Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Einföld lausn á skuldavanda aðildarríkja evru! Friður í Evrópu tryggður áfram!

Hugmyndin er afar einföld, þ.e. að fulltrúar allra 17 aðildarríkja evru hittist á einhverjum löngum fundi, og taki formlega ákvörðun um að slíta samstarfinu um evruna. Ef þau slit fara fram í stóru samkomulagi, þá er fræðilega unnt að koma í veg fyrir það stóra hrun sem hlutir annars virðast stefna í.

Samtímis er unnt að leysa með öllu skuldavanda landa innan evru, landa í vanda sem virðist óleysanlegur eða a.m.k. íllleysanlegur.

 

Hver er lausn skuldavandans?

Mjög einföld, ef land A skuldar landi B, þá er samkomulag þess efnis gert, að land B greiði þá skuld í sínum nýja gjaldmiðli. Með öðrum orðum, þegar slitin á evrunni fara fram, þá eru um leið skuldir einstakra landa endurskilgreindar sem skuldir í hinum nýja gjaldmiðli þess viðkomandi lands.

Ef þetta er gert í stóru samkomulagi allra, þá eiga sér engin "ríkisþrot" stað, þegar evrunni er þannig slitið.

Því þá virðisfalla gjaldmiðlar ríkja í vanda þangað til að þau viðkomandi ríki standa undir skuldum sínum. Eins og krónan okkar virðisféll þangað til að nægilegur tekjuafgangur varð til þannig að landið er fært um að greiða til baka.

En í tilviki fyrrum evruríkja þá virðisfalla skuldirnar einnig samtímis sem forðar þeim ríkisþrotum sem annars verða. Svo að þá í reynd lenda þau að líkum í hagstæðari stöðu en við hér á klakanum því okkar skuldir hafa ekki virðisfallið. 

Þannig að skerðing lífskjara þeirra væntanlega verður ívið minni en sú er við enduðum í, eða höfum fram að þessu.

 

Á nóinu verður staða allra aftur sjálfbær!

Einhver ber þó kostnað/tjón. Það eru þá löndin sem eiga skuldirnar - eðlilega eru þau treg til þess að samþykkja slíkt tjón, enda mun það líklega leiða til nokkurrar skerðingar þeirra eigin lífskjara.

Þegar allt kemur til alls, sníst þetta um skiptingu lífskjara milli þjóðanna, alveg eins og deilan á Íslandi um verðtryggingu eða ekki, sníst í reynd að stórum hluta um deilu um skiptingu lífskjara milli kynslóðanna.

Í dag græða í reynd þær þjóðir sem eiga skuldirnar verulega á ástandinu - - því:

  1. Þeirra greiðslukjör hafa líklega aldrei verið hagstæðari, því vegna ótta aðila um hrun í S-hluta Evr., þá vill fé flýgja norður. Sem eykur eftirspurn eftir þeirra skuldabréfum, og af þeirri eftirspurnaraukningu leiðir, að þau lönd eru í dag að stórgræða í formi lægri vaxtagjalda. Vaxtagjöld sem eru ekki einungis minni fyrir stjórnvöld ríkja N-Evr., heldur kemur sú lækkun nú fram í vaxtagjöldum þeim er almenningur og einkaaðilar í þeim löndum þurfa að standa straum af.
  2. Þau lægri vaxtagjöld, minnka halla á þeirra ríkissjóðum eða gera þeirra ríkissjóðum fært að framkvæma meira en þeir ella væru færir um, án skuldsetningar. Afleiðing er hagkvæm fyrir skattgreiðendur innan þeirra tilteknu landa. Skattgreiðendur græða einnig með beinum hætti, af lækkun vaxtagjalda eigin lána og það sama er atvinnulífið í þeim löndum einnig að uppskera.
  3. Vegna þeirrar hugsunar, að þetta ástand sé hagstætt fyrir okkur, þá skapast tregða til að afnema það hagkvæma ástand. Að auki, ef löndin í S-Evr. greiða lánin til baka, þá verður áfram meira fé til staðar í hagkerfum N-Evrópu en annars, sem þíðir að þar verður meiri hagvöxtur - sem aftur leiðir til hærri lífskjara.
  4. En á sama tíma, þá dregur neikvæða fjármagnsstreymið niður lífskjör í S-Evr., og þ.e. ástand sem augljóslega mun vara í mörg ár. Í mörg ár verði lífskjör íbúa S-Evr. skert, meðan samtímis verði lífskjör íbúa N-Evr. hækkuð.
  5. Að auki skapar það ástand meira atvinnuleysis, því eftirspurn verður að vera mun minni en ella innan hagkerfa S-Evr. meðan þau eru að greiða til baka. Sem þíðir að það verða mun færri störf en ella í þjónustugeirum.
  • Ég held að allir ættu að sjá, að í það er ekki furðulegt að "andstaðan við þetta fyrirkomulag fari stöðugt stigmagnandi meðal almennings í S-Evr." Það er upplifunin að þetta sé ósanngjarnt.
  • Meðan, að þær hugmyndir eru aðlaðandi í augum íbúa N-Evr., að þeir sem tóku lán skuli endurgreiða þau, því almenningur í þeim löndum græðir á því að það verði niðurstaðan áfram. 

Fram að þessu hafa mæst stálin stinn, N-Evr. hefur geta þvingað fram þá formúlu, að löndin í S-Evr. séu þvinguð inn í stíft kerfi sem felur í sér umfangsmiklar skerðingar lífskjara - - svo að eftirspurn minnki í þeim hagkerfum nægilega, til að afgangsfé sé til staðar til að greiða lánin til baka.

Hættan er sú, að eftir því sem þetta ástand ágerist - - harðni afstaða beggja meginfylkinga.

En það er í reynd þegar farið að bitna á N-Evr. einnig, með því að samdráttur eftirspurnar í S-Evr. einnig dregur úr kaupum S-Evr. á framleiðslu N-Evr. Sem leiðir til minnkaðs hagvaxtar í N-Evr. Og hugsanlega fyrir rest, togar þau einnig niður í kreppu.

Kaldhæðnin er sú, að líklega þegar kreppan ágerist, valdi það þeirri öfugþróun að íbúar N-Evr. haldi enn fastar ef eitthvað er, í tekjustreymið frá S-Evr. Því þá sé það farið að skipta þá meira máli, í því að viðhalda hnignandi hagvexti í þeim löndum. Sé vaxandi hlutfall lífskjara þeirra, eftir því sem fjarar að öðru leiti undan þeirra hagkerfum einnig.

Hættan er þá, að á einhverjum tímapunkti - verði einhverskonar samfélagsleg sprenging í S-Evr. Og S-Evr. þjóðir, kjósi til valda einstaklinga - sem taka þá ákvörðun að "neita að borga."

Við taki ríkisþrot, stjórnlaust uppbrot núverandi peningakerfis Evrópu.

Í framhaldinu yrðu þá mjög stór boðaföll einnig innan alþjóðakerfisins.

Í kjölfarið getur hugsanlega komið versta efnahagskreppa sem heimurinn hefur séð! Því kerfið er þanið eins og fiðlustrengur alls staðar. Svona stórt rugg, getur tekið það allt niður.

Þá gætum við séð þróun alla leið til baka í ástand 4. áratugarins, þegar lönd stóðu í beinni "vöruskiptaverslun."

 

Öllu þessu væri unnt að forða, ef sú ákvörðun væri tekin að taka evruna niður með þeim hætti sem ég lýsi að ofan!

Þá leiðréttir kerfið sig, með sjálfbærri stöðu hvers hagkerfis myndi hagvöxtur aftur snúa til baka í S-Evr. fljótlega. Í sjálfbærri stöðu, myndu fjárfestingar aftur eiga sér stað - en í núverandi stöðu er óvissan slík að peningar kjósa frekar að leita til Þýskalands í ríkisbréf þar. En að taka áhættu á að leggja það fé til hagkerfa S-Evr. Annað kemur einnig til, að væntingar um framtíðarsamdrátt valda því, að menn reikna með því að eignir í löndum S-Evr. verði ódýrari á morgun. Sem einnig skapar hvatningu til að varðveita féð annars staðar - þangað til að kreppan og þar með verðin hafa náð botni. Með því að leggja af evruna með ofangreindum hætti, komast einnig rétt verð á eignir í löndum S-Evr. Og því hverfur einnig sú ástæða fyrir fjárfesta að halda aftur að sér. 

Ég held að auki, að þessi leið geti ekki einungis bjargað heimskerfinu - heldur einnig Evrópusambandinu.

  • En eins og ég lýsi þessu að ofan, þá inniber núverandi ástand, stöðugt stigmagnandi ríg milli almennings í S-Evr. og N-Evr.
  • Það skapar stöðugt stigmagnandi andúð og íllvilja - alveg eins og menn hafa verið að sjá. Og það einmitt er hættulegt fyrir samstarf Evrópuríkja - um allt hvað eina sem þau ríki hafa samstarf um. 
  • Ég meina að, ef það ástand ágerist alveg að þeim tímapunkti, að það brotnar á uppreisn almennings í S-Evr. gegn því ástandi. Þá geti íllviljinn hafa ná þeim hæðum. Að í framhaldinu, verði einnig bundinn endir á samstarf þeirra sömur ríkja um svokallað Evrópusamband.
  • Ath. uppbrot getur einnig leitt til verulegs íllvilja almennings í N-Evr. gagnvart almenningi í S-Evr. En almenningur í N-Evr. leitar inn í þá aðlaðandi hugmynd þessi misseri, að það sé sanngjarnt að hinir borgi lánin til baka "því við græðum á því." Þó svo að menn séu ekki endilega meðvitaðir að ástæðan "við græðum á því" sé hin raunverulega. Og ef það gerist síðan, að uppreisn verður í S-Evr., þannig að skyndilega hætti lönd S-Evr. að láta allt þetta fé streyma til N-Evr. Þá getur það gerst sýnist mér, að þá muni almenningur í N-Evr. setja skuldina af þeirri skerðingu þeirra lífskjara sem þá mun eiga sér stað, á almenning í S-Evr. Upplifunin að tjón okkar sé þeim að kenna getur orðið ofan á. Ítt undir ástand gagnkvæmrar biturðar.
  • Samstarf Evrópuríkja getur ekki þrifist ef gagnkvæmur íllvilji og gagnkvæm tortryggni verður slík - að þær tilfinningar verða öðrum tilfinningum yfirsterkari.
  • Í kjölfarið, gæti Evrópa leitað til baka í það ástand er áður rýkti. Þ.e. að lönd standi og íggli sig gagnvart hverju öðru. Samstarf verði mjög takmark, sérstaklega verði til staðar Suður vs. Norður skipting. Og ástand lítils vinskapar. Sem þá einnig getur skapað nýtt vígbúnaðarkapplaup. Að nýju, muni fjölmennir herir standa andspænis hverjum öðrum. Samskipti muni einkennast af spennu - tortryggni - andúð - jafnvel hatri.

 

Niðurstaða

Það er nefnilega málið, að til þess að bjarga Evrópusambandinu, til að bjarga samrunaþróuninni. Er líklega nauðsynlegt að taka evruna niður. Og þá samtímis að umbreyta skuldum landanna með þeim hætti, að löndin greiði þær til baka í hinum endursköpuðu þjóðlegu gjaldmiðlum.

Með þessu væri skuldavandinn leystur með pennastriki.

En einnig bundinn endir á þá hættulegu öfugþróun, sem stöðug upphleðsla andúðar og tortryggni er milli S-Evr. og N-Evr. ríkja innan evru.

Ekki síst - heimshagkerfinu líklega einnig forðað frá falli.

Að afnema evruna er því - mjög stórir hagsmunir fyrir heimsbyggðina!

En ekki síst er stýrt afnám evrunnar, mjög stórir hagsmunir íbúa Evrópu. Þó svo sé, að flestir ef til vill séu ekki enn farnir að átta sig á þessu.

-------------------------------

Í reynd held ég, að afnám evrunnar með ofangreindum hætti, sé einnig hagsmunir íbúa N-Evr. Afleiðing þess, að mál haldi fram eins og þau hafa alla leið þangað til að hið rökrétta uppbrot á sér stað, sé líklegt að valda íbúum N-Evrópu miklu mun stærra tjóni. En ef íbúar N-Evr. sætta sig við það, að þjóðir S-Evr. raunverulega geti ekki greitt skuldir sínar til baka. Að þeir peningar séu tapaðir, og að það sé þeim einnig í hag - til að tryggja góð samskipti áfram til framtíðar, með því að afskrifa skuldirnar.

En skammsýni getur leitt fram hina miklu mun verri útkomu.

Þó fræðilega væri unnt að afskrifa einfaldlega skuldirnar og halda evrunni, þá leysir sú lausn ekki allan vandann, þó það myndi minnka til muna þá lífskjaraskerðingu sem löndin í S-Evr. þurfa að framkvæma, þá einungis er það aðgerðin fullt afnám evru sem skapar fullkomlega sjálfbært ástand.

Því að hagkerfi S-Evr. og N-Evr. eru einfaldlega of ólík. Líkur þess að nýr vandi hlaðist upp aftur síðar virðast yfirgnæfandi. Til þess að skapa stöðugt ástand, þyrfti að ganga mun lengra í því að minnka sjálfforræði einstakra ríkja. Að auki, þyrfti að auka sameiginlega skattheimtu - eða með öðrum orðum, koma á fót millifærslukerfi í gegnum skattlagningu allra inn í sameiginlegan pott.

Það er miklu mun erfiðari aðgerði í framkvæmd, en sú er ég legg til. Að slá evruna af og umbreyta skuldum í gjaldmiðil þeirra landa sem skulda viðkomandi peninga.

 

Kv.


François Hollande ætlar að skattleggja Frakkland úr vanda - Niðurstaða bankauppgjörs á Spáni skárri en margir óttuðust!

François Hollande hefur lagt fram ný fjárlög, og eins og auglýst var - fela aðgerðir sem stuðla eiga að viðsnúningi fjárlagahalla og stöðvun skuldaaukningar franska ríkisins, einkum í sér hækkun skatta. Á meðan er útgjaldaniðurskurður óverulegur. Á sama tíma, eru framtíðarhorfur grundvallaðar á hagspá sem er umtalsvert bjartsýnni - en t.d. AGS, OECD og meira að segja Framkvæmdastjórn ESB telja líklegt.

Fram er komin niðurstaða óháðs uppgjörs á helstu bönkum Spánar. Og niðurstaðan er ívið hagstæðari en margir óttuðust.

 

Neðangreint er skv. upplýsingum úr eftirfarandi fréttaskýringum - France Raises Taxes in Tough Budget - France unveils tough budget measures - French budget and Spanish bank stress tests

  • "According to documents presented at the weekly cabinet meeting Friday, the government aims to lift revenue from household income taxes by 23% next year, while revenue from business taxation is expected to rise almost 30%."
  • "Fresh figures published Friday showed the country's debt pile kept climbing, reaching 91% of gross domestic product in the second quarter of the year, up from 86.2% a year earlier. The debt is forecast to peak at 91.3% next year, and then fall to 82.9% of GDP by the end of Mr. Hollande's mandate."
  • The French economy is expected to grow by 0.8pc next year, and 2pc each year from 2014 to 2017.
  • The country's deficit is forecast to fall to 3pc of GDP in 2013, 2.2pc in 2014 and 1.3pc in 2015."
  1. "The budget increased the top marginal income-tax rate to 45% from 41%..."
  2. " and detailed plans for a special tax on incomes above €1 million ($1.29 million) a year, with 1,500 individuals paying an overall rate of 75%."
  3. "The biggest new tax-take from business will come from limiting the deduction of financial charges from a company's taxable income...Limiting the possible deduction to 85% of a company's financial charges will increase tax intake by €4 billion in 2013, the finance ministry said."
  1. "The savings include €2.2bn in a scaled back defence budget."
  2. "Another €2.5bn will be saved in 2013 by limiting the rise in state health spending to 2.7 per cent."
  3. "Extra tax measures in 2012 will add another €4.4bn."

Fyrir utan hermál er í reynd enginn beinn niðurskurður í hinum nýju fjárlögum ríkisstjórnar Frakklands, en fjöldi hagfræðinga á hægri væng stjórnmála gagnrýna þessar aðgerðir - telja þær grafa undan mögulegum framtíðarhagvexti - telja hagspá frönsku ríkisstjórnarinnar ótrúverðuga.

Hækkanir skatta á almenning, þó þær skattahækkanir séu fókusaðar á mið og hærri tekjuhópa, ætti að draga úr neyslu, vegna minnkaðs kaupmáttar. Sem getur haft neikvæð áhrif t.d. á húsnæðisverð, er aftur getur víxlverkað með neikvæðum hætti, til frekari minnkunar neyslu. En ein aðgerð leiðir gjarnan til keðju hliðarverkana.

Á sama tíma, getur það vel verið að hækkanir skatta á stærri fyrirtæki, dragi úr getu þeirra til að fjárfesta innan Frakklands - hvetji þau frekar til að draga saman starfsemi innan Frakklands. Sem minnki framtíðarhagvöxt eins og gagnrýnendur vilja meina.

Hið minnsta er hagspá ríkisstjórnar Frakklands sú langbjartsýnasta sem ég hef séð nýlega.

En augljóst er, að ef hagspáin stenst engan vegin eins og gagnrýnendur vilja meina, að þá mun framvindan hvað tekjuhalla ríkisins varðar koma mun óhagstæðar út - en tölur ríkisstjórnar Frakklands sýna.

Að auki virðist hún reikna með því að efnahagur evrusvæðis muni snúa við til hagvaxtar á nk. ári, en sem dæmi telur Standards&Poors skv. spá sem kom fram í vikunni, að það verði enginn hagvöxtur á evrusvæði 2013 - er það lækkun á fyrri spá þeirra sem spáði lágum hagvexti.

Skv. þeim hagspám stofnana ESB sem reikna með viðsnúningi á nk. ári, þá munu harðar sparnaðaraðgerðir ríkja í S-Evr. skapa viðsnúning í tiltrú fjárfesta - - skv. trú þeirra hagfræðinga sem telja niðurskurð bestu leiðina til þess að snúa við þeim væntingum um samdrátt og aukin útgjaldavanda sem hefur einkennt afstöðu markaða til S-Evr. sl. 2 ár eða svo. 

Að auki er bent á af þeim sömu hagfræðingum sem hafa tiltrú á sparnaðarmódelinu, að viðskiptahalli ríkja í S-Evr. fari minnkandi (sem er að gerast vegna þess að laun fara lækkandi sem dregur úr eftirspurn sbr. samdáttur), þeir benda að auki á að hagtölur fyrir annan ársfjórðung sýni örlítin viðskiptaafgang á Spáni í fyrsta sinn í mörg ár.

Þeir segja, að það sé einungis spurning um tíma, hvenær markaðurinn muni átta sig á þessum "jákvæðu breytingum."

 

Vandinn við niðurskurðarleiðina - er sá að það er ekki nóg að skapa afgang, sá þarf að auki að verða nægilega stór til að greiða niður uppsafnaðan skuldavanda vegna halla undanfarinna ára!

Fyrsti vottur um viðskipta-afgang segir eiginlega frekar, að Spánn er í besta falli kominn í hálfleik.

Minnkun viðskiptahalla er að gerast í reynd með sama hætti - - og ef það hefði átt sér stað "gengisfelling."

Það er kaldhæðin staðreynd - - en gengisfelling lækkar lífskjör og þannig bindur enda á viðskiptahalla, sem endar þar með þá uppsöfnun skulda sem slíkur halli er að skapa.

Aðferðin er sem sagt einnig sú að "lækka lífskjör" en þess í stað með launalækkunum og skattahækkunum.

Ókostur við aðferð B er sá að hún er miklu mun tímafrekari, í stað þess að dæmið gangi fyrir á einum degi - - er núverandi staða árangur e-h um 2 ára þrýstings á laun.

Allan þann tíma er viðskiptahallinn að bæta við skuldir, meðan í hinu módelinu er sá afnumin á nóinu sem þá afnemur skuldaaukningu vegna viðskiptahalla einnig á nóinu.

Útkoman er því stærra tap lífskjara - því skuldastaðan verður óhagstæðari, sem þarf að greiða niður með lækkun lífskjara.

Vegna þess að viðsnúningur tekur mun meiri tíma - þá leiðir af því auðvitað að meiri tíma tekur að snúa við til baka til hagvaxtar - - þannig að heildarhagvaxtartap verður umtalsvert stærra.

Það þíðir auðvitað að atvinnulíf er í lengri tíma en í módeli A að eiga við versnandi efnahagsumhverfi sem leiðir til þess að  í módeli B verða flr. gjaldþrot fyrirtækja - meira atvinnuleysi - meiri halli á ríkissjóði því aukin kreppa veldur stærri samdrætti tekna þar með auknum skuldavanda þess miðað við módel A, og því stærri þörf fyrir útgjaldaaðgerðir af hálfu ríkissjóða. Allt sem stuðlar í heildina að óhagstæðari niðurstöðu

Sem auðvitað minnkar framtíðartekjumöguleika allt í senn almennings, fyrirtækja og ríkis. Sem markaðurinn hefur áttað sig á - - hluti af skýringu þess, að vaxtakrafa fyrir lönd innan evru í efnahagsvanda er mun hærri, en til landa innan Evrópu í efnahagsvanda utan evru.

Þvert ofan í að vera drifkraftur fyrir hagvöxt - er evran að verða hemill.

En til að sjá raunárangur, þarf auðvitað að leggja saman árangur sl. áratugar og núverandi.

Þá kemur í ljós að meint aukning hagvaxtar með evru, er alveg horfin.

 

Niðurstaða úttektar á spænskum bönkum er hagstæðari en margir óttuðust!

Spanish Banks Beat Expectations - Spain’s banks need €60bn, says report

"The total banking system will need in an adverse scenario €59.3bn, excluding deferred tax assets and ongoing mergers, according to the report. The total shortfall drops to €53.7bn once these are included."

  • "The stress tests analyzed the ability of the country's 14 largest banks to absorb losses in an extreme scenario of a 6.5% decline in gross domestic product through the year 2014."
  • "They concluded that seven banks would have capital shortfall in such a situation."

"Bankia SA alone needs €24.7 billion, well above the €19 billion estimated in April, the Bank of Spain said in a statement. Novagalicia Banco, Catalunya Bank and Banco de Valencia need a total of €21.46 billion."

"Among the listed banks, Banco Popular Español was found to need €3.2 billion, though the bank said it could cover the shortfall by itself. Two other, smaller banks need a total of €4.32 billion, the central bank said."

"Spain's three largest banks—Banco Santander SA, Banco Bilbao Vizcaya Argentaria SA and CaixaBank SA—won't need to raise new funds. Four smaller lenders, Banco Sabadell SA, Bankinter SA, Kutxabank and Unicaja also are off the hook."

Þetta er sennilega nægilega grimm sviðsmynd þ.e. 6,5% efnahagssamdráttur út 2014, til þess að greining bandar. greiningarfyrirtækisins Oliver Wyman hafi töluverðan trúverðugleika.

Það er þá útlit fyrir að spænsk stjv. hafi áætlað nokkuð nærri lagi, er þau sögðu fyrir nokkrum mánuðum að kostnaður við endurfjármögnun banka myndi ekki fara yfir 60ma.€.

Í kjölfarið á þessu, fá bankarnir frest til að skila inn áætlunum um það hvernig þeir ætla sér að fara að því, að afla sér aukins fjármagns - Seðlabanki Spánar þá slær á það mati, og skilar því svo til stjórnvalda. Sem þá taka lokaákvörðun - þetta allt mun taka nokkurn viðbótartíma.

Þetta er því "góð frétt" fyrir stjórnvöld Spánar - og má vera að lyfti mörkuðum nk. mánudag. En markaðir enduðu töluvert niður eftir vikuna sem nú er liðin.

Á hinn bóginn, þá kemur á móti að í vikunni gáfu fjármálaráðherrar Þýskalands, Hollands og Finnlands út eftirfarandi - - "“The ESM can take direct responsibility of problems that occur under the new supervision, but legacy assets should be under the responsibility of national authorities,” said the joint statement, issued by the three finance ministers: Germany’s Wolfgang Schäuble, Finland’s Jutta Urpilainen and the Netherlands’ Jan Kees de Jager."

Sem virðist segja að það lán sem Spánn tekur frá aðildarríkjum evru, fáist ekki fært yfir til björgunarsjóðs evrusvæðis (ESM - framtíðarbjörgunarsjóður evrusvæðis), en ekki er unnt að skilja ráðherrana 3 með öðrum hætti, en að þeir sætti sig ekki við annað en að einungis skuldir sem verða frá og með þeirri dagsetningu er embætti sameiginlegs bankaeftirlits tekur til starfa komi til greina.

Það væntanlega þíðir að markaðir þurfa að taka tillit til þess að ofangreindur kostnaður muni falla að fullum þunga á spænska ríkið, í stað þess eins og virtist skv. samkomulagi sem gert var sl. sumar að sá kostnaður myndi verða tekinn yfir af ESM.

Sem þá væntanlega þíðir, að markaðurinn endurreiknar mat sitt á greiðslugetu Spánar, sem birtist í vaxtakröfu fyrir spænsk ríkisbréf.

Það er því ekki gott að sjá út hver nettó áhrifin verða nk. mánudag, þ.e. hvort vaxtakrafan fer upp eða fer niður eða stendur nokkurn vegin í stað. En það fer eftir því akkúrat hvaða væntingar hafa verið ráðandi.

 

Niðurstaða

François Hollande er kominn fram með sitt útspil. Því miður stórfellt efa ég reyndar að hagvöxtur næstu ára verði í líkingu við spá ríkisstjórnar Frakklands. Til samanburðar hefur nær alger kyrrstaða ríkt þetta ár, þó Frakkland ætli að sleppa við samdrátt. 

Það væri að mínu viti vel sloppið ef Frakkland slompast í gegnum nk. ár, nokkurn veginn í sama farinu þ.e. kyrrstaða án samdráttar. Sem væri mun óhagstæðari útkoma en stjv. Frakklands miða við.

En vandinn við sýn mála er sá, að samdráttaraðgerðir raunverulega eru samdráttaraukandi. Gervöll S-Evrópa er nú samtímis að beita sig slíku, þ.e. að aðlaga hagkerfin með því að minnka innlenda eftirspurn.

Það að sjálfsögðu minnkar verulega heildarumfang þeirra hagkerfa, sem er einmitt að framkalla þá kreppu sem rýkir í ár þ.s. samdrátturinn í S-Evr. togar Evrusvæðið í heild niður. En hafa ber í huga að minnkuð eftirspurn þaðan einnig þýðir minni útflutning þangað, frá ríkjum eins og Frakklandi.

Þau þurfa því að finna aðra útflutningsmarkaði, til að bæta sér upp þann samdrátt. Ef þau ætla ekki að finna þann mismun með aukningu neyslu heima fyrir.

En skattahækkanir Hollande tæpast eru neysluhvetjandi né fjárfestingahvetjandi - - svo veðmálið hlýtur að snúast um aðra útfl. markaði.

En það er að minnka hagvöxtur í Kína. Að auki, hefur hagvöxtur í SA-Asíu minnkað verulega á síðustu mánuðum, einmitt ekki síst vegna minnkunar eftirspurnar frá Evrópu.

Bandaríkin eru nærri efnahagslegri kyrrstöðu.

Svo ég velti fyrir mér - hvar eru þessir útflutningsmarkaðir?

Sama fyrir lönd eins og Ítalíu og Spán, þ.s. Frakkland er greinilega ekki að hvetja til neyslu. Ekki er Þýskaland að því heldur.

Hvar eiga öll þessi lönd að finna þá útflutningsmarkaði, sem eiga að búa til þann "útflutningsdrifna viðsnúning" sem "niðurskurðarmódelið" gerir ráð fyrir?

Þarna er stór gjá í því efnahagsmódeli!

Fyrir utan að þeir stórfellt vanmeta samdráttaráhrif "samráttaraðgerðanna." En Evrópa er eftir allt saman einn megin markaðurinn á plánetu Jörð, ef sá markaður ætlar allt í einu að fara að flytja út í staðinn fyrir að kaupa inn meir en er flutt út. Þá vandast mál - heldur betur.

Því ég sé hvergi þá gígantísku markaði sem geta tekið við þeim slaka!

Getur einhver komið auga á þá?

Með öðrum orðum er ég að segja, að módelið sem stofnanir ESB miða við sýnar spár um viðsnúning í framtíðinni, sé tóm steypa.

----------------------------

Þó að loksins sé komin ein góð frétt frá Spáni, þá sennilega dugar það ekki til að bjarga stjórnvöldum Spánar frá því að neyðast til að þiggja björgun, og síðan að vera ítt inn í sama niðurskurðar og hjöðnunar ferlið og Grikkland er nú statt í.

Miðað við það getur vel farið svo að framvinda mála verði enn lakari en sviðsmyndin að ofan gerir ráð fyrir. Þó sannarlega sé hún nægilega slæm, til þess að sú mynd á möguleika á að standast.

 

Kv.


Spánn verður að yfirgefa evruna!

Stjórnvöld Spánar gáfu út ný fjárlög á fimmtudag, sem kveða á um 20ma.€ útgjaldaniðurskurð. Best að nefna, að þetta er í fimmta sinn á þessu ári sem ríkisstjórn Mariano Rajoy gefur út tilskipanir um niðurskurð útgjalda. Þannig að aðgerðir næstu mánaða og næsta árs, koma ofan í harðar aðgerðir sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd - og verið er að þvinga í gegn.

Núverandi aðgerðir eru þegar að ógna samfélagsstöðugleika á Spáni, skv. yfirlísingu leiðtoga Katalóníu að efna til nýrra þingkosninga - sem samtímis yrði atkvæðagreiðsla um sjálfstæði.

En ríkisstjórn Spánar er harkan 7 sbr.: "Vice-premier Soraya Sáenz de Santamaría said the government has the means to stop a referendum on self-rule and “is willing to use them”."

Með öðrum orðum, að ríkisstjórn Spánar geti einfaldlega bannað að atkvæðagreiðslan fari fram - en skv. aðstoðarforsætisráðherranum, þá hafi foringi Katalóníu átt lögum skv. að tilkynna um kosninguna með tilteknum fyrirvara til stjv. Spánar - að hans mati væri atkvæðagreiðslan ólögleg nema stjv. Spánar legðu við henni sína blessun.

Það verður áhugavert að sjá viðbrögð "katalana" við þessu - - en mig grunar að leiðtogi Katalóníu geti notað slíka "valdnýðslu" sem afsökun, til að efna til mjög fjölmennra mótmæla um alla Katalóníu.

Ef það er rétt sem Katalanar sjálfir segja að 1,5 milljón hafi gengið um götur Barselóna fyrir tveim vikum, þá getum við verið að tala um ástand - - sem getur mjög hratt farið gersamlega úr böndum.

  • Sérstaklega, ef eins og flest bendir til, að deilan milli aðila "harðnar."

En sú deila getur vart annað en gert það, þegar ríkistj. Spánar gerir sig líklega til að beita ítrustu lagaúrræðum, og lögreglu - til að hindra að atkvæðagreiðslan fari fram.

  • Að auki, bæti ný fjárlög með enn frekari niðurskurði frekara salti í þau sár.

Mariano Rajoy var þrjóskan uppmáluð er hann aðspurður sagði "He brushed aside warnings that fiscal overkill – at a time when unemployment is already 25pc – could push the country into turmoil, saying he would listen only to the “silent majority” of responsible citizens."

Skv. erlendum fréttaskýrendum, bendir flest til þess að hin nýju fjárlög sem að sögn fjármálaráðherra Spánar eiga að minnka fjárlagahalla Spánar um 40ma.€ á nk. ári hafi verið samin í nánu samráði ríkisstjórnar Spánar og Framkvæmdastjórnar ESB.

En Ollie Rehn var ekki seinn að leggja fram sína blessun sbr. "Spain is facing important challenges to correct very sizable macroeconomic imbalances which require a comprehensive policy response. The measures announced today are a further important step towards addressing these challenges."

Vart að búast við öðru en að Framkvæmdastjóri efnahagsmála í Brussel, legði blessun sína við fjárlög sem hann hefur sjálfur átt þátt í að semja.

En það virðist vera veðmál í gangi milli Framkvæmdastjórnarinnar og ríkisstjórnar Spánar - - að með því að leggja fram svo hörð niðurskurðarfjárlög, geti Spánn fengið í gegn í samninga við aðildarríki evrusvæðis sérstaklega Þýskaland. Að samþykkt verði að Spánn fái aðgang að kaupum Seðlabanka Evrópu án nokkurra viðbótarskilyrða - sérstaklega, án þess að vera neydd til að afhenda lyklavöld að fjármálaráðuneyti Spánar til björgunarsjóðs evrusvæðis.

Einhvern vegin held ég - að Rajoy of Rehn muni tapa því verðmáli.

En fyrr í vikunni sagði talsmaður Þýskra stjv. að - björgunaráætlun yrði aldrei án skilyrða, hann sagði e-h á þá leið að þú afhendir aldrei peninga án trygginga. Og að ríkisstjórn Spánar yrði formlega að fara á leit um björgun, áður en formleg afstaða ríkisstjórnar Þýskalands geti legið fyrir.

Fyrir þetta fjárhættuspil - er Mariano Rajoy að leggja samfélagslegan stöðugleika Spánar að veði!

Viðbótar niðurskurður, fimmtu niðurskurðaraðgerðirnar í röð, munu að sjálfsögðu framkalla meira atvinnuleysi - og enn frekari samdrátt. Þ.e. af og frá, að aukning atvinnuleysis muni nema staðar þannig að það verði ekki meira á nk. ári. Að auki, alveg af og frá að samdráttur nk. árs verði minni en þessa árs. Miðað við allan viðbótar niðurskurðinn auk útgjaldaaðgerða.

En í þessum áætlunum, virðist gert ráð fyrir að ríkisstjórn Spánar muni geta þvingað héröðin - sem ráða yfir stórum hluta heildarútgjalda hins opinbera á Spáni, að skera niður að því marki sem stjv. Spánar heimta.

Þegar hafa tvö stór héröð þverneitað að spila með þ.e. Valencia og Katalónía - - og stjórn Katalóniu, fjölmennasta héraðsins og að auki það héraðanna sem hefur stærsta efnahaginn af þeim öllum, er komin í beina uppreisn gegn ríkisstjórn Spánar, og er líkleg til að gera allt í sínu valdi, til að spilla fyrir framkv. aðgerða spænskra stjv.

  • Það virðist því afskaplega ólíklegt að ríkistjórn Mariano Rajoy takist ætlunarverk sitt.

Nú þegar er sú ríkisstjórn rúin trausti - skv. nýlegri skoðanakönnun sagðist um 80% aðspurðra að vera óánægðir með aðgerðir ríkisstjórnarinnar.

Ef kosningar myndu fara fram í dag ætti sér stað mjög stórt fylgishrun stjórnarflokkanna - eftir um 10 mánuði við stjórn.

Mariano Rajoy virðist komin í stórfellt hættuspil - ekki síst með spænskt samfélag!

En ég reikna með því að deilur ríkisstjórnarinnar og einstakra héraða muni nú stigmagnast!

Deilan við Katalóníu er sérdeilis varasöm, vegna þess að stjórn Katalóníu virðist hafa íbúana í héraðinu með sér.

Það geta því átt sér stað mjög fjölmennar æsingar!

Ég velti fyrir mér hve langt spænsk stjv. eru til í að ganga - - að lýsa yfir herlögum í héraðinu? Senda inn herinn í kjölfarið til að skakka leikinn? Ekki myndi það draga úr andúð fólksins á svæðinu.

Síðan má velta fyrir sér - hvaða hérað næst? Baskaland?

 

Niðurstaða

Ríkisstjórn Spánar virðist komin út í sannkallaðan háskaleik - með því að ætla sér að gera sitt ítrasta til að þvinga samfélagið á Spáni til hlýðni, þegar það er þegar byrjað að rísa upp. En það voru mjög fjölmennar mótmælaaðgerðir í Madríd, og víða í borgum. Þær geta vart annað en orðið fjölmennari, og haldið áfram. Því örvæntingin knýr þær.

Síðan er það stigmagnandi ástandið sem er deilan milli stjórnarinnar og Katalóníu héraðs. Ekkert bendir til að héraðsyfirvöld séu á þeim buxunum að lyppast niður, með almenning í héraðinu með sér. Má líklega treysta því að fjölmennasta og ríkasta héraðið muni gera sitt ítrasta til að skaða aðgerðaáætlun ríkisstjórnar Spánar. Það eitt gerir hana mjög hæpna. Fyrir utan að annað stórt hérað Valencia hefur einnig neitað að skera niður í samræmi við vilja stjv. Spánar.

Engin leið er að spá fyrir hve alvarleg deilan v. Katalóníu verður, eða getur orðið. En með almenning að baki sér, sýnist mér fullvíst að stjórnarflokkur Katalóníu geti í kjölfar vísbendinga þess efnis, að stjv. Spánar ætli sér að hindra að atkvæðagreiðsla um sjálfstæði héraðsins fari fram - efnt til mjög fjölmennra mótmæla í helstu borgum Katalóníu.

Í reynd ætti héraðsstjórnin að vera vel mögulegt að stöðva nokkurn vegin nær allan efnahag héraðsins, til að hindra að skattar berist þaðan til Spánarstjórnar. Segjum, allsherjar-verkfall með fullum stuðningi héraðsstjórnarinnar.

Ég held að það sé nærri með fullu útilokað að ríkisstjórn Spánar muni geta náð fram yfirlístum markmiðum sínum í hinum nýju fjárlögum:

Spanish budget - as it happened, September 27, 2012

Niðurstaðan er - að það sé ekki þess virði fyrir Spán, að leitast við að halda landinu innan evrunnar, með þeim kostnaði sem nú bendir til að muni vera í formi "samfélagslegrar upplausnar á Spáni."

Eina leiðin til að stöðva það upplausnarferli - sér að taka Spán sem fyrst út úr evrunni.

 

Kv.


Írland situr uppi með Svartapétur - Blasir upplausn við Spáni? Evrukrýsan er komin aftur!

Laun heimsins eru vanþakklæti, eða svo er sagt - og þannig má vera að írsk stjórnvöld hugsi nú. En ástæða þess að ég nefni Írland, að það væntanlega sytji eftir með Svartapétur. Er neðangreind yfirlísing fjármálaráðherra Þýskalands, Finnlands og Hollands.

Eurozone deal over bank bailout in doubt: "“The ESM can take direct responsibility of problems that occur under the new supervision, but legacy assets should be under the responsibility of national authorities,” said the joint statement, issued by the three finance ministers: Germany’s Wolfgang Schäuble, Finland’s Jutta Urpilainen and the Netherlands’ Jan Kees de Jager."

Til að skilja málið - þarf smá bakgrunn!

En í sumar var gefin yfirlísing á fundi Angelu Merkel, Mario Monti, Mariano Rajoy og  François Hollande; þ.s. Spáni var lofað hátíðlega að ESM (framtíðarbjörgunarsjóður evrusvæðis) myndi taka þátt í björgun banka á Spáni - svo að álagið á ríkisstjórn Spánar myndi minnka.

Þetta átti að fela í sér að ESM láni þráðbeint án bakábyrgðar spænskra stjv. - en þó ekki fyrr en embætti sameiginlegs bankaeftirlits evrusvæðis hefur verið komið á fót.

Skv. loforðinu frá því í sl. júlí, stóð til að sameiginlegt bankaeftirlit staðsett innan Seðlabanka Evrópu, myndi taka til starfa fyrir nk. áramót - - en síðan vegna deilna, virðist það mál a.m.k. e-h vera að dragast.

  • Svo kemur ofangreind yfirlísing eins og þruma úr heiðskýru lofti!

En hún slær á vonir Írlands - að yfirlísingin frá sl. sumri, myndi þíða að unnt verði að færa yfir á ESM, e-h af þeim skuldum sem ríkissjóður Írlands tók á sig v. bankabjörgunar - með veðum einungis í eignum írskra banka.

  • Nú slá löndin 3 á þær vonir - lönd sem sameiginlega líklega fá þessu ráðið.

En annað er í því, að menn telja að þessi yfirlísing slái einnig á vonir ríkisstjórnar Spánar, að þær skuldbindingar sem hún hefur verið að takast á við upp á síðkastið, í þeirri trú að þær myndu síðan færast yfir til ESM skv. samkomulaginu frá sl. sumri.

En tekin orðrétt, þíðir hún væntanlega að ekki komi til greina að taka við öðrum skuldbindingum en þeim sem verða til eftir þann dag sem það fyrirkomulag tekur loks gildi.

Þannig að Spánn - sytji þá einnig eftir með Svarta-Pétur, viðbrögð markaða í dag miðvikudag virðast sýna að þetta sé að hafa áhrif, en verðbréfamarkaðir á Spáni lækkuðu mikið, og markaðir einnig um alla Evrópu.

  • FTSE 100 (London): down 1.56pc at 5,768.09.
  • CAC 40 (Paris): down 2.8pc at 3,414.84.
  • IBEX 35 (Madrid): down 4pc at 7,854.40.
  • FTSE Mib (Milan): down 3.3pc at 15,408.03.
  • DAX 30 (Frankfurt): down 2pc at 7,276.51.

Markaðurinn virðist hafa litið svo á að lán sem ríkisstjórn Spánar samþykkti að taka að láni frá aðildarríkjum evru, til að fjármagna bankaendurfjármögnun - myndi vera fært yfir til ESM skv. samkomulagi sumarsins. En nú þegar ríkisstjórnir Þýskalands - Hollands og Finnlands; virðast hafa hent því samkomulagi að verulegu leiti út um gluggann, þá er að sjá að afleiðingin hafi orðið sú að nýtt hræðslukast í tengslum við Spán hafi gosið upp. Vaxtakrafa Spánar hækkaði einnig í dag, fyrir utan fall verbréfamarkaða. Og nú aftur komin í rúm 6% eftir að hafa verið í rúmlega 5% í cirka mánuð.

 

Annað vandamál, er að það virðist stefna í vissa upplausn spænska ríkisins! Eða a.m.k. virðist það nú hugsanlegt!

Katalónía stærsta og ríkasta, samtímis skuldugasta hérað Spánar. Hótar hvorki meira né minna en að slíta ríkissambandinu við Spán - af sinni hálfu. En deila héraðsstjórnarinnar og ríkisstjórnar Spánar hefur verið að stigmagnast undanfarnar vikur og mánuði.

Fyrir tveim vikum voru fjölmennar kröfugöngur í Barselóna, a.m.k. 600 þúsund manns segir í frétt Financial Times, meðan að þeir sem skipulögðu göngurnar segja að 1,5 milljón hafi tekið þátt.

Secession crisis heaps pain on Spain

Það þíðir að þetta er deila sem rystir mjög djúpt í Katalönum, ekki neinar smá gárur í vatnsborðinu. En krafa göngumanna var - "sjálfstæði."

Í sl. viku slitnaði upp úr viðræðum milli ríkisstjórnar Spánar og stjórnar Katalóníuhéraðs - og nú hefur stjórnandi héraðsins rofið þing þess, og kallað á almennar kosningar. Sem væntanlega fara fram innan nokkurra vikna.

"“The hour has come to exercise our right to self rule,” said Artur Mas, Catalonia’s president. He called the vote, which is likely to be cast as a proxy referendum on Catalan independence, after Mr Rajoy last week rejected his demands for greater fiscal autonomy, triggering a wave of nationalist sentiment in the northern region."

Deilan sníst um peninga, þannig deilur eru yfirleitt þær allra erfiðustu. En eins og mál virka á Spáni þá endurdreifir spænska alríkið til héraðanna, skatttekjum sem enn þann dag eru innheimtar miðlægt.

Í stað þess að það sé öfugt fyrirkomulag, að héröðin eða fylkin, innheimti skatta - og afhendi ríkinu hlutfall þeirrra tekna.

Ríkisstjórn Spánar hefur verið að heimta mjög harðan niðurskurð útgjalda af héröðunum - - en héraðsstjórn Katalóníu, tekur það ekki í mál. Segir þetta peninga Katalóníubúa - og fór fram á breytingu á tekjudreifingunni milli héraðsins og miðstjórnar Spánar, sem spánarstjórn hafnaði í sl. viku.

Í staðinn hefur héraðsstjórnin nú rofið þing, og ætlar að efna til kosninga!

Talið er að þær kosningar verði að verulegu leiti, atkvæðagreiðsla um sjálfstæðismálið. Þannig að ef núverandi stjórnarflokkur Katalóníu fær góða kosningu?

Þá muni hótunin vera komin með lýðræðislegt umboð - - spurning hvað þá gerist?

Be very careful, beloved Spain - - segir Ambrose Evans-Pritchard, sem óttast hvorki meira né minna en borgarastyrrjöld.

En spænskir sambandssinnar - hafa sýnt mjög hörð viðbrögð við þessu útspili héraðsstjórnarinnar.

Það virðist að Spánn sé á hraðferð inn í "stjórnarskrárkrýsu" - jafnvel mjög alvarlegt óróa og upplausnarástand.

Allt kreppunni að kenna!

 

Niðurstaða

Það er engin furða að markaðir skuli hafa fallið stórt í dag. Rasskellur frá Þýskalandi - Hollandi og Finnlandi. Og síðan það hættulega ástand sem deilur Katalóníu og spænskra stjórnvalda eru að stefna í. Það er klárlega kreppan sem er að framkalla þetta ástand á Spáni. Þær harkalegu niðurskurðaraðgerðir sem verið er að þrengja ofan í landsmenn. Mér skilst að hvergi hafi þær harkalegar komið niður en í Katalóníu, en þar sé atvinnuleysi yfir meðaltali - á sama tíma ætlist spönsk stjv. til að héraðsstjórnir lækki halla í 1,5% af eigin fjárlögum. Með atvinnuleysi yfir meðaltali, hvílir mikill samfélagsvandi á héraðsstjórninni. Þá þarf að skera niður bætur - skera niður velferð þeirra sem síst mega missa. 

Ekki gott að segja hvort að sjtv. Katalóníu eru að nota sjálfstæðismálið til að beina óánægjunni annað en að sjálfum sér, en hið minnsta hefur upplifunin verið sú að þvingunin komi að utan. Reiðin er þó skiljanleg, þ.s. eins og fyrirkomulagið á Spáni er - þá hvíla samfélagsmál að stærstum hluta á héraðsstjórnunum þ.e. atvinnuleysisbætur og aðrar bótagreiðslur. Krafan um niðurskurð, bitnar þá mjög harkalega á þeim málaflokkum.

Sennilega var það einungis spurning um tíma, hvenær alvarleg samfélagsókyrrð myndi gjósa upp á Spáni, en uppreisn héraðsstjórnar Katalóníu, hvatning hennar til íbúa að kjósa sjálfstæði - - að sjálfsögðu einnig er alvarleg ógnun við niðurskurðar prógramm ríkisstjórnar Spánar. En það væri einnig mjög alvarlegt tekju-fall fyrir spánarstj. ef Katalónía, fer að leitast við að þvinga fram sjálfstæði - hindra tilfærslu skattfjár til miðstjórnarinnar. Segjum að í kjölfar kosninga komi sjálfstæðisyfirlísing, sem ríkisstj. Spánar myndi líklega "neita að viðurkenna" - "ef síðan er gefin út handtökuskipun á ráðherra héraðsstjórnar Katalóníu?" - "í kjölfar stigmagnandi ákvarðana af hálfu beggja!"

Fræðilegur möguleiki sannarlega - - en þegar mál fara úr böndum, geta þau gert það mjög hratt, og mjög harkalega. Eins og við sáum í Júgóslavíu.

Í hratt vaxandi atvinnuleysi og örbyrgð, virðist að tifinninningalegt eldgos sé að brjótast út á Spáni.

Mér sýnist vandi Spánar kominn á nýtt stig - ég átti ekki von á þessu, að Spánn gæti orðið að Júgóslavíu "hugsanlega. En svo alvarlegt atvinnuástand og hratt vaxandi örbyrgð, er klassískur kokkteill fyrir popúlisma. Ég átti frekar von á annarri tegund af slíkum - þ.e. vinstriöfgum eða hægri, með fókus á landsmál, að þjóðernishyggja myndi frekar beinast að Spáni sem heild en hugsanlegu niðurbroti Spánar.

 

Kv.


Stórfelld afglöp embættis Ríkisendurskoðanda!

Allt málið varðandi kaup ríkisins á bókhaldskerfi frá Skýrr/Advania virðist vera sorgarsaga. En vert er að halda til haga að slík mál hafa einnig gerst erlendis, að líklega pólitísk ákvörðun sé tekin um að kaupa dýrara og jafnvel samtímis lélegra "innlenda framleiðslu." Þegar jafnvel þrautreyndar lausnir eru í boði.

Markmið gjarnan þá að styrkja innlenda starfsemi. Spurning hvort það sé hluti af þessu máli.

Það kemur fram í frétt RÚV - Leyniskýrsla um mikla framúrkeyrslu - að málið megi rekja til kaupa þáverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde á nýju bókhaldskerfi fyrir ríkið og stofnanir þess árið 2001 frá því sem þá hét Skýrr. 

Eins og reglur kveða á um, var almennt útboð, 6 fyrirtæki buðu í verkið, áhugavert að skv. heimild fjárlaga það ár var ráðstafað 160 milljónum króna til þeirra kaupa, en 9 mánuðum síðar var skrifað undir kaupsamning við Skýrr upp á 1 milljarð.

Skv. frétt RÚV - Tengsl Skýrr við Ríkisendurskoðun - voru tveir lykilstarfsmenn á vegum ríkisins sem þátt tóku í mati á útboðsgögnum, fyrrum starfsmenn Skýrr. Þar af Stefán Kjærnested um skamma hríð gegnt stöðu forstjóra Skýrr. Verið starfsmaður til margra ára, þ.e. til 1999. Samt taldi Hæstiréttur að þessir tveir menn hefðu ekki verið vanhæfir, þegar Nýherji tapaði dómsmáli fyrir réttinum.

Í þessari frétt koma einnig fram áhugaverð tengsl milli Skýrr og embættis Ríkisendurskoðanda sbr.:

  1. "Þannig kom ekki fram fyrir dómi, að Atli Arason, sem árið 1999 tók við starfi framkvæmdastjóra sölu og markaðsdeildar Skýrr og starfaði þar þegar útboðið átti sér stað, er bróðir Þórhalls Arasonar, sem var skrifstofustjóri fjárreiðuskrifstofu fjármálaráðuneytisins, sem hafði innleiðingu og umsjón bókhaldskerfisins á sinni könnu."
  2. "Athygli vekur að þriðji bróðirinn, Sveinn Arason, hefur undanfarin fjögur ár haft það verkefni á sínu borði að vinna sem ríkisendurskoðandi skýrslu um útboðið, kostnað þess og innleiðingu til skoðunar fyrir Alþingi. "
  3.  Ríkisendurskoðandi hefur semsagt undanfarin fjögur ár haft til skoðunar mál sem tengist viðskiptum þar sem bræður hans sátu hvor sínum megin við borðið."

Samkvæmt þessari afhjúpun hefur embætti ríkisendurskoðanda gerst sekt um stórfelld afglöp í þessu máli!

Síðan bæta viðbrögð Ríkisendurskoðanda að sjálfsögðu gráu ofan á svart!

 

Verðum að krefjast afsagnar Ríkisendurskoðanda!

Mér finnst viðbrögð hans vera forkastanleg ofan í það, að embættið virðist staðið að "stórfelldum afglöpum" - embættið sem á að hafa eftirlit með öðrum stofnunum, og veita leiðbeiningar um góða stjórnsýslu.

Fyrstu viðbrögð embættisins koma fram í frétt RÚV - Getur stefnt almannahagsmunum í voða - eru dæmigerð fyrir vibrögð sem kallast "skjóta sendiboðann" þ.e. í tilkynningu embættisins er umfjöllun þáttarins Kastljóss gagnrýnd og talað um að umfjöllunin geti stefnt mikilvægum öryggismálum ríkisins í hættu. Þó akkúrat hvernig sé ekki útskýrt.

Eins og sést í tilkynningunni, er leitast við að gera sem minnst úr því plaggi sem vitnað er til í Kastljósi, maður veltir fyrir sér trúverðugleika þeirra mótbára í ljósi þess að það lá fyrir 2009. Greinilega hefur það ekki verið ofarlega í forgangsröðinni, að koma því í þá endanlegu mynd sem þarna er rætt um.

Ég á eiginlega í ljósi fjölskyldutengslanna sem sagt er frá að ofan, erfitt að trúa þessum mótbárum. Þetta hafi verið kláruð skýrsla - ekki vinnuplagg, en sjálfsagt þægileg aðferð - ef málið telst óþægilegt að "klára" verkið aldrei formlega, láta það vera endalaust í vinnslu.

Varðandi meinta öryggisógn, liggur kannski hundur grafinn sbr. aðra frétt Rúv - Öryggisgallar á kerfinu - ekki treysti ég mér að meta þá meintu öryggisgalla sem sagt er frá í þessari frétt, en manni dettur í hug að tilkynning Ríkisendurskoðunar vísi til þeirra meintu galla - af þ.e. svo, þá er það í reynd sjálfstætt mál, að ef Ríkisendurskoðun hefur verið kunnugt um þá en þagað.

Svo að lokum frétt Rúv - Ríkisendurskoðun ætlar að kæra -

"Sveinn Arason ríkisendurskoðandi staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en sagði að málið hefði ekki verið kært ennþá. Sveinn segist hins vegar hafa rætt þetta við Stefán Eiríksson lögreglustjóra í morgun. Allir starfsmenn Ríkisendurskoðunar liggi undir grun, einnig fyrrverandi starfsmenn og Gunnar H. Hall fjársýslustjóri. Gunnar er eini utanaðkomandi maðurinn sem ríkisendurskoðandi hefur sýnt skýrsluna."

Að auki verð ég að segja að mér finnst Sveinn Arason ekki nægilega sakbitinn sbr: „Við engan að sakast nema mig“

Það næsta sem hann fer - er að segja að honum þyki leitt að útkoma skýrslunnar hafi dregist, þetta séu ekki vinnubrögð sem séu til fyrirmyndar, en embættið hefur unnið að henni síðan 2004, eða 8 ár.

Svör hans og viðbrögð hans embættis eru full af hroka!

Skv. heimasíðu stofnunarinnar er eftirfarandi hlutverk stofnunarinnar:

"Ríkisendurskoðun er sjálfstæð stofnun sem starfar á vegum Alþingis. Meginhlutverk hennar er að hafa eftirlit með og stuðla að umbótum á fjármálastjórn og árangri stofnana og fyrirtækja ríkisins. Megingildi hennar eru fagmennska, heilindi, óhlutdrægni, óhæði og trúverðugleiki."

  • Það verður að segja, að rýrð hafi verið kastað á öll þessi gildi!
  • Þetta er einmitt stofnun sem verður að vera hafin yfir vafa!
  • Annars getur hún ekki gegnt yfirlístu hlutverki sínu af trúverðugleika.
  • Þegar svona lagað kemur upp í öðrum löndum, er ávallt krafist afsagnar hlutaðeigandi stjórnenda - - og nú er komið að því, að það sama verður að gilda hér á landi.
  • Upphafið af því að endurreisa traustið á þessari mikilvægu stofnun - verður að vera afsögn Sveins Arasonar, síðan þarf líklega að fara betur í saumana á þeim sem bera með ábyrgð á meðferð ofangreindrar skýrslu innan stofnunarinnar, líklega þannig að flr. en Sveinn taki pokann sinn.

 

Niðurstaða

Mín niðurstaða er að Sveinn Arason Ríkisendurskoðandi verði að víkja. En Ríkisendurskoðun hlutverks síns vegna, verður að vera undir strangari aga ef eitthvað er - en aðrar stofnanir. Þar þarf að sinna verkefnum ef eitthvað er, af enn meiri nákvæmni annars staðar. 

Það þíðir að sjálfsögðu, að viðbrögð við því þegar alvarleg afglöp koma upp í umsýslu stofnunarinnar eða meðferð hennar á málum, verða að vera sérdeilis hörð - harðari en ef sambærilegt mál myndi koma upp innan minna mikilvægra stofnana á vegum ríkisins og hins opinbera.

Í ljósi viðbragða stofnunarinnar við því að meðferð stofnunarinnar á tiltekinni skýrslu hefur komist í hámæli - bætir gráu ofan á svart, eru mál komin á það alvarlegt stig.

Að einungis afsögn yfirmanns stofnunarinnar - síðan full rannsókn á starfsemi stofnunarinnar, getur endurreist traust á henni.

Ég tek því undir tillögu Þórs Saari sbr.: Kalla eftir sjálfstæðri rannsókn

Að það fari fram óháð rannsókn - en fyrst þarf sem allra fyrst afsögn yfirmanns stofnunarinnar.

 

Kv.


Joseph Eugene Stiglitz segir Evrópu vera að renna út á tíma!

Stiglitz er í reynd að vara við því sem hann verður vitni að þessa dagana í Brussel, sem er að því er virðist "skortur á getu til að taka ákvarðanir." Með öðrum orðum að hans mati sé Evrópa í stórfelldri hættu á því að glata enn einu tækifærinu - - sjá:

Bloomberg - Nobel Winner Stiglitz Says Time Is Running Out for Europe

Það er nánast lokatækifærið til að bjarga evrunni - það þarf að taka stórar ákvarðanir á næstu mánuðum, en samtímis er ljóst að í reynd hefur ekkert verið leyst af þeim vanda sem álfan stendur frammi fyrir.

Yfirlísing Mario Draghi Seðlabankastjóra Evrusvæðis, er í reynd það eina sem hefur um "hríð" - ath. það verða skammtímaáhrif ef markaðurinn sér ekki fljótlega eitthvað af hinum stóru ákvörðunum gerast - dregið úr spennunni sem hefur rýkt.

En sjá má þess merki að farið er að reyna á þá þolinmæði, rétt að taka fram að markaðir eru enn í hástöðu miðað við megnið af árinu fyrir utan upphaf þess, en sl. daga hefur nokkuð lækkun samt átt sér stað - - augljós vísbending að þolinmæðin er farin að dala.

Ef ákvarðanir dragast frekar, eru líkur sterkar á frekari falli - að spennan smám saman snúi til baka, ég á ekki von á því að þessi biðtími sé meiri en kannski út nóvember.

Ef enn hefur ekki verið tekin ein af hinum mikilvægu ákvörðunum, þá grunar mig að markaðir muni hratt leita aftur til baka í það far er þeir voru í, fyrir nokkrum vikum síðan.

Joseph Eugene Stiglitz - "European nations must share past debts to lift the burden of high interest rates on Spain and Greece and implement a banking union with deposit insurance to prevent capital flight, said Nobel Prize-winning economist Joseph Stiglitz" - "“If you don’t do that, you have this adverse dynamic: the weak countries get weaker and the whole system falls apart,”"

Hann tók einnig stórt upp í sig um daginn, er hann var staddur á málþingi á Spáni: The Nobel Prize in economics Stiglitz: “If Spain asks the rescue could be a suicide for the country”

Stiglitz er greinilega ekki sá eini sem hefur áhyggjur af því, að það virðist ekkert óðagot á pólitísku stéttinni innan Evrópusambandsins - sbr.:

Herman Van Rompuy: "Europe is on the way out of the crisis, but there is still work to do. I see a tendency of losing the sense of urgency both on short-term policies and on (the) longer term. This must not happen. As long as 25m people are looking for a job and as long as we have not fully stabilised the euro, we cannot sit back."

Þetta hefur áður gerst, þ.e. þegar dregur úr spennunni í smá tíma - þá einhvern veginn missa pólitíkusarnir viljann til að leita sátta, að ná málamiðlunum.

Það er eins og að pólitíska baklandið innan Evrópusambandsins sé orðið þannig, að ástand mála verði nánast að vera statt á blábrúninni -- svo að pólítíska stéttin þori að taka "óvinsælar" ákvarðanir.

Þá á ég við, að andstaða innan landanna meðal almennings við aðgerðir af því tagi sem þarf að grípa til ef evrunni á að bjarga, virðist hafa aukist - og þ.s. verra, fara vaxandi. 

Einungis er gjáin blasir við eina ferðina, finna menn hjá sér á 11. stundu smá "hugrekki."

Það vantar í reynd að því er virðist fullkomlega í þessa krýsu innan Evrópu, leiðtoga - sem "leiðir" í stað þess, eru allir að taka ákvarðanir í ljósi skoðanakannana - og annarra vinsældakannana, meira að segja Merkel.

Það getur verið að sagan sé að endurtaka sig - - að enn eitt skiptið sé verið að misnota tækifærið. Og síðan standi menn aftur frammi fyrir gjánni.

Spurning hve oft geta menn endurtekið þann leik - án þess að hrapa framaf?

 

Niðurstaða

Ótti er að byrja hjá aðilum, að eina ferðina enn muni leiðtogar aðildarríkja evru, misnota tímabundið hlé á krýsunni, til töku mikilvægra ákvarðana.

Ástæðan er auðvitað sú, að hver einasta af þeim stóru ákvörðunum, er stórpólitísk.

Að auki, líkleg til að skapa verulega andstöðu.

Hættan er augljós að útkoman verði svo útþynnt að niðurstaðan bjargi ekki nokkrum hlut, gefi einungis enn eina smápásuna, spurning hve oft er unnt að sparka boltanum áfram?

T.d. standa menn frammi fyrir vanda Grikklands - - en ljóst virðist að þeim bolta er ekki unnt að sparka áfram frekar, annaðhvort þarf að framkv. frekari niðurskurð skulda þess lands eða veita meiri peningum, eða í þriðja lagi - heimila Grikklandi að verða gjaldþrota.

Sú ákvörðun verður vart dregin mikið lengur, en ljóst er að stór hola er enn einu sinni í gríska prógramminu - a.m.k. 20ma.€ skv. Der Spiegel um helgina. Kemur til meiri samdráttur tekna en gert var ráð fyrir og hitt að aðgerðir sem átti að framkv. komust ekki til framkv., stoppuðu í gríska embættismannakerfinu. 

Lítill vilji til að moka meira fé - en samtímis, verður Spánn að óska eftir aðstoð ef tilboð Seðlabanka Evrópu um ótakmörkuð kaup, á að virkjast. Og Spánn er að hanga á málinu, í von um að fá hagstæðan samning um "akkúrat hvaða skilyrði." Annars gæti grískur "exit" valdið mikilli hættu innan evru.

Útlit er því fyrir að krýsan sé aftur á leið í stigmögnun - hve lengi það getur staðið yfir, er ég ekki viss. En ekki fram yfir nýárið - er mín tilfinning. Ákvörðun verði að liggja fyrir - fyrir nk. áramót í síðasta lagi, grunar mig. Annars geti farið af stað "stór boðaföll." 

Kaldhæðnislega - er það nokkurn veginn það ástand sem evran stóð frammi fyrir akkúrat um sl. áramót.

 

Kv.


ASÍ að draga til baka fyrri fullyrðingar að lífskjaraskerðing hér hafi verið verst?

Það kom áhugaverð frétt á um helgina þ.s. vitnað var í hagfræðing Alþýðusambands Íslands, en hann hefur verið einn af þeim sem hafa hvatt til þess að evra sé tekin upp á Íslandi sem allra fyrst, m.a. vísað í þá "miklu kaupmáttarrýrnun krónunnar í kjölfar hrunsins - ath. alltaf sagt kaupmáttarýrnun krónunnar, eins og það hefði ekki orðið kaupmáttarrýrnun ef það hefði orðið bankahrun og við hefðum verið stödd innan evru!

Áróðurinn m.a. í ASÍ en mörgum öðrum hefur einmitt verið á þá leið, að þegar kaupmáttur féll um svipað leiti og bankahrunið var, að þá hafi krónan verið sökudólgurinn - hún hafi tekið lífskjörin niður ekki bankahrunið.

Því hefur verið margsinnis haldið fram, að ísl. króna gegni fyrst og fremst því hlutverki að rýra kjör almennings - fullyrt hefur verið margsinnis síðan okt. 2008 að lífskjarahrapið hafi verið hvergi verra innan Evrópu verið en á Íslandi einmitt vegna krónunnar.

Þeir "ágætu menn og konur" virðast vera að halda því fram "án þess að segja það beint" að án krónu hefði ekki orðið kaupmáttarhrun - - eða, ekki verður það skilið með öðrum hætti, þegar krónan er sögð sökudólgur lífskjaralækkunar í kjölfar bankahrunsins en ekki að það hafi verið bankahrunið sjálft.

Því hefur verið statt og stöðugt haldið fram, að Ísland hefði komið miklu mun betur út innan evru.

 

Hvað segir nú allt í einu hagfræðingur ASÍ? - Kaupmáttur hefur rýrnað

  • "Alþýðusambandið hefur reiknað út fyrir fréttastofu breytinguna sem orðið hefur á kaupmætti dagvinnu launa frá því í desember 2007. "
  1. "Laun hafa hækkað um tæp 33 prósent á tímabilinu."
  2. "Verðbólgan hefur hins vegar verið meiri eða 41 prósent."
  3. "Niðurstaðan er sú að kaupmátturinn hefur rýrnað um nærri 6 prósent."
  • "Ólafur Darri segir að enn sem komið er séu því lífskjörin hér lakari en fyrir hrun."
  • "Í hruninu hafi tapast ein króna af hverjum tíu af verðmætasköpun okkar, þ.e.a.s. samfélagsins í heild. "
  • "Mjög margir hafi orðið fyrir þungum búsifjum í hruninu og það mun taka langan tíma að vinna okkur upp úr því mikla áfalli sem við urðum fyrir 2008."

 

Hvað er þessi skerðing kaupmáttar launa í sbr. v. ástand mála á evrusvæði?

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/unit_labor_costs_ez.png

Takið eftir að mælt í evrum hefur kostnaður per vinnustund lækkað um:

  • 20% á Írlandi.
  • 25% í Grikklandi, mjög ört hrap í seinni tíð!
  • 4% lækkun á Spáni.
  • Eins og sést er örlítið lækkun á launakostnaði per vinnustund einnig í Portúgal.
  • Engin lækkun hefur enn orðið í launakostnaði per vinnustund á Ítalíu.

Það sem verður að muna, að í þessum samanburði - að lífskjör eru enn að lækka mjög hratt í Grikklandi í frjálsu falli á þessu ári eins og sést, síðan fara þau enn lækkandi á Írlandi, áhugavert hve lítið laun virðast enn hafa lækkað í hinum löndunum í vanda innan evru.

Ekki neitt enn á Ítalíu - sem bendir til þess að enn sé vart hafið það ferli þar, að snúa launakostnaði við, til að lækka viðskiptahalla landsins.

Spánn er staddur í efnahagssamdrætti, vitað er að mikill niðurskurður er í farvatningu hjá stjv. - einnig að til stendur að lækka laun frekar en orðið hefur, þetta eru ekki endanlegar tölur.

Sama um Portúgal, miðað við það hve menn hafa verið að lofa niðurskurðaraðgerðir stjv. Portúgals, kemur á óvart hve lítil lækkun launakostnaðar hefur átt sér stað, en Portúgal er enn statt í kreppu og frekari niðurskurði, þannig að það sama á við í því landi, að þetta eru ekki endanlegar tölur yfir lækkun lífskjara.

  • Við berum okkur gjarnan við Írland - vegna þess að landið er á sambærilegu þróunarstigi og Ísland, og lenti einnig í bankakreppu, hefur evru.
  • Aðgerðir írskra stjv. hafa verið lofaðar í hástert af mörgum evrusinnum erlendis, vegna þess hve viljug þau hafa verið að standa fyrir beinum launalækkunum.
  • Vísað hefur verið í fordæmi Írlands - sem sönnun þess að S-Evrópa geti framkv. svokallaða innri aðlögun, vandinn er að S-Evr. er fyrir utan Grikkland, vart hafin í því ferli, að lækka launakostnað per vinnustund.
  • Það á því enn eftir að koma í ljós, hvort að það tekst að framkv. sambærilegar lækkanir og írum hefur sannarlega tekist, en Írland er nú komið í jákvæðan viðskiptajöfnuð, þó sá plús sé ekki stór í prósentum talið, árangurinn því smærri en sá er Ísland náði á einni klukkustund með gengisfalli.

Þó þetta sé ekki endilega akkúrat jafnt og "kaupmáttur launa" þ.e. launakostnaður per vinnustund, en hugsanlegt er að inni í þessu sé einhver aukning á skilvirkni per unna vinnustund.

Þá væntanlega er ekki neitt stórt bil milli þessara talna og þess hlutfalls sem laun hafa lækkað.

 

Málið er að Ísland er statt í klassískum viðsnúningi í kjölfar gengislækkunar!

Ég bendi á áhugaverða rannsókn "BIS" sem gefin var út 2010 sjá umfjöllun mína frá

17.6.2010 Mjög áhugaverð nýleg greining frá "Bank of International Settlements" um efnahagslegar afleiðingar stórfellds gengishruns!

"On average, real GDP is around 6% lower three years after the event than it would have been otherwise."

Takið eftir þessari tölu sem þeir ná fram með samanburðarrannsókn á tugum raunverulegra tilvika.

Skv. því er Ísland akkúrat statt nú á miðjunni hvað rýrnun kaupmáttar varðar. Sem segir, að rýrnun kaupmáttar sé algerlega dæmigerð fyrir stórar gengissveiflur.

Við getum einungis gískað á stöðu Íslands ef það hefði verið statt innan evru - og ef ekki hefði verið mögulegt að fella gengi til að snöggminnka innflutning - svo viðskiptajöfnuður yrði þá þegar nægilega stór í plús til að standa straum af þeirri aukningu skulda er skall yfir okkur.

Í staðinn hefði þá þurft að lækka laun - sem aldrei hefði verið eins fljótleg aðferð.

Þannig að Ísland hefði óhjákvæmilega lent í neikvæðum viðskiptajöfnuði því innkoma hagkerfisins hrapaði um leið og bankahrunið átti sér stað - þá hvarf innistæðan að hluta fyrir lífskjörum á landinu.

Sá halli óhjákvæmilega hefði orðið að viðbótarskuldum.

Sem ég sé enga leið en að greiða til baka með með þeirri einu aðferð, að lækka lífskjör enn frekar en núverandi staða mála.

Sjálfsagt er einhver þessu ósammála að Ísland væri statt í verri stöðu.

Hið minnsta er það afsannað nú að staða okkar sé sú versta lífskjaralega af öllum löndum í Evrópu.

En í samanburðinum að ofan vantar Eystrasaltlönd, þ.s. einnig hefur átt veruleg lækkun lífskjara, þar voru laun lækkuð á bilinu 30-40%, en síðan 2011 hafa laun hækkað e-h aftur, hef ekki séð neina nýlega samantekt. 

 

Niðurstaða

Ég velti fyrir mér hvort ASÍ sé búið að ákveða að gleyma þeim fullyrðingum sem tönnslast var á fyrstu 2 árin eftir hrun, en síðan um mitt ár 2011 hefur jafnt og stöðug hallað undan fæti á evrusvæði. Lækkun lífskjara er greinilega komin í gang í nokkrum ríkjum. Eins og sést að ofan, sums staðar innan Evrópusambandsins eru dæmi um umtalsvert óhagstæðari stöðu lífskjaralega séð. Engin þjóð er þó í eins slæmum málum og aumingja Grikkir.

Spurning hvort að "allt er verst hér" fullyrðingin muni nú hverfa eins og dögg fyrir sólu úr umræðunni?

 

Kv.


Financial Times segir Spán langt komin í því að semja um aðstoð!

Það eru tvær áhugaverðar fréttir þ.e. EU in talks over Spanish rescue plan og Spain prepares for critical week. Í seinni fréttinni kemur fram að í næstu viku komi út uppgjör vegna yfirferðar yfir reikninga helstu banka, og eru væntingar þess efnis - að þá komi fram fjármögnunarþörf upp á 60ma.€. En síðan, segja báðar fréttir að ríkisstjórn Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar sé í viðræðum við stofnanir ESB - sbr:

  1. "According to officials involved in the discussions, talks between the Spanish government and the European Commission are focusing on measures that would be demanded by international lenders as part of a new rescue programme, ensuring they are in place before a bailout is formally requested. "
  2. "One senior European official said negotiations have been conducted directly with Luis de Guindos, the Spanish finance minister. The plan, due to be unveiled next Thursday, will focus on structural reforms to the Spanish economy long requested by Brussels, rather than new taxes and spending cuts."
  3. "Pre-approval by Brussels for Thursday’s announcement is intended to ease the political quandary facing Mariano Rajoy, the Spanish prime minister."
  • En þá einmitt er það lykilatriði akkúrat hver þau skilyrði skulu vera, sem Spáni bera að uppfylla því skv. kröfu Seðlabanka Evrópu, fara kaup einungis fram svo lengi sem land stendur við sett skilyrði - sem þíðir að ECB skv. því hættir kaupum ef land hættir að standa við þau settu skilyrði.

"Senior EU officials have been exploring ways to structure new Spanish assistance so as to ease the political cost for Ms Merkel, including using funds leftover from the already-agreed €100bn bank bailout for a bond purchase scheme." - "...some senior officials said it could gain traction since it would mean eurozone parliaments – including the Bundestag – would not need to approve additional spending."

Það sem aftur flækir málið er nýlegur dómur Stjórnlagadómstóls Þýskalands, sem hefur fest kostnaðarþak Þýskalands við 190ma.€ - Hugsanlega hefur Stjórnlagadómstóll Þýskalands drepið evruna!

Það þak veldur vandræðum, því það þíðir að skv. úrskurði Dómstólsins þarf þá samþykki Þýska þingsins, ef því þaki skal lyft - og þ.s. verra er, samþykki beggja þingdeilda.

Augljóslega minnkar það stórum líkur þess að Spánn fái það hagstæða samkomulag sem Spánn er að fiska eftir.

Hugmyndin að ofan, myndi augljóslega ekki ganga eftir - - þ.s. ef prógrammið hefur "takmarkaða" upphæð, þá hefur það ekki trúverðugleika - markaðurinn myndi skjóta það þá niður með hraði.

Einungis með tilboðinu um kaup án takmarkana, er minnsti möguleiki, að markaðir haldi sig á mottunni, og þá þarf Spánn að fá samkomulag af því tagi, sem krefst staðfestingar beggja deilda Þýska þingsins.

 

Niðurstaða

Þess vegna reikna ég með því, að Spánn sé ekki að óska eftir aðstoð í bráð. Ég veit ekki hve lengi þetta getur gengið. En eðlilega óttast menn að ef Spánn óskar ekki fljótlega eftir aðstoð, þannig að tilboð ECB sé virkjað, þá fari markaðir að ókyrrast á ný.

Þ.e. einmitt útkoma sem ég á von á. En ég sé ekki að samkomulag sé lílklegt fyrr en mál eru aftur komin fram á blábrúnina.

En þar er ekki síst um innanlandspólitík í Þýskalandi, menn þurfi að stara í hyldýpið svo sá sveigjanleiki sem Spánn þarf á að halda sé í nokkru líklegur að koma fram.

-----------------------------

Þetta er sama sýnin og ég koma fram með í september, en ég sé ekki enn ástæðu til að líta málin með öðrum hætti.

 

Kv.


Langt seilist Stefán nokkur Ólafsson í samanburði!

Ég hef séð eitt og annað frá mínum fyrra kennara í HÍ, en grein hans 61% Íslendinga eru aular – segir Viðskiptaráð verð ég að segja, að er gersamlega út úr korti. En hann setur þar fram öldungis fáránlegan samanburð á ummælum Romney frá því um daginn Full Secret Video of Private Romney Fundraiser sem margir Repúblikanar hafa meira að segja gagnrýnt Romney fyrir, og framsetningu Samtaka Atvinnulífsins á svokölluðum "Stuðningsstuðli Atvinnulífsins" - sjá einnig bls. 4 í VELFERÐARKERFIÐ BYGGIR Á ATVINNUREKSTRI.

 

Túlkun Stefáns er einfaldlega stórlega ýkt!

Það getið þið sjálf séð, sérstaklega ef þið lesið bls. 4 þ.s. er ívið lengri útskýring, sem setur fram nákvæmara samhengi.

  • "Árið 2010 stóð hver einstaklingur á almennum vinnumarkaði að baki 1,54 einstaklingi (fyrir utan sjálfan sig) sem studdur var með opinberu fé eða millifærslum. Þarna er um að ræða þá sem starfa hjá hinu opinbera, auk þeirra sem njóta stuðnings sameiginlegra sjóða, en það eru börn, lífeyrisþegar, öryrkjar og atvinnulausir. Eftir því sem stuðningsstuðull atvinnulífsins er hærri því fleirum stendur hver starfsmaður í einkageiranum undir, sem felur almennt í sér aukna skattbyrði. Til samanburðar þá stóð hver starfsmaður undir 1,29 einstaklingi árið 2007. Því hafa byrðar einkageirans aukist um tæp 20% frá árinu 2007."
  • "Í þessu sambandi er mikilvægt að leggja áherslu á að ýmis sú þjónusta sem veitt er af hálfu hins opinbera er verðmæt og mikilvæg fyrir samfélagið. Stuðningsstuðull atvinnulífsins og þeir útreikningar sem hann byggir á leggja hinsvegar ekki mat á slíkt mikilvægi þjónustu hins opinbera. Hér er aðeins bent á að eftir því sem stuðullinn er lægri því öflugra er hagkerfið og betur í stakk búið að tryggja hag og afkomu þeirra sem þurfa á aðstoð að halda."

Þetta er alls ekkert sambærilegt við ummæli Romney, og í því felst engin ásökun að "Stuðningsstuðull" sé óhagstæðari í seinni tíð - - einfaldlega þ.s. þeir segja að þetta bendi til þess að atvinnulífið sé veikara um þessar mundir.

Í því felst engin sérstök ásökun heldur, sú ábending að atvinnulífið haldi uppi fj. manns sem starfar utan einkageirans - - það liggur alls ekki í því ásökunin "ómagar."

Þetta er einfaldlega sannleikurinn, að atvinnulífið heldur uppi öllum þeim sem njóta stuðnings sameiginlegra sjóða, hvort sem það eru börn eða þeir sem ekki geta unnið eða hafa ekki vinnu af margvíslegum ástæðum, auk þess að halda uppi öllum sem starfa á vegum þess opinbera.

Þetta er einfaldlega ábending - - sem þarf að hafa í huga.

Virkilega ákaflega neikvætt - að bera þessa greiningu við ummæli Romney.

Eins hófsöm og hún í reynd er.

 

Niðurstaða

Ég varð eiginlega hneykslaður á mínum gamla kennara fyrir ofangreindan pistil. Og þið getið séð hvernig ég brást við, því ég setti inn athugasemd. Þó ég væri mjög verulega hneyxlaður, eigi að síður svaraði ég eins hófsamt og mér var framast unnt.

 

Kv.


Hvers vegna eiga vesturlönd að vera þolinmóð við múslima?

Það hefur skapast áhugaverð umræða vegna færslu síðustu færslu minnar Hvers vegna er svo gaman að búa til skopmyndir af Múhameð? ég ætla því í framhaldinu að útskýra, af hverju ég er á þeirri skoðun, að það sé ekki skammsýn stefna, að sýna umburðarlyndi gagnvart Íslam, og múslímum innan Evrópu. Þvert á móti sé það, skynsöm og ekki síst - framsýn stefna.

En til þess að skilja af hverju svo er - þarf að teikna upp nægilega stóra mynd.

En fólk þarf að átta sig á því, að meginþungamiðja heimsins er að færast til Asíu.

Þar sem hún var áður fyrr - annað sem þarf að skilja, er að það er mjög mikill akkur í því fyrir Evrópu, og fyrir Bandaríkin, að tryggja friðsöm samskipti til framtíðar við heim múslíma.

Binda með öðrum orðum - varanlegan enda á þau stríð sem háð hafa verið með hléum milli vesturlanda og heims múslíma sl. 1000 ár eða þar um bil. 

Í kalda stríðinu, gátu Sovétríkin hagnýtt sér andúð Araba gagnvart vesturveldum.

En nú þegar Kína er vaxandi framtíðarveldi, væri vesturveldum mikill akkur í því, að komast hjá því, að Kína geti hugsanlega með sambærilegum hætti, notfært sér slæm samskipti milli ríkja múslima og vesturvelda - - sér til framdráttar; vesturveldum til tjóns.

 

Er unnt að endurskapa Miðjarðarhafsmenninguna?

Fyrir daga íslam, áður en þeir náðu undir sig N-Afríku. Hafði um árþúsundir svæðið meðfram Miðjarðarhafi allan hringinn, verið eitt samfellt menningarsvæði. Sannarlega voru þar töluð mörg tungumál. Ríki risu og hnigu. En allt svæðið var í verslunarviðskiptum hvert við annað, hugmyndir og þekking barst greiðlega um.

En þ.s. meira var, svæðið var einnig í verslunarviðskiptum við Indland og Kína. Sú verslun nær einnig aftur árþúsundir. Alla tíð aftur til þess tíma, er hin ævaforna Indusdalsmenning var og hét, með borgum eins og Harappa og Mohenjo Daro.

N-Evrópa var þá frumstætt ættbálkasvæði, ekki þau þróuðu þjóðríki sem til eru í dag. Menning sú sem til staðar var einskorðuð við svæðið við Miðjarðarhaf. Einungis eftir hrun Rómarveldis, fara ríki að byggjast upp í Evrópu norðanverðri.

Þegar V-rómverska ríkið hrundi á 5. öld, skömmu eftir að innrás Húna hafði verið hrundið, sem virðist hafa verið mjög eyðileggjandi. Virðist hafa átt sér stað mjög mikið samfélagslegt hrun.

Sú háþróaða menning sem rýkti í V-Evrópu undir Rómarveldi, leið undir lok. Fjöldi borga fór í eyði, eða þær minnkuðu mjög mikið. Flest ber vitni þess, að það hafi orðið "hrun í íbúafjölda."

Það virðist að hin kristna V-Evrópa hafi einangrast frá umheiminum - að hin fornu verslunartengsl hafi slitnað.

Sem er áhugavert, er að konungar á fyrri hluta miðalda, ólíkt keisurum Rómarveldis eða konungum hinnar fornu Miðjarðarhafs menningar, völdu oftast nær ekki að hafa sitt aðsetur innan borga.

Sbr. að konungar Frakklands, komu sér fyrir utan við París - ólíkt fornu ríkjunum, virðist að menn hafi lítt lagt áherslu á að byggja upp borgir, setja upp glæsilegar byggingar o.s.frv.

Áhugavert, að einna helst var það Kirkjan, sem viðhélt byggingalyst - sem varðveitti þá litlu þekkingu sem ekki glataðist. Meðan höfðingjarnir, virtust einungis hafa áhuga á styrrjöldum.

Á fyrri hluta miðalda, var það meira að segja algengt - að aðalsmenn jafnvel konungar, væru ólæsir og óskrifandi.

Sýnir hið algera hrap í menntunarstigi.

Evrópa var nánast orðin að barbarýi.

Það eiginlega sýnir atburðarás sú sem átti sér stað - þegar fyrsta svokallaða "krossferðin" á sér stað, að evr. barbararnir þeir brenndu og myrtu íbúa þeirra borga er þeir tóku, t.d. íbúa Jerúsalem.

Þetta sennilega sýnir glöggt, hve lágt það menningarstig var - sem Evrópa hafði sokkið í.

Eins ljótir og þeir atburðir voru, hafði þó fyrsta krossferðin mjög mikilvæg áhrif innan Evrópu, þ.e. V-Evr.

En með því að taka það svæði sem kallað er á íslensku "botn miðjarðarhafs" á ensku "the Levant." 

Þá komst Evrópa aftur í samband við fornu verslunarleiðirnar!

Þó svo að Evrópumenn hafi ekki ráðið því svæði mjög lengi, þá rofnuðu þau viðskiptatengsl ekki - fyrr en Tyrkir tóku það svæði á fyrri hluta 15. aldar.

Það sem gerðist hafði gríðarleg áhrif á Evrópu, því með þessari opnun verslunarleiðanna á nýjan leik, komst Evrópa aftur í tengsl við þann þekkingarheim er var til staðar utan við Evrópu. 

Á þessum tíma - barst þekking á pappír til Evrópu, púðrið barst einnig, en ekki síst vind- og vatnsmyllur bárust einnig frá Kína til Evrópu.

Þetta leiddi til algerrar byltingar í atvinnuháttum, menningarstigi - og auð.

Skv. rannsóknum fornleyfafræðinga - virðist sem að samfelldur efnahagsuppgangur hafi í kjölfar 1. krossferðarinnar hafist í V-Evrópu, sem náði hámarki í "endurreisnartímabilinu á Ítalíu á 15. öld.

Þetta leiddi einnig til mikils auð í löndunum við botn Miðjarðarhafs, því þau voru aðal millimennirnir í viðskiptum Evrópu við Kína og Indland. 

Það var stöðugur stígandi í þessu fram undir cirka 1430-1440. Þegar það virðist að kreppa skelli á, en þetta sést m.a. á farmskrám skipa þ.e. magni fluttu, einnig á því að meðalstærð flutningaskipa virðist fara niður - sterk vísbending um efnahagslega niðursveiflu.

Siglingar Portúgala! Grænt sýnir yfirráð Portúgala í tíð John III 1520-1557.

Ástæða - efling Tyrkjaveldis. Sem virðist hafa lagt á svo háan skatt á þessa verslun, að það framkallaði efnahagslega hnignun.

Þetta er líka algerlega klassískt dæmi um afleiðingar of skattlagningar, því í kjölfarið hófst siglingaútrás Evrópu, og cirka 60 árum síðar voru Evrópumenn komnir til Indlands, með því að sigla utan um Afríku.

Fyrir bragðið, þá hrundi verslun múslima á Indlandshafi - sem þeir höfðu þá stjórnað um nokkurra alda skeið, og Tyrkland missti marga spóna úr sínum aski.

  • Punkturinn er sá, að þrátt fyrir skömm yfirráð yfir botni Miðjarðarhafs, þá viðhéldust viðskiptin samt í um tvær aldir til viðbótar, þannig að kaupmenn múslíma sáu um að vera millimenn.
  • Evrópa vandist því, að fá vörur frá Eyjum v. Indlandshaf "svokölluðum kryddeyjum," postulín og silki frá Kína, og margvíslegan varning frá Indlandi.
  • Þessi viðskipti virðast það tímabil hafa gengið árekstralítið.
Þetta er í reynd dæmi um friðsamleg samskipti milli heims múslima og Evrópu, sem oft á fyrri öldum virtist meir undantekning en regla.
  • Síðan er viðbótar-punktur sá, að þetta tímabil í kjölfar fyrstu krossferðarinnar, markar hið raunverulega upphaf á upprisu Evrópu.
  • Engin leið að útskýra þann kraft sem síðar var til staðar á 16. öld, án þess að hafa í huga þær miklu breytingar, og framþróun sem þeim fylgdi innan Evrópu - í kjölfar þess að Evrópa komst aftur í tengsl við Indland og Kína.

Botn Miðjarðarhafs var á þessum tíma auðugt svæði - og það svæði getur vel orðið það aftur.

Í samhengi verslunar og viðskipta innan Miðjarðarhafs, og í framhaldinu viðskipti við Indlandshafssvæðið og SA-Asíu, eru lönd í S-Evrópu mjög miðlæg svæði, t.d. þá er Grikkland ekki afskekkt land, heldur nærri hringiðunni. Þess vegna var það rýkt áður fyrr.

Ef tekst að skapa sæmilega lýðfrjáls samfélög í N-Afríku, og í öðrum löndum múslíma við Miðjarðarhaf, og í framhaldinu skapa uppbyggingu atvinnulífs.

Er það ekki absúrd, að Miðjarðarhafssvæðið geti risið upp á ný.

 

Ekki er víst að arabíska vorið 2011 leiði til lýðræðisbyltingar!

Aðstæður eftir hrun nokkurra einræðisstjórna eru enn á flökti þ.e. "fluid." Möguleikinn á valdatöku ofsatrúar-afla er til staðar. En ekki útkoma sem er öruggt að muni eiga sér stað.

Í því viðkvæma andrúmslofti, væri það einkar ósnjallt ef Evrópa og vesturlönd, færu að beita sér gegn aðflutningi múslíma til Evrópu og Bandar.

En það væri gríðarlega hagstætt fyrir framtíðina, ef lýðræði myndi ná að skjóta rótum.

Og ef, í kjölfarið tekst að koma af stað, uppbyggingu atvinnulífs.

Á þeirri stundu, sem enn eru vonir um hagstæða útkomu, um hugsanlegt framhald af friðsömum samskiptum, og áfram batnandi. 

Væri mjög ósnjallt, að grípa til ráðstafana, sem myndu skapa reiði og úlfúð meðal íbúa múslima landanna við Miðjarðarhaf, nýja andúð gagnvart Evrópu og Bandar.

Atvinnu-uppbygging myndi að sjálfsögðu smám saman stöðva aðflutning frá Suðri. Síðan er annað vert að muna, að þeir sem hafa sest að í Evrópu, þeir hafa samskipti við sitt fólk í sínu fyrra heimalandi, svipað og svokallaðir V-Íslendingar skiptu miklu máli á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar, þá er líklegt að þegar atvinnu-uppbygging myndi fara af stað, þá myndu þeir sem hafa lært innan Evrópu margir hverjir snúa til baka til síns heimalands, og gerast þar frumkvöðlar.

Það er nefnilega svo, að ein leið til þess að hópur læri nýja syði, er einmitt að setjast að í öðru landi, og flytjast síðan til baka. Auðvitað myndi bara hluti það gera, áfram yrðu múslímar til staðar í Evrópu.

En í gegnum þessa innflytjendur, berast menningaráhrif til baka, innflytjendurnir einnig þekkja á það hvernig lýðræðið í Evrópu virkar, og geta síðan flutt þá þekkingu aftur til baka til síns fyrra heimalands.

Slík uppbygging múslímaheimsins, myndi styrkja mjög svæðið í heild þ.e. ef maður slær saman Evrópu og svæðinu hringinn í kringum Miðjarðarhafið, og efla vægi þess sem heild - í samkeppni við Asíu.

Þegar Asía var sterk áður fyrr, var Miðjarðarhafssvæðið oft einnig öflug miðja, það getur vel gerst aftur.

 

Niðurstaða

Við (vesturlönd) eigum að horfa til þess langtímasjónarmiðs, að ná fram varanlegum friði við múslimaheiminn við Miðjarðarhaf, þannig að Miðjarðarhaf geti aftur tekið upp sitt forna hlutverk að vera verslunar- og mennningarmiðja. 

Það myndi vera mjög sterkur leikur til framtíðar, þegar Asía verður aftur orðin öflug eins og hún áður var, þá geti hugsanlega í sameiningu Evrópa og sú vagga sem siðmenning okkar spratt úr, verið öflugt mótvægi.

-----------------

Bandaríkin myndu alls ekki tapa á því, þ.s. ef friður næst með þessum hætti, væru bandar. fyrirtæki mjög líkleg að finna leiðir til að græða á þeim uppgangi sem myndi skapast.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband