Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

Evrópa að snúast gegn dísil bílum?

Það hefur vaknað töluvert hávær umræða í Evrópu gegn bifreiðum með dísil vélar. Margir halda að dísil vélar mengi minna, en þ.e. ekki alls kostar rétt. Málið er að Evrópa hefur sl. 20 ár valið að fókusa á "gróðurhúsalofttegundir" sem dísil bílar sannarlega búa til minna af vegna minni eldsneytiseyðslu. CO2 aftur á móti hefur engin neikvæð áhrif á heilsufar fólks.

Það aftur á móti gerir nytur-oxíð mengun frá dísil bílum, en dísil vélar gefa frá sér verulega mikið meir af slíkri loftmengun: Health | Nitrogen Dioxide | US EPA

  1. "NOx react with ammonia, moisture, and other compounds to form small particles. These small particles penetrate deeply into sensitive parts of the lungs and can cause or worsen respiratory disease, such as emphysema and bronchitis, and can aggravate existing heart disease, leading to increased hospital admissions and premature death."
  2. "Ozone is formed when NOx and volatile organic compounds react in the presence of heat and sunlight. Children, the elderly, people with lung diseases such as asthma, and people who work or exercise outside are at risk for adverse effects from ozone. These include reduction in lung function and increased respiratory symptoms as well as respiratory-related emergency department visits, hospital admissions, and possibly premature deaths."

Eins og kemur fram á síðu umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, þá magnar nytur-oxíð upp astmavandamál hjá fólki, en einnig önnur öndunarfæravandamál - síðan er þetta viðbótar álag á lungun ofan í aðra rykmengun.

Það virðist erfitt að sanna þetta sem krabbameinsvald, vegna þess að önnur loftmengun getur einnig verið krabbameinsvaldandi.

En það sé sannarlega aukinn kostnaður af öndunarfærasjúkdómum þegar mikið er af nytur-oxíð í umhverfinu. Líklega - aukin dánartíðni af völdum öndunarfærasýkinga.

Það er einnig áhugaverð Wiki-síða: Diesel exhaust

Það er líka meira af hættulegum "sótögnum" í pústi dísilvéla. Það hefur sjálfstæð neikvæð áhrif á lungu og því á öndunarfærasýkingar - sem auðvitað bætist ofan á hitt vandamálið.

  1. "The main particulate fraction of diesel exhaust consists of fine particles. Because of their small size, inhaled particles may easily penetrate deep into the lungs. The rough surfaces of these particles makes it easy for them to bind with other toxins in the environment, thus increasing the hazards of particle inhalation."
  2. "Long-term exposures could lead to chronic, more serious health problems such as cardiovascular disease, cardiopulmonary disease, and lung cancer."
  3. "Mortality from diesel soot exposure in 2001 was at least 14,400 out of the German population of 82 million, according to the official report 2352 of the Umweltbundesamt Berlin (Federal Environmental Agency of Germany)."

Vandamál er að rannsóknir á langtíma heilsufarsvandamálum af völdum sótagna eru ekki enn langt komnar - þó að sérfræðingar séu almennt á þeirri skoðun, að þær skapi alvarleg lungna vandamál, jafnvel krabbamain.

Það virðist hafa verið vísvitandi val í Evrópu, að líta á gróðurhúsahitun sem meginvanda, þannig gefa vissan afslátt á þau heilsufarsvandamál sem því óhjákvæmilega fylgir - - að gera dísil bíla hagstæðari kost en bensínbíla fyrir flesta ökumenn.

En gríðarleg fjölgun dísilbíla hefur orðið í Evrópu sl. 20 ár, sem rökrétt er að ætla að sé nú að birtast í aukinni tíðni heilsufars vandamála tengd öndunarfærum, og sennilega aukinni dánartíðni af völdum slíkra vandamála.

Í Bandaríkjunum aftur á móti, hefur alveg frá ca. 1970 verið mikil áhersla á að lágmarka "nytur-oxíð" mengun sem og sótmengun, meðan að í Evrópu hefur mun minni áhersla verið á "nytur-oxíð" mengun, en svipuð á sótmengun.

Fyrir bragðið, hafa kröfur í Bandar. verið umtalsvert strangari alveg fram á þennan dag, þegar kemur að því hve mikil "nytur-oxíð" mengun er heimil, en í dag skilst mér að reglur um sótmengun séu svipaðar.

  1. Í Bandaríkjunum þarf dýrari hvarfakúta - með dísilvélum, hannaða til að draga úr nytur-oxíð.
  2. Dýrleiki þess búnaðar sennilega skýrir af hverju, dísil vélar eru almennt ekki í boði á bandar. markaði í fólksbílum.

Paris mayor declares war on diesel cars

 

Þetta mun auðvitað breyta evrópska bíla markaðinum ef það skapast stemming meðal evrópskra borga um að banna alfarið dísil bíla a.m.k. í miðborgum

Í Bandaríkjunum, hafa dísil fólksbílar ekki verið samkeppnisfærir, þess vegna hefur Toyota Prius verið svo stór sölubíll innan Bandaríkjanna. Og þeim fer hratt fjöldandi í boði sambærilegum bílum, er svo komið að hver einasti framleiðandi hefur í boði "blendingsbíla" eða "hybrid" af margvíslegum stærðum og gerðum.

Þeir fullkomnustu má nota sem rafbíla innan borgarmarka, ef vegalengdir eru ekki lengri en á bilinu 20-40km. og eigandi er duglegur í því að setja bílinn sem tíðast í samband að notkun aflokinni.

Rafbílar eru töluvert dýrari kostur, vegna kostnaðar við rafhlöður - þó Nissan Leaf virðist kosta svipað hérlendis og sambærilegur Nissan bensín bíll. Er það vegna þess að öll gjöld eru felld niður. Verð með gjöld væri sennilega nærri 7 millj. en ekki rúmlega 5.

  • Það er unnt að sjá fyrir sér blendingsbíla, draga mjög verulega úr loftmengun í borgum.

Ég velti fyrir mér hvort Evrópa hafi ekki gert mistök, með því að hvetja til fjölgunar dísil bíla, með því að gera dísil bíla ódýrari í rekstri en sambærilega bensín bíla - vegna þess að gjöld á mengun taka ekki tillit til "nytur-oxíð" megunar.

"In an interview on Sunday, Anne Hidalgo said..." - "“Apart from bikes, buses and taxis, the only vehicles allowed will be residents’ cars, delivery vehicles and emergency vehicles”" - > Sem sagt, miðborg Parísar. - "“I want diesel cars out of Paris by 2020,”"

Ég hef heyrt að umræða er um takmarkanir á dísil bílum í London, síðan að bann taki gildi eftir einhvern árafjöld.

  • Vegna ESB-regla sl. 20 ár, eru meirihluti bíla skilst mér í París, með dísil vélum, fólksíla einnig.

Þetta mundi því þvinga fram töluvert dramatíska breytingu á samsetningu bílaflota í einkaeigu.

Líklega mundi endursöluverð dísilbíla, sérstaklega fólksbíla - hríð falla.

Spurning um Ísland: En þ.e. ekki nema á allra síðustu árum, að dísil bílum fer hratt fjölgandi.

Ef París er að reiða á vaðið með þessar hugmyndir - mun það hafa veruleg áhrif.

Því eftir allt saman er höfuðborg Frakklands, töluvert áhrifamikil borg enn þann dag í dag.

Þetta getur ítt á London, að taka hugmyndir um sambærilega hluti -á umræðustigi- lengra, en borgarstjóri Lundúna kvá vera áhugasamur um takmarkanir eða jafnvel bann á dísil bílum, a.m.k. í miðlægum svæðum Lundúna. Ef ekki úthverfum.

 

Niðurstaða

Það virðist vera að skapast hreyfing innan evrópskra borga gegn dísilbílnum, sem hefur svo fjölgað að hlutfalli í heildarbílaflota Evrópumanna sl. 20 ár. Svo að mér skilst að í dag sé meira en helmingur allra fólksbíla með dísil vélum á meginlandi Evrópu.

Það séu vaxandi kvartanir vegna loftmengunar, sem hafi hrundið af stað þessari hreyfingu. Og þ.e. að auki sennilegt, að nú 20 árum eftir að farið var með reglum í Evrópu, að hvetja til fjölgunar dísil bíla, sé þess farið að gæta í tíðni öndunarfæra sjúkdóma að auki.

Í framtíðinni gæti Evrópa orðið líkari Bandaríkjunum, sem ávalt síðan upp úr 1970 hafa viðhaft mjög strangar takmarkanir við "nytur-oxíð" mengun, sem hefur skapað það ástand að fólksbílar í Bandaríkjunum eru almennt ekki búnir dísil vélum.

Þess í stað hefur myndast í Bandaríkjunum mjög stór og hratt vaxandi markaður fyrir "blendings bíla" þ.e. bíla með bensínvél og einnig rafmótor, sbr. Toyota Prius. Í dag séu allir framleiðendur með sambærilega bíla og Prius í boði, auk þess að þeir eru í dag innan Bandaríkjanna fáanlegir af öllum stærðum og gerðum.

Sennilega hafa Bandaríkin fetað hinn skárri veg - eftir allt saman.

 

Kv.


Af hverju Náttúrupassi - - frekar en að hækka skatta á gistingu, eða á flug til og frá landinu?

Ástæðan hvað mig varðar er sú, að ég reikna ekki með því að ríkið muni láta það fé raunverulega fara til reksturs viðkvæmra ferðamannastaða á hálendinu og víðar um landið.

  • Ég bendi fólki á "vegagjaldið" sem á sínum tíma var sett á fót til uppbyggingar vega en hefur runnið stærstum hluta til ríkisins og farið í annð en til uppbyggingar vega og viðhald þeirra.
  • Ég get einnig nefnt "nefskattinn" sem var settur til þess að halda RÚV uppi, en rennur stærri hluta beint í ríkishýtina frekar en að fara í rekstur RÚV.

Ég er eiginlega viss, að í ljósi stöðu ríkisins, mundi skattur á flugferðir og/eða á gistingu hvort sem það væri á hótel eða tjaldstæði eða svefnpokapláss, eða almenn hækkun á vaski - -> Fara í almennan rekstur ríkisins.

Með öðrum orðum, mundi slíkur skattur - eins og lagt er til af þeim sem eru andvígir Náttúrupassa, ekki leysa það vandamál sem við stöndum frammi fyrir, að það verður að leggja aukið fé í uppbyggingu ferðamannastaða, því að náttúruperlur landsins liggja nú undir skemmdum vegna hratt vaxandi átroðnings vegna hratt vaxandi ásóknar af völdum hratt vaxandi fjölda ferðamanna.

Hratt vaxandi álag, kallar á aukið fé, því vaxandi álag kallar á frekari uppbyggingu aðstöðu til verndar viðkvæmri náttúru á hverjum stað, og veldur einnig vaxandi þörf fyrir viðhald göngustíga og annarrar aðstöðu - því að aukin ásökn skapar vaxandi álag.

Mynd - sjá Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi 2014

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/hagvoxtur_2014_0001.jpg

Mynd - sjá Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi 2014

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/hagvoxtur_2014_0002.jpg

Af hverju er ég þetta viss, að skattur mundi ekki fara til uppbyggingar ferðamannastaða? Málið er það neyðarástand, sem ríkir um rekstur ríkisins

  1. Ríkið er rekið með halla, því miður skv. nýjustu fréttum af efnahag landsins -sjá skannaðar myndir að ofan- þá komu þær slæmu fréttir að hagvöxtur á árinu sé undir væntingum þ.e. ekki nema 0,5% fyrstu 9 mánuði ársins: Landsframleiðslan jókst minna en nam vexti þjóðarútgjalda. Þetta þíðir á áætlanir stjv. er byggðust á fyrri spá um hagvöxt milli 2-3% standast líklega ekki - en sennilega er þetta vísbending þess að hagvöxtur nk. ár sé einnig slakur. Þetta þíðir væntanlega að forsendur núverandi fjárlaga-frumvarps eru sennilega þegar brostnar. Ísland er með öðrum orðum, enn statt í þeim hæga hagvexti sem hófst í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þrátt fyrir fullyrðingar sumra þingmanna, m.a. míns eigin flokks, þess efnis að aðgerðir ríkisstj. hafi stuðlað að auknum hagvexti. Er það ekki að sjást í hagtölum að svo sé. Þetta þíðir að sjálfsögðu að fjárlagafrumvarpið er ekki hallalaust raunverulega. Fremur en síðustu fjárlög síðustu ríkisstjórnar hafi verið það. Það virðist því enn til staðar óleystur fjárlagavandi hjá ríkissjóði - sem hvorki síðustu ríkisstjórn tókst að leysa úr né þessari hefur tekist fram að þessu að leysa, eða virðist ætla miðað við þ.s. af er.
  2. Ég veit ekki af hverju hagspár standast þetta illa - en þetta vandamál var einnig á sl. kjörtímabili að hagvöxtur var undir væntingum miðað við spár. En þetta er ekki bara hér. Eins og eftirminnilegt er þá stóðust áætlanir um efnahagsframvindu Grikklands ákaflega illa eftir að kreppan þar hófst 2010, það var eiginlega það eina sem mátti treysta á að framvindan mundi verða verri en spáð væri fyrir, aðrar kreppur landa í vanda einnig urðu verri en reiknað var með. Síðan hafa spár Seðlabanka Evrópu um efnahags framvindu evrusvæðis sem heildar einnig ekki ræst fram að þessu eftir að kreppan hófst, t.d. á þessu ári er framvindan enn eitt skiptið lakari en reiknað var með. Það er eins og að núverandi efnahagsástand geri spálíkön þau sem notuð eru ómarktæk, þannig að spárnar verða alltaf rangar. Það verður ekki of oft endurtekið þ.s. ég benti á sl. kjörtímabil að spá er ekki veruleiki.
  3. Miðað við þá lakari efnahagsframvindu er við blasir, þá mun áframhaldandi hallarekstur ríkisins halda áfram að ágera þann vanda ríkisins að það vantar gríðarlegt fjármagn í rekstur þess. Við erum að tala um það að byggingar ríkisspítalanna eru í það slæmu ásigkomulagi eftir skort á viðhaldi í fjölda ára, að sumar eru að verða ónýtar. Síðan eru launakröfur starfsfólks spítalanna t.d. lækna um á bilinu 30-50% hækkanir launa bersýnilega ekki fjármagnaðar enn og bætast ofan á þann hallarekstur sem fyrir er ef af þeim verður. Það er ekki langt síðan að forstjóri HAFRÓ kynnti að engin hafrannsóknarskip verða rekin á nk. fjárlagaári - hafið í huga þetta er sú stofnun sem fylgist með heilsu okkar mikilvægustu auðlyndar, að auki þarf stöðugt að rannsaka fiskigöngur, hvar þær eru- hve miklu magni- hvaða tegundir- sem og hitaskilyrði í sjónum o.m.flr. Svo má nefna að auki, að Landhelgisgæslan hefur einungis efni á að reka 1-skip af þrem. Þar af einungis með áhafnir fyrir 2-skip af þrem. Stóra þyrlan er mánuðum saman á ári hverju þessi árin erlendis í leiguverkefnum því gæslan hefur ekki efni á að reka hana hérlendis allt árið. Og þ.s. verra er, að þessi rekstrarvandi hjá ríkinu er ekki bara á þessum sviðum heldur endurtekur hann sig um flest svið rekstrar þess, sem og viðhald bygginga almennt hjá því - - ekki má gleyma viðhaldi vega sem rétt svo er nægileg til þess að þeir hrörni ekki þ.e. engin uppbygging. Samt í þessu ástandi er ríkið enn með hallarekstur.
  • Það er í ljósi þessa ástands - - að ég er þess fullviss að ríkið mun hirða til sín, allt viðbótar fé sem það aflar sér, með hækkunum skatta.
  • Það er sannarlega rétt að -tæknilega séð- hefur ríkið nægar tekjur af ferðamennsku nú þegar til þess að þær geti staðið undir uppbyggingu staða, á hinn bóginn er þessi ábending "tautologia" því að þ.e. bersýnilegt af útgjaldavanda ríkisins og hallarekstri (er í ljósi lakari efnahagsframvindu virðist stefna í áframhald þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnar til þess að skila hallalausum fjárlögum - en lakari framvinda bersýnilega gerir tekjuhlið þeirra fjárlaga ómarktækan)--> Að ríkið er löngu farið að nota allt það fé í annan rekstur þess, það sé því ekki hægt að nota það fé til uppbyggingar ferðamannastaða nema að "skera einhvern annan rekstur ríkisins niður á móti" eða "með því að auka hallarekstur ríkisins því söfnun skulda enn frekar." Hvorug þeirra leiða virðist áhugaverð - svo meir sé ekki sagt.

Það blasi því við að það þurfi nýtt fé til uppbyggingar ferðamannastaða.

Á sama tíma blasir við, að það má ekki vera "skattur" því þá rennr það fé til ríkissjóðs, og þaðan mundi það fé ekki streyma til uppbyggingar ferðamannastaða.

Því er sú leið sem lögð hefur verið fram, að hækka gjöld á flugferðir eða hækka vask eða hækka vask sérstaklega á öll form gistingar - - > ófær. Því það fé muni ekki renna til uppbyggingar ferðamannastaða, heldur í ríkishýtina.

  1. Niðurstaðan er við blasi, er því sú að eina leiðin sé að búa til nýjan gjaldstofn sem ekki skilgreinist sem skattur - - þannig að féð komi aldrei við í ríkissjóði.
  2. Nota þann gjaldstofn til þess að búa til "sjálfstæðan sjóð" sem rekinn væri alfarið óháður rekstri ríkisins - - > til að forða þeirri útkomu að ríkið hirði þetta fé í eigin hýt.
  3. Eins og "Náttúrupassinn" er hugsaður, þá er hann seldur til allra sem vilja sjá þá staði sem njóta sérstakrar verndar(tæknilega getur fólk valið að kaupa ekki passa samtímis því að það velur að forðast þá staði sem þarf passa til aðgöngu, ég reikna einnig með að einhverjir erlendir ferðamenn muni velja það sama því muni passinn einnig hafa þau áhrif að dreifa umferð ferðamanna á 3-staði þannig að afskekktari svæði njóti þá aukinnar umferðar og þeirra tekna sem þeirri umferð fylgir) og gildir jafnt um alla sem vilja sjá þá tilteknu staði. En skv. EES má ekki mismuna. Svo þ.e. eina færa leiðin að hann gildi um alla jafnt. Það fé sem fæst er lagt í "alfarið sjálfstæðan sjóð" (frumvarpið hefur ekki enn verið lagt fyrir Alþingi svo ég er eingöngu að gera ráð fyrir að rökréttasta leiðin sé farin að sjóðurinn sé sjálfstætt rekinn) sem ekki verður þá rekinn sem hluti af öðrum rekstri ríkisins, síðan muni sjóðurinn hafa stjórn sem skipuð verði af fulltrúum ríkisins sem og aðila í ferðaþjónustu.

 

Við verðum að taka tillit til þess breytta veruleika að Ísland er að stefna í milljón ferðamenn ár hvert

Þetta er algerlega nýr veruleiki, en það þíðir að mörg hundruð þúsund manns eru að sækja ár hvert þekktustu og vinsælustu náttúruvætti landsins. Þetta felur í sér gríðarlegan átroðnings vanda - sem kallar á mikla fjármagnsþörf svo að staðirnir umræddu verði ekki fyrir óbætanlegu tjóni. En við erum að tala um að það hugsanlega stefni í það, að loka verði jafnvel sumum stöðum alfarið um óákveðinn tíma ef ekki verður unnt að forða frekari skemmdum.

  1. Það þíði ekki að stinga hausnum í sandinn, þverneita að takast á við veruleikann eins og hann er, sem sé að ástandið kallar á stórfellt aukið fjármagn til ferðamála.
  2. Á sama tíma að það blasi við, að ríkið muni -eigin útgjaldavanda vegna- óhjákvæmilega hirða til sín hven þann skatt sem búinn mundi verða til.

Ég með öðrum orðum, kem ekki auga á nokkra færa leið til þess að framkalla það fjármagn sem þörf er fyrir.

Án þess að ríkið hirði það fjármagn í eigin hýt.

Sem er skárri, heldur en sú leið sem er nú í boði, náttúrupassi.

  1. Þeir sem ríghalda í þá hugsjón, að ferðir um landið verði að vera frjálsar.
  2. Ásaka ég um einmitt að stinga hausnum í sandinn.
  • Það sé óábyrg afstaða fullkomlega.

Við þurfum að bera ábyrgð á landinu okkar, sýna það í verki að við höfum þroska og þá víðsýni, að taka þær ákvarðanir sem þarf að taka - - svo að stjórtjóni á þeim náttúruvættum sem við segjumst bera virðingu fyrir sé forðað.

Við eigum að fórna þeim rétti að fara allra okkar ferða um landið án þess að borga fyrir þann rétt - - vegna þess einmitt að við elskum okkar land.

Þannig sýnum við einnig - - að við séum til í að fórna því til sem þarf til að fórna, svo að landið okkar verði ekki fyrir fyrir tjóni, sem gæti reynst óbætanlegt.

Þetta sé það öfuga við sjálfselska huguns, að vera til í að færa fórnir - - það að vera til í að brjóta odd af því sem við teljum okkar rétt, til þess að það sem við teljum okkar sameiginlegu eign, sé varið tjóni - - > Það að neita aftur á móti að færa nokkra fórn til þess að verja okkar sameiginlegu eign <--> sé sennilega akkúrat sjálfselsk afstaða.

 

Niðurstaða

Ég styð "náttúrupassa" vegna þess að ég tel hann minnst slæmu leiðina í boði til þess að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða. Með því að sú uppbygging verði nægilega vel fjármögnuð, þá verði náttúra landsins einnig varin því tjóni sem hratt vaxandi átroðningur af völdum hratt vaxandi ferðamennsku, er annars að orsaka. Við getum með því að fórna hluta af okkar rétti til frjálsra ferða um landið - - stuðlað að því að verja landið okkar fyrir tjóni. Með því sýnum við í verki þann skort á sjálfselsku, að við séum til að fórna því sem til þarf, svo að landið býði ekki tjón. Þessi réttur má ekki vera það "heilagur" að ekkert sé unnt að gera til þess að forða landinu frá tjóni - - en slík afstaða væri afskaplega vil ég meina "sjálfselsk" að auki afar "skammsýn" sem og að auki "þröngsýn."

Stundum þarf að gefa eitthvað eftir, til að verja það sem okkur öllum er kært.

Að neita að gefa það eftir sem til þarf, til að vernda sameiginlega hagsmuni - sé sjálfselsk afstaða að mínu viti.

Ég sé enga skárri lendingu, styð því málið af heilum hug.

Ég verð að undirstrika eitt: Vegna þess að ég heyrði í fréttum viðtöl blaðamanna við almenning. Þá virðist það viðhorf algengt að það sé rangt að láta Íslendinga borga. En í lagi að útlendingar geri það. Að slíkt er ekki valkostur sem er í boði - því það er brot á EES reglum sem færðar hafa verið í íslensk lög, að mismuna útlendingum og Íslendingum með slíkum hætti. Með öðrum orðum, sama regla verður að gilda hvort tveggja fyrir Íslendinga og útlendinga. Svo það sé á hreinu.

 

Kv.


Samkvæmt Sameinuðu Þjóðunum hafa a.m.k. 700.000 manns gerst flóttamenn af völdum stríðsins í A-Úkraínu!

Þetta eru áhugaverðar tölur sem koma frá Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna: Half a million displaced in eastern Ukraine as winter looms, warns UN refugee agency. Þessar tölur staðfesta þó ekki fullyrðingar þess efnis sem ég hef heyrt af vefnum að -hvorki meira né minna en- ein milljón flóttamanna séu flúnir til Rússlands. En skv. SÞ er fjöldi flóttamanna í Rússlandi rúmlega 200.000 sem er töluvert langt frá milljón. Á sama séu rýflega 500.000 flóttamenn innan heima lands, þ.e. hafa flúið inn á svæði innan Úkraínu undir stjórn stjórnarhersins. Til að halda öllu sanngjörnu má nefna að innan Rússlands eru Úkraínumenn sem starfa í Rússlandi, og ca. 300.000 af þeim hafa óskað eftir "visa" þ.e. búseturétt í Rússlandi, óttast því hugsanlega að snúa heim eða telja sig betur komna áfram innan Rússlands, þó þessi hópur teljist ekki skv. reglum SÞ til flóttamnna.

  1. Samkvæmt því, eru 500.000 sannarlega flúnir innan Úkraínu og eru á svæðum undir stjórn stjórnvalda í Kíev, fá aðstoð þar.
  2. Og 200.000 hafa flúið til Rússlands frá A-Ukraínu. Síðan eru 300.000 af þeim Úkraínumönnum er hafa starfað innan Rússlands, að íhuga að vera áfram innan Rússlands.

Þetta er töluvert önnur saga - en ég hef séð í ásökunartón af netinu.

En skv. honum, á stjórnarherinn að vera svo hræðilegur - að milljón manns hafi flúið undan honum.

En en hverjar eru þær sannanir sem við blasa?

 

4.000 mmanns hafa fallið í Úkraínu

Þetta er skv. SÞ, en hafið í huga að þetta telur alla fallna - ekki bara almenna borgara heldur einnig þátttakendur í átökum, þ.e. hermenn stríðandi fylkinga sem fallið hafa.

Og ef við viljum komast nærri tölu almennra borgara sem fallið hafa, þá sannarlega þarf fyrst að fjarlæga úr tölur fallinna hermanna.

  1. Skv. Úkraínska stjórnarhernum er mannfall hans komið í ca. 1.000. Vanalega dragar herir úr frekar en að þeir ýkji eigið mannfall. Þannig að við getum tekið það trúanlegt að mannfall stjórnarhersins sé a.m.k. 1.000.
  2. Ég trúi því ekki, að uppreisnarmenn hafi misst færri, þannig að þá drögum við 2.000 frá a.m.k. heildartölunni upp á 4.000. Svo eftir er þá 2.000 eða e-h innan við 2.000.
  3. Þá þarf auðvitað að geta þess, að báðar fylkingar hafa verið að skjóta á fullu á hina, og innan þéttbýlis. Og þ.e. sama hve varfærinn þú ert, það fara alltaf einhverjar kúlur annað en þær áttu að fara - - > Þannig að við getum gert ráð fyrir að báðar fylkingar hafa valdið mannfalli meðal almennra borgara.
  4. Með öðrum orðum, að mannfall almennra borgara sé á sameiginlegri ábyrgð beggja herja, í dreifingu á milli þeirra - - sem einfaldlega er óþekkt.

Ég bendi fólki á að borgarastríðið í Bandaríkjunum, er enn mannskæðasta stríð sem Bandaríkin hafa háð, og þar var mannfall almennra borgara miklu mun meira.

Ekki fyrir löngu síðan, batt ríkisstjórnin á Sri Lanka enda á uppreisn svokallaðra Tamíl Tígra sem vildu stofna svokallað "Tamil Eelam" á svæðum á Sri Lanka þ.s. tamílar eru í meirihluta - - skv. fréttum á sínum tíma, getur mannfall hafa verið nærri 40.000 lokamánuðina er stjórnarherinn murkaði lífið úr uppreisnarhernum og af því virðist mörgum þeirra sem studdu hann. Ath - við erum að tala um 10-falt mannfall.

Svo auðvitað er það stríðið í Tétníu, fyrst að við erum að tala um Rússa og Rússland, er ágætt að muna eftir því þegar Pútín batt endi á uppreisn Téténa innan Rússlands, með gríðarlega mikilli hörku, þannig að e-h í kringum 10% þjóðarinnar sem var ca. ein milljón áður en átökin hófust "létu lífið" og önnur 20% neyddust til að verða flóttamenn í nágrannahéruðum innan Rússlands. Ef einhverjum finnst talan of há, þá bendi ég á að áætlað er að um 50.000 hafi látið lífið í átökunum um Grosny höfuðborg Tétníu, en síðan fóru átökin um allt land, og skv. frásögnum sjónarvotta stóð varla steinn yfir steini í nokkurri borg eða bæ innan landsins er átökum lauk - - > Borgir og bæir landsins voru nánast allir jafnaðir við jörðu, landið leit út eins og Þýskaland leit út eftir Seinna Stríði var aflokið.

Mér finnst full ástæða til að ryfja upp önnur sambærileg átök, þegar fólk er að hneykslast á netinu yfir hegðan stjórnarhers Úkraínu.

Þvert á fullyrðingar, benda tölur yfir mannfall til þess að stjórnarherinn hafi verið ákaflega varfærinn, í því hvernig hann hefur hegðað sér í þessum átökum.

Því að mannfall verður að segjast að er fram að þessu óvenju lítið þegar maður ber saman þessi átök við sambærileg átök í öðrum löndum á öðrum tímum.

  • Hafið í huga að þegar Ísraelsher réðst inn í Gaza fyrir nokkrum mánuðum síðan, þá féllu u.þ.b. 2.000 manns, flestir almennir borgarar. Það áhugaverða er, að í þeim átökum var mannfall almennra borgara meirihluti þeirra er féllu.
  • Á sama tíma, virðist meirihluti fallinna í Úkraínu vera - hermenn beggja fylkinga. Sem er, þvert á fullyrðingar um annað, sterk vísbending þess að stjórnarherinn hafi farið eins varlega og sennilega framst er unnt við það að takmarka mannfall almennra borgara.

 

Niðurstaða

Flóttamannastraumurinn frá átakasvæðum innan Úkraínu sýnir fram á að þetta eru raunveruleg alvarleg innanlandsátök sem eiga sér stað innan Úkraínu. 700.000 flóttamenn skv. tölum SÞ er verulegur fjöldi flóttamanna.

Á hinn bóginn, þegar þ.e. haft í huga að 500.000 flóttamenn hafast við á svæðum undir vernd og stjórn ríkisstjórnar Úkraínu.

Á sama tíma og skv. tölum SÞ hafa 200.000 Úkraínumenn stöðu flóttamanna innan Rússlands.

Þá er það stórlega ýkt sú frásögn sem er að fljúga um netið þessa dagana. Að um milljón manns hafi flúið ógnaröld stjórnarhers Úkraínu í öruggt skjól til Rússlands.

Ef tekið er tillit til þeirra 300.000 sem hafa unnið í Rússlandi, og vilja ekki snúa heim til Úkraínu heldur dvelja áfram innan Rússlands. Má teigja sig upp í 1.000.000.

En þá skiptist sá fjöldi í 50/50 milli svæða stjórnarhersins og Rússlands.

Nú, ef þ.e. mæling á stuðningi við uppreisnarmenn vs. stuðning við stjórnarherinn, hvert flóttamenn hafa valið að flýgja - - þá virðist val flóttamanna sýna fram á umtalsverðan klofning íbúa Luhansk og Donetsk héraða, þ.e. að ca. jafn fj. íbúa þar styðji stjórnarherinn -- en hinn helmingur uppreisnarmenn og Rússa.

Þetta sé þá borgarastríð á þeim svæðum - - vilji íbúa A-Úkraínu sé þá bersýnilega klofinn. Ekki þannig að íbúar A-Úkrainu standi sem einn maður baki uppreisninni og í andstöðu við stjórnarher Úkraínu.

Ég einmitt vel trúað því að margir íbúa A-Úkraínu séu þreyttir á átökum, og séu alveg til í að taka sáttartilboði stjórnvalda, um aukna sjálfstjórn héraðanna í A-Úkrainu; hafi fengið sig fullsadda á þeim átökum sem tilraun uppreisnarmanna til að rjúfa samband Luhansk og Donetsk héraða við Úkraínu hafi hrundið af stað.

 

Kv.


Pútín viðurkennir að Rússland er á leið í efnahagskreppu

Ég hugsa að þetta atriði sé það áhugaverðasta er kom fram í "stefnuræðu" Pútíns. En skv. spá stjórnvalda í Rússlandi - - þá mun efnahagur Rússlands dragast saman um 0,8% 2015. Þetta væri reyndar mildur samdráttur ef rétt - á hinn bóginn grunar mig reyndar að samdrátturinn verði heldur meiri en þetta. Bendi á t.d. hve ónákvæmar efnahagsspár fyrir Grikkland voru 2010 þegar gríska kreppan var ný hafin, og Grikkland átti að snúa við efnahagslega innan tveggja ára. Ég er ekkert endilega viss að efnahagsspá ríkisstjórnar Pútíns sé nákvæmari.

Putin Stresses Foreign Policy and Economic Goals After ‘Difficult Year’

Putin threatens crackdown on currency speculators

  1. Rúblan kostaði ca. 0,03 Dollara fyrir 12 mánuðum, nú ca. 0,0187
  2. Þetta gerir 37,7% gengisfall skv. stöðu rúbblunnar í dag.
  • Verðbólga milli 9-10%.

Þetta felur í sér umtalsverða kjaraskerðingu fyrir almenning í Rússlandi.

Það verður áhugavert að fylgjast með Rússlandi nk. 12 mánuði, en Rússar hafa ekki upplifað síðan Pútín komst til valda í kringum 2000 - - kjaraskerðingu.

Þeir hafa orðið vanir því, að kjörin séu á uppleið, væntingar fólks hafa skapast í tíð Pútíns um stöðugt batnandi kjarastöðu - að börn þeirra hafi það betra.

Spurningin er hvað gerist - hversu sterk upplifun almennings verður varðandi þau vonbrigði með núverandi kjaraþróun sem eiginlega hlýtur að vera til staðar?

  1. En ég sé það sem raunhæfan möguleika, að óánægja með kjör leiði til uppþota.
  2. Ef svo, þá mundi það verða mjög áhugavert að fylgjast með viðbrögðum stjv.
  3. En t.d. mjög harkaleg viðbrögð, gætu orðið til að magna óánægju enn frekar. Gætu haft þau þveröfugu áhrif, að stuðla að frekari uppþotum. Að almenningur snerist gegn stjv.

 

Hversu veik/sterk er staða Rússlands?

Margir hafa bent á drjúgan gjaldeyrissjóð stjv. - krngum 500ma.USD. En ekki er allt sem sýnist þvi --- > "Russian corporate debt was enormous at around $650 billion..."

Þannig að gjaldeyrisstaða Rússlands er í reynd -- > Neikvæð, heilt yfir séð. En útilokað virðist að stjv. heimili risa fyrirtækjum í orkugeiranum að verða gjaldþrota, ef þau vegna skorts á aðgangi að gjaldeyri geta ekki greitt af lánum í erlendum gjaldeyri.

Þ.e. ekki langt síðan að Rosneft óskaði eftir gjaldeyrisláni frá stjv. - upp á nærri hálfan gjaldeyrisforða stjv.

Gjaldeyrisforði Rússland - gæti því þorrið á hraða sem mörgum getur komið á óvart. Í því samhengi vekur sjálfsagt ---> Tilboð Pútíns ekki furðu.

"He also promised an amnesty for offshore capital returning home, saying Russians bringing back money from abroad would not have to prove where they got it from. “We need to reverse the history of capital flight from our country, we need to end this era,” Mr Putin said."

Ef e-h fé að ráði mundi streyma heim, mundi það styrkja gjaldeyrisforða Rússlands.

Flótti peninga frá Rússlandi hefur verið verulegur - - þ.e. áætlaður um 128ma.USD.

  • Þegar þetta allt er tekið saman, þá kannski skýrist hið mikla gengisfall rúbblunnar.
  • Það sé ekki bara olíuverðslækkanir um ca. 40% frá júní, heldur einnig ótti um framtíðar gjaldeyrisstöðu Rússlands.
  1. Í nýlegur viðtali við einn af ráðamönnum rússn. orkufyrirtækja - kom fram að þreifingar eru uppi milli rússn. fyrirtækja - - > og kínv. banka.
  2. Rétt að árétta, að allir kínv. bankar eru í eigu stjv. Kína. Þannig að ef rússn. fyrirtæki verða háð kínv. bönkum um fjármögnun. Þá um leið - - væri búið að opna upp á gátt fyrir hratt vaxandi áhrif kínv. stjv. innan rússn. viðsk. lífs og þar með auðvitað á rússn. stjórnmálalíf.

Ef ég væri Rússi, mundi ég óttast Kína - landið með 10 faldan fólksfj. Rússl., hið hratt vaxandi veldi sem Rússland hefur svo löng landamæri gagnvart.

Ég sé fyrir mér það sem raunverulega hættu, að Kínverjar nái stjórn á helstu auðlyndum Rússlands.

 

Niðurstaða

Mig grunar að rússneska efnahagskreppan verði verri en stjórnvöld í Rússlandi eru að spá þessa dagana. Hið mikla gengishrun sem rúblan hefur gengið í gegnum þ.e. tæp 38% er bersýnilegt áfall fyrir rússneskan almenning og heimili. Það getur vart verið annað en að sú þróun skapi óánægju. Ég sé því fyrir mér möguleika á uppþotum á nk. ári út af einmitt óánægju með versnandi kjör. Þá verði ákaflega forvitnilegt að fylgjast með því hvernig Pútín og stjórnvöld takast á við þá óánægju - - > En hvernig mál spilast í framhaldinu, ef til uppþota af slíku tagi kemur. Mundi ráðast ákaflega mikið af þeim viðbrögðum stjórnvalda.

  1. Ég sé fyrir mér stöðu Rússlands sem ákaflega háskalega - - en refsiaðgerðir Vesturvelda gætu reynst ákaflega tvíeggjað sverð.
  2. En þá sé ég þann möguleika, að ef rússn. fyrirtæki verða háð fjármögnun frá Kína, vegna þess að Vesturveldi hafa lokað á fjármögnun frá Vesturlöndum.
  3. Þá vegna þess að kínv. bankar og fjármálastofnanir eru allar í ríkiseigu, gæti valdaflokkurinn í Kína - - öðlast stórfelld efnahagsleg tök á Rússlandi í gegnum slíka lánsfjármögnun. Og þar með, umtalsverð pólitísk áhrif innan Rússlands sjálfs.

Ég sé þann möguleika - - > Að Rússland sjálft sé á leið inn á kínverskt yfirráðasvæði. En Kína án nokkurs vafa rennir gírugum augum á auðlyndir Rússlands.

Staða Rússland í framtíðinni gæti orðið sú að vera leppríki Kína. Ef Rússland varar sig ekki, blindar sig í einhverri tortyggnisvímu gagnvart Vesturveldum á hættuna frá Austri.

 

Kv.


Ætli að Svíþjóðar Demókratarnir vinni annan kosningasigur?

Sjálfsagt hafa einhverjir aðrir en ég :) frétt af því að sænska ríkisstjórnin sé fallin - eftir einungis 2 mánuði við störf. Það skilst mér að sé næst styttsti tími sem ríkisstjórn hefur setið í Svíþjóð. Auk þess sé þetta í fyrsta sinn í 50 ár, að forsætisráðherra velur að rjúfa þing og efna til kosninga - áður en kjörtímabili er lokið.

Sweden's Prime Minister Stefan Lofven speaks during a news conference at the Chancellery in Stockholm December 2, 2014. REUTERS/Pontus Lundahl/TT News Agency

Mér finnst reyndar merkileg þessi ákvörðun - að rjúfa þing

Stefan Lofven hafði einungis 158 sæti af 349 þrátt fyrir stuðning flokks sænskra græningja. Það að Svíþjóðar Demókratarnir fengu 13% í kosningunum í september, sem tryggði þeim oddastöðu milli meginfylkinga sænskra stjórnmála. Þannig að hvorug þeirra gat náð meirihluta.

Hefði átt að leiða til þess að hverjum þeim sem reyndi við stjórnarsamstarf væri það ljóst - að tilgangslaust væri að gera tilraun til þess að -> Þvinga fram fjárlög.

Þau gætu einungis átt möguleika í víðtækri sátt milli fylkinganna.

  1. Samt virðist forsætisráðherra hafa lagt í slíka tilraun.
  2. En hægri flokkarnir þá komu fram með sitt eigið fjárlagafrumvarp.
  • Síðan virðast Svíþjóðar Demókratarnir hafa komið fram með þá "óvenjulegu leikfléttu" að - lísa yfir stuðningi við fjárlagafrumvarp hægri flokkanna. Sem væntanlega þíddi að það hafði þá "þingmeirihluta."

Þegar þetta hafi verið ljóst - virðist forsætisráðherra hafa gert tilraun til 11-stundar samkomulag við hægri flokkana, til þess að fá einhverjar af áherslum ríkisstjórnarinnar inn í fjárlögin - - en við verðum að reikna með því, að þeir fundir hafi ekki skilað þeim árangri er forsætisráðherra gat sætt sig við. Svo hann valdi þess í stað - þingrof.

Ég vil eiginlega meina að ábyrgðin hljóti að liggja hjá forsætisráðherra, sem hefði átt að vinna málið í sáttarfyrirkomulagi við stjórnarandstöðuflokkana frá upphafi. Og ekki lagt fram frumvarpið - fyrr en samkomulag væri fyrir hendi um stuðning.

Sem hefði auðvitað leitt til frumvarps er væri einhverskonar "moðsuða."

En miðað við skipan þingsins, hefði öllum átt að vera fyrirfram ljóst, að "moðsuða" væri það eina í boði.

 

Af hverju gætu Svíþjóðar Demókratarnir grætt?

Ég hugsa að þeir geti alveg sett málið fram gagnvart kjósendum - sem klúður "gömlu" flokkanna. Þeir hafi að auki sýnt fram á mátt sinn og megin, með því að eiga þátt í að fella stjórnina. Ekki síst, að þeir haldi sig fast við þær áherslur - sem þeir voru kosnir á þing til að framfylgja.

Þau umkvörtunaratriði sem Svíþjóðar Demókatarnir voru kosnir út á, séu enn í óbreyttu fari - - sú óánægja er veitti þeim 13% fylgi fyrir tveim mánuðum sé örugglega enn til staðar þar af leiðandi.

Þannig gæti hugsanlega fylgi þeirra aukist enn frekar. Ef frekara óánægjufylgi rennur til þeirra, eftir klúðrið í tengslum við fjárlögin.

Meginspurningin sé þá - hver fær á baukinn fyrir það klúður af hálfu sænskra kjósenda? Mig grunar -eins og ég sagði- að kjósendur séu líklegir til að kenna gömlu flokkunum um það.

Þannig að Svíþjóðar Demókratarnir standi þá enn sterkari að vígi eftir þingkosningarnar sem væntanlega verða haldnar innan nk. 2-ja mánaða.

 

Niðurstaða

Ef grunur minn reynist réttur að Svíþjóðar Demókratarnir græða enn meira fylgi. Þá gæti alveg ný staða risið upp í sænskum stjórnmálum. Þó það mundi virðast sjálfsagt nánast helgispjöll í augum flokksmanna - þá væri rökrétt að slík staða leiddi til - - > Hægri/vinstri stjórnar.

Sem gæti verið eina mögulega meirihlutastjórnin án Svíþjóðar Demókratanna.

Síðan mundi það fara eftir því hvernig það stjórnarsamstarf mundi ganga, hvernig fylgi Svíþjóðar Demókratanna mundi þróast þaðan í frá.

En t.d. ef það væru stöðugar deilur í stjórnarsamstarfinu - - get ég séð fyrir mér hugsanlega enn frekari fylgisaukningu Svíþjóðar Demókrata. Á móti, ef stjórnarsamstarfið mundi ganga vel, gæti þveröfug þróun orðið.

Engin leið að spá fyrir um það fyrirfram.

 

Kv.


Vladimir Pútín og Recep Tayyip Erdogan eru sennilega ekki líklegir bandamenn

Það vakti athygli opinber heimsókn forseta Rússlands til Ankara í Tyrklandi þar sem hann hitti forseta Tyrklands, Erdogan - og var gengið frá samkomulagi þeirra á milli um að auka stórfellt gagnkvæm viðskipti landanna. Pútín tjáði fjölmiðlum að gasleiðsla svokölluð "southstream" sem átti að liggja frá Rússlandi til S-Evrópu framhjá Úkraínu - - mundi ekki verða byggð eftir allt saman. Talaði um að leggja þess í stað gasleiðslu í gegnum Tyrkland og var undirritað af báðum forsetum "memorandum of understanding" þ.e. óskuldbindandi rammasamningur. Pútín tók þó skýrt fram að í því fælist ekki neitt loforð um að reisa þá leiðslu.

  • Fram kom í máli Pútíns, að Tyrkir mundu fá 6% afslátt á gasverði frá Rússlandi frá janúar nk.
  • Í máli landbúnaðaráðherra Tyrkalands, kom fram mikil ánægja með stórfellt aukinn útflutning landbúnaðarvara til Rússlands - eða helmings aukningu á fyrstu 9 mánuðum þessa árs.

Miðað við þetta, þá virðast viðskipti landanna tveggja í hröðum vexti - er virðist einkum hefjast í kjölfar "viðskiptabanns aðgerða" Vesturlanda - - fyrir utan Tyrkland.

Russia to abandon South Stream pipeline, says Putin

Putin and Erdogan: not quite kindred spirits

 

Á hinn bóginn er einnig mikilvæg atriði er skilja þá að

  1. Sýrland er stórt klofningsmál - en Erdogan fer ekki leynt með það að vilja beita öllum brögðum til þess að steypa af stóli stjórn Assads í Damascus. Að auki hefur Erodgan heimtað það verð fyrir aðstoð Tyrkja við baráttuna gegn ISIS af Bandaríkjunum - að þau setji upp "no fly zone" og "save zone" innan landamæra Sýrlands. Sem Bandaríkin hafa ekki verið til í a.m.k. undir stjórn Obama.
  2. Pútín setur sig upp sem verndara kristni og andstæðing íslamista - meðan að Erdogan fer í engu leynt með að vera sjálfur íslamisti, og ríkisstjórn hans hefur stutt íslamistahreyfingar í Mið-Austurlöndum, einkum Bræðralag Múslima í baráttu þess við stjórnvöld Egyptalands, sem þíðir m.a. að Erdogan er vinveittur Hamas hreyfingunni á Gaza strönd.
  3. Tyrkland er meðlimur að NATO - sem Rússland virðist í dag álíta óvinveitt samtök.

Þannig að þó svo að fljótt á litið virðast báðir töluvert "authoritarian" í stjórnarháttum.

Er það nánast eina atriðið sem þeir eiga sameiginlegt.

Síðan hefur efnahagsleg uppbygging Erodan í Tyrklandi verið til mikilla muna árangursríkari heldur en uppbygging Pútíns innan Rússlands. Tyrkland er að þróast yfir í raunverulegt iðnveldi.

Meðan að Rússland virðist enn fast í því að vera - hrávöruútflytjandi fyrst og fremst. Með smáan framleiðslu-iðnað, aðallega tengdan hernaðartækni.

Meðan að Tyrkland er í vaxandi mæli að framleiða dæmigerðan neysluvarning, og tæki. Þó Tyrkland standi að baki vaxtarlöndum Asíu. Þá hefur þarna verið langsamlega vel heppnaðasta efnahagslega uppbygging seinni tíma í Evrópu.

Sennilega í engu Evrópulandi orðið meiri minnkun á fátækt.

Í reynd tel ég, að Rússland geti margt lært af Tyrklandi - - frekar en það sé í hina áttina.

 

Niðurstaða

Það getur verið að efnahags tengsl Rússlands og Tyrklands muni styrkjast á nk. árum. Á hinn bóginn á sama tíma sé of margt sem aðskilur þau hvað stefnumál varðar. Til þess að bandalag þeirra sé sennilega mögulegt.

Fyrst að Pútín tala um að auka framleiðslu varnings í Rússlandi. Gæti það verið vænlegt fyrir Rússa að stúdera það hvernig Tyrkir undir Erdogan hafa farið að því að stórefla einmitt framleiðslu innan Tyrklands sl. 15 ár.

 

Kv.


Flutningur Fiskistofu virðist virkilega vera slæm hugmynd

Ég hvet ráðherra Framsóknarflokksins, og sérstaklega nánar tiltekið -varaformann Framsóknarflokksins- til þess að falla frá tilfærslu Fiskistofu til Akureyrar. Eins og fram kemur í frétt RÚV þá er áætlaður umtalsverður kostnaður við þá tilfærslu:

Hundruð milljóna í flutning Fiskistofu

"Meirihluti fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að flutningur Fiskistofu til Akureyrar kosti alls 209 milljónir. Þar af verði 175 milljónir greiddar á næsta ári."

"Samkvæmt breytingartillögum við fjárlagafrumvarpið verða 70 milljónir teknar af byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar, 60 milljónir verða greiddar úr ríkissjóði og loks verða 45 milljónir teknar af fjárveitingum til Fiskistofu. Afgangurinn, 34 milljónir, verður svo greiddur árið 2016."

Þetta virðist vera - slæm meðferð á almennu fé, ekki síst í ljósi þess að ríkið er að berjast við það verkefni að ná niður hallarekstri, og að á sama tíma er alvarlegur fjárskortur víða að finna í rekstri ríkisins.

Svo tel ég vera unnt að efla landsbyggðina með miklu mun skilvirkari hætti!

 

Færsla opinberra stofnana er sennilega versta mögulega leið sem unnt er að fara, til þess að efla starfsemi á Landsbyggðinni

Það deilir enginn um að til staðar er aðstöðumunur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins - að opinber störf leita þangað frekar, að margvíslegur resktur þrífst þar frekar.

Ekki síst að launakjör eru almennt betri á SA-horninu.

En það eru til aðrar aðferðir en þessi - til þess að rétta hlut landsbyggðarinnar.

  1. Að færa störf frá einu sveitarfélagi til annars, eins og til stendur, er nánast fullkomin uppskrift að deilum - - þ.e. milli sveitafélaga, milli landshluta. En ekki síst, við opinbera starfsmenn, sem ætlast er til að færi sig og sínar fjölskyldur.
  2. Höfum í huga að auki, að ímynd Framsóknarflokksins ætti einnig að skipta flokkinn máli - þ.e. hver hún er hér á SA-horninu ekki síður en það skipti flokkinn hver hún er í öðrum landshlutum. Ef fólk á SA-horninu upplifir að flokkurinn - sé þeim andstæður, þá grunar mig að það dragi úr líkum á stuðningi við hann á þessum fjölmennasta landshluta landsins.

Það sem ég hef að auki við þessa leið að athuga, er að hún virðist fela í sér þá hugsun - - að sækja björgina til ríkisins.

  • Það tel ég, bæla niður sjálfbjargarviðleitni.
  • Sem ég vil miklu frekar - byggja á, og efla.

Það sem ég er að pæla í, er þ.s. Sigmundur Davíð hefur stundum orðið tíðrætt - - þ.e. þá þörf að skapa jákvæða hvata.

Þ.e. einmitt í þá átt, að skapa jákvæða hvatningu - að efla sjálfsbjargarviðleitni - - > Sem mínar sjónir beinast.

 

Hvað legg ég þá til í staðinn? Svar-skattaleg úrræði!

  • Ég er að tala um, lægri tekjuskatt almennings í skilgreindum jaðarsvæðum, sem getur verið - stiglækkandi.

En ég mundi leggja til, að svæði landsins verði greind. Síðan skv. þeirri greiningu, sveitafélögum skipt upp í hópa skv. greinanlegum viðmiðum. Hugmyndin að hópaskipting fari eftir greiningu á - stigversnandi óhagræði, sbr. gæði samganga - smæð vs. stærð atvinnusvæðis - hvort um sé að ræða svokallað "kalt svæði" eða ekki - fjarlægð frá kjarna landsfjórðungs með öðrum orðum hversu afskekkt.

  • Ég geri einnig ráð fyrir því, að tekjuskattur fyrirtækja - geti verið lægri, a.m.k. á einhverjum hinna skilgreindu svæða.

Málið með skattaleg úrræði er einmitt - að þau hafa þau áhrif að "auka það fé sem verður eftir í vösum fólks" sem og "fyrirtækja."

Það þíðir, að slík úrræði fela það í reynd í hendur hvers og eins, sem og hvers og eins rekstraraðila - - að hagnýta sér þau bættu tækifæri sem úrræðin fela í sér.

  • Það er ekki verið - - að sækja úrræðin til ríkisins.
  • Eða sækja björgina - - til einhvers "bjargvætts."

Heldur væri þetta, almenn aðgerð, sem einmitt mundi gera þ.s. SDG hefur sjálfur talað um á góðum dögum, skapa jákvæða hvata.

  1. Með "skattalegum úrræðum" er hægt að mæta því vandamáli, að laun eru ívið lægri almennt á landsbyggðinni en á SA-horninu.
  2. Að auki er unnt að bæta fólki upp viðbótar galla t.d. á "köldum svæðum" með því að hafa afslátt á tekjuskatti ívið hærri þar.
  3. Að auki er unnt að hvetja til atvinnu-uppbyggingar á landsbyggðinni með skattalegum úrræðum, hvetja til fjárfestinga þar, og þar með fjölgunar starfa. Sem á endanum mundi einnig bæta lífsskilyrði og laun þar.

Í stað þess að færa einstaka stofnanir - - með miklu rifrildi í hvert sinn.

Væri málið leyst með einum rykk - - í almennri aðgerð. Og í leiðinni, efling atvinnulífs sett í hendur fólksins sjálfs sem býr úti á landi.

Ég held að það sé vel unnt að fá samþykki fyrir því að skattalegt umhverfi komi til móts við landsbyggðina - - ef málið er sett fram með nægilega sannfærandi hætti.

Þá meina ég, eftir greiningarvinnu, þ.s. sýnt væri fram á tiltekin mælanleg einkenni, sem unnt væri að hafa sem -óumdeild viðmið.-

Skiptingu einstakra sveitafélaga milli skilgreindra "hópa" væri unnt að láta sæta endurskoðun t.d. einu sinni per áratug, eða einu sinni annan hvern áratug.

 

Niðurstaða

Ég að sjálfsögðu er sammála því að það þurfi að draga úr aðstöðumun milli SA-hornsins og landsbyggðar. Á sama tíma er ég þeirrar skoðunar að unnt sé að gera það með betri aðferð heldur en þeirri. Sem felst í því að færa eintakar stofnanir með stjórnvaldsákvörðun út á land.

Ég er ekki hrifinn af þeirri aðferð, vegna þess að ég tel hana skapa deilur, að auki er ég ekki hrifinn af þeirri hugsun - að sækja björgina til ríkisins.

Ég vil ég mun frekar beita þeirri aðferð, að skapa jákvæða hvata.

Með öðrum orðum, beita almennu úrræði sem mundi vera tilraun til þess, a.m.k. draga úr því forskoti sem SA-hornið hefur á restina af svæðum landsins.

Ég á ekki von á því, að unnt verði að "núlla" það forskot algerlega af. En það ætti hið minnsta að vera mögulegt, að minnka þann aðstöðumun og það umtalsvert - með einni almennri aðgerð.

Sem þá væri til muna skilvirkari leið, heldur en að færa stöku stofnanir milli landshluta.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 507
  • Frá upphafi: 847228

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 482
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband