Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
19.9.2012 | 22:36
Hvers vegna er svo gaman að búa til skopmyndir af Múhameð?
Ég velti þessu fyrir mér í kjölfar þess að mótmæla-alda fer nú fram um heim múslíma í N-Afríku, og Miðausturlöndum. Sendiherra Bandaríkjanna í Lýbíu lét lífið. Sendiráðum Bandaríkjanna í nokkrum löndum var lokað tímabundið. Meira að segja sendiráð Þýskalands í Súdan, var brennt - ekki alveg til grunna, en skemmdist umtalsvert. Þá er komið upp ferskt mál!
Ástæða, atburða undanfarinna daga, er útgáfa myndbands þ.s. farið var niðrandi orðum um Íslam og Múhameð.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem múslimar espast upp vegna skopteikninga eða myndbanda, en sennilega er alda óeyrða undanfarið sú versta hingað til.
Þessir atburðir hafa nú gerst nægilega oft, til þess að það er fyrirfram vitað - hvernig múslímar munu bregðast við.
Og akkúrat á þessum tímapunkti, sem allt er enn á suðupunkti yfir því sem gerðist um daginn, ákveður franskt tímarit að koma fram með röð skopteikninga af Múhameð: France to Shut Embassies Over Muhammad Cartoons
Franska utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að loka tímabundið sendiráðum í N-Afríku, Afríku og Miðausturlöndum, eða í samtals 20 löndum.
Já - ég veit að tjáningarfrelsi er mikilvægt?
Spurningin er - er það í reynd mikilvægur þáttur í því, að mega gera grín að Múhameð? Þegar allir vita, að skv. Íslam er bannað með öllu, að útbúa myndir af Múhameð, alveg sama af hvaða tagi. Þó það bann eigi strangt til ekki við um þá sem ekki eru múslimar, er vitað að þeir bregðast ávallt reiðir við, þegar verið er níða þeirra trú.
Þ.e. vitað fyrirfram hvernig viðbrögðin verða?
Þ.e. vestrænt fólk þarf að hlaupa í felur í þeim löndum, sendiráð eru lögð í hættu o.s.frv.
Ég veit - það er sagt sem mótbára, að múslímar skuli virða vestrænt tjáningarfrelsi, en þú kennir ekki lítt menntuðu fólki í fátækum löndum slíka hluti með þessum hætti, þ.e. að espa það upp.
Er þetta ekki einfaldlega - barnaleg skemmtun fólks, sem ætti að hafa vit á að sýna tilfinningum annarra, tillitsemi?
Eða með öðrum orðum, skortur á samfélagsþroska þeirra sem semja slík myndbönd, eða slíkt spaug?
Er þetta þá ekki einfaldlega atferli, sem ætti allra vinsamlegast að biðja það góða fólk, sem svo gaman hefur af því að erta múslima, að hætta því - þ.s. þeir séu að setja fólk í hættu.
Án þess að séð verði, að nokkur gagnlegur tilgangur sé til staðar.
Niðurstaða
Gildir ekki um þetta að hafa nærgætni í návist sálar? Að við eigum að sýna, að við séum þroskaðri?
Mér sýnist nefnilega, að mótívið að gera þetta grín - sé einfaldlega að þeim finnst það findið, hve múslímar espast upp. Með öðrum orðum, það sé skortur á samfélagsþroska - að baki.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þessi deila virðist hafa gosið upp öllum að óvörum. En ákvörðun ríkisstjórnar Japans þann 10. ágúst sl. að kaupa eyjarnar og skerin sem Japan kallar Senkaku í S-Kínahafi, virðist hafa verið ætlað að forða árekstri við einmitt kínv. stjórnvöld. Eins undarlega og það hljómar.
En undanfari þeirra kaupa, er áætlanir sem borgarstjóri Tokyo hefur verið uppi með um kaup á eyjunum - var hann búinn að vera með fjársöfnun í gangi meðal íbúa Tokyo. Ástæður hans virðast vera þjóðernis sinnaðar.
Hann hafði uppi áætlanir um uppbyggingu á þessum eyjum og skerjum, hafandi í huga að kínversk stjv. hafa deilt við japönsk um eyjarnar síðan á 8. áratugnum, er Bandaríkin afhentu þær til Japans - eftir að hafa haft þær í sinni vörslu frá Seinni Styrrjöld; þá virðist sem að japönsk stjv. hafi á síðustu stundu, talið að betra væri að þau gengu inn í kaupin.
Þau hafa að sögn engar áætlanir um nokkra uppbyggingu þar - þó formlega hafi Japan efnahagslögsögu kringum þær hefur Japan víst ekki amast við fiskveiðum íbúa frá strönd Kína.
Það virðist þó ljóst að Japan líklega mun ekki gefa þær eftir!
Annað er ljóst, að þetta fléttast inn í deilur um S-Kínahaf, sem stjv. Kína vilja helst slá eign sinni á - nær gervallt. En þar deilir hún við flr. þjóðir, eins og Filippseyjar og Víetnam.
Það sem liggur undir, er sterkur grunur margra, að olía sé undir hafsbotninum, sem enginn veit í reynd með nokkurri vissu.
Skv. Wikipedia er stærsta smáeyjan einungis 4.32 km2.
Til samanburðar er Heimaey 13.4 km².
Það má vera að kjarnorkuslysið í Japan fyrir rúmu ári, dragi úr líkum þess að Japan gefi eftir í þessari deilu!
En í kjölfar þess var flestum kjarnorkuverum í Japan lokað, þ.s. nærri helmingur orku þar var fyrir slys framleiddur með kjarnorku. Leiddi þetta til mjög mikillar aukningar á innflutningi á olíu.
Í kjölfarið má vera, að stjv. Japans séu farin að pæla meir í þeim hugsanlegu orkuauðlyndum sem má vera að séu til staðar á því svæði innan S-Kína hafs, sem Japan hefur efnahagslögsögu.
Ég á þó ekki von á að þetta leiði til alvarlegri átaka, en skv. nýjustu fréttum eru kínv. stjv. þegar farin, að leitast við að kæla niður umrótið heima fyrir. En fj. japanskra verksmiðja hefur lokað í öryggiskini undanfarna daga, sem starfa í kínv. borgum.
Ég sé ekki að stjv. Kína séu líkleg til að hafa áhuga að færa deiluna upp á næsta hættustig, sem væri t.d. að sigla flota inna á svæðið í kringum eyjarnar. Sem líklega myndi neyða japönsk stjv. til að gera slíkt hið sama.
Hvorugt landið hefur áhuga á styrrjöld.
En hugsanlega er þessi atburðarás - einhverskonar ruddaleg vakning fyrir stjv. Japans.
Spurning hvort það leiðir til þess, að Japan fari að verja meira fjármagni til hermála.
Niðurstaða
Þessi deila sýnir kannski, að samkeppnin um auðlyndir á Jörðinni fer vaxandi. En uppgangur Kina og Indlands, er að auka mjög á eftirspurn eftir hráefnaauðlindum á Jörðinni. Margir segja í dag, að við séum þegar á svokölluðu "Peak Oil."
Ofsafengin viðbrögð Kína, má vera að séu í samhengi einnig, við deilur sem vaxandi hafa farið undanfarin ár, um það hver á réttindi til lögsögu á svæðum í gervöllu S-Kínahafi.
En kínv. stjv. hafa verið með tilraunir til að slá nánast eign sinni á það allt, jafnvel á svæðum sem eru miklu mun nær ströndum Víetnam og Fillipseyja, en strönd Kína.
Spenna hefur því farið vaxandi á þessu hafsvæði, og löndin tvö hafa verið að bregðast við uppbyggingu kínv. flota, með því að efla sinn eigin: South China Sea claims. Takið eftir kröfu Kína - rauða línan.
Spurning hvort að þessi snögga deila, hrystir með sama hætti undir Japan.
Kv.
18.9.2012 | 00:05
Ég er á því að "Full Reserve Banking" sé virkilega slæm hugmynd!
Þetta er hugmynd sem dúkkar upp við og við þegar það eiga sér stað stórar fjármálakreppur. Ein af þeim hugmyndum sem virðast við snögga sýn "hafa rök með sér" en þegar betur er gáð, er hún í reynd óskaplega gölluð. Einn kom með þennan hlekk til mín í athugasemd: http://betrapeningakerfi.is/
Þarna eru menn að einblína á "stöðugleika" markmiðið og einnig að losna við "verðbólgu."
En alveg eins og t.d. við upptöku evru fylgja margir slæmir gallar, þá fylgja þessari hugmynd nokkur fjöldi, yfirmáta alvarlegra galla.
Það er einmitt málið sem þarf ávallt að meta þegar menn koma með hugmyndir - - er, hvaða galla fá menn í staðinn? Þetta er alltaf lykilspurningin!
Að auki er eitt sem gleymist - - sem er að óstöðugleiki "fractional reserve banking" kerfis, hefur margvíslegar gagnlegar afleiðingar.
En þ.e. þumalfingursregla - - að ef þú sérð bara galla við fyrirkomulag sem lengi hefur tíðkast, ertu sennilega ekki að sjá það réttum augum.
Ekkert fyrirkomulag hefði getað enst svo lengi, ef það væri svo herfilega án kosta - eins og fylgismenn "Full Reserve Banking" vilja meina.
Hvaða kosti hefur "Fractional Reserve Banking"?
Sannarlega veldur þetta fyrirkomulag verðbólgu sem ávallt er fylgisfiskur þessa kerfis, sem og óstöðugleika, þ.e. kreppur.
En þess á milli, málið með óstöðugleika er að hann er ekki einungis slæmur - óstöðugleiki hefur einnig margvíslega kosti.
Sem dyljast mönnum gjarnan - þegar neikvæðu hliðarnar dynja yfir.
Til þess að átta sig á kostum þess að hafa kerfi sem í eðli sínu er óstöðugt, verða menn að fara aftur til þess tíma, áður en "fractional reserve" aðferðin var fundin upp.
En þá var einungis unnt eins og menn vilja meina að eigi að vera - að fá lánað fé hjá þeim sem eiga fé, ég bendi á að tryggingafélagið Loyds var lengi rekið með þeim hætti, að þegar seld var trygging var alltaf einhver einstaklingur eða hópur einstaklinga, með fulla bakábyrgð. Þeirra peningar og eignir voru 100% undir. Svo ef það var tap, tapaði ekki Loyds "per se" heldur þeir sem höfðu lagt fram eignir til Loyds, og fengið í staðinn greiddan arð. En þegar tapið skall á þeim, gátu ríkir menn verið öreigar eftir.
Svona vilja áhugamenn um "Full Reserve Banking" að öll fjármálastarfsemi fari fram.
Það þíðir auðvitað, að þ.s. alltaf er einhver persónulega 100% ábyrgur, hans eða hennar peningar hafa verið lánaðir, þá tapa þeir öllu því fé sem þeir lögðu til þegar það lán eða sú trygging sem þeirra ábyrgð var notið á móti tapast.
Augljóslega, er það mun heppilegra fyrir eigendur, að dreifa áhættunni - þannig að þeir hafa lagt fram fé - stofnað banka, að þeir deila áhættunni - þannig að það er aldrei einn sem er tekinn 100% fyrir, heldur missa þeir einungis sitt ef allt fé bankans tapast.
Annars yrði gríðarlega erfitt að fá lán! Ath. Þegar allt fé einhvers væri undir, væri einungis lánað til einhvers sem væri með mjög löng og góð viðskiptasamskipti við bankann - eða hefði langa viðskiptasögu sem væri auðsannanleg.
- Sem þá skapar mjög mikla hindrun - fyrir sérhvern þann, sem vill hefja viðskipti.
- Er ferskur með nýjar hugmyndir!
Hlutafélagaformið í bankastarfsemi hefur verið ríkjandi nú síðan á 18. öld þ.e. dreifð áhætta - hver tekur á sig tap í hlutfalli við sitt eigið-fjár-framlag, og "Fractional Reserve Banking" einnig síðan þá.
En ef banki sem er hlutafélag, lánar meira fé en hann í reynd á - þ.e. á ekki fé fyrir öllu útistandandi fé sem hefur verið lánað út.
Þá um leið, getur sá haft miklu mun flr. lán útistandandi - en ef hann þyrfti að eiga fé fyrir öllu útlánuðu.
Sem þíðir að bankinn hefur meiri tekjur at útlánum! Og skilar meiri hagnaði.
Það þíðir um leið, að bankinn hefur efni á útlánatöpum að einhverju hlutfalli - því hagnaður leyfir það að einhverju marki, þannig að hann sé samt ekki í neinni verulegri hættu á að komast í vandræði.
-------------------------------------
Stóri kosturinn er einmitt sá - að mun flr. hafa aðgang að lánfé!
Sem þíðir, að aðili sem vill hefja viðskipti og hefur áhugaverða hugmynd, á mun meiri möguleika á fyrirgreiðslu í núverandi kerfi, en í því kerfi sem hugmyndasmiðir um "Full Reserve Banking" leggja til.
Það er kostur vegna þess, að þá komast mun fleiri hugmyndir á koppinn - en annars myndu.
Sem þíðir - hagvöxtur getur verið meiri, en ekki bara meiri, heldur miklu - miklu meiri.
En að auki - er það gríðarlegur drifkraftur fyrir tækninýjungar, að aðilar með góðar hugmyndir eigi greiðari leið að fjármagni.
Ég bendi á, að tímabilið frá fyrri hl. 18. aldar, hefur séð mestu umbyltingu sem átt hefur sér stað á högum almennings, á högum allra - á sviði tækniþekkingar o.s.frv.
Málið - er að það er eins og að setja "túrbó" á hagkerfið, að hafa "Fractional Reserve" kerfi.
Frá og með 18. öld, verður mjög róttæk breyting - þ.e. hraðinn á tilkomu tækninýunga eykst stórfellt.
Á sama tíma, hófst uppbygging hagkerfa mannsins á hraða, sem er í háu margfeldi miðað við það ástand sem rýkti fyrir þann tíma.
Þetta sýnir þann kraft sem þú leysir úr læðingi - - ef hagkerfið hefur alltaf nóg af fjármagni í umferð.
Ég hef heyrt mótbárur, að Evrópumenn hafi verið að græða svo mikið á nýlendum á þeim tíma, en nýlenduveldi Spánverja hófst á 16. öld - tveim öldum fyrr. Ekki hófst iðnbyltingin þar.
Hún hófst í Bretlandi, sem er það land sem tók við uppfinningu nútímabanka af Hollandi, og nýtti síðan þá aðferð - að dæla stöðugt peningum í uppbyggingu síns veldis. Til þess, að auka hraðann á útþenslu Bretaveldis.
Meðan Bretar sátu einir að þessari aðferð ásamt Hollandi, þá virtist á 18. öld ekkert geta sigrað þá, þ.e. þeir gátu smíðað stærri herflota en nokkurt annað Evrópuveldi, svo þeir náðu stjórn á heimsversluninni.
Þeir héldu uppi fjölmennum og vel búnum herjum, sem sigruðu í öllum stríðum sem Frakkar háðu við þá á 18. öld, en Franska ríkið tók ekki upp aðferðir Breta fyrr en eftir byltingu.
Þá auðvitað, fóru Frakkar mikinn - og saman lögðu þeir og Bretar undir sig ótrúlegt hlutfall af heiminum. Málið er þessi ógnarhraði á útþenslunni sem varð mögulegur.
Með því að það var nægt lánfé alltaf til staðar, var unnt að þenja út veldið miklu mun hraðar en annars hefði verið mögulegt, síðan greiddu þeir lánin með þeim auðlindum sem þeir náðu undir sig.
Þó aðfarirnar hafi ekki endilega verið fallegar - þá sáu aðrir hve öflugir þeir voru, og ekkert land sem vildi nútímavæðast gerði það án þess að taka upp nútímabankakerfi.
Hvað með kreppurnar?
Í "Fractional Reserve" er alltaf töluvert af því sem ég kalla "lofti." Þ.e. ávallt er meira fé í umferð, en nemur í reynd heildarumfangi hagkerfisins - þegar tekið er tillit til allra fjárhagslegra skuldbindinga.
Veikleikinn er að þegar of mikið er tekið af slæmum ákvörðunum um lánveitingar, sem gerist alltaf öðru hvoru.
Þá er of hátt hlutfall af lánum að fara í hluti sem ekki í reynd er gagn af, þá kemur að því að kreppa skellur á.
Fjármagn tapast - - ég vil meina að þau töp sem eiga sér stað, séu ekki raunveruleg töp.
Heldur minnkar magnið af lofti í kerfinu, það leiðréttir sig.
Það áhugaverða við kreppurnar er, að þær hafa einnig nokkra kosti - þó það geti virst mörgum erfitt að sjá þegar ein slík er í gangi.
- Schumpeter kallaði þetta "creative destruction" þ.e. að í kreppum, fari þeir á hausinn sem tóku rangar fjárfestingaákvarðanir.
- Eftir kreppu, séu þá eftir þeir sem tóku skynsamari fjárfestingarákvarðanir - þeir lifa af, þeirra starfsemi blómstrar í uppganginum sem þá hefst fljótlega.
- Scumpeter vildi meina, að þessar reglulegu kreppur auki skilvirkni hagkerfisins.
- Þær ryðji á brott því óhagkvæma - skilji eftir það hagkvæma.
- Eftir standi hagkerfið - betra.
Þetta er eðlilega umdeilt, en hitt er ekki - að snöggu dýfurnar sem eiga sér stað, að þeim fylgir síðan hraður uppgangur á ný.
Hvað sem segja má um meinta galla, þá hefur hingað til það nær ávallt staðist, þá er ég að tala um tímabilið síðan um miða 19. öld í Evrópu, eftir að iðnbyltingin fer þar af stað fyrir alvöru, að næsta hagsveifla á eftir endar ávallt hærra en sú á undan.
Á sama tíma, hefur átt sér stað mesta bæting almennrar velmegunar í gervallri heimssögunni.
Þrátt fyrir þennan óstöðugleika - verðólguna sem skellur á við og við.
Málið er að stöðugleiki er stórfellt ofmetið hugtak!
Stöðugleiki er í reynd mjög varasamt fyrirbæri. Ég mynni á það, að þegar við skoðum söguna. Þá er ég að tala um sl. 5000 ár eða svo. Þá enda öll stórveldi á því að "staðna." Síðan rotna þau að innan. Síðan hrynja þau fyrir rest. Sá uppgangur sem átt hefur sér stað sl. 3 aldir, er algert einsdæmi.
Annað með stöðugleika, er að sá er vinur hefða - vinur hefðbundinna elíta.
Eitt af því sem sú stöðuga umbylting með hröðum vexti og kreppum á víxl hefur orsakað, er að sá mikli óstöðugleiki hefur grafið undan öllum þeim hefðbundnu samfélögum sem áður voru til.
En það fylgir eðli kreppanna, að þær eyðileggja.
Sá eyðileggingarmáttur - er mjög öflugur hvati fyrir breytingar.
Hann eyðir upp því sem fyrir er, umbyltir því, og gefur færi á að nýtt verði til.
Aftur "creative destruction" hugtakið. En ég er á því að Scumpeter hafi haft 100% rétt fyrir sér.
Hefðbundnu elíturnar ráða yfirleitt ekki við það umrót sem á sér stað, kaosið sem er innbyggt í kerfið - það kaos veldur því, að eldri hugmyndum er sópað til hliðar af nýjum, sem fá tækifæri eftir hrunið.
Þannig hefur þetta átt sér stað í hverju einasta landi, sem hefur tekið upp "nútíma hagkerfi."
Eins og ég sagði áðan - - óstöðugleikinn hefur margvíslega kosti.
-----------------------------------
Þessi stöðuga endurnýjun er held ég lykilatriði.
Hún verði að eiga sér stað - svo því sem alltaf gerðist áður þ.e. stöðnun sbr. "fossilization" verði ekki ofan á, svo það myndist ekki aftur samfélag ríkjandi hugmynda sem kæfir með of mörgum bönnum.
Hin stöðuga endurnýgjun, sé forsenda þess - að mannkyn geti sloppið við þær útkomur sem öll gömul samfélög lentu í, fyrir rest.
Niðurstaða
Ég held að "Full Reserve Banking" myndi endurvekja gamla drauginn sem mannkyn virðist nú a.m.k. um hríð hafa hrist af sér, þ.e. "stöðnun." En við það að minnka svo stórfellt aðgang að fjármagni. Þá um leið, minnkar mögulegur hagvöxtur ekki einungis umtalsvert, heldur mjög - mjög mikið. Að auki, eru þeir sem telja stöðugleika svo mikilvægt markmið, að gleyma sögunni. Þeirri staðreynd að öll gömlu samfélögin liðu undir lok, vegna þess að þau gátu ekki forðast "stöðnun" og síðan "fossilization" þ.e. innri hrörnun.
Hinar reglulegu kreppur, með því að skapa nægilegan óstöðugleika - tryggja tel ég að hættan sem öll hin gömlu samfélög fortíðar lentu í, sé líklega ekki til staðar.
Það sé einmitt eyðileggingarmáttur kreppa, sem viðhaldi þeim nauðsynlega ferskleika sem þarf til, svo sennilega elstu og verstu hættu mannlegra samfélaga - sé haldið frá.
Þ.e. hættunni á stöðnun.
-----------------------------
En er allt þá í lagi í dag? Ég legg til miklu mun vægari breytingar. Ég tel að rétt væri að bakka aftur fyrir "Seinni Styrrjöld" þ.e. afnema "innistæðutryggingar." Ég er á því að heldur mikið loft sé innan kerfisins, eins og þ.e. uppbyggt á seinni árum, en innistæðutryggingar með því að lækka áhættu banka, gera þeim kleyft að auka útlán enn meir en var mögulegt fyrir "Seinna Stríð." Er þá ekki enn betra að hafa enn meira af peningum? Ekki endilega, en með þessari lykilbreytingu, þá gátu bankar stækkað margfalt að umfangi. Því með minni áhættu, gátu þeir boðið lán á lægri vöxtum. Sem margfaldaði eftirspurn eftir lánsfé. Gömlu spekingarnir töluðu um að hafa ekki meira umfang peningakerfis enn 1,5-1,8 þjóðarframleiðslur. Í dag er sennilega heildarumfang peningakerfis evrusvæðis nær 5 þjóðarframleiðslum. Það er hægt að hafa "of mikið túrbó." En þetta magnar upp á enn hærra stig, óstöðugleika áhættuna - - og að sjálfsögðu stækkar hrunið er það loks verður. Kerfið fyrir stríð, var nægilega þanið - segi ég. Og óheppilegt hafi verið að þenja það meir út.
Ef innistæðutryggingar eru teknar af, þá um leið myndu innistæðueigendur krefjast hærri vaxta því áhætta þeirra hefðu aukist, sem myndi þíða að þá yrðu bankar að hækka vextina á útlánum, sem myndi minnka eftirspurn eftir lánum, sem myndi minnka umfang banka. Það umfang sem þeir höfðu var þá ekki það risastórt, að heilu samfélögin yrðu gjaldþrota v. þrots eins banka.
Þá var gjaldþrot eins banka ekki alvarlegra, en t.d. gjaldþrot verksmiðju, eða hvers annars fyrirtækis.
Að fara þangað til baka, tel ég heppilegt. Það dregur e-h úr mögulegum hagvexti, en miklu mun minna þó en ef "fractional reserve banking" væri lagt af alfarið.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.9.2012 | 05:45
Deilan um krónu eða evru!
Þegar ég skrifa þetta hef ég ekkert tækifæri haft til að lesa skýrslu Seðlabanka. En ég á von á því, að þar sé mælt með upptöku evru. Miðað við hverjir vinna hana, og að megnið af púðrinu virðist vera beint að hugsanlegri upptöku evru. Þá er best að tæpa á nokkrum atriðum. En eins einn orðaði það um helgina - Gylfi nokkur Soega, þá er að hans sögn ekkert mikilvægara sem þjóðin stendur frammi fyrir en gjaldeyrisvandinn.
Það er afskaplega stórt fullyrðing. En hvað með það.
- Evran er ekki á næsta leiti.
Málið er að skilyrðin um evruna hafa verið hert, þó svo enn sé talað um þau sem við könnumst við frá sl. áratug þ.e. 60% skuld ríkissjóðs, ekki meiri verðbólgu en 1,5% ofan við þá sem mælist í þeim aðildarlöndum sem minnsta verðbólgu hafa, ekki meiri en 3% halla á ríkissjóði, og ekki síst að halda genginu gersamlega föstu gagnvart evru í 2 ár - þ.e. engin sveifla á því tímabili.
Þó svo að svokallaður Stöðugleika Sáttmáli sé ekki enn orðinn hluti af sáttmálum Sambandsins, stendur það til - eins skótt og auðið verður. Og það má fastlega reikna með því, að það séu þau viðmið sem miða þurfi við.
Sá sáttmáli tekur ofangreind viðmið, og herðir heldur á. T.d. er svigrúmið afumið með öllu sem áður var sem heimilaði að skuldir væru ívið meiri en 60% ef staðan væri lækkandi, ríki fengu að taka upp evru þó þau uppfylltu skilyrðin ekki algerlega nákvæmlega.
En héðan í frá verður sá lúxus fyrir bý. Að auki, skv. honum hefur Framkvæmdastjórnin mun meiri rétt til inngripa en áður. Þetta felur í reynd í sér nokkra afskrift fullveldis miðað við fyrra fyrirkomulag.
Sennilega yrði erfiðast að uppfylla skilyrðið - að halda genginu föstu í 2 ár. Engin sveifla. Það er eiginlega ekki gerlegt nema að safnað sé mjög stórum sjóði til að verja krónuna þ.e. tengingu krónu við evru. En hafa ber í huga að Seðlabanki Evrópu ver einungis +/-15% vikmörk.
Þannig að Ísland þarf sjálft að standa straum af því að verja þrengri vikmörk en það, og því getur fylgt töluverð áhætta. En mér virðist það augljós hætta, að einhver óprúttinn veðji um fall krónunnar að vikmörkum Seðlabanka Evr. - þá er sá einungis að keppa við okkur, það fé sem við höfum nurlað saman. Myndum við - geta safnað svo digrum sjóði, að við myndum geta varist ásókn fjárfesta?
Það mun taka mörg ár að safna svo stórum sjóði að raunhæft sé að verja slíka tengingu - hvað sem á dinur. Ég er að tala um - eignasjóð. Augljóslega myndi ekki ganga að skuldsetja landið fyrir þeim kostnaði, ef á að uppfylla skilyrðin um lágmarkskuldir.
Ég hef nefnt töluna 20 ár!
- Þó svo Ísland taki upp evru - hættir Ísland ekki að vera mjög sveiflugjarnt hagkerfi, og líklega verður hér áfram umtalsverð verðbólga.
Það mætti ætla af umræðu evrusinna, að krónan valdi öllum hagkerfissveiflum hér, og einnig allri verðbólgu. En svo er ekki.
Hagkerfið ísl. sveiflast m.a. vegna þess, að atvinnuvegirnir sjálfir sveiflast. Þ.e. eitt árið veiðist meir sbr. góð loðnuveiði, makrílveiði, auknar þorskveiðar. Síðan geta verð á afla sveiflast, gera mjög oft.
Ekki má heldur gleyma sveiflum í ferðamennsku og í verði á alþjóðamörkuðum fyrir ál.
Vandinn er að við erum bara með 3 meginstoðir undir hagkerfinu, meðan að milljóna hagkerfi hafa miklu mun fjölbreyttari atvinnuvegi.
Það eitt, skýrir mikið til muninn á sveiflutíðni á íslandi vs. sveiflutíðni í 20-50 falt fjölmennari löndum.
--------------------------
Þannig að við þurfum að geta höndlað stórar sveiflur eftir sem áður, þá án þess að gengisfelling sé í boði.
Vandinn við það, að miðað við umræðu evrusinna þar á meðal fræðimanna þeirra á meðal, virðist að þeir hafi engar sérstakar hugmyndir um það, hvernig sú aðlögun á að fara fram með öðrum hætti.
Einna helst, heyrir maður þá hugmynd að atvinnulífið eigi einfaldlega að taka sveiflurnar - yfirleitt þeir sömu og tala um gengisfellingar, sem leið til þess að setja kostnaðinn á almenning. Þeir hinir sömu, virðast yfirleitt, álíta að atvinnulífinu sé engin vorkunn að taka sveiflurnar.
Ef þeir fást til að ræða möguleikann á gjaldþrotum, þá detta út orð eins og "ílla rekin fyrirtæki fari á hausinn" sem segir, að ef það yrði fj. gjaldþrotshrina þá myndu þeir, telja það sönnun þess að atvinnnulífið hefði verið "ílla rekið."
Og þegar erlendir fjárfestar myndu taka þau yfir, fyrir einhverja rest - þá væru þeir væntanlega búnir að fá draum sinn uppfylltan.
------------------------
Vandinn er að ríkið í því samhengi væri líklega orðið gjaldþrota.
Atvinnuleysi væri í prósentu tugum.
Og hrun lífskjara væri miklu mun verra, en hér hefur sést um áratugaskeið.
Málið er að nýir aðilar myndu bíða þangað til að kreppan hefði botnað, því þá væru verðin hagstæðust, þannig að á milli þess tímapunkts og þess er kreppan myndi hefjast, ætti sér stað þá mjög mikill samdráttur í útfl. tekjum, sem myndi skapar mjög stóran viðskiptahalla og því mjög hraða uppsöfnun skulda, að auki hefði það í för með sér hrun skatttekna ríkisins.
Þetta sjáum við gerast nú þegar í S-Evrópu.
Það er eitt af því sem einkennir fjölda ísl. evrusinna - andúð á ísl. atvinnulífi.
Ég velti fyrir mér - hvort þá dreymir um að hér fari fram hreinsun, og útlendingar taki yfir.
Dreymi svo um að drottna yfir rústunum.
-----------------------------------
Það er ekki bara atvinnulífið sem orsakar sveiflur - bankakerfið er mjög duglegt einnig við það að skapa sveiflur. Ég ætla ekki að fjalla þó að ráði um það atriði - - en vísa á greina Ólafs Margeirssonar hagfræðings: Gjaldeyrisneysla Íslendinga
Grófum dráttum, vill Ólafur meina að þær bólur sem við sjáum reglulega hérlendis, séu búnar til af bankakerfinu.
Mér finnst þessi lýsing afskaplega trúverðug. En þessar sveiflur koma ofan á sveiflur frá atvinnuvegunum.
Ég sé enga ástæðu að ætla, að þær myndu hætta!
Meginmunurinn væri sá, að þá væri ekki lengur krónunni til að dreifa, til að sprengja þær bólur. En þær springa á þeim tímapunkti þegar nálgast að það gangi á gjaldeyrisforða landsmanna, þ.e. viðskiptahalli sem mál þróast ávallt í fyrir rest gengur á gjaldeyrisforðann, gengið fellur áður en kemur að því að ekki sé til gjaldeyrir fyrir brýnustu nauðsynjum. Ef ekki er króna, myndu bólurnar hlaðast upp hærra - og líklega í hvert einasta sinn framkalla "skuldakreppu" sbr. S-Evr.
Með öðrum orðum - er ég að spá því að upptaka evru myndi enda með ósköpum, þá sé hvort tveggja líklega nægileg ástæða þ.e. sveiflur atvinnuveganna og bankabólurnar.
--------------------------------------
Svo má ekki gleyma blessuðu verðbólgunni:
- Fyrir utan gengissveiflur - en skv. evrusinnum virðist það eina ástæðan.
- Eru víxverkanir launa og verðlags, t.d. geta launahækkanir verslunarmanna ekki annað en farið í verðlag, því verslanir hækka verð til að eiga fyrir launahækkunum. Að auki, hækka þjónustuaðilar yfirleitt einnig sína taxta, af sömu ástæðum. Þetta er ekki atriði sem hverfur þó skipt sé um gjaldmiðil.
- Þegar útlánauppsveifla bankanna hefst - eina ferðina enn - sem eflir innlenda eftirspurn. Þá er það verðbólguvaldandi ávallt. En þá eykst eftirspurn eftir þjónustu af margvíslegu tagi. Störfum fjölgar þá í þeim geirum tímabundið, fyrir rest eiga sér ávallt stað yfirborganir. Og þær lenda ávallt að hluta í verðlagi - sbr. víxverkan launa og verðlags. Ég sé ekki að þetta hætti með nokkrum augljósum hætti - enda er það bankakerfið sem drýfur þessar bólur, sbr. útskýringu Ólafs Margeirssonar.
- Síðan eru tekjusveiflur atvinnuveganna sjálfra verðbólguvaldandi, þ.e. er vel gengur eiga sér ávallt stað yfirborganir, og vegna þess hve samkeppnin er hörð hér innanlands milli greina, þá fara yfirborganir ávallt í verðlag að hluta. Ég sé ekki af hverju þessi verðbólga hverfur.
- Það sem ég er að segja, er að megnið af verðbólgunni sem við höfum hérlendis, verði hér áfram.
- Það getur verið hættulegt, því það þíðir að innlendur kostnaður hækkar þá hratt, og ef þ.e. engin gengisfelling í boði, myndi óhjákvæmilega á endanum eiga sér stað kreppa í atvinnuvegunum. Sbr. þ.s. ég sagði að ofan um það hvað gerist, ef hér verða fjöldagjaldþrot.
- Bendi á að þetta gerðist í löndum S-Evr. sjá OECD: OECD Economic Surveys: Euro Area, December 2010 - -sjá "Figure 3." En hún sýnir að verðbólga í Grikklandi, Portúgal, Írlandi, Spáni og Ítalíu. Var hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu að meðaltali á sl. áratug, t.d. í tilviki Írlands eru raunstýrivextir að meðaltali neikvæðir um heil 3% á sl. áratug, sem þíðir að verðbólga á Írlandi á sl. áratug var að meðaltali 3% hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu.
- Takið eftir, að öll þessi lönd eru í vanda í dag!
- Líkurnar á að Ísland myndi endurtaka sambærilega vegferð, virðast yfirgnæfandi!
- Vextir á Íslandi lækka líklega ekki heldur að neinu umtalsverðu leiti!
Ég bendi á mjög merkilegt plagg: EURO AREA POLICIES 2012 ARTICLE IV CONSULTATION
AGS er eins og fjölmargir aðrir eru, gáttað á því að á sl. áratug var lánað til ríkja eins og Grikklands, með kjörum litlu verri en þau er Þýskaland fékk. Þetta er aftur á móti allt breytt.
Sú staða að öll löndin séu með sömu lágu vextina, á ekki við lengur.
Það er úrelt, að halda það ástand sem rýkti á sl. áratug, sé enn til staðar.
Málið er að vextir til grískra aðilar eru í reynd nánast óendanlegir, því enginn utanaðkomandi lánar og grískir bankar ekki heldur. Algerlega stíflaðir.
Markaðurinn er farinn að líta svo á, að staða ríkissjóða myndi gólf - þannig að í ástandi þegar ítalska og spánska ríkið fá vexti á bilinu 5-6%. Þá taka aðilar mið af því, þegar fyrirtæki óska eftir lánum.
Það þíðir t.d. að fyrirtæki í Portúgal og Írlandi séu með vexti þar yfir.
Þetta á ekki við fyrirtæki sem starfa í mörgum löndum, en ástæða þess er sú að innendir aðilar, þeir sem eru háðir stöðu þess hagkerfis er þeir starfa í um megnið af sínum tekjum, þeir aðilar lenda einnig í vanda að sjálfsögðu þegar kreppir að í hagkerfinu.
En þá kreppir einnig að hjá þeim, tekjur þeirra minnka. Þetta er allt hluti af áhættumati við veitingu lána.
Það sem markaðurinn er búinn að læra, er að hagkerfin í S-Evrópu eru mun áhættumeiri en t.d. hagkerfin í N-Evrópu, fyrir utan kannski Írland og Eystrasaltlönd.
Vegna þess að þar séu efnahagskrísur tíðari, sveiflur í hagkerfi meiri, stjórnun mála lakari o.s.frv.
Þegar þeir myndu taka Ísland út, þá sjá þeir - - mjög sveiflugjarnt hagkerfi "tékk" - löng saga mikilla sveifla "tékk" - regluleg stór efnahagsleg áföll "tékk". Sem þíðir, að þeir vita þá að aðilar sem starfa hérlendis, hafa sveiflukenndar framtíðartekjur fullkomlega óhjákvæmilega - og það er áhætta í tengslum við lánveiting sú stóra óvissa um framtíðartekjur sem augljóslega er áfram til staðar á Íslandi - - > Ergo, vextir haldast háir áfram!
Vinnst þá ekki neitt við upptöku evru?
Jú, þeir sem eiga peninga hérlendis - ef það næst að koma evrunni í höfn, þá geta þeir sent peningana sína úr landi. Þar sem sú fjármagnshreyfing er svo lítil fyrir evruna í heild, myndi hún litlu máli skipta. En fyrir litla Ísland gæti áhrifin verið frekar "devastating" þ.e. slæm.
En reglulegar sveiflur eins og ég hef útskýrt halda þá áfram, en innan evru væri ekki mögulegt "löglega" að hindra flæði fjármagns.
Svo þegar næsta kreppa skellur á, þá myndu þeir peningar einfaldlega flýgja óhindrað.
Munum að írska bankakerfið hrundi þegar fé fór að streyma úr landi, og þá má fastlega reikna með sömu útkomu hér, að bankakerfið gæti riðað til falls. Nema auðvitað, að gríðarlegt aðhald sé haft að bankastarfsemi - eitthvað sem ég efast um.
- Þannig, fjárfestar væru öruggir.
- Þeir myndi koma svo aftur til baka - þegar hrunið væri um garð gengi.
- Og hirða gjaldþrota eignirnar fyrir slikk.
Þetta gæti orðið reglulegt einu sinni per hagsveiflu!
Fyrir þá fjárfesta væri það ekkert sérstakt tjón, þó ríkið væri gjaldþrota.
Eignirnar verða þá ef e-h er, enn ódýrari. Meiri gróði. En virði auðlindanna minnnkar ekki.
Þetta er drauma-staða þeirra sem víxla með fjármagn, eiga megnið af sínum eignum bundið í peningum. Að það sé búið að afnema möguleikann á gengisfellingum.
Niðurstaða
Það er hin merkilega niðurstaða. Að upptaka evru þjónar fyrst og fremst hagsmunum fjármagnsins. Það aftur á móti, er snjallt að beita sér. Það á fjölmiðla. Það styrkir háskóla. Og það styrkir stjórnmálaflokka, til að koma sjónarmiðum þess fram.
Það merkilega er, að svo virðist að ísl. verkalýðshreyfing sé að töluverðu leiti gengin í lið með þeim, en foringjar hennar sem vasast í stjórnun lífeyrissjóða, virðast vera farnir að meta hagsmuni sjóðanna - meir en launþega.
Þeir sem í reynd skaðast - eru þeir skv. áróðrinum er verið að gæta.
Þ.e. almenningur - tapar í reynd fyrir rest.
Ríkið gerir það einnig.
Atvinnulífið - jamm það einnig.
Í reynd á ég ekki von á því, að þeir fjárfestar sem myndu á endanum eiga hér flest allt, að þeir myndu endilega eiga heimar hérlendis. Mun hagkvæmara fyrir þá, að hirða renturnar meðan þeir sóla sig á heitari stað.
Kv.
15.9.2012 | 23:14
Gjá milli ráðherra einstakra aðildarríkja ESB varðandi upptöku sameiginlegs bankaerftirlits!
Það var fundur milli ráðherra ESB á laugardag, sem skv. fréttum virðist ekki hafa gengið sérlega vel. En fyrir liggja nú tillögur Framkvæmdastjórnar ESB, að stofnað verði sameiginlegt bankaeftirlit sem taki yfir eftirlit með öllum starfandi bönkum innan evrusvæðis, en að ríki sem ekki eru hluti af evrusvæði geti óskað aðildar að því nýja apparati.
Skv. tillögunni á það að taka til starfa fyrir nk. áramót, og vera staðsett innan Seðlabanka Evrópu.
Þríst er á um þetta, af löndum sérstaklega í S-Evrópu, sem eru að kikna undan ábyrgð á eigin bönkum.
En hugmynd er einnig að, í farvatninu fylgi tenging milli hins nýja sameiginlega eftirlitsaðila og þess möguleika, að veitt verði lán til banka í einstökum aðildarríkjum - án ríkisábyrgðar.
Talið er forsenda að bankaeftirlit sé fært yfir á sameiginlega ESB stofnun, svo unnt verði að veita fjármögnun framhjá ríkissjóðum - sem þegar eru í skuldavanda, og augljóslega eiga erfitt með að bæta þar ofan, aðstoð við banka starfandi innan eigin lands.
Europe at loggerheads over banking union
EU ministers at odds over banking union
"Eurozone leaders pledged in July to agree a system of joint supervision by January 2013, which would then clear the path for the 500bn European Stability Mechanism to directly recapitalise banks."
"Germany, Sweden, Poland and the Netherlands called for a more realistic negotiating timetable to resolve the problems...Anders Borg, Swedens finance minister, said it was undecidable and not acceptable to aim for a deal by the end of the year."
- "At issue is the schedule for handing responsibility for bank supervision to the European Central Bank;"
- "the question of whether its responsibilities should stretch to small banks;"
- "and the terms on which those outside the eurozone can join or resolve disputes with the banking union."
Hin andstæðu sjónarmið:
- Pierre Moscovici, Frances finance minister, said: The direction set by the European Council is very clear. Its to complete the discussion in 2012 and to go fast. Otherwise everything remains theoretical and our problems are concrete. - Theres no reason for us, the member states, to drag our feet. The crisis is there and is affecting everybody, including Germany.
- Mr Schäuble, My concern is always that you run the danger of creating expectations, also among financial market participants, that you then cannot fulfil later, he said. I dont see the possibility of a direct bank capitalisation from the European Stability Mechanism as of January 1.
Málið er að Þjóðverjar vilja ekki að hinir Þýsku "Landa Bankar/Landes Banken" verði færðir yfir á sameiginlega umsjón, og leggja til að bankar af því tagi verði undanskildir.
Eða til vara, að kerfið verði tekið upp í áföngum, smærri bankar verði ekki teknir yfir fyrr en síðar.
Einungis stórir bankar með rekstur í flr. en einu landi, verði í sameiginlegri umsjón þá til að byrja með.
Slíkt fyrirkomulag myndi ekki henta t.d. Spáni, en þar í landi er stærsta holan í kerfinu innan landshluta banka sbr. v. þá þýsku, sem þarf að endurfjármagna að því er virðist nær alla - en það voru þeir sem einmitt lánuðu mest í húsnæðisbóluna sem sprakk á Spáni.
Punkturinn er að slíkt "lítið" sameiginlegt eftirlit, er ekki lausn á vandanum. En þjóðverjar eru mjög tregir til að eftirláta Landa Bankana sína.
Afstaða Frakka er skiljanleg, enda er evrukrýsan að anda upp um hálsmálið á þeim, þeir myndu líklega sjálfir verða næsta land - ef ekki tekst að bjarga Spáni og Ítalíu. Óháðir hagfræðingar hafa bent á að hver og einn af 4 stærstu frönsku bönkunum sé of stór til að bjarga. Umfang þeirra samanlagt vel yfir 3 þjóðarframleiðslum.
Frökkum er því mjög í mun, að stöðva "contagion/eitrun" við Spán.
Meðan að Þjóðverjar eru mun rólegri yfir því ástandi.
Umkvörtun landanna utan við evrusvæði:
"Speaking after the meeting Mr Borg said: We can particularly not accept that supervision is based on the ECB, where we cannot become members without joining the euro and wed have more banks under supervision by an institution where we have no voting rights. That is obviously completely unacceptable, he said."
Hin stóra deilan um aðgöngu aðildarlanda utan evru að hinu sameiginlega eftirliti virðist einnig komin í nokkurn hnút.
En löndin utan evru, heimta að fá atkvæðisrétt innan bankaeftirlitsins eins og aðildarlönd evru, ef það á að beita sér innan þeirra landa. En skv. því fyrirkomulagi sem lagt er til, myndi þeim ekki vera mögulegt að sitja við sama borð. Það sé óásættanlegt.
Rétt að halda til haga að öll 27 aðildarlöndin þurfa að samþykkja ef nýtt sameiginlegt eftirlit á að geta tekið gildi, innan ramma lagaumhverfi ESB.
Þó fræðilega sé unnt að endurtaka leikinn með hinn svokallaða "Stöðugleika Sáttmála" og stofna eiginlega nýtt samband utan um bankamál innan evrusvæðis. En þá auðvitað væri slíkur utan lagaumhverfis ESB. Þó auðvitað sé aðildarríkjum ESB heimilt að taka þátt í sáttmálum sem eru ekki beint hluti af lagaumhverfi ESB.
"While stressing there were legal restrictions on non-euro states participating within the ECB, Vitor Constâncio, the ECB vice-president, said the central bank could decide to award some voting rights to countries that opt-in to its bank supervision system."
Sem er örugglega ófullnægjandi fyrirkomulag fyrir Svíþjóð, og Bretland.
Niðurstaða
Líkur virðast sterkar á því að deilan um sameiginlegt bankaeftirlit lendi í sama hnútnum og deilan á sl. ári um svokallaðan stöðugleikasáttmála; lendi í sama hnútnum og hinn fyrri sáttmáli. Spurning hvort niðurstaðan verði sú hin sama, að stofnað verði til nýs sameiginlegs bankaeftirlits undir nýjum sáttmála, eftir að eitt af aðildarlöndum 27 hefur beitt neitunarvaldi.
Það er þó ekki víst. En fræðilega væri unnt að stofna alveg nýja óháða stofnun, sem ekki væri hluti af Seðlabanka Evrópu. En hugmyndin er að nota sérfræðinga Seðlabankans. Að þurfa ekki að búa til algerlega nýja stofnun. Spara tíma.
En þá lenda löndin utan evrusvæðis í vanda, því lagalega séð er ekki unnt að veita þeim aðgang að Seðlabanka Evrópu. Og það er þá vandi fyrir þau, ef tekið er upp sameiginlegt bankaeftirlit með öllum bönkum. Þau hafa þá í reynd ekki möguleika á að taka þátt í því.
Hið minnsta virðast líkur yfirgnæfandi á því að málið fresist fram á nýárið.
Kv.
14.9.2012 | 22:46
Af hverju gengur svo ílla að ná skatttekjum hinna ríku?
Þetta er umræða sem er mikið á döfinni í Evrópu í dag, m.a. í Frakklandi þ.s. Hollande forseti lofaði "réttlárara skattkerfi" sem þíðir skv. gildum jafnaðarmanna "skattkerfi sem stuðlar að aukinni tekjujöfnun." Sem jafnaðarmenn kalla gjarnan að "draga úr tekjumismunun."
Deilan snír að nýjum 75% skatti á tekjur umfram tiltekna upphæð. Rétt að taka fram, að það eru raunverulegar "hátekjur" sem við erum að tala um, og þó viðkomandi borgi svo hátt skatthlutfall, er viðkomandi ekki beint orðinn fátækur - er enn tekjuhár.
En þeir sem hafa þetta háar tekjur, finnst skatthlutfall sem er þetta hátt, vera ósanngjarnt.
Ég ætla ekki að fella dóm á hvort það er sanngjarnt að láta ofsaríka greiða miklu mun hærri skatthlutfall, en launafólk t.d. dæmigert millistéttarfólk á cirka miðtekjum.
Þetta fer algerlega eftir lífskoðun viðkomandi - en lífsskoðanir eru í eðli sínu ósannanlegar.
En ljóst er að margir þeir sem hafa tekjur langt yfir meðallagi, þeim finnst það ósanngjarnt.
Og þ.e. málið, að það eru í boði mjög mörg úrræði fyrir fólk með tekjur langt yfir meðaltali, ef það hefur áhuga á því að víkja sér undan skattheimtu - sem það upplifir sem ósanngjarna.
Af hverju er svo erfitt á ná í skatttekjur hinna ríku?
Uppbygging hins nútíma frjálslynda hagkerfis sem rýkir í heiminum - veldur þessu. En þ.e. nú talið eðlilegt að aðili geti átt heima í landi A en átt fyrirtæki í landi B, en fengið hagnað af starfseminni sendan til sín - í banka að eigin vali t.d. í landi A. En það getur einnig verið banki í landi C eða D eða E.
Þetta þíðir að ef t.d. ríkasti maður Frakklands vill losna undan 75% skatti, getur hann fengið ríkisborgararétt í öðru landi, þ.s. skattar eru mun lægri á ríka.
Þá er skv. reglum hins alþjóðlega kerfis, hann enn í fullum rétti til að eiga áfram fyrirtæki sín í Frakklandi, og fá tekjur af þeim á bankareikninga að eigin vali í landi að eigin vali.
- Er það raunhæfur möguleiki fyrir ríka að skipta um ríkisfang?
- Augljóslega - Já.
- Það eru til fjöldi lítill eyríkja t.d. í Karabíska hafi, þ.s. ríkur getur einfaldlega fengið ríkisborgararétt með hraða eldingarinnar, gegn tiltekinni greiðslu. Einnig í Kyrrahafi. Þá borgar sá skatta þar, sem er þá mun lægri en t.d. í Frakklandi. Þetta er rökrétt fyrir pínulitla eyrikið, því það græðir á þessu - - þeir sem tapa eru franskir skattgreiðendur. Sá ríki græðir einnig á þessu.
- Skv. nútíma reglum, er ekkert lögbrot í þessu fólgið.
- Hvorki skv. lögum einstakra landa né alþjóðalögum.
Við þessu er ekkert að gera?
En ef ætti að hindra þennan möguleika, þyrfti þá reglur á þeim nótum, að einungis einstaklingur sem á heima í landi A geti átt fyrirtæki í landi A, síðan sé unnt að veita undanþágur af hálfu yfirvalda.
Slíka reglu er ekki unnt að innleiða skv. lögum ESB um viðskiptafrelsi.
Sem þíðir einnig að ekki er unnt að setja slíka reglu skv. reglum EES.
Sennilega væri slík regla einnig brot á reglum "Heims Viðskipta Stofnunarinnar."
Sjávarútvegur er undanskilinn vegna þess, að erlendis er hann flokkaður með landbúnaði. Og landbúnaður er enn mestu leiti undanskilinn þessum frjálslyndu reglum.
Er þá ekkert unnt að gera?
Í raun og veru ekki, það er raunveruleg hætta á því að ofsaríkir færi ríkisfang sitt úr landi, en haldi samt sem áður fullum réttindum til að eiga í viðskiptum í því landi.
Það má alveg deila um það, hvort það er í reynd sanngirni í því að ofsaríkir borgi mun hærra skatthlutfall en aðrir - en reglan að allir séu jafnir fyrir lögum á við alla jafnt.
En hið minnsta virðist ástandið vera þannig, að það sé ekki unnt að setja hærri skatta á þá - en þ.s. þeir eru til í að borga til viðkomandi samfélags.
Með öðrum orðum - það sanngyrnissjónarmið sem ráði, sé þeirra eigið.
Þess hóps sem sumir aðrir vilja skattleggja mun meir - en þeir sjálfir telja sanngirni í.
Er brauðmolakenningin röng?
Það er algengt að vinstrimönnum að hæðast af því sem þeir kalla "trickle down" - sem þeir túlka sem afstöðu hægri manna, að það sé hagkvæmt að skattleggja ekki þá sem eru ríkir umfram þ.s. þeir sjálfir telja sanngjarnt.
Með öðrum orðum, einnig kallað í hæðnistón "brauðmolakenningin." Þarna er um afflutning að ræða, eins og hagkerfi heimsins er upp byggt. Þá geta þeir sem eiga fyrirtæki algerlega ráðið hvar þeir setja upp sín fyrirtæki. Þeir þurfa ekki að eiga heima í sama landi.
Spurningin er einfaldlega - hver er gróðinn af skattlagningu, sem leiðir til þess að skattstofninn flýr?
Sumir vinstrimenn segja - að þetta sýni skort ríkra á samfélagsábyrgð - - það sé réttmæt krafa að þeir borgi meira, eða jafnvel mun meira. Því þeir geti það.
En ég bendi á móti, að þarna er um "lífskoðun að ræða."
Það er engin leið að sýna fram á, að það sé ósiðlegt að borga minna en þú getur. Þarna er að ræða, deilu sem snýr að lífsskoðun - þ.e. A telur eitt og B telur annað. Hvorugt sjónarmiðið er sannanlegt.
Það má á móti, koma fram öðru sjónarmiði - - sem er það.
- Að við verðum að bera virðingu fyrir skoðunum annarra.
Það gangi ekki, að viðhalda kerfi, sem hópar telja ósanngjarnt - þá beita þeir brögðum til að komast framhjá. Ef hópur telur að sér vegið, finni sá hópur hjáleiðir.
Mér er kunnugt um það, að margir telja tekjuskiptingu ósanngjarna - en eins og nútímahagkerfi eru upp byggð.
Er ákaflega erfitt að þvinga fram tekjujöfnun - nema að mjög takmörkuðu leiti í gegnum skatta. Það kemur að því, að aukin skattheimta skilar nettó tapi - því þeir sem skatturinn beinist að, leita sér hjáleiða, og þeir geta fundið þær. Nútíma alþjóðakerfið býður upp á úrval hjáleiða.
Punkturinn að baki röksemdinni sem vinstrimenn hæðast að - - er að ekki sé skynsamt að haga skattheimtu með þeim hætti, að þeir sem eiga peninga færi þá í banka í öðrum löndum, eða flytji lögheimili sín úr landi.
Niðurstaða
Í dag er mikil pressa á velferðarkerfum Evrópu, einnig á Íslandi. Vegna kreppunnar. Margir sérstaklega á vinstri væng, telja vænlegt að auka skatta á "ríka" telja sig sjá þar næga peninga, til að minna þurfi að skera niður í velferðarkerfum. En þá einmitt reynir á þá staðreynd, að ríkir geta flust úr landi og áfram átt sömu fyrirtækin í landinu sem þeir áður áttu heima í. Þá hafa þeir vegna samninga landa á milli rétt til að fá arðinn sendan til sín, í það land sem þeir fluttu til. Innan ESB, gildir sama regla milli aðildarríkja ESB. Þekkt er að David Cameron hefur lofað því, að veita ríkum sem flýja til Bretlands góðar móttökur - rauða dregilinn. Atriði sem fer mjög í taugarnar á hinum nýja forseta Frakklands. Bretland vonast eftir að fá ríka einstaklinga frá Frakklandi til Bretlands, og skatttekjur þeirra. Þetta er algerlega í samræmi við reglur ESB, þ.s. fullt frjálsrlæði rýkir um kross eignaraðild fyrirtækja milli landa. Ríki Frakkinn er þó að íhuga að færa sig til Belgíu. Þ.s. ekki er þessi 75% skattur.
Þetta sýnir takmörkun skattlagningarleiðarinnar.
Burtséð frá því hvað fólki finnst þeir ríku ömurlegir að notfæra sér að þetta er gersamlega löglegt.
Málið er að það er ekki unnt að höfða til þeirra réttlætiskenndar - því einmitt henni er misboðið, þeir telja skattlagninguna ósanngjarna.
Eins og ég sagði í upphafi - hvað hverjum finnst sanngjarnt sníst um misjafnar lífsskoðanir.
Kv.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.9.2012 | 00:09
Seðlabanki Bandaríkjanna hefur prentun að nýju!
Þetta er líklega meginfrétt vikunnar, að stjórn "Federal Reserve" skuli hafa samþykkt að hefja "QE3" þ.e. þriðju prentunaraðgerð sína, síðan að kreppan hófst á árinu 2007/8. Stjórnarformaður, yfirmaður bankans, Ben Bernanke kynnti ákvörðunin fimmtudagskvöld.
- "The Committee is concerned that, without further policy accommodation, economic growth might not be strong enough to generate sustained improvement in labor market conditions.
- "Furthermore, strains in global financial markets continue to pose significant downside risks to the economic outlook."
- "The Committee also anticipates that inflation over the medium term likely would run at or below its 2pc objective."
- "To support a stronger economic recovery and to help ensure that inflation, over time, is at the rate most consistent with its dual mandate, the Committee agreed today to increase policy accommodation by purchasing additional agency mortgage-backed securities at a pace of $40bn per month."
- "The Committee also will continue through the end of the year its program to extend the average maturity of its holdings of securities as announced in June, and it is maintaining its existing policy of reinvesting principal payments from its holdings of agency debt and agency mortgage-backed securities in agency mortgage-backed securities."
- "These actions, which together will increase the Committees holdings of longer-term securities by about $85bn each month through the end of the year, should put downward pressure on longer-term interest rates, support mortgage markets, and help to make broader financial conditions more accommodative."
Þeir eru í reynd að segja að eftirspurn sé svo slök í Bandaríkjunum, að þrátt fyrir alla þessa prentun, reikni þeir með því að verðlag hækki ekki umfram 2% á ársgrundvelli.
Þetta segir eiginlega, að hætta hafi farið vaxandi á þróun í átt að verðhjöðnun, sem líklega hefur kallað á þessi nýju inngrip.
"To support continued progress toward maximum employment and price stability, the Committee expects that a highly accommodative stance of monetary policy will remain appropriate for a considerable time after the economic recovery strengthens."
Sem segir eiginlega, að þessi heildarpakki geti haldið áfram um töluverðan tíma.
Eins og fram kemur að ofan, er ein af ástæðunum nefnd - að óvissa í alþjóðaumhverfinu sé að skaða ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum.
Við vitum vel hvaða vandi, hefur verið að skaða ástand mála í hagkerfum heimsins - evrukrýsan.
Bank og England hefur nú verið í prentunaraðgerð megnið af þessu ári - og ekki líkur á stoppi á næstunni.
- Líklegast er evrukrýsan meginástæða þess, að svo hefur hægt á hagvexti í Bandaríkjunum, að stjórnendur "Federal Reserve" telja sig tilneydda, að hefja fulla seðlaprentun á ný.
Því miður bendir flest til þess að evrukrýsan sé í besta falli hálfnuð - þ.e. ef maður gefur sér að evran hafi það af, á sama tíma því lengur sem hún stendur því líklegra að hún endi með hvelli.
Það þíðir væntanlega að hún mun halda áfram að skaða efnahagshorfur í heiminum.
- Þannig að prentunaraðgerð "Federal Reserve" og sú sama hjá "Bank of England" geta haldið áfram lengi enn.
- En ólíkt fyrri prentunaraðgerðum hefur nú "QE3" engin skilgreind tímamörk - heldur einungis skilgreint markmið, þ.e. aðgerðin haldi áfram svo lengi sem ástandið kalli á hana.
- Svo ef evrukrýsan heldur áfram í 2 ár, þá þíðir það væntanlega að "QE3" mun standa a.m.k. eins lengi yfir, jafnvel lengur.
Afleiðingar?
Þær hljóta að vera töluverðar.
- En síðast þegar "Federal Reserve" prentaði, þá hækkaði verðlag á alþjóðamörkuðum á olíu og annarri hrávöru - sem einkum helst er seld í dollurum.
Það var líklega afleiðing prentunar, sýndi að dollarinn var að verðfalla gagnvart hrávörum.
Líkur eru því á því, að sú saga endurtaki sig.
Það þíðir þá væntanlega að sú verðbólga sem þá var í alþjóðakerfinu er "Federal Reserve" síðast prentaði, mun koma aftur.
Það mun bitna á okkur hérlendis, sem og t.d. Evrópu.
En á evrusvæði gerðist það sama, að verðlag á hrávöru hækkaði - þ.e. á innfluttri hrávöru.
- Annað sem líklega gerist, er að evran mun rísa gagnvart dollar - - sem hugsanlega einhverjir kjánar munu túlka hérlendis sem traustyfirlísingu markaðarins á evrunni.
En það var ekki það síðast, og verður ekki svo nú, en málið er að með prentun verður peningastefna í Bandaríkjunum orðin mun "lausari" en í Evrópu, þ.e. ekki er a.m.k. þessa stundina enn hafin nein ný prentunaraðgerð, og vextir þó þeir séu þeir lægstu í sögu Seðlabanka Evrópu eru samt hærri en í Bandaríkjunum.
Málið er, að þessi hækkun gagnvart dollar verður ekki góð fyrir evrusvæði, því það mun skaða samkeppnishæfni útflutnings frá evrusvæði.
Að auki, þ.s. ég tel að verðbólgan í alþjóðakerfinu muni aftur koma til baka þ.e. hrávöruverðs verðbólgan.
Þá mun verðbólga aftur aukast á evrusvæði - - sem mun hleypa verðbólguhaukum á evrusvæði kapp í kinn.
Sem munu þá heimta vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu úr núverandi 0,75 í a.m.k. 1% jafnvel hærra, en á sama tíma mun þá hrávöruverðsverðbólgan vera að skaða hagkerfi evrusvæðis enn - enn frekar, dýpka kreppuvandan.
Ef haukarnir myndu ná að þvinga fram vaxtahækkun til að berjast við verðbólgu, þá myndi það dýpka kreppuna - - enn, enn frekar.
Síðan, er vert að muna að fj. evrusvæðisríkja eru í stífu aðhaldi, skv. kröfum um samdráttaraukandi niðurskurð.
----------------------------------
Þannig að prentunaraðgerð Seðlabanka Bandaríkjanna, eru mjög slæmar fréttir fyrir Evrópu.
Mjög slæmar fréttir fyrir evrusvæði - sérstaklega.
Niðurstaða
Það að "Federal Reserve" hefur á ný prentun, er líklega slæm frétt fyrir okkur einnig. En eins og fram kemur, reikna ég með endurtekningu hrávöruverðs verðbólgunnar sem síðast er prentað var í Bandaríkjunum átti sér stað í heimskerfinu. Líklega mun eitt enn einnig gerast, en þá voru hrávörulönd víða í vanda vegna gengis eigin gjaldmiðla - þ.e. það vildi hækka gagnvart dollar. Sem minnkaði samkeppnishæfni þeirra atvinnuvega.
Það rýkti um tíma veruleg spenna í gjaldmiðlakeri heimsins, sumir seðlabankar voru farnir að beita gagnaðgerðum til að berjast gegn því, að gengi eigin gjaldmiðla myndi hækka verulega gagnvart dollar.
Það verður áhugavert að sjá, hvort að í framhaldinu á þessu - skelli á "fullt gjaldmiðlastríð" í heimshagkerfinu.
En, ekki má heldur gleyma Japan, sem hefur verið í nokkrum hagkerfisvanda síðan stóri skjálftinn varð þar um árið. Jenið fór einnig hátt upp gagnvart dollar síðast, er Seðlb. Bandar. prentaði.
Enn er japanska hagkerfið ekki að ganga nægilega vel eftir áfallið, svo það má vel vera að seðlabanki Japan muni þá einnig hefja prentun.
Svo ætli að það stefni ekki í þ.s. margir hafa verið að spá - allsherjar útþynningu megingjaldmiðla heimsins, sem þá sé rökrétt afleiðing skuldakreppunnar í ríku hagkerfunum.
Endanleg afleiðin - lífskjarahrun í ríku hagkerfunum. En sennilega eru þau lífskjör í reynd fallin fyrir þó nokkru síðan - það sé hin eiginlega útkoma skuldakreppunnar.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2012 | 00:56
Hugsanlega hefur Stjórnlagadómstóll Þýskalands drepið evruna!
Tja, ég veit að fjölmiðlar sögðu að Stjórnlagadómstóll Þýskalands, hefði ekki skilgreint ESM (framtíðar björgunarsjóður evrusvæðis) sem ólöglega stofnun skv. þýskum stjórnlögum. Angela Merkel fagnaði niðurstöðunni. Markaðir þutu upp.
En málið er, að ekki er allt sem sýnist!
Dómstóllinn setti nefnilega "mjög erfið skilyrði."
Þar liggja mjög eitraðar pillur - German court backs ESM rescue fund in double-edged ruling - A Setback for Germany's Euroskeptics
- "Germany's upper ceiling of liability for rescue measures undertaken by the ESM will be capped at 190 billion ($245 billion). The court also affirmed the current rules -- namely that that obligation cannot be changed without the approval of the German representative within the ESM. In other words, there can be no increase in the scope of the funds made available from Germany without a "yes" from Berlin. This is because the position of the German representative to the ESM must always be given a mandate through a vote in parliament on any important bailout decisions."
Vandinn við þetta er að skv. þessu, þarf þá samþykki beggja þingdeilda þýska þingsins, ef á að hækka þakið, en dómstóllinn þrengdi einnig skilyrði um þinglega meðferð. Nú er ekki nóg að tala einungis við efri deild, heldur þurfa báðar deildir nú að jánka.
Þetta auðvitað er gott í samhengi lýðræðis innan Þýskalands, og sjálfsagt fyrir það sjónarmið að verja rétt þýskra skattgreiðenda, en það hefur alvarlegan galla.
Að þetta stórfellt dregur úr líkum á því, að stjórnvöld Spánar og Ítalíu, geti náð samkomulagi við Þýskaland, um aðstoð í gegnum ESM - svo Seðlbanki Evrópu geti síðan keypt ríkisbréf þeirra, skv. tilboði Seðlabanka Evrópu frá sl. viku: Er evrópski Seðlabankinn búinn að bjarga evrunni?
En þ.s. ECB gerði það að skilyrði fyrir kaupum, að fyrst myndi land óska eftir björgun frá ESM, og að auki áréttaði að einungis yrði keypt svo lengi sem land uppfyllir sett skilyrði, þá þíðir það - að akkúrat hvaða skilyrði land sem leitar aðstoðar nær að semja um "er lykilatriði."
Með því að gera slík mál háð samþykki beggja deilda, hefur dómstóllinn í Karlsruhe, gert það mun ólíklegra að slíkt samkomulag náist.
Aukið líkur þess, að löndin tvö standi frammi fyrir svo erfiðum afarkostum í staðinn fyrir að fá aðstoð, að þau bíði fram á síðustu stundu, við að ákveða sig.
Og að sjálfsögðu magnar hættuna á því, að þau velji að yfirgefa evruna þess í stað.
- "The Karlsruhe court said both houses of the German parliament including the eurosceptic Bundesrat must be consulted on all EU bail-outs. The Bundestag must individually approve every big rescue package and is prohibited from establishing permanent mechanisms based on international treaties which are tantamount to accepting liability for decisions by free will of other states, above all if they entail consequences which are hard to calculate."
Seinni punkturinn í þessu, virðist útiloka gersamlega að Þýskaland samþykki "sameiginlega ábyrgð á skuldum aðildarlanda."
Ég sé ekki betur, en að þá komi þetta einnig í veg fyrir, að komið verði á sameiginlegu innistæðutryggingakerfi, því það væri sannarlega skuldbinding sem erfitt eða ómögulegt er að áætla.
Það getur skotið niður hugmyndir sbr. þær sem Manuel Barroso kynnti á miðvikudag - Barroso unveils European banking union - en ég á erfitt með að sjá, hvernig komist verður framhjá þessu ákvæði, ef eins og Barroso leggur til. Að 6000 bankar eða hér um bil, verði settir undir sameiginlega stjórn ásamt sameiginlegri ábyrgð.
En það hlýtur að fela í sér kostnað, sem nær ómögilegt yrði að áætla með nákvæmni.
Nema, að ábyrgðinni sé sleppt - eða að Seðlabanka Evrópu væri falin hún, en ég ætti erfitt með að sjá þjóðverja sem eru logandi hræddir við verðbólgu, samþykkja bakábyrgð með ótakmarkaðri prentunarheimild.
Svo hætt er við því, að fyrir bragðið verði "banking union" þetta - afskaplega gagnlýtið eða miklu mun gagnminna, en menn vonast eftir. Verði útvatnað þangað til að það geri ekkert gagn.
- "Any alienation of the Bundestags budgetary powers would require a new constitution and a referendum."
Ef á að víkja undan þeirri reglu, að það þurfi að fá heimild beggja þingdeilda þýska þingsins, í sérhvert sinn. Þá þurfi nýja stjórnarskrá.
Niðurstaða
Ég reikna með því, að á næstu dögum muni markaðir átta sig á því, að dómur dómstólsins í Karlsruhe, var ekki nærri því eins jákvæð frétt og þeir töldu á miðvikudag. En þ.e. einmitt akkílesarhæll tilboðs Mario Draghi frá sl. viku, að krefjast þess að ríki óski fyrst aðstoðar til nýja björgunarsjóðsins "ESM." En skv. kröfu Karlsruhe, sem hefur sett kostnaðarþak við 190ma. framlag Þýskaland sem þegar liggur fyrir. Þá er ekki unnt að hreyfa við því þaki hér eftir, nema báðar þingdeildir Þýska þingsins samþykki.
Það getur reynst þrautin þyngri, að fá þýska þingmenn til að samþykkja þau vægu skilyrði sem ríkisstjórn Spánar vonast eftir, nógu erfitt var það þegar nóg var að fá samþykki efri deildarinnar. En þegar fulltrúarnir frá löndunum, eiga einnig að taka þátt í ákvörðuninni. Sum löndin eru mjög íhaldssöm, virkilega.
Þá a.m.k. tvöfaldast erfiðleikastigið. Þannig að líkurnar virðast stórfellt minnka.
Þannig að þá stefnir í að Spánn muni ekki geta komist hjá mjög erfiðum skilyrðum í takt við þau sem Grikkland hefur lent í, sem þá vegna þess að á Spáni er nú þegar uppi mjög mikil andstaða meðal almennings, gagnvart björgunaráætlun af slíku tagi. Minnkar þá líklega verulega, að Spánn kjósi að óska aðstoðar.
Þess í stað virðist mér að líkur geti farið hratt vaxandi á að, Spánn kjósi að yfirgefa evruna. En skv. nýlegum könnunum er lítill munur á fylgi við evruna og við þá hugmynd að taka aftur upp peseta. Ef maður framreiknar ástandið, getur orðið fullur viðsnúningur á þeirri afstöðu.
Svo ef til vill er niðurstaðan sú, að frétt dagsins hafi í reynd verið slæm fyrir framtíð evrunnar.
Kv.
12.9.2012 | 01:32
Evruaðild er í reynd orðin að sjálfstæðismáli!
Enn þann dag í dag, ræða flestir svokallaðir málsmetandi menn um upptöku evru sem einungis hagfræðilega spurningu. En það er úrelt sjónarmið.
Málið er að stofnanir ESB og stuðningsmenn innan aðildarríkja evru, stefna að mjög stórfelldri svokallaðri dýpkun samstarfsins um evru.
Ef af henni verður, þá verður mjög mikill munur á sambandinu um evruna og restinni af Evrópusambandinu.
Sambandið um evruna, mun ef allt gengur að óskum eins og ofangreinda aðila dreymir um, innan skamms stíga stór srkef í átt að því að verða að raunverulegu sambandsríki.
Sjá útlistun Mario Draghi á hans hugmyndum:
...this new architecture does not require a political union first. It is clear that monetary union does entail a higher degree of joint decision-making. But economic integration and political integration can develop in parallel. Where necessary, sovereignty in selected economic policy fields can and should be pooled and democratic legitimation deepened.
How far should this go? We do not need a centralisation of all economic policies. Instead, we can answer this question pragmatically: by calmly asking ourselves which are the minimum requirements to complete economic and monetary union. And in doing so, we will find that all the necessary measures are firmly within our reach.
For fiscal policies, we need true oversight over national budgets. The consequences of misguided fiscal policies in a monetary union are too severe to remain self-policed. For broader economic policies, we need to guarantee competitiveness. Countries must be able to generate sustainable growth and high employment without excessive imbalances. The euro area is not a nation-state where persistent cross-regional subsidies have sufficient popular support. Therefore, we cannot afford a situation where some regions run permanently large deficits vis-à-vis others.
For financial policies, there need to be powers at the centre to limit excessive risk-taking by banks and regulatory capture by supervisors. This is the best way to protect euro area taxpayers. There also needs to be a framework for bank resolution that safeguards public finances, as we see in other federations. In the U.S., for example, on average about 90, mostly smaller, banks per year have been resolved since 2008 and this had no impact on the solvency of the sovereign.
Political union can, and shall, develop hand-in-hand with fiscal, economic and financial union. The sharing of powers and of accountability can move in parallel. We should not forget that 60 years of European integration have already created a significant degree of political union. Decisions are made by an EU Council filled by national ministers and by a directly elected European Parliament. The challenge is to further increase the legitimacy of these bodies commensurate with increasing their responsibilities and to seek ways to better anchor European processes at the national level...
Eins og sést af þessu, að ef þetta allt næst fram - verður evrusvæði orðið nokkurn veginn sami hluturinn og sambandsríki.
Ég er ekki að kasta mati á líkur þess að af þessu verði.
Heldur benda á það augljósa, að spurningin um evru eða ekki evru, er ekki lengur eingöngu "efnahagsleg" spurning.
Heldur er hún orðin afskaplega hápólitisk, því skv. ofangreindu ræðst hún að kjarna sjálfstæðisins.
En ef það má rífast um hvort núverandi aðildarríki ESB séu sjálfstæð eða ekki, þá væri það ekki lengur umdeilanlegt um aðildarríki evrusvæðis - ef þessi lýsing á draumnum yrði að veruleika.
Þá snýst krafan um upptöku evru - í reynd um algert afnám sjálfstæðis þjóðarinnar.
Það var ekki þannig á sl. áratug - en nú er orðið ljóst að ef evran á að hafa það af, þarf að ganga þessi skref - - og þá er komin allt önnur sviðsmynd.
Deilan sem hingað til hefur staðið um evru - er reynd á úreltum sjónarmiðum.
Við þurfum að fara að ræða þetta sem - sjálfstæðismál fyrst og fremst.
Sem er hin nýji veruleiki!
Niðurstaða
Vegna þess að ef evran hefur framtíð, þá þíðir það að evrusvæði mun í framtíðinni taka stórtíg skref til þess að verða að sambandsríki. Þá er í reynd umræðan um evruna eins og hún hefur verið hingað til, byggð á úreltum forsendum. Evrusvæði er við það að breytast með svo rótækkum hætti - ef við gefum okkur að evran hafi það af, að við blasir ný sviðsmynd. Sú gamla frá sl. áratug, sem því miður umræðan sníst enn um - - er einfaldlega úrelt. Og það þarf nú að fara að ræða málið skv. hinni nýju sviðsmynd. Því ef evran mun hafa það af - þá er það svo að það er sú framtíð evrusvæðis sem við blasir.
Það þarf að ræða málið skv. réttum formerkjum.
------------------------------------
Ps: Bendi sérstaklega á þessi orð hans, en hann er að viðurkenna þ.s. ég hef sagt síðan 2010 að sé grunnorsök skuldavandans, þ.e að sum lönd höfðu viðskiptahalla meðan sum lönd höfðu viðskiptahagnað við þau sömu, löndin með halla voru að skuldsetja sig við löndin með hagnað, að slíkt sé ætíð ósjálfbært ástand - - nema á móti komi fjármagnsstreymi í öðru formi til landanna með halla, sem sé jafnt að verðmætum. Ef ekki verði vandi óhjákvæmilega fyrir rest, þegar uppsöfnun skulda leiði löndin með halla í vanda þ.e. skuldakeppu:
"Countries must be able to generate sustainable growth and high employment without excessive imbalances. The euro area is not a nation-state where persistent cross-regional subsidies have sufficient popular support. Therefore, we cannot afford a situation where some regions run permanently large deficits vis-à-vis others."
Þetta hafa reyndar margir óháðir hagfræðingar sagt, fengið bágt fyrir frá evrusinnum, sem hafa í gegnum árin haldið því blákalt fram, að innan evru skipti viðskiptahalli ekki máli. Svo sannarlega hefur sú trú, afsannast og það rækilega. Meðan það eru ekki millifærslur, þá er viðskiptahalli a.m.k. jafn alvarlegt vandamál á evrusvæði, í reynd alvarlegra því ekki er unnt að leiðrétta slíkan halla með snöggum hætti með gengisfellingu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.9.2012 | 20:37
Mjög áhugaverð kenning um afstöðu Angelu Merkelar til Grikklands!
Eitt af því sem gerir Der Spiegel svo skemmtilegt aflestrar eru gæði fréttaskýringa, þarna er sko ekki verið að stunda kranablaðamennsku - en Vilmundur Gylfason heitinn fann upp þann orðalepp. Þessi tiltekna fréttaskýring er sérdeilis áhugaverð, því þar er verið að leitast við að rýna í hvað er raunverulega að gerast að tjalda baki, í stað þess eins og tíðkast í ísl. blaða- og fréttamennsku, að tekið er við yfirlísingum stjórnvalda og tilkynningum þeirra, eins og þar komi fram "sannleikurinn sjálfur." En þess í stað eru yfirlísingar stjórnvalda - tek fram að ég á við stjórnvöld á vesturlöndum almennt - oft á tíðum frekar það sem stjórnvöld óska eftir, að almenningur taki trúarlegt, frekar en að vera endilega akkúrat í samræmi við strangt sannleikssjónarmið.
Why Merkel Wants To Keep Greece in Euro Zone: By Konstantin von Hammerstein, Christian Reiermann and Christoph Schult
Þessir ágætu blaðamenn, telja að Angela Merkel hafi nýverið skipt um skoðun á Grikklandi, en hún hafi lengi verið á báðum áttum, en þeir telja sig sjá merki þess með rýni í yfirlísingar og hegðun forsætisráðherra, að hún sé í reynd búin að ákveða að Grikklandi verði haldið innan evru hvað sem það kostar.
Þeir benda á, að nú sé hún nýbúin að samþykkja aðgerð Mario Draghi, sem snýst um að verja evruna "hvað sem það kostar" og afstöðubreyting hennar, sé liður í því.
Þeir benda einnig á, að það muni vera óheppilegt fyrir kanslarann, sem þarf að vinna þingkosningar á næsta ári, ef Grikkland verði hrakið úr evrunni áður.
Að auki, sé engin leið að áætla með vissu, hvaða áhættu sé verið að taka með gjaldmiðilinn evru, ef Grikklandi sé heimilað að hverfa þaðan út.
Þeir benda á til sönnunar að þeir hafi rétt fyrir sér, á ítrekaðar yfirlísingar Angelu Merkel, að þegar hún er aðspurð þá bendi hún ávallt sl. vikur á að skýrsla svokallaðrar "Þrenningar" um Grikkland komi ekki fyrr en í október.
Þetta telja þeir einungis vera aðferð hjá Merkel, til að býða með að þurfa að svara - hún sé búin að ákveða að halda Grikklandi inni.
Að auki, vilja þeir meina, að skýrslan verði meir pólitískt plagg - að niðurstöðum verði hagrætt, þannig að höfundar muni skv. fyrirmælum að ofan, komast að þeirri niðurstöðu að Grikkland sé fært um að fylgja þegar markaðri áætlun.
Það sé mikilvægt fyrir Merkel, að ekki komi til "björgunar 3" heldur, að þess í stað verði niðurstaðan - skv. pólitískri ákvörðun sú, að Grikkland muni geta fylgt áætluninni eftir allt saman, án nokkurra umtalsveðrra lagfæringa.
Þeir telja, að næstu tvær greiðslur verði líklega stækkaðar, til að brúa viðbótar kostnað sem hafi skapast á þessu ári, en síðan verði breytt yfir gjána sem líklega sé til staðar í því prógrammi.
Og lögð verði áhersla á að láta mál líta vel út á yfirborðinu, fram yfir þingkosningar í september 2013.
Persónulega stórfellt efa ég, að Grikkland hafi það af - að láta mál ganga upp eins og vonast er eftir, ef þessir ágætu blaðamenn hafa rétt fyrir sér.
- Ég treysti mér ekki til að fella mat á líkur þess hvort þeir hafa rétt fyrir sér eða ekki.
- Legg þetta fram til ykkar ágætu lesendur, svo þið getið sjálf metið þau líkindi.
Eitt er ég þó viss um, að Merkel hefur næga kaldhæðni, til að hegða sér skv. lýsingu þeirra.
Svo er það önnur áhugaverð fréttaskýring:
Draghi Almighty - Why ECB Bond-Buying Plans Undermine Democracy - A Commentary by Armin Mahler
Þetta er annað fyrirbæri, þ.e. sá sem þetta skrifar, er að tjá skoðun. Þetta er áhugaverð skoðun, því hún er skoðun margra þjóðverja í dag.
"The ECB is politically independent, but it is not above the law. It is only independent within its mandate, which is clearly defined by the European treaties: The central bank is tasked with safeguarding price stability in the euro zone -- no more and no less."
"Draghi wants more, though; he wants to save the European common currency at all costs. The euro, he says, is "irreversible.""
Það er fjöldi þjóðverja í dag, sem eru hundóánægðir með ákvörðun Mario Draghi frá sl. viku, ásaka hann um að hafa stigið yfir þ.s. þeir telja vera hlutverk Seðlabanka Evrópu.
Þeir skilgreina það sem svo, að Seðlabanki hafi einungis það hlutverk, að stuðla að stöðugum verðum þ.e. lágri verðbólgu. Það sé - allt og sumt.
Svo kvarta þeir undan því, að Mario Draghi skuli taka þá ákvörðun, að samþykkja með ströngum skilyrðum þó, kaup á ríkisbréfum landa á evrusvæði í vanda - án takmarkana.
- Punkturinn er sá - - hvernig á seðlbanki að stuðla að markmiðinu "stöðugleika í verðum" ef Seðlabankinn beitir sér ekki til að forða því að sá sami gjaldmiðill hætti að vera til?
Mér finnst þetta vera dálítið stórt vandamál á þeirri afstöðu, sem herra Mahler er einn af fulltrúum fyrir.
Draghi að sjálfsögðu bendir í ræðu sinni á það hve alvarlegt ástandið á evrusvæði er orðið - sjá ræðu: "Ræða Mario Draghi ásamt svörum við fyrirspurnum blaðamanna."
En þessi ágætu menn, annaðhvort gera þeir sér ekki grein fyrir því, í hve mikilli hættu evran er?
Eða, þeir meta stöðugleika í verðum sem mikilvægara markmið, heldur en það að tryggja áframhaldandi tilvist þess gjaldmiðils sem þau verð koma fram í.
Ég botna ekki almennilega í því hvernig þeir hugsa, nema að það sé í reynd svo, að þeir án þess að viðurkenna það beint, vilja í reynd evruna feiga.
En ef þ.e. svo, þá í sjálfu sér er það gersamlega rökrétt, að vilja skaða baráttuna til að tryggja hennar tilvist sem mest þeir mega.
Þriðja áhugaverða fréttaskýring Der Spiegel:
Euro Bailout Fund Faces New Court Challenge in Germany
At least one prominent politician is still trying to derail the ESM: Thanks to his persistent opposition to the euro rescue policies of Chancellor Angela Merkel's government, Peter Gauweiler has earned his reputation as a euro rebel. He has also challenged Germany's bailout policies at the Constitutional Court before. Gauweiler, who is with Bavaria's CSU, is trying to prevent the court from issuing another of its "yes, but" rulings in which the court imposes additional conditions on the government but basically allows it to continue funding the euro bailout as it has in the past. This weekend, Gauweiler attempted to torpedo the decision at the last minute, creating uncertainty in Berlin and Brussels.
The CSU politician submitted a new petition over the weekend to the Karlsruhe court to delay its ruling on the ESM. Gauweiler has based the petition on the decision announced on Thursday by the European Central Bank (ECB) that it would purchase unlimited quantities of sovereign bonds from crisis-plagued euro-zone member states. Gauweiler argues in his petition that the ECB's step has "created an entirely new situation" and that "almost all of the discussion that has taken place so far is now invalid". Through the bond-buying program, he argues, the ECB itself will become an "unlimited ultra- and hyper- bailout fund" -- one that national parliaments will have no control over.
Now Gauweiler is demanding that the court reject the ratification of the ESM treaty until the ECB revises its decision. He is arguing that if the court is not able to decide on the emergency petition that it should delay the ruling on the ESM that has been scheduled for Wednesday.
On Monday, a court spokesperson said the judges would convene later in the day to consider Gauweiler's petition and that a decision would likely be made by Tuesday morning on how the court would proceed.
Þessi Gauweiler er einn af talsmönnum sama sjónarmiðs og ofangreindur Mahler. Eins og ég sagði, ég fæ ekki skilið rökrænt samhengi skoðana þeirra nema að þeir raunverulega vilji evruna feiga.
Eins og fram kemur, þá er Gauweiler einn af þeim Þjóðverjum sem eru bálreiðir yfir ákvörðun Mario Draghi, að hann skuli dirfast að beita Seðlabanka Evrópu að ítrasta krafti, til að tryggja tilvist evrunnar.
Og eins og fram kemur, en hann er þingmaður á Sambandsþingi Þýskalands, og er meðlimur í flokki Angelu Merkel en sannarlega ekki á hennar vinalista, og hann um helgina sendi umkvörtun vegna ákvörðunar Seðlabanka Evrópu frá sl. fimmtudegi, sem gerði hugmynd Mario Draghi að formlegri stefnumörkun Seðlabanka Evrópu.
Gauweiler vill sem sagt, eyðileggja þessa tilraun, og Mahler er greinilega sama sinnis.
Líklega eru þessi herramenn, að róa því öllum árum - án þess að segja það upphátt - að Þýskaland taki upp sitt Bundesmark sem fyrst.
En þeir gætu ekki mögulega staðið sig betur í því markmiði - en einmitt með því að beita sér með þeim hætti, er þeir gera.
Sjálfsagt er rétt að leggja við hlustir á þriðjudag 11. En þá væntanlega kemur í ljós, hvort Stjórnarskrárdómstóll Þýskalands ákveður að verða við bón hæstvirts þingmanns Gauweiler.
En ef það gerist, þá gæti gildistaka ESM (framtíðarbjörgunarsjóðs evrusvæðis) tafist fram yfir nk. áramót, og það gæti svo sannarlega varpað mörkuðum ofan í djúpa grifju örvæntingar. En ESFS er nærri því tæmdur af peningum, að auki hefur sá þann galla að hvert og eitt einasta aðildarríki evru hefur neitunarvald innan hans, meðan að innan ESM gildir reglan um aukinn meirihluta - svo eitt eða tvö lítil aðildarríki geta ekki stöðvað mál sbr. Finnland. En ekki síst er málið það, að einungis ESM hefur starfsreglu sem heimilar honum að hefja kaup á ríkisbréfum ríkja í vanda, en Seðlabanki Evrópu ætlar að beita þeirri reglu sem skjóli. Þá semur aðildarríki um aðstoð, og sú aðstoð tekur það form. Síðan leggur Seðlabanki Evrópu sitt lóða á vogarskálarnar með ESM. Ef gildistaka ESM frestast, kemst sú áætlun ekki til framkvæmda nærri því strax.
Niðurstaða
Það er einhver undarleg uppreisn í gangi innan Þýskalands á hægri væng stjórnmála. Miðað við yfirlísingar þeirra, eru þeir svakalega óánægðir vegna þess að Seðlabanki Evrópu skuli hafa stigið út fyrir sitt hlutverk skv. því sem þeir skilgreina það.
Eins og ég benti á, skil ég ekki hvernig Seðlabankinn á að fylgja því hlutverki að tryggja stöðugleika í verðum innan evru, ef hann tryggir ekki áframhaldandi tilvist evrunnar.
Einghvern veginn, vefst þetta ekki fyrir þeim hægri sinnuðu andstæðingum ákvörðunar Seðlabanka Evrópu í Þýskalandi.
Ég segi, annaðhvort eru þessi menn ílla haldnir þráhyggju, eða þeir raunverulega vilja evruna feiga.
Ég hallast frekar að því síðara, en jafnvel þeir hljóta að vita innst inni, að markmið Seðlabanka Evrópu um stöðugleika í verðum missir algerlega tilgang sinn, ef evran sjálf hættir að vera til.
Punktur - andstæðingar ákvörðunar Seðlabanka Evrópu, verða að ákveða sig, hvort þeir vilja evruna áfram eða ekki. Þú getur ekki bæði sleppt og haldið.
Ef evran á að halda áfram, er mikið verk framundan, og aðgerð Draghi er bara byrjunin á því ferli.
----------------------------------
Varðandi afstöðu Angelu Merkel til Grikklands, má vel vera að þeir Konstantin von Hammerstein, Christian Reiermann and Christoph Schult hafi rétt fyrir sér.
Ef svo er, þá kemur það í ljós í október - en skv. því mun skýrsla svokallaðrar þrenningar álykta að Grikkland sé fært um að fylgja settri áætlun, og að skuldastaða þess sé sjálfbær.
Sem ekki nokkur maður mun taka trúarlegu, en stundum ákveða stjórnvöld að 2+2 séu jafnt og 5 eða hvaða stærð sem stjv. hentar.
Felli ekki mat á það hvort þessir ágætu herramenn hafa rétt fyrir sér.
En þ.e. a.m.k. hugsanlegt.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.9.2012 kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar