Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Það getur reynst mjög erfitt fyrir Angelu Merkel, að veita Spáni "milt" björgunarprógramm!

Tvær áhugaverðar bloggfærslur hjá aðilum sem fylgjast með þýskum fjölmiðlum, gefa sterka vísbendingu um að, viðbrögð þýsks almennings við fréttum frá sl. fimmtudag séu sterk neikvæð. Sl. fimmtudag samþykkti stjórn Seðlabanka Evrópu að bjóða ríkjum innan evrusvæðis í vanda, upp á kaup Seðlabanka Evrópu á þeirra ríkisbréfum án takmarkana - að gefnum tilteknum skilirðum. 

Umræðan í Þýskalandi virðist þó ekki fókusa á þau skilirði, sem eru töluvert erfið í reynd. Heldur á það, að kaup án takmarkana hafi verið samþykkt. Blásið sé upp sá ótti, að til standi að gera allar skuldir ríkja í vanda innan evrusvæðis að sameiginlegum skuldum allra, þar á meðal þjóðverja - með snjallri bakdyraleið. Að auki, sé verið verið að skapa í augum almennings í Þýskalandi sannfæringu þess efnis, að mikil verðbólga sé framundan, ef málið verði ekki stöðvað.

  • Það virðist að þó svo að yfirmaður "Bundesbank" hafi orðið undir í atkvæðagreiðslu í stjórn Seðlabanka Evrópu, virðist honum vera að takast að vinna almenningsálitið innan Þýskalands á sitt band.
  • Þetta getur bundið mjög hendur Angel Merkel, þegar kemur að því að ríkisstjórn Spánar fer með formlegum hætti, að leita eftir því að semja um björgunarpakka.
  • Með öðrum orðum, getur barátta Jens Weidmann, yfirmanns "Bundesbank" leitt til þess, að evrukrýsan þurfi að taka nýja dýfu - áður en yfir líkur.

Weidmann is winning the debate on policy

Carthaginian terms for Italy and Spain threaten Draghi bond plan

  • Með því að eitra huga Þýsku þjóðarinnar gagnvart því, sem þarf að gera ef evran á að geta lifað af.
  • Tryggir Weidmann líklega það, að áður en yfir líkur þurfa hlutir á nýjan leik - að fara alveg að bjargbrúninn, áður en loka samkomulag geti verið mögulegt.
  • Og ekki bara það, honum getur hugsanlega tekist að drepa evruna.

En ríkisstjórn Spánar sem lítur á björgunarprógrömm Írlands og Portúgals "sem hræðileg" fordæmi, vill tryggja að ef Spánn fer í björgun, þá verði það mun sársaukaminna prógramm.

Helst vill ríkisstjórn Spánar komast hjá því að þurfa að afhenda efnahagslegt sjálfstæði sitt til aðildarríkja evru, þ.e. hinna aðildarríkjanna - sem þýðir til Þýskal. einna helst.

Það er ekki síst einnig vegna þess, að það væri pólitískt séð mjög eytruð pilla, Mariano Rajoy veit, að það mun vera nær öruggt, að ef hann samþykkir sambærilegt prógram fyrir Spán, og t.d því sem Portúgal býr við eða Írland.

  • Þá nær hann ekki endurkjöri síðar meir - en einnig veit hann, að ef krafan um stífann niðurskurð verður eins hörð, og á þau tvö ríki.
  • Þá mun spænska hagkerfið spírala enn hraðar niður, og það líklega einnig mun triggja að hann geti ekki náð endurkjöri.
  • Þannig, að möguleika hans á endurkjöri - standa og falla með því, að honum takist, að ná fram mun vægari meðferð fyrir Spán.

En barátta Weidmanns, er líklega á sama tíma - að þrengja mjög möguleika ríkisstjórnar Þýskalands, til slíkrar eftirgjafar.

  • Þess vegna, virðist mér líklegt - að viðræður Spánar og aðildarríkjanna muni dragast á langinn.
  • Og þegar þær tafir verða ljósar, þá muni markaðurinn bregðast á ný neikvætt við.
  • Spennan muni aftur hlaðast upp - vaxtkakrafa Spánar og Ítaliu hækka stig af stigi.
  • Fjármagnsflótti aftur aukast frá S-Evr.

Enn frekari hagkerfisskaði verða á Evrópu, út af óvissunni - - en hún skaðar t.d. fjárfestingar, því aðilda halda að sér höndum þegar þeir vita ekki, hvað mun gerast í náinni framtíð. Geta ekki framreiknað.

  • Hætta er á því, að ríkisstjórn Spánar þurfi að bíða með samninga, þar til að evran er aftur mjög bersýnilega stödd á barmi hengiflugsins á ný.
  • Svo að, Merkel geti hugsanlega komið eigin fólki til að skilja, að þjóðverjar verði að færa fórnir til að evran lifi af.

Auðvitað veit ég ekki hve mikið bakbein Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar hefur, þó hefur hann ekki virst vera "gufa." Mig grunar, að hann muni klárt bíða töluvert lengur með að segja "já" við björgunarprógrammi.

Engin leið er þó að vita fyrr en á reynir, hvort hann hefur taugar til að - láta hlutina fara fram á barm hengiflugsins, svo hugsanlega það skapist möguleiki á að nægur þrýstingur hafi myndast, til að hann vinni fullnaðarsigur í málinu.

Þ.e. prógramm án verulega erfiðra skilyrða, en ef hann hefur ekki það sterka bakbein, mun Spánn lenda í sama niðurspíralnum óttast ég og Grikkland.

Og það mun enda ílla fyrir bæði Spán og Evrópu.

 

Niðurstaða

Umræðan innan Þýskalands virðist mjög erfið um tilboð Mario Draghi frá sl. fimmtudegi. En tilboð það er eins og áður hefur komið fram, skilyrt því að land hafi samþykkt formlegt björgunarprógramm. Seðlabanki Evrópu lofaði því, að hann myndi kaupa einungis svo lengi sem land stendur að fullu og öllu við sitt björgunarprógramm.

Það þíðir auðvitað að hver skilirðin akkúrat eru sem viðkomandi land nær að semja um, þegar það samþykkir björgun - - er lykilatriði.

Ef ríkisstjórn Spánar hefur ekki bakbein, verða þau eins slæm og þau sem hin löndin 3 hafa lent í. Sem þíðir gríðarlega harkalegar samdráttaraukandi niðurskurðaraðgerðir. 

En Spánn með þegar 25% atvinnuleysi, mun líklega lenda í upplausnarástandi ef atvinnuleysi eykst um mörg prósent til viðbótar.

Ég á við, að það sé algerlega krítískt að prógrammið sé miklu mun mildara í niðurskurði, honum sé dreift á mun lengri tíma sem sagt "not frontloaded." Hagkerfið fái frið til að rétta við sér, áður en megnið af niðurskurðinum komist til framkvæmda.

Spánn er í svo viðkvæmu ástandi, að harkalegur niðurskurður getur tel ég vel mögulega, framkallað sambærilegan niðurspíral og þann sem Grikkland er í.

Það myndi ekki enda vel. Ef endirinn á að vera betri, þarf Mariano Rajoy að hafa sterkt bakbein, og þora að láta málin fara aftur alla leið út á blábrúnina. Jafnvel, að vera tilbúinn til að taka skrefið alla leið og segja "bæ - bæ evra" ef ljóst verður, að þó hann sé að reyna allt þá sé ljóst að honum takist ekki að vinna það fram sem til þarf svo Spánn geti haldist innan evru.

 

Kv


Hvað hefði gerst hér á landi í kjölfar hrunsins ef ekki hefði verið unnt að fella gengi?

Enn þann dag í dag eru fjöldi manns, þar á meðal meðal háskólaborgara þessa lands, hagfræðingar þar með taldir, sem tala á þeim nótum að það hafi verið hræðileg aðför að almenningi þegar krónan féll um tugi prósenta er bankahrunið varð á Íslandi okt. 2008.

  • Það mætti skilja á þeim "mætu" mönnum, að sú lækkun lífskjara er þá varð - hafi verið gengisfallinu að kenna.
  • Sem virðist gefa til kynna þá skoðun, að án gengisfalls, hefði verið unnt að varðveita þau lífskjör.

Tek fram að þetta er svo fjarstæðukennt, að það tekur engu tali, en að sjálfsögðu er bankarnir hrundu, þá um leið hvarf grundvöllur að umtalsverðu leiti undir þeim lífskjörum er þá voru til staðar.

Það hefði ekki með nokkrum hætti verið unnt, að varðveita þau lífskjör er til staðar voru fyrir hrun, hvernig sem málum er velt upp.

Ég velti fyrir mér - - eru mennirnir að tala gegn betri vitund?

Eða eru þeir raunverulega svona mikil fífl?

 

Um daginn koma Steán Ólaffson með eftirfarandi færslu - Ísland og Írland – Ólíkar leiðir í kreppunni - og ég setti þar inn athugasemd, og hann svaraði að sjálfsögðu með gersamlega órökstuddri fullyrðingu, sem eru mjög dæmigerð viðbrögð evrusinna, þegar maður kemur fram með "vel rökstuddar mótbárur."

Þeir virðast telja eða halda - að ein athugasemd "órökstudd" sé nóg andsvar, til að ógilda heila runu af rökstuðningi - - annaðhvort hafa þeir í reynd engin mótrök, eða þeir virkilega halda að nóg sé að slengja fram "trúarsetningum" án nokkur rökstuðnings fyrir þeim.

Viðbrögð hans eru einkar skemmtileg í ljósi þess, að hann virðist vera aðdáandi manns nokkurs Ha-Joon Chang að nafni, nýútgefin bók þessa manns hefur vakið nokkra athygli, en sá maður ræðst að fjölmörgum trúarsetningum margra hagfræðinga, og mér finnst einkar skemmtilega kaldhæðnislegt að "aðdáandi hans" skuli svo blindur á bjálkann í eigin augum, að hann sjái ekkert að því að dengja hagfræðilegri "trúarsetningu" á móti - vel rökstuddri athugasemd minni, sem inniheldur ekkert annað en sjálfsagða skynsemi - - en þ.e. einmitt þ.s. Chang vill að menn beiti, almennri skynsemi, segir 95% hagfræði í reynd ekkert annað. Sem ég er einmitt fullkomlega sammála.

Stefán virðist hafa lesið bókina hans með eigin gleraugum sýnist mér, valið að leggja áherslu á þá staði þ.s. Chang gagnrýnir tilteknar hagfræðilegar kennisetningar sem oft eru kenndar við "hægri" í stjórnmálum, án þess að veita því eins mikla athygli að hann er með bókinni, að dreifa þeirri gagnrýni mun víðar - en skv. einhverju hægri vs. vinstri.

 

Hvað myndi hafa gerst ef "ekki hefði verið unnt að fella gengi"?

Stefán setti fram þessa fullyrðingu: "Þetta hefur m.a. leitt til þess að tekjuskiptingin hefur orðið mun jafnari eftir hrun en áður var. Með hækkun skatta á hærri tekjuhópa var einnig haldið aftur af þörf fyrir niðurskurð, sem dró úr þrýstingi til aukins atvinnuleysis."

Hann segir að stefna ríkisstjórnarinnar, hafi leitt til minna atvinnuleysis en á Írlandi, þegar það er gersamlega augljóst að mestu um það ræður allt - allt annað, en einmitt sú stefna.

Ástæða minna atvinnuleysis er að sjálfsögðu fyrst og fremst að þakka gengisfellingunni um árið, sem stórfellt mildaði höggið af hruninu bæði fyrir almenning og fyrirtæki. Gerði það að verkum, að tekjutap ríkisins varð ekki enn meira en það annars hefði orðið, sem hefði leitt til þess að ríkið hefði þá ekki getað beitt sér með þeim hætti sem Stefán lýsir.

Ástæða þess að gengisfellingin skilar í reynd - vernd lífskjara, með því að lækka þau; þó í fljótu bragði það virðist þversagnarkennt. Er sú að þegar hrun á sér stað í hagkerfinu annaðhvort snöggt tekjuhrun að utan eða í þessu tilviki, að bankarnir duttu um koll á einni viku - - þá verður hagkerfið þá þegar er slíkt hrun á sér stað, fyrir miklu tekjutapi.

Gengisfelling bjargar fjölda fyrirtækja frá hruni, með því að slá á þeirra taprekstur, en tekjutapi hagkerfisins fylgir að sjálfsögðu tafaralaust óhagstæðari staða atvinnulífsins.

Með því að fækka gjaldþrotum, þá um leið minnkar gengisfelling hagkerfissamdrátt, en þó fræðilega geti aðrir tekið yfir hrunin fyrirtæki þá bíða fjárfestar vanalega eftir því að kreppa hefur botnað áður en þeir hirða eignir fyrir slikk, þeir græða þá mikið fyrir rest - en almenningur tapar þá í staðinn stórfellt er mikill fjöldi starfa glatast, og ríkið tapar einnig stórfellt vegna tapaðra skatttekna (hafið í huga að fjárfestar eru ekkert endilega í slæmum málum er ríkið verði gjaldþrota, þá verða eignirnar einfaldlega enn ódýrari).

Eins og við sjáum á evrusvæði, þegar slík framvinda á sér stað, þá aukast skuldir ríkisins hratt því svo hörðum samdrætti fylgir mikilll halli á ríkissjóði, sem þarf þá að ganga mun harðar fram við niðurskurð velferðarkerfis o.s.frv. - - og eðlilega getur ekki beitt sambærilegri stefnumótun, að beita kostnaðarsömum aðgerðum, til að vernda þá sem minnst mega sín sbr. Írland.

Af ofangreindum ástæðum - - er það stórmerkileg þversögn í reynd, að menn eins og Stefán, skuli vera á móti krónunni að sögn vegna þess að hún skaði hagsmuni almennings.

 

Einhvern veginn er þetta of einfalt, til þess að sannir evrusinnar nái því:

  1. Um leið og bankahrunið varð minnkaði innkoma hagkerfisins.
  2. Ef laun lækka ekki, á sér þá stað gríðarlega óskaplegur hallarekstur hagkerfisins - þangað til að gjaldeyrissjóðir tæmast, nema að Seðlabankinn fari að slá gjaldeyrislán til að dekka þann halla.
  3. Ef þ.e. gert, þá á sér stað hröð skuldasöfnun - þá er ég að tala um söfnun skulda til viðbótar við þá skuldasöfnun sem átti sér stað af völdum hrunsins.
  4. Eðlilega í slíku ástandi, væru slík lán óskaplega dýr - en við slíkt högg verður hagkerfið einnig fyrir miklu tapi á tiltrú, sem leiðir til þess að aðilar heimta mjög háa vexti ef þeir eru beðnir um lán.
  5. Svo að ef lán eru slegin fyrir halla við slíkar aðstæður, þá hallar mjög hratt undan, skuldabyrði hleðst upp þá mjög hratt, og erlendir aðilar heimta stöðugt hærri vexti eftir því sem fjarar undan.
  6. Frameiknað, getur ekki orðið önnur endanleg útkoma en greiðsluþrot ríkisins ef slíku ferli er fram haldið (ath. fjárfestar myndu græða mikið á þeirri útkomu, því eins og ég sagði að ofan, þá verða eignir hér þá enn ódýrari - en auðlindirnar eru samt jafn mikils virði).
  7. Sem dæmi, í samhengi við lánsgjaldeyrissjóðinn, hefðum við með áframhaldandi viðskiptahalla verið að nýta það fé til að greiða fyrir innflutning hvert einasta ár síðan hrunið varð, og ættum bersýnilega ekki fyrir að greiða þau lán til baka og hefðum því þurft að slá enn frekari lán til að fleyta okkur áfram í gegnum afborganir, og ef hallinn hefði enn haldið áfram, er engin leið að dæmið hefði gengið upp gjaldþrot óhjákvæmilega verið endapunktur yfir það i.
  • Hinn valkosturinn við viðbótarskuldsetningu, hefðu verið innflutningshöft.
  • Þá hefðu þau bæst við gjaldeyrishöft, og bæði höftin væru líklega enn til staðar í dag.
  • Þá væri til staðar skömmtunarkerfi á innflutning, sem hefði mjög líklega framkallað mikið atvinnuleysi meðal verslunarmanna. 

Í staðinn, féll gengið - sneri viðskiptajöfnuðinum við á einni nóttu. Kom í veg fyrir að þörf skapaðist til að skuldsetja landið, ofan á kostnað af hruninu, til að tryggja innflutning nauðsynja. Eða, að það þyrfti að setja á innflutningshöft.

Hvorugt ástandið í boði í staðinn fyrir gengisfellingu, hefði skilað "vörn fyrir lífskjör."

Það er því algert píp - að segja að krónan hafi fellt kjörin.

Það gerði bankahrunið - því lífskjörin hrundu við það tekjuhrun hagkerfisins er varð við bankahrunið.

Ekkert af þeim rökum sem ég kem með - flokkast ekki undir almenna skynsemi.

 
 

Niðurstaða
Gengisfellingin með því að slá af lífskjör að því marki sem ekki lengur var til peningur í reynd fyrir þeim, og þannig með því að koma jafnvægi á viðskiptajöfnuðinn, kom í veg fyrir miklu mun stærra tjón fyrir alla þ.e. almenning, fyrir ríkið og fyrir atvinnulífið.
 
Kom líklega í veg fyrir gjaldþrot ríkisins! Sem einungis gírugir fjárfestar hefðu grætt á, en með tapi allra annarra.
 
Hinn snöggi viðsnúningur skapaði fremur hratt tiltrú - því aðilar sáu að til var peningur fyrir innflutningi. Ef einhver man, þá kröfðust erlendir aðilar fyrst í stað eftir hrunið "staðgreiðslu" af íslenskum innflutningsaðilum. Það er afskaplega ólíklegt að þeir hinir erlendu aðilar, hefðu slakað á þeirri kröfu ef ekki hefði orðið af þeim snögga viðsnúning á viðskiptajöfnuðinum er átti sér stað.
 
Þá hefðu verslanir áfram átt í vandræðum með að tryggja sér "vörur." Fjarað hefði líklega hratt undan innlendri verslun, ef það ástand hefði þannig orðið viðvarandi. Atvinnuleysi orðið mikið meðal verslunarfólks. 
-------------------------------
 
Það merkilega er að þeir sem segjast vera vörslumenn hagsmuna almennings, skuli vera að tala ílla um krónuna fyrir það, að hafa bjargað svo óskaplega miklu.

Margt skrítið í kýrhausnum, eins og sagt er í gömlu máltæki.

 

Kv.


Það á eftir að vera gríðarlegur þrístingur á ríkisstjórn Spánar!

Frétt vikunnar er án nokkurs vafa yfirlísing Seðlabanka Evrópu um þ.s. Mario Draghi hefur kosið að kalla O.M.T. (Outright Monetary Transactions) sjá einnig "Ræða Mario Draghi ásamt svörum við fyrirspurnum blaðamanna." http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/mario_draghi_1170953.jpg

  • Mario Draghi virðist vera Seðlabankastjóri sem virkilega er tilbúinn til að berjast fyrir því að evran hafi framtíð.
  • Áhugamenn um upptöku evru, ættu að hengja upp á vegg hjá sér, stórar myndir af honum!
  • Hvað sem má segja um hann, virðist þetta vera mjög fær einstaklingur, og loksins er komin aðgerð sem mögulega getur framlengt líf evrunnar.
  • Að sjálfsögðu gætir vissrar aðdáunar, en hafið í huga að hann hefur náð fram áhugaverðum hlut, nefnilega stuðningi ríkisstjórnar Þýskalands við stefnu sína. En ekki einungis það, heldur einnig allra annarra ríkja evrusvæðis. Það krefst mikillar leikni í samskiptum við pólitíkusa. Sem segir, að Draghi sé einnig mjög fær diplómati.
  • Málið er, að þetta er virkilega "lokaplottið til að tryggja framtíð evrunnar" allt annað sem líklega er unnt að gera, hefur verið þurrausið. Draghi hefur tekist, að koma pólitísku hjörðinni í skilning um það, að evran væri virkilega stödd á barmi hyldýpisins. Það yrði að gera eitthvað stórt og það strax.

Wikipedia síða um Mario Draghi!

Eitt er ljóst, að hann er mikil framför yfir "Trichet" þann sem hann tók við af. En Trichet virtist einfaldlega ekki hafa nægilegt hugmyndaflug, til að berjast gegn hinni stöðugt versnandi fjármálakreppu, og við erum að tala um virkilega alvarlega fjármálakreppu - sbr. svar Draghi:

"Draghi: We have substantial, significant and important evidence that the European monetary area is now fragmented. We see this from a variety of indicators: not only the level of yields, the yield spreads, but also volatility, and especially liquidity conditions in many parts of the euro area. So, the actions we decided on today are geared to repairing monetary policy transmission channels in a way that our standard monetary policy can address its primary objective, i.e. maintaining price stability. In other words, these decisions are necessary to restore our capacity to pursue the objective of price stability in the euro area and to restore the singleness of monetary policy in the euro area."

Það sem hann lýsir þarna er mjög alvarlegu ástandi innan fjármálakerfisins, að það er hætt að virka sem ein heild, heldur farið að brotna niður í sínar upphaflegu einingar - eftir því sem væntingar um yfirvofandi uppbrot evrunnar byggðust upp. 

  • Hann segir, að hefðbundin tæki ECB þar með vaxtatækið, sé hætt að virka.
  • Því að fjármálakerfið virki ekki lengur sem ein heild.
  • Þetta þurfi nauðsynlega að laga - og aðgerðir ECB sé ætlað einmitt að laga það ástand.

Svo annað mjög áhugavert svar Draghi:

Draghi: On “conditionality”, the assessment of the Governing Council is that we are in a situation now where you have large parts of the euro area in what we call a “bad equilibrium”, namely an equilibrium where you may have self-fulfilling expectations that feed upon themselves and generate very adverse scenarios. So, there is a case for intervening, in a sense, to “break” these expectations, which, by the way, do not concern only the specific countries, but the euro area as a whole. And this would justify the intervention of the central bank. But then, we should not forget why countries have found themselves in a bad equilibrium to start with. And this is because of policy mistakes. That is why we need both legs to fix this situation and move from a bad equilibrium to a good equilibrium. If the central bank were to intervene without any actions on the part of governments, without any conditionality, the intervention would not be effective and the Bank would lose its independence. At the same time, we see that we are in a bad equilibrium and, therefore, policy action, though convincing, does not seem to produce – at least not in the relatively medium term – the results for which it is geared. So that is why we need both legs for this action.

Akkúrat, ECB þarf að berjast gegn þeim væntingum, að uppbrot evrunnar sé yfirvofandi!

Það má þó setja stórt spurningamerki við það, hvort að sú leið sem hann þarf að fara, sé sú rétta!

 

Af hverju segi ég að héðan í frá verði gríðarlegur þrýstingur á ríkisstjórn Spánar?

Það er vegna þess, að áætlun Draghi hefur einn stóran veikleika.

Sem hann örugglega gat ekki hjá komist.

Nefnilega sá, að ECB telur sig þurfa nægilegar tryggingar fyrir því, að ríki sem fá kaup standi við þá tegund aðgerða, sem haukarnir innan stjórnar ECB telja nauðsynlegar.

Nefnilega, röð mjög harkalegra niðurskurðaraðgerða - sem haukarnir í stjórn ECB telja bestu leiðina til að framkalla efnahagslegan viðsnúning.

Það er vægast sagt umdeilt atriði hvort að harkalegur niðurskurður - sé virkilega rétta meðalið, eða hvort að það sé mun líklegra, að það drepi sjúklinginn.

Þannig, að prógrammið er skilyrt eins og fram kemur í hlekknum að ofan því að aðildarríki fyrst óski aðstoðar til björgunarsjóðs evrusvæðis - og fari í framhaldinu í skilyrt björgunarprógramm.

Þá sé ECB til í að aðstoða við það prógramm, með kaupum og þá kaupum án nokkurra takmarkana.

En einungis meðan að ríki stendur að fullu og öllu við slíkt niðurskurðarprógramm.

--------------------------------

Þetta er dáldið stór hnífur í kúnni!

Það er algerlega háð vilja ríkisstjórnar Spánar!

Og þ.e. ekkert víst að sá vilji sé til staðar - að fara í slíkt björgunarprógramm!

En því fylgja margir ókostir:

  1. Viðkomandi ríki, í reynd afhendir stóran part af sínu efnahagslega sjálfstæði, til aðildarríkja evrusvæði þ.e. hinna aðildarríkjanna, en þau eiga og reka björgunarsjóðinn, og ráða algerlega settum skilyrðum. En samningur um skilyrði er beint við þau.
  2. Björgunarprógramm þíðir í reynd tímabundið afnám efnahagslegs sjálfstæðis, þ.e. ef maður miðar við prógramm Grikklands, Portúgals, Írlands; þá felur þetta í sér að viðkomandi ríki afhendir lyklavöldin að eigin fjármálaráðuneyti, veitir fullan aðgang  að öllum bókhaldsgögnum, og er bundið því að hlíta þeim mjög stranga aga sem um röð aðgerða, sem hingað til hafa alltaf falið í sér mjög harkalega röð samdráttaraukandi niðurskurðaraðgerða.
  3. Ég get fullkomlega skilið - að ríkisstjórn Spánar hrýsi frekar hugur við því að standa frammi fyrir slíkum pakka. Og leitist eftir fremsta megni, að fresta ákvörðun um slíkt. Meðan, að Spánn leitast við að semja við hin aðildarríkin, um það hverskonar skilyrði Spánn myndi standa frammi fyrir.
  4. En akkúrat hver þau þá yrðu, væri lykilatriði. Ríkisstjórn Spánar mun líklega á næstu vikum, jafnvel mánuðum, leitast við að semja um sem mildastan pakka - meðan hún teygir lopann sem allra - allra lengst.
  • Það styrkir samningsaðstöðu Spánar, að brotthvarf Spánar úr evru er líklega svo stór atburður, að evran mjög líklega getur ekki mögulega lifað hann af.
  • Þetta er því þ.s. nefnt er "game of chicken."
  • Hver blikkar fyrst.

Fyrstu viðbrögð markaða hafa verið mikil gleði - og líklega mun hún standa yfir um einhverja hríð. Eitt af því sem hefur nú gerst, er veruleg lækkun ávöxtunarkröfu á ríkisskuldir Spánar. Hún er nú sú lægsta síðan snemma á þessu ári, komin niður fyrir 6% þó líklega standi það ekki lengi.

En þ.s. ég tel fullkomlega öruggt, að Spánn er ekki á leiðinni að samþykkja "björgun" nærri því strax.

Því mun gleðin smám saman kulna á næstu vikum, og spenna smám saman vaxa á nýjan leik, eftir því sem það tefst að aðildarríkin og Spánn nái samkomulagi af því tagi, sem Spánn telur sig geta lifað við.

Og það má reikna með mikilli gagnrýni frá evrusinnum allrar Evrópu á ríkisstjórn Spánar, að það rigni yfir hana skömmum - um að setja evruna í hættu.

  • Þá mun skynjun markaða á óvissu hlaðast upp á nýjan leik - - og ég reikna fastlega með, að samkomulag ef af verður, muni ekki nást fyrr en mál eru virkilega komin á ystu blábrún hengiflugsins.
  • Og auðvitað, er það hugsanlegt að nægilega hagstætt samkomulag náist ekki, og að ríkisstjórn Mariano Rajoy ákveði að segja skilið við evruna - - sem eins og ég sagði, mun alveg örugglega drepa evruna í Evrópu allri.

Ég veit ekki hve lengi það drama getur spilast - ekki þó heilt ár.

En hugsanlega einhverja mánuði!

En ef markaðir sannfærast um það, að Spánn sé líklegri til að segja "Nei" mun þá þegar að líkindum, bresta á alveg brjálaður flótti fjármagns innan evrusvæðis - ég er að meina að flóttinn fram að þessu sé bara goluþytur í samanburði við það sem þá mun gerast.

Ég er að tala um eiginlegt "run" eða áhlaup, þá um gervalla S-Evr.

Þetta getur orðið spennandi!

Þrátt fyrir útspil Draghi - - er stórum dramasenum langt, langt í frá lokið!

 

Niðurstaða

Því miður, þrátt fyrir mjög góða tilraun, mun yfirlísing Mario Draghi að flestum líkindum einungis veita skammtíma frý frá ógnum evrukrísunnar. Hún muni gjósa upp aftur af fullum krafti innan einhverra vikna. Þá vegna þess, að ég tel það fullvíst að það muni ganga erfiðlega fyrir ríkisstjórn Spánar að ná samkomulagi við aðildarríki evrusvæðis um skilyrði um björgun sem ríkisstjórn Spánar mun telja sig geta lifað við.

Samkomulag muni því dragast, og við það muni óttinn sem Mario Draghi er að reyna að kveða niður gjósa aftur upp af fullum þunga.

En nú mun ekkert viðbótarskjól vera að fá frá ECB - Seðlabanki Evrópu sé nú búinn að gera allt þ.s. hann líklega er fær um.

Og aðildarríkin treysta sér ekki til að ausa frekara fjármagni í björgunarsjóði, svo nú verður það spurningin um það - hvort sérstaklega ríkin í N-Evrópu geta sætt sig við, að veita Spáni það tiltölulega milda prógramm, sem Spánn mun heimta.

Á móti mun vera hótunin um að yfirgefa evruna og þar með fella hana endanlega.

Ég bendi á að á Spáni býr enn stolt þjóð, og ég gruna - vel fær um að taka slíka ákvörðun, ef hún telur það sem hún stendur frammi fyrir of særandi fyrir það stolt.

Einhver þarf að blikka, en ég er algerlega viss að Spánn mun raunverulega hafa "rauð strik" og ef það fæst ekki fram að lágmarki, muni Spánn líklega frekar kjósa að fella evruna.

 

Kv.


Er evrópski Seðlabankinn búinn að bjarga evrunni?

Þetta er sennilega spurningin sem brennur á vörum margra. En á fimmtudag staðfesti stjórn Seðlabanka Evrusvæðis tilboð Mario Draghi Seðlabankastjóra Evrusvæðis um kaup á ríkisbréfum landa í vanda.

Það sem er mikilvægt er að kaupin eru án takmarkana.

En annað sem er mikilvægt, er að það gildir um kaupin að ECB krefst þess að fyrst hafi land óskað formlegrar aðstoðar til björgunarsjóðs evrusvæðis.

Einungis þegar land hefur samþykkt björgun - undirritað og staðfest þá skilmála sem það þá fær, kemur til mála segir í fréttatilkynningu fyrir ECB að virkja þessi kaup.

Þannig að boltanum er nú varpað yfir til Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar!

Ræða Mario Draghi: Introductory statement to the press conference

Um prógrammið: Technical features of Outright Monetary Transactions

Nú er kominn nýr frasi - - OMT.

  • Eins og skýrt kemur fram í skjalinu að ofan, þá kemur það ekki til greina að virkja kaup, nema land sem á í hlut fyrst leiti til björgunarsjóðs Evrusvæðis.
  • Það er vegna þess, að einungis sá sjóður getur sett löndum sem eiga í hlut "bindandi skilyrði." Og ECB einmitt heimtar, að lönd sem eiga í hlut, hafi fyrst samþykkt að stinga sér á bólakaf í blóðugt niðurskurðar prógramm, af því tagi sem t.d. Grikkland, Portúgal og Írland hafa verið að glíma við.
  • Að auki kemur rækilega fram, að ef land stendur ekki við það sem það hefur samþykkt að framkvæma skv. undirrituðum skilyrðum, þá taki kaup enda án tafar. Landið fær sem sagt einungis "kaup" meðan það stendur við prógrammið og það algerlega og fullkomlega.

 

Forsætisráðherra Spánar hikar!

Spánn er nú statt í "game of chicken" þ.e. ríkisstjórn Mariano Rajoy veit að tilvist evrunnar er háð því, að Spánn lafi innan evrunnar.

Þetta er staðreynd sem ríkisstjórn Spánar er að notfæra sér, þ.e. gamla prinsippið að ef þú skulda bankanum þínum nægilega mikið, er það bankinn sem er í vanda.

Í slíku ástandi, þá nær skuldarinn verulegu taki á kröfuhafanum.

  • Ríkisstjórn Spánar er ekkert sérstaklega áhugasöm um það, að óska aðstoðar!
  • Það er vegna þess, að því fylgja ímisskonar gallar, að fara í svokallað björgunarprógramm. 
  • Sá stærsti er auðvitað sá - að viðkomandi land afsalar sér miklu leiti sjálfstæði sínu, til björgunarsjóðs evrusvæðis. Land í slíku prógrammi, hefur ekki lengur fullt vald yfir eigin fjármálum, heldur hefur sérfræðinga á vegum prógrammsins horfandi yfir öxl innan ráðuneyta, gefandi skipanir - þó það sé kallað "ábendingar." Þeir fá aðgang að öllum bókhaldsgögnum viðkomandi ríkis, svo ekki sé unnt að leyna þá nokkru.
  • Spánn, 5 stærsta hagkerfi Evrópu, land með langa og stolta sögu, er ekki alveg tilbúið að gefa svo mikið eftir - sem önnur lönd í prógrammi hafa verið neydd til.
  • Þeir eru að semja um skilyrðin, vilja vægari en aðrir hafa fengið, og eru að beita ógninni vegna þess möguleika að Spánn segi bless við evru - sem svipu á mótaðilana.

Rajoy stance sets stage for EU stand-off

"Spain will not be forced into requesting a rescue until the attached conditions become crystal clear, senior officials in Madrid insisted on Thursday, setting the stage for a prolonged stand off between the government of Mariano Rajoy and European authorities."

Brinkmanship as Spain warns over bail-out terms

Luis de Guindos - "“First of all, one must clarify the conditions,” - “My colleagues are aware that the battle for the euro will be fought in Spain. Spain is right now the breakwater for the eurozone,”

Fjármálaráðherra Spánar bendir einmitt á þá staðreynd, að evran standi eða falli með Spáni!

Ekki komi til greina að sækja um aðstoð, nema að skilyrðin liggi fyrir - útlit er fyrir að ríkisstjórn Spánar muni þráast við, eins lengi og henni er framast unnt.

ECB hefur þó þrengt verulega að henni, með því að setja það skilyrði, að land hafi fyrst undirgengist björgunarprógramm.

  • Þetta getur verið meginspennan héðan í frá, en Spáni er það í hag að fá sem vægust skilyrði!
  • Ríkisstjórnin myndi bíða mikinn ósigur, að afhenda lyklavöldin að fjármálaráðuneytinu, einungis 9 mánuðum eftir að hafa tekið við völdum.
  • Engin ríkisstjórn í landi undir björgunarprógrammi hefur verið endurkjörin.
  • Ljóst er að ECB vill ströng skilyrði, í ætt við fyrri prógrömm - einmitt skilyrði af því tagi, sem ríkisstjórn Spánar er að leitast við að sleppa við að undirgangast.

Það getur því orðið afskaplega áhugavert að fylgjast með Spáni á næstunni.

 

Er evrunni bjargað?

Ef við gerum því skóna, að ríkisstjórn Spánar nái samkomulagi um prógramm sem henni getur hugnast að búa við, og samþykki þá að óska formlega björgunar.

Síðan hefji ECB kaup á bréfum Spánar. Svo í kjölfarið á Spáni óski Ítalía þess sama, þannig að bæði löndin fari í kaup prógramm ásamt því að fara í björgunarprógramm.

Þá hið minnsta, er það fræðilega mögulegt, að halda báðum löndum á floti.

Það hefur þó þann galla, að löndin safna á sig jafnt og þétt skuldum - sbr. kaup án takmarkana.

Á hinn bóginn, þá er það ekki með þeim hætti, að þau taki á sig eina stóra skuld í einum bita, þannig að í reynd er þessi leið minna íþyngjandi a.m.k. að því leiti, að skuldastaðan hækkar ekki alveg eins bratt.

Á hinn bóginn, þíðir það ekki endilega minni skuldir fyrir rest - - en aftur á móti, þá er það einhverju leiti undir viðkomandi ríki komið, hve miklar þær verða.

Þ.e. skuldirnar aukast um þær skuldir sem viðkomandi ríkissjóður neyðist til að gefa út, þannig að ef það gengur vel að minnka þá fjármögnunarþörf, þá getur viðkomandi ríkissjóður fræðilega minnkað sínar framtíðarskuldir.

Og aðferðin er mun sveigjanlegri, en sú að einhverjir aðilar áætli fjármögnunarþörf og síðan sé landið í einum bita orðið mun skuldugara en áður.

-------------------------------------

Kosturinn við þetta - er að þessi leið getur afnumið bráðahættuna af falli evrunnar.

En hún svarar ekki því - hvort evran mun hafa það af fyrir rest.

En enn liggur ósvarað - hvort þjóðirnar munu endast í gegnum heilt björgunarprógramm til loka.

En þeim fylgja mjög samdráttaraukandi aðgerðapakkar. Má velta fyrir sér, hvernig Spánn mun líta út, ef krafist er enn harkalegri niðurskurðar - en Spánn er þegar með atvinnuleysi í kringum 25% og ungmenna í kringum 50%. Harkalegra prógramm, muna þá auka verulega á það atvinnuleysi. Færa það nærri því ástandi sem rýkti í Weimar lýðveldinu rétt fyrir fall þess. Þ.e. einmitt sögulega tilvikið sem margir vara við, hættan við almennri uppreisn, að upp rísi öfgaöfl í svo djúpu kreppuástandi. Óttinn við endurtekningu sögunnar.

Eða hvort eins og sumir spá - að þær endast ekki, þær gefist upp, og hætti í evru.

Hið allra minnsta kaupir þessi aðferð - tíma!

 

Niðurstaða

Tilboð Mario Draghi um O.M.T. - sem mun verða nú standard frasi - er nú staðreynd, staðfest og samþykkt af stjórn Seðlabanka Evrópu, gegn einu atkvæði þ.e. "Bundesbank." 

Enn liggur þó ekki fyrir samþykki ríkisstjórnar Spánar fyrir björgun. Það er engin leið að vita hvenær af því getur orðið. En nú má reikna með, að miklar óformlegar samningaviðræður muni fara í gang milli ríkisstjórnar Spánar og aðildarríkja evrusvæðis, sem eiga og reka björgunarsjóð evrusvæðis. En þ.s. þau eiga hann, þá ráða þau einnig þeim skilyrðum sem krafa mun verða sett um.

Það virðist ljóst, að Mariano Rajoy sendir ekki inn umsókn nærri því strax. 

Ekki fyrr en hann er búinn að fá eins miklar tilslakanir um skilyrði, og hann telur sig geta náð fram.

Það má auðvitað vera, að ríkisstjórn hans, sé með í huga einhver "rauð strik" sem þeir vilja ná fram "take it or leave it" og Rajoy sé í reynd til í að taka Spán úr evrunni, ef hann fær ekki þau atriði að lágmarki í gegn.

Þetta getum við ekki vitað. Eitt er þó ljóst, að Draghi hefur ekki afnumið spennuna.

Fræðilega getur ECB haldið bæði Ítalíu og Spáni á floti, eins lengi og þarf. Annað er ljóst, að stolt beggja þjóða þ.e. Ítalíu og Spánar er verulegt. 

Spánn vill ekki of íþyngjandi skilyrði m.a. vegna þess, og Ítalír eru of stoltir til að óska aðstoðar fyrr en Spánn hefur það gert. 

Svo allir munu nú bíða eftir Spáni!

 

Kv.


Virðist staðfest að Mario Draghi ætli sér að leggja til kaup á ríkisbréfum Ítalíu og Spánar án takmarkana!

Þetta kemur fram í frétt Financial Times ECB holds back from bond yield cap og í frétt Daily Telegraph Draghi presents 'umlimited' bond buying plan to ECB council. Eins og fyrirsögn Telegraph segir, þá ef ofangreindar fréttir eru réttar, þá er Draghi einungis að leggja þetta fram sem tillögu á fundi bankaráðs Seðlabanka Evrópu. En ólíklegt verður að teljast að hann sé að leggja hana fram án þess að hafa vissu um það að fá sitt fram. Vísbendingar hafa verið uppi undanfarið, að tillaga Draghi njóti velvilja Angelu Merkel - sem hefur þá gleypt það að þetta verði einfaldlega að gera. Það þrátt fyrir mjög harða andstöðu Bankastjóra "Bundesbank" sem fræðilega er einungis einn af undirmönnum Draghi, en afstaða Bundesbank vigtar alltaf eða hefur alltaf vigtað ofan við meðallag þeirra sem eiga sæti í bankaráði ECB.

Telegraph hafði reyndar eftir Bloomberg, að Merkel sé ef til vill komin á ysta kannt í leit að jafnvægi, milli andstöðu yfirmanns Bundesbank og að því er virðist - samþykkis við aðgerðum Draghi:

"Bloomberg reports that she said that Mr Draghi and Mr Weidmann are both carrying out their respective mandates and she therefore sees no contradiction in supporting both central bankers."

Það er dáldið gott hjá henni :) Báðir að vinna vinnuna sína - sé sátt við þá báða. Þó þeir séu á öndverðum pólnum, þegar kemur að því hvort á að heimila Seðlbanka Evrópu nú að prenta á fullu.

  • Það er reyndar einmitt mjög áhugavert, að Draghi virðist hafa tekist að afla sér stuðnings Merkelar við þessa aðgerð!
  • Sem þíðir væntanlega, að hún mun fara í gegn á fundi bankaráðs Seðlabanka Evrópu á fimmudagsmorgun.

Þá þíðir það, að Seðlabanki Evrópu virðist virkilega ætla að hefja kaup á skuldabréfum Ítalíu og Spánar - án nokkurra takmarkana.

Þetta er sennilega lokaútspilið til að bjarga evrunni!

En það getur líka þítt eitt annað!

Að það standi til að láta Grikkland róa.

En kaup án takmarkana á bréfum Ítalíu og Spánar þíðir að Grikkland mun enga eftirgjöf fá, því aðildarríki Evrópu munu þar með telja - það óhætt að láta Grikkland gossa.

Það er sennilega rétt - - a.m.k. til skamms tíma.

Það er nefnilega málið með þessa krísu, að lausnirnar hingað til standa í takmarkaðan tíma.

Sama getur gilt um þessa, en líklega fleytir hún evrunni allavega fram á mitt næsta ár, en málið er að þó Spánn og Ítalía fái þar með að gefa út skuldabréf eins og þeim sýnist, sem verði keypt af Seðlabanka Evrópu viðstöðulaust. Þá breytir það því ekki að bæði löndin eru í versnandi kreppuástandi.

Það verður því áhugavert að sjá hvað gerist á útmánuðum nk. árs, þegar bæði löndin verða búin að vera í kreppu samfellt allt þetta ár, og ljóst verður að nk. ár hefst einnig á kreppu og samdrætti, og enn fyrirsáanlega áframhaldandi vexti atvinnuleysis.

Á sama tíma, ætti að vera farið að sjá fyrstu merki þess hvernig Grikklandi reiðir af - eftir að hafa verið sparkað úr evrunni.

 

Niðurstaða

Eins og ég hef áður nefnt, þá er þetta eina leiðin sem eftir er, ef á að halda Ítalíu og Spáni á floti. Seðlbanki Evrópu sé eini aðilinn sem hafi nægilegt bolmagn til þess.

Þetta er einfaldlega spurning um það hvort á að leitast við að halda tilrauninni um evruna lifandi áfram, í von um að það takist að finna var fyrir hana fyrir rest, eða hvort á að slá hana af sem fyrst.

Mjög margir hafa spáð henni falli vegna þess, að þjóðir S-Evr. muni yfirgefa hana þegar kreppuástandið verði of erfitt.

Það getur komið í ljós á nk. ári hvort þær spár séu réttar eða ekki.

Ef almenningur finnur hjá sér það "herkúleska" úthald að taka andsteymið í fangið, þá er það vonin að fyrir einhverja rest, takist að framkalla viðsnúning. Ég tel þó, að kreppan sé í besta falli komin í hálfleik.

 

Kv.


I.L.O. telur að evrukrísan sé að starta nýrri bylgju atvinnuleysis ungs fólks heiminn vítt!

Þetta kemur fram í frétt á vef I.L.O. (International Labor Organization), en hlekkurinn er beint á þá frétt. Fréttin vísar á skýrslu sem komin sé út, þ.s. sérfræðingar á vegum ILO telja, að vandræðin á evrusvæði séu farin að hafa klár neikvæð áhrif á hagvöxt í heiminum.

Í reynd telja þeir, að sú bylgja atvinnuleysis sem muni eiga sér stað, muni standa í nk. 5 ár.

Stofnunin fjallaði einnig um atvinnuleysi á evrusvæði sérstaklega, sjá frétt Wall Street Journal: In Europe, Signs of a Jobless Generation

Sennilega er spá stofnunarinnar um atvinnuleysi ungs fólks, áhugaverð:

Youth unemployment rates forecasts20122017
Global12.7 %12.9 %
Central and South Eastern Europe16.9 %17 %
Developed economies17.5 %15.6 %
East Asia  9.5 %10.4 %
Latin America & the Caribbean14.6 %14.7 %
Middle East26.4 %28.4 %
North Africa27.5 %26.7 %
South Asia9.6 %9.8 %
South East Asia & the Pacific 13.1 % 14.2 %
Sub-Saharan Africa12 %11.8 %

Takið eftir eftirfarandi: "Much of this decline in the jobless rate is not due to improvements in the labour market, but rather to large numbers of young people dropping out of the labour force altogether due to discouragement. These discouraged youth are not counted among the unemployed."

Þeir eru í reynd spá nær algerum hagvaxtardauða á nk. árum heiminn vítt - ekki síst vegna áhrifa evrukrísunnar, sem hafi neikvæð áhrif og skv. þeirra spá, þetta langvarandi neikvæð áhrif.

Að þeirra dómi verði sú fækkun atvinnulausra ungmenna á spátímanum, einkum vegna þeirra sem hætta að leita - missa áhugann eða fyllast vonleysi.

Þeir skora á heiminn, til að grípa til aðgerða til að stemma stigu við þeim vanda hjá ungu fólki sem þeir telja sig sjá framundan!

Því að ungt fólk geti lent í langtímavanda, eftir að hafa gengið í gegnum tíma erfiðleika á viðkvæmum tíma, og lent í vítahring - lendi í varalegu atvinnuleysi, vonleysi.

""Temporary and long-term unemployment early in a person's work life will have lasting effects on finding a job with the proper career perspectives related to that person's competences and skills. In some case, even 10 or 15 years after the person's entry in the labor market can he or she continue to suffer from such early adverse labor market conditions," said Ekkehard Ernst, Chief of the ILO Employment Trends Unit."

Hann bendir einnig á að hæfni dali hratt - og síðan haldi hún áfram að dala, fyrirtæki geti lent í því að það sé mikið atvinnuleysi, en samt skortur á hæfu fólki.

Spurning hvort fyrirtæki þurfi ekki í framtíðinni að bregðast við þessu ástandi, með því að auka áherslu á þjálfunarprógrömm - gefa aukna möguleika á einhvers konar starfsþjálfun.

En eitt af því sem sé verið að skera niður vegna kostnaðar, séu einmitt kostnaðarsöm þjálfunarprógrömm sem rekin séu af hinu opinbera - t.d. á Spáni þ.s. í sumum héröðum meðalatvinnuleysi er komið yfir 30% múrinn og atvinnuleysi ungmenna er enn verra eða um 50%.

Mikill fjöldi ungs fólks í Evrópu og víðar geti lent í því, að komast aldrei að á vinnumarkaðinum.

Maður velti fyrir sér hvað þetta fólk þá gerir út lífið? Afbrot? Einhverjir geta farið á þá braut.

 

Niðurstaða

Ungt fólk er náttúrulega einna helst í hlutverki fórnarlamba þeirrar bylgju atvinnuleysis sem virðist vera að hefjast, og að mati ILO mun standa út spátímabilið sem nær út 2017. Þeir meta ekki hvað gerist eftir það. Ég get þó séð þann vanda sem þeir eru að tala um. Að ef ungt fólt dettur út af vinnumarkaði. T.d. störfin sem þau voru í, hverfa. Ef samtímis þau eiga heima í landi, þ.s. ríkið og hið opinbera er í grimmum niðurskurði eins og á evrusvæði, þá eru líklega þau aðstoðarprógrömm við atvinnulausa sem hafa verið til staðar - slegin af. Og ekki augljóst að atvinnulíf verði fljótt að koma til skjalanna, og taka upp gamlar aðferðir sem notaðar voru á öldum áður. Að taka lærlinga.

Þá get ég mjög vel séð - að þau geti lent í vandræðum, jafnvel út lífið.

Spurning þó hvort það sé framtíðin. Hið opinbera muni í vaxandi mæli stíga til hliðar í Evrópu, sem frekar en hitt hefur verið sósíalísk paradís (ekki að nota orðið sósíalismi í neikvæðri merkingu).

 

Kv.


Mjög áhugaverð skoðanakönnun meðal almennings í lykilríkjum ESB!

Þessi könnun er birt í dag í Financial Times, sjá: Financial Times/Harris Poll - Opinions of Adults from Five European Countries. Þessi könnun er unnin af einkafyrirtækinu Harris Interactive, sem er stórt fyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð kannana. Könnunin fór fram í lykilríkjum ESB þ.e. stóru ríkjunum 5; Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu og Bretlandi.

Þessi könnun er merkileg vegna þess, að hún beinist að evrukrísunni - og Grikklandi.

Gefur vísbendingu um viðhorf almennings gagnvart þeim lykilspurningum.

"This FT/Harris Poll was conducted online by Harris Interactive among a total of 5,134 adults aged 16-64 within France (1,031), Germany (1,030), Great Britain (1,048), Spain (1,024), and adults aged 18-64 in Italy (1,001) between 14th August to 23rd August 2012."

Fjöldinn cirka 1.000 er orðinn að klassískri viðmiðunarstærð hjá skoðanakannana iðnaðinum.

Ítalir virðast vera frá Venus meðan að Þjóðverjar eru frá Mars, en þ.e. ótrúlegur munur á skoðunum íbúa þeirra landa á Grikklandi, sjá spurningarnar um Grikkland. 

 

1. Spurning: “As it currently stands, do you believe that Greece should remain a member of the eurozone?”

  • Bretland...........Já 23%/Nei 33%
  • Frakkland.........Já 39%/Nei 32%
  • Ítalía................Já 59%/Nei 21%
  • Spánn..............Já 45%/Nei 27%
  • Þýskaland.........Já 27%/Nei 54%

Þessi viðhorf verða greinilega til vandræða fyrir Angelu Merkel, vatn á myllu andstæðinga þess innan Þýskalands, að beita sér fyrir því að tryggja áframhaldandi viðverðu Grikklands innan evru.

Fram hefur komið í fréttum undanfarin 2 ár, að myndast hefur gjá milli N-Evr. og S-Evr. þegar kemur að viðhorfum er tengjast því, akkúrat skv. túlkun, hverjum er kennt um það að sum lönd eru í vanda.

 

2. Spurning:"“Some argue that other eurozone members should do more to help Greece remain in the eurozone. To what extent do you agree or disagree with this view?”" Já - þarf að gera meira. Nei - styður ekki að meir sé að gert. Samtölur yfir já vs. nei.

  • Bretland...........Já 21%/Nei 37%
  • Frakkland.........Já 25%/Nei 43%
  • Ítalía................Já 43%/Nei 27%
  • Spánn..............Já 46%/Nei 24%
  • Þýskaland.........Já 26%/Nei 27%

Í þetta sinn eru flestir Þjóðverjar "óvissir" - þeir virðast á báðum áttum hvort á að gera meira eða ekki. Síðan er klár andstaða við frekari aðgerðir, í Frakklandi. Einnig Bretlandi, þó andstaðan sé þar ekki eins mikil.

Komið hefur fram í fréttum, að vaxandi andstaða er sérstaklega í N-Evr. við það, að veita Grikkjum frekari aðstoð, og að sumu leiti beinist þetta einnig að S-Evr. sem heild. Dæmi um vaxandi rof í viðhorfum milli svæða.

En þ.e. ekki undarlegt, því aðstoð v. S-Evr. mun kosta skattgreiðendur í N-Evr. Þau viðhorf njóta áhuga að S-Evr. eigi að redda sér sjálf úr eigin efnahagsvandræðum, sem er einnig gjarnan litið á að sé S-Evr. sjálfri að kenna.

Meðan að stuðningur við frekari aðstoð er vanalega meiri í S-Evr. enda myndi hann fela í sér, að ríkin í N-Evr. myndu auka kostnað sinn við aðgerðir, sem megni til myndu fara til ríkjanna í S-Evr.

Þannig séð, eru menn yfirleitt alltaf sammála um að "eyða annarra manna peningum." 

Áhugavert þó að stuðningur við frekari aðstoð við Grikkland er ekki meira afgerandi en þetta á Ítalíu og Spáni, en ég reikna með mun meir afgerandi svörun, ef spurningin væri um aðstoð við Spán og Ítalíu.

 

3. Spurning: "“How confident are you, if at all, that…?” Greece will ever repay its bailout loans."

Samtölur yfir já vs. nei.

  • Bretland...........Já 33%/Nei 67%
  • Frakkland.........Já 36%/Nei 64%
  • Ítalía................Já 77%/Nei 23%
  • Spánn..............Já 57%/Nei 43%
  • Þýskaland.........Já 26%/Nei 74%

Þessi spurning sýnir vel þá Suður vs. Norður gjá sem virðist komin, og Ítalir í reynd í sérflokki.

Það virðist búið að sígjast til almennings í N-Evr. að mjög ólíklegt sé að Grikkir endurgreiði sínar skuldir, en afstaða sérstaklega Ítala er áhugaverð.

 

4. Spurning: "“How confident are you, if at all, that…?” Greece will reform its economy to ensure that it does not need EU financial support in the future."

  • Bretland...........Já 44%/Nei 56%
  • Frakkland.........Já 50%/Nei 50%
  • Ítalía................Já 88%/Nei 12%
  • Spánn..............Já 70%/Nei 30%
  • Þýskaland.........Já 51%/Nei 49%

Aftur er ítalskur almenningur staddur á allt öðrum pól hvað viðhorf gagnvart Grikklandi varðar, en almenningur í Þýskalandi og sérstaklega Bretlandi. 

Skoðanamunur milli landanna tveggja í N-Evr. og landanna tveggja í S-Evr. er skýr, áhugavert þó að N-Evr. er á báðum áttum frekar en að vera sterkt ósammála.

 

5. Spurning: "“How confident are you, if at all, that…?” Eurozone policy-makers will address the debt crisis in the eurozone."

  • Bretland...........Já 56%/Nei 44%
  • Frakkland.........Já 69%/Nei 31%
  • Ítalía................Já 83%/Nei 17%
  • Spánn..............Já 63%/Nei 37%
  • Þýskaland.........Já 70%/Nei 30%

Mér finnst hreint magnað hve almenningur hefur mikla tiltrú á líkindum þess, að pólitíska stéttin í Evrópusambandinu muni finna fyrir rest farsæla lausn.

Ekki síst miðað við svörin úr næstu spurningu.

 

6. Spurning: “What impact do you believe austerity measures have on solving the debt crisis in Europe, if any?”

  • Bretland...........Já 25%/Nei 29%
  • Frakkland.........Já 14%/Nei 61%
  • Ítalía................Já 17%/Nei 62%
  • Spánn..............Já 19%/Nei 64%
  • Þýskaland.........Já 20%/Nei 58%

Þetta er að sumu leiti áhugaverðasta spurningin - - hefur fólk trú á að sú leið niðurskurðar og sparnaðar, með það sem markmið að framkalla fyrir rest viðsnúning og hagvöxt á ný, sé líklegt til að virka?

Og almenningur í öllum meginlandsríkjunum er nokkurn veginn sammála. Bretland sker sig úr, en það er einnig fyrir utan evru, þar er töluvert önnur stefnublanda í gangi. 

En almenningur í evrulöndunum stóru, er sammála að aðgerðirnar séu ekki líklega til að virka.

Þetta bendir til þess að upp sé kominn gjá milli pólitísku stéttarinnar og almennings. Áhugavert að það skuli einnig eiga við Þýskaland.

 

Niðurstaða

Miðað við þessi svör, getur þýskur almenningur verið til í að aðstoða Grikkland við það að yfirgefa evruna. En aðlögun Grikklands eftir drögmuvæðingu yrði verulega mikið ljúfari, ef Grikkland myndi áfram njóta efnahagsaðstoðar. Eitthvað sem þýsk stjv. ættu ef til vill að íhuga.

Ef það væri niðurstaðan, þarf þó að tryggja að Seðlabanki Evrópu fái nægilegt svigrúm til að halda Ítalíu og Spáni á floti, með kaupum á ríkisbréfum Spánar og Ítalíu.

Ef þ.e. gert, þá myndi ekki brotthvart Grikklands þurfa að ógna frekar en núverandi Grikklandskrýsa gerir - tilvist evrunnar.

Lykilatriðið í því, er að stuðningur Seðlabankans sé nægur til að markaðurinn leggi ekki í það að spá ríkisbréfum Spánar og Portúgals verðfalli.

Það þíðir að sá stuðningur verður að vera án takmarkana - þ.e. Seðlabankinn kaupi upp allar skuldir Ítalíu og Spánar sem koma á markað, sem líklega leiðir til þess að ECB eignast á endanum megnið af skuldum Ítalíu og Spánar.

Sú útkoma síðar meir myndi einfalda málið, þegar ákveðið yrði síðar hvað gert yrði við þær skuldir.

Augljóslega þyrfti einhverskonar endurskipulagningu þess pakka fyrir rest.

------------------------------------------

Svörin úr síðustu spurningunni benda til þess að þolinmæði almennings í Evrópu gagnvart sparnaðar- og niðurskurðaraðgerðum sé á þrotum.

Margar vísbendingar um það hafa verið að koma í ljós, ekki síst að stefnir í kosningasigur mjög vinstrisinnaðs flokks í Hollandi, sem er nokkurs konar systurflokkur VG á Íslandi. Sá verði líklega stærsti flokkurinn á þingi, ef marka má kannanir. Hollendingar búnir að fá nóg.

Það óþöl almennings mun einnig skapa þrýsting á stjórmálamenn, þegar kemur að því að upphugsa aðgerðir til að koma evrunni til bjargar nú á næstu vikum.

Það á eftir að koma í ljós, hver áhrif óþols almennings á þær aðgerðir verða.

 

Kv.


Yfirmaður OECD vill að Seðlabanki Evrópu kaupi ríkisbréf Spánar og Ítalíu án nokkurra takmarkana!

Tek fram að ég er algerlega sammála Angel Gurria, ég sé ekki nokkra aðra leið eftir. Þetta sé síðasta útspilið. Það er orðið dagljóst að aðildarþjóðirnar treysta sér ekki til að ábyrgjast skuldir hvers annars, né til að búa til nægilega öflugann björgunarsjóð. Þannig, að beiting - full beiting afls Seðlabanka Evrópu. Er málið - og það má ekki útvatna tillögur Mario Draghi.

Útvötnun, þ.e. að sett sé einhvers konar takmörkun á þau kaup, myndi eyðileggja málið.

En fjárfestar myndu túlka slíkar takmarkanir, hvort sem það eru tímatakmarkanir eða takmarkanir um keypt magn - - sem vísbendingu um að um sé að ræða "takmarkaðan vilja til að koma evrunni til bjargar."

Þá myndu þeir veðja gegn bréfum Spánar og Portúgals algerlega fullvíst, láta reyna á viljann.

ECB should launch 'unlimited' bond buying, says OECD

  • Það er mikill misskilningur að ég sé óvinur evrunnar sem slíkrar eða ESB sem slíks!
  • Ég einfaldlega tel ekki að evran henti Íslandi, né að aðild sé í samræmi við sérhagsmuni Íslands.
  • Ég hef að sjálfsögðu ekkert á móti Evrópu, eða aðildarlöndum ESB.

 
Ég vil frekar en hitt, að evran bjargist, vegna þess að fall hennar mun skaða hagsmuni Íslands

Á sínum tíma þegar umræðan um evruna, þ.e. undirbúningur undir stofnun hennar var í gangi. Þá fylgdist ég með málinu. Það varð mér ljóst að evran væri áhugaverð tilraun.

Á sama tíma, er það einmitt málið - að evran er "tilraun."

Ein stærsta tilraun mannkynssögunnar, og eina leiðin til að prófa slíka tilraun, er að láta hana ganga í gegnum eldskýrn "efnahagskreppu."

Fyrri tilraunir til að búa til gjaldmiðilssamstarf, hafa ávallt hrunið þegar skall á kreppa!

Það var því alveg ástæða fyrir því að vera "skeptískur" því allar fyrri tilraunir hafa mistekist.

En evran átti einmitt að vera öðruvísi tilraun, hún öðruvísi en fyrri slíkar, átti að lifa af.

Þess vegna, voru settar reglur sbr. að ekki er unnt að yfirgefa evru skv. lögum um evruna, sem eru nú hluti af sáttmálum ESB.

Einnig, þetta var ástæða þess að svokölluð "stöðugleika viðmið"/"convergence criteria" voru sett.

Þetta gerði þessa tilraun metnaðarfyllri en allar þær hinar fyrri, sem gaf hugsanlega ástæðu fyrir því, að kannski myndi þetta vera öðruvísi í þetta sinn.

-----------------------------------

Þess vegna í gegnum árin, tók ég hvorki eindregna afstöðu með né á móti evru.

Þetta var tilraun - sem ég taldi hvorki víst að myndi heppnast, né að myndi misheppnast.

Það er ekki fyrr en í apríl 2010, sem má segja að ég verði djúpt skeptískur á evruna.

En þá hófust vandræði Grikklands, og fljótlega varð ljóst að Írland var á leið í vanda, þá þegar leit Portúgal ekki vel út heldur.

Fljótlega komu fram fjöldi hagfræðilegra greininga á vanda þeim sem var kominn, og við lestur þeirra greininga má segja að hafi runnið á mig tvær grímur.

Sjá t.d. mjög merkilega greiningu OECD frá 2010: Euro Area, December 2010

  • Greiningar sem útskýrðu bakgrunninn að vanda landanna á evrusvæði í efnahagsvanda.
  • Leiddi til þess, að mér varð ljóst - - að Ísland myndi mjög líklega hafa lent í mjög sambærilegum vanda, og þau lönd.
  • Að auki, að líkur þess að Ísland geti látið evruaðild ganga upp - séu afskaplega litlar.
  • Líkur á að ílla fari, að mínu mati "yfirgnæfandi."

Þetta skýrir hvers vegna ég er andvígur evruaðild Íslands, því það myndi enda ílla.

 

Mér er þannig séð sama um evruna, nema að ef hún fellur yrði verulega mikið efnahagstjón, sem skýrir af hverju ég kýs frekar að hún hafi það af

Eins og ég sagði fyrst, er ekki um annað að ræða - en að prenta peninga.

Spánn er reyndar hið fullkomna dæmi um af hverju evran gekk ekki upp?

  • Landið stóðst öll stöðugleika viðmið á sl. áratug.
  • Það braut þau ekki, eins og Þýskaland gerði, eða eins og Frakkland gerði.
  • Ríkisskuldir v. upphaf kreppu voru rúml. 50% þ.e. neðan v. 60%.
  • Ríkissjóður var rekinn með afgangi flest árin á sl. áratug.
  • Lánstraust ríkissjóðs Spánar var orðið mjög gott.
  1. Spánn er ekki í vanda vegna óráðsýgju.
  2. Spánn er ekki heldur í vanda, vegna þess að reglur voru brotnar.
  3. Spánn er í vanda, sem var gersamlega búinn til af einkahagkerfinu á Spáni, sá vandi kom ríkinu ekkert við með beinum hætti, nema að ríkið hefði kannski átt að beita sér gegn þeirri bóluþróun sem var í gangi innan spænska einkahagkerfisins. Sem það gerði ekki.

Spánn fór sem sagt 100% eftir reglunum.

Er samt í alvarlegum vanda, sem getur hrakið Spán út úr evrunni.

Málið er að stöðugleikaviðmiðin sjálf, voru blind á upphleðslu vanda af því tagi, sem fyrir rest kom Spáni á kaldann klakann.

Það sem er verst, er að þau viðmið sem nú er lagt fram með, svokallaður "stöðugleika sáttmáli," er einnig blindur á það sem kom Spáni í vanda.

Vandinn var upphleðsla á viðskiptaójanfvægi, þ.e. gríðarlegur uppsafnaður viðskiptahalli sumra landa innan svæðisins, við sum önnur löndin innan þess.

  • Lönd með halla safna skuldum.
  • Lönd með hagnað, safna peningum - sem þau endurlána í gegnum eigin banka.
  • Þannig í reynd streymdi fé frá löndum A til landa B á sl. áratug, og nú vilja lönd B að lönd A greiði sínar skuldir. Sem þíðir að fjármagnsstreymið heldur áfram. Nema lönd B finni sér nýja útflutningsmarkaði, önnur svæði sem þau geta haf viðskiptahagnað við svo þau geti greitt löndum A til baka.
  • Lönd með halla komast ávallt í vanda fyrir rest, kreppan veislunni lýkur er þau komast í kreppu, og slíkar kreppu leiða sögulega séð ávallt til mikillar skerðingar hjá akkúrat þeim löndum, þetta eru þær kreppur sem vanalega binda enda á gjaldmiðilssamstarf, eða tengingar ríkja við gjaldmiðla annarra - - þ.e. aðlögunarkreppur.
  • Um þetta sníst innri aðlögun ríkja B, um það að búa til nægilegan viðskipta-afgang með lífskjaraskerðingum í formi launalækkana, svo þau geti endurgreitt lánin sem þau tóku fyrir neyslu á sl. áratug.
  • Líklega þarf sá viðskipta-afgangur að vera við lönd annars staðar - - nema lönd B með einhverjum hætti, takist að verða samkeppnishæfari en lönd A. En það virðist afskaplega ólíkleg útkoma.

 

Mun löndum S-Evr. takast að aðlaga sig innan evrunnar?

Um þetta sníst spennan. Eitt er ljóst að slík aðlögun kostar mikið. Og einhver verður að vera með opna buddu. Annars endar þetta með skelfingu.

Sá einhver verður líklega eins og var í tilviki Japans að vera ríkissjóður, sem þá rekur sig með halla meðan að þjóðfélagið er að aðlaga sig.

Með því að reka sig með halla, viðheldur þá ríkissjóður veltu innan hagkerfisins - minnkar þann efnahagssamdrátt sem annars verður.

Afleiðing er óhjákvæmilega uppsöfnun skulda ríkissjóðs, Japan er skuldugasta ríki í heimi eftir að hafa sjálft lent í mjög sambærilegri kreppu.

Á meðan, verður einhver að veita viðkomandi ríkissjóð aðgang að ódýru lánsfé, innan evru er bara Seðlabanka Evrópu til að dreifa.

Þannig verður það einfaldlega að vera - - en til þess að það gangi upp, má ekki krefja ríkissjóði Spánar og Ítalíu, um að þeir samtímis lækki skuldir.

Skuldir beggja ríkissjóða verða að fá að hækka líklega um tugi prósenta miðað við þjóðarframleiðslu, þannig taka þeir ríkissjóðir á sig kostnaðinn meðan hagkerfið aðlagar sig.

  • Annars veldur aðlögunin of miklum kreppudal - og líklega munu þjóðirnar báðar gefast upp, og taka löndin tvö út úr evrunni.
  • Og við það, myndi evran líklega býða fjörbrot.
  • Síðar meir, má skoða þau skuldamál - einhverjum árum seinna þegar efnahagsvandinn er afstaðinn, þá er rétti tíminn til að skoða þau mál.

Hvað verður mun koma í ljós á nk. vikum.

Mario Dragi mun kynna nk. fimmtudag, nánar hvernig áætlun hans lýtur út.

 

Niðurstaða

Það nálgast óðfluga að spennusagan um evruna komist að niðurstöðu. Ég hef ekki verið einn af þeim sem spáði henni vondum endi frá upphafi. Heldur hélt ég mig á hliðarlínunni til cirka apr. 2010.

 

Kv.


Eitraðar sparperur - væri ekki betra að sleppa þessu?

Það kom fram í vikunni sem er liðin að á næstunni verða gamaldags glóðarperur "bannaðar" og einungis heimilað að nota svokallaðar "sparperur" sem innihalda "kvikasilfur." Það er einmitt vandi, því kvikasilfur er mjög eitrað - ekki einungis að það sé hættulegt heilsu fólks, heldur getur það eitrað grunnvatn. Því má ekki farga slíkum perum með venjulegum aðferðum. Og - - þ.s. er mjög mikilvægt ÞAÐ MÁ ALLS EKKI BEITA RYKSUGUNNI Á BROTIN, EF ÞAÐ ER SPARPERA SEM DATT OG BROTNAÐI, ÞVÍ ÞÁ DREIFIRÐU EITRINU Í LOFTIÐ Í ALLRI ÍBÚÐINNI.

Hér má sjá ágæta lýsingu á sparperum: Compact fluorescent lamp

Leiðbeiningar um hreinsun frá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum: Cleaning Up a Broken CFL

  • Það á að opna strax alla glugga í herberginu.
  • Bannað að ryksuga brotin upp, því þá dreifirðu eitrinu enn meir í loftið.
  • Þú slekkur á lofthreinsibúnaði ef slíkur er til staðar, sví sá dreifir eitrinu víðar.
  • Þú átt að hreinsa brotin upp með rökum klút, eða kústi og sóp.
  • Brotin á síðan að setja í lokaðann poka eða krukku með loki - því eitrið heldur áfram að seytla frá brotunum.

Maine Compact Fluorescent Lamp Breakage Study Report

  1. Mercury concentration in the study room air often exceeds the Maine Ambient Air Guideline (MAAG) of 300 nanograms per cubic meter (ng/m3) for some period of time, with short excursions over 25,000 ng/m3, sometimes over 50,000 ng/m3, and possibly over 100,000 ng/m3 from the breakage of a single compact fluorescent lamp.
  2. A short period of venting can, in most cases, significantly reduce the mercury air concentrations after breakage.
  3. Concentrations can sometimes rebound when rooms are no longer vented, particularly with certain types of lamps and during/after vacuuming.
  4. Mercury readings at the one foot height tend to be greater than at the five foot height in non vacuumed situations.
  5. Flooring surfaces, once visibly clean, can emit mercury immediately at the source that can be greater than 50,000 ng/m3.
  6. Flooring surfaces that still contain mercury sources emit more mercury when agitated than when not agitated.
  7. This mercury source in the carpeting has particular significance for children rolling around on a floor, babies crawling, or non mobile infants placed on the floor.

Mercury leaks found as new bulbs break

"...created localized concentrations as high as 0.025 mg/m3 in air close to the carpet, even weeks after the initial breakage."

Takið eftir, að þó herbergið sé hreinsað vel og vandlega, er enn til staðar kvikasilfur eitrun í minnkuðum mæli, en eitrun er meiri skammt fyrir ofan gólf - en ofar.

Skv. því er hættan mest fyrir smábörn sem skríða á gólfi, og sleikja gjarnan leikföng sem þau þess á milli láta liggja á gólfinu.

Stóra málið - láta ekki fjandans perurnar brotna!

Þetta er þó klárt - að með því að skipta út gömlu perunum fyrir hinar nýju orkusparandi, er verið að auka á heilsufarsógnanir á heimilum, sérstaklega fyrir smábörn!

Emissions from compact fluorescent lights

"The Agency's view is that open (single envelope) CFLs shown in Fig. 1 should not be used where people are in close proximity - closer than 30 cm or 1 ft - to the bare light bulb for over 1 hour a day."

Þetta er áhugaverður viðbótarpunktur - en þetta beinist að vinnuljósum sem fólk hefur t.d. á borðinu sínu, og hefur því afskaplega nærri sér, eða rétt yfir sér sem lýsir beint á vinnusvæði - er mjög nærri starfsmanni.

Ef ljósperurnar eru þannig, að þetta eru óvarðar pípur t.d. í vafning, en ekki með glerhjúp utan um allt dæmið, þá gefi þær frá sér útfjólublátt ljós.

Þetta sé þó ekki varasamt, nema ef ljósið er cirka innan við 30cm. frá viðkomandi, að ljósið er notað klukkustundum skiptir daglega.

Það á einmitt oft við um vinnuljós að þau eru gjarnan afskaplega nærri, og margir vinna við þau klukkustundum saman á degi hverjum.

Það þarf sem sagt að kaupa þessa týpu:

Image of typical designs of encapsulated (double envelope) compact fluorescent light bulb

Í stað þessarar hérna:

Image of typical designs of open (single envelope) fluorescent light bulbs  

Í öllum tilvikum er þó sama hættan af kvikasilfurseitrun.

Nema að magnið af kvikasilfri er breytilegt eftir stærð og umfangi peranna, meir auðvitað í löngum ljóspípum en litlum sem eiga að komast í venjuleg skrúfuð ljósastæði.

Ljóspípur eru þó oft bakvið hlífðarhjúp en þó ekki alltaf.

 

Niðurstaða

Málið með þetta er að jafnvel þó eitrunarhættan sé ef til vill ekki alvarlegri en mörg önnur eitrun sem við höfum í nær umhverfinu, þá er þetta viðbót - og þ.s. meira er, óþörf viðbót.

En hérlendis þarf ekki að spara rafmagn, eins og þarf að gera í Evrópu og Bandaríkjunum.

Á kolasvæðum þ.s. rafmagn er framleitt í kolaorkuverum minnka sparperur líklega kvikasilfurs mengun í lofti almennt, því það fylgir kvikasilfursmengun kolaorkuverum.

En á svæði þ.s. orka er framleidd með vatnsafli megni til, þá er þetta augljós "hrein viðbót" við mengunarhættu.

Að auki - algerlega óþörf heilsufarshætta.

Nýting sparpera hér - sparar ekki gramm af CO2.

Fyrir okkur er tvímælalaust skynsamara - að nota áfram gömlu perurnar, spara þannig mikinn kostnað við sérstaka förgun hinna nýju pera og að auki að spara þá viðbótar mengunar- og heilsufarshættu sem sparperunum fylgir.

Að eigi að síður þvinga upp á okkur þessar erlendu reglur - það er einfaldlega "tegund af fanatík."

En við þurfum ekki að taka upp þessa reglugerð, þó svo hún sé hluti af EES dæminu, en þ.e. afskaplega ólíklegt að þó við heykjumst við að framfylgja henni að við værum beitt gagnaðgerðum eða mótaðgerðum.

Sparperur eru líklega skynsamur kostur á kolasvæðum, t.d. Bretlandi og Þýskalandi, og í Bandaríkjunum þ.s. einnig er víða knúið með kolum eða olíu.

-------------------------------

Svo hefur komið fram að þeir sem framleiða- eða vinna beint við förgun eru í sérstakri hættu. Þarf að viðhafa allar varúðarráðstafanir í tengslum við förgun eiturefna. Ef þess er ekki gætt hefur komið í ljós t.d. í Kína, að starfsmenn hafa orðið fyrir heilsufarsbresti í fyrirtækjum sem starfa við framleiðslu eða förgun slíkra pera. 

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 29
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 269
  • Frá upphafi: 847351

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 265
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband