Samstaða með Sýrlendingum! Eina vonin um frið í Sýrlandi er að Bandaríkin semji um frið við Íran!

Það er eiginlega tiltölulega rólegur tími í evrukrýsunni í dag þ.e. ekkert stórt nýtt gerðist, nema ef maður lítur á annan vettvang - þá var það í reynd afar merkileg frétt: Ex-Citi chief Weill urges bank break-up. En þegar þessum manni er farið að blöskra ástandið þ.e. spillingin innan bankastofnana, virðist ljóst að mikil þörf er á uppskurði þ.e. aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka, að afnám laga um aðskilnað þeirra í Bandar. á 10. áratugnum - víst ekki lengra síðan - voru stórfelld mistök, en flest önnur lönd fylgdu svo í kjölfar og einnig afnámu sambærileg ákvæði um aðskilnað. Hér á Íslandi var sambærilegur aðskilnaður afnuminn í tíð fyrstu ríkisstjórnar DO og HÁ. Það er orðið svo klárt eftir ótrúlegar vikur þ.s. það hafa verið að koma í ljós sífellt flr. og ljótari stórsvindl innan bankaheimsins, einmitt meðal risabanka. Að sú spilling sem var innan ísl. fjármálaheimsins stendur vart lengur upp úr, nema fyrir það eitt að ísl. bankamennirnir hafi verið meiri klaufar í rekstri en þeir hinir. Ekki að þeir hafi svindlað meir.

 

OK - nóg um það, en gera slíkir samstöðufundir og sá er haldinn var í dag, eitthvert gagn? - Samstaða með Sýrlendingum

Eins og fram kom á RÚV óskaði fundurinn eftir því að ríkisstjórnin gerði allt í sínu valdi til að stuðla að friði, að friðsamri lausn deilumála - að mál settluðust.

  • Því má halda fram, að slíkir fundir gegni fyrst og fremst félagslegu hlutverki innan þess samfélags þar sem þeir eru haldnir, þá auðvitað fyrir þátttakendur í fundinum.
  • Þeir koma, halda fund, lýður betur á eftir - finnst þeir hafa gert e-h.

En sannleikurinn er sá að það er nákvæmlega ekki neitt sem Ísland getur mögulega gert, nema og í reynd aðeins nema, að taka þátt í hjálparstarfi á landamærum við Sýrland.

En ef það er ekki þegar búið að opna flóttamannabúðir, þá verða þær örugglega opnaðar mjög fljótlega.

En það stefnir akkúrat með málefni Sýrlands í það far sem ég er búinn að óttast síðan vandræðin þar hófust fyrir rúmlegu ári, það er að Sýrland umbreytist í Lýbanon í einhverjum veldum, eins og Lýbanon var á seinni hluta 8. áratugarins og langt fram eftir þeim 9 meðan borgarastyrrjöldin geisaði.

En alveg eins og var með Lýbanon, er Sýrland leiksoppur mun öflugari nágrannalanda.

Og í reynd efast ég að yfirvöld innan Sýrlands, séu svo íkja mikið að stýra atburðarásinni úr því sem komið er.

 

Hverjar eru raunverulegu fylkingarnar?

Sjá eldri umfjöllun: Sýrland er leiksoppur nágrannaríkjanna!

Sýrland er þarna orðinn "proxy" vettvangur fyrir baráttu Írans annars vegar og hins vegar ríkja eins og Saudi Arabíu og Tyrklands.

Baráttan sníst um valdajafnvægi innan Miðasturlanda, í reynd er þetta "kalt stríð" í smættaðri mynd, þ.s. baráttan er haldinn út um allt svæðið, og það er beitt fyrir sig alls kyns "local" aðilum.

Sýrlenska þjóðin er síðan milli steins og sleggju - - og það sem sorglegt er, að mannréttindi eru mjög mikið hliðarsaga í þessu máli öllu.

Þarna blandast einnig inn Bandaríkin, en þeirra bandamenn á svæðinu eru súnnítaríkin, þannig að Bandaríkin óhjákvæmilega fylgja í þessu tilviki bandamönnum sínum að máli, ekki síst er þetta framhald af deilum Bandar. við Íran.

Það er gersamlega augljóst að Saudi Arabía og jafnvel Tyrkland einnig, eru farin að vopna andstöðuna í Sýrlandi, en mjög snögglega í sumar hafa átökin umbreyst yfir í hörð styrrjaldarátök - en áður mátti andstaðan sín lítils, og það er ekki hinn minnsti möguleiki að andstaðan væri fær um að beita sér þannig, án utanaðkomandi aðstoðar - þá meina ég vopn + aðstoð af öðru tagi sbr. þjálfun, hver veit - kannski fá þeir einnig reglulega sendar gervihnattamyndir sem sýna staðsetningu sýrlenska hersins þá stundina. Það má vera að bandaríkjastjórn, sé farin að beita sérsveitum sínum með leynd innan Sýrlands.

Rússar spilast þarna inn, vegna þess að fyrir mörgum árum gerðu þeir samning við föður núverandi forseta, Assad eldri - um flotastöð í Sýrlandi. Sem er þá eini aðgangur Rússa að Miðjarðarhafi, gerir þeim mögulegt að viðhalda flotadeild þar.

Þetta skýrir fullkomlega af hverju Rússar treysta sér ekki til annars en að standa með ríkisstjórn Sýrlands, þó það sé augljóslega tvíeggjað. Það væri snjall leikur af andstöðunni í Sýrlandi, að semja við Rússa um að ef hún kemst til valda - þá haldi Rússar flotahöfninni.

Þeir hafa einnig selt Sýrlandi vopn í gegnum árin, Sýrland verið einn af þeirra helstu vopnakaupendum í gegnum árin.

Kína aftur á móti - ég kann ekki almennilega skýringu á þeirra afstöðu. Nema að Kína sé að vingast við Íran. En þ.e. einn möguleikinn - en Íran er olíuríki og Kína er mjög háð olíu. Má vera að Kína sjái aukið veldi Írans ekki sem ógnun við sig heldur frekar sem visst tækifæri.

Annar möguleiki er að Kína vilji ekki skapa fordæmi sem þeir telja íhlutun hugsanlega á vegum SÞ inn í stríðið geta skapað, vegna mála nær þeirra eigin heimahögum.

Hið minnsta er ljóst að afstaða Rússa og Kínverja ræðst af þeirra eigin hagsmunamati, og mannréttindi er gersamlega ljóst að er ekki ofarlega á blaði hjá þeim. Svo lengi sem þau lönd meta sem svo, að það þjóni þeirra hagsmunum - þá geta þau tryggt að Sameinuðu Þjóðirnar geti ekki beitt sér.

Einnig geta þeir tryggt, að SÞ geti t.d. ekki veitt NATO umboð til aðgerða. 

Þó talað sé um mannréttindi - þá eru þau í reynd mjög líklega með neðstu atriðum á blaði.

  • Stóra málið er að Íran er að gera tilkall til þess, að verða stórveldi við Persaflóa, eða hið minnsta - öflugasta ríkið á því svæði.
  • Íran á bandamann í Lýbanon Hesbollah hreyfingin, og til að viðhalda stuðningi við þá hreyfingu sem hefur í gegnum árin, gagnast Íran með margvíslegum hætti.
  • Þarf Íran samgöngur í gegnum Sýrland, þ.e. fyrir Íran er Sýrland hliðið að Lýbanon og þannig strönd Miðjarðarhafs og að landamærum Lýbanons við Ísrael, og þ.e. vitað að íransstjórn dælir vopnum í ríkisstjórn Assads. Og ekki einungis það, einnig er sterkur orðrómur uppi að Byltingavörður Írans sé beinlínis farinn að berjast með Sýrlandsstjórn. Reynd er Sýrlandsstjórn líklega orðin svo háð Íran, að ég velti fyrir mér hvor ræður meir innan Sýrlands.
  • En innan Sýrlands er flækja í því formi, að í landinu er í reynd minnihlutastjórn svokallaðra Alavíta, sem eru hliðargrein shíta. Sem sjálfsagt er einnig einhver hluti ástæðu þess að Íranar styðja stjv. í Sýrlandi. En svo virðist að Assad eldri hafi er hann gerði á sínum tíma byltingu og komst til valda, að hann hafi farið fyrir kapal herforingja einkum af Alavítakyni. Síðan er sú klíka náði völdum, þá gerðist að því er virðist mjög sambærilegur hlutur og oft hefur sést innan Afríku er einn hópur kemst til valda, að sá fer að einoka öll valdatækin. En Assad eldri tryggði að herinn væri þéttskipaður Alavítum, ekki síst þess vegna stendur herinn enn með stjórninni. Og að auki, kom hann alavítum fyrir innan stjórnkerfisins. Í reynd gastu ekki nánast komist langt innan tiltekinna lykilöryggisstofnana, nema þú værir Alavíti.
  • Þannig, að málið er mun flóknara en svo innan Sýrlands að það snúist bara um að velta einhverri einræðisstjórn - og koma á lýðræði. Heldur er þetta land mun líkara Afríkulandi, þ.s. um er að ræða klofning landsins í fjölda þjóða sbr. kortið að ofan. Og eins og innan Afríku, þá er lýðræði er komið á fót, þá kýs fólk þá sem tilheyra þeirra hópi, frekar en að kjósa pólitískst. Í slíu ástandi magnar lýðræðið upp togstreitu milli hópanna, því það fer fyrst og fremst að snúast um keppni milli þeirra um að ná sem mestu til sín. Hugsun um einhvers konar þjóðarhag - kemst hvergi nærri. Innan t.d. Nígeríu hefur sú saga margendurtekið sig, og jafnan endað með enn einni stjórnarbyltingunni. Þó nú allra síðustu ár ríki viðkvæmt jafnvægi, þ.s. nú er til staðar samkomulag um skiptingu valda innan landsins. En þ.e. einmitt málið, að hefðbundið lýðræðisfyrirkomulag virkar einfaldlega ekki í landi sem er svo óskaplega klofið eftir þjóðernishópum.

Að því leiti var þessi fundur í dag því í reynd afskaplega "naív" - þó fólk hafi mætt af einskærri góðmennsku.


Eru einhverjar líkur á friðsamlegri lausn - - svar: Nei!

Stríðið virðist eins og stríðið í Lýbanon farið að snúast fyrst og fremst um hagsmuni þjóðanna utan við landamæri Sýrlands. Þannig að þetta stríð endar ekki, nema að einhvers konar friður verði saminn milli Írans annars vegar og hins vegar Bandaríkjanna, og súnnítaríkjanna.

Þá að sjálfsögðu mun Íran ekki gefa eftir það sem Íran telur sinn rétt að verða kjarnorkuveldi. Að auki telur Íran sig vera varnaraðila shíta alls staðar um Miðausturlönd. Íransstjórn hefur verið að notfæra sér réttindabaráttu shíta sem víðast utan Írans og Íraks, eru minnihlutahópur - þá tiltölulega fótum troðinn. Yfirleitt fátækari en meirihlutinn.

Ef NATO fer inn í Sýrland, getur ófriðurinn breiðst út og orðið að allsherjar Miðausturlanda styrrjöld.

Þess vegna, mun ekki vera framkvæmd íhlutun með formlegum hætti í Sýrland, eða ég tel það afskaplega ólíklegt.

Stríðið mun því ekki verða stöðvað - eins og góðlátlegi hópurinn á Austurvelli óskaði eftir.

Þetta er alveg eins og að stríðin á sínum tíma í El-Salvador, og víðar um Mið Ameríku og Afríku, t.d. í Angóla. Hættu ekki fyrr en að Kalda Stríðinu lauk allt í einu, og stórveldin hættu að dæla vopnum á bálin. Þá kulnuðu þau nær öll á frekar skömmum tíma.

Ég er alveg viss að forsenda friðar í Sýrlandi er svipaðs eðlis, þ.e. friður milli stærri ríkjanna sjálfra, ríkjanna sem eru að beita Sýrlandi fyrir sig, eins og Sovétríkin og Bandaríkin á sínum tíma börðust út um allan heim á sínum tíma, í gegnum margvísleg borgarastríð víða um heim.

 

Niðurstaða

Það er sjálfsagt vegna þess hve maður man vel eftir Kalda Stríðinu, sem maður getur skilið svo vel hvað raunverulega er í gangi innan Sýrlands. Því miður sé ég ekkert annað í spilunum en frekari tragedíu. Þetta stríð á eftir að standa yfir í mörg ár til viðbótar. 

En Íranar munu gera allt sem þeir geta til að halda Sýrlandsstjórn gangandi, hver veit - kannski fyrir rest það verði flr. íranar undir vopnum í einkennisklæðum sýrlenska hersins en eiginlegir Sýrlendingar.

Íranar eiga nóg af fólki og nóg af vopnum, heilann stórann her. Þeir munu að sjálfsögðu ekki formlega gera innrás, heldur sýnist mér það svo að því meir sem ríkisstjórn Sýrlands er einangruð af umheiminum, því þéttar lendir ríkisstjórn Sýrlands í fanginu á Íran.

Íran hefur tiltekin markmið sem snúast um Íran. Um leið og þeim er mætt, þá má vera að friður sé mögulegur. 

Ég sé það þó hvergi í spilum að ríkisstjórn Írans verði með einhverjum hætti steypt, þó það eigi örugglega eftir að verða reynt. Spennan mun örugglega áfram hlaðast upp eftir því sem Íran færist nær því að geta raunverulega smíðað kjarnavopn - en í dag ráða þeir yfir nægilega góðum eldflaugum. Það reyndar fyrir nokkrum árum síðan - hafa tvisvar skotið gerfihnöttum á sporbaug yfir jörðu, skot sem bæði heppnuðust. Þannig að tækni þeirra er hvað það varðar betri en þeirra í N-Kóreu. Svo því má skjóta föstu að um leið og þeir ná því að smíða kjarnaodda, þá hafi þeir getu til að koma þeim á leiðarenda ef þeir kjósa svo.

Hvað Sýrland varðar - þá er það stríð rétt í startholunum.

Og á eftir að standa lengi, örugglega ekki skemur en stríðið í Lýbanon á sínum tíma.

Og það á eftir að halda fjölmarga samstöðufundi til viðbótar. En ef það góða fólk vill raunverulega vinna gang, þá snír það gagn að skipulagningu aðstoðar við flóttamenn.

En þeir eiga eftir að vera margir - mjög margir. Milljónir.

Eina leiðin til að enda þetta með friði er allsherjar ráðstefna milli ríkjanna sem viðhalda því stríði, sem endar með einhverskonar samkomulagi er bindur enda á þeirra deilur.

Fyrr getur Sýrlandsstríðið ekki tekið enda.

--------------------------------------------

Ps: Mun bregða mér úr bænum í 3 daga. 

Mun ekki skrifa nýtt blogg fyrr en fyrsta lagi nk. sunnudag, sennilega frekar um kvöldið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband