Ég held að með "loftárásum" á "Islamic State" samtímis að andstæðingar þeirrar hreyfingar eru styrktir; séu Vesturveldi að forðast að endurtaka gömul mistök

Það hefur dálítið flogið sú gagnrýni - að Vesturlönd séu að endurtaka gömul mistök. Með því að "blanda sér í málefni Mið-Austurlanda" enn eitt skiptið. Með því að safna liði gegn samtökunum "Islamic State" sem nú ráða yfir stórum svæðum í Mið-Austurlöndum.

http://cdn.theatlantic.com/newsroom/img/posts/2014/08/Screen_Shot_2014_08_26_at_3.11.11_PM/2dc9e669a.png

Samkvæmt fréttum eru loftárásirnar - þegar farnar að hafa áhrif!

Wary of air strikes, Islamic State insurgents change tactics

Eins og fram kemur í frétt, eru "IS" að bregðast við með því - að "dreifa sínu liði." Hætt sé að ferðast um í stórum bílalestum - sem auðvelt er að eyðileggja með loftárásum. Heldur séu notuð reiðhjól eða mótorhjól. Að auki séu "IS" liðar hættir að safnast saman í stórum áberandi hópum - heldur fari þeir um í fámennum hópum. Stórar miðstöðvar og höfuðstöðvar - hafi verið yfirgefnar. Og skrifstofum og aðstöðu yfirmanna, dreift hér og þar um húsakynni - á lítt áberandi staði. 

  1. Þetta hefur þann kost, að minnka mannfall.
  2. Á móti, þann galla - - að þetta ætti samtímis, að lama sóknarþunga liðsafla samtakanna.

En ef þeir geta ekki safnað liðinu saman til "árásar" - án þess að sprengjum sé varpað á slíkan liðsafnað. Þá þíðir það um leið, að "IS" verður gert erfitt - virkilega erfitt, að halda áfram sókn á ný svæði.

  • Það sama - - flækir einnig þeirra "varnir" á svæðum.
  • Því ef andstæðingar gera "stóra árás" - þá þarf að vera unnt að mæta því með "liðssafnaði."
Ef þ.e. ekki hægt - þá mun "IS" neyðast til að láta undan síga, gefa eftir landsvæði.

 

Þannig getur þessi "taktík" virkað - að loftárásir sjái um að lama bæði sóknarþunga "IS" og varnargetu; samtímis því að andstæðingar eru styrkir með vopnasendingum

Þá í stað þess, að Vesturlönd sendi "her" til að skakka leika - - þá má segja, að þau "afhendi málið til íbúa Mið-Austurlanda."

Þeir sem hafa áhuga á að berjast við "IS" - fá vopn og stuðning. Samtímis því, að loftárásirnar hjálpa þeim, að sækja fram gegn "IS."

Auðvitað þarf að gæta einhvers lágmarks öryggis, þegar vopn eru afhend - þ.e. afhenda þau til "vel skipulagðra hópa" frekar en mjög smárra skæruhreyfinga.

  • Þó það sé umdeilt, þá sé ég ekki undankomu frá því - - að vopna uppreisnarmenn í Sýrlandi, þá sem enn berjast við "IS." Og ríkisstjórn Assads í Damascus, samtímis.
  • En ég get ekki séð, að það sé réttlætanlegt með nokkrum hætti, að styðja beint eða óbeint, stjv. í Damascus.

En þó að "IS" sé enn verra - - afl. Þá er stjórnin í Damascus það hræðileg, að einungis í samanburði við "IS" - lítur hún skár út.

Sumir halda því fram, að Vesturlönd eigi - að sætta sig við það. Að "Damascus" nái aftur stjórn á landinu eða jafnvel að styrkja stjv. í Damascus, til þess að ná landinu öllu að nýju.

  • En þá gleyma menn því, að krísan "hófst eftir allt saman þegar almenningur í Sýrlandi hóf uppreisn gegn stjv. þar."

Eftir að Assad hefur drepið nærri 200þ. og stökkt 8 milljón manns á flótta.

Hlýtur hatur almennings á stjv. að vera - - ákaflega mikið.

Svo mikið, að ég er viss um, að "engin leið sé fyrir Assad að nýju" - "að stjórna landinu."

Að auki þurfa menn að muna, að stjórnin í Damascus, er "minnihlutastjórn" þ.e. hún byggir á þjóðflokki Alavíta sem eru færri en 10% íbúa.  Einungis með ógnarstjórn af verstu og grimmustu sort, hefur sá hópur haldið 90% landsmanna niðri.

Uppreisnar-andinn hefur grafið um sig, meðal "meirihlutans" og ég er alveg viss, að "því Pandóru Boxi verði ekki lokað aftur" þ.e. "engin leið sé til baka til ástandsins eins og það var."

----------------------------------

Með því að styðja hópa uppreisnarmanna, á því svæði innan Sýrlands - sem "IS" hefur náð á sitt vald. Gæti hugsanlega verið unnt, að koma þeim til valda á því svæði - - sem mundu eiga það "Vesturlöndum" að þakka; að þeim tókst að hafa betur.

  • Þannig er hugsanlegt, að í framtíðinni - verði vinsamlegri stjórn á þeim svæðum innan Sýrlands.

En ég er ekki endilega að gera ráð fyrir - endalokum stjórnarinnar í Damascus. Heldur því, að hún muni ekki ná þessum svæðum sem "IS" nú ræður yfir - aftur undir sín yfirráð.

Þannig að "skipting Sýrlands" yrði að veruleika - með hugsanlega stjórn á svæðum meirihluta byggð Súnnítum í Sýrlandi, sem væri "tiltölulega" vinsamleg Vesturlöndum.

Meðan að Assad og "CO" mundi halda áfram, nokkurn veginn, því svæði sem hann enn ræður yfir.

 

Hvað með Írak?

Mig grunar að Írak - eigi eftir að skiptast. Þó að Bandar. leggi áherslu á að "halda Írak saman" þá grunar mig, að svo slæm séu samskipti hópanna orðin. Að ekki verði aftur snúið.

Hugsanlegt væri fyrir "Súnníta svæðin í Írak" og "Súnníta svæðin í Sýrlandi" að mynda - - eitt ríki. 

Að sama skapi, gæti Kúrdistan orðið að veruleika, með sýrlenskum og íröskum Kúrdum.

Bagdad stjórnin héldi þá einungis þeim svæðum, sem væru - meirihluta byggð Shítum.

  • Þannig gætu myndast, 3-þjóðríki í Mið-Austurlöndum.
  • Sem gætu alveg gengið upp.

Það áhugaverða er, að með því að "aðstoða" íbúana við það, að berjast við "IS:"

Gæti Obama "tekist" þ.s. Bush taldi sig vera að gera, að skapa ríki í Mið-Austurlöndum. Sem séu "vinsamleg" Vesturlöndum.

En þ.e. ekki órökrétt, að ef íbúarnir fá aðstoð við baráttu - - sem stærstum hluta er þeirra eigin samt.

Þá sái það "góðvilja" gagnvart þeim sem veittu þá aðstoð.

Þannig verði útkoman - - hugsanlega til mikilla muna jákvæðari, en útkoman af brambolti Bush.

 

Niðurstaða

Ég held nefnilega að þvert á þ.s. gagnrýnendur segja, að Vesturlönd séu að endurtaka gömul mistök. Séu þau að læra af þeim, sbr. - - ekki sendur stór her á vettvang. Heldur, áhersla á að aðstoða "lókal" aðila við það verkefni. Að berjast sjálfir við "IS."

Þá sjá "Mið-Austurlandabúar" sjálfir að mestu um það verkefni að "sigrast á IS."

Sem þíðir, að þá verður það að "þeirra baráttu."

Ef Vesturlönd eru "séð hafa veitt okkur aðstoð" - "við okkar baráttu" þá er ekki órökrétt, að í stað þess að "sá hatri" eins og brambolt Bush forseta gerði. 

Þá sái aðgerðir Vesturvelda í þetta sinn, góðvilja gagnvart Vesturlöndum - frá þeim sem Vesturlönd þannig veita aðstoð við þeirra baráttu.

  • Svo má ekki gleyma því, hversu óvefengjanlega "ill" samtökin "Islamic State" eru.
  • Að ef ekkert er gert til að stöðva þau, verða án nokkurs vafa, framin gríðarlega alvarleg ódæði gagnvart íbúum Mið-Austurlanda.
  • En "IS" beitir ekki bara aðra trúarhópa ofsóknum, heldur einnig "Súnníta" sem ekki aðhyllast sömu túlkun á Súnní Íslam og"IS."
 

 
Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Það hefur lengi verið lenska vesturvelda að styrkja hina til að berjast við þessa. Þetta er kallað "divide and conquer". Bretar stunduðu þetta grimmt á nýlendutímanum og hafa greinilega engu gleymt.

Hagur af þessu felst einkum í því að þeir sem eru styrktir gera venjulega það sem þeim er sagt að gera og vopnaframleiðendur græða. Óhagræðið felst í þeim hörmungum sem almenningur verður að þola á svæðum þar sem stríð geysa. Hagur almennings á þessum svæðum skiptir þá augljóslega engu, en áhrif og stróðsgróði eru forgangsatriði.

Hvað um þá sem rísa gegn þessu og vilja berjast gegn vesturveldunum? Þeir fá á sig stimpilinn terróristar og þeir eru drepnir hvar sem til þeirra næst, enda engin synd stærri en sú að streytast á móti vilja þessara vesturvelda.

Þó svo að mér finnist þetta ekki gott, þá finnst mér þetta betra en fáránlegt brambolt Bush og Blair. Það ætti fyrir löngu að vera búið að draga þá báða fyrir stríðsglæpadómstól.

Hörður Þórðarson, 27.9.2014 kl. 09:18

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það mátti treysta þér að fiska fram neikvæða túlkun á aðgerð Vesturvelda. Þú vilt sem sagt að heimurinn horfi á aðgerðalaus, tja eins og í Rúvanda á sínum tíma, meðan "IS" drepur sennilega á næstu misserum hundruð þúsundir - jafnvel milljónir, meðan "IS" mundi halda áfram sókn sinni inn á ný svæði. ATh - sennilega inn á svæði stj. í Damascus, "Alavíta" þjóðflokkurinn gæti endað sem einn hópurinn sem fellur undir morðæði "IS." Allt vegna þess, að þ.e. í þínum augum "allt betra en Vesturlönd" - "jafnvel bandbrjálað morðæði óðra brjálæðinga."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.9.2014 kl. 12:27

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mig sem var farið að hlakka til að sjá ISIS berjast við vopnað fólk í fjalllendi.

Jæja... við komumst þá sennilega aldrei að því hversu góðir þeir voru.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.9.2014 kl. 17:33

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ef menn vilja halda, að það að styrkja einn aðila til stríðs gegn aðila sem einhver annar styrkir til stríðs stuðli að friði, þá verða þeir bara að fá að gera það. Fólk rétt á að hafa sínar skoðanir, hversu rökréttar eða órökréttar sem þær kunna að vera.

"On the outside wall are the three slogans of the Party: "WAR IS PEACE," "FREEDOM IS SLAVERY," "IGNORANCE IS STRENGTH.""

http://en.wikipedia.org/wiki/Ministry_of_Truth

Hörður Þórðarson, 27.9.2014 kl. 19:00

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

http://www.loonwatch.com/2011/12/we-re-at-war-and-we-have-been-since-1776/

http://www.huffingtonpost.com/jeffrey-sachs/let-the-middle-east-fight_b_5798242.html

""We should understand from the start (as painful as it is true) that the US had a major hand in creating the new ISIS monster. The US funded the Mujahedeen in Afghanistan in the 1980s, which then morphed into al-Qaeda. Then the US destabilized Iraq from 1990 onward and Syria from the mid-2000s, in effect giving al-Qaeda and its affiliates a new stronghold. (As Assad moved closer to Iran, the US and Saudi Arabia took up the effort to topple him.) ISIS broke away from al-Qaeda, and then captured the weaponry that the US had supplied to the Iraqi army. Now, President Obama is getting us still deeper into this never-ending battle with monsters stoked by our own ill-advised policies. "

"So why is Obama leading us further down this failed path? The US fights these failed wars mainly because of domestic politics. Here the precedent of Vietnam is as deeply instructive as it is widely forgotten (or denied). The US wasted two decades and many billions of dollars, killed more than a million Vietnamese, and left over 55,000 Americans dead in a futile and ultimately lost war. Why? On the public level, the fight was supposedly about the communist threat, regional dominoes, and communist world domination. The Vietcong were the ISIS of the day. Yet the real reason for two decades of futile war, as revealed devastatingly in the Pentagon Papers, was US domestic politics. Each U.S. president knew the war they were waging was unwinnable, but they fought it to avoid the embarrassment of looking "soft on communism" before the next US election"

"If the US had a real strategy for national success, we would let the Middle East face and resolve its own crises, and demand a UN framework for action.""

Hörður Þórðarson, 27.9.2014 kl. 19:08

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já víða finnast öfgar verð ég að segja. Gamansamur ertu Ásgrímur það er svo gott fyrir okkur að vera fjarri þessum hildarleik.

Helga Kristjánsdóttir, 27.9.2014 kl. 20:56

7 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.9.2014 kl. 22:51

8 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.9.2014 kl. 22:56

9 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2014 kl. 17:06

10 identicon

10700425_829483593750823_18742417541910942_o

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2014 kl. 22:38

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, þessi áróður sem þú drefir er afskaplega þreittur - þ.e. vitað að Bandar. studdu já tiltekna hópa í Sýrlandi, svokallaðan "Free Syrian Army" sérstaklega, en það þíðir ekki að Bandar. hafi studd "ISIS" eða "IS. Vandinn er að sumir af þeim einstaklingum sem fengu stuðning - - þeir síðar meir gengu í ISIS og IS. Sem sýnir áhættuna af því, að styðja "lítt skipulega vopnaða hópa" að aðstoðin getur endað þ.s. "síst skildi" eins og í tilviki "ISIS" og "IS" að hún endaði hjá þeim, eftir að "margir hópar á svæðinu gáfust upp fyrir þeim" eftir stofnun "ISIS" 2013 og síðan gengu margir einnig í lið þeirra.

----------------

Að Vesturveldi styðji ISIS eða IS og hafi gert, er rangtúlkun á staðreyndum og sennilega - vísvitandi sem slík, því andstyggilegur áróður. Það væri furðulegt, af "MOSSAD" væri ekki á svæðinu - - að fylgjast með málum.

------------------

------------------

Þetta að aðgerðir "IS" - "ISIS" séu yfirvarp til að sprengja Sýrland. Er líka "andstyggilegur" áróður. Ég verð að gera ráð fyrir því að þér og Herði, sé barasta slétt sama þó að "ISIS" síðan "IS" drepi "múslima" þ.e. afstaða ykkar ráðist af tvennu - - hatri á múslimum og hatri á Bandar. og Ísrael. En "IS" mun fyrst og fremst drepa múslima ef ekkert er að gert. Þá meina í í "miklum fjölda." IS er farið að sækja að stjórnarhernum í Sýrlandi af krafti og Kúrdum innan Sýrlands. Þ.e. vitað að "IS" leggur "claim" á allt landið - og ef ekkert er að gert. Mun leitast við að ná því öllu. Þar með svæðunum við ströndina þ.s. byggðir Alavíta eru. Og þ.e. alveg algerlega öruggt, að þeir munu drepa eins marga "Alavíta" og þeir munu geta. Eða stökkva þeim á flótta. Þannig að engir "Alavítar" verði fyrir rest í Sýrlandi. Og að sjálfsögðu, hverfur þá nafnið "Sýrland" í sögubækurnar. Ef ekkert er að gert eins og þið bersýnilega viljið "því IS bara er að drepa múslima hyski" það virðist mér sú skoðun er vakir undir hjá ykkur, þá mun "IS" hreinsa eins mikið til í Mið-Austurlöndum og "IS" framast gefur, af þeim "sem ekki trúa nákvæmlega eins og þeir." Það getur orðið góður slatti af milljónum sem leggja á flótta, og mörg hundruð þúsund jafnvel meir en milljón sem þeir drepa. Það er bersýnilega allt í himna lagi í ykkar "fordómafullu" augum - því þetta eru bara múslimar.

---------------------

Hörður, þ.e. gersamlega "vonlaust" að vinna í gegnum SÞ. Að þessum hlutum - þú veist það vel sjálfur. Svo þessi tilvitnun að ofan er í besta falli "heimskuleg."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.9.2014 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 259
  • Sl. sólarhring: 282
  • Sl. viku: 342
  • Frá upphafi: 846980

Annað

  • Innlit í dag: 245
  • Innlit sl. viku: 327
  • Gestir í dag: 236
  • IP-tölur í dag: 236

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband