Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014
30.11.2014 | 15:55
Styð eindregið innleiðingu "náttúrupassa"
Tek fullkomlega undir rökstuðning ráðherra: Telur náttúrupassa vera sanngjarna leið. Sammála henni, að það sé kostur við -náttúrupassa- að þá sé ekki verið að skattleggja eina tegund af ferðaþjónustu umfram aðra, heldur felist í -náttúrupassanum- almenn álagning á ferðamenn, og því að - - > Auknar tekjur af ferðmamönnum skila sér til að fjármagna uppbyggingu aðstöðu á ferðamannastöðum. Mér skilst að gjaldið eigi að renna í sameiginlegan sjóð, sem síðan fjármagni einmitt framkvæmdir á ferðamannastöðum. Rétt til að fjá fé úr þeim sjóði, eigi þá allir ferðaþjónustuaðilar - - fyrir utan þá sem viðhafa eigin gjaldtöku.
Af hverju Náttúrupassa?
Þeir sem hafa ferðast erlendis hafa væntanlega veitt því athygli, að víðast hvar þarf að greiða aðgang að þekkum náttúruvættum. Mér vírðist því sá ótti, að upplifun erlendra ferðamanna mundi bíða hnekki ef aðgangur að vinsælum náttúruvættum hérlendis væri ekki lengur frír - ástæðulaus með öllu.
Það sem virðist standa að baki, sé ákveðin "frelsishugmynd" þ.e. Íslendingar hafa verið vanir því, að hér sé aðgangur frír og við getum hegðað okkur með okkar eigið land eins og okkur sínist, vafrað hvar sem er - hvenær sem er og ekki þurfa að borga nokkrum fyrir.
Á hinn bóginn, með milljón erlenda ferðamenn, þá er álagið á vinsæla staði orðið slíkt - - að mikið þarf til að kosta svo að aðstaða sé -ásættanleg, eða jafnvel, staðurinn sé ekki -lífshættulegur.
Íslenska ríkið einfaldlega ræður ekki við það verkefni, að fjármagna svo vel sé aðstöðu á ferðamannastöðum - - ég veit að tekjur eru af ferðamönnum umtalsverðar nú þegar; en hvernig sem okkur líkar, þá er ríkið í vandræðum með fjármögnun fjölmargra atriða.
- Við höfum öll heyrt um ástandið á sjúkrahúsum landsins, að byggingar Landspítala séu í alvarlegu ástandi, sumar jafnvel -ónítar-.
- Þ.e. mikil óánægja með kjör hjá starfsfólki heilbrigðiskerfisins, kröfur um bættar tekjur.
- Fyrir nokkrum vikum síðan, kynnti forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, að engin hafrannsóknarskip verði rekin á nk. ári, þeim öllum lagt - - > Hugsa sér, þetta er sú stofnun sem sér um að fylgjast með heilsu okkar helstu auðlindar.
- Landhelgissgæslan rekur nú bara eitt af þrem skipum, á ekki lengur einu sinni mannskap til að manna flr. en tvö af þeim - aðalþyrlan er mánuðum saman erlendis að sinna leiguverkefnum svo gæslan hafi enfi á að halda henni.
- Aðhald og niðurskurður er hvítvegna í ríkiskerfinu - - samt berst ríkið í bökkum við það að ná endum saman.
Við þessar aðstæður, þá er algerlega augljóst, að ríkið er ekki að verja fjármagni í uppbyggingu ferðamannastaða. Ekki þegar sumar byggingar Landspítalans eru að verða ónítar.
Þá er ekki um annað að ræða, en að sækja það fjármagn sem til þarf - - til ferðamannanna sjálfra.
Þessi aðferð, gjaldtaka í formi sölu á náttúrupassa, sem myndar sameiginlegan sjóð, sem aðilar í ferðaþjónustu geta fengið fé úr, svo fremi sem aðgangur að viðkomandi ferðastað er þeim takmörkunum háður að viðkomandi þarf að framvísa "náttúrupassa" til að fá aðgang - - > Virðist mér sanngjörnust.
- Þá er ekki rukkað við inngang, einungis beðið um að framvísa passanum.
- Passinn er þá væntanlega keyptur þegar við komuna til landsins.
Síðan fjármagna ferðamenn uppbyggingu aðstöðu við náttúruvætti sem þeir vilja sjá.
Það einmitt þykir mér eðlilegt, að þeir borgi sem vilja sjá.
Eðlilega gildir reglan um náttúrupassa fyrir alla - ég hef ekki kynnt mér nýju lögin, en ég sé ekki að nokkur önnur leið sé fær, því að á EES gildir almenn jafnræðisregla sem þíðir að öll mismunun er bönnuð.
Þá þurfa Íslendingar einnig að kaupa "náttúrupassa" ef þeir vilja fara inn á þá staði, sem njóta styrkja úr sjóð þeim sem fé fyrir náttúrupassa rennur í.
Mig grunar að það atriði, skýri að stórum hluta andstöðu, þ.e. fólk sé pyrrað yfir því að þurfa að borga aðgang, þegar það hefur svo lengi verið vant því að þurfa ekki að borga.
- Ég prívat og persónulega, lít á það sem hina eðlilegu og sanngjörnu aðferð.
- Að þeir sem vilja sjá, fjármagni aðstöðu þá sem þarf að vera, svo þeir sem vilja sjá geti farið um staðinn, án þess að vera persónulega í hættu, eða að þeir traðki viðkvæman gróður - skemmi náttúruvættið sjálft.
Niðurstaða
Ég er einmitt á því, að unnendur íslenskrar náttúru ættu að fagna "náttúrupassanum" því að með tilkomu þess sjóðs sem til verður, muni fjármögnun uppbyggingar nauðsynlegrar aðstöðu verða til muna tryggari. Sem ætti að leiða til þess að aðstaða á stöðum batni í framtíðinni. Þannig að þar með minnki sú hætta sem orðin er umtalsverð, að vaxandi ásókn í íslensk náttúruvætti valdi óbætanlegu tjóni einmitt á þeim náttúruvættum.
Þetta séu því góðar fréttir fyrir náttúruvernd á Íslandi.
----------------------------
Bendi á það atriði, að "náttúrupassi" er tegund af skatti sem fólk þarf ekki að borga nema það vilji skoða þá staði, þangað sem ætlast er til að fólk hafi passa. Það þíðir með öðrum orðum, að ef þú velur að skoða þá staði sem verða áfram utan þess kerfis - þá getur þú notið þeirra í staðinn og valið að sleppa við þetta gjald eða skatt.
Þetta er atriði sem gerir þessa tegund skattlagningar sanngjarnari en flest form af skattlagningu - að geta valið að borga ekki.
Önnur skattlagning sbr. gistináttagjald - gjald af flugmiðum, er þá annars eðlis. En þá hefur viðkomandi ekki val að borga það ekki - ef um erlendan aðila er að ræða sem ætlar t.d. að ferðast hingað í viðskiptaerindum, eða koma hingað til að hitta ættingja.
Eina valið væri að - sleppa því að koma hingað.
Það síðasta sem við viljum er að fæla gestina frá - - það getur einmitt gerst ef við gerum gistingu dýrari, jafnvel flugerðir einnig.
Náttúrupassi ætti ekki að hafa þannig fælingaráhrif. Því að hann hækkar ekki gistingarkostnað né gerir hann ferðalög hingað dýrari - - og þ.e. margs að njóta hér annars ef viðkomandi vill ekki kaupa sér náttúrupassa.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
29.11.2014 | 00:58
Sú röð mistaka sem leitti til átaka í Úkraínu og vinslita við Rússland
Ég var að lesa mjög áhugaverða grein í Der Spiegel um þau mistök sem leittu til þeirra átaka sem urðu í Úkraínu, síðan vinslita milli Vesturlanda og Rússlands. Virðist flest benda til þess að þau átök haldi áfram: How the EU Lost Russia over Ukraine.
Skv. Der Spiegel þá hafði Kreml ekki reiknað með því að Viktor Yanukovych forseta Úkraínu væri raunverulega alvara með það að gera "auka-aðildarsamning við ESB" þó hafði Úkraína verið að semja í heil 7 ár, þegar dróg nær undirskrift - - hafi stjórnvöld í Moskvu gripið til sinna mála.
Á sama tíma hafi ESB alls ekki áttað sig á því, að í augum Kremlvera, væri það "ógn" að áhrif ESB færðust sífellt nær Rússlandi - sú hugsun hafi ekki verið til í andlegum heimi teknókratanna í Brussel, þannig að það hafi aldrei hvarflað að þeim.
- Brussel hafi flotið sofandi að feigðarósi, það hafi verið mistök ESB að gera sér í engu grein fyrir því, hvernig stjórnvöld í Rússlandi væri líkleg að bregðast við - þegar þau stóðu frammi fyrir því, að Úkraína væri við það að ganga inn í mjög náið efnahags samstarf við ESB.
- Hver voru þá mistök Pútíns - þau voru sannarlega til staðar, það að hann hafi treyst á getu Viktor Yanukovych, til að halda völdum í Úkraínu - eftir að hann var búinn að sannfæra Viktor Yanukovych -í bland með hótunum, í bland með loforðum um efnahagsaðstoð- um að, hætta við samninginn við ESB - - ganga þess í stað inn í "Asíubandalag Rússlands" eða "Eurasian Union." Sem er tollabandalag sem Pútin hefur haldið að löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Sumir halda að með því, sé Pútín að gera tilraun til þess - að endurvekja "áhrifasvæði" Rússlands.
- Þ.s. Pútín hafi síðan boðið "Brussel" hafi verið, að "Asiubandalagið" og "ESB" mundu semja beint sín á milli, um nánari viðskiptatengsl.
- Vandinn var, að þessi áætlun gekk ekki upp, þ.s. Viktor Yanukovych tapaði völdum í Kíev. Og byltingarstjórnin lísti strax því yfir - að aðildin að "Asíubandalaginu" væri ekki til staðar, að hún væri til í að klára samninginn við ESB eins fljótt og auðið er.
Hvað á ég við, þegar sé segi að Pútín hafi beitt hótunum við Viktor Yanukovych til að fá sitt fram?
Þetta kom fram í fréttum Vestrænna fjölmiðla á þeim tíma, sem ég fylgdist með - - en Spiegel í umfjöllun sinni -hlekkjað á að ofan- birtir glefsur í eldri fréttir, m.a. lýsingar á því hvernig Úkraína var beitt þrýstingi - - > Að ganga inn í Asíubandalag Pútíns.
- Stig eitt í refsiaðgerðum Rússa á Úkraínu, var að "heilbrigðiseftirlit Rússlands lísti yfir banni á tilteknar tegundir af úkraínsku sælgæti af heilbreigðisástæðum:"
"Two days later, the Kremlin-aligned news agency Interfax issued a news alert warning Russian consumers against consuming Ukrainian candies and chocolates. The article quoted Gennadiy Onishchenko, Russia's chief sanitary inspector at the time, who had just imposed a sales ban on candy by Variete, Montblanc pralines and Ukrainian milk chocolate because of alleged quality and safety problems."
- Síðan smátt og smátt fjölgaði vörutegundum sem rússn. heilbrigðis eftirlitið setti undir tímabundið bann - - skemmtileg aðferð, því "tæknilega voru þetta ekki efnahagslegar refsiaðgerðir."
- Athygli vakti viðvera Sergey Glazyev, náins ráðgjafa Pútíns, í Kíev - þ.s. hans helsta hlutverk virtist vera, að beita persónulegum sannfæringarkrafti á forseta Úkraínu - enginn veit nákvæmlega hvað fór fram á fundum hans með Yanukovych, en hann er talinn hafa verið þar til staðar svo hann unnt væri að útskýra nákvæmlega fyrir Yanukovych akkúrat hverju hótanir stjv. í Kreml fælust - - það flugu síðan margvíslega yfirlísingar frá honum í fjölmiðlum, um meint stórtjón Úkraínu af því að ganga í efnahagssamband með ESB. - ""The association agreement is suicide for Ukraine," he said."
"During Putin's meetings with Yanukovych in Sochi and Moscow, Putin promised subsidies and economic benefits worth around $12 billion annually, including discounted prices for oil and natural gas." - "Conversely, he also threatened to launch a trade war that would drive an already fragile Ukrainian economy to ruin."
- Þegar Yanukovych undirritaði sáttmála um aðild að "Asíusambandi" Rússlands - þá var samtímis undirritaður samningur um "efnahagsaðstoð" upp á 13 milljarða USD. Og var ríkisstjórn Yanukovych afhent þá fljótlega - fyrstu 3-milljarðarnir.
Við vitum náttúrulega ekki, hvernig það hefði gengið fyrir sig - ef áætlun Pútíns hefði gengið eftir
En eins og fram kemur í umfjöllun Der Spiegel - þá sendi Pútín skömmu eftir að Yanukovych undirritaði - tilboð til Brussel um viðræður um viðskipti milli samtakanna tveggja.
Það hefði mátt hugsa sér, að slíkar viðræður hefðu hafist - og þeim lyktað eftir X tíma, með samkomulagi um nánari viðskipti.
- En þetta varð ekki - - við getum einungis spekúlerað um það hvernig það hefði getað gengið fyrir sig.
- Því að íbúar Úkraínu - - tóku málin í sínar eigin hendur, og steyptu ríkisstjórn landsins, og neyddu Yanukovych til að flýja land.
Mín skoðun er enn sem fyrr sú - að Pútín hefði aldrei átt að hefja þá vegferð, sem hann hóf með því að "beita Yanukovych þrýstingi til að fá hann til að hætta við samninginn við ESB."
Hitt vitum við, hvernig hann brást við - er ósigur áætlunar hans blasti við.
- Þ.e. yfirtaka á Krím-skaga, með rússnesku herliði frá herstöðinni á Sevastopol. Síðan kosning sem augljóslega var ósanngjörn þ.s. andstæðingar sameiningar við Rússland fengu ekki að keppa um hylli kjósenda, úrslit sem auki standast ekki tölfræðilega þ.s. rússn.mælandi voru einungis milli 50-60% að hlutfalli sé ég ekki hvernig það getur verið rétt að 90% skv. 81% þátttöku hafi samþykkt. Og svo innlimun skagans í Rússland.
- Þar næst, stuðningur Rússland við þ.s. virðast vera hreyfingar rússneskumælandi þjóðernisöfgamanna, sem með stuðningi stjórnvalda í Kreml hófu uppreisn gegn byltingarstjórninni í Kíev, og hefur að því er flest bendir til, verið vopnaðar frá Rússlandi.
Það að taka -Krímskaga- er eitt, hafandi í huga að sú aðgerð var án blóðsúthellinga, þá held ég að flestir hefði fyrirgefið Rússum það, ef ekkert frekar hefði síðan fylgt á eftir.
En þ.e. stuðningur við hreyfingu þjóðernisöfga-afla til að hefja uppreisn, sem síðan hefur kostað a.m.k. 4000 mannslíf, og gríðarlegt eignatjón - auk mikils fjölda flóttamanna; sem mun erfiðar er að fyrirgefa.
Þ.e. sérstaklega seinni aðgerð stjv. Rússland - sem skapar þau vinslit er hafa orðið.
Við erum að tala um vinslit, því að 2013 voru áætlanir um viðskiptaviðræður við Rússland, á dagsrá ESB. Slíkar viðræður standa ekki lengur til, litlar líkur á þeim héðan í frá.
Þess í stað er nú vaxandi spenna, og nú beinast sjónir manna að Moldavíu - - þar eru kosningar nk. sunnud
Kortið frá Der Spiegel er áhugavert - en það sýnir "Transnistriu" sem ásamt svæðum í A-Úkraínu undir stjórn rússn. studdra uppreisnarmanna, eru 2-svæði í Evrópu sem rússn. stjv. beinlínis halda uppi - - í óþökk stjórnvalda viðkomandi lands, en í báðum tilvikum eru svæðin ekki alþjóðlega viðurkennd.
Moldova voters face stark choice between east and west
- Áhuga vekur að stjv. í Kreml, virðast beita Moldavíu nú - um margt svipaðri taktík, og þau beittu Viktor Yanukovych.
- Þ.e. viðskiptaþvingunum, og hótunum um alvarlegar efnahags afleiðingar fyrir Moldavíu, ef landið heldur áfram á sinni braut markaðri af núverandi ríkisstjórn landsins, í átt að nánari viðskiptatengslum við ESB.
- Á sama tíma, er því lofað - að efnahagssamstarf við Rússland munu fylgja gull og grænir skógar, og auðvitað - engar viðskiptaþvinganir.
"Moscow...has imposed bans in the past year on Moldovan wine, one of the countrys biggest exports, vegetables and meat." - "The damage has been estimated at about $150m, a considerable toll for a poor country of just 3.5m people."
"Many Moldovans rely on money earned in Russia by relatives. Studies estimate that about 40 per cent of the countrys working age population lives overseas, mostly in Russia. Their remittances account for about a quarter of the countrys $8bn GDP."
Þetta er svipuð saga og á við Úkraínu - en fjölmargir Úkraínumenn vinna í Rússlandi, og það fé sem það fólk sendir til sinna fjölskylda í Úkraínu er atriði sem um munar.
- Ég held, að Rússland sé í báðum tilvikum að sekt um alvarlegt axarskaft - - að beita þvingunum.
- Því þvinganir, skapa reiði og andúð.
Þ.e. sennilega að það hafi ekki síst verið vegna þvingana, að Úkraínumenn urðu þetta mikið reiðir, að þeir risu upp og steyptu forsetanum og ríkisstjórninni.
Það verði líklega - einmitt þvinganir sem Rússland er einnig að beita Moldavíu, sem líklega sannfærir kjósendur um það, að veita ríkisstjórninni umboð til að halda áfram sinni vegferð á sunnudaginn.
- Með öðrum orðum; að fortölur án þvingana, hefðu verið mun líklegri til árangurs.
- En ef út í þ.e. farið, hafði Rússland alveg "case" í Úkraínu, varðandi mikilvægi Úkraínu fyrir efnahag Rússland og Rússlands fyrir efnahag Úkraínu.
- En Rússland hafi skemmt fyrir sér - - með beitingu efnahags þvingana. Skapað reiði almennings.
- Og ég get vel trúað því, að sagan endurtaki sig nú í Moldavíu. Að þó svo að margir íbúa landsins taki mark á fortölum Rússa - þá ráði reiði vegna efnahagsþvingana líklega meira um ákvörðun íbúa.
Pælið í því hve reiðir Íslendingar urðu þegar Holland og Bretland beittu Ísland þvingunum og hótunum út af Icesave?
Það er einmitt þannig, að þvinganir og hótanir virka öfugt.
Niðurstaða
Ég held -þegar ég fer aftur yfir málið- að stóru mistök Pútín i Úkraínumálinu, hafi verið aðferðafræðileg mistök - þ.e. beiting hans á efnahagsþvingunum stigvaxandi, síðan að lokum hótunum um að neita að endurnýja lán til Úkraínu sem var að nálgast gjalddaga.
Með svipuðum hætti, er hótanir og þvinganir Breta og Hollendinga - sköpuðu reiðibylgju á Íslandi.
Hafi hótanir og þvinganir Pútíns, verið undirrót þeirrar miklu reiðibylgju almennings í Úkraínu, sem hafi á endanum - - beinst að forseta landsins og ríkisstjórn þess.
Er forsetinn og ríkisstjórnin, lét undan þeim hótunum fyrir rest.
Svo hafi ofsafengin viðbrögð Pútíns, er hann brást við falli Viktor Yanukovych og stjórnar hans, með "töku Krímskaga" og síðan með því að styðja hópa rússnesku mælandi þjóðernisöfgamanna til uppreisnar gegn stjv. í Kíev - -> framkallað "vinslit" við Vesturlönd.
Refsiaðgerðir Vesturlanda, séu ekki óeðlileg viðbrögð, ef út í þ.e. farið - séu þær aðgerðir "væg viðbrögð."
En ef ég stjórnaði málum - - hefði ég sent her til Úkraínu af hálfu NATO. Látið þann her taka sér varnarstöðu á svæðum sem eru meirihluta byggð Úkraínumönnum, til að forða þeim möguleika að stríðið breiðist til svæða sem eru meirihluta byggð Úkraínumönnum.
Það hefði engin ástæða verið að ætla, að því fylgdi hætta á stríði. En það hefði gefið mjög skýr skilaboð til Moskvu. Að Vesturlönd sættu sig ekki við frekari hernaðartilburði gegn Úkraínu.
Ég er -þannig séð- fremur vonsvikinn yfir veikum viðbrögðum Vesturvelda fram að þessu. Hefði brugðist mun harðar við.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2014 | 23:14
Heimsmarkaðsverð á olíu komið í 72,5$ fatið, ca. 37% niður miðað við verð í júní 2014
Þetta hljóta að teljast góð tíðindi fyrir efnahag heimsins. Á sama tíma - rýrna tekjur landa sem lifa á sölu olíu. Margir telja að ákvörðun OPEC að minnka ekki framleiðslu, sem þeir hafa oftast nær áður gert þegar verð á olíu hefur lækkað verulega, sé vísbending þess að OPEC vilji sverfa að keppinautum á olíumarkaði - sem hafa háan framleiðslukostnað.
Það eru ekki nándar nærri allar olíuþjóðir eins skynsamar og Norðmenn, sem hafa safnað digrum olíusjóði - og nota ekki tekjur af olíunni beint til að "jafna út fjárlagahalla."
Heldur láta Norðmenn þær tekjur renna í olíusjóðinn, halda fjárlögum samt hallalausum.
En það virðist að freysting þess að - - eyða olíutekjunum "jafnóðum," sé a.m.k. sumum þjóðum ofviða.
Mundu Íslendingar vera eins skynsamir og Norðmenn, eða mundum við taka út allar tekjurnar í lífskjörum - - strax. Og eiga síðan ekkert til mögru áranna?
Skv. upplýsingum í erlendum fréttum:
- Þarf Venesúela 160$ á fatið til að jafna út hallann á ríkissjóði.
- Íran þarf ca. 130$.
- Sumir olíuframleiðendur í Bandaríkjunum er vinna úr olíuleirsteini, þurfa 115$ til að halda sjó, þó að flestir sérfræðingar telja að margir hafi minni kostnað.
- Rússland kvá þurfa 110$ á fatið til að skila hallalausum fjárlögum.
- Vinnsla Kanada á olíusandi, kvá þurfa 100$ á fatið til að halda sjó.
- Saudi Arabía þarf 90$ á fatið til að skila hallalausum fjárlögum.
- Kúvæt kvá á sama tíma ekki þurfa nema 50$ á fatið til að forðast fjárlagahalla.
- Þeir bandarísku framleiðendur er vinna úr olíuleirsteini er hafa minnsta kostnað, kvá geta haldið velli svo fremi að verð á olíu per fat fer ekki niður fyrir 40$.
Ég veit ekki hvert "brake even" verð er fyrir norska olíuvinnslu - en þ.e. til muna kostnaðarsamara að vinna olíu úr sjó undan hafsbotni, en að vinna hana eins og flest olíulönd gera - - beint undir þurru landi.
- Það er því fremur sennilegt að olíuvinnsla Norðmanna, verði rekin með tapi - - ef olíuverð haldast neðan við 80$.
- Það mun þó sennilega ekki skaða Norðmenn að ráði, nema sá taprekstur sé lengur en örfá ár.
- Þ.e. þó góð spurning, hvort Norðmenn - - munu lækka lífskjör?
- Meðan olíuvinnslan er rekin með tapi?
- Eða hvort að tappað verði af olíusjóðnum, til að halda þeim uppi - yfir rekstrartaps tímabilið?
- Ég þekki ekki, hve miklar renturnar af sjóðnum eru - - t.d. ef þær væru allar teknar til neyslu í Noregi, án þess að ganga á sjóðinn - - hvort það mundi duga til þess að Norðmenn mundu sleppa við lífskjarahrap jafnvel þó það væri einungis tímabundið?
Ef einhver þekkir þessi mál - - má viðkomandi alveg svara þessu.
Stærð sjóðsins kvá vera 880 milljarðar USD.
Sem gera sennilega ca. 160þ. dollara á hvert mannsbarn í Noregi.
Niðurstaða
Olíuverðslækkun er óneitanlega góðar fréttir fyrir Ísland, en þetta ætti að lækka kostnað almennings af ferðum um landið, auðvitað einnig ef menn hafa áhuga á að fara með flugi til annarra landa. Sama gildir auðvitað um daglegan rekstur einkabíls - - sem sagt, meira verður eftir í buddunni.
Þetta getur vel verið á við nokkra launahækkun.
Svo má ekki gleyma - auknum hagnaði fiskveiða. Sem ætti að skila auknum skatttekjum af hagnaði útgerðarfélaga í ríkissjóð.
- Þetta eru því mjög góðar fréttir fyrir okkur.
Töluvert verri fyrir Rússa, sem nú fá rekjurýrnun 2-falda þ.e. þessar miklu olíuverðs lækkanir + refsiaðgerðir + segir einn af aðaleigendum Lukoil að olíuvinnsla í Rússlandi muni dragast saman skv. spálíkani um ca. 7% nk. 4-5 ár: Lukoil executive predicts significant fall in Russian oil output. Það er slæmt er það fer saman við, lækkað verð + refsiaðgerðir.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2014 | 23:21
Hvet ríkisstjórnina að hætta alfarið við skattahækkunaráform sín
Þþað voru margir stóryrtir út í skattahækkanir síðustu ríkisstjórnar. Og það hefði sannarlega verið galað hátt af þáverandi stjórnarandstöðu - núverandi stjórnarflokkum, ef sú ríkisstjórn hefði lagt til sambærileg áform - þ.e. hækkun álagningar virðisaukaskatts á matvæli úr 7% í annað af tvennu 11% eða 12%.
Ég samþykki ekki þau rök að það sé gagnleg aðgerð, að minnka bilið milli efra og neðra skattþreps.
Ég sé ekki að það skipti nokkru máli, að bilið sé breitt sem þ.e. meðan matarskattur er 7%, eða það sé mjókkað með því að hækka hann í 11% eða 12%.
Ég sé ekki hvaða meinta hagræði það hefur í för með sér.
- Ef menn vilja lækka skatta.
- Samtímis einfalda skattkerfið.
- Væri það sannarlega skattalækkun, og samtímis kerfiseinföldun - að fella niður vaskálagningu alfarið á matvæli.
- Það er, 0% í stað 7%.
Sem mundi vissulega vera vinsæl aðgerð, líklega til að auka fylgi ríkisstjórnarinnar.
Fylgiskönnun MMR
Aukinn stuðningur við ríkisstjórnina
Leiðréttingin skilar Framsókn ekki auknu fylgi
Ég bendi fólki á að ríkisstjórnin er ekki að uppskera neitt sérdeilis mikið fyrir - leiðréttingu lána.
Fylgi hennar upp 2%, á sama tím og Framsóknarflokkurinn sá sem lofaði leiðréttingu - og stóð síðan við það loforð; er ekki beint að uppskera verulega fylgisaukningu.
- Það er augljóst, að hækkun matarskatts er óvinsæl aðgerð.
- Ég vil frekar að ríkisstjórnin loki þessum fjárlögum með "halla" en að láta matarskattinn ganga í gegnum þingið.
- Þetta er of dýru verði keypt fylgislega - - en fólk upplifir þetta, að ríkisstjórnin sé að "gefa" og "taka" þ.e. önnur höndin gefur / hin höndin tekur.
- Ég er alveg viss að mörgum finnst tvískinnungur í þeim aðgerðum.
Ef spár um hagvöxt nk. árs standa - verða fjárlög öruggugglega hallaus, síðar meir. En ríkisstjórnin hefur enn 2-viðbótar ár til að skila hallalausum fjárlögum.
Niðurstaða
Hættið við matarskattinn, svo að fylgi ríkisstjórnarinnar - rýrni ekki frekar. En ef mótstreymið frá andstöðunni við matarskattinn er slíkt, að Framsóknarflokkurinn uppsker ekki neina umtalsverða fylgisaukningu vegna "leiðréttingu lána" þó sá flokkur hafi verið potturinn og pannan að baki því loforði - þá ætti það blasa nægilega vel við að hafna þessu áhugamáli Sjálfstæðisflokksins sem hækkun matarskatts er.
En ég trúi því ekki, að "mótaðgerðir" verði slíkar að þessi skattahækkun, skili ekki tekjum í ríkiskassann.
Þ.e. augljóst tilgangur - að sækja aukið fé, ergo skattahækkun.
Það síðasta sem ég mundi skattleggja sérsaklega - eru matvæli.
Þ.e. skemmtilegt að ryfja upp, að þegar Davíð Oddson fór fyrir Sjálfstæðisflokknum, þá var það eitt árið baráttumál flokksins, að ná fram - lækkun matarskatts. Áhugavert að undir núverandi forystu sé sami flokkur á alfarið öndverðri skoðun.
Kv.
26.11.2014 | 00:34
Af hverju hefur NATO lagt svo mikla áherslu á að Frakkar hætti við að selja Rússum 2-stór herskip?
Málið er auðvitað að ef Rússar fá þessi 2-Mistral Class skip, liðlega 20þ. tonna fley - þá mun það hafa mjög veruleg áhrif á hernaðarjafnvægi við Svarta-haf. Þessi skip eru gjarnan kölluð "þyrlumóðurskip" á íslensku - en réttara er að nefna þau innrásarskip.
Það skilgreinir betur þeirra tilgang!
En hann er sá, að flytja hersveitir - sem geta síðan gert snöggar árásir inn á land af hafi, eiginlega hvar sem er og hvenær sem er.
Þá held ég að fólk skilji betur - af hverju í ljósi spennunnar gagnvart Rússlandi, NATO þjóðir hafa verið að þrýsta á Frakka - - að hætta við að selja Rússum skipin 2.
Lykilatriðið liggur í stórri skutrennu sem skipin hafa!
Á þilfarinu sem er neðan við stóran Þyrlupall og þyrluþylfar, er unnt að koma fyrir margvíslegum hernaðartækjum, skv. Wikipedia: Mistral-class amphibious assault ship
- Á bilinu 450 - 900 hermenn. Fer eftir lengd siglingar á árásarstað.
- 40 skriðdrekar sambærilegir við M1 Abrahams. Rússn. drekar eru ívið minni, og þá hugsanlega geta þeir verið e-h fleiri.
- Eða allt að 70 bryndrekar af smærri gerð, t.d. til liðsflutninga.
- 4 stór láðs og lagar farartæki, til að flytja tækin eða hermennina á land.
- Ekki má gleyma 16 - 35 árásarþyrlur, fer eftir stærð.
Það er þessi geta "Mistral class" innrásarskipa, að geta flutt herlið beint að strönd lands X, þannig að það geti hafið "tafarlausa atlögu" sem að sjálfsögðu - sannarlega hræðir menn.
Haft hefur verið eftir rússneskum herforingja, að ef Rússland hefði haft Mistral class skipin þegar stutt stríð varð milli Rússlands og Georgíu - - þá hefði Rússland að sögn þess herforingja getað bundið endi á það stríð á "nokkrum mínútum."
Mig grunar t.d. að 2-Mistral Class skip, gætu "tæknilega" flutt nægilega öflugt herlið - til þess að taka hafnarborgina Odessa - - svo dæmi sé nefnt.
- Rússneski flotinn ræður ekki yfir sambærilegum skipum í dag.
Það var áhugavert að lesa frétt FT um málið, þegar fréttir bárust af því að Frakkar væru búnir að frysta ótímabundið afhendingu skipanna!
France suspends delivery of Mistral warship to Russia
Það sem vakti athygli mína - er hve kurteisir Rússar voru þegar þeir brugðust við ákvörðun franskra yfirvalda.
Það skein -virtist mér- í gegn að Rússar eru að leitast við að móðga ekki Frakka.
"Alexei Pushkov, chairman of the international affairs committee in the Duma, the lower house of parliament..." - "...said France wanted to maintain a balance between its obligations to the EU and Nato and those towards Russia."
We need to try to find avenues for talking to each other and understanding each other again, said one foreign policy official. This should be possible with France, as it should with Germany.
"Yuri Borisov, deputy minister of defence"... "that Moscow would wait patiently. However, he added that the Russian government expected eventual fulfilment of the contract and would sue and impose penalties if France failed to deliver at all."
Það bersýnilega blasir við - að Rússar vilja ólmir fá þessi skip.
Niðurstaða
Ég held að það sé ljóst, að Frakkar munu ekki afhenda Vladivostok né Sevastopol sem skipin 2-sem Rússar hyggjast kaupa hafa verið nefnd. Rússn. áhöfn Vladivostok kvá hafa verið þjálfuð að hluta a.m.k., þó ekki um borð í skipinu. En það má þó vera, að Hollande bíði lengi með það að formlega ákveða að afhenda þau ekki. Á meðan muni Rússar halda áfram að vera varfærnir í orðavali, þegar kemur að samskiptum þeirra við Frakkland.
Einfaldast er að franski flotinn taki við þeim. Þó hann hafi ekki skilgreind not fyrir 2-viðbótar skip akkúrat núna.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.11.2014 | 20:03
Úrskurður EFTA dómstóls um ólögmæti -0- verðbólgu viðmiðs í lánaskilmálum verðtryggðra lána gæti tafið losun hafta
Það fyrsta er auðvitað -til hamingju þeir aðilar er gengust fyrir því að fá úr því skorið hvort að þessir tilteknu skilmálar væru löglegir eða ólöglegir- þið virðist hafa unnið góðan sigur: Álit EFTA ekki endanleg niðurstaða. Á hinn bóginn, ef marka má fréttir, lét EFTA dómstóllin það í hendur íslenskra dómstóla að túlka það álit - þ.e. hver áhrif þess verða innan íslensks lagaumhverfis á útistandandi lán lánastofnana.
Það er alls ekki víst að Björn Þorri Viktorsson lögmaður þess er höfðaði mál fyrir EFTA Dómstólnum - hafi rétt fyrir sér er hann túlkar líkleg áhrif úrskurðar EFTA
Fullnaðarsigur íslenskra neytenda
Verður að skila þessum kostnaði, segir Björn Þorri
Hann telur að dæma skuli skv. skilmála láns, þ.e. miða við -0- verðbólgu, og endurreikna lán sem hafa 0% vaxtaviðmið í skilmálum - eins og þau væru ekki verðtryggð.
"Ef menn eru að innheimta þann lánskostnað sem verðtryggingin er og þeir hafa ekki áskilið sér þann rétt í útreikningum þá verða menn einfaldlega að skila því og er með öllu óheimilt að innheimta þann kostnað af láninu."
Málið er, að ég man eftir Hæstaréttardómi frá sl. kjörtímabili, þ.s. deilt var um gengistryggð lán - er dæmd voru ólögleg.
En einn mikilvægur punktur í þeirri deilu - var hvaða verðbólguviðmið og um vexti ætti að nota, þegar lánin væru endurreiknuð.
Hæstiréttur ákvað að nota viðmið sem Seðlabanki Íslands gaf upp á þeim árum, í stað þess að miða við - vexti í skilmálum þeirra lána er voru dæmd ólögleg, er hefði leitt til enn hagstæðari útkomu þeirra einstaklinga er höfðuðu mál fyrir Hæstarétti.
- Mig grunar, jafnvel þó að málin séu ekki nákvæmlega eins, að þau séu þó nægilega lík til þess að gefa vísbendingu um það - hvaða vaxtaviðmið Hæstiréttur mundi velja.
- Mig grunar að Hæstiréttur muni taka mið af verðbólguviðmiðum og vöxtum Seðlabanka Íslands yfir viðmiðunartímabil lánasamninga - - eins og í dómi Hæstaréttar í tengslum við gengistryggð lán.
Niðurstaða Hæstaréttar verði - sennilega ekki með þeim hætti, sem Björn Þorri Viktorsson lögmaður telur.
- Þannig niðurstaða mundi koma miklu mun betur út fyrir fjármálakerfið á Íslandi, sem og ríkið sem er eigandi tveggja stórra fjármálastofnana þ.e. Íbúðalánasjóðs og Landsbanka Ohf.
- En að sama skapi verr fyrir neytendur.
Á hinn bóginn liggur sú niðurstaða ekki fyrir enn.
Það má reikna fastlega með því að dómsmál tengdu þessu atriði, fari í forgangsmeðferð.
Það er ágætur möguleiki á að þetta geti orðið "nokkur dómsmál" - ef marka má orð Más Guðmundssonar: Ekki endilega stórt högg
- Á meðan er þetta viðbótar óvissa.
- Ofan í óvissu tengda kjarasamningum framundan!
Óvissa tengd umfangi fjárhagslegs áfalls fyrir ríkið - er slæm í samhengi við losun hafta.
Einnig sú óvissa sem tengist kjarasamningum framundan, um áhrif þeirra á verðbólgu á nk. tveim árum, sem og á framtíðar kostnað ríkisins - er getur hugsanlega haft umtalsverð neikvæð áhrif á stöðu þess.
Þegar þessar óvissur leggjast saman - - virðist mér blasa við, að losun hafta fer ekki fram meðan þær hanga yfir ríkinu.
En þær séu líklegar til þess að magna upp fjárútstreymi ef losun hafta fer fram meðan þær hanga yfir - og þannig auka kostnað við losun hafta um óþekktar stærðir.
Niðurstaða
Því miður -fyrr hagsmuni neytenda- held ég mun líklegra að framtíðar dómur Hæstaréttar um hvaða viðmið til endurreikninga lána, sem dæmd hafa verið að hafi ólöglegt vaxtaviðmið, verði með svipuðum hætti er Hæstiréttur dæmdi um svokölluð "gengistryggð lán" - sem mundi milda til mikilla muna áfallið af úrskurði EFTA fyrir íslenska fjármálakerfið og ríkið.
Á hinn bóginn er engin leið að vita það fyrirfram fyrir fullvíst - svo þarna er komin ný óvissa um framtíðar kostnaðaráfall ríkisins, sem bætist ofan á framtíðar óvissum um kostnaðaráfall ríkisins og um verðbólgu nk. ár - sem tengist óvissum um útkomu kjarasamninga nk. 10-12 mánuði.
Mig grunar að losun hafta fari ekki fram, fyrr en fyrir liggur - hver kostnaður fyrir ríkið og fjármálakerfið dómur EFTA mun hafa.
Og hvort að kjarasamningar nk. mánaða, muni leiða yfir landið verðbólguholskeflu og kostnaðaráfall fyrir ríkið í ofan-á-lag.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Stríðið í A-Úkraínu hefur gersamlega kollvarpað þeim viðmiðum sem lögð voru fram fyrir nærri ári síðan, er ný stjórnvöld Úkraínu samþykktu að undirgangast áætlun AGS - með stuðningi Vesturvelda er samþykktu að lána fé til að brúa bil áður en AGS mundi koma til skjalanna.
- "The hryvnia has plunged 50 per cent in value this year;..."
- "...international reserves are at barely six weeks of import cover,"
- "A meltdown was averted in May by an agreement on $17bn IMF support, plus $10bn from other donors."
- "With production crashing at eastern coalmines and steel mills, a double-digit contraction of exports has triggered a shortage of hard currency, and squeezed bank lending."
Vandamálið er að stríðsátökin í A-Úkraínu hafa valdið miklum skorti á kolum - vegna þess að eftir allt saman eru kolalögin í Donbas lægðinni, þ.e. Luhansk og Donetsk héruðum.
Stályðjuverin eru keyrð á kolum - - sem þíðir að skortur á kolum leiðir til verulegs samdráttar í framleiðslu, og því útflutningi á stáli.
Það hefur leitt til umtalsverðs samdráttar í gjaldeyristekjum Úkraínu - - og því að það fjárframlag sem kom til skjalanna í maí - - > Er við það að klárast.
Sbr. að gjaldeyrir í landinu sé nú einungis til 6-mánaða innflutnings.
- Marga grunar að þetta hafi einmitt verið tilgangur stjórnvalda í Kreml, með því að styðja róttæka rússn. þjóðernissinna í A-Úkraínu til uppreisnar, með loforðum um vopn og annan stuðning.
- Þ.e. að veikja Úkraínu - - fyrst að Plan A gekk ekki upp, að þvinga Úkraínu til að ganga inn í efnahagssamband með Rússlandi, þ.s. Rússland hefði þá í reynd full yfirráð yfir efnahagsmálum í Úkraínu; hafi Plan B verið tekið upp þess í stað, þ.e. að tryggja að Úkraína verði Vesturveldum sem allra dýrastur myllusteinn um háls.
Ef þetta var hefnd Pútíns - - refsing til Úkraínumanna fyrir að dirfast að steypa fyrri forseta, eftir að hann var búinn að láta undan hótunum Kremlverja, og undirrita samning um náin samskipti við Rússland.
-------------------------
En minn skilningur á rás atburða í Úkraínu er sá - að þegar Viktor Yanukovych var við það að ljúka samningum við ESB um náin efnahagssamskipti sambærileg við EES samn. Íslands - - ekki annað en undirskriftin eftir. Þá ef einhver man svo langt aftur, þá hófu stjórnvöld í Kreml að beita Viktor Yanukovych þrýstingi um að falla frá þeim samningi á 11-stundu. Þá kom hik á Viktor Yanukovych, þ.e. hann lét ekki strax undan alla leið. Skv. því sem ég hef heyrt í fréttum erlendra fjölmiðla frá þeim tíma, þá var Viktor Yanukovych beittur stigvaxandi hótunum - fyrst um efnahagsþvinganir, síðan voru þær hafnar og hótað að þær mundu verða færðar í aukana, síðan er hann hikaði enn - hafi því verið hótað að gjaldfella lán Úkraínu í eigu Rússlands og þar með gera ríkisstjórn Viktor Yanukovych gjaldþrota. Sem hafi verið punkturinn er hann lét undan, og samþykkti að undirrita samkomulag við Pútín um tollabandalag við Rússland, undir stjórn rússn. stjv.
Sem hafi verið þegar uppreisnin hófst, þ.e. almenningur í Úkraínu hafi reiðst þessum inngripum rússn. stjv. inn í málefni Úkraínu ákaflega mikið, því að stjv. í Rússlandi væru að ákveða framtíð Úkraínu - - gegn vilja meirihluta íbúa Úkraínu. það hafi verið þessi freklegu afskipti, ásamt undanláttsemi Viktor Yanukovych og stjórnar hans - - > Sem hafi leitt til þeirra gríðarlega fjölmennu mótmæla gegn Viktor Yanukovych og stjórn hans sem spruttu upp, og stóðu síðan í 3-mánuði eða þangað til að stjórn hans hrökklaðist frá völdum, og hann flúði land.
Þetta hafi með öðrum orðum, ekki verið uppreisn búin til af Vesturveldum - eins og áróður rússn. fjölmiðla heldur fram, heldur hafi Pútín eiginlega búið þá uppreisn til - óvart þannig séð. Þ.e. með því að vanmeta reiðiviðbrögð íbúa Úkraínu. Og með því að ofmeta getu Viktor Yanukovych og stjórnar hans til að lifa af þá reiðiöldu.
Þ.e. eins og er Pútín sá aðgerð hans misheppnast svo herfilega, að hann virðist hafa ákveðið að "refsa heilli þjóð" þ.e. Úkraínumönnum - fyrir að dirfast að ganga gegn vilja hans. A)Með því að skipa liðsmönnum rússn. hersins í Sevastopol að hernema Krím-skaga, og síðan skipuleggja atkvæðagreiðslu með úrslitum er ég sé ekki hvernig ganga upp tölfræðilega þ.e. þegar rússn. mælandi íbúar skagans voru milli 50-60% að þá mælist 90% stuðningur við sameiningu skagans við Rússland með 81% þáttöku er vitað er að rúmlega 40% íbúa er nærri alfarið á hinni skoðuninni. Þau úrslit virðast því augljóst fölsuð - fyrir utan að þær kosningar voru augljóst ósanngjarnar þ.s. andstæðingar sameiningar fengu ekki að taka þátt í kosningabaráttunni, fengu ekki að koma sínum sjónarmiðum að, keppa um atkvæðin. Svo hafi Pútín ákveðið auk þessa - - að veikja verulega efnahags Úkraínu, því hann hafi vitað ákaflega vel hve efnahagslega mikilvæg Luhansk og Donetsk héröð séu fyrir efnahag landsins. Ákveðið að fjármagna og vopna uppreisn róttækra rússn. þjóðernissinna - sem hafi lengi verið stuðningsmenn þess að þau héröð væru hluti af Rússlandi.
Afleiðing þess, er auðvitað - - að það stefnir í efnahagshrun Úkraínu. Og fremur öruggt gjaldþrot. Fyrir utan að stíðsátökin hafa leitt til verulegs mannfalls stríðandi fylkinga sem og almennings í þeim héröðum þ.s. barist er.
-------------------------
Þá er það auðvitað áhugavert - að við völd sé slíkur einstaklingur í Rússlandi, sem finnst ekkert athugavert við það, að refsa heilli þjóð - - > Fyrir að ganga gegn vilja hans.
Við erum að tala um "mikilmennskubrjálæði."
Það sem mér finnst merkilegast af öllu, er að það skuli vera til Íslendingar sem styðja slíkan mann sem Pútín virðist vera.
- Ég var algerlega á móti "Bush forseta og Ný-íhaldsmönnum hans" og því stefnu Bandaríkjanna þau ár.
- En að fólk, sem hafi verið sammála mér í andstöðu við stefnu "Ný-Íhaldsmanna" skuli styðja stefnu Pútíns gagnvart Úkraínu, þegar sú stefna felur í sér að mörgu leiti sambærilegan yfirgang gegn erlendu ríki, þ.e. Rússlands gagnvart Úkraínu; er e-h sem ég botna ekki í.
- Með þessu sé það fólk orðið ósamkvæmt sjálfu sér.
Þegar menn eru farnir að styðja Rússa í sambærilegum ofbeldisverkum - - og Bush forseti var sekur um. Þá eru menn hættir að vera andstæðingar ofbeldis og yfirgangs stórra landa gegn þeim sem eru smærri.
Fyrir þeim virðist andstaða við Bandaríkin orðin meginatriðið - þannig að það sé þá fórnandi markmiðinu, að berjast gegn yfirgangi stórveldi gegn smærra landi.
Eins og að allt í einu, verði slíkur yfirgangur - ásættanlegur, fyrst að það á í hlut land sem að þeirra dómi sé andstæðingur Bandar.
Þá er það ekki andstaða við "ofbeldi per se" heldur andstaða við Bandaríkin.
Þá verður auðvitað afstaða viðkomandi - - skýr. En þeir skilgreina hana þá rangt, því eftir allt saman "eru þeir farnir að styðja ofbeldi" eða a.m.k. afsaka það.
- Ég er alltaf "consistently" á móti ofbeldi.
- Mér er slétt sama hvort það eru Bandaríkin sem beita því eða Rússland.
- Því var ég á móti stríði Bandar. gegn Saddam Hussain - - > Og ég er sannarlega andvígur því sem virðist vera smá að þróast yfir í að vera, stríð Rússlands gegn úkraínsku þjóðinni.
Í þessu tilviki sé það -að mínum dómi án vafa- að Rússland á sökina á deilunni, og stærstum hluta einnig að Rússland ber ábyrgð á því ofbeldi sem hefur farið fram.
Mér dettur helst í hug, að stjv. Rússlands séu að gera það sem allra allra kostnaðarsamast fyrir Vesturveldi, að taka við Úkraínu.
Fyrir stjv. í Kreml, séu Úkrínubúar eins og hver önnur fluga, sem megi kremja í þeim tilgangi.
Niðurstaða
Ég er í dag orðinn eins mikið andvígur Pútin, og ég var andvígur Bush forseta og Ný-Íhaldsmönnum hans. Og ég fyrirlít með alveg sambærilegum hætti stefnu Pútíns gegn Úkrínu og ég fyrirleit stefnu Bush of Ný-Íhaldsmanna gagnvart Írak.
Þ.s. Rússland sé að búa til, stefni í að verða hugsanlega sambærilegt kaos við þ.s. Bush bjó til - í Mið-Austurlöndum.
En líkur séu á því, að svo vel vopnaðir séu uppreisnarmenn orðnir. Að þeir séu nærri tilbúnir að hefja stríðið að fullum þunga að nýju.
Og þá -herrar og frúr- verður kaosið sennilega eins slæmt og það var hvað verst, þegar Bush var að stríða í Írak. Þannig séð, gæti Úkraína orðið - - Írak Rússlands.
Ef það gengur fram, að stríðið hefst aftur að fullum þunga, þá auðvitað fer greiðslugeta Úkraínu niður í "0".
Það er slæmt þegar fólk er vil völd í hernaðarlega sterkum ríkjum, sem sjá ekkert að því að drepa fólk í stórum stíl.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2014 | 00:08
Prúttið um Íran - vaxandi hætta á nýju köldu stríði, hefur sennilega styrkt verulega samningsstöðu Írans
Eins og hefur komið fram í fréttum, er verið að gera tilraun til að "berja saman" samkomulag við Íran - við helstu stórveldi heims. Í boði til Írans kvá vera losun viðskiptahamla - í skrefum, ekki í einum rykk. Á móti var upphaflega afstaðan að Íran mundi hætta að auðga úran, þ.e. stöðvum með skilvindum sem notaðar eru tið auðgunar væri lokað - tækjum eytt, kjarnorkuver sem er á lokametrum smíði sem kælt er með svokölluðu "þungu vatni" væri eyðilagt. Og Íranar afhentu allt auðgað úran.
- Miðað við þær útlínur sem rætt er um skv. fréttum.
- Virðist að Vesturveldi hafi bakkað töluvert frá upphaflegum samningsmarkmiðum!
- Prúttið virðist snúast um - fjölda skilvinda. Það virðist hafa verið gefið eftir, að Íranar megi áfram ástunda auðgun úrans. En rifist um það, í hve miklum mæli.
- Og Íranar vilja refsiaðgerðir af tafarlaust eftir að samkomulag er frágengið, en Vesturveldi bjóða að þær fari af í áföngum.
Diplomats eye interim Iran agreement as final deal talks stall
In Iran Talks, U.S. Seeks to Prevent a Covert Weapon
Samningsmenn Írana, eru að sjálfsögðu að hugsa um hagsmuni Írans, ekki Vesturvelda - ekki heldur Rússlands eða Kína!
- Staðsetning Írans, þó ekki væri um annað atriði að ræða, þá er Íran mikilvægt land fyrir það eitt, að hafa langa strandlengju við Persaflóa. En það þíðir, að Íran getur -tæknilega- boðið upp á flotastöðvar við strönd Persaflóa. Segjum ef Kína hefði áhuga.
- Það að Íran er að auki, eitt af meginolíuútflutningslöndum heimsins, og Íran er samtímis við Persaflóa - krystallar að sjálfsögðu mikilvægi landsins.
- Horfum að auki til þess, að Íran á strandlengju við Kaspíahaf, þ.s. er að finna olíu- og gasauðug lönd, einnig að þegar er farið að vinna olíu undan botni Kaspíahafs, þess fyrir utan að mikil leit að frekari lyndum fer þar fram. Kína hefur lagt leiðslur til Túrkmenistan - - sem Íran á landamæri að. Þá vex mikilvægi Írans enn frekar.
- Tæknilega getur Kína lengt þær gas- og olíuleiðslur sem Kína hefur þegar lagt til Túrkmenistan, til þess að dæla íranskri olíu og gasi, beint til Kína. Það mundi auðvitað kosta slatta. Og líklega þyrfti að bæta við flr. leiðslum til að auka flutningsgetu.
Það er með öðrum orðum ljóst - að í kapphlaupinu um orku í heiminum, þá fer mikilvægi Írans vaxandi - - ekki minnkandi.
Íran frá því sjónarmiði, sé eitt af mikilvægustu löndum heims - - > Sem skýri af hverju, Vesturveldi eru að verja svo miklu púðri í að semja við Íran.
- Einhver gæti spurt, af hverju semur Íran ekki við Kína?
- Eða Rússland?
Verið alveg viss um, að Íranar hafa nefnt það -óformlega- í bakherbergjum milli formlegra funda.
Írönum er líklega slétt sama um - átök Vesturvelda við Kína, eða Rússland.
Þau séu að leita eftir, þeim hagstæðasta samningi sem þau geta náð fram.
Ekki liggur enn fyrir hvað Íranar munu fá!
En miðað við fréttir, fá þeir að auðga úran áfram. Sem verður að teljast umtalsverð eftirgjöf af hálfu Vesturvelda. En skilvindum verður verulega fækkað.
Rússland er 6-landið í viðræðunum.
- "The P5+1 want no more than 4,000-4,500 centrifuges in operation in Iran to enrich uranium."
- "Tehran wants more than 9,000."
- "The six powers want a phased reversal of sanctions."
- "The Islamic Republic wants key UN-level embargoes dropped immediately."
- "Iran now wants to maintain about 9,500 first-generation centrifuges in operation, enriching uranium to 5 per cent. It will ship its existing stockpile of fuel to Russia to be turned into fuel rods along with future fuel it produces. Another option it is willing to explore is to reduce the feed level into the centrifuges, curbing their production. Arak, meanwhile, could be converted from its current heavy water configuration."
- "...based on current assessments of Irans centrifuge efficiency, 6,000 would take about 12 months to produce enough fissile uranium for a bomb."
Það má lesa úr viðbrögðum samningamanna sem rætt er við - að það prúttið geti endað á 6.000 skilvindum - sem skv. ofangreindu mundi þíða að "tæknilega gæti Íran smíðað eina kjarnasprengju per ár."
Miðað við það, að samningamenn Vesturvelda hafa þegar hörfað frá upphaflegri stöðu í 4.000-4.500 skilvindur.
- Virðist markmiðið að útiloka íranska kjarnssprengju - hafa verið yfirgefið.
- Sem áður en viðræður hófust, átti að vera meginmarkmiðið - að hindra möguleikann á íranskri sprengju.
Spurning þá - - hvað gerðist?
Mig grunar að það sé vaxandi spenna Rússlands og Vesturvelda, einnig Kína og Vesturvelda. Sem geti hafa breytt afstöðu samningamanna Vesturvelda.
- En það blasir við, að Íran gæti verið afskaplega verðmætur bandamaður, andstæðinga Vesturvelda.
- Það þíðir auðvitað, að vaxandi spenna sé líklega, að styrkja samningsstöðu Írana.
Mig grunar að Írönum liggi ekki mikið á, því ef spenna fer vaxandi áfram - þá líklega batnar samninggstða Írana enn meir á morgun.
- Af hverju hafa Íranar áhuga á að semja við Vesturveldi?
- Augljóst væru Íranar ekki að þessu, ef þeirra áhugi væri ekki raunverulegur.
Vesturveldi hafa auðvitað aðgang að bestu tækninni, og um leið og Íran opnast fyrir vestræn þjónustufyrirtæki við olíuiðnað. Má reikna með því, að þau safnist þangað eins og mý að mykjuskán. Það verði miklu fjármagni varið til þess, að efla olíuvinnslu Írana - og endurnýja tæki og búnað. Sem enn í dag hefur í tilvikum ekki verið lagfærður eftir styrjöld Írans við Saddam Hussain á 9. áratugnum.
Þ.e. þ.s. Íranar vilja, auknar olíutekjur - síðan með fullum aðgangi að Vestrænum mörkuðum. Þá geta írönsk fyrirtæki farið að framleiða varning til sölu.
En í íran er framleiðsluiðnaður og laun eru umtalsvert lægri en á Vesturlöndum. Það er því langt í frá loku fyrir skotið - - að Íran gæti orðið að svokölluðu "tígur hagkerfi." Og það á merkilega skömmum tíma.
---------------------
Vesturveldi eiga að geta yfirboðið hvað sem Rússland eða Kína bjóða. Eftir allt saman, eru meðal-laun hærri á Vesturlöndum en bæði í Kína eða í Rússlandi.
Því eftir meira að slægjast.
Íran gæti verið gríðarlega mikilvægt bandalagsríki Kína
Sjálfsagt hlakkar í andstæðingum Vesturvelda til þessa tilhugsun. Eins og ég benti á áðan. Þá gæti Íran boðið aðstöðu fyrir flotastöðvar. Ef Íran væri til í að skeita að sköpuðu um samskipti við Vesturveldi, og það sama mundi samtímis eiga við um Kína.
Síðan væri það hugsanlega hvort tveggja mögulegt, að dæla olíu og gasi frá Íran í gegnum leiðslur, eða sigla með það á stórum tanskipum til Kína.
- Takið líka eftir því - - að Íran á landamæri að Pakistan.
Pakistan hefur nú nokkuð lengi verið, bandamaður Kína - þó þeir hafi einnig verið með bandalag við Bandaríkin, sem sýnir sennilega hvernig Pakistan leitast við að spila með stöðu sína. Þar á meðal, hefur Kína þróað með Pakistan hvort tveggja nýlega herflugvél, sem Pakistan hefur tekið í notkun og einnig núverandi megin skriðdreka hers Pakistan, útgáfa af Kína einnig notar.
- Það mundi skapa ótrúlega sterka stöðu Kína við Indlandshaf - - ef Íran mundi bætast við sem bandalagsríki Kína.
- Hafandi í huga, að það stefnir í að Pakistan muni verða mikilvægt bandalagsríki Kína.
Indland lengi séð Pakistan sem sinn megin fjanda. Það hve náið samstarf Kína og Pakistan hefur verið - um nokkurra ára skeið. Hefur að sjálfsögðu skapað pyrring af hálfu stjórnvalda Indlands, gagnvart Kína.
- Það að Kína hefur aðstoðað Pakistan við þróun og framleiðslu mikilvægra vopnakerfa.
- Er atriði sem ólíklegt er að Indland líti framhjá.
Hafandi í huga, að Kína er að auki með hratt vaxandi starfsemi í Myanmar - - hinum megin við Indland, og til viðbótar vaxandi umsvifum í löndunum fyrir Sunnan Kína.
- Ef Íran bætist við, þar í ofanálag, þá væri valdastaða Kína á Indlandshafssvæðinu, orðin til mikilla munda sterkari en valdastaða Indlands.
- Þannig að ef Indland vill vera meiriháttar veldi þar um slóðir.
- Þá grunar mig að i þeirri sviðsmynd, halli Indland sér að Vesturveldum.
Ef aftur á móti, Íran verður í bandalagi við Vesturveldi - - þá mundi staða Kína ekki verða hlutfallslega - alveg eins sterk.
Og verið gæti að Indlands mundi þá kjósa þann valkost, að standa utan bandalaga.
Niðurstaða
Ég held að rás atburða sl. ár þ.e. styrjöldin í Mið-Austurlöndum, nánar tiltekið í Sýrlandi og við "ISIS" - og átökin í Úkraínu; hafi áhrif á viðræður Vesturvelda og Írans, ásamt Rússlandi sem einnig tekur þátt í þeim viðræðum.
Íran stendur frammi fyrir augljósum valkostum, þ.e. samkomulag við Vesturveldi.
Eða, halda óvináttu áfram við Vesturveldi, en þess í stað - halla sér að líklegum framtíðar andstæðingum Vesturvelda.
Ég er auk þess handviss um það, að innan Írans - séu ákaflega skiptar skoðanir um það í hvora átt Íran á að halla sér. Það er auðvitað atriði í viðræðunum einnig, innanlands pólitík í Íran.
Mig grunar að rás atburða sé smám saman að - veikja samningsstöðu Vesturvelda. Sem skýri af hverju, Vesturveldi virðast hafa hopað töluvert frá upphaflegum kröfum í viðræðuferlinu við Íran.
Hafandi í huga að Íran er til í að verja þetta miklum tíma í þessar viðræður, þá líklega hefur Íran raunverulegan áhuga á samningum við Vesturveldi. En -kannski ekki- gegnt hvaða verði sem er.
Innan Írans eigi Vestuveldi sér líklega "óformlega bandamenn" þ.e. þá aðila, sem telja það betri framtíð - að Íran sé bandalagsríki Vesturvelda. Og þeir aðilar þurfa náttúrulega sýna fram á, að þeirra leið skili Írönum árangri - - sem auðvitað þrýstir á þá að ná sem hagstæðustum samningi.
Það virðist -ef marka má orð samningamanna- stefna í að Íranar fái að halda ca. 6.000 skilvindum, þannig getu til að auðga nægileg magn úrans, til þess að tæknilega væri unnt að smíða eina kjarnasprengju per ár.
Ef það verður niðurstaðan - - þá auðvitað mundi það þíða að:
- Gyðingaríkið verður brjálað.
- Og að Saudi Arabar verða brjálaðir.
En ef þ.e. eigi að síður útkoman, þá væri það til marks um það - að Vesturveldi mundu þá líta á Íran sem það stóran fisk til að draga í land, að það sé þess virði að þessi 2-lönd verði fúl. Það sé ósennilegt að það mundi leiða til þess, að þau mundu sjálf segja skilið við Vesturlönd.
Eins og ég sagði - - prúttið um Íran!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Málið er að aðildarlönd ESB neita að senda vopn til Úkraínu. Á sama tíma t.d. og þau eru að senda vopn til Kúrda í Sýrlandi og Írak. Meðan að Bandaríkin hafa einungis séð úkraínska hernum fyrir "létt vopnum" þ.e. ekki skriðdrekum né hervélum né fallbyssum.
Á sama tíma, er úkraínski herinn búinn úreltum tækjabúnaði, sem varð eftir á landi Úkraínu þegar Sovétríkin liðuðust í sundur á sínum tíma. Og mjög sennilega verið lítt uppfærður tæknilega.
Á sama tíma, líta rússnesk vopn enn mjög svipað út og 1991, en munurinn liggur í því - að Rússar hafa varið umtalsverðum fjárhæðum í það að uppfæra sinn vopnabúnað tæknilega, þ.e. betri tölvur - betri miðunartæki - nýjar vélar o.s.frv.
Og ekki síst, Rússland hefur varið mun meira fjármagni í þjálfun hermanna, heldur en Úkraína.
- Verr vopnum búinn her.
- Og lakar þjálfaður.
- Ekki má gleyma, mun stærri her Rússlandsmegin.
Þ.e. full ástæða að ætla, að eftir nýlegar vopnasendingar frá Rússlandi - séu uppreisnarmenn í dag, með betri búnað. Og það má einnig vel vera, að þeirra þjálfun sé einnig betri - en það virðist að rússn. herinn reki þjálfunarbúðir rétt handan landamæranna.
Biden promises to support Kiev but not with heavy weapons
Biden Assails Russian Intervention in Ukraine as Unacceptable
Samkvæmt fréttum, hafa 1000 manns fallið meðan - svokallað vopnahlé hefur staðið yfir
Vopnahléð svokallaða, virðist eingöngu hafa - minnkað bardagana að umfangi. En allan liðlangan tímann, hafa staðið yfir harðir bardagar milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna um flugvöll Donetsk borgar.
Miðað við fregnir um miklar vopnasendingar til A-Úkraínu frá Rússlandi.
Þá gæti stefnt í það að uppreisnarmenn, hefi aftur fulla sókn gegn stjórnarhernum. Þá með þann tilgang, að hrekja hann út úr Luhansk og Donetsk héruðum. Hið minnsta það.
Það er þó ótti uppi um það, að einnig verði sókn hafin til Suðurs - - þ.e. til Mariupol sem er hafnarborg á strönd Azovshafs, og síðan áfram hugsanlega alla leið til Odessa.
En án Odessa, mundi Úkraína verða nánast alveg lömuð efnahagslega.
En fréttir hafa borist af því, að flutningur á vistum til Krím-skaga. Hafi gengið brösulega, byrgðir af kolum og jafnvel mat - séu ekki miklar.
Það gæti verið freystandi því, að mynda landtengingu í gegnum Úkraínu við Krím-skaga.
- Það mundi þó líklega leiða til mjög mikils straums flóttamanna, því að meir en helmingur íbúa S-Úkraínu eru "ethnic" Úkraínumenn.
- Að auki væri ekki sérdeilis ósennilegt, að skærustríð gæti hafist gegn hugsanlegu "hernámsliði" af rússnesku bergi, hvort sem það væru uppreisnarmenn eða hermenn rússneska hersins.
- Punkturinn í þessu er - - að tregða NATO landa til að vopna úkraínska herinn.
- Að sjálfsögðu eykur líkurnar á þessari útkomu.
Því sú tegða getur sannfært uppreisnarmenn, og stjv. í Kreml - að óhætt sé að láta til skarar skríða að nýju.
Menn virðast hafa gleymt lærdómi "Kalda-stríðsins" sem var sá, að einbeitt mótstaða var lykillinn að því að forða stríði. Þveröfugt við þ.s. margir svokallaðir friðarsinnar halda.
En ef þú mætir þeim sem þú óttast að hafi hernaðarátök í huga, með mótleik sem eykur til muna áhættuna fyrir þann aðila af því að hefja átök - - þá eru góðar líkur á því að "íhugull" mótaðili ákveði að láta ekki til skarar skríða.
- Slíkur mótleikur væri einmitt sá, að vopna her stjórnvalda í Kíev, og það rækilega. Þá sé ekki hætta á því að - mótaðilinn láti til skarar skríða af fyrra bragði.
- Á sama tíma, mundi samningsstaða stjv. í Kíev í samn. v. uppreinsarmenn styrkjast, og hugsanlegt endanlegt samkomulag fyrir bragðið verða hagstæðara stjv. í Kíev.
Annars gætu þau staðið frammi fyrir "úrslitakostum fremur fljótlega" sem gætu falist í Því, að flytja her sinn út fyrir þau svæði sem "uppreisnarmenn" telja sig eiga.
Eða að stríð verði hafið - eftir að frestur sé liðinn.
Niðurstaða
Það sem einlægir friðarsinnar gjarnan skilja ekki. Er að styrkar varnir eru leiðin til að forða stríði - - að veikja þær, eykur líkur þvert á móti á stríði. Eftir því sem Rússar senda meir af vopnum til uppreisnarmanna í A-Úkraínu. Og einnig þjálfar meir af þeirra liði. Því meir hallar á stjórnvöld í Kíev - - og nú þegar Biden hefur formlega hafnað því að senda her Úkraínu þungavopn.
Þá gæti verið stutt í það að móherjar stjv. í Kíev, telji sig nægilega sterka til þess að hrekja stjórnarherinn af þeim svæðum sem þeir telja sig eiga.
Mig grunar í ljósi neitunar NATO ríkja að vopna stjórnarherinn, að mun meiri líkur séu á því að uppreisnarmenn leggi til atlögu af fyrra bragði - en það verði stjórnarherinn. En mig grunar sterklega, að nú séu sveitir uppreisnarmanna líklega orðnar sterkari. Þær þurfa ekki að vera fjölmennari, heldur getur vel dugað samspil af betri vopnum og þjálfun.
Og hver segir, að miðað við veik viðbrögð Vesturvelda fram að þessu, að uppreisnarmenn komist hreinlega ekki upp með það, að hrekja stjórnarherinn af þeim svæðum - - þá mundi að auki vakna sú spurning; hversu langt þeir mundu sækja fram?
En sumir uppreisnarforingjar - hafa talað um það að svæðið alla leið til Odessa, ætti að tilheyra "Novo Rossia."
Kv.
20.11.2014 | 22:23
Það er sennilega snjallara fyrir ríkisstjórnina að láta Hönnu Birnu hætta sem ráðherra
Að þessari ályktun liggja alveg sambærileg rök og dæmigert er þegar kemur að spurningu um afsögn ráðherra eða aðstoðarráðherra í Bretlandi, þ.e. mat á stöðu ráðherrans fyrst og fremst í pólitísku samhengi annarsvegar og hinsvegar mat á áhrifum þeirrar pólitísku stöðu ráðherra á pólitíska stöðu ríkistjórnarinnar.
Hanna Birna með mistökum gaf á sér höggstað - þess vegna hefur aldan gegn henni getað risið svo hátt sem hún hefur gert:
- Megin mistök hennar voru þau að ræða rannsóknina á hinum fræga leka við þáverandi lögreglustjóra í Reykjavík, Stefán Eyríksson.
- Með þessu magnaði hún upp þá tortryggni gagnvart henni sem þegar var fyrir, vegna þess að hún sem Innanríkisráðherra var þá einnig "formlegur yfirmaður" lögreglustjórans í Reykjavík, sem þá var í miðjum klíðum að rannsaka leka innan hennar ráðuneytis.
- Með samræðum -sem túlka má sem afskipti af rannsókn- en -þó ekki sem tilraun til þess að hindra þá rannsókn- sýndi hún af sér -umtalsverðan brest á dómgreind.-
- Það tók hana síðan - alltof langan tíma að átti sig á því, að hún þyrfti að víkja sem yfirmaður lögreglumála.
- 2-mistök, að víkja ekki sem yfirmaður lögreglumála, að ræða rannsóknina við lögreglustjóra.
Eftir stendur Hanna Birna ákaflega mikið löskuð - pólitístk séð.
Mín skoðun er að sennilega væri betra fyrir hana sjálfa að víkja, en hún virðist ekki þeirrar skoðunar sjálf - en ég tel að málið mundi frekar deyja niður og gleymast ef hún mundi stíga til hliðar sem ráðherra.
En ef hún ætlar áfram að halda sínum ráðherrastól, virðist hætta á að málinu verði haldið stöðugt vakandi af nú fjölmennum andstæðingum hennar.
Það er í því sem liggur hætta fyrir ríkisstjórnina.
Ríkisstjórnin mun þurfa á öllum sínum kröftum að halda í þau átök sem eru framundan á vinnumarkaði
Með því að standa með Hönnu Birnu, er ríkisstjórnin að verja hluta af sínu pólitíska kapítali - í þá vörn. En framundan eru stórfellt átök við aðila vinnumarkaðar, það liggur ljóst fyrir.
ASÍ er með stór orð uppi, ríkisstjórnin er í vandræðum með læknastéttina sem heimtar ákaflega háar prósentuhækkanir sinna launa - - ASÍ hafnar því algerlega að sætta sig við það að verkafólk hækki hlutfallslega minna en aðrir.
- Það sem ég er að segja, er að ríkisstjórninni veiti ekki af öllu sínu pólitíska kapítali, fyrir þau átök.
- Sem mig grunar að verði hörðustu átök á vinnumarkaði í a.m.k. 20 ár.
Mér virðist raunveruleg hætta á allherjarverkfalli - - þ.e. víðtækum verkföllum af því tagi, sem síðast sáust á fyrri hluta 10. áratugarins.
Og slík verkföll - verða ekki endilega skammvinn.
Það gætu orðið fjölmenn götumótmæli, þegar harkan í verkföllunum vex eftir því sem á líður.
Vegna þess að Hanna Birna er augljóslega dragbítur á vinsældir ríkisstjórnarinnar, og stjórnarflokkanna!
Þá bendi ég ríkisstjórnini á að líklega væri snjallara fyrir ríkisstjórnina og stjórnarflokkana, að láta hana hætta sem ráðherra. En óþarfi að láta hana hætta sem þingmann.
Það mætti hugsa það sem - - > Pólitíska ábyrgð fyrir þann skort á dómgreind sem hún sýndi, er hún mánuðum saman skildi ekki að hún þurfti að hætta sem ráðherra lögreglumála, og að auki sýndi þann skort á dómgreind að ræða rannsóknina við lögregælustjóra.
Ég lít ekki á að hún hafi brotið lög - eða formlega brotið af sér í starfi.
En ákvörðun um það hver gegnir stöðu ráðherra er eftir allt saman - alltaf pólitísk.
Ég er því að benda ríkisstjórninni á að taka þá pólitísku ákvörðun að láta óvinsælan ráðherra, dragbít á fylgi ríkisstjórnar og stjórnarflokka; hætta.
Niðurstaða
Við á Íslandi erum ekki vön því að ráðherrar taki poka sinn vegna mistaka sem ekki fela í sér lögbrot eða formlegt brot í starfi. Það hafa verið líflegar umræður um ábyrgð ráðherra. Það virðast margir rugla saman prinsippunum um "pólitíska ábyrgð" sem um er ætíð tekin pólitísk ákvörðun, og um "lagalega ábyrgð." Þ.s. ekki sé um brot á lögum að ræða og sennilega ekki heldur í starfi. Getur eingöngu hugtakið pólitísk ábyrgð komið til skjalanna.
- Hver gegnir stöðu ráðherra er alltaf pólitísk ákvörðun.
- Það er alltaf valinn sá eða sú, sem talin er vera í sterkri pólitískri stöðu.
- Þá auðvitað má alveg hafa það á móti, að ef sá eða sú verður síðar pólitísk séð að dragbít.
- Að þá sé viðkomandi vikið, fyrir einvhern annan einstakling sem talinn sé í betri stöðu pólitískt séð.
Erlendis þekkist það að endurnýjað sé í ráðherraliði ríkisstjórnar, ef vinsældir hafa dalað. Hörð átök eru framdundan, ríkisstjórnin þarf á því að halda að styrkja sig fyrir þau átök. Nýr "vinsælli" ráðherra í staðinn fyrir núverandi Innanríkisráðherra. Gæti verið góður leikur!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.11.2014 kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar