum. 
  • Þar virðist koma til, að Verkamannaflokkurinn virðist - óttast að slík breyting leiði til minnkaðra áhrifa flokksins á Bretlandseyjum, sérstaklega í Englandi þ.s. fylgi Verkamannaflokksins virðist sára lítið.

T.d. sjá Skotar þegar um menntamál, ef það væri tekið upp "svæðisþing" í einnig í Englandi, þá þíddi það - - að Verkamannaflokkurinn yrði þá "áhrifalaus" um ákvarðanir í menntamálum í Englandi.

Þetta kemur fram í áhugaverðri fréttaskýringu Financial Times:

Salmond resigns as No vote reverberates across political landscape

"...Mr Cameron’s idea of giving English MPs votes on English laws was dismissed by Labour as a “nakedly partisan” response to the Scottish vote..." - "Ed Miliband, Labour leader, believes Mr Cameron wants to exclude his party’s solid bloc of MPs elected in Scotland – currently 41 in total – from voting at Westminster on “English” issues such as health, education and even income tax rates. Those powers have already been devolved to Holyrood."

Verkamannaflokkurinn, virðist lesa úr tillögu Cameron, að England hafi einnig sitt eigið héraðsþing með sömu völd og önnur héraðsþing í Skotlandi og N-Írlandi; sem flokkspólit. plott til að "veikja Verkamannaflokkinn."

Það finnst mér vera "afar neikvæð afstaða."

  • Það er auðvitað eðlilegt - ef sérstök héraðsþing starfa í hverju héraði - - Englandi einnig.
  • Þá geta ekki þingmenn Verkamannaflokksins "sem flestir virðast kosnir á þing fyrir Skotland" kosið um "sérmál Englands."

Það þíðir auðvitað á móti - - að þingmenn Íhaldsflokksins "sem virðast flestir kosnir í Englandi" geta ekki þá kosið um "sérmál Skotlands" eða "Wales."

--------------------------

Scots spurn independence in historic vote, devolution battle begins

David Cameron - "Just as Scotland will vote separately in the Scottish parliament on their issues of tax, spending and welfare, so too England, as well as Wales and Northern Ireland should be able to vote on these issues," - "All this must take place, in tandem with and at the same pace as the settlement for Scotland,"

  • Mér líst vel á þessar hugmyndir Camerons, mér virðist þvert á móti, foringi Verkamannaflokksins, vera að gera tilraun til þess, að keyra þetta mál inn í "flokkspólit. gryfju."
  • En það þarf auðvitað að taka tillit til þess, að eftir allt saman - - kusu 46% Skota með sjálfstæði. Þ.e. eðlilegt að skilja þetta - - sem ákall um aukið sjálfforræði.
  • Eins og Cameron virðist gera, og þ.e. einnig skynsamlegt, að bregðast við því ákalli, með jákvæðum hætti - eins og Cameron virðist gera.

Ég held að slík héraðsþing í öllum 4-meginhéröðum ríkisins, þ.e. Englandi, Wales, Skotlandi og N-Írlandi.

Ásamt slurk af skattfé til þeirra þinga, þannig að þau hafi raunverulega vigt. Réttindi til að taka ákvarðanir sem skipta máli.

Ætti að duga til þess að kveða niður kröfur um frekara sjálfstæði, og beina sjónum íbúa ríkishlutanna - frekar að því sem sameinar þá eftir allt saman.

 

Niðurstaða

Hin afar neikvæði fyrstu viðbrögð Milibands, við þeirri tillögu David Cameron forsætisráðherra, að "England" fái sitt héraðsþing. Þannig að starfandi verði héraðsþing í öllum 4-meginhlutum Bretlands. Finnst mér vera sláandi - - en með því að íja að því, að þar fari plott er snúist um að veikja Verkamannaflokkinn, þá virðist mér hann einmitt vera að slá á flokks pólitíska strengi - - eins og hann ásakar Cameron fyrir.

Ef niðurstaðan verður sú, að það verði 4-héraðsþing sem svipuð völd, sem fari með velferðarmál og menntamál og einhver flr. mál. Þá sannarlega virðist það rétt. Að Verkamannaflokkurinn tapar áhrifum yfir ákvörðunum um t.d. menntamál í Englandi þ.s. hann virðist ekki njóta neins verulegs fylgis.

Á móti -auðvitað- minnka ekki möguleikar Verkamannaflokksins, til þess að hafa áhrif um þau mál, sem áfram verða á könnu þess þings sem situr í Westminster. Þar sem hann væntanlega hefur sömu möguleika og áður, til að hafa áhrif á þau mál - - er áfram verða sameiginleg.

  • Áhugavert er að Miliband, virðist ekki andsnúinn sérþingi fyrir Wales, eins og bæði Skotland og N-Írland hafa haft um nokkurn tíma.

Þetta eru auðvitað - - fyrstu viðbrögð. Það á eftir að koma í ljós, hvernig gengur að starta þessu ferli, sem væntanlega mun framkalla mestu breytingar á sambandi landshluta Bretlands í 300 ár.

Kannski er tími kominn einmitt til breytinga á Bretlandseyjum.

 

Kv.


Einn af auðugustu mönnum Rússlands, virðist skyndilega fallinn í ónáð - sumir vilja líka málinu við mál Khodorkovsky

Vladimir Yevtushenkov, einn af 15 ríkustu löndum Rússlands, aðaleigandi AFK Sistema, sem er eitt stærsta einkafyrirtæki starfandi í Rússlandi.

Skv. fréttum frá því fyrr í þessari viku, hefur hann verið settur í stofufangelsi.

Russian oligarch Yevtushenkov placed under house arrest

Russia’s rich feel chill wind from the Kremlin

Yevtushenkov loses favour as new Moscow order emerges

  • Athygli vekur, að áður hefur komið fram í fréttum innan Rússlands, að "ríkisolíufyrirtækið Rosneft" hafi áhuga á að kaupa, Basneft sem er í eigu AFK Sistema - - sem skv. fréttum sé í dag "eina starfandi stóra olíufyrirtækið innan Rússlands" - sem ekki sé ríkisfyrirtæki heldur einkarekið.
  • Sá sem ræður ríkjum innan Rosneft er Igor Sechin - "sem er í innsta hringnum utan um Pútín."

Það er afar freistandi, hafandi í huga "spillinguna innan embættiskerfis Rússlands" sem og innan "réttarkerfis Rússlands" að túlka ásakanir á hendur Yevtushenkov - - sem tilraun til þess að "knýja hann til þess að selja Basneft" - til Rosneft.

Að slik séu sambönd Sechin innan opinbera kerfisins í Rússlandi - - að hann geti notað sambönd sín innan kerfisins, til þess að fá Yevtushenkov handtekinn - - gegnt kærum sem séu búnar til.

Á hinn bóginn var Khodorkovsky að ástunda pólitísk afskipti - Yevtushenkov virðist ekki hafa stundað neitt slíkt.

  • Það væri auðvitað - ákaflega slæmt fyrir Rússland, ef þ.e. svo að "innanbúðar menn í Kreml" geti haft fyrirtæki af "öðrum auðmönnum" með því að "notfæra sér sambönd innan embættismannakerfisins" til að fá "viðkomandi handtekna" gegnt kærum sem séu "soðnar saman eftir þörfum."
  • En það mundi einnig þíða, að "Vestræn fyrirtæki sem fjárfesta í Rússlandi" - "væru ekki endilega örugg."

Slíkt augljóslega fælir fjárfestingar frá landinu, ef menn geta ekki treyst því, að "lög séu virt" eða að "farið sé eftir leikreglum."

Það hafa öðru hvoru komið upp mál sem virðast gefa vísbendingu um það, að Kremlverjar - geti nánast pantað hvaða niðurstöðu sem þeir vilja, frá embættismannakerfinu - og frá dómskerfinu einnig.

Síðast var það málið tengt þekktri kvennahljómsveit, Pussy Riot, sem mótmælti eins og þekkt er í kirkju, voru meðlimir dæmdir fyrir í fangelsi - töluvert síðar náðaðir af Pútín.

Khodorkovsky málið er einnig áhugavert fyrir "náðunina sem hann fékk" mörgum árum eftir að hafa verið dæmdur í fangelsi - - fyrirtæki hans bútað niður, og "skipt milli elítunnar tengd Kreml." Hann er nú eins og þekkt er, í útlegð.

Maður velti fyrir sér, hvort að stutt sé í að - annar auðmaður verði flúinn í útlegð.

 

Niðurstaða

Sennilega hið versta mein sem hvílir er Rússlandi, er hin gríðarlega óskaplega spilling. Sem virðist það slæm - - að lög og reglur, gildi ekki - þegar innanbúðar menn vilja eitthvað annað. Að lög og reglur, gildi mun síður fyrir "auðuga einstaklinga" sem hafa efni á mútum, en fyrir fátækan almenning sem mun síður hefur efni á slíku.

Kremlverjar virðast lítt áhugasamir um það að vinna á henni, því Kremlverjar - - allra tíma. Virðast sjá það frekar sér í hag, að "beita henni fyrir sig."

Þessi spilling - auðvitað gerir Rússland að töluverðu áhættu umhverfi, fyrir hvern þann sem vill fjárfesta í Rússlandi. En mörg dæmi eru um það, að fyrirtæki og eignir, hafi verið hafðar af fyrri eigendum með "fölsuðum pappírum" með uppáskrift mútaðra embættismanna.

Menn héldu kannski, að í seinni tíð, hefði þetta vandamál - rénað.

En kannski, er það nú, á leiðinni til baka - af töluverðum krafti.

 

Kv.


Það er ekki víst að Skotland verði olíuríki, eins og sjálfstæðissinnar á Skotlandi halda fram!

Ég las um daginn áhugavert blogg Martin Wolf sem er okkur Íslendingum kunnugur. En athugasemd sem hann kom með - vakti sérstaka athygli hjá mér:

What happens after a Yes vote will shock the Scots

  1. "Alex Salmond, Scotland’s first minister and head of the Yes campaign, will say that if the rest of the UK will not grant Scotland a currency union, Scotland will not take on its share of the UK debt."
  2. "Not so fast: the negotiations launched by that Yes vote will cover everything. The oil, for example, is not Scottish until the UK agrees. If Scotland repudiates its share of the debt, who says it will get “its” oil?"

Ég held að þarna hafi Martin Wolf - hitt beint á kjarna málsins.

En þetta er alveg rétt hjá honum - Englendingum er enginn akkur af því, að samþykkja að Skotar fái olíuna til eignar.

  1. Ég held að herra Wolf geti haft rétt fyrir sér - - að skilnaðurinn verði geti orðið fæðing.
  2. Að hann geti átt eftir að skilja við sig - - biturð og leiðindi.

 
Það eru nokkrir þættir sem sjálfstæðissinnar hafa "blásið á"

En þ.e. rétt að rifja upp eigi að síður, að þegar bankar léku á reiði skjálfi í Evrópu 2008. Þá "hrundu 3-bankar á Bretlandseyjum. Þar á meðal "Royal Bank of Scotland."

Bresk yfirvöld "tóku fulla stjórn á honum" - "honum var bjargað"

En það kostaði "virkilega skuggalegar upphæðir" - "sem enginn leið er að sjálfstætt Skotland hefði haft efni á."

  • Ég er ekki alveg klár á umfangi "Royal Bank of Scotland" miðað við skoska hagkerfið - mig rámar í að það hafi verið einhvers staðar milli "Landsbanka Hf -sáluga-" og "KB banka" þ.e. á bilinu 2 - 5 þjóðarframleiðslur.

Þetta hafa nokkrir fræðimenn bent á, m.a. Wolf - að Skotland hefði líklega lent í sama vanda og Ísland, árið 2008. Að vera með "hrunið bankakerfi." Þurfa "utanaðkomandi aðstoð."

  • Enn þann dag í dag, er "Royal Bank of Scotland" gríðarlega stór miðað við "skoska" hagkerfið.

Skotar þurfa því að hugsa sig virkilega vandlega um - hvað þeir ætla að gera í gjaldmiðilsmálum. En ég er alls - alls ekki viss. Að það sé "sérlega snjallt" að ætla að "halda Pundinu."

Einfaldlega vegna þess - að ég sé ekki með hvaða hætti, þeir geta knúið Breta til þess, að veita þeim "fullt" gjaldmiðils-samband, ásamt bakábyrgð "Bank of England."

Tæknilega geta þeir, haldið pundinu "einhliða." En þá þurfa þeir að "safna upp birgðum af pundum" þ.e. sjóðum af því, til að geta ráðið við -sveiflur í peningamagni- til að geta -höndlað tímabundið útstreymi peninga- og til að geta -lánað banka í neyð lausafé.

Þá eru þeir komnir í sama "dilemma" og lönd á Evrusvæði, að "þurfa hugsanlega að slá stór lán" í gjaldmiðli - - sem þeir ekki eiga -- og - - sem þeir hafa ekki stjórn á. 

En þeirra vandi er þá í reynd "alvarlegri" því hjá þeim með pund í noktun "einhliða" væri enginn aðili sem unnt væri að leita til, ef skoski ríkissjóðurinn lendir sjálfur í lausafjárvanda.

Sem getur vel gerst í "fjármálakrísu."

  • Ég sé því fyrir mér - að Skotar geti verið að koma sér upp ástandi.
  • Þ.s. fjármálahrun geti átt sér stað hjá þeim - - með afar litlum fyrirvara

Risastærð "skoska" fjármálakerfisins - miðað við þjóðarframleiðslu. Gæti reynst vera "akkílesarhæll."

------------------------------

Þetta lítur allt mun skár út, ef þeir "stofna sitt eigið pund" og breyta öllum "innistæðum" í "skosk pund." 

  • Þá hafa þeir sinn eigin seðlabanka, sem alltaf getur varið "innistæður" (svo lengi sem þær eru í skoskum pundum) og "tryggt bönkum lausafé (í skoskum pundum)."

Þá verður "snöggur fjármunaflótti" og "fjármálahrun" mun minna líklegu útkoma.

Mig grunar að "mjög verulegur popúlismi" sé í loforði "sjálfstæðissinna" til skoskra kjósenda - að, að sjálfsögðu, höldum við pundinu.

 

Sjálfstæðissinnar -grunar mig- að muni ekki komast hjá því, að kaupa olíuna af Englendingum!

Krafan er í reynd ekki -frámunalega ósanngjörn- þ.e. að Skotland taki á sig, sinn skerf af sameiginlegum skuldum landsins. 

Bretland skuldar í dag nærri 90%. Skotland mundi taka á sig "sama hlutfall" og "fá í staðinn uppásrift um" að Skotland eigi olíuna.

  • Fyrir þessu eru fordæmi - - t.d. þegar "Sovétríkin liðuðust í sundur."

Skuldir Bretlands hafa farið í uppihald og uppbyggingu í Bretlandi öllu.

Ekki má gleyma björgun "Royal Bank of Scotland" sem örugglega ein og sér, kostaði meir en 100% af þjóðartekjum Skota.

------------------------------

Augljósa hótun Breta er að sjálfsögðu sú -eins og Martin Wolf bendir á- ef sjálfstæðissinnar halda t.d. til streitu kröfunni um "currency union" og hóti að neita að samþykkja að taka hluta af skuldum Bretlands á sig við skilnaðinn.

  • Þá hóti Englendingar - að halda olíunni í panti.
  • Að Skotar fái hana ekki.

Ef Englendingar hóta þessu, þá kem ég í fljótu bragði ekki auga á neitt það sem Skotar geta gert, en England er eftir allt saman "herveldi" með allt í senn "landher" - "sjóher" og "flugher."

Meðan að nýsjálfstætt Skotland, mundi ekki eiga nokkurn her af nokkru tagi.

Það væri því Englendingum mjög auðveldur leikur, að láta sinn her og flota gæta olíulindanna.

  1. Eins og ég sagði, ég sé ekki hvernig Skotar komast hjá því, að taka á sig skuldir.
  2. Og á sama tíma, sé ég enga leið fyrir Skota, að knýja fram "gjaldmiðilssamstarf" ef Englendingar vilja það ekki.

Það mundi þíða -sennilega- að Skotum mundi einungis standa til boða að "halda pundinu" með "miklum afarkostum."

Ég í reynd mæli með því, að "sjálfstætt" Skotland - - taki upp sinn eigin gjaldmiðil, skoskt pund.

 

Niðurstaða

Þannig er það, að mig grunar að sjálfstætt Skotland endi fljótlega með nýjan gjaldmiðil. Þó svo að sjálfstæðissinnar lofi öllu fögru. Það sé einfaldlega ekki til staðar neitt það sem Skotar hafa í hendi. Til að neyða Englendinga til þess að "ganga að kröfum Skota" um samstarf um pundið, sem væri Skotum hagfellt.

Ég held að það væri á hæsta máta varasöm leið, að ætla að halda pundinu - án stuðnings nokkurs seðlabanka. 

Það gæti kallað á hættu á "fjármálahruni" nánast án nokkurs fyrirvara.

Að sama skapi, muni Skotar ekki komast upp með - - að samþykkja ekki að taka á sig "sinn skerf" af skuldum Bretlands.

Englendingar muni þá hóta, að halda olíunni eftir - - og ég sé ekki neitt sem Skotar geta gert á móti, til að laga þá samningsstöðu sér í hag.

Þetta sé ekki beint þ.s. sjálfstæðissinnar séu að lofa.

  • Það verður forvitnilegt að sjá hver verður niðurstaða kjósenda í Skotlandi.  

Mér virðist því nokkur popúlismi vera í þeim loforðum til kjósenda, að Skotland muni halda pundinu.

-----------------------------------------

Það eru auðvitað nokkur fleiri óvissuatriði, eins og ég benti á um daginn:

Það eru ekki bara Skota sem dreymir um "sjálfstæði"

 

Kv.


Rússland er Evrópuríki - mér finnst algerlega óskiljanleg sú afstaða, að viðskiptasamningur milli Úkraínu og ESB, sé ógn við Rússa eða Rússland

Skv. fréttum, hefur samningur Úkraínu og ESB um "aukaaðild" af svipuðu tagi, og felst í EES samningi Íslands og ESB frá 1994 - - verið staðfestur af aðildarríkjum ESB og nú formlega af þinginu í Kíev. Á hinn bóginn, var sett af hálfu aðildarríkja ESB - klásúla um að "gildistöku samnings væri frestað í 1-ár."

Skv. viðbrögðum sem sjá má í rússneskum fjölmiðlum, sé litið á þessa 1-árs frestun, sem sigur!

Skv. fréttum komi fram, að Rússar hafi íhugað "viðskipta-aðgerðir gegn Kíev" ef samningurinn mundi taka gildi.

  1. Mér finnst þessi afstaða - að líta á þ.s. ógn, að Úkraína gangi í náin viðskiptatengsl við ESB.
  2. Gersamlega óskiljanleg!
  •  Mér er algerlega "hulin ráðgáta" hvernig unnt er að líta það - ógn!
  • Að nágrannalandið, fari í náin tengsl við nágrannalöndin í Vestri.

En stór hluti ástæðunnar fyrir öllu því öngþveiti, sem málin í Úkraínu hafa verið - sl. ár.

Eru einmitt deilur út af þessum viðskiptasamningi!

  • En það er augljóst - að rússn. stjv. leggja mikla áherslu á, að koma þeim samningi fyrir kattarnef!
  • Á sama tíma, fljúga margíslegar - skrítnar sögur um það, hve hættulegur sá samningur á að vera fyrir - tja, Úkraínu.

EU and Ukraine ratify trade agreement in historic vote

Ukraine Moves to Strengthen Ties With Europe, and Bolster Truce

Það er til sú kenning - - að elítan sem stýrir Rússlandi, líti á það sem ógn, ef Úkraína verður smám saman að landi þar sem efnahagsmál ganga betur en áður, í kjölfar þess að hafa tekið upp náin tengsl við Vesturlönd!

Ég ætla alls ekki að fullyrða - að sá skilningur sé réttur!

  1. En ég virkilega sé ekki með hvaða hætti, Rússlandi eða rússn. þjóðinni - sé ógnað. 
  2. Þaðan af síður sé ég, með hvaða hætti, íbúum Úkraínu af rússn. bergi, sé ógnað!

Það hafa flogið margíslegar fullyrðingar - sem flestar eiga sameiginlegt að vera, lítt rökstuddar!

  • Eins og t.d. að samningurinn, muni leiða til efnahagslegra hörmunga fyrir Úkraínu!
  • Og að auki, að hann "ógni viðskiptasamskiptum við Rússland" sem "landið sé enn í dag mjög verulega háð."

Ég held að andstaðan við samninginn, sem virðist útbreiddur í Rússlandi, og rússn. fjölmiðlar hafa fjallað mjög um hann með neikvæðum hætti, samtímis að stuðningsmenn Rússa - taka undir slík sjónarmið; sé að stærstum hluta "fyrir misskilning!

 

Þvert á móti, sé ég ekki betur, en að þessi samningur, sé Rússlandi í hag, með margvíslegum hætti

Það sama eigi við - - sérstaklega þau héröð í A-Úkraínu, sem einkum eru byggð Rússum. 

  1. Þvert á móti, þá held ég að samningurinn ætti að auka eftirspurn í Úkraínu eftir rússn. vörum - en þ.e. hefð í Úkraínu fyrir því að kaupa frá Rússlandi, þannig að afar líklegt virðist mér - - að bættur efnahagur Úkraínu, mundi líklega leiða til aukinnar eftirspurnar í Úkraínu.
  2. Ég á ekki von á því, að "vinir Rússlands" haldi því fram að "rússn. fyrirtæki" séu ófær um að "framleiða varning skv. evr. stöðlum" - - ég sé því ekki nokkra ástæðu af hverju. Draga ætti úr viðskiptum v. Rússa. Þó að Úkraína á sama tíma, auki viðskipti við V-Evrópu.
  3. Síðan er ekki nokkur ástæða að ætla, að Úkraínumenn og fyrirtæki í Úkraínu, missi áhuga á því - að selja varning til Rússlands. Ég bendi á að Rússland kaupir mikið af varningi af ESB aðildarlöndum eftir allt saman. Ef Rússland verður áfram auðugt olíuríki, ef gasviðskipti Rússa og Evrópu halda áfram - óhindruð. Þá sé ég ekki nokkra ástæðu þess - af hverju kaupmáttur Rússa ætti ekki að tryggja það, að úkraínskir aðilar sjái hag af því. Að halda áfram að framleiða og selja varning til Rússlands.
  • Það virðist e-h misskilningur uppi, að þetta sé "zero sum game" þ.e. ef Úkraína tengist meir við Evrópu.
  • Þá tapi Rússland!

En ég sé ekki nokkra ástæðu þess, að það sé réttur skilningur - - þvert á móti sé ég ekki betur, en að allir 3-aðilarnir geti grætt samtímis; þ.e. Úkraína, Vesturlönd, og Rússland!

Það er - hugtakið "mutual gain."

Hvað með ásakanir, að samn. hafi neikvæð efnahagsleg áhrif? Fyrir Úkraínu?

  1. Ég sé enga ástæðu af hverju, en tökum Ísland sem dæmi, Ísland hefur verið í ákaflega nánum viðskiptatengslum við ESB síðan 1971 - þ.e. 40 ár. Ísland hefur ekki orðið að efnahagslegri auðn á því tímabili. Þó að Ísland hafi orðið fyrir höggi 2008, þá er ekki að sjá neitt augljóst efnahagslegt tap fyrir Ísland "nettó" af EES samningnum 1994.
  2. Bendi á að -Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Búlgaría og Rúmenía- allt lönd sem áður tilheyrðu Járntjaldinu. Að þau hafa ekki orðið að "efnahagslegum eyðimörkum" við það - að taka upp náin viðskiptatengsl við V-Evrópu.
  • Ég sé ekki betur, en að þetta séu "gersamlega órökstuddar ásakanir."

Eina landið ef -fyrrum Austan tjalds löndum- sem er fátækara í dag en 1991, er Sovétríkin hrundu - - er Úkraína.

Öll önnur lönd er áður tilheyrðu Járntjaldinu eða Sovétríkjunum - - eru betur stödd í dag en 1991.

Þeim hefur gengið "misvel" - en öll hafa það betur í dag!

  1. Ég held þvert á móti, að rússn. hluti Úkraínu - sé einmitt sá landshluti af Úkraínu, sem mestan hag hefði af viðskiptasamningi ESB og Úkraínu.
  2. Það er vegna þess, að sá landshluti - - er mest efnahagslega þróaður. Þar er megin kjarni iðnstarfsemi í landinu. Það er langt í frá allt "gamaldags þungaiðnaður" heldur er þar inni á milli, hátækni fyrirtæki t.d. flugvélaiðnaður - geimflaugar sbr. Zenit flaugar.
  3. En sagan sýnir, að það eru vanalega þau landsvæði sem eru "efnahagslega þróuð" sem mest græða, því þau eru í betur stakk búin, til að hagnýta sér þau "viðskiptatækifæri sem skapast."
  4. En einmitt í A-Úkraínu, er að finna vinnuafl, sem hefur "þekkingu." 
  5. Það er því rökrétt, að þangað leiti fyrirtæki sem hafi áhuga á að fjárfesta innan Úkraínu, í því t.d. að efla frekar starfsemi, sem framleiðir fyrir rússl. markað.

Ég hugsa þvert á móti, að samningurinn leiði til ófara fyrir svæði þ.s. Rússar eru hvað fjölmennastir, að einmitt þau svæði - - muni fara í gegnum efnahagslegt "boom" fremur fljótlega á eftir.

  • Í reynd ættu íbúar rússn.mælandi hluta landsins, að vera "mestu stuðningsmenn samningsins." 
  • Því það eru þeir sem hafa samböndin inn í Rússland!

Þeir sem eiga fyrirtæki, sem hafa framleiðslu þekkingu fyrir - ráða yfir þjálfuðu vinnuafli.

Meðan að, fátækari hlutar landsins - - muni óhjákvæmilega "lagga á eftir."

Þá vísa ég til þeirra svæða, sem eru meirihluta byggð úkraínskumælandi fólki.

---------------------------------

Þetta gæti orðið sambærilegt við Norður vs. Suður Ítalíu - þ.s. N-Ítalía hefur um aldir verið auðugra svæði, og þegar Ítalía fór í hagþróun á 20. öld - hefur það "bil" ekki mjókkað að neinu ráði.

  1. Gróði Rússland er þá: að rússn.mælandi svæðin í Úkraínu, verði að "bræðslupotti" þ.s. mætast Vestræn áhrif og rússn.menning, og Vestræn sem og rússn. þekking.
  2. Það til samans, skapi e-h meira og betra! Það er, ekki "Zero sum" að einn vinnur annar tapar heldur "Win-win."
  3. Eins og á Ítalíu þ.s. N-Ítalía hefur haldið sínu forskoti, þó Ítalía hafi þróast. Þá á ég von á því, að rússn. mælandi svæðin í A-Úkraínu, haldi því fremur mikla efnahags forskoti þau hafa á restina af Úkraínu - - verði áfram "ríku svæðin í Úkraínu" þó Úkraína gangi í gegnum frekari hagþróun.
  4. Og þ.s. að rússn. mælandi svæðin, hugsi enn mikið í Austur þó þau fari kannski samtímis líka að eiga viðskipti í Vestur.
  5. Þá muni bættur efnahagur íbúanna á þeim svæðum, stuðla að því að "viðskipti Úkraínu við Rússland - - vaxi, fremur en að minnka" - eins og virðist ótti um.

Það er kannski grunn misskilningurinn - - að líta á málið þannig!

Að Rússland tapi - ef Úkraína tengist Vesturlöndum "nánar."

  • Rússn./úkraínsk fyrirtæki, gætu síðar meir - - orðið að mikilvægum viðskipta aðilum innan Rússlands.
  • Rússn. mælandi svæðin í Úkraínu, gætu þannig - - myndað tengingu milli Vesturlanda og Rússlands, flutt þau áhrif sem mætast í Úkraínu inn í Rússland.

Það er ekki slæmt - - heldur gott!

 

Niðurstaða 

Eins og ég sagði í titlinum - er Rússland Evrópuland. En Rússland á marga alda gamla sögu samskipta við V-Evrópu. Sem eins og gengur - voru æði misjöfn. Rússland var þátttakandi í mörgum stríðum innan Evrópu, sem dæmi. Rússland varð fyrir innrásum - en það einnig stundum réðst á að fyrra bragði. Saga Evrópu á öldum áðum, var saga - tíðra styrjalda. Og Rússland var sannarlega eitt af stórveldunum sem tókust á um völd á áhrif á meginlandi Evrópu.

En þetta var ekki - bara átaka saga. Einnig saga - samskipta á menningarsviðinu. Þar sem, flæðið var ekki "bara í eina átt" heldur þvert á móti - "bárust líka rússn. menningaráhrif til restarinnar af Evrópu."

Evrópa varð þannig að mörgu leiti einnig - bræðslupottur hugmynda og áhrifa. 

  • Rússland hefur ákveðið val - ég segi að Rússland eigi að láta af andstöðu sinni við viðskiptasamninga ESB og Úkraínu.
  • Ég held að ef Rússland það geri, og aðstoði við það, að binda endi á átökin í A-Úkraínu.
  • Þá muni þessi deila gleymast fljótt - - að auki muni það verða mögulegt. Að taka aftur upp þráðinn varðandi viðskiptasamskipti Rússlands og V-Evrópu.
  • En það voru áform uppi um, dýpri viðskipta tengsl Rússlands og ESB - - áður en Úkraínudeilan hófst.

Því ekki, að í staðinn - venda alveg um kúrs. Og stefna að því að tengja alla Evrópu upp að Úralfjöllum í náin viðskiptatengsl!

Það mun enginn tapa á því.

Allra síst Rússar sjálfir!

 

Kv.


Poroshenko virðist bjóða uppreisnarmönnum í A-Úkraínu, sjálfstjórn og fulla sakaruppgjöf!

Þetta virðist vera mun betra tilboð en hafði komið fram snemma í vor, þegar Poroshenko bauð einungis sakaruppgjöf til þeirra sem að hans sögn, "væru ekki sekir um alvarlega glæpi" en nú virðist tilboðið gilda um "alla þátttakendur í átökum" - að auki fái svæði uppreisnarmanna "mjög verulega sjálfstjórn."

Ukraine Proposes ‘Special Status’ for Breakaway Regions

Fresh shelling in Ukraine's Donetsk puts ceasefire under more strain

"...the Ukrainian government submitted a draft law to Parliament on Monday that would grant “special status” to the breakaway Donetsk and Luhansk regions for three years."

  1. The main points include amnesty for those who participated in the “events” in those regions;
  2. the right to use Russian as an official language;
  3. the election of local councils;
  4. funds for social and economic development from the state budget;
  5. and the right to form local police forces. "

Þetta gildir þó einungis í 3-ár.

"A woman's body lay on a sidewalk after shelling near the Donetsk international airport on Sunday."

 

En ég reikna með því, að þetta sé "hugsað til bráðabirgða" meðan að samningar mundu væntanlega vera í gangi um - - endanlegt fyrirkomulag.

  • Ég held þó að augljóst sé, að "sakaruppgjöf verði að vera endanleg" - - > en þó er það sanngjarnt að binda hana við; samþykki formlegs friðarsamkomulags.
  • Það hefur alltaf verið ljóst, að miðað við íbúasamsetningu Úkraínu, þá verður rússn. að vera "jafn rétthátt tungumál."
  • Að héröðin "haldi eftir hluta af skattfé" til eigin nota - - er eðlilegur hluti af auknu sjálfforræði.
  • Og sjálfsögðu að, til staðar sé sérstakt "héraðs þing" og "lögregla."

Bendi á að fylkin í Bandaríkjunum, þau hafa sannarlega "eigin lögreglulið" - "eigin fjárlög" - "fá hluta af skattfé til sín" - og hafa "eigin þing."

Fylkin í Bandar. eru samt ekki "full sjálfstæð" - - en mér virðist sjálfforræði fylkjanna í Bandar. geta verið fyrirmynd.

Eitt sem þau hafa ekki - - er "eigin utanríkisstefna."

Utanríkismál - - eru alríkismál.

Það gæti verið töluvert bitbein um utanríkismál í Úkraínu.

En ef þ.e. krafa um það, að A-héröðin "megi fylgja eigin utanríkisstefnu" þá er verið að taka "sjálfforræði" það langt - - að það líkist þá meir "fullu sjálfstæði" en "takmörkuðu sjálfforræði bandar. fylkja."

Þ.e. afar vafasamt, að Kíev sé áhugasöm, um að ganga það langt.

  1. Deilan verði líklega ekki um það, hvort að A-Úkraína fái aukna sjálfsstjórn.
  2. Heldur um það, akkúrat hve mikla.

En mér hefur virst tillögur Pútíns, benda í átt til það mikillar sjálfstjórnar - að það væri nánast það sama og að leggja miðstjórnarvald í Úkraínu af, þ.e. leggja þjóðríkið Úkraínu niður.

Ef slíkum hugmyndum er haldið til streitu - - þá gæti þetta endað án samkomulags.

Og hugsanlega stríðið blossað upp að nýju!

 

Niðurstaða

Þessar tillögur sem nú koma fram, eru þær tillögur sem Kíev hefði átt að koma fram með í vor. Þegar Poroshenko var nýkjörinn, og það voru haldnir fundir um hugsanlega lausn deilunnar milli stjv. og uppreisnarmanna í A-Úkraínu.

Það getur verið, að úr því sem komið er, komi þessar tillögur of seint. Að mál hafi þegar þróast það langt. Að þeim verði snarlega hafnað - - og að Kíev standi einungis frammi fyrir þeim valkostum að gefa að fullu eftir -sem líklega þíddi nýja byltingu í Kíev- eða að átökin fara að nýju í fullan gang.

Það gæti verið líklegri niðurstaðan.

Eins og ljósmyndin að ofan sýnir - hafa við og við orðið "vopnahlésbrot." Virðist lítið þurfa af að bregða, til þess að bardagar fari í fullan gang að nýju. Þá óttast ég, að átökin breiðist hugsanlega víðar um landið, sérstaklega í S-hlutanum.

En nú með öflugan stuðning rússn. hermanna, getur verið að uppreisnarmenn hafi styrk til að sækja fram til S-Úkraínu.

 

Kv.


Veldi Kína í Mið-Asíu vex hratt, meðan eru áhrif Rússlands á hröðu undanhaldi - verður Rússland leppríki Kína?

Þetta er ákaflega merkileg atburðarás sem hefur verið í gangi "eftir 2000" - sem er tilfærsla Mið-Asíu frá Rússlandi yfir til Kína. Það hefur blasað við mér lengi, að svona mundi óhjákvæmilega fara, þ.s. að Rússland eigi ekki nokkurn möguleika til þess, að keppa við Kína á jafnréttisgrundvelli.

  • Ef eitthvað - kemur þó hraðinn á undanhaldi áhrifa Rússlands á óvart; en sá hraði er svakalegur!
  • Mig virkilega grunar - að það sé ekki tilviljun, að Rússland sé að nýju, að "hefja átök við Vesturveldi" á sama tíma, og veldi Rússlands á Mið-Asíusvæðinu, hnignar hratt!
  • Ég held að tvímælalaust, verði að skoða þær atburðarásir í samhengi, þ.s. þróunin í Mið-Asíu, að auðlyndir Mið-Asíu streyma til Kína í hratt vaxandi mæli, þíðir að Rússland hefur nú þegar tapað af mjög miklum tekjum, sem áður runnu til Rússlands.
  • Það sé ekki tilviljun, að seinni ár - sé hagvöxtur í Rússlandi á hröðu undanhaldi, þ.e. á sama áratug, og Rússland er bersýnilega - - að missa tekjurnar er Rússland áður hafði af auðlyndum Mið-Asíu.

Ég hef varpað fram þeirri kenningu: að Rússland sé með aðgerðum sínum í Úkraínu, að einhverju verulegu leiti, að bæta sér upp það tjón, sem Rússland hefur þegar orðið fyrir á Mið-Asíusvæðinu, og mun halda áfram að ágerast!

  1. En eins og ég benti á í færslunni - Yfirtaka Rússlands á Krímskaga, getur hafa snúist um olíu - þá færast hugsanlega gríðarlega verðmæt hafsbotnsréttindi yfir til Rússlands, með yfirtöku Rússlands á Krím-skaga. Mig grunar að sú yfirtaka "geti hafa snúist einmitt um þær vonir um framtíðar auðlyndir undir botni Svartahafs." Takið eftir í færslunni, kortinu af svæðaskiptingu lögsögu Rúmeníu." En skv. fréttum vitnað í innan færslunnar, voru stjv. í Kíev í samn. viðræðum v. erlend olíufélög um sambærilega svæðaskiptingu.
  2. Ég bendi einnig á, að "tilfærsla" Luhansk/Lugansk -eftir því hvort rússn. eða úkrínska útgáfa nafnsins er notuð- og Donetsk héraða, mun ef gerist, færa mikilvægar auðlyndir aftur inn fyrir landamæri Rússlands, þ.e. enn gríðarleg kolalög í svokallaðri Donbas lægð, að auki má ekki líta framhjá iðnaðinum á Donbas svæðinu, þ.e. þessum tveim héröðum, sem byggist á þessum kolalögum, og enn þann dag í dag - - framleiðir varning sem er mikilvægur fyrir Rússland sbr. Antonov flutningavélar - Zenit eldflaugar sem notaðar eru til geimskota - skriðdreka og aðra brynvagna - og margt flr. Hafandi í huga hve mikinn hag Rússland hefur af því að tryggja efnahagsleg yfirráð yfir kolalögunum og iðnaðinum á Donbas - þá skapar það að lágmarki, mótíf fyrir Rússland að vilja færa þau héröð "inn í það ástand að áhrif Rússland yfir þeim séu trygg."

Það er algerlega öruggt - - að efnahagslegt tjón Rússland vegna yfirtöku Kína á auðlindum Mið-Asíu, er þegar orðið mjög mikið! Og fer áfram, vaxandi!

Það er a.m.k. hugsanlegt - - að Rússland sé að bæta sér það tjón upp að einhverju leiti, með því að "færa mikilvægar auðlindir" frá því að "tilheyra Úkraínu" - "undir trygg rússn. yfirráð."

Hvað sem menn halda fram um ástæður Rússlands - - þá er það algerlega ljóst; að tilfærsla Luhansk og Donetsk yfir á trygg rússn. yfirráð og yfirtakan á Krím-skaga; leiða til umtalsverðs hugsanlegs langtíma efnahagslegs ávinnings fyrir Rússland!

Mín skoðun er, að í leit að ástæðum, í leit að skilningi á markmiðum aðila, eiga menn að skoða - - hver græðir -annars vegar- og -hins vegar- hver tapar!

The struggle for Central Asia: Russia vs China

China’s energy footprint in Central Asia

Chinese energy investments drive Moscow’s interests in Central Asia

China-Central Asia “Twin-Track” Energy Cooperation

Central Asia’s Energy Rush

Central Asia: a major player in the oil and gas energy industry

http://fs.huntingdon.edu/jlewis/syl/ircomp/Maps/AsiaCaucasus-CentralAsia.gif

Yfirtaka Kína á Mið-Asíu, heldur áfram á blússandi fart!

Ég skoðaði þetta mál fyrir nokkrum mánuðum: Ég tel þrátt fyrir allt að vesturlönd og Rússland, ættu eigin hagsmuna vegna að vera bandamenn  - þar sem ég ályktaði, að Rússland eigi ekki nokkurn möguleika á að keppa við Vesturlönd með Kína andandi ofan í hálsmálið af hratt vaxandi styrk. Af þeim möguleikum sem Rússland stendur frammi fyrir - - væri sá minnst slæmur, að bæta samskiptin við Vesturveldi - hætta stórvelda samkeppni við þau - nota samvinnu við þau sem "mótvægi við Kína."

  1. "All of this made the May 21 deal to bring 38 billion cubic metres of gas from Russia to China annually a logical step for Beijing. Signed following the international fallout from Russia’s invasion of the Crimea it is assumed that the terms of the estimated US$40 billion (240 billion yuan) deal were more favourable to China than Russia, Moscow’s diplomatic isolation speeding up the conclusion of an agreement that was years in the making." - - - > Takið eftir umfangi samnings Rússlands við Kína.
  2. "The Chinese-Turkmen gas network offers even more potential for dizzying expansion. Built by Chinese companies with cheap Chinese credit it will encompass lines A, B and C, already transporting gas east through Uzbekistan and Kazakhstan, and Line D, agreed upon by China, Uzbekistan, Tajikistan and Kyrgyzstan. This fourth line will take Chinese imports of Turkmen gas up to 65 billion cubic metres per year upon its expected completion in 2016." - - Já þið tókuð rétt eftir, þegar Kína klárar sína 4-gaslínu til Túrkenistan, þá mun útflutningur Túrkmena á gasi til Kína nema 65 milljörðum rúmmetra per ár.
  3. "The residents of Dangahra, Tajikistan don’t seem to know much about the oil refinery Chinese workers are building in a Special Economic Zone just outside their town, but if they did, they probably wouldn’t have much to say. Dangahra is firmly rooted in Tajik president Emomali Rakhmon’s political heartland, and one of the few places in a republic dependent on wages sent back from workers abroad where jobs are being created for locals. It is an ideal place for China to nestle such a strategic investment." - - > Og þar með, eiga Kínverjar forseta Takjikistan!
    "The facility, which will be operated by 90% stakeholder Dongying Heli Investment and Development, is just piles of building materials at the moment, but when it is completed in 2016 it will aim to supply the domestic market with over 1 million tonnes of petrol and diesel annually, breaking Tajikistan’s dependence on Russian refined fuel products." - - > Og þar með hafa Kínverjar stigið stórt skref í því að færa Tajikistan af yfirráðasvæði Rússlands yfir á sitt!
  4. "Another Chinese refinery of similar scale has already been built in Kara-Balta, an industrial city in energy-poor Kyrgyzstan, and a smaller sister facility is being built in Tokmak, another Kyrgyz city. Crude for these two may eventually come from China’s oil fields in Kyrgyzstan’s northern neighbour, Kazakhstan, while Tajikistan’s refinery could one day be supplied by Tajik crude: China National Petroleum Company are one of several companies exploring major, untapped oil reserves in the republic’s south-west." - - > Og þar með eru Kínverjar að auki, að tryggja sér Kyrgyztan.
  5. "The China-Kazakhstan pipeline has been built in several stages with further ‘spurs’ possible, perhaps even one moving south towards Kyrgyzstan and the Kara-Balta refinery. Currently connected to more modest, but still significant, oil fields in western Kazakhstan, it will link up with Kashagan - in which CNPC secured a US$5 billion stake last year - after that field comes on line in the near future." - - > Og Kína er þegar farið að flytja inn hluta af olíu og gaslindum Kasaka, er með mikil fjárfestingaáform uppi, um fjárfestingar í frekari nýtingu auðlinda Kasakstan - ásamt því að ég er viss um, að frekari leiðslur verða reistar milli Kína og Kasakstan í framtíðinni.
  6. "China overtook Russia as the region’s largest trade partner in 2010, with deals reaching $46 billion in 2012, compared to Russia’s $27 billion." -  -> Takið eftir, verðmæti viðskipta Mið-Asíu við Kína, var þegar orðið nærri 2-falt meira við Kína en Rússland árið 2012.
  7. "52 percent of Chinese natural gas imports come from Turkmenistan." - - > Túrkmenistan sér Kína fyrir rétt rúmlega helmingi af allri neyslu kínverja á Gasi. Þetta er mikilvægt atriði, því það sennilega þíðir, að Kína mundi mæta Rússlandi af fullri hörku - með eigin herafla - ef Rússland mundi gera tilraun til þess, að skaða þessi viðskipti.
  8. "However, potential economic sanctions imposed by the West could have a more profound resonance in Central Asia. Kazakhstan is currently the only Central Asian member of the Russian-sponsored Customs Union and Moscow’s key ally in the region." - "Yet, the country is feeling the consequences of Russia’s failing economy. The situation can only get worse if Russia’s economy continues to deteriorate. The Kazakh tenge currency has already devalued by 19 percent in February following the devaluation of the Russian rouble." - "The potential collapse of the Russian economy and Vladimir Putin’s indirect calls for the restoration of the Soviet Union are likely to make CA countries more uncomfortable about further integration with Russia, and might help them see China as the better alternative." - - > Mér finnst þetta ágætir punktar - að ef eins og líklegt virðist að  efnahagslegar refsiaðgerðir Vesturlanda skaða rússneskan efnahag verulega, þá gæti það aukið enn á hraða hnignunar rússn. efnahags áhrifa í Mið-Asíu. Þar með, að enn hraðar en áður, muni fjara undan áhrifum Rússlands á því svæði. Það má jafnvel vera, að skoða megi samning Rússa við Kínverja um orkusölu - er virðist hafa verið á kjörum -mjög hagstæð fyrir Kína- sem nokkurs konar uppgjöf Rússlands gagnvart ásælni Kína

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/7/74/Russia%27s_population_density_by_region.jpg

Það er áhugavert að skoða kort af dreifingu íbúa Rússlands eftir þéttleika byggðar, í samhengi við vaxandi áhrif Kína

  • Athygli vekur að svæðin í Rússlandi sem næst eru Mið-Asíu, og næst eru Kína!
  • Eru öll fremur strjálbýl - að auki eru þau tiltölulega fátæk og vanþróuð.

Eins og ég vakti athygli á í færslunni -  Að halla sér að Kína getur verið leikur að eldinum fyrir Rússland  - þá á Kína gamla harma að hefna gagnvart Rússlandi.

  1. Mér finnst afar ólíklegt - að Kína sé í nokkrum skilningi "vinur Rússlands."
  2. Heldur tel ég afar líklegt, að sá samningur sem Rússland gerði nýlega við Kína, sýni tóninn á viðskiptum Kína og Rússlands - - > ef átök Rússlands við Vesturveldi halda áfram.
  3. Það er, að "Kína gangi á lagið" - - en skv. fréttum eru kjör á gassölu ákaflega óhagstæð fyrir Rússland.
  4. En þ.e. rökrétt útkoma, að Kína leggist þá á Rússland um að selja sér gas á hagstæðum fyrir Kína kjörum - - > Útkoman verði sú, ef Kína mun taka við af Evrópu sem meginmarkaður Rússlands fyrir gas, þá munu tekjur Rússa af gassölu sennilega verða verulega minni.
  5. Útkoman af gasviðskiptum við Kína, verði verulega óhagstæðari, en ef Rússland heldur sig áfram við það að eiga viðskipti við Vesturlönd með olíu og gas.
  • Vandi Rússlands, er að Rússland er að "mestu landlukt" og á "fáar góðar hafnir" - - sem leiðir til þess, að markaðs lönd þess, eru þau lönd sem eiga landamæri nægilega nærri Rússlandi.
  • Kínverjar eru með öðrum orðum, að notfæra sér það ástand, að ef markaðir á Vesturlöndum lokast á Rússland, þá verður Kína markaður nánast eini mögulegi markaður B. Sem gefur þá Kína sjálfdæmi um verð.
  • Með öðrum orðum, að þá getur Kína beitt Rússland "nákvæmlega sömu bolabrögðum" og "Rússland áður beitti Mið-Asíu lýðveldin" með því að notfæra sér það "að vera eina leiðin fyrir þeirra afurðir á markaði" sem Rússland á árum áður notfærði sér með þeim hætti að "kaupa af þeim þeirra afurðir á mjög lágum verðum" - svo græddi Rússl. með því að selja þær afurðir á mun hærra verði inn á Vestræna markaði.

Útkoman er þá, að Rússland verður þá í vaxandi mæli - - efnahagslega háð Kína.

Það tel ég, að mundi leiða til "efnahagslegra áhrifa" kínv. aðila innan Rússlands, er mundu ágerast eftir því sem árin líða.

Sem ég tel að mundi leiða til, vaxandi pólit. áhrifa innan Rússlands, frá fjársterkum kínv. aðilum.

Með öðrum orðum, að smám saman öðlist "Kína" - áhrif á pólit. ákvarðanatöku innan Rússlands!

  • Þetta gerist eðlilega fyrst innan héraða næst Kína.
  • En síðan eftir því sem þau áhrif verða víðtækari, er vel hugsanlegt að þau áhrif, færist yfir í landstjórnmál.
  1. Á endanum gæti það orðið góð spurning - hvor ræður meiru í Rússlandi.
  2. Kínverjar - - eða Rússar sjálfir.

Þetta er þ.s. ég vil meina, að ógnin sem Rússlandi stafar af Kína.

Sé miklu mun meiri, en sú ógn sem Rússlandi stafar af Vesturlöndum.

  1. Ég sé ekki nokkra ástæðu þess, af hverju Kínverjar ættu að vilja púkka upp á núverandi elítu er stjórnar Rússlandi.
  2. Þeir mundu á einhverjum tímapunki, styðja til valda þá sem eru vinsamlegir frekari áhrifum Kína.
  • Mér skilst að þessa stundina, ráði hugsanlega för að einhverju leiti, ótti um sambærilega tilraun frá Vesturlöndum - - > Að Vesturlönd muni leitast við að skipta um stjórnendur innan Rússlands.
  • En ég held að með því að halla sér að Kína í staðinn - - sé Rússland að vaða úr öskunni í eldinn, eða nánar tiltekið, að stjórnendur Rússlands séu að framkvæma meiriháttar villu!

 
Niðurstaða

Ris Kína er án nokkurs vafa - dramatískasta atburðarás sem heimurinn hefur orðið vitni að í a.m.k. 100 ár. Það næsta sem við komust í samanburði, er sennilega samanburður við ris þýska keisaradæmisins eftir 1896. Þegar þýsku keisararnir fóru í fullan stórvelda slag við þau stórveldi er fyrir voru - - slagur sem á endanum leiddi til Fyrri Styrjaldar.

Ég held að það sé enginn vafi á, að megin átakalínur munu liggja milli - - Vesturvelda annars vegar og Kína hins vegar.

Vandi Rússlands er sá, að lenda mitt á milli, og vera - - veikari en Vesturveldi og Kína.

  • Stjórnendur Rússlands, virðast vera að leita að farvegi þ.s. Rússland getur áfram verið stórveldi, þrátt fyrir þá dramatísku breytingu sem ris Kína hefur í för með sér.
  1. Rússland virðist á hinn bóginn, vera að "hopa hratt undan Kína."
  2. Meðan að Rússland virðist vera, að mynda "varnarlínu gagnvart áhrifum Vesturvelda." 
  • Ég bendi á, að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar bregðast við "tilraun Vesturvelda til áhrifa á svæði sem Rússland telur sitt áhrifasvæði - - bendi á átök Rússlands og Georgíu. En það "tel ég án nokkurs vafa" hafa snúist um tilraunir Vesturvelda til að opna samgönguleið í gegnum Georgíu og síðan Armeníu eða Azerbadjan, að olíu- og gaslindum Mið-Asíu.
  • Rússum tókst að verjast þeirri ásælni Vesturvelda í auðlindir Mið-Asíu, en áform Vesturvelda um aðgang að olíu og gasi í gegnum Svartahaf og Kaspíahaf, hafa ekki a.m.k. enn orðið að veruleika.
  1. En kaldhæðnin er sú - - að meðan að rússn. stjv. virðast fókusa á að verjast Vesturveldum!
  2. Þá virðast nær engar varnir af hálfu Rússa vera til staðar, gagnvart hratt vaxandi ásælni Kínverja.

Það - - er mjög áhugavert!

Þannig séð er nánast eins og að Kína sé þegar farið að múta landstjórnendum Rússlands!

Til að haga stefnu Rússlands á þann hátt, að líkur þess séu hámarkaðar --> að Kína nái óskoruðum yfirráðum auðlinda Mið-Asíu og síðan innan Rússlands - - án samkeppni við Vesturveldi.

  • Food for thought - - Hefur Kína mútað Pútín og hirð hans? 

En það getur einmitt verið útkoman af núverandi stefnu, að Kína ótékkað sölsi Mið-Asíu til sín.

Síðan, smám saman nái Kína einnig yfirráðum yfir Rússlandi - fyrst í gegnum efnahags áhrif, sem síðan verði að pólit. áhrifum.

En mér virðist stefna Kremlverja nánast ekki getað verið hagstæðari fyrir Kína - en ef þeir væru þegar orðnir að leppum Kínverja.

Allt það dæmi, þ.e. átök við Vesturlönd - sem leiða til refsiaðgerða þeirra á Rússland, sem veikir rússn. efnahag - - sem síðan flýti fyrir að Rússland verði efnahagslega háð Kína.

Allt það spili upp í hendurnar á Kína!

--------------------------------

Það getur orðið mjög fljótlega mikilvæg spurning fyrir Rússa - - eru þeir til í að sætta sig við afleiðingar þess, að verða hugsanlega - - leppríki Kína?

En mig grunar að til lengri tíma litið, verði útkoman af því, ákaflega óhagstæð fyrir núverandi íbúa Rússlands, þ.e. Rússa sjálfa!

  • Það getur auðvitað verið, að skammt sé í "dramatíska stefnubreytingu í Rússlandi" þ.s. "Rússland hefur gagnsókn gegn Kína."
  • En Rússar geta ekki beðið lengi með slíka stefnu umpólun!

 

Kv.


Algerlega andvígur því að leggja af ríkiseinkasölu á áfengi á Íslandi

Nú er komið fram frumvarp Vilhjálms Árnasonar sem felur í sér að leggja af ríkiseinkasölu á áfengi á Íslandi, og færa þar með sölu á áfengi inn í almenna verslun - þar á meðal, stórmarkaði. Ég hafna ekki út af fyrir sig rökum hans, að með því að færa sölu áfengis yfir í almennar verslanir. Verði "aðgangur almennings að áfengi bættur" auk þess að "mun þægilegra verði fyrir almenning að nálgast áfengi í sömu ferðinni og það kaupir sér mat" og síðan að "viss sparnaður verði af því að reka sölu á áfengi á sömu stöðum sala matvæla fer fram."

Breyting á lögum nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak

  • Á hinn bóginn--styð ég ekki þau markmið.
  1. Ég vil ekki "fjölga sölustöðum áfengis." Það er tilgangur í sjálfu sér, að þeir séu "tiltölulega fáir."
  2. Ég vil ekki "bæta aðgang neytenda að áfengi." Það sé tilgangur í sjálfu sér að hafa hann tiltölulega ógreiðan.
  3. Og ég vil alls ekki, færa sölu á áfengi til "einkaaðila." Það sé tilgangur í sjálfu sér, að sala á áfengi sé í ríkiseinkasölu.


Ég tel að ríkið sé "betur fært" um að sjá um sölu áfengis, en einkaaðilar!

Þetta snýst auðvitað um "hvaða markmið" er lögð áhersla á að þjóna!

  1. En galli við það að færa sölu yfir til einkaaðila, er auðvitað sá - að einkaaðilar vilja ávalt - - > hámarka sinn hagnað. Sem er ekkert að í sjálfu sér, þegar seld er vara sem ekki telst til fíkniefna.
  2. Það þíðir auðvitað, að einkaaðilar - munu ávalt "keppast um markaðinn" og ekki síst "keppast um að hámarka sölu" - - > Þau atriði ganga einmitt gegn lýðheilsumarkmiðum.
  3. Þetta er grundvallaratriði - - en tilgangur þess að viðhafa ríkiseinkasölu, er að sjálfsögðu sá, að lágmarka sem mest er mögulegt, tjón samfélagsins af áfengi.
  4. Lágmörkun útbreiðslu og neyslu áfengis, er hluti af þessum lýðheilsumarkmiðum - að auka aðgang að áfengi, gera neytendum það þægilegra að nálgast það, fjölga sölustöðum til mikilla muna, færa sölu áfengis yfir til aðila "sem hafa hagsmuni af því að hámarka sölu þess" - - > Allt það gengur gegn lýðheilsumarkmiðum.
  • Þetta er ástæða þess, að ríkið er "betur fært um að sjá um sölu á áfengi" þ.s. "ríkið er betur fært um að þjóna þeim lýðheilsumarkmiðum" að "lágmarka samfélagslegt tjón af áfengi."

Þegar ekki er verið að selja "skaðleg fíkniefni" þá að sjálfsögðu, geri ég engan hinn minnsta ágreining við rök þess efnis, að einkaaðilar eigi að sjá um málið.

 

Þetta þíðir að ég vil reyndar ganga lengra en gert er í dag, að viðhafa ríkiseinkasölu á fíkniefnum!

  1. En sömu rök virka algerlega, þegar kemur að sölu á tóbaki, og sígarettum - vindlum og öðru sem inniheldur tóbak.
  2. Að auki, er ég kominn á þá skoðun, að rétt væri - - að selja; kannabis - og - hass - einnig í ríkiseinkasölu.
  • En ég tel að gild rök séu fyrir því, að afglæpavæða þau efni - þau séu ekki "augljóslega skaðlegri en áfengi eða tóbak."
  • Sem segir ekki að þau séu "minna skaðleg" - en ef áfengi sé heimilt og einnig tóbak, séu ekki gild rök fyrir því, að banna þessi 2-fíkniefni sem í dag eru undir banni.
  • Það þíðir auðvitað, að ég ætlast til að viðmiðin séu þau sömu - - eins og í dag gilda um sölu áfengis.

ÁTVR - - ætti þá að fá nýtt nafn, Fíkniefnasala Ríkisins eða FR.

 

Niðurstaða

Ég ætlast til þess, að áfram sé viðhöfð sú regla sem hingað til, að ríkið sjái um sölu á áfengi. Að auki tel ég rök fyrir því, að afglæpavæða "kannabis" og "hass" -  viðhafa samskonar ríkiseinkasölu skv. sambærilegum reglum er gilda um sölu á áfengi um þau 2-efni. Til viðbótar, er ég á því að sölu sígaretta - vindla - píputóbaks; ætti einnig að færa yfir í ríkiseinkasölu.

En mér virðist sömu rök halda í öllum tilvikum - að ríkiseinkasala gegni lýðheilsusjónarmiðum.

Auk þess, að réttmætt sé að ríkið hirði allar sölutekjur af þessum skaðlegu efnum, á móti því tjóni sem ríkið óhjákvæmilega ber - vegna þess að það heldur uppi þeim sjúkra- og hjúkrunarstofnunum, sem þeir er tapa heilsu sinni af völdum þessara fíkniefna þurfa á að halda.

Þeir sem eru þeirrar skoðunar að hið mikilvæga yfirmarkmið sé einstaklingsfrelsi, verða eðlilega á öðru máli. 

 

Kv.


Stríðsaðgerðir gegn "Islamic State" hreyfingunni, virðast réttmætar

Eins og hefur komið fram í fjölmiðlum - hefur Obama forseti líst yfir stríði gegn "Islamic State" hreyfingunni eða "IS." Í nálgun sinni á málinu er Obama að fara líkt að, og Bush forseti hinn eldri, þegar svokallað "fyrra Persaflóastríð" varð. En þá safnaði Bush forseti her innan landamæra Saudi Arabíu gegn herjum Saddam Hussain, er höfðu gert innrás í Kuvæt og lagt það land algerlega að velli - - en Bush eldri safnaði einmitt myndarlegu ríkjabandalagi, sem innihélt öll NATO lönd, ásamt fjölda Arabaríkja.

Arab Nations Vow Help to Fight ISIS ‘as Appropriate’

Nú virðist nákvæmlega sami hluturinn í gangi, að 10 Arabaríki hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðir Obama þ.e. Arabaríkin við Persaflóa, síðan Írak - Egyptaland og Jórdanía að auki. Síðan, er útlit fyrir að aðgerðirnar njóti stuðnings "allra NATO ríkja."

  1. Þegar sonur Bush, Bush yngri var forseti, þá fór hann verulega öðruvísi að - enda varð stuðningurinn við þá herför verulega minni, sbr. ekkert Arabaríki studdi þá herför hina seinni gegn Írak.
  2. Síðan klofnaði NATO í afstöðu til málsins, þ.e. sum NATO lönd studdu aðgerðirnar - meðan að sum lístu yfir andstöðu við þær.
  • Úr því spannst deila innan NATO sem myndaði sárindi - - sem nú fyrst í tíð Obama, virðast fyrir bý.

 

Þegar haft er í huga stefna "IS" gagnvart öðrum trúarhópum, hættan sem virðist til staðar, að "IS" framkvæmi meiriháttar hrannmorð á öðrum trúarhópum - þá er eiginlega komin sama spurning og lönd heims stóðu frammi fyrir þegar fjöldamorð hófust í Afríkulandinu Rúvanda

Ég er þeirrar skoðunar - að stríð geti verið "réttmætt" - t.d. ef tilgangurinn er að hindra mjög alvarlega glæpi gegn mannkyni. Það getur ekki verið nokkur vafi um, að "IS" er líklegt til að fremja hrannmorð gegn öðrum trúarhópum á Mið-Austurlandasvæðinu. Þegar er vitað um yfir 1.000 manns sem hafa verið drepin í skipulögðum morðum.

Í ljósi þeirrar tortryggni varðandi stefnu Bandaríkjanna gegn öðrum löndum, sem reis upp í tíð "Bush yngra" þá virðist óhjákvæmilegt - - að raddir muni rísa upp, og halda því fram að tilgangur Bandar. sé allt annar, en sá sem upp hefur verið gefinn.

Á hinn bóginn, sé ég ekki neina augljósa ástæðu að ætla, en að sá tilgangur sé akkúrat sá sem stjórn Obama hefur upp gefið - - þ.e. að veikja "IS." 

Og stuðla að eyðileggingu þeirra samtaka!

  • Í því markmiði, stendur til að beita loftárásum - - Obama hefur tekið fram að ekki komi til greina að senda her á svæðið.
  • Á hinn bóginn, mun Obama fjölga sérsveitaliðum í Írak, upp í ca. 1.000.

Á sama tíma, er uppgefin stefna - - að aðstoða "skipulagða hópa" á svæðinu, sem berjast við "IS."

http://blog.foreignpolicy.com/files/fp_uploaded_images/140611_syriagranularCROP.png

Sumir fréttaskýrendur, óttast að auknar árásir á hersveitir "IS" þar á meðal innan Sýrlands, muni gagnast stjórnvöldum í Sýrlandi

Focus on ISIS Stirs Fears That Efforts to Curb Iran Will Recede

Prospect of U.S. Attacks Captivates Syrians

Augljóst er - að það er hugsanleg "hliðar afleiðing" af því, ef árásir Bandar. á stöðvar "IS" veikja her "IS" innan Sýrlands - að staða hersveita stjórnarinnar í Damascus getur styrkst.

Í því ljósi er áhugavert, að stjv. í Damascus, segja það "óvinveitta aðgerð" að hefja loftárásir á sýrlensku landi, án þess að fá heimild til þess frá Damascus.

Eins og sést á kortinu - þá ræður "IS" nánast yfir jafn miklu landsvæði innan Sýrlands -- og stjórnin í Damascus. Hún er langsamlega sterkust á svæðunum nærri strönd Miðjarðarhafs. 

Meðan að uppreisnarmenn - aðrir en "IS" ráða svæðum í N-hl. Sýrlands. Svo má sjá svæði Kúrda - - merkt "ljósgul."

Staðan hefur breyst frá þessu - korti. Því "IS" hefur verið í sókn innan Sýrlands sl. 2 mánuði. Virðist hafa mestu leiti, rústað vígsstöðu stjórnarhersins - nærri borginni Aleppo í N-hl. landsins.

  • Augljósi punkturinn er auðvitað sá - - að Damascus stjórnar ekki "stórum svæðum innan Sýrlands."
  • Það er unnt að ráðast að stöðvum "IS" víða - án þess að nokkur hermaður stjv. í Damascus sé líklegur til að vera nærstaddur.

Staða Damascus stjórnarinnar, getur styrkst - - með þeim hætti, að það dragi úr sókn "IS" gegn stöðvum stjórnarhers Damascus stjórnarinnar, eða jafnvel - sú sókn stöðvist alfarið.

Hugsanlegal ef vel gengur að leggja hersveitir "IS" í rúst með loftárásum, getur það komið til greina að stjórnarher Damascus stjórnarinnar, mundi geta náð aftur - einhverjum landsvæðum af "IS."

 ------------------------------

Tilgangur aðgerðanna er samt sem áður ekki sá, að aðstoða yfirvöld í Damascus.

Þó það sé ekki "frágengið enn" þá getur verið, að lögð verði "aukin áhersla á að vopna andstæðinga Assad stjórnarinnar" sem ekki eru á vegum "IS."

 

Meginbandamenn Bandaríkjanna í þessum átökum innan svæðis, virðast þó vera stjv. í Bagdad og Kúrdar í Írak!

Það virðist sennilegt, að "megin fókusinn" verði á það - að veikja stöðu "IS" innan Íraks. Frakkar virðast vera farnir að senda vopn til íraskra Kúrda, mér skilst að innan Þýskalands séu áform uppi - um að gera slíkt hið sama.

Kosturinn við það að starfa með annars vegar Bagdad og hins vegar svæðisstjórn Kúrda í Erbil - - er sá að þeir aðilar a.m.k. hafa sæmilegt skipulag.

Það séu "minni líkur á" að vopn send til stjórnarhersins eða Kúrda lendi á endanum í klóm "IS" liða, heldur en ef vopn væru send til margíslegra hópa uppreisnarmanna í Sýrlandi, en nokkur fj. slíkra hópa hefur umliðið ár, gefist upp fyrir "IS" og afhent þeim vopn sín. Fengið þess í stað að "lifa."

Obama hefur einnig gefið upp - að baráttan við "IS" muni taka mörg ár.

Enda augljóst, að þessi aðferðafræði - er ólíkleg að stuðla að "snöggum sigri."

  1. Á hinn bóginn, grunar mig að til lengri tíma litið, sé það líklegra til að stuðla að batnandi samskiptum milli Vesturlanda og íbúa Mið-Austurlanda.
  2. Ef Vesturlönd í aðgerðum sínum gegn "IS" - vinna með aðilum á svæðinu, sem "sinna hagsmuna vegna" berjast við "IS."
  • En þá ætti að myndast "góðvilji" a.m.k. meðal þeirra hópa.

Það vekur t.d. athygli, að íraskir Súnnítar sem andvígir eru "IS" - - virðast í viðbrögðum "afar jákvæðir" út í tilkynntar aðgerðir Obama. Meðan að töluverð tortryggni virðist til staðar meðal shíta, miðað við viðbrögð talsmanna mismunandi hópa þeirra - þrátt fyrir jákvæðar undirtektir stjórnarinnar í Bagdad.

  1. En þessi aðferð - - að senda ekki fjölmennan her á svæðið.
  2. Heldur aðstoða "lókal" aðila við það verkefni að berjast við "IS."
  • Ætti samt "rökrétt séð" að stuðla að tilkomu góðvilja.

Sú aðferð að vinna í gegnum aðila er lifa og starfa á svæðinu, eðlilega mun taka nokkurn tíma að skila árangri. Á hinn bóginn, grunar mig - - að til lengri tíma litið.

Muni sú aðferðafræði, leiða til betri útkomu - en ef Bandar. mundu senda fjölmennan her á svæðið.

 

Niðurstaða

Nú hefur Obama tækifæri "ef til vill" að nálgast herför á Mið-Austurlandasvæðinu, með miklu mun jákvæðari hætti. En þegar Bush yngri fór í "ólöglegt" stríð gegn Saddam Hussain á sínum tíma. Mikill illvilji varð til á Mið-Austurlandasvæðinu, vegna aðgerða Bush stjórnarinnar hinnar síðari. Þetta situr enn eftir í hugum margra er búa á svæðinu. Þess vegna - eru fjölmargir ákaflega tortryggnir. 

En ef Bandar. tekst að nálgast þetta tiltekna mál, með miklu mun jákvæðari hætti - í samvinnu við íbúa á svæðinu, með því að beina aðgerðum í þann farveg, að fyrst og fremst "aðstoða þeirra baráttu við Islamic State" þá grunar mig, að í stað þess að sá illvilja - - geti sú aðferð þess í stað, sáð góðvilja.

 

Kv.


Það eru ekki bara Skota sem dreymir um "sjálfstæði"

Ég er að tala um -Katalóníu- sem er hérað á Miðjarðarhafs strönd Spánar. Mér skilst að það hérað, sé það auðugasta hlutfallslega á Spáni. Þjóðarframleiðsla per haus - töluvert ofan við meðaltal á Spáni. Síðan kreppan skall á 2008, hafa sjálfstæðisdraumar Katalóna - vaxið ásmegin. Þá á ég við, að fylgi við hugmyndina um sjálfstæði, hafi vaxið ásmegin. Á hinn bóginn, er ríkisstjórn Mariano Rajoy hörð í horn að taka, og hefur hafnað því - að Katalónía hafi rétt til þess að halda almenna atkvæðagreiðslu um spurninguna varðandi sjálfstæði. Samt, ætlar leiðtogi héraðsins - - einmitt að halda slíka atkvæðagreiðslu.

Catalans Want Independence Too

Graphic: Catalonia by the numbers.

Áhugavert að bera saman - sjálfstæðismáli Skota og Katalóna! Sérstaklega í ljósi þess, hve ólík viðbrögð breskra stjórnvalda eru viðbrögðum spánskra stjórnvalda!

  1. Atriði eitt, er að sjálfsögðu - - að Bretland hefur látið það í ljós. Að ef Skotar samþykkja sjálfstæði í almennri atkvæðagreiðslu - mun Bretland virða rétt Skota til að yfirgefa sambandið við: England, Wales og N-Írland, með öðrum orðum, Bretland.
  2. Á sama tíma, hafa stjv. á Spáni, gert allt í sínu valdi - til að "hindra það að sambærileg atkvæðagreiðsla geti farið fram í Katalóníu, kallað tilraunir til slíks "lögleysu" og sagt að spænska þingið, yrði að "veita heimild" og að auki - að veiting slíkrar heimildar "komi ekki til greina."
  3. Á sama tíma, og enginn vafi er á, að Bretar munu heimila Skotum að yfirgefa sambandið. Þá hefur ríkisstjórn Spánar, einnig sagt - - að engu héraði sé "heimilt að yfirgefa Spán" nema að allsherjar þjóðaratkvæðagreiðsla á "öllum Spáni" samþykki slíkt. Og á sama tíma einnig sagt, ekki hafa áform um að "láta framkvæma eina slíka."

Þetta auðvitað gerir sjálfstæðismálið í Katalóníu - - að hugsanlegu "átakamáli." En þegar vilji svæðis sem virðist vera í dag verulega útbreiddur, er þannig "vísvitandi" barinn niður. Þá er augljós hætta á því, að harka geti færst í þá deilu - þ.e. sjálfstæðissinnar geti orðið róttækir.

Þó líkur virðast ekki miklar í dag, á róttækni - - sjálfstæðissinnar í Katalóníu, hafa lagt áherslu á "friðsama baráttu." Þá er harka hægri stjórnarinnar á Spáni slík, að hún getur vel verið vís til þess - - að standa fyrir dómsmálum gegn "háværum sjálfstæðissinnum" þó svo að þeirra tilburðir til mótmæla, séu algerlega friðsamir.

  • Þessa stundina, eru þó sjálfsstæðissinnar, að horfa á tilburði Skota - það getur sennilega haft umtalsverð áhrif á áhuga í Katalóníu á sjálfstæði; hvernig Skotum reiðir af.
  • En það eru nokkur óvissu atriði:
  1. Það er langt í frá öruggt, að sjálfstætt Skotland sé meðlimur að ESB - en sjálfstæðissinnar í Skotlandi, hafa verið að gefa sig út sem meiri ESB sinna - en Englendinga.
  2. ESB hefur algerlega neitað "hingað til" að gefa nokkuð út um það, hver yrðu örlög héraðs sem verður að nýju "sjálfstæðu" ríki.
  3. Sumir segja, að - - Skotland verði þá að fara í aðildarviðræður, óska eftir aðild. Ég er að tala um deilur "fræðimanna" - - meðan að sumir aðrir, segja það fáránlegt að landsvæði sem í dag "tilheyri ESB" verði það ekki lengur.
  4. Á sama tíma, hafa einstakir ráðherrar á Spáni - - talað gegn þeirri hugmynd, að það komi til greina, að Skotland verði sjálfkrafa "meðlimaríki." En um afstöðu þeirra, ræður líklega, að þeir vilja ekki skapa það fordæmi, að hérað sem yfirgefur meðlimaland "verði sjálfkrafa meðlimaríki" vegna vaxandi deilna við Katalóníu.
  5. Ekki liggur fyrir - - formleg afstaða stjv. Bretlands um þetta atriði.
  • Þ.e. ekki endilega "einu sinni" víst, að sjálfstætt Skotland, hefði nokkurn gildan viðskiptasamning við ESB aðildarlönd.
  • Bretland mundi ekki mega "gera fríverlsunarsamn. v. Skotland" þ.s. réttur til viðskiptasamn. v. lönd utan ESB, liggur hjá stofnunum ESB.
  • Svo það má ef til vill bæta við - - óvissu um viðskiptastöðu milli Skotlands og Bretlands.

Þetta er ekki "hræðsluáróður."

Ég hef ekki hugmynd um það - hvað verður ofan á.

Ég held að enginn viti það á þessari stundu!

 

Niðurstaða

Sumir ráðherrar á Spáni, hafa gengið svo langt, að vara við "sjálfstæði Skota" - sagt það þá aðgerð að "opna Pandóru Box." Það virðist a.m.k. ljóst - að Spáni er það þyrnir í huga, hvað er að gerast í Bretlandi. Þó að sjálfsögðu, Spánarstjórn geti ekki haft nein formleg afskipti af málinu.

Eitt virðist þó afar líklegt - að ríkisstjórn Spánar muni þvælast fyrir því, að Skotland fái að gerast "sjálfkrafa" meðlimaríki ESB.

Formleg afstaða stjv. í London - virðist ekki liggja fyrir um það atriði.

Afstöðu Spánar ráði ótti við það að einstök héröð, þá ekki endilega einungis Katalónía, muni segja skilið við Spán. Mín skoðun er, að Spánn ætti að taka upp formlegt fylkja fyrirkomulag, sbr. þ.s. tíðkast í Þýskalandi. Slíkt aukið sjálfforræði, mundi sennilega - þvert ofan í ótta stjv. á Spáni. Sennilega ekki auka líkur á klofningi Spánar. Heldur minnka líkur á honum, meðan að sjálf þvermóðska stjv. Spánar - - sé einmitt áhættuþáttur í því ljósi.

 

Kv.


Rannsókn á flaki farþegavélarinnar sem skotin var niður yfir Úkraínu - segir að hún hafi farist vegna skemmda í kjölfar þess að fjöldi smárra málmhluta fór í gegnum byrðinginn

Þetta getur vel passað við þá sviðsmynd að B777 vélin hafi verið skotin niður með loftvarnareldflaug. Því hefur reyndar verið haldið fram, sem skýringu B - einkum af netverjum sem styðja uppreisnarmenn í A-Úkraínu. Að malasíska vélin hafi verið skotin niður með beinni skothríð frá orrustuvél stjv. í Kíev.

Sukhoi Su-25 - Frogfoot

Vandamál við þá kenningu er - "Service ceiling: 7,000 m[100] (22,965 ft) clean, 5,000 m (16,000 ft) with max weapons." - að skv. uppgefnum upplýsingum, nær þessi tegund ekki þetta hárri flughæð.

Þ.e. rúmlega 30þ.ft. Að auki er hámarks-flugæð "minni þegar vélin er vopnuð" en þegar hún flýgur án vopna. Ég árétta einnig, að flugvélar úkraínskra stjv. -- eru gamlar frá því er Sovétríkin liðuðust í sundur, það má vera að í dag séu framleiddar uppfærðar týpur sem geta flogið hærra, en það eigi ekki við þær sem eru í eigu úkraínskra stjv. - þ.s. þær séu allar gamlar vélar.

Svo er að auki vöntun á góðri skýringu á því af hverju úkraínsk stjv. mundu vísvitandi skjóta niður stóra farþegavél - - séð þá fullyrðingu, að persónuleg vél Pútíns eigi að hafa verið nærri.

Dutch report suggests MH-17 shot down from ground

En skv. skýrslu rannsóknaraðila, "voru einungis 3-vélar nærri" malasísku vélinni, allt "farþegavélar" - - > "The report finds there were only three other aircraft in the vicinity: two Boeing 777s and one Airbus A330, so both civilian, which makes the surface-to-air missile more likely."

Þess hefði pottþétt verið getið, ef opinber flugvél forseta Rússl. hefði verið ein þeirra - en þ.e. vendilega tekið fram "civilian" þ.e. flugvél í "einkaerindum." Fyrir utan að það væri stórfurðulegt ef Pútín væri svo óvarfærinn að fljúga nærri þessu svæði - ef hann það gerði mundi hann örugglega láta eigin flugher fylgja vélinni. Ég held það sé afar ólíklegt - að hans flugvél hafi verið þarna nærstödd.

Að auki er tekið fram - að engin herflugvél hefði verið nærstödd. Til þess að - svara þeirri kenningu, að hún hafi hugsanlega verið skotin niður af nærstaddri herflugvél.

  • Best að taka það vendilega fram, að þó svo að líkur séu yfirgnæfandi á að malasíska vélin hafi verið skotin niður með loftvarnarflaug frá Jörðu.
  • Þá, getur rannsóknin örugglega a.m.k. ekki enn svarað því, hver skaut henni. Það má vel vera, að rannsóknaraðilar "geti engu um það svarað."
  • Þannig, að það verði ætíð "umdeilt" hver akkúrat skaut hana niður.

""The preliminary report suggests that high energy objects penetrated the aircraft and led it to break up midair," Malaysian Prime Minister Najib Razak said in a statement. "This leads to the strong suspicion that a surface-to-air missile brought MH17 down, but further investigative work is needed before we can be certain," he added."

"Although the report did not mention a missile, impact with a large number of fragments would be consistent with a "proximity" warhead, designed to explode in the air and hurl shrapnel at its target, said Tim Ripley, a defense analyst with Jane's Defense Weekly magazine."

Ef einhver hefur gaman af að skoða myndir - þá er mikið til af myndum af malasísku vélinni, ef leitað er eftir "shrapnel damage."

Ég veit ekki um ykkur - - en mér finnst þessar skemmdir, líkjast frekar því - að eldflaug springi rétt fyrir framan vélina, síðan rigni flísunum og brotunum yfir vélina á ógnarhraða.

Frekar en að vera vísbending um "kúlugöt" - þið getið séð að götin eru mjög misjöfn að lögun, að auki er skemmdin á "vænghlutanum" -vil ég meina- "dead givaway" þ.s. hún virðist bersýnilega bera vott um árekstur vélarinnar við e-h hlut á mikilli ferð.

Sem getur mjög vel passað við þá sviðsmynd, að eldflaug með "proximity warhead" springi rétt fyrir framan, síðan fljúgi vélin í gegnum "regn af smáhlutum" á ógnarhraða - hugsanlega samanlagt um 2000km./klst.

Síðan hafi vélin orðið fyrir það miklu tjóni - að í kjölfarið hafi hún brotnað upp í loftinu á nokkrum sekúndubrotum.

  • Ef e-h er að pæla í flugmönnunum, þá líklega gerðist þetta það snöggt - - að þeir vissu aldrei hvað hitti vélina.
  • Sennilega gildir það sama um flesta farþega, að þeir létust á þeim sekúndubrotum þegar flísarnar og málmhlutirnir rákust á vélina, fóru í gegn og síðan vélin brotnaði í smátt í loftinu - - rigndi síðan í ótal pörtum á víð og dreif um svæðið þ.s. brotin úr henni komu niður.

 

Niðurstaða

Ég held að niðurstaðan komi fáum á óvart. Ég hef sjálfur ávalt virst langsamlega flest benda til þess að B777 vél malasíska flugfélagsins hafi verið skotin niður af loftvarnarflaug af jörðu niðri. Það má aftur á móti deila um það - hver akkúrat skaut hana niður. En mín skoðun er, að yfirgnæfandi líkur séu á að hún hafi óvart verið skotin niður af uppreisnarmönnum. En fyrr sömu viku skutu þeir niður Antonov flutningavél í ca. 22þ.ft. Það er sterk vísbending að dögum áður en malasíska vélin var skotin niður, hafi uppreisnarmenn haft til umráða - tæki fært um að granda henni frá Jörðu niðri. En 22þ.ft. er of mikil hæð fyrir handheldar flaugar, það þarf færanlegan skotpall sem er mun þyngri, mjög líklega á farartæki af einhverju tagi. Þó tæknilega sé unnt að setja slíkan skotpall upp, á undirstöðu á t.d. graslendi, án þess að sá sé auðfæranlegur.

Síðan er rétt að árétta flugleið vélarinnar, að hún kom yfir Úkraínu þá flaug hún yfir nágrenni Kíev borgar, sem þíðir að þegar uppreisnarmenn sáu hana - kom hún beint úr stefnu í átt að Kíev borg. Það að sjálfsögðu ýtir undir þann mögulega misskilning, að uppreisnarmenn hafi skotið hana niður - talið hana flutningavél á vegum stjv.

Ég á ekki von á að nokkur verði nokkru sinni dæmdur fyrir þennan verknað.

Því hefur verið hafnað af evr. flugyfirvöldum, að flugleið vélarinnar hafi verið önnur en sú, er kynnt var fyrir flugtak.

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband