Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
29.4.2013 | 23:50
Nýr forsætisráðherra Ítalíu ætlar að leggja áherslu á hagvöxt!
Það eru að verða straumhvörf í Evrópusambandinu, en það hlýtur að hafa mikil áhrif, að nýr forsætisráðherra 3-stærsta hagkerfis evrusvæðis; ætlar að taka upp stefnu sem ég fæ vart betur séð. En að gangi þvert á anda þeirrar niðurskurðar og hjöðnunar stefnu sem Angela Merkel og stofnanir ESB hafa verið að knýja fram - nánast þröngva upp á evrusvæði.
Það nefnilega átti sér stað óvænt atburðarás um helgina og undir lok sl. viku, að hin háaldraði forseti Ítalíu - - skipaði lítt þekktan pólitíkus Enrico Letta frá litlum miðjuflokki; forsætisráðherra.
Virðist að Letta og Napolitano forseti hafi sameiginlega tekist, að fá stóru flokkana 2 - þ.e. hægri fylkingu Berlusconi og vinstri fylkingu sem akkúrat þessa stundina er leiðtogalaus til þess að sameinast um ráðuneyti Letta.
Svo eftir allt saman lítur út fyrir að Ítalíu verði stjórnað - - á hinn bóginn á eftir að koma í ljós, hvernig forsætisráðherra frá litlum miðjuflokki gangi, að ráða við stóru flokkana og deilur þeirra á milli.
Letta virðist meir vera ráðinn sem nokkurs konar - sáttasemjari.
Italy's New Premier Lays Out Ambitious Agenda
Italy premier Enrico Letta tears up 6bn in tax rises
Italian showdown with Germany as Enrico Letta rejects 'death by austerity'
Samkvæmt orðum Letta virðist að stefnan verði ákveðinn viðsnúningur frá niðurskurði - - og í staðinn verði fókusað á hagvöxt!
Enrico Letta - "I'll speak to you in the subversive language of truth," ... We will die of fiscal consolidation alone. Growth policies cannot wait any longer, - Europe can return to be the engine of sustainable growth, the engine of hope and future, only if it opens up . . . There cannot be winners and losers,
- Hætt hefur verið við fyrirhugaðar 6 ma. skattahækkanir.
- Skv. fréttaskýrendum, þó svo Letta hafi sagst munu standa við skilyrði ESB um hallarekstur, hafi hann lítt tjáð sig um hugsanlegan niðurskurð á móti.
"...Mr Letta said Italys inadequate welfare system had to be broadened to include more provisions for young people, women and workers on temporary contracts."
"Businesses would be given tax incentives to hire young workers, Mr Letta said, stressing that job creation was his governments priority."
Skv. fréttum mun Letta ferðast til Berlínar á þriðjudag, til að ræða við ríkisstjórn Þýskalands.
Hvergi kom fram skv. fréttaskýrendum neitt um hugsanlegar umbætur á reglum um stéttafélög eða um breytingar á reglum sem takmarka samkeppni.
-----------------------------
En líklega er Letta í mjög þröngri stöðu - - hann hefur þurft að gefa Berlusconi eftir fyrirhugaðar hækkanir skatta.
Á sama tíma, og hann hefur þurft að samþykkja væntanlega kröfu frá vinstrifylkingunni um það, að auka velferðarútgjöld til fólks í hálfsdags vinnu sem er víst fjölmargt - sem fær ekki heilsdags.
Svo á að bjóða fyrirtækjum að borga fyrir hluta af launum ungra atvinnulausra - til að koma Þeim í vinnu. Tilraun til að slá á gríðarl. atvinnuleysi meðal ungra.
- Allt þetta gengur augljóst á svig við stefnuna frá Berlín.
- Óhjákvæmilega mun a.m.k. til skamms tíma, hallinn á ítalska ríkinu aukast - en hver veit, kannski stjórnin finni e-h til að auka hagvöxt.
- En ef ekki, þá munu skuldir ítalska ríkisins vaxa enn hraðar en áður.
En hinn eiginlegi vandi er að Ítalía er ósamkeppnisfær.
Ef Ítalía hefði líruna, væri hún löngu búin að falla sennilega 30% og atvinnuleysið væri þegar í minnkun.
En þegar ekki er unnt að gengisfella, þarf að framkvæma aðrar aðgerðir - - sem allar eru verulega erfiðari í framkvæmd.
Sbr. að lækka laun en slíkt er alltaf mjög óvinsælt, einnig að finna leiðir til að auka skilvirkni þ.e. brjóta upp lokaða klúbba sem nóg er víst af á Ítalíu þ.s. tilteknar stéttir hafa aðgangstakmarkanir, þannig auka skilvirkni með aukinni samkeppni - en slíkt er einnig óvinsælt því lokuðu klúbbarnir berjast um hæl og hnakka, síðan ef á að auðvelda fyrirtækjum að reka fólk svo auðveldara sé að lækka laun, þá einnig verða stéttafélögin bandvitlaus.
Best að muna að þessar aðgerðir í besta falli - - taka tíma að virka.
Ef þetta er allt í gangi á sama tíma, og atvinnuleysi er í hraðri aukningu því þ.e. kreppa, þá bætist það við sem ástæða - fyrir stigmögnun óánægju.
Og ef samtímis hið pólitíska kerfi er sundurgrafið af ágreiningi og samstaða milli aðila lítil sem engin, getur það verið svo að hið pólit. kerfi takist ekki að taka þær ákvarðanir sem þarf til að leysa úr vandanum.
Og í því tilviki, getur landið staðið frammi fyrir stigmagnandi kreppu - - en innri aðlögun getur eftir allt saman mistekist!
Evran er í þessu tilviki fyrir Ítalíu eins og - - Gildra!
Ég átta mig ekki á því til hvaða hagvaxtarhvetjandi aðgerða Letta getur gripið - - ég sé engar sem geta virkað innan skamms tíma.
Meðan Ítalía er innan evrunnar.
En þ.e. til stofnun innan evrunnar, sem getur gert eitthvað. Seðlabanki Evrópu.
Kannski að Letta ætli að ræða það við Angelu Merkel á þriðjudag.
- Punkturinn er sá að einungis seðlabankinn getur gripið til aðgerða, sem mögulega geta virkað strax eða nærri því strax.
- En það eru einmitt aðgerðir af því tagi, sem ríkisstjórn Angelu Merkel hefur ekki tekið í mál.
Þess vegna er það algerlega rökrétt af Letta að fara til Berlínar.
Hverskonar aðgerðir?
- Aðgerð sem fengið hefur þekkta skammstöfun - "QE"
- En mikilvægur vandi á Ítalíu og reyndar í allri S-Evrópu, er að vaxtastig á lán til atvinnulífs, hefur farið stig hækkandi síðan kreppan hófst.
- Skv. nýlegu mati Deutche Bank eru meðalvextir 3,5% ca. hærri á Ítalíu en til sambærilegra þýskra fyrirtækja.
- Einungis Seðlabanki Evrópu getur gripið til aðgerða til að stemma stigu við þeirri öfugþróun.
En ég sé ekki Merkel gefa eftir andstöðuna við prentun - - a.m.k. ekki fyrir kosningar í september.
Niðurstaða
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að fyrir rest verði Seðlabanki Evrópu að prenta evrusvæði út úr vandanum, eins og gert er í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Stóra spurningin - hjöðnun eða verðbólga. Þýskaland hefur heimtað "hjöðnun" en andstaðan við þá leið hefur farið stigmagnandi. Og nú virðist uppreisnin gegn þeirri stefnu vera að hefjast virkilega fyrir alvöru.
En ef stórfellt kaup Seðlabanka Evrópu hefjast, verða þau að vera af þeim skala - - að einungis prentun kemur til greina. Og það þíðir aukning peningamagns sem er eitur í beinum þýskra hægri manna.
En til þess eyða vaxtamun milli Suður og Norður Evrópu. Þyrfti líklega að prenta frekar mikið. Það mikið, að líklega verður aukning í verðbólgu -- ekki í Suður Evrópu, en þar er næg hjöðnun í gangi til að gleypa verðbólguáhrif prentunar, heldur í N-Evrópu.
N-Evrópubúar verða ekki hrifnir af verðbólgu kannski á bilinu 4-5%. Kannski jafnvel 6%. Meðan hún væri samtímis ekki mikið meir en 2% í S-Evrópu.
En hagfræðingar hafa bent á það sem mögulega leið, að hækka verðbólgu innan evrusvæðis, sem myndi stórfellt auðvelda aðlögun S-Evrópuþjóða. En geta N-Evr. þjóðir sætt sig við það?
Ef N-Evr. þjóðunum tekst áfram að spyrna við fótum, mun andstaðan í S-Evr. halda áfram að stigmagnast. Samtímis því að ekkert lát verður þá á kreppunni þar.
En ég sé ekki að S-Evr. þjóðirnar geti í reynd komist hjálparlaust út úr kreppunni, meðan þær eru innan evrunnar - - en vaxandi vaxtamunur gerir stöðugt íllt verra því hann er mjög samdráttaraukandi.
En þ.e. einmitt atriði sem "ECB" getur kippt í liðinn, en það að losna við þau viðbótar samdráttaráhrif ofan á önnur vegna niðurskurðar og launalækkana, hjöðnunar atvinnugreina sem lítil framtíð er í; gæti gert það raunverulega framkvæmanlegt fyrir S-Evr. þjóðirnar að ná viðspyrnu.
En ef þ.e. engin leið að fá N-Evr. þjóðirnar til að heimila inngrip Seðlabanka Evrópu, af því tagi sem þá þarf til; á ég mjög erfitt með að sjá hvernig S-Evr. þjóðirnar geta þá mögulega forðast að flosna út úr evrunni fyrir rest. En kveikiþráðurinn í S-Evr. er greinilega farinn að styttast verulega.
Kv.
28.4.2013 | 16:28
Staðan í kjölfar kosninga getur reynst flóknari en margir halda!
Það kemur engum á óvart að ríkisstjórnin verður fyrir miklu afhroði í nýliðnum kosningum. Það verður samt að segja að áfallið er bersýnilega mun þyngra fyrir Samfylkingu (Sjá Wiki síðu). Sem var stofnuð til að - loksins, loksins - sameina vinstri menn í einum stórum flokki, sem átti að verða helsti keppninautur Sjálfstæðisflokksins. Í svipuðum stíl og í Svíþjóð hefur stór krataflokkur verið annar megin flokkur landsins, mótvægi við megin hægri flokk þess lands.
Að einhverju leiti má það vera að stefna Halldórs Ásgrímssonar formanns Framsóknarflokksins á sama áratug sem tók nokkra hægri sveiflu með Framsóknarflokkinn hafi hjálpað Samfylkingu að ná þeim árangri sem varð hjá Samfylkingunni 1. áratug núverandi aldar.
Sjá kosningaárangur á 10. áratugnum og 1. áratug þessarar aldar!
.....................Framsóknarflokkurinn......................Samfylking
1995.........................23,3%...............11,4% Alþýðufl. + 7,2% Þjóðvaki + 4,9% Kvennal)= 23,5%
1999.........................18,4%.....................................26,8%
2003..........................17,7%....................................31%
2007..........................11,7%...................................26,8%
2009..........................14,8%...................................29,8%
Ef við tökum úrlit sömu flokka 2013
2012...........................24,4%...................................12,9%
Þá er það ægilegur ósigur, en samtímis er Björt Framtíð að fá 8,3% og Lýðræðisvaktin 2,5%.
Fylgi sem öllu jöfnu hefði ratað til Samfylkingar, meina þetta séu óánægðir Samfylkingarsinnar upp til hópa, sem hafa lagt þeim tveim flokkum sitt atkvæði: 12,9% + 8,3% + 2,5%: 23,7%.
- Kosningaófarir Samfylkingar snúast því meir um klofning en samt er þetta verulegur ósigur þó tekið sé tillit til þeirra talna.
- Takið eftir því, hve nærri því sama fylgi og þetta er 1995 skv. samlagningunni fyrir það ár á fylgi Alþýðuflokks, Þjóðvaka og Kvennalista.
Alþýðubandalag náði það ár 14,3% fylgi. Sumir myndu sjálfsagt bæta því fylgi einnig við fræðilegt fylgi Samfylkingar 1995, en hafa ber í huga að þegar Samfylking varð til árið 2000 og Alþýðubandalagið var einn af þeim flokkum sannarlega sem rann þá þar í púkkið, var stofnaður nýr vinstriflokkur Vinstri-Grænir, sem ég lít á sem arftaka Alþýðubandalags.
Fylgi VG í gegnum árin er ívið minna að jafnaði en fylgi Alþýðubandalags var, það má því hugsanlega færa hluta fylgis Alþýðubandalags yfir það ár, og fá svipaða tölu og Samfylking náði 1999.
Miðað við samanburð á 1995 og 2013 virðist manni að Framsóknarflokknum, hafi nú ef til vill tekist að ná til baka því vinstri fylgi sem hann hafði fyrir þann tíma.
Á sama tíma og hann einnig fær einhverja Sjálfstæðismenn með í púkkið, sem skilar örlítið meira fylgi en 1995 þ.e. 24,4% í stað 23,3%.
Það getur þó verið, að hlutfallslega séu Sjálfstæðismennirnir ívið fleiri en þetta virðist gefa vísbendingar um, og vinstrimennirnir sem Framsókn hefur bætt við sig - örlítið færri.
Þannig að samsetning Framsóknarflokksins 2013 sé ekki akkúrat hin sama og 1995.
Það er þó spurning hvort Sigmundi Davíð sé ekki að takast að færa Framsóknarflokkinn aftur inn á miðjuna, í íslenskum stjórnmálum svo að eins og í tíð Steingríms Hermannssonar, sé hann að teygja sig nokkurn veginn jafnt í báðar áttir yfir hina pólitísku miðju.
Með því að horfa jafnt til beggja átta, vera hófsamur miðjuflokkur, tókst Framsóknarflokknum í tíð Steingríms, að hafa bæði vinstri-menn og hægri-menn meðal sinna raða.
Meðan að almennt er talið að Halldór Ásgrímsson, hafi með þeirri hægri sveiflu er hann fór með Framsóknarflokkinn í, reitt af honum vinstri mennina - - sem hafi farið yfir til Samfylkingar.
Sem hafi gert Samfylkingu kleyft að stækka úr fræðilegu fylgi 1995, kosningafylgi 1999, í það að fara mest í kringum eða rétt rúmlega 30%.
- Eftir þessar kosningar er megin spurningin fyrir vinstri vænginn, hve varanlegur klofningur Samfylkingar verður!
- En endursameining, myndi sennilega endurreisa Samfylkingu sem a.m.k. flokk með ekki minna fylgi en það fræðilega fylgi sem ég fann til með samlagningu fyrir árið 1995.
Úrslit kosninganna!
- Sjálfstæðisflokkurinn.......26,7%.............19 þingmenn.......bætir við sig 3
- Framsóknarflokkurinn......24,4%.............19 þingmenn......bætir við sig 10
- Samfylkingin..................12,9%...............9 þingmenn...............missir 11
- Vinstri-græn...................10,9%...............7 þingmenn................missir 7
- Björt framtíð....................8,3%...............6 þingmenn
- Píratar.............................5,1%...............3 þingmenn
- Dögun.............................3,1%
- Flokkur heimilanna............3,0%
- Lýðræðisvaktin.................2,5%
- Hægri-grænir...................1,7%
- Regnboginn.....................1,0%
- Landsbyggðaflokkurinn......0,2%
- Alþýðufylkingin.................0,1%
- Húmanistaflokkurinn.........0,1%
- Sturla Jónsson..................0,1%
- Auð og ógild.....................2,5%
- Kjörsókn var 81,4% þ.e. 193.792 miðað við 237.957 á kjörskrá.
- Síðustu 3 flokkunum raðað í stafrófsröð.
- Flokkar sem ekki ná inn manni voru samtals með 11,8%.
- 11,8% + 2,5% = 14,3%. Atkvæði sem ekki nýtast.
- 4 flokkur samtals = 74,9%.
- En ef við bætum BF við: 83,2%.
Þá er staða 4 flokks ekkert veikari en oft áður.
Fræðilegar meirihlutastjórnir - EF SDG fær umboð.
- Mið-Vinstri: Framsóknarflokks, Samfylkingar + VG: 35 þingmenn.
- Miðjustjórn: Framsóknarflokks, Samfylkingar + BF: 34 þingmenn.
- Mið-Hægri: Framsóknarflokks + Sjálfstæðisflokks: 38 þingmenn.
Fræðilegar meirihlutastjórnir - Ef BB fær umboð.
- Mið-Hægri: Framsóknarflokks + Sjálfstæðisflokks: 38 þingmenn.
- Mið-Hægri2: Sjálfstæðisflokks + Samfylkingar + BF: 34 þingmenn.
- Hægri-Vinstri: Sjálfstæðisflokks + Samfylkingar + VG: 35 þingmenn.
- Minnsti starfhæfi meirihluti er 33 eins og við þekkjum.
Rétt er að halda til haga - - Að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar getur reynst minna tryggur en fljótt á virðist, því tveir þingmenn:
- Brynjar Þór Níelsson nú 5 þingmaður Rvk. norður.
- Vilhjálmur Bjarnason, nú 9. þingmaður Suðvestur.
Hafa báðir gagnrýnt harkalega stefnu Framsóknar í málefnum heimila.
Brynjar tók mjög djúpt í árinni í pistli á pressunni: Að gefnu tilefni
Telur hugmyndir Framsóknar um leiðréttingu til heimilanna, bersýnilega algerlega óásættanlegar.
Vilhjálmur virðist einnig telja að tillögur Framsóknar flækist fyrir sbr.: Syndir framsóknarmanna eru stórar. Þetta er ein tegund af gagnrýni - að leiðrétting heimila sé "stundarlausn."
Ef báðir fá að ráða - - væri innan stjórnarsáttmála, eingöngu sett inn almennt markmið um leiðréttingu stöðu skuldara - - en í reynd ekki farið í þá aðgerð sem Framsóknarfl. leggur á áherslu.
- Þ.e. ekki víst, hve ákveðnir þeir tveir eru í þeirri andstöðu - - t.d. hvort þeir myndu ekki treysta sér til að styðja ríkisstjórn, sem fer fram með slíka stefnu.
- Það væri einnig hugsanlegt, að þeir lýstu yfir andstöðu við tiltekin mál, styddu þau ekki.
En þó svo að öruggur meirihluti sé ef vil vill einungis 36, þá er það samt öruggasti meirihlutinn í boði.
Ef aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks, sætta sig við stefnuna.
Fljótt á litið virðist það borðleggjandi, eiginlega fátt annað koma til greina, en að mynda stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks!
En dýpra skoðað, er staðan ekki endilega þetta einföld.
Ríkisstjórnarumleitanir ekki hafnar
Málið er að í öllum þeim samtölum sem ég hef átt sjálfur við SDG hefur hann verið sammála því, að Framsóknarflokkurinn - hefur alls ekki efni á því að fara í stjórn.
Ef ekki tekst að ná fram þeim málum, sem Framsóknarflokkurinn leggur á höfuðáherslu.
Það eru málefni heimilanna - - þ.e. skuldaleiðréttingin.
En hérna kemur til fortíð flokksins, margir upplifðu það að Framsóknarflokkurinn hafi ílla brugðist í tíð Halldórs Ásgrímssonar, það viðbótar fylgi sem Framsóknarflokkurinn hefur nú fengið.
Er ekki enn orðið neinskonar "fastafylgi" og er alveg ljóst að það tapast um leið, og í ljós kemur að Framsókn fer í stjórn - án þess að ná fram þeim markmiðum sem það ágæta fólk, lítur á með réttu að Framsókn sé búin að lofa því.
Að auki, skiptir miklu máli hvort SDG eða BB verði forsætisráðherra - - ef það fer saman að BB verður forsætisráðherra, og Framsókn nær ekki að koma málefnunum nægjanlega til skila inn í stjórnarsamstarfið - - gæti Framsókn endað töluvert neðar en þau 13-14% sem Framsókn mældist með, áður en fylgissveiflan hófst í kjölfar Icesave dómsins.
Síðan er einnig rétt að árétta, að Sigmundur Davíð hefur mikinn metnað fyrir hönd Framsóknarflokks, hann vill endurtaka gullöld flokksins er hann var lengi vel með að jafnaði 20% + og jafnvel upp í 30% + hlutfall atkvæða.
Hann hefur einnig metnað til að verða formaður Framsóknarflokksins til langs tíma, með öðrum orðum - - þ.e. einfaldlega ekki rétt sem gagnrýnendur íja að.
Að tillögur Framsóknar snúist um skammtímasjónarmið - - þvert á móti sjá margir innan Framsóknarflokksins, þau málefni sem brenna á kjósendum.
Sem stórfellt tækifæri fyrir flokkinn, til þess að komast í þann drauma sess, sem virðist mögulega vera innan seilingar - - ef tekst að standa við stóri orðin.
- Þ.e. þessi draumur - sem mun þíða að Framsókn verður í þetta sinn!
- Mjög staðföst á markaðri stefnu um sérstaka aðstoð við skuldug heimili, og aðra skulduga Íslendinga.
- Framsóknarmenn vita einnig algerlega fyrir víst, um það getur ekki verið hinn minnsti vafi, að fylgið fer burt ef ekki er staðið við fyrirheitin.
Séð í þeim langtíma-tímaramma, er mun betri kostur fyrir Framsóknarflokkinn.
Að vera utan við næstu ríkisstjórn.
Leyfa BB að mynda stjórn með vinstriflokkunum.
Ef þ.e. ljóst að skuldaleiðréttingin - fær ekki brautargengi!
Sú ríkisstjórn yrði mjög óvinsæl - - óhjákvæmilega, ef hún fer fram skv. vilja þeirra, sem eru; andvígir skuldaleiðréttingu, andvígir afnámi verðtryggingar.
Framsóknarflokkurinn veit - - að eftir slíka andstöðu, myndi hann að líkindum stækka aftur um ca. 10%.
- Það er vegna þess, að þrautin þyngri getur reynst, að yfirvinna andstöðu gagnvart skuldaleiðréttingu, innan Sjálfstæðisflokks eða vinstriflokkanna.
- Að samningaviðræður um myndun stjórnar, geta dregist - jafnvel mánuði.
Niðurstaða
Þeir sem eru vanir þeim dæmigerðu pólitísku skammtímasjónarmiðum sem hér ríkja gjarnan. Reikna nær allir með því að SDG og BB myndi stjórn á næstu dögum, jafnvel fyrir næstu helgi.
Það verði saminn stjórnarsáttmáli, þ.s. skuldaleiðrétting verði sett inn í fremur óljósu orðalagi, þannig að lítið þurfi í reynd gera af hálfu stjórnarinnar til að uppfylla ákvæðin í stjórnarsáttmálanum.
En til þess að svo verði, þarf SDG í reynd að svíkja stóru loforðin strax með sambærilegum hætti og VG gerði þegar VG myndaði stjórn með Samfylkingu, þó svo VG hafi hátíðlega lofað fyrir kosningar að vera brjóstvörn íslenskra kjósenda gagnvart aðild að ESB.
Í öllum þeim samtölum sem ég hef átt við SDG og aðra þá sem eru að verða þingmenn Framsóknarflokksins, hafa slík svik alltaf verið séð sem framkvæmd sem ekki komi til greina.
Allir sem ég hef rætt við, hafa verið sammála um það - að svik myndu leiða til stórfellds taps Framsóknarflokks, í næstu kosningum.
Framsóknarmenn hafa ekki áhuga á að endurtaka þá vegferð sem flokkurinn gekk í gegnum á umliðnum áratug, að njóta lítils fylgis - lítils stuðnings - búa við mikla tortryggni; þetta er eignlega "brennt barn" forðast eldinn. Slæmi tíminn er of ferskur. Og við bætist að hafa horft á útkomu VG nú.
Þess vegna held ég að stjórnarmyndun taki líklega mun lengri tíma en gamalreyndir og kannski smávegis kaldhæðnir einstaklingar eins og Gunnar Helgi, halda líklegt.
Og það getur vel farið svo, að á endanum verði mynduð stjórn Sjálfstæðisflokks yfir til vinstri eða yfir til aðildarsinna. Því ekki reynist unnt að ná samstöðu um hugmyndir Framsóknarfl. um leiðréttingu.
Skv. nýjustu fréttum - hefur Ólafur Ragnar samþykkt lausnarbeiðni Jóhönnu Sigurðardóttir.
Embætti forseta hefur kynnt að fundur forseta með leiðtogum stjórnmálaflokka fari fram mánudagsmorgun.
Jóhanna leiðir starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn tekur við: Fundað með formönnum á morgun
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.4.2013 kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2013 | 23:30
Gleðilegar kosningar!
Þá verður kjördagurinn runninn upp þegar flestir lesa þessa færslu. Rétt er í því samhengi að rifja upp úrslit kosninga vorið 2009 því að nú virðast ætla að eiga sér stað á ný umbrotakosningar. Með öðrum orðum - stór fylgissveifla:
Kosningarnar 2009
- Samfylking................29,8%.......20 þingmenn.
- Sjálfstæðisflokkur.......23,7%.......16 þingmenn.
- Vinstri-Grænir............21,7%.......14 þingmenn.
- Framsóknarflokkurinn..14,8%........9 þingmenn.
- Borgarahreyfingin.........7,2%........4 þingmenn.
Könnun Capacent Gallup á föstudag
- Sjálfstæðisflokkur.......27,9%
- Framsóknarflokkur......24,7%
- Samfylking.................14,6%
- Vinstri Grænir.............10%.
- Björt Framtíð................6,6%
- Pírata..........................6,1%
- Lýðræðisvaktin.............2,8%
- Hægri Grænir...............2,6%
- Dögun.........................2,6%
- Flokkur Heimilanna........1,3%
- Önnur framboð innan v. 1%.
Tíðindi kosninganna geta verið þau að Bjarni Ben haldi velli!
Þetta virðist blasa við ef úrslitin eru í takt við könnun Gallup. En þá er Sjálfstæðisflokkurinn skv. því að bæta aðeins við sig fylgi miðað við kosningarnar 2009.
BB mun líklega beita fyrir sig frasanum "varnarsigur."
Ég er búinn að vera um nokkra hríð, nærri því sannfærður að BB falli eftir kosningar, en ef flokkurinn bætir smávegis við sig fylgi á kjördag.
Getur það vel farið svo, að BB takist að klóra sig áfram á formannsstóli.
------------------------------
Síðan er það mikil fylgisaukning Framsóknarflokksins er virðist blasa við, og ef Framsókn endar í ca. 25% eða jafnvel rétt rúmlega 25% þá hefur flokkurinn bætt við sig liðlega 10%.
Sem ætti að teljast í flestu eðlilegu samhengi - fínn kosningasigur.
Eftir að BB sagðist vera að íhuga að hætta, kynnti síðan á fundi með flokksfélögum laugardaginn eftir að hann ætlaði sér að vera áfram formaður og leiða flokkinn til sigurs - - - hefur BB að því er best verður séð tekist að sækja til baka þá Sjálfstæðismenn sem um tíma, voru komnir yfir á Framsókn.
Sumir hafa verið að halda því fram að öll fylgisaukning Framsóknar væri frá Sjálfstæðisflokknum komin, en ég er handviss um að það er ekki rétt.
Heldur sé Framsókn að sækja sér heilmikið fylgi til vinstri flokkanna - sem þeir hafa tapað.
Enda sést að þeir tapa miklu fylgi. Eitthvert fer það fylgi.
Að auki slurk af þeim sem áður voru í hóp óákveðinna, sem hafa ákveðið að kjósa Framsókn út á það loforð, að standa sig fyrir heimilin í landinu.
------------------------------
Þriðji megintíðindin eru að sjálfsögðu, mikið afhroð stjórnarflokkanna. Sem eins og sést af samanburði við úrslitin 2009, stefnir í að tapi meir en 10% hvor flokkur.
Líklega er þó slurkur af því flóttafylgi Samfylkingar farið yfir á Bjarta Framtíð, en þó geti einnig verið að Lýðræðisvaktin sé auk þessa einnig að fá flóttafylgi frá Samfylkingu.
Líklega er Framsókn að fá töluvert af landsbyggðarfylgi Vinstri Grænna, þá þeirra sem kusu VG 2009 út af loforðinu þess efnis, að VG ætlaði að verða sérstakur verndari landsins gegn ESB aðild.
En kjörfylgi VG var þá sögulegur toppur sem mjög ólíklegt er að VG endurtaki nokkru sinni.
------------------------------
Fjórðu megin tíðindin er að það virðist einungis líta út fyrir að Píratar fari inn af nýju framboðunum. En ég lít á BF sem fyrst og fremst mótmælaframboð við Samfylkingu. Snjall leikur þannig séð. Enda augljóst fyrir margt löngu að tækifæri væri einmitt fyrir slíkt framboð - að ná á þing með því að stela fylgi af Samfylkingu. Magnað hve lengi vel forysta Samfylkingar virtist vera blind á það hvað Guðmundur Steingrímsson í reynd var að gera - þ.e. að stinga undan Samfylkingu.
Ef einungis Píratar fara inn!
Þá líklega falla óvenju mörg atkvæði dauð - sem getur skapað undarlega útkomu. Þá að fræðilega verði unnt að mynda meirihluta stjórn þingmanna án þess að baki henni sé meirihluti kjósenda.
Slík stjórn hefði þó augljóslega mjög veikt umboð - - ef sú yrði niðurstaðan.
Niðurstaða
Það verður spennandi að fylgjast með kosningunum. En 2-atriði skapa spennu sýnist mér. Hvort verður Framsókn eða Sjálfstæðisflokkur stærri. Síðan, ná einhver litlu framboðanna inn? Það er einhver þeirra sem skv. Gallup eru á milli 2-3% í fylgi?
Þetta getur orðið áhugaverð kosninganótt.
Eitt er þó víst að sigur Framsóknar blasir við - einungis ekki ljóst hve stór sá sigur verður. En það myndi koma mér virkilega mjög á óvart ef fylgið fer undir 20%. Mér finnst líklegt miðað við kannanir þessarar viku og þeirrar síðustu. Að fylgið verði nærri 25%.
Sjáumst á kosninganótt!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.4.2013 kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2013 | 00:48
Það má alls ekki gerast, að lagður verði rafstrengur til Evrópu!
Ég tók eftir ummælum formanns Bjartrar Framtíðar í gærkveldi á Stöð2. En hann ásamt formanni Pírata flokks. Talaði um nauðsyn þess - að hækka orkuverð til stóriðju. Hann vitnaði í það að Landsvirkjun hefði verið með áhugaverða stefnumótun á því sviði. Birgitta tók ekki undir seinna atriðið, en mótmælti því ekki heldur.
Það er fjöldi fólks sem er í reynd andsnúið þeim stóriðjuverum sem eru til staðar hérlendis.
Sem raunverlega virðist halda það, að góð hugmynd væri að tengja orkukerfi Íslands við orkukerfi Evrópu.
En það hefði ákaflega alvarlegar afleiðingar fyrir landsmenn - - sem ég einfaldlega efast um að margt af því fólki sem styður þær hugmyndir geri sér fyllilega grein fyrir.
Maður heyrir frasa eins og - - við fáum ekkert fyrir auðlindirnar okkar?
Þetta er síendurtekinn frasi - - raunverulega lítt rökstuddur!
- En að sjálfsögðu felur það í sér umtalsverða óbeina arðgreiðslu til almennings - að búa við mun lægra orkuverð en tíðkast í Evrópu.
Ég hef áður fjallað um þetta atriði:
Tenging við orkunet Evrópu er sennilega allra versta hugmyndin í umræðunni hérlendis!
- Það er alveg af og frá, að það borgi sig að leggja streng til Evrópu, samkvæmt þeirri hugmynd að nota einungis afgangsrafmagn - - en þetta er nefnt af Landsvirkjun. En það þarf að halda til haga, að þetta væri lengsti sæorkustrengur heims. Ég hef því augljósar efasemdir um kostnaðartölur nefndar hjá LV. En þegar verið er að gera nýja og áður óþekkta hluti - kemur alltaf verulegur viðbótar kostnaður. Það þarf ekki að efa - - að slíkur sæstrengur yrði mjög dýr! Og til þess að hann borgaði sig, þyrfti að virkja mun meir en nú hefur þegar verið gert, líklega a.m.k. þ.s. áformað hefur verið að virkja vegna hugsanlegra viðbóta álvera fyrir Norðan og við Helguvík. En mig grunar, að í reynd þyrfti enn meira til.
- Síðan þarf að árétta það, að með tengingu við orkunet Evrópu færi rafmagnsverð hérlendis í það að vera hið sama og í Evrópu - þ.s. verð á rafmagni er með því allra hæsta sem gerist í heiminum. Ég hef heyrt fólk kvarta yfir því að dýrt sé að kinda hús á köldum svæðum þ.s. ekki er heitt vatn og þarf að kinda með rafmagni. En hvernig væri ástandið þar ef þar væri það rafmagnsverð sem tíðkast á meginlandi Evrópu? Ekki gleyma því, að stórfelld hækkun rafmagnsverðs til almennings - myndi lækka lífskjör almennings einnig um lands allt. En þetta myndi koma þó harðast niður á köldu svæðunum.
- Auk þessa þarf að nefna hækkun matvælaverðs hérlendis - - en flestar matvörur þarf að varðveita í frystum eða kælum þangað til að þær fara til neytenda. Sumar vörur eru varðveittar jafnvel allt að því ár. T.d. mjólk þarf vart að nefna, að hana þarf að kæla á öllum stigum vinnslu, en einnig í verslunum. Þetta auðvitað mun einnig lækka lífskjör hérlendis.
- Síðan, töpuð störf - - en með 3-földun orkuverðs. Þá leggst af allur orkufrekur iðnaður hérlendis þegar samningar langtímaorkukaupenda við LV renna út, og fer t.d. yfir til Bandaríkjanna þ.s. orkuverð er einnig lágt eins og hér tíðkast. (Mér skilst reyndar að það sé mjög svipað því sem tíðkast hérlendis. Sem setur fullyrðingar um það að við fáum ekkert fyrir orkuna í áhugavert samhengi.) En einnig leggst af öll gróðurhúsaræktun hérlendis - sem treystir á lýsingu árið um kring. En það væri ekki möguleiki að hún geti borið sig á 3-földu orkuverði. Að auki má nefna, að öll vinnsla af öðru tagi sem treystir á lágt orkuverð, fer þá einnig í súginn - sbr. málmblendi, kísilmálmverksmiðjur o.s.frv. Að sjálfsögðu tapast að auki öll afleidd störf sem tengjast beint eða óbeint allri þessari starfsemi - þ.e. þau þjónustufyrirtæki sem þjóna þessum greinum.
- Kostnaður eykst fyrir allar innlendar greinar er nýta rafmagn, en það má einnig nefna að fiskvinnsla nota mikið af kælum og frystum, á hinum ýmsu stigum vinnslu, og einnig við það að varðveita tilbúna vöru. Áður en henni er skipað til flutnings úr landi. Þarna versnar því afkoma landvinnslu.
Hver græðir?
- Ekki almenningur - - en hækkun orkuverðs bitnar á almenningi með beinum hætti í gegnum dýrari rafmagnsreikning, en einnig í gegnum hækkað matvælaverð, og ekki síst í gegnum umtalsvert aukið atvinnuleysi.
- Atvinnulífið stórfellt tapar - - en öll starfsemi sem nýtir rafmagn, verður fyrir meiri kostnaði. Nokkrar greinar munu leggjast af með öllu. En t.d. landvinnsla fiskvinnslu verður minna hagkvæm og því fyrir bragðið mun verða að lækka laun.
- Ekki græðir umhverfið, því það yrði að virkja nánast allt virkjanlegt á sviði vatnsafls og að auki líklega nánast alla virkjanlega gufuorku.
- En Landsvirkjun, já þar myndast óskaplegur gróði.
Spillingarhætta!
Það getur verið að hluti af hinni pólitísku stétt - sjái gróðavon. En Landsvirkjun hefur pólitískt kjörna stjórn. Sú mun verða óskaplega pólitískt mikilvæg ef af rafstreng verður.
En leitast verður líklega við það að selja þessa hugmynd - í gegnum það að endurdreifa hagnaðinum a.m.k. að einhverju leiti til baka, til almennings.
- En fræðilega, er mögulegt að niðurgreiða kostnað til almanna veitna - þannig minnka þá kostnaðarhækkun og því lífskjaraskerðingu er verður.
- Að auki. Væri fræðilega unnt einnig að niðurgreiða kostnað til landbúnaðar með sama hætti, til að draga úr þeirri hækkun sem yrði á matvælaverði.
- Punkturinn er sá - - að það yrði óhjákvæmilega mikil togstreita um þessa endurdreifingu.
- Pólitísk umræða - færi meira eða minna að snúast um, reipitog um þessa peninga milli hópa.
- Megin kosningamál - getur verið einmitt, að færa til milli hópa.
Ég þarf vart að nefna, að spillingarhætta í slíku samhengi meðal hinna kjörnu fulltrúa í stjórninni - væri óskapleg.
Þetta gæti orðið eins slæmt, og úthlutunarnefnd innflutningsleyfa á tímum innflutningshaftanna á 6. áratugnum.
En í eðli sínu væri hin pólitíska stjórn einmitt - úthlutunarnefnd.
Stór hluti þjóðarinnar - - yrði að nokkurs konar ómögum.
Sem væru að rífast um - rífast um, næstu úthlutun.
Það sem ég vil gera, er að skapa útflutningsstörf!
- Fullvinnsla áls! En ef við framleiðum úr álinu sem er flutt út héðan. Þá er með því unnt að búa til mun verðmætari vöru. Með þeim hætti, fá meira fyrir rafmagnið - en þ.e. eftir allt saman grundvöllur þess að það sé til staðar ál. Og að auki skapa verðmæt störf, sem krefjast munu þekkingar. Í því samhengi vil ég efla verkmenntaskóla. Sé fyrir mér, atvinnusvæði í kringum hvert álver, þ.e. þau 3-sem þegar eru til. Og ef einu til er bætt við, þá við það einnig. Þetta ímynda ég mér að geti skapað þúsundir starfa fyrir rest. Og stórfellt aukið útflutningstekjur okkar.
- Ný stóriðja, þ.e. ylrækt í stórum stíl. En þetta er ekkert útilokað af möguleika 1. En það er möguleiki til staðar á því að stórfellt auka við gróðurhúsa ræktun hérlendis. Gera hana að starfsemi sem veitir meir en þúsund störf, jafnvel 2 eða 3 þúsund. Kannski jafnvel enn fleiri en það. Ylrækt þarf ekki háhita - heldur duga svokölluð lághitasvæði. Reynd er hún því möguleg hvar sem til er nóg af heitu vatni þ.e. því sama og notað er til húshitunar. Í þessu samhengi þyrfti að efla menntun á því sviði, en þegar er til ágætur skóli - á Hvanneyri. Hann þarf þá að stækka verulega.
- Báðir þessir möguleikar eru fullkomlega útilokaðir ef Ísland væri tengt við Evrópu með rafstreng.
- En með því að skapa verðmæt störf.
- Væri að sjálfsögðu gróðinn, færður til almennings.
Niðurstaða
Ég skil ekki af hverju formaður Bjartar Framtíðar tekur undir hugmyndir Landsvirkjunar um rafstreng. En rafstrengur er algerlega út úr kú, miðað við tal BF um svokallaða "Græna stefnumótun."
En þær virkjanir sem nauðsynlegt væri að hrinda í framkvæmd. Eru slíks eðlis. Að líklega má treysta því fullkomlega að ekki sé raunhæfur möguleiki á því að hrinda þessu í framkvæmd.
Það ágæta fólk sem sumt hvert aðhyllist þessa hugmynd, af andstöðu við stóriðju. Held ég að geri sér engan veginn grein fyrir því - hve óskaplega slæm þessi hugmynd er.
Sannarlega myndu stóriðjuverin fara - en vart er unnt að segja að heilt séð sé rafstrengur "græn lausn."
- En ef t.d. er mynduð stjórn Hægri-Vinstri þ.e. Sjálfstæðisflokks og Samfó/BF.
- Þá getur verið, að þessi hugmynd fari lengra en að vera á hugmyndastigi eingöngu.
Ef hún fer að nálgast framkvæmdastig, þá er fullkomlega ljóst - að þetta yrði að stöðva með öllum tiltækum ráðum.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Margrét Kristmannsdóttir formaður Samtaka Verslunar og Þjónustu SVÞ, vill bæta kjör almennings með því að lækka tolla og gjöld á innflutta vöru, og lækkun virðisaukaskatts. Telur ekki forsendu fyrir launahækkunum.
Hið jákvæða við kjaraaukningu með þessum hætti, er sú - að þetta er í eðli sínu verðhjaðnandi.
Lækkar verðbólgu með öðrum orðum, í stað þess eins og launahækkanir alltaf gera. Að hækka verðbólgu.
Þannig að með slíkri leið verða engar hækkanir á lánum!
Á hinn bóginn er einn stór galli á málinu!
Það jafnvægi milli inn- og útflutnings sem er hverju sinni, hefur mikið að gera með kaupmátt þann sem til ráðstöfunar er hverju sinni.
- Ef við lækkum vörugjöld þannig að innflutt vara sé ódýrari - - þá ætti það að skila aukningu gjaldeyrisneyslu, vegna þess að þá hefur fólk efni á að kaupa meir af því sem er tollalækkað.
- Svipað getur gerst ef við lækkum virðisaukaskatt, þá einnig lækkar vöruverð - sem eykur kaupmátt, þannig að neysla eykst.
En ath. tollar og vaskur leggst ofan á innflutningsverð - - hver vara kostar jafn mikinn gjaldeyri burtséð frá lögðum tollum eða vaski. Þannig að fleiri keypt stykki þíðir aukin gjaldeyrisneysla.
ÞÁ ER SPURNINGIN - - HVE RÚMUR GJALDEYRSJÖFNUÐURINN ER?
- En ef hann er tæpur, er hugsanlegt að gengið sígi á móti!
- Því skulda sinna vegna, þarf Ísland að viðhalda lágmarks gjaldeyrisafgangi svo landið sé gjaldfært.
Á hinn bóginn væri sú leið að lækka vask og/eða lækka vörugjöld að auki, mjög góð leið þegar við höfum efni á henni!
Ég ætla að láta liggja milli hluta í þetta sinn, að hve marki unnt er hagsmuna landbúnaðarframleiðslu vegna að lækka vörugjöld.
Hitt er ljóst að þ.e. a.m.k. unnt að lækka vöruverð að einhverju marki með þeim hætti.
- Að lækka virðisaukaskatt, ætti að vera mun minna umdeilt.
En sú leið getur lagað stöðu verslunar í landinu, en það er ljóst að verslun færist í sífellt auknum mæli úr landi.
Ef við lækkum vask, þá ætti það að bæta samkeppnisskilyrði verslunar í landinu, við verslunarferðir til útlanda.
Og það ætti að geta leitt til fjölgunar starfa við verslun.
Það er því - ég legg áherslu á, a.m.k. full ástæða til að lækka vaskinn, t.d. í 15%.
- Þetta þarf að tímasetja af varfærni - því eins og ég útskýrði.
- Að slík aðgerð eykur neyslu - því innflutning þ.e. gjaldeyrisneyslu landsmanna.
- Þannig að þetta er ekki sjálfbært mögulegt, nema nægilegt borð fyrir báru sé til staðar fyrir þeirri aukningu neyslu, sem líklega á sér stað.
- En um leið og borð fyrir báru hefur skapast fyrir launahækkun!
- Þá væri snjallt að velja þá leið, að verja því borði fyrir báru - með þeim hætti, að lækka vöruverð hér innanlands, og stuðla að því samtímis að verslunarstörfin komi til baka.
Niðurstaða
Það sem ég er að segja. Er að næst þegar við eigum fyrir launahækkun til handa landsmönnum. Geri ráð fyrir því að einhver tekjuaukning í formi gjaldeyris sé forsendan. Þá sé snjallt að fara einmitt þá leið í það skiptið - - að lækka vöruverð hér innanlands.
Með lækkun virðisaukaskatts.
Hvort einnig á að lækka vörugjöld - þarf að ræða nánar í samvinnu með landbúnaðinum.
Hitt að lækka vaskinn er alveg borðleggjandi. Í samhengi við átak til að fjölga störfum hér innanlands, væri þetta einnig mjög gagnleg aðferð. Vegna líka á fjölgun starfa við verslun.
Tímasetningin er - mikilvægi punkturinn.
En ég legg mikla áherslu á - að við höfum alltaf efni á þeim aðgerðum sem við framkvæmum.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.4.2013 kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.4.2013 | 23:40
Hnignun efnahagsmála heldur áfram á evrusvæði!
Ég er ekki alveg hættur að fylgjast með hvernig gengur í Evrópu þó það séu kosningar í nánd og athygli fólks í augnablikinu á innanlandsmálum. En málið er að Markit sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í tölfræðiupplýsingum, hefur gefið út sínar mánaðarlegu bráðabirgðatölur - um er að ræða svokallaða Innkaupastjóra-vísitölu eða "Purchasing Managers Index."
En sú tölfræði er fengin fram með þeim hætti, að í hverjum mánuði fá innkaupastjórar helstu fyrirtækja í þeim löndum sem eru í samanburðarhópnum spurningalista. Þ.s. þeir svara því hvort pantanir eru í aukningu eða minnkun.
Lagt saman yfir heilu löndin, síðan evrusvæði vítt - - fæst út hvort þ.e. veltuaukning framundan í atvinnulífinu eða ekki.
En pantanir eru alltaf dulítið að sýna ástandið fram í tímann, þ.e. veltu næstu vikna og mánaðar á eftir.
Þróun veltu í einkahagkerfinu er síðan góð vísbending um stöðu efnahagsmála.
- Yfir 50 er aukning / undir 50 er minnkun!
- Eurozone PMI Composite Output Index(1) at 46.5 (46.5 in March).
- Eurozone Services PMI Activity Index(2) at 46.6 (46.4 in March). Two-month high.
- Eurozone Manufacturing PMI(3) at 46.5 (46.8 in March). Four-month low.
- Eurozone Manufacturing PMI Output Index(4) at 46.3 (46.7 in March). Four-month low.
- Eins og sést þá er sameinuð vísitala, sem leiðir fram innkaupastjóravísitölu atvinnulífs í heild á evrusvæði, í minnkun um 3,5% eins og í mars sl. Það sem er markvert við þetta er það, að ekki vottar enn á þeim viðsnúningi til uppgangs sem menn hafa verið að vonast eftir. Nú er að hefjast annar ársfjórðungur. Og hann hefst skv. þessum tölum á sama samdrættinum og fyrsta ársfjórðungi lauk í.
- Ef vísitalan fyrir þjónustustarfsemi eingöngu er skoðuð evrusvæði vítt, þá sést agnarlítil aukning á þeirri - þ.e. úr 3,6% samdrætti í 3,4% samdrátt. Svo örlítið minni samdráttur í neyslu.
- Ef skoðuð er vísitalan fyrir iðnstarfsemi evrusvæði vítt, þá á móti er hún lægri en mánuðinn á undan þ.e. í 3,5% samdrætti nú í stað 3,2% samdráttar mánuðinn á undan.
- Síðan birtir Markit einnig tölu um iðnframleiðslu apríl, og þá kemur í ljós að velta í iðnaði á evrusvæði minnkar í apríl um 3,7% í stað 3,3% samdráttar veltu mánuðinn á undan.
Með öðrum orðum - enga ástæðu til bjartsýni er að sjá í þessum tölum.
Evrusvæði virðist statt í frekar stöðugum eða jöfnum samdrætti - sennilega um 0,4% per ársfjórðung á hagkerfi þess. Eða það kemur fram í máli hagfræðings Markit.
Þýskaland - það eru tíðindi um Þýskaland!
- Germany Composite Output Index(1) at 48.8 (50.6 in March), 6-month low.
- Germany Services Activity Index(2) at 49.2 (50.9 in March), 6-month low.
- Germany Manufacturing PMI(3) at 47.9 (49.0 in March), 4-month low.
- Germany Manufacturing Output Index(4) at 47.9 (50.0 in March), 4-month low.
- Já, samdráttur í atvinnulífinu í Þýskalandi skv. greiningu Markit, um 1,2%. Þetta er breyting. Og getur reynst vera mikilvæg breyting.
- Ástæðan sést af tölum yfir pantanir til þjónustufyrirtækja, en samdráttur um 0,8% í stað aukningar í mars um 0,9% er vísbending þess. Að loksins - loksins sé þýski neytandinn að gefa eftir sína bjartsýni. En seinni tíð hefur neysla haldið þýska hagkerfinu rétt yfir 0% í hagvexti. En ef þetta er nýtt trend, að neysla sé loks að gefa eftir. Þá sé ég ekki betur en að Þýskaland líklega detti niður fyrir 0% í líklega samdrátt, þó hann verði örugglega ekki stór.
- En pantanir til iðnfyrirtækja hafa verið í samdrætti um nokkurt skeið, meðan neysla hefur haldið hlutum uppi, en nú eykst einnig samdráttur pantana til iðnfyrirtækja í apríl í 2,1% í stað 1% samdráttar í mars.
- Síðan er skv. mælingu samdráttur í iðnframleiðslu upp á 2,1% í stað stöðu sem var í járnum í mars, þ.e. hvorki minnkun né aukning.
Greinilegt að kreppan í Evrópu er að bíta á eftirspurn - en skv. nýlegum tölum t.d. er nú að mælast verulegur samdráttur í sölu bifreiða meira að segja í Þýskalandi, ég er að tala um stórar tölur þ.e. á bilinu 10-15% eftir tegundum á fyrstu 3. mánuðum þessa árs.
Kreppan virðist loks vera að skella á þjóðverjum - Weak German car sales add to EU gloom "German car sales fell 13 per cent in the first quarter."
- Vart þarf að taka fram - að viðsnúningur yfir í kreppu innan Þýskalands eru ákaflega slæm tíðindi fyrir evrusvæði. En það getur gert Þjóðverja ef e-h er, enn minna sveigjanlega eða líklega til eftirgjafar en áður.
Það á sama tíma og efnahagsástandið í Evrópu heldur almennt séð áfram að versna. Grefur jafnt og þétt undan stuðningi við stefnuna - - enda gaf enginn annar en Barroso út örvæntingaróp um daginn er eftirfarandi ef eftir honum haft - Barroso says Europe near austerity limit
While this policy is fundamentally right, I think it has reached its limits in many aspects, Mr Barroso said. A policy to be successful not only has to be properly designed. It has to have the minimum of political and social support.
Akkúrat - í lýðræðisríkjum þarf lágmarksstuðning við stefnumörkun ef unnt á að vera að fylgja henni fram. Hann óttast hinn þverrandi vilja.
Enda er nú hvert ríkið á fætur öðru, að ræða það að slaka á niðurskurði - á Spáni er t.d. talað nú um að fókusa á lagabreytingar og aðlögun hagkerfisins af öðru tagi en beinum útgjaldaniðurskurði sbr: Spain poised to ease austerity push
Slétta og fellda yfirborðið sem Merkel var að leitast við að viðhalda fram yfir kosningar í september - virðist ekki ætla að halda.
En vindar breytinga virðast vera farnir að gára yfirborðið. Spurning hve stór bylgja það verður fyrir rest - gola eða stormur?
Niðurstaða
Ég segi það ekki af einhverri tilhlökkun. En ég hef verið að bíða eftir þeirri stund - þegar ljóst virðist að Þýskaland sé að kúpla úr vexti yfir í samdrátt. Og tölur apríl geta gefið vísbendingu um slíkan viðsnúning á 2. ársfjórðungi fyrir Þýskaland.
Ef þ.e. svo, að tölur fyrir maí sýna sömu eða svipaða stöðu - - þá fer að versna í því fyrir hana Angelu Merkel vinkonu okkar.
En kosningar eru í september. Vart er að ætla annað en að viðsnúningur yfir í samdrátt. Efli stjórnarandstöðuna.
En þ.e. einmitt þ.s. þarf innan ESB - mjög nauðsynlega. Stefnubreytingu.
Alveg eins og hér á Íslandi. Þarf að umpóla fókus yfir á hagvaxtarhvetjandi stefnu.
Ég tel það mögulegt innan evrusvæðis. En það mun kosta miklar deilur. Og niðurstaðan er að sjálfsögðu ekki fyrirfram gefin.
Sjá einnig umfjöllun Wall Street Journal: Euro Zone Slumps Again
Kv.
22.4.2013 | 19:54
Tökum alla 800 milljarðana eins og Róbert Wessman leggur til!
Ef einhver missti af viðtali Egils Helgasonar við Róbert Wessman: Silfur Egils - Róbert Wessman.
- Eins og fram kom í skýru máli Wessman, þá liggja 400ma.kr. í þrotabúum.
- Aðrir 400ma.kr. á svokallaðri höfuðbók 27 sérstökum bankareikningum, sem eins og fram kemur í máli Róberts bera neikvæða vexti í dag. Hann skýrði málið þannig að eftir 20 ár væri þetta fé horfið.
- Síðan eru það liðlega 2000ma.kr. í fé sem tilheyri þrotabúunum en séu erlendar eignir.
Lykilatriðið sé að kröfuhafarnir verði að fá heimild Seðlabanka Ísland til að fá erlendu eignirnar greiddar út í öðrum gjaldmiðlum en krónum.
Hugmyndin er í eðli sínu einföld. Að fá kröfuhafana til að afskrifa sem mest innlenda eign sína í krónum, þ.e. 800ma.kr. upphæðina samanlagt.
- Síðan bendir hann réttilega á lán sem liggur í Landsbanka Íslands, sem búið var til þegar LB var endurreistur. Eins og hann útskýrir muni það kosta liðlega 300ma.kr. í gjaldeyri næstu árin.
- Það sé nauðsynlegt að endurfjármagna það lán - helst í 25 ára með vægari til muna greiðslum.
En þó svo lánið sé formlega á vegum LB þá sé magnið af gjaldeyri sem þarf til að greiða af því, mjög krefjandi fyrir þjóðarbúið allt. Og meðan það sé til staðar - skerði það lífskjör í landinu.
En lækkun greiðslubyrði landsins í gjaldeyri - sé eitt af lykilþáttunum í því að hífa kjör landsmanna upp að nýju.
Augljóst meðan þessi fallöxi vomir yfir - - þorir enginn að fjárfesta á Íslandi!
Það þíðir í reynd áframhaldandi ördeyðu í hagvexti, því á vinnumarkaði. Að auki að verðlag á húseignum hækkar ekki. Ekki síst, að ríkið heldur áfram að vera í tekjuvanda. Í erfiðleikum með að fjármagna umfangsmikið heilbrigðiskerfi og styrktarkerfi.
Ég er sammála að samtímis liggur í þessum samningum mikið tækifæri ein einnig stór hætta. En ef beitt væri samningatækni á við þá sem fram kom í Svavars-samningnum, væri voðinn vís. Þ.e. að semja nær alfarið með þeim hætti, að tryggja hagsmuni hinna aðilanna.
Það er einnig stór spurning - hvað á að gera við þetta fjármagn!
- Einn möguleikinn er að "afskrifa það pent." Láta það hverfa. Nota ekki til nokkurs hlutar. Peningamagn króna er þá minnkað um 800ma.kr. Eða eins nærri 800ma.kr. og samningamenn komast með kröfuhafa.
- Annar möguleiki, er að nota t.d. helming upphæðar til að afskrifa hluta af lánum almennings. Það auðvitað fræðilega hleypir því peningamagni í hagkerfið - og þ.e. a.m.k. hugsanlegt að sú aukning peningamagns auki verðbólgu.
- Það má samt leiða líkum af því að lánþegar sem fá lánin minnkuð, séu ekki líklegir til að eyða allri þeirri bætingu þeirra skuldastöðu strax - t.d. með því að skuldsetja sig á ný til að kaupa neysluvörur.
- Þeir auka eyðslu að einhverju hlutfalli - við þá bættu stöðu. Gæti verið að eyðsla hvers og eins væri t.d. 5-10þ. kalli meiri per mánuð.
- Það séu því líklega nokkrar íkjur þegar það er sagt - að almenningur myndi verða á sama stað og áður, þegar tekið væri tillit til aukningar verðbólgu.
Þetta er skemmtileg deila - hvað skal gera við peninginn
Rétt að halda til haga, að gagnlegt í sjálfu sér - að afskrifa féð alfarið. En þá er það fé horfið, og getur ekki valdið neinni verðólgu. Auk þess, að við losun hafta getur ekkert af því fé þá farið út.
En lánþegar geta þarna algerlega með trúverðugum hætti, fengið bót sinna mála. Þá meina ég, að þ.e. virkilega mögulegt. Einnig er það í sjálfu sér gagnlegt - að bæta kjör þess hóps.
- En hann er höfum í huga - hryggjarstykkið í samfélaginu.
- Kjarninn í vinnumarkaðinum - - en einnig fólkið sem er að ala upp næstu kynslóð.
- Svo þ.e. ekki einungis verið að bæta kjör einnar heldur tvenna kynslóða.
Síðan er þriðji möguleikinn - - sem einkum hefur heyrst frá stjórnarliðum. Sem væri að nota helming fjársins til að lækka skuldir ríkisins í krónum.
Það væri auðvitað einnig gagnlegt - í sjálfu sér. Þ.e. minni vaxtagjöld ríkisins og því minni ríkishalli. Það gæti eytt meiri peningum - þarna fást einnig einhver verðbólguáhrif því a.m.k. hluti af fénu er sett inn í hagkerfið, nema nú er það ríkið sem ráðstafar því fé en ekki fólkið sjálft.
En einhvern veginn sýnist mér það vera þynnsti þrettándinn - - gagnlegra að afskrifa féð þá alfarið.
Niðurstaða
Ég ætla í lokin að nefna það. Að þ.e. ekki raunhæfur valkostur að þjóðin taki það að sér að greiða þeim sem eiga þetta fé inni - það fé út skv. nokkurn veginn núverandi andvirði.
En einhvers konar Svavars samnings útgáfa þ.s. t.d. leitast væri við að skuldsetja þjóðina til að greiða þeim út, sem næst því virði sem núverandi gengisskráning gefur.
Gæti skapað langvarandi lágstöðu lífskjara.
Síðan hafa heyrst einhverjar raddir hafa heyrst um "slæma meðferð á útlendingum" - um "eignaupptöku."
En lögum skv. hafa þeir ekki rétt til þess að fá greitt nema í krónum. Og í reynd enga kröfu til að fá greitt út með öðrum hætti. En ef slík greiðsla í krónum fer fram í samræmi við þeirra lagalega rétt.
Er algerlega ljóst - - að það virði sem birtist. Er ekki nema á bilinu í allra - allra mesta lagi. Helmingur núverandi útistandandi upphæða.
Ég held í reynd að það sé ívið minna. Hafandi það í huga, er ekki órökrétt að ætla að þeir séu til í að gefa megni til eða jafnvel alfarið eftir hina innlendu krónueign. Þ.e. 800ma.kr.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2013 | 16:50
SDG óttaðist hrun á húsnæðismarkaði 7 mánuðum fyrir hrun!
Það er dálítið skemmtilegt þegar andstæðingarnir gera mistök. En á laugardag komu tveir aðilar fram með þennan hlekk: Offramboð af íbúðum.
Á síðunni er skönnuð inn sem mynd stutt viðtalsgrein við Sigmund Davíð, og ath. dagsetning samantektarinnar á síðunni er apríl 2008. Þannig að greinin sem sett er inn er eitthvað eldri.
- Það sem andstæðingum fannst markvert við þetta - - að þarna er SDG titlaður doktor í skipulags hagfræði.
- Sem getur hafa komið til vegna þess að blaðamaður hafi tekið rangt eftir.
- Þeir sem komu fram með þennan hlekk - áttuðu sig ekki á því, að þarna er SDG meira en 7 mánuðum fyrir hrun líklega - að vara við alvarlegri bólumyndun á húsnæðismarkaði hér.
- Bendir á að bólan sé orðin hlutfallslega stærri en bólan á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum var orðin, áður en svokölluð undirmálslánakrísa þar hófst.
- Sú sem startaði síðan hnattrænni fjármálakrísu.
- Og var upphaf kreppunnar í Evrópu sem enn stendur yfir.
Úr þessu má lesa aðvörun um yfirvofandi verðhrun á fasteignamarkaði hérlendis - - mánuðum áður en það verðhrun síðan varð.
------------------------------
Mér sýnist á öllu að umframframboð á íbúðarhúsnæði sé nú orðið töluvert meira á Íslandi en það var fyrir verðfallið og undirmálslánakrísuna í Bandaríkjunum. Jafnframt eru birgðir af tómu húsnæði meiri en þær voru í Bandaríkjunum, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, doktor í skipulags hagfræði. Hann bendir á að í september síðastliðnum hafi tvær milljónir íbúða staðið tómar í Bandaríkjunum öllum. Sigmundur Davíð styðst við bandarískar aðferðir þar sem miðað er við hlutfall fasteigna til sölu, deilt með fjölda kaupsaminga. Þannig megi ráða hversu miklar birgðir séu til af húsnæði miðað við veltu á fasteignamarkaði hverju sinni. Í mars var þinglýst 354 kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu. Í byrjun apríl áætlaði ég að að minnsta kosti 6.300 íbúðir væru auglýstar til sölu. Auglýstar íbúðir nema því um átján mánaða veltu. Það er sláandi tala því að í Bandaríkjunum þótti mjög afbrigðilegt að hlutfallið færi úr sex mánuðum í tíu, - - segir Sigmundur Davíð. Þá telur hann rétt að hafa í huga að í mars hafði Seðlabankinn ekki birt spá sína um mikla raunlækkun fasteignaverðs. Í liðinni viku hafi til að mynda aðeins 51 kaupsamningi verið þinglýst á höfuðborgarsvæðinu. Fari fjöldi kaupsamninga á mánuði niður í um það bil 200, á sama tíma og framboð verður meira en nokkru sinni fyrr, fer þetta hlutfall upp úr öllu valdi.
------------------------------
Ástæðan að ég vek athygli á þessu, er að eitt af því sem hefur skapað þann hetjuljóma sem sumir sveipa Þorvald Gylfason, var sú að hann varaði við hættuástandi hérlendis rétt fyrir hrun.
En ég frekar viss um að grein hans kom ekki fram fyrr en síðla sumars 2008, þegar komið var mjög nærri hruni.
Grein SDG hafi líklega komið fram allt að hálfu ári fyrr.
SDG sjálfur hefur aldrei vakið athygli á þessari grein sem vitnað er í - svo ég viti til.
Og henni hefur ekkert verið hampað hingað til svo ég viti til af stuðningsmönnum hans.
Niðurstaða
OK, SDG var ekki eini maðurinn sem sá yfirvofandi hættuástand hérlendis áður en hrunið skall yfir. Það voru nokkrir útlendingar sem einnig vöktu athygli á hættum sem voru að hlaðast upp. Eins og við þekkjum, vöktu aðvaranir ekki mjög mikla athygli hérlendis og umræðan um þær aðvaranir var sorglega lítil.
En fylgismenn Þorvald Gylfasonar hafa stöðugt hampað trúverðugleika hans, vegna þess að hann varaði við hruninu.
Af hverju gerum við það ekki sama við Sigmund Davíð?
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.4.2013 kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Óneitanlega sérstök niðurstaða. Að Giorgio Napolitano hafi loks samþykkt að bjóða sig fram í annað sinn. Og fengið kosningu ítalska þingsins - kjörinn af þingmönnum Hægri fylkingar Berlusconi og Vinstri fylkingar Bersani. Þetta er víst í fyrsta sinn í sögu Ítalíu að forseti er lengur en eitt kjörtímabil.
Gamli maðurinn hafði áður þverneitað því að til greina komi að hann sé áfram, en eftir ítrekaðar misheppnaðar tilraunir flokkanna til þess að koma sér saman um nýjan forseta.
Sá hann sæng sína uppbreidda greinilega og samþykkti að bjóða sig fram til annars kjörtímabils. En þ.e. ekki lengra síðan en laugardag 13/4 að hann hafnaði því síðast að til greina kæmi að vera áfram.
Fréttaskýrendur telja þó að líklega segi hann af sér embætti, um leið og hann hafi fundið lausn á stjórnarkreppunni á Ítalíu.
Ég veit ekki hvort þetta eykur eða minnkar líkur á öðrum þingkosningum á þessu ári, en hið minnsta er nú smærri áhætta í því að halda aðrar kosningar, því tryggt er að forseti sé til staðar til þess að þjóna því hlutverki sem forseta ber. Þegar kemur að stjórnarmyndun.
Karlinn er sennilega virtasti stjórnmálamaður Ítalíu - og þrátt fyrir aldur. Ekkert farinn að förlast hið allra minnsta.
En ég sé hann ekki fyrir mér sitja í embætti til 94 ára aldurs.
Giorgio Napolitano, Italy's reluctant president
Italys Napolitano re-elected as head of state
Styttist í aðrar kosningar?
Að sögn Napolitano - sé embættistaka hans ekki tengd nokkru samkomulagi um myndun stjórnar Vinstri- og Hægrifylkingarinnar.
Það sé einmitt út af ástandinu, sem hann sjái sig knúinn til að vera áfram.
5-Stjörnu Hreyfing Beppe Grillo, brást mjög hart við kjöri Napolitano kallaði það "stjórnarbyltingu."
- "But Beppe Grillo, the comic activist leading the anti-establishment Five Star Movement, denounced the agreement as a coup détat and set out to drive to Rome from northern Italy to join his supporters already venting their anger outside parliament.
- There are decisive moments in the history of a nation, he blogged. Tonight I will be in front of parliament. I will stay there as long as is necessary. There have to be millions of us."
- "Renato Brunetta, parliamentary leader of the centre-right, denounced Mr Grillos protest as comic Fascism, with other politicians making comparisons with the 1922 March on Rome of former dictator Benito Mussolini."
Samkvæmt því, ætlar 3 stærsti flokkur landsins að standa fyrir fjölmennum mótmælum fyrir framan ítalska þingið, þangað til að þingið hafi samþykkt að fara frá.
Sem væntanlega þíðir, að þegar þingið hafi látið undan kröfu Beppe Grillo um aðrar kosningar.
Mig grunar að á næstunni muni vera gerð úrslitatilraun til að mynda samstjórn þá sem er eina mögulega meirihlutastjórnin - - en greinilegt er að mótmælahreyfing Beppe Grillo, 3 stærsti flokkur landsins skv. þingmannafjölda. Hefur engan áhuga á að starfa með "gömlu spilltu pólitíkusunum."
Að Napolitano sér sig knúin til að vera áfram - - sýnir mjög vel "lömunina" meðal pólitísku stéttarinnar á Ítalíu.
Farsi undanfarinna daga, örugglega styrkir stöðu mótmælaflokksins.
Hver veit - - kannski verður líkingin sem sumir gera við Fasistaflokk Ítalíu, og göngu Mussolini til Rómar 1922 er hann heimtaði og fékk á endanum völdin, af þá veikri stjórn.
Óþægilega mikil - þó hún sé lögð fram gegn Beppe Grillo honum til háðungar.
Einhvern veginn virðist veik pólitík vera of algeng í sögu Ítalíu.
Hættan er einmitt af því þegar fer saman veik pólitík og kreppa, að þá leiti almenningur til þeirra sem til eru í að "fórna lýðræðinu."
Þó ekkert hafi beint komið fram sem bendi augljóst til þess að 5-Stjörnu Hreyfingin væri líkleg til þess, en samlíkingin er örugglega ekki síst beitt - sem form af hræðsluáróðri.
Þó það sé ekki endilega þannig að það gerist aldrei, að sagan endurtaki sig.
---------------------------------
Ítalía gæti orðið fyrsta aðildarríki evrusvæðis til að falla í hendurnar á hreinni mótmælahreyfingu - - sem risið hefur upp til að mótmæla ríkjandi ástandi.
Þ.e. spillingu - kreppu - niðurskurði - atvinnuleysi og vaxandi fátækt. Allt í senn.
Niðurstaða
Það er spennandi að fylgjast með Ítalíu einnig vegna þess, að Ítalía er eitt af nauðsynlegu ríkjunum innan evru. En ef Ítalía fellur frá. Er mjög erfitt að sjá hvernig hinn sameiginlegi gjaldmiðill væri fær um að hafa það hreinlega af.
Grillo hefur nefnt einmitt þann möguleika að taka á ný upp líruna.
Kv.
19.4.2013 | 23:12
Forsetakjör á Ítalíu verður að farsa!
Á Ítalíu er forsetinn kjörinn af þinginu. Og eins og ef til vill einhver fjöldi fólks man eftir, þá var í febrúar kosið til þings án þess að nokkur stóru flokkanna 3-ja næði hreinum meirihluta. Tveir af þessum flokkum eru hefðbundnir þ.e. hægri fylking Silvio Berlusconi. Síðan vinstri fylking undir Pierluigi Bersani. Svo er það mótmælaframboð 5-Stjörnu Hreyfingar Beppe Grillo sem er vinsælasti bloggari Ítalíu. Og algerlega tær mótmælahreyfing - gegn því sem Beppe Grillo kalla hin gömlu spilltu stjórnmál.
Vandinn er sá - að enginn getur unnið með næsta flokki.
Kjörtímabil Napolitanos forseta rennur út í miðjum maí.
Ef þingið hefur ekki kosið nýjan - þá verður enginn starfandi forseti. Og hugsanlega samtímis, engin starfandi ríkisstjórn. Og kaosið getur farið að verða - áhugavert.
Italy center-left leader Bersani quits after vote debacle
Italy's Left Divided Over More Than Just President
Italys centre-left fails in presidential vote
Farsi á ítalska þinginu á föstudag!
Einhverra hluta vegna ákvað flokkur Berlusconi að hundsa tilraunir föstudagsins til að kjósa forseta á föstudag. En skv. fréttum heimtar Berlusconi að flokkarnir komi sér saman um einn frambjóðanda.
En Bersani bauð fram gamlan ref - þ.e. engan annan en Romano Proti. Sem var tvisvar forsætisráðherra eftir að hafa þau tvö skipti sigrað Berlusconi í kosningum sem leiðtogi vinstrifylkingarinnar á þeim árum.
Vart þarf að taka fram - að lítið er um vináttu þeirra á milli.
Proti eins og hann lýtur út í dag - en hann hefur elst!
Proti var forsætisráðherra frá 17. maí 1996 til 21. október 1998, og síðan frá 17. maí 2006 til 8 maí 2008. Síðan var hann forseti Framkvæmdastjórnar ESB frá 1999 - 2004.
Erfitt að finna meiri eðalkrata en það á Ítalíu. Bersani greinilega hélt að, a.m.k. væri það öruggt að flokkurinn hans myndi sameinast um Proti.
En það áhugaverða er - - að þrátt fyrir að brotthvarf þingmanna hægri flokksins hefði átt að gera það mögulegt fyrir ítalska krata, að tryggja kjör Proti.
Þá var ekki sú útkoman - - vegna klofnings innan sjálfs krataflokksins. Þ.s. 100 af þingmönnum flokksins, kusu gegn Proti.
Kannski vissi gamli refurinn Berlusconi af líklegum klofningi kratanna.
"Mr. Prodi, who also is a former president of the European Commission, got 395 votes, far short of the 504 needed. There are 1,007 electors, including members ofboth houses of Parliament and regional representatives."
Fyrri tilraun til þess, að kjósa sameiginlegan forseta skv. samkomulagi við Berlusconi, fór út um þúfur um daginn - þegar hluti krataflokksins í því tilviki einnig gerði uppreisn.
Um virðist vera að ræða innanflokksátök við vinsælan borgarstjóra Matteo Renzi - borgarstjóra Flórens síðan 2009. Sem hefur áhuga sjálfur á að verða leiðtogi vinstrifylkingarinnar.
Það getur verið að honum sé að takast að losna við keppinaut sinn um leiðtogasætið, Bersani.
Því skv. nýjustu fréttum. Hefur Bersani sagst munu hætta sem leiðtogi vinstri fylkingarinnar.
En þó ekki fyrr en nýr forseti hafi verið kjörinn! Svo þá hefur Bersani ekki alveg lagt niður skottið. Og enn geta orðið endurteknir farsar í kringum tilraunir Bersani. En þingið kemur næst saman á sunnudaginn skv. fréttum.
--------------------------------------------
Skv. skoðanakönnunum eiga ítalskir kratar betri möguleika ef kosið verði til þings í annað sinn, ef Renzi verður leiðtogi flokksins.
En miðað við núverandi kannanir sé líklegt að hægri fylking Berlusconi fái flest atkvæði.
En líklega þó ekki hreinan meirihluta - líkur miklar að næsta þing verði einnig klofið milli fylkinga sem erfitt eiga með að vinna saman.
Niðurstaða
Hættan ef pólitísk lömun Ítalíu heldur áfram í marga mánuði í viðbót. Liggur í ástandi efnahagsmála. Með yfir 120% af þjóðarframleiðslu ríkisskuldir. Samtímis að hagkerfið er í samdrætti. Ekki má gleyma því heldur að Ítalía hafði engan hagvöxt á sl. áratug. Í dag er hagkerfið ca. svipað að umfangi og það var 1997-1998.
Meðan lömun heldur áfram. Verða engar mikilvægar ákvarðanir teknar.
Ég hef séð spá þess efnis að ef Ítalía heldur áfram í samdrætti út þetta ár og það næsta, geti skuldir verið komnar í milli 140-150% 2014.
Það verði þá vart unnt að hugsa sér að þær skuldir geti verið sjálfbærar. Margir hagfræðingar hafa spáð því að líklega þurfi að skera niður hluta af skuldum Ítalíu.
Því lengur sem lömun ítalska hagkerfisins heldur áfram, því erfiðara verður að komast hjá þeirri útkomu.
- Sumir radikalar jafnvel nefna hugsanlegt brotthvarf úr evru.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar