Óttinn við yfirvofandi fjárhagslegt hrun Úkraínu magnar upp svartamarkaðsbrask

Stríðið í A-Úkraínu hefur gersamlega kollvarpað þeim viðmiðum sem lögð voru fram fyrir nærri ári síðan, er ný stjórnvöld Úkraínu samþykktu að undirgangast áætlun AGS - með stuðningi Vesturvelda er samþykktu að lána fé til að brúa bil áður en AGS mundi koma til skjalanna.

  1. "The hryvnia has plunged 50 per cent in value this year;..."
  2. "...international reserves are at barely six weeks of import cover,"
  3. "A meltdown was averted in May by an agreement on $17bn IMF support, plus $10bn from other donors."
  4. "With production crashing at eastern coalmines and steel mills, a double-digit contraction of exports has triggered a shortage of hard currency, and squeezed bank lending."

Vandamálið er að stríðsátökin í A-Úkraínu hafa valdið miklum skorti á kolum - vegna þess að eftir allt saman eru kolalögin í Donbas lægðinni, þ.e. Luhansk og Donetsk héruðum.

Stályðjuverin eru keyrð á kolum - - sem þíðir að skortur á kolum leiðir til verulegs samdráttar í framleiðslu, og því útflutningi á stáli.

Það hefur leitt til umtalsverðs samdráttar í gjaldeyristekjum Úkraínu - - og því að það fjárframlag sem kom til skjalanna í maí - - > Er við það að klárast.

Sbr. að gjaldeyrir í landinu sé nú einungis til 6-mánaða innflutnings.

  • Marga grunar að þetta hafi einmitt verið tilgangur stjórnvalda í Kreml, með því að styðja róttæka rússn. þjóðernissinna í A-Úkraínu til uppreisnar, með loforðum um vopn og annan stuðning.
  • Þ.e. að veikja Úkraínu - - fyrst að Plan A gekk ekki upp, að þvinga Úkraínu til að ganga inn í efnahagssamband með Rússlandi, þ.s. Rússland hefði þá í reynd full yfirráð yfir efnahagsmálum í Úkraínu; hafi Plan B verið tekið upp þess í stað, þ.e. að tryggja að Úkraína verði Vesturveldum sem allra dýrastur myllusteinn um háls.

Ef þetta var hefnd Pútíns - - refsing til Úkraínumanna fyrir að dirfast að steypa fyrri forseta, eftir að hann var búinn að láta undan hótunum Kremlverja, og undirrita samning um náin samskipti við Rússland.

-------------------------

En minn skilningur á rás atburða í Úkraínu er sá - að þegar Viktor Yanukovych var við það að ljúka samningum við ESB um náin efnahagssamskipti sambærileg við EES samn. Íslands - - ekki annað en undirskriftin eftir. Þá ef einhver man svo langt aftur, þá hófu stjórnvöld í Kreml að beita Viktor Yanukovych þrýstingi um að falla frá þeim samningi á 11-stundu. Þá kom hik á Viktor Yanukovych, þ.e. hann lét ekki strax undan alla leið. Skv. því sem ég hef heyrt í fréttum erlendra fjölmiðla frá þeim tíma, þá var Viktor Yanukovych beittur stigvaxandi hótunum - fyrst um efnahagsþvinganir, síðan voru þær hafnar og hótað að þær mundu verða færðar í aukana, síðan er hann hikaði enn - hafi því verið hótað að gjaldfella lán Úkraínu í eigu Rússlands og þar með gera ríkisstjórn Viktor Yanukovych gjaldþrota. Sem hafi verið punkturinn er hann lét undan, og samþykkti að undirrita samkomulag við Pútín um tollabandalag við Rússland, undir stjórn rússn. stjv.

Sem hafi verið þegar uppreisnin hófst, þ.e. almenningur í Úkraínu hafi reiðst þessum inngripum rússn. stjv. inn í málefni Úkraínu ákaflega mikið, því að stjv. í Rússlandi væru að ákveða framtíð Úkraínu - - gegn vilja meirihluta íbúa Úkraínu. það hafi verið þessi freklegu afskipti, ásamt undanláttsemi Viktor Yanukovych og stjórnar hans - - > Sem hafi leitt til þeirra gríðarlega fjölmennu mótmæla gegn Viktor Yanukovych og stjórn hans sem spruttu upp, og stóðu síðan í 3-mánuði eða þangað til að stjórn hans hrökklaðist frá völdum, og hann flúði land.

Þetta hafi með öðrum orðum, ekki verið uppreisn búin til af Vesturveldum - eins og áróður rússn. fjölmiðla heldur fram, heldur hafi Pútín eiginlega búið þá uppreisn til - óvart þannig séð. Þ.e. með því að vanmeta reiðiviðbrögð íbúa Úkraínu. Og með því að ofmeta getu Viktor Yanukovych og stjórnar hans til að lifa af þá reiðiöldu.

Þ.e. eins og er Pútín sá aðgerð hans misheppnast svo herfilega, að hann virðist hafa ákveðið að "refsa heilli þjóð" þ.e. Úkraínumönnum - fyrir að dirfast að ganga gegn vilja hans. A)Með því að skipa liðsmönnum rússn. hersins í Sevastopol að hernema Krím-skaga, og síðan skipuleggja atkvæðagreiðslu með úrslitum er ég sé ekki hvernig ganga upp tölfræðilega þ.e. þegar rússn. mælandi íbúar skagans voru milli 50-60% að þá mælist 90% stuðningur við sameiningu skagans við Rússland með 81% þáttöku er vitað er að rúmlega 40% íbúa er nærri alfarið á hinni skoðuninni. Þau úrslit virðast því augljóst fölsuð - fyrir utan að þær kosningar voru augljóst ósanngjarnar þ.s. andstæðingar sameiningar fengu ekki að taka þátt í kosningabaráttunni, fengu ekki að koma sínum sjónarmiðum að, keppa um atkvæðin. Svo hafi Pútín ákveðið auk þessa - - að veikja verulega efnahags Úkraínu, því hann hafi vitað ákaflega vel hve efnahagslega mikilvæg Luhansk og Donetsk héröð séu fyrir efnahag landsins. Ákveðið að fjármagna og vopna uppreisn róttækra rússn. þjóðernissinna - sem hafi lengi verið stuðningsmenn þess að þau héröð væru hluti af Rússlandi.

Afleiðing þess, er auðvitað - - að það stefnir í efnahagshrun Úkraínu. Og fremur öruggt gjaldþrot. Fyrir utan að stíðsátökin hafa leitt til verulegs mannfalls stríðandi fylkinga sem og almennings í þeim héröðum þ.s. barist er.

-------------------------

Þá er það auðvitað áhugavert - að við völd sé slíkur einstaklingur í Rússlandi, sem finnst ekkert athugavert við það, að refsa heilli þjóð - - > Fyrir að ganga gegn vilja hans.

Við erum að tala um "mikilmennskubrjálæði."

Það sem mér finnst merkilegast af öllu, er að það skuli vera til Íslendingar sem styðja slíkan mann sem Pútín virðist vera.

  • Ég var algerlega á móti "Bush forseta og Ný-íhaldsmönnum hans" og því stefnu Bandaríkjanna þau ár.
  • En að fólk, sem hafi verið sammála mér í andstöðu við stefnu "Ný-Íhaldsmanna" skuli styðja stefnu Pútíns gagnvart Úkraínu, þegar sú stefna felur í sér að mörgu leiti sambærilegan yfirgang gegn erlendu ríki, þ.e. Rússlands gagnvart Úkraínu; er e-h sem ég botna ekki í.
  • Með þessu sé það fólk orðið ósamkvæmt sjálfu sér.

Þegar menn eru farnir að styðja Rússa í sambærilegum ofbeldisverkum - - og Bush forseti var sekur um. Þá eru menn hættir að vera andstæðingar ofbeldis og yfirgangs stórra landa gegn þeim sem eru smærri.

Fyrir þeim virðist andstaða við Bandaríkin orðin meginatriðið - þannig að það sé þá fórnandi markmiðinu, að berjast gegn yfirgangi stórveldi gegn smærra landi.

Eins og að allt í einu, verði slíkur yfirgangur - ásættanlegur, fyrst að það á í hlut land sem að þeirra dómi sé andstæðingur Bandar.

Þá er það ekki andstaða við "ofbeldi per se" heldur andstaða við Bandaríkin.

Þá verður auðvitað afstaða viðkomandi - - skýr. En þeir skilgreina hana þá rangt, því eftir allt saman "eru þeir farnir að styðja ofbeldi" eða a.m.k. afsaka það.

  1. Ég er alltaf "consistently" á móti ofbeldi.
  2. Mér er slétt sama hvort það eru Bandaríkin sem beita því eða Rússland.
  3. Því var ég á móti stríði Bandar. gegn Saddam Hussain - - > Og ég er sannarlega andvígur því sem virðist vera smá að þróast yfir í að vera, stríð Rússlands gegn úkraínsku þjóðinni.

Í þessu tilviki sé það -að mínum dómi án vafa- að Rússland á sökina á deilunni, og stærstum hluta einnig að Rússland ber ábyrgð á því ofbeldi sem hefur farið fram.

Mér dettur helst í hug, að stjv. Rússlands séu að gera það sem allra allra kostnaðarsamast fyrir Vesturveldi, að taka við Úkraínu.

Fyrir stjv. í Kreml, séu Úkrínubúar eins og hver önnur fluga, sem megi kremja í þeim tilgangi.

 

Niðurstaða

Ég er í dag orðinn eins mikið andvígur Pútin, og ég var andvígur Bush forseta og Ný-Íhaldsmönnum hans. Og ég fyrirlít með alveg sambærilegum hætti stefnu Pútíns gegn Úkrínu og ég fyrirleit stefnu Bush of Ný-Íhaldsmanna gagnvart Írak.

Þ.s. Rússland sé að búa til, stefni í að verða hugsanlega sambærilegt kaos við þ.s. Bush bjó til - í Mið-Austurlöndum.

En líkur séu á því, að svo vel vopnaðir séu uppreisnarmenn orðnir. Að þeir séu nærri tilbúnir að hefja stríðið að fullum þunga að nýju.

Og þá -herrar og frúr- verður kaosið sennilega eins slæmt og það var hvað verst, þegar Bush var að stríða í Írak. Þannig séð, gæti Úkraína orðið - - Írak Rússlands.

Ef það gengur fram, að stríðið hefst aftur að fullum þunga, þá auðvitað fer greiðslugeta Úkraínu niður í "0".

Það er slæmt þegar fólk er vil völd í hernaðarlega sterkum ríkjum, sem sjá ekkert að því að drepa fólk í stórum stíl.

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 810
  • Frá upphafi: 846638

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 746
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband