Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014

Vesturlönd verða að standa vörð um lýðréttindi og frelsi, meðan baráttan við róttækt Íslam stendur yfir. Þannig hámörkum við sigurlíkur!

Það er gjarnan sagt, að ef fólk læri ekki af sögunni, sé það dæmt til að endurtaka hana. Við skulum rifja upp svokallað "Kalt Stríð" þ.e. hvernig Vesturlönd brugðust við því. Það sem við þurfum að hafa í huga, er að "trú" er í eðli sínu form af "hugmyndafræði." Trú yfirleitt inniheldur fjölda hugmynda, sem tengjast innbyrðis, og í sameiningu mynda - kerfi hugmynda. Síðan er gjarnan út frá þeim kerfum hugmynda, mótuð "hugmyndafræði" / "Doctrine" - - sú hugmyndafræði gjarnan þróast í gegnum rás tímans, síðan að auki, getur orðið klofningur innan "trúar" vegna þess að trúarhugmyndir þróast í sundur eða nýr skilningur á fyrri trúarhugmyndum rís upp, og hugmyndafræðilegur klofningur þróast.

  • "Islamic State" - er einmitt dæmi um slíkan "hugmyndafræðilegan klofning" innan íslam.
  • Það sem Al Baghdadi trúarleiðtogi "IS" boðar, er í reynd að mörgu leiti, "nýtt íslam."

En sögulega séð, lítur íslam ekki á "kristna" eða "gyðinga" sem "heiðingja" eða "skurðgoðadýrkendur"

En Kóraninn hefur fyrirmæli um það, hvernig fara skal með "skurðgoðadýrkendur - sannarlega, sem eru ákaflega grimm.

En málið er, að "Kóraninn" skilgreinir ekki "kristna" eða "gyðinga" sem "skurðgoðadýrkendur" heldur sem "fólk sem trúir á sama guð og múslimar" en "bara með röngum hætti" - þ.e. kristni og gyðingdómur, sé "trúvilla" í samhengi því að trúa á guð, það leiðir til þess, að "kristnir" og "gyðingar" eru ekki "heiðingjar" skv. Kóraninum.

Fyrirmæli Kóransins, eru því ólík hvað varðar nálgun á kristin samfélög eða samfélög gyðinga, þ.e. "heiðingjum" eða "skurðgoðadýrkendum" - þeim ber að veita þá valkosti, að taka upp "íslam" eða vera drepnir ella.

  • En "kristnum" og "gyðingum" er heimilt að halda sinni trú, ef þeir vilja.

Skv. fyrirmælum Kóransins, ber að innheimta sérstakan skatt, sem hefur nafn sem finna á í Kóraninum, og "kristnir" eða "gyðingar" geta aldrei verið í leiðtogahlutverkum í samfélögum þ.s. múslimar eru í meirihluta, eða verið hermenn eða lögregla, o.s.frv. Þ.e. ef farið er eftir Kóraninum nákvæmlega.

  • Þetta er ástæða þess, að þrátt fyrir allt, eru enn til "kristin samfélög" í löndum múslima.
  • Þau hafa alltaf búið við þetta "misrétti" sem ég nefni, en þau hafa getað lifað með múslimum samt sem áður í meir en 1.000 ár.

Meginpunkturinn, hvers vegna ég segi al Baghdadi boða nýja trú, er að eins og hann nálgast kristna og gyðinga, þá er það ekki í samræmi við - fyrirmæli Kóransins. Þ.e. Kóraninn skilgreinir ekki kristna eða gyðinga sem "heiðingja" eða "skurðgoðadýrkendur."

Síðan þarf að hafa í huga, að stjórnendur múslimaríkja hafa í gegnum tíðina, fylgt fyrirmælum Kóransins, mis nákvæmlega!

  1. T.d. þegar Indland var "múslimaríki" svokallaðir "Mógúlar" ríktu þar, þá fylgdi "Mógúllinn" sömu eða svipaðri stefnu gagnvart "hindúum" og kveðið er um, að fara skuli eftir gagnvart "kristnum" og "gyðingum.
  2. Enda var algerlega ópraktískt, að ætla að "neyða alla hindúa til að taka íslam eða drepa þá ella."
  1. Á sínum tíma, þegar múslimar tóku "Persíu" þá var farið með sama hætti með fylgismenn Zaraþústra" að fylgt var fyrirmælum Kóransins varðandi "kristna."
  2. Þetta er hvers vegna, enn má finna fámenn hópa fylgismanna þeirra fornu trúarbragða enn þann dag í dag, sbr. minnihlutahópur svokallaðra "Yasida" innan Íraks.

Svo er rétt að hafa í huga, að "IS" beitir einnig fjölda "súnníta" mjög harkalegu misrétti, t.d. hefur "al Baghdadi" skilgreint heilt fjölmennt klan í Sýrlandi, réttdræpt." Punkturinn virðist sá, að beita trúarlegu skilgreiningunni "apostate" eða "sá sem gengið hefur af trúnni" á hvern þann, sem berst gegn "IS" sem er múslimi. Þetta virðist vera réttlæting samtakanna fyrir aftökum þeirra múslima sem kjósa að berjast við þá, ef viðkomandi síðan eru teknir til fanga - þá séu þeir skv. skilgreiningunni "Apostate" þ.e. gengnir af trúnni, sem finna má fyrirmæli um í Kóraninum, að jafngildir "dauðadómi." Þetta virðist á grunni þess, að "al Baghdadi" hefur líst sig, trúarleiðtoga allra Múslima, hann hafi því eins og Páfinn i róm, guðlegt "nánast" vald til að ákveða líf eða dauða, hvers þess sem "IS" lendir upp á kannt við.

  • Það komu fréttir af því um daginn, að "IS" tók af lífi líbanskan hermann, og "IS" hefur flr. slíka í fangi, eftir að "IS" tók einn líbanskan bæ, nýlega - hótar að drepa þá alla, ef stjv. í Líbanon, afhenda ekki handtekna félaga í "IS" til samtakanna: ISIS Militants Behead Lebanese Soldier and Hold 18 More

 

Punkturinn sem þarf að hafa í huga, að "glíman er við eitraða hugmyndafræði innan íslam" - - "ekki við gervallt íslam"

Vesturlönd, þurfa að "vinna með hófsömum múslimum" í baráttunni gegn "IS" - þau þurfa að "styrkja lönd" sem geta verið líklegir bandamenn gegn "IS."

Að mörgu leiti, má líkja þessu við baráttuna tengdu svokölluðu "Köldu Stríði."

En sú barátta var í grunninn, hugmyndafræðileg eðlis!

  1. Vesturlönd háðu á 20. öld mjög langa baráttu við hugmyndafræði sem hét "marxismi" og hafði á endanum "fullan sigur" yfir marxisma.
  2. Marxistar skiptust í "hófsama" hreyfingu svokallaðra "sósíalista" sem unnu að markmiðum sínum eftir leikreglum lýðræðis. "Slíkir flokkar fengu alltaf að starfa óáreittir meðal Vesturlanda og að auki mörg dæmi eru um, að "sósíalistar" hafi starfað í ríkisstjórnum, meðan Kalda Stríðið stóð yfir. Þetta er punktur sem vert er að muna.
  3. Róttækir marxistar eða "kommúnistar" voru þeir sem vildu stefna að "byltingu" þ.e. að bylta því þjóðskipulagi sem var ríkjandi, með öðrum orðum - því lýðræðisfyrirkomulagi sem var til staðar ásamt því efnahagslega grunn skipulagi sem var til staðar. Kommúnistar voru með öðrum orðum, að berjast gegn "lýðræði" - fyrir upptöku "kommúnisma í staðinn" og gegn einkaeignarfyrirkomulaginu sjálfu - því að einstaklingar reki fyrirtæki, eigi eigin jarðir og nýti sjálfir o.s.frv.
  • Kommúnistar voru því ákaflega róttækar hreyfingar.
  • Samt fengu þeir yfirleitt að starfa á Vesturlöndum. 
  • En fylgst var með þeim, njósnað um þá.

Einungis þeir sem "brutu lög" voru handteknir - - t.d. þeir sem stofnuðu hópa svokallaðra "borgarskæruliða" og fóru að drepa "stjórnmálamenn" og "iðjuhölda." T.d. "Bader Meinhof" hópurinn í V-Þýskalandi - "Action Directe" í Frakklandi og "rauðu herdeildirnar" á Ítalíu. Einnig var lengi til staðar hryðjuverkahópur Kommúnista í Grikklandi.

  1. Stríðið gegn marxismanum var háð vítt um heiminn, og kostaði "tugi milljóna lífið" en Vesturlönd studdu fjölda ríkja, sem gerðu sér far um að vera "andkommúnísk." Sem ekki endilega voru lýðfrjáls sjálf, en þetta voru ekki ósjaldan hægri sinnaðar einræðisstjórnir.
  2. Í slíkum löndum, var gjarnan beitt þeirri stefnu, að allir flokkar marxista væru bannaðir.
  3. Í mörgum þeirra, voru mjög hörð þjóðfélagsátök, það eru nokkur þekkt dæmi, um skærustríð sem töpuðust - -meðan að einnig eru dæmi um skærustríð þ.s. andkommúnistarnir höfðu betur.
  • Mig grunar sterklega, að stór hluti ástæðunnar, af hverju í löndum þ.s. skortur var á lýðfrelsi, átökin gjarnan færðust yfir á alvarlegt stig.
  • Hafi einmitt verið vegna þeirrar nálgunar sem í þeim samfélögum var stunduð, þ.e. "allsherjar bann á starfsemi allra flokka marxista" og ofsóknir gegn marxistum almennt - með öðrum orðum, ekki gerður greinarmunur milli hófsamra og róttækra marxista.

 

Ég held að lærdómurinn af Kalda stríðinu, sé vel nýtilegur, þegar við erum að velta fyrir okkur þessum "nýju hugmyndafræðilegu átökum" þ.e. við hina nýju hugmyndafræði róttækra múslima

  1. Samfélög þ.s. lýðfrelsi var virt, þ.s. flokkar marxista fengu að starfa óáreittir, þar urðu almennt séð ekki, mjög alvarleg átök.
  2. Samfélög, þ.s. gripið var til mjög harðra "almennra aðgerða gegn marxistum" þ.e. takmörkun lýðfrelsis þeirra jafnt, þeir handteknir - flokkar þeirra bannaðir - gjarnan mjög alvarlegu ofbeldi beitt gegn marxistum; þar hafi einna helst orðið mjög alvarleg samfélagsátök.
  • Punkturinn sé, að það hafi verið nálgun stjórnvalda, sem miklu hafi ráðið um það - hvort að um ágreining var að ræða sem að mestu gekk fyrir sig með friðsemd - eða hvort að ágreiningurinn gaus upp í skærustríð með gríðarlega alvarlegu ofbeldi.

Það er með þennan lærdóm í huga - - hvernig Vesturlönd stóðu vörð um lýðréttindi í gegnum allt Kalda-stríðið, að hvergi meðal Vesturlanda urðu átökin milli marxista að útbreiddu skærustríði. "Nema um tíma í Grikklandi - síðan fylgdi Grikkland stefnu annarra Vesturlanda."

Þó svo að upp hafi risið skæruliðar á Vesturlöndum, sem börðust fyrir marxisma - þá nutu þeir hvergi í vesturlöndum "útbreidds stuðnings." Nema á 6. áratugnum í Grikklandi.

Annað gilti um lönd, þ.s. gripið var til ofsókna gegn marxistum jafnt -  þar urðu í fj. landa skærustríð þ.s. hreyfingar skæruliða nutu gjarna "mjög útbreidds stuðnings."

Með öðrum orðum, um var að ræða raunveruleg "borgarastríð."

  • Þegar við tölum um róttækni núverandi róttækra íslamista vs. róttækni sem kom fram meðal öfgasinnaðra eða róttækra marxista, þá eru dæmi um gríðarlega alvarlega róttækni.
  • Einna frægasta dæmið eru svokallaðir "Rauðir Kmerar" með Pol Pot sem leiðtoga. Þ.s. e-h um 30% landsmanna í Kambódíu, voru myrt í gríðarlega miskunnarlausri tilraun til að endurskipuleggja samfélagið með því að "fyrst gersamlega útrýma því gamla."

Í Kína var framkvæmt fjöl-margt alvarlega klikkað, t.d. er talið að í svokölluðu "Stóra Stökki" Maós formanns, hafi á bilinu 20-30 milljón manns, látið lífið. Þá er eftir að telja mannfall sem varð í síðari tilraunum Maós til samfélagsbreytinga t.d. svokallaðri Menningarbyltingu.

Þekkt er grimmdaræði Stalíns, sem framkv. reglulega svokallaðar "hreinsanir" þegar í hvert sinn voru hundruð þúsunda myrtar af NKVD eða leynilögreglu Stalíns. Það var ekki neitt land þ.s. Kommar komust til valda, þ.s. ekki var á einhverjum tíma, beitt mjög víðtækum blóðugum ofsóknum.

  • Marxisminn - - stendur að öllu leiti samanburð.
  • Megin munurinn er sá, að Marxistar boðuðu "himnaríki á Jörðu" þ.e. það endanlega fyrirkomulag sem átti að rísa upp, draumsýn þeirra um hamingjuríkið sem átti að skapa - - meðan að "trúarbrögð" boða himnaríki utan Jarðar.

Bæði marxismi og í þessi tilviki, íslam - - boðuðu himnaríki. Sennilega létu yfir 100 milljón manns lífið, ef allt er talið í baráttunni við marxisma.

Það er mjög langt í að átök við hið nýja róttæka íslam, hafi sambærilegar afleiðingar.

 

Ráðleggingar á grunni þess hvernig Kalda-stríðið vannst, er þá að fara eins að!

Í Kalda-stríðinu tókst Vesturlöndum með því að halda í prinsippin um lýðfrelsi og lýðréttindi "allra jafnt" að leiða átökin um marxisma - - að mestu í gegnum, friðsaman farveg. Innan eigin samfélaga.

Þetta nákvæmlega sama eiga Vesturlönd nú að gera, þ.e. "undir engum kringumstæðum að standa fyrir -collective punishment" á múslimum sem búa meðal Vesturlanda" - "heldur að veita þeim sömu lýðréttindi og öllum öðrum hópum."

  1. Það sé lykillinn að því, að átök við öfgaíslam - fari almennt friðsamlega fram á Vesturlöndum.
  2. En í Kalda-stríðinu, tókst að fá "hófsama marxista" til að "standa með samfélaginu" - það sama á að gera, að höfða til "hófsamra múslima" og/eða "íslamista" og fá þá til að standa með heildarsamfélaginu, gegn þeim sem boða ofbeldi.
  • Við skulum varast þá hugsun, að líta á múslima sem búa í okkar samfélögum, sem einhverskonar 5-herdeild íslamista.
  • En, sannarlega spruttu fram borgarskæruliðar á Vesturlöndum í Kalda-stríðinu, það voru "morð og hryðjuverk" en - - en stuðningur hófsamra marxista við samfélagið, tryggði að þeir skæruliðar nutu stuðnings, einungis mjög lítils hluta marxista á Vesturlöndum.
  • Nákvæmlega sama þarf að ná fram, þ.e. að höfða til hófsamra múslima, fá þá í lið "með samfélaginu" í átökum við "öfgasinnaða íslamista."
  • Svo að öfgasinnaðir íslamistar, verði ávalt með jaðarstuðning eingöngu meðal múslima sem búa meðal vor.
  1. Þ.s. þarf að hafa í huga, í ljósi reynslu ríkja - - sem beittu þeirri leið "að takmarka lýðfrelsi."
  2. Að það var sennilega einmitt sú aðferð, sem leiddi fram þau alvarlegu átök, sem víða stóðu yfir í slíkum löndum.

Við verðum að vara okkur á "sambærilegri hugsun" að mikla upp "hættuna af róttækum íslamistum" og beita þeirri "ógn" sem rökum fyrir því - - að takmarka lýðréttindi og frelsi múslima almennt, sem búa á Vesturlöndum.

Því einmitt slík aðgerð, mundi "tryggja að ótti okkar um útbreiðslu róttækra íslamista meðal þeirra" yrði að veruleika.

Það sé einungis með því, að "virða frelsi þeirra" jafnt og við "viljum að frelsi okkar sé virt" að möguleiki skapast til þess, að "hófsamir hópar" standi með samfélaginu.

  1. En það gera þeir eingöngu - - ef samfélagið, veitir þeim ástæðu til að standa með því.
  2. Í formi þess, að veita þeim sömu réttindi og öðrum.
  3. Um leið og við förum almennt að takmarka réttindi múslima meðal okkar, sem búa með okkur.
  4. Þá töpum við einnig stuðningi þeirra sem eru "tiltölulega hófsamir" og fjölgum til muna þeim sem styðja róttæka hugmyndafræði. 

Við verðum að forðast - - "self fulfilling prophecy."

Ég bendi á áhugavert samtal sem ég átti við ungan mann á Eyjunni - sjá samtal mitt við Harald Guðbrandsson, sem virðist ég fæ ekki betur séð, vilja taka upp ofsóknir gegn Múslimum:

Kalífadæmi óttans: Er hægt að sigrast á Íslamska ríkinu?

  1. Slík viðhorf er farið að gæta nokkuð meðal - ungs fólks á netinu.
  2. Sú trú, að upprisa róttækra hópa íslamista, sé sönnun þess - að ekki sé unnt að "lifa með múslimum."
  3. Það þurfi að verja okkar samfélög, að takmarka réttindi þeirra, sé nauðsynlegur þáttur í að verja okkar samfélög. 

Ég er alveg viss að slík stefna - - væri glapræði.

En ég er gersamlega viss um, að í þeim löndum þ.s. ákveðið á sínum tíma var að "banna flokka marxista almennt" var það skv. sambærilegum rökum, að stefna marxista væri samfélagslega hættuleg, það væri í reynd enginn grundvallarmunur á hófsömum vs. róttækum marxistum.

En það var einmitt í þannig löndum, þ.s. deilur við marxista leiddu gjarnan, til mjög alvarlegra samfélagsátaka, jafnvel borgarastríða.

  1. Að auki, reyndist sú stefna "að takmarka lýðfrelsi sumra" - einnig hættuleg "lýðfrelsi almennt."
  2. Hún leiddi fram "einræði" þ.e. á endanum að lýðfrelsi allra varð skert, því var fórnað á altari þess að "verja samfélögin."
  • Það leiddi til þess, að stjv. urðu nánast eða alfarið eins grimm í mörgum tilvikum, og þeir sem þau börðust við.

Ég get ekki séð, að það sé nokkur hin minnst ástæða til þess, að ganga svo langt - - að fórna frelsinu sjálfu; á altari þess að verja okkar samfélög gegn tiltekinni skilgreindri ógn.

Sú hugmynd, hafi í öllum tilvikum, leitt fram mun - - verra ástand. Að átökin urðu miklu mun blóðugri og stærri, en þau annars líklega hefðu orðið.

 

Niðurstaða

Ef Vesturlönd standa keik á prinsippinu um frelsi allra - um jafnan rétt allra. Þá sé ég enga ástæðu, af hverju "róttækir íslamistar ættu að vera alvarleg ógn við samfélög Vesturlanda." Margir gleyma því, sem hugsa múslima sem búa meðal vor - sem einhvers konar 5-herdeild íslamista. Að þessir hópar sem búa meðal okkar, þeir hafa einnig "áhrif innan þeirra landa þaðan sem þeir komu." Þeir með öðrum orðum, skila áhrifum til baka til sinna samfélaga - t.d. hugmyndum um lýðræði. 

Ef við veitum þeim sama rétt og okkur hinum.

Þá skilar það sér til samfélaga múslima í Mið-Austurlöndum, að á Vesturlöndum hafa "múslimar" meiri og betri réttindi, en víðast hvar í ríkjum "múslima."

Það sýnir íbúum Mið-Austurlanda, fram á það - að frásögn róttækra íslamista, sé þá ekki sönn. Að áróður þess efnis að samfélög Vesturlanda "séu vond" - sé lýi.

  • Ef við berum þetta við Kalda Stríðið - - þá endaði það á þann hátt, að fólkið reis upp gegn alræðinu.
  • Það hefði fólkið ekki gert, ef Vesturlönd hefði ekki gætt þess, að halda í lýðfrelsið og virðingu fyrir mannréttindum. Verið augljóslega þ.s. mun betra var að vera.
  • Á endanum, vildi fólkið fá þessa þætti í sýn lönd.

Það var ekki síst "góð fyrirmynd" sem á endanum, varð sterkari en áróður Kommúnistastjórnanna gegn Vesturlöndum.

Ef við stöndum í lappirnar með að halda í okkar frelsi, og veita það jafnt til allra. Þá mun smám saman það síast inn á þau svæði þ.s. róttækir íslamistar ráða - þ.s. "frelsi er ekki til staðar" - "þ.s. aðrar skoðanir fá ekki að þrífast" - - að á Vesturlöndum er mun betur farið með múslima.

Á endanum gæti það sama gerst, að samfélögin þ.s. róttækir íslamistar hafa komist til valda, muni sjálf rísa upp gegn þeim.

  • En það munu þau algerlega pottþétt ekki gera.
  • Ef Vesturlönd sanna fyrir múslimum "áróður íslamista" um það, að Vesturlönd séu óvinir múslima.

Þ.e. í því tilviki, að áróður íslamistanna yrði sannaður, að Vesturlönd með þeim hætti, mundu tryggja róttækum íslamistum - raunverulegan fjöldastuðning

Ef við tökum upp almennt misrétti á múslimum - þá yrði sennilega það útbreidda stríð við íslam, sem sumir sem vilja takmarka réttindi múslima, óttast að verði.

Sbr. hugtakið - - "self fulfilling prophecy."

 

Kv.


Ef uppreisnarmenn í A-Úkraínu, gera "innrás" í S-Úkraínu, gæti borgarastríðið í landinu, færst yfir á mun alvarlegra stig en áður

Eins og þeir sem fylgjast með átökum í Úkraínu ætti að vera kunnugt, hófst öflug ný árás frá svæðunum í grennd við landamæri Rússlands fyrr í þessari viku. Sérstaka athygli vekur sú sókn, sem leitar í Suður - og sækir að hafnarborginni, Mariupol. Borg með ca. 400þ. íbúum. Sem skiptast ca. 50/50 í Úkraínumenn og rússneskumælandi. Það auðvitað þíðir að Úkraínuher, hefur a.m.k. stuðning "helmings íbúa" - það virðist að nokkur fj. ætli að standa með hersveitunum í vörn hennar! Þarna getur því orðið ákaflega "dramatísk atburðarás" um helgina!

Íbúar hennar eru nú í óða önn að grafa "skotgrafir" - a.m.k. Úkraínuhelmingur íbúa hennar

Residents in Mariupol build trenches (29 August 2014)

Þetta setur auðvitað samanburð Pútíns, sem kom fram í fjölmiðlum, á umsátri Úkraínhers við borgirnar Luhansk og Donesk, við umsátur nasista við Leningrad - í áhugavert samhengi!

  1. Fyrir það fyrsta er þetta ákaflega "ósanngjarn samanburður" en í umsátrinu um Leningrad, fórust um 640þ. af íbúum hennar.
  2. Það vill svo skemmtilega til, að nú er útkomin, áætlun Sameinuðu Þjóðanna, á heildarmannfalli þ.s. af er - borgarastríðinu í Úkraínu: Report on the human rights situation in Ukraine

Skv. þeirri áætlun, er heildarmannfall - - ca. 2.200. Þá meina þeir, frá upphafi átaka.

  • Þetta þíðir, að mannfall meðal þeirra sem "berjast" hefur verið meira, en mannfall meðal almennings.
  • Sem er, afar óvenjulegt í slíkum átökum - - sem dæmi fórst í ný afstöðnum átökum Ísraelshers og Hamas á Gaza, ca. svipaður fjöldi. Og þar af er stærsti hlutinn, almennir borgarar.

Það sem þetta segir - - er að samanburður Pútíns, er algerlega út í hött.

Þessi skýrsla sýnir þvert á móti, að aðferðir Úkraínuhers, eru afar ólíkar aðferðum Nasista, þ.s. "leitast er við að lágmarka mannfall almennra borgara" meðan að Nasistar leituðust við að drepa eins marga og þeir gátu.

Skv. tölunum, hefur Úkraínuher - - staðið sig mun betur en Ísraelar, við það - - að takmarka mannfall meðal almennings.

Ég bjóst við því, að tölurnar væru - - mun hærri. Miðað við það að nokkur hundruð þúsund manns, hafa flúið átökin. 

  • Til samanburðar má benda á, að í Sýrlandi hafa yfir 100þ. almennir borgara farist, og í dag er áætlað að 6 millj. séu á flótta frá heimilum sínum. Um 40% landsmanna.

Og Assad í Sýrlandi - - munið, er bandamaður Rússa!

  1. "According to the Council for National Security and Defence (RNBO), casualties within the Ukrainian armed forces comprised, at least, 618 killed..."
  2. "According to the reports by civil medical establish ments on the number of people delivered to hospitals and morgues, and by local administrations , casualties among civilians and armed groups include, at least, 949 killed and 1,727 wounded in the Donetsk region,
  3. and, at least, 653 killed and 1,927 wounded in the Luhansk region. "

Hafið í huga, að tölur frá svæðum uppreisnarmanna, innihalda þá bæði mannfall meðal uppreisnarmanna sjálfra, og almennra borgara

  • Ef mannfall uppreisnarmanna undir vopnum, er svipað mannfalli Úkraínuhers - - sem er líklegt.
  • Þá er 2/3 fallinna ca. einstaklingar "undir vopnum" - - sem eins og ég segi, er óvenjulegt hlutfall í slíkum átökum. Þegar venjan er, að mannfall almennra borgara sé "bróðurparturinn."

Þessi "undarlegi samanburður Pútíns" - - er að sjálfsögðu settur fram í áróðursskyni.

----------------------------------------

Það áhugaverða er, að í "árásinni á Mariupol" gæti orðið meira mannfall, á einum stað - - en hingað til samanlagt í öllum átökunum.

Einhvern veginn, á ég ekki von á því, að þá muni Pútín koma með samanburð við Leningrad eða árásir nasista á Rússland.

Skv. fréttum, virðist varnarliðið "veikt" í Mariupol, það virðist að þessi árás í Suður, hafi gersamlega komið Úkraínuher í opna skjöldu

Með allt niður um sig, hafi verið höfðað til íbúa borgarinnar, um að standa með hernum. Það auðvitað þíðir, að mannfall ibúa gæti orðið - - töluvert. Þ.s. heildartala íbúa er 400þ. þar af ca. 200þ. Úkraínumenn, þá er ekki að undra - - að ég álykta að flr. þarna geti nú farist, en þ.s. af er átökum.

Herinn sem sækir að henni, virðist miklu mun betur vopnum búinn.

Blaðamenn sem hafa séð til þeirra sveita, hafa séð fj. skriðdreka sem og stórskotalið á skriðbeltum - "mobile artillery."

Aðspurðir, sögðust hermennirnir berjast fyrir "Novo Rossia" sem uppreisnarmenn kalla nú héröðin Luhansk og Donetsk í sameiningu, eða Nýja Rússland.

Að sögn, líta þeir svo á - - að héröðin fyrir Sunnan, alla leið til "Odessa" með réttu tilheyri "Novo Rossia." Og tala um að halda sókn sinni áfram - ef þeir geta.

Ukraine Rebels Push Toward Strategic Southeast Seaport

"Soldiers calling themselves the army of Novorossiya, or New Russia, by the entrance of Novoazovsk on Friday."

 

Hvað gæti gerst, ef uppreisnarmenn "ráðast inn í S-héröðin?"

Vandinn er sá, að þó svo þar séu "rússar fjölmennir" þá eru þeir "alls staðar minnihluti." Einungis í Luhansk og Donetsk héruðum, eru þeir í meirihluta.

Þannig, að ef þ.e. svo að þessi tiltekni her - - er nægilega sterkur til að taka Mariupol. Og síðan, halda áfram í Suður. 

Þá er hætt við gríðarlega mikilli fjölgun flóttamanna - - þ.e. hingað til hafa rússn. mælandi verið í meirihluta þeirra, en ef uppreisnarherir ná að sækja inn í S-héröðin. Gæti það allt snúist við.

Eða a.m.k. þær tölur - jafnast.

Að sjálfsögðu mundu uppreisnarmenn, ekki hafa þá - - stuðning íbúa. Sem líklega mundi "vopnast eins og þeir gætu" og þar með gæti stríðið farið inn á - - nýtt og enn hættulegra stig en áður.

  • Með því, að íbúarnir í borgum og bæjum, fari sjálfir að "berjast" þ.e. hóparnir.

Á skömmum tíma, gæti öll S-Úkraína farið í háa loft. Með þjóðernishreinsunum á báða bóga.

Ég á ekki von á að uppreisnarherinn, muni geta sótt langt í Suður - - en kannski mundi sókn einhvern spöl inn í næsta hérað, ásamt fréttum t.d. af miklum fj. flóttamanna frá Mariupol, og hugsanlega mjög verulegu mannfalli almennings í þeirri borg.

Duga til að "æsa upp lýðinn í landinu" þannig að virkilega mundu "bræður fara að berjast" - úti um borg og bý.

 

Niðurstaða

Það er hugsanlegt að miklir atburðir geti gerst í Úkraínu yfir helgina. Sérstaklega er engin leið að spá fyrir það fyrirfram, hversu blóðug átökin í Mariupol verða. Síðan verða ákaflega harðir bardagar milli Úkraínuhers, og þeirra "framrásarsveita" sem streymt hafa frá svæðinu nærri landamærunum við Rússland. Er virðast að auki hafa stuðning milli 1-2þ. hermanna Rússlands, einkum hreyfanlegt stórskotalið.

En mér virðist a.m.k. hugsanlegt, að flr. geti fallið í Mariupol einni - - en hingað til í öllum þeim átökum er fram að þessu hafa orðið í Úkraínu.

Ef það verður útkoman, að árás uppreisnarmanna á Mariupol, skapar meira mannfall en í öllum átökunum fram að þessu - - mundi það setja áróðurskenndan samanburð Pútíns í áhugavert samhengi.

 

Kv.


NATO herforingi telur að tilgangur Rússa, með aðstoð við gagnsókn uppreisnarmanna, sé að knýja fram "vopnahlé"

Mér finnst þetta - ekki ósennileg kenning: "Brigadier General Nico Tak, commander of Nato’s crisis operations centre..." - “Russia’s ultimate aim is to alleviate pressure on separatist fighters, [in order] to ‘freeze’ this conflict,..” - - > En það hljómar einmitt fremur sennilegt, að Rússum gangi til, með þeirri "sýnilegu aðstoð við uppreisnarmann" sem nú virðist til staðar, við tangarsókn uppreisnarmanna frá svæðinu nærri landamærum Rússlands. Að styrkja nægilega vígstöðu uppreisnarmanna, til þess að auknar líkur verði á því - - að Úkraínumenn, samþykki vopnahlé.

 

Að sögn NATO eru á bilinu 1 - 2.000 rússneskir hermenn í A-Úkraínu, sem taka þátt í aðgerðum

Ég bendi fólki á, sem styðja rússn. uppreisnarmennina, að það draga margir upp miklu dekkri mynd af þessu - - en ég er að gera. T.d. tekur fj. aðila innan V-evr. ríkja, undir ásakanir stjv. í Kíev, þess efnis - - að innrás Rússa sé í gangi.

Mér virðast það þó -augljósar ýkjur- en þrátt fyrir allt, virðast aðgerðirnar "takmarkaðar" þ.e. milli 1-2.000 liðsmenn til staðar, einkum í stórskotaliðs sveitum, að því er virðist - sem styðja við framsókn liðs uppreisnarmanna.

Það virðist ekki, að rússn. flugherinn taki þátt - - að auki, hafa Rússar meir en 20þ. af sínum bestu hermönnum, nærri landamærunum - - ef það væri "innrás" mundi engum dyljast er hún mundi hefjast.

Þessi mynd hefur birst í fj. fjölmiðla

Handout of a satellite image provided to Reuters by Supreme Headquarters Allied Powers Europe (SHAPE), showing what is reported by SHAPE a presence of Russian Self-Propelled Artillery in Ukraine

"This satellite image provided by the Supreme Headquarters Allied Powers Europe shows what Nato identifies as Russian self-propelled artillery in Ukraine"

Fleiri áhugaverðar myndir hafa einnig komið fram - svo sem, þessi!

usnato2

Russian self-propelled artillery units set up in firing positions near Krasnodon, Ukraine. 

Ekki síst - þessi mynd!

usnato4

"This image, captured on July 23, 2014, depicts what are probably six Russian 153mm 2S19 self-propelled guns located in Russia near Kuybyshevo. This site is situated 4 miles, or 6.5 kilometres, south of the Ukraine border, near the village of Chervonyi Zhovten. The guns are pointed north, directly towards Ukrainian territory (see North indicator on image)."

Leikmaður á að sjálfsögðu erfitt með að - - meta þessar myndir.

En mér finnst þessi rás atburða, sem fram er haldið, ekkert endilega - ólíkleg. Það er, þegar Rússar hafa síðustu daga, staðið frammi fyrir því - - að Úkraínuher. Er stöðugt að þrengja meir að vígsstöðu uppreisnarmanna.

Það hafa alveg örugglega verið kröfur frá rússn. þjóðernissinnum - - um "fulla innrás." Meðan að ef Úkraínuher - mundi takast að gersigra uppreisnarmenn. Væri það "augljós ósigur fyrir Pútín" - í ljósi þess hvernig hann hefur hafið sig undanfarið á stall, sem verjandi rússn. íbúa, A-Úkraínu.

  • Ákvörðun hafi þá verið tekin - - að finna milliaðgerð, sem fæli í sér "vissa stigmögnun" en þó ekki "fulla innrás."

Þetta sé lendingin, að senda inn "rússn. stórskotalið ásamt nægu liði þeim sveitum til varnar" - - eins og NATO metur á bilinu 1-2.000. Sem styðji þá sókn uppreisnarmanna, frá svæðinu nærri rússn. landamærunum. Er virðist hafa hafist í "þessari viku."

  • Mér virðist ekki ólíklegt, að í leiðinni - - sé sennilega staðfest, tilvist þjálfunarbúða fyrir uppreisnarmenn, innan landamæra Rússlands.

En sjónarvottar, hafa sagst hafa séð, liðssveitir undir merkjum uppreisnarmanna, streyma frá rússn. landamærunum, í upphafi - - atlögunnar.

Sennilega hafi þær "þjálfunarbúðir" verið tæmdar, fyrir þessa aðgerð - - við séum að sjá öllu því liði "tjaldað til" ásamt aðstoð rússn. stórskotaliðssveita.

  • Skv. fréttum að auki, er önnur tangarsókn í stefnu átt að hafnarborginni, Mariupol, og sú sókn sé nú - - einungis 40km. frá Mariupol, eftir að Úkraínumenn hörfuðu frá bæ, í ca. þeirri fjarlægð frá þeirri hafnarborg á strönd Azovshafs.

Það áhugaverða, er að rússn.stjv. hafna því ekki beint, að til staðar séu nokkuð fjölmennar sveitir Rússa - - sen segja þá vera "sjálfboðaliða" - neita að þeir séu á þeirra vegum - : Ukraine Asserts Russian Invasion and Reinstitutes Draft

Erlendir fréttamenn, sáu lest farartækja á vegi í átt að rússn. landamærunum, sáu þyrlu með rauðri stjörnu lenda á nálægum akri, en þeir hermenn sem þeir sáu, voru ekki í merktum búningum - né voru farartækin sem þeir sáu, merkt - - aðspurður sagðist einn þeirra að þeir væru "þjóðernissinnar" sem svarar ekki beint spurningunni, hverjir þeir eru -- : Ukraine president accuses Russian soldiers of backing rebel thrust

  • Það virðist -með öðrum orðum- að formlega séu þessar sveitir "ekki sveitir rússn. hersins" þó að alveg örugglega, fljótlega eftr að þær hafa farið til baka yfir landamærin, muni liðsmenn allir klæðast "merktum búningum" rússn. hersins.

Orð, Aleksandr Zakharchenko, núverandi skipaðs forsætisráðherra svokallaðs "Donetsk Peoples Republic" hafa vakið athygli, en hann sagði fjölda rússn. ríkisborgara meðal liðssveita uppreisnarmanna - ég tek því sem hans gríni hvað hann sagði þá vera að gera:

"Alexander Zakharchenko, a separatist leader, told Russian television that there were “about 3,000 to 4,000” Russian citizens fighting alongside the rebels, many of them former soldiers. “Moreover, among us there are also current soldiers who chose to spend their holidays with us . . . rather than on the beach,” he said."

  • Skv. fréttum, fara bardagar "harðnandi" nú í A-Úkraínu, eftir því sem liðssveitir Úkraínhers, veiti vaxandi viðspyrnu við hinni nýju framsókn liðs uppreisnarmanna.

Að sögn úkraínskra stjv. eru liðssveitir Úkraínhers við Mariupol, að búa sig undir að mæta sókn uppreisnarmanna í átt að þeirri borg, af fyllstu hörku.

Russia has ‘well over 1,000 troops’ in Ukraine, Nato warns

-----------------------------------

Til viðbótar þessu - - er nú uppi umræða meðal stjv. í Washington, Berlín og víðar um Evrópu - - að tilefni sé nú; að herða enn frekar á refsiaðgerðum gagnvart Rússlandi.

 

 

Niðurstaða

Næstu daga virðist blasa við, að harðir bardagar muni geysa milli liðssveita Úkraínuhers, og þessara "fersku" liðssveita uppreisnarmanna, er virðast sækja frá svæðinu ca. við landamæri Rússlands, annars vegar í átt að borginni Luhansk, og hins vegar í átt að hafnarborginni, Mariupol.

Að auki, virðast sveitir uppreisnarmanna við borgina Donetsk, einnig vera í útrás - - að sögn er hluti liðs Úkraínhers, nú umkringt. Á hinn bóginn, eru uppreisnarmenn á því svæði, "orðnir alfarið einangraðir" - - sennilega stafi mun meiri hætta -fyrir Úkraínuher- af átökunum á umráðasvæði uppreisnarmanna í Luhansk héraði.

Það er auðvitað, merkileg - - stigmögnun, að liðssveitir rússn. hersins virðast nú "styðja við" framsókn uppreisnarmanna, frá landamærum Rússlands. Þó þær liðssveitir, virðast fara um í "ómerktum farartækjum" og í "ómerktum búningum." 

Það tónar við aðgerð rússn. hersins á Krímskaga þegar hann var yfirtekinn af rússn. liðssveitum, einnig í ómerktum búningum.

Maður veltir fyrir sér - - af hverju Rússar stunda þetta, þ.s. þeir eru í reynd ekki að "plata nokkurn" nema hugsanlega "mjög einlæga stuðningsmenn."

Kannski líta þeir svo á, að meðan hermennirnir eru "ekki opinberlega þarna" þá sé það liður í því, að halda aðgerðinni "low key" þ.e. takmarkaðri. Þetta sé eftir allt saman, ekki "allsherjar innrás" heldur "takmörkuð stigmögnun." 

  • Hugsanlega má jafnvel líta á "þáttöku rússn. hermanna" með þessum hætti - - sem loka, loka, loka-aðvörunina, til stv. í Kíev.
  • Að þolinmæði Rússa sé alveg á ystu nöf.

Enda hafa Rússar yfrið nægan liðsstyrk sinna bestu hersveita, a.m.k. 20þ., við landamærin, sem sé yfrið nóg til að pakka úkraínska hernum saman - með hraði.

Punkturinn sé þá sá, eins og "Brigadier General Nico Tak" leggur til, að stigmagna nægilega, til þess að stjv. í Kíev, blikki í því "game of chicken" sem þau virðast vera að spila við Rússa. Og samþykki - vopnahlé.

Hótunin um hugsanlega innrás, hljóti nú að vera - - nægilega sýnileg. Rússn. meginherinn staddur við landamærin, sé það nærri landamærunum, að hann gæti farið yfir þau á fáeinum dögum - sennilega í öllum sínum 20þ. + styrk.

  • Ef út í það sé farið, sé það nánast "óðs manns æði" að vera að leggja í lokaatlögu við uppreisnarmenn, með svo fjölmennt rússn. lið - - andandi ofan í hálsana á hinum úkraínsku liðssveitum.

Poroshenko, og ríkisstjórnin í Kíev, geta ekki mögulega vitað fyrir víst, að Rússar muni ekki senda allt liðið inn fyrir landamærin, þ.s. úkraínski herinn mundi mjög snarlega verða gersigraður.

Þetta sé því - augljóst hættuspil!

Rússar með því, að senda liðsmenn sína nú inn, en ómerkta - - séu þá að benda stjv. í Kíev á þá staðreynd, hve auðveldlega miklu mun flr. liðsmenn rússn. hersins - geta streymt álíka hratt yfir sömu landamæri. Þannig sé Úkraínumönnunum, núið um nasir, sú áhætta sem þeir eru að taka.

Hin augljósa skynsemi í stöðunni, væri að einmitt samþykkja vopnahlé - þ.e. að "frysta vígsstöðuna."

Úkraínumenn hafi náð stórum hluta yfirráðasvæða uppreisnarmanna, það muni styrkja samningsstöðu stkv. í Kíev - - á meðan að áframhaldandi átök, þá sé stöðug og vaxandi hætta á að þeir tapi þeirri stöðu niður, og gott betur.

Nú sé Kíev kannski í þeirri bestu stöðu, sem líkleg sé að nást fram. Betra sé að "stoppa" meðan menn eru á toppnum!

 

Kv.


Kannski er komin fram vísbending þess, að rússnesk bílalest hafi flutt hergögn til uppreisnarmanna

En það er annars "merkileg tilviljun" að uppreisnarmenn, virðast í dag - hafa hafið harða tangarsókn einmitt frá svæðunum í grennd við landamærin við Rússland. Og þ.e. ekki lengra síðan en sl. sunnudag, að rússnesk lest vörubíla, afhenti farm sinn rétt Úkraínumegin við þau landamæri.

Ég varpa því fram þeirri spurningu, hvort það að uppreisnarmenn hefja meiriháttar sókn frá svæðinu í grennd við landamærin, sé a.m.k. vísbending þess - - að ótti Úkraínumanna um innihald farms herflutningabílanna, hafi verið á rökum reistur.

En 200 vöruflutningabílar, geta að sjálfsögðu flutt - - umtalsvert magn af vopnum og skotfærum. Jafnvel, geta þeir verið notaðir til liðsflutninga - - hver veit, það má vera að þegar þeir stöðvuðu um hríð Rússlandsmegin landamæranna, en í grennd við þau landamæri, hafi þeir tekið um borð liðsmenn uppreisnarmanna úr þjálfunarbúðum, sem Rússar hafa lengi verið ásakaðir fyrir að starfrækja fyrir uppreisnarmenn. 

Þeir hafi afhent farm sinn þegar þeir stöðvuðu Rússlandsmegin landamæranna, síðan eins og ég sting upp á - - verið notaðir sem liðsflutningabíla og flutt það lið yfir landamærin á sunnudag. Og nú sé það lið búið að hefja sókn frá landamærunum, í átt til borgarinnar Luhansk.

Á hinn bóginn, getur það einnig verið, að það lið hafi þegar verið staðsett rétt Úkraínumegin landamæranna, er herflutningabílarnir mættu á svæðið Úkraínumegin á sunnudag - - fengið gögnin afhent, hvort sem það voru bara -matvæli, tjöld og viðlegubúnaður og lyf- eða einnig hergögn. Þannig séð, gagnast -viðlegubúnaður, tjöld, matur og lyf- her sem ætlar að hefja stríð.

Má vera að herflokkarnir hafi haft vopn og skotfæri, einungis beðið eftir vistunum - viðlegubúnaðinum ásamt tjöldum, sem og lyfjum.

Að auki benda fréttir að sótt sé að borginni Mariupol, á strönd Azovshafs. Sem Úkraínuher hefur notað mikið, sem miðstöð fyrir stríðsrekstur í A-Úkraínu - væri fall hennar verulegt áfall. Þess fyrir utan, að uppreisnarmönnum mundi gagnast það ákaflega vel, að ná til sín "hafnarborg."

Ukraine Says Russian Forces Lead Major New Offensive in East

Rebels extend fight against Kiev to Ukraine’s south coast

Fierce Fighting Persists in Eastern Ukraine

Breakthrough hopes dented as Ukraine accuses Russia of new incursion

 

Læt það í hendur lesenda, að meta hver fyrir sig, hvort þeir trúa því að rússneska flutningabílalestin hafi verið liður í undirbúningi þessarar árásar, eða, að um hafi verið að ræða aðstoð við þurfandi íbúa svæðisins eins og stjórnvöld Rússlands hafa haldið fram

Eins og ég sagði að ofan, að þó "tímasetningin milli komu flutningabílanna og upphafs tangarsóknarinnar frá landamærasvæðinu, sé ekki "sönnun" - þá a.m.k. tel ég það vera "vísbendingu" þess, að koma flutningabílanna - - hafi ekki verið "aðstoð við þurfandi íbúa" heldur liður í lokaundirbúningi þessarar árásar á herstöðvar Úkraínuhers, frá svæðinu í grennd við landamærin við Rússland.

  • Eins og ég hef margoft bent á, þá ber ávalt að "taka yfirlýsingum stjórnvalda" sem "eiga í stríði" með "fyllstu varúð."
  • Slíkar frásagnir séu gjarnan notaðar fyrst og fremst í áróðursskyni, og það sagt sem hentar hverju sinni, sem getur verið sannleikur ef sannleikurinn hentar, eða lýi ef sannleikurinn hentar ekki.
  • Að sjálfsögðu, ber að fara eins að með frásagnir stjórnvalda Úkraínu, og frásagnir stjórnvalda Rússlands.

Nú er ég - - einfaldlega að "endurmeta frásögn rússneskra stjórnvalda" um tilgang ferðar bílalestar rússneskra vöruflutningabíla til A-Úkraínu - - "í ljósi nýjustu frétta."

 

Frásagnir úkraínskra hermanna af rás atburða eru áhugaverðar, ég felli engan dóm á sannleiksgildi þeirra, en set þær hér fram - fyrir þá sem lesa þetta blogg:

"On the highway here, Sgt. Ihor Sharapov, a soldier with the Ukrainian border patrol unit, said he had seen tanks drive across the border but marked with flags of the separatist movement here, the Donetsk People’s Republic." - - takið eftir að hermaðurinn segist hafa séð með eigin augum, skriðdreka aka yfir landamærin frá Rússlandi, undir merkjum uppreisnarmanna.

Ég felli engan dóm á sannleiksgildi frásagnar hans, en a.m.k. sé enga augljósa ástæðu til að rengja hann. Þetta sé því "vísbending þess" að Rússland raunverulega hafi þjálfunarbúðir fyrir úkraínska uppreisnarmenn, þaðan sem þeir mæta "full vopnaðir" og með lágmarks herþjálfun.

I tell you they are Russians, but this is what proof I have,” said Sgt. Aleksei Panko, holding up his thumb and index finger to form a zero. Sergeant Panko estimated that about 60 armored vehicles crossed near Novoazovsk. “This is what happened: they crossed the border, took up positions and started shooting.” - "“This is now a war with Russia,” Sergeant Panko said."

Skv. fréttum, þurftu sveitir Úkraínuhers að hörfa á svæðinu - undan atlögunni. Væntanlega eru Úkraínumenn, að endurraða liðssveitum sínum á svæðinu, þessa stundina - - til að mæta hinni nýju ógn.

En miðað við þetta, má vænta nk. daga - mjög harðra bardaga milli þessara "nýju liðssveita" hvort sem meðal þeirra eru Rússar frá Rússlandi, eða ekki.

Það má vel vera, að í þessu felist - - tilraun til að rjúfa umsátrið um Luhansk borg. 

Kannski, einnig tilraun til að taka, Mariupol.

Hið minnsta, breytir þetta - - vígstöðunni, Úkraínuher muni væntanlega ekki sækja frekar inn í Luhansk borg. Meðan hann er að berjast við að stöðva þessa "nýju og óvæntu árás."

 

Niðurstaða

Rás atburða í dag, getur verið að "staðfesta" víðtæk afskipti rússneskra stjórnvalda af stríðinu í A-Úkraínu, að það stríð - sé meir í ætt við "proxy war" - að það sé kannski nú að afhjúpast með eftirminnilegum hætti, að Rússar virkilega reki þjálfunarbúðir innan Rússlands, þaðan sem fullvopnaðir uppreisnarmenn nýkomnir með herþjálfun, bætist inn í raðir liðs uppreisnarmanna í A-Úkraínu.

Það sé jafnvel nú sennileg frekar en ólíklegt, að lest herflutningabíla er kom til A-Úkraínu á sunnudag, hafi verið liður í lokaundirbúningi þeirrar aðgerðar, sem sé þessi sókn uppreisnarmanna frá landamærasvæðinu er virðist hafa hafist í dag - miðvikudag.

Sjálfsagt brosir Pútín framan í Poroshenko, en í dag stóðu yfir fundasetur þeirra á milli, og heldur því enn fram - - að afskipti rússn. stjv. séu nákvæmlega, engin. Áhugavert, að þessi árás, sé tímasett - - samdægurs og sá fundir fer fram! Ef við gerumr ráð fyrir, að Pútín hafi vitað fyrirfram, að sú innrás stóð til - þá er áhugavert að hann skuli vera að standa í því, að mæta augliti til auglitis á fund með Poroshenko, þ.s. ræða á hugsanlegan frið í A-Úkraínu. Eða kannski, er þetta eins og tafl í augum Pútín, hann hafi mætt á fundinn, eftir að hafa "telft peðunum fram."

 

Kv.


Úkraína segist hafa handtekið rússneska hermenn, það áhugaverða - rússnesk stjórnvöld neita því ekki, en gefa mjög ólíka skýringu

Þessi saga sýnir hvað þ.e. erfitt fyrir utanaðkomandi að vita hvað er rétt, þegar báðir aðilar geta verið að ljúga eða segja sannleikann, alveg eftir því - hvort hentar hverju sinni. Engin leið þó fyrir okkur hér, endilega að þekkja muninn, eða vera viss - hvor segir sannleikann hverju sinni, eða hvor lýgur.

Evidence of direct Moscow military involvement in Ukraine grows

Clouding Talks, Ukraine Says It Captured Russian Troops

 

Það getur alveg verið, að sú útgáfa sem úkraínsk yfirvöld flytja af handtöku hóps rússneskra hermanna innan landamæra Úkraínu sé sönn - - samtímis að engin leið sé að útiloka sannleiksgildi útgáfu rússn. stjv.

Hérna er vídeó sem úkraínsk yfirvöld settu á netið, og sýnir að sögn frásögn eins þeirra:

Skv. úkraínskum yfirvöldum, sýnir þetta fram á, að rússn. hermenn séu starfandi innan landamæra Úkraínu - og aðstoði uppreisnarmenn.

  • "“Everything was a lie. There were no drills here,” one of the captured Russians, who identified himself as Sergey A. Smirnov, told a Ukrainian interrogator. He said he and other Russians from an airborne unit in Kostroma, in central Russia, had been sent on what was described initially as a military training exercise but later turned into a mission into Ukraine. After having their cellphones and identity documents taken away, they were sent into Ukraine on vehicles stripped of all markings, Mr. Smirnov said."
  • "In another video released by Ukraine, a man identified himself as Ivan Milchakov, a member of a Russian paratroop regiment from Kostroma, north of Moscow. “Everything is different here, not like they show it on television. We’ve come as cannon fodder,” he said, apparently referring to Russian television reports that the ouster of Viktor F. Yanukovych as Ukraine’s president in February had left Ukraine in the hands of fascist fanatics."

Þessar frásagnir er að sjálfsögðu ekki unnt að staðfesta - - né getum við vitað, hvort þær voru "óþvingaðar" eða með öðrum orðum - sannar frásagnir hermannanna sjálfra.

Á meðan gaf rússneska ríkisfréttastofan, töluvert aðra mynd af málinu:

  • "RIA Novosti, a state-controlled Russian news agency, quoted an unnamed source from the Russian Defense Ministry as saying the men had crossed into Ukraine by accident. “The soldiers really did participate in a patrol of a section of the Russian-Ukrainian border, crossed it by accident on an unmarked section, and as far as we understand showed no resistance to the armed forces of Ukraine when they were detained,” the source said."

Eitt er þó víst, að skv. rússn. fréttum, stendur til að "senda aðra bílalest flutningabíla til A-Úkraínu" eftir að sú sem var send af stað í sl. viku, afhenti varning sinn til uppreisnarmanna - sennilega rétt handan við landamæri Úkraínu.

Það virðist, að Úkraínuher hafi ekki þorað að fylgja fram, hótunum sínum - um að "stöðva för þeirrar bílalestar." Sem að sögn stjv. í Rússlandi - flytur hjálpargögn.

Það veit það enginn utanaðkomandi fyrir víst - hvort þeir bílar fluttu aðeins vistir og lyf, ásamt tjöldum og öðrum viðlegubúnaði.

  • Eitt er þó víst, að jafnvel þó þeir hafi aðeins innihaldið slíka hluti - - þá styrkir það stöðu uppreisnarmanna, en hungur lamar mótstöðuafl - - mig grunar að Úkraínumenn hafi íhugað að "svelta uppreisnarmenn til uppgjafar."
  • Að gefa þeim mat, kemur þá í veg fyrir þá útkomu.

Þíðir þá, að stjórnarherinn - - sennilega kemst ekki hjá "blóðugri árás" á síðustu vígi uppreisnarmanna, sem þá hefur þau áhrif, að hármarka "mannfall beggja fylkinga." Og hugsanlega almennra borgar einnig.

Þessi aðgerð er því alls ekki hlutlaus aðgerð hjá Rússum. Jafnvel þó þeir séu ekki að gefa jafnframt, vopn og skotfæri.

En ég sé sosum enga augljósa ástæðu til þess að efa, að Rússar sendi uppreisnarmönnum einmitt vopn og skotfæri, ef maður hefur í huga - - hve öfluga mótspyrnu þrátt fyrir allt, uppreisnarmenn eru að veita, skriðdrekasveitum og brynvörðum hersveitum Úkraínuhers.

Ég á smávegis erfitt með að trúa því, að uppreisnarmenn væru þetta öflugir, ef þeir væru eingöngu sjálfsprottin hreyfing rússn. þjóðernissinna innan A-Úkraínu, þ.e. hefðu enga utanaðkomandi aðstoð fengið, til að vopna og þjálfa upp liðsmenn sem hæfa til bardaga.

  • Að einhverju umtalsverðu leiti, hafa sennilega átökin í Úkraínu, þróast yfir í svokallað "proxy war" þ.s. Vesturlönd styðja annan aðilann, en Rússar hinn.

Niðurstaða

Það er einmitt þ.s. mig grunar, að átökin í A-Úkraínu hafi um nokkurt skeið verið að þróast yfir í að vera, fullt "war in proxy" þ.e. átök þ.s. öflug utanaðkomandi ríki - styðja sitt hvora fylkinguna. Fram til þessa, virðast rússn. stjv. þó kjósa - að opinberlega og í fjölmiðlum að afneita sínum "beina stuðningi." Meðan að Vestræn stjv. fara í engu leynt með sinn stuðning v. stjv. í Kíev.

Að einhverju leiti, hafa rússn. stjv. notfært sér að virðist þá afneitun sína, með því að teikna upp þá mynd, að rússn. mælandi hópar séu í baráttu við ofurefli Vesturlanda - einir síns liðs. Eins og það væri einhvers konar, Davís vs. Golíat barátta til staðar.

Þannig leitast við að "teikna sig upp" sem góða aðilann í málinu. Sögulínu sem a.m.k. e-h hópur á netinu tekur þátt í að breiða út.

En sterkar vísbendingar eru um það, að rússn. hernaðarráðgjafar hafi verið til staðar, svo mánuðum skiptir. Og vísbendingar um þjálfunarbúðir rétt handan landamæranna, þ.s. rússn.mælandi Úkraínumenn fái lágmarks herþjálfun. Síðan hafa verið "sýnilega" til staðar, fj. af rússn. liðsmönnum eða málaliðum -eftir því hver segir frá, sem hafa verið áberandi mjög innan uppreisnarinnar. Þó - sem hefur vakið athygli - að á allra síðustu vikum, hafa þeir aðilar verið smám saman að pakka saman, og snúa aftur til Rússlands. Hvað það akkúrat þíðir veit enginn.

 

Kv.


Borgarastríð virðist hafið í Líbýu

Þetta hefur ekki farið mjög hátt í erlendum fjölmiðlum þ.s. önnur mál hafa vakið meiri athygli sbr. stríðið í A-Úkraínu og vaxandi áhrif "Islamic State" hreyfingarinnar í Sýrlandi og Írak. En síðan í sumar hefur spenna farið hratt vaxandi - eða síðan fyrrum herforingi í her Líbýu Khalifa Hifter, reis upp - og lýsti yfir formlegri andstöðu við margvíslegar "íslamistahreyfingar" sem hafa verið áhrifamiklar síðan Muammar Ghaddhafi var steypt. En ekki síst hefur vandinn í landinu verið, stjórnleysi eða ástand mjög nærri stjórnleysi, þ.s. ríkisstjórnin hefur verið máttvana gagnvart margvíslegum "sjálfstæðum" herflokkum er lúta áhrifaaðila - sem hafa farið að því er best verður séð, sínu fram.

Það má vel vera, að almenningur sé orðinn þreyttur á ástandinu, og jafnvel farinn að sakna stjórnarára Gaddhafis, en þó hann hafi verið "böðull" og stjórn hans gríðarlega spillt - - hélt hún a.m.k. uppi lögum og reglu. Öryggi hafi verið meira, kjör fólks betri. En á móti, var ekki frelsi.

Egypt and United Arab Emirates Said to Have Secretly Carried Out Libya Airstrikes

Strife in Libya Could Presage Long Civil War

http://www.ezilon.com/maps/images/africa/Libya-physical-map.gif

Tvisvar í sl. viku, virðist bandalag Saudi Arabíu og Persaflóa-araba, með aðstoð Egypta, hafa gert loftárásir á skotmörk í Líbýu

Skv. fréttinni, virðast þeir hafa gert þetta, án þess að láta Bandar. vita af því - án þess að fá samþykki þeirra. Þarna má segja að sé "enn eitt dæmi þess" að Saudi Arabía og bandamenn, ásamt herforingjastjórninni í Kæró - - sem flóa Arabar og Saudi Arabía styðja með 10ma.USD árlegum greiðslum skv. samkomulagi; fari sínu fram. Það þíðir, að ég í reynd efa að stjórnin í Kæró "sé sjálfstæður aðili þ.s. Saudar og Flóa Arabar borgi svo rausnarlega að líklega sé stjórninni í Kæró haldið uppi af þeim fjárgjöfum - sé því eiginlega eign þeirra sem borga."

Þetta er áhugavert einnig, því að Saudar og Flóa Arabar, virðast - - styðja eindregið "aðra fylkinguna" í því borgarastríði innan Líbýu er virðist nú hafið.

  1. Stjórn landsins virðist nú klofin.
  2. Hvor fylkingin, virðist ætla að reka, andstæð þing - í samkeppni um völd og áhrif.
  3. Ásamt því, að reka hvor sína ríkisstjórnina og her.

Harðir bardagar hafa geisað undanfarna viku um meginflugvöll Trípólí - - sem virðist hafa fallið í hendur fylkingu "íslamista" sl. sunnudag, þrátt fyrir "loftárásir."

Að auki, eru vísbendingar þess efnis, að her Khalifa Hifter, sem samanstendur í bland af sjálfstæðum herflokkum andstæðum fylkingu Íslamista, og leifum af her Muammar Ghaddhafi - - fái fjárhagsaðstoð og hergögn frá Saudi Arabíu og Flóa Aröbum.

  • Að einhverju leiti má líkja þessu við, stríðið í "Sýrlandi" þ.s. Flóa Arabar og Saudi Arabía, hafa einnig verið - - meginstyrktaraðili andstæðra fylkinga við stjórn Assad.
  • Það virðist mér blasa við sú hætta, að stríðsátök í Líbýu, geti leitað yfir landamæri Egyptalands, en herforingjastjórnin í landinu þó hún njóti nokkur stuðnings í helstu borgum, er á sama tíma ákaflega óvinsæl meðal sumra annarra hópa.
  • Það gæti verið ákveðið tækifæri fyrir Íslamista í Líbýu, að slá sér upp með Íslamistum í Egyptalandi, svo að stríðið ef til vill - - geysi í báðum löndum samtímis.
  • Tja, ekki ósvipað því, að stríðið í Sýrlandi hefur nú, spillst yfir í næsta land, Írak.

 

Niðurstaða

Það er áhugavert hve Saudi Arabía í bandalagi við Flóa Araba er að verða virk í átökum um Mið-Austurlönd og nú N-Afríku. Það eru skuggalegar fjárhæðir sem þetta bandalag er greinilega að verja - sbr. 10ma.USD í aðstoð til stjórnar al Sisi herforingja í Kæró, fjárhagsstuðningur við uppreisnarmenn í Sýrlandi ásamt vopnakaupum, og nú virðist stefna í að þessir aðilar ætli að "reka annað stríð."

Í ljósi þess að stríðið í Sýrlandi hefur breiðst í seinni tíð yfir til Íraks. Virðist mér blasa við sú hætta, að borgarastríð í Líbýu geti leitað yfir landamærin til Egyptalands - þ.s. nóg er af óánægðu fólki, sem Íslamistar í Líbýu geta leitað til, dreift til vopnum, eða sjálfir leitað yfir landamærin til að skapa uppreisnir þeim megin landamæranna.

  • Það virðist stefna í mjög víðtæk átök í Mið-Austurlöndum, þ.s. Flóa Arabar og Saudi Arabía, virðist ætla að vera -miðpunktur-.

Kv.

Geta áhyggjur af stöðu stjórnarinnar í Damascus, gert Pútín - eftirgefanlegri í deilunni í A-Úkraínu?

Það er eitt sem menn þurfa kannski að hugsa - þ.e. hvernig átökin í "Úkraínu" og hinsvegar átökin við "Islamic State" hreyfinguna - fléttast saman. En það hefur vakið athygli, þ.s. við skulum segja - að vinum uppreisnarmanna í A-Úkraínu, virðist vera hik Pútíns - við það að styðja uppreisnarmenn af meira afli.

  • En kannski fléttast inn í -stöðu reikning Pútíns- annað stríð, sem fljótt á litið geti virst ótengt, þ.s. þ.e. á öðru heimssvæði.
  • En þvert á móti, getur verið, að þau séu - ákaflega tengd í vitund ráðamanna í Moskvu.

Skv. nýjustu fréttum, hefur "Islamic State" tekið á rás í Sýrlandi, sækir nú hart fram gegn "stjórnarhernum" og "hófsömum uppreisnarmönnum" samtímis á svæðinu nærri borginni Aleppo.

IS sé nærri því að klára að ganga á milli bols og höfuðs á svokölluðum "hófsömum andstöðuhreyfingum" þannig að stjórnarherinn sé ef til vill, að færast yfir í að vera "meginskotmark IS innan Sýrlands."

Miðað við þessa þróun, stefnir í að yfirráð stjórnarinnar í Damascus, takmarkist við "hálendið við ströndina" annarsvegar og hinsvegar við Damascus, nágrenni þeirrar borgar, og svæðin við landamærin að Líbanon. Megnið af landinu verði undir stjórn "IS."

En það getur verið stutt í það, að "IS" hefji árásir á restina af umráðasvæði Damascus stjórnarinnar. Þannig missi hugsanlega Rússland "einu flotastöðina sem Rússland hefur við Miðjarðarhaf."

A war that crosses national boundaries:"In recent days IS has advanced against the few bases still held by the regime in the east, taking four in as many weeks. Around Aleppo it has captured at least a dozen villages and is now besieging Marea, a nearby town long held by the moderate rebels, who are in increasing danger of being snuffed out."

Þetta gæti skýrt "hik Pútíns" en hann þarf nú að vega og meta hagsmuni Rússlands, þ.e. bandamaður Rússlands, stjv. í Damascus, ef til vill - - vs. uppreisnarmenn í A-Úkraínu.

Skv. frétt í sl. viku, sagði "yfirmaður herráðs Bandar." að þýðingarlítið væri að ráðast gegn "IS" eingöngu innan Íraks.

White House resists Pentagon’s advice on Iraq

"General Martin Dempsey, chairman of the joint chiefs of staff, said at a press conference on Thursday that Isis had to be addressed “on both sides of what is essentially, at this point, a non-existent border” between Iraq and Syria."

Að sögn 5 stjörnu herforingja Dempsey, mundi IS færa mikilvæg hergögn yfir til Sýrlands, til að forðast loftárásir innan Íraks - - geta síðan fært þau til baka.

Obama, og Bandar.þing -en höfum í huga að megingagnrýnin á Bandar.þingi hefur verið að Obama hafi verið of linur gegn Assad- hafa tekið harða afstöðu gegn stjv. í Damascus. Þó Obama hafi ekki gengið nærri eins langt, og haukarnir meðal bandar. hægri manna á þingi hafa viljað.

  • Það virðist blasa við, þörf á sameiginlegu átaki gegn IS.
  • Á sama tíma, sér Pútín, að ef hann "hefur innrás í Úkraínu" þá mundi slíkt sameiginlegt átak gegn IS, líklega - - verða útilokað. Þegar deilur Vesturvelda á Evrópusvæðinu mundu þá fara í til muna verri farveg.

Kannski er því - - fyrirhuguð friðarráðstefna á næstu dögum, vegna Úkraínudeilunnar - - mikilvægari en margir mundu halda. Því að lausn deilunnar snúist ekki "bara um Úkraínu" - heldur ef til vil einnig um það að skapa möguleika á "víðri samstöðu gegn vaxandi velgengni IS."

  • Það vekur athygli, að lest af vöruflutningabílum sem hafði hafið innreið sína inn í Úkraínu, virðist hafa verið snúið við - og vera aftur farin til baka yfir rússn. landamærin. Spurning hvort að Merkel átti enn eitt símaviðtalið við Pútín - - en Pútín talar þýsku reiprennandi, svo þau 2-geta ræðst við án túlks.

Angela Merkel er í opinberri heimsókn í Kíev um helgina, skv. fréttamiðlum, heldur hún á lofti - - lausn byggð á "sambandríkisfyrirkomulagi" að einhverju leiti, að þýskri fyrirmynd.

Germany urges Ukraine to accept federal solution with separatists:"Ms Merkel said that what is understood in Germany to be federalisation is recognised as decentralisation in Ukraine..."

Hún virtist vera diplómatísk í orðalagi, sagði að þ.s. hennar sögn væri þ.s. hún hefði í huga, skilt hugsun þeirri sem væri uppi í Kíev, um - - aukna sjálfsstjórn svæða.

"Sigmar Gabriel, Germany’s vice-chancellor, said in a newspaper interview that a federal structure in Ukraine was the only option to resolve the crisis."

Það er örugglega ekki tilviljun, að varakanslari Þýskalands - gerir viðhorf sín opinber akkúrat núna.

Að sögn Merkel í heimsókninni í Úkraínu: “There must be two sides to be successful. You cannot achieve peace on your own. I hope the talks with Russia will lead to success."

En Kíev hefur hafnað, tillögum frá Kreml, um sambandsríkisfyrirkomulag - - á hinn bóginn, eins og ég skildi tillögur Pútíns, virtist hann vera að gera ráð fyrir mjög miklu sjálfstæði héraða - - eiginlega langleiðina að því að leggja Úkraínu af sem ríki.

  • En þ.e. vítt mögulegt svið, þegar menn eru að ræða um valdmörk milli miðstjórnarvalds, og valds sem einstök svæði fá að beita.

Það virðist eiginlega ekki lengur "umdeild" að svæði innan Úkraínu, fái aukna sjálfstjórn.

Heldur sé deilan þá um, akkúrat hvar þau valdmörk eigi að liggja.

--------------------------------------------

Merkel ætlar greinilega að leggja hart að sér, við það verk að finna einhverja sátt í málinu - - sem Rússland muni geta sætt sig við.

 

Niðurstaða

Það er sjálfsagt ekki undarlegt að Angela Merkel, er í fararbroddi í tilraun til að leysa Úkraínudeiluna með samkomulagi - enda er sennilega ekkert Evrópuland sem tapar meir á því an Þýskaland. Ef samskiptin við Rússland halda áfram að versna, þ.s. mjög sennilega á ekkert V-Evrópuland umsvifameiri viðskipti við Rússland heldur en Þýskaland.

Þó að baráttan gegn IS sé ef til vill ekki - efst í huga Merkel. Þ.s. Þýskaland á fáa hagsmuni í Mið-Austurlöndum.

Þá er örugglega Pútín farinn af hafa umtalsverðar áhyggjur af stöðu Damascus stjórnarinnar.

Samstaða gegn IS, líklega krefst þess - að það verði samkomulag í tengslum við Úkraínudeiluna, það getur þá verið uppi sú spurning - - hvort að Pútín er að einhverju leiti til í að, gefa eftir í Úkraínudeilunni.

Til þess hugsanlega, að gera það mögulegt, fyrir víðtæka samstöðu gegn IS að verða til.

  • Tæknilega má hugsa sér þá verkaskiptingu, að Bandaríkin sprengi stöðvar IS innan landamæra Íraks. Kannski senda þeir einhverjar bombur yfir landamærin.
  • Á sama tíma, sjái Bandar. í gegnum fingur sér með það, að Rússar ef til vill mæta til Sýrlands með e-h herlið og flugher, til að aðstoða stjv. í Damascus.
Það má tæknilega hugsa sér, að Bandar. "raun viðurkenni eign Rússlands á Sýrlandi" gegn því, að Rússar dragi e-h í land í tengslum við Úkraínudeiluna, þannig að henni ljúki með þeim hætti, að uppreisnin í A-Úkraínu taki enda. En á sama tíma, fái svæði í Úkraínu aukið sjálfforræði skv. samkomulagi. Það verði "sakaruppgjöf" til þeirra sem afhenda vopn sín. En öll svæðin í landinu nema Krímskagi, muni lúta stjv. í Kíev. Með þeirri breytingu að svæði fái takmarkað sjálfforræði.


Kv.

Hamas beinir reiði sinni að "meintum svikurum" á Gaza

Eins og fólk hefur ef til vill frétt - þá drápu Ísraelar 3 þekkta herforingja Hamas á fimmtudag. Viðbrögð Hamas hafa verið áhugaverð - eins og flestir máttu reikna með. Hefur Hamas og Ísrael - skipst á eldflaugum og loftárásum.

  • En þ.e. aðgerð Hamas "gegn eigin borgurum" sem vekur áhuga!
  • Að sjálfsögðu, hafa Ísraelar, drepið mun fleiri af íbúum Gaza undanfarnar vikur, eða nærri 2000.
  • En samt, slíkar "utan dóms" og "utan laga" aftökur - - geta ekki talist ásættanlegar!

Hamas kills alleged Israeli spies

Gazans Suspected of Collaborating With Israel Are Executed

Ekki hef ég hugmynd um, hvernig Reuters hefur áskotnast þessi mynd

Einhver hugrakkur nærstaddur, hefur kannski náð mynd á síma!

"Hamas militants prepared to execute people suspected of collaborating with Israel on Friday in Gaza City."

Samkvæmt fréttum, myrti Hamas allt að 18 af samborgurum sínum - utan dóms og laga. Þeir einstaklingar voru ásakaðir fyrir að veita Ísraelum upplýsingar.

  • Fyrri hópurinn 11 talsins, þar af 2-konur, virðist hafa verið myrtur á föstudagsmorgun.
  • Seinni hópurinn, 7 talsins fyrir utan mosku, um eftirmiðdaginn á föstudag.

"Al Majd...warned that future collaborators would be dealt with in the field, not in courthouses, to create deterrence."

“There were about 20 masked gunmen in the area,” - “One of them said loudly that the death sentence is going to be carried out against seven collaborators.” - “They did not mention their names,” he added. “They shot them after that, and then the militants left. People were shouting, ‘God is great.' ”

Það þarf varla að taka fram - - að slík morð teljast til "mannréttindabrota."

En ef marka má "fréttastofu" Hamas - þá þetta sennilega einungis "byrjunin."

Vandi við það þegar menn fara að "refsa fólki" á götum úti - með þessum hætti. Að þá er hætta á, að menn séu að "gera upp reikninga" - "að drepa þá sem þeim er í nöp við" - "menn séu álitnir sekir um leið og þeir er ásakaðir" - -með öðrum orðum "engin málsvörn í boði."

Mjög líklega í kjölfar þess að nærri 2.000 manns hafa verið drepnir - - er sennilega allt sjóðandi á Gaza.

Það er nánast útilokað - - að ekki sé verið að fremja "eiginleg morð." Ég á við, það virðist ekkert "réttarferli til staðar" hugsanlegt að "sýndardómstóll hafi réttað yfir einhverjum" en þegar hlutir ganga þetta hratt fyrir sig.

Þ.e. ákveðið að drepa 18 daginn eftir að 3-mikilvægir herforingjar falla í loftárásum. Þá getur ekki verið, að mál viðkomandi - hafi verið "raunverulega rannsökuð." 

Mun líklegra, að menn séu að tína upp einhverja, sem auðvelt sé að klína á sök, til að sína almenningi á svæðinu fram á, að Hamas refsi þeim sem aðstoða óvininn.

Kannski einnig - - er Hamas að gera þetta, til að beina "reiði almennings" frá hugsanlega "Hamas sjálfu" að einstaklingum - - jafnvel valdir af "handahófi."

Áhugavert, að nöfn eru ekki gefin upp, þó það sé sagt að tilgangur sé að verja fjölskyldur, þá má vera - sérstaklega ef viðkomandi voru valdir af handahófi - að Hamas vilji draga úr líkum þess að fjölskyldurnar rísi upp og mótmæli ofbeldinu.

En þ.s. nöfnum er haldið leyndum, yrðu þær þá fyrst að "gefa sig fram" - taka áhættuna af því, að samborgarar hugsanlega veitist af þeim, ef þær hyggðust gera e-h í málum látinna ástvina sinna.

 

Niðurstaða

Hamas hefur áður stundað slíkar "án dóms og laga aftökur." Þetta ástand, minnir mann um margt á þ.s. maður hefur heyrt um lögleysuna, er var í "Danmörku" fyrstu dagana eftir að "Þýskaland Nasismans gafst upp." En þá kom tímabil, þ.s. vopnaðir menn - óðu uppi, og drápu meinta eða raunverulega samstarfsmenn nasista. En eins og síðar kom á daginn - - voru langt í frá í öllum tilvikum, þeir drepnir er voru raunverulega, sekir um slíkt athæfi.

Það er auðvitað hættan við aðfarir Hamas, að handtaka fólk með hraði, rétta yfir því á nokkrum klukkustundum, síðan taka af lífi - - sama dag.

Að þá sé verið að drepa þá, sem ekki séu raunverulega sekir, um þann verknað sem þeir eru sakaðir um.

Ég er ekki eiginlega viss um, að það skipti svo miklu máli í augum Hamas manna á þessu augnabliki, kannski braust út reiðibylgja í kjölfar drápa Ísraela á 3-vinsælum herforingjum Hamas; og menn fundu fyrir þörfinni til að drepa einhverja - - kannski bara af handahófi. 

 

Kv.


Hvers vegna ganga múslimakonur í Bretlandi með höfuðklút í vaxandi mæli?

Rakst á þessa skemmtilegu umfjöllun í Reuters, en umræða um Múslima hefur verið vaxandi - vegna uppgangs öfgasinnaðra hópa í Mið-Austurlöndum. Ekki síst vegna hótana samtakanna "Islamic State" gegn Vesturlöndum, og morðs á bandarískum ljósmyndara um daginn - - sem tekinn var af lífi með grimmilegum hætti, vídeó sent út á Youtube af verknaðinum.

Violence, threats, prompt more Muslim women in Britain to wear a veil

Yasmin (L), 16, pushes Hana (C), 16, on a swing after finishing a GCSE exam near their school in Hackney, east London June 6, 2013.  REUTERS/Olivia Harris

"Yasmin (L), 16, pushes Hana (C), 16, on a swing after finishing a GCSE exam near their school in Hackney, east London June 6, 2013. "


Ef miðað er við samtöl blaðamanns við konurnar, sem kjósa að klæða sig með áberandi hætti sem Múslimar

Þá virðist þetta vera - - þeirra eigin ákvörðun. Þær séu ekki beittar þrístingi eða hótunum frá eigin samfélagi. 

Þær tala um, að sýna "einkenni sín sem Múslimar" - með öðrum orðum, að þær eru vísvitandi að láta alla í kring, vita að þær eru Múslimar.

Ef ég ætti að túlka slík ummæli - - þá hljómar þetta eins og að, þær séu með þessu að mótmæla. Það getur staðist, því að það virðist að notkun múslimakvenna á "áberandi klæðaburði sem einkenni þær sem múslima" - "hafi farið vaxandi eftir því sem harðar er deilt á múslima" - "í hinu vestræna samfélagi í Bretlandi."

Með öðrum orðum fyrirbærið "defiance" - - þær finni fyrir því, að Múslimar í vaxandi mæli verða fyrir aðkasti. Og þá sína þær samstöðu með öðrum Múslimum í bresku samfélagi, með því að klæða sig með þeim hætti sem skilur þær frá öðrum íbúum Bretlands, og einkennir þær sem Múslima. Þó þær hafi ekki áður endilega - - klætt sig með þeim hætti.

  • Þetta virðist a.m.k. að einhverju leiti - - grafa undan þeim boðskap, að slíkur klæðnaður sé dæmi um, þvingun Múslima karla á konum sem eru Múslimar.


Nú þætti mér forvitnilegt að vita - - mundi það pirra fólk hér á landi, ef Múslimar klæða sig með áberandi hætti, sem einkennir oft múslima í öðrum löndum?

Tek fram, að ég er sjálfur, afskaplega mikið - -"live and let live" týpa.

Ég væri alveg til í að, umbera að Múslimar klæði sig eins og þeim sýnist, og kæra mig um kollóttan. 

Fyrir mér, skipti slík "ytri tákn ekki máli" - - heldur skipti mig eingöngu máli, að fólk fari eftir landslögum. 

  • Ég hef t.d. - - ekki verið andsnúinn byggingu Mosku í Reykjavík.
  • Því ég veit, að öfgasamtök, hafa gríðarlega virka - - nettilvist.
  • Að koma í veg fyrir Moskubyggingu - - með engum hætti, hindrar dreifingu áróðurs.

Svo bendi ég á, að það er - - trúfrelsi á Íslandi.

Að auki, grunar mig, að ef Múslimar á Íslandi - - upplifa sig sem beitta misrétti, sé líklegra að vandræði verði, heldur en ef Múslimar hér upplifa sig með þeim hætti, að þeim sé sýnd sama virðing og hafi sama rétt, og hver annar.

 

Niðurstaða

Ég óttast persónulega ekki Múslima, ég er alls ekki þeirrar skoðunar, að Múslimar séu almennt varasamara fólk, en annað. Ég mundi ekki láta það pirra mig, þó Múslimar á Íslandi mundu klæða sig með áberandi hætti, þannig að ekki fari á milli mála að þar fari Múslimi.

Ég bendi fólki á, að Íslendingar erlendis, ástunda þætti sem tengjast ísl. menningu - gjarnan jafnvel í meiri mæli en ef þær væru staddir hérlendis. Í því liggur punktur, að það virðist líka einkenna notkun Múslima á áberandi fatnaði, sem skeri þá úr. Að líkur á slíkri notkun, virðast aukast - - ef þeim finnst þeir undir þrýstingi sbr. "defiance."

Ábending mín gagnvart þeim sem óttast Múslima, er að sjálfsögðu sú - - að það stuðlar yfirleitt að betri samskiptum við fólk, að tryggja að það hafi sömu réttindi og aðrir. 

Ef það upplifir það þannig, að samfélagið sé á móti því, vilji ekki tryggja því jafna stöðu eða réttindi - - þá vaxi líkur á því, að það snúist gegn samfélaginu - og vandræði skapist.

Leiðin til að hlutir gangi upp - - sé því að tryggja öllum sömu mannréttindi, sem hér lifa. Að koma ekki verr fram við einn hópinn sem hér býr.

 

Kv.


Ef marka má fréttir, getur verið stutt í gos í Norðvestanverðum Vatnajökli, ásamt hamfarahlaupi niður Jökulsá á Fjöllum

Eldstöðin Bárðarbunga er ekki sú eldstöð sem flestir Íslendingar hugsa um, þegar kemur að upptalningu á stærstu og hættulegustu eldstöðvakerfum landsins. En forsaga Bárðarbungu sýnir að úr henni hafa komið sum af allra stærstu gosum Íslandssögunnar. Og þar af, stærsta flæðigos heimssögunnar - gríðarlegt hraun sem rann fyrir 8000 árum niður í sjó - "Þjórsárhraunið." Fyrir utan þetta, hafa komið frá Bárðarbungu, stórgos við Veiðivötn 1480, svokallað Vatnaöldugos 870. Það gaus á Dyngjuhálsi rétt Norðan við Vatnajökul á 19. öld. Það er vitað um gos undir jökli á 18. öld.

Mynd af svokölluðu "Gjálpargosi" 1996, þegar síðast gaus frá Bárðarbungukerfinu

http://www.photo.is/books/4x4/images/14-Gos+flug%20L.jpg

En gosið í Gjálp - - varð rétt Norðan við Grímsvötn. Rann síðan bræðsluvatnið niður í Grímsvötn, og fyllti þau. Þegar þar varð orðið allt fullt - - hljóp úr Grímsvötnum í hamfaraflóði sem tók af brýrnar á söndunum, eins og einhver ætti að muna eftir.

Mér skilst að í dag, sé þetta gos - - eignað Bárðarbungukerfinu, þ.e. að kvika hafi hlaupið til Suðurs frá Bárðarbungukvikuhólfinu, og komið upp rétt Norðan við Grímsvötn. En undir Grímsvötnum er síðan önnur megineldstöð, sem einnig er ákaflega virk.

Skemmtileg skýringarmynd af Gjálpargosinu

http://www.visindavefur.is/myndir/gjalp_stor_080713.jpg

  • Ekki er búist við því að nýtt gos muni vera eitt af risagosunum.
  • Bárðarbunga

Samkvæmt skýringarmynd sem sjá má á vef Jarðvísindastofnunar, er í gangi atburðarás þ.s. kvika er að leita frá Bárðarbungukvikuhólfinu inn í gang milli Bárðarbungu og Kverkfjalla. Gangurinn er á 3km. dýpi, talinn 20km. að lengd, 2,1km. að hæð og innihalda ca. 80-90 millj. rúmmetra af kviku.

En talið er að - - enn sé að streyma kvika inn í þessa myndun, jarðskjálftar beri það merki, að þrýstingurinn þar inni fari vaxandi, kvikusöfnun sé enn í fullum gangi.

  1. Miðað við þessa staðsetningu á rás atburða.
  2. Þá bendi flest til þess að hugsanlegt flóð fari niður, Jökulsá á Fjöllum.

Sjá áhugaverðan vef þ.s. sjá má mynd af skjálftavirkni.

Það auðvitað gæti orðið - - töluvert slys. En Jökulsárgljúfur eru ákaflega gróin á köflum. Það væri töluverður missir af því. Ef þar yrði verulegt rask.

http://static.panoramio.com/photos/large/63292259.jpg

Svo vitum við ekki fyrir víst - - að gljúfrið rúmi allt hlaupvatnið.

Svo má ekki gleyma - - öskufallinu, sem örugglega verður. 

En gos undir jökli leiðir óhjákvæmilega til þess, að kvikan springur er hún kemst í snertingu við vatn, og útkoman er að eldstöðin spúir ösku - - svo lengi sem vatn nær í kvikuna.

Það er að sjálfsögðu tvennt sem er slæmt við gos á þessum stað:

  1. Flóðið mun fara um langa leið til sjávar, sem þíðir að flóð getur skemmt heilmikið af landi sem í dag er viðkvæmt og ósnortið.
  2. Síðan, er hætta á öskufalli yfir okkar viðkvæmasta gróðurlendi á hálendinu - ef öskufallið verður mikið. Getur það valdið miklu tjóni á viðkvæmum hálendisgróðri á stórum svæðum.

Ekki má því gleyma heldur, að þetta eru sumir af okkar þekktustu ferðamannastöðum, sem geta orðið fyrir skemmdum, jafnvel - - óbætanlegum.

 

Niðurstaða

Ef allt fer á versta veg, þá mun brjótast upp gos á langri gossprungu milli Bárðarbungu og Kverkfjalla. Líklega fer þá að hlaðast upp móbergshryggur undir jöklinum, eins og gerðist í Gjálpargosi. Hætturnar séu tvær - þ.e. af öskunni sem mun óhjákvæmilega streyma frá eldstöðinni. Síðan eins og í tengslum við Gjálpargos, muni gosið bræða mikið af ís. Á einhverjum punkti, mun upphleðsla bræðsluvatns lyfta upp jöklinum - - og flóð leita sennilega til Norðurs í farveg Jökulsár á Fjöllum. Það yrði þá svokallað, hamfaraflóð, af umfangi sem engin leið er að spá fyrir af nokkru öryggi fyrirfram. 

Hættan er augljós af mjög verulegu tjóni á viðkvæmri náttúru á svæðinu þ.s. hlaupið fer um. Síðan að sjálfsögðu, getur öskufall einnig skaðað til muna viðkvæman hálendisgróður, ef hún fellur í miklu magni sem getur vel gerst.

Við búum á landi elds og ísa, og við erum minnt á það öðru hvoru.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband