Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013
30.6.2013 | 14:14
Framkoma ásakana um njósnir NSA innan stofnana ESB getur bent til þess að Putin ætli að veita Snowden hæli!
Mér finnst það smávegis grunsamlegt. Að þessar ásakanir um njósnir NSA (National Security Agency) dúkka upp. Nokkrum dögum eftir að fréttist, að Snowden hafi dagað uppi á Moskvu flugvelli. Sagður vera fastur á komusvæðinu. Á því hvá vera hótel. En starfsmenn þess, neita að svara hvort hann sé þar. En það þarf ekkert endilega benda til þess að hann sé þar. Þó svo sannarlega geti verið.
- Spurningin er - - hverjum er í hag að þessar ásakanir koma fram?
- Putin gamli KGB meistarinn, kann örugglega öll klassísku kaldastríðs brögðin, þegar kemur að "misinformation." En KGB stundaði mjög mikið af slíku.
- Og enginn vafi er um, að núverandi leynistofnanir Rússlands, geta falsað mjög sannfærandi útlítandi gögn - - sem fljótt á litið virðast ekta. Jafnvel sérfræðingar væru í erfiðleikum með að greina þau sem falsanir.
- En ég á smávegis erfitt með að sjá, hvað Bandaríkin gætu mögulega grætt á njósnum "National Security Agency" innan stofnana ESB.
- Ég meina, hvað mögulega gæti þar verið þess virði fyrir Bandaríkin að njósna um?
- Þess virði, að taka áhættuna af því, ef upp um málið kemst?
Mér virkilega dettur ekkert í hug!
NSA Spied on European Union Offices
EU demands answers over claims the US bugged its offices
Kremlin's Bet on Snowden Appears to Sour
Framkoma þessara ásakana getur bent til þess að Putin sé að undirbúa að veita Snowden hæli!
Grein Wall Street Journal kemur fram með áhugaverðan punkt - - að það höfði til rússneskrar þjóðerniskenndar, að veita Snowden hæli.
En ef þ.e. svo að Putin er að íhuga slíkt, undirbyggja þá stemmingu - - sem endar í því að Snowden fær að búa í Rússlandi, með ríkisborgararétti - borguðu húsnæði o.s.frv.
Þá þarf Rússland að fá eitthvað út úr Snowden sem réttlætir það, þann kostnað sem myndi felast í formi versnandi samskipta við Bandaríkin, að Snowden verði áfram í Rússlandi.
Spurning hversu frjáls Snowden væri, en það gæti í reynd verið nokkurs konar stofufangelsi, en ég efa að hann mundi hreyfa legg eða lið, án þess að vera umkringdur leyniþjónustufólki.
Ef þessi ákvörðun verður tekin, þá væntanlega verður sjónarspil sett upp - - þ.s. Snowden kemur fram hér og þar, klippir borða - brosir framan í myndavélar - fær borgarlykilinn í ýmsum borgum Rússlands - - Snowden heldur ræður um meintar sem og raunverulegar njósnir Bandar. og hælir Putin "mannvininum" fyrir að standa gegn "ofurveldi Bandaríkjanna" og fyrir að "veita honum hæli."
-------------------------------------
Þ.e. eins og afhjúpunin sé sérstaklega beint að því að koma vik milli Bandar. og Þýskalands sbr:
"However, Germany is classified as a third class partner." - "We can attack the signals of most foreign third-class partners, and we do it too, Der Spiegel quoted a passage in a NSA document as saying." - "Sabine Leutheusser-Schnarrenberger, German justice minister, said: If the media reports are true, then that is reminiscent of the methods of foes during the Cold War. It defies all belief that our friends in the US see Europeans as enemies."
Þarna sýnist mér skjalið "slá yfir markið" og líklega afhjúpa þ.s. augljósa líklega fölsun.
Ég er alveg viss um það, að Bandaríkin eru ekki að "ráðast að samskiptum" skilgreindra vinaþjóðar - sérstaklega vinaþjóðar sem er svo mikilvæg fyrir Bandar. sem Þýskaland er. Enda væri það til þess eins, að skapa úlfúð ef upp kæmist - skaða samskipti vinaþjóða, sem gæti skaðað verulega bandar. hagsmuni. Ef e-h sem er and-Ameríku sinnaður heldur að ég sé með þessu að ganga of langt - - þá bendi ég viðkomandi á þá miklu hagsmuni sem Bandar. hafa af góðum samskipum v. Þýskaland. En þar í landi eru mjög mikilvægar bandar. herstöðvar - - sem eru ekkert minna en "megin birgðastöðvar Bandar. hers utan eigin landsteina." Væri stórt högg fyrir Bandar. að missa þær - - svo þ.e. alveg öruggt. Að Bandar. umgangast ekki samskipti v. Þýskaland af "léttúð."
Öðru gegni um þjóðir sem skilgreint hafa sjálfar sig sem andstæðinga. En þá er engin áhætta í húfi fyrir Bandar. ef málið kemst upp, slæm samskipti eru einfaldlega slæm áfram.
-------------------------------------
Hugsanlegt bandalag milli Rússlands og Þýskalands, væri aftur á móti ótrúlega gagnlegt fyrir Rússland! Myndi geta gert Rússlandi það mögulegt, að verða stórveldi. Og Rússa dreymir um fátt annað en að verða stórveldi að nýju.
En með ríkustu þjóð Evr. sem bakhjarl, sem þíddi væntanlega ruglun reita í efnahagslegu tilliti, þá gæti Rússland með aðstoð þýskra fyrirtækja og fjárfestinga, orðið mjög öflugt hagkerfi - - til samans væru þau tvö stórveldi.
Og sem meira er, mjög vel fræðilega fær um að ógna stöðu Bandar.
Pentagon í Bandar. hefur örugglega teiknað upp fræðilega mögulega sviðsmynd af slíku tagi, sem ég ítreka - - er hvatning fyrir Bandaríkin. Að gera ekki Þýskaland að óvin.
Meðan að Þýskaland er einn mikilvægasti bandamaður Bandar. - - getur sú sviðsmynd ekki orðið að veruleika. Meðan að ég á mjög erfitt með að sjá, að Rússland mögulega geti keppt við Bandaríkin að eigin rammleik.
Nema að öflugum bandamanni sé bætt við, og það getur ekki verið Kína. Því sem bandamaður Rússlands, þá væri Rússland komið í svipað ástand og Ítalía var þegar Mussolini var í bandalagi við Þýskaland þess tíma. Þ.e. mjög virkilega svo "junior partner."
Kína mundi líklega gleypa Rússland! Er í reynd það ríki, sem Rússlandi landfræðilega stafar mest ógn af. Meðan að Kína + Þýskaland, ásamt leppríkjum Þýskalands, væru til samans nægilega sterk til að standa samtímis gegn Kína og Bandaríkjunum.
Verða 3-risaveldið í sameiningu.
- Putin hefur með öðrum orðum, margvíslegar ástæður til að vilja - skapa vik milli Evrópu og Bandaríkjanna, og sérstaklega nánar tiltekið Þýskalands og Bandar.
- En hann er klassískur "zero-sum" þ.e. allt þ.s. skaðar Bandar. er gróði Rússlands.
- Ef tekst að skapa fjarlægð milli Bandar. og ESB, þá gæti skapast svigrúm fyrir Rússland!
Niðurstaða
Mér finnst ákaflega sennilegt reyndar, að leynigögn sem eiga að sýna fram á njósnir NSA á stofnunum ESB. Séu fölsuð. Og nánar tiltekið, fölsuð af rússnesku leyniþjónustunni.
Enda virðist mér orðalag þ.s. kemur fram í Spiegel - grunsamlegt. Eins og hannað til þess, að skapa úlfúð milli Evrópu og Bandar. Sérstaklega Þýskalands og Bandar.
Putin sé örugglega ljós, veik staða Rússlands eftir því sem Kína sem Rússland á mjög löng landamæri við styrkist. Ég sé það í hendi mér, að Rússland eitt - ræður ekki við Kína til lengdar.
En fræðilega væri líklega Rússland ásamt Þýskalandi og fylgiríkjum þess, nægilega sterkt afl. Til samans gætu þau verið 3-risaveldið. En ekki í sitt hvoru lagi.
Ef Putin ætlar að veita Snowden hæli, þarf hann að "mjólka" Snowden eins og hann getur, til að fá inn á móti þeirri áhættu af versnandi samskiptum við Bandaríkin, eitthvað gagn fyrir Rússland sem getur vegið það upp.
Ef sá gambíttur að skapa vik milli vina þ.e. Evrópu og Bandaríkjanna tekst, þá væri það líklega fullkomlega réttlætt - kostnaðarlega séð fyrir Rússland - að veita Snowden hæli.
Þar væri hann þó líklega ekki í reynd frjáls maður - - og líklega er hann það ekki. Sennilega í reynd í haldi rússnskra leynistofnana. Líklega það alla tíð síðan hann lenti í Moskvu.
Örugglega verið að hræða Snowden, til að gerast þjónn hagsmuna Rússlands. Gegnt loforðinu um góða meðferð og líf í atlæti ævina á enda. Spurning hvort að Snowden er lentur í "gini bjarnarins." Þaðan sem hann sleppi ekki!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 1.7.2013 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.6.2013 | 23:30
Hvað mundi risahöfn í Finnafirði gera fyrir Ísland?
Um daginn var sagt frá því að Sveitafélagið Langanesbyggð, hefði gert samkomulag við "Bremenports" í Þýskalandi, en að sögn sveitastjórnarmanna - - ætlar "Bremenports" sem sérhæfir sig í rekstri hafna, að verja eigin fjármunum til að rannsaka aðstæður í Finnafirði. Til að meta kosti staðarins, fyrir hugsanlega risahöfn.
Bremerhaven - "The port of Bremerhaven is the sixteenth-largest container port in the world and the fourth-largest in Europe with 4.9 million twenty-foot equivalent units (TEU) of cargo handled in 2007. In addition, more than 1,350,000 cars are imported or exported every year via Bremerhaven. Bremerhaven imports and exports more cars than any other city in Europe except for Rotterdam, and this traffic is also growing. In 2011 a new panamax-sized lock has been opened, replacing the 1897 Kaiserschleuse, then the largest lock worldwide."
"Bremenports GmbH & Co. KG is a privately funded port management company of the Municipality of Bremen and is responsible for the development, expansion and maintenance of ports in the ports of Bremen. The tasks of the company range from the marketing of the infrastructure of the ports on the control and coordination of major projects to building maintenance."
Brimarhöfn eða Bremerhaven er ca. svipað stór borg og Reykjavík - - en ætla má að rekstrarfélag hafnarinnar "Bremenports" hafi nokkra veltu, fyrst að höfnin er 16 stærsta gámaflutningahöfn heimsins.
Bremenports til samstarfs um Finnafjörð
Landeigendur í Finnafirði ósáttir
Trúnaðarkrafa kom í veg fyrir samráð
Hve miklu fyrir Ísland myndi risahöfn breyta?
Rektrarfélag Brimarhafnar er líklega ekki nægilega stórt eitt og sér, til að taka þetta dæmi að sér. Svo við skulum aðeins halda okkur á Jörðinni ennþá. Á hinn bóginn, að svo virðulegt þýskt félag fæst til að koma með sína eigin peninga, til að skoða málið nánar - - kostnaður áætlaður nokkuð hundruð milljónir. Sem rekstrarfélagið væri ekki að verja, nema það teldi hugmyndina ekki "galna."
En það má mjög vel vera, að eftir að svæðið hefur verið rannsakað frekar - - sem líklega verður ekki lokið fyrr en núverandi kjörtímabil Alþingis er lokið. Að þá, hafi rekstrarfélag Brimarhafnar framgöngu um að - afla fjárfesta til verkefnisins.
En það myndi ekki koma mér að óvörum, ef rekstrarfélagið er með hugsanlegan áhuga á að reka höfnina, ef af því verður - að reisa hana í Finnafirði.
-------------------------------
Þessi höfn ef af verður - - getur fræðilega samtímis þjónað sem "olíuhöfn" og hugsanleg stórskipahöfn fyrir flutninga yfir pólinn frá Kína.
- Það mundi skipta miklu máli fyrir lífskjör landsmanna allra - - ef um er að ræða tilkomu risahafnar í samhengi "pólflutninga."
- En málið er, að þá myndi vöruverð á landinu lækka. Hafið samt í huga að við líklega erum ekki að tala um hlut, sem verður kominn að fullu á koppinn fyrr en eftir 20 ár eða svo.
- Af hverju lækkar vöruverð - - þ.e. vegna þess, að ef það mun streyma gríðarlegt vörumagn í gegnum landið, þannig að Ísland verður að mikilvægri umskipunarmiðstöð varnings fyrir pólsiglingar. Þá eykst mjög samkeppnin í siglingum hingað því vegna stórfellt aukins flutningsmagns myndu mun fleiri aðilar hafa áhuga á Íslandssiglingum. Og við það myndu flutningsgjöld til og frá landinu - - fara niður. Líklega töluvert.
- Þetta myndi einnig leiða til þess að ísl. fyrirtæki myndu geta greitt hærri laun, því að kostnaður við innflutning rekstrarvara myndi lækka samtímis því að einnig yrði ódýrara að flytja fullunna vöru úr landi.
- Hærri laun samtímis því að vörur í verslunum yrðu ódýrari!
- Þetta væru áhrif sem allt landið myndi njóta!
- En auk þessa, myndi svæðið þ.e. Langanesbyggð, líklega verða miklu mun fjölmennara sveitafélag en í dag. En ef við skoðum kortið að ofan, má sjá að skammt er í Þórshöfn en nokkru fyrir sunnan er annað pláss - Bakkafjörður. Flóinn sem heild kallast Bakkaflói. Finnafjörður er fjörður út frá honum.
- Mér myndi ekki koma á óvart, ef upp byggðist í kringum slíka höfn - - byggð ca. að umfangi byggðarinnar við Akureyri.
-------------------------------
Ef Pólflutningarnir eiga sér ekki stað, en Finnafjarðarhöfn yrði miðstöð fyrir gas-/olíuvinnslu, þá væri ekki um lækkun vöruverðs í landinu.
En olíu-/gastekjur að sjálfsögðu myndu einnig lyfta upp lífskjörum Íslendinga allra.
Og það yrði einnig stórfelld uppbygging á umráðasvæði Langanesbyggðar.
-------------------------------
Svo er auðvitað fræðilegur möguleiki á báðu - - þ.e. Pólflutningar og umskipunarhöfn, og miðstöð fyrir gas- og olíuvinnslu.
Það áhugaverða er, ef sá möguleiki er íhugaður - - að hvort tveggja gæti þá verið að eiga sér stað samtímis, þ.e. að vinnsla sé að hefjast fyrir alvöru, gæti einmitt verið að eiga sér stað eftir 20 ár.
Eins og það líklega tekur vart skemmri tíma, fyrir Pólflutninga að hefjast fyrir alvöru, þannig að höfn þurfi að vera tilbúin innan þess tímaramma.
2x - - þíddi náttúrulega að Ísland yrði ekki fátækara en Noregur!
- Ef hvort tveggja - - tja, þá gæti það átt sér stað!
- Að NA-land yrði smám saman efnahagsleg þungamiðja Íslands.
- Yrði mikilvægari en Faxaflóasvæðið.
- Þó það svæði væri ólíklegt til að visna upp og deyja.
- Myndi það þó missa spæni úr aski sínum.
Þá erum við sennilega að tala um 50 ára samhengi. En að þeim liðnum, gæti öll sú breyting verið um garð gengin. Að NA-land væri nærri því jafn fjölmennt og í dag SA-hornið á landinu er. Sennilega ríkara.
Niðurstaða
Þ.e. óhætt að segja, að tilkoma risahafnar við Finnafjörð. Gæti valdið mikilli umbyltingu á Íslandi. En rétt er að rifja upp, að það var vegna tilkomu Reykjavíkurhafnar rétt fyrir Fyrra Stríð. Sem Reykjavík fór að byggjast upp fyrir alvöru.
Önnur og enn stærri höfn, með mun meira flutningsmagni. Myndi a.m.k. ekki hafa smærri áhrif. Þannig að það má reikna með því. Að mikil fjölgun íbúa NA-land mundi eiga sér stað. Sérstaklega ef olíu- og gasvinnsla á sér einnig stað. Ef við gerum ráð fyrir því að risahöfn komi til vegna flutninga yfir pólinn.
Þó að íbúa NA-land myndu græða hlutfallslega meira, myndu allir Íslendingar þó græða stórfellt. Sérstaklega ef hvort tveggja Pólflutningar og olía-/gasvinnsla á sér stað. Ef bara annaðhvort, væri það samt mjög stór breyting. Og eiginlega það stór, að um umbyltingu væri að ræða.
En ef hvort tveggja samtímis, þá yrði Ísland ríkt.
- Umhverfisáhrif eru eðlilega töluverð - - en líklega í reynd smærri en af einu stykki risaálveri. Ef við erum að hugsa málið í virkjunum - sökktu landi og rafstrengjum þvert yfir landið.
- Sérstaklega ef ekki verður af olíu-/gasvinnslu, en það kemur samt risahöfn vegna pólflutninga. Þá verða engin olíuskip á ferðinni. Einungis flutningaskip. Engin olíu-/gasvinnsla.
- En ef hvort tveggja á sér stað. Þá væru olíuskipin einnig á fartinni innan um stóru flutningaskipin. Og líklega sett upp birgðastöðvar jafnvel vinnslustöðvar fyrir olíu-/gasvinnslu. Umhverfisáhrif af slíku eðlilega yrðu nokkur. Þó þau væru ekki mæld í sökktu landi eða eyðilögðu lífríki áa!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.6.2013 kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.6.2013 | 01:23
Var ESB að drepa evruna?
Hvað á ég við? Ég er að vísa til samkomulags ESB aðildarríkja - um það hvernig farið sé með banka sem komast í vandræði. Aðferðin er seld sem leið til þess - - að forða skattgreiðendum frá tjóni. Þegar bankar lenda í vandræðum. En sannleikurinn er sá - - að þeir skattgreiðendur, sem einkum er verið að verja. Eru skattgreiðendur ríkjanna í N-Evrópu; sem með samkomulaginu eru varðir gegn því. Að þurfa að fjármagna banka-viðreisn í löndum S-Evrópu.
Samkomulagið eiginlega virðist endanlega drepa tilraunir til þess, að gera kostnaðinn við bankatjón evrulanda með einhverjum umtalverðum hætti - sameiginlegt.
EU Deal Protects Taxpayers in Bank Bailouts
EU reaches deal on failed banks
EU Pact Reached on Failing Banks
Kýpur aðferðin er fest í sessi!
- Fyrst er gengið á hluthafa, sem verður að teljast fullkomlega réttmætt.
- Síðan er gengið á skuldbindingar banka við 3-aðila, þær afskrifaðar.
- Í þriðja lagi, ef fyrri 2 skrefin duga ekki til, er gengið á innistæður þeirra sem ekki eru tryggðar þ.e. innistæður ofan við 100þ..
- Skv. samkomulaginu á hvert ríki fyrir sig, að stofna "bank resolution fund" -slitasjóð- sem fjármagna skal af bönkunum sjálfum - ath - í hverju landi fyrir sig. Slíkur sjóður skal vera að umfangi sambærilegur við 1,3% af heildarumfangi banka í hverju landi fyrir sig.
- Hugmyndin er, að greiðslur úr þessum sjóðum, sé sett mörk við 5% af heildarskuldbindingum banka, sem fái fjármögnun úr slíkum sjóðum.
- Seðlabanki Evrópu, þarf að gefa heimild til að fé úr "slitasjóðum" sé greitt.
- Til þess að fé fáist greitt, er regla um lágmarks "bail in" upp á 8% af heildarskuldbindingum banka.
- Einhverjar undantekningareglur um - - vernd tiltekinna skilgreindra eigenda, hafa verið settar inn. Af kröfu sumra ríkja.
Hvað er svona hættulegt við þetta samkomulag?
"Schäuble said that depositors with less than 100,000 in their accounts would have nothing to worry about and that deposit guarantees would protect them not only in Germany, but also across the EU."
- Vandamál eitt, er það að "kerfið er áfram" fjármagnað af hverju landi fyrir sig, og þau eru afskaplega mismunandi vel eða ílla stödd. Þó svo, að komið verði á sameiginlegu eftirliti Seðlabanka Evrópu og hann hafi eftirlit með starfsemi banka og "slitasjóða" og "innistæðutryggingasjóða." Þá felur það, að hvert land fyrir sig ber ábyrgð á fjármögnun síns kerfis, í sér þá ógn. Að öryggið sem kerfið veitir - - verður afskaplega misjafnt eftir löndum.
- En þ.e. mjög áhugavert, hvernig mun ganga að fjármagna "slitasjóði" í löndum S-Evrópu, þ.s. þegar er til staðar mjög erfið staða ríkissjóða og samtímis "fjármálastofnana."
- Að auki ætti það öllum að vera ljóst, að líkur þess að staða banka sé það alvarleg að það muni þurfa að ganga á innistæður umfram 100þ. eru miklu meiri í löndunum sem standa ílla, en í löndunum sem standa tiltölulega vel.
- Að lokum - - er ég þess reyndar fullviss, að langt - langt í frá, sé það algerlega öruggt. Að innistæðutryggingakerfi landa í efnahagsvanda sé "fullfjármagnað." Þannig að fullyrðingin þess efnis, að 100þ. lágmarkstryggingin veiti sömu vernd alls staðar - - er alveg örugglega, froða.
Hvaða áhætta fylgir ofangreindum sannleik?
- Ég held að þetta samkomulag, hafi stórfellt aukið hættu á fjármagnsflótta frá S-Evrópu. Næst þegar alvarleg kreppa steðjar að á evrusvæði.
- En innistæðueigendur í löndum sem standa ílla, hljóta nú að verða töluvert "nervusir" þegar stefnan er svo kyrfilega mörkuð, að þeirra peningar séu ekki "öruggir."
- Þó svo að innan Björgunarsjóðs Evrusvæði sé tekið frá 60ma. summa sem verði unnt að fá greitt úr, ef áður er búið að skera niður eignir - skuldir og innistæður; og slitasjóður hefur greitt inn 5%.
- Þá er rétt að muna, að á sl. ári tók Spánn ríflega summu að láni til að endurfjármagna banka á Spáni vel um helmingur þeirrar upphæðar, síðan var um 30ma. af björgunarláni Grikklands til bankafjármögnunar og milli 30-40ma. til Írlands á sínum tíma til svipaðra hluta.
- Þannig að þetta fé, dugar einungis ef "fjármálakreppa" takmarkast við sennilega "smærri löndin."
Að auki þarf meðlimaríki sem fær fé úr þeim sjóði - að greiða á móti 20%.
Höldum til haga - - munum Kýpur, að ef það gerist. Að þessari leið er fylgt fram. Að gengið er á eignir - skuldir og innistæður í þeirri röð. Þá verður af mikið efnahagstjón fyrir viðkomandi land.
En þá tapa fyrirtæki og einstaklingar sýnu fé - - spurningin er þá hve stór sá banki var sem féll, þ.e. hvaða hlutfall af heildarinnistæðum eru í húfi í því landi.
En ef um stóran banka er að ræða með hátt hlutfall innistæðna, þá erum við að tala um mjög verulega hagkerfisbælandi áhrif; kostnaður skattgreiðenda þess lands er því verulegur.
Hann kemur þá fram í atvinnuleysi - töpuðu fé.
- Í þessu samhengi þarf að hugsa kröfuna um "mótframlag."
- En ef eins og líklegt er - - að "slitasjóðir" eru lítt fjármagnaðir í reynd!
- Innistæðutryggingar líklega litlu betur staddar hvað fjármögnun varðar.
- Ríkið sjálft skuldum vafið - rekstur þess þungur.
Þá væri ríkið að reiða fram sitt 20% framlag, á sama tíma og bælandi áhrif hins gríðarlega peningataps fyrirtækja og einstaklinga, væri að skella á hagkerfinu.
-------------------------------
Þetta verður ekkert verulegt vandamál í betur stöddu ríkjunum þ.s. þar eru ríkissjóðir mun betur staddir. Slitasjóðir líklega verða á endanum - fullfjármagnaðir. Mun minna líklegt að það muni þurfa að ganga á innistæður þegar bankar lenda í vanda. Mótframlag ef lán væri tekið af bankanum frá Björgunarsjóði Evrusvæðis, væri líklega - vel viðráðanlegt.
Þetta kerfi virðist verja hagsmuni skattgreiðenda í "ríku löndunum"
- Engin sameiginleg innistæðutrygging - - áfram kerfi sem byggist á sjóðum söfnuðum innan hvers lands fyrir sig. Þau kerfi eru líklega vel fjármögnuð í vel stöddum löndum, en mun verr í ílla stöddum.
- Með því að hvert land ber áfram ábyrgð á sínu bankakerfi, vörðust betur settu ríkin - kröfunni um það, að bankakerfi ESB landa væri fært yfir á "sameiginlega ábyrgð."
- Það nánast eina sem er sameiginlegt - - er eftirlit með bönkum. En ríku löndin telja að eftirlit hafi verið ábótavant í fátækari löndunum - einkum. Ekki hjá sér.
- 60ma. sjóðurinn innan Björgunarsjóðs Evrusvæðis er auðvitað dropi í hafið í samanburði við tuga þúsunda milljarða evra heildar skuldbindingar banka og fjármálastofnana innan ESB.
Þannig séð hefur fjármálaráðherra Þýskalands rétt fyrir sér - - að skattgreiðendur séu varðir.
En hann átti við sína eigin!
Niðurstaða
Nokkuð áhugaverð þróun hefur verið í gangi undanfarnar 3-4 vikur. En töluverð hækkun hefur orðið á vaxtaálagi ríkissjóða S-Evrópu. Engin veit fyrir víst hvað er að gerast. Sumir segja að þetta sé í vegna óróa almennt á mörkuðum, í kjölfar yfirlýsingar Seðlabanka Bandar. að hann ætli að minnka prentun.
En það getur vel legið önnur skýring að baki, nefnilega sú - - að markaðir séu að endurmeta stöðuna í ljósi þess. Að ekkert bólar ennþá á efnahagslegum viðsnúningi í S-Evrópu. Skuldir þeirra landa halda áfram að hrannast upp.
Síðan er Grikkland í vanda eina ferðina enn, en þar hefur komið í ljós ca. 4ma. fjárlagagat. Grikkjum gengur mjög ílla að selja eignir - t.d. skv. nýjustu fréttum er sala á gríska lottóinu sem er í ríkiseigu í vandræðum. Ef sú sala gengur ekki, mun þetta fjárlagagat líklega stækka frekar. Gríska ríkið þarf að standast endurskoðun fyrir lok júlí. Og engin lausn á þessum nýja vanda er enn í sjónmáli. Vart virðist vera unnt að heimta að Grikkir skeri þetta niður.
- Þ.e. gerir þetta áhugavert - - er sú tímasetning. Að um svipað leiti kemur fram staðfesting á því, að Kýpur leiðin verði framtíðar-aðferð ESB þegar bankar lenda í vanda.
- Hvað gerist - - ef sú hótun AGS að greiða ekki sitt framlag kemur fram? Í kjölfar þess að ríkisstjórn Grikklands með 3-sæta þingmeirihluta, ræður ekki við vandann?
- Og það kannski blasir loks við - hrun Grikkland sem búið er að voma yfir nokkuð lengi sem möguleiki?
Auðvitað er vandinn fræðilega leysanlegur t.d. ef aðildarríkin skera summuna sem Grikkjum vantar upp á - - einfaldlega af, þ.e. afskrifa hana. En það virðist ekki sérdeilis líklegt.
En það er a.m.k. hugsanlegt að seinni hluti sumars verði áhugaverður tími á evrusvæði!
Spurning hvort innistæður í verr stöddu löndunum, fara að leita aftur í vaxandi mæli til N-Evrópu?
Spurning hvort að fleiri aðildarlönd evru neyðast til að taka upp "höft á fjármagnsflutninga"?
Kv.
27.6.2013 | 01:14
Hið nýja aðildarland ESB í djúpri kreppu!
ESB virðist vera að taka við nýjum "ómaga" þ.e. Króatía verður formlega meðlimur að ESB þann 1. júlí nk. Stór dagur í augum sumra Króata, en skv. Der Spiegel fylgir þessum tímamótum - lítill spenningur í landinu sjálfu. Enda landið statt í djúpri kreppu!
Sjá Eurostat: Croatia within the EU in figures
- Landsframleiðsla per haus, 61% af ESB meðaltalinu.
- Börn per konu einungis 1,4.
- Efnahagssamdráttur -2% þetta ár skv. spá.
- Atvinnuleysi 18,1% - - 51,8% undir 25.
- 58,5% af útflutningi Króatíu til ESB landa.
- Viðskiptahalli -2,2% af þjóðarframleiðslu.
- 18,6% fullorðinna hafa háskólamenntun.
- 66% heimila með internet aðgang.
Der Spiegel - No Joy in Croatia's EU Accession
- "A deep economic crisis has battered Croatia for the last five years."
- "Government debt is growing rapidly, and two rating agencies have already downgraded Croatian bonds to junk status."
- "As such, the country will probably have to be subsidized from EU coffers for the foreseeable future."
- "Polls show that only 39 percent welcome the accession to the EU, which the Croats fought for through 10 years of tough negotiations with Brussels."
- "In fact, the dream of Europe is likely to become a nightmare for many."
- "More than half of young Croats are unemployed, and the overall unemployment rate is about 20 percent."
- "Tough competition from the EU will drive many obsolete companies out of business once and for all."
- "Many Croatian companies have already lost the fight. Because of the relatively high wages and lack of investment in Croatia, they are hardly competitive in Europe."
- "Even Greece, Bulgaria and Romania are in better shape, according to World Bank statistics."
Tilfinningin sem maður fær af þessu, er að þarna sé "economic basket case"
Samkeppnishæfnin er ekki góð hjá mörgum fyrirtækjum - þannig að þegar tollvernd fer niður. Og fyrirtækin standa beint frammi fyrir -- ómengaðri samkeppni v. fyrirtæki í nágrannalöndum.
Þá verði líklega fyrstu áhrif, töluverð viðbót við atvinnuleysi - - og sennilega þá einnig. Viðbótar hagkerfissamdráttur - - og ef þ.e. svo að í dag sé lánshæfi landsins metið í ruslflokki.
Gæti hið nýja aðildarland, orðið gjaldþrota með nokkru hraði, sem væri áhugaverður árangur.
- Nánast eina vonin virðist vera - - að fá "efnahagsaðstoð."
- Líklega v. þess hve landið er fátækt, fær það nettó úr sjóðakerfi ESB.
- Það kerfi getur aðstoðað við það að fjármagna framkvæmdir.
Ef landið lenti í kreppu fyrir 5 árum síðan, þá erum við að tala um 2008. Árið þegar allt fór á endann.
-----------------------------
Spurning hvort að inngangan þíði, að landið fari í "björgunarprógramm" innan skamms.
- Fyrir atvinnulífið - - væri nánast eina vonin, að nýta "lág laun."
- En eins og kemur fram í Der Spiegel, séu laun í reynd ekki samkeppnishæf.
Landið er þó ekki í evrunni - - þannig að "fræðilega" ef stjv. vilja, geta þau látið gengið síga. En það getur einnig verið, að þar ráði sambærileg hugsun og í Eystrasaltlöndunum. Þ.e. trú á "fastgengi" og "innri aðlögun" í stað þess að fella gengið.
Ef þ.e. þannig, þá gæti landið bætt við atvinnuleysi um nokkur prósent. En þá væri landið að feta "hjöðnunarleið" sem fræðilega getur virkað - - en miðað við þegar háa skuldastöðu.
Þá er erfitt að sjá slíkt ganga upp, nema með því að minnka ríkið ca. niður á 19. aldar umfang, þ.e. afnám stuðnings við fátæka - aldraða - öryrkja og þess háttar. Sem þíddi þá auðvitað, þ.s. var á öldum áður. Betlara á götum úti. Fólk sofandi í ræsum. Tötralýður á flakki um landið. Kofaþyrpingar í grennd við borgir.
Niðurstaða
Króatía virðist með inngöngu sinni, einfaldlega verða enn eitt vandræðameðlimalandið í S-Evrópu. En ólíkt löndum sem gengu í ESB á sl. áratug þegar það var efnahagsuppgangur meðan að efnahagsbólan var enn í gangi. Er Króatía að ganga inn í ESB sem er í efnahagskreppu. Og landið sjálft virðist í kreppu, sem litlu er minna djúp en kreppa t.d. Grikkja eða Portúgala. Með lánshæfi þegar í rusli, ríkissjóður enn að safna skuldum. Dettur mér í hug, að ekki sé langt að bíða eftir því að nýtt land bætist við í björgunarprógramms klúbb ESB.
Kv.
26.6.2013 | 00:59
Snowden virðist enn fastur á flugvellinum í Moskvu!
Þetta kemur fram í frétt Financial Times, að þetta sé líklegasta staðsetning hans. Að vera fastur á komu svæðinu á Moskvu flugvelli. Án vegabréfs - því Bandaríkin hafa ógilt vegabréf hans. Þannig, að hann getur ekki ferðast til 3-ja lands. Nema, að e-h land ákveði að taka við honum.
En Bandaríkin eru að hamast við að "anda niður hálsmálið á nokkrum" sem gæti verið að íhuga að taka við honum.
Spurning hve lengi Snowden verður fastur þarna í flugstöðinni?
Putin rules out sending Snowden back to US
Russia Won't Stop Snowden, Putin Says
Ríki heims eru eðlilega hikandi við það að taka við Snowden!
Fræðilega hefði Kína t.d. geta tekið við honum, en Snowden var leyft að fara til með AIROFLOT til Moskvu frá Hong Kong.
Það finnst mér benda til þess, að Kínverjar hafi komist að þeirri niðurstöðu - - að þeir vildu ekki taka við honum.
En meira að segja fyrir Kína, væri kostnaður við það að taka við honum - - af skaðanum sem það geti haft í för með sér, fyrir samskipti Kína og Bandar. Sem þegar eru viðkvæm að mörgu leiti.
Svo til þess, að vera eigi að síður til í slíkt, hefði Snowden þurft að hafa "verðmætar" fyrir Kína upplýsingar, ef Kína komst að þeirri niðurstöðu - - að gagnasafn Snowden væri líklega lítils virði fyrir Kína; þá var það rökrétt að hleypa honum úr landi.
-----------------------------------
Rússland virðist hafa komist að svipaðri niðurstöðu, eftir að fyrst hafa velt fyrir sér hvort Snowden gæti verið fengur, þá vilji þeir frekar losna við hann!
Putin - "Mr Snowden is a free man, Mr Putin said. The sooner he selects his final destination point, the better both for us and for himself."
Pútín vill hann burt frá Rússlandi.
Putin - "We can only hand over foreign citizens to countries with which we have an appropriate international agreement on the extradition of criminals,"
Pútín vill samt ekki afhenda hann bandar. stjv. með beinum hætti!
Putin - "Mr. Putin joked that Mr. Snowden "told us nothing that we didn't know before" about American surveillance efforts. He said surveillance operations are warranted so long as the fall within the law."
Sem staðfestir að því virðist, að rússn. "intelligence" hafi rætt við Snowden á flugvellinum. Sennilega hafi þá verið kastað einhverju mati, á hugsanlegt "virði" Snowden fyrir Rússland.
En fyrst að Putin segir - - að hann vonist til að Snowden fari annað, þá hafi niðurstaðan verið, að gögnin séu ekki nægilega áhugaverð.
"Dmitry Trenin, director of the Moscow Carnegie Center, the think tank, said he believed Russia was now looking for a way out of the Snowden case." - "They had the idea in the beginning to exploit this for political gain, but I believe there was a change that happened mid-course. From Moscows point of view, this has started to look far less advantageous and far more dangerous, and now they are looking for an exit, for a way out." - "They are trying to find a way to get rid of him, but without delivering him to the United States. At the same time they are looking to minimise the damage to US Russia relations, which will be considerable."
Með öðrum orðum - - að rússnesk stjv. hafi komist að þeirri niðurstöðu, að Snowden sé of heit kartafla.
Til þess að það sé þess virði - miðað við það tjón á samsk. v. Bandar. sem af því hlytist; að taka við honum. Gögn Snowden séu ekki nægilega áhugaverð, til að réttlæta að taka við honum.
White House National Security Council Spokeswoman Caitlin Hayden - "Given our intensified cooperation after the Boston Marathon bombings and our history of working with Russia on law enforcement mattersincluding returning numerous high-level criminals back to Russia at the request of the Russian governmentwe expect the Russian government to look at all options available to expel Mr. Snowden back to the U.S. to face justice for the crimes with which he is charged,"
Spurning hvort Rússar verða við kröfu bandar. stjv. - - að reka Snowden út landi? Sem væntanlega myndi fela það í sér, að hann væri sendur í "járnum" með flugvél beint til Bandaríkjanna.
Niðurstaða
Mér virðist framtíð Snowden ekki líta vel út. Þó draumurinn sé að koma honum til Ekvador. Þá er ca. 40% af viðskiptum Ekvadora við Bandaríkin. Þegar Ekvador tók v. Assange - en hann er enn í sendiráði Ekvador í London. Fastur þar og verður það líklega áfram, þess vegna mörg næstu ár. Þá slitu Bandaríkin stjórnmálasambandi. Þau hafa verið opnuð að nýju fyrir innan við ári síðan. Ríkisstjórn Correa hefur virst vilja leggja áherslu á að laga samkipstin í seinni tíð sbr:
Ecuador Risks Trade Problems With U.S. if It Grants Asylum to Snowden
"In recent months, Mr. Correas government has been in Washington, lobbying to retain preferential treatment for some key Ecuadorean products. But that favored status, which means keeping thousands of jobs in Ecuador and cheaper goods for American consumers, could be among the first casualties if Mr. Correa grants asylum to Mr. Snowden. "
Það má því vera að Correa forseti, sé ekki til í að - - æsa Bandaríkin til reiði í annað sinn. Þá líklega væri einungis spurning um Venesúela eða Kúbu, en Kúba hefur virst í seinni tíð vilja bæta samskiptin v. Bandaríkin. Chaves er fallinn frá, og arftaki minna fastur í sessi. Ekki sami hugsjónaeldurinn í gangi í dag í því landi.
Það getur því farið svo, að Snowden verði næstu vikur mánuði eða lengur á flugvellinum í Moskvu. Eða þangað til að Rússar á endanum sættast á að senda hann með flugi beint til Bandar., þá væntanlega í járnum.
------------------------------------
Það hve hikandi ríki heims eru að taka við Snowden, sýnir hve fullkomlega galið það var að ætla litla Íslandi, að gera þ.s. stór ríki úti í heimi - þora ekki að gera.
Einstaklingar geta lifað sínu lífi skv. hugsjónum - - en heilu þjóðfélögin, vanalega gera það ekki.
Höfum í huga þau ríki sem beita sér gegn hagsmunum Bandar., stöðu þeirra í alþjóðasamfélaginu, en Bandar. hafa sín ráð til að tryggja að slíkum ríkjum sé "úthýst" - - þau fá þá mjög takmarkaða fyrirgreiðslu nokkurs staðar frá.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.6.2013 kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.6.2013 | 01:13
Snowden viðurkennir að hafa gerst verktaki til að uppljóstra!
Það var áhugaverð tilvitnun í grein Financial Times, í frétt kínversks fréttamiðils. En þar viðurkennir Snowden að hafa vísvitandi tekið sér starf hjá verktaka sem vinnur að leynilegum verkefnum fyrir bandaríkjastjórn.
Þetta er mjög áhugavert af hálfu Snowden - - og getur skýrt "njósnakæruna."
Sem annars gæti virst dálítið út úr kú!
South China Morning Post - Snowden sought Booz Allen job to gather evidence on NSA surveillance
Edward Snowden - "My position with Booz Allen Hamilton granted me access to lists of machines all over the world the NSA hacked," he told the Post on June 12. "That is why I accepted that position about three months ago." - - "Asked if he specifically went to Booz Allen Hamilton to gather evidence of surveillance, he replied: "Correct on Booz."" - - "The documents he divulged to the Post were obtained at Booz Allen Hamilton in April, he said. He intends to leak more of those documents later." - - ""If I have time to go through this information, I would like to make it available to journalists in each country to make their own assessment, independent of my bias, as to whether or not the knowledge of US network operations against their people should be published."
Samkvæmt þessu - var Edward Snowden í sinni eigin krossferð gegn internet njósnakerfi Bandaríkjanna!
Hann vísvitandi tekur starf við vertakann "Booz Hamilton" og gerist þar umsjónarmaður tölvukerfis þeirra. Og því í mjög góðri aðstöðu, til að safna upplýsingum til þess að - - leka þeim síðar.
Þetta er auðvitað - - alveg ný tegund af "njósnum" ef njósnir eru réttnefni yfir þetta.
En tilgangurinn að - - koma þessu á vefinn.
Er auðvitað örlítið annar en sá, að koma efninu vísvitandi til tiltekins andstæðings eða óvinaríkis.
En spurning hvort Bandaríkin sjái nokkurn mun þar á, því eftir allt saman - sjá allir gögnin. Jafnt vinir sem óvinir, um leið og þau eru komin á vefinn.
Var þetta þess virði?
Í annan stað, upplýsir hann heimsbyggðina. Um tiltekið njósnakerfi. Sem njósnar af því sem virðist, um allt internetið um víða veröld.
Mjög mörgum hefur brugðið í brún út af þessu, fj. ríkja hefur sent Bandaríkjunum athugasemdir vegna þessa eftirlits, því í gegnum þetta - geta Bandar. líklega fylgst með internetnotkun innan erlendra ríkja.
- En á móti kemur - - verða hundeltur allt sitt líf á enda. Um það þarf ekki vera nokkur minnsti vafi. Bandaríkin munu aldrei fyrirgefa honum, og aldrei nokkru sinni hætta að elta hann. Hans líf sem frjáls manns - - er búið.
- Mjög ólíklegt er að uppljóstrun hans - - komi til með að binda enda á þær njósnir gagnvart internetinu, sem Bandaríkin stunda.
- Það má vera, að meira eftirlit verði með því haft af hálfu Bandaríkjaþings - - en fram að þessu hefur Snowden skv. erlendum fjölmiðlum. Ekki afhjúpað nein lagabrot!
- Þetta er því ekki sambærilegt við afhjúpanir tengdar Watergate þ.s. þá voru sannarlega í gangi lögbrot.
- En þetta eftirlit sem Bandaríkin stunda, er heimilt skv. lögum sem sett voru í tíð Bush forseta, um "national security" eða "Heimavarnarlögin" svokölluðu.
- Þetta er því virkilega - - allt saman löglegt.
- Engin á það á hættu, að verða ákærður innan Bandar., vegna afhjúpunarinnar né er líklegt að nokkur segi af sér.
----------------------------------
Ég get því ekki séð - - að þetta sé þess virði fyrir Snowden.
Þ.e. auðvitað hans mál, að taka ákvarðanir sem binda í reynd endi á hans persónulega frelsi.
En ég myndi ekki kalla það - - skynsama ákvörðun.
Skv. erlendum fjölmiðlum eru Bandaríkin - - spinne gal!
US attacks China as Snowden stays free
Framtíð Snowdens er augljós - - þ.e. ef honum tekst að forðast réttvísina í Bandaríkjunum, þá verður sá sem er maður nr. 1 á lista yfir eftirlýsta borgara Bandaríkjanna á flótta. Sannarlega á flótta allt sitt líf - héðan í frá. Mun ætíð þurfa að líta yfir öxlina. Getur aldrei vitað, hvenær hin langa hönd nær honum.
Líf sem getur stuðlað að magasári.
- Þetta þíddi það - - að sú hugmynd að hann myndi koma hingað - - var gersamlega snargeggjuð.
Jay Carney, White House spokesman - "We are just not buying that this was a technical decision by a Hong Kong immigration official," - "This was a deliberate choice by the government to release a fugitive despite a valid arrest warrant, and that decision unquestionably has a negative impact on the U.S.-China relationship."
President Barack Obama, asked at a meeting on immigration whether he had spoken with Mr. Putin, said: "What we know is that we're following all the appropriate legal channels and working with various other countries to make sure that rule of law is observed."
"U.S. officials believed Mr. Snowden was still in Russia, the White House said Monday. "
"U.S. Secretary of State John Kerry, visiting India, said Monday"..."warned Russia that it should hand over Mr Snowden to US authorities. They are on notice with respect to our desires, he said. It would be deeply disappointing if he was wilfully allowed to board an aeroplane . . . There would be without any doubt . . . consequences."
- Getið þið ímyndað ykkur - - að dvergríkið Ísland hefði verið fært um að standast slíkan þrísting?
- Í gegnum árin hefur Ísland notið töluverðs góðvilja innan bandar. stjórnkerfisins, þrátt fyrir allt.
- Ef aftur á móti, hann yrði að "illvilja" þá gæti eitt og annað breyst - - tja, lítill hlutur eins og þegar stöku sinnum Bandar. eru hvött til þess, að beita litla Ísland viðskiptaþvingunum til að hætta hvalveiðum. Má velta fyrir sér, áhuga á eflingu viðskiptasambanda - - sem virkilega gætu átt erfitt uppdráttar.
- Ekki síst, ég sé ekki hvernig við hefðum komið í veg fyrir, að Snowden væri hreinlega numinn á brott, af flugumönnum bandar. stjórnar.
- Hann þarf eiginlega - - 24klst. gæslu æfina á enda. Einhver þarf að vera til í að standa undir því.
Rússar gætu verið til í það - - ef Snowden hefur í fórum sínum, nægilega verðmæt fyrir Rússa gögn.
En þá væri þetta orðið raunverulega að njósnamáli!
Hann fengi þá líklega, nýtt nafn og nýtt útlit - - eins og flóttanjósnarar kalda stríðsins í den.
Niðurstaða
Af hverju ganga Bandaríkin svo hart fram? Tja, vegna þess - - að slíkar uppljóstranir ógna þeim njósnastofnunum sem eiga í hlut. Ekki þannig að líkur séu á að þær hætti að vera til. Heldur, snýr þetta að starfsfólkinu sjálfu. En í slíkum störfum "undirrita" menn þagnareiða. Og í flestum ríkjum, hafa slíkir þagnareiðar "lagagildi" og yfirleitt kostar það árafjöld í fangelsi að brjóta þá.
Ég held þetta sé meira að segja þannig, í Danmörku. Ef þú rýfur trúnað sem starfsmaður leyniþjónustu Danmerkur, áttu ekki von á góðu - - ekki eins og í Bandar. hugsanlega dauðarefsingu. En sannarlega fangelsisrefsingu.
Það má með öðrum orðum ekki leyfa mönnum að komast upp með að rjúfa slíka þagnareiða, því þá verða þeir þar með marklausir. Þess vegna, verður Snowden hundeltur ævina á enda. Til að sporna við því, að flr. Snowdenar dúkki upp.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.6.2013 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.6.2013 | 23:47
Gengi í skoðanakönnunum gæti hafa haft sitt að segja með brotthvarf Vinstri Demókrata úr ríkisstjórn Grikklands!
Ég fór aðeins að skoða þetta atriði, eftir að ég las frétt Der Spiegel: Greek Government Wobbles as Coalition Splits. En þar var bent á það atriði, að "Lýðræðislegt Vinstri" eða "Vinstri Demókratar" væru að fá mjög slæma útkomu úr nýlegum skoðanakönnunum.
Þeir stæðu frammi fyrir algeru hruni - - sem gæti hugsast að hafi spilað rullu!
Fann þessa mynd á vefnum sem sýnir þá skoðanakönnun, sem vitnað er til af Der Spiegel!
Opinion poll gives ND slim lead over SYRIZA, sees new parties emerging
- Nýtt Lýðræði.....................20,5%.
- Syriza................................19,9%.
- Golden Dawn.......................9,3%.
- PASOK.................................5,5%.
- Independent Greeks...............5%
- KKE......................................4,9%.
- Democratic Left...................3,7%.
OK, þessi könnun kom fram í apríl, síðan þá hafa liðið tveir mánuðir.
Ég veit ekki sosum akkúrat hvað breyttist, en Lýðræðislegt Vinstri ætlar sér skv. því sem fram kemur í Der Spiegel, að taka frekar harða afstöðu í málinu.
Hvað varðar ríkisfjölmiðil Grikklands - - en Grikkland á ekki það marga daga framundan, þ.e. til loka júlí.
Ef á að takast að "reka 2000" ríkisstarfsmenn. En góðum slurki átti á ná fram með því, að loka ríkisfjölmiðlinum og opna nýjan. Með ca. 1000 færri starfsmönnum.
Að auki, stendur ríkisstjórn Antonis Samaras frammi fyrir þeim vanda, að þ.e. enn á ný komin í ljós. Stórt gat í fjárlögum - - í þetta sinn um 4ma.. Sem einhvern veginn þarf lausn á einnig, ef ganga á frá endurskoðun Grikklands fyrir júlílok.
Ef þetta er ekki nóg - - með brotthvarfi Lýðræðislegs Vinstri hefur stjórnin einungis 3 þingmenn í meirihluta, og spurning hve öruggt þ.e. að stjórnin í reynd hafi þingmeirihluta - þegar á reynir.
Reyndar kemur fram í Der Spiegel greininni, að einhverjir óháðir þingmenn - - veiti ríkisstjórninni stuðning. En sá fj. kom ekki fram né hverjir.
Spurning hve mikið í reynd er til í því.
Könnunin er samt - áhugaverð!
- Nýnasistar skv. henni - - eru 3. stærsti flokkur landsins. Úps.
- Syriza flokkur andstæðinga hnattvæðingar, flokkur róttækra vinstrimanna en ekki "komma" - er í öðru sæti. Í andstöðu við björgunarprógrammið. Þó leiðtogin hans í töluvert augljósum popúlisma, segist ekki styðja brotthvarf úr evru.
- Grískir kratar sannarlega mega muna fífil sinn fegurri, voru oft áður stærsti flokkur Grikklands. Nú með einungis 5,5% fylgi.
- Síðan kemur flokkur uppreisnarmanna, frá "Nýju Lýðræði" - megin hægri flokk Grikklands sbr.v. Sjálfstæðiflokkinn. Hægri menn, sem hafa ákveðið, að fara í eindregna andstöðu við björgunarprógramm Grikklands.
-----------------------------------
Spurning hvort að Fotis Kouvelis leiðtogi "Lýðræðislegs Vinstri" sé að veðja á það, að ríkisstjórnin falli í sumar. Og því ekki seinna að vænna. Að hverfa frá borði. Í veikri von um að endurreisa fyrra fylgi, fyrir nk. kosningar.
Sem verði þá síðsumars eða snemma í haust.
En ríkisstjórnin ásamt sínum veika þingmeirihluta - stendur frammi fyrir því, að AGS hefur hótað því að greiða ekki sinn hluta aðstoðarinnar.
Nema að lausn verði fundin á "fjárlagagati" Grikklands sem í ljós hefur komið.
Og ríkisstjórnin ásamt "Þrenningunni" hefur til loka júlí að finna þá lausn.
- Ég á erfitt með að sjá - ríkisstjórnina geta knúið fram frekari niðurskurð, upp á slíkar upphæðir. Ofan á fyrri niðurskurð, og ofan á þann sem þegar er fyrirhugaður - skv. samþykktri áætlun.
- Á sama tíma, á ég erfitt með að sjá - aðildarlönd ESB vera til í að lána frekara fé til Grikklands.
- Nánast eina leiðin virðist vera - - að aðildarlöndin, afskrifi þ.s. upp á vantar.
- En væru þau til í það?
Svo kannski var Fotis Kouvelis ekki svo vitlaus - - að yfirgefa skipið!
Ummæli þingmanns PASOK eru áhugaverð:
"A PASOK parliamentarian, who wished to remain anonymous, explained his party's decision to stay in the Samaras government by saying: "We will either thrive together (with New Democracy) if the government succeeds, or be annihilated together if we fail.""
Það er örugglega rétt hjá honum!
Niðurstaða
Það er skelfilegt að sjá nýnasista sem 3-stærsta flokk Grikklands. Ef það verða kosningar á þessu ári. Þá verður það líklega í kjölfar raunverulegs hruns 3-áætlunarinnar um björgun Grikklands. Og þá er ég hræddur um, að fylgi nýnasistanna. Gæti aukist töluvert.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.6.2013 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2013 | 03:13
Sýrlandsstríðið virðist stefna í hraða stigmögnun!
Síðan stjórnarher Sýrlands tók mikilvæga landamæraborg á landamærunum við Líbanon, og hefur síðan virst í öflugri gagnsókn gegn "uppreisnarmönnum." Hafa raddir um "þörf" fyrir aukna aðstoð við andstæðinga Sýrlandsstjórnar magnast stig af stigi. Um helgina, eins og hefur komið fram í fréttum, hefur verið stofnaður formlega klúbburinn "Vinir Sýrlands" sem innihalda áhugasöm ríki - - sem hafa gert samkomulag um að aðstoða sýrlenska uppreisnarmenn - af fremsta megni, í samræmi við eigin getu.
Syria rebels to get military support
Western, Arab states to step up Syrian rebel support
Saudi Arabia increases supply of arms to Syria rebels
Thousands of Shi'ites ready to fight in Syria, Iraqi says
Obama v Kerry: the new dividing line in US foreign policy
Putin warns on arming Syrian rebels as conflict widens
Bendi einnig á fyrri umfjallanir mínar um Sýrlandsstríðið:
Af hverju er ríkisstjórn Sýrlands að styrkja stöðu sína?
Sýrland er leiksoppur nágrannaríkjanna!
Samstaða með Sýrlendingum! Eina vonin um frið í Sýrlandi er að Bandaríkin semji um frið við Íran!
2 áhugaverð ummæli setja hættuna á frekari stigmögnun í áhugavert samhengi!
Ummæli írasks ráðherra - "If another attack against Shi'ites takes place similar to Deir al-Zor, or against the shrine of Sayyeda Zeinab, not only a handful of men, but thousands of Shi'ite men will go to fight alongside the regime and against al Qaeda and whoever backs al Qaeda," - "After Deir al-Zor, thousands of Shi'ite youths from Iraq and all over the world will head to fight in Syria. If 300 Lebanese Hezbollah fighters changed the equation in Syria, Iraqi young men will go to Syria to change it a hundred times over,"
Ummæli saudi arabísks aðila sem stendur nærri ríkisstjórn landsins - Saudi Arabia will not allow an Iranian victory in Syria, Jamal Khashoggi, a Saudi analyst close to decision-making circles, wrote recently. Saudi Arabia has to do something now, even if it will do it alone. The goal now must be toppling Bashar, even if the US is not involved. If Saudi Arabia leads the way, Sunni tribes and other countries, including France, will eventually join.
Stríðið í hratt vaxandi mæli er að verða að - - Shia vs. Sunny stríði.
Vesturveldin virðast ætla, að taka sér stöðu með ríkjum súnníta!
Meðan, að fram að þessu er einungis Rússland sem styður Íran með fremur opnum hætti, ásamt því að vera að senda Sýrlandsstjórn vopn.
- En ég velti fyrir mér, hvaða leik Kína gæti dottið í hug að spila, en Kína hefur tekið þátt í því að blokkera ásamt Rússlandi, ályktanir innan Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna.
- En Kína gæti mjög auðveldlega grafið undan viðskiptabanni á Íran, með því að bjóða þeim að kaupa af Íran olíu - fyrir kínverska peninga. Ef Kína sýndist svo.
- En mér hefur virst skv. ísköldu mati, að Kína geti haft tækifæri til að auka áhrif sín á Persaflóasvæðinu, með því að "gera Íran háð Kína." Þannig hugsanlega að auki, tryggja sér einokun á írönsku olíunni - - en fyrir mér, virðist fátt vera í þeirri stöðu sem myndi ekki vera Kína í hag. Þ.s. frekari styrking Írans, veikir stöðu bandamanna Bandar. á svæðinu.
- Atriði sem vert er að muna, er að í dag virðist Írak nánast bandamaður Írans. Írak sé nánast á áhrifasvæði Írans, fyrir utan Kúrdasvæðin í Norðurhlutanum.
- Það geti verið hentugt fyrir Írani, sem í dag eru að nota hið líbanska Hesbollah til að aðstoða stjórnarher Sýrlands, að auki - beita fyrir vagn sinn. Viljugum íröskum sýtum.
- Það geti verið þægilegra fyrir Íran, en að beita íranska byltingaverðinum með beinum hætti innan Sýrlands, til að styðja við Sýrlandsstjórn. Kannski, að beiting þeirra sé höfð í bakhöndinni þar til síðar.
- Ummæli íraska ráðherrans, benda til líklegasta svarsins við auknum stuðningi vesturveldanna við andstæðinga Sýrlandsstjórnar - - að róttækir sítar frá Írak. Muni þá streyma yfir til Sýrlands frá Írak. Til að berjast við hina súnnísku skæruliða sem berjast við stjórnarher Sýrlands.
Ef ofangreint gerist, gæti styrjöldin ekki einungis borist inn í Lýbanon, heldur að auki inn í Írak!
En ef íraskir sítar fara að berjast innan Sýrlands í fjölda, virðist mér augljós krókur á móti bragði, hjá meginandstæðingi Írans á svæðinu - Saudi Arabíu; að dæla peningum og vopnum til íraskra súnníta. Og æsa þá til nýrrar uppreisnar, endurræsa þar með borgarastyrjöldina í Írak frá því fyrir nokkrum árum.
Það er nefnilega málið - - að þessi átök eru meginatriðum, átök Írans við Saudi Arabíu.
Saudi Arabía ásamt bandalagsríkjum m.a. Quatar á Persaflóasvæðinu, dæla peningum til sýrlenskra stjórnarandstæðinga og vopnum.
Meðan að Íran, styður stjórnarher Sýrlands með vopnum og peningum, eftir fremsta megni. Og nýtur stuðnings við það verkefni frá Rússlandi, sem einnig styður stjórnarher Sýrlands með vopnum og peningum.
- Ef stigmögnunin verður slík, að stríðið fer að nálgast að vera "allsherjar súnni vs. shia" stríð.
- Þá getur styst í formleg vopnuð átök, milli herja Sauda og Írans.
---------------------------------------
Það skrítna sem er - - nýtt fyrir Bandaríkin!
- Er að þau eru eins og þriðja hjól undir vagni í þessum átökum.
Stríðsfælni Bandaríkjanna er skiljanleg!
En eins og kemur fram í fréttaskýringu að ofan, þá nýtur Obama í reynd fulls stuðnings bandar. hersins, við þá afstöðu - - að vilja ekki "annað stríð."
En bandar. herinn, hefur lært af Írak og Afganistan, hve erfitt er að - - sleppa út úr stríði innan múslimalandanna. Þegar þú á annað borð, er búinn að koma þér í það.
Að auki, er verið að skera duglega niður hernaðarútgjöld í Bandaríkjunum - herinn stendur frammi fyrir fækkun, að fjárframlög til nýrra hertóla verði smærri í sniðum á nk. árum.
Sem eykur stríðsfælni hersins.
Miðað við það, virðist líklegt - - að ríkisstjórn Bandar. muni áfram láta önnur ríki um það, að leiða stuðning við sýrlenska stjórnarandstæðinga.
Áhugavert er hve Bretar og Frakkar, ætla sér að vera þar framarlega í flokki. Við hlið arabaríkjanna við Persaflóa.
Niðurstaða
Ástandið í Miðausturlöndum virðist stefna hraðbyri í átt að allsherjar stríði milli súnníta og síta. Ef stríðið breiðist út fyrir Sýrland yfir til Lýbanons og Íraks að auki. Eins og virðist raunveruleg hætta á að geti gerst.
Þá verður áhugavert að fylgjast með - - ákvörðunum Írans. En eftir því sem stríðsátökin yrðu víðfeðmari, yrði álagið á Íran - - meira.
Og Íran hefur ekki - - endalausa getu. En viðskiptabannið er að bíta. Spurning um - Kína. En mér virðist Íran eiga fræðilegt tækifæri til að selja sig til Kína. En þá að sjálfsögðu - dýru verði.
Kannski að kínverskar her og flotastöðvar, dúkki upp við Persaflóa á nk. árum. Á írönsku landi. Meðan að Kína fengi nánast einokun á írönsku olíunni - - en Íran er enn eitt af olíuauðugustu ríkjum heims.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.6.2013 | 21:46
Eykur það virkilega traust á Íslandi - að stefna á evru?
Þetta er vinsæl fullyrðing þeirra sem vilja aðild, að þó svo að evran sé langt undan þ.e. mörg ár; þá eigi að síður sé það til þess að bæta trúverðugleika landsins, sem geti verið til aukningar lánstrausts, að eigi að síður stefna á evruupptöku í kjölfar aðildar að ESB.
Því sé það slæmt fyrir okkur að hafna möguleikanum á evruupptöku með því að hætta við aðildarviðræður.
En - - stenst þessi fullyrðing?
Að með því að stefna að evruupptöku - - þá aukum við trúverðugleika landsins?
Ábendingar?
Ég bendi á að nokkur hagkerfi sem í gegnum árin, hafa verið þekkt fyrir "hagkerfisóstöðugleika" - hafa eftir evruupptöku; auðsýnt hagkerfisóstöðugleika - áfram.
En upptaka evru, átti að stuðla að "stöðugleika" ásamt því að stuðla að "hagvexti."
Þ.e. ábending 2 - að hagvöxtur sl. áratugar þ.e. 2000-2010 er lakari en hagvöxtur áratugarins á undan, í aðildarlöndum evru.
Ef e-h vill meina að þetta sé "alþjóðlegri kreppu að kenna" þá árétta ég á móti, að lönd utan evru bæði innan Evrópu og utan, sem sannarlega einnig lentu í kreppu um svipað leiti er "sub prime" eða undirlánakrísan skall á; eru að standa sig betur til mun betur en aðildarlönd evru.
Flest aðildarlönd evru í dag eru stödd neðan við 2008 hvað hagkerfisstöðu varðar, innan evru eru einungis 3 lönd ofan v. stöðu 2008.
Meðan að flest t.d. OECD lönd utan evru, eru annaðhvort ca. á svipuðum slóðum og 2008 eða ofan við.
- Þarna er ég að tala um samanburð á löndum sem lentu í samdrætti 2008, þegar undirlánakrísan skall á Vesturlöndum.
--------------------------------------
- Sannarlega er það rétt, að þau lönd innan evru sem stödd eru í vanda, eru í þeim vanda að stærstum hluta vegna hagstjórnarmistaka á umliðnum áratug.
- En þ.e. akkúrat atriði, að þau hegðuðu sér ekki af meiri skynsemi innan evru en áður utan hennar.
- Sem akkúrat beinir sjónum að - - MEINTRI AUKNINGU Á TRÚVERÐUGLEIKA - - en þ.e. augljóst að tiltekin aðildarlönd evru, komu sér í "efnahagslega ósjálfbært ástand" en þ.s. meira er að það varð þegar orðið "efnahagslega ósjálfbært" áður en undirlánakrísan skall á.
- Ég á við, að kreppan innan evru sé ekki því að kenna að það skall svokölluð "undirlánakrísa á" Evrópu, heldur vanda sem safnaðist upp innan evrusvæðis - - sem hefði valdið kreppu algerlega óhjákvæmilega á endanum, burtséð frá undirlánakrísunni sem þá varð að "trigger" atburði.
Það sem ég á við er - - að það að tiltekinn fj. aðildarlanda lenti í vanda eftir upptöku evru.
Vegna þess að þau framkvæmdu - - augljós efnahagsmistök.
Grafi undan fullyrðingunni - - að það að stefna að evru.
Auki trúverðugleika - - þar með stöðugleika og hagvöxt hér.
En erlendir aðilar hljóta að íhuga - - líkur á því að land sem tekur upp evru, raunverulega breyti hegðun sinni til batnaðar.
Og þá væntanlega taka þeir mið af "hagkerfissögu þess lands - - t.d. ef þ.e. löng saga óstöðugleika, þá séu líkur á að - - þeir séu skeptískir.
Verði það þangað til að það land, hafi sýnt fram á - - góða hegðun innan evrunnar! Þá á ég við, eftir ca. eina hagsveiflu innan hennar! Þannig sannað, að það gerist ekki - - að menn hegði sér vel, meðan verið er að undirbúa upptöku hennar, til þess eins - - að kasta góðri hegðun út í hafsauga, um leið og viðkomandi land er komið inn í evruna. Eins og átti við um nokkurn fj. landa á sl. áratug!
En getur þá ekki "dýpkun sambandsins" endurreist trúverðugleikann?
Það fer eftir því, hvaða nýungar eru upp teknar!
En ég bendi fólki á að Spánn skuldaði einungis rúmlega 38% af þjóðarframleiðslu, árið 2008 rétt áður en kreppan hófst.
Spánn að auki var með afgang af ríkisútgjöldum, alveg fram á "blábarminn" þegar snöggur viðsnúningur yfir í stóran ríkishalla varð.
- Spánn var því - - algerlega innan ramma gildandi regla.
- Til fyrirmyndar reyndar, ef menn skoðuðu einungis stöðu ríkisreiknings.
- Það var kröftugur hagvöxtur á Spáni á sl. áratug fram að hruni, knúinn af öflugri neyslu- og húsnæðisbólu.
- Þegar hrunið varð, og mikill fjöldi starfa hvarf á einu vetfangi, þá um leið hrundu duglega saman skatttekjur ríkisins.
- Að auki, hefur umtalsverður fj. almennings lent í vanda með neyslu- og húsnæðisskuldir. Eftir að tekjur hafa hrapað saman.
Það var - - kreppan í hagkerfinu, sem bjó til skuldavanda Spánar að stærstum hluta. Hann hefur magnast hratt, árin eftir hrunið 2008.
- Vandinn er, að reglurnar náðu ekki yfir - - hættu sem viðskiptahalli skapar þjóðfélögum.
- Né yfir ógnanir sem hagkerfisbólur geta skapað.
--------------------------------------
Stefnan hefur síðan verið að keyra á harkalegan niðurskurð útgjalda, til að stemma stigu við hratt vaxandi og stigversnandi skuldastöðu spænska ríkisins.
En skv. tölum AGS þá mun Spánn hafa halla á "frumjöfnuði" ríkissjóðs, út spátímabilið sem náði til 2016.
Sem þíðir, að ef þ.e. rétt - - að skuldir Spánar muni magnast áfram næstu árin. Í dag rúmlega 90% en síðan halda áfram í 100% af þjóðarframleiðslu, líklega vera um 120% 2016.
- Vandinn virðist liggja í hagkerfinu - - sem gengur ílla að skapa viðsnúning.
- Gríðarlegur útgjaldavandi landsins er ekki síst vegna þess hve atvinnuleysi er óskaplegt.
- Þetta þíðir - - að áhersla á ríkisútgjöld og ríkisskuldir.
- Tryggir ekki endilega - - framtíðar stöðugleika.
- Og þannig - - framtíðar trúverðugleika.
- Það þarf mun meira til!
Ef ESB væru eins og Bandaríkin!
Í Bandaríkjunum er "sameiginlegt" þ.e. "federal" bótakerfi. En þá stendur alríkið og ríkin sameiginlega undir því, kostnaðarhluti alríkisins er greiddur af skatttekjum af öllum aðildarríkjum sambandsins sem Bandaríkin eru.
- Ef fyrirkomulagið væri hið sama í ESB, þá væri alríkið áfram að greiða sinn kostnaðarhluta inn á atvinnuleysisbætur, bætur til aldraðra, til öryrkja.
- Þegar t.d. Spánn vegna vanda innanríkis, sker niður sitt bótakerfi - - þannig að þ.s. Spánn greiðir sínu fólki, er minnkað jafnvel mikið.
- Þá streyma samt bætur alríkisins til bótaþega - - og tryggja þeim "gólf."
- Þetta er einnig form af millifærslu fjármuna, styrkur þá ríkjanna sem standa betur til ríkis eða ríkja sem standa ílla.
Þá mildar alríkið höggið af djúpri kreppu - - á þau aðildarríki sem lenda í slíku.
Þetta kemur á móti þeirri stífu "úgjaldareglu" sem gildir innan Bandaríkjanna, þ.e. "balanced budget rule" fyrir einstök ríki.
Án þess að til staðar væru millifærslur af ofangreindu tagi - - væri "the balanced budget rule" gríðarlega "samdráttaraukandi" fyrir þau ríki sem lenda í vanda.
Höfum einnig í huga, að með þessu að auki - - er dregið út fátækt í ríkjum sem eru verr stæð.
Með því að milda þannig höggið af kreppum - - með sameiginlegri kostnaðarþátttöku, þá um leið er dregið úr hættunni á því, að alvarleg kreppa í einu ríkinu - valdi alvarlegri samfélagslegri upplausn.
--------------------------------------
- Ef ESB myndi taka upp sambærilega millifærslur og þær sem tíðkast í Bandaríkjunum.
- Þá myndi, fjárhagslegur stuðningur betur settu landanna, flýta fyrir efnahagslegum viðsnúningi landanna í vanda, samtímis því að höggið fyrir samfélagið í þeim væri mildað og dregið út þeirri fátækt sem þar er í stigmögnun sem og þeirri samfélagslegu hættu sem er þar nú til staðar og einnig er í stigmögnun.
- Þetta myndi einnig auka trúverðugleika landa innan evrunnar, sem áður hafa búið við efnahagslegan óstöðugleika.
- Því stuðningur af ofangreindu tagi - - gerir "innri aðlögun" af því tagi sem þarf að framkvæma innan sameiginleg gjaldmiðilssvæðis, miklu mun "framkvæmanlegri."
Því miður benda nýjustu ákvarðanir ekki til vilja til þess að draga úr áhættu jaðarríkja - - en skv. ákvörðun "evruhópsins" virðist standa til að festa Kýpuraðferðina í sessi!
Eurozone bailout fund given power to directly recapitalise banks
- EU to decide who pays when banks fail
Eurogroup agrees the main features of a direct bank recapitalisation
"The Eurogroup has agreed there will be strict eligibility criteria as well as a clear pecking order for the instrument.
- An appropriate level of bail-in will be applied before the bank is recapitalised by the ESM in line with EU State aid rules, and applying of the forthcoming Bank Recovery and Resolution Directive (BRRD) as of the start of the supervision by the SSM.
- A burden-sharing scheme will determine the contributions of the requesting Member State and the ESM in order to cater for the existence of legacy assets and to ensure that incentives remain aligned between the ESM and the requesting Member State.
- 60bn will be the limit on the volume of possible direct bank recapitalisations.
- Potential retroactive application of the instrument will have to be decided on a case-by-case basis and by mutual agreement. Possible cases will have to be discussed and assessed on their own merits once the instrument enters into force."
Mér líst meinílla á þessa ákvörðun - hún geti leitt til nýs fjármagnsflótta frá S-Evrópu:
- Fyrsta lagi er Kýpur aðferðin fest í sessi, þ.e. ef banki kemst í vanda. Á að þurrka upp eignir hlutafjáreigenda, síðan ef það dugar ekki - eru skuldir bankans við 3. aðila núllaðar út, ef það dugar ekki er lagst á innistæðueigendur þá sem eru ofan við 100þ. lágmarkið. Alveg eins og á Kýpur. Skv. þessu, eru stjórnmálamenn evrulandanna að ganga á bak þeirra orða - - að Kýpur sé einstakt tilvik. Nú verður Kýpur reglan að sameiginlegri aðferð ESB ríkja. Ef það uppkast að lögum sem er til umræðu, verður samþykkt.
- Síðan, varðandi endurfjármögnun - - ef banki var í alvarlegum vanda, má gera ráð fyrir skrefunum fyrir ofan fyrst; en skv. samkomulaginu leggur ríkið sem á í hlut fram nýtt eiginfé fyrir bankann upp á 4,5% - - síðan umfram það upp að löggiltu lágmarki, sé heimilt að óska eftir framlagi Björgunarsjóðs Evrusvæðis, sem þá toppi rest nema að aðildarríkið tekur þátt í 20% af kosnaði við þá viðbót. Sem síðar lækkar í 10%.
- 60ma. eru tekin til hliðar innan Björgunarsjóðs Evrusvæðis, svo það megi nota skv. ósk aðildarríkis.
Hugmynd að þessar reglur taki gildi 2015 - 2018.
--------------------------------------
Áður hafa Merkel og Hollande, ályktað sameiginlega - - að sameiginlegt innistæðukerfi, verði á grunni innistæðukerfa einstakra landa; sem verði þá samræmt en ábyrgð samt enn hjá hverju landi fyrir sig.
Það sem ég les úr þessu, er - - skortur á vilja, til að taka þátt í kostnaði aðildarlandanna í vanda.
Það þíðir að áhættan er - - á hverju ríki fyrir sig, áfram.
Að langstærstum hluta!
- Þetta er einmitt punkturinn - - að meðan að áhættan er öll hjá hverju ríki fyrir sig.
- Þá er trúverðugleikinn - - ekki á sameiginlegum grunni.
- Heldur á grunni - - þess trúverðugleika sem viðkomandi getur sjálft skapað á eigin rammleik.
- Sem er akkúrat sama ástand - - og land sem hefur sinn eigin gjaldmiðil býr við!
Þetta þíðir í reynd það, að mér er í reynd ómögulegt að koma auga á ástæðu þess, að land öðlist aukinn trúverðugleika - - með evruaðild.
Eða það að stefna að evruaðild, leiði fram trúverðugleika.
- Þ.s. ekki standi greinilega til, að gera áhættuna sameiginlega.
- Þá byggir trúverðugleikinn, eingöngu á því trausti sem hvert land um sig getur byggt upp.
- Slíkt traust tekur tíma - - að verða til.
- Og augljóst er, að eftir vandræðin á evrusvæði skullu á, þá treysta aðilar ekki sjálfvirkt landi betur sem ætlar að taka upp evru, heldur einungis á grunni - - reynslunnar.
- Meira að segja, eftir að evran er í höfn, myndi traust ekkert augljóslega aukast að ráði - - markaðurinn væri líklegur til að bíða einhver árafjöld til viðbótar, til að sjá hegðunarmynstur hins nýja aðildarlands innan evrunnar, og ekki síst hvernig því reiðir af innan hennar. Eftir hina slæmu reynslu sl. áratugar.
- Sérstaklega verður markaðurinn - skeptískur þegar á í hlut, land með langa sögu óstöðugleika.
Allt annað væri, ef óskalisti evrusinna væri að rætast þ.e. "sameiginlegt innistæðutryggingakerfi" með sameiginlegri ábyrð, aukin sameiginleg fjárlög svo unnt sé að styrkja ríki í vanda með beinum fjárframlögum í stórfellt auknum mæli sbr. þ.s. tíðkast í Bandar og réttur alríkisins til að skuldsetja sig á sameiginlega ábyrgð - veita einstökum aðildarríkjum hagstæð lán og margvíslega aðra aðstoð.
Þá væri með mjög augljósum hætti verið að minnka til mikilla muna áhættu jaðarríkja, í þannig framtíðar ástandi - - væri áhætta Íslands af hagsveiflum augljóslega stórfellt minnkuð.
En þetta stendur ekki til!
Þess í stað, er áherslan á að hvert ríki beri ábyrgð á sjálfu sér - - áhættunni er ekki dreift.
Þetta þíðir með mjög einföldum hætti - - að aðild að evru myndi ekki minnka áhættu Íslands af hagkerfisáföllum!
Sem með öðrum orðum þíðir - - að traust á landinu virðist ólíklegt til að aukast.
Sem þíðir - - að ég verð að hafna því þeirri fullyrðingu, að stefna að evruaðild sé líkleg til að stuðla að auknu trausti á landi og þjóð, því hagstæðari lánum í framtíðinni.
Niðurstaða
Ég get ekki komið auga á neina augljósa ástæðu þess, að það sé rétt - - að stefnan á evruna þó hún sé mörg ár framundan, leiði til aukins trúverðugleika. En framtíðarstefna evrusvæðis miðað við nýjustu fréttir. Bendir ekki til þess, að dregið verði úr eigin áhættu einstakra landa. Að áhætta verði gerð sameiginleg, nema að mjög litlu leiti. Áfram verði meginreglan sú, að hvert land beri ábyrgð á sjálfu sér.
Fyrir bragðið er þá ekkert sem mildar áfallið af efnahagsstefnu þeirri sem leitar einmitt í bandarísk fordæmi, en innan Bandaríkjanna er mjög stíf regla "balanced budget rule" fyrir einstök fylki. Enn stífari en sú sem er innan evrusvæðis.
En á móti, hafa Bandaríkin millifærslukerfi - á grunni sameiginlegra fjárlaga, alríkið getur einnig veitt ríkjum eða fylkjum í vanda lán á hagstæðum kjörum sjálft þá á sameiginlega ábyrð skattgreiðendra allra.
Innan ESB skv. vilja Þýskalands, verður einungis það takmarkaða neyðarlánakerfi sem til staðar er - áherslan að öðru leiti á aukið eftirlit, auknar refsingar og mjög lítilfjörleg sameiginleg ábyrgð.
Eiginlega "worst of both worlds" þ.s. með "Stöðugleika Sáttmálanum" var leitt í lög, mjög stíf "budget" regla; en nú er komið í ljós. Að ekki stendur til að bjóða upp á mótvægið sem mildar höggið.
Einstök fylki Bandaríkjanna hafa í sögunni komist í alvarleg vandræði, eins og þau sem í dag eru á evrusvæði. En án þess, að til staðar sé sambærilegt kerfi við það sem til staðar er í Bandaríkjunum - - sem mildar verulega áfallið af stífri aðhaldsstefnu.
Þá vantar einfaldlega mótvægið - - til að kerfið gangi upp.
Evruaðild væri óskaplega áhættusöm fyrir litla Ísland við þessi skilirði sem við blasa, þ.s. augljóst er að Ísland verður áfram ákaflega óstöðugt hagkerfi.
Bendi á hve óskaplega hratt Spánn hefur komist í óleysanlegan útgjaldavanda!
Ef enginn stuðningur er til staðar - til að milda áfallið af hinni óhjákvæmilegu kreppu þegar hún kemur.
Þá gæti landið hjaðnað gríðarlega langt niður, tja eins og við sjáum í S-Evrópu í dag.
Orðið raunverulega gjaldþrota eins og stefnir í að Spánn verði á endanum. En ekki er að sjá þar sjálfbæra stöðu - nokkurs staðar í augsýn.
Nú þegar ljóst er að "Kýpur" reglan er fest í sessi, verður almenn ESB regla. Þá munu innistæðueigendur augljóst - - verða ákaflega hvekktir.
Í ljósi þess að þeir vita, að þeir verða teknir í bakarýið - - þá munu þeir flýja mjög snögglega, um leið og þá grunar að næsta land sé á leið í vanda.
- Þ.e. því hugsanlegt, að með því samkomulagi - - sé sleginn líkystunagli fyrir evruna.
- En þetta gæti startað skriðu peningaflótta - - næst þegar alvarleg vandræði hefjast.
Og skv. nýjustu fréttum - - hefur einn stjórnarflokkanna hætt í ríkisstjórn Grikklands. Þ.e. "Lýðræðislegt Vinstri" og stjórnin er bara með 3-sæta þingmeirihluta. Og á eftir að leysa úr því, hvernig í ósköpunum hún mætir skilyrðum endurskoðunarinnar í júlí nk. En þá á hún að hafa rekið 2000 ríkisstarfsmenn, sem er í voða eftir að stjórnin varð að hætta við að loka ríkisfjölmiðlinum skv. dómsúrskurði.
- Ný Grikklandskrísa og staðfesting þess að Kýpurreglan muni gilda fyrir allt ESB í framtíðinni.
- Getur skapað áhugavert gos í evrukrísunni í júlí ef fram fer sem horfir.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.6.2013 kl. 03:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.6.2013 | 01:58
Enn ein Grikklandskrísan?
Financial Times sagði frá því að Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn, sé við það að - setja frystingu á frekari greiðslur til Grikklands. Vegna þess að skv. reglum sjóðsins má hann ekki afhenda peninga til lands. Nema það hafi að lágmarki 12 mánaða fjármögnun, þegar það er innan björgunarprógramms. En næsta greiðsla á að fara fram í lok júlí 2013, eftir að endurskoðun gríska prógrammsins sem þá á að fara fram er lokið.
"But under IMF rules, governments must have at least 12 months of financing in place to receive IMF disbursements under any bailout programme."
IMF to suspend aid payments to Greece unless bailout hole plugged
- Skv. fréttinni hefur komið upp óvænt "fjárlagagat" í Grikklandi upp á 3-4ma..
- Það valdi því, að fjármögnun ríkisstjórnar Grikklands dugi einungis út júlí mánuð 2014.
Í þetta sinn sé holan ekki ríkisstjórn Grikklands að kenna, heldur því að einstakir meðlimaseðlabankar Seðlabaka Evrópu. Stóðu ekki við samkomulag Seðlabanka Evrópu um það að endurnýja grísk ríkisbréf í þeirra eigu, þegar þau féllu á gjalddaga nýverið.
Fyrir bragðið hafi grísk stjv. í skyndingu orðið, að greiða þau bréf upp - fé sem átti að fara í aðra hluti.
- Þetta bætist ofan á vandræði ríkisstj. Grikklands, sem neyddist í sl. viku til að hætta við að "leysa upp ríkisfjölmiðil landsins" eins og áður hafði verið ákveðið, þegar grískur dómstóll dæmdi lokunina "ólöglega."
- Skv. frétt í vikunni, var ekki "per se" ólöglegt að loka ríkisfjölmiðlinum, en eins og lokunin var útfærð, stóðst hún ekki grísk lög skv. dómstólnum.
Ríkisstj. sem lá við að falla vegna málsins, þarf nú að finna aðra leið til að standa við samkomulag við "Þrenninguna" - sem m.a. kveður á um brottrekstur 2000 ríkisstarfsm. fyrir endurskoðunina í júlí.
Að auki, tókst ríkisstjórn Grikklands ekki að selja mikilvægt "veitu" fyrirtæki í eigu gríska ríkisins, sem stóð til að selja. En eini kaupandinn sem var í myndinni "Gasprom" hætti við. Þannig, að það bætist við í ofan-álag, að einkavæðingaráætlunin sem er hluti af björgunarprógramminu. Er enn ekki að skila nokkru. En sjálfsagt - - er ekki mikið af áhugasömum kaupendum!
Ekki liggur fyrir - - hvernig hið nýja óvænta fjárlagagat verður leyst.
En þ.s. þ.e. ekki ríkisstj. Grikklands að kenna, heldur því að einstakir meðlimaseðlabankar Seðlabanka Evrópu stóðu ekki við sinn hluta samkomulagsins, um 3-björgun Grikklands.
Þá væri það með meiru ósanngjarnt - - að ætlast til þess að Grikkir myndu skera enn á ný, meira niður.
Fyrir utan, að það gæti riðið ríkisstj. Grikklands að fullu - - og þá væri erfitt að sjá, hver á að mynda nýja stjórn þarlendis. Kannski þá - aftur þingkosningar?
Niðurstaða
Það er spennandi að fylgjast með því, hvort Grikkland lafir fram yfir þingkosningar í Þýskalandi sem fram eiga að fara nk. september eða ekki. En það líklega var alltaf ljóst. Að töluverða heppni þyrfti til svo að 3-björgun Grikklands myndi lafa "heilt ár."
Nú má velta fyrir sér - - hvort dæmið dettur yfir Angelu Merkel fyrir kosningar.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar