Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Kannski ástæða til hóflegrar bjartsýni um lausn deilunnar í Washington

Það getur vel verið að úr deilunni milli Demókrata og Reúblikana, komi gagnlegar breytingar. En Bandaríkin eins og á við um nokkurn fj. annara ríkja, standa frammi fyrir öldrunarvanda. Það þíðir m.a. að framreiknað hleðst upp kostnaður við öldrunarkerfið þar Vestan hafs, sbr. MedicCare og MedicAid, þangað til að tæknilega séð má halda því fram að ríkið sjálft geti sligast. 

 

Slíkum framreikningi þarf þó alltaf að taka með fyrirvara, þ.e. hann er gríðarlega háður því hver framtíðar hagvöxtur akkúrat verður og hvernig fólkfj. þróun raunverulega reynist vera.

En þ.e. samt ekki umdeilt, að það þarf að breyta kerfinu - til að draga úr kostnaðarhækkunum framtíðar, þegar fjölmennasti aldurshópur núlifandi Bandaríkjamanna gerist aldraður.

Fyrir utan þetta er umfang bandar. ríkisins ekkert sérlega mikið borið saman við aðrar vestrænar þjóðir, þvert á móti sem hlutfall af þjóðarframleiðslu er það einna minnst.

Og miðað við þegar samþykkar niðurskurðaraðgerðir framtíðar, verður það komið að umfangi á þessum áratug niður í ca. sitt meðalumfang, miðað við sl. 40 ár. 

"US federal spending has fallen from 25pc of GDP to under 23pc over the last two years, thanks to economic growth and most drastic fiscal squeeze since the Korean War." - "Another round of belt-tightening next year -- equal of 0.75pc of GDP -- will bring spending close to the average of the last forty years, and well below the OECD levels." - Factional conflicts have the power to destroy empires - and republics 

Skv. fréttum virðast deiluaðilar komnir úr skotgröfunum og farnir að ræða tillögur um framtíðar tilhögun fjárlaga, og breytingar á m.a. MedicAid og MedicCare.

Republicans retreat from US budget hard line

ObamaRepublicans seek an end to fiscal impasse

Líklegt virðist að þær viðræður standi alla helgi, og líklega fram a.m.k. á mánudag, en málið þarf að afgreiða ekki síðar en nk. miðvikudag.

Svo skammur tími er til stefnu.

Skv. fréttum hafa tvær nýlegar skoðanakannanir hreyft við Repúblikönum, önnur könnunin sýndi að 2-falt flr. Bandar.menn höfðu ógeð á Repúblikanaflokknum, en þeir sem sögðust styðja þá - - hin stóra könnunin sýndi þá með hið minnsta fylgi sem þeir höfðu mælst hjá því fyrirtæki nokkru sinni, þ.e. hjá Gallup. 

Eins og þekkt er, er fátt sem stjórnmálamenn óttast meir en fréttir af fylgishruni.

Fjöldi fréttaskýrenda grunar að þessar tvær kannanir séu a.m.k. hluta skýring þess, að Repúblikanar sýna allt í einu aukinn sveigjanleika.

Þetta þíðir þó alls ekki að samkomulag sé öruggt.

En það gefur kannski - ástæðu til "hóflegrar bjartsýni."

En breytingar á "MedicCare" og "MedcAid" sem bæta framreiknaða sjálfbærni þeirra kerfa, munu að sjálfsögðu bæta traust á Bandaríkjunum.

Ef deilan leysist með þeim hætti, þá gæti sú útkoma - elft bjartsýni um stöðu Bandaríkjanna..

Og það þannig séð sloppið fyrir horn, að þessi deila valdi einhverjum umtalsverðum skaða.

 

Niðurstaða

Ef þess verður gætt, að leggja ekki í nýjar niðurskurðar aðgerðir það skarpt, að það drepi hagvöxtinn sjálfan í Bandaríkjunum. En þ.e. mikilvægt að þjóðarkakan haldi áfram að stækka, þó svo það sé hægur vöxtur - er það betra en enginn, og miklu betra en samdráttur.

Svo fremi sem nýjar niðurskurðar aðgerðir drekkja ekki hagvextinum vestan hafs, ef slíkt samkomulag leiðir til þess að það verður betri friður um þau mál á Bandar.þingi þaðan á frá.

Og þær einnig fela í sér gagnlegar umbætur á "MedicCare" og "MedicAid" kerfunum. Þá má vel vera, að útkoman verði til þess að efla bjartsýni um stöðu Bandaríkjanna á næstu mánuðum.

En staðan er virkilega viðkvæm. Þ.e. vel hægt að klúðra stöðunni yfir í kreppu, sú útkoma mundi skaða langtímahorfur Bandar. mjög hressilega, þegar kemur að skuldamálum. Alveg burtséð frá því, hver harður niðurskurður væri lagður til. Enda er ákaflega erfitt að endurgreiða skuldir, þegar þjóðarkakan fer minnkandi, því þá stækka skuldirnar stöðugt í hlutfalli við kökuna vegna minnkunar hennar einnar, og við bætist að hrun í skatttekjum eykur hallarekstur - - þrátt fyrir niðurskurð.

Sú útkoma mundi örugglega leiða fram heimskreppu.

Þessi verri útkoma virðist þó minna líkleg nú en leit út fyrir um miðja vikuna. 

 

Kv. 


Spurning um skammtíma framlengingu skuldaþaks!

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Repúblikanar boðið 5 vikna framlengingu á skuldaþakinu svokallaða, en þeirra tilboð hafi 2 galla:

  1. Svokallað "stopp" heldur áfram, þ.e. að alríkið reki sig á lágmarks fj. starfsfólks.
  2. Síðan, líklega stærri gallinn - "House GOP aides said their debt-ceiling proposal would include a permanent ban on the Treasury Department's use of extraordinary measures to avoid default." - "The provision would block practices, used by Democratic and Republican administrations for decades, which have effectively allowed the Treasury to limit investments in pensions and other funds when the government bumps up against its borrowing limit. These steps have extended the time that Treasury could continue borrowing and paying the nation's bills while Congress debated terms for raising the debt ceiling."

Seinni gallinn mun veikja varanlega samningsstöðu Alríkisins, í framtíðar skuldaþaks deilum. 

Áframhald svokallaðs "stopps" þíðir að rúml. 800þ. starfsm. alríkisins verða áfram í launalausu leyfi. Sem hlýtur að vera bagalegt. En þetta lamar margvíslega þjónustu á vegum þess, gerir þá starfsemi sem er í gangi - svifaseinni og minna skilvirka.

Það viðheldur einnig óvissuástandinu - - en skv. fréttum, hefur forsetinn ekki beint samþykkt þessa tillögu.

Ekki heldur hafnað henni, heldur boðið áframhaldandi samninga um málið.

Skv. fréttum vill Obama fá fram frekari tilslakanir þ.e. að svokallað "stopp" taki enda eða með öðrum orðum, að alríkisstjórnin verði fullfjármögnuð - á meðan.

Repúblikanar virðast hafa gefið eftir kröfuna tengda "Obama Care" þannig að það mál hefur verið aðskilið, sem hlýtur að vera viss ósugur "Te Hreyfingar-sinna."

Obama, GOP Open Talks Over Temporary Debt Fix

 

Þessi tillaga virðist þó duga til að gefa mörkuðum von!

Fyrstu óttamerki voru farin að sjást, en þegar fréttirnar bárust um formlegar viðræður Demókrata og Repúblikana, ásamt embætti forseta. Þá hækkuðu markaðir í Bandar. og dollarinn styrktist.

Þó svo að ekkert samkomulag verði klárað á morgun, þá sennilega dugar það að ekki slitni úr viðræðum yfir helgina, til þess að halda mönnum rólegum a.m.k. fram á mánudag.

En ef slitnar upp úr viðræðum fyrir nk. mánudag, þá má líklega reikna með - - stóru verðfalli þann dag.

Og öfugt, ef útlit er fyrir að samkomulag verði klárað um þessa framlengingu skuldaþaks, þá ganga hlutirnir væntanlega alveg í hina áttina.

  • Engin leið að átta sig á því eða spá fyrir hvort slíkt samkomulag verður klárað.
  • Eða hvort það virkilega stefnir í að alríkið rekist á skuldaþakið í næstu viku.

Repúblikanar verða þó örugglega tregir til að - sleppa alveg beislinu. Svo að líklega samþykkja þeir ekki, fulla fjármögnun þannig að svokallað "stopp" viðhaldist.

En það má vera, að Obama nái að knýja þá til að bakka frá seinna skilyrðinu.

En ég held að hann þurfi að a.m.k. fá þá til að falla frá því. Vegna þess hve það verður bagalegt fyrir framtíðina - - að veikja svo samningsstöðu Alríkisins gagnvart þinginu.

  • Rétt er að halda til haga að bandar. ríkið er alls ekki stórt á evr. mælikvarða eða "US federal spending has fallen from 25pc of GDP to under 23pc over the last two years, thanks to economic growth and most drastic fiscal squeeze since the Korean War." - "Another round of belt-tightening next year -- equal of 0.75pc of GDP -- will bring spending close to the average of the last forty years, and well below the OECD levels." - Factional conflicts have the power to destroy empires - and republics

Skv. því stefnir í að það verði ca. svipað að umfangi miðað við þjóðarframleiðslu, og meðaltal sl. 40 ára.

Stóri vandinn er ekki umfang hefðbundinna þjónustuverkefna ríkisins, heldur tengist hann "MedicCare" og "MedicAid" stuðningsprógrömmunum að stærstum hluta.

Kemur þarna til að stærsti aldurshópurinn í sögu bandar. er að nálgast ellilífeyrisaldur. Þá mun kostnaðurinn við það stuðningskerfi blása út - - vel umfram áætlaðar skatttekjur framtíðar.

Þetta er þó ekki sér bandar. vandamál, ríki Evr. eru einnig mörg hver í vanda með sín þjónustukerfi við aldraða.

Þetta krefst lausnar á allra næstu árum - - það absolút verður ekki að leysa það þetta kjörtímabil, þó það líklega væri kostur. Að stíga a.m.k. eitthvert skref í þá átt.

 

Niðurstaða

Rétt er að halda því til haga. Að sú staðreynd að Bandaríkin eiga sínar skuldir allar í eigin gjaldmiðli skiptir miklu máli. En það skapar Bandaríkjunum allt aðra stöðu gagnvart þeim skuldum. En tja löndum sem skulda í gjaldmiðlum sem þau ekki ráða yfir.

Þetta þíðir að Bandaríkin hafa valkosti sem slík lönd hafa ekki, þetta þíðir að samn. staða Bandar. er mun sterkari en annars væri, en einnig að þau geta beitt margvíslegum lagalegum úrræðum í neyð jafnvel ákveðið að virðislækka þær ef út í þ.e. farið með því að virðislækka gjaldmiðilinn sjálfan. Sem aftur beinir sjónum að sterkri stöðu þeirra gagnvar sínum skuldum.

Að auki er Bandaríkjamönnum enn að fjölga, og flest bendir til þess að það haldi áfram. Það skiptir einnig máli, því að lönd sem haldast í mannfjölgun fyrir það eitt - hafa hagstæðari framtíðar hagvaxtarstöðu. Þetta einnig dregur úr áhyggjum manns vegna framtíðar skuldastöðu Bandar.

En sögulega séð gengur löndum best að losna úr skuldum þegar hagvöxtur er til staðar.

Atriði sem allir ættu að geta séð! Meðan að skortur á hagvexti, ýtir undir skuldafjötra.

Stóra atriðið er að gæta þess að kæfa ekki hagvöxtinn sjálfan! Svo lengi sem sá viðhelst, þá geta Bandar. vaxið frá sínum skuldum.

Ef menn ganga of hratt fram í niðurskurði, þannig að hagvöxtur kæfist - - þá er hætta á því að Bandar. falli yfir i hjöðnunarspíral, við það geta skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu vaxið hratt.

Ef Repúblikanar knýja slíkt fram, með því að þvinga fram of hraðan niðurskurð þ.e. svo hraðan að hagvöxtur kafni, og samdráttur hefjist að nýju - - þá í kaldhæðni örlaganna.

Gætu þeir gulltryggt þá niðurstöðu að dæmið endi í óðaverðbólgu fyrir rest. En í slíkum spíral myndi dollarinn verðfalla stórt á einhverjum enda.

  • Meðan að leið varfærins niðurskurðar, sem gætir að því að kæfa ekki hagvöxt - - getur skilað hægri en öruggri skuldaminnkun.

Með offorsi geta menn skaðað sjálfa sig!

 

Kv.


Repúblikanar bjóða skammtíma skuldaþaks hækkanir!

Ég efast reyndar að Obama sé til í að fylgja þessari nýju hugmynd þingmanna Repúblikana, sem Paul Ryan stakk upp á. En hugmyndin í grófum dráttum virðist vera - - að framlengja krísuna. Án þess að enda hana!

Það er, skuldaþaki verði lyft í t.d. 3 vikur eða 4 eða jafnvel e-h lengur, allt eftir því hvernig þeir sjálfir meta viðbrögð ríkisstjórnar Obama. 

Hugmyndin virðist líkjast þeirri hugsun, að líta á Obama eins og fisk, og að Repúblikanar séu þá í hlutverki veiðimanns, sem ímyst gefi eftir línuna þegar fiskurinn streitist undan, eða hala inn þegar fiskurinn gefur eftir - - þangað til að á einhverjum endapunkti, sé fiskurinn halaður alla leið inn.

Shutdown Standoff Shows Signs of a Thaw

Obama steps up discussions with Congress to end budget stand-off

  • "Those talks would consider proposals to overhaul the tax code and rein in entitlement programs, according to lawmakers briefed on the proposal." 
  • "The length of the next debt-limit extension would depend upon the size of cuts. "Small reforms, small extension; medium reform, medium extension," Mr. Ryan told the group of conservatives, according to one participant."

Þannig verði smám saman þvingað fram - - miklu mun dýpri niðurskurður á þjónustuprógrömmum við almenning, eins og MedicCare og MedicAid, og breytingar á skötum og öðrum þáttum - í þá átt sem þóknast afstöðu hægri sinnaðra Repúblikana; en Demókratar hingað til hafa getað sætt sig við.

Það væri ákaflega sár ósigur fyrir afstöðu Demókrata.

En Repúblikanar virðast vilja leysa skuldastöðu og ríkishalla, með niðurskurði eingöngu.

Meðan að Demókratar fókusa á að gera það með hagvexti.

Enn séu Repúblikanar með áherslu á að drepa "Affordable Care Act" eða "Obama Care" sem ég á mjög erfitt með að sjá, Obama samþykkja eftir 3-ára baráttu, og eftir að hafa náð lögunum sjálfum í gegnum þingið; að verði í reynd eyðilögð.

----------------------------------

Það geti samt verið að Obama samþykki eina lengingu - af slíku tagi. Sem þíðir þá mánuð í viðbótar á svokölluðu "government shut down" þ.e. ríkið rekið með lágmarks fjölda starfsmanna.

Helsta gagnið væri að kaupa tíma til frekari samninga við Repúblikana, en hann þarf þá líklega að sjá leið til þess, að nægilega margir Repúblikanar á þingi séu til í að mætast einhvers staðar, í ástandi þ.s. "OC" er ekki drepið. En viðbótar útgjalda niðurskurður í öðrum málum er framkvæmdur í staðinn.

Þetta er ein fræðileg leið að samkomulagi, Obama fái að halda "OC" það verði fjármagnað, en í staðinn verði framkv. einhver stór viðbótar niðurskurður útgjalda, á einhverju öðru sviði.

  • Ef Obama sér slíka tengingu sem mögulega.
  • En ef slíkur sveigjanleiki er ekki til staðar - - sé ég ekki að Obama græði neitt á því, að samþykkja slíka 3-vikna lengingu eða ef hún verður 4. eða 5. vikur.

Það gæti þess í stað höfðað frekar til Obama, að láta skuldaþaksdaginn líða hjá í fyrsta sinn, þannig að hverjar afleiðingar þess verða, að Alríkið ekki lengur eigi nægilegt fé. Komi þá fram.

 

En það ætti vel vera mögulegt að ákveða fyrirfram viðbrögð Alríkisins, við alvarlegum fjárskorti!

Við þær aðstæður að alríkið hefur ekki lengur heimildir til að gefa út nýjar skuldir. Og þarf að lifa á skatttekjum eingöngu. 

Þá þarf það að ná jafnvægi á eyðslu - á 1. degi.

Sem felur í sér mjög harkalegan niðurskurð, líklega hef ég heyrt milli 4-5% af þjóðarframleiðslu.

Það djúpur að þá hefst aftur efnahagskreppa í Bandaríkjunum, algerlega án nokkurs vafa.

----------------------------------

Það sem Obama getur gert, er að velja að standa við greiðslur af ríkisbréfum. Þannig að það verði ekki eiginlegur "default" atburður.

Það þíðir þá í staðinn, að allur niðurskurðurinn þarf að bitna á kostnaði alríkisins - innanlands.

  • Vandinn er þá auðvitað sá, að þá er ríkið ekki að standa við - bindandi samninga um greiðslur, t.d. til verktaka sem eru að vinna verk fyrir það.
  • Slíkt augljóslega mun leiða til dómsmála síðar, og skaðabóta.
  • Svo er líklegt að skorið verði mjög verulega á bætur til lífeyrisþega, sjúklinga og jafnvel ekkja hermanna.

Hann getur með öðrum orðum valið aðgerðir, sem lágmarka skaða á alþjóða fjármálakerfið, en hámarka hagkerfisskaða innan Bandaríkjanna.

Það eitt að sjálfsögðu mun hafa alvarlegar efnahagsafleiðingar víða um lönd, jafnvel þó að Bandar. standi v. allar greiðslur af ríkisbréfum.

----------------------------------

Þetta þíðir auðvitað að það dregur mjög úr neyslu í Bandar. og atvinnuleysi eykst aftur hröðum skrefum, verðfall hefst væntanlega aftur á húseignum og öðrum eignum.

Eins og var þegar kreppan þar var í hámarki ca. mitt ár 2008.

Slík efnahagskreppa án vafa, togar alþjóðahagkerfið með inn í þá kreppu.

  • Þetta getur samt verið skárri kosturinn í augum Demókrata og Obama.
  • En að láta Repúblikana teyma þá á asnaeyrum skv. hugmynd Paul Ryan.


Niðurstaða

Ég verð að segja að mál eru farin að verða nokkuð spennandi. Enn virðist markaðurinn hanga á þeirri von. Að samið verði áður en alríkið skellur harkalega á skuldaþakinu. 

Hugmynd Paul Ryan, getur fræðilega gefið nytsaman frest til að semja, um víðtækari útgjalda niðurskurð - - ef Repúblikanar geta sætt sig við það að "OC" verði framkvæmt.

Þeir þurfa þá að auki, að sætta sig við það - að sá viðbótar niðurskurður sem náist fram, verði líklega ekki byltingakenndur.

Á hinn bóginn, eins og Repúblikanarnir hljóma í viðtölum Wall Street Journal, þá er tónninn ekki sérdeilis sveigjanlegur - - krafa þeirra um djúpan niðurskurð virðist ákaflega stíf.

Og þeir virðast enn hanga á þeirri hugmynd, að fjármagna ekki "OC." 

Ef þeir gefa ekki eftir andstöðuna við "OC" þá virðist mér slíkt samkomulag minna líklegt en ekki, og að þess í stað - líklega virkilega stefni í að alríkið skelli á skuldaþakinu einhvern tíma í næstu viku eða fyrri hluta vikunnar á eftir.

Þá fara tímarnir í efnahagsmálum heimsins, virkilega að vera óþægilega áhugaverðir.

 

Kv.


Gylfi Arnbjörnsson vill festa gengi krónunnar!

Ég alltof oft botna virkilega alls ekkert í því hvernig hann Gylfi hugsar. En hann er hagfræðingur að mennt. En spurningin sem ég velti upp er - - hvernig í ósköpunum á að tengja krónuna við annan gjaldmiðil. Við núverandi aðstæður? Þetta er algerlega galin hugmynd.

-----------------------------------------

Atvinnuleysið í raun 10 til 12 prósent

"Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að verkalýðshreyfingin sé ekki tilbúin að gera langtíma kjarasamninga sem byggðir verði á fljótandi gengi krónunnar. Til að ná tökum á stöðunni verði að byrja á því að festa gengi krónunnar"

-----------------------------------------

Vandinn er sá að það er ekki fluguséns í helvíti, að unnt sé að skapa trúverðuga tengingu krónunnar við þær aðstæður sem ríkja í dag.

Hagfræðingur ætti að sjá þetta á innan við 5 sekúndum.

  • Þ.e. rétt að gengi krónunnar liggur undir miklum þrýstingi, vegna erfiðrar gjaldeyrisstöðu.
  • Ekki síst vegna þess að framundan eru þungar greiðslur fjölda aðila sem tilheyra hagkerfinu, en sem ekki ráða yfir eigin gjaldeyristekjum.
  • Og keppa því við ríkið um takmarkað framboð þeirra.

Hugmynd Gylfa að lausn í slíku ástandi er - - að festa gengið.

Sér enginn af hverju þetta er snargeggjað?

  1. Punkturinn er einfaldur, nefnilega sá - - að tenging verður að hafa trúverðugleika.
  2. Sá getur ekki verið fyrir hendi, í ástandi eins og nú ríkir, að gjaldeyristekjur landsins eru ekki nema rétt svo nægar, og lítið má út af bregða.
  3. Og þegar slíkt ástand að auki fer saman við það ástand, að gjaldeyrissjóðir landsmanna eru nærri því tómir - - en þú telur ekki sjóð tekinn að láni með. Eingöngu þann hluta sem er eign.

Til þess að tenging geti verið trúverðug:

  • Þarf greiðslustaða landsins að vera traust, þannig að óvænt efnahagsáföll ógni ekki þeirri stöðu.
  • Gjaldeyrissjóður þarf að vera nægur í nútíð - þá meina ég eignasjóður - til þess að duga 100% fyrir öllum skammtímaskuldbindingum. Þ.e. greiðslum næstu þriggja ára.
  • Og að sjálfsögðu, má ekki hanga yfir fallöxi í formi - fjármagns sem er fast inni í landinu, sérstaklega má ekki stöðugt vera að bætast í það fjármagn er vill út, eins og er reyndin.

Þetta þíðir með öðrum orðum - - að losun hafta sé frumforsenda þess.

Að mögulegt sé að tengja krónuna við aðra gjaldmiðla með trúverðugum hætti.

En augljóslega mun markaðurinn tafarlaust ráðast að gersamlega ótrúverðugri tengingu, og Seðlabankinn með nær engan eignasjóð til umráða.

Mun ekki geta varið þá tengingu, ekki einu sinni í einn dag - kannski ekki einu sinni í heila klukkustund.

Tenging sem væri búin til skv. kröfu Gylfa, án þess að losað sé fyrst um stífluna að baki - - verður ca. svipað trúverðug og tilraun Davíðs Oddsonar sem stóð í nokkrar klukkustundir til að tengja krónuna, í miðju hruninu.

 

Niðurstaða

Stundum virkilega langar mann til að öskra mann hásan. Þegar Gylfi opnar munninn. Hvernig getur hagfræðimenntaður maður, sem að auki gegnir svo mikilvægri stöðu, komist upp með slikt bull? Og það án þess, að nokkur í stétt innlendra blaðamanna. Gangi að honum með erfiðar spurningar?

 

Kv.


Gengi krónunnar of hátt - Robert Aliber

Eins og títt er, þá hélt hinn þekkti hagfræðingur Robert Aliber fyrirlestur í HÍ í dag, sjá: Hagstjórn á Íslandi með krónuna sem gjaldmiðil. Skoðanir hans og hugmyndir vekja að sjálfsögðu athygli vegna þess, að hann var einn af þeim fáu sem spáði falli bankanna íslensku fyrir hrun.

  • Gengi krónunnar of hátt!

Þetta fannst mér eitt af því skemmtilegasta sem fram kom hjá honum, en hann vill meina að krónan sé of hátt skráð í dag. Sem mig grunar að mjög margir muni mótmæla.

En hann nefndi kostnaðinn við leigubíla-akstur héðan. Væri töluvert dýrara að vera ekið á leigubíl frá Flugstöð Leifs Eíríkssonar heldur en frá Kennedy Flugvelli í Washington og niður í miðborg þar. 

Sagði að Seðlabanki Íslands ætti að kaupa gjaldeyri - til þess að lækka gengið.

  • Mistök að hafa haft flotgengi!

Ég tek eiginlega undir þá gagnrýni, verð að segja að ég hef efasemdir um hans uppástungu, að Seðlabankinn kaupi í dag fullt af erlendum gjaldeyri, líklega sé ekki slíkt svigrúm til gjaldeyriskaupa til staðar eins og staðan er í dag, en það hefði ekki verið neitt vandamál árin 2002-2006 t.d., þegar Ísland hafði AAA stimpil helstu matsfyrirtækja. 

Seðlabankinn hefði þá ekki átt í neinum vandræðum með það, að kaupa fyrir útgefnar krónur þá dollara eða þau pund eða þær evrur, sem hann hefði þurft. Til að halda niðri gengi krónunnar.

Til að stemma stigu við tilraunum annarra aðila, m.a. fjármálafyrirtækja - til að hækka gengið. Svo eftirspurn eftir lánum mundi aukast, innflutningur aukast.

  • Setja krónuna í myntkörfu!

Alveg til í það. Hann leggur til þess, að karfan sé með rúmu svigrúmi. Þannig að gengið sé "semi" fljótandi, Seðlabankinn kaupi krónur eða selur, eftir því sem við á. 

Þetta krefst þess þó að höft séu losuð og lágmarks traust sé endurreist. En leiðin til þess, er að endurreisa trúverðuga gengisskráningu. Sem er einungis mögulegt ef höft eru losuð, og sú peningastífla sem hér er til staðar.

Að viðhalda körfu krefst þess að hagkerfinu sé stjórnað sæmilega vel, en Seðlabankinn getur ekki varið hana - þá meina ég virkilega getur það ekki, ef stjórnvöld sinna ekki hagstjórn af viti.

Seðlabankinn getur ekki einn setið vaktina, stjórnvöld verða að spila með.

  1. Eitt mikilvægasta atriðið er, að kjarasamningar hér á landi séu innan raunhæfra marka.
  2. En ef þeir verða of kostnaðarsamir, mun gengið á endanum þurfa að falla niður fyrir sett viðmið körfunnar, þetta hefur gerst áður.

Lífskjör geta ekki sjálfært aukist hraðar en þjóðartekjur. Þ.e. málið, síðan þarf einnig að muna að ef stór skellur verður þ.e. þjóðartekjur verða fyrir verulegu áfalli. Þá getur einnig allt í einu skapast þörf fyrir gengið að falla umfram svigrúm körfunnar.

Þá standa menn frammi fyrir valkostum. En ef Seðlabankinn á verulegt magn af gjaldeyri, þá á landið fyrir viðskiptahalla a.m.k. um einhverja hríð.

Þá er a.m.k. tæknilega til staðar sá möguleiki, að framkvæma beinar launalækkanir - - til að viðhalda tengingunni við myntkörfuna.

Við höfum hingað til alltaf valið að yfirgefa slíkar tengingar, vegna þess að hingað til hefur annaðhvort skort vilja eða framtakssemi, til þess að framkvæma hina aðferðina.

En hún krefst þess að nægur eignagjaldeyrissjóður sé til staðar svo það sé tími til þess að framkvæma slíka "innri aðlögun" með beinum launalækkunum.

  • Aliber mælir sem sagt ekki með því að Ísland taki upp erlendan gjaldmiðil.

Vegna þess hve Ísland sé háð hrávöru útflutningi, sem séu í eðli sínu mjög sveiflukenndar greinar. Hafi Ísland þörf fyrir að framkvæma snöggar aðlaganir.

Þau orð eru áhugaverð - en það vekur spurningar um það. Hversu vítt svigrúm myntkörfu hann var að tala um.

Hann vil sem sagt meina, að annar gjaldmiðill væri of stíf leið fyrir Ísland með svo sveiflukennda atvinnuvegi.

  • Gallar í alþjóða fjármálakerfinu!

Hann vísar til hins gríðarlega fjármagns sem streymir um alþjóðakerfið, og getur á skömmum tíma skekkt mjög verðmyndun innan einstakra hagkerfa. Ég tek alveg heils hugar undir þá gagnrýni á alþjóðakerfið.

Ég held að við verðum að gæta okkar í vaxtaákvörðunum, þ.e. Seðlabankinn þurfi að íhuga aðrar leiðir en vexti. Til að stýra innlenda peningakerfinu.

Vegna þess hvernig háir vextir á sl. áratug, löðuðu að fjármagn - sem fór síðan jafn snöggt út aftur.

Þetta sé einmitt einkenni þessa fjármagns, og þetta sé sífellt að gerast út um heim.

Það sé að sækjast eftir skammtíma ávöxtun, við eigum ekki að laða það að okkur með því að viðhalda mjög háum stýrivöxtum.

Það sé mögulegt að beita öðrum úrræðum, svo sem eiginfjárbindingu viðskiptabanka og/eða lausafjárbindingu sömu aðila. Síðan ef stjv. og Seðlabankinn vinna saman, geta stjv. einnig beitt úrræðum t.d. sköttum - eigin sparnaði o.s.frv. Ég held að vexti ætti að nota mun sparlegar.

----------------------------

Vandamálið er að annar gjaldmiðill leysir ekki endilega vandann með alþjóðlega flæðandi fjármagnið, ok þá hreyfa þeir ekki við genginu.

En það þíðir ekki að slíkt fjármagn geti ekki sett allt fjármálakerfið meira eða minna á annan endann, eða raskað verðmyndun hér á landi.

Ef einhverra hluta vegna Ísland er tímabundið hagstæður skammtímafjárfestingarkostur í augum þess. Menn hafa stundum talað um það, að Ísland geti þurft að hafa þann möguleika að setja tímabundin höft á aðstreymi fjármagns - vega þess hve krónan sé lítil.

En ég held að Seðlabankinn geti vel keypt pund eða evrur eða dollara, þegar slíkt er í gangi þegar fé vill streyma inn í landið - þá sé hann ekki í vandræðum með það að útvega sér þann gjaldeyri er þarf. Þannig hindrað gengishækkun. 

Á hinn bóginn aðstreymi kviks fjármagns er samt talið hættulega mikið þó genginu sé haldið innan vikmarka með kaupum, held ég að sami vandi væri til staðar og hætta þó svo að landið hefði tekið upp annan gjaldmiðil - þ.e. hætta fyrir innlenda hagkerfið.

Seðlabankinn á -tel ég- alltaf að geta varist gengishækkun, en það er helst að gerast við aðstæður þegar hagkerfið er i vexti, hingað er að streyma fjármagn - - þá á Seðlabankinn ekki að eiga í vandræðum með það, að kaupa gjaldeyri fyrir krónur.

Og getur keypt eins mikið af þeim og hann þarf. 

Vandinn kemur þegar dæmið verkar í hina áttina, þ.e. gengið vill lækka.

Hann á þá alltaf takmarkaða sjóði, en ef Seðlabankinn gætir þess að gengið hækki ekki umfram tiltekið viðmið t.d. ef gengið er innan vikmarka í körfu.

Þá að auki ætti ekki sambærileg neyslubóla að endurtaka sig og gerðist á sl. áratug. Er síhækkandi gengi. Magnaði neyslubólu í hærri hæðir.

Á endanum stóðst að sjálfsögðu ekki ofurgengið, eða sá kaupmáttur er þá myndaðist um skamma hríð. Hann gat að sjálfsögðu ekki staðist.

  • Slík stýring er þá hluti af jafnvægisstýringu á hagkerfinu.

Ef hann verst hækkun, þá um leið hefur hann safnað nokkuð í gjaldeyrissjóð til að verjast lækkun. En auðvitað, getur hann ekki varist lækkun - - ef stjv. hafa hagað hagstjórn of óskynsamlega, eða heimilað of miklar kauphækkanir eða ef risa áfall dynur yfir.

Þá í mesta lagi kaupir sá stækkaði gjaldeyrissjóður smá svigrúm til athafna, fræðilega er þá hægt að velja snögga kauplækkun. Annars fellur gengið fyrir rest, ef ekki tekst að afnema viðskiptahallann.

En þ.e. aldrei unnt að fjármagna viðskiptahalla hér nema í mjög takmarkaðan tíma.

 

Niðurstaða

Robert Aliber sagði okkur svo sem ekkert sem við vitum ekki. Það er þó alltaf fengur að því að heyra í einstaklingum sem hafa svo góðan þekkingar bakgrunn sem hann hefur.

Ráðleggingar hans undirstrika eina ferðina enn mikilvægi þess að losa höftin. Þ.e. ekkert að því í sjálfu sér að tengja við myntkörfu. Höfum gert það áður. Tengingar hafa aldrei þó haldið til lengdar.

Málið er að þ.e. okkur sjálfum að kenna, stjórnvöldum - samtökum atvinnulífsins og að einhverju leiti þjóðinni einnig.

Lífskjör geta ekki sjálfbært aukist hraðar en nemur árlegri aukningu þjóðartekna, ef leitast er til við að hækka þau hraðar en grundvöllur er fyrir. Skapast viðskiptahalli, og eins og ég benti á að ofan, getum við ekki fjármagnað viðskiptahalla nema í takmarkaðan tíma. Á endanum af fullkomnu öryggi, fellur krónan úr myntkörfunni ef slíkur halli er ekki stöðvaður með öðrum ráðum en gengisfellingu.

Það eru ekki bara stjórnvöld sem bera ábyrgð á því að skapa ekki óraunhæfar væntingar, það á einnig við um aðila vinnumarkaðar að þeir einnig bera á því ábyrgð - að dæmið ísl. hagkerfið gangi upp.

Við þurfum að taka þá umræðu, með aðilum vinnumarkaðarins. Hvort ekki sé unnt að koma sér saman um að beita beinum launalækkunum. Þegar það á við. En Seðlabankinn á aldrei endalausan gjaldeyrissjóð til að verja gjaldmiðilinn innan myntkörfu. 

Við þurfum alltaf að tryggja að hér sé annaðhvort smávægilegur viðskiptaafgangur eða viðskiptajöfnuðurinn sé nærri "0" mörgum þ.e. hvorki halli né afgangur.

Ef okkur tekt það - - þetta er lykilatriðið.

Getur tenging krónu staðist þess vegna um áratugi.

Stöðugleikinn snýst mest um okkar eigin vilja. Erum við til í að færa þær fórnir sem þarf?

 

Kv.


Líkur á samkomulagi á Bandaríkjaþingi gætu hafa aukist!

Það er spurning hvernig maður les orð þingleiðtoga Repúblikana. En það má a.m.k. lesa þau með þeim hætti - að hann sé að bjóða upp á hugsanlega leið að samkomulagi.

Sú leið mundi þá geta falið í sér, að Obama samþykki viðbótar útgjalda niðurskurð samanborið við þann niðurskurð er þegar hefur verið boðaður og samþykktur.

En Repúblikanar í staðinn, lyfti skuldaþakinu og "Obama Care" fari á framkvæmdastig.

Slíkt samkomulag væri aldrei í sátt við "Te Hreyfinguna" sem virðist ekkert samkomulag vilja.

En það gæti verið að hófsamari hluti Repúblikana og Demókratar, geti myndað sátt einhvern veginn á þeim nótum.

Boehner Ties Deal to Talks on Debt

"House Speaker John Boehner (R., Ohio) said Sunday" - "The votes are not in the House to pass a clean debt limit, and the president is risking default by not having a conversation with us," - "I'm not going to raise the debt limit without a serious conversation about dealing with problems that are driving the debt up."

Ef umræðan er færð yfir á það plan, að snúast almennt um skuldastöðu Bandaríkjanna.

Stöðu fjárlaga - - í stað þess að snúast um "OB" sérstaklega.

Þá gæti vel myndast forsenda fyrir samkomulag einhvern tíma áður en næstu vika er á enda.

En þ.e. nauðsynlegt að a.m.k. útlínur samkomulags blasi við, þegar endir næstu viku nálgast.

Annars væri raunveruleg hætta á umtalsverðri paník á mörkuðum.

 

Niðurstaða

Ég held að heimurinn og Bandaríkin geti vel unað sátt einhvern veginn á þeim nótum. Að Obama samþykki viðbótar niðurskurð fjárlaga. En Repúblikanar á móti, umberi það að "Affordable Care Act" eða "Obama Care" komist til framkvæmda, þ.e. verði fjármagnað. Skuldaþakinu verði lyft í tæka tíð.

Einhver viðbótar niðurskurður, mun ekki binda enda á hagvöxt í Bandaríkjunum.

Hann er reyndar ekki hraður. Hefur þ.s. af er ári ekki mælst yfir 1,5%. Frekari niðurskurður getur hægt á enn frekar. 

En svo fremi sem hagvöxturinn hverfur ekki alfarið, þá munu allir anda léttar.

Þessari deilu lýkur þá án umtalsverðra boðafalla.

Annað verður auðvitað, ef í ljós kemur í vikulok - að ekkert samkomulag er í augsýn. Þá yrði fjandinn laus.

 

Kv.


Lækkum frekar virðisaukaskatt en að hækka laun!

Margrét Kristmannsdóttir formaður Samtaka Verslunar og Þjónustu SVÞ stakk upp á sambærilegri hugmynd fyrr á árinu. En nú dregur nær kjarasamningum. Eins og allir vita - þá hækka launahækkanir ávalt verðbólgu. Þetta er gersamlega óhjákvæmilegt.

En fyrir þá sem segja að þetta sanni hve við búum við lélegan gjaldmiðil, bendi ég á móti á - að verðbólguaukning mundi einnig verða þó við værum t.d. með Kanada dollar.

En verðbólga er ekkert annað en verðhækkanir - verslanir sem greiða sínu fólki laun af sölutekjum, eru gjarnar á að hækka álagningu, til að mæta hækkun launakostnað.

Ríkið með hallarekstur, þó stefnt sé að afgangi á næstu fjárlagaári er sú útkoma langt í frá gefin, líkur eru einnig miklar á því að ríkið hækki "gjöld" á móti hækkun launakostnaðar.

Sama um sveitafélög.

Ég sé ekki af hverju augljóslega slíkar hækkanir mundu ekki gerast, ef við skiptum um gjaldmiðil.

 

Hverjir væru kostir við kaupmáttaraukningu með lækkun virðisaukaskatts?

Sá augljósi er sjálfsögðu að þá verða engar verð- eða gjaldahækkanir, þ.s. launakostnaður hækkar ekki. Sem að auki hjálpar ríkinu við það verk að skila hallalausum fjárlögum.

Vísitalan ófræga hækkar þá ekki lán landsmanna, sem verður að skoðast sem sterk rök.

Að auki - minnkar VSK lækkun verðbólgu, í stað þess að auka hana, þ.s. verðlag lækkar í stað þess að hækka.

Kannski lækka meira að segja lán smávegis, í skamman tíma, ef við náum niður í verðhjöðnun.

Þetta er fræðilega unnt að gera í eitt skipti þ.e. þetta kjörtímabil, bjóða langtíma samning við verkalýðsfélögin, gegnt því að VSK sé lækkað t.d. úr 24,5% í t.d. 14,5%.

Þetta getur farið fram í áföngum, má vel skipta lækkuninni í t.d. þrennt eða jafnvel fernt.

  • Þá ætti dæmið að haldast innan ramma þeirrar kaupmáttaraukningar sem ríkisstjórnin miðar t.d. við í núverandi fjárlagaramma.

Aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar eru að segja að höfuðmáli skipti - - að standa vörð um kaupmátt, framkalla a.m.k. einhverja raunverulega aukningu hans.

Það virðist benda til þess að þeirra væntingar til kaupmáttaraukningar séu hóflegar.

Sem aftur er vísbending þess, að slík skipting á svo stórri VSK lækkun, gæti vel verið ásættanleg.

  • Ekki má heldur gleyma þeim mikilvæga punkti, að VSK lækkun mun bæta samkeppnishæfni innlendrar verslunar.
  • Sennilega dragar úr þeim mun á almennu vöruverði sem er hér vs. þau lönd sem eru tiltölulega nærri okkur.
  1. Sem gæti leitt til þess, að verslunarferðum erlendis fækkar.
  2. Þannig að verslunin fari frekar fram hér innanlands.
  3. Þannig að kaupgleði landans, skapi frekar störf hér en erlendis.

Fjölgun starfa við verslun gæti hjálpar til við að minnka atvinnuleysi.

  • Þetta er að sjálfsögðu aðeins unnt að gera í eitt skipti.
  • En hví ekki?

 

Munu kaupmenn hirða lækkunina?

Ég bendi fólki áður en lengra er haldið, að íhuga dæmigerðar launahækkun. Hvað gerist.

Stofnanir ríkisins undir stífu aðhaldi, munu og ég virkilega segi - munu hækka gjöld, til þess að standa undir launakostnaðarhækkunum.

En eins og á sl. kjörtímabili, hefur í fjárlögum verið ákveðin - krafa um aðhald. Fljótt á litið hljómar þetta svipað og flati niðurskurðurinn á sl. kjörtímabili. En ég vona að dýpri hugsun sé að baki niðurskurðinum í þetta sinn.

En punkturinn í samhenginu er sá, að án þess að forsvarsmenn stofnana fái fyrirmæli um það - að skera frekar niður í starfsemi stofnana sinna, en að hækka gjöld. Þá hækka þeir gjöld.

Fjárlög miða við 2% aukningu launakostnaðar á nk. ári, hefur komið fram í fréttum.

  • Síðan má ekki gleyma að verslanir munu hækka verð, til að standa straum að launakostnaðarhækkunum.
  • Mjög líklega hækka sveitafélög gjöld.
  • Útkoman að vísitala hækkar lán.

------------------------------------

Sannarlega getur það verið að kaupmenn taki hlutfall af lækkun VSK til sín, en í staðinn sleppum við kannski við:

  1. Tap launþega vegna hækkunar lána.
  2. Tap launþega vegna gjaldahækkana ríkisins.
  3. Tap launþega vegna gjaldahækkana sveitafélaga.
  4. Og tap launþega vegna verðhækkana verslana.

Miðað við það að í gegnum þessi ferli tapast gjarnan um helmingur af launahækkun, þá sé ég ekki að það sé endilega svo að það eyðileggi fyrirfram þá tilraun, að líklega taka kaupmenn til sín hlutfall af þeim gróða sem til verður. 

Ef þessi tilraun er gerð með það að lækka VSK.

 

Niðurstaða

Að sjálfsögðu gildir það sama um kaupmáttaraukningu með lækkun VSK og með launahækkunum, að borð þarf að vera fyrir báru á gjaldeyristekjum okkar. Einmitt vegna þess hve viðkvæm sú staða er, legg ég til að lækkun VSK sé dreift yfir kjörtímabilið. 

Að það verði gerður langtímasamningur um þetta.

Ekki skammtímasamningur í 1 ár eins og sumir vilja.

Það mun þá vera verkefni ríkisstjórnarinnar að skaffa grundvöll fyrir þá kaupmáttaraukningu, sanna stóri orðin um það - að það hafi verið léleg ríkisstjórn á sl. kjörtímabili sem sóaði tækifærum í stað þess að nýta þau.

Ef tekst að auka gjaldeyristekjur, á þessi VSK lækkun alveg að geta gengið upp.

Bætt samkeppnisskilyrði innlendrar verslunar ætti þá virkilega að skila sér í fjölgun starfa.

Verðbólga ætti þá að geta verið, ekki bara lát út kjörtímabilið, heldur jafnvel - ákaflega lág.

 

Kv.


Viðræður ESB og Bandar. um fríverslun - tefjast!

Skv. frétt Financial Times frestaði Obama forseti "annarri lotu" samningaferlis Bandaríkjanna og ESB um fríverslun. Skv. fréttinni, frestast sú samningslota svo lengi sem þingið heldur áfram að mistakast að ná samkomulagi um fjárlög. Þannig að fjármögnun alríkisstjórnarinnar sé tryggð næsta fjárlagatímabil.

Ekki er búist við því að þessi töf á viðræðunum muni reynast örlagarík.

Shutdown puts trade talks on ice

Það sem er talið alvarlegra, er að Obama hefur aflýst opinberri reisu til Asíulanda, sem lengi var búið að planleggja. 

Þar á meðal, átti hann að koma við á ráðstefnu sem talin er mikilvæg fyrir framtíðar stefnumótun Bandaríkjanna gagnvart Asíuríkjum, en þetta snýst einnig um viðræður tengdar verslun.

Þetta er tengd viðræðuferli sem Obama hefur kallað "Trans-Pacific Partnership" sem snýst um eflingu viðskipta, 12 svokallaðra "Pacific Rim" landa þ.e. Ástralía, Brunei, Kanada, Chile, Japan, Malaysia, Mexikó, Nýja Sjáland, Perú, Singapore, Bandaríkin og Víetnam.

Þetta snýst um "strategíu" Obama um að efla samskiptin við þessi lönd á verslunarsviðinu m.a., en þetta er að sjálfsögðu þáttur í þeirri stefnu Obama að viðhalda áhrifum Bandaríkjanna.

Þrátt fyrir vaxandi veldi Kína.

Ferð Obama átti að vera í þeim tilgangi að hitta leiðtoga þessara ríkja, á sameiginlegri ráðstefnu sem fer fram í næstu viku í Jakarta í Indónesíu.

Viðræður eru enn á viðkvæmu stigi, og vonast var til þess að þátttaka Obama á ráðstefnunni, mundi gefa það mögulegt - að ná frekari árangri í þeim viðræðum.

Þetta gæti valdið töluverðum töfum á þessu viðræðuferli, kemur fram í fréttaskýringu FT.

 

Ástæða þess af hverju þetta gerist, er auðvitað deilan á Bandaríkjaþingi!

Lawmakers Step Up Blame in Shutdown Fight

Republicans hang tough in standoff over U.S. government shutdown

Aðilar á markaði eru enn pollrólegir, en skv. Reuters eru þó aðilar á markaði farnir að íhuga þann möguleika, að deilan verði ekki leyst - áður en dæmið skellur á skuldaþakinu þann 17/10.

Deilur um skuldaþak hafa gerst nokkrum sinnum áður, og í nokkur skipti hafa leitt til "partial gov.shutdown" í nokkra daga. Ef deilan verður enn óleyst í lok næstu viku.

Fer þessi deila að nálgast að vera söguleg, og ef hún klárast ekki fyrir 17/10 verður það í fyrsta sinn, sem skuldaþaks dagurinn dettur á - án þess að ný fjárlög liggi fyrir.

Þá mun alríkisstjórnin ekki lengur hafa fjármagn til þess að standa straum af öllum skuldbindingum sínum - - en þá þarf Alríkið að ná jafnvægi milli tekna og gjalda, þegar í stað.

Punkturinn er, að þó svo að skuldaþaks dagurinn skelli á, þá eru alríkið enn með fjármagn.

Þ.e. skatttekjur, þ.s. Alríkið getur ekki gert ef skuldaþakinu er ekki lyft, er að gefa út ný skuldabréf.

Því verður alríkið þá að ná jafnvægi á útgjöld vs. tekjur "samstundis" - - hugmynd sem sumum Repúblikunum skilst mér, einfaldlega lýitist vel á.

Sbr. Krugman Rebels Without a Clue, þarf þá þegar rúmlega 4% af þjóðarframleiðslu niðurskurð, ef þetta gerist og ekki er nokkur von á samkomlagi.

Fræðilega er þetta hægt, en ekki án þess að mjög mikið sjái á verkefnum alríkisins.

Að auki mundi svo skarpur niðurskurður, leiða Bandaríkin inn í nýjan efnahagssamdrátt, líklega a.m.k. út nk. ár.

----------------------------

Enn reikna nánast allir með því að þetta gerist ekki.

Tja, einfaldlega vegna þess að þetta hefur aldrei gerst áður.

Mörg þau verkefni sem alríkið þá ekki getur nema að hluta fjármagnað, eru lögbundin verkefni - í reynd væri það lögbrot að fjármagna þau ekki að fullu.

Fræðilega geta Bandar. sleppt því að borga af skuldabréfum í eigu margvíslegra aðila um víðan heim, en það er talið muni valda mjög miklum óróleika innan alþjóða fjármálakerfisins, ef sá valkostur væri valinn. Því er sá að sjálfsögðu talinn minnst líklegur.

Líklegast ef á þetta reyni, að skorið verði á starfsemi alríkisins innan Bandaríkjanna sjálfra, en þess gætt að greiða að fullu af útgefnum ríkisbréfum alríkisins.

 

Niðurstaða

Deilan á Bandaríkjaþingi er farin að hafa sínar fyrstu heimspólitísku afleiðingar sbr. frestun á viðræðum Bandaríkjanna við Evrópusambandið um fríverslun, og það að Obama neyddist til að aflýsa mikilvægri viðskiptaráðstefnu í Indónesíu.

Enn virðist enginn bilbugur á deiluaðilum á Bandaríkjaþingi. Fátt benda til annars en að deilan haldi áfram a.m.k. fram í næstu viku.

Ég held að markaðir verði líklega rólegir a.m.k. fram eftir nk. viku, en það má vera að ef enn er staðan við það sama nk. föstudag. Þá hefjist eitthvert verðfall á mörkuðum fljótlega í kjölfarið á því.

Og ef 17/10 lýður án þess að deilan sé leyst, yrði líklega umtalsvert verðfall á mörkuðum, en þá líklega fara markaðir líklega að reikna með snöggum viðsnúningi Bandaríkjanna yfir í - samdrátt.

Ef það gerist, hefði það víðtækar afleiðingar. Ég er ekki að tala endilega um djúpa kreppu. Nema að deilan verði alls ekki leyst svona yfirleitt. 

En meira að segja ég á von á því að hún endi með samkomulagi fyrir nk. mánaðamót, og ef það gerist. Þá muni markaðir róast fljótt, þó svo að greiðslur á einhverjum bréfum alríkisins dragist í nokkra daga.

En ef það gerist ekki, væru mál komin yfir á ókortlagt svæði - eins og sagt er.

 

Kv.


Spánn á uppleið?

Sá áhugaverða umfjöllun á vef Financial Times um meintan efnahagsuppgang á Spáni. En stjórnmálamenn í ESB eru farnir að horfa til Spánar sem "success" þ.e. eins og sjá má á mynd að neðan. Hefur tekist að ná nokkuð niður launakostnaði per einingu.

Eins og einnig sjá má, er farin af stað nokkur aukning á útflutningi, á sama tíma og einnig sjá má að öfugþróun hefur verið í gangi með útflutning Þýskalands - Frakklands og Ítalíu. Eitthvað hefur verið um það, að fyrirtæki hafi fært sig til Spánar frá nágrannalöndum. 

Að auki hefur tekist að ná fram um 2% afgangi á viðskiptajöfnuði landsins.

Spain: Seeds of recovery

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_1217178.jpg

Kannski - en Luis de Guindos efnahagsráðherra telur, að það muni mælast smávægilegur hagvöxtur á Spáni á 3. ársfjórðungi þessa árs, sjá tilvitnun í orð hans:

  1. "In past crises, he argues, Spain would habitually fall back on currency devaluations to bolster exports and draw more tourists to the beaches of Benidorm and Mallorca. Whatever advantage the economy gained, however, was soon eaten up by wage increases and inflation."
  2. "“The [current] gain in competitiveness has been obtained not through currency devaluation but through internal devaluation, through a process of lowering unit labour costs,” he said recently. “This gain in competitiveness is much more permanent and much more sustainable than when you simply devalue your currency.”"

Þetta er hin dæmigerði fullyrðing evrusinna - - að gengisfelling sé að "pissa í skóinn sinn."

Einhverra hluta vegna, virðast þeir sannfærðir um það, að engin leið sé að varðveita hagnað af gengisfellingu, en greinilega er ómögulegt að hindra launahækkanir.

Meðan þeir álykta, með því að benda á tilvik Spánar, að víst sé unnt að pína niður laun.

Og sannarlega er það rétt - - að á Spáni er lítil verðbólga?

 

  • En hvað um atvinnuleysið?
Sjá vef EUROSTAT: Euro area unemployment
  1. Spánn...........27,9%.
  2. Ítalía.............12,2%.
  3. Frakkland.......11%
  4. Þýskalan..........5,2%

Því er þakkað að launakostnaður hefur lækkað að ríkisstjórn Rajoy gerði lagabreytingar, er auðveldaði vinnuveitendum það að reka fólk. 

Gott og vel, þ.e. rökrétt að það hafi áhrif.

En málið er að til þess að slík breyting skili sér, þarf að auki að vera til staðar umtalsvert atvinnuleysi, þ.e. misjafnt eftir löndum líklega - en því minna sveigjanlegur sem vinnumarkaður er því meira.

  • Það að tekist hafi að lækka launakostnað á Spáni, getur verið einfaldlega vegna þess, að atvinnuleysi er svo miklu - miklu meira. Þó það sé slæmt á Ítalíu og í Frakklandi.

  • Hvað kostar þetta gríðarlega atvinnuleysi samfélagið?

Ef til þess að innri aðlögun virki það þarf því til að kosta, að það verði til mikið atvinnuleysi.

Þá er það eitt og sér mjög alvarlegt hagkerfistjón!

Þ.e. milljónir verkamanna eru án atvinnu - þeirra færni hrakar, þeirra þekking úreltist; á endanum verða mjög margir þeirra gersamlega ófærir yfirleitt um það að afla sér atvinnu.

Þannig, að þeir sem eru virkir á vinnumarkaði, fækkar.

Sem þíðir að það dregur úr mögulegum framtíðar hagvexti.

Að auki fylgir þessu aukin örorka, en fjöldi atvinnulausra veslast upp í orðsins fyllstu merkingu, hætta að vera virkir í samfélaginu.

Ekki gleyma hættu á samfélagsvandamálum sbr. glæpir og aukin róttækni þ.e. fylgi við öfgahreyfingar.

 

  • Viðskiptajöfnuðinum var einkum snúið við - með sjálfu atvinnuleysinu.

Takið eftir því að atvinnuleysi rúmlega 2-faldaðist á Spáni þegar kreppan hófst. Síðan sem þáttur í útgjaldasparnaði ríkis og héraðastjórna, hafa bætur verið lækkaðar umtalsvert.

Þetta þíðir það að atvinnuleysis-aukningin hefur skilað heilmiklum samdrætti í neyslu.

Sá samdráttur í neyslu, hefur skilað minni innflutningi.

Sem þíðir að samanlögð áhrif atvinnuleysis og niðurskurðar bóta til atvinnulausra og öryrkja, hafa í megindráttum framkallað þann viðsnúning á viðskiptajöfnuðinum sem átt hefur stað á Spáni.

Þetta er afskaplega grimm aðferð við það að rétta af ytri jöfnuð landsins - - er hún virkilega, virkilega minna grimm?

Heldur en sú aðferð, að ná fram sama árangri með - gengisfellingu?

En miklu minni aukningu atvinnuleysis í staðinn?

 

  • Útflutningur er að aukast!

Hann hefur aukist um 6% síðan á sl. ári, og menn búast við 5% aukningu þetta ár. 

Útflutningur Spánar var 20% af hagkerfinu 2007 þegar byggingarstarfsemi var 13% af hagkerfinu, en er í dag 35% af hagkerfinu á sama tíma og byggingarstarfsemi hefur skroppið saman niður í að vera 5% af hagkerfinu. Að auki hefur verið umtalsverður samdráttur í neyslu og því í verslun.

Það er vandi fyrir Spán, að ætla að byggja sig upp á útflutningsdrifnum vexti skv. þýskri fyrirmynd.

Að útflutningshagkerfið er þetta lítið!

Á sama tíma er verslun og neysla enn í samdrætti, þ.e. byggingariðnaðurinn einnig. 

Skuldir ríkisins eru í stöðugri aukningu, þ.e. nálgast hratt 100%.

Og Spánn þrátt fyrir harkalegan niðurskurð er enn statt í halla á frumjöfnuði fjárlaga, það þíðir að Spánn á engan afgang til þess að hefja niðurgreiðslu skulda.

Heldur bætist hallinn stöðugt ofan á þær skuldir sem fyrir eru.

Staðan með svo afspyrnu lélegar hagvaxarhorfur er sú, að skuldastaðan verður ákaflega viðkvæm gagnvart ytri áföllum af hverju tagi.

 

Ef Spánn hefði enn haft pesóinn?

Málið af hverju laun yfirleitt hækka aftur næstu ár í kjölfar gengisfellingar. Er vegna þess, að hagkerfið kemst miklu fyrr til baka í ástand hagvaxtar. Þá er meiri eftirspurn eftir vinnuafli.

Og því hækka laun aftur! Þetta er gott - ekki slæmt.

Það "gain" eða árangur sem Luis de Guindos er að vitna til, getur einungis haldist - - ef það mikla atvinnuleysi sem viðheldur þrýstingi á launþegar. Heldur áfram!

Hans fullyrðing því að sá árangur sé mun líklegri að haldast, en ef það hefði verið gengisfelling. Er þá rétt - ef þ.e. svo að mjög mikið atvinnuleysi verði áfram í mörg ár til viðbótar.

Og málið er, að það er akkúrat líklegt að svo verði.

----------------------------------

Það er rétt hjá Luis de Guindos að ef það hefði verið stór gengisfelling 2008, þá hefði störfum fjölgað verulega í ferðamannageiranum.

Það hljómar þannig að Luis de Guindos hafi nokkra fyrirlitningu á þeim störfum, en vandinn er sá að Spán skortir störf í dag, og mun skorta störf með þessu áframhaldi í mörg ár til viðbótar.

En útflutningsdrifinn hagvöxtur með svo lítið útflutningshagkerfi, mun taka mjög langan tíma að eyða upp atvinnuleysinu - ef það þá tekst yfirleitt.

  • Ekki síst - - margir þeir sem töpuðu störfum í byggingariðnaði, og fá þau líklega aldrei aftur.

Þeir búa ekki yfir þekkingu sem útflutningsfyrirtækin í vexti líklega geta hagnýtt sér, en þeir hefðu getað fengið störf við ferðamennsku - sem eru verður að viðurkennast að eru "low skill" eða lágþekkingarstörf mikið til.

En það hefði ekki verið slæmt, því þá a.m.k. er staða þeirra skárri, en að vera án vinnu. Og líklega aldrei geta fengið vinnu.

Aukning í ferðamannaiðnaðinum, er hefði getað tekið við mörgum þeim, sem ekki hafa þekkingu fyrir þau nýju störf sem er að skapast við útflutning, hefði að auki með því að takmarka atvinnuleysi almennt.
  1. Einnig viðhaldið neyslu.
  2. Og því að auki, viðhaldið betur störfum við verslun.

Með öðrum orðum - - umsvifin í hagkerfinu hefðu verið meiri.

Sem hefði þítt, að skattstofn ríkisins hefði verið styrkari, og því ríkið betur fært um að standa undir skuldum.

Að auki hefðu skuldirnar aldrei hlaðist eins ört upp, því hallinn á ríkinu hefði verið minni.

Líklega væri enginn að tala um hugsanlegt gjaldþrot Spánar.

  • Gjaldið fyrr allt þetta hagræði - - hefði sannarlega verið allnokkur verðbólga. 
  • Líklega einnig - - hærri vextir á lánsfé.

Og það þíðir auðvitað að miklu skárra er að hafa 27% atvinnuleysi í stað þess að hafa kannski bara svipað atvinnuleysi og í Frakklandi. En atvinnuleysi var ca. það áður en kreppan hófst. Og að auki hættuna sem vaxandi fer á greiðsluþroti Spánar.

Svo mikið böl sé verðbólga og hærri vextir.

 

Niðurstaða

Er þessi stefna líkleg að virka á Spáni? Ég hef ekki enn nefnt einn veikleika til viðbótar. En líklega er stór hluti ástæðu þess, að útflutningur er að aukast þetta mikið á Spáni sá. Að Spánn er nokkuð á undan með það að framkvæma þær lagabreytingar, sem Ítalía og Frakkland eiga eftir - sem gera vinnuveitendum auðveldar um vik með að reka fólk. 

Ef launakostnaður per einingu í Frakklandi og Ítalíu mundi fara í lækkunarferli, ætti maður að búast við því. Að fyriræki í Frakklandi og Ítalíu. Mundu hætta að færa sig til Spánar.

  • Punkturinn er sá, að í eðli sínu er "innri aðlögun" ekkert öðruvísi en "gengisfelling" með það, að fleiri geta gert svipað og þar með étið upp það forskot sem þú hefur náð.

Það getur verið einnig hluti af svari við fullyrðingu Luis de Guindos.

--------------------------

Síðan að auki má nefna það, að minnkun neyslu í S-Evrópu vegna hins aukna atvinnuleysis, hefur leitt til minnkunar á innflutningi varnings frá Kína og öðrum Asíu ríkjum. Sem hefur dregið úr þeirra hagstæða viðskiptajöfnuði er þau fram að þessu hafa haft.

Það blasir við sá möguleiki, að Asíuríkin svari með því - að lækka gengi sinna gjaldmiðla.

Til þess að auka aftur innflutning Evrópuríkja, þar með endurreisa sinn stóra jákvæða viðskiptajöfnuð.

Það áhugaverða er að Indland sem komið var í viðskiptahalla, hefur séð gjaldmiðil sinn falla nærri 30% á þessu ári. 

  • Ég er ekkert endilega sammála því að "internal devaluation" sé "immune" gagnvart sambærilegri samkeppni, og gengisfellingar geta lent í þ.e. "competitive devaluation."

Höfum ekki síst í huga, að Evrópa er nú sem heild komin með stærsta jákvæða viðskiptajöfnuð í heimi, löndin í N-Evr. eru ekki að auka sinn innflutning á móti.

Þ.e. lélegur hagvöxtur í Bandaríkjunum, og havarýið í gangi þar getur skaðað þann vöxt frekar.

Samdráttur útflutnings til Evrópu leiðir einnig til minnkaðs hagvaxtar í Asíu. Kaupmáttur eykst þar þá minna, störfum fækkar þá jafnvel við útflutning.

  • Evrópa er ekki að búa til nýja eftirspurn - til að mæta þörf S-Evrópu fyrir nýja eftirspurn.
  • Evrópa virðist ætlast til þess, að restin af heiminum borgi fyrir efnahagslega endurreisn Evrópu í gegnum hagstæðan viðskiptajöfnuð Evrópu.

Ég er eiginlega handviss að þetta gengur alls ekki upp.

Það geti ekki gengið upp, að gervöll S-Evrópa api eftir Þýskaland, þ.e. að lama innri eftirspurn - tékk - og á sama tíma auka sem mest útflutning - tékk.

Þetta hljóti að enda í viðskiptaárekstrum milli Evrópu og Asíu. Einhvers konar viðskiptastríði. Sem líklega tekur það form, að þau mæta Evrópu með því að hagræða sínu gegni.

Þannig að gengi Evrunnar muni styrkjast þá gegn asískum gjaldmiðlum, og það éta upp tilraunir S-Evr. til þess að skapa viðsnúning í gegnum útflutning.

Þetta sé kannski ekki að gæta ýkja mikið enn, meðan þ.e. nær einungis Spánn sem sé farinn af stað í þá tilraun. En þ.e. stöðugt verið að þrýsta á hin löndin, að apa eftir Spáni ef þau geta.

 

Kv.


Silvio Berlusconi endanlega búinn að vera?

Dramað á Ítalíu hefur fallið í skuggann af atburðum í Bandaríkjunum, en í sl. viku skipaði Berlusconi ráðherrum flokks síns að hverfa úr samsteypustjórn Enrico Letta. Flestir held ég að hafi búist við að stjórn Letta væri þar með fallin, og það stefndi í kosningar. En Letta var ekki að baki dottinn, heldur ákvað að halda atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu sem haldin var á miðvikudag.

Það merkilega er, að stjórn Letta stóðst - er ekki fallin.

En sl. sunnudag fór að bera á sterkum orðrómi um uppreisn meðal hluta þingmanna og ráðherra flokks Berlusconi. Á mánudag varð sú uppreisn opinber.

Fyrir atkvæðagreiðsluna á þingfundi sl. miðvikudag, bakkaði Berlusconi með allt málið - og lýsti yfir stuðningi við stjórn Letta.

  • Útkoman virðist benda til þess að Berlusconi sé að missa tökin á eigin flokki.
  • Sem hann hefur fram að þessu stjórnað með járnaga. 

Berlusconi U-turn secures Italian government survival

Silvio Berlusconi weakened after U-turn on Letta support

Letta Hangs On but Bigger Challenges Abound

Berlusconi's About-Face: A Vote of Confidence Will Not Suffice

 

Sá sem leiddi uppreisnina gegn Berlusconi er hans eigin skjólstæðingur í gegnum árin, maður að nafni Angelino Alfano!

Sjálfsagt hugsar Alfano, framkvæmdastjóri flokks Berlusconi, nú gott til glóðarinnar, eftir að uppreisnin heppnaðist - stefnir jafnvel á að verða nýr leiðtogi flokksins. Meðan að Berlusconi fari í fangelsi í 2 ár.

Ég reikna með því að Berlusconi líti á þetta sem rýtingsstungu. En sennilega eru þingmenn og ráðherrar, farnir að íhuga eigin hagsmuni. Í ljósi þess að karlinn er á leið í fangelsi.

Svo fremi sem meirihluti þingsins svipir hann þinghelgi, eins og til stendur.

En kannski bendir nú þessi skyndilega innanflokks uppreisn, til þess - að flokkurinn ætli ekki að hindra þá útkomu, þ.e. sviptingu þinghelgi svo gamli maðurinn fái að sitja af sér dóminn.

  • Málið er að þegar Berlusconi gaf sig, þá var orðið ljóst að stjórn Letta mundi ekki falla, og þegar Berlusconi lét uppi að hann mundi styðja stjórnina eftir allt saman á háværum þingfundi á miðvikudag, voru viðbrögð Letta:
"Letta...reacted with visible surprise to Berlusconi's climbdown, laughing slightly and shaking his head in disbelief."

Það hefði sennilega litið enn verr út - að hluti flokksins hefði kosið gegn stjórn Letta ásamt Berlusconi sjálfum, en nægilega stór hluti með stuðningsmönnum Letta til þess að yfirlýsing um stuðning væri samt samþykkt.

"Berlusconi covered his face with his hands after he sat down; in what may be one of his last acts in the Senate before the procedure for his removal begins on Friday, the 77-year-old then cast his vote for Letta, a prime minister whom he had accused a day earlier of lacking credibility."

  • "An opinion poll by the Ipsos institute conducted on Tuesday showed 61 percent of PDL voters felt the party should back Letta..."
  • "...and 51 percent that it should pick a new leader to take over from Berlusconi and renew the party."

"Berlusconi’s humiliating U-turn, in the face of the impending defection of some two dozen of his party’s senators, is an enormous boost to the prime minister and to his government. It leaves Berlusconi greatly weakened, and with the judicial noose tightening around him, his political star now looks to be firmly waning,” commented Christopher Duggan, history professor at Reading university."

Eftir klofninginn í flokki Berlusconi, virðist að sögn fréttaskýrenda - umtalsverð hætta á endanlegum klofningi.

Það kemur í ljós á næstu dögum, en einn möguleikinn til að lægja öldurnar, væri einmitt hugsanlega sa, að Berlusconi - láti formlega af völdum yfir flokkinum.

Það má vera að eftir átökin, væri það ekki til að halda flokknum saman, að Alfano taki við - fyrst hann leiddi uppreisnina gegn karlinum.

Fyrir það er ekki ólíklegt, að einlægir stuðningsmenn sem þar er enn að finna, geti ekki fyrirgefið honum.

Þannig að það yrði þá vera einhver 3-maður, nema að Berlusconi sjálfur mundi ákveða að styðja Alfano, ef hann segir allt fyrirgefið.

Hver veit! Það á örugglega eftir að vera verulegt drama innan flokksins fram á föstudag.

  • En á föstudag, verður greitt atkvæði um að - reka Berlusconi af þingi.
  • Kannski Berlusconi geti selt það til Alfano, að sá styðji sinn mann í þeirri atkvæðagreiðslu, og klofningsmennirnir - gegn því að Alfano verði næsti leiðtogi.

 
Niðurstaða

Sá sem tapaði stórt er augljóslega Berlusconi. Eftir að innanflokksátök gusu upp, í kjölfar þess að Berlusconi ætlaði að fella stjórn Enrico Letta og þvinga fram þingkosningar. Þá hefur staða gamla mannsins veikst afskaplega mikið. Og möguleikar hans því sennilega til þess - að forða sér frá því að vera rekinn af þingi nk. föstudag. Sennilega orðnir litlir.

Það er vart nema sá eini gambíttur eftir, að halda sér á þingi.

Nánast það eina sem hann enn á eftir til að versla með, er ef til vill - leiðtogasætið í eigin flokki.

Spurning hver fær það hnoss? Og ekki síst, hvort flokkurinn helst saman?

Eitt virðist þó nær öruggt, að Berlusconi sé loksins - loksins á leið út úr pólitík.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband