Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014

Forsætisráðherra Íraks virðist vera að gera sitt besta til þess að Kúrdar lýsi yfir sjálfstæði frá Írak

Það voru áhugaverð ummæli Malikis þess efnis, að Kúrdar væru að styðja ISIS - fyrrum bathista o.s.frv. Þau ummæli má sennilega rekja til þess. Að Kúrda héröðin eru orðin að nokkurs konar skjóli fyrir margvíslega andstæðinga Malikis. Þar á meðal virðist fjöldi Súnní Íslam áhrifamanna, hafa flúið til Kúrda héraðanna. Í skjól Kúrda - undan leynilögreglu Malikis.

Maliki sjálfur auk þess að vera forsætisráðherra, er yfirmaður hersins, og fer einnig með embætti innanríkisráðherra - - sem þíðir að hann persónulega stjórnar öllum öryggissveitum stjórnvalda.

Forvitnileg mynd af höfuðborg Kúrda - Erbil. Sjá má gamla Erbil innan forna virkismúrsins!

http://dablog.ulcc.ac.uk/wp-content/uploads/2011/10/erbilcitadel.jpg

Iraq’s Maliki blasts Kurds in hard-hitting speech

""We will not resort to silence while Erbil is a headquarters for Isis, Ba'athists, al-Qaeda and terrorists,” ... "I call on those who speak about partnership, presidency, foreign affairs and national action to stop this operations room and the presence of the top figures of Ba'athists, (extremists) and hostile illegal mass media outlets. If you want real partnership, give us a national position which has credibility and rejects those people.”"

Maliki sennilega -fyrir utan sjálft ISIS- sér Kúrda sem megin ógnina við hans ríkisstjórn. 

En stjórnendur Kúrda hafa í engu leynt andúð sinni á Maliki persónulega.

Og hafa bersýnilega - verið að skjóta skjólshúsi undir fjölda súnnískra áhrifamanna, sem ekki eru "ISIS"-meðlimir. Með það í huga, að vega að völdum Maliki.

En ég get ekki ímyndað mér, að ummæli Malikis - séu líkleg til nokkurs annars. En að víkka enn frekar gjána milli deiluaðila. Draga úr líkum á samstöðu innan Íraks í baráttunni gegn ISIS.

Iran Iraq Crisis

Ég held að það sé lítill vafi á því - að ef stjórnvöld og Kúrdar vinna saman, þá eiga stjórnvöld og Kúrdar ágæta möguleika á því. Að hefja gagnsókn gegn ISIS.

Á hinn bóginn, virðast Kúrdar annars vegar og stjórnvöld hins vegar, í sitt hvoru lagi - ekki hafa þann styrk sem til þarf, að gera alvarlega atlögu gegn yfirráðasvæðum ISIS í Írak.

Á hinn bóginn, ef Kúrdar ákveða að verða sjálfstæðir - þá þurfa þeir eingöngu að geta varið sín landamæri. Og það geta þeir alveg örugglega.

Á sama tíma, eru sterkar vísbendingar þess, að Íran ætli að koma stjórn Malikis til aðstoðar - - a.m.k. til að tryggja að "heilagir staðir Shíta" falli ekki í krumlur ISIS liða sem líklegir eru til að leggja þá staði gersamlega í rúst.

Þannig að - - sennilega getur stjórn Malikis haldið velli með aðstoð Írana.

  • Kannski eru þessi ummæli vísbending þess, að Maliki telur sig nægilega - - traustan í sessi.
  • Sem sé kannski vísbending þess, að hann hafi fengið loforð um næga aðstoð frá Íran.

-------------------------------------

Ef svo er, þá virðist einnig sennilegt, að Írak sé sannarlega að skiptast í sundur með hætti er sennilega verður endanlegur.

 

Niðurstaða

Maliki getur verið að sýna með ummælum sínum. Að hann óttist ekki tilraunir til að grafa undan honum. Á sama tíma, geta þessi ummæli vart verið meir stuðandi fyrir Kúrda. En t.d. í sambandi við ásökun um stuðning við fyrrum Bath-ista. Er rétt að muna að Kúrdar urðu eins og Shítar fyrir miklum búsifjum af Bathista stjórn Saddam Hussain. T.d. var fræg gas árás til þess að Vesturlönd settu upp svokallað "no fly zone" í N-Írak til að vernda sérstaklega Kúrda.

Það er nánast eins og að Maliki sé að segja við Kúrda án þess að segja það hreint út - - hundskist þið burt.

Ætli það einmitt verði ekki útkoman! Endanlegur klofningur Íraks.

 

Kv.


Enn eina ferðina ætla stjórnvöld í Ísrael að refsa Hamas með sprengjuherferð á Gaza

Það eru vangaveltur hvort verður að innrás inn á Gazasvæðið, en flestir fréttaskýrendur virðast telja að svo verði ekki. En samskipti Ísraels og Hamas hreyfingarinnar, hafa verið um fjölda ára, föst í því fari - að báðir aðilar hata hinn eins og pestina sjálfa.

En á sama tíma, þó sérkennilegt virðist, má hvorugur af hinum sjá.

Með hvaða hætti hefur Ísrael "þörf fyrir Hamas?"

Þetta getur virst einhverjum sérkennilegt, en Ísrael mjög sennilega - getur gert út af við Hamas.

En hingað til, virðist það í reynd henta Ísrael betur, að núverandi ástand viðhaldist.

Israel Steps Up Airstrikes in Gaza

Hamas rockets land deep in Israel as it bombards Gaza Strip

Israel and Hamas Trade Attacks as Tension Rises

Israel Warns Gaza Targets by Phone and Leaflet

Eins og einhver ef til vill veit, hófst núverandi lota á ráni og morði á 3-ísraelskum unglingum.

Stjórnvöld í Ísrael, hafa ásakað Hamas um að bera ábyrgð á þeim morðum. Öfugt við Fatah hreyfinguna, sem fordæmdi verknaðinn. Lofaði Hamas hreyfingin þá sem frömdu hann - gagnrýndi Fatah þ.e. heimastjórnina á Vesturbakkanum, fyrir linkind gagnvart Ísrael - er hún aðstoðaði við leit að ungmennunum.

Sjálfsagt mundi einhver segja, að það sé um að gera fyrir Ísrael, að þurrka út Hamas hreyfinguna - fyrst að Ísrael líklega getur.

En vandinn er þá, hvað tekur síðan við.

Ótti virðist til staðar, að enn róttækari hreyfingar en Hamas - mundu taka yfir Gaza svæðið, sem ísraelsk stjv. væri algerlega ómögulegt að semja við.

En þó síðasta vopnahlé Ísraels og Hamas sé bara 20-mánaða gamalt eða svo. Þá virðast þau halda nokkurn veginn - um hríð, þó þau endist ekki neitt ákaflega lengi.

Haft er eftir ísraelskum öryggissérfræðingum - líkingin um að "slá blettinn eða slá grasið, við og við."

Þ.e. að þess á milli að Ísrael ræðst að Hamas, endurnýi Hamas vopnabirgðir sínar á Gaza, sem Ísrael síðan eyðileggi stórum hluta í næstu hrinu.

  • Af hverju Ísrael þarf á Hamas að halda, skýrist þá af því - að án Hamas, mundi Ísrael líklega telja sig þurfa, að viðhalda stöðugri hersetu á Gaza ströndinni.
  • En með Hamas við völd, þá sé þess ekki þörf.

Þannig í ákveðinni kaldhæðni - má segja að Hamas spari Ísrael umtalsverð fjárútlát.

Og hins vegar sennilega þau dauðsföll sem herseta mundi óhjákvæmilega kosta.

Fyrir Hamas, þá auðvitað er tilvist Ísraels sjálf ástæða tilveru þeirrar hreyfingar, án Ísraels væri ósennilegt að það væri til staðar slík hreyfing.

 

Niðurstaða

Vegna þess að Ísrael vill í raun og veru ekki þurrka Hamas út, þá virðast árásir Ísraela á Hamas hreyfinguna, miða við það - að halda henni nægilega sterkri svo hún missi ekki stjórn á Gaza svæðinu, og við taki hugsanlega "enn hættulegra fyrir Ísrael ástand þar." En samtímis, að halda hernaðararmi Hamas nægilega veikum, til þess að hernaðararmur Hamas sé í reynd - engin umtalsverð hernaðarógn.

Sennilega mun Ísrael varpa sprengjum í nokkra daga.

Síðan mun væntanlega taka gildi - enn eitt vopnahléið.

Eftir að báðar fylkingar telja sig hafa náð fram sínum "áróðurs-sigri."

Hamas er auðvitað einnig í sínum eigin jafnvægisleik, þ.e. þarf halda róttækari hreyfingum í skefjum svo þær taki ekki völdin af Hamas, en á sama tíma þarf að sýna fram á öðru hvoru að Hamas sé mikilvægasta róttæka andstöðuhreyfing Palestínumanna gagnvart Ísrael.

Þannig getur meira en verið, að það henti einnig Hamas - að þessar skærur með hléum eigi sér stað.

 

Kv.


Forsetaframbjóðandi í Afganistan - kallar útgefin úrslit "tilraun til valdaráns gegn almenningi!"

Afganistan er sennilega hið klassíska land þ.s. maður á að eiga von á fyrirbærinu "ethnic voting" þ.e. að í landi eins og Afganistan þ.s. íbúar skiptast í fjölda þjóðerna - sem tortryggja hvert annað. Þá sé til staðar sú tilhneiging að hópar kjósi frambjóðanda vegna þjóðernis, í landi sem inniheldur í reynd margar þjóðir.

Afghanistan's Abdullah rejects election result as 'coup' against people

Tentative Results in Afghan Presidential Runoff Spark Protests

Þjóðaskipting virðist eftirfarandi:

  1. Pashtun......41%
  2. Tajik..........31%
  3. Hazara.......11%
  4. Uzbek..........9%
  5. Turkmen......2%
  6. Aimak..........1%
  7. Baloch.........1%
  8. Aðrir............3%

Skv. Wikipedia er Abdullah Abdullah Tajiki. Hann kvá hafa í töluverðan tíma - verið fylgismesti stjórnarandstæðingur í Afganistan, í andstöðu við Hamid Karzai sem hefur verið forseti Afganistan frá 2001 og er við það að láta af störfum.

Karzai er Pashtúni. Og sá frambjóðandi sem á að hafa unnið sigur, Ashraf Ghani, sem einnig er Pashtúni.

  • Ég held að þetta segi allt sem segja þarf.

"Ethnic vote" gefi í slíku samfélagi ætíð frambjóðanda sem er Pastúni - forskot.

Yfir þann sem líklega hefur næst mest fylgi - sem sennilega verður af þjóðflokki Tajika.

Þessir þjóðflokkar hafi langa baksögu þess að "elda saman grátt silfur." Vegna djúpstæðrar tortryggni af völdum aldagamallar sögu innbyrðis keppni um svæðisáhrif. Sé sennilega fremur auðvelt fyrir leiðtoga pólitíkus af þjóðflokki Tajika - - að efla tortryggni og andstöðu við ríkisstjórn sem sé leidd af einstaklingi af þjóðflokki Pastúna.

Ghani virðist bersýnilega - hafa bakgrunn vegna starfa og menntunar, sem getur hentað starfi forseta.

Meðan að bakgrunnur Abdullah virðist lakari hvað þetta varðar.

En mig grunar að fyrir fólkið í landinu, sé fremur lítt horft til þannig þátta - heldur fyrst og fremst á það, hvaða þjóðflokki viðkomandi tilheyrir.

Hugsanlega er einhver hópur í stærri borgunum, sem lítur á málið nær því sem Vesturlandabúi mundi gera, en þeir séu sennilega ekki hátt hlutfall íbúa landsins.

  • Það verður áhugavert að sjá hvað gerist.
  • En í Kenýa varð snarpt en samt verulega mannskætt borgarastríð, í kjölfar deilna milli einmitt topp frambjóðanda í kjölfar forsetakosninga - - og þá tilheyrði hvor sínum þjóðflokknum, í landi sem eins og Afganistan skiptist í þjóðflokka eða þjóðir, er ekki þjóðríki fremur en Afganistan.

Þetta virðist alltaf vera undirliggjandi hætta í löndum sem klofin eru í þjóðflokka.

  1. Að lýðræðisfyrirkomulag - leiði fram "ethnic voting."
  2. Og að lýðræðið hafi þau áhrif - að stigmagna deilur milli þjóðahópa í landinu, fremur en þau áhrif að setja þær deilur niður.
  • En í slíkum löndum skapist gjarnan sú tilhneiging eða freisting fyrir pólitíkusa - að nota "the ethnic card" þ.e. að höfða til tortryggni sem liggi undir í slíkum samfélögum milli þjóðarhópa hver gegn öðrum.


Niðurstaða

Það verður áhugavert að sjá - hvort að í kjölfar forsetakosninga þ.s. sennilega fékk frambjóðandi sá sem er Pashtúni flest atkvæði; mun sá frambjóðandi er tapaði - leitast við að efla til uppreisnar meðal þeirra hópa landsmanna sem líklega kusu hann - sennilega vegna þess að "hann er ekki Pashtun."

Það er ástæða fyrir því - af hverju lýðræði virkar best í þjóðríkjum.

 

Kv.


Það virðist vera yfirvofandi lokaorusta í átökum í A-Úkraínu

Ef marka má fréttir þá eru uppreisnarmenn á hröðum flótta eftir að hafa gefið eftir borgirnar Slovyansk og Kramatorsk. Ríkisstjórn Úkraínu segist hafa minnkað umráðasvæði uppreisnarmanna um 2/3 síðan vopnahléi var aflýst sl. föstudag - ef þ.e. rétt þá er sókn stjórnarhersins þessa dagana án mótspyrnu.

Pro-Russia Rebels Prepare Last Stand in East Ukraine

Ukraine rebels vow to fight on after abandoning Slavyansk

Ukraine says forces will press forward after taking rebel stronghold

Íbúar virðast fegnir því að bardögum sé lokið:

""Everything is different now. Tonight is the first night with no shelling," said Mikhail Martynenko, 58, a guard at a local market near Slaviansk." - ""People are in a better mood and there are more people on the streets. Everyone was afraid. They had no idea when another mortar would come flying," he said."

Stjórnarherinn stefnir að því að setja borgirnar Luhansk og Donetsk í herkví

"Deputy security council chief Mykhailo Koval said blockades were being prepared around the capitals of the two separatist regions, Donetsk and Luhansk." - ""A complete blockade will be carried out on these cities and corresponding actions will lead to the separatists and bandits being forced to lay down their weapons," Interfax reported him as saying."

Á meðan er stjórnarherinn að handtaka óþekktan fjölda uppreisnarmanna:

"Andriy Lysenko, a senior official of Ukraine's "anti-terrorist operation", said scores of rebels were surrendering and providing information on locations of rebel units and weapons."

Á meðan kvarta uppreisnarmenn undan skorti á viðbrögðum frá Moskvu:

""I'm very disappointed," said Fedor Berezin, rebel deputy defense minister, of Moscow's lack of action. "That means it will be a long and bloody war until we all die valiantly on the barricades.""

Meðan að skipaður þingmaður þeirra taldi enn vera von á aðgerðum yfirvalda í Moskvu:

"A lawmaker representing the far-eastern self-declared “New Russia” confederation, formed last month by the breakaway People’s Republics of Donetsk and Lugansk, urged Russia to intervene." - "“I think we will be able to convince the leadership of the Russian Federation to intervene in this very complicated situation,” Sergey Babryshnikov said by telephone from Donetsk. “If a city of 1m faces such attacks, this will be beyond any international norms,” he added."

-------------------------------------------

Eins og er komið - virðist eina von uppreisnarinnar að Pútín fyrirskipi innrás í A-Úkraínu

Uppreisnarmenn ef þ.e. rétt að umráðasvæði þeirra hafi skroppið saman um 2/3 á örfáum dögum, þá er þetta ekki "undanhald" hjá þeim heldur "flótti."

Þeir séu sennilega að undirbúa varnir í Luhansk og Donetsk borgum - með það litla lið sem þeir þá eiga eftir.

En í ástandi því sem á ensku nefnist "rout" þá er einmitt líklegt að töluverður fj. þeirra sem reyndi að flýja - hafi gefist upp fyrir stjórnarhernum einhvers staðar á leiðinni.

Það sem líklega muni ráða mestu í viðbrögðum almennings, sé líklegt til að verða - - feiginleiki yfir því að bardögum sé lokið - svo að uppbygging geti hafist að nýju - fólk að nýju mætt til vinnu o.s.frv.

  • En vísbendingar eru um að almenningur sé þreyttur orðinn á uppreisninni, þ.s. af hún hafi haft þær afleiðingar - - að klippa á efnahagsleg tengsl við restina af landinu.
  • Sem hafi leitt til mjög mikils atvinnuleysis á umráðasvæðum uppreisnarmanna. Það hafi einnig verið skortur á rafmagni og öðrum nauðsynjum.
  • Fólk hafi hætt að fá bætur svo sem atvinnuleysis - trygginga og elli.

Families caught in crossfire in eastern Ukraine
"Dobrostroy has had no income since the dairy factory where she worked closed at the start of the fighting, and worries about what would become of her children in an unfamiliar place." - ""I have no money at all", the 29-year-old said, adding that her rainy-day fund was now just 20 hryvnia ($1.70)." - "Since the city's takeover by the rebels, who oppose Kiev's pro-Western government, most adults have either lost their jobs or been deprived of access to the pensions or other benefits they would usually receive."

Þetta er einmitt þ.s. er dæmigert fyrir stríð - að það bitnar verst á almennum borgurum. 

Þau áhrif að með því að gera tilraun til að rjúfa sambandið við Úkraínu - að þá hlaut að klippast á alla þá þjónustu við íbúa sem ríkisstjórn landsins hafði fram að þessu veitt sbr. "tryggingabætur" - "bætur til aldraðra." Og að ef klippt væri á markaðinn við restina af landinu, þá hlaut það að skapa mikið atvinnuleysi.

Þá veltir maður fyrir sér - - hvað uppreisnarmenn voru að hugsa. Eða hvort þeir hugsuðu yfirleitt.

Á sama tíma virðast lífskjör í Rússlandi hafa staðnað, jafnvel farin að lækka, spurning hvernig gangi að reka Krím-skaga, en líkur eru á því að einhverju leiti svipuð vandamál geti verið þar - en hann var einnig snögg klipptur út úr efnahagstengingu við Úkraínu, spurning hversu vel gengur að tengja hann efnahagslega við Rússland?  Crimea euphoria fades for some Russians

  • Það getur einnig verið ástæða þess - - að Pútín sé búinn að ákveða að hætta frekari stuðningi við uppreisnina í A-Úkraínu, að refsiaðgerðir Vesturlanda séu farnar að bíta.
  • Hinar snögg auknu vinsældir Pútíns í kjölfar Krímskaga aðgerðarinnar, geti hjaðnað jafn harðan. Ef ástand efnahagsstöðnunar verður að samdrætti. Rússar hafa ekki séð samdrátt um töluverðan tíma. Og það getur því vel verið, að viðbrögð almennings yfir slíkri þróun - geti orðið hörð. Sérstaklega ef almenningur mundi kenna um stefnu eigin stjórnar - - en almenningur er oft fljótur að gleyma því að hafa sjálfur kóað með, aðdáun gæti þá snögglega umpólast í reiði.

Eins og ég benti á síðast þá getur verið að Pútín sé þegar búinn að afskrifa uppreisnina í A-Úkraínu: Er að draga að endalokum uppreisnar í A-Úkraínu?. Mér finnst virkilega að ef Pútín hefði ætlað að senda rússn. herinn inn - sem er margfalt öflugari en stjórnarher Úkraínu. Þá væri hann þegar búinn að því fyrir nokkru síðan.

  • Eitt sem ekki er unnt að útiloka - er að fyrir liggi samkomulag milli forsetanna Pútíns og Poroshenko, sem sé "leynilegt." Það skíri þá af hverju, Poroshenko telur óhætt sl. föstudag að gefa skipun um - framrás hersins.

En það voru símafundir í sl. viku milli Rússl. og Úkraínu, án þess að uppreisnarmenn hafi verið þar nokkurs staðar nærri. Engin leið að vita, hvað kom fram í þeim.

Gagnrýni yfirvalda í Kreml, þ.s. þau halda áfram að gagnrýna stjórnvöld í Kíev - - gæti þá verið "damage control" gagnvart eigin "þjóð" en rússn. stjv. hafa látið rússn. fjölmiðla - - viðhalda sl. mánuði gríðarlega harkalegri gagnrýni á stjv. í Kíev þ.s. orðaleppar eins og "junta" og "fasistar" hafa verið venjulegt orðalag fremur en undantekning.

  • Það líti illa út - - að skipa fjölmiðlum að skipta um prógramm, of snögglega.

Menn þurfi að stýra með einhverri lágmarks varfærni, þeirri "manipulation" á þjóðfélagsumræðunni, sem stjv. í Kreml ástunda.

----------------------------

Þó svo að umráðasvæði uppreisnarinnar geti á næstu dögum - - orðið ekki nema tvær borgir. Og þá jafnvel svo, að þeir ráði ekki nema "svæðum" innan þeirra borga.

Þá samt sem áður, sé líklegt að átök standi einhverjar vikur til viðbótar. En þ.e. rökrétt að svo verði, þ.s. tafsamara er að sækja fram ef herinn hyggst lágmarka manntjón almennra borgara.

Á sama tíma, getur það einnig verið taktík, að halda uppreisnarmönnum í herkví - til að brjóta niður baráttuþrek þeirra. Þ.s. þá smám saman ganga þeirra eigin vistir til þurrðar. Bæði matur og hergögn.

Að auki þá ætti einnig almennum borgurum í þeim hverfum sem uppreisnarmenn ráða yfir - smám saman að fækka eftir því sem þeir flýja í þau hverfi sem fallið hafa til stjórnarhersins og því ekki lengur barist þar. 

Sem þá þíði, að á sama tíma og baráttuþrekið smá fjari eftir því sem vistir þrjóta, þá samtímis minnki líkur á því að framsókn stjórnvalda skapi manntjón almennra borgara - - þannig að herinn gæti því kosið af báðum ástæðum að halda uppreisnarmönnum í herkví um nokkurn tíma.

Áður en herinn leggur til lokaatlögu inn í síðustu hverfin sem uppreisnarmenn mundu ráða yfir. 

  • Það getur þítt að átökum ljúki samt fyrir mánaðamót ágúst/september.

 
Niðurstaða

Skynsamast væri sennilega fyrir uppreisnarmenn sjálfa að gefast upp - sem fyrst. Þar sem þá halda þeir lífi, en ef þeir halda áfram að berjast - - er það ljóst að töluverður fjöldi þeirra sem nú eru lifandi mun ekki verða lifandi er uppreisninni verður lokið.

Það að uppreisn ljúki með sigri stjórnarhers viðkomandi lands - - er sennilega "algengasta útkoman."

  1. Get nefnt borgarastríðið í Bandaríkjunum er stóð í 3 ár - er enn langsamlega blóðugasta stríðið sem Bandaríkin hafa háð, manntjón mun meira meðal uppreisnarmanna.
  2. Uppreisn Tamíla á Sri Lanka sem stjórnarher landsins barði niður fyrir nokkrum árum, flestir þátttakendur í þeirri uppreisn virðast hafa látið lífið - manntjón uppreisnarmanna í háu margfeldi meira en stjórnarhersins.
  3. Svo má ekki gleyma Tétníu stríðunum á 10. áratugnum sem lauk 2000 ca. Áætlað manntjón nálgast 200þ. eða um 20% þjóðarinnar, sem er gríðarlega hátt hlutfall - rússn.herinn virðist hafa drepið langsamlega flesta þá sem voru í her uppreisnarmanna. 

Þátttaka í vopnaðri uppreisn með öðrum orðum - virðist óskaplega áhættusöm.

Ætla uppreisnarmenn í Úkraínu - einnig að berjast þar til yfir líkur? Þá veltir maður fyrir sér - til hvers? En ef eins og virðist, að Pútín hafi afskrifað uppreisnina. Þá eiga hinir fámennu hópar uppreisnarmanna í A-Úkraínu - alls enga von um sigur, virkilega ekki neina. Algerlega rökrétt væri að gefast upp. Meðan að gersamlega órökrétt sé að halda áfram baráttunni þar til yfir líkur.

Von uppreisnarmanna virtist vera sú - að skapa almennan stuðning með uppreisninni, þess í stað virðist líklegt að þegar henni lýkur. Verði almenningur fyrst og fremst feginn því að átökum sé lokið. Þannig að daglegt líf geti að nýju smám saman gengið sinn vanagang.

Ólíklegt virðist í því samhengi að fallnir uppreisnarmenn verði að píslarvottum.

 

Kv.


Er að draga að endalokum uppreisnar í A-Úkraínu?

Eins og flestir sem fylgjast með fréttum ættu að vita, þá hófst uppreisn í A-Úkraínu ekki löngu eftir að rússneskt herlið "hernam Krímskaga" -að vísu án blóðsúthellinga- og síðan virðist hafa verið sett upp "leppstjórn" flokks er áður hafði afar lítinn stuðning íbúa eða um 6% atkv. síðast er kosið var til þings þess héraðs en sá hópur var einmitt áhugahópur um sameiningu Krímskaga við Rússland er hafði starfað um nokkurn tíma, en eins og ég bendi á, haft -lítið fylgi. 

Það er ekki undarlegt að ég álykta, að þegar foringi þess hóps, er skipaður forystumaður héraðsins Krímskagi á sama tíma og rússn. herlið er skipulega að taka yfir alla stjórn öryggismála þar -samtímis því að öryggissveitir úkraínskra stjv. voru umkringdar í búðum sínum, haldið þar í herkví- að þá sé komin til "valda" þar leppstjórn.

Síðan var haldin almenn atkvæðagreiðsla með niðurstöðum "sem einfaldlega standast ekki tölfræðilega" þ.e. 91% íbúa hafi sagt já með 81% mætingu. En þ.s. rússn.mælandi á Krímskaga eru ekki rétt nema tæp 60% þegar skaginn er tekinn yfir. Þá er augljóst - - að til þess að slíkar tölur gangi upp, þarf að hafa verið veruleg mæting á kjörtað af hálfu "Krím-tatara" og "úkraínsku mælandi" íbúa Krímskaga.

Þ.s. vitað er að sterk andstaða var til staðar meðal þess hluta íbúa skagans - virðast þessar tölur gersamlega ótrúverðugar. 

Á hinn bóginn, hefði yfirlýsing með "sennilegri tölum" þ.e. að nánast eingöngu rússn.mælandi hafi kosið já, sem líklega mundi þíða samþykki um 50% íbúa ef þátttaka var 80%; ekki litið eins vel út.

  • Það sé treyst á að ekki sé mögulegt að sanna að tölurnar hafi verið falsaðar.
  • En ef kjörgögnum hefur verið fargað - þá verður það einmitt útkoman.

Eins og flestir ættu að vita, hafa verið nefndar margvíslegar "ótrúverðugar mótbárur," til að sýna fram á að Rússar hafi orðið að framkvæma þessa yfirtöku!

  1. Herstöðin í Sevastopol, á að hafa verið í hættu. Ég vona að fólk hafi veitt athygli deilu sem er í gangi nú milli ríkisstj. Úkraínu og Gasprom. En Gasprom hefur fellt niður 50% afslátt sem Úkraína áður hafði - í tengslum við langtíma leigusamning á Sevastopol. Þ.s. menn þurfa að átta sig á, er að Úkraína er eitt fátækasta land Evrópu. Íbúa landsins munar heilt helviti mikið um það hvort gas til heimilisnota kostar 50% minna eða 100% meira. Sérhver ríkisstjórn Úkraínu, sem hefði ætlað að "segja upp samningnum um leigu á Sevastopol" hefði vitað nákvæmlega hvað sú uppsögn þíddi, þ.e. 100% hækkun á gasverði. Þ.e. engin leið, að slík ríkisstjórn hefði ekki í kjölfarið uppskorið almenna reiði íbúa - sinna kjósenda. Af því leiðir, að sú sviðsmynd að Úkraína hefði sagt þessum samningi upp - - virkar afar ótrúverðug.
  2. NATO á að hafa verið með eitthvert "secret plan" um að koma Úkraínu í NATO. Ég vona að fólk hafi smá þekkingu á því hvernig NATO virkar. En t.d. þegar lönd A-Evr. gengu í NATO. Þá gerðist það eftir að, hvert og eitt þeirra fór fram á slíka aðild, síðan var sú aðild samþykkt af öllum meðlimalöndum NATO. Reglan innan NATO er "unanimity" þ.e. öll aðildarlönd verða að vera sammála. "Það er af og frá að Bandaríkin - geti einhliða ráðkast með það hvort land fær NATO aðild eða ekki." Það sést t.d. á því, að þegar Bush forseti lagði til NATO aðild Georgíu og Úkraínu - þá var þeirri tillögu hafnað af flestum aðildarþjóðum ESB. Hvers vegna - - vegna þess að ESB vissi upp á hár, að tilraun til að koma Úkraínu í NATO mundi setja samskipti við Rússland í hættu?
  3. Það að sjálfsögðu þíðir einnig, að Evrópuþjóðir höfðu skilning á andstöðu Rússa við NATO aðild Úkraínu. Það sé því einnig af og frá, að þær hafi haft það í hyggju að síðar meir, troða Úkraínu í NATO eða að ógna herstöð Rússa í Sevastopol. "Fyrir utan að þ.e. ekki mögulegt að troða þjóð í NATO." Þjóðir ganga sjálfviljugar í NATO. En ég bendi á að Rússland hefur verið fram að þessu - - 3. mikilvægasta viðskiptaland aðildarþjóða ESB. Það eru einmitt "mikilvægir" viðskiptahagsmunir sem Evrópuþjóðir vilja ekki setja í hættu. Sérstaklega í ljósi efnahagskreppu þeirra landa þá ef e-h er vigtar sú röksemd enn meir.
  4. Síðast en ekki síst, er Úkraínu ekki stjórnað af stórhættulegum öfgamönnum, það standi að sjálfsögðu ekki til "þjóðernishreinsanir" (bendi á að það er rökrétt að óbreittir borgarar leggi á flótta frá hernaðarátökum t.d. flúðu rúml. 300þ. Téténar átökin í Tétníu 1999-2000, ég vænti þess að menn séu ekki að ásaka Pútín á þeim tíma um þjóðernishreinsanir á Téténum) né að gera rússn.íbúa að 2-flokks borgurum landsins. Fyrir utan að "lofsamlega" hefur ESB mjög strangar reglur um það, hvernig má fara með "minnihlutahópa" í aðildarlöndum sínum - - ef Úkraína vill aðild síðar. Þarf Úkraína að fylgja því regluverki. Menn hafa látið töluvert með "frumvarp til laga" sem lagt var fram af þingmanni hægrisinnaðra úkraínskra þjóðernissinna. Sem var aldrei afgreitt sem lög frá þinginu.
  • Punkturinn í þessu er sá - - að þá standa aðrar ástæður að baki aðgerðum Pútíns, en þær sem hafa verið upp gefnar.

Ég bendi fólki á áhugaverða grein í Foreign Affairs: How Putin Won Crimea and Lost Ukraine

Í henni fer fræðimaðurinn Jeffrey Mankoff yfir það hvernig "stefna Pútíns" sé að íta fyrrum meðlimaþjóðum Sovétríkjanna frá nánum samskiptum við Rússland.

En málið er að Rússland virðist líta á þetta "nærsvæði sitt" sbr. "near abroad" sem sitt "yfirráðasvæði" eða með öðrum orðum, að "Rússland hafi rétt til að hlutast til um utanríkisstefnu þeirra landa."

Þær þjóðir eru eðlilega ekki sáttar við slík afskipti - - þannig að slík afskipti séu að skapa vaxandi ástand tortryggni í þeim löndum og andstöðu við - Rússland, og auðvitað Pútín sjálfan, í þeim löndum.

Þ.e. einmitt málið, að -vegna þess að hér er á ferðinni "pattern"- þ.e. Úkraínumálið er langt í frá einstakt, heldur frekar dæmigert - - fyrir utan aðgerðina er Rússland formlega tók yfir Krímskaga.

Þá virðist mér mun trúverðugri en ella væri - ásakanir úkraínskra stjórnvalda gegn ríkisstjórn Pútíns.

 

Ég tel mig vita af hverju Pútín hefur verið að standa í þessu gagnvart Úkraínu, það eru mínar ályktanir

Ég hef ályktað - - > að Rússland hafi skýrt "mótív" til að taka yfir Krímskaga: Yfirtaka Rússlands á Krímskaga, getur hafa snúist um olíu. Rökin eru þau

  1. Að Rússland hefur verið að tapa tekjum af olíu- og gassölu frá Mið-Asíu, eftir því sem Kína hefur verið að taka þá olíu og gas, yfir. Á allra síðustu árum hefur Kína verið að reisa hverja leiðsluna á fætur annarri til þeirra landa. Þannig færast gasviðskipti og olíuviðskipti þeirra landa frá Rússlandi yfir til Kína. Rússland hafði notfært sér það að fram að þeim tíma er Kína fór að reisa slíkar leiðslur, var eina leiðin fyrir þau lönd að flytja út olíu og gas, að flytja það út í gegnum Rússland. Fyrir bragðið gat Rússland sett upp það verð sem það vildi, þannig að Rússland var að hirða meginhluta gróðans af auðlyndum þessara landa. Það að sjálfsögðu þíðir, að Rússland er ekki sérlega vinsælt í þeim löndum, líklega Pútín ekki heldur.
  2. Það að hagvöxtur hefur minnkað í Rússlandi í seinni tíð - sé því líklega ekki tilviljun. Til þess að viðhalda hagvexti, þurfi Rússland á nýjum auðlindum að halda. Þar með sé komið skírt "mótif."

Fyrir mér er þetta svipað og að "fyrirtæki" mundi gera tilraun til "fjandsamlegrar yfirtöku."

  • Mig grunar að Pútín horfi einmitt á þetta með sambærilegum hætti, og aðili í viðskiptum er væri að gera tilraun til "fjandsamlegrar yfirtöku."
  • Þetta sé allt yfirvegað hjá honum - - og samtímis, sé stöðugt verið að vega og meta "líklegan kostnað" vs. "væntingar um ábata." 

Mig grunar að áhættugreining Pútíns í seinni tíð - - sé að meta það svo.

Að frekari stuðningur við "uppreisn í A-Úkraínu" svari ekki kostnaði "miðað við væntingar um ábata."

Pro-Russian separatists flee Ukraine city of Slavyansk

Pro-Russian Fighters Routed From Stronghold, Ukraine Says

Ukraine government forces recapture separatist stronghold

 

Eins og fram hefur komið í fréttum, hafa uppreisnarmenn í A-Úkraínu hörfað frá Slovyanks  og Kramatorsk

Ef þetta er eins og mig grunar, að málið snúist um auðlindir. Sem þá þíði að umræðan í rússn.fjölmiðlum, sé þá til þess að - dreifa ryki. Ástæður sem þar hafi verið upp gefnar séu þær sem ætlað sé "for public consumption" - -> Þ.s. frá sjónarmiði áróðurs "hljómi þær mun betur" en að sem sé líklegri ástæða, að Rússland vilji færa yfir á rússn. umráð.

Auðlyndir þær sem finna má í Luhansk og Donetsk héruðum. En þær eru nokkrar, sbr. enn gríðarlega auðug kolalþg á svokölluðu "Donbas" svæði, síðan skiptir máli iðnaðurinn í þeim tveim héröðum "sem enn framleiðir varning sem sé mikilvægur Rússlandi" sbr. Antonov flutningavélar og Zenit flaugar sem notaðar séu til geimskota. Og ekki má heldur gleyma "Asovshafi" en Rússland eignast öll hafsbotnséttindi þar ef Donetsk hérað gengur í Rússland.

  1. Það er einmitt málið, að ef þetta er "eingöngu" efnahagslegur útreikningur hjá Pútín.
  2. Þá geta "efnahagslegar refsiaðgerðir einmitt virkað."
  3. Því þær "auka kostnað" við aðgerðina - - þannig að ef aðgerðin er stöðugt kostnaðargreind miðað við væntan hagnað, þá geta að auki "hótanir" um frekari refsiaðgerðir - skipt máli. Ef Pútín metur þær hótanir "trúverðugar."

Best er að árétta hvernig Pútín virðist hafa skipulagt aðgerðina í A-Úkraínu með þeim hætti, að "allt sé dæmið fullkomlega -deniable."

Eins og orðið viðurkennt, eru þarna fjölmargir rússn. borgarar þátttakendur - - einstaklingar sem sagðir eru af rússn. fjölmiðlum - óáháðir föðurlandsvinir sem hafi af eigin frumkvæði fullkomlega leitað til A-Úkraínu.

Líklega er engin leið að sanna tengingar þeirra aðila við rússn.stjv. 

  • En t.d. Alexander Borodai sem ræður yfir svokallaðri Vostok liðssveit, er inniheldur m.a. téténska einstaklinga, virðist eingöngu skipuð rússn. borgurum: Rússneskur flugumaður virðist hafa tekið fulla stjórn á svokölluðu "Donetsk People's Republic" í A-Úkraínu í sl. viku.
  • En mér virðist hann einstaklingur er mundi sóma sér sem karakter í Bond mynd, en hann sást t.d. í Tétníu þ.s. liðssveit er hét Vostok, var einnig til staðar - ekki 100% sannað að það sé sama liðssveit en líkur virðast miklar. Síðan sást til hans í S-Ossetíu, nærri þeim tíma þegar Rússar tóku Georgíu á beinið og rasskeltu. Og til hans sást á Krímskaga, þ.s. hann gegndi um hríð hlutverki ráðgjafa "leppstjórnanda" Rússa þar.
  • Þessi maður er í dag "sjálfskipaður forsætisráðherra -Donetsk Peoples Republic." En Vostok sveitin tók stjórnarbyggingar í Donetsk borg fyrir um mánuði. Virðist hafa verið stjórnarbylting - rak út þá aðila rússn.mælandi Úkraínumenn, er þar höfðu haft aðsetur.

Þegar svona menn eru á ferðinni - má bæta við að yfirmaður herafla uppreisnarmanna, er einnig rússn.ríkisborgari. Þá virðist blasa við - - að ásökun úkraínskra stjv. líklega er sönn.

-----------------------------------

Það sem líklega hafi gerst, sé að í héröðunum tveim - hafi sambærilegir karakterar við þann fámenna flokk sem skipaður hafi verið "stjórnendur Krímskaga að nafni til" þ.e. rússn.mælandi þjóðernissinnar í A-Úkraínu.

Talið sig hafa vilyrði frá Pútín um - - stuðning. Risið upp, því þeir töldu "víst" að eins og gerðist á "Krímskaga" mundu þeir fá að stjórna heima héröðum sínum.

  • Það getur líka vel verið, að þeir hafi haft slík loforð - - þó alveg örugglega "ekki á prenti."

Fyrir tiltölulega fámennan hóp þjóðernissinna, áhugasama um að sameina svæðin við Rússland. Sem hafi fram að þessu - ekki séð miklar líkur til þess að ná völdum í gegnum kosningar.

Hafi það virst augljós leið til áhrifa, að taka að sé þetta verkefni.

  • En mér virðist staða uppreisnarinnar í A-Úkraínu alfarið "consistent" við það, að þeir hópar sem standi að henni, hafi fram að þeim tíma verið tiltölulega fámennir "jaðarhópar." Með lítinn stuðning.
  • En höfum í huga, að "bardagahæfur hluti hers Úkraínu" var bara metinn um 6000, rétt áður en átökin hófust. Jafnvel þó að liðsstyrkur sá hafi verið aukinn - með hugsanlegum sjálfboðaliðum. Þá sé þetta "veikur her."
  • Uppreisnarmenn séu því líklega - færri en 10þ. Kannski ekki nema 4-6þ. Þá er það einmitt rökrétt, að þrátt fyrir sitt "besta sprell" á móti hernum, verði þeir að láta undan síga.
  • Ef í gangi væri "almenn uppreisn" væru uppreisnarmenn, líklega a.m.k. 10-falt fleiri.
  • Það fjölmennir, að slík aðgerð sem nú er í gangi, væri algerlega vonlaus.

En höfum í huga að samanlag búa nokkrar milljónir í héröðunum tveim. 40-60þ. er alls ekki óraunhæfur fj. í sviðsmyndinni útbreidd uppreisn, miðað við slíkan mannfjölda.

Á meðan að miðað við slíkan mannfjölda, bendi talan 4-6þ. til þess, að uppreisnin hafi í reynd "ekki fjöldafylgi" innan þeirra héraða.

Bendi að auki á, að þegar uppreisnarmenn héldu almenna kosningu um framtíð héraðanna - - voru aldrei gefnar upp "tölur um mætingu" kjósenda á kjörstað.

Það vekur augljósar grunsemdir um litla mætingu - jafnvel mjög litla. Kannski 10-20%.

  1. Málið sé þá, að Pútín geti pent afskrifað uppreisnina.
  2. Kannski sé hann búinn að því nú þegar.
  • Sé búinn að ákveða, að láta sér Krímskaga duga.
  • Sem þíði ekki, að rússn. fjölmiðlar og rússn.stjv. muni ekki láta dæluna ganga yfir úkraínsk stjv. - meðan þau eru að kveða uppreisnina niður á næstu vikum. 
  • Græða þannig nokkur áróðursprik.
  • Nema auðvitað, að uppreisnarmenn taki tilboði um "uppgjöf."


Niðurstaða

Það geti verið að Kremlverjar séu búnir að afskrifa uppreisnina í A-Úkraínu. Stuðningi við hana hafi verið hagað með þeim hætti. Að öllu sé mögulegt að afneita.

Ég reikna þó með því, að í Kreml sé lifandi "debatt" í gangi, þ.s. þjóðernissinnaðir stuðningsmenn Pútíns, líklega vilji að Kreml styðji uppreisnarmenn alla leið - jafnvel að Rússland sendi herinn inn í A-Úkraínu, þ.e sviðsmyndin innrás. 

Á meðan sé Pútín líklega að vega og meta málið, algerlega frá ísköldum hagrænum sjónarmiðum. Það sé einmitt vegna þess, að baki liggi sennilega hagræn sjónarmið - - sem refsiaðgerðir Vesturlanda "skipti máli."

Því þær auki kostnað Rússlands. Þá auðvitað verður kostnaðar/hagkvæmni mat, minna hagkvæmt - jafnvel óvissa um það hvort yfirleitt verði hagnaður. Þá sé rökrétt, ef málið sé skoðað á þeim grunni, að hætta við frekari aðgerðir - - ef það er niðurstaðan að aðgerðin "svari ekki kostnaði."

 

Kv.


Rússnesk lagasetning endurvekur ótta um skiptingu "internetsins" eftir löndum

Ný samþykkt lög rússnesku Dúmunnar hefur vakið alþjóðlega athygli - en skv. hinum nýju lögum, sem Pútín skv. fréttum á enn eftir að undirrita - þannig að þetta er ekki formlega lög enn. Ber internetfyrirtækjum að varðveita gögn rússneskra ríkisborgara innan Rússlands.

Sem þá þíðir sem dæmi, að Facebook, Twitter, Google - og hvað þetta allt heitir er starfar á alþjóða grunni; verði þá að setja upp "sjoppu" í Rússlandi.

Athygli vakti sambærileg tilraun í Brasilíu fyrir ári, sem Dilma Rousseff hætti síðan við. Eftir frekar hávært kvein frá brasilískum internet samskipta aðilum.

Russia Moves To Ban Online Services That Don’t Store Personal Data In Russia

Russia clampdown stokes fears of Balkanisation of the web

Bendi einnig á áhugaverða umfjöllun um áhuga rússn. stjv. á auknu eftirliti með netnotkun:

The ‘Balkanisation’ of Russia’s internet

 

Það hefur lengi blasað við sá möguleiki að stjórnvöld a.m.k. sumra landa sjái internetið sem hættu eða ógn

Það er auðvitað til yfrið nóg af hættum á internetinu - t.d. höfum við nýlega orðið vör við það hve óskaplega öfluga nettilvist samtökin "Islamic State of Iranq and al Sham" eða "ISIS" hefur. Þ.s. hreyfingin beitir netinu óspart til að dreyfa áróðri - sá virðist vel útfærður vísbending þess að sú hreyfing ráði yfir einstaklingum með þekkingu á "beitingu áróður."

Svo er auðvitað margt annað sem stjórnvöld geta skynjað sem hættu - - t.d. getur hugtakið "öryggi" verið afskaplega teygjanlegt, eins og mannkyn upplifði á 20. öld, þegar fólk var gjarnan handtekið án dóms og laga í fjölda landa, og þessi eina ástæða upp gefin.

Að auki "efni sem getur ógnað almannahag" eða "hatursáróður" - - er sannarlega einnig teygjanlegt, t.d. gæti stjv. í landi X talið að "efni gefið út af landflótta andófsmönnum" sé "efni sem ógni almannahag." Slík afstaða væri líkleg t.d. í Kína af hálfu stjórnvalda.

Stjórnvöld sem vildu virkilega vera ósanngjörn, gætu flokkað "gagnrýni á stjórnvöld" sem hatursáróður.

Í greininni á Opendemocracy kemur fram, að t.d. hafi lögum sem beint er gegn "síðum sem hvetja til öfga" einmitt verið beint gegn - - þekktum síðum stjórnarandstæðinga.

"...particularly following this year’s decision to allow the Prosecutor General to blacklist, without a court order, any online resource promoting ‘extremism.’ - "This term leaves much room for interpretation..." - "the ruling’s first victims were a number of opposition news portals: grani.ru, ej.ru, kasparov.ru as well as Aleksey Navalny’s blog."

Þessu var sem sagt - - beint gegn síðum þekktustu stjórnarandstæðinga innan Rússlands.

Þetta sýnir ef til vill - - hvernig stjórnvöld í Rússland, geta ákveðið að beita þeim lögum sem Dúman var að samþykkja, því ef erlend internet fyrirtæki verða knúin "virkilega" til að varðveita persónuleg gögn rússn. borgara innan Rússlands; þá muni stjórnvöld með auðveldum hætti geta blokkerað aðgang að óþægilegri gagnrýni - á netinu.

  1. Að vísu er erfitt að sjá hvernig Rússland hyggst - ef til vill - framfylgja þeim lögum.
  2. Nema að til standi, að setja upp - - eldvegg utan um Rússland eða svokallaðan "netkínamúr."
  3. En án þess að geta hótað því, að hindra aðgang að þeim erlendu netfyrirtækjum, sem stjórnvöld leitast við að "þvinga" til að varðveita gögn innan landamæra.
  4. Sé ég ekki að þau yfirvöld hafi næga svipu til að beita þau þvingun af nokkru tagi.

Engin opinber áætlun um slíkt hefur a.m.k. enn sem komið er verið kynnt.

Skv. frétt Financial Times um málið, hafi komið fram í umræðu þingmanna - - gagnrýni á erlend netfyrirtæki; þar sem þau leiði hjá sér rússnesk lög.

Þá vísa ég til laganna, sem heimila að aðgangur sé takmarkaður að síðum sem útbreiða hatur eða hvetja til öfga. En töluverður fjöldi þeirra síðna - - er víst vistaður erlendis þ.s. rússn. stjv. ná ekki til þeirra með neinum beinum hætti.

Þar sem afstaða þingsins virðist beinast að því vandamáli - að framfylgja ofangreindum lögum gagnvart síðum sem rússn.stjv. hafi ákveðið að loka á, en ekki getað framfylgt þeirri lokun fram að þessu.

Þá virðist mér blasa við að sennilega hafi rússn.stjv. það í huga eða í undirbúningi, að setja upp sambærilegt kerfi í Rússlandi - og það kerfi sem til staðar er í Kína, og einnig í Íran.

  • Það er síðan áhugavert, að Íran er bandamaður Rússlands, og Pútín virðist nú vera að stefna að bandalagi við Kína - bæði þau lönd hafi "Netkínamúr."
  • Tilviljun?

 
Niðurstaða

Það getur verið að myndast ný skipting í heiminum, milli landa sem óttast "upplýsingafrelsi" - óttast óþvingað flæði þeirra. Og landa sem líta á einmitt óþvingað flæði gagna, sem grunn mannréttindi.

Með öðrum orðum, landa sem styðja lýðræði.

Landa sem standa fyrir einræði og stjórnun á upplýsingum.

 

Kv.


Áhrif dóms Evrópudómstólsins er heimilar einstaklingum að aftengja upplýsingar um sig á leitarvél Google virðast vera að koma í ljós

BBC vakti athygli á tilkynningu sem félagið fékk frá Google nýverið, um það að tiltekin grein mundi ekki lengur koma fram í leitarniðurstöðum. Robert Preston hjá BBC fjallaði um málið:

Why has Google cast me into oblivion?

En hann er blaðamaðurinn er skrifaði þá grein á sínum tíma.

"Now in my blog, only one individual is named. He is Stan O'Neal, the former boss of the investment bank Merrill Lynch.  My column describes how O'Neal was forced out of Merrill after the investment bank suffered colossal losses on reckless investments it had made.  Is the data in it "inadequate, irrelevant or no longer relevant"?  Hmmm."

Það sem hann vísar til - - er dóms Evrópudómstólsins. Sem heimilar - "...individuals had the right to request the removal of search results linking to “inadequate, irrelevant or no longer relevant” personal data – even if the information had been published legally."

  • Spurningin er náttúrulega - - hvað gerir einkafyrirtæki í þessu tilviki Google þegar það stendur frammi fyrir slíkri dómsniðurstöðu?

Einn dómarinn spurður af fréttamanni sagði:

“The ruling does not elevate the right to be forgotten to a ‘super right’ trumping other fundamental rights, such as the freedom of expression or the freedom of the media,”

  • En hvernig á fyrirtæki að fara að því að feta það einstigi - - hvaða efni telst "mikilvægt" og hvað telst "ekki vera mikilvægt"?
  1. Ég held að það hljóti að blasa við, að það sé ekki endilega "hagur einkafyrirtækis" að túlka dómsniðurstöðuna, að almanna hag.
  2. Heldur með þeim hætti, er fellur frekar að eigin hag.

Líklegur fókus sé þá sennilega á - - lágmörkun eigin áhættu fyrirtækisins.

  1. En ef það mundi leitast við að túlka dómsniðurstöðuna þröngt, er ekki ósennilegt að það mundi lenda í málaferlum.
  2. Líkur á málaferlum virðast augljóst verulega miklu minni, ef Google túlkar dómsniðurstöðuna vítt.

Þannig að það virðist mér fremur klárt, að Google muni fremur auðveldlega láta undan kröfum einstaklinga, um að "afnema" tengingar milli þeirra nafna og greina eða umfjallana sem finna má á netinu.

Vandinn við þetta er ekki síst, að ekki er verið að takmarka aðgang að ólöglegu efni, heldur efni sem oftast nær hefur verið löglega birt og er til staðar með löglegum hætti á netinu, og mun áfram vera til staðar.

Á hinn bóginn, þegar haft er í huga óskapleg stærð netsins, gríðarlegur fjöldi netsíðna, en ekki síst heldur - sá fjöldi netsíðna er hætt hafa starfsemi eða virkni, en eru enn finnanlegar með leitarvélum í gagnageymslum.

Þá ætti það að blasa við, að það geti verið torvelt að leita að tilteknum gögnum á netinu, ef þeirra er ekki lengur unnt að leita - með leitarvél.

Þannig að ef mikið verður af því, að einstaklingar fá því framgengt, að tengingar milli nafna þeirra og upplýsinga sem finnanlegar eru á netinu, verði afnumdar úr Google.

Þá leiði það til þess - - að mikið magn af göngum verði í reynd - tínd. Jafnvel þó þau séu enn til einhvers staðar í gagnageymslu sem varðveitir vefsíður sem ekki eru lengur virkar, eða að síðan heitir ekki lengur það sama en hefur enn í varðveislu þær upplýsingar sem leitað er.

Höfum í huga að Google er ótrúlega gagnleg fyrir marga:

  1. T.d. er hægt að kanna fortíð þess sem vill leigja íbúðina þína.
  2. Eða kaupa bílinn þinn.
  3. Eða eiga við þig viðskipti.

Þannig er mögulegt að forðast svik og pretti, eða vafasama karaktera.

En maður þarf að velta fyrir sér - hverjir eru líklegastir til að vilja afnema tengingar við upplýsingar um sjálfa sig? Eru það ekki einmitt karakterar, sem almenningur þarf eiginlega á að halda, að unnt sé að halda undir smásjá?

Ég sá athugasemd um málið, aðili sem er á öðru máli:

"On Google News today I read several screaming headlines about a private individual who has mental health problems and has only come to the public notice because she acted bravely during an unpleasant murder last year. I, and millions of others, would not have known about this private individual's personal problems - which are nothing to do with anyone other than her family and community and should not really be a "news" item - if it wasn't for Google. This person should be left alone and have the opportunity to deal with her own problems in private, not have them splattered all over the internet thanks to Google (and the British tabloids who push these kinds of stories to move their Google ratings up)."

Það má að sjálfsögðu færa rök fyrir því, að einstaklingar með geðtruflanir ættu að hafa sérstaka vernd - að auki má bæta við, einstaklingum með andlega fötlun.

Á hinn bóginn, eins og dómurinn er orðaður, þá kastar hann út of víðu neti - en ef það hefði verið sérstakt markmið að vernda slíka einstaklinga.

Hefði það verið mögulegt með mun "þrengra orðalagi" er hefði heimilað þessum tilteknu hópum að fá tengingar um sig - afnumdar.

Með öðrum orðum, án þess - - að eins og nú er, þá muni glæpamenn - spilltir pólitíkusar - fjárglæframenn og aðrir vafasamir karakterar án efs; leggja áherslu á að "af-googla sig."

Orðalag dómsniðurstöðunnar heimili of víða túlkun.

Af því leiði að neikvæð áhrif á almannahag, verði sennilega töluverð.

 

Niðurstaða

Mér finnst að dómurinn hafi í dómsniðurstöðu ákveðið, að bæta hag einstaklinga - en á sama tíma fórnað á móti almannahag. Það er í mörgu vaxandi togstreita milli einstaklingshagsmuna og almannahagsmuna.

T.d. er gott dæmi, hvernig ESB hefur farið með Evrópureglur er lúta að innistæðutryggingum. Sjálfsagt vita einhverjir að lágmarkstrygging er ekki lengur rúmar 20þ.€ heldur 100þ.€. Að auki hefur orðalagi reglugerðar verið breytt svo það fari ekki milli mála að ríki eru ábyrg fyrir greiðslum. Ekki síst, það þarf að greiða kröfur hraðar, en áður var krafa um.

Fljótt á litið virðist þetta með lofsamlegum hætti styrkja hag einstaklinga. Á hinn bóginn er ég hræddur um, að með því að 4-falda upphæðina sem þarf að ábyrgjast. Og taka af allan vafa um ábyrgð ríkja. Hafi ESB með því "tryggt að það verði ríkisþrot" næst þegar verða meiriháttar bankagjaldþrot. 

Þá er spurning náttúrulega á móti, hver er hagur almennings - sem á að standa undir slíkum kröfum? Og gæti séð sinn ríkissjóð verða gjaldþrota - séð fram á hrun almannaþjónustu o.s.frv.?

Spurning hvort að dómur Evrópudómstólsins sé ef til vill vísbending um það, að róttækar hugmyndir um einstaklingshyggju, njóti stuðnings á hæstu stöðum innan ESB.


Kv.


Berum saman stríðið í Tétníu 1990-2000, og stríðið í Úkraínu

Vegna athugasemda sem ég hef fengið, sérstaklega þess efnis - að stjórnvöld í Úkraínu séu að fremja "þjóðarmorð" auk ábendinga um töluverðan flótta almennra borgara af bardagasvæðum. Hef ég ákveðið að rifja upp stríðið í Tétníu, Pútín var 1999-2000 forsætisráðherra Yeltzin var þá heilsuveill Pútín sennilega þegar með mikil völd. En Tétnía hafði verið "de facto" sjálfstæð frá 1996 - 1999 eða 4 ár, eða síðan friður var saminn 1995 eftir hið Fyrra Tétníu stríð. Seinna Tétníu stríðið varð mjög vinsælt af rússn. almenningi, líklegt er að mannskæð hryðjuverk um svipað leiti sem múslímskum hryðjuverkamönnum frá Kákasus svæðinu var kennt um, hafi haft mikið að gera með það - að skapa víðtækan stuðning við hernaðaraðgerðir gegn Téténum; er af flestum talið að vinsældir þær sem Pútín græddi af tengslum sínum við það stríð - hafi stuðlað mjög að valdatöku hans 2000.

  1. Þ.s. enginn hafði viðurkennt sjálfstæði Tétníu, má segja að um "innanlandsstríð" hafi verið að ræða, og að Pútín hafi ekkert annað gert en að "kveða niður með valdi ólöglega uppreisn" þrátt fyrir "friðarsamning" þann sem áður var gerður. En hann má segja að hafi falið í sér vissa viðurkenningu rússn. stjv. á Tétníu. Á hinn bóginn, hófust átök í Dagestan, sem er við hlið Tétníu fyrr það ár, og voru þau rakin til téténskra skæruliða er höfðu gert innrás í það hérað. Það má með vissum hætti segja, að þau átök hafi gefið Pútín - sem var nærri því að ná völdum, átyllu. 
  2. Þ.s. er áhugavert er hin óskaplega harka sem rússn. herinn beitti, á móti þá vörðust Téténar mjög hart, það tók fjölmennan rússn. her meira en ár að sigrast á skæruher Maskadov forseta Téténa. Höfuðborgin Grosny var sögð 2003 af starfsmönnum SÞ, sú borg í heiminum sem hefði orðið fyrir mestri eyðuleggingu í heiminum. En orrustan um hana stóð í nærri því ár. Rússar beittu óspart sprengjuárásum með Su-24 og Su-25 vélum, sem og stórskotahríð. Síðan í seinni hlutanum var barist hús úr húsi, skriðdrekum óspart beitt.
  3. Um fjórðungur Téténsku þjóðarinnar - flúði til nágranna héraða Rússlands. Þ.e. rúmlega 300þ.

Hér er áhugavert Youtube myndband, er sýnir myndir frá Grosny:

Annað áhugavert - í þetta sinn á vef Military.com: Grosny mop up og enn annað einnig Military.com Battle for Grosny. Sérstaklega seinna Videóið inniheldur dramatískar senur.

Svo aftur, áhugavert Youtube vídeó, bersýnilega tekið af myndatökumanni er hafði góðfúslegt leyfi rússn. herflokksins, til að taka myndir - meðan hermennirnir bregða sér á leik. Takið eftir Grosný borg þegar við og við sjást myndir af eyðileggingu hennar:

Þetta Vídeó er áhugavert, en þar má sjá áhugaverða umfjöllun, um Grosny nútímans - en borgin hefur verið endurreist undir einræðisstjórn Kadyrov feðga. Stjórnarhættir Akhmad og síðan sonar hans Ramzan Kadyrov eftir að faðir hans lét lífið í sprengjutilræði 2004, hafa þótt mjög grimmir:

Áhugavert er að Tétnía var "hersetin" til 2009 - er öryggisástandi var aflýst loks formlega. En það tók töluverðan tíma að brjóta endanlega niður andstöðu skæruhreyfingar Téténa.

  • Heildar mannfall er ekki þekkt nákvæmlega, en áætlað 80þ. í seinna stríðinu: Second Chechen War.
  • Mannfall í fyrra Téténíu stríðinu, 1994-1996, er einnig áætlað 80þ. 
  • Það þíðir að heildarmannfall, í átökum innan Tétníu hafi verið sennilega a.m.k. 160.000. Höfum í huga, miðað við að íbúafj. Tétníu hafi verið áætlaður ca. milljón fyrir stríð, nálgast mannfall um 20% þjóðar. Alltaf spurning hvenær menn beita hugtakinu þjóðarmorð.


Þegar menn halda því fram að "þjóðarmorð" sé í gangi í A-Úkraínu.

Væri ágætt að menn mundu rifja upp stríðið í Tétníu, einmitt undir stjórn Pútíns.

  1. Þó svo að Téténar séu ekki Rússar, ef þ.e. svo að Tétnía var "hérað í uppreisn" - "þrátt fyrir eigin sjálfstæðisyfirlýsingu" - og ef "það telst svo að Pútín hafi verið í fullum rétti að kveða þá uppreisn niður af mikilli grimmd."
  2. Þá að sjálfsögðu gildir það sama um stjórnvöld í Kíev - - að ekki er smærri réttur þeirra. Til að brjóta niður uppreisn í tveim héröðum innan þess lands, þó svo að í það sinn, séu það ekki Téténar í uppreisn heldur rússn.mælandi Úkraínumenn, í vopnaðri uppreisn gegn stjórnvöldum í Kíev.

Hingað til hefur beiting stjórnarhers Úkraínu á vopnum og sprengjum, langt í frá verið á þeim skala - sem beiting rússneska hersins var undir stjórn Pútín, gegn Téténum 1999 og 2000.

Höldum til haga, að aðgerðir gegn Téténum héldu í reynd áfram - í mörg ár á eftir, ekki var formlegum friði lýst yfir, fyrr en 2009.

Ekki má heldur gleyma að Pútín kom á ógnarstjórn Khadyrov feðga.

 

Niðurstaða

Ég krefst þess að sjálfsögðu að menn séu samkvæmir sjálfum sér.

Ef þ.e. rétt að aðgerðir úkraínskra stjórnvalda séu ólöglegar - eins og fullyrt er af sumum netverjum. Að þær aðgerðir séu einnig þjóðarmorð.

Þá bendi ég þeim sem standa þannig þétt við bakið á rússn. uppreisnarmönnum í A-Úkraínu, að rifja upp aðgerðir Pútíns gegn Téténum árin 1999-2000. Og síðan skærustríðið sem stóð til 2009.

Í Tétníu létu lífið um 20% þjóðarinnar. Sem er afskaplega hátt hlutfall - - ég held að það sé hærra hlutfall, en létu lífið af þýsku þjóðinni í Seinni Heimsstyrjöld. Til að nefna annan samanburð.

Það bendir á að herför Rússa hafi verið ákaflega blóðug svo meir sé ekki sagt.

Ef það er þjóðarmorð í Úkraínu - - þá voru aðgerðir Pútíns það svo sannarlega gegn Téténum.

Ef á hinn bóginn, herför Pútíns var ekki þjóðarmorð - þá að sjálfsögðu er herför Kíev stjórnarinnar það ekki.

Og ef herför Pútíns var ekki ólögleg, þá er herför stjórnarinnar í Kév það að sjálfsögðu ekki heldur. 

Ég bendi fólki auk þess, sem ásakar úkraínsk stjórnvöld um nasisma, að hafa í huga að um 20% Téténa létu lífið - - það er virkilega mjög mikið. Hvað er þá Pútín?

 

Kv.


Vopnahléið sem ekki var vopnahlé, er ekki lengur í gildi í Úkraínu

Forseti Úkraínu lýsti á þriðjudag vopnahléið úti - og fyrirskipaði hernum að ráðast að uppreisnarmönnum og sigrast á þeim. Höfum þó í huga að þetta er í samræmi við hans fyrri vopnahlésyfirlýsingu, en sú var framsett sem nokkurs konar "úrslitakostir" þ.s. uppreisnarmönnum var sagt að þeir hefðu þá kosti að gefast upp eða að hernum yrði skipað að tortíma þeim. Nú er Poroshenko að standa við þau orð, en það má segja að hann hafi lagt trúverðugleika sinn að veði, og þurft að gefa þá skipun er hann hafði hótað uppreisnarmönnum að gefa, eða tapa sínum trúverðugleika.

Ukraine forces attack rebel positions, Putin growls

Fighting Intensifies in Ukraine After Cease-Fire Is Ended

Ukrainian president orders military to attack pro-Russian militants

 

Hvað ég ég við - að þetta hafi aldrei verið vopnahlé?
Sú staðreynd að bardagar stóðu yfir allan tímann - meðan það átti að vera í gildi. Uppreisnarmenn héldu því fram að stjórnarherinn ætti sök á því, væri stöðugt að ráðast að þeim. Meðan að herinn hafði töluvert aðra sögu að segja, nefnilega þá að uppreisnarmenn viðhéldu linnulausum árásum á stöðvar hans, hermenn gerðu ekkert annað en að svara skothríð þeirra.
  • 20 úkraínskir stjórnarhermenn féllu á þessu tímabili.
  • Og óþekktur fjöldi uppreisnarmanna.

Mín skoðun er að "uppreisnarmenn" séu tiltölulega fámennur hópur, sennilega sambærilegur hópur við þann sem tók völdin með aðstoð rússn. hersins á Krímskaga fyrir nokkru síðan, en þá var leiddur til valda foringi flokks sem hafði fengið um 6% atkvæða í héraðinu er síðast áður var kosið til þings þess héraðs er það var hluti Úkraínu.

Með öðrum orðum, róttækir rússn. þjóðernissinnar - - en slíkir hópar hafa yfirleitt ekki fjöldafylgi. Það getur mjög vel komið heim og saman við þann fjölda, sem virðist vera í liði bardagasveita uppreisnarmanna.

Áætlaður fjöldi innan við 10þ. í héröðum sem telja nokkrar milljónir íbúa. Svo má bæta við aðkomumönnum héðan og þaðan frá Rússlandi, t.d. töluverður hópur frá Tétníu - - sjálfskipaður forsætisráðherra svokallaðs "Donetsk Pepople's Republic" er t.d. fæddur í Moskvu, var um tíma ráðgjafi setts forsætisráðherra Krímskaga með stuðningi rússn. herafla, þar áður sást til hans í S-Ossetíu og þar þar á undan í Tétníu með liðssveit undir sama nafni, og sú er hann ræður yfir nú í A-Úkraínu.

Karakter sem manni finnst að mundi sóma sig vel í James Bond mynd.

  • Höfum í huga að stjórnarher Úkraínu er ekki sterkur, bardagahæfar sveitir voru áætlaðar um 10þ. áður en átökin hófust, sennilega eru þó sveitir hans - - betur vopnum búnar.
  • Þ.e. önnur vísbending þess, að uppreisnarmenn séu ekki mjög fjölmennir - en annars væri svo veikur stjórnarher ekki að hafa betur.
Nokkur flótti íbúa hefur þó verið af bardagahéröðum, sem sjálfsagt er skiljanlegt - - enda geta óbreyttir borgarar fallið, þegar sprengjukúluregn gengur á víxl milli fylkinga.
  1. Höfum í huga að stjórnarher lands, hefur - - rétt til að kveða niður ólöglega uppreisn.
  2. Tökum t.d. sbr. v. borgarastríðið í Bandar. sem stóð í 3-ár, er enn í dag mannskæðasta stríð er Bandar. hafa háð.
  3. Þar fyrir rest vann ríkisstjórn landsins fullan sigur, á uppreisn hluta landsmanna.
Það er einnig mögulegt að nefna stríð svokallaðra Tamíl Tígra er börðust fyrir svokölluðu "Elam" á Sri Lanka, en voru á endanum ofurliði bornir gersamlega af stjórnarhernum - - flestir uppreisnarmenn einfaldlega vegnir. 
  •  Það er því afskaplega áhættusamt - - að hefja vopnaða uppreisn.

 

Ég held að ríkisstjórnin sé ekki endilega í vonlausri stöðu, er kemur að því að höfða til almennings

Skoðanakannanir teknar rétt áður en átök brutust út. Sýna stuðning meira að segja í A-Úkraínu, meirihluta íbúa við sameinað ríki. En aftur á móti sýndu þær kannanir einnig, að íbúar A-Úkraínu vilja aukið sjálfforræði.

Ríkisstjórnin þarf þá að semja drög að nýrri stjórnarskrá, sem felur þá einmitt í sér - töluverð viðbótar völd héraða. Ég held að það sé ekki lengur sérlega umdeilt atriði, að skynsamt sé að auka sjálfstæði héraða. Heldur sé það fremur svo, að deilt sé um - akkúrat hve mikið sjálfforræði.

Í Bandaríkjunum eru fylkin töluvert sjálfstæð, hafa eigið lögreglulið, þing og töluvert skattfé til eigin umráða. En á sama tíma, er töluvert öflugt sameiginlegt ríkisvald, stjórnsýsla, her, dómsvald og alríkislögregla. 

Ég t.d. held að Pútín er hann ræddi hugmyndir um sjálfforræði héraða innan Úkraínu - hafi verið að tala um nær fullt sjálfstæði. Sem væri þá nánast það sama og leggja úkraínska ríkið niður.

Þ.e. nefnilega málið - - sjálfforræði og sjálfforræði er ekki endilega sami hluturinn.

Þegar menn ræða það hugtak, getur verið verulega mikill munur á því hvað þeir eiga akkúrat við.

 

Niðurstaða

Ríkisstjórn Úkraínu getur hugsanlega dregið lærdóm af borgarastríðinu í Bandaríkjunum. En innan S-ríkjanna var lengi vel töluvert mikil biturð. Síðan voru þau einnig lengi á eftir - mun fátækari en önnur svæði. Hafa þó náð sér á strik á seinni árum. 

Stjórnarherinn þarf þá að gæta sín á því - - gerum ráð fyrir að hann vinni fullnaðarsigur á uppreisninni á næstu vikum. Að standa fyrir aðgerðum er höfða til íbúanna - - en líklega verður til staðar herseta meðan verið er að endurreisa löggæslu á svæðinu. Her er almennt séð ekki heppilegur í löggæsluhlutverk, því þarf herseta að standa yfir eins stutt og mögulegt er.

Réttast er að gefa sem fyrst út dagsetningu - - fyrir almennar þingkosningar. Gefa út sem víðtækasta sakaruppgjöf, nema í tilvikum er "alvarlegir glæpir sannarlega hafa verið framdir."

Og sennilega þarf landið, að óska eftir aðstoð utan frá, meðan verið er að gera við hrundar byggingar, koma ekki einu sinni löggæslu í samt lag, heldur einnig heilsugæslu - stjórnsýslu og almennum þjónustuinnviðum.

Þetta allt þarf að taka eins skamman tíma og mögulegt er - - íbúarnir þurfa að sjá það strax að "tekið sé til hendinni" við það verk að endurreisa venjulegt daglegt líf, einna helst þarf síðan tillaga að nýrri stjórnarskrá að liggja fyrir þinginu, sem fyrst eftir að til þess er kosið. Þá gæti þessum átökum einfaldlega lokið.


Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 54
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 319
  • Frá upphafi: 847495

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 315
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband