Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014

Vopnahlé á Gaza á enda - spurning hvort bardagar hefjast á ný?

Vandi virðist að "viðræður hafi sennilega verið í strandi" en þar virðast mætast algerlega "ósamrýmanleg markmið" þ.s. Hamas heimtar að losað verði um "viðskiptabann á Gaza" en Ísrael tekur það ekki í mál, heimtar á móti "fulla afvopnun Hamas" - - sem ég verð að segja -> að ég sé ekki "hvernig ætti að framkvæma." Þegar sú afvopnun hafi farið fram með þeim hætti, sem Ísrael sætti sig við, geti komið til greina "að losa e-h um viðskiptabannið."

"Smoke rose from what witnesses said was an Israeli air strike in Gaza City on Tuesday after three rockets fired from Gaza struck southern Israel. Credit Suhaib Salem/Reuters."

  1. Punkturinn sem þarf að hafa í huga, að það er enginn þrýstingur heima fyrir innan Ísraels, á Netanyahu að semja við Hamas um nokkrar hinar minnstu tilslakanir. 
  2. Þvert á móti, er harkan -skilst mér- í samfélagsumræðunni innan Ísraels gegn Hamas slík, að megin gagnrýnin á ríkisstjórn Ísraels, er á þá leið - -> að hún sé of lin við Hamas.
  • Gagnrýnin á hinn veginn, sé mjóróma og hafi afskaplega lítið fylgi þessa dagana, meðal almennings í Ísrael.

Síðan í stað þess að einangrast - - sé að draga úr einangrun Ísraels, að sumu leiti. T.d. hafi Ísrael aldrei sennilega búið við hagstæðari viðhorf stjórnvalda nágrannaríkja í kring, en þaðan hefur þögnin verið alger - þegar kemur að gagnrýni. En á sama tíma, fær Ísrael mjög "virkan stuðning" stjórnvalda í Egyptalandi - þ.e. herforingjastjórnarinnar þar. 

Svo má ekki gleyma því, að á seinni árum hefur Ísrael verið í vaxandi mæli að vinna "gas" í eigin lögsögu, sem skapar Ísrael - - orkuöryggi.

Í ljósi átakanna í Sýrlandi - og Írak, virðist afar ólíklegt - - að Evr. ríki muni leggjast hart á Ísrael. Einnig sennilega spila deilur við Rússland inn, þ.s. þær beina Evr. sjónum að því, hve háð Evr. er Bandar. með varnir - - og Bandar. styðja Ísrael nú sem fyrr.

  • Þannig að "fátt virðist þrýsta á Ísrael til þess að gefa eftir."

Ég bendi á þetta áhugaverða viðtal við ísraelskan félagsfræðing, sem gerir tilraun til að útskýra viðhorf Ísraela til Palestínumanna:

'The Real Danger to Israel Comes from Within'

  1. Ef marka má hana - - sé nær öll samúð með málsstað Palestínumanna, horfin úr ísraelskri þjóðmálaumræðu.
  2. Viðhorf hafi harðnað innan samfélagsins, og vilji til þess að sýna sveigjanleika - - sé nær horfinn.

Ef þetta er rétt hjá henni - - sé nær engin von til staðar í náinni framtíð um lausn í gegnum samninga. 

En meðan ísraelskt samfélag þrýstir ekki á um slíkt, er frekar á móti en hitt, þá sé það ekki gott fyrir innanlandspólit. stöðu ísraelsks pólitíkus, að styðja þau sjónarmið að það þurfi að semja og gefa eftir.

  • Sennilega hefur málsstaður Palestínumanna, aldrei virst eiga minni von.

 

Niðurstaða

Mér virðist lúkning Palestínudeilunnar með samningum, aldrei hafa verið fjarlægari draumur en í dag, ef tekin eru mið af ríkjandi viðhorfum í Ísrael. Og á sama tíma, sé staða Ísraels innan Mið-Austurlanda sterkari en hún lengi hefur verið. Samtímis að fátt bendi til þess, að þrýstingur "vina Palestínumanna" í þá átt á "einangra Ísrael frekar" skili árangri. Í ljósi vaxandi áhyggna samfélaga hins Vestrænna heims gagnvart vaxandi áhrifum öfgafullra Íslamista í ljósi alvarlegra átaka í Sýrlandi og Írak. Að auki hafi líklega deilan við Rússland einnig áhrif, með því að beina sjónum Evr.manna að því - hve háðir þeir eru Bandar. með varnir. Þá fari þeir vart á sama tíma að þrýsta á Bandar. um að gerbreyta afstöðu sinni í tengslum við Ísrael - - eða taka áhættu á því að deila um Ísrael myndist á milli Evr. og Bandar. Þannig að "óbeint" græði Ísrael sennilega á Úkraínudeilunni.

 

Kv.


Kvarta yfir fréttaflutningi RÚV af átökunum í A-Úkraínu

Ástæðan að ég get ekki annað en - borið blak af "uppreisnarmönnum í A-Úkraínu" í þetta sinn. Er hvernig frétt RÚV er orðuð: Flugskeytum skotið á flóttafólk í Úkraínu

"Fjöldi almennra borgara lét lífið þegar uppreisnarmenn skutu á bílalest flóttamanna sem flúði borgina Luhansk í Austur-Úkraínu í morgun."

Þannig var fréttin lesin í útvarpinu - - að "uppreisnarmenn hefðu drepið konur og börn í bílalest."

Þetta virðist lauslega byggt á frétt Reuters: Dozens killed in attack on convoy, Ukraine says; rebels deny firing rocket

  • Það sem ég hef við svona fréttaflutning að athuga - - er að segja frá þessu með þeim hætti, eins og að frásögn stjórnvalda í Úkraínu - - sé algerlega pottþétt hin sanna útgáfa.

Ég er alls ekki að halda því fram - - að sú frásögn, sé örugglega "ósönn."

Einfaldlega að benda á, óvissuna - þegar stríðsátök geisa.

  1. Þegar skothríð og sprengjuregn er í gangi, verða gjarnan mistök - - t.d. vegna misskilinna skilaboða, eða misskilinna fyrirskipana. En hermenn gera mistök eins og aðrir.
  2. Það eru dæmi, um "friendly fire" mistök.

Svo það má - - alls ekki fyrirfram útiloka möguleikann, eigin mistök úkraínska hersins.

Sem talsmenn hans, mundu líklega "kenna uppreisnarmönnum um" frekar en að "viðurkenna eigin mistök."

  1. Sem þíðir alls ekki, að það sé endilega e-h sérlega ólíklegt, að uppreisnarmenn hafi skotið á þá bílalest, eins og fréttin heldur fram.
  2. Enda ekki endilega verið augljóslega auðvelt, að greina úr fjarlægð "eina bílalest" flutningabíla á vegum úkraínska hersins, frá annarri slíkri - - sem flutti e-h annað, t.d. hergögn. 

En uppreisnarmenn, örugglega vilja skemma sem flestar bílalestir úkraínska hersins sem þeir geta, og örugglega reyna hvað þeir geta, að ná sem flestum þeirra.

Ég hafna því alls ekki - - að það geti mjög vel verið, að uppreisnarmenn hafi framkvæmt þennan verknað, ekki vitandi að í þessi tiltekna bílalest - væri ekki verið að flytja hergögn eða vistir til hersins.

Ég einfaldlega - - bendi á, að setja það upp sem fullyrðingu, án nokkurs vafa, að uppreisnarmenn séu sekir um þann verknað, sé "forkastanlegt." Ekki dæmi um gott jafnvægi við fréttaflutning!

 

Niðurstaða

Menn mega ekki gleyma óvissunni í átökum. Að báðir aðilar ljúga - hafa ástæðu til þess, því frásagnir eru einnig hluti af vopnabúri þeirra, sem takast á. Ég er að tala um "áróður." Menn verða því ætíð, að taka frásögnum aðila sem eiga í stríði - - með fyrirvara. Alls - alls ekki, taka slíkar frásagnir upp hráar án gagnrýni.

Það þarf langt í frá alltaf vera, að slíkar frásagnir séu ósannar. 

En stundum gegnir sannleikurinn sínu hlutverki, ef það hentar að segja hann - í það skiptið.

Það þarf ætíð að gera ráð fyrir því, að frásagnir "séu ósannar" á sama tíma og þær einnig geta verið "sannar."

Sem auðvitað framkallar þessa áhugaverðu óvissu - fyrir utanaðkomandi. Sem eru að leitast við að skilja hvað er í gangi.

 

Kv.


Það getur komið að því, að Obama sendi her inn í Írak og landsmenn taki þeim sem frelsandi englum

Punkturinn er sá, að Írakar eru að kynnast því "helvíti" sem stjórn últra öfgasinnaðra Íslamista í "Islamic State" hreyfingunni - býður upp á. Eins og við sjáum í fréttum, þá eru milljónir Íraka á flótta. Liðsmenn IS stunda fjöldamorð á minnihlutahópum, sérstaklega "kristnum" og svokölluðu "Yazidi" fólki. Þeir virðast vera "forvitnileg leyf" af trúarbrögðum "fyrri tíma" á þessu landsvæði. Hvorki kristnir né múslimar.

  • Það er búið loksins að mynda þá "breiðfylkingarstjórn" sem til stóð að mynda.
  • Maliki virðist hafa sætt sig við, að stíga til hliðar.

Ríkisstjórn Íraks, hin nýja, kvá vera í samn. viðræðum, við tiltölulega hófsama vopnaða hópa Súnní Íraka, sem sumir a.m.k. gengu í lið með "IS." Um það væntanlega, að stinga rýtingnum í bakið á "IS."

Þ.e. þetta sem getur skapað bakgrunn fyrir endurkomu Bandar.hers til Írak.

En ef hún fer fram með þeim hætti:

  1. Að herinn er ekki sendur fyrr en ný ríkisstjórn Íraks hefur formlega farið fram á, að hann sé sendur þangað. 
  2. Og á sama tíma sé ljóst, að hinni nýju stjórn, hefur tekist að fá til lið við sig, a.m.k. hluta af vopnuðum hópum "Súnníta."

Þá væri endurkoma Bandar.hers með ákaflega ólíkum hætti, miðað við það með hvaða hætti - Bush sendi bandar. her inn í landið.

Og móttökurnar, gætu loksins verið þær - sem Bush hélt að þær yrðu.

Þ.e. að hermennirnir fái mjög varmar móttökur, verði tekið sem "frelsandi englum."

 

Niðurstaða

Það hafa fjölmargir Ameríkanar, sagt það hafa verið mistök að hafa sent herinn alfarið heim frá Írak. En vandi við það, að ef bandar.her hefði verið áfram í landinu, að þá hefði hann óhjákvæmilega - stutt ríkisstjórn landsins. Og vandinn við það, var sá að hún varð orðin, ákaflega óvinsæl -svo vægt sé orðað- meðal Súnní Araba er byggja landið og Kúrda. Það hve hratt ISIS sótti fram, virðist hafa verið vegna þess, að fj. vopnaðra hópa íraskra Súnní Araba - gekk í lið með þeim. Þannig að sigur ISIS var ekki síst borinn uppi, af uppreisn Súnní Araba hluta landsm. gegn ríkisstjórn landsins. Í því samhengi, ef Bandar.her hefði varið ríkisstjórnina - þá er líklegt að árásir íraskra Súnní Araba á Bandar.her hefðu hafist að nýju. Bandar. hefðu lent í nýju "skæru stríði."

Þessu komst Obama alfarið hjá - - með því að kveðja liðið heim. 

Efa þó að hann hafi verið það vitur, að hafa séð þetta fyrir. En þ.e. önnur saga.

En punkturinn er sá, að eins og hlutir hafa æxlast síðan, sé það loksins möguleiki að Bandar.her geti nú fljótlega snúið til baka, með stuðningi hófsamra afla meðal allra helstu hópa er byggja Írak.

Þá er það "ekki innrás" - heldur "aðstoð."

Í því samhengi, gætu þær viðtökur, sem Bush dreymdi um á sínum tíma, raunverulega komið fram.

 

Kv.


Foringi uppreisnarmanna í Luhansk borg, virtist staðfesta flæði hergagna yfir landamærin frá Rússlandi, og að Rússar þjálfi uppreisnarmenn

Foringi uppreisnarmanna, sem tók yfir sem foringi þeirra í Luhansk, virtist í ræðu staðfesta kvartanir stjórnvalda í Úkraínu - þess efnis að Rússar sjái uppreisnarmönnum í A-Úkraínu fyrir vopnum, og að auki veiti þeim þjálfun, í þjálfunarbúðum Rússlandsmegin landamæranna.

Separatist leader boasts of fresh tanks and trained troops from Russia

"Alexander Zakharchenko" - "“At present, moving along the path of this corridor . . . there are 150 items of combat hardware, 30 of which are tanks,”" - "Also en route were “1.200 individuals who underwent four months of training in the Russian Federation,” he said."

Það er áhugavert að íhuga þessa yfirlýsingu hans - - í samhengi við fullyrðingu stjórnvalda Úkraínu, að Úkraínuher hafi eyðilagt með stórskotaárás - - lest brynvarða farartækja á leið frá landamærunum við Rússlands til Luhansk borgar: 

Ukraine Says It Destroyed Russian Armored Vehicles Seen Crossing Border

Ákveðin freisting - að leggja 2-saman og líta svo á, að ummæli  Zakharchenko staðfesti hugsanlega, að raunverulega hafi lest af brynvörðum farartækjum verið á ferðum, þarna á milli sl. föstudag.

Þó Rússar hafi hafnað því - sagt fullyrðingar úkraínskra stjv. - - fantasíu.

  1. Á hinn bóginn - eru uppreisnarmenn í borginni, umkringdir.
  2. Ræða Zakharchenko getur því verið "fantasía" hans sjálfs, ætlað að "stappa stáli" í hans liðsmenn.

Það er auðvitað engin leið - - að vita "sannleikann í málinu."

 

Niðurstaða

Þó að engin leið sé að tékka á sannleiksgildi ummæla Zakharchenko, þá a.m.k. er forvitnilegt að foringi uppreisnarmanna, sé að "staðfesta" þær kvartanir Úkraínustjórnar - - sem Rússar hafa hingað til ávalt hafnað. Að þeir þjálfi uppreisnarmenn, og sjái þeim fyrir vopnum.

 

Kv.


Gagnkvæmar refsiaðgerðir Rússlands og Evrópu geta skapað nýja kreppu - enginn hagvöxtur á evrusvæði á 2. ársfjórðungi

Þessar tölur komu fram í vikunni: GDP stable in the euro area. Nú þegar leikar æsast í Úkraínu, spennan virðist aldrei meiri. Þá blasir við - óvæntur mældur samdráttur í Þýskalandi. Frakkland mælist í "kyrrstöðu." Og eins og áður hefur komið fram, er Ítalía einnig í samdrætti.

Þegar menn íhuga málið - - þá ætti það "kannski" ekki að koma á óvart, að áhrifin af "gagnkvæmum refsiaðgerðum" séu ef til vill, einna mest á Þýskaland.

En Þýskaland hefur mjög langa sögu samskipta við Rússland, gagnkvæm viðskipti hafa verið gríðarleg, og allt þar til Úkraínudeilan spatt upp - - vaxandi. Nú er það dæmi allt í hættu.

  • Belgía...............0,1
  • Tékkland...........0,0
  • Þýskaland........-0,2
  • Eistland............0,5
  • Spánn...............0,6
  • Frakkland..........0,0
  • Ítalía...............-0,2
  • Kýpur..............-0,3
  • Lettland............1,0
  • Litháen.............0,7
  • Holland.............0,5
  • Austurríki..........0,2
  • Portúgal............0,6
  • Finnland............0,1

Augljóslega - - ráða stóru hagkerfin mestu í þessu. Og Þýskaland vigtar mest, eðlilega.

  1. Þar sem það tekur, sennilega nokkra mánuði fyrir áhrif viðskiptaaðgerða gegn Rússlandi að skila sér í hagtölum.
  2. Þá erum við sennilega eingöngu að sjá, hin tiltölulega mildu áhrif - þeirra aðgerða er voru komnar fram; áður en aðgerðir voru hertar fyrir tiltölulega skömmu síðan - sem orsakaði síðan, hertar mótaðgerðir Rússa.
  • Áhrifin af hinum hertu aðgerðum, og hertu gagnaðgerðum Rússa.
  • Skila sér þá inn -- síðar.

Ég hef bent á þessa hættu áður, þ.s. að hagvöxtur í Evrópu "væri svo slakur" gætu gagnkvæmar refsiaðgerðir Rússa og Vesturvelda - - hugsanlega kallað fram nýja kreppu í Evrópu.

Mér virðist sá ótti vera á leiðinni - - að koma fram.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/inflation.jpg

Hættan á verðhjöðnun mun auðvitað magnast

Óháðir hagfræðingar hafa bent á að evrusvæði - - sé bara eitt efnahagsáfall frá verðhjöðnun. Eins og sjá má skv. mynd að ofan, er sýnir - - > nýjustu verðbólgutölur. Þá þarf ekki "stóra niðursveiflu" til þess að "verðhjöðnun" geti hrjáð meir en helming aðildarlanda evru.

Nú heyrast ógnvænleg tíðindi frá Úkraínu - - sem benda til möguleikans á innrás, sem aldrei fyrr. 

Hættan virðist frekar í þá átt, að samskipti Rússlands og Vesturvelda, versni frekar. Að enn bætist á "gagnkvæmar refsiaðgerðir" svo að líkur á frekara efnahagstjóni en orðið er, virðast meiri en minni.

Þá burtséð frá því viðbótar efnahagstjóni sem þegar er í pípunum, ekki enn komið inn í hagtölur, skv. nýlega hertum gagnkvæmum aðgerðum.

 

Niðurstaða

Það eru afleiðingarnar sem enn heyrist lítt rætt um, sem hliðarafurð Úkraínudeilunnar. En það er, ný efnahagskreppa - er virðist í farvatninu. En miðað við það, að hagtölur sýna evrusvæði "þegar í kyrrstöðu" skv. meðaltali hagtalna landanna, þá virðist líklegt að þegar áhrif hertra gagnkvæmra refsiaðgerða fer að gæta í hagtölum nk. haust. Þá færist evrusvæði yfir í - - milda kreppu.

Það gerir ekki ráð fyrir - - innrás.

En ef af henni verður, má vænta þess að samskiptin við Rússland, taki mjög stóra dýfu. Ásamt mjög verulega hertum gagnkvæmum refsiaðgerðum. 

Reyndar virðist mér í þeirri sviðsmynd, geta skapast hætta á "orkukreppu í Evrópu."

Innrás gæti orðið staðreynd á næstu dögum.

Það þarf vart að taka fram, að í þeirri sviðsmynd - - yrði kreppa miklu mun dýpri. Áhrif á heimshagkerfið að sama skapi - - mun stærri.


Kv.


Spurning hvort að það er í gangi "sviðsetning" í tengslum við lest flutningabíla á leið til landamæra Úkraínu frá Moskvu

Ég velti þessu fyrir mér - vegna vísbendinga þess: Að um sé að ræða "hertrukka" sem hafa verið málaðir hvítir en að sögn blaðamanns sem ræddi við nokkra bílstjóra og fékk að skoða mátti sjá í gegnum hvíta lítinn á sumum bílanna í grænan lit sem er standard litur rússn. herflutningabíla og að auki sást í græna málningu inni í stjórnklefanum þ.s. skein í beran málm. Sumir bílanna virtust eingöngu hafa hvítar yfirbreiður. Að auki virðast bílstjórarnir vera "hermenn" annaðhvort nýverið hættir störfum eða fyrrum hermenn - aðspurðir neituðu þeir að gefa upp nafn vinnuveitanda síns. En á handlegg sumra mátti sjá tattoo merki rússn. herflokka.

  1. Það verður náttúrulega að hafa í huga, að Rússland er með verulegan fjölda hermanna í herstöðvum nærri landamærum Úkraínu.
  2. Það þíðir, að rússn. heryfirvöld reglulega senda lestir af flutningabílum, til þeirra herstöðva - með mat og aðrar vistir.
  3. Magnið sem er á bílunum, rúmlega 1.000 tonn, er ekki endilega úr takt við þ.s. búast má við - ef um væri að ræða eina af þeim bílalestum.
  4. Og innihaldslýsingin var ekki endilega heldur úr takt við það, þ.e. matvæli - tjöld - lyf o.s.frv - - fyrir utan "barnamatinn" sem einnig er sagður vera um borð.

Þegar þær upplýsingar liggja fyrir - - að þetta eru sennilega hertrukkar.

Að auki, bílstjórarnir séu sennilega á vegum hersins.

Síðan hefur sést til nokkurs fjölda farartækja greinilega á vegum hersins, í fylgd með bílalestinni - á palli eins sást "...two Ranzhir armoured command units..." sem í notkun starfa með loftvarnarkerfum gera þeim t.d. kleift að þekkja hervélar frá farþegavélum.

Það veit náttúrulega - - enginn utanaðkomandi hvort þ.e. raunverulega barnamatur um borð.

Fyrir utan að bílarnir eru hvítir - - lítur þetta út eins og "hver önnur herflutningalest" á leið með vistir.

Russian ‘volunteers’ in beige drive aid convoy to Ukraine border

Ukraine, Russia Parry Over Russian Aid Convoy

 

Ég fullyrði ekki að þetta sé "blekking"

En mér virðist blasa við, í ljósi þess að rússn. heryfirvöld hljóta að vera mjög reglulega að senda vistir til herstöðvanna í grennd við landamæri Úkraínu.

Að slík "sviðsetning" sem ég bendi á sem möguleika, væri mjög - einföld og auðveld í framkvæmd.

Hún getur verið "opinberlega" bílalest með hjálpargögn - -nánast alla leið til landamæra Úkraínu. Ferð sem tekur nokkra 2-3 daga frá Moskvu. 

Síðan þarf ekki mikið til þess að veita rússn. stjv. nægilegt "skjól" til að "senda hana ekki yfir landamærin" þ.e. lítið annað en að, Úkraínumenn neiti að hleypa henni yfir landamærin, nema að allt sé tekið út úr bílunum og vandlega yfirfarið af þeirra eigin fólki.

Og Rússarnir neiti að hreyft sé við innihaldinu - segjast ekki senda hana yfir, nema hún fái að fara ferða sinna, óáreitt.

  • Þegar staðið hefur í stappi um það atriði í nokkra daga, þá sé opinberlega - ferðinni aflýst. 
  • Úkraínustjórn kennt um, sögð hafa hindrað flutninga á hjálpargögnum.

Síðan séu gögnin flutt til þeirrar herstöðvar - sem þau áttu raunverulega að fara til.

Pæling!

Skv. þessu, væri Alþjóða Rauði Krossinn, hafður að fífli. En skv. talsmanni hans á Íslandi, sé þörf fyrir þessi gögn í borginni Luhansk. 

 

Niðurstaða

Ég skal ekki fullyrða að rússn. stjv. séu þetta svakalega kaldhæðin, að setja slíkt á svið. Ég set þetta fram, sem möguleika. Blaðamenn sem fengu að skoða inn í bíla, sáu mat og tjöld t.d. dósamat. Þeir skoðuðu ekki inn í alla bílana. Svo þ.e. ekki unnt að fullyrða, að ekki sé til staðar 62 tonn af barnamat. Þó enginn barnamatur hafi verið í þeim bílum sem blaðamenn fengu að kíkja inn í.

 

Kv.


Þráteflið út af rússneskri bílalest á leið til A-Úkraínu, tók áhugaverða sveiflu í "tragí kómíska" átt

Ef marka má frétt Financial Times, hafa stjórnvöld Úkraínu - ákveðið að senda eigin bílalest með matvæli og aðrar vistir, til Luhansk borgar, í augljósri endurspeglun á aðgerð Rússa. Dreifing gagna fari fram undir eftirliti Rauða Krossins og OECD. Þó fljótt á litið - virðist þetta vera spegilmynd aðgerðar Rússa - - þá grunar mig, að stjv. Úkraínu muni gæta þess, að vistir berist ekki til uppreisnarmanna.

Ukraine races to beat Russian humanitarian aid convoy

"...spokesperson for Petro Poroshenko..." - “Ukraine can’t leave citizens [without help] who have become hostages of terrorists in occupied territories,” - "..."A Ukrainian official said the convoy’s route had already been agreed with the International Committee of the Red Cross, but it was unclear how it would enter Lugansk, a city controlled by pro-Russian rebels."

Mér virðist að með þessu, ætli Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, að leitast við að - - taka af Pútín hvaða þann áróðurssigur, hann fær út úr því að senda bílalest af stað sl. þriðjudag.

En skv. greiningu minni:  Áhugavert þrátefli út af rússneskri bílalest, sem að sögn flytur hjálpargögn - eingöngu

Þá virtist mér Pútín græða áróðursprik - - hvernig sem mundi fara:

  1. Ef stjv. Úkraínu mundu hleypa rússn. bílalestinni yfir landamærin, og heimila dreifingu vista. Þá mundi Rússl. geta slegið því upp, sem aðstoð við þurfandi borgara í Luhansk borg, sýnt þannig rússn. stjv. og Pútín í jákvæðu ljósi.
  2. En ef úkraínsk stjv. mundu "hindra bílalestina" á landamærum ríkjanna, þá gætu rússn. stjv. látið rússn. fjölmiðla, útmála grimmd úkraínskra stjv.
  • Áróðurssigur í báðum tilvikum.

En Petro Poroshenko, ef til vill - heldur að með því að senda eigin bílalest, hlaðna vistum til Luhansk Borgar. Geti hann, tekið þennan yfirvofandi áróðurs sigur af Pútín.

Eða a.m.k. - endað málið á sléttu.

Svo kannski er þetta - skemmtilegur vinkill í deilu þjóðríkjanna tveggja.

 

Niðurstaða

Mig grunar að sagan um bílalestirnar og væntanlegar vistir til Luhansk borgar. Eigi eftir að taka fleiri óvænta spretti. En ljóst virðist að forsetarnir tveir - Poroshenko og Pútín. Eru ekki síst, að heygja stríð í fjölmiðlum og á netinu, sem snýst um - - ímynd þjóðanna tveggja og ekki síður, þeirra sjálfra.

 

Kv.


Áhugavert þrátefli út af rússneskri bílalest, sem að sögn flytur hjálpargögn - eingöngu

Skv. fréttum fór lest flutningabíla hlaðinn 2.000 tonnum af varningi, af stað frá Moskvu. Ferðin mun taka ca. 2-daga, áður en hún kemur að landamærunum við Úkraínu. Þangað sem skammt er á vígstöðvar þ.s. skæruliðar uppreisnarmanna og stjórnarher Úkraínu, heygja harða bardaga.

Kiev vows to halt Russian aid convoy

Ukraine says may block Russian aid convoy

Huge Russian Convoy Leaves Moscow for Ukraine, Bearing Aid

Skv. rússneskum fjölmiðlum, er farmur flutningabílanna: "The convoy was carrying 2,000 tons of humanitarian aid, according to the news agency Itar-Tass. It included 400 tons of cereals, 100 tons of sugar, 62 tons of baby food, 54 tons of medical equipment and medicine, 12,000 sleeping bags and 69 generators of various sizes, the agency reported."

Að sögn rússn. stjv. er verkið unnið í samvinnu við Alþjóðlega Rauðakrossinn, og Öryggis og Samvinnustofnun Evrópu - - dreifing gagna muni fara fram undir umsjón Alþjóðlega Rauða Krossins.

  • Á hinn bóginn er töluverð tortryggni í gangi.
  • Slíkir bílar geta auðvitað flutt margt annað en bara hjálpargögn.
  • Mig grunar reyndar, að hjálpargögn sé allt og sumt sem bílarnir innihalda, ef leit í bílunum mundi leiða annað í ljós, mundi það sennilega vera "áróðurssigur fyrir úkraínsk stjv."
  • Meðan, að ef ekkert annað finnst en hjálpargögn, líta úkraínsk stjv. út fyrir að vera - ósanngjörn, ef þau standa í vegi fyrir aðgerðinni, að einhverju leiti.
  1. Á hinn bóginn, þá er það ekki endilega, hernaðarstöðunni í hag -þannig séð- að hleypa gögnunum í gegn, því að það sé að sjálfsögðu - ein af hinum klassísku leiðum til að lama andstöðuþrótt andstæðinga; að - - svelta þá
  2. Brútal, en áhrifarík aðferð.

Að afhenda þessi gögn - jafnvel þó ekkert annað sé, en þ.s. sagt er frá í rússn. fjölmiðlum - - sé því ekki endilega algerlega "hlutlaus aðgerð."

Með þessar matarbyrgðir, geti uppreisnarmenn, haldið út mun lengur - í umsátri hers Úkraínu.

-------------------------------------

Líklega mun því stjórnarher Úkraínu - - ekki hleypa gögnunum í gegn.

En rússn. stjv. fá út úr því - - sæmilega digran áróðurssigur.

Meðan að þau munu sennilega útmála úkraínsk stjv. sem - miskunnar laus og grimm.

  • Framkvæmdastjóri NATO - - varar eina ferðina enn, við hugsanlegri innrás Rússa. Hann segir nú að Rússar hafi 44þ. hermenn, nærri landamærunum. Sem þannig séð, getur vel verið rétt - og mundi vera yfrið nægur her, til að gersigra stjórnarher Úkraínu á svæðinu.
  • Á hinn bóginn, er engin leið að vita hvort þessi stund er líklegri en þær fyrri, en aðvaranir Framkvæmdastjóra NATO eru farnar að hljóma dálítið eins og sagan um drenginn sem æpti "úlfur - úlfur" - - reyndar í þeirri sögu var sá drengur á endanum étinn af úlfi.
  • Það getur alveg verið, að hann hafi rétt fyrir sér á - einhverjum enda.


Niðurstaða

Ef Rússar ætla einhverntima að ráðast inn í Úkraínu. Geta þeir sennilega ekki frestað því mjög mikið lengur. En stjórnarher Úkraínu kvá nú vera kominn að úthverfum síðustu meiriháttar víga uppreisnarmanna, þ.e. borganna Luhansk og Donetsk.

Þetta sjónarspil með hjálparlestina, dugar sennilega til að færa Pútín nokkur áróðursprik, þegar sennilega stjv. Úkraínu, hindra bílalestina í því að - fara yfir landamæri ríkjanna.

Þó það líti út -fljótt á litið sem góðverk- að dreifa matvælum og öðrum vistum, þá mun það sennilega "lengja átökin um borgirnar tvær" því þá geta uppreisnarmenn, haldið lengur út áður en birgðir þrýtur.

En mig grunar, að stjb. Úkraínu ætli að sitja um borgirnar, láta vistir renna til þurrðar, með öðrum orðum - - hin klassíska taktík umsáturs; ætlað að lama smám saman baráttuþrek andstæðingsins.

Það gengur auðvitað þvert gegn markmiðum slíkrar nálgunar - að hleypa matarbirgðum í gegn. Og samtímis, eftir því sem dregur af uppreisnarmönnum, styttist sá tími - sem stjv. Rússlands hafa til stefnu. Til að íhuga innrás.

Þannig séð, má líta á þá tilraun, til að "dreifa matvælum" sem tilraun, til að fresta þeim tímapunkti, að slíka ákvörðun - um af eða á, þarf að taka. Pútín líti með öðrum orðum vel út í báðum tilvikum, hvort sem gögnin fá að komast á leiðarenda eða ekki.

 

Kv.


Áhugaverð valdabarátta í gangi í Bagdad

Það er bersýnilega verið að gera tilraun til að - koma Nouri al Maliki frá völdum í Írak. En margir vilja meina að honum sé að verulegu leiti að kenna, að íraskir Súnnítar virðast hafa risið upp og gengið í lið með ISIS eða IS. Von sumra a.m.k. er, að svokölluð breiðfylkingarstjórn, er mundi bjóða fram - nýtt samkomulag.

Sem að verulegu leiti mundi koma til móts við "kröfur" stjórnmálamanna Súnníta innan Íraks, sérstaklega - um afnám bannsins við því að nokkur sá sem var flokksfélagi í Bath flokknum á tíma Saddam Hussain, megi gegn - opinberu starfi. Geti að verulegu leiti, nagað stuðning Súnníta burt frá - ISIS eða IS.

Hugsanlega jafnvel svo, að hópar Súnníta mundu kljúfa sig frá, þannig að hugsanlega væri unnt að snúa að verulegu leiti við - yfirtöku ISIS eða IS á stórum svæðum innan Íraks.

Power struggle on Baghdad streets as Maliki replaced but refuses to go

Tense Standoff With Maliki as Iraq Nominates New Leader

"Supporters of Prime Minister Nuri Kamal al-Maliki at a demonstration on Monday in Baghdad."


Maliki mun væntanlega næstu daga, gera sitt ýtrasta til að "bregða fæti fyrir stjórnarmyndunartilraunir" Haidar al-Abadi - sem skv. fréttum hefur nú fengið formlegt umboð til stjórnarmyndunar, eftir að meirihluti þingmanna Shíta á íraska þinginu. Samþykkti tilnefningu hans!

Skv. fréttum, hefur al-Abadi nú 30 daga til að mynda stjórn, áður en umboð hans er fallið úr gildi. Á meðan fer al Maliki enn fyrir "starfsstjórn" - - og ræður því enn yfir, Innanríkisráðuneytinu og Hernum.

Skv. fréttum, sáust til hersveita, sem taldar eru á bandi - al Maliki. Koma sér fyrir nærri svokölluðu "Grænu svæði" þ.s. finna má helstu stjórnarbyggingar.

Og það voru, sbr. mynd að ofan, mótmæli í Bagdad á vegum fylgismanna al Maliki. Sem eru greinilega fjölmargir meðal íraskra Shíta. Fyrst að flokkur al Maliki fékk langsamlega flest atkvæði af einstökum flokkum, í síðustu þingkosningum.

Það virðist að nokkur hópur þingmanna -hans eigin flokk- hafi svikið lit, þar um getur ráðið verulega, að æðsti trúarleiðtogi íraskra Shíta, gaf það út - - að einstakir stjórnmálamenn ættu ekki að "hanga á völdum." Sem var augljóslega - beint að al Maliki. 

Þá lenda flokksfélagar líklega í þeim vanda - - hvort þeir fylgja al Maliki, eða al Sistani, erkiklerk.

"Haider al-Abadi, right, shook hands with Iraq’s president, Fuad Masum, who nominated Mr. Abadi as a candidate on Monday to replace Prime Minister Nuri Kamal al-Maliki."

 

Það eru vangaveltur uppi, að al Maliki ef til vill, láti herinn - - ræna völdum. 

Það óttast menn, að mundi leiða til, alvarlegs klofnings meðal "Shíta." 

Sem gæti veikt stöðu þeirra enn frekar en orðið er.

Miðað við fréttir, þá sagði talsmaður flokks al Maliki, ákvörðun þinghóps Shíta, vera ólöglega. Og hann mundi kæra hana, það má vera að hann láti fyrst reyna á það, hvort að dómstóll stendur með honum, eins og að virðist áður hafa gerst.

 

Niðurstaða

Menn óttast hugsanleg átök í Bagdad milli hópa stuðningsmanna al Maliki, jafnvel milli hersveita sem styðja al Maliki, og annarra vopnaðra sveita Shíta. Al Maliki var á árum áður, skæruliðaforingi í andstöðu við Saddam Hussain. Síðar þurfti hann að flýja land, með dauðadóm yfir höfði sér. Það þarf sennilega enginn að efast um hatur hans, á öllu því sem tengdist "Bath flokknum." Þ.e. ákaflega sennilegt, að þessi barátta hans á fyrri tíð, skapi honum þann stuðning er hann hefur - meðal fjölda íraskra Shíta. Maliki er talinn hafa skaðað samstarf milli hópa innan Íraks, en Kúrdum er mjög í nöp við hann - vægt sagt. Og á Sjálfstjórnarsvæði Kúrda, er nokkur hópur flóttamanna meðal Súnníta, sem flúði öryggissveitir undir stjórn Maliki, þar á meðal nokkur hópur stjórnmálamanna úr röðum Súnníta. 

Margir telja að þetta sé síðasta tækifærið - - til að halda Írak saman.

Annars verði klofningur - fullkomlega öruggur.

 

Kv.

 


Recep Tayyip Erdogan ætlar greinilega að halda áfram að stjórna Tyrklandi, með því að gera embætti forseta að meginvaldaembætti landsins

Skv. stjórnarskrá Tyrklands getur ekki sami maður verið forsætisráðherra lengur en 3-kjörtímabil. Lausn Erdogans virðist vera - að verða forseti landsins. Stjórna landinu áfram sem forseti þess. Umbreyta embætti forseta í megin valdaembætti landsins.

Til þess þarf stjórnarskrárbreytingu - - sem hann á örugglega eftir að ná í gegn.

Það er öruggt, að stjórnarandstaðan mun berjast um hæl og hnakka gegn þeirri breytingu, en hingað til hefur Erdogan unnið allar sínar rimmur við sína andstæðinga, bæði innan flokks sem utan.

Erdogan vows reconciliation after Turkish presidential win

Turkey’s Premier Is Proclaimed Winner of Presidential Election

 

Pútin vs. Erdogan

Skemmtilegt að bera aðfarir Erdogan við þá aðferð Pútíns, að taka að sér að vera forsætisráðherra Rússlands í kjörtímabil, til að komast framhjá stjórnarskrárákvæði - er takmarkaði rétt hans til setu í flr. kjörtímabil sem forseti en - - 2 í senn.

Þ.e. áhugaverð spurning hvort að Erdogan getur "tæknilega orðið forsætisráðherra Tyrklands síðar"?

Eins og Pútín - - hefur Erdogan staðið fyrir "efnahagsuppbyggingu" en á hinn bóginn, er ég reyndar á því, að uppbygging Erdogans sé verulega merkilegri en uppbygging Pútíns.

En málið með Tyrkland, er að það land undir Erdogan er í hraðri "tæknivæðingu" og "iðnvæðingu" - - meðan að uppbygging Rússlands snýst að stærstum hluta enn um, olíu og gas.

Tyrkland er með öðrum orðum, hraðbyri á leiðinni að verða - - raunverulegt efnahagsveldi. 

Það sem þó er "merkilegast" við efnahagsþróun Tyrklands - - er að hún hefur náð til svæða í A-Tyrklandi er áður voru bláfátæk.

Þetta er stóra breytingin sennilega undir Erdogan, þ.e. efnahagsþróun A-Tyrklands, svæði sem áður voru nær alfarið afskipt. 

Á þessum svæðum, ræður AK flokkur Erdogan að sjálfsögðu lögum og lofum, hans fylgi sé algerlega traust á þeim slóðum.

Meðan að V-hluti Tyrklands, og svæðin sem tilheyra Evrópuhluta Tyrklands, þau svæði er höfðu fengið nokkra efnahagsþróun áður en AK flokkur Erdogan komst til valda - - á þeim svæðum hafa andstæðingar hans, traust fylgi.

  1. Þ.e. eiginlega þessi "empowerment" A-svæðanna, sem hefur gert Erdogan að því kosningaveldi sem hann er.
  2. Að einhverju leiti, má líkja þessu við þróun mála í "Tælandi" þ.s. flokkur Thaksin Shinawatra komst til valda 2001, og sá flokkur sá það tækifæri sem fólst í "fátæka fólkinu í landinu" og henti pening í "þróun fátækari svæðanna" og "uppskar í staðinn traust atkvæði íbúa þeirra svæða er áður höfðu verið afskipt."
  • Í Tælandi hefur það sama gerst fyrir bragðið, að flokkar tengdir Taxin vinna "alltaf" kosningar. Eins og Erdogan "vinnur alltaf kosningar."
  • En ólíkt Erdogan, hafa flokkar Taxin - - ekki tekist að brjóta völd andstæðinga sinna innan stjórnkerfis landsins, á bak aftur.

Ítrekað hefur stjórnum Taxin Shinawatra, síðan stjórn systur hans, verið bylt af hernum.

En Erdogan hefur aftur á móti, tekist að "draga vígtennurnar í hernum í Tyrklandi."

Og í reynd, núlla her landsins, sem valdatæki "andstæðinga" hans.

-------------------------------

Ég hef stundum velt fyrir mér, hvað hefði gerst í Tælandi ef Taxin hefði tekist að brjóta valdakerfi andstæðinga sinna á bak aftur, en þeim hefur hingað til ávalt tekist að beita her Tælands fyrir sig - - fyrir rest.

En þá sennilega hefði Tæland statt og stöðug síðan 2001 haft einn flokk við völd. Og andstæðingar hans, væru - eins og andstæðingar Erdogan virðast í dag vera, nánast "valdalausir."

Það hafa fáar fréttir komið frá Tælandi síðan herinn þar rændi völdum. Hann virðist einfaldlega stjórna landinu, og viðhafa dæmigert "lögregluríkis fyrirkomulag."

En afar litlar líkur virðast lengur vera á því, að svipað geti farið fyrir Erdogan. Eins og þessi kosning sýnir - - eina ferðina enn. Þá eiga andstæðingar hans, að því er best verður séð, nánast enga möguleika í beinni kosningu gegn Erdogan.

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilegt að fylgjast áfram með metnaði Erdogan fyrir hönd Tyrklands. En það virðist að hann hafi notið "atkvæða" tyrkneskra Kúrda í þetta sinn. Það virðist stefna í einhverskonar samkomulag milli Erdogan og Kúrda innan Tyrklands. Ef það þíðir að átök Tyrklands við Kúrda hætta.

Þá gæti það haft áhugaverða þýðingu fyrir t.d. Kúrda í Írak og Sýrlandi. 

En áhugaverð staðreynd er sú, að íraskir Kúrdar eru að "selja olíu í gegnum Tyrkland."

Sem gæti ekki gerst, án vilja Erdogans. Allra síðustu daga, hafa Bandar. verið að varpa sprengjum á sveitir hreyfingarinnar "Islamic State" innan Íraks - til að styðja við vígstöðu Kúrda þar í baráttu við sveitir IS. 

Mig grunar, að Obama sé nánast að bíða eftir niðurstöðunni í Tyrklandi, svo hann geti samið við Erdogan - - um að "taka Kúrdistan að sér."

Það getur einmitt vel verið, að Erdogan ætli - - að gera Kúrdistan að nokkurs konar "leppríki Tyrklands." Þannig að það verði háð algerlega stuðningi Tyrkja hernaðarlega sem og efnahagslega.

Og það getur verið, að stjórn Obama sé búin að ganga frá þessu, "óformlega við Erdogan" en það verði síðan "formlega handsalað" eftir að ljóst er að Erdogan er öruggur í sessi áfram í Tyrklandi nk. ár.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband