Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Ætlar Merkel að láta svipuna ganga á Evrópu?

Það er mjög áhugaverð grein í Der Spiegel, en þ.s. er áhugavert við hana er ekki einungis innihald hennar heldur að auki "tónninn" í henni, þ.e. hin augljósa hrifning blaðamannsins á þeim hugmyndum, sem hann segir sig hafa heimildir fyrir að séu ræddar nú innan Kristilegra Demókrata, og verði líklega til skoðunar í þeim stjórnarmyndunarviðræðum - sem nú fara í hönd milli þeirra og þýskra sósíaldemókrata.

En "tónninn" í umfjöllun Spiegel, sýnir þá ólíku heimsmynd sem Þjóðverjar upplifa, samanborið við kreppuhrjáð lönd S-Evrópu.

En innihaldið er einnig áhugavert!

  1. Eins og hefur komið fram, í Der Spiegel, hefur ríkissjóður Þýskalands grætt stórfé á kreppunni, þ.e. vegna þess, að fjármagnsflóttinn frá S-Evr. til Þýskalands, hefur leitt til mikilla undirboða á fjármagni til boða, í Þýskalandi.
  2. Þýska ríkið hefur notfært sér það, og endurfjármagnað skuldir - og sparað sér skv. útreikningum fjármálaráðuneytis Þýskalands sjálfs 40ma.€ í lækkuðum vaxtagjöldum: Evrukreppan hefur sparað Þýskalandi 40 milljarða evra!. Og það þó tekið sé tillit til kostnaðar við veitt neyðarlán og annað tilheyrandi kreppunni.

Nú er svo komið, að þýska ríkið stendur frammi fyrir mjög þægilegum "vanda" þ.e. "rekstrarafgangi."

Angela's Agenda: A Grand, Controversial Plan for Europe

  • Og skv. fréttum, stendur til að verja því fé - - ekki spara það. 
  • Eða nota það til að lækka skuldir hraðar! 

Þetta virðist vera skv. fyrstu vísbendingum um það, hvert þreifingar Kristilegra Demókrata og Sósíaldemókrata stefna.

Þ.e. það á að - - auka útgjöld. 

Á sama tíma eru skv. Der Spiegel hugmyndir um að - - herða svipuna að Evrópu.

 

Það sem menn þurfa að átta sig á, að þessar hugmyndir fela ekki í sér "sameiginlega hagstjórn" þó svo að í "Merkel Speek" sé það orðalag notað. Ambrose Evans-Pritchard kom eitt skiptið með afskaplega gott orðalag yfir þessar hugmyndir. Orðaleppurinn hans Brósa: Punishment Union.

En sameiginleg hagstjórn er þ.s. Bandaríkin hafa, sem felur í sér umtalsverð sameiginleg fjárlög, ásamt heimild alríkisins til að skuldsetja alla skattborgara þeirra ríkja sem mynda Bandaríkin.

Þessar hugmyndir Angelu Merkel fela í sér hvorugt. 

Heldur snúast þær um að auka völd Framkvæmdastjórnar ESB yfir fjárlögum einstakra ríkja - - í reynd að, troða öllum aðildarríkjum ESB inn í sambærilegt fyrirkomulag, og þ.s. ríki í svokallaðri björgunaráætlun búa við.

Þannig að Framkvæmdastjórnin fái alltaf "fjárlög" aðildarríkis til fyrirfram yfirlestrar. Áður en þing aðildarríkis gengur frá samþykki. Síðan hafi framkvæmdastjórarnir heimild til að gefa bein fyrirmæli um útgjaldalækkanir eða launalækkanir eða annað, svo að ríkjunum sé hagstýrt skv. þýskum hugmyndum um það hvað telst vera góð hagstjórn.

Auk þessa, hefur þegar með svokölluðum "Stöðugleika Sáttmála" Evrópudómstólnum verið veittar auknar heimildir, til að kæra ríki fyrir brot á hallarekstri. Og skv. þeim sáttmála er þegar búið að takmarka mjög heimildir aðildarríkja til að reka sig með halla.

Viðbót Merkelar væri þá að bæta við þessum - valdheimildum Framkvæmdastjórnarinnar.

----------------------------------------------

  1. "The goal is to achieve extensive, communal control of national budgets, of public borrowing in the 28 EU capitals and of national plans to boost competitiveness and implement social reforms."
  2. "The hope is that these measures will ensure the long-term stability of the euro and steer member states onto a common economic and fiscal path."
  3. "This would be the oft-invoked and ambitious political completion of Europe's monetary union -- a huge achievement."
  • "...what is new is the thumbscrews Brussels will be allowed to apply if Merkel has her way, including sooner and sharper controls and veto rights, as well as contractually binding agreements and requirements."
  • "In short, this would amount to a true reconstruction of the euro zone and a major step in the direction of an "economic government" of the sort the SPD too would like to see put in place."
  • "For instance, the Commission could be given the right to conclude, with each euro country, an agreement of sorts to improve competitiveness, investments and budgetary discipline."
  • "Such "contractual arrangements" would be riddled with figures and deadlines, so that they could be monitored and possibly even contested at any time." "
  • In return, a new, long-discussed Brussels budget will become available to individual countries, an additional euro-zone budget with sums in the double-digit billions for obedient member states."

----------------------------------------------

Rétt að taka fram - - að þessum hugmyndum hefur þegar verið hafnað.

En þær dúkkuðu upp á fundum ca. í sl. nóvember, þ.e. 2012. Þ.e. allur ofangreindur pakki.

Og ég man ekki betur en að François Hollande hafi hafnað þeim - ákveðið. Einhver ráðherra hans, sagði e-h á þá leið, að ekki komi til greina að afhenda Þýskalandi stjórn yfir efnahagsmálum í Frakklandi.

Og ég á alls ekki von á því, að þær fái betri móttökur nú ári seinna.

Þær séu því "dead on arrival" eða "D.O.A." 

En það segir samt áhugaverða sögu að flokkur Angelu Merkel skuli ekki hafa fallið frá þeim.

  1. Að stjórn Merkel sjái engan hroka í því, að ætla sér sjálf að auka á ríkisútgjöld.
  2. En á sama tíma, vilja setja hin aðildarríkin í "spennitreyju."

Það er einnig viðbótar punktur - - en það sést hversu "pro cyclical" þessi stefna er, einmitt á því að samtímis því að þýska ríkið ætlar að nota afganginn til að auka ríkisútgjöld, þá ætlast hún til að löndin í S-Evrópu herði að sér sultarólar.

Þessi stefna er öfug við dæmigerðan Kanes-isma, þ.e. reka ríkið með afgangi þegar vel gengur, en halla í kreppum.

 

Niðurstaða

Ég get nefnt einn veikleika til viðbótar á þeirri stefnu sem lýst er að ofan. Nefnilega þann, að Þýskaland græðir meðan fé vill streyma frá S-Evr. til Þýskalands, því þá undirbýður það fé vexti innan Þýskalands. Það kaldhæðnislega er - - að ofangreind stefna, mundi viðhalda þeim vaxtahagnaði Þýskalands. En meðan að ríkjandi stefna í flestum öðrum aðildarlöndum evrusvæðis, er niðurskurður og verðhjöðnun. Þá heldur fé áfram að streyma til Þýskalands. Og þrýsta niður vöxtum þar - sem m.a. að stórum hluta skýrir það af hverju ríkissjóður Þýskalands stefnir í rekrarafgang þetta kjörtímabil. En sá gæti horfið aftur, ef þessi vaxtagróði hverfur.

Það gæti því komið fram sú ásökun t.d. í S-Evrópu, að Þýskaland sé einfaldlega að beita valdi sínu, til þess að þröngva fram þeirri stefnu, sem Þýskaland græðir á en hin löndin að sama skapi tapa á.

Bendi á skemmtilega grein eftir Ambrose Evans-Pritchard - en hann fjallar um áhugaverða bók sem er skrifuð af engum öðrum en formanni "International Institute for Strategic Studies (IISS)."

Frexit fever reaches heart of French establishment

Sá ágæti maður virðist hafa söðlað um, og vill nú leggja evruna niður til þess að bjarga Evrópusambandinu, en hann telur að annars muni evran ganga af því dauðu. En hann áður studdi evruna.

 

Kv.


Evrópusambandið að leika sér að eldinum?

Það hafa borist fréttir yfir helgina af áhugaverðu bréfi sem Mario Draghi Seðlabankastjóri Evrópu - eins og hann er gjarnan titlaður, sendi sl. júlí til samkeppnisstjóra Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Joaquin Almunia.

Fyrst núna er þetta að berast út - ítalskt blað var fyrst með fréttina.

Draghi asked EU to keep state aid rules for banks flexible

Brussels stands ground against Mario Draghi over bailout curbs

 

Verður bankakrísa í ESB á næsta ári?

  1. Fyrsta vandamálið eru eru nýjar reglur sem banna að stjórnvöld hjálpi við endurfjármögnun banka, nema að fyrst hafi verið gengið að - eigendum ótryggðra skulda viðkomandi bankastofnunar. Þær taka formlega gildi 30. júlí nk.
  2. Annað vandamálið er að á næstunni stendur til af hálfu Seðlabanka Evrópu að standa fyrir ströngum "stress" prófum, þ.s. geta bankanna til að standast - áföll. Verður prófuð.
  3. Í þriðja lagi hafa kröfur um eigið fé verið hertar, og skal það að lágmarki vera 8%. Áður var krafan um 5% að lágmarki.
  • Búist er við því að "stress" prófin leiði í ljós - holur í bókhaldi einhvers fjölda bankastofnana innan ESB. En þessi próf kvá vera töluvert strangari en fyrri sambærileg próf áður framkvæmd. En Seðlabanki Evrópu er að notfæra sér það, að vera taka yfir eftirlit með bönkum innan Evrópu. Að framkvæma samræmd "stress" próf. Án þess að þau séu útvötnuð af innanlands pólitík hinna ýmsu landa, eins og fyrri stress próf eru sökuð um að hafa verið.
  • Þess vegna er reiknað með því skv. frétt af Seðlabanka Evrópu, að bókhaldsholur muni koma fram í dagsljósið.
  • Þannig að einhver óþekktur fj. bankastofnana muni þurfa að afla sér nýs fjármagns, til að uppfylla skilyrði.
  • Hingað til hefur Seðlabanki Evrópu veitt bankastofnunum a.m.k. 6 mánaða frest, til að uppfylla skilyrði um eigið fé og/eða óbundið lausafé.
  • Því er það ekki ólíklegt, að ofangreind regla - muni vera búin að taka gildi.

Í þessu samhengi þarf að skilja aðvaranir Draghi:

----------------------------------------

"Banks that are still viable but need state aid to boost their capital base should be allowed to receive help without inflicting losses on their junior bondholders, European Central Bank President Mario Draghi told the European Commission."

"Draghi said imposing losses on junior creditors in the context of such "precautionary recapitalisations" could hurt subordinated bank bonds..."

"He said “improperly strict” interpretation “may well destroy the very confidence in the euro area banks that we all intend to restore”."

""By structurally impairing the subordinated debt market, it could lead to a flight of investors out of the European banking market, which would further hamper banks' funding going forward," Draghi said in the letter seen by Reuters."

---------------------------------------- 

Hann virðist með öðrum orðum, óttast að nýju reglunum verði fylgt stíft fram - - þannig að bankar sem annaðhvort uppfylla reglur um eigið fé eða eru mjög nærri því að uppfylla reglur um eigið fé, en vantar töluvert upp á að uppfylla skilyrði um lausafé.

Þurfa því að afla sér viðbótar fjármagns, geti lent í vandræðum með þá fjármögnun - - eftir að nýju reglurnar hafa tekið gildi.

Það sem mig grunar, er að Draghi hafi áhyggjur af hugsanlegri myndun - - > Óttabylgju.

  1. Þ.e. nýju reglurnar hugsanlega fæli fjárfesta frá því að leggja bönkunum til nýtt fé - - vegna þess að þeir óttist að tapa því frekar, eftir gildistöku nýju reglanna. 
  2. Sem leiði til vandræða þeirra banka við nauðsynlega endurfjármögnun.

Ef slíkar tafir virðast ætla að eiga sér stað hjá einhverjum fj. banka, gæti slík óttabylgja myndast - - og hratt fjarað undan þeim bönkum. Sbr. "self fulfilling prophecy."

  • Þá gæti hratt vaxandi ótti um hrun þeirra, skapað að auki óróa meðal innistæðueigenda - - en hvað gerðist á Kýpur er að sjálfsögðu ekki gleymt.

Það er að auki mun líklegra en ekki, að bankar í S-Evrópu lendi í slíkum vanda en í N-Evrópu.

Ekki síst er rétt að muna:

  1. Að ef fj. banka er að selja eignir á sama tíma, geti það haft neikvæð áhrif á verðmyndun á dæmigerðum eignum þeirra.
  2. Svo má ekki gleyma áhrifum á lánveitingar - - en ein leiðin til að afla sér fjár, er að skrúfa fyrir lánveitingar og síðan "innkalla lán."
Þarna geta því mögulega orðið heilmikil neikvæð efnahagsáhrif. Þau séu líklegust til að skella á þegar viðkvæmum hagkerfum S-Evrópu.

----------------------------------------  

"Mr Almunia has so far stood his ground. Even at banks reaching their regulatory minimum, “subordinated debt must be converted into equity before state aid is granted”, the commission said in informal guidance issued last week. "

"“A stress test revealing a capital shortfall is as such not relevant for state aid control,” - “State aid control would only become relevant when the private means to raise capital had been exhausted and a bank would need to resort to public resources to fill the gap. In these cases, the bank’s soundness becomes doubtful.”"

"In a nod to Mr Draghi’s concerns, the commission highlighted that under its rules exceptions can be made “when the implementation of writing down or conversion of subordinated creditors would lead to disproportionate results or would endanger financial stability”. "

---------------------------------------- 

Það má velta því fyrir sér - - hvort að "case by case" undanþágur, geti dugað til að forða þeirri hættu, sem Draghi telur sig sjá?

En mig grunar að Framkvæmdastjórnin gæti hugsanlega reynst ekki vera nægilega snör í snúningum, en óttabylgja getur hlaðist upp - - hratt.

Menn gætu því misst stjórn á rás atburða. Ef viðbrögð eiga að vera "case by case" en ekki almenn, eins og Draghi óskar eftir.

 

Niðurstaða

Það stefnir í að Evrópusambandið standi fyrir áhugaverðri tilraun á nk. ári. En nýjar reglur sem kveða á um það, að stjórnvöldum sé óheimilt að endurfjármagna banka fyrr en fyrst hefur verið gengið að eigendum ótryggðra skulda viðkomandi banka. Þær taka gildi nk. sumar. 

Á næstunni mun "ECB" standa fyrir ströngum stress prófum, og reiknað með því að margir bankar muni þurfa að - - afla sér aukins fjármagns. 

Mario Draghi virðist telja að þetta samhengi geti framkallað umtalsverðar hræringar innan fjármálakerfis Evrópu - óttabylgja ekki útilokuð.

Er Framkvæmdastjórn ESB að leika sér að eldinum?

 

Kv.


Er Írland virkilega úr hættu?

Ef maður skoðar álit markaða, má ætla að svo sé. En vaxtakrafa fyrir 10. ára ríkisbréf Írlands, er komin niður fyrir 5%. Líklega er það ívið hagstæðara en Ísland getur fengið.

Það hefur nú mælst hagvöxtur á Írlandi síðan 2012, ekki mikill þó. En þ.e. þó betra en samdrátturinn sem enn er í S-Evrópu.

Erlend fjárfesting hefur aukist verið að skila sér nokkuð til baka á þessu ári, vísbending um aukna tiltrú alþjóðafyrirtækja á stöðu landsins.

Launakostnaður per vinnustund hefur lækkað nokkuð á Írlandi. Írland sjaldgæft dæmi um það, að tekist hafi virkilega að lækka laun að einhverju ráði.

Afgangur hefur verið samfellt af utanríkisviðskiptum síðan 2010. Sem er hagstæðari staða en í S-Evr. en þ.e. ekki fyrr en á þessu ári, sem t.d. Spáni tókst að hefja viðskiptajöfnuð upp í jafnvægi jafnvel smávægilegan afgang.

Sjá umfjöllun The Economist:

The eighth austerity budget

Fitter yet fragile

 

En það eru fleiri hliðar á stöðu Írlands!

Eins og sést á myndinni fyrir ofan, er Írland enn með mjög umtalsverðan hallarekstur á ríkinu, og það þrátt fyrir að írska ríkið hafi samtals skorið niður 28ma.€ af ríkisútgjöldum eða 17% af þjóðarframleiðslu. Sem er ekkert smáræði!

Það þíðir auðvitað að skuldir Írlands sem í dag mælast yfir 120% - miðað við landsframleiðslu mælikvarða.

Að auki skuldar almenningur rúmlega 200% af landsframleiðslu "GDP" í húsnæðislánum - - og um 17% þeirra lána eru í vandræðum. Skuldavandi heimila á Írlandi er enn í aukningu - vegna þess að tekjur almennings eru enn í hnignun.

  • Síðan er landsframleiðsla töluvert villandi mæling fyrir Írland, en það stafar af því hve hátt hlutfall atvinnulífs á Írlandi er rekið af stórum alþjóða fyrirtækjum.
  • En sá mælikvarði dregur ekki frá "hagnað" þeirra fyrirtækja sem sendur er úr landi, og er því í reynd ekki hluti af skattastofni þeim sem ríkið notar til að standa undir sínum skuldum.

Margir telja því að annar mælikvarði sé raunhæfari mælikvarði fyrir Írland, þ.e. þjóðarframleiðsla "GNP."

En þá er hagnaður erlendra fyrirtækja, ekki talinn með.

Gapið milli landsframleiðslu og þjóðarframleiðslu hefur farið stækkandi.

  1. "Irish GNP is lower than GDP because of the big profits made by foreign firms."
  2. "The gap between the two has been widening, from 14% in 2007 to 20% in 2011."

Það er ekkert smáræðismunur - - og það þíðir að mæling á skuldastöðu landsins eftir því hvor mælikvarðinn er notaður. Skilar töluvert ólíkri niðurstöðu.

  • Takið eftir að í staðinn fyrir að Írland skuldi rúmlega 120% mælist skuldahlutfallið í staðinn tæplega 160%. 

Þetta finnst reyndar sumum hagfræðingum ganga of langt, og vilja þess í stað blanda mælikvörðunum saman.

  1. "The Irish Fiscal Advisory Council, a watchdog, has suggested a hybrid measure in which 40% of the excess of GDP over GNP is added to GNP."
  2. "This offers a better gauge of fiscal sustainability for the Irish economy, says John McHale, who chairs the council."
  3. "On this basis, the debt burden, which is expected to peak in 2013 at around 120% of GDP, would really be close to 140% (see chart)."

Hafandi þetta í huga, og einnig það að enn er ríkishalli Írlands ca. 7,7% - sem þíðir að skuldirnar eru enn í vexti. Og miðað við það hve hægur vöxtur landsins er og líklega áfram næstu árin.

Hef ég efasemdir um sjálfbærni skulda Írlands.

Figure 1 Seasonally Adjusted growth rates(% change on previous quarter)

Einst og sést á myndinni að ofan tekin af vef Central Statistics Office. Þá eru bersýnilega umtalsverðar sveiflur á þjóðarframleiðslunni, mun meiri en á landsframleiðslumælikvarðanum.

 

Niðurstaða

Það er alltaf góð spurning hvernig á að skilgreina - árangur. Írland er auðvitað í miklu betri stöðu en aðildarþjóðir evrusvæðis í S-Evrópu. Samt verð ég að segja. Að ég hef efasemdir um sjálfbærni skulda Írlands. Í ljósi þess að mjög líklega vanmetur landsframleiðslumælikvarðinn sem almennt er notaður í ESB skuldastöðu Írlands. Nær sé að tala um 140% eða 160%. Og enn vaxandi.

Enn er staða heimila gríðarlega þung og versnandi. Vegna ótrúlegrar skuldastöðu írskra heimila. En þau skulda bersýnilega umtalsvert meir en ísl. heimili miðað við þjóðarframleiðslu. Man ekki nákvæmlega töluna fyrir Ísland. En ef ég man rétt, er sambærilegt hlutfall fyrir Ísland rétt neðan við 90%.

 

Kv.


Niðurstöður skoðanakönnunar sem hljóta að valda yfirvöldum í Brussel áhyggjum!

Mjög áhugaverðar niðurstöður svokallaðrar "Financial Times Harris Poll" sem er unnin í samstarfi þess tiltekna fyrirtækis og Financial Times. En svörin við spurningum eru virkilega stuðandi - - a.m.k. þegar maður horfir á þau frá dæmigerðu sjónarmiði aðildarsinna sem trúir því að ESB sé félagslegur velferðarklúbbur, þ.s. þjóðir Evrópu vinna að sameiginlegum málum í sátt og eindrægni.

THE HARRIS POLL GLOBAL OMNIBUS

Spurning 2: . "We would now like to talk to you about current affairs. Romanians and Bulgarians will be given full rights to work in any other EU member state from January 1 2014. Do you approve/disapprove?"

  • Bretar: 36% meðmæltir - 64% andmæltir.
  • Frakkar: 37% meðmæltir - 63% andmæltir.
  • Þjóðverjar: 42% meðmæltir - 58% andmæltir.
  • Ítalir: 62% meðmæltir - 38% andmæltir.
  • Spánverjar: 61% meðmæltir - 39% andmæltir.

Áhugaverð Norður/Suður skipting. Getur líka markast af því að á Ítalíu og Spáni er nú mjög mikið atvinnuleysi. Og þar því kannski frekar stuðningur við rétt Evrópubúa til að leita sér vinnu í öðru Evrópulandi.

 

Spurning 3: "Do you think EU governments should be able to restrict rights to benefits for citizens from other EU member states?"
  • Bretar: 83% meðmæltir - 17% andmæltir.
  • Frakkar: 72% meðmæltir - 28% andmæltir.
  • Þjóðverjar: 73% meðmæltir - 27% andmæltir.
  • Ítalir: 66% meðmæltir - 34% andmæltir.
  • Spánverjar: 60% meðmæltir - 40% andmæltir.

Þetta er þ.s. ég held að stuði mest Evrópusinna - - en slík viðhorf eru mjög "óevrópuleg" ef maður beitir fyrir sig þíðingu á frasanum "anti Europe."

En þ.e. hluti af þeim grunn réttindum að mega leita sér vinnu í næsta landi, að mega einnig njóta aðgangs að félagslega stoðkerfinu í því landi.

Þetta sýnir kannski að félagslega stoðkerfið er í vörn innan Evrópu.

Og íbúar landanna eru farnir því að vera óttaslegnir. Og sækja því í varnarstöðu.

 

Spurning 4: "How likely are you to vote for a euro-sceptic political party in forthcoming elections (European parliament, or local)?"

  • Bretar: 25% líklega - 36% ólíklega.
  • Frakkar: 22% líklega - 42% ólíklega.
  • Þjóðverjar: 18% líklega - 54% ólíklega.
  • Ítalir: 19% líklega - 46% ólíklega.
  • Spánverjar: 12% líklega - 44% ólíklega.

Þetta er í reynd töluvert mikill stuðningur við "and-evrópuflokka" eins og þeir væru kallaðir af Evrópusinnum. En maður er alltaf á móti Evrópu ef maður er á móti ESB.

Það geta orðið áhugaverð kosningaúrslit í maí nk. þegar næst er kosið til Evrópuþingsins.

 

Spurning 6:  Do you think Angela Merkel’s re-election is very bad/somewhat bad/somewhat good/very good for your country?

  • Bretar: 60% gott - 40% slæmt.
  • Frakkar: 67% gott - 33% slæmt.
  • Þjóðverjar: 56% gott - 44% slæmt.
  • Ítalir: 42% gott - 58% slæmt.
  • Spánverjar: 30% gott - 70% slæmt.

Þetta eru forvitnileg svör. En Merkel virðist njóta meiri stuðnings innan Frakklands og Bretlands, en innan Þýskalands sjálfs. Á meðan að hún er fremur hötuð á Ítalíu og Spáni.

Þetta er Norður/Suður skipting sem ekki kemur á óvart.

En stefna Merkelar er afskaplega óvinsæl meðal almennings í S-Evrópu.

En virðist njóta töluvert almennts stuðnings í N-Evrópu. Hluti af vaxandi Norður/Suður þröskuldi.

 

Spurning 7:  "Would you have a more positive view of the EU if it had fewer powers than it does now?"

  • Bretar: 66% já - 34% nei.
  • Frakkar: 43% já - 57% nei.
  • Þjóðverjar: 51% já - 49% nei.
  • Ítalir: 44% já - 56% slæmt.
  • Spánverjar: 56% já - 44% nei.

Þarna hverfur eiginlega Norður/Suður skiptingin. Bretar og Spánverjar virðast vilja minnka völd Brussel. Meðan að Þjóðverjar skipast nokkurn veginn 50/50. Frakkar og Ítalir virðast vilja auka völd Brussel.

 

Niðurstaða

Mér finnst áhugavert hve hátt hlutfall Breta - Frakka - Þjóðverja - Ítala og Spánverja. Vill draga úr möguleikum þegna annarra aðildarlanda ESB til að nýta sér hið félagslega stuðningskerfi í næsta aðildarlandi ESB.

Þetta gengur alveg þvert á Evrópuhugsjónina og auðvitað 4 frelsið. En þ.e. hluti af sameiginlega vinnumarkaðinum rétturinn til að leita félagslegrar aðstoðar. Ef þú tapar vinnunni í því landi. Þá áttu bótarétt miðað við núverandi reglur alveg skýlaust.

En ég get ekki annað en skilið þetta þannig, að komin sé upp hávær krafa almennings í þessum löndum. Til að þrengja að þeim aðgangi borgara annarra aðildarlanda ESB.

Það mundi auðvitað fara langt með að eyðileggja sameiginlega vinnumarkaðinn.

  • Mig grunar að þetta standi í samhengi við þann niðurskurð velferðar aðstoðar sem er í gangi í fjölda landa innan ESB, sem hluti af niðurskurði útgjalda.
  • En mikil krafa er um minnkun ríkishalla, niðurskurður velferðar er ein byrtingarmynd þeirrar viðleitni að draga úr hallarekstri ríkissjóðanna, og því söfnun skulda.

 

Kv.


Bandaríkjaþing að verða helsta efnahagsvá heimsins?

Án gríns, má vel velta þessu fyrir sér. En það þarf ekki nokkur að efast um það. Að Repúblikanar og Deókratar, með Obama í miðjunni. Sömdu einungis um - - > vopnahlé.

Það sé alveg ljóst að Repúblikanar í Fulltrúadeild, ætla að hefja nýtt áhlaup á alríkisstjórnina og hið hataða "Obama Care" eða "Affordable Care Act."

Seinni atlagan verði líklega þó betur undirbúin, og líklega því hugsanlega - - hættulegri.

En eins fréttir heimsfjölmiðla segja:

  1. Er skuldaþakinu lyft til 7. febrúar.
  2. Alríkið er fullfjármagnað til 15. janúar.
  3. Og viðræður flokkanna, sem skulu fara fram á meðan, skal vera lokið 13. des.

Það blasir við að deilan hefst aftur af krafti fljótlega á nýárinu. Að víðtækt samkomulag náist virðist ólíklegt fyrir 13. des. Miðað við gjána milli aðila.

Washington becomes the biggest risk to the U.S. economy

US government returns to work after debt deal

House Conservatives Gird for Next Budget Battles

Was the Point Republicans Made in the Shutdown Worth the Price?

‘Reality Set In’ at Republican Meeting Wednesday

 

Vandinn er óvissan sem þetta viðheldur!

Hún ein mun halda eftir af hagvexti, þ.e. fyrirtæki halda frekar að sér höndum - en að hefja áhættusama fjárfestingu. Fyrirtæki vegna óvissuástandsins, séu líkleg að leitast við að tryggja að þau hafi nægt lausafé. Það þíði að auki að þau verði - tregari til að fjölga fólki.

Líklega hefur deilan sem varaði sl. 2 vikur, skaðað hagvöxt á lokamánuðum ársins.

  • Þessar ítrekuðu harkalegu deilur, hafa líklega rænt Bandaríkin töluverðum hagvexti.
  • Ég hef heyrt því haldið fram, að hugsanlega muni 2% á hagkerfi Bandar. til eða frá, síðan 2011.
  • Þetta þíðir að færri hafa vinnu en annars, og einnig "í kaldhæðni örlaganna" að hallinn á alríkinu er meiri en hann annars væri.
  • En meiri efnahagsumsvið þíddu meiri skatttekjur.

Það má jafnvel vera, að óvissan og deilurnar, séu a.m.k. góður hluti af ástæðu þess að bandar. hagkerfinu er ekki fram að þessu að takast að komast úr hagvaxtartölum upp á milli 1% og 2% upp í milli 2% og 3%.

""We have crisis after crisis after crisis and it has a corrosive impact on the economy," said Greg Valliere, an analyst with Potomac Research Group. "If you're a business, how do you make plans in this environment?""

En lykilatriðið fyrir Bandaríkin, ef við erum að hugsa um lausn á skuldavanda þeirra, er að skapa nægan hagvöxt.

Þ.e. ekkert sem hraðar mildar erfiða skuldastöðu, heldur en það að tekjur fari vaxandi vegna þess að þjóðarkakan fari sístækkandi.

---------------------------------

Vandi virðist vera að innan raða Repúblikana er fjöldi sannfærðra hugmyndafræðinga - - sem virkilega líta svo á "að það verði að minnka alríkið og það helst mikið." 

Þó er bandar. ríkið verulega smærra að umfangi en tíðkast í N-Evrópu að jafnaði, ca. 23% af þjóðarframleiðslu að umfangi. Það má bæta a.m.k. 10% við færum okkur til Evr.

Þeir virkilega líta á baráttuna gegn "OC" sem mikilvægan þátt í þeirri "meginbaráttu" þannig að því miður sé útlit fyrir, að tíminn fram að janúar. 

Muni líklega fara einna helst í, undirbúning fyrir næstu rimmu.

Sem gæti orðið jafnvel enn meira "nastí" og hættuleg, og því skaðvænleg fyrir heims hagkerfið.

  • Kannski startar Bandar.þing heimskreppu við upphaf nk. árs.

 
Niðurstaða

Það slæma fyrir Ísland er auðvitað að þessi óvissa frá "Capitol hill Washington DC" mun líklega einnig draga úr möguleikum Íslands á hagvexti á nk. ári. Jafnvel þó að ekki verði heimskreppa. Heldur að í staðinn, verði nk. ár nokkurn veginn "endurtekning núverandi" þ.e. hagvöxtur verði áfram til staðar í Bandaríkjunum. En áfram einungis milli 1% og 2%. Evrópa mari þá áfram rétt í hálfu kafi.

En hættan við þessar endurtekningar er auðvitað, að eitthvert skiptið - - fari hlutirnir handaskolum.

Mjög þekktur einstaklingur kallaði skuldaþakið "political weapon of mass destruction." Sá maður heitir Warren Buffet -  U.S. debt limit threat 'political weapon of mass destruction'-Buffett. Buffet var ekkert að skafa af þessu í viðtalinu sem vitnað er í.

 

Kv.


Spilling í Þýskalandi - hrun í fjárfestingum innan Þýskalands!

Tvær áhugaverðar fréttir. Báðar um Þýskaland. Önnur frá Wall Street Journal - hin frá Der Spiegel.

WSJ: Corporate Germany Looks to Invest Overseas—Not at Home

Spiegel: Donation from BMW Owners Raises Eyebrows

Fyrst um þann skort á fjárfestingum sem hefur vakið ugg þýskra stjórnvalda. En það er ekki bara á Íslandi þar sem skortur á ný-fjárfestingum veldur áhyggjum. Innan Þýskalands er einnig ný-fjárfestingaþurrð af hálfu þýskra fyrirtækja. 

Wall Street Journal skv. frétt, lét framkvæma skoðanakönnun meðal forsvarsmanna þýskra fyrirtækja fyrir skömmu. Hún er unnin að afloknum þingkosningum í Þýskalandi.

Niðurstöður hennar eru áhugaverðar - sjá mynd!

Niðurstaðan er skýr - - þýskt atvinnulíf ætlar að forðast Evrópu eins og heitan eldinn!

Einungis 15% fjárfestinga þeirra munu fara fram innan Þýskalands á þessu ári.

---------------------------------------------

"If the low rate of investment continues much longer, "it will put the competitiveness of the whole of German industry at risk," said Ralph Wiechers, chief economist of the VDMA engineering federation, which represents more than 3,000 Mittelstand companies."

  • "Most of the companies that responded to The Wall Street Journal survey—all of them nonfinancial companies from among the leading German corporations that make up the DAX-30 stock-market index—say they are aiming to maintain or slightly increase their overall investment in the year ahead."
  • "But they are mostly planning to spend money on maintaining rather than significantly upgrading their domestic production facilities."

"The survey's findings challenge hopes in Germany that investment will take off in coming months, following two years of weakness that has held down Germany's growth rate."

"German GDP is projected to increase by about 0.4% this year, due in part to companies' reluctance to invest."

  • "Meanwhile, foreign companies' appetite for investing in Germany is also waning. Foreign direct investment in Germany plummeted to €5.1 billion ($6.9 billion) in 2012, from €58.6 billion in 2007, according to data from Germany's central bank."
  • "The decline continued in the first six months of this year, when a mere €800,000 of FDI landed in Germany."

--------------------------------------------- 

Ráðandi þættir virðast vera:

  1. Arfa slakar horfur varðandi framtíðar vöxt eftirspurnar innan Evrópu.
  2. Stöðug hækkun raforkuverðs innan Þýskalands sem þegar hefur hækkað um 30% á 6 árum, og frekari hækkanir í sigtinu.

Stefnumörkun sú sem Angela Merkel hefur haldið á lofti á sl. kjörtímabili, hefur einmitt verið ákaflega eftirspurnar bælandi - innan Evrópu.

En fyrir tilstuðlan þrýstings hennar ríkisstjórnar, var svokallaður "Stöðugleika Sáttmáli" þvingaður í gegn, en hann felur í sér að þrengt hefur verið að heimild aðildarríkja evrusvæðis. Til að reka ríkissjóði með halla.

Að auki hafa aðildarlönd evrusvæðis, verið beitt mjög hörðum þrýstingi til þess, að fara leið verðhjöðnunar - til að aðlaga eigin hagkerfi.

Það hefur beinlínis falið í sér - - skipulagða eyðileggingu á eftirspurn innan þeirra hagkerfa.

Ekkert hefur komið á móti, þ.e. löndin í N-Evrópu hafa ekki í staðinn, hvatt til eftirspurnar aukningar innan eigin hagkerfa. Til að mæta eftirspurnar minnkun í S-Evrópu.

Þannig að útkoman hefur verið, mjög veruleg minnkun á eftirspurn í Evrópu heilt yfir.

  • Það þíðir, að eftir minna er að slægjast fyrir fyrirtæki.
  1. Þegar rætt er um skort á fjárfestingum á Íslandi, bæði að hálfu erlendra sem innlendra fyrirtækja, þá nota aðildarsinnar ávallt tækifærið, til þess að benda á skort á aðild - sem að þeirra mati, skýringu.
  2. Þeir vilja meina, að það eitt að viðhalda aðildarferlinu, hvetji til ný fjárfestinga.
  3. Vegna þess, að þá hafi menn von um aðild í náinni framtíð.
  4. En hvernig bregðast þeir við fréttum af því, að meira að segja í sterkasta hagkerfi Evrópu, hefur orðið mjög mikill samdráttur í ný-fjárfestingum síðan 2007.

Og fátt bendir til þess, að stórfelld aukning verði þar í nýjum fjárfestingum í bráð.

 

Hneyksli í Þýskalandi - tengt ríkisstjórn Angelu Merkel!

Þetta tengist stórri peningagjöf frá Quandt/Klatten fjölskyldunni sem enn þann dag ræður yfir ráðandi hlut í BMW fyrirtækinu í kosningasjóð Kristilegra Demókrata, flokk Angelu Merkel.

690.000€ * 163,75 = 112.987.500Kr.

Quandt fjölskyldan sem sagt gaf tæpar 113 milljónir króna.

Af hverju þetta vekur athygli er að þetta kemur fram örskömmu eftir að í ljós er komið, að innan Evrópusambandsins hefur verið tekin ákvörðun.

Sem er ákaflega hagstæð fyrir einmitt BMW!

--------------------------------------------- 

"On Monday, European Union environment ministers gave in to German demands to scrap an agreement to cap EU car emissions."

Peningagjöfin fer fram þann 9. október, þann 14. október er kynnt um ákvörðun framkvæmdastjóra ESB - - 5 dagar á milli.

Líklegt virðist að ákvörðunin hafi þá þegar legið fyrir, þó hún hafi ekki formlega verið kynnt - fyrr en þennan dag.

  1. "After months of forceful lobbying from Germany, the ministers from the 28 EU member states agreed to reopen a deal sealed in June."
  2. "German carmakers Daimler and BMW produce heavier vehicles that consume more fuel than vehicles made by firms such as Italy's Fiat."
  3. "That means they would find it harder to meet a proposed EU cap on carbon emissions of 95 grams per kilometer for all new cars from 2020, analysts say." 
  • "First, Germany browbeat smaller countries like Hungary, Portugal and Slovakia into supporting its line. German car firms run factories in those countries."
  • "Then Germany started working on the big EU nations. At the June EU summit, diplomats noticed that Merkel didn't object to Britain keeping its EU rebate intact in a dispute over a proposed new method to calculate the sum. The revised calculation would have slashed the rebate by 1.5 billion pounds (€1.8 billion) over the 2014-2020 budget period."

---------------------------------------------

Tek fram að ég hef nokkra samúð með þýsku lúxusbíla framleiðendunum.

En t.d. eina útgáfa af Porche sem skv. opinberum mælingum stenst þetta viðmið, er "hybrid" útgáfa af Panamera, en engin útgáfa af þeirra sportílum gerir það né af þeirra jeppum.

Porche yrði þá að framleiða eingöngu - - tvinnbíla.

Það sama ætti við BMW og líklega einnig Mercedes Bens. 

Mundi líklega drepa alla þeirra framleiðslu á bílum með bensín eða dísil vélar af stærri gerðinni.

Og örugglega alla þeirra jeppa.

Með öðrum orðum, þeir gætu a.m.k. ekki innan Evrópu framleitt þá bíla, sem þær verksmiðjur græða mest á.

  • Það getur auðvitað verið, að baki hafi legið hótun - - um að færa alla framleiðslu á bifreiðum frá Þýskalandi, á næstu árum.

Að þýskir bílar hættu að vera - þýskir.

"Klaus Ernst, a lawmaker for the opposition Left Party, said it was "the most blatant case of purchased policymaking in a long time. BMW has Merkel in the bag. No one's done it that openly so far.""

Umhverfisverndarsinnar eru brjálaðir.

En ég velti fyrir mér hvernig Þýskaland væri án Bens og BMW?

Hvort þetta er spilling - - fer auðvitað eftir því hver talar.

Í augum þeirra sem studdu þessa breytingu, þá er þetta bakslag í baráttunni fyrir verndun umhverfisins, og í þeirra augum keypti þýski bílaiðnaðurinn tiltekna stefnumörkun!

Umhverfissinnar í reynd saka Angelu Merkel um spillingu.

 

Niðurstaða

Málið varðandi fjárfestingu er það, að fjárfesting hefur minnkað mjög mikið í Evrópu allri síðan 2007. Mis mikið að sjálfsögðu. En mikil minnkun í öllum löndum. En þó mest innan landa í efnahagsvandræðum.

Ísland er því ekki eitt á báti. 

Það eru einmitt daprar framtíðar hagvaxtarhorfur sem letja mjög til ný-fjárfestinga innan Evrópu.

Þetta ástand virðist ekki líklegt til að skána á næstunni.

---------------------------------------------

Ég hugsa að stuðningur Angelu Merkel við þarfir þýska bílaiðnaðarins hafi verið nauðsynlegur. 

En það mundi ekki koma mér mjög á óvart, ef það lá að baki hótun frá þýska bílaiðnaðinum, um flutning starfseminnar úr landi.

Rétt er að halda á lofti, að töluvert af bílaframleiðslu er t.d. komin til Tyrklands.

S-kóreskir framleiðendur hafa verið að setja þar upp verksmiðjur á sl. árum, til að framleiða fyrir Evrópumarkað.

Það gætu fleiri framleiðendur flutt sig þangað. 

 

Kv.


Stutt í að Fitch Rating lækki lánshæfi Bandaríkjanna!

Skv. erlendum fjölmiðlum hefur fyrirtækið Fitch Rating sett Bandaríkin á neikvæðar horfur. Út af ítrekuðum deilum í tengslum við svokallað skuldaþak. Skv. fréttum af atburðum dagsins á Bandaríkjaþingi. Liggur samkomulag ekki enn fyrir. En tilraunir til þess að ná fram einhverju samkomulagi, hafa þó ekki hætt. En það lýtur því miður þannig út - - að það getur verið að þingmennirnir nái ekki að klára málið fyrir miðnætti á miðvikudag. Þó það sé hugsanlegt að þeir nái því innan einhverra daga þaðan í frá, eða jafnvel fyrir helgi. Ef það ástand varir bara í örfáa daga - - getur vel verið að hlutir sleppi fyrir horn. En skv. erlendum fréttum er áætlað að alríkið eigi 30ma.$ lausafé á miðvikudag. Það þíðir, að eiginleg vandræði hefjast ekki endilega á fimmtudaginn, Þó Bandaríkin skelli á skuldaþakinu. En talið er þó að lausaféð klárist fyrir mánaðamót hið minnsta.

US rating put on negative watch on default fears

Fitch warns it may cut U.S. credit rating from AAA

  1. “The repeated brinkmanship over raising the debt ceiling also dents confidence in the effectiveness of the US government and political institutions, and in the coherence and credibility of economic policy."
  2. "It will also have some detrimental effect on the US economy.”
  3. “In the event of a deal to raise the debt ceiling and to resolve the government shutdown, which Fitch expects, the outcome of a subsequent review of the ratings would take into account the manner and duration of the agreement and the perceived risk of a similar episode occurring in the future.
  • Þetta þíðir líklega að mjög miklar líkur séu á lækkun lánshæfis ríkissjóðs Bandaríkjanna.
  • Vegna þess að allt útlit er einmitt fyrir að þessar deilur haldi áfram, þær halda þá áfram að skaða efnahag Bandar. 
  • Líkur að auki á að þessar síendurteknu deilur um skuldaþakið, leiði til hækkunar vaxta á bandar. ríkisbréf - - álags vegna pólitískrar áhættu.

En skv. þeim hugmyndum sem eru til umræði, stendur til að hækka skuldaþakið einungis fram til febrúar 2014.

Það myndaðist deila á þriðjudag milli Repúblikana í Fulltrúadeild annars vegar og hins vegar í Öldungadeild, en það virðist að Repúblikanar í Fulltrúadeild treysti sér ekki að ganga alveg eins langt til móts við Obama og Repúblikanar í Öldungadeild.

Skv. tillögu Repúblikana í Öldungadeild. Felur framlenging skuldaþaks til febrúar nk. í sér fulla fjármögnun alríkisins á meðan.

Sem er töluverð eftirgjöf gagnvart Obama, sem ávallt hefur heimtað "fulla fjármögnun" svo að starfsmenn alríkisins sem hafa nú verið í launalausu leyfi í nærri 2. vikur, komi til starfa.

En Repúblikanar í Fulltrúadeild, vilja ekki bjóða fulla fjármögnun nema fram í desember, þ.e. mánuði skemur. Þó skuldaþakinu væri lyft fram í febrúar.

Að auki eru þeir enn að þvælast með hugmyndir, sem þrengja að heimildum alríkisins til að forgangsraða greiðslum, sem alríkið hefur getað beitt - - til að spara sér fé svo það hafi meira svigrúm í samningum af þessu tagi áður en peningarnir klárast.

Viðbrögð demókrata við tillögunum voru:

"Democrats quickly rejected details of the latest plan from House Republicans. "The bill the Republicans are putting on the floor today is a decision to default," House Minority Leader Nancy Pelosi (D., Calif.) said after a White House meeting between Democrats and President Barack Obama. Among other objections, Democrats have resisted efforts to limit the Treasury's abilities to maneuver around the debt ceiling. House Minority Whip Steny Hoyer (D., Md.) called the latest provision on that front "very, very damaging.""

Markaðir eru farnir að sýna fyrstu greinilegu óttamerkin, þetta sést á því að vaxtakrafa fyrir skammtíma ríkisbréf frá alríkinu hefur rokið upp, vegna þess að eftirspurn er að þorna hratt upp.

Bankar eru nú á fullu að takmarka sína áhættu, og hafa t.d. stöðvað frekari kaup á bandar. skammtímabréfum.

Það er þó ekki eiginleg paník enn - - en skammt er í hana, held ég.

 

Niðurstaða

Þó svo að bandar. þingið nái 11. stundar samkomulagi á morgun. Þá í ljósi þess, að það samkomulag sem er líklegast, framlengir deilurnar um skuldaþakið fram á nk. ár. Þannig að óvissan sem þeim fylgir heldur þá áfram að skaða bandar. efnahag. Þá líklega mun Fitch Rating láta verða af hótun sinni um lækkun lánshæfis Bandaríkjanna.

Mér virðist einnig líklegt að þessar síendureknu hörðu deilur, muni að auki hækka vaxtakröfu á bandar. ríkisbréf - - af völdum þeirrar pólitísku áhættu sem fylgir þessum deilum.

Það muni skaða getu alríkisins til að lækka niður, þann halla á rekstri alríkisins sem deilan ekki síst snýst um. En hækkaðir vextir, munu auka þann halla með því að gera nýtt lánsfé dýrara. Þau áhrif muni þó skila sér einungis smám saman, eftir því sem ríkisbréf renna út og ný eru gefin út í staðinn.

Að auki séu hin neikvæðu efnahagslegu áhrif þeirra deilna, skaðleg tilraunum til að vinna á ríkishallanum. En öflugur hagvöxtur mundi afnema hann fljótt.

 

Kv.


Kosningasigur flokks Marine Le Pen skapar titring í Frakklandi!

Fljótt á litið virðist þetta úlfaldi úr mýflugu. En flokkur Marine Le Pen "National Front" á einungis 2 þingmenn á þjóðþingi Frakklands, þar á meðal Marine Le Pen sjálfa. Nú eftir sigur helgarinnar, á flokkurinn nú 2 sæti af 4000 meðal svæðisstjórna Frakklands. Ef sigurinn er settur í samhengi.

French far-right victory stirs fear among mainstream parties

Þessi sigur vakti samt mikla athygli fjölmiðla:

French far-right pulls ahead in local election -"Its candidate Laurent Lopez took 40.4 percent of the vote in the canton of Brignoles, near Toulon, late on Sunday versus 20.7 percent for the UMP candidate and 14.6 percent for the Communist."

Það sem er áhugavert við þessa kosningu - - er að leiðtogar stærstu flokkanna í Frakklandi, þ.e. forseti Frakklands sjálfur og leiðtogi stærsta hægri flokksins í Frakklandi, beittu sér með formlegum hætti gegn "National Front."

Eftir að Laurent Lopez hafði auðveldlega fellt út frambjóðanda sósíalista, þá skoraði Hollande á sitt fólk að láta frambjóðanda hægri manna fá sín atkvæði í seinni umferð kosninganna.

En allt kom fyrir ekki, og frambjóðandi flokks Marine Le Pen vann öruggan sigur.

Kastljósi fjölmiðla var með öðrum orðum beint að þessari kosningu. Og helstu heims fjölmiðlar hafa fjallað um hana.

  • Þetta virðist vera klassísk óánægjukosning.

En skv. fréttaskýrendum, hefur Marine Le Pen verið að sækja mjög fylgi til vinstri kjósenda. Þó einhverjum geti virst það koma spánskt fyrir sjónir.

En hún hefur beint gagnrýni sinni mjög harkalega gegn niðurskurðastefnu stjórnarinnar, kennir henni um aukið atvinnuleysi - - hafandi í huga vonbrigði margra franskra kjósenda með Hollande.

Getur verið að þessi kosningaáróður Le Pen sé að virka.

Skv. skoðanakönnunum hefur fylgi National Front rokið upp.

En á næstunni verður kosið til Evrópuþingsins, og "NF" hefur verið að mælast með allt að 24% fylgi. Gæti orðið stærsti þingflokkurinn frá Frakklandi á Evrópuþinginu." 

Sem væri skemmtileg kaldhæðni.

Best að muna að Marine Le Pen fékk 18% sem forsetaframbjóðandi.

"NF" virðist um þessar mundir vera sá flokkur er helst græðir á almennri óánægju með svokallaða "hefðbundna flokka."

En hægri flokkarnir hafa ekki náð sér eftir tapið í síðustu forsetakosningum, og sjaldan hafa vinsældir fallið eins hratt hjá nokkrum forseta eins og Hollande.

Nú þegar á lýður virðist sífellt minni munur á stefnu hans og Sarkozy, sem kannski hvetur óánægju kjósendur til að flykkjast um flokk Marine Le Pen.

 

Niðurstaða

Flokkur Marine Le Pen er ósvikinn "þjóðernissinnaður" flokkur hvort sem hann telst öfga slíkur eða ekki. Hann hefur lengst af talist til öfgaflokka til hægri ekki síst í tíð stofnanda síns, föður Marine Le Pen. Þá má einnig segja að þjóðernissinnuð afstaða flokksins hafi verið ákaflega hörð á þeim árum. En síðan Marine tók við flokknum, hefur hún tónað niður þann harða tón er áður var á honum. Til að breikka hans fylgisgrundvöll. Það er umdeilt hvort það sé raunveruleg breyting eða "cosmetísk."

"FN" a.m.k. er enn með þá stefnu, að herða innflytjendalöggjöf. Hann er ekki frjálslyndur í efnahagsstefnu, heldur vill verja þ.s. franskt er - er því hallur undir verndarstefnu.

Og hann hefur í seinni tíð verið að leitast við að veiða einnig fylgi frá vinstri flokkum, svo það á ekki að auka sveigjanleika á vinnumarkaði, eða losa um tök verkalýðsfélaga.

Spurning hvort þetta geti gengið upp, að veiða jafnt fylgi frá vinstri sem hægri.

  •  Þetta er a.m.k. ekki ný nasistaflokkur í stíl við Gullna Dögun.
Flokkurinn er alls ekki að boða einhverja byltingu. Heldur virðist hann höfða til frekar "íhaldssamra" kjósenda hvort sem er til hægri eða vinstri. Þá sem eru andvígir þeim breytingum sem eru í gangi. Þá sem óttast að halli á hefðbundin frönsk gildi.
  • Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort Marine Le Pen verði næsti forseti Frakklands.
  • Ef allt gengur áfram á afturfótunum.

Bendi á umfjöllun Ambrose Evans-Pritchard um "Front National" eins og flokkurinn heitir á frönsku:

Time to take bets on Frexit and the French franc?

Hann fjallar nokkuð ítarlegar um stefnu Marine Le Pen.

 

Kv. 


Áhugi kínverja á risahöfn við Finnafjörð er áhugaverður!

Þetta kom fram í fréttum RÚV: Spáir því að Ísland verði í alfaraleið. Það sem mér finnst merkilegast er hin óskaplega bjartsýni sem gætir í orðum talsmanna hins kínverska skipafélags Cosco Shipping og hins rússneska flutningafyrirtækis. Fyrir skömmu, lauk Cosco Shipping merkilegri siglingu kaupskips yfir N-Íshafið frá borginni Pusan í S-Kóreu alla leið til Rotterdam, sjá umfjöllun mína: Kínverska flutningaskipið Yong Sheng mun klára pólsiglingu sína nk. mánudag!.

Áhugi Cosco Shipping á þeirri siglingaleið er því mjög raunverulegur. Og líklega ber því að taka því fullkomlega alvarlega, þegar talsmaður þess fyrirtækis - tjáir áhuga á Finnafjarðarhöfn.

Sjá mína umfjöllun um Finnafjarðarhöfn: Hvað mundi risahöfn í Finnafirði gera fyrir Ísland?.

Eins og þar kemur fram hefur Langanesbyggð gert samning við rekstrarfélag Brimarhafna "Bremenports" og það félag hefur tekið að sér, að láta framkvæma ítarlega rannsókn á aðstæðum við Finnafjörð, út frá þeirri hugmynd að reisa þar risastóra umskipunargámahöfn.

Rekstrarfélag Brimarhafna þekkir vel til rekstrar gámahafna, það er því augljós fengur af áhuga þess félags - - eins og fram kom hjá talsmönnum þess fyrirtækis, er áætlað að rannsóknirnar taki 3-4 ár og kosti nokkur hundruð milljónir ísl.kr.

Ef niðurstaðan er jákvæð, mun Bremenports hafa áhuga á þátttöku í verkefninu, og því hafa áhuga á að aðstoða við það verkefni, að útvega "fjárfesta" - en þetta sé það stórt verkefni að rekstrarfélag Brimarhafnar ræður ekki eitt um sig við það að fjármagna það.

Þannig, að í því ljósi er áhugavert að frétta af áhuga kínverska skipafélagsins, en þar er hugsanlega kominn fram - áhugasamur fjárfestir.

Ekki þekki ég fjárhagslegan styrk þess félags, en þ.e. a.m.k. í kaupskipasiglingum um heimhöfin.

Ef e-h er að marka áætlun talsmanns Cosco Shipping að allt að 15% flutninga kínv. varnings muni streyma yfir N-Íshafið svo snemma sem kringum 2020, eða innan 7 ára.

Þá er eftir miklu að slæðast, og í reynd farið að liggja á því að hefja framkvæmdir - jafnvel.

Hið minnsta þá a.m.k. ekki seinna vænna, að rannsóknir séu hafnar.

En hingað til hef ég sjálfur talið, að raunhæfara væri að miða við ca. 2030.

En líklega hafa kinv. aðilar og rússn. sem stunda siglingar á þessu svæði, meira vit á þessu - tja, heldur en ísl. "vitringar" sem haldið hafa því fram, að þetta gerist ekki fyrr en jafnvel eftir áratugi.

"Hafsteinn segir Kínverjana áhugasama um höfn í Finnafirði.„Þeir horfa til þess að árið 2020 - sem er nú ekki langt þangað til - geti allt að 10-15 prósent af vöruflutningum frá Kína á Atlantshafinu farið um þessar norðurslóðir. Þeir sýna Finnafjarðarverkefninu mikinn áhuga og það var ákveðið að hitta þá aftur og fara yfir þetta á breiðari grundvelli. En ekkert hefur verið ákveðið.“"

  • Ég er ekkert sérstaklega áhyggjufullur yfir því, ef kínv. aðilar gerast með-eigendur að Finnafjarðar verkefninu.
  • En rökrétt er að Bremenports sjái um rekstur sjálfrar hafnarinnar, en Cosco Shipping líklega yrði þá áhugasamt um að eiga birgðaaðstöðu og kannski skika innan hafnarinnar þ.s. skip í þeirra eigu, mundu eiga regluleg stopp.
  • Það kemur ekkert í veg fyrir, að fjöldi annarra aðila, séu einnig á svæðinu.

En Kina er rísandi stórveldi hvort sem mönnum líkar betur eða verr.

Ef þeir fjárfesta ekki hér, þá fjárfesta þeir hjá einhverjum keppinaut okkar.

Ef kínv. fjárfesting, skapar fjölda varanlegra starfa á Íslandi, sé ég ekkert annað en gott við það.

En ég held að áhyggjur af kínv. áhrifum séu dálítið yfirdrifnar, en mín skoðun er að Kína muni fara að hér gætilega, vegna þess að Ísland er á yfirráðasvæði Bandaríkjanna.

Ísland hefur varnarsamning við Bandaríkin, sem er í fullu gildi. Þó enginn bandar. her sé staddur hérlendis á seinni árum, kom það fram skýrt af hálfu bandar. talsmanna þegar verið var að kveðja herinn heim - - að skuldbinding Bandar. varðandi varnir Ísland væri skýr.

Málið er að Ísland skiptir máli fyrir varnir Bandar. sjálfra, þetta er vegna staðsetningar Íslands - en aðstaða óvinar Bandar. hér, mundi geta ógnað öllum siglingum yfir N-Atlantshaf, einnig flugleiðum yfir N-Atlantshaf. Að auki, væri her - floti og flugher staddur hér, mun nær ströndum Bandar. en ef sá her - floti eða flugher væri staddur mörg þúsund km. lengra frá.

Bandar. gerðu auðvitað varnarsamning við Ísland ekki vegna sérstaks velvilja gagnvart Íslandi, heldur vegna þess að það þjónaði hagsmunum Bandar.

Ef varnarsamningurinn væri orðinn tilgangslaus, hefðu Bandar. sagt honum upp er þau kvöddu her sinn heim héðan.

  1. Það er algerlega öruggt að Bandar. munu virða þann samning, svo lengi sem hann er í gildi - eigin hagsmuna sinna vegna.
  2. En málið er, að þetta snýst um trúverðugleika Bandar. sjálfra, en þau hafa gert margvíslegar skuldbindingar við ríki víða um heim.
  3. Ef Bandar. mundu allt í einu vanvirða slíka skuldbindingu gagnvart Íslandi, mundi það framkalla óvissu um trúverðugleika skuldbindinga Bandar. t.d. gagnvart Tævan. Það mundi engu máli skipta, þó svo Bandar. þá mundu gefa út yfirlýsingu þess efni, að skuldbinding gagnvart Tævan væri þá enn í gildi. En þá mundi rifjast upp sambærileg yfirlýsing gagnvart okkur.

Það er Bandar. alltof - alltof mikilvægt að trúverðugleiki þeirra skuldbindinga sé hafinn yfir hinn minnsta vafa.

Að það komi því ekki annað til greina að þau virði áfram skuldbindingu sína gagnvart Íslandi.

  • Það skipti þannig séð ekki máli, að hér sé enginn her.
  • Skuldbindingin ein og sér, nægir.

Punkturinn er ekki síst sá, að Kínverjum geti vart annað en verið þetta kunnugt.

  1. Þannig að svo lengi sem Bandar. eru áfram öflugasta herveldi heims, þá sé alveg ljóst að Kína muni virða sjálfstæði Íslands.
  2. Og ekki síst, virða það að Bandaríkin hafi hér mikilvæga hagsmuni.

Svo fremi sem Bandaríkin gersamlega klúðra ekki efnahagsmálum sínum, þá ætti það að taka enn - nokkra áratugi fyrir Kína að fullu ná Bandaríkjunum í herstyrk.

Þetta eru ástæður þess, hvers vegna ég óttast ekki áhuga kínv. fyrirtækja hér á landi.

 

Niðurstaða

Finnafjarðarverkefnið gæti komist á flug miklu mun fyrr, en ég hef áður haldið. Draumur Íslands um það að komast í alfararleið heimsverslunar. Gæti því orðið að veruleika miklu mun fyrr en ég hef fram að þessu haldið. Ef það gerist, verða jákvæð efnahags áhrif á Ísland mjög mikil. Eins og ég útskýri í fyrri umfjöllun, vísa á þá umfjöllun um það atriði. Ekki ástæða að endurtaka það allt: 

Hvað mundi risahöfn í Finnafirði gera fyrir Ísland?

 

Kv.


Spennan magnast í 3-hliða samningaviðræðum Demókrata og Repúblikana!

Nú hefur boltinn færst frá neðri deild Bandaríkjaþings yfir í þá efri, eftir að Obama hafnaði tillögu Repúblikana úr neðri deild, um 6 vikna framlengingu greiðsluþaks alríkisstjórnarinnar - en sú tillaga fól ekki í sér svokallaða "fulla opnun" alríkissins þannig að 800þ. starfsmenn þess hefðu haldist áfram í launalausu leyfi, og auk þess ætluðu Repúblikanar í neðri deild að þrengja að framtíðar samningsstöðu Alríkisins í deilum af þessu tagi með sbr:

"House GOP aides said their debt-ceiling proposal would include a permanent ban on the Treasury Department's use of extraordinary measures to avoid default." - "The provision would block practices, used by Democratic and Republican administrations for decades, which have effectively allowed the Treasury to limit investments in pensions and other funds when the government bumps up against its borrowing limit. These steps have extended the time that Treasury could continue borrowing and paying the nation's bills while Congress debated terms for raising the debt ceiling."

Obama skv. fréttum hefur ekki gefið eftir kröfuna um fulla opnun alríkisins án skilyrða.

Reid, McConnell Meet in Bid to End Impasse

US budget talks break down

"The talks between Senate Majority Leader Harry Reid (D., Nev.) and Minority Leader Mitch McConnell (R., Ky.) were their first face-to-face negotiations since the government shutdown began on Oct. 1, and they showed a changed dynamic in the Capitol."

Það sem er nýtt í þessu, er að nú eru viðræðurnar 2-ja manna tal, foringja Demókrata í efri deild, og foringja Repúblikana í sömu deild. Forsetinn er síðan áfram 3. aðilinn.

  • Eitt sem útkoman sýnir, er að Obama er alls engin liðleskja í samningum.

Hann ætlast greinilega til þess að Repúblikanar í efri deild gefi meira eftir, en Repúblikanar í neðri deild voru til í fyrir helgi. Þó fól tillaga þeirra í sér stóra eftirgjöf.

En Obama vill bersýnilega að Repúblikanar blikki tvisvar í þessu "game of chicken" - hann bersýnilega telur sig hafa sterkari samningsstöðu. Hvort sem þ.e. rétt hjá honum eða ekki.

En skv. skoðanakönnunum, virðist Obama hafa tekist það ætlunarverk sitt, að fá bandar. almenning til að kenna Repúblikönum fyrst og fremst um deiluna í tengslum við skuldaþakið, og því um líklegar afleiðingar hennar.

En ef samkomulag næst milli Reid og McDonnell, þá verður það líklega - með frekari eftirgjöf til forsetaembættisins.

Hvort sem það verður full eftirgjöf eða ekki.

Og þá munu Repúblikanar í neðri deild eða Fulltrúadeild, standa frammi fyrir mjög áhugaverðu vali, en ef samkomulag næst milli Repbúblikana og Demókrata í efri deild sem Obama er til í að samþykkja.

Þá mun það líklega koma seint fram, kannski jafnvel ekki fyrr en á miðvikudags morgun - sama daginn og báðar deildir þurfa að vera búnar að samþykkja hækkun skuldaþaks í síðasta lagi.

Og þá munu Repúblikanar í fulltrúadeild ekki eiga neitt svigrúm til að leggja fram breytingatillögur, og varpa boltanum til baka yfir til efri deildar. Þeir munu þurfa að samþykkja eða hafna.

Það gæti því orðið mjög áhugavert að fylgjast með fréttum nk. þriðjudags og miðvikudags.

 

Niðurstaða

Alríkið mun klára lánsheimildir þann 17/10. Það þíðir ekki endilega að alríkið klári allt sitt fé þann dag. Skv. fréttum klárast það þó líklega fyrir mánaðamót október/nóvember. En ekki unnt að tímasetja það nákvæmlega. Því það séu daglegar sveiflur bæði í skatttekjum og því sem fer út.

Það yrði þó samt alveg örugglega mikil hræðsla á mörkuðum í næstu viku, ef ljóst verður að Repúblikar í efri deild fella samkomulag Demókrata og Repúblikana í efri deild.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband