Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
19.5.2012 | 01:06
Hræðslan um stöðu Spánar!
Á föstudag voru 16 spænskir bankar felldir um mat á lánshæfi af lánshæfismatsfyrirtækjunum Moody's og Fitch Rating. Fyrr í vikunni lækkaði Fitch 3 héröð á Spáni í ruslflokk. Fréttirnar af spönskum bönkum, settu fókus manna á Spán á föstudag, og Grikkland féll a.m.k. tímabundið í skugga.
Myndin sýnir aukningu eða minnkun í milljörðum evra á bankainnistæðum síðan í janúar 2012, og sýnir greinilega flótta á innistæðum milli landa!
Two tiers, one crisis for Spanish banks
Eins og kemur fram í þessari umfjöllun Financial Times, eru stærstu spænsku bankarnir Santander, BBVA og La Caixa taldir vel reknir - af flestum sem telja sig hafa vit á bankamálum.
Fljótt á litið virðast flestir spænskir bankar bærilega staddir, þ.e. flestir þeirra með eiginfjárhlutfall metið sem 10%, sem er yfir meðaltali á evrusvæði, þ.s. það oft hefur ekki verið nema á bilinu 5-6%.
Ekki er þó endilega allt sem sýnist - því tvær stórar ógnanir veikja stöðu þeirra!
- Fyrsta lagi er það gríðarlegt magn af slæmum húsnæðislánum, sem skv. tilkynningu Seðlabanka Spánar - Spain hit by rise in bad bank loans - standa nú í 148ma., aukning um 1/3 í umfangi húsnæðislána í vandræðum innan spænska fjármálakerfisins.
- Í öðru lagi, og það getur reynst fyrir rest hin stærri ógn, er gríðarleg magn sem spænskir bankar eiga af skuldabréfum spænska ríkisins. En miðað við vaxtakröfu Spánar í dag, eru spænskar skuldir örugglega þegar að ganga kaupum og sölum á endursölumarkaði, á einhverjum afföllum frá fullu verði.
- Samanlagt getur þetta tvennt étið upp eiginfjárhlutfall upp á 10% og gott betur.
- Þannig að jafnvel stöndugustu bankarnir 3, sem hafa einnig fjölmörg útibú í öðrum Evrópulöndum, geti lent í vandræðum.
Spænsk stjórnvöld eru þó að gera sitt besta - að því er séð verður!
Spain bids to pin down real estate losses
Skv. þeirri frétt hafa spænsk stjv. ráðið utanaðkomandi matsaðila BlackRock Inc. til að meta spænsk húsnæðislán, sérstaklega skal slegið mati á muninn á líklegu markaðsvirði lána miðað við núverandi markaðsástand og bókfærðu virði þeirra, og síðan að auki á matsaðilinn að skila til stjv. mati á verðþróun þeirra miðað við slæma spámynd um framvindu spænskra efnahagsmála.
- Þetta virðist mér vera virðingarverð atlaga spænskra stjv. að því að finna út, hver húsnæðislánavandinn raunverulega er.
Spain taps Goldman to value Bankia
Skv. þessari frétt hafa spænsk stjv. ráðið Goldman Sachs fjárfestingabankann, til að meta raunverulegt virði eigna mesta vandræða barns spænska fjármálakerfisins um þessar mundir "Bankia."
En spænsk stjv. tóku hann yfir að hluta í sl. viku, þ.e. tóku sér cirka 30% eignarhlut, með fjármagnsinnspýtingu - er þá stærsti einstaki eignaraðilinn.
- Spænsk stjv. virðast vera að reyna sitt besta við það, að forðast mistök írskra stjv. er þau 2009 fóru of gassalega að, í því að leitast við að tryggja stöðu fjármálakerfisins á Írlandi.
- Þau leitast því við að stíga varlega til jarðar í því, að taka á sig kostnað og ábyrgðir!
Spánn glímir við mjög alvarlega efnahagskrísu!
Fjármálaráðherra Spánar var mjög heiðarlegur, er hann lýsti því hvað væri í húfi:
Luis de Guindos - "The battle for the euro is going to be waged in Spain" - "It is a large economy with an orthodox government implementing orthodox policies."
Hann sagði beint - að evran stendur eða fellur á Spáni.
Vandi spænska ríkisins í þessu samhengi er, að það hefur mjög ílla efni á því að verja miklum fjármunum til að styðja við fjármálakerfi Spánar, þ.s. slæm lán eru orðin 8,4% skv. frétt af heildarútlánum.
Síðan má ekki ofstara heldur á slæmu lánin - því spænska efnahagskrýsan og traust á spænska fjármálakerfinu víxlverka, þ.e. því meir sem menn óttast um stöðu spænska ríkisins, því meir skaðar það mat aðila á stöðu spænsku bankanna.
Gríðarleg eign spænskra banka á ríkisbréfum Spánar - er alls ekki síður akkílesarhæll.
Reyndar víxlverkar allt dæmið hvað um annað, þ.e. krýsan fjölgar slæmum lánum, hún lækkar einnig virði eigna sem þjóna sem veð, og að auki lækkar virði skuldabréfa eignar spænskra banka.
Þó svo að á pappírnum standi spænskir bankar vel - þá eru þessar ógnanir nægilega miklar til þess, að skapa raunverulega óvissu um það hvort spænska fjármálakerfið getur staðið af sér storminn.
Áhyggjur af stöðu þess, víxlverka einnig við stöðu ríkisstj. Spánar - og hefur einnig neikvæð áhrif á virði skuldabréfa spænska ríkisins.
Reyndar getur verið erfitt að sjá hvort er hænan og hvort er eggið í þessu samhengi.
Niðurstaða
Þó að spænskir bankar virðist í fljótu bragði með þeim sterkustu á evrusvæði, þá eru þær ógnanir það sterkar er þeir standa frammi fyrir, að fullkomlega rökrétt er að óttast um þá.
En gríðarlega alvarleg staða spænskra efnahagsmála er þeim augljóslega mikill fjötur um fót, þ.e. veikir þeirra eignastöðu því eiginfjárstöðu, auk þess að kreppan magnar upp tap á lánum sem einnig ógnar þeirra stöðu.
Síðast en ekki síst, er það óvissan um stöðu sjálfs spænska ríkisins - sem jafnvel má telja alvarlegustu einstöku ógnina við stöðu spönsku bankanna.
Það er því mjög skiljanlegt að spænsk stjv. tipli um varfærnum fótum, í nálgun þeirra að vanda fjármálakerfisins.
Ekki síst vegna þess, að það væri mjög firrískt sennilega að ef spænska ríkið myndi skuldsetja sig verulega, til að aðstoða einstaka banka - en það myndi hefna sín strax á móti með verulegu verðfalli skuldabréfa spænska ríkisins þannig að ólíkleg væri að slíkt inngrip myndi styrkja nettó stöðu fjármálakerfisins.
Þannig að spænska ríkið í þessu er að mörgu leiti statt í "catch 22" sbr. bandarísk máltæki "damned if I do and damned if I don't." - "Double damned."
Ekki furðulegt að í sl. viku hafi spænska ríkið gefið einkabönkunum fyrirmæli um að auka lausafé sitt um 30ma..
Spænska ríkið eiginlega verður að vonast til þess að bankarnir geti siglt í gegnum stórsjóina án aðstoðar.
Spænska ríkið sé nánast alveg niðurnjörvað af eigin aðstæðum - geti lítið gert.
En samtímis sé staða fjármálakerfisins, einnig hemill á spanska hagkerfið.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2012 | 20:15
Wolfgang Schaeuble, vill almennt kjör fyrir embætti forseta ESB!
Fjármálaráðherra Þýskalands lét frá sér áhugaverð ummæli í dag, þess efnis að nauðsynlegt sé til embættis forseta ESB sé kosið í almennri kosningu, væntanlegra allra þegna aðildarríkja ESB á kjósendaldri.
"The EU needs an elected president to foster greater political unity, says German FM Wolfgang Schaeuble: "Europe must have a face"."
Hvað þarf til að skapa þjóðríki?
Ef við lítum til svokallaðs Evrópuþings, þá virðist ljóst að það eitt að til þess sé kosið í almennri kosningu þegna aðildarríkja ESB - er ekki nóg, til að skapa þá öflugu samkennd sem í reynd þarf.
Ég sé ekki að augljóst sé - þó svo að slík breyting væri framkv., að gera úr þeim tveim forsetaembættum sem nú eru til, þ.e. Forseta Framkvæmdastjórnar og Forseta Ráðherraráðs, eitt sameiginlegt forsetaembætti, sem væri eins og þingmenn á Evrópuþinginu kosið til í almennri kosningu; að það myndi leiða til þróunar þeirrar samkenndar meðal íbúa aðildarríkja ESB, sem ljóst er að enn skortir töluvert upp á.
Aftur á móti þekkjum við söguleg dæmi um það, að búið hafi verið til þjóðríki, úr Því sem áður var ekki í nútíma skilningi þjóð.
- Bandaríkin.
- Frakkland.
- Þýskaland.
Frakkland
Það bregður sjálfsagt einhverjum í brún, en sannarlega á Frakkland langa sögu sem konungsríki - en það var lengst af áður en Frakkland varð að þjóðríki. Frakkland var ekki gert að þjóðríki fyrr en á 19. öld, og það var þróun sem tók nokkra áratugi.
Staðreyndin er sú, að við upphaf þeirrar aldar, talaði minnihluti franskra þegna "frönsku." Frakkland skiptist í nokkur málasvæði, og meirihluti almennings talaði eitt af nokkrum keltneskum málum. Þessum ólíku málasvæðum, fylgdi einnig umtalsverður menningarmunur. Allt á mörg þúsund ára gömlum merg.
Þ.s. gerðist var að skipulega var menningu útrýmt sem talin var óæðri, megnið af þessu átti sér stað undir Napóleon 3, sá sami sem byggði Sigurbogann fræga, og breiðstrætin í París. Það fór þannig fram, að tekin var upp samræmd menntastefna - og bannað var að kenna á nokkru öðru tungumáli en frönsku. Samræmdu menntastefnunni fylgdi samræmd sögutúlkun, og innræting.
Fólk var ekki heldur ráðið til nokkurra opinberra starfa, hvort sem var á sveitastjórnastigi eða á vegum stjv. nema það væri talandi á frönsku. Franska var gerð að opinberu tungumáli, og skipað var um að allir opinberir fundir og fundagerðir, væru á frönsku.
Þetta tók kannski 2 kynslóðir, samtímis var mikið um þjóðerniskenndan áróður, fáanum veifað ótt og títt, þjóðsöngurinn sunginn við sem flest tilefni - vart þarf að taka fram að bóka og blaðaútgáfa á nokkru öðru tungumáli en frönsku var bönnuð.
Málið er að sameiginlegt tungumál er mjög mikilvægur þáttur í því að skapa "samkennd."
En einnig sameiginlegur óvinur - en meðan verið var að Frakklandsvæða landið á fullu, var einnig í gangi öflug óvinavæðing í Frakklandi á Þýskalandi - eða nánar tiltekið Prússlandi.
Þýskaland
þjóðverjar höfðu forskot að einu leiti, en Þýskaland var fyrir sameiginlegt málasvæði - þ.e. meirihluti þýskumælandi. En öfugt, þá var ekki sameiginlegt ríki. Heldur var stór þáttur í að skapa samkennd, baráttan fyrir sameiningu landsins - í reynd mjög svipað því sem gerðist á Ítalíu. Áhugasamir aðilar um sameiningu Þýskalands, breiddu út fagnaðarerindið um allt landið - og gátu þá einfaldlega dreift sama efninu alls staðar þ.s. allir gátu lesið það. Meðan að á Ítalíu var landið sameinað í stríði. Þungamiðja sameiningar varð út frá ríkinu Prússlandi, í reynd má segja að Prússland hafi lagt allt landið undir sig, þó það hafi ekki átt sér stað í styrrjöld.
- Heldur beittu þeir þjóðernisstefnunni fyrir vagn sinn, og tókst að grafa undan stjv. annarra ríkja t.d. Bægjaralands, sem mörg voru sjálf með gamla sögu sem sjálfstæð konungsríki.
- Að auki beittu þeir styrrjöldum við utanaðkomandi ríki fyrir vagn sinn, þ.e. utanaðkomandi óvin. Fyrst var það Danmörk 2 stríð, síðan var það Austurríki, og að lokum stríð við Frakkland.
Eins og í Frakklandi, var eftir sameiningu komið á samræmdri menntunarstefnu, sem fól í sér sömu þættina þ.e. samræmda sögutúlkun - það virðist alltaf vera mjög mikilvægt atriði, auðvitað mátti bara kenna á þýsku en það var minna atriði í reynd en innan Frakklands.
Síðan eftir að bæði ríkin Frakkland og Þýskaland voru orðin þjóðríki, hófust miklar æsingar beggja megin, þ.s. mjög öflug óvinavæðing átti sér stað í báðum ríkjum. Sem endaði með styrrjöld.
Fyrri Heimsstyrrjöldin má segja að hafi verið hápunkturinn, en mjög undarlegar hugmyndir um Frakka voru útbreiddar meðal þjóðverja og öfugt.
En hluti af sköpun samkenndar hefur alltaf sögulega verið "sameiginlegur óvinur."
Bandaríkin
Ég vísa til þekktasta matarboðs í sögu Bandaríkjanna: The Most Important Dinner Party in American History. Árið er 1790, og Bandaríkin ekki enn komin með sameiginleg fjárlög. Þetta er sá tímapunktur þ.s. Bandaríkin líkjast mest ESB dagsins í dag. Deilan snerist kaldhæðni örlaganna um skuldir, sem á þeim tíma mælikvarða voru miklar upphæðir. En ríkin voru mis vel stæð. Sum stóðu ílla rekstrarlega, vegna skulda. Meðan önnur voru búin að leysa þau mál. Þau betur stæðu, voru treg til að aðstoða ríkin í skuldavanda. Umræða var komin á flug undir niðri, um hvort ekki ætti að leysa upp sambandið - eða slíkrar umræðu gætti í sumum þeirra betur settu.
Lausnin var að Washington forseta, tókst að kaupa stuðning Virginia ríkis við málstað norðurríkjanna, með því að samþykkja að höfuðborgin myndi vera staðsett þar, og á móti fékk hann fulltrúa Virginíu ríkis til að samþykkja að alríkið myndi fá rétt til að skattleggja öll fylkin, svo að alríkið myndi greiða upp stríðsskuldir allra ríkjanna og þannig létta undir með norðurríkjunum.
Lausn skuldin færð tekin yfir af alríkinu, sem á móti fékk að skattleggja öll ríkin.
Á móti, fékk mikilvægt ríki sem var eitt af þeim vel stæðu sem framan af hafði verið andstætt sameiginlegri skattheimtu, að hafa höfðuborgina innan landamæra eigin fylkis.
Eins og fram kemur í textanum á hlekknum, var niðurstaðan samþykkt með naumum meirihluta á bandaríska þinginu.
En þaðan í frá hefur bandaríska Alríkið haft sameiginleg fjárlög, og getað aðstoðað einstök ríki með því að taka yfir að einhverjum hluta skuldir þeirra.
------------------------------
Þ.s. ekki kemur fram í sögunni á hlekknum, var að undirliggjandi ótti um erlend afskipti hafði áhrif á niðurstöðuna - að erlend ríki myndu deila og drottna, niðurstaða jafnvel stríðsins sem var svo nýlega leidd til lykta, yrði ónít ger - ef hið sameiginlega ríki myndi ekki vera styrkt.
Það þurfti ekkert að óvinavæða hin erlendu stórveldi á meginlandi Evrópu, en ekki nokkur vafi þarf að vera á því, að Bretar hefðu vel hugsað sér þá einmitt að deila og drottna, eða Frakkar.
Íbúunum var í fersku mynni, það sem þá var nýaflokið - þ.e. sjálfstæðisstríði Bandar. Það efldi samkennd. Eða hún var að nokkru verulegu leiti þegar til staðar, vegna áralangrar sameiginlegrar baráttu.
Að auki hefur örugglega hjálpað til, að allir töluðu ensku. Þá var það þannig.
Öfugt við Frakkland eða Þýskaland, var enska aldrei formlega gerð að lögbundinni þjóðtungu. Það greinilega þurfti ekki.
Hvað getum við lært af ofangreindum dæmum?
- Sameiginleg tunga.
- Sameiginlegur óvinur.
Þessir tveir þættir virðast skipta gríðarlegu máli við það að skapa eða efla samkennd.
Margir gleyma því, að fram til 1989 frá cirka 1946 geysaði í álfunni svokallað Kalt Stríð.
Sú sameiginlega ógn, var örugglega mjög stór þáttur í því, að tókst að skapa þá samstöðu sem til þurfti, til að koma á fót svokölluðu Kola og Stál Bandalagi stofnað 1952 - grunnhugmyndin að tengja Frakkland og Þýskaland svo nánum böndum að stríð milli þeirra yrði óhugsandi. En akkúrat þá, menn þurfa að muna að Stalín var enn lifandi, Þýskaland var enn að reisa sig út úr rústum. Það varð allt í einu mikilvægt atriði að efla evróska samstöðu og einnig efnahag sem hraðast, til að mæta hinni sameiginlegu ógn. Að draga úr hættu á viðsjám milli V-Evrópuþjóðanna, var akkúrat á þessum tíma mjög gagnlegt atriði - þegar slík sameiginleg barátta var í gangi.
Bakgrunnur Kalda stríðsins er gríðarlega vanmetinn af mörgum áhangendum Evrópusambandsins, sem láta oft sem að það hafi eingöngu verið stofnað sem friðarsamband/friðarhreyfing.
En tilgangurinn að efla friðinn meðal V-Evrópuríkja - efla þeirra efnahag, þjónaði akkúrat samtímis þeim hagsmunum að verjast hinni sameiginlegu ógn í Austri.
Síðan hélt sú samþættingarþróun áfram, og með Rómarsáttmálanum 1957 var stofnað til svokallaðs Evrópubandalags. Sem tók við af Kola og Stál, þó Kola og Stál hafi haldið áfram að starfa í bakgrunni EB.
En allan tímann var hin sameiginlega ógn í bakgrunni - enginn vafi á því, að sú vitneskja efldi tilfinningu fyrir nauðsyn á samstöðu. Það varð síðan ekki að ESB fyrr en 1993.
En ég held það sé fullkomlega öruggt, að án þess að allan tímann frá 1946 - 1989 hafi V-Evrópa haft Austantjaldið horfandi yfir öxlina á sér, myndi sú samrunaþróun er átti sér stað þau ár verið fullkomlega útilokuð.
- Ég held að það sé útilokað að beita þeim aðferðum sem beitt var í Frakklandi á 19. öld þegar Frakkland var Frakklandsvætt. Svo samræming menningar og tungu - sé klárt ekki inni í myndinni sem raunhæfur möguleiki.
- Þá er einungis eftir spurningin um "Sameiginlegann óvin."
Sameiginlegur óvinur!
Það er enginn vafi á því, að hatur frakka á þjóðverjum árin eftir 1850 og fyrri hl. 20. aldar, gegndi miklu hlutverki í því, að meitla hina frönsku þjóð meðan samtímis var hún leiruð saman af samræmdu skólakerfi og reglunni um að einungis mætti nota eitt tungumál.
Að sama skapi, beitti Prússland með mjög árangursríkum hætti fyrir sig þjóðernishyggjunni, þegar Þýskaland var sameinað á nokkrum áratugum. Og styrjaldir við utanaðkomandi óvini, urðu mikilvægur þáttur í sköpun hins sameiginlega ríkis, í eflingu þjóðarsamstöðu. Fyrst við Danmörku 2 stríð, síðan Austurríki og svo við Frakkland. Eftir það gegndi áfram óvinátta þjóðanna áfram sama hlutverki, að meitla samstöðuna meðan þjóðin var að venjast því að búa undir einni sameiginlegri stjórn.
Hver ætti óvinurinn að vera?
Mér sýnist vænlegast að hafa það "Kína."
- Það væri tiltölulega létt verk - að skapa óvinaímynd af Kína, enda eftir allt saman, eru kínv. ekki að kaupa okkur upp? Þegar er til staðar undirtónn tortryggni.
- Kína er vaxandi veldi, það einnig er nánast sjálfkrafa tortryggilegt í augum margra, svo það einnig léttir verkið við að sá tortryggni og jafnvel hatri.
- Kína er einnig "ólýðræðislegt" einsflokks ríki - við erum vön því að tortryggja slík sbr. Sovétríkin sálugu, slíkt framandi stjórnarfar og tortryggilegt í sjálfu sér í augum margra í Evópu, og það einnig auðveldar verkið við sköpun óvinaímyndar.
- Ekki má gleyma samkeppni um auðlyndir - en Kína er vaxandi mæli að sækja í auðlyndir víða um heim, og það sbr. samkeppni við okkur - er einnig leið til að auðvelda sköpun óvinaímyndar.
- Ekki síst er Kína þægilegur óvinur, þ.e. ekki of nærri - allt Rússland á milli, margir fjallagarðar og eyðimerkur að auki.
- Þessu þarf auðvitað að fylgja dæmigerðar birtingamyndir - þ.e. efling hers, sameiginleg herþjónusta hefur alltaf verið stórt atriði - þá þarf eiginlega að vera "herkvaðning."
- Flott er að hafa stóran flota, svo unnt sé að sína vald máttar Evrópu sem víðast, og hafa flotaæfingar helst á svæðum þ.s. vænta má skipaumferðar frá óvininum.
- Það þarf að viðhalda nægilegri ógn, til þess að réttlæta að nægilega stór her sé til staðar - svo allir þegnar þurfi að gegna herþjónustu a.m.k. í heilt ár eða 2. Þ.e. þáttur í eflingu sameiginlegrar sálar.
- Þó svo ekki sé unnt að skipa fyrir um eitt tungumál, væri samt mögulegt að samræma námsskrá, svo unnt sé að innræta ungu kynslóðinni sameiginlega sýn á sögu og menningu.
Niðurstaða
Það eru sterkar vísbendingar um að bæði í Frakklandi og Þýskalandi, hafi almenningur í hvoru landi um sig verið skipulega verið alinn upp á hatri og fyrirlitningu, á þegnum hins landsins.
Auðvitað hjálpaði það til, að fyrir var til staðar ákveðinn undirtónn haturs og tortryggni, sem hægt var að efla með skipulegum hætti.
Það sama væri fræðilega unnt að gera í tilviki Kína, því þ.e. þegar til staðar ákveðinn undirtónn vaxandi tortryggni gagnvart Kína, meðal hópa almennings í Evrópu.
Spurning hvort að menntuð elíta Evrópu - hafi nægileg áhrif, og að auki nægilega mikla kaldhæðni til að bera, til að vera fær um að skapa fyrir ESB eða a.m.k. evrusvæði sem heild, skipulegt þjóðvæðingarprógramm - með sögulega séð klassískum aðferðum.
Meðan að upplifunin um vaxandi ógn frá sameiginlegum óvin, væri notuð í því skyni að efla samstöðu, í því að skapa það lím sem þarf til, svo að unnt sé að breyta lausu ríkjasambandi í raunverulegt sambandsríki.
Þá þarf að veifa fánum - halda stemmingarsamkundur á torgum svipað og nasistar beittu í Þýskalandi til að breiða út hatur á gyðingum.
Við sem flest tækifæri þarf að syngja þjóðsöng, o.s.frv. - Evrópa uber alles :)
Ps: Áhugaverð frétt frá Reuters, sem sýnir að Syriza flokkurinn er langt í frá öruggur með sigur.
Poll shows Greece electing pro-bailout government
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.5.2012 kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2012 | 02:34
Getur Grikkland hrakist út úr evrunni fyrir 17. júní?
Það er nefnilega brostið á flóð flótta fjármagns út úr grísku bönkunum, sem virðist hafa hafist sl. mánudag þegar ljóst var að ekki yrði mynduð ný stjórn í Grikklandi, og ljóst að stefndi í kosningar þ.s. líkur virðast miklar á því, að flokkar sem eru andvígir björgunaráætlun Grikklanda komist til valda.
Hingað til frá því að evrukrýsan hófst virðist sem að þrátt fyrir allt hafi ekki nema 30% innistæðna í grískum bönkum verið farin - áfall en ekki hrun.
En síðan á mánudag hafa 3ma. flúið út úr bankakerfinu gríska þ.e. 2% á 3 dögum.
Útflæðið rúmlega 700 milljónir evra per þessa 3 daga.
Þetta kemur fram í The Economics:
Sjá einnig: Debt crisis: Greek euro exit looms closer as banks crumble
Þetta er algerlega rökrétt hegðan innistæðueigenda!
Þeir sjá fram á það að innistæður þeirra geti orðið í einu vetfangi á bilinu 50-80% minna virði, svo það er gersamlega rökrétt að taka þá evrurnar sínar út og varðveita undir kodda, ef þær hafa ekki verið fluttar í banka í öðru landi.
Vandinn sem þetta skapar fyrir Seðlabanka Evrópu er, að grískir bankar eiga ekki lengur nein nothæf veð, gegnt neyðarlánum.
Á sama tíma er ljóst, að þetta aukna fjárútstreymi þíðir að grísku bankarnir, sækja sér meira fé til Seðlabanka Evrópu.
Sem magnar upp fyrirséð tap Seðlabankans þegar - ekki ef - Grikkland verður gjaldþrota.
Það getur farið að reyna á viljann innan stofnunarinnar, til þess að moka sífellt auknum flaumi af pening inn í gríska fjármálakerfið - ef eins og virðist hæsta máta líklegt að það muni spyrjast út, meðal almennings á Grikklandi að fólk sé farið að taka peningana sína út, sem þá hvetur enn flr. til að gera það hið sama.
"Runaway" paník ástand getur myndast mjög hratt - ef þessu fer fram sem horfir, það má því vera að Grikkland muni hrekjast út úr evrunni, áður en að 17. júní kemur.
En ef gríska bankakerfið dettur um koll, sem það mun gera ef Seðlabankinn heykist um að dæla stöðugt fé inn á móti þ.s. líklega getur nú á næstu dögum þróast upp í allsherjar flótta peninga, þá á gríska ríkið engan valkost annan.
En að hefja prentun eigin peninga án tafar - en það væri eina mögulega leiðin fyrir gríska ríkið, að tryggja almenna fjármálaþjónustu í landinu, ef Seðlabanki Evrópu heykist á einhverjum tímapunki á næstu dögum, svo að bankakerfið gríska fellur um koll.
Þá um leið - gengur í gegn sú atburðarás sem menn hafa verið að íta á undan sér, þ.s. þá fellur sá nýi gjaldmiðill óhjákvæmilega stórt móti evrunni.
Og Grikkland mun eiga engan annan úrkosti, en að lýsa sig greiðsluþrota - enda munu allar skuldir 2-faldast í andvirði á móti hinum nýja gjaldmiðli, og sennilega jafnvel gott betur.
Þetta færir aukna spennu í þá daga sem líða nú fram að 17. júní
Skv. frétt Financial Times eru uppi samantekin ráð allra helstu stjórnenda stofnana ESB, og ríkisstjórna aðildarríkja evru fyrir utan Grikkland - að stefna að því að vinna sigur í kosningunum á Grikklandi 17. júní nk. - með þá stefnumörkun að kosningarnar séu um evruaðild eða ekki.
En grískur almenningur er enn upp til hópa fylgjandi því að vera í evrunni - líklega ekki almennur skilningur á því, hvað það þíðir að ef Grikkland verður gjaldþrota.
Svo stefnan er að setja málið fram með mjög skýrum hætti - standa við greiðslur af skuldum, standa við niðurskurðaráætlun og halda evru; eða sleppa henni, verða gjaldþrota.
Og þjóðinni verður sagt - að gjaldþrot þíði fátækt og vonarvöl! Efnahagslegur djúpfrystir.
Greeks urged to run poll as euro vote
"Senior European leaders are attempting to turn Greece's repeat mational election next month into a referendum on the country's membership of the euro, a high-stakes political gamble that officials believe can win back voters disillusioned by the tough bailout conditions but eager to stay in the single currency."
"José Manuel Barroso, president of the European Commission: We want the Greece to remain part of our family, of the European Union, and of the euro." - "This being said, the ultimate resolve to stay in the euro area must come from Greece itself."
"Senior European officials said the position was agreed after meetings this week, including a lunch on Monday between Barroso and other heads of EU institutions, including Mario Draghi, president of the European Central Bank, Herman Van Rompuy, the president of the European Council, eurozone finance ministers. It was also discussed at Monday's night's meeting of Mr Juncker's eurogroup."
"The next election is going to be a sort of a referendum election," said one eurozone finance minister. "We are going to convey very clearly to the Greek people that if there is no stable government to implement the conditions of the programme then we are going to have difficulties and are going to have to adopt plan B."
Formaður Syriza flokksins hefur verið að vara kjósendur sína við því, að allt verði reynt að hálfu stofnana ESB, og annarra áhrifaaðila innan evrusvæðis - að mála það mjög dökkum litum, framtíð Grikkland og grísks almennings, ef grískur almenningur styður hann og hans flokk til valda, þannig að í reynd verði áætlun evrusvæðisríkja um Grikkland hafnað í annað sinn af kjósendum.
Það er ljóst að áróðursstríðið er að hefjast fyrir virkilega alvöru.
Niðurstaða
Ef miklar úttektir úr grísku bönkunum sl. mánudag, þriðjudag og miðvikudag; sýna að allsherjar flóðbylgja úttekta út úr gríska bankakerfinu, er farin af stað.
Þá óneitanlega, bætir það ástand enn á spennuna - fram að kosningum á Grikklandi þann 17. júní nk.
Á sama tíma, eru stofnanir ESB og aðrir áhrifaaðilar á evrusvæði, að hnykla vöðvana fyrir áróðursstríðið mikla, sem mun dynja á grískum kjósendum næstu vikurnar fram að 17. júní nk.
Spurning hvort maður muni naga neglurnar niður í kjúku á næstunni?
Kv.
16.5.2012 | 01:42
Stefnir í spennandi kosningar í Grikklandi um miðan júní!
Eins og fram kom í helstu fjölmiðlum, hefur forseti Grikklands loks gefist upp á stjórnarmyndun, í reynd var þetta óskaplega stutt - einungis 7 dagar sem leitast var við að mynda stjórn. Til samanburðar hefur það tekið allt að hálft ár frá kosningum, að mynda stjórn í Belgíu.
Sjá úrslit kosninganna fyrir viku!
Til samanburðar niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar:
SYRIZA Surges in Polls, Sun Setting on Golden Dawn
- Syriza........................20,5%
- Nýtt Lýðræði..............19,4%
- PASOK.......................11,8%
- Sjálfstæðir Grikkir.........7,8%
- Lýðræðislegt Vinstri......6,2%
- KKE kommúnistar.........4,8%
- Nýnasistar detta út.
Spennan sníst um það hvort "Bandalag Róttækra Vinstrimanna" eða Syriza nær því að verða stærsti flokkurinn, en undanfarna daga hafa kannanir sýnt þann flokk með allt að 25%.
Þá fær sá flokkur 50 þingmenn að gjöf skv. reglu á gríska þinginu, sem kveður á um að stærsti flokkurinn, fái alltaf 50 þingmenn til viðbótar, fyrir það eitt að vera stærstur.
Undanfarin ár hefur þetta auðveldað myndun eins flokks meirihluta í Grikklandi.
Hægri menn og grískir kratar, hafa skipst um að koma sínu fólki að á ríkisjötunni, þ.s. laun og fríðindi eru hærri en gengur og gerist í grísku samfélagi.
Það leiðir til þess, að menn reyna mikið til að komast inn í ríkisstarf - öfugt því sem er háttað t.d. hér á landi, þ.s. einkarekstur hefur yfirleitt veitt betri laun.
Að baki uppreisn grískra kjósenda býr ekki síður reiði yfir því hve gersamlega ónýt forystusveit megin hægri flokksins annars vegar og hins vegar PASOK - er, og hefur reynst vera í gegnum árin.
Stór hluti skulda Grikklands er einfaldlega komnar til - vegna þess spillingarkerfis sem flokkarnir bjuggu til, þ.s. fólki sem hefur haft tengsl við flokkana, hefur getað holað sér niður í þægileg vel borguð störf.
A.m.k. vel rúmur helmingur skulda Grikklands, er búið til vegna þess hallarekstrar sem fjármagnaður var með lánum, var framkallaður af kostnaðinum við þetta spillingarkerfi.
Ósanngjarnar skuldir?
- Um er að ræða skuldir sem almenningur naut ekki hagnaðar af - þegar var verið að búa þær til.
- Þetta er ekki síst grunnur reiðinnar - að almenningur sér fram á gríðarlega lífskjaraskerðingu - til að greiða niður slíkar óreiðuskuldir.
- Þannig að til verður mjög svipuð reiði og hér hefur rýkt, vegna skulda sem "banksterar" bjuggu til - og þjóðin hefur ekki viljað taka að sér að borga.
- Ég bendi á þetta - að í augum fjöldans í Grikklandi - er ekki mikill vilji til staðar til að endurgreiða þessar óreiðuskuldir.
- Hugmyndir sem eru úbreiddar, að þetta séu ósanngjarnar skuldir - tengjast ekki síst þessari upplifun.
- Reiðin gagnvart gömlu flokkunum er mikil.
- Mörgu leiti sambærileg þeirri reiði sem hérlendis rýkir - gagnvart þeim einstaklingum sem tæmdu bankana að því er virðist innan frá, og tóku Ísland í nefið lífskjör almennings í leiðinni.
Þessa vegna fá hugmyndir formanns Syriza flokksins, þess efnis að hann ætli að fá sem mest af þessu - fellt niður, ef hann kemst til valda.
Heilmikillar athygli - og töluverðum fjölda fólks finnst það tilraunarinnar virði, að reyna að endursemja.
Ég á hinn bóginn hef ekki hans bjartsýni - að það sé raunverulega raunhæft, að spila "brinkmanship" þ.e. hóta gjaldþroti en bjóða t.d. í staðinn að greiða bara hlutfall af skuldunum, t.d. minna en helming.
Þá meina ég, að ég á ekki von á því að Þjóðverjar samþykki neinar þær tilslakanir um upphæð skuldanna, sem myndu fara í nokkru nærri því að uppfylla þrár grísks almennings eða hugmyndir formanns Syriza flokksins.
Þannig að þá er mun líklegra að hann, þurfi að fara leið B, þ.e. einhliða yfirlýsing um gjaldþrot.
Hver er kostnaður frakka og þjóðverja? Appetiser cost of Greek exit is 155bn for Germany, France: trillions for meat course
Bendi fólki á að skoða þá uppsetningu sem Ambrose Evans-Pritchard setur upp, en þar er verið að leitast við að tína fram, hver kostnaður Frakklands og Þýskalands eina og sér, sennilega er af gjaldþroti Grikklands.
Auk þess skuldar Grikkland Seðlabanka Evrópu mikið fé, sem myndi sennilega tapast.
Það má ekki heldur gleyma, að almenningur á Grikklandi skuldar mörgum erlendum bönkum eitt og annað, og margir grikkir líklega verða greiðsluþrota að auki.
Fj. fyrirtækja er að auki líkleg að rúlla, og mikið af skuldum þeirra tapast.
Áætlanir um kostnaðr í heild, hafa sveiflast milli 800 - 1.000ma..
Þetta væri dýrasta ríkisgjaldþrot klárlega sem átt hefur sér stað, eftir Seinna Stríð.
Þetta mun óhjákvæmilega valda mjög miklu umróti í fjármálakerfi Evrópu - stærra áfall sennilega en gjaldþrot Lehmans bankans var.
Þ.e. í þessu samhengi, sem formaður Syriza telur hann geta náð fram verulegum tilslökunum, með því að semja með tveim hrútshornum.
Ég skal ekki fullyrða að það sé gersamlega útilokað, að góður "brinkmanship" geti mögulega skilað - einhverju.
En til þess að slík stefna hafi trúverðugleika, verða mótaðilar að trúa því að hótunin um einhliða yfirlísingu um gjaldþrot - hafi trúverðugleika.
Sem þíðir að formaður Syriza getur neyðst til að standa við þá hótun.
Merkel and Hollande join forces on Greece
Nýr forseti Frakklands hitti Angelu Merkel, og þau komu fram með sameiginlega yfirlísingu þ.s. Grikkland var hvatt til að standa við skuldbindingar sýnar. Hollande gaf þó í skyn, að Evrópa muni aðstoða Grikkland við það að stuðla að hagvexti - sagði þó ekki akkúrat hvað, Merkel kom einnig með sambærilega skýrskotun.
Ég á ekki von á því að þessi yfirlýsing muni mikil áhrif hafa innan grískra stjórnmála - en þ.e. rökrétt að þau tvö setji fram sína stefnu - - > Syriza mun á móti hamra á sinni, spurning hvort aðilar séu að undirstrika afstöðu sína áður en samningalota hefst, eða hvort þetta sé raunverulega óhagganleg afstaða.
Það verður þá að koma í ljós.
Niðurstaða
Það er töluvert svipuð hugsun uppi á meðal grísks almenning, og hér á Íslandi hefur gætt - "við viljum ekki borga skuldir óreiðumanna." Meðan óreiðumennirnir hér á Íslandi voru þeir sem ráku bankana beint í hrun, með stórfelldu tjóni fyrir almenning og aðra, sem hefur skapað erfiðustu milliríkjadeilu sem Ísland hefur glímt við síðan ár þorskastríðanna. Þá eru grísku óreiðumennirnir, þeir pólitíkusar sem ráðið hafa Grikklandi sl. ár og hafa skapað það dýra spillingarkerfi, sem skapað hefur mikinn hallarekstur sem greitt var fyrir með lánsfé - sem nú erlendir aðilar vilja fá endurgreitt.
Meðan í tilviki okkar íslendinga, var um skuldir einkabanka. Þá er þarna klárt um skuldir gríska ríkisins. Og slíkum skuldum er sennilega mun erfiðara undan að víkjast.
Ég hef samt fulla samúð með reiði og vonbrigðum grísks almennings.
Kv.
14.5.2012 | 20:25
Umræða um hugsanlegt hrun evrunnar nær nýju hámarki!
Það virðist stefna óumflýgjanlega í brotthvarf Grikklands úr evrunni, eftir að ljóst er að mánudag eru líkur á stjórnarmyndun engu betri en í sl. viku, en formaður Syriza flokksins Alexis Tisipras hefur einfaldlega neitað að láta sjá sig á fundum forseta Grikklands ásamt formönnum stjórnmálaflokka sem hófust á sunnudag. Hann hefur allt að græða á endurtekningu kosninga, skv. skoðanakönnunum - sem sýna allt að 25% fylgi Syriza eða "Bandalags Róttækra Vinstrimanna." Formaður annars vinstriflokks, Lýðræðislegs Vinstri tilkynnti seint á sunnudag, að hann treysti sér ekki til að mynda stjórn án Syriza, enda keppa þeir flokkar mikið til um sömu atkvæðin, þó Lýðræðislegt Vinstri sé ívið hófsamari í stefnumálum.
Skv. síðustu fréttum sjá frétt Financial Times, ætlar forseti Grikklands að taka lokaslag á morgun:
Greece set for further coalition talks
Gríska þingið kvá skv. nýlegum fréttum, koma saman nk. fimmtudag - þá sennilega í allra síðasta lagi, mun það vera væntanlega formlega tilkynnt, að efnt verði til nýrra þingkosninga um miðjan júní.
Í dag var mikið um yfirlísingar ráðamanna!
- Wolfgang Schäuble - "The price if they decide to leave the euro is very high" and "would cause a huge amount of turbulence for all of us".
- Michael Noonan - "Ireland's finance minister...would like to encourage Greece to stay in the euro region. Adds that euro finance ministers are "not planning a Greek exit".
- Angela Merkel - "Greeks are paying for past mistakes and that she is "concerned about Greece". She adds that Greece will "always" stay an EU member and doesn't expect solidarity with Greece to end."
- Didier Reynders - "Belgium's finance minister, has said it would be a "catastrophe" if Greece left the euro as it would risk contagion."
- Luc Frieden - "Luxembourg Finance Minister is confident that Greece will comply with the terms of its bailout. Why? Because no compliance, no aid."
- Jose Manuel Garcia-Margallo - "Spanish Foreign Minister has blamed Greece for his country's high bond spreads over German bunds today."
- Maria Fekter - "Austrian Finance Minister says a country such as Greece can't leave the eurozone but it can leave the EU."
En fjármálaráðherrar evrusvæðis hittust seinnipartinn í dag, og ráðherrarnir voru spurðir af fréttamönnum á leiðinni inn í ráðstefnuhúsið.
Þegar ráðherrarnir komu út af fundinum, hvöttu þeir gríska stjórnmálamenn til að finna lausn sem myndi fela í sér að Grikkland mundi standa við "skuldbindingar" sínar og halda evrunni.
Yfirlísing sem sennilega mun lítil áhrif hafa á gang mála.
Paul Krugman segir Evruna geta rústast á næstu mánuðum!
Eins og sést þá tekur Krugman frekar stórt upp í sig!
Paul Krugman - Eurodämmerung
Some of us have been talking it over, and heres what we think the end game looks like:
1. Greek euro exit, very possibly next month.
2. Huge withdrawals from Spanish and Italian banks, as depositors try to move their money to Germany.
3a. Maybe, just possibly, de facto controls, with banks forbidden to transfer deposits out of country and limits on cash withdrawals.
3b. Alternatively, or maybe in tandem, huge draws on ECB credit to keep the banks from collapsing.
4a. Germany has a choice. Accept huge indirect public claims on Italy and Spain, plus a drastic revision of strategy basically, to give Spain in particular any hope you need both guarantees on its debt to hold borrowing costs down and a higher eurozone inflation target to make relative price adjustment possible; or:
4b. End of the euro.
And were talking about months, not years, for this to play out.
Kem með augljósa svarið við þessu - já sannarlega má fastlega búast við því, að ótti dreifist víðar um S-Evrópu, og það verði töluvert um fjármagnsflótta til N-Evrópu, sem getur mjög vel ógnað lausafjárstöðu banka á Spáni, Ítalíu og Portúgal.
Þetta er í reynd sambærilegt ástand við þ.s. ríkti í desember til byrjun janúar - og ég tel að sama lausn og þá var notuð, geti virkað aftur.
Viðbrögðin eru þá LTRO 3 - Seðlabanki Evrópu getur endurtekið svokallaða LTRO aðgerð sem framkvæmd var í desember og febrúar, en í þetta sinn væri framkvæmd aðgerð cirka álíka stór, og hinar tvær saman-lagt. Það er að cirka 1.000 ma. væri dælt á einu bretti út í peningakerfi evrusvæðis.
Seðlabanki Evrópu - getur enn einu sinni slakað á kröfum um hvað akkúrat telst vera gild veð, og í reynd slakað á því eins mikið og bankanum sýnist.
En margir hagfræðingar óttast að fjöldi banka hafi ekki lengur nægilega góð veð upp á að bjóða - en Seðlabanki Evrópu hefur lækkað standardinn á veðum þegar oftar en einu sinni, fræðilega getur hann lækkað hann svo mikið, að veð séu meira formsins vegna. Spurning hve langt óttinn getur teymt menn, þegar á reynir.
Menn gera ímislegt þegar tilvistarkreppa skellur á - En Seðlabankinn stendur frammi fyrir þeim möguleika, að getað lent í því að hann hætti að vera til, ef evran fellur um koll. Allir bankaráðsmennirnir, starfsmenn bankans - missi vinnuna. Þá synda menn sennilega frekar en að drukkna.
Auðvitað er mögulegt að einhver hindri slíka aðgerð t.d ríkisstj. Þýskalands - en ég held eins og ég hef sagt áður, að þegar á reyni þá muni pólitíkusar Evrópu frekar kjósa þá aðgerð, sem virðist minna hættuleg - þ.e. prenta ef hinn valkosturinn er hrun. Prentun verði "default" eða þ.s. menn framkvæma, þegar öll önnur sund eru lokuð. Þannig er það.
Afleiðing ekki hrun - heldur "Stagflation" þ.e. verðbólga í samdrætti, og vaxandi því meir sem kreppan vex og menn hrapa dýpra inn í prentun sem hina síðustu reddingu.
Eftir því sem næsta krýsa - og næsta krýsa, kallar á frekari prentun. En þetta á eftir að vera grunar mig löng röð enn af krýsum, og prentun rétt svona í startholum miðað við þ.s. fyrir rest mun hafa verið prentað.
Auðvitað getur þetta allt fallið á hliðina - einhvers konar lömun tekið við eða þá sauðþrjóska, um að menn gefi ekki frekar eftir sín prinsipp. Þannig að ekki fáist fram þau inngrip sem þarf til - svo allt í einu verði stóri skellurinn.
Fleiri áhugaverðar skoðanir!
BBC - Robert Preston - Could the euro survive a Greek exit?
Mohamed El-Erian - The eurozone must shrink to survive
Arvind Subramanian - Greeces exit may become the euros envy
Charles Hugh Smith - A Crazy Idea That Might Just Work: Greece Should Adopt The US Dollar
Der Spiegel International - Greece Can No Longer Delay Euro Zone Exit
Bendi sérstaklega á að lesa fréttaskýringu Der Spiegel, sem er á ensku en upphaflegur texti var birtur, sl. föstudag í þýsku útgáfunni.
Virkilega góð og vönduð fréttaskýring.
En þar kemur fram, vel fram - hve gersamlega ónýt hin hefðbundna pólitíska elíta á Grikklandi er.
Þannig að kosning Syriza flokksins, er ekki síður uppreisn almennings, gegn spillingunni og óráðsýgjunni, en aðgerðum þeim sem neitt hafa verið upp á Grikkland.
Ef við berum Ísland við Grikkland, þá var í báðum löndum þjóðin í reynd rænd - en meðan það var spilling í viðskiptalífinu hér, þá í staðinn á Grikklandi eru það pólitíkusar sem virðast sjá það sem sitt helsta hlutverk, að rupla og ræna sjóði landsins til þess að verða persónulega ríkir.
Formaður Syriza nýtur þess því, að vera ekki hluti af gömlu elítunni.
Í reynd væri drögmuvæðing góður hlutur í því samhengi að því leiti, að þá geta þeir ekki lengur spilað þann leik að hirða ofurlaun sem færð eru á bankareikninga erlendis nær samstundis.
En drögmuvæðing mun minnka mikið raunvirði launa þeirra, og þ.s. meira er - að meira að segja þeir myndu ekki svo auðveldlega geta fært þau laun yfir á erlenda reikninga.
-------------------------------
Skoðun El-Erian er einnig áhugaverð, en hann vill nú að evrusvæðis skapi þegar í stað eða sem fyrst, útleiðir fyrir þjóðir sem ekki geta líklega látið dæmið ganga upp innan evrunnar. Þetta verði undirbúið og skipulagt, þannig tjónið lágmarkað. Annars geti að hans mati evran liðið undir lok.
-------------------------------
Indverski hagfræðingurinn, bendir á að í reynd geti drögmuvæðing reynst evrunni hættulegt, ekki vegna þess að endilega muni Grikkland enda í efnahagslegu hildýpi, heldur geti það öfuga átt við - að í kjölfar snöggrar niðursveiflu sem fyrst myndi eiga sér stað, myndi koma skömmu síðar uppsveifla.
Að drögmuvæðing myndi flýta fyrir viðsnúningi. Og að, það myndi síðar meir hvetja flr. þjóðir til að yfirgefa evruna.
Áhugavert að sjá viðhorf indversks hagfræðings. En Asíumenn eru orðnir mjög skeptískir.
-------------------------------
Herra Smith er rithöfundur en ekki hagfræðingur, og ég læt hann fylgja með meira til gamans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2012 | 22:14
Hinar miklu sandauðnir tunglsins Títan!
Ég held að það komi líklega mörgum á óvart að heyra, hvar í sólkerfinu er að finna mestu sandauðnir alls sólkerfisins. Flestir myndu ímynda sér að það væri á Mars, sem er nánast samfelld köld eyðimörk. En þvert á móti, tungl Satúrnusar Títan, þar má finna sandhöf og sandöldur sem taka langt því fram sem finnst nokkurs staðar annars staðar í Sólkerfinu. Hverjum hefði dottið það í hug?
Samanburður sandhaf við miðbaug á Títan, efri mynd, og sandauðn í Namibíu.
Það sem merkilegt er ekki síst eru áhrif þyngdaraflsins á myndun sandalda á Títan, en þar er mun minna þyngdarafl sem þíðir að sandöldurnar verða mun hærri og oft gríðarlega langar. Þær sem sjást á eftir hluta myndarinnar sem sýnir svæði á stærð við Bandaríkin, sem setur sandöldurnar sem sjást á þeirri mynd í allt annan skala en á neðri myndinni.
Öldurnar á efri myndinni, eru mörg hundruð kílómetra langar, allt að 100 metra háar og km. á breidd.
Myndirnar af sandöldum á Títan eru teknar af geimkannanum Cassini, og þ.s. andrúmsloftið á Títan er 2-falt þykkra en á Jörðinni, og einnig ógagnsætt vegna misturs - eru þær teknar með radar.
Sjáið hvernig sandöldurnar á Títan, sveigjast utan um kletta - vegna þess að vindurinn sem myndar þær sveigist um þær sömu klettamyndanir, alveg með saman hætti og á Jörðunni.
Á myndinni hér til hliðar má sjá hvernig sandöldur sveigja utan með gíg, sem líkindum er eftir loftstein.
Samfelldur sandsjór er á Títan allan hringinn umhverfis miðbaug tunglsins, og virðist ná í báðar áttir frá miðbaug Títan allt að 30° breiddargráðu norður og suður.
Ef maður ímyndar sér að róbotísk flugvél eða loftbelgur eða loftskip verði einhverntíma sent á þessar slóðir, þá myndi tunglið líta út ekki ósvipað og menn hafa ímyndað sér eyðimerkur plánetuna Tatooine í Star Wars seríunni, eða Frank Herbert ímyndaði sér pánetuna Arrakis í Dune seríunni. En eins langt og sá samanburður nær, þá er yfirborðshitastig gerólíkt þeim ímynduðu plánetum, hvað þá yfirborðshita t.d. í Sahara hér á Jörð.
"Titan's surface temperature is about 94 K (−179 °C, or −290 °F).
Brr - óvarinn maður myndi sennilega frjósa í gegn á sekúndum. Það hefur einnig áhugaverðar afleiðingar, nefnilega þá að sandurinn hefur allt - allt aðra efnasamsetningu, en hér á Jörð.
En þó ekki þá sem flestum myndi detta í hug - þ.e. vatns-ís.
"Understanding how the dunes form as well as explaining their shape, size and distribution on Titan's surface is of great importance to understanding Titan's climate and geology because the dunes are a significant atmosphere-surface exchange interface, Nicolas Altobelli explains." - "In particular, as their material is made out of frozen atmospheric hydrocarbon, the dunes might provide us with important clues on the still puzzling methane/ethane cycle on Titan, comparable in many aspects with the water cycle on Earth, the ESA Cassini scientist concludes."
Mjög merkilegt - sandurinn í sandöldunum er gerður úr sannarlega ís, en eins og sést er það frosið kolvetni - magnað! Líklegast megni til etan-ís.
Það vill nefnilega svo til, að á tunglinu rignir kolvetni (etan og metan) úr skýjum, og það myndar stöðuvötn og lítil höf á svæðum nærri Norður- og Suður-skauti Títan.
Einna helst virðist rigna við skautin. Meðan að svæðið í grennd við miðbaug sé mjög þurrt, og því geti það myndað þessar óskaplega umfangsmiklu sandbreiður.
Við skautin má einnig finna árfarvegi - merki þess að þeir fyllist og tæmist þegar regntímabilið kemur eða fer.
Mynd af árfarvegum tekið af kannanum Hugyens!
Títan er sem sagt eina veröldin í Sólkerfinu fyrir utan Jörðina sjálfa, þ.s. staðfest er tilvist yfirborðsvökva í umtalsverðu magni, sjá myndir af stöðuvötnum - radarmyndir.
Og sá vökvi er talinn vera megni til kolvetni "hydracarbons."
Andrúmsloft Títan er einnig áhugavert, en þar má finna ský samsett úr etan og metan dropum eða metan etan ískrystöllum. Einna helst nær skautum Títans. Klárt er að þar rignir, sérstaklega í nágrenni skautanna.
Samsetning andrúmslofts:
Stratosphere:
98.4% nitrogen (N2),
1.4% methane (CH4);
Lower troposphere:
95% N2, 4.9% CH4Sbr. andrúmsloft jarðar, samsetning:
78.08% nitrogen (N2)[3]
20.95% oxygen (O2)
0.93% argon
0.038% carbon dioxide
About 1% water vapor (varies with climate)
Í báðum tilvikum er nitur megnið af efnisinnihaldi lofthjúps, en ekkert súrefni er að finna í lofthjúp Títan, ef það væri til á Títan væri það frosið sennilega mörgum lögum undir.
Líklegasta efnisinnihald vatnanna á Títan skv. tölvumódelum:
"According to a computer model developed by Daniel Cordier of the University of Rennes, three-quarters of an average polar lake is ethane, with 10 per cent methane, 7 per cent propane and smaller amounts of hydrogen cyanide, butane, nitrogen and argon."
Ligeia Mare stærsta vatnið hingað til staðfest á Títan, stærra en "Lake Superior"
Vangaveltur eru uppi um hugsanlegt líf á Títan!
"It has also been suggested that life could exist in the lakes of liquid methane on Titan, just as organisms on Earth live in water. Such creatures would inhale H2 in place of O2, react it with acetylene instead of glucose, and exhale methane instead of carbon dioxide. " - "Evidence for this form of life was identified in 2010 by Darrell Strobel of Johns Hopkins University; an over-abundance of molecular hydrogen in the upper atmospheric layers, which leads to a downward flow at a rate of roughly 1025 molecules per second. Near the surface the hydrogen apparently disappears, which may imply its consumption by methanogenic lifeforms....Another paper released the same month showed little evidence of acetylene on Titan's surface, where scientists had expected the compound to accumulate; according to Strobel, this is consistent with the hypothesis that acetylene is being consumed by methanogens."
Á þessari stundu eru þetta ekkert annað en skemmtilegar tilgátur. En óneitanlega væri það áhugavert ef þetta síðar meir reyndist vera svo.
Þá væri það þar með sannað, að líf í alheiminum mun geta þrifist við miklu mun fjölbreyttari skilyrði en hingað til hefur verið talið líklegt.
Verur frá slíkum plánetum, ættu mjög erfitt með að sækja okkur hingað heim þ.s. þær væru úr efnum, sem líklega eru lofttegundir hér - myndu sennilega brenna upp eða springa í tætlur við okkar hitastig eða hvort tveggja.
Og öfugt, ef maður reyndi að ganga um á Títan í búningi, þá myndi landið bráðna undan honum og sá sökkva beinlínis niður, og sá gæti sokkið bísna langt niður alla leið niður í vatnshafið undir.
"Titan is 5,150 km across, compared to 4,879 km for the planet Mercury, 3,474 km for Earth's Moon, and 12,742 km for the Earth."
Talið er að undir yfirborðinu óþekkta km. niður, sé haf af vatni í bland við ammóníak, og enn dýpra sé hreinn vatnsís, svo á endanum kjarni af grjóti.
Talið er líklegt að á Títan séu eldfjöll, sem gjósi vatni sbr. "cryo volcanism."
Við yfirborðshitastigið verður vatnið fljótt að ís, og hart nærri því sem berg.
Ég get ekki ímyndað mér að flaug geti lent á Títan nokkru sinni né tekið aftur á loft - en allt myndi springa í tætlur ef einhver reyndi flugtak, svipuð áhrif og hraun rennur yfir vatn.
Myndast feykilegur gufuþrýstingur og farið myndi springa í tætlur.
Unnt er að senda róbotísk för eina leið niður, eins og Hugyens í fallhlhlýf. En í framtíðinni má vera að unnt verði að senda för sem myndu notfæra sér þykkt loftsins, þ.e. þau myndu svífa eða fljúga.
En ég á ekki von á því að mannkyn geti nokkru sinni gengið á þessari veröld.
Þannig séð, að ef það eru til verur á íshnöttum í öðrum Sólkerfum, þá munum við og þær ekki geta keppt um sömu plánetur.
Það sama myndi eiga við aðra fræðilegar verur byggðar á silikon grunni, að þær myndu þrífast við mörg hundruð til þúsund gráður celsius. Og að sama skapi væru þeirra veraldir og okkar gersamlega ónothæfar hverjum öðrum, því engin samkeppni.
Líklegast er þó talið að flestar verur verði á grunni kolefna, og vatns. Muni anda súrefni. Svo þá er klár hætta á samkeppni um plánetur sem hugsanlega finnast þarna úti.
Hypothetical types of biochemistry
Titan's Great Dune Seas Rival Science Fiction Worlds
Titan Sand Dunes Betray Moon's Geological History
Tímaritið Astronomy tölublað, apríl 2012.
Niðurstaða
Það er gjarnan sagt að alheimurinn sé furðilegri og stórkostlegri en við erum fær um að ímynda okkur. Og það virðist raunverulega svo. Eða hver hefði getað ímyndað sér að hið frosna tungl Títan hefði stærstu sandölduhöf í Sólkerfinu, eða að tungl Júpiters Io, væri sá staður í sólkerfinu þ.s. lang - lang mest er af eldvirkni. Eða, að á tunglinu Evrópu sem einnig snýst um Júpíter væri að finna höf undir ísbreiðunni. Í reynd er talið í dag, að slík höf undir yfirborði sé að finna víða undir yfirborði ístungla, eins og Callysto og Ganimede o.flr. Einnig Tríton.
Síðan hefði enginn getað ímyndað sér þá fjölbreytni pláneta sem hafa verið að finnast á undanförnum árum.
Þ.s. best er, að megnið af fyrirbærum alheimsins eru enn óþekkt. Svo við getum lengi áfram haldið áfram að fyllast undrun og lotningu yfir því hve veruleikurinn er stórfenglegur.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt 14.5.2012 kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2012 | 18:00
Bandarískt einkaframtak stefnir á mannaðar geimferðir, og byltingu á sviði geimferða á næstu árum, og áratugum
Geimtækni ásamt stjörnufræði er lengi búin að vera ein af hliðargreinum míns áhugasviðs, ég er að hugsa um að fjalla næst um tunglið Titan sem skv. nýjustu upplýsingum virðist hreint magnaður heimur, en í dag ætla ég að fjalla um fyrirbærið - STRATO LAUNCH.
Tveir mjög þekktir frumkvöðlar hvor á sínu sviði, Paul Gardner Allen meðstofnandi Microsoft ásamt Bill Gates,sjá mynd til hliðar tekin á frumkvöðlaárum þeirra þegar Microsoft var lítið hugbúnaðarfyrirtæki, og Burt Rutan sem þekktur er fyrir frumkvöðlastarf á sviði flugtækni - > hafa tekið sig saman, og ætla sér að minnka til muna kostnað við það að skjóta annars vegar mönnum upp á sporbaug Jarðar og hinsvegar hverju því öðru sem menn geta viljað þangað upp koma, og samtímis vilja þeir auka stórfellt "öryggi" þeirra/þess sem vilja/skal þangað upp koma.
Aðferðin er byggð á grunni svokallaðs SpaceShipOne.
Sem má kalla "prove of concept."
En grunnhugmyndin er sú hin sama, að búa til flugvél sem flytur geimfar á loft, og svo er því skotið þegar burðarvélin er komin í fyrirfram ákveðna hæð og á fyrirfram ákveðinn hraða.
Spaceship 1 og burðarvélin White Knight
Sjá einnig mynd af farinu sem burðarvélin bar, og skotið var upp - þó það væri alltof afllítið til að fara nokkurs staðar nærri brautarhraða eða þeirri hæð sem þarf til að komast á sporbaug.
Spaceship 1
En í útfærslu STRATO-LAUNCH er allt skalað upp og það hressilega, en burðarvélin verður stærsta vél í heimi, enn stærri en sú sem nú er sú stærsta þ.e. Antonov An 225 MRIYA.
Mriya og Buran rússneska geimskutlan sem einungis 2 eintök voru smíðuð af
Specification - An 225 Mriya:
- Crew: 6
- Payload: 250,000 kg (550,000 lb)
- Door dimensions: 440 x 640 cm (14.4 x 21 ft)
- Length: 84 m (275.6 ft)
- Wingspan: 88.4 m (290 ft 2 in)
- Height: 18.1 m (59.3 ft)
- Wing area: 905 m2 (9,743.7 ft2))
- Aspect ratio: 8.6
- Cargo Volume: 1,300 m3 (46,000 cu ft)
- Empty weight: 285,000 kg (628,315 lb)
- Max. takeoff weight: 640,000 kg[11][12][13] (1,410,000 lb)
- Powerplant: 6 × ZMKB Progress D-18 turbofans, 229.5 kN (51,600 lbf) each
- Takeoff run: 3,500 m (11,500 ft) with maximum payload
Til samanburðar Strato Launch Carryer Aircraft:
- Wingspan: 385 ft (117 m)
- Gross weight: 1,200,000 lb (544,311 kg)
- Powerplant: 6 × 59,50063,300 lbf (265282 kN) thrust range turbine engines planned to be sourced from a Boeing 747-400
Ástæðan fyrir töluvert meira vænghafi getur legið í því að burðarvélin á að ná töluvert hærra upp, en hámarksflughæð Mriya er. En einnig getur það verið vegna þess, að hún vængirnir bera meiri þyngd, en munur á hámarksþyngd eins og sést er töluverður, heildarhámarksþungi burðarvélarinnar er nærri tvöföld. Þó er aflið í hreyflum ekki neitt mikið meira, það er nokkru meiri en ekki mikið meira. Þetta er áhugavert. Hreyflarnir í tilviki rússnesku vélarinnar, voru einnig framleiddir fyrir flugvél sem er svipað stór og B-747 þ.e. Antonov Antonov An-124.
Eins og sést að ofan, þá gat Mriya borið Buran á bakinu, sumir hafa velt því fyrir sér hvort ekki væri unnt að skjóta á loft af baki véla - en mér skilst að sú aðferð sem Burt Rutan beitir sbr. SpaceShip1 og WhiteKnight, sé öruggari - að burðarvélin beri flaugina sem á að skjóta á loft beint undir miðjunni á vængnum sem tengir búkana tvo saman.
Það kallar akkúrat á þá hönnun þ.e. tveggja búka vélar, sem tengd er saman fyrir miðju með sameiginlegum væng.
Flauginni er þá sleppt þegar fyrirfram ákveðinni hæð er náð, og á fyrirfram ákveðnum hraða.
Hún fellur þá frá burðarvélinni - og samtímis tekur burðarvélin sveig frá.
Eftir fyrirfram ákveðinn tíma þegar nægilegt bil er komið á milli þeirra beggja, er kveikt á flauginni og hún fer undir eigin afli upp á braut um jörðu.
Þetta er mun betra en að skjóta af baki vélar, þ.s. í því tilviki yrði burðarvélin í stórhættu ef eitthvað brygði út af með flaugina - þegar hún væri sett í gang. Ef sprenging verður, þá farast báðar.
Á hinn bóginn, í hinu tilvikinu sleppur burðarvélin ósködduð í ímynduðu tilviki að krítísk bilun myndi eiga sér stað í geimflauginni, og hún springur í tætlur.
Slíkir atburðir eru í reynd ekki svo óskaplega sjaldgæfir hingað til.
Ef það á sér stað, að flaugin einfaldlega fer ekki í gang, þá má hugsa sér að unnt væri að láta flaugina sjálfa síga til jarðar t.d. í fallhlíf. Hún gæti einnig fræðilega verið búin vængjum, verið lítil geimskutla og verið fær um nauðlendingu á flugbraut.
Sú útgáfa má hugsa sér, að væri notuð fyrir mönnuð geimskot. En í tilviki ómannaðra, væri um að ræða vænglausar eldflaugar sem væri skotið, enda taka vængirnir massa og minnka burðinn.
Þeir hugsa sér að burðar-vélin verði margnota, alveg eins og t.d. Boeing B-747 er margnota, og ef það sama á við þegar geimskutlu er skotið að hún sé margnota, eða að auki séu flaugarnar einnig margnota þ.s. er þær hafa tæmt sig svífi þær til jarðar í fallhlíf.
Þá geti þetta samtímis verið:
- Ódýrara.
- Öruggara.
Þetta er þ.s. Alann og Rutan virðast veðja á, að þeir geti lækkað kostnað og samtímis aukið öryggi.
Með því verði geimurinn opnaður t.d. fyrir túrisma, en það eru aðrir draumspakir menn með peninga, að pæla í geimhótelum sjá Bigelow Aerospace.
Þeir Allen og Rutan stefna að því, að það verði mjög nálægt því eins öruggt, að fara á braut um jörðu, og það er að stíga um borð í flúgvél til t.d. Sidney eða Melbourne.
Fyrirtækið Space X mun sjá um þróun flaugarinnar, sem verður skotið á loft af STRATO LAUNCH sem mun flytja á braut um jörðu gerfihnetti og hvað annað sem aðilar munu vilja skjóta á braut um jörðu, sem telst til dauðra hluta. Sú flaug verður smærri útgáfa af Falcon 9 flauginni, með færri hreyfla þ.s. 4 í stað 9.
Falcon 9 endurnýtanlega flaugin
Fyrirtækið Space x. Space X er mjög merkilegt fyrirtæki, og hefur þróað 2 flaugar, þ.e. Falcon 1 sem er frekar venjuleg flaug, en gerð úr bestu nútíma efnum því tiltölulega skilvirk og að auki með hreyflum sem Space X hefur sjálft þróað. Var fyrst skotið á loft 2008. Er sem sagt þeirra standard "launch veicle" nýtt til að skjóta upp gerfihnöttum á braut um Jörðu. Með velheppnaðri þróun þeirra flaugar og þeim peningum sem þeir fá fyrir geimskot, hafa þeir verið að þróa næsta stig, þ.e. Falcon 9. Sú flaug er öflugari en fyrri flaugin, en þ.s. er mikilvægar - stendur til að verði endurnýtanleg. Þó það hafi fram að þessu ekki tekist í praxís, þá er hún hönnuð þannig að hvert stig nema það efsta sé skilað til baka til Jarðar í fallhlýf, stendur til að skjóta þeim á baug sem tryggi lendingu á hafinu - þaðan sem unnt verði að sækja aftur notuðu stig flaugarinnar.
Við árslok 2010 hafði Falcon 9 verið skotið á loft tvisvar, sem heppnaðist í bæði skiptin, það seinna var merkilegt fyrir það að í það skiptið, var skotið í fyrsta sinn á loft geimhylki sem Space X hefur þróað sbr. SpaceX Dragon.
Space X hefur gert samning við NASA um að nýta Falcon 9 flaugina í tengslum við International Space Station. Falcon 9 flaugin muni taka að sér að senda byrgðir til stöðvarinnar. Sá peningur er auðvitað mjög góð búbót fyrir fyrirtækið.
Að auki kemur við sögu fyrirtækið Dynetics. Það fyrirtæki sem einnig er í samstarfi við bandaríska herinn, og virðist hafa mikla þekkingu á sviði upplýsinga-, radar-, eldflaugatækni, auk samþættingu flókinna hátæknikerfa á þeim sviðum, og mun sjá um samþættingu flókinna tæknikerfa í sambandi við þróun geimskotakerfis STRATO LAUNCH.
Ekki er enn komið fram hvernig þeir myndu hugsa sér að koma fólki á braut með burðarvél sinni, en einkafyrirtæki í Bandaríkjunum er að þróa geimskutlu þ.e. Dream Chaser. Þar sem þeir aðilar sem í dag eru að þróa þessa geimskutlu ætla sér að tilraunafljúga henni í fyrsta sinn með WhiteKnightTwo. Sem er ívið stærri en White Knight, eru í samstarfi við fyrirtækið Virgin Galactic sem tengist athafnamanninum Richard Branson. Mér sýnist liggja beint við, að fyrst tengsl eru þegar til staðar, en Burt Rutan þróaði og smíðaði hina stærri burðarvél White Knight 2 fyrir Richard Branson, að þegar samstarfsverkefni Rutans og Richard Allen, hefur tekist að koma hinni risastóru burðarvél STRATO LAUNCH á loft skv. áætlun árið 2015 - að þá verði fyrir rest Dream Chaser skutlunni skotið á loft, þá alla leið í geim -> af þeirri vél.
Þannig, þá tengist þetta allt saman, einn þróar skutlu, annar burðarvél, sá þriðji geimhótel og er með drauma um geimtúrisma, og að auki í samstarfi við Space X er burðarvélin einnig notuð til að koma gerfihnötum á loft.
Þá er það hugsanlegt að draumar allra þessara aðila verði að veruleika einhverntíma á 3. áratug þessara aldar, að fólki verði reglulega skotið í geiminn - það geti ef það velur svo dvalið einhverja daga í einkarekinni geimstöð eða geimhóteli, eða tekið nokkra hringi um borð í skutlu og lent síðan. Samtímis, minnki almennt séð kostnaður við að koma gerfihnöttum á braut um jörðu. Það verður aukning í geimskotum, í því að koma hnöttum á braut um jörðu.
Í framhaldinu, verði auðveldara að framkvæma mjög margvíslega hluti, þá er ég að tala um drauma um frekari uppbyggingu í geimnum umhverfis Jörðina og að auki, frekari drauma sem tengjast hlutum fjær Jörðu. Allt frá námarekstri í geimnum, yfir til hugsanlegs rekstur stöðva á Tunglinu - jafnvel flugs alla leið til Mars, mannaðs sem ómannaðs. Eða hvert sem er innan Sólkerfisins.
En um leið og kostnaður minnkar við geimskot, þau verða að auki minna hættuleg þ.e. öruggari, má búast við stórfelldri aukningu almennt séð á starfsemi í geimnum.
Það getur orðið svokallað "Take off." Þ.e. mjög mikil aukning.
Þíðir þetta að ekkert pláss verði fyrir opinberar geimáætlanir?
Það þarf í reynd ekki að vera neinn árekstur. Þvert á móti græða opinberir aðilar á því, að kostnaður við geimskot lækki. Að auki á því, að geimskot verði öruggari. Þá sparast fé einnig hjá hinum opinberu aðilum, hærra hlutfall fjármagns getur þá farið beint í þann hluta þeirra áætlana sem fókus þeirra áætlana er á, þ.e. t.d. mannað geimflug til Tunglsins, rekstur hugsanlegrar Tunglstöðvar. En það grunar mig að sé líklegra til muna næsta stig, heldur en að fljúga til Mars. Sparnaður við rekstur Tunglstöðvar getur verið mjög mikill, í umhverfi lækkaðs kostnaðar og aukins öryggis.
Niðurstaða
Sprenging í starfsemi í geimnum getur verið tiltölulega skammt undan, miðað við áætlanir einkaaðila um uppbyggingu nýrra leiða, til að lækka kostnað við geimskot - auk þess að gera þau öruggari. Það er ekki síður aukið öryggi sem mun þá auka mjög tíðni geimferða og geimskota almennt, þó kostnaður sé einnig lykilatriði. En um leið og það verður ódýrara og um leið öruggara, að koma hlutum sem fólki á braut um Jörð. Þá má vænta þess að sprenging verði í starfsemi í geimnum í Jarðar-Tungl kerfinu.
En þ.s. enn betra er, að þegar magn starfsemi í geimnum eykst, þá í kjölfarið - lækkar hratt þröskuldurinn, hvað varðar restina af Sólkerfinu.
Í reynd verður þá það allt opið - og þróun hvað varðar könnun og nýtingu þess, getur í framhaldinu orðið hröð, þ.e. frá cirka 3. áratug þessarar aldar.
Kringum 2050 getum verið verið að horfa upp á mjög - mjög breytta heimsmynd.
Kv.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2012 | 17:34
Hversu alvarlegt væri gjaldþrot Grikklands fyrir evrusvæði?
Það er umdeilt atriði hversu alvarlegur hlutur það væri - en vangaveltur um gjaldþrot Grikkland hafa komist aftur á flug, en athygli vöktu ummæli formanns stjórnmálaflokks á Grikklandi, "Lýðræðislegt Vinstri" sem formaður grískra krata í PASOK var í viðræðum við um stjórnarmyndun:
Fotis Kouvelis - "We have made it clear the Democratic Left party will not take part in a coalition government of New Democracy and PASOK."
Þetta virðist í reynd algerlega útiloka þáttöku þess flokks. Nema Pasok og Nýtt Lýðræði söðli alveg yfir, sem alls ekki virðist líkur á. Fræðilega væri unnt að ræða við einn flokkinn enn, þ.e. "Sjálfstæðir Grikkir" en best að muna, að sá flokkur er klofningur frá Nýju Lýðræði, þingmenn sem voru reknir af leiðtoga Nýs Lýðræðis fyrir að greiða atkvæði gegn niðurskurðaraðgerðum, sem skipun var gefin um frá stofnunum ESB og Berlín. Þannig að líkur sýnist mér litlar sem engar.
Svo eins og ég hef sagt undanfarna 3 daga, virðist allt stefna í nýjar kosningar á Grikklandi!
Alexis Tisipras (til vinstri) formaður "Bandalags Róttækra Vinstrimanna eða Syriza" og Fotis Kouvelis (til hægri) formaður "Lýðræðislegs Vinstri" - menn sem ef til vill verða stjórnendur Grikklands eftir þingkosningar í júní!
Hversu alvarlegt mál fyrir evruna væri gjaldþrot Grikklands?
Nokkrar skoðanir:
- Dutch Prime Minister Mark Rutte - "Although it is the eurozone's "policy" to hold on to Greece, the eurozone would not fall apart if Greece leaves, he said..."
- "Fitch says it would be likely to put all the euro nations on negative watch (ie. under consideration for a ratings downgrade) if Greece leaves the single currency. rance, Ireland, Italy, Portugal, Spain , Slovenia, Belgium and Cyprus would be at most risk of downgrade if Greece leaves euro, Fitch said. "
- Ambrose Evans-Pritchard er einn af þeim sem telur afleiðingar gjaldþrots Grikklands alvarlegar fyrir evrusvæði - "Europe's nuclear brinkmanship with Greece is a lethal game."
Ég er ekki á því lengur að gjaldþrot Grikklands muni endilega þurfa að framkalla hrikalegar afleiðingar fyrir fjármálakerfi evrusvæðis og evruna - en taldi það fram að síðustu áramótum að svo væri líklegt.
En málið er, að þegar Mario Draghi hóf prentun sbr. svokölluð "LTRO" aðgerð í desember, síðan aftur í febrúar, samtals rétt rúmlega 1.000 ma. dælt inn í bankakerfi evrusvæðis.
Þá tel ég að líkur á hruni í tengslum við gjaldþrot Grikklands hafi minnkað - verulega.
Ástæðan er sú, að það er nú búið að setja fordæmi fyrir því að redda stórfelldu hættuástandi innan fjármálakerfis evrusvæðis af því tagi sem var til staðar seint í desember og byrjun janúar - með prentun.
- Ég hef séð áætlanir um kostnað fyrir fjármálakerfi evrusvæðis af gjaldþroti Grikklands - upp á 800ma..
- Þetta er kostnaður vel umfram eiginlegar skuldir gríska ríkisins - en þá er verið að leitast við að kasta tölu á kostnað sem myndi fylgja óróa, t.d. auknum ótta fjárfesta gagnvart öðrum löndum í S-Evrópu, auknum lántökukostnaði - fjármagnsflótta o.s.frv. frá þeim, ekki síður en Grikklandi.
Eiginlega eini aðilinn á evrusvæði sem er fær um að róa slíkt ástand - er Seðlabanki Evrópu.
Og hann hefur þessa einu leið til þess, að dæla peningum út í kerfið.
Það er einmitt þ.s. ég á von á að muni eiga sér stað.
Að í kjölfar yfirlísingar Grikklands um gjaldþrot - líklega í seinni hl. júní að afloknum öðrum þingkosningum, og stjórnarmyndun þ.s. stjórn flokka andvígir svokallaðri björgun mun líklega taka við völdum; muni vera sett af stað af hálfu Seðlabanka Evrópu 3. peningadæluaðgerðin - líklega þá eins stór og hinar 2 á undan samanlagt.
1.000ma. ætti að duga til að róa mál nægilega niður, til þess að brotthvarf Grikklands komi ekki til með að framkalla einhvers konar - hrun.
Auðvitað er það fræðilega hugsanlegt að - einhver háttsettur berji í borðið t.d. í Þýskalandi og hindri slíka peningadælu.
En ég efast um það - bendir á áhugaverðan hlut í því samhengi:
Schäuble ready to tolerate German inflation
Það er eins og að stjv. í Þýskalandi séu farin að undirbúa jarðveginn í Þýskalandi, þýsku þjóðina - fyrir aukningu í verðbólgu, fyrir einhverja bylgju af verðbólgu sem kann að ganga yfir.
Við erum ekki að tala um bylgju af þeim skala sem hér skall á, þegar ísl. bankahrunið varð.
En verðbólga getur farið upp um 3-5% á evrusvæði, og náð jafnvel 5-7% í Þýskalandi. Sérstaklega ef prenta þarf aðra 1.000ma. umfram þ.s. ég nefndi að ofan.
En önnur krýsa er að gerjast á sama tíma - þ.e. á Spáni.
Spænska stjórnin tók yfir Bankia banka sem hafði verið búinn til með samruna nokkurra sparisjóða á Spáni, sem voru djúpt sokknir í vandræði af völdum slæmra húsnæðislána - það kom í ljós að það að skella gjaldþrota sjóðum saman, var ekki redding fyrir rest - bjó bara til gjaldþrota banka.
Enn er ekki endanlega komið í ljós hve mikil aukning skulda spænska ríkisins verður, en yfirtaka BANKIA er líklega bara byrjunin á því uppgjöri sem þar þarf að framkvæma, sjá fréttaskýringu BBC:
Will Spain suffer an Irish bust?
- En jafnvel þó Spánn sé í vandræðum, á ég ekki von á hruni evrusvæðis - lengur.
- Það verður þá meiri verðbólga - eftir því sem vandræðin verða umfangsmeiri.
- Því þá er sífellt stærri tölum varpað út í verðlag - með prentun Seðlabanka Evrópu.
Ég hallast að því nú - að Þýskaland muni láta þá verðbólgu yfir sig ganga, og ekki sjálft sprengja evrusamstarfið.
Ég tek þó mér þann rétt - að skipta aftur um skoðun um það atriði, hvenær sem mér sýnist svo!
Niðurstaða
Ég er að segja, að gjaldþrot Grikklands muni valda verulega miklum hávaða á evrusvæði, þ.e. óróa í fjármálakerfinu sennilega miklum, og óróa á mörkuðum fyrir skuldabréf ríkja í S-Evrópu, að auki verulegum fjármagnsflótta frá ekki bara Grikklandi heldur einnig öðrum ríkjum á evrusvæði í S-Evrópu.
En ég tel nú að Mario Draghi Seðlabankastjóri Evrusvæðis, muni bregðast við þeim óróa með það stórri prentunaraðgerð, að sá órói muni ekki koma til með að framkalla snjóboltaáhrif sem fræðilega myndu jafnvel getað endað með hruni fjármálakerfis Evrópu, endalokum evrunnar.
Þess í stað muni Seðlabanki Evrópu fara í hlutverk slökkvilyðs, og dæla - dæla peningum á bálið, þar til að það mun sjatna og róast.
Afleiðingin er þá einhver verðbólga - einhver smá bylgja af verðbólgu.
Ekkert hrikalegt miðað við þ.s. við sjáum hér á Íslandi gjarnan, en meir en kjarnaríki Evrópu hafa verið vön sl. 2 áratugi.
Við þetta líklega gengisfellur evran nokkuð - hve mikið kemur í ljós þegar þar að kemur.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2012 | 17:19
Atvinnuleysi ungs fólks 53,8% í Grikklandi!
Svokölluð Pan Hellestic Statistics Office, sem sett var upp að kröfu ESB, sem sjálfstæð "Hagstofa" fyrir Grikkland, sem verður að viðurkennast að var framför - þ.s. áður var það gjarnan óljóst hver staða mála raunverulega var; kom í dag með nýjar hagtölur.
Sjá: Press Release.
Ég tæpi á nokkrum atriðum:
- Atvinnuleysi: 21,7%.
- Ungmenni: 53,8% þ.e. 24 og yngri.
- 25-34 ára, er það: 29,1%.
Þetta segir það, að það sé líklega áberandi minnst í eldri aldurshópum, til að skila lægra meðaltali.
En skv. þessu er ástandið hjá ungmennum, jafnvel verra en á Spáni.
Á hlekknum að ofan, kemur fram að iðnframleiðsla í Grikklandi minnkaði um 8,1% í mars, og að útkoma 1. ársfjórðungs 2012 sé minnkun um 7,6%.
Ef þetta ástand er borið saman við fyrsta fjórðung 2011, þá minnkaði iðnframleiðsla á grikklandi um 5,7%.
Þetta segir að öfugt við spár stofnana ESB, sé kreppuástandið í Grikklandi versnandi - ekki að skána.
Að, minnkunin sé hraðari í ár en í fyrra.
Ef þið skoðið tölurnar á hlekknum, sést hve alvarlegt þetta er.
Og ofan í þetta allt, heimta stofnanir ESB að gríska ríkið segi upp kringum 180.000 starfsmönnum næstu 3 árin, og miðað við það hve hagkerfið minnkar augljóslega hraðar en gert er ráð fyrir, þá virðist einnig augljóst - að frekari kröfur um viðbótar niðurskurð munu koma fram síðar.
Þ.e. í takt við þróun mála hingað til, blasir við.
Að lokum smá hringavitleysa í tengslum við stjórnarmyndun!
En Venizelos leiðtogi PASOK flokksins hefur í dag verið með umboð til myndunar stjórnar, og hann hitti leiðtoga annarra flokka sem við hann vildu ræða, og hann lét vel af fundi með formanni svokallaðra "Lýðræðislegra Vinstrimanna" - en sá sagði að stjórnarmyndun koma til greina, en sagði eftirfarandi:
"Kouvelis, on the right in the picture below, has said that the proposed coalition would keep the country in the euro but "disengage it from the international bailout", according to Reuters." - "I propose the formation of an ecumenical government that will respect the people's mandate."
Eins og ég skil það, er þetta mjög vinsamleg leið til að segja "nei" við Venizelos, nema sá hafi allt í einu snúist 180° sem ég stórlega efast um - - svo þá mun það líta svo út er Venizelos skilar umboði sínu til forseta Grikklands á morgun, mjög líklega - að Kouvelis hafi verið sanngjarn.
Hann hefur þá líklega skapað Kouvelis smá áróðursforskot þegar kosningabaráttan hefst fyrir alvöru.
En Kouvelis er ekki að fara að framkvæma pólit. sjálfsmorð - þ.e. ljóst.
Niðurstaða
fHagtölurnar grísku segja það sem í reynd reikna mátti með, en sl. mánuði hefur Grikkland verið knúið til harkalegri niðurskurðar en áður, og það var því rökrétt að útkoman af því væri enn meiri samdráttur. Ekki minni, eins og stofnanir ESB eru stöðugt ranglega að spá.
Farsinn í tengslum við stjórnarmyndun hélt áfram í dag - en ég reikna með að honum ljúki á morgun, mjög líklega á morgun.
Þá muni forseti Grikklands lýsa yfir nýjum kosningum, líklega þann 17. júní nk.
Kv.
Alexis Tisipras formaður Syriza flokksins eða Róttækra Vinstrimanna á Grikklandi, afsalaði sér í dag umboði til myndunar stjórnar. Við keflinu hefur tekið Evangelos Venizelos formaður grískra krata í PASOK. Nú eru einungs 3 dagar liðnir af vikunni, en skv. reglum átti hver formaður að fá 3 daga. En formaður meginflokks grískra hægrimanna Antonis Samaras einungis nýtti rétt rúmlega hálfann dag. Og Alexis Tisipras nýtti einn.
Þetta sýnir hve lítil alvara virðist í þessum "stjórnarmyndunartilraunum."
Ekki er þess vænst að Evangelos Venizelos muni hafa neinn árangur heldur af sínum tilraunum.
Þess er vænst að forseti Grikklands tilkynni ekki seinna en á mánudaginn - að nýjar þingkosningar fari fram í júní, talað hefur verið í fjölmiðlum um 17. júní.
Kíkjum aðeins á niðurstöðu kosninganna!
Gríska þingið er skipað 300 þingmönnum, svo það þarf fleiri en 150 til að mynda meirihluta.
Ef fylgi Nýs Lýðræðis - efst - og PASOK er talið saman - þriðji; þá sést að þeir hafa ekki meirihluta.
Einnig ef aðrir flokkar eru skoðaðir - þá eru þeir allir andstæðingar svokallaðrar björgunar Grikklands.
Svo það er ekki mögulegt að mynda stjórn skv. þessum úrslitum sem myndi halda áfram með þá niðurskurðaráætlun sem kennd er við björgun.
Þegar á mánudag lágu fyrir yfirlísingar frá stofnunum ESB og frá stjórnvöldum Þýskalands, sem virðast hafa flesta strengi í dag í sinni hendi - að ekki komi til greina að Grikkland hætti við áætlunina, né komi til greina að endurskoða hana til að útvatna þá áætlun.
Það er eins og að helstu persónur og leikendur, hafi þá þegar farið að stara á næstu kosningabaráttu, en svokallaðar viðræður virðast fyrst og fremst, hafa snúist um að setja fram kosningastefnu, ekki síst er þetta áberandi hjá Tisipras - sem setti í gær fram kröfur sem fyrirfram var ljóst að væru óaðgengilegar gömlu valdaflokkunum, en ekki síst Evrópusambandinu og þýskalandi.
Punktarnir hans Alexis Tisipras:
- The immediate cancellation of all impending measures that will impoverish Greeks further, such as cuts to pensions and salaries.
- The immediate cancellation of all impending measures that undermine fundamental workers' rights, such as the abolition of collective labor agreements.
- The immediate abolition of a law granting MPs immunity from prosecution, reform of the electoral law and a general overhaul of the political system.
- An investigation into Greek banks, and the immediate publication of the audit performed on the Greek banking sector by BlackRock.
- The setting up of an international auditing committee to investigate the causes of Greece's public deficit, with a moratorium on all debt servicing until the findings of the audit are published.
Þessi leikþáttur heldur áfram eitthvað lengur - meðan Evangelos Venizelos þykist vera að mynda stjórn.
En það væri í tón við fyrri kafla leikritsins, að hann skili keflinu til forseta Grikklands einhverntíma eftirmiðdaginn á morgun, fimmtudag.
Þá getur það hugsast að forseti Grikklands tilkynni um kosningadag, á föstudag.
Vek athygli á áhugaverðri frétt Der Spiegel: New Documents Shine Light on Euro Birth Defects
Menn láta gjarnan mikið með það að Grikkland hafi svindlað sér inn í evruna, og segja þá gjarnan með lítilli samúð að grikkir geti sjálfum sér um kennt.
Ég upplifi gjarnan hvernig aðildarsinnar tala um grikki og Grikklands, eins og um einhverskonar réttláta refsingu sé að ræða - mynnir mann á hvernig sama fólk talaði um okkur íslendinga þegar Icesavedeilan stóð sem hæst, að við ættum að borga ekki síst vegna þess að við værum sek.
Eins og sést á myndinni, þá hefur Ítalía aldrei nokkru sinni uppfyllt skilyrðin um evruna!.
Samt var Ítalíu heimilað að vera eitt af stofnríkjum hennar - og skv. frett Der Spiegel, er full ástæða að ætla að Helmut Kohl þáverandi kanslari Þýskalands, hafi tekið fullan þátt í því að spila þann blekkingarleik að Ítalía uppfyllti skilyrðin.
Búin hafi verið til vísvitandi bókhaldsbrella - með fullri vitneskju stjórnvalda í Berlín.
Þetta setur "sviksemi" grikkja í áhugavert samhengi.
Einnig að, þegar evrunni var komið á fót var Þýskaland sjálft með hallarekstur upp á rúm 3% prósent því aðeins umfram reglur, og skuldastöðu upp á rúm 60% eða aðeins rúml. þ.s. átti að heimila.
Þannig var alveg frá fyrsta degi var reglunum um evruna - vikið til hliðar.
Það virðist því að glæpur grikkja hafi verið sá - að svindla án þess að fá heimild til þess frá stóru ríkjunum.
Þetta klassíksa - allir eru jafnir - en sumir eru jafnari en aðrir.
Niðurstaða
Alexis Tisipras grunar mig að sé í mjög sterkri stöðu, en kringum 70% grískra kjósenda í reynd hafna björgunaráætlun Grikklands. Sjaldan hafa kjósendur lands tjáð sig svo ákveðið.
En það er ekki nóg - því gömlu flokkarnir greinilega treysta sér ekki, til að brjóta sig undan fjarstýringunni frá Brussel, eða sennilega nánar tiltekið frá Berlín.
Og Tisipras hefur ekki nægilegt fylgi, til að mynda þá stjórn sem hann vill - sem væri skipuð eingöngu flokkum andvígum björgunaráætluninni, án gömlu flokkanna, og án ný nasista.
Eins og sést af framgöngu hans, þá hefur hann skýra stefnu - og hann virðist ætla sér að gera tilkall um forystu í liði anstæðinga björgunaráætlunarinnar.
Það er mjög vel hugsanlegt að það takist hjá honum.
En flokkur hans fékk óvænt næst mest fylgi - og það getur hvatt fjölmarga til að kjósa Syriza sem vilja fyrst og fremst, losna við hina svokölluðu björgunaráætlun.
Þannig að mig grunar að Syriza hafi ágæta möguleika til að bæta enn frekar við sig fylgi, og verða stærsti flokkurinn.
Þá fær hann skv. grískum reglum 50 viðbótar þingmenn.
Og það er frekar líklegt, að þá sé hann fær um að mynda sína draumastjórn.
------------------------------
Það stefnir í áhugaverðann mánuð og spennandi 17. júní.
En eftir mánudag, hafa markaðir í Evrópu verið að falla upp á hvern dag.
Hratt stefnir í að þeir nái aftur þeirri lágstöðu sem þeir voru staddi í, fyrstu vikuna í janúar.
Evrukrýsan er virkilega komin aftur á flug - - en í þessari viku, hafa borist fregnir af því að spænsk stjórnvöld séu við það að taka yfir einn stærsta banka Spánar. Frétt sem hefði tröllryðið öllu, ef ekki væri fyrir Grikklandskrýsuna - Spain set to take big stake in Bankia.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar