Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

Mér virðist Rússland stefna í að verða "dóminerað" af Kína

En ég hef veitt því athygli, að eina landið sem virðist græða á deilu Vesturvelda og Rússlands, virðist vera Kína. Það finnst mér afskplega athyglisvert.

En áður en deilur Vesturvelda og Rússlands hófust um Úkraínu, þá stóð fyrir dyrum að dýpka til muna viðskiptasamskipti Vesturvelda og Rússlands, í gegnum fyrirhugaðar viðræður ESB og Rússlands um aukin viðskipti. Er áttu að fara fram, eftir að samningum við Úkraínu milli ESB og Úkraínu væri lokið.

  1. Takið eftir, að samningar milli Rússlands og Kína, um framtíðar sölu á gasi - voru kláraðir eftir að krísan i samskiptum við Vesturveldi hófst.
  2. Verð til Kína skv. fréttum virðast mjög hagstæð - sem þíðir óhagstæð fyrir Rússa.
  • Kostnaður við nýjar gasleiðslur sem leggja þarf - er áætlaður milli 50-60ma.$.

Refsiaðgerðir Vesturvelda, munu hindra þann möguleika að fjármögnun komi frá fjármálafyrirtækjum á Vesturlöndum.

Það virðist vart annað koma til greina, en að Kínverjar fjármagni þær framkvæmdir - en hafandi í huga að valdaflokkurinn í Kína á alla banka í Kína. Og það má slá því föstu þar af leiðandi, að valdaflokkurinn muni ákveða kjör á þeim lánum, og til hvers er lánað.

Að með því að fjármagna þær framkvæmdir, muni valdaflokkur Kína þar af leiðandi, öðlast umtalsverð efnahagsleg áhrif innan Rússlands.

Mér finnst áhugavert að íhuga þetta - í ljósi ásakana Pútíns!

Putin says Russia economy will be cured, offers no remedy

Vladimir Putin Says Russian Economy Will Rebound

Defiant Vladimir Putin blames west for Russia’s economic woes

"The West wants the bear to sit around eating honey and berries, not chasing around the forest after piglets..." - “They won’t leave it alone, because they will always seek to chain it,” - “Once they manage to chain it, they will rip out the teeth and claws.”

Þó þetta sé ekki krystalskýrt endilega - þá liggur þarna að baki ásökun þess efnis að "Vesturlönd séu að umkringja Rússland" sbr. að hlekkja Rússland - síðan að Vesturlönd vilji svipta Rússland kjarnavopnum sínum sbr. að "rífa af birninum klærnar" og síðan að ræna Rússland auðlyndum þess sbr. að "björninn fái bara að éta ber en ekki grísi."

 

Þessi áhugaverða mynd sýnir mannfjöldadreifingu innan Rússlands

Takið eftir því að héröðin næst Kína eru mjög strjálbýl

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/7/74/Russia%27s_population_density_by_region.jpg

Mér finnst þessi ásökun afskaplega kaldhæðin, því ég sé ekki betur en að Pútín sé sjálfur að tryggja að - útlendingar muni ráða yfir auðlyndum Rússlands

Það verði ekki - Vesturlönd, heldur Kína. Ég hef rætt um þetta áður:

Að halla sér að Kína getur verið leikur að eldinum fyrir Rússland

Ég tel þrátt fyrir allt að vesturlönd og Rússland, ættu eigin hagsmuna vegna að vera bandamenn

Megnið af orkuauðlyndum Rússlands - er að finna á strjálbýlu landi Síberíu.

Til þess að fjármagna lagningu gasleiðsla til Kína, þarf -skilst mér- milli 50-60ma.$.

Refsiaðgerðir Vesturvelda, hafa þá hliðarverkan - að hindra að bankar á Vesturlöndum geti tekið þátt í fjármögnun þeirra gasleiðsla.

  1. Það virðist því blasa við - - að þær verði fjármagnaðar af Kínverjum.
  2. En, valdaflokkur Kína á alla bankana í Kína, og það mun því vera aðilar innan hans, er munu taka ákvarðanir um þær lánveitingar, vexti o.s.frv.
  3. Sem þíði, að valdaflokkur Kína eignast þá umtalsverð bein efnahags ítök innan Rússlands.
  • Ef eins og líklegt virðist, að rússn. orkufyrirtæki, leiti eftir kínv. fjármögnun fyrir frekari þróun nýtingar auðlynda Rússlands.
  • Þá mun það sama eiga við, að í gegnum slíkar lánveitingar muni valdaflokkur Kína, eignast þá enn frekari ítök innan Rússlands.

Slík ítök, mundu þá veita kínv. valdaflokknum, umtalsverð áhrif á ákvarðanatöku innan stjórnkerfis Rússlands.

Í reynd, takmarka sjálfstæði Rússlands, gagnvart Kína.

Gera Rússland - háð Kína.

Ef bætist við að auki, að kínv. verktakafyrirtæki taka að sér að reisa leiðslurnar - jafnvel frekari framkvæmdir við uppbyggingu auðlyndanýtingar innan Rússlands.

Þá mundu brátt fjölmennir hópar kínv. verkamanna starfa á strjálbýlum svæðum Síberíu.

  • Ef kínv. aðilar mundu eiga og reka mikið af þeirri starfsemi sem þar fer fram.
  • Þá mundi Kína, sennilega, ráða að auki flestu um stjórnun þeirra svæða.

Tök stjórnvalda í Moskvu - á fjarlægum svæðum í A-Síberíu. Gætu þá fjarað út, og "de facto" Kínverjar smám saman - farið að ráða meiru innan þeirra en Rússar.

Ég er algerlega viss um, að hættan fyrir Rússland, er í háu margfeldi af Kína - samanborið við þá hugsanlegu hættu, sem Rússlandi geti stafað frá Vesturveldum.

Ég velti því fyrir mér, þ.s. mér virðist ákvarðanir Rússa síðan Úkraínu krísan hófst, spila inn á hagsmuni Kína - - hvort að Kínverjar séu þegar farnir að hafa mikil áhrif á ákvarðanatöku í Kreml.

 

Niðurstaða

Pútín hélt því fram í ræðu sinni, að kreppan í Rússlandi mundi standa í 2-ár. Hann kenndi lækkun olíuverðs og refsiaðgerðum Vesturvelda - um þá kreppu. Með öðrum orðum, að stefnu Pútíns væri ekku þar um að kenna. Hann ásakaði Vesturvöld fyrir að standa fyrir árás á Rússland.

Skv. þessu, einnig líkingu Pútíns sem ég vitna í að ofan, þá virðist mér Pútín vera að - - höfða til þjóðerniskenndar Rússa. En einnig að hann sé að leitast við að efla andúð á Vesturveldum.

Á meðan hafa fjölmiðlar í Rússlandi, rætt mjög vinsamlega um Kína í seinni tíð. Þar er tiðrætt um möguleika á samstarfi Rússlands og Kína.

Eitt er ég þó viss um, að "samstarf" er ekki "rétta orðið" heldur sé annað - allt annað í gangi. Nefnilega það, að Rússland sé að færast yfir á umráðasvæði Kína.

Mér finnst það ekki síður merkilegt, að fjölmiðlar í Rússlandi - virðast "þjónka hagsmunum Kínverja" eins og mér virðist "ákvarðanir Kremlverja þegar þjónka hagsmunum Kínverja."

Þess vegna er ég virkilega farinn að gruna, að Kína hafi þegar gert samkomulag við elítuna sem stjórnar Rússlandi - - þ.e. keypt hana.

Hún sé ekki sérlega fjölmenn, því geti það verið praktískt af Kína. Að kaupa þá tiltölulega fáu einstaklinga - til þess að það komist í framkvæmd að Kína nái yfirráðum yfir auðlyndum Rússlands.

 

Kv.


Fögnum stjórnmálasambandi Kúbu og Bandaríkjanna

Þetta mál virðist hafa komið nánast öllum í opna skjöldu, en skv. tilkynningu Obama og Raul Castro, hafa Bandaríkin og Kúpa að nýju tekið upp stjórnmálasamband - - að auki fylgir með í pakkanum þær aðgerðir sem Obama er kleyft að grípa til "án þess að Bandaríkjaþing þurfi að samþykkja."

Obama Announces U.S. and Cuba Will Resume Relations

U.S., Cuba to restore ties after 50 years of hostility

Obama- “We will end an outdated approach that for decades has failed to advance our interests and instead we will begin to normalize relations between our two countries,”

Raul Castro - “We have been able to make headway in the solution of some topics of mutual interest for both nations,” - “President Obama’s decision deserves the respect and acknowledgment of our people.”

 

Þessi aðgerð afnemur þó ekki viðskiptabannið

  1. "Officials said they would re-establish an embassy in Havana and carry out high-level exchanges and visits between the two governments within months. Mr. Obama will send an assistant secretary of state to Havana next month for talks on Cuban-American migration and will attend a Summit of the Americas along with Mr. Castro. The United States will begin working with Cuba on issues like counternarcotics, environmental protection and human trafficking."
  2. "The United States will also ease travel restrictions across all 12 categories currently envisioned under limited circumstances in American law, including family visits, official visits, journalistic, professional, educational and religious activities, and public performances, officials said. Ordinary tourism, however, will remain prohibited."
  3. "Mr. Obama will also allow greater banking ties, making it possible to use debit cards in Cuba, and raise the level of remittances allowed to be sent to Cuban nationals to $2,000 every three months from the current limit of $500. Intermediaries forwarding remittances will no longer require a specific license from the government."
  4. "American travelers will also be allowed to import up to $400 worth of goods from Cuba, including up to $100 in tobacco and alcohol products."

Þessar aðgerðir munu þó auka - efnahagsáhrif Bandaríkjanna á Kúbu, sbr. að Kúbumenn í Bandaríkjunum mega nú senda hærri upphæð en áður til fjölskylda sinna - þó að almennur túrismi hefjist ekki strax þá a.m.k. mun fjölga verulega heimsóknum Bandaríkjamanna til Kúbu og þeir mega kaupa aukið magn af kúpönskum varningi en áður.

Þetta er samt sem áður - ekki nema, smávegis leki í bannið.

  • Einn möguleiki sem ég sé í þessu, sbr. að til stendur m.a. að ræða um "Cuban-American migration" að þessar breytingar gætu stuðlað að því, að Kúbanir komi til Bandaríkjanna - - til að vinna; án þess að setjast beinlínis formlega að í Bandaríkjunum.
  • Og notfæra sér þá víkkuðu heimild, að senda fé til sinna fjölskylda á Kúbu.

En ég er algerlega viss um það, að leiðin til að stuðla að breyttu stjórnarfari á Kúbu - liggi í gegnum aukin samskipti, ekki það frost samskipta sem verið hefur í áratugi.

Það frost hafi þvert á móti gert Bandaríkin nánast áhrifalaus á innanlandsmál Kúbu.

Ef straumur farandverkamanna milli Kúbu og Bandaríkjanna, mundi verða til - þá mundi það skila stöðugum bandarískum áhrifum inn i kúbanskt samfélag.

Og auðvitað, auknu fjárstreymi inn í landið.

  1. En þ.s. þarf er að endurreisa túrisma milli Bandar. og Kúbu.
  2. Jafnvel þó að viðskiptabannið mundi ekki hætta alfarið í mörg ár, að ef það næðist fram - að heimila almennan túrisma.

Þá mundi það skila enn frekari fjármagni inn í landið, Kúbu - skapa störf.

En ekki bara það, þau bandar. fyrirtæki er mundu auðgast á slíkum viðskiptum, mundu verða Bandamenn þeirra - sem mundu vilja losa um viðskiptabannið frekar.

Og í Bandar. er það einmitt fjármagn sem "blífur."

Baráttan um að losa um viðskiptabannið - er alls ekki búin.

En það hefur a.m.k. náðst mikilvægur áfangi.

 

Niðurstaða

Þó að stjórnmálasambandi bindi ekki endi á viðskiptabann Bandaríkjanna gagnvart Kúpu. Þá gerir upptaka beinna samskipta það mögulegt fyrir Bandaríkin og Kúbu, að hefja formlega samvinnu í margvíslegum málum.

Í gegnum slíka samvinnu, getur Kúba öðlast "góðvilja" innan Bandaríkjanna. Þó almennur túrismi sé ekki enn heimilaður, virðist þó ljóst að ferðalög milli landanna munu stór vaxa.

Ég er ávalt þeirrar skoðunar, að samskipti séu líklegri til að skila áhrifum - - en stöðvun samskipta.

Þannig hef ég ávalt verið ósammála þeirri hugsun, að engin samskipti skuli hafa við mikilvægar þjóðir - - sem beita eigin þegna mannréttindabrotum.

Án samskipta, sé þess alls engin von, að hafa áhrif á afstöðu slíkra þjóða.

Með samskiptum, sé a.m.k. einhver von til staðar. Hið minnsta, þá skili samskipti áhrifunm, engin samskipti - þíði áhrifaleysi.

 

Kv.


Af hverju ætli að Rússland sé við hruns dyr?

Fljótt á litið virðist þetta dularfullt svo meir sé ekki sagt - - en grunnt á litið er staða Rússlands góð; eins og hinir og þessir hafa bent mér á sbr. "lágar ríkisskuldir" - "digur gjaldeyrisvarasjóður þ.e. ca. 416ma.$" og "nægar auðlyndir."

  1. Mér hefur verið sagt að samanborið við stöðu Evrópu, væri staða Rússlands allt önnur og svo miklu betri.
  2. En þá auðvitað virðist þessi "hrun staða" óútskýranleg.

Málið er sjálfsagt auðvitað það - - að staða ríkisins sem slíks.

Sagði langt í frá alla sólarsöguna!

 

Áhuga vekur "bankrun" sl. þriðjudag, þegar almennir viðskiptavinir hópuðust í banka til að kaupa gjaldeyri!

"Some Russian bank branches were left short of foreign currency as ordinary citizens rushed to convert money from roubles to dollars and euros — in a move that bankers and trades say has been a major driver of the Russian currency’s plunge." - "...Galina, a retiree, explained that she was waiting to change her pension into dollars. “None of us know what’s happening. We’re all worried that the currency will keep falling,” she said."

  • Sumir vilja kenna þessu óvænta fjárútstreymi á þriðjudag um Rúblufallið er varð þann dag.
  • En þ.e. til önnur kenning.

Skv. Sergei Guriev - "What seems to have triggered the chaos was an unusual deal involving the bonds of Russia’s biggest oil company, Rosneft." - "Last year, in the era of three-digit oil prices, the state-owned group borrowed about $40bn from leading international and Russian banks to acquire its former competitor, Moscow-based joint venture TNK-BP." - "Given low oil prices and the impact of western sanctions in response to Russia’s actions in Ukraine, it is no longer clear how this debt will be repaid or refinanced." - "This is why Rosneft has asked several times this year to borrow $40bn from Russia’s sovereign wealth fund." - "But, since the money was unavailable, at the end of last week Rosneft issued rouble-denominated bonds worth $11bn." - "The speculation is that these were bought by the largest state banks." - "The interest that investors are charging Rosneft on these bonds is substantially below even that of Russian sovereign debt of similar maturity — which is unprecedented for a company, especially one under international sanctions." - "Coincidentally, the buyers of these bonds were then permitted by the central bank to use them as collateral to borrow directly from the bank itself."

Þarna hafi Igor Sechin komið sér úr vanda sem hann var með, eftir yfirtöku Rosneft á sl. ári - - en ef Sergei Guriev hefur rétt fyrir sér, þá tókst Sechin að afla sér fjár beint út úr gjaldeyrisforða Rússlands.

En bankarnir umræddu, allir ríkisbankar, væru þarna í hlutverki - milliliða.

  1. Málið sé, að innan Rússlands undir Pútín - - hafi sannarlega spilltum ólígörkum verið skipt út, er fjöldi fyrirtækja sem höfðu verið einkavædd á undirverði voru yfirtekin.
  2. En síðan séu þau undir yfirráðum -einkavina Pútíns- sem hegði sér að engu betur, en spilltu ólígarkarnir sem fyrirtækin voru tekin af - - þ.e. þeir fari með þau sem sína eign.
  3. Sechin hafi gert samkomulag, við þá -einkavini Pútíns- sem væru með umráð yfir þeim tilteknu ríkisbönkum. Fengið þá til að kaupa þessa nefndu skuldabréfaútgáfu Rosneft.
  4. Þeir síðan, taki á móti út fé beint úr gjaldeyrisvarasjóði Rússlands.

Við þetta hafi - - forðinn minnkað í einu vettvangi um 11ma.$.

Sem Sergei Guriev, telur skýra gengisfall Rúblunnar þriðjudag og mánudag.

"Boris Y. Nemtsov, a former deputy prime minister who is now in the political opposition, wrote on his Facebook page. “The central bank started the printing press to help the Sechin-Putin business, and gave Rosneft 625 billion newly printed rubles. The money immediately appeared on the currency market, and the rate collapsed.”"

Skv. þessari athugasemd, virðist aðgerð Rosneft vera á vitorði margra.

 

Akkílesarhæll Rússlands getur legið einmitt í stöðu ríkisfyrirtækja, banka sem orkufyrirtækja!

En ég hef heyrt því haldið fram, að fyrirtæki í orkugeiranum og ríkisbankar, skuldi samanlagt 600ma.$ í gjaldeyri.

  1. Punkturinn er sá, að hræðslan á markaði, risa fall Rúbblunnar, skýrist fullkomlega.
  2. Ef gjaldeyrisstaða Rússlands, er -neikvæð- ekki -jákvæð.

Þá er þetta hegðan algerlega í takt við hegðan mála, sem við Íslendingar höfum oft upplifað - - þ.e. ef gjaldeyrissjóðir eru við það að tæmast.

Þá verður verulegt gengisfall! Rússland sem og Ísland, er auðlyndahagkerfi, háð fáum en stórum uppsprettum gjaldeyris - til að fjármagna innflutning.

Að sögn blaðamanna, var það áberandi að verslanir er seldu erlendan varning, voru að gera áberandi mikil viðskipti á þriðjudag - - en sú hegðan, bendi til þess að almenningur óttist frekara verðfall Rúblunnar.

Þetta er einnig hegðan sem við könnumst við héðan.

  1. Ef það er rétt, að ríkisfyrirtæki rekin af -einkavinum Pútíns- skulda samanlagt 600ma.$.
  2. Þá er gjaldeyrisstaða Rússlands í reynd, neikvæð sem nemur tæpum 200ma.$.

 

Það er við þær aðstæður, að refsiaðgerðir Vesturvelda bitna harkalega á Rússlandi!

En refsiaðgerðir Vesturvelda, beinast einmitt að fyrirtækjum í ríkiseigu í Rússlandi - - undir stjórn vildarvina Pútíns.

  1. Þær aðgerðir gera þeim fyrirtækum ómögulegt, að endurfjármagna lán í dollurum eða evrum.
  2. Heldur verða þau fyrirtæki að greiða lán upp á gjalddaga.

Ég held að Pútín sé ekki það fífl, að hafa hafið deilur við Vesturveldi -- út af Úkraínu. Ef hann hefði haft vitneskju um þessa stöðu ríkisfyrirtækjanna.

Það hafi verið í krafti þess, að hann hafi talið að Rússland gæti haldið út refisaðgerðir í nokkur ár, sem sú ákvörðun hafi verið tekin - - að ganga svo hart fram gegn Úkraínu, sem gert hafi verið, í kjölfar byltingarinnar í Kíev.

Sennilega hafa -einkavinirnir- ekki sagt honum satt um stöðu fyrirtækjanna, undir þeirra umráðum.

  • Í staðinn virðist Rússland, stöðu ríkisfyrirtækjanna vegna, vera í alvarlegri klemmu.
  • Það liggur klárt fyrir, hverjar kröfur Vesturvelda eru - - þ.e. "skila Krím-skaga" og "hætta stuðningi við uppreisnarmenn í A-Úkraínu."
  1. Nú þegar - veikleiki stöðu Rússlands blasir við. Virðist afar ólíklegt, að Vesturveldi slaki á klónni. Enda virðist þeim, þau hafa pálmann í höndum.
  2. Á sama tíma, sé sennilega Pútín sjálfur búinn að segja of mikið, framkvæma of mikið - - til þess að hann sjálfur geti bakkað.

Þannig að mál stefna sennilega í "uppgjör" á nk. ári.

En líkur virðast að þá standi Rússland fyrir fullkomnum stormi, þ.e. hratt minnkandi gjaldeyrisforða - - og gjaldmiðli sem haldi áfram að síga eftir því sem forðinn minnkar.

Sem mér finnst sennilegt að muni leiða fram - óánægjuöldu Rússa sjálfra. Er sjá þá fram á sambærilega kreppu við þá, er var í Rússlandi 1998.

 

Niðurstaða

Hvað er að gerast í Rússlandi, er algerlega rökrétt. Ef hin raunverulega gjaldeyrisstaða er "neikvæð" ekki jákvæð. Þá verður allt sem er í gangi fullkomlega eðlilegt - - hratt gengisfall, stöðugt gjaldeyrisútstreymi, að Rússar séu farnir að fjárfesta í varningi og jafnvel óforgengilegum verðmætum. Þá fer staðan að líkjast afskaplega mikið, stöðu Rússlands rétt fyrir hrun og gjaldþrot 1998.

Málið með "lága skuldastöðu ríkisins" virðist hafa verið, að hún hafi raunverulega verið villandi.

En skuldir ríkisfyrirtækja, falla alltaf á ríkið, ef ríkisfyrirtækið lendir í vandræðum.

Það að ríkisfyrirtæki í orkugeira og í bankastarfsemi, skulda yfir 600ma.$ meðan gjaldeyrisforðinn er ca. 416ma.$ þíði þá í reynd - - að gjaldeyris-skuldir ríkisins séu 600ma.$ hærri en uppgefið hafi verið í bókhaldi ríksins.

Þ.e. algengur ósiður, að telja ekki með ríkisskuldum, skuldir fyrirtækja - í sjálfstæðum rekstri. Í eigu ríkisins.

  1. Útkoman virðist sýna fram á, að refsiaðgerðir Vesturvelda - hafi verið rétt saman settar.
  2. Menn hafi komið auga á það, hver veikleiki Rússlands væri.

Refsiaðgerðirnar tryggi, að ríkisábyrgð ríkissjóðs Rússlands - - sé virkjuð þannig að þessir 600ma.$ lendi að verulegu leiti sannarlega á ríkinu.

Þá verður allt rökrétt sem er að gerast - - og Rússland er þá í allt annarri stöðu en margir hafa haldið. Þ.e. "ekki með digra sjóði fjár" heldur "stóran mínus."

--------------------------

Ég held að Rússland sé það land - sem allir þurfi að fylgjast með á nk. ári.

En eitthvert stórt uppgjör sé sennilega framundan.

Pútín muni verða að taka einhverja stóra róttæka ákvörðun.

 

Kv.


Rússneska rúbblan búin að falla tæp 50% - rúbblan féll 10% í kjölfar spár seðlabanka Rússlands um samdrátt 2015

Skv. mínum útreikningum þá er gengisfall rúbblunnar nú orðið 49,3%. Sem er rétt tæp 50%. Sjá: XE Currency Charts (RUB/USD).

Samkvæmt spá Seðlabanka Rússlands, þá stefnir í samdrátt einhvers staðar á milli 4,5-4,7% ef olíuverðlag helst nærri 60$ fatið út 2015.

Eins og sést á myndinni fyrir neðan - hefur þróun rúbblunnar sl. vikur verið afskaplega hröð. Síðan bætist við gengishrap dagsins.

Rouble tumbles on fears for Russian economy

 

Sjá - - graf fyrir 1 mánuð

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/rouble_fall.jpg

Ef einhver man eftir gengishrapi krónunnar 2008

Rúbblan er nú búin að falla mjög nálægt því jafn mikið og krónan gerði.

  • Þ.s. er enn áhugaverðara, er að þegar Rússland lenti í efnahagsvandræðum undir lok 10. áratugar, sem endaði í gjaldþroti - - þá féll gengi Rúbblunnar um 50%.

Efnahagshrunið 1998 leiddi Pútín til valda - en það veikti til muna þá aðila er höfðu staðið að baki efnahagsstjórnun Rússlands árin eftir 1991.

Það þarf að hafa í huga, að efnahagshrunið 1998 stóð í tengslum við tímabundið lágt olíuverð, tengt Asíu-fjármálakreppunni á sínum tíma.

Efnahagsuppgangur og hrun Rússlands, virðist ávalt tengjast verðlagi á olíu. En uppgangurinn í kjölfar valdatöku Pútíns, hafði alveg örugglega nærri því allt - að gera með það að verðlag á olíu fór samfellt hækkandi árin eftir 1998 alveg fram til þess að efnahagskreppa hófst 2008.

Síðan rétti olíuverð við sér fljótlega að nýju, kreppan í Rússlandi 2008 varð ekki djúp.

En ljóst er, af því hvað er að gerast nú, að sú kreppa sem no vomir yfir - - verður sennilega til muna dýpri.

  • Þá er það stóra spurningin - - hvaða áhrif þessi nýja djúpa kreppa, hefur á stuðning almennings í Rússlandi við Pútín?

En munum, að hrunið 1998 leiddi Pútín til valda, þegar stuðningur við fyrri stjórnvöld og þá flokka er stóðu þeim að baki - hrundi.

Ég sé ekki af hverju, slíkt geti ekki endurtekið sig.

 

Niðurstaða

Ég held að Rússland sé landið sem allir ættu að fylgjast með 2015. En á því ári fer lífskjarahrapið væntanlega að verða verulega tilfinnanlegt fyrir almenning. Og þá ætti að koma í ljós, hvaða áhrif það kjarahrap hefur.

En almenningur hefur aldrei hingað til síðan Pútín komst til valda, upplifað kjarahrap. Skammvinnur samdráttur 2008, stóð of stutt - til þess að hann skilaði tilfinnanlegum neikvæðum áhrifum til almennings.

Það gengishrap sem hefur nú orðið á Rúbblunni - virðist mér stærra, en efni standa til. Ef einungis er litið til ca. 45% lækkunar olíuverðs. Þannig að til staðar séu væntanlega viðbótar áhrif af völdum deilu Pútíns við Vesturlönd út af Úkraínu.

Þar um er auðvitað spurning hverjum Rússar munu um kenna. Pútín og hans fylgismenn, munu að sjálfsögðu benda á Vesturlönd. Á hinn bóginn, má vera að rússneskur almenningur muni að það var Pútín sjálfur - sem hóf þá deilu.

En ég sé möguleika á óróa innan Rússlands - þ.e. mótmælum gegn lífskjarahrapi.

Þá verður mjög forvitnilegt að vita - hver viðbrögð stjv. þá verða við slíkum mótmælum.

En gríðarlega harkaleg viðbrögð, gætu haft svipuð áhrif og þegar lögregla síðasta rússakeisara, réðst með frægum hætti gegn mótmælagöngu þannig að fjöldi manns lá í valnum. En í kjölfarið á þeim atburði - magnaðist mjög upp róttækni í Rússlandi. Og andstaða gegn stjórnvöldum.

Spurning hvort að Pútín endurtaki þau mistök - eða ekki.

----------------------------

PS: Skv. allra nýjustu fréttum, hefur Seðlabanki Rússland ákveðið að hækka stýrivexti í 17%, þetta nálgast þær hæðir sem Seðlabanki Íslands fór með stýrivexti á Íslandi - í kjölfar gengisfalls krónunnar:

Moscow lifts interest rate to 17%

----------------------------

PS2: Rúbblan fór aftur upp um 8% í kjölfar hækkunar vaxta í 8%, eftir að markaðir opnuðu í morgun, það á þó eftir að koma í ljós hvort að hún heldur þeirri stöðu er markaðir loka seinni partinn í dag:

Rouble gains 8% after Russia’s midnight rate rise

----------------------------

PS.3: Sk. nýjustu fréttum, hefur mikið rót verið á gengi Rúblunnar, fyrstu viðbrögð morgunsins að gengið hækkaði, eins og ég sagði frá, en síðan hefur gengið jó jóað til og frá, og nú skilst mér að gengið hafi fallið aftur og sé staða þess - lægri en í gærkveldi. Þannig að þá er Rúbblan sannarlega fallin þá heil 50%.

----------------------------

PS. 4: Skv. gengisstöðu Rúblu við lok dags, þá hefur hún fallið miðað við hápunkt sl. 12 mánaða um 53,97%.

Rúmlega 50% gengissfhrap virðist staðfest.

 

Kv.


Færsla opinberra stofnana er sennilega versta mögulega leið sem unnt er að fara, til þess að efla starfsemi á Landsbyggðinni

Með þessari færslu árétta ég þ.s. ég skrifaði þann 1.12. sl. þegar ég fjallaði sérstaklega um færslu á Fiskistofu til Akureyrar. En nú hafa komið fram tillögur sérstakrar nefndar ríkisstjórnarinnar fyrir NV-land, þ.s. ef marka má fréttir:

RARIK á Krókinn og Gæslan í Skagafjörð- "Rarik á Sauðárkrók, Gagnaveita á Blönduós og rekstur skipa Landhelgisgæslunnar í Skagafjörð."

Verða 3-viðbótar tilfærslur á starfsemi ríkisins frá höfuðborgarsvæðinu.

  1. Við ættum að þekkja rifrildið um flutning Fiskistofu - sem langt í frá er búið.
  2. Ráðherra hefur samþykkt að styrkja starfsmenn til að flytja.
  3. Þannig að tryggja að ekki þurfi að endurreisa rekstur stofnunarinnar á "0" punkti á hinum nýja stað.
  4. Sem auðvitað verulega magnar upp kostnað við aðgerð.

http://www.photo.is/k/40.gif

Það má að sjálfsögðu reikna með því að -starfsmenn- geri kröfu um sambærilega tilhliðran, ef á að færa Rarik á Sauðárkrók, Gagnaveituna á Blönduós og síðan rekstur skipa Landhelgisgæslu í Skagafjörð.

  • Í fréttum hefur komið fram "óánægja sveitastjórnarmanna" á þriðju-svæðum, t.d. Vestfjörðum, en einnig Austurlandi.
  • Mér virðist blasa það við, að aðrir landshlutar -utan höfuðborgarsvæðis- geri kröfu um að einnig fá opinberar stofnanir til sín með sambærilegum hætti.

Hafandi í huga að enn er ekki búið að hrinda færslu á rekstri Fiskistofu til Akureyrar í framkvæmd, þá virðist ljóst að það stefni nú í langvarandi rifrildi um opinberan rekstur á landsbyggðinni.

Og ekki síst um flutninga á störfum út á land, með þeirri aðferð að flytja opinberar stofnanir - - sannarlega með ærnum tilkostnaði.

  1. Höfum í huga að ríkið er með hallarekstur, enn.
  2. Þó að fjárlög geri ráð fyrir því að vera hallalaus, hefur Hagstofa látið okkur vita, að hagvöxtur sl. 9 mánaða hafi einungis verið 0,5% Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi 2014.
  3. Sem er miklu mun lakara en reiknað var með - - > Það þíðir að forsendur fjárlaga um tekjur standast sennilega ekki. Þannig að þau séu líklega með halla.
  4. Svo að, það má þá virkilega velta því fyrir sér, hversu snjallt það er - - að verja hugsanlega milljörðum í flutninga á stofnunum út á land. En ég reikna með því að ef stefni í framkvæmd tillagna Landshlutanefndar fyrir NV-Land.
  5. Þá rísi fólk á Vestfjörðum, Suðurlandi og á Austurlandi - upp. Og gerir einnig kröfur til ríkisins um störf - og eflingu starfa í þeirra landshlutum.
  6. Þannig, að ef það lýtur út fyrir að tillögur Landshlutanefndar stefni á framkvæmdastig - - opnist visst Pandórubox.

Það má líkja þessu einnig við - > Leiðréttingu launa kennara.

En sú aðgerð virðist einnig hafa opnað, Pandórubox krafna annarra hópa.

  1. Ríkisstjórnin er nú í augljósum vandræðum með deilu við lækna.
  2. Sem krefjast "leiðréttingar" eins og kennarar.
  3. Nú, ef ríkið samþykkir tuga prósenta hækkanir til lækna, eins 2-ja stafa launahækkanir til kennara voru samþykktar - - > Þá mun hún á útmánuðum nk. árs fá yfir sig deilu við ASÍ - sem hefur lofað eigin félagsmönnum, að taka tillit til samninga sem hafa verið frágengnir 12 mánuðina á undan, þegar ákvörðun verður tekin um kröfugerð.

Það er nefnilega málið með Íslendinga - að við erum ávalt í samanburði hvert við annað.

Það er, hópar launamanna.

En einnig, ef tillögur Landshlutanefndar ná fram að ganga, þá er ég þess fullviss, að þá mun rísa upp alfarið sambærileg deila þ.e. rígur milli landshluta.

Og nú ríkisstjórnin glímir við, í tengslum við stéttafélög launamanna.

  • Það mun þá hellast yfir hana, kröfugerðir landsbyggðarfólks, sem mun rífast hvert um annað þveran - - um störf, sem það mun þá heimta að færð verði til þeirra frá ríkinu.
  • Sá kostnaður að sjálfsögðu bætist ofan á þann kostnað, sem lendir á ríkinu vegna hækkana launa hópa starfsmanna ríkisins.

Í öllum þessum látum að sjálfsögðu - tínast þá hagsmunir ríkisins.

Og það verður afar fjarri á enda, að fjárlög verði án halla!

 

Hvernig á þá að aðstoða landsbyggðina? Með skattaúrræðum!

  1. Ég er að benda á sama lærdóminn, og af samningum á vinnumarkaði. Þann að það gerist ávalt, að önnur stéttafélög krefjast sambærilegra hækkana. Ef þau telja að eitt félag sé að fá meira en þau.
  2. Þannig, að reynslan er að það þarf að samræma kröfugerð, síðan að sníða úrræði sem geta samtímis nýst sem flestum. Með öðrum orðum, þetta gengur ekki upp - - > Nema allir fái það ca. sama.
  3. Að þá þurfi að beita svipaðri hugsun þegar kemur að vanda landsbyggðar vs. þéttbýlis. Að ekki gengur að fara eins að og þegar kennarar fengu "leiðréttingu" að "leiðrétta stöðu eins landshluta." Því þá munu aðrir landshlutar fyrir utan höfuðborgarsvæðisins, með sambærilegum hætti. Gera kröfur um það að þeirra staða verði jöfnuð - með þeim hætti að þeir fái sambærilega tilhliðran. Sem þíðir þá að sjálfsögðu að ríkið drukknar undan kostnaðinum við þá kröfugerð. Eins og stefnir í drukknun ríkisins undan kröfugerð Lækna, síðan næstu hópa þar í framhaldi, ef læknar fá sínar kröfur í gegn, eins og kennarar fengu sitt fram.
  4. Það verði með öðrum orðum --> Að laga stöðu landsbyggðar með einni samræmdri aðgerð. Svo sambærilegi rifrildi við þ.s. ríkið nú glímir við gagnvart hópum launamanna. Sé forðað, þ.e. að landshlutar einstakir fari að togast um opinber störf og fyrir rest drukkni ríkið einnig undir þeirri kröfugerð - einnig.
  • Ég er að tala um, lægri tekjuskatt almennings í skilgreindum jaðarsvæðum, sem getur verið - stiglækkandi.

En ég mundi leggja til, að svæði landsins verði greind. Síðan skv. þeirri greiningu, sveitafélögum skipt upp í hópa skv. greinanlegum viðmiðum. Hugmyndin að hópaskipting fari eftir greiningu á - stigversnandi óhagræði, sbr. gæði samganga - smæð vs. stærð atvinnusvæðis - hvort um sé að ræða svokallað "kalt svæði" eða ekki - fjarlægð frá kjarna landsfjórðungs með öðrum orðum hversu afskekkt.

  • Ég geri einnig ráð fyrir því, að tekjuskattur fyrirtækja - geti verið lægri, a.m.k. á einhverjum hinna skilgreindu svæða, t.d. köldum svæðum.
  1. Málið með skattaleg úrræði er einmitt - að þau hafa þau áhrif að "auka það fé sem verður eftir í vösum fólks" sem og "fyrirtækja."
  2. Það þíðir, að slík úrræði fela það í reynd í hendur hvers og eins, sem og hvers og eins rekstraraðila - - að hagnýta sér þau bættu tækifæri sem úrræðin fela í sér.
  • Það er ekki verið - - að sækja úrræðin til ríkisins.
  • Eða sækja björgina - - til einhvers "bjargvætts."

Heldur væri þetta, almenn aðgerð, sem einmitt mundi gera þ.s. SDG hefur sjálfur talað um á góðum dögum, skapa jákvæða hvata.

  1. Með "skattalegum úrræðum" er hægt að mæta því vandamáli, að laun eru ívið lægri almennt á landsbyggðinni en á SA-horninu.
  2. Að auki er unnt að bæta fólki upp viðbótar galla t.d. á "köldum svæðum" með því að hafa afslátt á tekjuskatti ívið meiri þar.
  3. Að auki er unnt að hvetja til atvinnu-uppbyggingar á landsbyggðinni með skattalegum úrræðum, hvetja til fjárfestinga þar, og þar með fjölgunar starfa. Sem á endanum mundi einnig bæta lífsskilyrði og laun þar.

Í stað þess að færa einstaka stofnanir - - með miklu rifrildi í hvert sinn.

Væri málið leyst með einum rykk - - í almennri aðgerð. Og í leiðinni, efling atvinnulífs sett í hendur fólksins sjálfs sem býr úti á landi.

Ég held að það sé vel unnt að fá samþykki fyrir því að skattalegt umhverfi komi til móts við landsbyggðina - - ef málið er sett fram með nægilega sannfærandi hætti.

Þá meina ég, eftir greiningarvinnu, þ.s. sýnt væri fram á tiltekin mælanleg einkenni, sem unnt væri að hafa sem -óumdeild viðmið.-

Skiptingu einstakra sveitafélaga milli skilgreindra "hópa" væri unnt að láta sæta endurskoðun t.d. einu sinni per áratug, eða einu sinni annan hvern áratug.

 

Niðurstaða

Mér líst afar illa á þá leið sem virðist stefna, að efla atvinnulíf á landsbyggðinni með tilfærslu starfa. Það virðist mér ákaflega skilvirk leið til þess að framkalla ríg, rífrildi og leiðindi. Það er við starfsmenn ríkisins og milli einstakra landshluta. Rifrildi milli þeirra um opinber störf. Þeir eru líklegir að heimta að sinn hlutur sé réttur ef þeim virðist annar landshluti vera að fá meira. 

Þetta auðvitað bætist ofan á deilur þær sem ríkið þegar stendur í við einstaka hópa um kaup og kjör - - sbr. læknadeiluna, er ríkið virðist standa nánast ráðalaust gagnvart. Og er alveg fyrirfram vitað, að ef ríkið samþykkir þær kröfur, að þá koma næstu hópar launamanna og heimta einnig stórfelldar prósentu hækkanir.

Ríkið -eins og ég benti á- skóp að verulegu leiti sér þennan vanda, er það samþykkti 2-ja stafa launakröfur til kennara. Svokallaða -leiðréttingu launa þeirra- sem að sjálfsögðu hefur kallað fram kröfur annarra hópa launamanna um sambærilegar hækkanir eða "leiðréttingu."

Ríkið gæti verið við það - - að opna á sambærilegt "Pandórubox" þegar kemur að landshlutaríg, ef farið verður að tillögu Landshlutanefndar.

  • Í öllum þessu látum - tínist markmiðið um hallalausan ríkissjóð.
  1. Ríkið verður að átta sig á því, að eins og með vinnumarkaðinn þá gengur það ekki að "taka eitt svæði út" eins og það gengur ekki að taka einn hóp út fyrir sviga.
  2. Heldur verður í báðum tilvikum - - að bjóða upp á "samræmd úrræði."

Vanda landsbyggðar verði að leisa með almennum hætti, ekki einungis til að forða því allsherjar rifrildi sem annars verður og þeim kostnaði sem kröfur og gagnkröfur geta leitt á ríkið.

Heldur ekki síst, vegna þess að það sé mun skilvirkara að fela það í hendur hvers og eins einstaklings, eða fyrirtækis - - að leysa vanda síns svæðis. Því að þeir einstaklingar sem búa á hverjum stað, sem og rekstraraðilar starfandi þar - - hafa mun meira vit á því, hvað sé skilvirk fjárfesting þ.s. þeir eru - en ríkið eða pólitíkusar, þó þeir telja sig starfa fyrir viðkomandi svæði.

  1. Að úrræði til leiðréttingar stöðu svæða, felist fyrst og fremst í skattalegum úrræðum - - þannig að - -> Ríkið sé ekki að ákveða hver fær hvað, þegar kemur að störfum og atvinnu.
  2. Heldur sjái frjálsir einstaklingar og atvinnulíf, sjálft um það að skapa þau störf.

Ekki síst, er það málið - - að ég er ekki hrifinn af þeirri hugsun, að verið sé að sækja störf til ríkisins, björg til ríkisins - - það bæli sjálsbjargarviðleitni, sú hugsun að ríkið færi okkur björgina.

Ég vil frekar, beita úrræðum - sem efla sjálfsbjargar viðleitni. Sem hvetja til þess, að fólk taki málin í sínar hendur. Hvetja það til þess, að skapa störf á þeim svæðum þar sem það sjálft býr.

  • Ég er reyndar smávegis hissa á Framsóknarflokkknum - að vera að einblína á ríkisstörf.
  • Ég hefði búist við því frá, VG.

Í stað þess að horfa til skattalegra úrræða, sem mundu hjálpa fólki á svæðum með þeim hætti, að það hafi aukið fé milli handa - - svo það geti sjálft ákveðið hvað skal gera.

Ég hefði talið það standa Framsóknarflokknum nær, að efla sjálfsbjargarviðleitni. Skapa jákvæðar hvatir.

 

Kv.


Hinar miklu olíuverðslækkanir munu líklega leiða til hágengis Bandaríkjadollars, það hágengi gæti hugsanlega startað kreppu í einhverjum nýmarkaðslöndum

Málið er að það stefnir sennilega í verulega aukningu neyslu almennings í Bandaríkjunum, vegna olíuverðs lækkana. Þó að eldsneytisverð sé lægra í Bandaríkjunum en í Evrópu, þá vegur á móti að vegalengdir innan Bandaríkjanna eru verulegar -annars vegar- og -hins vegar- að opinber samgöngukerfi innan Bandaríkjanna eru almennt til muna lakari en í Evrópu.

Svo þrátt fyrir lægra eldsneytisverð - hefur olíuverðlagslækkun sennilega stærri neyslueflandi áhrif innan Bandaríkjanna en innan Evrópu.

"Brent crude...has plunged 45 per cent since mid-June, fell...to $61.73 a barrel."

Eins og sést á tilvitnun að ofan, er olíuverð nú að nálgast 60$ mörkin, miðað við hve hratt það hefur lækkað - - gæti það sigið niður í 50 og eitthvað.

  1. Þegar eru menn að spá verulegri neyslubylgju í Bandaríkjunum á nk. ári, því verulegum viðbótar hagvexti + ekki síst, verulegri fjölgun starfa í verslunargeiranum.
  2. Það má einnig reikna með aukinni eftirspurn í eignum almennt, ekki síst fasteignum - og þá því að fasteignaverð fari að rísa - - sem hefur þá viðbótar "auðs áhrif."
  • Þess vegna, má fastlega reikna með því sem fullkomlega öruggu nú, að "US Federal Reserve" muni hætta prentun fyrir árslok.
  • En ekki einungis það, heldur því má vænta að vextir í Bandaríkjunum fari upp fyrir "0" mun fyrr - - en haldið var t.d. fyrir 6 mánuðum.

Olíuverðlagslækkunin er að breyta verulega myndinni hvað varðar efnahag landa. Þeirra sem kaupa olíu og nota hana. Hún hljóti að efla hagvöxt í heiminum, nema að til komi undirliggjandi veikeikar sem kollvarpi slíkri niðurstöðu.

 

Það má vænta að gengi dollars muni rísa verulega á nk. ári

Áhugaverð aðvörun kom frá "Bank of International Settlements" á þeim nótum, að hækkun dollars gæti skapað vandræði innan svokallaðra "rísandi hagkerfa" eða "emerging economies."

Sjá: Quarterly Review

Það sem horft er á, er að árin þegar dollarinn hefur verið mjög lár þ.e. 2008-2013, var mjög mikið um það að einkafyrirtæki í "ný-markaðslöndum" eða "rísandi hagkerfum" væru að notfæra sér það að lántökur í dollar voru sérlega hagstæðar þau ár - - meðan að vaxtaumhverfið var mjög lágt þegar prentun Seðlabanka Bandar. var á fullu.

  1. Sömu ár var gengi dollars einnig sérlega hagstætt - miðað við gjaldmiðla þessara landa.
  2. En rísandi gengi dollars mun skekkja þá mynd, þ.e. þá hækka dollaralánin í andvirði miðað við andvirði þeirra fyrirtækja í nýmarkaðslöndum er tóku lán í dollar.
  3. Að auki, verða dollaralánin meira virði miðað við gjaldmiðla þeirra landa.

Íslendingar sáu þetta mjög vel - þegar gengi krónunnar lækkaði mikið í kjölfar bankahrunsins, að þá urðu þeir aðilar er höfðu tekið erlend gjaldeyrislán - - margir fyrir slæmu áfalli.

Þetta er þ.s. "BIS" er að vara við, að hækkun dollara geti skapað vandamál.

"...emerging market borrowers had issued a total of $2.6tn of international debt securities, of which three-quarters were denominated in dollars. International banks’ cross-border loans to emerging market economies amounted to $3.1tn in mid-2014, mainly in US dollars, the BIS added..."

  • Ný lán árin 2008-2013 voru upp á ca. 2.000 milljarða dollara til fyrirtækja í nýmarkaðslöndum skv. þessu.
  • Heildarumfang dollaralána sé ca. 3.100 milljarðar dollara.
  1. Menn hafa áður orðið vitni að því, að stórar sveiflur í gengi dollars, skapi vandamál í öðrum löndum. Gjaldþrot Argentínu 2000 er sennilega með frægari afleiðingum hækkun dollars á seinni hl. 10. áratugarins.
  2. En frægari er þó Asíufjármálakrísan sem varð á seinni hl. 10. áratugarins, þá í nýmarkaðslöndum Asíu.

BIS getur auðvitað ekkert fullyrt.

En engar upplýsingar liggja fyrir um - dreifingu þessara lána, sem hafa verið tekin af einkaaðilum.

En mörg þeirra voru ekki veitt með "dæmigerðum hætti" heldur með "útgáfu skuldabréfa" sem vestrænir fjárfestar í leit að "rentum" keyptu á markaði að því er virðist, umhugsunarlítið.

Þetta leiðir til þess, að engin leið er að spá fyrir um það - hver hættan er.

Heldur erum við að feta okkur inn í myrkrið, vitum ekki hversu alvarlegt þetta er, eða verður.

 

Niðurstaða

Bandaríkin munu líklega hafa góðan hagvöxt á nk. ári - þó það gagnist ekki Obama forseta sem á 2-ár eftir. Þá getur þetta gagnast Demókrötum þegar dregur að nk. forsetakosningum. En efnahags uppgangur -jafnvel þó að ríkjandi stjórnvöld séu ekki raunverulega að búa þann hagvöxt til- oftast nær gagnast þeim flokki sem er við völd.

Góður hagvöxtur á nk. ári, batnandi árferði næstu 2-misseri, gæti tryggt Demókrötum næsta forseta Bandaríkjanna. Hvort það verður "frú Clinton" á eftir að koma í ljós.

  • Á móti kemur óvissa um hugsanlega neikvæðar afleiðingar hækkandi dollars, en hann mun sannarlega hækka verulega, ef þetta allt rætist - sem mun efla kaupmátt Bandaríkjamanna enn frekar.
  • Ef það verður svo, að góður hagvöxtur skellur á í Bandaríkjunum nk. 2 ár.

Það þarf þó ekki að fara svo, að þó að aðvörun "B.I.S" reynist rétt, að kreppa skelli á í einhverjum "nýmarkaðslanda" - > að það leiði til neikvæðra efnahagslegra boðafalla, er mundu ná alla leið til Bandaríkjanna.

Á hinn bóginn, gæti verið þess virði, að fylgjast með Evrópu á sama tímabili - en lækkandi olíuverð þó það ætti einnig að vera að nokkru leiti efnahagslega jákvætt fyrir Evrópu. Getur hugsanlega dugað til að hrinda af stað verðhjöðnun í Evrópu. Þá reynir á viðbrögð Seðlabanka Evrópu - - það virðist loksins stefna flest í þá átt að "ECB" hefji sambærilega seðlaprentun á við þá sem Seðlabanki Bandar. stundaði um árabil. En á sama tíma, er það ekki enn algerlega víst - - of veik viðspyrna gæti leitt til verðhjöðnunarspírals í Evrópu.

Og því óvæntrar kreppuhættu.

 

Kv.

 


Hrun yfirvofandi í Venesúela? Skuldatryggingaálag landsins tæp 38%, á Íslandi fór það hæst í rúmlega 11%

Markaðurinn skv. þessu telur gjaldþrot landsins bersýnilega yfirvofandi, en sennilega var ekkert land í heiminum viðkvæmara fyrir lækkun olíuverðs. Skv. nýjustu fréttum er verð fyrir fat að nálgast 65$, en verðið var ca. 115$ júní 2014.

Sósíalista bylting Hugo Chavez hefur verið ákveðinn kyndilberi fólks með viðhorf langt til vinstri - gríðarlega mikið af fyrirtækjum hafa verið "þjóðnýtt" þ.e. yfirtekin af ríkinu. Þannig hefur sósíalistaflokkur landsins skipulega lagt í rúst, stétt fyrirtækjaeigenda í landinu - hina eiginlegu kapítalista.

Á sama tíma hefur sífellt meiri byrði í formi samfélagslegra útgjalda verið lögð á ríkisolíufyrirtækið, í formi beinna félagslegra styrkja af margvíslegu tagi - allt frá niðurgreiðslum á eldsneyti, yfir í niðurgreiðslur á mat, leigu - lífeyrisgreiðslur.

  • Landið var þegar með verulegan fjárhagslegan halla, áður en olíuverð fór að lækka sl. sumar.
  • Að auki, virðist ríkissjóður landsins vera staddur í mjög alvarlegri stöðu skuldalega, sérstaklega í formi gjaldeyrisskulda.

Það einfaldlega þíðir - - fullkominn storm. Þegar gjaldeyristekjur landsins skreppa saman, þá sverfur að þeim sem hafa fengið greiðslur meira eða minna beint í gegnum olíutekjur landsins, sem skapar nýja samfélagslega óánægju - - og samtímis minnka þær tekjur er standa undir ríkisskuldum landsins.

Venezúela getur því orðið fyrsta fórnarlamb - olíuverðs lækkana þeirra er hafa átt sér stað undanfarna mánuði.

Venezuelan default protection cost hits record high

Skv. fréttum, er verðbólga yfir 50% nú þegar, mikill og vaxandi skortur er á innfluttum varningi í verslunum, hratt vaxandi örbyrgð hafi skapað glæpabylgju!

  • Ástæðan fyrir skortinum - virðast tilraunir Nicolás Maduro núverandi forseta til þess að halda aftur af verðhækkunum.
  • En stjórn sósíalista hefur gjarnan gripið til þeirra aðgerða að "banna verðhækkanir" og síðan að - yfirtaka verslanir sem brjóta bannið, þ.e. þjóðnýta.

Þetta breytir ekki þeim grunn efnahagslegu sannindum, að þegar gengi gjaldmiðilsins er að hrynja stórt í tengslum við fall gjaldeyristekna - - að þá er enginn mannlegur máttur sem getur komið í veg fyrir að innfluttar vörur hækki.

Verslanir hætta þá að selja "innfluttar vörur" í hillum sínum sem þíðir væntanlega að verslanir er selja raftæki hafa lítið upp á að bjóða frammi við búðarborðið, sem þá þíðir þess í stað að þær vörur færast yfir á svartan markað - eða eru seldar út um bakdyrnar.

Það verður þá eins og í A-Evrópu eða Sovétríkjunum síðustu árin, að selt er í gegnum bakdyr af lagerum eða í gegnum einhver önnur skúmaskot.

  1. Það gengur í dag verulegt spillingarorð, af þeim mikla ríkisrekstri sem stundaður er vegna hinna fjömörgu yfirtaka fyrrum einkafyrirtækja af margvíslegu tagi.
  2. Þannig var það í Sovét einnig - - þ.e. eins og að Chavez hafi reynt að endurtaka sovétríkin, en með fjármögnun af olíutekjum.

Sennilega er það sama að gerast og gerðist í Sovét, að spillingin hleðst upp og óstjórnin - - síðan þarf einhvern "trigger" atburð til að hrunið hefjist.

  1. Það virðist ekki ólíklegt að sá trigger sé nú að koma í formi yfirvofandi þjóðargjaldþrots, en skuldatryggingaálag í slíkum hæðum, hlýtur að benda til þrots sem sé fremur skammt undan og talið að ríkissjóður eigi litla möguleika til undankomu.
  2. Spurning hversu slæmt þetta verður? En það virðist a.m.k. hugsanlegt, að það verði borgarastríð - þegar hrunið hefst fyrir alvöru.

En mikill klofningur virðist innan samfélagsins, þ.e. fjölmennir hópar enn styðja stjórnina þrátt fyrir allt - - meðan að andstæðingum hefur þó fjölgað verulega í seinni tíð.

Þegar forsetakosningar fóru fram síðast, þá fór sú kosning mjög nærri 50/50. Landið væri klofið ca. í jafn stórar fylkingar. En það var fyrir olíuverðfallið.

Hratt versnandi kjör - glæpahrynan sem líklega tengist hratt versnandi kjörum. Getur hafa breytt hlutföllunum þannig, að meirihlutinn sé nú loks andvígur stjórninni.

  • Þjóðargjaldþrot getur síðan steypt landinu í mjög raunverulega upplausn.

 

Niðurstaða

Það getur verið stutt í mjög harkalega lendingu í Venezúela, en þjóðargjaldþrot mun leiða til þess að landið mun ekki geta flutt inn erlendan varning nema gegn staðgreiðslu, en þá tapar það öllu "kredit." Það má reyndar vera, að þegar séu seljendur farnir að krefjast fyrirframgreiðslu. Sem getur útskýrt af hverju vöruskortur sé ef til vill að ágerast þessar vikurnar.

En þegar Ísland var með "CDS" eða skuldatryggingaálag yfir 1.000 punktum og það fór aldrei hærra en rúmlega 1.100 punktar, þá var Ísland í því ástandi tímabundið - að það var erfitt með innflutning. Einmitt út af þess konar kröfum um staðgreiðslu. Flugleiðir meira að segja lentu stundum í vandræðum, þegar krafist var fyrirframgreiðslu á eldsneyti.

Venezúela er með "CDS" í 3.776 punktum eða 37,76%. Það þíðir að ef landið fær 100 Dollara að láni, fær það í reynd eingöngu 62,24 Dollara. En skuldar samt 100 Dollara. Restin fer í áhættuþóknun til þess er lánar.

Skuldir landins hljóta þegar vera að seljast gegn hressilegum afföllum.

 

Kv.


Sennilega er mikilvægasta niðurstaða skýrslu bandaríska þingsins um pyntingar á vegum CIA sú að þær pyntingar hafi ekki skilað nothæfum gögnum

Þetta hefur verið vitað lengi, að fólk sem er pyntað - segir hvað sem er til að losna við þjáninguna. Fer að babbla og spinna. Skv. frétt NYTimes þá kemur fram í skýrslunni, að leitin af Osama Bin Laden - leiddi ekki til niðurstöðu vegna gagna sem aflað var í gegnum pyntingar. Heldur var að þakka, hefðbundnum aðferðum við gagnaöflun - þ.e. að fylgjast með grunsamlegum einstaklingum, leita upplýsinga frá öðrum leyniþjónustum, og ekki síst þegar menn nálguðust sporið að hlera síma þeirra sem taldir voru grunsamlegastir.

Senate Report Rejects Claim on Hunt for Bin Laden

Ef það er einhver ástæða að ætla, að þær pyntingar sem stundaðar voru í tíð Bush forseta verði ekki endurteknar, þá er það sennilega sú niðurstaða að þær séu gagnslausar.

Það er ef til vill kaldhæðið að segja þetta - en mig grunar að þetta sé megin ástæða þess, að pyntingar hafi almennt séð fallið í ónáð; þ.e. ekki vegna þess að þær séu taldar rangar, heldur að þær skili ekki gagnlegum upplýsingum.

Því miður hef ég það dökka sýn á manninn - - að ég tel, að ef annað gilti um, að pyntingar raunverulega virkuðu - - > Þá stunduðu öll ríki heims, pyntingar enn þann dag í dag. Gagnrýnisraddir væri settar til hliðar, ekki á þær hlustað.

 

Mannréttindalögfræðingar vilja að höfðuð verði dómsmál!

Ég tek algerlega undir það, en að mínum dómi væri það mjög sterkur leikur fyrir Bandaríkin - - sem mundi fara mjög langt með það, að lagfæra þann álitshnekki sem Bandaríkin hafa orðið fyrir síðan Bush forseti tók þá ákvörðun að hefja "ólöglegt" stríð í Írak - og ekki síst er hann heimilaði pyntingar.

En þegar Íran-Contra skandallinn, fór hátt í tíð Reagan, þá lyktaði hann með því, að dómsmál voru höfðuð og þau leiddu til sakfellingar.

CIA torturers should be prosecuted, say human rights groups

Amid Denuciations of Torture, Some Praise for U.S. Openness

Obama hefur ef til vill það sem mætti kalla - lokatækifæri til að sýna að einhver töggur sér í karlinum. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af endurkjöri, þegar 2-ár eru eftir að síðara kjörtímabili.

Hann hefur vel efni á því, að taka slíka ákvörðun - bandaríska þingið eftir allt saman getur ekki orðið honum andsnúnara en það þegar er.

Þó að flestir Repúblikanar virðast gagnrýna skýrsluna, þá vakti athygli að McCain gerði það ekki, heldur þakkaði höfundum fyrir gott verk - - > Enda varð hann sjálfur fyrir pyntingum er hann var flugmaður eftir að hafa verið skotinn niður yfir Víetnam.

  1. Bandaríkin mega eiga að það er út af fyrir sig - sigur að skýrslan kom fram, fékkst birt.
  2. Ég skal segja, að ég býð þess með eftirvæntingu að Pútín fyrirskipi sambærilega rannsókn innan Rússlands, á hegðan eigin leyniþjónustu :)

 

Niðurstaða

Vonandi hefur Obama smávegis hugrekki, til þess að fyrirskipa formlega dómsrannsókn á athæfi starfsmanna CIA. En þ.s. ætti að gera dómsmál möguleg er ekki síst það atriði, að í fjölda tilvika virðast starfsmenn CIA hafa gengið lengra - - en útgefin viðmið Bush stjórnarinnar formlega heimiluðu.

Að hefja dómsrannsókn, væri sennilega besta vítamínssprauta sem Bandaríkin gætu framkvæmt, til að lagfæra þann álitshnekki sem Bandaríkin urðu fyrir í tíð Bush.

Það væri sérdeilis gagnlegt, nú þegar -nýtt Kalt Stríð er líklega að hefjast- fyrir Bandaríkin að nýju, að hækka sig í áliti annarra þjóða.

En Bandaríkin munu þurfa á velvild annarra þjóða að halda, þ.s. þau munu þurfa á samvinnu annarra þjóða að halda, eins og í síðasta "Kalda Stríði."

 

Kv.


Nokkrar vikur í ríkisþrot Úkraínu skv. aðvörun AGS

Þetta kom fram á vef Financial Times, en þessi niðurstaða ætti alls ekki að koma á óvart. En prógramm AGS var hafið áður en alvarleg stríðsátök brutust út í A-Úkraínu. Áætlanir AGS gerðu þá ekki ráð fyrir þeirri stórfelldu efnahagslegu truflun - - sem uppreisn innan tveggja héraða í A-Úkraínu hefur valdið.

  • Það er enginn vafi á að uppreisnin og síðan stríðið er ástæða þess, að upphafleg viðmið prógrammsins ganga ekki upp.
  • Það stafar auðvitað af því, að héröðin Luhansk og Donetsk, eru megin iðnsvæði Úkraínu - iðnaðurinn í "Donbas" lægðinni þ.s. er að finna mikil kolalög enn í dag, grundvöllur þess iðnaðar - - kemur fram í frétt FT að skaffaði landinu 16% þjóðartekna.

Samdrátturinn í hagkerfinu sem áætlaður er þetta ár 7% sé að flestum líkindum, þeirri truflun er uppreisnin og stríðið orsakaði meginhluta að kenna.

  1. Sjálfsagt mun einhver halda því fram, að Úkrínumenn geti sjálfum sér um kennt.
  2. En þá líta þeir hjá því atriði, að uppreisnin frá upphafi miðaði út frá því, að ná fullri stjórn á héruðunum tveim, síðan að skilja þau frá Úkraínu.

Ef stjórnarher Úkraínu hefði ekki gert neina tilraun til að bæla uppreisnina niður.

Hefði brotthvarf þeirra héraða, aðskilnaður þeirra við frá Úkraínu - einnig skapað sömu efnahags útkomu.

Hið minnsta ræður Úkraínuher yfir meir en 50% þeirra héraða, sem er meira en stjórnin hefði ráðið yfir - - ef hún hefði enga tilraun gert til að hindra það að uppreisnarmenn tækju héröðin 2-út úr Úkraínu.

--------------------------

Varðandi mannfall, bendi ég fólki á að 4.000 telur alla, einnig fallna hermenn. Úkraínuher hefur misst a.m.k. 1.000 og ég trúi því ekki að uppreisnarmenn hafi misst færri. Þá eru 2.000 eftir, þá bæti ég því við - að ég er þess fullviss að skothríð beggja herja eigi sök á falli almennra borgara, þannig að sá fjöldi sem fallið hafi af óbreittum borgurum skiptist í óþekktu hlutfalli milli ábyrgðar stjórnarhersins og uppreisnarhersins.

Bendi fólki á að þegar Ísraelar réðust inn í gasa, féllu kringum 2.000 Palestínumenn. Flestir almennir borgarar - - en þ.e. hið vanalega hlutfall að flestir fallnir séu almennir borgarar þegar stríðsátök verða í þéttbýli.

Tölurnar frá Úkraínu - sýna því fram á að stjórnarherinn, hafi farið mjög varlega að við beitingu vopna - - því að hlutfall fallinna almennra borgara er óvenju lítið í þessum stríðsátökum a.m.k. fram að þessu.

Þá miða ég við önnur stríð.

--------------------------

Varðandi flótta frá A-Úkraínu, þá blasir við sú merkilega staðreynd ef marka má SÞ, að rúmlega 500.000 Úkraínumenn frá A-Úkraínu séu flóttamenn innan eigin lands, þ.e. þeir flúðu á náðir stjórnarhersins. Þetta passar ekki beint við fullyrðingar er hafa streymt um vefinn.

Á sama tíma hafa nærri 200.000 flúið frá A-Úkraínu til Rússlands, ef nýjustu tölur SÞ er að marka - - sem sagt ekki mörg hundruð þúsund. Eins og oft er fullyrt á netinu.

Sjá hlekk: Half a million displaced in eastern Ukraine as winter looms, warns UN refugee agency.

--------------------------

IMF warns Ukraine bailout at risk of collapse

  1. "The International Monetary Fund has identified a $15bn shortfall in its bailout for war-torn Ukraine and warned western governments the gap will need to be filled within weeks to avoid financial collapse."
  2. "The additional cash needed would come on top of the $17bn IMF rescue announced in April and due to last until 2016."
  3. "Since the bailout programme began in April, Ukraine has received $8.2bn in funding from the IMF and other international creditors. "
  4. "The scale of the problem became clearer last week after Ukraine’s central bank revealed its foreign currency reserves had dropped from $16.3bn in May to just $9bn in November."
  5. "The data also showed the value of its gold reserves had dropped by nearly half over the same period. A person with direct knowledge of the central bank’s policy said part of the drop had been due to large-scale gold sales."

Eins og kemur fram hefur Úkraína verið að selja gullforða sinn - til að afla fjár. En samt hefur gjaldeyrisforði minnkað um nær helming á 7 mánuðum.

Ekki kemur fram í þessari grein, af hverju gjaldþrot blasir við innan nokkurra vikna.

Ég verð að gera ráð fyrir því, að eitthvert stórt lán sé að falla á gjalddaga - þannig að forðinn sem eftir er - sé ekki nægur fyrir því.

Áhugavert er að AGS - má ekki afhenda Úkraínu meira fé, meðan að ekki er tryggt að Úkraína geti staðið við sínar skuldbindingar nk. 12 mánuði.

Þannig að AGS hefur sent boltann yfir til Vesturvelda - - sem hafa þá þann valkost, að fjármagna Úkraínu eða láta ríkissjóð Úkraínu verða greiðsluþrota.

Ég reikna fastlega með því, að ríkisstjórn Úkraínu fái nægilegt fé áður en gjaldþrots atburðurinn verður - - þetta verði drama um margt líkt því þegar Grikkland 2010-2012 var endurtekið á brún þrots.

En það virðist vera, að ESB sé að beita ríkisstjórn Úkraínu, ekki ólíkt því hvernig ríkisstjórnir Grikklands voru beittar þrýstingi, til að hrinda í verk - efnahags umbótum sem gerðar eru kröfur um.

Og auðvitað verulegur útgjaldaniðurskurður.

Hafandi í huga að -grísku drömun- enduðu alltaf á því að Grikkland fékk meira fé, þá reikna ég með sömu útkomu með Úkraínu.

  1. Augljóst mun eins og þurfti að gera fyrir Grikkland, þurfa að skera verulega niður skuldir Úkraínu.
  2. Ég sé samt enga ástæðu þess að ætla að draumar Úkraínu um ESB aðild séu óraunhæfir - - en ég bendi á að eftir hrun kommúnismans í A-Evrópu veturinn 1989, þá tekur það Rúmeníu 16 ár að verða meðlimur að ESB. En dramatísk óstjórn Nicolae CeauÈ™escu skildi landið eftir sem flakandi sár, ég sé ekki að Úkraína líti neitt verr út en Rúmenía leit út við upphaf árs 1990 eftir skammvinnt innanlandstríð hafði bundið endi á stjórn CeauÈ™escu.

Aðild Úkraínu þarf því ekki að taka neitt lengri tíma - a.m.k. ekki það. Margt getur gerst á 16 árum, stjórnvöld í Úkraínu virðast áhugasöm um það að byrja að feta þau mörgu skref sem þarf að stíga áður en landið getur átt raunhæfa möguleika á aðild.

En ég held að fyrir ESB - sé langtíma gróði af aðild Úkraínu.

Sá felist fyrst og fremst í þeirri staðreynd - að í Úkraínu er besta landbúnaðarland í allri Evrópu, landið stundum nefnt "brauðkarfa Evrópu."

Ég er þess fullviss, að þetta á eftir í framtíðinni að skipta Vesturlönd máli, að hafa þá brauðkörfu innan sinna raða.

Í ljósi þess að laun eru ákaflega lág - og í ljósi þess að þarna er besta landbúnaðarland Evrópu - - á Úkraína að geta í framtíðinni framleitt matvæli fyrir Vesturlönd á lægra verði en nokkurt annað aðildarland Vesturlanda mundi geta dreimt um.

Ég held það sé mikill misskilningur sumra, að Vesturlönd séu að sækjast eftir nokkru öðru en þessu - - Vesturlönd ráði yfir miklu betri iðnaði en Úkraína, og það veit enginn hvort að olía sé vinnanleg með "fracking" aðferðinni innan Úkraínu "eins og sumir halda fram."

Aftur á móti, er enginn vafi á -hefur verið þekkt um aldir- að gæði moldarinnar í Úkraínu eru einstök, hin fræga svarta mold. Það sé hin eiginlega auðlind landsins.

 

Niðurstaða

Ég er alveg sæmilega bjartsýnn um það að til lengri tíma litið rétti Úkraína við sér, og nálgist lönd eins og Pólland - sem í dag er nærri 3-falt ríkara per haus en Úkraína. En 1990 stóðu þær þjóðir jafnfætis. En næstu ár verða mjög erfið fyrir Úkraínu, á því er enginn vafi.

Og það er - besta spá. Verri spá væri hreinlegar hörmungar, ef stríðið blossar upp að nýju.

 

Kv.


Væri það virkilega til að stórauka tekjur af afla - að innkalla allan kvóta, síðan bjóða hann upp á ári hverju?

Það er út af umræðu sem ég lenti í, sem ég fór að velta þessu máli fyrir mér - eina ferðina enn. En ég hef töluvert lengi verið efins um það, að þessi hugmynd - allur kvóti á uppboð; mundi raunveruleg leiða til þess. Að stórfellt auknar tekjur mundu berast til almennings.

 

Fyrst skulum við aðeins velta upp núverandi ástandi!

Það augljóst skapar verulegan hagnað hjá útgerðarfyrirtækjum, sem og hjá eigendum útgerðarfyrirtækja. Þetta telja áhugamenn um "uppboð" sönnun þess að þarna sé mikið magn fjár sem unnt sé að sækja með uppboðs aðferðinni.

En af hverju framkallar fyrirkomulagið hagnað?

  1. Fyrirtækin hafa öruggan kvóta ár hvert, sem þau geta gengið að sem vísum. Það þíðir að þau geta gert langtímaáætlanir um nýtingu þess afla sem þau vita að þau hafa aðgang að. Þetta þíðir ekki síst - - > Að þau geta gert framvirka sölusamninga við seljendur. Þ.e. selt framtíðar fisk óveiddan, einnig selt gert langtíma sölusamninga við sömu aðila. Punkturinn við þetta atriði - - > Er að þetta tryggir þessum útgerðaraðilunum betra verð en þau ella mundu fá. Ef þau gætu ekki tryggt öruggan fisk. Ástæða hagnaðar nr. 1.
  2. Öruggur kvóti, þíðir einnig "öruggar tekjur" sem leiðir til þess, að fyrirtækin teljast tiltölulega áhættulítil þegar kemur að lánaviðskiptum við banka eða fjármálastofnanir. Það þíðir að sjálfsögðu hagstæðari kjör á lánum, og einnig að bankarnir eru tilbúnir að lána til lengri tíma en þeir annars væru sennilega tilbúnir til. Þetta þíðir m.a. að þessi fyrirtæki eiga auðveldar með að "fjármagna fjárfestingar" sbr. kaup á skipum, endurnýjun skipa og búnaðar - þannig að efla starfsemi sína, ekki síst að tryggja að skipin séu ekki of gömul og léleg, búnaður úr sér genginn. Ástæða hagnaðar nr. 2.
  3. Öruggur kvóti þíðir einnig að auki, að útgerðarfyrirtæki geta hagað veiðum eftir því sem "hentar mörkuðum" til að hámarka verð, tryggja að ekki verði verðfall vegna offramboðs. Ástæða hagnaðar no. 3.
  • Því má ekki gleyma að góður hagnaður fyrirtækjanna, hefur skilað góðu verði á hlutafé - þannig háu markaðsvirði margra af þessum fyrirtækjum.

 

Þá er það spurning, hvaða áhrif það hefði, að setja kvóta á markað, og hafa uppboðin árleg?

Augljóst er þá búið að afnema "öryggið" hvað aðgang að afla varðar, og það auðvitað hefur nokkrar afleiðingar.

  1. Rökrétt séð, ætti það að leiða til þess, að útgerðarfyrirtæki geta ekki lengur tryggt "áreiðanlegt" framboð af fiski til seljenda. Svo að rökrétt afleiðing yrði sennilega - að þeir langtímtasölusamningar sem mörg betri stæð útvegsfyrirtækin hafa í dag "tapast" - -> Sen rökrétt ætti að leiða til þess, að mögulegur hagnaður útvegs fyrirtækja minnkar, vegna þess að þau verða af "tekjum." Ástæða minnkun hagnaðar nr. 1.
  2. Næsta rökrétta afleiðing, væri að lán til útvegsfyrirtækja yrðu dýrari en áður. En með því að breyta öryggi um afla í - óvissu um afla. Þá mundu þau hætta að verða eins traustir lánþegar. Sem ætti þá að gera banka og fjármálastofnanir mun tregari en áður, að veita þeim lán til langs tíma og að auki má reikna með hærri vöxtum. Þetta ætti rökrétt séð, að gera þeim erfiðar að fjármagna stórar mikilvægar fjárfestingar sbr. endurnýjun skipa, ný skip, eða ný tæki - eða útþenslu. Það má því reikna með því að flotinn mundi eldast, endurnýjun verða hæg. Þau mundu hætta að hafa efni á skilvirkustu tækni í boði hverju sinni. Ástæða minnkun hagnaðar nr. 2.
  3. Þar sem kvótaeignin er ekki lengur örugg til langs tíma. Grunar mig að fyrirtækin muni leitast við að veiða hann upp sem fyrst - svo þau brenni ekki hugsanlega út með ókláraðan kvóta. Og það gæti aukið líkur á því, að afli berist á markaði þegar það síður hentar - þannig að verðfall verði vegna offramboðs. Þ.e. markaðsstýring sjávarfyrirtækja mundi verða síður skilvirk. Ástæða minnkun hagnaðar nr. 3.
  • Svo má ekki gleyma því, að markaðsvirði útvegsfyrirtækja mundi hrynja verulega við slíka breytingu.
  • Mig grunar að það gæti leitt til þess, að mörg þeirra yrðu minna virði en eigin skuldir.
  • Það ofan í aukna óvissu um tekjur - mundi leiða til þess að bankar mundu innkalla lán, og kalla fram gjaldþrot margra þeirra.
  • Við slíkar aðstæður gæti einnig orðið verlegur eignabruni hjá útvegsfyrirtækjum þ.e. hrap eigna í andvirði. Þannig að lánatap yrði verulegt.
  • Spurning hvaða áhrif það hefði á heilsu fjármálakerfisins.

 

Punkturinn sem ég vildi koma að - - er að ég sé ekki að uppboðsfyrirkomulagið skili endilega meiri tekjum til almennings

Mér virðist eiginlega að hlutir geti æxlast alveg á hinn veginn.

  1. En vegna þess að mér virðist tekjumöguleikar útvegs fyrirtækja umtalsvert skertir, við það að framkalla óvissu um framtíðar afla og tekjur.
  2. Auk þess að fjárfestingakostnaður yrði verulega meiri að miklum líkindum.
  • Þá blasir ekki endilega við mér, að þau yrðu fær um að greiða mjög há verð fyrir kvóta á uppboðum.
  • Þvert á móti gæti það farið þannig, að verulega veikari fyrirtæki með mun slakari fjárfestingagetu - - mundu einmitt ekki geta greitt sérdeilis há verð.

En sumir ímynda sér að slíkir uppboðsmarkaðir stórfellt auki tekjur almennings af fiskveiðum.

 

Niðurstaða

Það hafa sumir verið hrifnir af þeirri hugmynd að setja allan kvóta á uppboð, sem haldin væru reglulega - jafnvel árlega. Í þessum pistli tók ég fyrir rökréttar alfeiðingar þess, að setja allan afla á markað og hafa þau uppboð - tíð. Þ.e. einu sinni á ári.

  1. Það er á hinn bóginn unnt að hugsa sér mun mildari uppboðs leið.
  2. Að einungis hluti kvóta sé á uppboði í hvert sinn, t.d. 20%.
  3. Og að kvóti sé til 5 ára a.m.k. En 20% regla mundi leiða til 5 ára reglu.

Það væri einnig unnt að miða út frá 10% og 10 ára reglu. Það má vera að sá kostur komi skárst út. En þá væru fyrirtæki enn fær um að bjóða langtíma sölusamninga, og áfram fær um að skipuleggja veiðar fram í tímann, og fjárfesta án þess að það verði óskaplega óhagstæð kjör. Þau ættu þá að hafa sæmilega getu til að bjóða í kvóta.

  • Ég skal ekki útiloka að skynsamt uppboðs fyrirkomulag geti leitt til eitthvað aukinna tekna af sjávarútvegi til almennings.
  • En á sama tíma er ég þess fullviss, að hugmyndir sumra um gríðarlega tekjuaukningu til almennings - séu of háleitar.

 

Kv.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 805
  • Frá upphafi: 846633

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 741
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband