Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Kannski verður ekki af þessu álveri!

Ég er ekki beint að tala gegn nýju álveri. Heldur benda á aðstæður í heiminum í dag virðast merkilega líkar þeim sem voru til staðar við upphaf 10. áratugarins, þegar síðast var rætt um álver á Reykjanesi og helsti frammámaður var þáverandi iðnaðarráðherra. Jón Sigurðsson - - skemmtileg gömul frétt í sögulegu ljósi - ekki liggur enn fyrir staðsetningin "Keilisnes: Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra: Frumvarp um nýtt álver ef kannanir verða.

Eins og ef til vill einhver man eftir, þá var efnahagsástand í heiminum í vissri lægð fyrstu ár 10. áratugarins, í kjölfar hrunsins í Japan haustið 1989. 

Ekki beint heimskreppa, en það var enginn sérstakur hagvöxtur heldur - lægð í honum, og eftirspurn eftir hráefnum var því einnig tiltölulega léleg - - því verð lág.

Málið er, að einmitt mjög svipað ástand ríkir, miðað við fréttir sem ég hef safnað saman, eftir smávegis netleit!

Álverð hefur farið lækkandi síðan mitt ár 2011, og þ.e. til staðar í heiminum, offramboð á álverum!

  • Punkturinn er sá, að undir Viðeyjarstjórninni, þá skorti ekki vilja stjv., það var álfyrirtækið sjálft sem hætti við.

 

Hvernig er ástandið á álmörkuðum?

Lex:FT - Aluminium: bent out of shape

"But there remains a supply glut. Outside China there are 10m excess tonnes of capacity." - "After a 1 per cent increase in the first quarter, it has since fallen an average 8 per cent to $1,886 per tonne." - "Indeed, as much as a fifth of total global production outside China remains lossmaking on a cash cost basis."

Líklega munu eldri og minna hagkvæm ver - tína tölunni. 

En þetta ástand, þ.e. 7% verðlækkun á árinu.

Og framboð 10 milljón tonn umfram eftirspurn.

Er kannski ekki vísbending þess, að það sé endilega góður tími - - til að reisa nýtt álver.

Auðvitað er það svo að álver taka nokkur ár í byggingu, svo álfyrirtæki leitast þá við að veðja á framvindu næstu ára, frekar en akkúrat dagsins í dag.

En þ.e. einmitt vandinn, að ekkert sérstakt bendir til þess að hagvöxtur á hnettinum sé líklegur til að aukast að ráði - - á allra næstu árum.

Kreppan í Evrópu sé líklegur dragbítur áfram, en vandinn er ekki síst sá - - að Kína sjálft er að nálgast hratt, og hraðar en margir halda. Endimörk hraðs hagvaxtar: Mun snarlega hægja á hagvexti í Kína eftir 2020! Fólksfjölgunartímasprengjan er að springa nú þegar!.

Í því bloggi - - vitna ég í mjög áhugaverða skýrslu AGS. Sem beinlínis spáir því að það verði vinnuaflsskortur innan Kína á næsta áratug. 

-----------------------------------

Chronicle of a Decline Foretold: Has China Reached the Lewis Turning Point?

Bls. 14

  • "China’s excess supply of labor has peaked in 2010 and is on the verge of a sharp decline:
  1. "from 151 million in 2010"
  2. "to 57 million in 2015,"
  3. "and 33 million in 2020"

Sjáið á myndinni tekin úr skýrslunni hve hratt er að draga úr vinnuafls púlíunni í Kína. Og þegar á næsta áratug verður skortur!

-----------------------------------

En þessarar þróunar er þegar farið að sjálfsögðu að gæta, og þ.e. hinn hraði samdráttur í umframvinnuafli, sem er ekki síst að skapa kínv. vinnuafli nú á allra síðustu árum. Bætta samkeppni gagnvart vinnuveitendum, svo að laun eru á uppleið innan Kína.

  1. Punkturinn er sá, að hagvöxtur í Kína mun klárt dragast saman á allra næstu árum!
  2. Og því muni aukning eftirspurnar í Kína, vera mun minni - - en bjartsýnismenn hafa verið að vonast eftir.
  3. Sem þíðir að sjálfsögðu, að hnattrænn hagvöxtur verður ekki neitt til að hrópa húrra fyrir, meðan að Evrópa er hemill og Bandaríkin eru ekkert á neinu blússi. 

Þannig að mér virðist blasa við, að álfyrirtæki sem er að skoða "medium term trend" muni álykta, að ef til vill sé ekki rétti tíminn til að byggja nýtt álver.

Nema auðvitað, að viðkomandi fyrirtæki, eigi slatta af óhagkvæmum álverum sem það vill afleggja, og vill nýtt á móti til að halda markaðshlutdeild. 

En það þíddi þá væntanlega - - mjög veika samningsstöðu, gagnvart verðum á seldu rafmagni.

 

Fréttir af ALCOA!

FT - Alcoa debt downgraded to junk

Bloomberg - Alcoa Cut to Junk by Moody’s as Aluminum Price Declines

Reuters - Moody's downgrades Alcoa, sees headwinds for primary metals

Reuters - UPDATE 2-Moody's cuts Alcoa to junk on tough primary metals market

Reuters - UPDATE 3-Alcoa considering aluminum production cuts

  • "“The aluminum price has been in a downward decline since reaching post-recession highs in 2011,” Moody’s said in the statement. Strength in the automotive and aerospace industries isn’t sufficient for a “significant” recovery in profitability and Alcoa won’t achieve investment-grade metrics within Moody’s rating horizon, Moody’s said."
  • "This month Alcoa said it will shut two production lines at its Baie-Comeau smelter in Quebec and postpone a new line at the plant until 2019."
  • ""Because of persistent weakness in global aluminum prices, we need to review every option to maintain Alcoa's competitiveness," said Chris Ayers, president of global primary products at Alcoa, in a statement."
  • Alcoa said it would consider everything from halting plant refurbishments to permanent shutdowns, and also review its alumina refining operations "to reflect any curtailments in smelting as well as prevailing market conditions."

  • ""I'm not surprised, but what we need is to see the Chinese cut back. Alcoa can't do it all on its own," said Ed Meir, metals analyst at futures brokerage INTL FCStone."
  • "But in a recent Reuters poll, analysts forecast an aluminum surplus of 782,250 tonnes this year, widening to 896,000 tonnes next year."
  • "In March, United Company Rusal PLC, the world's largest aluminum producer, announced plans to shrink output for at least three years to curb market oversupply."

Þetta er þ.s. ég meina, ég hef ekki séð svo dökka framvindu á þessu sviði í mörg ár!

Fyrirtækin munu á næstu misserum, leggja af verksmiðjur eða loka þeim tímabundið, til að draga úr uppsöfnuðum birgðum - sem eins og sjá má, eru orðnar töluverður slatti.

Og á sama tíma, er Kína stöðugt að fara dýpra og dýpra inn í það ástand sem í stefnir, að það hægi raunverulega - umtalsvert þar á hagvexti.

Það er ekki bara árið í ár sem ekki lítur vel út, heldur að auki þau næstu þar á eftir!

 

Ráðlegging til hinnar nýju ríkisstjórnar Íslands?

Ekki treysta á álið!

Ríkisstjórnin þarf að hefja umfangsmikla atvinnu-uppbyggingu. En miðað við ofangreindar upplýsingar, verð ég að lýsa yfir efasemdum um fyrirhugað álver! 

En málið er, að rétti tíminn til að semja við það fyrirtæki sem hefur verið með þau áform, var á sl. kjörtímabili. 

En sérstaklega 2010 var gluggi, þegar það hefði sennilega verið unnt að fá fram bindandi samning við þann erlenda aðila, um það nýja álver. 

En álverð fór upp frá ca. 2010. Og það var um hríð nokkur bjartsýni. Álverð hélt áfram að stíga fram á mitt ár 2011. En þá hófst viðsnúningur ESB í aðra kreppu! Og fátt bendir nú til þess að seinni kreppunni sloti í bráð.

Á sama tíma, sína allra hagtölur þ.e. í Bandaríkjunum og Kína, veikari hagvöxt en bjartsýnisfólk var að vonast eftir, og hagtölur virðast gefa ákveðnar vísbendingar þess efnis. 

Að hagvöxtur verði líklega í veikari kantinum næstu árin!

-----------------------------------

Ríkisstjórnin, þarf því að vara sig á því að leggja of mikið undir, þegar kemur að því að stefna á þetta álver. Verða ekki nánast að atlægi eins og Jón Sigurðsson, er í tíð ríkisstjórnar Davíðs og Jóns B. stöðugt lofaði álverinu á Keilisnesi sem aldrei kom.

Ég meina, að það megi ekki vera meginfókusinn í atvinnu-uppbyggingu. Heldur þurfi sá meginfókus að vera á almennar aðgerðir. Sem stuðla að lyftingu atvinnulífsins - almennt.

  • Þ.e. ekki síst það, að jafnvel þó svo að fyrirtækið sem á í hlut, geti hugsað sér að reisa það, þá er auðvitað svo að aðilinn í ljósi aðstæðna, mun keyra mjög á "lágt orkuverð."
  • En LV verður að lágmarki, að fá fyrir orkuna sem stendur undir lántökukostnaði + kostnaði v. rekstur hinnar nýju virkjunar eða virkjana.
  • Annars versnar heilt yfir rekstrarleg staða LV. Og því staða LV gagnvart lánveitendum. 

Það þarf að vera "Plan B" - "Plan C" - "Plan D" o.s.frv.

Því flr. járn í eldinum, því betra.

 

Niðurstaða

Ég skil mæta vel af hverju álverið höfðar til ríkisstjórnarinnar. En Ísland stendur frammi fyrir mjög sérstökum erfiðum vanda, þeim að skv. Seðlabanka Ísland fram yfir 2018 verður kostnaður af gjaldeyrisskuldum, 5,5% af þjóðarframleiðslu. Meðan að afgangur sl. 2-ja ára var ca. 3%. Að auki spáir Seðlab. að jöfnuðurinn muni frekar en hitt minnka - - sem gæti leitt til þess að landið færi í það að lifa á AGS lánunum. Sem væri ekki sjálfbær staða augljóslega.

Því myndi það bersýnilega koma sér óskaplega vel. Mun betur en vanalega, að fá eina stóra gjaldeyrisinnspýtingu í hagkerfið, einmitt þau ár.

Þarna er því sterk freisting - - en eins og ég bendi á, virðist mér aðstæður á alþjóðamörkuðum óskaplega svipaðar í ár og þær voru fyrstu ár 10. áratugarins. 

Sem leiddi til þess, að álverið sem Jón Sigurðsson þáverandi iðnaðarráðherra, er átti að vera á Keilisnesi á Reykjanesi, kom aldrei. Sem var vegna ákvörðunar álfyrirtækisins - en ekki vegna skorts á áhuga stjv.

-----------------------------------

Þess vegna beini ég því til hinnar nýju ríkisstjórnar, að hafa þ.s. meginfókus - > Almennar aðgerðir.

Auka skilvirkni atvinnulífs, hjálpa því til að minnka kostnað, stuðla að fjárfestingu, einfalda skattkerfi, einfalda reglur ef þarf; og að sjálfsögðu. 

Afnema höftin innan næstu 2-ja ára!

En þá hefur stjórnin 2-ár þar á eftir, til að ná fram lágri verðbólgu fyrir lok kjörtímabils.

 

Kv.


S-Evrópulöndin eiga greinilega langt í land miðað við spá OECD

OECD var að gefa út nýja spá, sjá: Global Outlook. Umfjöllunin um Evrusvæði hefst á bls. 79. Það sem mér varð þó mest starsýnt á er á bls. 79. Ef skannmynd sést nægilega vel.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/001_1203407.jpg

Takið eftir því hve skv. myndinni til hægri, löndin í vanda eiga enn langt í land með að ná að leiðrétta þær launakostnaðarhækkanir sem gengu yfir þau á sl. áratug.

Eins og sést, er launakostnaður í lækkun, en enn á langt í land að þau vinni niður glataða samkeppnishæfni, miðað við svokölluð "kjarna ríki evru" sjá neðstu línuna.

Þ.s. þetta segir er, að enn sé framundan hjá þeim, viðbótar ár samdráttar þ.s. löndin munu leitast við að áfram, pína niður launakostnað.

Önnur mynd!

Eurozone GDP forecast, May 2013

Þessi er einnig tekin úr umfjöllun OECD. 

Hún er ekki síður áhugaverð því þar kemur fram áhrif mismunandi þátta til aukningar eða minnkunar landsframleiðslu - - eins og sést.

  • Samdráttur í fjárfestingum.
  • Samdráttur í neyslu.
  • Samdráttur í einkaneyslu.

Að magna upp samdrátt - - meðan að aukning innflutnings vinnur e-h á móti. En ekki nægilega.

Miðað við það hve langt löndin eiga enn í land með að jafna "launakostnað" er ljóst - - að neysla mun áfram dragast saman næstu ár, og lífskjör lækka. Það mun einnig að líkindum draga frekar úr fjárfestingum sem og minna einkaneyslu.

Sannarlega hefur verið aukning í útflutningi í S-Evr. upp á síðkastið, en vandi er að flest þau lönd eru með svo lítið útflutningshagkerfi miðað við heildarhagkerfið - - að aukning þess megnar ekki að vinna upp samdráttaráhrif.

 

Með þetta í huga er áhugavert að Framkvæmdastjórn ESB hefur ívið slakað á klónni!

"Six countries have been given more time to bring their deficits under 3% of GDP: Spain, France, Poland and Slovenia get two more years, while the Netherlands and Portugal get a year each.

• Belgium has also been given another 12 months to correct its deficit, but will not be fined despite the lack of any 'effective action' in the past

• Five countries are being released from the Excessive Deficit Procedure having mended their ways: Hungary, Italy, Latvia, Lithuania and Romania.

• An Excessive Deficit Procedure is being opened on Malta, which will take the total number of countries under a EDP to 16."

Það er einnig áhugavert að skoða: Country-specific Recommendations 2013

Þetta eru skilyrði Framkvæmdastjórnarinnar - í raun og veru. Síðan að langflest aðildarlöndin samþykktu svokallaðan "Stöðugleika Sáttmála" þá er ráðlegging Framkvæmdastjórnar í reynd fyrirmæli.

Frakkar hafa örugglega ekki verið neitt ofsaskátir: France.

  • "...however there is room for further action, for example by lowering employers' social security contributions.
  • The increase in the minimum wage in July 2012 went against the 2012 Council recommendation."
  • "France should take further action to combat labour-market segmentation and undertake a reform of the unemployment benefit system to ensure adequate incentives to work."
  • "Longer term pressures on public finances could be eased if France accelerates its planned pension reform and increases cost-effectiveness in the healthcare sector."

Það getur sérstaklega verið áhugavert að fylgjast með, því ef Hollande leitast til að "hækka eftirlaunaaldur" eins og hann hefur neyðst til að lofa Framkvæmdastjórninni.

En á síðasta kjörtímabili, þá urðu miklar mótmælaaðgerðir á strætum og torgum er Sarkosy hækkaði aldurinn um 2 ár, sem Framkvæmdastjórnin taldi of lítið - - svo þrýst er á Hollande að ganga lengra.

Hafandi í huga hve óvinsæll Hollande er þegar orðinn - - getur það reynst vera svo að hann hafi lítið pólitískt "capital."

 

Þíðir tilslökun Framkvæmdastjórnarinnar líklega stefnubreytingu?

Ég stórlega efa það, minn megin grunur er sá - - að þ.s. að Framkvæmdastjórnin skv. "Stöðugleika Sáttmálanum" ber nú eiginlega nánast skilda til að sekta lönd, sem ekki standa við sitt.

En sektin nemur 0,3% af þjóðarframleiðslu, sem er mikið í reynd.

Þá sé það ekki síst að baki ákvörðun að gefa 6 ríkjum lengri frest, að forðast þá pólitískt stóreldfimu pillu, að sekta þau ríki.

En með réttu hefði Holland átt að fá sekt, eftir að Holland fór yfir sett markmið á sl. ári, án þess að hafa fengið nokkur vilyrði um það að komast upp með það.

Belgía að auki, átti sekt skilið - - skv. formsreglum. En það hefði reyndar verið frekar ósanngjarnt, miðað við það hve löng stjórnarkreppan í Hollandi var á sl. ári.

--------------------------------------

Með öðrum orðum - - Framkvæmdastjórnin óttist pólitíska krísu innan sambandsins, ef Framkvæmdastjórnin fer að sekta lönd eins og Frakkland.

En síðan - vita embættismennirnir einnig af því, hve óvinsælar aðhaldsaðgerðirnar eru orðnar, svo þeir gefa eftir fingurnögl, í von um að stjv. þeirra ríkja geti náð þeim vægari markmiðum fram, þrátt fyrir mikla andstöðu.

 

Niðurstaða

Þ.e. ekki glæsileg framtíð í Evrópu miðað við tölur OECD. En hafandi í huga hve mikinn samdrátt löndin í S-Evr. enn eiga eftir. En skv. nýlegri greiningu Gavyn Davies, þá hafa löndin þar neyðst til að nota atvinnuleysi, til þess að minnka neyslu. Til að ná að stöðva viðskiptahalla. En ljóst er af því að laun hafa ekki lækkað nóg, svo að samkeppnishæfnisgatinu sé lokað. Að viðskiptahalli þeirra þjóða myndi koma strax aftur. Ef atvinnuleysið minnkaði að ráði.

Það þíðir eiginlega, að áfram um sinn - sennilega nokkur ár, þarf að viðhalda því nær óbreyttu. Í von um að það þjóni þeim tilgangi, að pína laun niður.

Svo að einhverntíma, nái löndin að klára sína innri aðlögun.

  • En spurning hverjar skuldir þeirra þá verða?
  • En með áframhaldandi samdrátt, og í besta falli sókn upp í ca. stöðnun.
  • Og áfram mikið atvinnuleysi, mun halli ríkissjóðanna halda áfram.
  • Og skuldirnar stöðugt fjarlægjast frekar sjálfbært ástand.

 

Kv.


Hugmyndir í Berlín um efnahagsaðstoð til Spánar!

Það hefur gætt nýs tóns í Berlín undanfarið, kannski er þetta bara það að stutt er í kosningar sem fara fram nk. haust, en skv. Der Spiegel eru þeir Wolfgang Schäuble og Philipp Rösler að baki hugmyndum um hugsanlega efnahagsaðstoð til Spánar, þ.e. ráðherrar Fjármála- og Efnahagsmála.

German Government to Gamble on Stimulus

Hér að neðan á þessari nettu mynd sem sýnir atvinnuleysi í ESB.

Er unnt að sjá, af hverju ríkisstjórn Merkelar, hefur áhyggjur af Spáni!

En Spánn er líklega það af stóru löndunum í ESB í alvarlegustu vandræðunum.

Því - veiki hlekkurinn!

Jobless in Europe

-------------------------------------------------

  • "...the finance and economics ministries are jointly responsible for the government-owned KfW development bank.
  • The Frankfurt-based institution is to play a key role in the German growth concept that experts from both ministries have started drafting for Spain.
  • Spanish companies suffer from the fact that the country's banks are currently lending at only relatively high interest rates.
  • But since it is owned by the German government, the KfW can borrow money at rates almost as low as the government itself. Under the Berlin plan, the KfW would pass on part of this benefit to the ailing Spanish economy.
  1. "First, the KfW would issue a so-called global loan to its Spanish sister bank, the ICO.
  2. These funds would then enable the Spanish development bank to offer lower-interest loans to domestic companies.
  3. As a result, Spanish companies would be able to benefit from low interest rates available in Germany."
  • "Under the plans, Germany could also invest in a €1.2 billion ($1.6 billion) venture capital fund that could be used to support new business activities. "
  • "Madrid hopes that the program will generate a total of €3.2 billion in new investment."
  • "The agreements with Spain are intended to serve as a blueprint for similar aid to Portugal and possibly even Greece. How high the payments to these countries will be has yet to be determined.
  • "It will be nothing to sneeze at," say Finance Ministry officials. The German government envisions spending a total in the single-digit billions on the program. Schäuble plans to fill in the budget committee in the German parliament, the Bundestag, next week."
  • "This is necessary because the KfW is supposed to serve as an agent of the federal government rather than act on its own account. For this reason, the federal government will back up the KfW program with guarantees, which require parliamentary approval."

-------------------------------------------------

Þetta eru áhugaverðar hugmyndir!

En í raun og veru er þetta "dropi í hafið." 

En þetta er í rétta átt, kannski ein fyrsta vísbending þess að menn séu innan ESB að byrja að átti sig á því, að löndin í S-Evrópu, virkilega ráða ekki við þetta hjálparlaust.

En ég hef nefnt það í fjölda skipta, að S-Evr. sé í mjög mikilli þörf fyrir - hreina efnahagsaðstoð.

  • Því miður bendir ekkert til þess, að til standi að gefa eftir greiðslur af opinberum skuldum.

Heldur sé þetta meir í átt við það, að skapar þann hagvöxt sem til þarf.

Svo unnt sé að halda áfram að greiða.

En lán þó þau séu ódýrari en í dag eru fáanleg innan Spánar, eru þetta samt lán - sem verða væntanlega endurgreidd. Ekki beint gjaf fé.

-------------------------------------------------

Fram kemur enn fremur í Spiegel, að þessar tillögur komi fram nú í kjölfar útgáfu mjög dökkrar skýrslu um ástandið í S-Evrópu, sem samin var eftir athugun þýskra embættismanna á ástandinu eins og það er.

"In their report, they painstakingly documented that debt-ridden countries, especially those that have not taken advantage of EU bailout programs, have hardly made any progress in terms of needed reforms."

  • En skv. hugmyndum Schäuble og Rösler, verður aðstoðin ekki án skilyrða!
  • Hugmyndin virðist vera að bjóða upp á styrkina sem - gulrót.
  • En hingað til hefur Þýskaland beitt refsivendinum til að fá ríki í S-Evrópu, til að framkvæma þær breytingar, sem Þjóðverjar telja nauðsynlegt.
  • En nú, á þeim ríkjum sem standa við sitt - -skv. mati Þýskra stjv., að standa til boða, að fá aðgang að lánum frá Þróunarbanka þýskra stjórnvalda.

Með öðrum orðum, sé stefnubreyting þýskra stjórnvalda, meir í ætt við - - nýja taktíska nálgun.

Frekar en stefnubreytingu.

Svo sem bónus - - geti "rausn" Þýskalands, stuðlað að ímyndarlagfæringu í S-Evrópu á sama tíma.

En útflutningsríkið Þýskaland sé líklega ekki alveg laust við áhyggjur af því hver ímynd Þýskalands er innan landa sem hafa verið mikilvægir markaðir fyrir þýskar vörur.

 

Niðurstaða

Þetta er örugglega "snjallari" nálgun að því, að leitast við að fá S-Evr. þjóðirnar, til að kyngja þeim aðgerðum, sem þýsk stjv. telja rétt að sé gripið til. Svo möguleiki sé á viðsnúningi til vaxtar. En sú nálgun, að beita refsivendinum eingöngu.

Nú er það meir í ætt við "good cop" / "bad cop."

 

Kv.


Nýstárleg hugmynd - getur vegklæðning verið risastór sólarhlaða?

Fljótt á litið virðist þetta ekki getað staðist. En ég rakst á þessa frétt á vef Der Spiegel: Solar Road Panels Offer Asphalt Alternative. En í textanum kemur fram, að bandarísk hjón hafa verið að gera tilraunir með nýja tegund af vegklæðningu. Hafi fengið fjárveitingu fyrir "Pilot Project" sem á að sanna að þetta sé praktískt.

Vegur búinn til úr gleri - - en sjálfsagt er þetta tæknilega mögulegt. Og getur líklega vel verið nægilega sterkt, að auki slitsterkt!

  1. "It had to be textured to the point that it provides at least the traction that current asphalt roads offer -- even in the rain,"
  2. At the development stage, that was one of the most important requirements for the upper layer of the panels."
  • "They managed to develop such a glass, which is as hard as steel but not at all smooth."
  • "We hesitate to even call it glass, as it is far from a traditional window pane, but glass is what it is, so glass is what we must call it,"

Þetta virðist flókið, en sjálfsagt væri fræðilega unnt að framleiða þetta allt saman í verksmiðju í fyrirframtilbúnum einingum!

Og síðan leggja þær hver við aðra, ekki ólíkt því að hellur eru lagðar nema þessar næðu þvert yfir veginn, sennilega þyrfti hver að vega nokkur tonn, en maður getur séð hvernig steyptir vegir eru steyptir í einingum. Þetta gæti líklega verið svipað að stærð og slíkar steyptar einingar.

  • "The composition of a panel is always the same and consists of three parts:"
  1. "on top, a hard glass layer containing the solar panels, LED lights and heating."
  2. "Then comes the second layer, which contains the controller, where a microprocessor unit activates the lights and communicates with the road panels."
  3. "Finally, the bottom layer ensures that the electrical current collected from above makes it to homes and charging stations for electric cars."
  • " In addition, there is space for other cables, such as television or telephone lines."
  • "And the Brusaws have thought even further ahead. Along the sides of the modules are canals that collect water drainage for filtering. That way the water isn't wasted and can be used to water fields, for example."

Það væri óneitanlega galli, að hafa veginn sem heild eina einingu, þannig að það þyrfti jafnvel að henda öllu klabbinu vegna eins jarðskjálfta - - einnig rétt að halda til haga, að frost og funi, getur einnig sprengt yfirborð sem er ósveigjanlegt sem gler - óneitanlega er.

Svo mig grunar, að ef þetta er smíðað úr fyrirfram tilbúnum einingum, er næðu þvert yfir veginn, og væru að auki nokkrir metrar á lengd. Þá væri þetta praktískt. En þá væri unnt að ganga frá því þannig, að unnt væri að skipta um einingar.

Skiptingin milli eininga, gæti leyft einhvern sveigjanleika.

  • "But what happens in the event of an earthquake?...Basically, any such force that could destroy an asphalt or concrete road would have a similar result with a Solar Roadway," says Scott Brusaw."
  • "But if one solar road panel is broken, it can simply be replaced, because all of the elements connect to create an intelligent street network, which can even use LED lights to alert drivers to dangers around the next curve."

Ég hefði reyndar átt von á því að þetta væri hlutfallslega miklu dýrara.

Þetta er samt líklega ekki að gerast alveg strax.

  • "There's just one catch: Currently the solar road panels cost about three times as much as conventional roads, the Brusaws say."

En kannski getur þá vegurinn sjálfur framleitt næga orku, fyrir lýsingu. En hugsa má sér, að ljósin séu tengd við rafhlöður, sem vegurinn hleður þegar er góð birta.

Má jafnvel vera, að við og við geti verið staurar - - svo rafbílar geti fengið hleðslu.

-------------------------

Hugsanlega getur þetta einna helst verið praktískt á götum innan bægja! Og borga.

 

Niðurstaða

Það mun örugglega taka flr. ár að þróa þessa tækni að fullu. Miðað við greinina í Der Spiegel, virðast þau ekki vera að hugsa í fyrirfram tilbúnum einingum. Heldur væri t.d. bílastæði lagt sem ein heild.

Það má vera að slíkt sé praktískt fyrir bílastæði. En vart fyrir heilu vegina.

Þá líklega þarf að þróa einingar sem unnt væri að framleiða í verksmiðju í miklum fjölda, og síðan leggja á veg. Þær gætu verið svipaðar að stærð og þær einingar eru að umfangi, sem eru til staðar þegar vegur er steyptur. 

Þetta gæti gert rafbílavæðingu mun praktískari möguleika!

Ég get séð fyrir mér, borgir gera tilraunir með þetta kannski innan næstu 10 ára.

 

Kv.


Mun ESB reiða fram refsivöndinn?

Daily Telegrap, heldur því fram í nýrri grein: EU threatens France over economic failings.

"France, Spain and Slovenia are set to be criticised in a major commission report on Wednesday as countries that have failed, amid recession and the financial crisis, to cut public debt and to implement structural reforms of their economies."

Ef þetta er rétt, þá er það fyrsta skrefið í þá átt að hrinda í framkvæmd refsiákvæðum skv. uppfærðum reglum sambandsins sem aðildarríkin fyrir utan Bretland og Tékkland, samþykktu að undirgangast skv. svokölluðum Stöðugleika-sáttmála.

Áhugavert plagg á vef Framkvæmdastjórnar ESB, útskýrir málið: 

-----------------------------------

Economic governance explained

"A fiscal pact for 25 member states: Under the Treaty on Stability, Coordination and Governance (TSCG), from January 2014 medium-term budgetary objectives must be enshrined in national law and there must be a limit of 0.5% of GDP on structural deficits (rising to 1% in exceptional circumstances). This is called the Fiscal Pact. The treaty also says that automatic correction mechanisms should be triggered if the structural deficit limit is breached, which would require Member States to set out in national law how and when they would rectify the breach over the course of future budgets."

"Better prevention: Member States are judged on whether they meet their medium-term targets. Progress is assessed each April when Member States present their three-year budget plans, or Stability/Convergence Programmes (the former for euro area countries, the latter for the EU). These are published and examined by the Commission and the Council within, at most, three months. The Council can adopt an opinion or invite Member States to make adjustments to the programmes."

-----------------------------------

Stöðugleika-sáttmálinn er ekki bindandi nema fyrir þau ríki sem samþykktu og staðfestu, hinar almennu reglur sambandsins þ.e. sáttmálar eru enn óbreyttir - síðast uppfærðir 2008.

Article 136

Protocol 12

Article 126

Stöðugleika sáttmálinn notar samt sem áður þessar reglur sem lagagrunn, en fyrir þau ríki sem hafa undirgengist hann, má segja að hann gangi skrefum lengra - - og dýpki það aðhald sem veitt er.

Fókusinn er á ríkishalla, og ríkisskuldir - að stjórna þeim. Þá með niðurskurði. 

Það er eiginlega hugmyndafræðin að baki, að þegar skuldir hækka - skera niður, og ef hallinn er meiri en reiknað var með, skera meira niður. Með öðrum orðum, mjög "pro cyclical" stefna.

  • Fyrir ríkin sem tilheyra Stöðugleika sáttmálanum, eru upphaflegu stöðugleika ákvæði Evrunnar, starfandi í sinni uppfærðu mynd, og að auki það eru beittari tennur hjá Framkvæmdastjórninni!
  • Eins og fram kemur að ofan, hafa ríkin til jan. 2014 að setja ganga frá því að hin uppfærðu stöðugleika ákvæði, séu gerð hluti af landslögum.
  • En skv. textanum að ofan, getur það einmitt vel verið að Framkvæmdastjórnin, sé nú að fara að birta aðildarríkjunum álit sitt á stöðu aðildarlandanna, miðað við að mánuður er síðan að hún á að hafa lokið eigin mati á þeirra stöðu.

-----------------------------------

Economic governance explained

New voting system: Decisions on sanctions under the Excessive Deficit Procedure are taken by Reverse Qualified Majority Voting (RQMV), which means fines are deemed to be approved by the Council unless a qualified majority of Member States overturns them. This was not possible before the Six Pack entered into force. In addition, the 25 Member States that have signed the Treaty on Stability, Coordination and Governance have agreed to vote by Reverse QMV even earlier in the process, for example, when deciding whether to place a Member State in the Excessive Deficit Procedure.

-----------------------------------

Þetta er mjög áhugaverð ný regla -- og setur aukinn þrísting á lönd, sem eiga erfitt með að ná fram pólitískri samstöðu, um "nægilega" djúpan niðurskurð.

Þegar hallinn er að fara umfram þau stöðugleika markmið, sem landið sjálft er líklega búið að leiða í lög heima fyrir, en jafnvel þó svo sé ekki hefur það staðfest Stöðugleika Sáttmálann og er skuldbundið, til að fylgja hinum hertu markmiðum.

-----------------------------------

Economic governance explained 

Member States in Excessive Deficit Procedure: are subject to extra surveillance. They must undertake not only fiscal consolidation but they must also sign "economic partnership programmes", which contain detailed structural reforms which they intend to put in place to improve competitiveness and boost growth. This idea was first outlined in the Treaty on Stability, Coordination and Governance and is now enshrined in EU law.

-----------------------------------

Þetta hljómar töluvert líkt því aðhaldi sem ríki í svokölluðu "björgunarprógrammi" hafa þurft að búa við, þ.e. mjög þurft að búa við það að embættismenn frá stofnunum ESB væru á sveimi innan stofnana ríkisins og innan ráðuneyta, til að fylgjast með því að - raunverulega sé verið að framfylgja samþykktum ákvæðum um nægilegan niðurskurð.

 

Það er samt ekkert víst að Frakkland lendi í þessu!

Innan ESB er ekki sama Jón og Séra Jón. En ríki hafa mis mikil ítök. Enda fer vikt eftir mannfjölda í ríkjum og stærð hagkerfis, sbr. hlutfallslegt atkvæðavægi.

Þannig að stærstu og ríkustu löndin hafa mörg atkvæði, meðan að lítil og smá hagkerfi, hafa fá atkvæði.

Frakkland er alveg örugglega með embættismenn á sínum snærum - en það eru starfandi ráðgefandi nefndir innan Framkvæmdastjórnar, fjöldi slíkra, sem eru örugglega að gera sitt ýtrasta til að hafa áhrif á það hvað mun standa í ákvörðun Framkvæmdastjórnarinnar gagnvart Frakklandi.

Að auki, mun Frakkland örugglega semja um það fyrirfram við önnur aðildarríki, hvernig mun vera tekið á því áliti - - en það getur samt verið að það kosti Frakkland einhverjar fórnir.

Að fá hin aðildarríkin, til að greiða atkvæði á þann veg - sem verndar hagsmuni Frakklands.

----------------------------------

Það getur aftur á móti farið þannig, að annað aðildarríki sem hefur ekki eins mikið að baki sér, t.d. Slóvenía, lendi í því að ákvæðin verði virkjuð gagnvart því landi.

Þ.s. með minni vikt, hafi Slóvenía ekki eins gott svigrúm, til að semja við önnur aðildarríki um að vernda hagsmuni landsins.

Það getur verið, að sum aðildarlandanna t.d. Þýskaland - Finnland - Holland, vilji jafnvel að ákvæðið sé virkjað formlega, þannig sett fram fordæmi um notkun þess.

Sem ef af verður, væri fordæmi sem skapaði frekari þrísting á Frakkland.

Sem kannski, leiðir þá til þess, að Frakkar - Ítalir og Spánverjar, ákveða að það þjóni þeirra hagsmunum að hindra að refsiákvæði verði eftir allt saman virkjuð gagnvart Slóveníu.

  • Þetta á eftir að koma í ljós.
  • Getur verið forvitnilegt að heyra fréttir af fundi aðildarlandanna í vikunni. 

 

Niðurstaða

Sumir aðildarsinna er líklega hrifnir af "Stöðugleika Sáttmálanum" einmitt vegna þess, að hann færir Framkvæmdastjórn ESB svipu í hönd. En þeir sem styðja þær hugmyndir, að niðurskurður sé alltaf rétta leiðin. Eru örugglega hrifnir af því einmitt, að Ísland gangi inn í umhverfi þ.s. reglur um niðurskurð eru algerlega bindandi skilyrði og refsivönd stofnana ESB verði beitt - - ef ekki er eftir því farið.

Þ.s. þessir ágætu einstaklingar ef til vill átta sig ekki á, er hvað harður niðurskurður þíðir fyrir land í alvarlegri efnahagskreppu. Það má samt vel vera, að innan evru sé ekki önnur leið fær. Gott og vel. 

En punkturinn er sá, að þ.e. að eiga sér stað mjög mikil aukning á launamun innan sambandsins - sérstaklega evrusvæðis, og samfara niðurskurði velferðarútgjalda er atvinnuleysi hefur aukist mikið; heilmikil aukning á fátækt.

Þ.e. hinn grimmi veruleiki, að atvinnuleysi er farið að þíða - í vaxandi mæli, fátækt. Að vera á bótum hjá ríkinu, er einnig farið að þíða það sama.

  • Þannig að þ.e. ekki beint - velferðarkerfi, sem þá er búið til.
  • Sem setur upp þá spurningu, af hverju ASÍ vill þetta svo eindregið!

Sjá eldri færslu um vaxandi fátækt: Mikil barnafátækt í Evrópusambandinu!

 

Kv.


Svo unnt sé að standa við loforð um leiðréttingu til heimila, er einmitt lykilatriði að skapa Íslandi samningsstöðu!

Morgunblaðið laugardag 25-5 segir frá áhugaverðum hugmyndum sem koma fram í lögfræðiáliti Ástríðar Gísladóttur og Sigurðar Snædal Júlíussonar, sem unnið var fyrir hópinn - snjohengjan.is.

-----------------------------------Tekið úr frétt MBL.

  1. Setja inn ákvæði í íslenska löggjöf um að náist ekki að ljúka nauðasamningum Glitnis og Kaupþings fyrir næstu áramót, verði Glitnir og Kaupþing settir í greiðsluþrot.
  2. Að skerpa á gjaldþrotslöggjöfinni, þannig að allur vafi sé tekinn af um að þrotabúum sé einungis heimilt að fá greitt út í krónum. Hefð sé hvort sem er fyrir því á Norðurlöndum, að greiða út í eigin gjaldmiðli landanna. En rétt samt að skerpa á þessu.
  3. Afnema þær undanþágur sem í gildi séu varðandi eignir þær sem til staðar eru á höfuðbók 27 Seðlabanka Íslands, þ.e. ca. 400ma.kr, og bera vexti. Í dag er heimilað skv. undanþágu að erlendir krónueigendur fái að flytja úr landi vaxtagreiðslur í gjaldeyri.
  4. Að auki skv. lögfræðiálitinu sé unnt að takmarka fjárfestingarkosti þeirra aðila sem eiga það fé sem bundið er á höfuðbók 27.  
  • Hingað til hafi slitastjórnir Kaupþings og Glitnis, stefnt að því að ljúka nauðasamningum Glitnis og Kaupþings, svo unnt sé að greiða kröfuhöfum.
  • En Seðlabanki hafi hingað til ekki heimilað slíkar greiðslur.
  • Bent er á í lögfræðiálitinu að stjórnvöld geti sett ákvæði í lög sem setti þeim tímafrest um það hvenær yrði að ná fram nauðasamningum. Að öðrum kosti yrðu bankarnir settir í þrot.
  • Fari bankarnir tveir formlega í gjaldþrotsmeðferð, sé skipaður af héraðsdómi skiptastjóri - sem sé hlutlaus og á að hámarka þau verðmæti sem eru í gömlu bönkunum, og greiða tilkröfuhafa. Þannig myndu erlendir kröfuhafar missa allt forræði sem þeir nú hafa yfir gömlu bönkunum í gegnum slitastjórnirnar.
  1. Fram kemur í lögfræðiálitinu að skiptastjóra beri að selja erlendar eignir þrotabúanna - sem eru yfir 2000 ma.kr. að andvirði í gjaldeyri - og skila til Seðlabanka.
  2. Þau verðmæti yrðu síðan greidd til kröfuhafa í krónum sem yrðu fastar hér á landi vegna hafta og myndu bera neikvæða vexti og því tapa fljótt verðmæti sínu.
  • Íslenskum stjórnvöldum er heimilt að viðhalda gjaldeyrishöftum á meðan ljóst þykir að fjármálastöðugleika sé ógnað vegna gengisveikingar krónunnar.
  • Í lögfræðiálitinu kemur fram að EFTA Dómstóllinn hafi staðfest að þjóðum EES sé veitt ákveðið svigrúm til að grípa til aðgerða sem nauðsynlegar þykja til að tryggja fjármálastöðugleika.
  • Líklegt er talið að undanþágubeiðnum slitastjórnanna verði því ávallt hafnað af Seðlabankanum. nema fram komi tillaga  sem feli í sér í reynd að kröfuhafar afsali sér krónueignum búanna og eignarhlutum í nýju bönkunum.
  • Þá fyrst myndu skapast forsendur fyrir því að þrotabúunum yrði veitt undanþága frá gildandi gjaldeyrislögum um að greiða út til kröfuhafa hluta af 2000ma. erlendum eignum.

-----------------------------------

 

Fljótt á litið virðast þessar hugmyndir í góðu samræmi við kosningastefnu Framsóknarflokksins

Eins og var vel kynnt fyrir kosningar - - snýst tilboðið til kjósenda um að kröfuhafar séu knúnir til að afsala sér að fullu eða að stórum hluta inneign sinni á "höfuðbók 27" í Seðlabanka Íslands, í dag ca. að verðmæti 400ma.kr.

Þá sé lykilatriði að skerpt sé sem mest á samningsstöðu Íslands gagnvart þeim aðilum - - í því samhengi virðist því lögfræðiálit Ástríðar og Sigurðar allrar athygli vert.

Eignir þrotabúa Glitnis og Kaupþings með áætlað verðmæti 2000ma.kr. - en í erlendum gjaldeyri, eru eignir staðsettar erlendis, og því stendur ísl. peningakerfinu engin ógn af því, að þær eignir séu greiddar út - þ.e. í erlendum gjaldeyri.

Þ.e. smávegis tvíeggjað að láta þrotabúin, selja eignirnar erlendis, og skila því fé til Seðlabanka Íslands.

  1. Fræðilega gróði, að fá 2000ma.kr. af gjaldeyri inn í Seðlabankann. Það hljómar fljótt á litið virkilega fínt.
  2. Á hinn bóginn, að greiða það fé út í krónum - þá væri magn króna í alþjóðakerfinu aukið mikið, en að vísu á móti væri í sjóði Seðlabanka allt í einu kominn digur "eignarsjóður."
  • Aðilarnir augljóst myndu vilja fá það fé greitt út í gjaldeyri - - miklu frekar.
  • Á sama tíma, myndi vera unnt að setja "neikvæða vexti" á peningalegar inneignir sem aðilar eiga á bók í Seðlabanka Íslands.
  • En aðilarnir teldust eiga þá inneign að verðmæti 2000ma.kr. í krónum.
  • Sem gætu þá rýrnað jafnt og stöðugt að verðmæti.

Hugmyndin er með öðrum orðum - - eins og fram kom í kosningabaráttunni.

Að fá aðilana til að afskrifa sem hæst hlutfall 400ma.kr. á höfuðbók 27.

  1. Þ.e. auðvitað spurning um tímaramma!
  2. En heimili geta ekki fengið þessa peninga fyrr en ríkið hefur fengið þá í hendur.
  3. Möguleiki að heimilin verði óþolinmóð - - en ég bendi á móti, að okkar óþolinmæði getur skaðað okkar samningsstöðu.
  4. Við verðum að vera taktísk og snjöll, ef þetta á að takast að fullu.
  5. Smá þolinmæði, getur margborgað sig. Þetta getur alveg tekið ár, jafnvel rúmlega ár!

 

Niðurstaða

Mér virðist að staðan sé ekki óvænleg, en eins og fram kom í kosningabaráttunni þá sé samningsstaða Íslands sterk, í stað þess að vera veik eins og pólitískir andstæðingar leituðust við að halda fram - - komu jafnvel með sérkennilegan samanburð við stöðu Argentínu, sem hefur lent í langvarandi vandræðum við sína kröfuhafa. En þá er verið að bera saman epli og appelsínur, þ.s. á stöðu landanna tveggja er sá grundvallarmunur, að í tilviki Argentínu er að ræða skuldir argentínska ríkisins sjálfs en hérlendis hafa kröfuhafar ekkert tak á ríkinu eða tilkall til eigna þess - því ófærir um að beita ísl. ríkið sambærilegum hótunum og þeim sem argentínska ríkið stendur stöðugt frammi fyrir. 

M.a. því, að skip - flugvélar, í eigu þess séu teknar eignarnámi, ef þær láta sjá sig utan landsteina.

Pólitískir andstæðingar gætu leitast við að ala á tortryggni heimilanna, því ljóst er að peningarnir sem lofað var, verða ekki í höndum ríkisins - strax eða alveg á næstunni.

Ég árétta það, að samningsstaða okkar byggist á því að staða kröfuhafa sé þrengd sem mest, og það gert sem kostnaðarmest fyrir þá - að vera lengi að semja.

Slík aðferð tekur tíma að skila tilskildum árangri, en eigi að síður er rökrétt að hún það geri - - en til þess að svo verði eigi að síður, þurfum við að vera á meðan "sterk."

Með öðrum orðum, við þurfum á auðsýna "taktíska" þolinmæði!

Þetta getur hugsanlega tekið allt að heilt ár, að spila sig í gegn, að kröfuhafar gefi þessar eignir eftir. Vonandi ekki lengur en það, þó ekki sé unnt að útiloka slíkt með öllu.

Ef rétt er haldið á spilum, þá munu þeir líklegar að velja að semja í fyrri lestinni frekar en þeirri síðari.

 

Kv.


Af hverju er ríkisstjórn Sýrlands að styrkja stöðu sína?

Þetta er niðurstaða leyniþjónustu Þýskalands ef marka má grein Der Spiegel: German Intelligence Sees Assad Regaining Hold.

Hluti af þessu virðist vera - nýjar vopnasendingar. En fyrir nokkrum mánuðum, virtist her Sýrlandsstjórnar á fallandi fæti, stjórn Assads glataði yfirráðum yfir vaxandi hlutfalli landsins.

En upp á síðkastið, virðist að stjórnarherinn sé í gagnsókn, staða hans sé sterkari - en þá var.

Vakið athygli hafa fréttir af vopnasölu Rússa, sem hefur verið mótmælt af Vesturveldunum þ.e. nýjar loftvarnarflauga og einhverra hluta vegna, nýjar stýriflaugar sem hannaðar eru til árása á skip á sjó.

En sjálfsagt, hefur stjórnarherinn fengið aðrar vopnasendingar í seinni tíð, sem skýri bætta bardagahæfni.

Annað atriði er einnig, að vart geti annað verið, en e-h aðili sé að styrkja Sýrlandsstj. fjárhagslega - - en stríðsrekstur er dýr, nýleg kaup á vopnabúnaði hafa ekki verið fyrir neinar "smáupphæðir."

Fyrri umfjallanir:

Sýrland er leiksoppur nágrannaríkjanna!

Samstaða með Sýrlendingum! Eina vonin um frið í Sýrlandi er að Bandaríkin semji um frið við Íran!

Hvað ætli að Rússum gangi til?

  • Ég get skilið, hvað t.d. Íran gengur til með stuðningi við Assad, en ef fólk horfir á kortið skýrist það mál, en þeir eiga stuðningsmenn í Lýbanon þ.e. Hesbollah, vilja viðhalda tengslum við þann skæruher, en meðan að Hesbollah er öflugt vald innan Lýbanon þá hefur Íran áhrif alla leið að landamærum Ísraels, að auki er Hesbollah valdatæki Írana, en þeir hafa stöku sinnum en ekki oft beitt sér fyrir Íran, með hryðjuverkum gegn gyðingum - t.d. alla leið til Argentínu.
  • Málið fyrir Íran, er sem sagt, viðhalda sínum áhrifum, Lýbanon sé á áhrifasvæði Írans, sem kallar á að stjórn Assads sem hefur verið um skeið eini bandamaður Írans í heimshlutanum sé haldið á floti með öllum tiltækum ráðum.

En þ.e. minna augljóst hvað Rússum gengur til!

  1. Þeir eiga reyndar flotastöð, sem rekin er frá strönd Sýrlands - - og er eini aðgangur rússn. flota að Miðjarðarhafi.
  2. Assad hefur verið mikilvægur kaupandi vopna - - en í þetta sinn, grunar mig að Rússar séu nánast að gefa ríkisstj. Assads - vopn. Kaupsamningar séu bara "sýndarmennska."
  3. Það hangi með öðrum orðum e-h meira á spýtunni.

 

Mig er farið að gruna, að stuðningur Rússa við Sýrland nú, sé ekki síst - vegna þess að Rússar telja sig græða á því, að stríðið haldi áfram

Við þurfum að muna, að Rússar hafa haft verulegt gagn af því, að Bandaríkin hafa verið á kafi í styrjöld í Afganistan og áður, í Írak.

Málið er að það hefur haft margvíslega kosti í augum Rússa, að undanfarin ár hefur meginþorri hins bardagahæfa hluta Bandar.hers verið önnum kafinn!

En Rússland hefur sinn eigin "mjúka kvið" en þ.e. Mið-Asía og Kákasus. Áður en styrjaldirnar tvær brutust út, voru Bandaríkjamenn farnir að skipta sér all verulega að þessum tveim svæðum.

Sem Rússar líta á sem sitt yfirráðasvæði, en bæði þessi svæði innihalda mikinn auð af gasi og olíu.

Eftir að stríðin 2-brutust út, hefur áhrifum Bandaríkjamanna á þeim svæðum hnignað verulega, og að sama skapi hafa áhrif Rússa styrkst á ný.

  1. En Rússland getur í reynd ekki keppt beint við Bandaríkin!
  2. En kannski, halda Rússar að þeir geti, flækt Bandaríkin inn í annað - - langvinnt stríð.
  3. Þannig haldið Bandaríkjaher áfram uppteknum! 
  • En það verður að muna, að Bandaríkin eru við það að kveðja her sinn heim frá Afganistan!

Það er því kannski alls - alls engin tilviljun, að Rússar virðast í dag vera að, styrkja her Ríkisstjórnar Sýrlands.

Á sama tíma, fer þrýstingur innan Bandaríkjanna, og meðal Vesturveldanna, vaxandi um það - að hefja frekari afskipti af styrjöldinni í Sýrlandi.

Mig grunar, að Rússar sjái leik á borði!

Haldi að þeir geti lagt gildru fyrir Vesturveldin.

 

Niðurstaða

Assad hefur verið miklu mun fastari í sessi, en flestir bjuggust við. En þar kemur að auki til, að hann hefur fyllt her sinn af minnihlutahóp Alavíta, sem eru sértrúarhópur Shíta. En Assad er Alavíti. 

Þarna hefur hann því her, sem á nánast ekki möguleika á öðru, en að styðja stjórn hans - - því Alavítar óttast eðlilega það hatur gegn þeim, sem fremur grimm stjórn Assads hefur framkallað.

Að auki hefur hann 2-ríki þ.e. Íran og Rússland. Sem sjá eigin hag í því að tryggja áframhaldandi völd Assad stjórnarinnar.

  • Fórnarlömbin eru síðan fólkið í landinu, sem deyr unnvörpum, meðan landið er leiksoppur utanaðkomandi afla.

Um margt líkist því þetta stríð Lýbanon stríðinu, nema þ.e. stærra.

 

Kv.


Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði sammála ríkisstjórn Íslands!

Eyjan reyndar vakti á þessu athyli: Gáfulegt hjá Íslandi að forðast Evrópu - Ætti skoða dollarinn. En það var viðtal við þennan ágæta hagfræðing, Edmund Phelps, á vef Bloomberg: Nobel Laureate Phelps Warns Against EU as Iceland Drops Bid. Sjálfsagt afgreiða aðildarsinnar ummæli Phelps, sem ummæli "neikvæðra" gagnvart ESB - - en það virðist gjarnan duga því ágæta fólki, að setja stimpilinn "neikvæður" þá "skipta rök viðkomandi engu máli."

 

Ummæli Edmund Phelps!

  • Phelps leggur áherslu á, að framtíð ESB og sérstaklega evrunnar, sé langt í frá örugg!

“We’re still learning about the European experiment and to what extent it’s going to succeed,” Phelps, 79, said in a telephone interview. “The possibility is not foreclosed that the experiment is going to prove unworkable, unsuccessful.” 

Hann bendir auk þess á, að ESB sé mun síður aðlaðandi í dag - sem hið fyrirheitna land, í ljósi þeirrar kreppu sem sambandið er statt í, sem virðist ekki enda ætla að taka.

Bendir einnig á, að Bretland sé í alvöru að ræða þann möguleika að ganga út.

“I can’t believe that anybody’s serious about joining the EU right now,” Phelps said. “It’s like saying: ‘it’s a beautiful house -- it happens to be on fire at the moment -- we should buy it!’” 

Sem verða að kallast fremur sterk ummæli.

-----------------------------

“It’s certainly worth a look,” he said. “Of course, once you ask that question it leads naturally to other possibilities. What about Australia or Switzerland? Or, by the way, what about the U.S. dollar? I’ve seen worse currencies in the world.” 

Ég ryfja upp að annar nóbels hagfræðingur hefur einnig áður bent á að Ísland ætti að taka upp dollarinn, þ.e. Robert Mundell: Robert Mundell, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, oft kallaður faðir Evrunnar - ráðleggur Íslendingum að tengja gengi krónunnar við gengi bandar. dollars!

  • Í sjálfu sér er það mögulegt!

En upptekning annars gjaldmiðils - - með engum sjálfvirkum hætti, skapar stöðugleika á Íslandi.

En slík leið getur verið liður í því, ef málið er náglast með réttum hætti.

En ég hef áður nefnt hvað þarf til: Er fastgengisstefna möguleg á Íslandi?

  • Þar fjalla ég um "fastgengisstefnu" almennt, en frá okkar sjónarhóli er það í eðli sínu sama vandamálið, og krefst sömu úrræðanna - ef það dæmi á að virka.
Það þíðir sem dæmi, að sömu úrræðum er fræðilega unnt að beita innan krónu-umhverfis, tengja krónuna síðan við hvaða gjaldmiðil sem er.

En upptaka annars gjaldmiðils - getur verið valkostur í staðinn.

  1. Höfum samt í huga, að nýjan gjaldmiðil þyrfti að kaupa - - skuldsetja hagkerfið til viðbótar.
  2. Sem myndi lækka lífskjör - - hækka skuldatryggingaálag Íslands.

Þetta gæti því verið áhættusamt - - við þær aðstæður er Ísland skuldar mikið í gjaldeyri.

En á hinn bóginn, getum við vel tengt krónuna við annan gjaldmiðil, ef úrræðum lýst á hlekknum að ofan er beitt - - og það myndi ekki kosta nokkra viðbótar skuldsetningu af því tagi.

Og þá getur það verið stöðug tenging!

 

Niðurstaða

Ég er sammála Phelps, að það sé órökrétt að óska aðildar að ESB við þær aðstæður sem ríkja í ESB og á evrusvæði. Lágmarksskynsemi sé í því - sem virðist ákvörðun ríkisstjórnarinnar - að hefja ekki viðræður að nýju. Heldur halda þeim í frysti þ.e. þeim frysti sem fyrri ríkisstjórn sjálf var hvort sem er búinn að setja þær í. Það sé þannig séð ekki nauðsynleg ákvörðun. Að hætta viðræðum formlega.

Ég á ekki von á því að ESB verði allt í einu aðlaðandi eftir 4 ár.

 

Kv.


Ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir mjög krefjandi verkefnum!

Eins og fram er komið í fréttum, er ráðherralisti stjórnarinnar fram kominn, þ.e.:

Framsóknarflokkur:

  • Sigmundur Davíð - Forsætisráðherra.
  • Gunnar Bragi - Utanríkisráðherra.
  • Sigurður Ingi - Sjávarútvegs-, landbúnaðar, og umhverfisráðherra.
  • Eygló Harðardóttir - Félagsmálaráðherra.

Sjálfstæðisflokkur:

  • Bjarni Ben - Fjármála- og efnahagsráðherra.
  • Hanna Birna - Innanríkisráðherra.
  • Illugi Gunnarsson - Mennta-  og menningarmálaráðherra.
  • Ragnheiður Elín - Iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
  • Kristján Þór - Heilbrigðisráðherra.
  • Einar K. verði Forseti Alþingis. 

Stjórnarsáttmálinn hefur einnig verið kynntur fjölmiðlum!

 

Verða sennilega fáir hveitibrauðsdagar!

Ástandið er eiginlega þannig að það kallar á skjótar aðgerðir. En þ.e. ekki bara vegna loforðsins um "leiðréttingu" skulda heimila. Heldur hefur komið fram nýverið að fram yfir 2018, sé fyrirsjáanlega skortur á gjaldeyri á Íslandi.

Það kemur til að skv. áætlun kosta skuldir þjóðarbúsins 5,5% af þjóðarframleiðslu yfir þau ár - þ.e. mjög þung greiðslubyrði. Á sama tíma og afgangur af gjaldeyristekjum, var 3% sl. ár.

Þetta þíðir, að öllu óbreyttu - - stefnir í lífskjaralækkun á Íslandi.

Síðan er það einnig gjaldeyrislán sem tæknilega er á ábyrgð Landsbanka Íslands hf, en Seðlabankinn hefur varað við, að óvissa er um að Landsbankinn geti útvegað nægan gjaldeyri fyrir. 

En það kemur vegna fyrri aðvörunarinnar, að ekki sé nægur gjaldeyrir næstu árin, Landsbankinn er ekki með erlend viðskipti í dag eins og fyrir hrun. Því ekki sjálfstæða gjaldeyristekju-uppsprettu. 

Skv. Seðlabanka þarf að semja um það lán einnig - - þetta er fyrir utan, að semja við kröfuhafa um 800ma.kr. í lausafé, sem þeir eiga hérlendis bundið á reikningum, og vilja losa út.

------------------------------------

Áður en þetta allt hefur verið gert - - er ljóst að engar forsendur eru fyrir lífskjarahækkun.

En ríkisstjórnin ég ítreka, mun þurfa að fara í neyðaraðgerðir til að bjarga þeim núverandi, sem þíðir ekki að stéttafélögin muni samt sem áður ekki krefjast hækkana.

  • Það blasir við - - að mikið verður að gera frá fyrsta degi!
  • Því líklega fáir eða jafnvel engir "hveitibrauðsdagar."
Auk þess, eru ofangreindar neyðaraðgerðir allar í senn, forsenda losun hafta!

 

Eitt forvitnilegt varðandi ráðherralistann!

Það er eiginlega þetta "Sjávarútveg-Landbúnaðar-og-Umhverfisráðuneyti." Áhugavert það risaráðuneyti sem hefur verið búið til.

Það sem verður spennandi er að sjá, hvaða afstöðu Sigurður Ingi mun taka til umhverfismála, en eitt af því sem sannarlega er mikilvægt á Íslandi.

Er að nýta auðlindir í sátt við náttúruna - - að hafa auðlindamál og umhverfismál tengd með þessum hætti, er ekki endilega slæmt. 

En þarna getur um miklu ráðið sá einstaklingur sem ræður yfir þeim ráðuneytum, þó skv. Sigmundi Davíð, sé þessi skipan einungis til bráðabirgða.

Meðan að endurskoðun á skipan ráðuneyta og verkefnaskipan þeirra fer fram.

------------------------------

Enn eitt risaverkefnið - - en ekki er á þeim skortur, þ.e. klárt :)

En skv. Sigurði Inga, sem kom fram á RÚV, er ekki Umhverfisráðuneytið lagt niður, eins og fjöldi "netverja" hélt fram, sem stjórnsýsluleg eining sé það enn það sama og áður.

Breyting á því, fari fram sem þáttur í hinni boðuðu allsherjar endurskoðun!

------------------------------ 

En spurningin er hver fókus hins nýja "umhverfisráðherra" verður?

Alltaf spurning um jafnvægið milli áherslunnar á nýtingu - og áherslunnar á verndun!

  • Mín skoðun er að nýting skuli vera "varfærin."
  • Með virðingu fyrir náttúrunni!
  • Rétt sé að leita leiða til að fara bil beggja, milli ítrustu verndarsjónarmiða og ítrustu nýtingarsjónarmiða.

 

 

Niðurstaða

Bjóðum nýja ríkisstjórn velkomna. Að sjálfsögðu er ekki fyrirfram gefið að vel muni ganga. Rétt er að árétta, að ríkisstjórnin stendur ekki einungis frammi fyrir andstreymi vegna erfiðra aðstæðna hér heima. Heldur stafar köldum andvara frá Evrópu vegna kreppunnar þar - sem því miður virðist ekki lát á. Og hún getur skaðað tilraunir ríkisstjórnarinnar til að bæta lífskjör Íslendinga næstu misserin.

Þetta undirstrika enn rækilegra, mikilvægi þess að ríkisstjórninni takist vel upp. 

En þ.e. ljóst að þegar kaldi andvarinn frá Evrópu er tekinn með í reikninginn, þá verður hörð barátta öll næstu 4 ár að ná fram þeirri efnahagslegu uppbyggingu, sem þörf verður á.

Ef takast á að verja lífskjör landsmanna, en ekki síst - að lyfta þeim.

Að auki má reikna með hatrammri gagnrýni andstæðinga! Sérstaklega þeirra, sem eru sannfærðir að einungis aðild að ESB geti veitt Íslandi góða framtíð.

  • Það sannarlega veitir ekki af því að óska stjórninni velfarnaðar.
  • Því ef dæmið gengur ekki upp, mun sú lífskjaraskerðing sem hún mun berjast við að hindra, líklega dynja yfir landsmenn! 
Glansmyndin sem fyrri stjórnarflokkar héldu á lofti, er svo sannarlega rækilega hrunin!

 

Kv.


Magnað fyrirbæri skýstrokkar!

Eins og við höfum öll heyrt, þá hefur eina ferðina enn orðið stórtjón á bandarískum bæ, ef völdum skýstrokks. Athygli vakir ótrúleg stærð þess skýstrokks sem gekk yfir, þ.e. milli 1,5-2km. í þvermál.

Þetta virðist vera mynd af skrímslinu sem fór yfir bæinn!

Erfitt að gera sér í hugarlund, hvernig þ.e. að búa við þá hættu - - að skýstrokkar geti stungið sér niður úr skýjunum þá og þegar. 

Er þrumuveður gengur yfir.

En íbúar Moore í Oklahoma fengu sannarlega að kynnast þeirri hættu!

Samkvæmt Financial Times: Oklahoma tornado kills dozens and flattens town

Er vindhraðinn í strokknum áætlaður um 320km/klst. 

Hann hafi verið af styrkleika 4, þ.e. næst öflugasta styrkleika flokki.

Skv. FT er fjöldi staðfestra látinna kominn í 51.

En yfirvöld í bænum óttast að alls 90 manns hafi farist.

Eitt af því sem er erfitt við þetta, skilst mér að sé það - hve brátt fyrirbærið bregður að.

Menn verða að vita hvar "byrgið" er staðsett, eða besta herbergið í húsinu - - ef það hefur sérstyrkt herbergi.

Þannig séð minnir þetta á aðstæður í London t.d. í Seinna Stríði, að fólk þurfti að vita hvar byrgin voru staðsett, það voru æfingar reglulega.

Miðað við þetta, þá er ekki svo íkja slæmt - að búa við Suðurlandsskjálfta á ca. 100 ára fresti!

 

Magnað að sjá eyðilegginguna!

Það hafa komið fram samlíkingar við loftárás - - en það sést vel á næstu mynd, hvernig hlutir kurlast í sundur, bílar hafa þeyttst um eins og leikföng.

Ekki er þessi að neðan síðri, bara spýtna og járnarusl eftir þ.s. áður stóð húsalengja.

Ég bæti síðan þessari mynd við, þarna er eins og húsin hafi kurlast í smátt!

Og önnur loftmynd!

Áhugaverð Wiki síða: Tornado

  • Rauðu svæðin á kortinu er svokallaður "Tornado allay."

File:Tornado Alley.gif

Rosaleg myndasería er sýnir fæðingu skýstrokks!

File:Dimmit Sequence.jpg

 

Niðurstaða

Náttúran minnir okkur alltaf öðru hvoru á það, hve lítil mannanna verk eru - - þegar hún virkilega kemst í ham. En skýstrokkar eru ekki hættulegustu náttúrufyrirbærin sem um getur. Sennilega eru flóðbylgjur af völdum jarðskjálfta sem eiga sér stað neðansjávar, það allra hættulegasta.

Eins og við höfum tvisvar séð á síðustu árum þ.e. skjálftinn á Indlandshafi sem olli miklu manntjóni af völdum flóðbylgju á Indónesíu og löndunum í kring, eins og Malasíu, Tælandi.

Síðan aftur í Japan. Það sem kemst næst þessu hér á landi eru hamfaraflóðin úr Mýrdalsjökli. Og stöku allra stærstu eldgos, sem betur fer verða með nokkurra alda millibili.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband