Kannski er komin fram vísbending þess, að rússnesk bílalest hafi flutt hergögn til uppreisnarmanna

En það er annars "merkileg tilviljun" að uppreisnarmenn, virðast í dag - hafa hafið harða tangarsókn einmitt frá svæðunum í grennd við landamærin við Rússland. Og þ.e. ekki lengra síðan en sl. sunnudag, að rússnesk lest vörubíla, afhenti farm sinn rétt Úkraínumegin við þau landamæri.

Ég varpa því fram þeirri spurningu, hvort það að uppreisnarmenn hefja meiriháttar sókn frá svæðinu í grennd við landamærin, sé a.m.k. vísbending þess - - að ótti Úkraínumanna um innihald farms herflutningabílanna, hafi verið á rökum reistur.

En 200 vöruflutningabílar, geta að sjálfsögðu flutt - - umtalsvert magn af vopnum og skotfærum. Jafnvel, geta þeir verið notaðir til liðsflutninga - - hver veit, það má vera að þegar þeir stöðvuðu um hríð Rússlandsmegin landamæranna, en í grennd við þau landamæri, hafi þeir tekið um borð liðsmenn uppreisnarmanna úr þjálfunarbúðum, sem Rússar hafa lengi verið ásakaðir fyrir að starfrækja fyrir uppreisnarmenn. 

Þeir hafi afhent farm sinn þegar þeir stöðvuðu Rússlandsmegin landamæranna, síðan eins og ég sting upp á - - verið notaðir sem liðsflutningabíla og flutt það lið yfir landamærin á sunnudag. Og nú sé það lið búið að hefja sókn frá landamærunum, í átt til borgarinnar Luhansk.

Á hinn bóginn, getur það einnig verið, að það lið hafi þegar verið staðsett rétt Úkraínumegin landamæranna, er herflutningabílarnir mættu á svæðið Úkraínumegin á sunnudag - - fengið gögnin afhent, hvort sem það voru bara -matvæli, tjöld og viðlegubúnaður og lyf- eða einnig hergögn. Þannig séð, gagnast -viðlegubúnaður, tjöld, matur og lyf- her sem ætlar að hefja stríð.

Má vera að herflokkarnir hafi haft vopn og skotfæri, einungis beðið eftir vistunum - viðlegubúnaðinum ásamt tjöldum, sem og lyfjum.

Að auki benda fréttir að sótt sé að borginni Mariupol, á strönd Azovshafs. Sem Úkraínuher hefur notað mikið, sem miðstöð fyrir stríðsrekstur í A-Úkraínu - væri fall hennar verulegt áfall. Þess fyrir utan, að uppreisnarmönnum mundi gagnast það ákaflega vel, að ná til sín "hafnarborg."

Ukraine Says Russian Forces Lead Major New Offensive in East

Rebels extend fight against Kiev to Ukraine’s south coast

Fierce Fighting Persists in Eastern Ukraine

Breakthrough hopes dented as Ukraine accuses Russia of new incursion

 

Læt það í hendur lesenda, að meta hver fyrir sig, hvort þeir trúa því að rússneska flutningabílalestin hafi verið liður í undirbúningi þessarar árásar, eða, að um hafi verið að ræða aðstoð við þurfandi íbúa svæðisins eins og stjórnvöld Rússlands hafa haldið fram

Eins og ég sagði að ofan, að þó "tímasetningin milli komu flutningabílanna og upphafs tangarsóknarinnar frá landamærasvæðinu, sé ekki "sönnun" - þá a.m.k. tel ég það vera "vísbendingu" þess, að koma flutningabílanna - - hafi ekki verið "aðstoð við þurfandi íbúa" heldur liður í lokaundirbúningi þessarar árásar á herstöðvar Úkraínuhers, frá svæðinu í grennd við landamærin við Rússland.

  • Eins og ég hef margoft bent á, þá ber ávalt að "taka yfirlýsingum stjórnvalda" sem "eiga í stríði" með "fyllstu varúð."
  • Slíkar frásagnir séu gjarnan notaðar fyrst og fremst í áróðursskyni, og það sagt sem hentar hverju sinni, sem getur verið sannleikur ef sannleikurinn hentar, eða lýi ef sannleikurinn hentar ekki.
  • Að sjálfsögðu, ber að fara eins að með frásagnir stjórnvalda Úkraínu, og frásagnir stjórnvalda Rússlands.

Nú er ég - - einfaldlega að "endurmeta frásögn rússneskra stjórnvalda" um tilgang ferðar bílalestar rússneskra vöruflutningabíla til A-Úkraínu - - "í ljósi nýjustu frétta."

 

Frásagnir úkraínskra hermanna af rás atburða eru áhugaverðar, ég felli engan dóm á sannleiksgildi þeirra, en set þær hér fram - fyrir þá sem lesa þetta blogg:

"On the highway here, Sgt. Ihor Sharapov, a soldier with the Ukrainian border patrol unit, said he had seen tanks drive across the border but marked with flags of the separatist movement here, the Donetsk People’s Republic." - - takið eftir að hermaðurinn segist hafa séð með eigin augum, skriðdreka aka yfir landamærin frá Rússlandi, undir merkjum uppreisnarmanna.

Ég felli engan dóm á sannleiksgildi frásagnar hans, en a.m.k. sé enga augljósa ástæðu til að rengja hann. Þetta sé því "vísbending þess" að Rússland raunverulega hafi þjálfunarbúðir fyrir úkraínska uppreisnarmenn, þaðan sem þeir mæta "full vopnaðir" og með lágmarks herþjálfun.

I tell you they are Russians, but this is what proof I have,” said Sgt. Aleksei Panko, holding up his thumb and index finger to form a zero. Sergeant Panko estimated that about 60 armored vehicles crossed near Novoazovsk. “This is what happened: they crossed the border, took up positions and started shooting.” - "“This is now a war with Russia,” Sergeant Panko said."

Skv. fréttum, þurftu sveitir Úkraínuhers að hörfa á svæðinu - undan atlögunni. Væntanlega eru Úkraínumenn, að endurraða liðssveitum sínum á svæðinu, þessa stundina - - til að mæta hinni nýju ógn.

En miðað við þetta, má vænta nk. daga - mjög harðra bardaga milli þessara "nýju liðssveita" hvort sem meðal þeirra eru Rússar frá Rússlandi, eða ekki.

Það má vel vera, að í þessu felist - - tilraun til að rjúfa umsátrið um Luhansk borg. 

Kannski, einnig tilraun til að taka, Mariupol.

Hið minnsta, breytir þetta - - vígstöðunni, Úkraínuher muni væntanlega ekki sækja frekar inn í Luhansk borg. Meðan hann er að berjast við að stöðva þessa "nýju og óvæntu árás."

 

Niðurstaða

Rás atburða í dag, getur verið að "staðfesta" víðtæk afskipti rússneskra stjórnvalda af stríðinu í A-Úkraínu, að það stríð - sé meir í ætt við "proxy war" - að það sé kannski nú að afhjúpast með eftirminnilegum hætti, að Rússar virkilega reki þjálfunarbúðir innan Rússlands, þaðan sem fullvopnaðir uppreisnarmenn nýkomnir með herþjálfun, bætist inn í raðir liðs uppreisnarmanna í A-Úkraínu.

Það sé jafnvel nú sennileg frekar en ólíklegt, að lest herflutningabíla er kom til A-Úkraínu á sunnudag, hafi verið liður í lokaundirbúningi þeirrar aðgerðar, sem sé þessi sókn uppreisnarmanna frá landamærasvæðinu er virðist hafa hafist í dag - miðvikudag.

Sjálfsagt brosir Pútín framan í Poroshenko, en í dag stóðu yfir fundasetur þeirra á milli, og heldur því enn fram - - að afskipti rússn. stjv. séu nákvæmlega, engin. Áhugavert, að þessi árás, sé tímasett - - samdægurs og sá fundir fer fram! Ef við gerumr ráð fyrir, að Pútín hafi vitað fyrirfram, að sú innrás stóð til - þá er áhugavert að hann skuli vera að standa í því, að mæta augliti til auglitis á fund með Poroshenko, þ.s. ræða á hugsanlegan frið í A-Úkraínu. Eða kannski, er þetta eins og tafl í augum Pútín, hann hafi mætt á fundinn, eftir að hafa "telft peðunum fram."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn - sem og aðrir gestir þínir !

Hvort - sem V.V. Pútín brosi framan í Úkraínsku Nazistana eður ei / undrast ég enn: þolinmæði hans / sem og annarra Austurheims leiðtoga gagnvart Pentagon/NATÓ/ESB leppstjórninni: austur í Kyiv - Einar minn.

Fylgdi Pútin Falangískri stefnu (að Spánar Francós hætti - og þeirra Gemayel feðga í Líbanon) væri hann fyrir löngu búinn að uppræta Obama - Merkel slektið í Kyiv: síðuhafi góður.

V.V. Pútín: mætti vera helmingi harðari í horn að taka - ef eitthvað er Einar minn: þér:: að segja.

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.8.2014 kl. 23:31

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er smá ónákvæmni hér á ferðinni.Þessi tangarsókn fór fram 24 eða 25.Hún var gerð í kjölfar þess að lýðræðissinnar skiftu um taktík og hættu að berjast í smá hópum og mynduðu litlar herdeildir sem lúta sameiginlegri herstjórn.

Þann 24 tilkynntu þeir að þeir hefðu umkringt 4000 úkrainska hermenn og tekið mikið af hergögnum meðal annars skriðdreka fallbyssur og Stalín orgel.

Við sáum líka myndir af því þegar þeir leiddu hermennina gegnum miðborg Donetsk og héldu sýningu á herfengnum.

Þetta segja mínar heimildir um þessa atburði og þær eru oftast nokkuð réttar.Það er munur að þekkja fólk á réttum stöðum :)

Það má þó vera að þeir hafi notað nýju græjurnar sem þeir tóku herskildi til að gera aðra tangarsókn.

Reyndar sýndist mér á myndum að þetta væri hálfgert drasl,en það gæti skýrt hversvegna úkrainska hernum gengur svona illa.

Það er þinn akkelisarhæll Einar að lesa óvandaða fjölmiðla.

Vestrænir fjölmiðlar sögðu frá herleiðingunni af því að hún er pólitískt slæm fyrir lýðræðissinna,en sögðu ekki frá herfengnum sem er stragetiskt góður fyrir lýðræðissinna

Niðurstaðan er sú að þú ert illa upplýstur um þá atburði sem fara þarna fram

Borgþór Jónsson, 27.8.2014 kl. 23:54

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég get ekki tekið mark á einhverjum "óræðum" eða ónefndum heimildum, Boggi. Held mig því við þá frásögn er fyrir liggur, og virðist samkvæm sjálfri séð flutt af fj. fjölmiðla, sem ég trúi ekki að séu allir vísvitandi að skrökva. Það sé ótrúverðug ásökun - - en þessi fjölmiðlar eru flesti í eigu óskildra aðila. Flesti þeirra eru ekki í ríkiseigu - - meðan hve einasti fjölmiðill í Rússlandi "sem að kveður" er í ríkiseigu og þar með verður maður að gera ráð fyrir, að þeirra fréttaskýringar séu álíka "vafasamar" og frásöng rússn. stjv. "sem séu hluti af þessum átökum" og "því a.m.k. ekki síður vafasöm heimild um þ.s. líklega sé satt eða rétt" heldur en stjv. í Kíev - - að sjálfsögðu gildi sama um "uppreisnarmenn" að sannleiksgildi þeirra frásagna getur ekki verið hafið yfir vafa, þeir séu aðili að átökum, og slíkir hafi mikla hagsmuni af því að "stjórna þeim söguþræði" ef þeir geta "sem hafður sé frammi." Maður á alltaf að búast við því, að aðilar að átökum, haldi fram því "sem þeim hentar hverju sinni" burtséð frá sannlei máls. Það herfang sem þú nefnir, geta uppreisnarmenn hafa verið búnir að safna "síðan átök hófust" og að auki gildi það sama um þá fanga sem þeir sýndu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.8.2014 kl. 00:29

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Óskar, Rússland á ekki hinn minnsta möguleika í að etja kappi við Vesturveldi, eins og styrkleiki Rússlands vs. Vesturlanda er í dag; er Rússland miklu mun veikari aðilinn. Þá mundi engu skipta hveru harðir í horn Rússar væru - - þá einfaldlega yrði skorið á samskipti og Rússland skilið eftir í djúpri kreppu og hrundum lífskjörum. Síðan mundi Kína sennilega eiga nokkur "easy pickings" á A-landaærum Rússlands, eftir að Rússl. lægi á meltunni í kjölfar slíkrar rimmu. Veikt Rússl. gæti einnig séð fj. þjóðarbrota innan þess, rísa upp í uppreisn - en öll voru þau á sínum tíma hernumin og ekki sérdeilis ólíklegt að það séu flr. en Téténar sem dreymir drauma um eigið sjálfstæði, næst þegar Rússland stendur veikt. Ef Rússland fer í alvarleg átök, er mín spá að það dæmi endi á því að Rússland verði tekið í sundur, á hrafnarnir allt í kring og innan landamæra muni ráðast að hræinu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.8.2014 kl. 00:33

5 identicon

Sælir - á ný !

Einar Björn !

Enn - hygg ég þig vanmeta Rússneska styrkleikann: að nokkru og kæmi betur í ljós / ef á reyndi.

Skáfrændur mína Kínverja - hefi ég aftur á móti aldrei vanmetið: þó mér þyki sannarlega súrt í brotið / að bræður mínir í Kuóming tang hreyfingu Chiangs- Kai shek heitins - skuli ekki fara með valdataumana í Peking í dag - síðuhafi góður.

Með ekki sðri kveðjum - en hinum fyrri og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2014 kl. 00:49

6 identicon

síðri átti að standa þar. Afsakið - skrifað í 1/2 gerðu rökkri / piltar.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.8.2014 kl. 00:56

7 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er einmitt þetta sem ég hugsaði þegar ég sá þessar myndir af herfanginu.En kannski er þetta bara rétt hjá þeim eftir allt saman samkvæmt nýjustu fréttum sem þú færir okkur.

Varðandi fjölmiðlana ,þá er þetta ekki stríð bandarísku þjóðarinnar heldur bandarísku elítunnar og það vill einmitt svo til að fjölmiðlarnir eru í eigu hinnar sömu elítu og þjóna hagsmunum hennar í einu og öllu.

Ég bara trúi ekki að þú hafir ekki orðið þess var í átökum liðinna ára að þessir fjölmiðlar eru alls ekki áreiðanlegir.Þeir eru einfaldlega málpípur eigenda sinna sem eru jafnframt eigendur stórfyrirtækjanna.

Borgþór Jónsson, 28.8.2014 kl. 01:08

8 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þið Putin hugsið eins og einn maður,og þess vegna hefur hann aldrei hugleitt að ráðast inn í Úkrainu.

Efnahagsveldi bandaríkjamanna er að liðast í sundur af því að fleiri og fleiri þjóðir eru að uppgötva að þær geta ekki legið lengur undir sífelldum hótunum frá bandaríkjamönnum.

Svar bandarísku elítunnar er að nota herinn til að jafna um þá sem standa upp í hárinu á þeim.

Rússland er samt sennilega of stór biti fyrir þá.sérstaklega af því að þeir eru bakkaðir upp af öflugum þjóðum.

Málið er eins og þú hefur reyndar bent á sjálfur þá rambar evrópskur efnahagur á blábrúninni einungis af því að rússar hættu að éta epli.

Efnahagsstríðið er varla hafið,en evrópa skelfur.

Ég held að bandaríkjamenn lendi í verulegum vandræðum með falli evrópu og á sama tima minnkandi eftirspurn eftir dollurum á heimsmarkaði af öðrum ástæðum.

Mér finnst líklegt að þeir muni þurfa að fækka herstöðvum sínum um heiminn um kannski 5 til 600.

Bandaríkjamenn munu sennilega ekki ráðast beint á rússa af því að einhversstaðar hýtur sú kunnátta að vera fyrir hendi á þeim bæ að árás á rússland er alltaf "total war"

Sennilega mundu bandaríkin sleppa best frá þessu í fyrstu ,en Evrópa og Rússland yrðu rústir einar, Einar.

Bandaríkjamenn eru sennilega líka búnir að glata tækifærinu til að framkalla hefðbundin stjórnarskifti af því að rússneskur almenningur er orðinn ágætlega meðvitaður um að lýðræðisvæðing a la USA er ekki sérstaklega heppileg leið.Fólk þarf ekki annað en að líta til Úkrainu til að sjá afleiðingarnar af slíku ráðslagi.

Almenningur er nú betur á verði gagnvart rússneskum fasistum en áður.

Borgþór Jónsson, 28.8.2014 kl. 01:50

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, ég hef heyrt þessa "elítu! sögu áður, löngu áður meðan Kalda Stríðið var í gangi, hún hefur aldrei hljómað sennileg - við erum ekki bara að tala um bandar. megin fjölmiðla, heldur einnig þýska - franska - breska o.s.frv. - sem viðhalda svipaðri sögu, ekki hafa nærri allir eigið fólk á staðnum, en margir þeirra stærri hafa - - í þessu tilviki voru það vestrænir blaðamenn sjálfir sem ræddu við hermenn, sem ný voru búnir að hörfa. Stj. í Kíev hefðu ekki getað skipulagt það, hvaða hermenn þeir blaðamenn ræddu við. Þannig að saga hermannanna, þ.e. að þeir hafi séð tæki streyma yfir landamærin undir merkjum uppreisnarmanna, virðist mér trúverðug. Þau innihaldi þó tel ég líklegar uppreisnarmenn úr þessum meintu þjálfunarbúðum. Fréttamenn gátu sjálfir heyrt sprengingar í bakgrunni, og sáu merki um eldflaugaárásir beint í átt til þeirra svæða er hermennirnir höfðu hörfað frá. Þú getur aldrei verið viss um trúverðugleika opinberra skýringa - - en þarna voru blaðamenn sjálfir sem pikkuðu þá sem þeir ræddu við. Út frá slíkum frásögnum kemur fréttin að ofan að stærstu leiti - - það gerir hana bærilega trúverðuga. Meðan að ef þetta væri eingöngu á grunni opinberra frásagna - - yrði að taka þessu með verulegum fyrirvara.

---------------------

Frásögn uppreisnarmanna af einhverjum sigrum dagana á undan virðist mér einkar ótrúverðug þ.s. þ.e. klárt að Úkraínuher var að stöðugt að þrengja hringinn um meginvígin 2 sem eftir eru. Við slíkar aðstæður - - eru líkur á því, að sá aðili sem er undir þrýstingi. Leitist við að stappa stáli í baráttuanda eigins fólks. Með íkjufrásögnum - - sú frásögn er þú vitnaðir til. Hefur örugglega verið einfaldlega sögð til að stappa stáli í eigið fólk. Hluti hersýningar þeirra á meintu herfangi, getur einnig hafa verið framkv. með tækjum - í þeirra eigu. Sem máluð voru fyrir tilefnið. Þ.e. engin leið að vita - hvort það var herfang eða eigið dót ef út í þ.e. farið þ.s. báðir aðilar nota sömu tegundir af dóti að stærstum hluta.

-----------------------

Það verður kreppa í Evr. - - en sú kreppa verður miklu dýpri í Rússlandi. Báðir aðilar eru háðir en ekki jafn háðir. Evr. getur reddað sér - með erfiðleikum, meðan að Rússar geta ekki með hraði komið gasinu sínu annað. Eini markaðurinn sem er stór sem þeir geta selt á. Er Kína - og þá þarf leiðslur sem teku e-h ár að reisa, og Kína mundi notfæra sér ástandið og neyða fram "lág verð" svo við erum að tala um virkilega svart efnahagssástand ef allt fer á versta og allsherjar viðskiptabann gagnkvæmt skellur á. Líklega a.m.k. eins djúp ef ekki dýpri og þegar efnahagshrunið varð í Rússl. á undan því er Pútín tók yfir. Síðan yrðu þeir verulega fátækari áfram, því Kína mundi neyða þá til sölu á undirverði. Að auki mundu þeir ekki getað notað gjaldeyrissjóð í vestrænum gjaldmiðlum nema að litlu leiti, því lokað yrði á allt. Sennilega yrðu þeir að selja hann á stórum affföllum til Kína.

-------------------------

Evr. mun prenta sig út úr vandanum, mun redda sér gasi annars staðar t.d. frá Bandar. - það yrði orkukreppa í eitt til tvö ár meðan þeir væru að redda. Það væri einnig unnt að auka kaup á öðrum olíuafurðum, nota meir af kolum - brenna eldivið að einhverju leiti. Evr. mundi ekki krókna í hel. Kjaralækkun í Evr. yrði ekki varanlega nærri eins stór og hún verður í Rússl. Síðan yrði Rússl, nánast leppríki Kína. Svo háð Kína að líklega fer eins og ég sagði fyrir nokkru síðan að Kína smám saman eignast töluvert af hinu Rússn. austri.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.8.2014 kl. 07:30

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Einar Björn takk fyrir þessa grein, ég lít oftar en ekki inn á pistla þína vegna þess að mér finns þú tala af viti og heildrænt og hafðu þökk fyrir það, þetta ástand er ömurlegt segi ég bara og sárt að horfa á alla þessa blekkingarleiki sem notaðir eru til þess eins að vinna einhverja sigra, það sem er svo sárt að horfa uppá í þessu er allur þessi fórnarkostnaður á saklausu fólki.

Fólk er svelt, hrakið frá heimilum sínum og fórnað bara vegna, allir eru látnir halda að það sé ekki til fé til að koma almenningi til hjálpar á meðan það er til nægt fé í vopn og tól.

Þegar græðgi og völd eru farin að stjórna og verða meira virði en velferð hins almenna borgara þá er ekki mikið vit eftir í höfði Ráðamanna og vitfirring mikil farin að stjórna.

Allur þessi fórnarkosnaður á eigin fólki bara til að geta sagt þegar í enda er komið Ég vann.

Þetta er ömulegt að horfa á í fjarlægð. Kv.góð

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.8.2014 kl. 09:19

11 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er búið að vera mikið húllumhæ í dag eftir fréttum að dæma,fundur í öryggisráðinu að beiðni eins Eystrasaltsríkissins og hvaðeina.

Massív áróðurshrina frá aðallega bandaríkjamönnum og bretum og fjölmiðlum þeirra.

Ég gerði eins og góðum borgara sæmir og horfði á fund öryggisráðsins í beinni.

Það er ótrúlega ómerkileg samkoma eins og mig hafði lengi grunað.

Allir fara með línurnar sínar og flestir á nokkurrar sannfæringar.

Síðan fór ég að skoða hverju þetta sætti,því svona show er ekki sett upp af ástæðulausu.

Mínar rannsóknir sína að einhverntíma um 16 ágúst fóru lýðræðissinnar að rétt úr kútnum og unnu sína fyrstu sigra í þessari baráttu.

Þeir stöðvuðu sókninsa gegn Lohansk og Donetsk og tókst að króa inni litlar úkrainskar herdeildir við það tækifæri.

Þeir virðast á frekar stuttum tíma hafa tvöfaldað yfirráðasvæði sitt.

Það er enginn vafi að þeir hafa haft aðgang að upplýsingum um stöðuna hjá úkrainska hernum af því þeir vissu hvar veiku punktarnir voru og fóru beint í þá.

Í framhaldinu unnu þeir nokkra smásigra ,en vendipunkturinn hefur sennilega verið þegar þeir króuðu af 5000 manna lið einhverntíma upp úr 20.ágúst ,sennilega 23. og eru nú að þrengja að þessu liði og tína af því vopnin.

Í þessum hópi eru þrjár refsisveitir nasista ,Azov, Shahtersk og Donbass 1.

Ég spái að liðsmönnum þessara sveita sé frekar órótt meðan þeir bíða því þetta er samsafn af nasitum með enga hernaðarreynslu nema þjálfunina frá Nato og með þeim eru svo fangar eins og algengt er í hersveitum sem þessum.

Það vill svo illa til fyrir þá að rússum hefur alltaf verið sérstaklega í nöp við nasista auk þess sem þessar sveitir hafa verið notaðar til að fremja verstu óhæfuverkin í þessu stríði samanber Odessa ,Mariupol og fleira

Úkrainuher virðist vera illa motiveraður eins og skiljanlegt er af því að þeir sjá ekki tilganginn í að drepa samborgara sína og vera drepnir sjálfir út af einhverjum hagsmunum oligarka og vestrænna auðmanna.

Lýðræðissinnar leggja sig hinsvegar alla fram ,enda eiga þeir líf sitt að verja.

Þetta vegur sennilega upp liðsmuninn á milli fylkinga.

Úkranískir hermenn hafa aldrei viljað taka þátt í þessum stríðsglæpum sem þarna eru framdir

Ástæðan fyrir að áróðursvélin var sett á fullan snúning virðist vera að úkrainuher er að fara halloka í viðureigninni og það þarf að plægja akurinn fyrir aukinni þáttöku NATO í bardögunum í Donetsk.

Líklega munum við mjög fljótlega verða vitni að mjög aukinni aðkomu NATO að þessum átökum.Í dag var fyrsta skrefið stigið í þá átt.

Borgþór Jónsson, 28.8.2014 kl. 22:58

12 Smámynd: Borgþór Jónsson

Gleymdi að koma því að eitt af mörgu sem renniir stoðum undir þetta álit mitt er að í dag fóru fram hávær mótmæli Í kiev þar sem aðallega konur kröfðust þess að það yrði sent aukinn liðsafnaður á austurvígstöðvarnar "Þar sem synir okkar feður og eiginmenn eru drepnir" eins og þær orðuðu þetta.

Þær hafa sennilega ekki fengið góðar fréttir frá ástvinum sínum á vígstöðvunum.

Síðustu símtölin hafa ekki verið ánægjuleg.

Þetta eru ekki eiginkonur mæður og dætur sigursæls hers sem tala með þessum hætti.

Það að auki kröfðust þær að Poroshenko og herráðið mundu segja af sér.

Borgþór Jónsson, 28.8.2014 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband