Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014

Það virðist enginn vita - af hverju Ísland er ekki á refsiaðgerðalista Rússlandsstjórnar

Fyrsta kenningin var sú, að Ísland hafi ekki fram að þessu tekið þátt í aðgerðum Vesturvelda gegn Rússlandi. En samkvæmt fréttum RÚV virðist alls ekki svo - að Ísland hafi hingað til, sleppt slíkri þátttöku:

Ísland tekur þátt í viðskiptaaðgerðum ESB

"...þrátt fyrir yfirlýstan stuðning Íslands við Úkraínu og þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum gegn Rússum í mars á þessu ári."

Auk Íslands - virðast Lichtenstein og Sviss ekki heldur vera á lista rússneskra stjórnvalda, yfir lönd sem fá á sig, viðskiptabannaðgerðir rússneskra stjórnvalda.

Ég sé í sjálfu sér - ekkert augljóslega sameiginlegt með þessum 3-löndum, annað en að þau eru ekki meðlimir í ESB.

Á hinn bóginn, er Noregur á viðskiptabannslista Rússlandsstjórnar, svo þ.e. ekki tenging við það að vera "ekki meðlimur að ESB."

Ísland er meðlimur í NATO, meðan að Sviss er það ekki.

  • Heyrt hef ég þá kenningu, að rússneskir aðilar vilji áfram getað "nálgast vestrænar -bannvörur-" og einhver áform séu um það, að nota löndin utan bannsins til þess.

Það er að sjálfsögðu - - óstaðfest.

  • Tæknilega getur Ísland orðið slík "bakdyraleið" fyrir vestrænar vörur til Rússlands. 
  • Ástand sem Ísland gæti grætt á.
Má velta fyrir sér hvort að aðilum innan Rússlands dettur í hug að Ísland sé "meðfærilegri staður" en eitthvert annað hugsanlegt land. Þetta eru auðvitað einungis - vangaveltur.
  • Fram kemur í frétt RÚV, að Ísland hyggst taka þátt í nýjum viðskiptabanns aðgerðum Vesturvelda.

Það verður að segja eins og er - - að engin augljós skýring þess að Ísland er ekki á bannlista rússneskra stjórnvalda, blasir við.

Það getur auðvitað vel verið, að Ísland fari á þann lista - síðar.

 

Niðurstaða

Ef einhver hefur góða kenningu um það - af hverju Ísland er ekki undir viðskiptabanni Rússlands. Má sá eða sú láta í sér heyra. Aðspurt hafði sendiráð Rússlands enga minnstu hugmynd. Sagði þetta "ákvörðun rússneskra stjórnvalda." Ég sé í sjálfu sér enga sérstaka ástæðu þess, að háttsettum aðilum innan Rússlands sé hlýrra til Íslands en t.d. "annarra Norðurlanda." 

Þetta virðist með öðrum orðum vera - ráðgáta.

Og hún mun dýpka ef Ísland lendir ekki á þeim bannlista - seinna meir.

 

Kv.


Loftárásir Bandaríkjamanna í N-Írak, virðast hafa þann tilgang - - að aðstoða Kúrda

Mér virðist þetta blasa við, að tilgangurinn sé að forða þeirri hugsanlegu útkomu. Að Sjálfstjórnarhéruð Kúrda falli í hendur ISIS eða eins og þeir kalla sig í dag, "Islamic State" eða "IS." En héröð Kúrda hafa orðið að "mikilvægu skjóli" fyrir marga hópa sem flúið hafa "IS." En ekki síður, þá eru Kúrdar - - hugsanlega gagnlegir bandamenn. Kúrdahéröðin, sjaldgæf sjón í Írak, svæði þ.s. fólk hefur ekki þurft að óttast almennt séð um líf sitt.

Árásirnar virðast hafa þann tilgang - - að styrkja vígstöðu Kúrda gagnvart IS.

Þannig séð má líkja þessu við það - - þegar Bandar. beittu flugher sínum á sínum tíma gegn stjórn Talibana, er þeir aðstoðuðu andstæðinga Talibana innan Afganistan við það að ná völdum.

Í þessu tilviki, sé tilgangurinn, að verja tiltekið svæði. Gefa þau skilaboð til "IS" að Kúrdahéröðin séu "off limits."

U.S. bombs Islamic State after Obama call to prevent Iraq 'genocide'

White House: could give more military support if new Iraq government needs it

U.S. Warplanes Strike Militants in Iraq

 

Forvitnileg mynd af höfuðborg Kúrda - Erbil. Sjá má gamla Erbil innan forna virkismúrsins!

http://dablog.ulcc.ac.uk/wp-content/uploads/2011/10/erbilcitadel.jpg

Sjálfsagt dúkkar einhver upp með samsæriskenningu

En ég get ekki komið auga á nokkurn skapaðan hlut sem er neikvæður við það, að Bandaríkin varpi sprengjum á stöðvar IS liða í N-Írak. Til þess að styrkja vígstöðu Kúrda í N-Írak. Sem hafa síðustu daga, verið undir þrýstingi liðsmanna IS.

Síðan vörpuðu flugvélar Bandar. niður matvælum og öðrum vistum, til umsetins hóps svokallaðra Yazada, hópur sem ég viðurkenni að ég hafði aldrei áður heyrt um fyrr en fjölmiðlar fóru að tala um þeirra vanda.

En þ.s. virðist í gangi, sé "virkilega ógeðsleg meðferð" IS á - - minnihlutahópum.

Skv. fréttum, ástundar "IS" stefnu fullkomins yfirgangs gagnvart öðrum trúarhópum í Írak, þá skiptir ekki máli, hvort um sé að ræða - - sértrúarskoðun innan Íslam eða kristna eða e-h annað.

Fólk fær frest - - til að A) fara. B)Taka trú þá sem IS aðhyllist. C)Vera drepið.

Það virðist virkilega ástæða vera að óttast, alvarlegan mannlegan harmleik, ef "IS" muni takast annað af tvennu, að ráðast inn í héröð Kúrda þ.s. margir hafa leitað skjóls, eða, inn í héröð Shíta.

  1. Það virðist nánast nú vera að myndast verkaskipting í Írak, þ.s. að - - Kanar verji Kúrda.
  2. En Íran og bandamenn Írans, verji Shíta.

 
Niðurstaða

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós, hvílík ógeðs samtök "Islamic State" er. En þeirra túlkun á Íslam, er virkilega sérkennileg.

En skv. hefð innan Íslam. Þá er Íslam í reynd umburðarlynt gagnvart kristni. Einnig gagnvart gyðingdóm. En skv. kóraninum þá gilda tilteknar reglur um kristna ef farið er nákvæmlega eftir reglum sem þar eru, þá mega kristnir halda trú sinni og siðum, en skv. Kóraninum verða þeir sem ekki taka Íslam að borga sérstakan skatt, sem lagður er á. Þetta gilti einnig um Gyðinga ef þeir vildu ekki gerast Múslimar. Þessi skattur var t.d. tíðkaður í samræmi við lögboð Kóransins af Tyrkjaveldi um aldir. Þetta hefur verið þ.s. gerði kristnum mögulegt að lifa með Múslimum í meir en þúsund ár.

IS er nú að þurrka út kristna söfnuði, sem hafa búið með Múslimum í meir en 1000 ár. Þeir réðust nýverið á yfir 1000 ára gamalt klaustur, ráku munkana út og brenndu handritin þeirra sem mörg voru flr. hundruð ára gömul.

Þannig séð er afstaða þeirra í reynd - - trúvilla.

Einhvers konar - - haturs Íslam, sem þeir boða.

 

Kv.


Brasilía sennilega græðir einna helst á refsiaðgerðum Pútíns - spurning hvort þær aðgerðir geta startað nýrri efnahagskreppu

Það liggja nú fyrir nokkuð skýrar fréttir um umfang "gagnrefsiaðgerða Pútíns" og það er ljóst, að Evrópu munar um þetta. Skv. fréttum þá hefur innflutningur Rússland á matvælum verið umtalsverður á síðari árum. Í frétt Financial Times, koma fram eftirfarandi upplýsingar skv. tölum frá 2011:

  1. ESB............13,8ma.$
  2. Brasilía.........4ma.$
  3. Úkraína........2ma.$
  4. Bandaríkin....1,6ma.$
  5. Kanada........0,5ma.$
  6. Ástralía........0,4ma.$
  7. Noregur........0,045ma.$

Þið sjáið nú - - af hverju þ.e. Brasilía sem líklega kemur til að mest græða á þessu!

  • Árétta samt, að áhrif þessa má ekki heldur ofmeta, skv. frétt NYTimes nemur þetta ca. 10% af heildarviðskiptum ESB landa með landbúnaðarafurðir, þegar þessi viðskipti eru sett í samhengi við öll viðskipti með landbúnaðarafurðir í ESB, bæði innan sambandsins og utan: Russia Responds to Western Sanctions With Its Own
  • Skv. frétt Reuters, hugsa Brassar sér einmitt, gott til glóðarinnar, sjá opnun Rússlands markaðar sem sambærilega að einhverju leiti, við opnun Kína markaðar fyrir rúmum áratug: Russia food ban offers big opportunity for Brazil. Það virðist samt sennilegt, að Brassar geti ekki aukið framleiðslu sína upp í þá holu sem til verður á Rússlandsmarkaði, á skömmum tíma. En ef þessi deila Rússa og Vesturlanda stendur yfir um eitthvert árabil. Þá gera þeir það á endanum. Sem getur leitt til - - varanlegs taps á Rússlandsmarkaði fyrir evrópska framleiðendur.
  • Í frétt Financial Times, kemur fram að ESB muni að einhverju leiti, bæta bændum upp tapið. Það séu til 420 milljón evrur í sjóði landbúnaðarkerfisins, ætlað að koma bændum til aðstoðar, í neyð. Skv. sömu frétt nam útfl. landbúnaðarvara til Rússlands árið 2013, 11,9ma.€. Þar kemur einnig fram að innflutningur Rússa hafi numið 42% af heildarinnflutningi þeirra á landbúnaðarvörum. Svo þessi "neyðarsjóður" nær hvergi nærri, að dekka tap bænda og landbúnaðarlanda í A-hluta Evrópu: EU stands ready to support farmers from sanctions fallout
  • Í annarri frétt Financial Times, var nánar fjallað um refsiaðgerðir Rússa, þar kom að til skoðunar væru í Rússlandi "frekari aðgerðir" sbr: Banna yfirflug farþegaflugvéla frá Evrópu og Bandaríkjunum (sem af verður yrði líklega mætt með svipuðu banni á móti), hugsanleg bönn tengd viðskiptum með bíla, skipasmíðar og tengslum við flugvélaiðnað. Miðað við það hvað ég veit að evrópsk fyrirtæki reka í Rússlandi, gæti bann í tengslum við "bifreiðar" komið við kaunin á evrópskum fyrirtækjum, sem eiga nokkuð af bílaverksmiðjum í Rússlandi, auk þess að umtalsverður útflutningur á bifreiðum er til Rússlands: Russia threatens to go beyond food sanctions

 

Ástæðan að ég nefni hugsanlega kreppu - - kemur til vegna þess hve hagvöxtur í Evrópu er, arfaslakur

Skv. nýlegum fréttum virðist meðalhagvöxtur ESB landa fyrstu 6 mánuði þessa árs, vera um 0,3%.

Skv. nýjum gögnum frá EUROSTAT mælist meðalverðbólga 0,4%.

  • Það er alveg ljóst að Evrópa er bara - - eitt efnahagsáfall frá "verðhjöðnun."
  • Að auki, að ekki þarf stórt efnahagsáfall, til þess að ESB lönd lendi aftur í kreppu.

Ég er ekki endilega að tala um - - djúpa niðursveiflu.

Heldur það, að smávægilegur hagvöxtur. 

Gæti orðið að smávægilegum samdrætti.

En það mundi pottþétt flýta fyrir þróuninni - yfir í verðhjöðnun. Gæti dugað til þess, að Evrópa lenti í verðhjöðnunar spíral.

  1. Þá er ég ekki að gera ráð fyrir - - stóra skellinum.
  2. Ef Pútín gerir innrás í Úkraínu.

En þá virkilega gætu öll efnahagssamskipti Rússa og Evrópu, lent í háa lofti. Möguleikinn á "orkukreppu" í Evrópu, gæti þá blasað við. Í slíku samhengi, mundi ég ekki þurfa að - velta fyrir mér möguleika á kreppu í Evrópu.

  • Höfum samt í huga, að kreppuáhrif verða ávalt - - meiri í Rússlandi.

En t.d. er talið, að brotthvarf evrópskra landbúnaðarvara af Rússlandsmarkaði, muni leiða til skort á framboði a.m.k. á sumum flokkum landbúnaðarvara á markaði þar í landi. 

Í því samhengi, þegar skortur er á framboði, virðast líkur á því að framleiðendur - - mundu hækka verð. Framleiðsla landbúnaðarvara er að sjálfsögðu í Rússlandi, talið líklegt að þeir mundu einnig hækka verð, þannig að til staðar sé möguleiki á verðbólguáhrifum í Rússlandi - - a.m.k. framan af meðan aðrir framleiðendur hafa ekki náð að fylla í skarðið.

  1. Síðan auðvitað er Rússland ákaflega háð tekjum af t.d. sölu á olíu og gasi til Evrópu, ef sú sala kemst í vandræði af einhverju tagi, þá er efnahagsáfallið hlutfallslega stærra fyrir Rússa.
  2. Og rétt að benda einnig á, að það mun taka Rússa einhver ár, að fylla í það skarð - en gasleiðslurnar liggja til Evrópu. Það þarf að reisa nýjar leiðslur, ef á að flytja það annað - sem tekur e-h árafjöld. Ef maður ímyndar sér að gasviðskiptin snögghætti t.d. í kjölfar innrásar í Úkraínu, þá mundi taka við ákaflega djúp efnahagskreppa í Rússlandi sem mundi standa að lágmarki í nokkur ár.

Heildaráhrif þess, ef orkuviðskipti Evrópu og Rússa snögghætta - - gætu hugsanlega dugað til þess að starta nýrri heimskreppu. Ég ætla ekki að fullyrða það, en kreppa yrði sennilega einnig nokkuð djúp við það í Evrópu. Og það hefði áhrif á neyslu Evrópubúa t.d. á varningi frá Asíu. Það hefði einnig neikvæð áhrif á fylki Bandar. á A-ströndinni. Það mundi að lágmarki hægja mjög verulega á vexti heimshagkerfisins.

Spurning hvaða áhrif það hefði innan Kína, ef slíkur andbyr hægði þar verulega á, hvort það mundi vera "kreppu-trigger" þar. 

 

Niðurstaða

Úkraínudeilan getur verið að þróast yfir í að vera ógn hugsanlega við "heimshagkerfið" en að lágmarki við hagkerfi Evrópusambandsríkja. Sem enn er viðkvæmt eftir að vera nýlega risið upp úr efnahagskreppu. En skuldakreppa er enn til staðar þar í nokkrum fjölda aðildarríkja. Skv. nýlegum fréttum er Ítalía aftur í kreppu skv. tölum fyrri helmings árs.

Svo það virðist virkilega vera svo - að ekki þurfti stórt áfall til þess að kreppa komi aftur í Evrópu.

Og líkur á verðhjöðnun að sjálfsögðu aukast - - við öll ný efnahagsáföll.

 

Kv.


Ítalía aftur í efnahagskreppu - 14 tínd ár, hvað verða þau mörg?

Það kom fram á Financial Times vefnum, að Ítalía sé ca. statt þar í dag, efnahagslega séð, þ.s. Ítalía var fyrir 14 árum síðan - - "From 2000 until the peak, real GDP grew only 1.3 per cent a year and, since then, has shrunk 1.3 per cent a year – taking the economy back down to the size it was 14 years ago." - - og nú í ljósi þess að landið er aftur komið í kreppu, eftir að hafa mælst með smávegis hagvöxt síðasta ársfjórðung 2013. Þá standa spjótin á Mattheo Renzi forsætisráðherra!

Italy's economy slides back into recession

Renzi under pressure as Italy falls back into recession

Renzi’s economic strategy questioned as GDP shrinks

http://www.giornalettismo.com/wp-content/uploads/2014/03/matteo-renzi-tasse-maggio.jpg

Hann hefur gefið sig út fyrir að vera maðurinn sem tekur til hendinni, talað digurbarkalega um þörfina á breytingum, og sannarlega hefur hann breytt einu - - þ.e. ítalska þinginu. Eða nánar tiltekið, efri deild.

  • Efnahagsumbætur - - hafa látið á sér standa fram að þessu.
  • Eina efnahagsaðgerðin sem heyrst hefur um fram að þessu - - er launahækkun til lágtekjufólks, sem gildir bara þetta ár, þ.e. €80. En skv. frétt, sé það ekki að mælast í neyslu.
  • Fólkið sitji á þeim aurum vegna efnahagslegrar óvissu.

Fram að þessu virðist ekki hafa verið kynnt til sögunnar, nein sérstök - - ný efnahagsstefna.

Og varðandi spurninguna um halla á ríkissjóði, þá heldur efnahagsráðherra því fram, að engar nýjar sparnaðarráðstafanir þurfi til - - þó svo að miðað við fyrstu 6 mánuðir ársins sýni samdrátt virðist ekki sérlega líklegt; að áætlaður hagvöxtur ársins upp á 0,8% komi til að sjást.

Í reynd þarf Ítalía hagvöxt á seinni parti, til þess eins að standa á sléttu.

Þannig að heildarútkoma ársins sé "0."

Miðað við það að meðalvöxtur á Ítalíu árin 2000-2007 var 1,3%. Þá virðist afar ólíklegt að seinni partur árs geti sýnt þannig vöxt að dugi til þess að heildartalan fyrir árið verði 0,8%.

  1. En vandi Renzi er sá, að hann tók yfir þá ríkisstjórn er var fyrir, sem reyndist ófær um ákvarðanatöku undir Enrico Letta.
  2. En spurning hvort að það sé ekki að koma í ljós, að Mattheo Renzi, ráði ekkert betur við stjórn, samsetta út flokkum til hægri og vinstri - - sem áður voru ekki séu sammála um megindrætti stefnunnar, og eru ef til vill það ekki enn.

Það geti hafa hugsanlega verið mistök af honum, að neyða ekki frekar fram kosningar.

Samdráttur er að sjálfsögðu ekki gott mál, með skuldastöðu upp á um 135%.

“A state like ours, that needs some €400bn each year to service its debt, has significant limits in the use of fiscal policy,”

Að greiða af þeim, kostar mikið fé - ár hvert.

Ég hef áður heyrt þá tölu, að til þess að lækka þær skuldir - - þurfi Ítalía hagvöxt að lágmarki 3%.

Eða viðhalda ákaflega hárri prósentu í afgang af fjárlögum í afgang ár hvert, í ákaflega langan tíma.

Þá er það miðað við, lágar hagvaxtartölur í líkingu milli 0,5-1,5%.

En þá er einnig miðað við það, að verðbólga sé ekki lægri en 0,5%. Það áhugaverða er, að skv. EUROSTAT mælist meðalbólga evrusvæðis nú, 0,4%. 

Sem þíðir að sennilega hefur löndum í verðhjöðnun fjölgað. 

Euro area annual inflation down to 0.4%

Það verður forvitnilegt að fylgjast með því á næstunni, hvort að ríkisstjórnin gerir tilraun til þess, að leiða í lög umtalsverðar umbætur sérstaklega á vinnulöggjöf á Ítalíu.

En skv. Renzi, voru umbætur á þinginu, forsenda þess að unnt væri að framkvæma hraðar lagabreytingar. 

Hann hefur nú fengið - spark í rassinn. 

Nú þarf hann að taka til hendinni, eða hann reynist fyrir Ítali - - enn einn gagnslausi pólitíkusinn.

 

Niðurstaða

Án hagvaxtar geta skuldir Ítalíu ekki gert annað en að vaxa. Nema að ríkisstjórnin hefji stórfellda sölu ríkiseigna. Þá er tæknilega unnt að lækka skuldirnar nokkuð. En spurningin sem menn beina að stjórninni - - er auðvitað. Hvað ætlið þið að gera?

Enn virðast vera fá svör við því.

 

Kv.


Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna, segir 730þ. af íbúum A-Úkraínu hafi flúið land síðan átökin hófust

Skv. "UNHCR" sem stofnunin telur áreiðanlegar, er fjöldi flóttamanna í Rússlandi 730þ. en innan landsins 117þ. - sem nálgast samanlagt að vera 850þ. Miðað við 6,5 milljón íbúa í héröðunum Luhansk og Donetsk áður en átökin brutust út - - þíðir þetta að um 11% hafi flúið land, um 1,8% séu flóttamenn innan Úkraínu. Með öðrum orðum að flóttamenn nálgist 13% af heildarfólksfjölda.

Til samanburðar við stríðið í Sýrlandi, þ.s. 18 millj. áður en átök hófust, er fj. flóttamanna 2.884þ. - - sem sagt, að tæp 17% hafi flúið land. Með flóttamönnum innan landsins, sé alveg fjórðungur landsmanna flúnir að heiman.

11% vs. 17% eru vísbendingar, harmleikurinn er verri í Sýrlandi. En skv. þessum tölum, er hræðsla almennings við átökin, orðin afskaplega umtalsverð í A-Úkraínu. Verulegur fjöldi hafi kosið að yfirgefa þau svæði - sem barist er um þessa dagana og vikur.

Það er auðvitað algerlega rökrétt af óvopnuðum borgurum að koma sér af hættusvæðum.

About 730,000 have left Ukraine for Russia this year - UNHCR

Skv. fréttum, standa yfir harðir bardagar í Luhansk og Donetsk héruðum, nærri Donetsk borg og Luhansk borg. En stjórnarherinn sé að berja á sveitum uppreisnarmanna - - meðan hringurinn um þessi 2-höfuðvígi er stöðugt þrengdur.

Ukraine keeps up anti-rebel offensive with nervous eye on Russia

Russia troops build up on Ukraine border

  • Ef marka má frétt Financial Times, þá eru hersveitir Rússa nú staðsettar í verulegum fjölda, óvenjulega nærri landamærum Úkraínu.
  • Og þetta séu "hágæðasveitir" þ.e. það besta lið sem rússn. herinn ræður yfir.

"The battalions that have been deployed are predominantly those which have been at the forefront of a sweeping modernisation programme undertaken by Russia’s military in recent years and are among the best equipped and trained in the Russian army."

Kringum 20þ. hermenn - - þetta sé þó ekki eins mikill liðsafnaður við landamærin og í apríl, er fjöldinn var áætlaður um 40þ.

Það sé samt áhugavert að rússn. hermönnum sé aftur að fjölga meðfram landamærunum. Þannig séð, má vera að 20þ. - - sé einfaldlega nægur fjöldi.

  • Ef Pútín vill koma uppreisnarmönnum til aðstoðar.

Þannig séð, þarf ekki það að vera "slæm tíðindi" fyrir her Úkraínu, að borgarar séu að hafa sig brott, frá þeim svæðum sem um er barist.

Því það dregur úr mannfalli þeirra eftir allt saman - - sem gæti leitt til þess, að her Úkraínu verði síður tregur, til að beita þungavopnum á varnarlínur uppreisnarmanna, þegar bardagar hefjast um sjálf höfuðvígin, þ.e. Luhansk borg og Donetsk borg.

Það óhjákvæmilega leiði fram- -mikið tjón á byggingum.


Niðurstaða

Fjöldi flóttamanna sýnir að stríðið í Luhansk og Donetsk héröðum, er að valda almenningi búsifjum. Það má auðvitað deila um það - akkúrat hver ber ábyrgð. Uppreisnarmenn og stuðningsmenn þeirra, segja að stjórnarherinn beri alla ábyrgð. Á móti má benda á, að sá mannlegi harmleikur, hefði sannarlega ekki gerst, "ef uppreisnarmenn hefðu ekki hafið vopnaða uppreisn." 

Þetta er einnig töluvert skylt deilunni um það, hvort það eru Ísraelar eða Hamasliðar sem bera ábyrgð á miklu manntjóni borgara þar, sem nálgast 1.800. Ísraelar eru sannarlega að beita stórskotaliði, skriðdrekum og loftárásum - - tja, alveg eins og her Úkraínu. Það má auðvitað benda á móti á það, að Hamasliðar viðhafa "mun harðsnúnari eða -combative- stefnu gagnvart Ísrael en Heimastjórn Palestínumanna" Ísraelar fari fyrir bragðið mun mildari höndum um svæði á Vesturbakkanum. Þó ástandið sé ekki endilega - gott þar heldur. Sé það ekki neitt í líkingu við ósköpin á Gaza.

  • Þannig er alfarið -tel ég- réttmætt að benda á að "baráttuaðferðir skipta máli." 
  • Menn eiga ekki að vera mjög hissa á, að vopnaðri uppreisn sé mætt með "vopnum."

Ef t.d. Palestínumenn einskorðuðu sig við "friðsama baráttu" þá er ég viss um, að manntjón yrði almennt mun minna, og sama skapi tjón almennra borgara á byggingum.

Það sama vil ég meina að eigi við Luhansk og Donetsk. Að ef til vill, áttu uppreisnarmenn, aldrei að hefja vopnaða uppreisn. Þó að óvopnuð barátta fyrir þeirra málstað, hefði aldrei getað verið örugg um sigur með þeim aðferðum, er alveg ljóst að slíkar leiðir - - hefðu komið mun skár út fyrir almenning.

 

Kv.


Hersveitir "Islamic State" virðast hafa ráðist á hersveitir Kúrda nærri borginni Mosul

Ef marka má fremur óljósar fréttir - neyddust Kúrdar til að hörfa í nokkrum flýti gegn árás "IS." En síðan virðist, einhvers konar gagnárás hafa orðið möguleg, með tilkomu sveita frá Verkamannaflokki Kúrda frá Sýrlandi. Sem hafi komið bræðrum sínum rétt handan landamæranna, sem bersýnilega eru ekki lengur til á því svæði, til aðstoðar. Staðan virðist óljós - ekki ljóst hver heldur hvaða svæði.

Iraqi PM orders air force to help Kurds fight Islamic State

Isis advances puncture Kurdistan self-confidence

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/political-map-of-Iraq.gif

Höfum í huga að þegar framrás "ISIS" eða "IS" hófst í vor þá einnig sóttu sveitir Kúrda fram og stækkuðu umráðasvæði sitt um 1/3

Það ætti að veita Peshmerga taktískt svigrúm, til að hörfa og endurskipuleggja - án þess að bardagar færist inn á svæði er innihalda byggðir Kúrda.

Ef marka má fréttir, getur verið að "IS" hafi notfært sér "stuðning íbúa" á svæðinu, sem er áhugavert, það bendi til þess - að Kúrdar hafi ekki stuðning íbúa tryggðan þ.s. sveitir þeirra ráða nú, utan byggða Kúrda sjálfra.

"Kurdish commanders whose units came under attack from Islamic State fighters told Reuters they faced overwhelming firepower, were taken by surprise, and that militants had in many cases started shooting from villages where they had formed alliances with residents."

Það er áhugavert ef þorpshöfðingjarnir hafa heimilað sveitum "IS" að laumast inn í þorpin þeirra. Til að gera "flank" árás þaðan sem varðstöðvar Kúrda áttu sér ekki ills von.

Það er ekki óhugsandi að í N-Írak sé nóg af gömlu hatri milli mismunandi hópa.

Ef marka má fréttir - féll mikilvæg stífla sem m.a. hefur séð N-Írak fyrir rafmagni, að verulegu leiti. Þannig séð, ef "IS" er alvara með þetta ríki sitt, er það mikilvægt takmark að ráða yfir henni.

Á hinn bóginn virðast þessar fréttir óljósar - - vegna þess hve svæðin séu hættuleg, séu sennilega ekki fréttamenn nærri vettvangi. Þannig að fréttir berast, eins og kallað er á ensku "third hand."

  • Islamic State - sé þó alveg örugglega ekki með raunhæfa möguleika til að sækja inn í byggðir Kúrda sjálfra, en þá mundi "IS" alveg örugglega ekki fá slíka aðstoð íbúa.

Það sennilega styrki stöðu "IS" að ráða "sennilega" yfir þessari mikilvægu stíflu. Síðan virðist "IS" í þessari orrustu hafa náð á sitt vald olíusvæði, Norðan við Mosul.

"IS" ráði því nú alls - 5 olíusvæðum í N-Írak. 

Meiri olía - - rafmagn að auki. 

Kurdish ''Peshmerga'' troops move down a street during an intensive security deployment after clashes with militants of the Islamic State, formerly known as the Islamic State in Iraq and the Levant (ISIL), in Jalawla, Diyala province July 12, 2014. REUTERS/Stringer

"Kurdish ''Peshmerga'' troops move down a street during an intensive security deployment after clashes with militants of the Islamic State, formerly known as the Islamic State in Iraq and the Levant (ISIL), in Jalawla, Diyala province July 12, 2014."

Eins og sést á þessari mynd, eiga sveitir Kúrda sín þunga vopn. Á móti tóku sveitir "IS" mikið af þungavopnum þegar framrás þeirra hófst í N-Írak. Þar á meðal mikið magn af bandarískum vopnum, sennilega á meðal þeirra, M62 skriðdrekar er Bandar. höfðu látið her Íraks í té.

Það sé hugsanlegt að eftir það, séu sveitir "IS" - ívið betur vopnaðar.

Í því ljósi má ef til vill skoða beiðni fulltrúa Kúrda um - ný og betri vopn.

 

Niðurstaða

Fyrsta stóra orrustan milli íraskra Kúrda og "IS" og sveitir Kúrda virðast hafa þurft að hörfa. Á hinn bóginn, virðist orrustan einnig sýna að samvinna Kúrda í Írak og Kúrda í Sýrlandi er til staðar. Sveitir sýrlenskra Kúrda hafi stutt við herstöðuna Íraksmegin, til að aðstoða við að koma stöðugleika á hana.

Það gæti verið vísbending þess, að ef að kemur að þeirri stund, að lýst verði yfir sjálfstæðu Kúrdistan, þá verði sýrlenskir Kúrdar með.

Það svæði sem Kúrdar hafi hörfað frá, hafi verið - utan byggða Kúrda sjálfra. Því ekki endilega lykilatriði fyrir þá sjálfa að halda því, sérstaklega ef íbúar þar voru ekki endilega vinsamlegar sveitum Kúrda.

 

Kv.


Í hræðslu við hugsanlega bankakreppu, hefur ríkisstjórn Portúgals ákveðið að verja 4,9 milljörðum evra, til að koma innistæðum í Espirito Santo bankanum í skjól

Þetta virðist staðfesting á því að Banco Espirito Santo sé hruninn, og þar með stærsti einkabanki Portúgals farinn. Heildareignir Banco Espirito Santo kvá vera um hálf þjóðarframleiðsla Portúgals.

Í ljósi þess, að innistæðutryggingar í ESB eru nú 100þ.€ í stað rúml. 20þ.€ er íslenska bankakreppan varð, þá er ljóst - - að ríkissjóður Portúgals sennilega kemst ekki hjá því að annað af tvennu, greiða út lágmarks innistæður eða að "endurreisa einhvers konar banka" með ríkisfjármögnun, sem einhvers konar skjól fyrir þær innistæður. En eins og reglurnar um innistæðutryggingar virka nú í breyttri mynd. Þá er kyrfilega gengið frá því að ríkissjóðir bera fulla ábyrgð á sínum "innistæðutryggingasjóð."

Ef fólk vill taka út sitt fé, þá á þessi peningur greinilega að dekka það -sem "tæknilega" ríkissjóður Portúgals lánar sínum innistæðutryggingasjóð- en berýnilega er um aukna skuldsetningu ríkissjóðs sjálfs.

Banco Espirito Santo Junior Bonds Slide as Bailout Forces Losses

Banco Espirito Santo split in €4.9bn rescue plan

Banco Espírito Santo split in €4.9bn rescue

Investors cheer Portuguese bank rescue

Banco Espirito Santo woes fuel eurozone fears as shares drop 80pc in two days

Sú leið sem portúgölsk stjórnvöld fara líkist íslensku leiðinni

Banco Espirito Santo verður að þrotabúi, búin er til ný stofnun, sem inniheldur innistæður og eignir frá Banco Espirito Santo - "Banco Novo." Eða "Nýi Banki."

Carlos Costa, the central bank Governor: "There was an urgent need to adopt a solution to guarantee the protection of deposits and assure the stability of the banking system."

Eftir að í sl. viku var orðið ljóst, að Espirito Santo mundi verða fyrir miklu tjóni, í tengslum við "hrun" eignarhaldsfélags Espirito Santo fjölskyldunnar - en bankinn virðist hafa lánað því fé, lán sem eru tapað fé, rás atburða er minnir mann á hrun ísl. bankanna, þ.s. eignarhaldsfélög komu mikið við sögu - sem bankarnir höfðu lánað til, lán sem yfirleitt reyndust alfarið töpuð.

Þá virtist þá þegar ljóst að bankinn væri farinn.

"The money will come mostly from the €6bn (£4.8bn) left from Portugal’s recently exited international bail-out programme. It will be used to inject €4.9bn, via the bank resolution fund, into the new “good” institution – “Novo Banco - which will eventually be sold."

"The Bank of Portugal will take control of Banco Espirito Santo’s assets and deposit-taking operations by transferring them to a new company, Novo Banco, into which it will inject money from its Resolution Fund, the regulator said in a statement late yesterday. The fund will finance the rescue with a Treasury loan to be repaid by Novo Banco’s eventual sale."

Það verður auðvitað að koma í ljós, hvort að portúgalska ríkið getur endurreist stofnun sem hefur traust. En a.m.k. eru tveir endurreistu bankanna á Íslandi, í einkaeigu - reyndar eigu kröfuhafa þrotabúa gömlu bankanna.

Á Íslandi kostaði það mikið fé - að búa til nýja banka. Skuldsetning íslenska ríkisins óx mjög verulega í tengslum við þá rás atburða. Og bersýnilega -vegna innistæðutrygginganna- kemst Portúgal ekki hjá því -hvort sem er að verja fé til að tryggja innistæður- en kýs að því er virðist, að gera það með þeim hætti, að búa til nýja endurreista bankastofnun.

Sbr. íslensku leiðina - - hvort þ.e. hagkvæmari leið. Eða hagkvæmara, en að greiða beint út fé innistæðueigenda. Á eftir að koma í ljós.

Það hafi ef til vill þá fúnksjón, að varðveita að einhverju leiti "störf innlendra starfsmanna" Banco Espirito Santo.

Kannski gegndi Banco Espirito Santo mikilvægu hlutverki, sem ríkið vill gera tilraun til að varðveita.

Mér finnst samt "afar ólíklegt" að sala hins nýja banka síðar meir - forði ríkinu frá kostnaði. Þó að ríkissjóður, setji málið fram nú, eins og að fyrir rest, verði skattgreiðendur tjónlausir.

  • Á Íslandi varð ekki umflúið að endurreisa bankakerfi - þ.s. nútímaríki verður að hafa starfandi bankakerfi.
  • En Portúgal er ekki alveg á þeim stað, að án Banco Espirito Santo sé ekkert starfandi bankakerfi.

Ekki er alveg ljóst af þessum fréttum, "hvort Portúgal er að bjarga öllum innistæðum" eða bara "tryggðum innistæðum."

Að bjarga "öllum innistæðum" mun auka kostnað ríkisins, en á sama tíma, má vera að ríkið kjósi þá leið, til að forða hugsanlegum afleiðingum innan fjármálakerfis Portúgals, þá vísa ég til möguleikans á "flótta innistæðufjár."

Rétt að muna einnig, að bjarga ekki ótryggðum innistæðum, gæti skapað "efnahagstjón í Portúgal" fyrir utan að skapa hugsanlega ótta meðal innistæðna í landinu. Svo ef til vill er rétt að skilja fréttirnar með þeim hætti, að öllum innistæðum sé bjargað inn í "Banco Novo."

Ný efnahagskreppa í landinu - - mundi einnig skaða getu landsins til að standa undir skuldum. Ríkissjóður getur því verið að meta það svo. Að ívið stærri skuldsetning, í tilviki að öllum innistæðum sé bjargað, skili samt skárri heildarútkomu.

 

Niðurstaða

Ég stórfellt efa að ríkissjóður Portúgals komist hjá fjárhagslegu áfalli. En líklega notar ríkissjóður Portúgals hluta af ca. 6ma.€ sem ríkissjóður Portúgals skv. fréttum á enn eftir af fé frá Björgunarsjóði Evrusvæðis. Ef nýr banki er einhvers virði, þá sjálfsagt nær ríkissjóður - - einhverju fé til baka með sölu hins nýja banka eða "Banco Novo." Eins og Steingrímur J. minnkaði nokkuð skuldir ríkisins með því að láta kröfuhafa gömlu bankanna yfirtaka 2-af nýju bönkunum. En þó varð það aldrei svo að ísl. ríkið, næði að sleppa án kostnaðar, af endurreisn þeirra banka.

Það verður þá að koma í ljós - - hve stór neikvæð áhrif þetta mál mun hafa á Portúgal, líkur þess að landið losni úr vandræðum.

En framvindan er eðlilega "viðkvæm" fyrir frekari áföllum.

 

Kv.


Eitt af vaxtarlöndunum svokölluðu - leitar aðstoðar AGS eftir 40% gengisfall

Ég er að tala um Afríkulandið Ghana. Miðað við fréttir - er þetta klassísk efnahagsleg óreiða, af því tagi sem við Íslendingar könnumst við, nema að við yfirleitt í fortíðinni báðum ekki AGS um aðstoð. Heldur tókum okkar gengisfellingum, létum þær ganga fram, og síðan fórum inn í næsta áratug.

  1. Landið hefur viðskiptahalla, þó að útflutningur hafi verið í hröðum vexti.
  2. Og landið hefur stóran halla á ríkissjóð, sem líklega ekki síst stafa af því, að laun starfsmanna ríkisins virðast hafa verið hækkuð - þetta er ekkert smáræði, 75% á tveim árum

Forsetinn talar um að fá aðstoð AGS við að tempra fall "the cedi."

Það hljómar í mín eyru, eins og að John Mahama forseti - vilji skuldasetja landið, til þess m.a. að vernda gengi gjaldmiðilsins. En eftir 40% gengisfall, sé hann "Cedið" líklegt að falla frekar, ef þetta gengisfall hefur ekki dugað til að snúa viðskiptajöfnuði landsins við.

"Despite being a major exporter of gold, oil and cocoa, Ghana posted a current account deficit of 12 percent of GDP last year as demand for imports boomed amid economic growth of 7 percent. Ghana is also grappling with a wide budget deficit, which stood at 10 percent of GDP last year, undermining its reputation for fiscal responsibility."

  • En vandi landsins hljómar í mín eyru af því tagi, að hann sjálfleysist - ef gengið fellur nægilega langt. Þá hverfur viðskiptahalli - sjálfkrafa.
  • Hallinn á ríkinu sem örugglega er vegna hinna gríðarlegu launahækkana, ætti einnig að geta horfið, þ.s. gengislækkun virkar eins og launalækkun - þ.e. raunvirði launa þinna fellur.

En þá kemur myndarleg verðbólga - - eðlilega. Og íbúar borganna, sjá kjör sín falla hratt. 

Kannski er það, óróleiki í borgum, sem hann óttast.

Ghana to seek an IMF programme to stabilise cedi

Ghana turns to IMF for help

Ghana to seek IMF help to stabilise currency

Ghana gov't opts for IMF bailout

File:Ghana Regions map.png

Mér virðist vandamál Ghana - minna um margt á "okkar vaxtarverki á 8. og 9. áratugnum

Skv. Wikipedia: Ghana. 

  • Er þjóðaframleiðsla per haus, 1.902$.
  • Til samanburðar er Ísland sennilega á bilinu 38-39þ.$.

Samt er landið samt 6-ríkasta hagkerfi Afríku, miðað við þjóðarframleiðslu per haus, og þar búa 20 milljón manns.

Landið framleiðir: einn stærsti framleiðandi á kakó í heiminum, þar eru gullnámur og síðan er olíuvinnsla vaxandi atvinnugrein.

  • Klassískt "hráefnahagkerfi" með öðrum orðum - þannig að samlíking við Ísland er ekki fáránleg.

Hagvöxtur seinni árin, virðist einkum knúinn af - hratt vaxandi olíu og gasvinnslu, fyrir ströndum landsins.

Sjá kort til hliðar.

Þannig séð má ef til vill bera þetta við það tímabil hjá okkur, þegar Ísland sparkaði flotum Evrópulanda af Íslandsmiðum í svokölluðum þorskastríðum.

Þá varð einnig á 8-9. áratugnum, umtalsverð lyfting kjara á landinu, en samtímis voru gengisfellingar mjög tíðar. Dæmigerður kjarasamningur var upp á 2-ja stafa prósentulaunahækkanir.

Mig grunar af lestri greinanna - hlekkjað á að ofan, að Ghana sé í tímabili að einhverju leiti sambærilegt.

Hagvöxtur er mikill, milli 7-8%, en eins og vill stundum verða, þá geta væntingar landsmanna "vaxið enn hraðar" sem skapar "gengisóstöðugleika" þegar kröfur um bætt kjör "vaxa enn hraðar" - þó vöxtur landsframleiðslunnar sé mjög hraður.

Texti tekinn af síðu Wikipedia:

"Ghana's Jubilee Oilfield which contains up to 3 billion barrels (480,000,000 m3) of sweet crude oil was discovered in 2007, among the many other offshore and inland oilfields in Ghana.[121] Ghana is believed to have up to 5 billion barrels (790,000,000 m3) to 7 billion barrels (1.1×109 m3) of petroleum in reserves,[122] which is the fifth largest in Africa and the 21st to 25th largest proven reserves in the world and Ghana has up to 6 trillion cubic feet of natural gas in reserves,[29] which is the sixth largest in Africa and the 49th largest natural gas proven reserves in the world. Oil and gas exploration off Ghana's eastern coast on the Gulf of Guinea is ongoing, and the amount of both crude oil and natural gas continues to increase. The Government of Ghana has drawn plans to nationalize Ghana's entire petroleum and natural gas reserves for greater revenues for the Government of Ghana.[123]"

  1. Ég velti fyrir mér - - af hverju forsetinn leitar til AGS.
  2. En gjaldeyrisskuldsetning, með því að slá fyrir "lánsgjaldeyrissjóði" mun leiða til þess, að hluti af framtíðar gjaldeyristekjum - fari í að greiða af því láni.
  3. Hugsanlega getur það "dregið úr hrapi gjaldmiðilsins" svo fremi sem að olíutekjur halda áfram að aukast hratt - þannig brúað bil.
  4. En landið getur einnig "virðist mér" sætt sig við "dýpra gengishrap" og sleppt alfarið að slá lán.

Það getur verið, að forsetinn - sé háður fylgi innan borgarsamfélagsins.

Og snögg lífskjarahækkun, gæti skaðað - - endurkjörs líkur sérstaklega ef skammt er til næstu kosninga.

Má vera að forsetinn - - skorti bakbein til að "hafna of háum launahækkunum" og ætli að nota "skilyrði AGS" sem afsökun á nk. misserum.

Segja, þetta er AGS að kenna að ég get ekki samþykkt þessar launahækkanir.

 

Niðurstaða

Vandi Ghana virðist mér heima-tilbúinn, eins og ég bendi á með samanburði við Ísland, sem einnig er hráefnahagkerfi, þá sennilega virkar það landi mörgu leiti svipað - - hagkerfið byggist á útflutningi á kakó, gulli, olíu og gasi. Gas og olíuvinnslan sé nýlega til komin.

Ísland hefur sinn fisk - það hefur landið sjálft þ.e. ferðamennska og það hefur orku - draumar um olíu.

Viðskiptahalli í Ghana er sennilega af sömu ástæðu og reglulega gerist hér, þ.e. að laun hækka umfram aukningu gjaldeyristekna, og neysla vex hraðar en vöxtur þjóðarframleiðslu og prósentuaukning gjaldeyristekna. Jafnvel þó sá vöxtur sé hraður - eins og virðist í tilviki Ghana.

Mikill halli á ríkisútgjöldum - - er líklegast af völdum "gríðarlegra launahækkana opinberra starfsmanna sl. 2 ár" ef marka má fréttir að ofan, 75% launahækkun á tveim árum.

Það hljómar eins og "aðgerð til að kaupa skammtíma vinsældir."

Þess vegna - virðist mér að ef gengið fellur nægilega langt, muni bæði vandamál sjálfleysast.

Það tímabil þegar gengisósstöðugleiki var mestur á Íslandi, var einmitt tímabil þegar aukning gjaldeyristekna var - - hvað hröðust. En þá varð vöxtur "væntinga" almennings - - enn hraðari.

Það voru stórar launahækkanir og gengisfellingar á víxl. Þó var nettó breytingin yfir tímabilið, umtalsverð bæting kjara landsmanna. Þó Ísland hafi aldrei haft meiri verðbólgu og tíðari gengisfellingar en á því tímabili.

  • Við leituðum aldrei til AGS á því tímabili.

 

Kv.


Það getur verið að Ísrael muni fljótlega - lísa yfir sigri og hætta átökum á Gaza

Eins og ég hef áður bent á, þá vill Ísrael ekki "stjórna Gazasvæðinu" - "því það mundi þíða endalausa hersetu og því endalaust mannfall, auk þess að vera ákaflega kostnaðarsamt." Ísrael vilji "veikja Hamas" en ekki alfarið "leggja Hamas í rúst." En í áhugaverðri kaldhæðni "þá er skárri kostur fyrir Ísrael að Hamas sé áfram til staðar." Ástæðan er sú, að menn óttast "hvað annað en Hamas mundi upp rísa." Þannig séð, án þess að "ætla gera Ísrael greiða" þá haldi Hamas - "hugsanlega verri hreyfingum niðri."

Hamas viðhaldi "eigin lögum og reglu." Og umberi ekki, að svæði á Gaza falli í hendur aðila, sem lúti ekki þeirra skipunum. Sem leiði það fram, að Hamas haldi frá hugsanlega "róttækari hreyfingum t.d. ISIS."

Palestinians stand atop the wreckage of a house which witnesses said was destroyed by an Israeli air strike in Rafah, in the southern Gaza Strip, August 2, 2014. REUTERS/Ibraheem Abu Mustafa

" Palestinians stand atop the wreckage of a house which witnesses said was destroyed by an Israeli air strike in Rafah, in the southern Gaza Strip, August 2, 2014."

Ég hef ekki mikið á að byggja þegar ég álykta þetta, nema áhugaverðri yfirlýsingu, og auðvitað því að Ísrael er þegar búið að valda Hamas miklu tjóni, og þarf á einhverjum tímapunkti að hætta að veikja Hamas frekar!

Israel Airstrikes Against Gaza Destroy Mosques, Government Buildings

Hamas defends Gaza ambush, blamed for ending ceasefire

Hamas Says It Isn’t Holding Missing Israeli Officer

  • ""Our understanding is that our objectives, most importantly the destruction of the tunnels, are close to completion," a military spokesman, Lieutenant-Colonel Peter Lerner, said."

Hamas neitar því, að vita um afdrif ísraelsk hermanns, sem hvarf í átökum á föstudag. Miðað við yfirlýsingar Hamas, virðist að Hamas hafi komið hersveitum fyrir í göngum hér og þar um Gaza, sem síðan gera leifturárásir - þegar ísraelskir herflokkar koma nærri, þeirra felustað.

Hamas heldur því fram, að þeir hafi misst samskipti við þann herflokk, sem hafi gert slíka leifturárás á föstudag, telja að sá herflokkur hafi látið lífið - í gagnárásum Ísraela á því svæði.

Hermaðurinn sem þeir hafi hugsanlega náð, hafi þá einnig látið lífið. 

Þetta er auðvitað atriði, sem engin leið er fyrir utanaðkomandi að sannreyna.

  • En ef Ísraelar hafa náð verulegum árangri í því að leggja gangakerfi Hamas í rúst.
  • Getur verið, að einstök göng, séu nú einangruð.
  • Og þar með, hópar hermanna á vegum Hamas, séu þá einnig - einangraðir á sínum felustöðum, neðanjarðar.
  • Það getur því vel verið, að Hamas sjálft, viti ekki á þessari stundu, afdrif þess herflokks sem framkvæmdi þá leifturárás á föstudag, sem Ísraelar líta á sem vopnahlésrof.

Það getur verið þó að herflokkurinn hafi ekki allur farist, en hafi ekki getað náð samskiptum við höfuðstöðvar. Meðan Ísraelar voru fyrir ofan þá.

Eða Hamas lýgur! Sem einnig getur mjög vel verið, en að ná Ísraelskum hermanni, hefur í fortíðinni komið sé mjög vel fyrir Hamas. Síðast fékk Hamas, 4.000 Hamas liða leysta úr fangelsi, fyrir einn slíkan gísl. Samningar tóku nokkur ár, en skiluðu þessum árangri fyrir rest.

  • En hingað til, hefur Ísrael séð það sem sinn hag, að eyðileggja ekki Hamas, fullkomlega.
  1. Svo ef þ.e. rétt, að ísraelski herinn sé nokkurn veginn við það að klára sitt "verkefni."
  2. Þá sé einnig rökrétt, meðan að Ísrael vill ekki stjórna sjálft Gaza, að Ísrael setji punkt við sín átök við Hamas, fljótlega á næstunni. Jafnvel þessa helgi.

Þetta er ástand sem með vissum hætti, Ísrael sjálft hefur valið sér. En til þess að framkalla annað ástand. Getur Ísrael tæknilega samið við "Heimastjórn Palestínumanna" um yfirtöku þeirra á Gaza. Með aðstoð ísraelska hersins. Það þíddi "borgarastríð meðal Palestínumanna." Sem að sjálfsögðu kemur ekki til greina af hálfu Fatah hreyfingarinnar sem er kjarni Heimastjórnarinnar. Nema gegn mjög stórri eftirgjöf af hálfu Ísraela. T.d. að fjarlæga að verulegu leiti landnemabyggðir á Vesturbakka.

Ísrael virðist ekki tilbúið að taka í lurginn á eigin - öfgamönnum í hreyfingu svokallaðra landnema.

Sem halda áfram, að beita pólit. áhrifum sínum, til að reisa sífellt flr. landnemabyggðir. 

Og þannig gera palestínskt ríki að sífellt "fjarlægari draumi."

Með vissum hætti, er stuðningur nokkurs fjölda Palestínumanna við Hamas, vísbending um þeirra örvæntingu, eftir því sem draumurinn um eigið ríki - fjarlægist stöðugt. Eins og hlutir hafa æxlast, þá má segja að Ísrael sé að kjósa sér sjálft það ástand - - að búa við Hamas á Gaza.

Sem þíðir þessi endurteknu stríð með hléum við Hamas, og þann möguleika að eldflaugum rigni yfir byggðir Ísraela.

 

Niðurstaða

Miðað við yfirlýsingar talsmanns "IDF" eða herafla Ísraels þess efnis, að verkefninu sé ca. lokið. Þá grunar mig að fljótlega muni Ísrael lýsa yfir sigri yfir Hamas. Og semja um "enn eitt varanlegt vopnahlé." Sem að sjálfsögðu verði ekki varanlegra en fyrri vopnahlé við Hamas, en muni þó standa yfir í nokkurn tíma, kannski 2-3 ár. Síðan á eftir að koma í ljós hvort að Hamas hefur þennan hermann eða ekki. En einn möguleiki er sá, að þeir sem hafa hermanninn, séu í felum í einhverju neðanjarðar fylgsni. Og geti ekki haft samband við höfuðstöðvar, þessa stundina. En ef her Ísraels yfirgefur svæðið, muni þeir koma fram í dagsljósið og þá kannski kemur í ljós - að Hamas hefur þennan blessaða hermann eftir allt saman.

Síðast er Hamas náði hermanni, náðu þeir að fá 4.000 Hamas liða í skiptum úr ísraelskum fangelsum.

Ef það mundi takast aftur - - væri Hamas sennilega sigurvegari í augum eigin liðsmanna.

Þeir hafa að auki drepið e-h í kringum 60 ísraelska hermenn. 

Ef Hamas hafði einhvern trúverðugleika skort í augum róttæklinga, geti Hamas bent á "þennan árangur." Þannig geti hugsanlega báðir aðilar, skilgreint sig "sigurvegara."

Hamas mun þó áfram reyna að fá fram eftirgjöf á "viðskiptabanninu við Gaza svæði" í samningum um frið, ef Hamas hefur þennan hermann - - þá kannski verði honum beitt í samningum um það atriði. En vísbendingar eru um það, að Hamas skorti fé til að greiða starfsfólki laun. Eftir að stjórnarbylting varð í Egyptalandi, hafa herforingjarnir þar, lokað á Hamas Egyptalandsmegin. Þá hafi smygl í gegnum Egyptaland hætt, Hamas hafi skattlagt það flæði - sem hafi verið utanríkisverslun Gaza. Valdataka herforingjanna í Egyptalandi, hafi verið verulegt áfall fyrir Hamas.

Auðvitað hefur almenningur liðið mikið á meðan. Mannfall almennings geti nálgast 2.000. Það er þó ekki að sjá, að Hamas sé meir annt um eigin óbreytta borgara, en her Ísraels. En það eru vísbendingar þess efnis, að Hamas hafi stundað það - að skjóta sprengjum frá byggingum þ.s. óbreyttir borgarar fela sig. Til að fá fram blaðafregnir í helstu fjölmiðlum, um enn eitt "fjöldamorð Ísraela."

  • Liður í áróðursstríði Hamas, að beita þannig - eigin borgurum fyrir sig með grimmilegum hætti.

Það getur auðvitað verið, að stríðið haldi áfram í nokkra daga til viðbótar. Meðan samningamenn ræða, um skilmála svokallaðs "varanlegs friðar." En endalok átakanna séu þó sennilega í nánd.

 

Kv.


Enn eitt gjaldþrot Argentínu virðist ekki valda neinum teljandi óróa

Ég held að gjaldþrotasaga Argentínu sé einstök þ.e. ríkisþrot einu sinni á 25 ára fresti. En mér skilst að þetta sé 8 ríkisþrot Argentínu, síðan landið var stofnað á 19. öld.

Þetta ríkisþrot er einnig sérstakt í samanburði - en Argentína á í reynd peninga til að greiða af sínum skuldum. Þrotið í þetta sinn, virðist snúast um "lagadeilur" vegna skilmála í skuldabréfum Argentínu, sem gera ráð fyrir "jafnri meðferð" eða "pari passu."

Aðili sá sem Argentína hefur einna helst átt í deilum við, keypti skuldabréfin - með það markmið, að nýta sér "pari passu" ákvæðið, til að knýja fram - - fullar greiðslur, en ekki "hluta greiðslur."

  • Það má líta á gjaldþrotið, sem lið í deilu Argentínu, við þennan aðila.
  • En nú er Argentína, búin að slá það tromp úr hendi þess aðila, að neyða fram þrot.

Það er eiginlega í ljósi þessara deilna, að markaðurinn hefur ekki brugðist - harkalega við.

En menn reikna að því er virðist, enn með því, að Argentína nái samkomulagið við sína kröfuhafa.

Argentine markets fall post-default, New York hearing on Friday

Argentina bondholders focus on hope over experience

Hedge funds bet on Argentine recovery by piling into stocks

Investors sanguine as Argentina defaults

 

Það hefur ekki a.m.k. enn orðið nýtt verðhrun á skuldum Argentínu

  • "...the restructured Argentine bonds are at 89 cents, and higher than they have been for three years..."
  • "Argentina is in the unprecedented position of being willing to pay its main bondholders, and having the money."

Ef það verður samkomulag á næstu dögum - þá þarf ekki að vera. Að þetta "þrot" skapi neitt eiginlegt tjón fyrir Argentínu. Höfum í huga að traust á Argentínu í ljósi þrotasögu landins "er hvort sem er lítið fyrir."

  • Menn hafa einnig í huga, að Argentína á nægar auðlyndir og einnig næga peninga. 
  • Menn væru mun órólegri - - ef greiðslugeta væri óviss.

Verð argentínsku bréfanna, þessa dagana, virðist markast af "veðmáli vogunarsjóða" um "yfirvofandi samkomulag" við kröfuhafa.

Þannig að í kjölfarið verði, umtalsverð verðhækkun á argentínskum skuldum.

Ekki veit ég nákvæmlega hvað þeir hafa fyrir sér - - en þ.e. þó ekki endilega órökrétt, eftir að Argentína hefur hækkað áhættustigið - þannig neitað að blikka í deilu sinni við kröfuhafa; þá sé möguleiki á einhverri tilslökun þess aðila sem Argentína hefur einna helst deilt við.

Það virðist líklegt, að aðrir "fjárfestar" - - taki hlutum með ró, a.m.k. næstu daga hugsanlega 2 vikur eða svo. Því þeir einnig séu að vonast eftir samkomulagi, fyrir utan að þeir vita að "greiðslur til þeirra" hafa verið lagðar inn á bankareikning af hálfu argentinskra stjv. Peningarnir séu undir lögbanni, ekki heimilt að greiða þá út, meðan að ekki hefur verið samið við aðila þá sem Argentína á í deilu við.

"Tæknilega" geta nú eigendur skuldabréfa Argentínu - gjaldfellt þaut. Mér skilst að eigendur 25% í skilgreindum flokkum bréfa, sem voru hluti af "endurskipulagningu skulda Argentínu" eftir síðasta þrot á undan, geti krafist gjaldfellingar.

Þetta er þó ekki talið - líklegt, a.m.k. enn. Meðan talið er sennilegt, að samkomulag muni nást á næstu dögum eða allra næstu vikum.

 

Niðurstaða

Það verður áhugavert að fylgjast með þessari deilu. En gjaldþrotasaga Argentínu er sennilega einstök.

Höfum þó í huga. Að landið er ríkt af auðlyndum. Þ.e. talið að í Argentínu séu auðug "leirsteinsslög" / "shale" eins og í Bandar. sem nýtt eru með "fracking" aðferðinni. Síðan gera menn vonir um olíu meðfram ströndum. Á sama tíma, hefur Argentína "sínar endurnýjanlegu auðlyndir" rétt eins og Ísland.

Þessa stundina - á landið í reynd nóg af peningum. 

Það sé ekki síst vegna þess, að kröfuhafar almennt - virðast vera rólegir.

Veðmálið sé um, að Argentína semji um skuldavandamál sín á nk. dögum. Síðan í kjölfarið, verði skuldakreppa landsins endanlega leyst - - eða a.m.k. leyst þangað til næst Argentína klúðrar sínum málum. Kannski eftir 25 ár eða svo.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 32
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 282
  • Frá upphafi: 847423

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 278
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband