Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Er Alexis Tisipras framtíðarleiðtogi Grikklands? Aðdáandi Hugo Cháves!

Þetta getur verið andlit framtíðarleiðtoga Grikklands, Alexis Tisipras formanns Bandalags Róttækra Vinstrimanna í Grikklandi, sem fúslega viðurkennir að vera aðdáandi Hugo Chávesar leiðtoga Venesuela.

 

File:Alexis Tsipras Komotini cropped.jpg

Samkvæmt mjög áhugaverðri fréttaskýringu Wall Street Journal, virðist sem að Tisipras sé að undirbúa nýja kosningabaráttu: Greek Left Embarks on Coalition Talks.

Skv. fréttum eru eftirfarandi punktar þau viðmið sem Tisipras hefur gefið út:

  • The immediate cancellation of all impending measures that will impoverish Greeks further, such as cuts to pensions and salaries.
  • The immediate cancellation of all impending measures that undermine fundamental workers' rights, such as the abolition of collective labor agreements.
  • The immediate abolition of a law granting MPs immunity from prosecution, reform of the electoral law and a general overhaul of the political system.
  • An investigation into Greek banks, and the immediate publication of the audit performed on the Greek banking sector by BlackRock.
  • The setting up of an international auditing committee to investigate the causes of Greece's public deficit, with a moratorium on all debt servicing until the findings of the audit are published.

Í dag hefur hann verið að ræða við formenn annarra flokka:

Hann hefur gefið út að hann muni ekki ræða við Ný-nasista í Gullnu Döguninni, og formaður kommúnistaflokks Grikkland hefur hafnað viðræðum.

Formaður "Lýðræðislegs Vinstri" hefur formlega samþykkt viðræður - aftur á móti!

En þegar orð hans eru skoðuð geta þau vart talist "diplómatísk" gagnvart formönnum gömlu flokkanna.

"If Mr. Venizelos and Mr. Samaras genuinely regret their catastrophic choices that pulled apart the society, I invite them that by tomorrow when I will meet them to have already sent a letter to the leaders of the European Union and its members that will say that their commitments in a previous letter they sent are not valid,"

The people of Europe can no longer be reconciled with the bailouts of barbarism." - "We want to create a government of leftist forces in order to escape the bailout leading us to bankruptcy [...] We're not going to let in through the window what Greek people kicked out the door."


Antonis Samaras tók þessu ekki vel, og svaraði:

"He's asking me to sign Greece's destruction," - ""Listening to those statements from Mr. Tsipras, we gather that he has absolutely no interest in ensuring the European identity and future of Greece," Mr. Samaras said in televised remarks. "Because that which he refers to...would lead directly to default and exit from the euro."

Einmitt vegna þess hve ódiplómatísk þessi samskipti eru - þá eru þau sennilega vísbending þess efnis, að formennirnir séu í reynd á fullu í kosningabaráttu nú þegar, fyrir endurteknar þingkosningar á Grikklandi - sennilega þann 17. júní nk.

En ef svo er, þá er það þannig séð óvitlaust af Tisipras, að ræða við Lýðræðissinnað Vinstri, sem einnig er andvígt björgunaráætlun Grikklands.

Þá skoðast það frekar þannig, að flokksformennirnir séu að undirbúa tilboð til grískra kjósenda, að ef flokkur Tisipras nái því að verða stærsti flokkur Grikklands í kosningunum í júní, þannig að hann fái þá 50 viðbótarþingmenn sem gríska þingkerfið veitir stærsta flokknum fyrir það eitt að vera stærstur, þá muni þeir tveir flokkar mynda saman ríkisstjórn - hafi þeir fylgi til þess.

  1. Þá standi kjósendur frammi fyrir valinu - vinstrifylkingin þ.e. einhliða gjaldþrot, að neita að greiða skuldir Grikklands, - - sem líklega þíður brotthvarf úr evru.
  2. Eða fylkingu gömlu valdaflokkanna, og áframhaldandi niðurskurðarstefnu.

Leiðtogi hins nýja gríska vinstri, verði Alexis Tisipras.

Á hinum kantinum verði Antonis Samaras leiðtogi hægri flokksins Nýs Lýðræðis, ásamt PASOK. En PASOK þ.e. grískir kratar, virðast þeir sem mest tapa á þeirri tilfærslu kjósenda sem virðist vera að eiga sér stað í Grikklandi.

Spiros Rizopoulos, a political communications strategist and chief executive of Spin Communications, said a second round would probably favor Syriza at the expense of the two mainstream parties. - "Tsipras will do better in a second round. He has momentum at a time when people are ready to listen to anything," said Mr. Rizopoulos. "If he is smart, he will start moving to the center. But politics is all about momentum and he has got the momentum."

Mig grunar að Spiros Rizopoulos hafi líklega rétt fyrir sér, að nýjar kosningar svo skömmu eftir núverandi kosningar, verði vatn á myllu Alexis Tisipras og flokks hans, Bandalag Róttækra Vinstrimanna.

Ég held að auki að kosningastjóri flokks hans hafi akkúrat rétt fyrir sér:

"We expect a climate of terror, that they won't give Greece more money, that banks will run out of money, that we'll be thrown out of the euro zone. It's going to be an effort to bring voters back to the mainstream parties. This is going to be the main challenge for Syriza in the next elections," a party official said.

Eflaust verður þetta algerlega rétt hjá honum - að keyrt verði á full á hræðsluáróðurinn.

  • Það má einnig líta á þau orð, sem vissa staðfestingu þess, að Syriza eins og hann heitir á grísku, sé á fullu að undirbúa kosningarnar í júní.
  • Það séu í reynd ekki í gangi stjórnarmyndunarviðræður - nema í þeim skilningi, að bjóða grískum kjósendum upp á valkosti fyrir næstu kosningar.

 

Niðurstaða

Flest bendir til þess að formenn grísku pólitísku flokkanna séu aftur komnir í fullan kosningaham, enda virðist nú ljóst að ekki verði mynduð stjórn á grundvelli úrslita kosninga sl. sunnudags.

Alexis Tisipras formaður Syriza eða Bandalags Róttækra Vinstrimanna á Grikklandi, hefur stormað fram á sjónarsviðið, og virðist gera fullt tilkall til forystu í grískum stjórnmálum.

Jafnvel þó svo hann sé svo rosalega langt til vinstri, þ.e. á svipuðum slóðum og þeir róttækustu í ungliðahreyfingu Vinstri Grænna á Íslandi, er ekki laust við að maður hafi vissa samúð með honum.

Enda virðist hans flokkur vera helsta von grískra kjósenda, til að velta af sér hinni svokölluðu "Björgunaráætlun Grikklands" þannig að líkur eru á því, að staðan verði sett upp þannig, að Syrisa verði meginflokkur andstæðinga niðurskurðaráætlunar þeirrar sem kennd er við björgun.

Kjósendum verði boðið upp á skýrann valkost, þ.e. Syriza í samstarfi við hinn heldur hófsamari flokk Lýðræðisleg Vinstri eða gömlu valdaklýkurnar í Nýju Lýðræði og PASOK.

Mér virðist mjög mikil líkindi þess, að Tisipras aðdáandi Hugo Cháves verði næsti forsætisráðherra Grikklands, og hann muni strax eftir kosningarnar þann 17. júní nk. gefa út einhliða yfirlísingu um gjaldþrot Grikklands.

Þá er eins gott, að hann lýsi einnig yfir upptöku drögmu, því ef hann gerir það ekki samtímis yfirlísingunni um gjaldþrot - þá mun Grikkland algerlega gersamlega tæmast af peningum, hagkerfið líklega lenda í barter. Sem yrði enn verri staða - en ef hvort tveggja er gert samtímis.

En hætta er á því, að hann skilji ekki það samhengi, enda hefur hann talað um að halda evrunni, en samtímis um að borga ekki þ.s. hann kallar "ólöglegar skuldir."

Hann talar einnig um að þjóðnýta banka og mikilvæg stórfyrirtæki, eins og Hugo Cháves hefur gert.

  • Ef hann stjórnar virkilega heimskulega, sem viss hætta er á.
  • Þá getur hann jarðað gríska hagkerfið mjög djúpt nyðri í efnahagslegu hyldýpi.

Sem getur leitt til enn meiri óstöðugleika - en popúlistar taka gjarnan til þess bragðs, að leita uppi sökudólga þegar það kemur í ljós að stefnan er ekki alveg að virka.

------------------------------

Það þarf ekki að fara þannig - ef stjórnað er af viti út úr þeirri stöðu sem Grikkland verður í við gjaldþrot, sem þíðir upptöku drögmu samtímis, þá getur það skilað því að hagvöxtur verði kominn aftur til baka innan hálfs árs.

Grikkland rétti síðan hratt úr kútnum þaðan í frá.

Sem segir, að það skiptir mjög miklu máli hvernig er stjórnað.

 

Kv.


Stefnir í nýjar kosningar í Grikklandi!

Þetta fullyrða alþjóðlegar fréttastofur, en leiðtogi Nýs Lýðræðis skilaði stjórnarmyndunarumboðinu í dag, aftur til forseta Grikklands. Eftir að hafa að eigin sögn fullreynt að mögulegt væri fyrir hann að mynda nýja stjórn.

Þetta eru vonbrigði, en fræðilega var mögulegt að mynda stjórn fyrir Nýtt Lýðræði, ef skoðaðar eru tölur um úrslit kosninganna.

Antonis Samaras formaður Nýs Lýðræðis - megn hægri flokks Grikklands!

Skv. frétt Financial Times, reyndi Samaras ákaflega bjartsýnan hlut, þ.e. að mynda mjög víðtæka stjórn með öllum flokkum, nema öfgahægrinu í Gullnu Döguninni. Þetta finnst mér mjög merkileg tilraun, því ég botna einfaldega ekki í því að honum hafi dottið í hug að slíkt væri raunhæfur möguleiki, sjá frétt: Greece braces for a repeat of elections.

Skv. kosningaúrslitunum, sýnist mér að fræðilega mögulegt hefði verið - að myndi annan starfhæfann meirihluta, þ.e. Fræðilega geta Nýtt Lýðræði + Sjálfstæðir Grikkir + Lýðræðislegt Vinstri, myndað stjórn með samtals 160 þingmenn, eða 10 í meirihluta. 

Alexis Tisipras formaður hins "Róttæka Vinstris".

File:Alexis Tsipras Komotini cropped.jpg

Hinn ungi Tisipras, virðist vera áhugasamur um að spreita sig sjálfur við stjórnarmyndun, en ég á fjarskalega erfitt með að sjá - með hverjum, ef hann stendur við að hafna bæði PASOK og Nýju Lýðræði.

Þó skv. neðangreindum tölum fræðilega sé unnt að mynda stjórn með 5 flokkum án PASOK og Nýs Lýðræðis. En það getur vart skoðast annað en sem tölfræðilegur möguleiki.

 

Sjá úrslit kosninganna!

Ég fann þessa fínu myndrænu framsetningu á kosningaúrslitunum á vefnum Greek Reporter, sjá:

Greece Election Results 2012 (final numbers).

Ef miðað er við að á gríska þinginu eru 300 meðlimir, þá þarf að algeru lágmarki 151 þingmann til að ná meirihluta.

Samkvæmt því hafa stjórnarflokkarnir Nýtt Lýðræði og PASOK ekki meirihluta þar sem þeir hafa samanlagt, einungis 149 þingmenn. 

Einungis neðangreindir 7 flokkar náðu á þing.

Þetta virðist nánast vonlaus staða frá tilliti stjórnarmyndunar!

 

 http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/greek-election-results-2012-infographic.jpg

Ég get ekki séð að mögulegt sé miðað við þessar niðurstöður að mynda starfhæfann meirihluta - sem styður svokallaða björgun Grikklands. Það virðist ljóst nú - eftir að Samaras hefur gefist upp.

  1. Eins og sést, er Nýtt Lýðræði stærsti flokkurinn - megin hægri flokkur Grikklands.
  2. Svo kemur öfgavinstrið, í svokölluðu "Bandalagi róttækra vinstrimanna." 
  3. PASOK er í þriðja sæti, grísku kratarnir.
  4. Síðan er það klofningsframboð úr Nýju Lýðræði, undir forystu þingmanna sem reknir voru úr þeim flokki, fyrir andstöðu við svokallaða björgun Grikklands.
  5. Þá eru það sannkallaðar vinstri öfgar, grískir kommar.
  6. Svo eru það öfgarnar á hinn kantinn, grískir ný fasistar eða nasistar.
  7. Svo, er það klofningsframboð úr PASOK, hófsamir vinstrimenn í hinu "Lýðræðislega vinstri."

Hrun PASOK er ótrúlegt milli kosninga, en hann missir 30,7%. Næst mestu fylgi tapar Nýtt Lýðræði eða 14,6%. Nokkrir smærri flokkar detta af þingi.

 

Aðrar kosningar 17. júní!

En mig grunar að aðrar kosningar í sumar, væru rússnesk rúlletta.

En það getur allt eins farið á hinn veginn, að þær myndu verða frekara veganesti fyrir uppgang öfgaflokka til hægri og vinstri.

Enda er gríska hagkerfið enn í frjálsu falli - örvænting fer hratt vaxandi. 

Líkur því verulegar á enn meira fylgi öfgaflokka - og þróun í átt að stjórnleysi.

Mín vonbrigði eru með Samaras, en ég get ekki séð að allt hafi verið reynt. En Samaras er bara búinn að láta reyna á þetta í nokkra klukkutíma, og að sögn einungis hugmynd sem var fyrirfram augljóslega dauðadæmd.

En Samaras hafði fræðilega getað myndað stjórn, ef hann hefði haft hugrekki til að snúa aftur við blaðinu, muna eftir hans fyrri gagnrýni á björgunaráætlunina.

En miðjustjórn 3. flokka hefði þá verið a.m.k. hugsanlega möguleg.

 

Niðurstaða

Það virðist stefna í upplausn og stjórnleysi á Grikklandi, en ég á ekki von á því að endurekning þingkosninga, sé líklegt til að skila betri niðurstöðu út frá sjónarhóli þeirra sem vilja áframhald svokallaðrar björgunaráætlunar. Fremur líklegt, að það þing sem þá verði kosið, verði enn meir "extreme."

Það var óþarfi að láta þetta fara þannig - en sennilega ræður sú ofuráhersla sem lögð er á að halda svokallaðri björgunaráætlun áfram, að í stað þess að gera tilraun til að mynda hófsama starfhæfa stjórn, sem myndi stýra Grikklandi í gegnum gjaldþrotsferli, virðist Samaras hafa í reynd ákveðið að lúta vilja utanaðkomandi aðila - hann virðist vera óttaleg gufa hann Samaras.

Hann hafði tækifæri - en lét það sleppa frá sér.

 

Kv.


Grískir kjósendur virðast hafa hafnað "björgun Grikklands"

Þetta kemur fram í glænýrri frétt BBC sjá: Greek main parties 'suffer big losses' at polls. Þær tölur sem fram koma í frétt, eru byggðar á tölum skv. 50% töldum atkvæðum, og eru því líklega nærri endanlegum úrslitum.  Bloomberg er einnig með frétt um málið, sjá: Greek Projection Casts Doubt on New Democracy, Pasok Government. Skv. frétt BBC fá PASOK og Nýtt Lýðræði samanlagt 33,8%. Það getur verið að það dugi þeim fyrir naumum meirihluta þingmanna, þó slík stjórn væri mjög veik. Því vart bógur til að koma í gegn þeim erfiðu málum sem eru framundan. Því ólíklegt að flokkarnir tveir geti fylgt fram - sparnaðar og niðurskurðaráætlun kennd við "björgun Grikklands." En fljótlega eftir kosningar þarf að innleið skv. þeirri áætlun milljarða evra viðbótar niðurskurð, ofan á allann þann niðurskurð sem þegar er búið að framkvæma. Ekkert í mælingum á gríska hagkerfinu, bendir til annars en þetta ár verði enn eitt árið þegar gríska hagkerfið skreppur saman og það mikið.

Sjá einnig frétt: Greeks Punish Mainstream Parties.

 

Tölur skv. frétt:

  1. Nýtt lýðræði: 20% eða 18,9%.
  2. Róttækt Vinstri - Syriza: 16,06% eða 16,6%.
  3. PASOK: 13,8% eða 13,4%.
  4. Sjálfstæðir Grikkir: 10% eða 10,5%
  5. Kommúnistar: 8,5%.
  6. Gullin Dögun - ný fasistar: 6,5% eða 7%.
  • Nokkrir smærri flokkar ná inn á þing.

Það er mjög áhugaverð úrslit að mjög róttækur vinstriflokkur, flokkur harðra "anti" globalista, skuli vera sigurvegarar kosninganna. Skv. þessu þrefaldar hann fylgi sitt.

Sá flokkur hefur tekið mjög harða afstöðu gegn grísku "björgunaráætluninni." Vill að Grikkland lýsi si einhliða gjaldþrota. Formaður hans hefur þegar hafnað áskorun formanns PASOK um - þjóðstjórn til björgunar Grikklandi.

----------------------

Sjálfstæðir Grikkir, mótmæla flokkur á hægri væng grískra stjórnmála tekur sömu afstöðu - að Gríkkland skuli einhluða lýsa sig gjaldþrota. Hætta greiða af skuldum. Formaður þess flokks skv. einni fréttinni, hefur lýst sig andvígann samstarfi við Nýtt Lýðræði.

Sá er fyrrum þingmaður Nýs Lýðræðis, var víst einn af þeim sem formaður þess flokks rak úr flokknum fyrir nokkru, fyrir að hafa greitt atkvæði gegn niðurskurðaraðgerðum, skv. svokallaðri Björgunaráætlun Grikklands. Þar getur því blandast inn persónulegar deilur.

----------------------

Svo koma tveir sannkallaðir öfgaflokkar þ.e. grískir kommúnistar og ný fasistar, vart þarf að nefna að þeir báðir eru andvígir "björgunaráætluninni" og vilja að Grikkland lýsi sig einhliða gjaldþrota.

 

Stjórnarmyndun virðist í besta falli tafsöm og erfið!

Skv. þessum tölum er á mörkunum hvort Nýtt Lýðræði og PASOK hafa saman meirihluta þingmanna, en skv. reglum á Grikklandi, fær stærsti flokkurinn 50 þingmenn í nokkurs konar bónus.

En ef þeir merja það rétt svo, væri það líklega alltof veik stjórn til að vera bógur til að berjast fyrir mikilvægum málum. Þannig að þeir þurfa þá þriðja flokkinn - inn.

En hver ætti það þá að vera? 

----------------------

Það virðist því flest benda til þess að niðurstaðan sé ný óvissa um Grikkland. En úrslitin gefa ekki góðar vonir um stjórnarmyndun.

En Nýtt Lýðræði fær eðlilega fyrst að spreita sig, sem stærsti flokkurinn. En fjarskalega ólíklegt sýnist mér að róttækir vinstrimenn séu til í að vinna með "Sjálfstæðisflokki" Grikklands - né þeir með þeim. Hægri mennirnir í "Sjálfstæðir Grikkir" eru ef til vill til í tuskið ef formennirnir geta jafnað sinn persónulega ágreining, og ef til vill nokkrir smærri hægri flokkar að auki - en það væri erfitt fyrir þá að ræða við Ný Fasistana.

Fræðilega væri unnt að tala við gríska krata í PASOK, þeir ásamt "Sjálfstæðum Grikkjum" sennilega hafa nægann þingmeirihluta, en ekki til að fylgja fram björgunaráætluninni svokölluðu. Þá þarf PASOK og Nýtt Lýðræði að gefa hana upp.

Ef stjórnarmyndun gengur ekki hjá formanni Nýs Lýðræðis.

Þá skv. reglum fær næst stærsti flokkurinn að spreita sig við stjórnarmyndun, en þeir róttæklingar og kommar hata hvern annan eins og pestina. Þeir geta reynt að tala við hægri mennina í "Sjálfstæðum Grikkjum" en þeir tveir eiga þá ekkert sameiginlegt annað en að vera á móti björgunaráætluninni. 

Þeir fyrirlíta einnig kratana í PASOK. Og þeir þá.

PASOK myndi síðan fá kaleikinn ef formaður Syriza gefst upp, en þær tilraunir væru vart annað en endurtekning á tilraunum formanns Nýs Lýðræðis.

Ef þrem stærstu flokkunum tekst ekki að mynda stjórn, þá skv. grískum lögum ber að kjósa aftur skv. fréttum BBC og Bloomberg.

Á þessu getur gengið megnið af sumrinu.

 

Niðurstaða

Samkvæmt þessum niðurstöðum virðist mjög ólíklegt að mögulegt verði að halda áfram með svokallaða "Björgun Grikklands." Á sama tíma, virðast úrslitin skapa hættu á pólitískum óstöðugleika. En ný stjórn ef tekst að mynda hana, verður líklega skipuð a.m.k. 3 líklega ósamstæðum flokkum, sem munu að líkindum vera ósammála um margt, eiga erfitt með að taka erfiðar lykilákvarðanir fyrir bragðið.

En ástand mála krefst styrkrar handar á stýri. En niðurstaðan bendir til þess þveröfuga, að við taki stjórn, sem erfitt eigi með ákvarðanatöku. Það er, ef tekst yfirleitt að mynda stjórn.

Ef það tekst ekki - verður Grikkland "de facto" stjórnlaust rekald í þeim ólgusjó sem stefnir í.

Þá lögum skv. þarf að kjósa á ný - en ég varpa því fram, hvort herinn þá einfaldlega taki ekki völdin?

----------------------------------

Hin stóra frétt dagins er auðvitað sigur Hollande yfir Sarkozy. Í báðum kosningum virðist að kjósendur séu að mótmæla niðurskurði - vaxandi kreppu og stöðugt auknu atvinnuleysi.

Hollande fær nú það erfiða verkefni að stýra Frakklandi í gegnum ólgusjói framundan, en mér sýnist klárt að Frakkland er á leið inn í kreppu. Ef málum er rangt stýrt, getur Frakkland endað í vanda sbr. Spán og Ítalíu.

 

Kv.


Væru flott skip fyrir íslenska flotann :)

Hið nýja skip bandaríska flotans USS Independence, er sennilega svalasta skip í heimi í sínum stærðarklassa. En þetta eru skip á stærð við varðskip, ívið stærri en okkar gömlu, en minna en það nýja.

Ganghraði er ótrúlegur, eða 44 hnútar.

Með svo hraðskreiðu skipi, þurfa smyglarar við Karabíska hafið að fara að vara sig.

Það væri flott ef íslenska Landhelgisgæslan fengi svona 3 stykki.

En USS Independence var tekið í noktun í ár 2012, er fyrsta skipið af kringum 50 sem stendur til að smíða.

Eftir að Kanar hafa smíðað svona 30-40, reynsla er komin á þau, mætti hafa samband og skoða með verð, á niðurstrípuðu eintaki.

En margt af því sem Kanar nota, er alger óþarfi hjá okkur.

Sjá upplýsingar: USS Independence (LCS-2)

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/uss_independence_1.jpg

Displacement:2,176 tons light, 2,784 tons full, 608 tons deadweight[1]
Length:127.4 m (418 ft)[1]
Beam:31.6 m (104 ft)[1]
Draft:13 ft (3.96 m)[1]
Propulsion:MTU Friedrichshafen 20V 8000 Series diesel engines, 2x General Electric LM2500 gas turbines,[3] 2x American VULKAN light weight multiple-section carbon fiber propulsion shaftlines, 4x Wärtsilä waterjets,[4] retractable bow-mounted azimuth thruster, 4× diesel generators
Speed:44 knots (51 mph; 81 km/h)[5]
Range:4,300 nm at 18 knots[6]
Capacity:210 metric tons (206 long tons, 231 short tons)
Complement:40 core crew (8 officers, 32 enlisted) plus up to 35 mission crew

Þetta er í reynd töluvert smærra skip en nýji ÞÓR.

En skv. tölum sem fram koma, þó svo að hið nýja bandaríska skip sé lengra svo töluverðu munar, og einnig breiðara, er það samt til muna minna massívt eða 2784 tonn sbr. 3920 tonn fulllestað.

Athygli vekur gríðarlegur ganghraði hins nýja bandaríska skips - eða 44 hnútar.

Síðan rystir það einungis 3,96 metra, meðan Þór rystir mest 5,8 metra.


Vardskipid-thorTÆKNIUPPLÝSINGAR

Lengd                      93.80 m
Breidd                     16.00 m
Hæð                        30 m
Mesta djúprista      5,80 m
Brúttótonn              3.920      

Almennt

Ganghraði                   19,5  Hnútar
Flokkun ísstyrkingar       1 B
Áhöfn/björgunarbúnaður 18/48
Dráttargeta                     120 T

 

Til samanburðar restin af skiðum Landhelgisgæslunnar:

  1. Ægir
  2. Týr
  3. Baldur

Með þessum skipum geta Bandaríkin herjað gegn smyglurum við Karabíska hafið, sjóræningjum á Indlandshafi - en ekki margt kemst undan skipi sem nær 44 hnútum!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/uss_independence_2.jpg

Boat8_New_Warship_The_U_S_S_Independence_LCS_2-s720x540-23283

Sem að auki eins og sést á mynd, hefur stórann þyrlulendingarpall, nægilega stórann svo að tvær þyrlur geta lent, en ein getur átt heima í skýlinu - týpísk Sykorski Hawk þyrla, sambærilegar þeim sem varnarlyðið var með hérlendis síðustu árin.

Superpuma myndi örugglega komast þar inn einnig, og hún og sú mynni, myndu geta lent samtímis.

En ekki bara það, undir skýlinu er svæði sem þeir kalla "mission bay" sen er gríðarstórt eða 1.410 m2- sem er gert til þess að hægt sé að landa fámennum herflokkum á strandsvæðum nánast hvar sem er, en þar geta verið hraðbátar eða létt brynvarin farartæki. Þar er einnig unnt að geyma 20 feta gáma, sem unnt er að flytja upp á þyrlupall með lyftu, eða frá þyrlupalli og niður. Allt eftir þörfum.

Hugsað í okkar samhengi, þá myndum við hafa björgunarbáta þ.e. mótorbáta, jafnvel farartæki sem eins og sést á mynd myndu geta ekið frá borði, að geta loftflutt 20 feta gáma gæti verið þægilegt, einnig það að geta keyrt þá beint um borð eða frá borði. Þetta er það stórt rými, að um borð gæti verið heil björgunarsveit með öllum búnaði þ.e. bílum meðtalið. Á sama tíma myndu sennilega einnig rúmast dæmigerðir tuðrubátar með vélum, þó svo allt hitt væri á svæðinu einnig. 

Annar möguleiki væri að skipið sjálft myndi sigla t.d. til Vestmannaeyja, og sennilega myndi megnið af heimamönnum komast þar fyrir í einu. Ef öllum þyrfti að bjarga á stuttum tíma.

Svo er hönnunin mjög óvenjuleg, en skipið er "þríbytna" eða "trimaran."

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/uss_independence_3.jpg

Hönnunin kvá vera lykillinn að því hve óskaplega rúmgott skipið er miðað við stærð.

Auk þess sé það mjög stöðugt.

Ekki get ég betur séð en að það ætti að taka stórar öldur með ágætum, en sjá hve allt er rúnnað.

Brot myndu einfaldlega hrökkva beint af.

Sennilega hægir það e-h á sér í 12m. öldu.

Það sem væri þó óþarfi fyrir okkur, er að hafa vatnsþoturnar sem skipið er búið.

Það sem Bandaríkin eru að hugsa með þeim búnaði, er að gera þessi skip svo lipur og snör í snúningum, að þau geti keppt við hraðbáta í kappsiglingu milli eyja og skerja.

Á slíku væri engin þörf hér - myndum sleppa þeim dýra búnaði, og hafa einfaldari og mun ódýrari skrúfubúnað í staðinn.

Ég sé enga ástæðu fyrir minni ganghraða, nema að sparneytnari og aflmynni vélar væru einnig valdar.

En kannski er 30 hnútar alveg nóg, og cirka helmingurinn af hámarksaflinu sem nú er boðið upp á.

Hönnunin sýnist mér vera hreint frábær - með öllu þessu ótrúlega rými undir hinum gríðar stóra þyrlupalli. 

Þetta stutta myndband sýnir skipið á siglingu - ráðlegg að lækka niður hljóðið!

 

Niðurstaða

Þessi skip eru cirka á stærð við þ.s. á flotamáli kallast freigáta, en einnig sambærileg á stærð við varðskip. Mér sýnist þau geta haft gríðarlegt notagildi, hugsað í örlítið öðru samhengi en því sem Bandaríkin eru fyrst og fremst að miða þau við. Það er að fást við óróasvæði víða um heim, þ.s. ógnanir geta verið allt frá vopnuðum eiturlyfjasmyglurum sem geta í dag verið afskaplega harðvopnað lið, yfir í að elta uppi sjóræningja á Indlandshafi, eða ástunda smáskala strandhögg sem hluti af skærum t.d. við Íran eða eitthvert annað óvinveitt ríki.

En í stað brynvarinna tækja geta komið björgunarsveitabílar. Í stað vígbúinna árásarhraðbáta geta komið vélknúnir björgunarbátar. 20 feta gámar eru þeir sömu óháð því hvað þeir innihalda, og fræðilegt notagildi þess að geta lyft þeim upp á þyrlupall eða niður af honum, eða keyrt þá beint um borð eða frá borði, er að sjálfsögðu mjög mikið. Svo má ekki gleyma því, að allur þessi geymur undir þyrlupallinum stóra, getur allt eins rúmað fólk að flýgja náttúruhamfarir.

 

Kv.


Spennandi helgi - forsetakosningar í Frakklandi, þingkosningar í Grikklandi!

Það er ljóst að maður verður að fylgjast vel með fréttum á sunnudagskvöldið, þegar fyrstu vísbendingar um úrslit kosninga í Frakklandi, og Grikklandi, ættu að vera farin að berast.

En fréttir vikunnar eru ekki til að auka bjartsýni - það má vera að þær muni hjálpa Hollande og samtímis andstæðingum svokallaðrar "björgunaráætlunar" í Grikklandi.

En í þessari viku er búið að rigna yfir okkur slæmum fréttum af efnahagsmálum í Evrópu, þ.e. fréttir um nýtt met í atvinnuleysi, sbr:  Euro area unemployment rate at 10.9%.

Siðan hafa borist fregnir af auknum samdrætti í Evrópu, hvort sem litið er á iðnframleiðslu eða á tölur yfir neyslu.

Til að kóróna allt saman, bárust fréttir frá Bandaríkjunum, að einungis 115.000 störf hefðu orðið til í apríl. Það kemur ofan á vísbendingar um aukinn slaka í neyslu. Að auki ofan á tölur sem benda til, minnkaðs hagvaxtar.

Fyrir bragðið varð nokkurt verðfall á mörkuðum beggja vegna N-Atlantshafsins í dag!

 

Kreppan magnast!

Ég bendi á góða grein eftir Mohamed EL Erian - Confirmed: America's jobs crisis

Bendi þó á, að þ.s. hann kallar krýsu í Bandaríkjunum er hátíð sbr. v. ástand mála í Evrópu.

  • 115.000 störf búin til, aðeins - sem er skárra en fækkun starfa í Evrópu, þó það sé sannarlega slæmt, að það hægi á fjölgun starfa.
  • Einnig minni aukning í neyslu, en búist var við - skárra en hreinn samdráttur þar um.
  • Vísbendingar um minnkaðan hagvöxt - sem þó er eftir allt saman skárra en, vísbendingar um hratt vaxandi samdrátt.

Ég bendi á grein sem ég skrifaði um daginn: Kreppan dýpkar enn á evrusvæði!

Þetta snýst um mælingu á svokallaðri pöntunarvísitölu evrópskra fyrirtækja, sem mælir hvort pantanir aukast eða minnka - sem gefur vísbendingu um framvindu efnahagsmála.

Tölur undir 50 er samdráttur - yfir 50 aukning.  

PMI fyrir þjónustufyrirtæki -

  1. Germany 52,2 (52,1 in March) - Markit Germany Services PMI
  2. France 45.2 (50.1 in March), 6-month low. - Markit France Services PMI
  3. Italy 42.3 (44.3 in March),  three years low . - Markit Italy Services PMI
  4. Spain 42.1 (46.3 in March) - Markit Spains Services PMI

PMI fyrir iðnað - Markit Eurozone Manufacturing PMI®

  1. France 46.9 2-month high - Markit France Manufacturing PMI®
  2. Germany 46.2 33-month low - Markit/BME Germany Manufacturing PMI®
  3. Italy 43.8 6-month low - Markit/ADACI Italy Manufacturing PMI®
  4. Spain 43.5 34-month low - Markit Spain Manufacturing PMI®
  5. Greece 40.7 2-month low - Markit Greece Manufacturing PMI®

Útkoma samræmdrar PMI fyrir iðnað og þjónustu: Markit Eurozone Composite PMI

  1. Germany 50.5 5-month low
  2. France 45.9 6-month low
  3. Italy 42.7 36-month low
  4. Spain 42.0 5-month low  
  • Final Eurozone Composite Output Index: 46.7 (Flash 47.4, March 49.1)

Skv. þessu minnka heildarpantanir fyrirtækja í Evrópu milli mánaða um 3,3%.

Það kemur ofan á samdrátt mánuðina 2 á undan, takið eftir að þær tölur sýna vaxandi samdrátt!

Þar sem pantanir horfa fram í tímann, er þetta vísbending um lélegann maí.

 

Chris Williamson, Chief Economist at Markit said:

  • “...The survey suggests that the (Euro-zone) economy was contracting at a quarterly rate of around 0.5% in April, extending the downturn into a third successive quarter."
  • “Business and consumer confidence appears to have deteriorated markedly across the region since the uplift seen at the start of the year, suggesting that stimulus measures implemented by the European Central Bank have not had a lasting impact on the real economy. Confidence also fell back further in April."
  • “Little can be said to remain of any ‘core’ of strength in the region. Growth has practically ground to a halt even in Germany, and France has joined Italy and Spain in seeing a strong rate of economic decline.”

 

Þetta getur treyst fylgi Hollande á 11. stundu!

Sjálfsagt les almenningur ekki um pöntunarvísitölur Markit - en almenningur í Frakklandi sem dæmi, er örugglega næmur fyrir fréttum um versnandi atvinnuhorfur.

  • Þannig að fréttir vikunnar um enn vaxandi atvinnuleysi - hafa örugglega skilað sér til almennings.
  • Það hafa sennilega einnig fréttir, um dýpkandi kreppu í Frakklandi.

Skv. fréttum hefur verið að minnka bilið milli Hollande og Sarkozy, þó Hollande mælist enn með nokkur prósent í forskot.

En það má vera, að slæmar efnahagsfréttir vikunnar geti haft áhrif í hina áttin, þ.s. Hollande fer einmitt mikinn fyrir því að auka þurfi áherslu á atvinnusköpun og hagvöxt.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_0001.jpg

Spennan tengd kosningunum í Grikklandi er ekki síður mögnuð!

Sama getur átt við Grikkland, en tölur Markit fyrir ástandið þar eru allt - allt annað en uppörvandi, sebr: Greece 40.7 2-month low - Markit Greece Manufacturing PMI®.

Ef greining Markit er lesin, þá kemur vel fram að Grikkland er enn í hraðri hnignun!

Ástandið er virkilega orðið hvatning til örvæntingar.

Ég bendi á færslu mína frá því í gær: Þingkosningar í Grikklandi nú á sunnudaginn!

Þar kemur fram könnun á fylgi stjórnmálaflokka í Grikklandi.

Miklar lýkur virðast vera á því að niðurstaðan verði óhagstæð fyrir svokallaða björgun Grikklands.

Það er þó langt í frá öruggt, og vel hugsanlegt að PASOK og Nýtt Lýðræði nái meirihluta.

Það eitt að miklar tafir verði á stjórnarmyndun í Grikklandi, getur skapað vanda - því skv. áætlun um Grikkland er aðgerðaáætlunin mjög þétt!

Þannig að ef það verður stjórnarkreppa langt fram á sumar - þá getur sú aðgerðaáætlun fokið út um gluggann, jafnvel þó svo ekki sé verið að mynda stjórn sem sé beint andvíg þeirri áætlun.

En samskipti þessara tveggja meginflokka grískra stjórnmála eru ekki góð.

Og ef þeir halda áfram í stjórn, er það í reynd þvinguð útkoma vegna ástandsins, ekki vegna þess að þeir tveir flokkar í reynd hafi nokkurn hinn minnsta áhuga á því að vinna saman.

Það er því hugsanlegt að þó svo þeir fái meirihluta, verði stjórnarmyndun ekki án drama!

Stóra spennan er þó - hvort það fer á hinn veginn, að ekki verði unnt að mynda meirihluta sem styður aðgerðaáætlun þá sem tengist hinni svokölluðu "björgun" Grikklands.

 

Niðurstaða

Hratt versnandi kreppuástand í Evrópu er ekki beint uppörvandi fyrir Sarkozy forseta Frakklands, né fyrir ríkisstjórn Grikklands sem einnig berst fyrir endurnýjun umboðs.

Ástand mála getur verið farið að skapa viðhorfsbreytingu meira að segja innan Framkvæmdastjórnar ESB skv. frétt Financial Times: Brussels signals easing of fiscal rules.

En Ollie Rehn kommissari efnahagsmála í Brussel, ætlar að sögn að slaka á klónni - "In a marked shift of emphasis, Ollis Rehn, the EU's top economic official, will on Saturday call for additional government spending for large-scale infrastructure projects, arguing there is not sufficient private-sector demand to create jost." - "The commissioner will also give a clear signal that he is willing to loosen the EU's tough new budget rules for countries like Spain..."

Ef þetta er rétt, þá getur það þítt að þeir sem vilja stefnubreytingu innan ESB, séu við það að hafa betur!

Skilaboð fjármálaráðherra Þýskalands í dag til grikkja voru þó skýr - "Wolfgang Schäuble...said that membership of the EU is a "voluntary decision". He warned that if Greece elects a government that doesn't respect its austerity commitments then it will have to "bear the consequences".

Ekki þekki ég nægilega til grikkja til að vita hvort aðvaranir hans séu líklegar til að hjálpa stjórnvöldum Grikkland eða stjórnarandstöðunni á Grikklandi.

---------------------------

Eitt er þó víst - að við eigum öll að veita fréttum nána athygli á sunnudagskvöld.

En útkoma þessara tveggja kosninga, getur reynst mjög mikilvæg!

 

Kv.


Þingkosningar í Grikklandi nú á sunnudaginn!

Spennan er við það að ná hámarki fyrir þingkosningarnar á Grikklandi sem fara fram nk. sunnudag, þ.e. 6/5. Það sem eykur spennuna er ekki síst að á Grikklandi er bannað að koma fram með skoðanakannanir síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar.

Svo að könnunin að neðan, er sú síðasta vitneskja sem við höfum, þ.e. niðurstaða könnunar frá 19/4 sl.

Eins og sést eru stjórnarflokkarnir tveir einungis með samanlagt 32,6% skv. skoðanakönnuninni að neðan. 

Á hinn bóginn skv. grískum reglum, fær stærsti flokkurinn alltaf 50 viðbótar þingmenn!

En þó svo að Nýtt Lýðræði sé líklegt til að fá þeim úthlutað - er alls óvíst að þeir sem styðja núverandi aðhaldsprógramm á Grikklandi, geti myndað meirihluta eftir kosningar.

 

Sjá - niðurstöður skoðanakönnunar á Grikklandi!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_0001.jpg

  • KKE - er flokkur grískra kommúnista, og þeir eru enn alvöru kommúnistar þ.e. vilja Grikkland úr NATO, vilja það úr ESB, vilja það að auki út úr evru, og grikkland á að lísa sig gjaldþrota.
  • Syryza - er flokkur róttækra vinstrimanna, svokallaðra "and-globalista." Þeir vilja halda evrunni, að auki halda ESB aðild - en vilja að Grikkland lýsi sig gjaldþrota.  
  • Grænir - vilja endursemja um aðhaldsprógrammið, telja það of harkalegt, en leggja ekki til gjaldþrot, né að kasta evrunni, eða ESB aðild.
  • Lýðræðislegt Vinstri - frekar hófsamur vinstriflokkur, sem hefur verið að fá óánægða frá PASOK, þeir vilja endursemja um aðhaldsprógrammið eins og grænir, ekki fylgja fram því núverandi, vilja halda evrunni og ESB aðild.
  • PASOK - grískir kratar, er gamli stjórnarflokkurinn, styður núverandi aðhaldsprógramm.
  • Nýtt Lýðræði - grískir hægrimenn sbr. v. Sjálfst.fl.ísl., styður einnig núverandi aðhaldsprógramm, þó sá stuðningur hafi á köflum ekki virst eins eindreginn og hjá PASOK. Formaðurinn gæti verið sveigjanlegur í samningum grunar mig, ef það fer svo að engin leið er að mynda meirihluta til að halda prógramminu áfram.
  • Lýðræðisfylkingin - eru grískir frjálshyggjumenn, og þeir eru harðir stuðningsmenn einkaframtaks, styðja aðhaldsprógrammið.
  • Sjálfstæðir Grikkir - nýr frekar en ekki últra þjóðernissinnaður flokkur á hægri vængnum, þeir virðast vera nokkurs konar mótmæla flokkur hægrimanna sem flosnað hafa upp úr Nýju Lýðræði, og hafna eindregið niðurskurðar prógramminu, telja það ógna framtíð Grikklands. Þeir leggja til að Grikkland lýsi sig einhliða gjaldþrota en haldi evrunni og aðildinni að ESB.
  • LAOS - gamall íhaldssamur þjóðernissinnaður flokkur, sem hallar sé mjög að kirkjunni á Grikklandi. Þeir vilja einnig hafna aðhaldsprógramminu, en á sama tíma ekki endilega til í að lýsa landið einhliða gjaldþrota - hugmyndir um að fá lán frá Seðlabanka Evrópu.
  • Hin Gullna Dögun - er flokkur grískra ný-fasista. Öfgarnar á hægri vængnum á móti grískum kommúnistum. Áhugavert að þeir eins og kommúnistar vilja lýsa landið gjaldþrota og taka upp drögmuna á ný. Þó leggja þeir ekki til að yfirgefa ESB né NATO eins og kommarnir vilja.

 

Starfsmenn Credit Suisse bankans tóku saman yfirlitið að neðan!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/img_0002.jpg

Eins og sést eru það einungis 3 stjórnmálaflokkar sem styðja aðhaldsprógrammið!

Það verður að teljast svo að umtalsverðar líkur séu á því, að það verði ekki unnt að mynda meirihluta um stuðning við áframhald þess!

Bendi þó á að fylgissveiflur síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar eru ekki þekktar - en stóru flokkarnir eru væntanlega með kosningavélar sínar malandi á fullu, og það má vera að skili þeim einhverjum viðbótar atkvæðum.

Spennan er hið minnsta augljós!

  • Ný ríkisstjórn mun þurfa að taka á stóra sínum - því gríska hagkerfið er enn að hrynja saman af krafti, örvænting almennings fer hratt vaxandi - gjaldþrot fyrirtækja eru út um allt, þau sem enn starfa holast upp - veikjast að innan, skv. könnun frá janúar taldi um helmingur sjálfstæðra atvinnurekenda líkur á því að þeir eða þeirra rekstur myndi verða gjaldþrota í ár.
  • En ofan á það ástand, ef aðhaldsprógramminu er fylgt fram, verður hún þá að skera niður þegar í stað kostnað við ríkisrekstur upp á 3 milljarða evra.
  • Síðan framkvæma nk. 2 ár viðbótar niðurskurð upp á 12 milljarða evra.

Ástandið á Grikklandi er - steikt!

Akkúrat ástand af því tagi, sem elur á popúlisma og öfgum!

Myndun ríkisstjórnar eftir kosningar - gæti reynst þrautin þyngri, miðað við það hve öfgakennd viðhorf sumra flokkanna eru.

 

Niðurstaða

Flestir virðast reikna með því að ríkisstjórnin haldi velli, að Nýtt Lýðræði og PASOK samanlagt fái nægilega mikið fylgi, til að halda áfram. En á sama tíma, að það verði eina mögulega stjórnarsamstarfið, ef halda á áfram gríska niðurskurðarprógramminu.

Ekki ætla ég að spá fyrirfram um niðurstöðuna, en það má vera að ofangreind skoðun inniberi nokkra óskhyggju.

Eitt finnst mér áhugavert, það að einungis öfgaflokkarnir leggja til drögmuvæðingu. En ég sé ekki það sem möguleika að halda evrunni í ástandi gjaldþrots, en stóra málið er að stöðva stöðugt útstreymi fjármagns - sem kemur í veg fyrir uppsöfnun þess innan hagkerfisins.

Það ástand hlýtur að vera hluti af ástæðunni, af hverju Grikkland er að skreppa enn saman svo mikið - en kapítalismi þarf eftir allt saman fjármagn, og akkúrat megin vandi grískra fyrirtækja nú er að útvega sér fjármagn, þ.e. orðið nær algerlega ófáanlegt. Hrein fjármagnsþurrð.

En drögmuvæðing myndi einmitt binda enda á fjármagnsflótta, akkúrat vegna þess að enginn mun vilja drögmur erlendis. Þá hætta peningar að streyma jafnharðan úr landi, um leið og þeir verða til innan hagkerfisins.

Sem er að sjálfsögðu grundvöllur þess, að unnt verði að binda enda á fjármagnsþurrðina, stöðva hina hröðu og jafnframt stöðugu hrörnun hagkerfisins.

----------------------------------

Legg til að fólk fylgist með fréttum frá Grikklandi á sunnudagskvöld!

 

Kv.


Kreppan dýpkar enn á evrusvæði!

Á miðvikudag kom fram töluvert magn af tölum, sem allar voru "neikvæðar." Hið fyrsta eru tölur yfir atvinnuleysi frá EuroStat, sjá: Euro area unemployment rate at 10.9%.

"The euro area (EA17) seasonally-adjusted  unemployment rate was 10.9% in March 2012, compared with 10.8%  in February. It was 9.9% in March 2011. The  EU27  unemployment rate was 10.2% in March 2012, stable  compared with February. It was 9.4% in March 2011."

Þessi setning segir mikla sögu - þ.e. sögu stöðugrar aukningar atvinnuleysis.

Svo komu endanlegar tölur frá MARKIT.COM sem birtir reglulega svokallaða PMI (Purchasing Managers Index) eða "Innkaupastjóra Vísitölu." Niðurstaða þeirra fyrir apríl 2012 er eftirfarandi.

Ath. Stærra en 50 er aukning. Minna en 50 er minnkun!

Countries ranked by Manufacturing PMI® (Apr.) - Markit Eurozone Manufacturing PMI®

  1. Austria 51.2 4-month low
  2. Ireland 50.1 2-month low - NCB Republic of Ireland Manufacturing PMI®
  3. Netherlands 49.0 3-month low
  4. France 46.9 2-month high - Markit France Manufacturing PMI®
  5. Germany 46.2 33-month low - Markit/BME Germany Manufacturing PMI®
  6. Italy 43.8 6-month low - Markit/ADACI Italy Manufacturing PMI®
  7. Spain 43.5 34-month low - Markit Spain Manufacturing PMI®
  8. Greece 40.7 2-month low - Markit Greece Manufacturing PMI®
  • Þetta segir að pantanir til iðnfyrirtækja á Grikklandi minnkuðu í apríl um 9,3%. Það ofan á samfellda hnignun síðan um mitt ár 2009, þ.e. hver einasti mánuður síðan. Ekkert bólar í þessum tölum á þeim viðsnúningi á Grikklandi sem alltaf á að vera rétt handan við hornið.
  • Pantanir til spænskra iðnfyrirtækja minnka um 6,5%.
  • Til ítalskra um 6,2%.
  • Til þýskra um 3,8%.
  • Til franskra um 3,1%,
  • Og til hollenskra um 1%.
  • Aukning á Írlandi um 0,1%.
  • Aukning í Austurríki 1,2%.

Takið eftir því að allar niðurstöðutölurnar sýna minnkun miðað við tímabilið á undan, þ.e. mars.

Tölur mars voru einnig þær verstu um nokkra hríð, og verri en tölur frá febrúar, o.s.frv.

Muna - að pantanir eru vísbending inn í næstu framtíð, þ.e. skv. þessu verður maí afskaplega lélegur á evrusvæði, mánuður töluverðs samdráttar í iðnframleiðslu.

Það sem þetta segir - tekið saman ásamt tölum yfir atvinnuleysi sem er í stöðugri aukningu, er það augljósa að evrusvæði er í stöðugum efnahagslegum niðurspíral. Það er ekki flóknara!

  • Bendi ykkur á að skoða greiningu MARKIT á hverju ríki fyrir sig - sem ég hlekkja á að ofan!
  • Lestur þeirra greininga eflir ekki bjartsýni :)
  • Sérstaklega er greiningin á stöðu mála á Grikklandi - sorgarsaga.

 

Áhugaverðasta niðurstaðan!

  1. Þýskaland - en þar varð fyrsti samdráttur ársins í iðnframleiðslu mældur af sérfræðingum MARKIT.
  2. Í fyrsta sinn, mælist að auki minnkun í framboði á atvinnu - atvinnuleysisdraugurinn getur verið að stinga sér upp þar, kreppan loks að toga Þýskaland niður. Akkúrat þ.s. ég bjóst við.
  3. Svo, að skv. tölum að ofan, er vísbending um enn meiri samdrátt í iðnframleiðslu í maí, ofan í samdrátt hennar í apríl - sem PMI tölur frá mars höfðu spáð réttilega fyrir.

 

Niðurstaða

Alveg eins og ég hef reiknað með, virðist kreppan vera að ná til Þýskalands - loksins. En þetta virtist mér fyrir löngu síðan fullkomlega óhjákvæmilegt, en sem útflutningshagkerfi er Þýskaland mjög háð eigin útflutningsmörkuðum. Og Spánn + Ítalía samanlagt er stærri útflutningsmarkaður fyrir Þýskaland en tja - Bandaríkin. Og neysla og innflutningur bæði á Spáni og á Ítalíu, er í stöðugum samdrætti skv. öllum tölum sem hafa borist, yfir þróun mála á nýárinu.

Af því hreinlega gat ekki annað leitt, en að útflutningur þjóðverja myndi minnka - og þýska hagkerfið svo óskaplega háð útflutningi, þá óhjákvæmilega sjálft fer að hægja á sér, og síðan einnig að dragast saman.

Poetic justice - þannig séð.

Þá kannski fara þjóðverjar loks að opna augun - er kreppan ber að dyrum hjá þeim sjálfum.

Kannski þá loks - verður mögulegt að koma nýrri hugsun að!

Hin samræmda niðurskurðarstefna sem Merkel hefur svo barist fyrir - er ekkert annað en bilun.

Afleiðing augljós fyrirfram - samræmd kreppa!

 

Kv.


Niðurskurður er góður :(

Ég rakst á áhugaverða grein í Der Spiegel International, sem flytur í sinni tærustu mynd dæmigerðann fagnaðarboðskap þann sem boðað er af niðurskurðar hugsuðum þjóðverja. Vandinn við þá hugsun að hún skoðar einungis hluta af því sem máli skiptir - þá meina ég, þá þætti sem virðast styðja það sem þeir trúa að sé rétt.

Þetta er vandinn - þegar þú veit svarið fyrirfram.

Þá horfir þú einungis á þá þætti sem styðja þitt mál að þínu mati, leiðir allt annað hjá þér!

Sjá grein Der Spiegal International: What Merkel's Isolation Means For the Euro Crisis

  1. Það fyrsta er að afflytja sjónarmið það sem þú ert á móti, eitt af elstu trikkum í heimi - svo afsannarðu þá affluttu mynd, hefur síðan afgreitt sjónarmið andstæðingsins sem rangt.
  2. Síðan flytur þú stílfærða mynd af þínum sjónarmiðum, þ.s. þess er vendilega gætt, að nefna ekkert þ.s. getur orkað tvímælis!

"A number of countries on the Continent have managed to recover from severe economic crises precisely because they have unswervingly adhered to their reform policies." - "This has been the case with Ireland, where the budget deficit soared by 31 percent in 2010 after a number of banks ran into trouble. The country had to be rescued with bailouts, and it embraced a radical austerity program that produced unexpectedly rapid results. Unit labor costs declined, exports rose, and the budget deficit shrank to nearly 9 percent within two years."

Spurning hvað þú kallar "success" en þarna er flutt mjög villandi mynd, ástæða þess að hallinn varð 31% 2010 var að á ríkið féll kostnaður af uppgjöri stærsta banka landsins er hann var lagður niður, kostnaður í eitt skipti - það virkilega áhugaverða er að þrátt fyrir allan niðurskurðinn og hann var mikill, er hallinn við árslok 2011 10,1% eins og sést að ofan.

Án bankauppgjörsins 2010 hefði írski hallinn verið milli 12-13% skilst mér.

En þ.s. þvælist fyrir írska ríkinu, er hve mikið það skuldar í dag - hækkandi skuldir ásamt enn hjaðnandi þjóðartekjum þíða að tekjur írska ríkisins eru enn að minnka miðað við skuldir, sem þíðir að stöðugt hærra hlutfall tekna þess fara í að greiða af þeim.

Síðan bendi ég fólki á að lesa yfirlit yfir uppgjör sl. árs frá "Central Statistics Office."

"Preliminary estimates indicate that GDP in volume terms increased by 0.7 per cent
for the year 2011. This follows three successive annual decreases in GDP during
the years 2008 to 2010. GNP, on the other hand, declined by 2.5 per cent in 2011."

Takið eftir þessu, en Hagstofa Írlands reiknar hagvöxt skv. "Gross National Product" og skv. "Gross Domestic Product".

  • Þetta má kallla "þjóðarframleiðsla" vs. "landsframleiðsla."
  • Eins og sést gefur þetta töluvert ólíka útkomu fyrir Írland.

Málið er að á Írlandi er mikið af erlendum fyrirtækjum, skv. GDP staðli er hagnaður fyrirtækjanna talinn með, en skv. GNP staðli er hann mínusaður frá. 

  • Eftir allt saman er sá hagnaður sendur úr landi - ekki skattlagður í sjóði Írlands.

Rekstur þeirra fyrirtækja gekk vel á sl. ári, en það skilaði í reynd ekki auknum þjóðartekjum - sem drógust saman, einnig sýna tölur að neysla minnkaði, verð á húsnæði hélt enn að hrynja saman, laun voru enn að lækka, fólki í greiðsluvandræðum að fjölga o.s.frv.

Eins og ég sagði - spurning, hvernig þú skilgreinir "success." :(

 

"There was a similar series of events in Estonia, where the economy rapidly contracted in 2008 and 2009 and the budget drifted into the red. To balance the budget and boost the economy, the government should have devalued its national currency, the kroon, as textbooks would recommend."  - "But that was simply out of the question for the Estonians, who were determined to enter the euro zone. Consequently, the government cut wages by up to 40 percent, froze pensions and slashed social services. There were no protests like the ones in Greece and Spain, and unemployment sank from over 18 percent to under 12 percent."

Takið eftir, 40% launalækkun. Við erum að tala um jafnvel stærri lífskjaraskerðingu en varð á Íslandi, en í dag eru þau cirka 33% neðan við hæstu stöðu fyrir hrun. Þetta þíðir auðvitað mikið misgengi launa og lána, enda lækka þau 40% meðan lánin standa í stað.

Mér skilst að hagkerfið hafi minnkað a.m.k. 25% allt talið - af hverju lenti landið ekki í skuldakreppu? Af Því að það skuldaði nær ekkert fyrir!

Þ.e. ástæða þess að þetta virkaði í Eystlandi - en ef skuldir þínar eru innan við 20% af þjóðarframleiðslu, þá gerist ekkert alvarlegt þó þær hækki um helming eins og þær gera, ef þjóðarframleiðslan minnka um fjórðung.

En annað mun gilda, í landi sem þegar skuldar 120% - þá þíðir 50% hækkun að þær fara í 180%. Eða í landi sem skuldar kringum 70%, þá er helmings hækkun í cirka 105%. 

Þá er tekjuhalli ríkissjóðs ótalinn, sem bætir við þessa skuldastöðu.

Ekki má gleyma því - að ef svo er að erfið skuldastaða er einnig útbreidd meðal almennings, þá verður einnig sambærilegt misgengi tekna og skulda hjá almenningi. Það eðlilega, drepur hratt niður neyslu og fjárfestingar, því hraðar sem samdrátturinn eykst.

Lönd sem eru verulega skuldsett fyrir geta ekki notað þetta prógramm - þau hljóta að verða gjaldþrota.

 

"What's more, Germany itself is living proof that their approach to crisis therapy produces results. At the beginning of the last decade, the country was considered the "sick man of Europe." Economists warned that the radical "Agenda 2010" reforms introduced under then-Chancellor Gerhard Schröder would accelerate the country's decline even further." - "But the opposite occurred. The reforms of the labor market generated jobs and competitive wage agreements with German industry helped spur exports. Germany has once again become the engine of Europe's economy."

Mjög stílfærð útgáfa af sannleikanum, en þjóðverjar lækkuðu ekki laun um 40% eins og Eistland, í reynd voru laun ekki lækkuð í Þýskalandi á sl. áratug.

Þ.s. var gert var miklu mun mildara en þ.s. þeir eru að fara fram á, þ.e. laun voru fryst en á sl. áratug, þá hækkuðu laun í hverju einasta aðildarlandi evru meir en í Þýskalandi í prósentum talið.

Það þíddi, að kostnaður hinna hækkaði hraðar, og eftir því sem leið á áratuginn batnaði samkeppnisstaða þýsks atvinnulífs innan evru, og á seinni parti hans var það komið með hagnað af viðskiptum við flest aðildarlönd evrusvæðis, þannig að hagvöxtur sneri til baka.

Á milli þeirrar hörku sem þeir beittu sjálfa sig - launafrysting, og þeirrar hörku sem þeir í dag krefjast, beinar launalækkanir um prósentu tugi - - er djúp og víð gjá.

Dæmið gekk upp í Þýskalandi vegna þess, að hin löndin voru svo góð við Þýskaland að lofa launum að hækka meir hjá sér, og þannig í reynd gefa frá sér eigin samkeppnishæfni yfir til Þýskalands.

Má segja að þjóðverjar hafi grætt á heimsku hinna!

Einhvern veginn sé ég ekki, að þjóðverjar séu til í að spila sama leikinn í hina áttina.

 

"More importantly: There is no alternative. If Spain were to water down its austerity policy, and boost growth with new loans, the result would be particularly disastrous. Economists are convinced that this would lead to growing concerns in the markets that the government in Madrid can't bring its finances under control, and interest rates would rise." - "The experts even warn that it's very possible such a growth strategy could ultimately precipitate a recession. "We don't see any possibility of boosting growth through additional expenditure," says a high-ranking representative of the German government."

Gott dæmi um að afflytja boðskap þann sem þú vilt afsanna - það dettur engum í hug eða mjög fáum, að Spánn eigi að fara í ristastórt eyðsluprógramm, slá ný lán til þess.

Heldur snýst gagnrýni alþjóðlegra hagfræðinga um niðurskurðinn

  • Þ.e. ekki verið að segja að spænska stjórnin eigi að eyða meira, aðeins að hún eigi að leggja minni áherslu á niðurskurð.
  • Þetta snýst um fókus - að sá eigi vera á endurskipulagningu atvinnulífs, að einfalda reglur sem þvælast fyrir viðskiptalífi o.s.frv.
  • Einnig um tímasetningar, að mikilvægt sé að megin fókus niðurskurðar komi ekki fyrr en greinileg merki séu um það, að atvinnulíf sé farið að rétta úr kútnum, að aðgerðir sem skila eiga skilvirkni séu farnar að skila sér, neysla sé hætt að minnka, og peningamagn að skreppa saman.
  • Í hagkerfi eins og Spáni, þ.s. allir eru skuldugir samtímis þ.e. almenningur er að spara, fyrirtæki eru að því, bankar eru að afskrifa skuldir - er ríkið nánast eini aðilinn með umframeyðslu meðan hallinn er enn til staðar.

Ef ríkið ákveður einnig að minnka við sig, samtímis því að megnið að hagkerfinu er einnig að framkvæma sambærilega hluti - þá getur ekki annað gerst, en að hagkerfið skreppi enn hraðar saman, þ.e. samdrátturinn aukist.

Og ef hagkerfið skreppur hraðar saman, þá hækka skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu.

Samtímis því að hallinn minnkar líklega lítið jafnvel ekki, eins og á Írlandi er hann enn cirka 10% þrátt fyrir gríðarlegann niðurskurð sl. tvö ár.

 

Niðurstaða

Af hverju virkaði niðurskurður og launalækkanir í Eystlandi? Það er vegna þess, að hagkerfið í því landi er mikið minna skuldsett en tíðkast í hagkerfunum sunnar í Evrópu. Að auki skuldar ríkið mikið minna. Landið er sennilega það minnst skulduga á evrusvæði.

Það er hið krítíska atriði - skuldastaða áður en þú lendir í kreppu.

Þ.e. stóra breytan sem þjóðverjar taka ekki nægilega tillit til.

En þegar aðilar eru skuldsettir verulega fyrir, þá verður akkúrat sú þróun sem almenningur hefur fundið fyrir á Íslandi, nefnilega að skuldirnar hækka miðað við tekjur. Við slíka öfugþróun, magnar hækkandi skuldastaða miðað við tekjur mjög hratt upp ástandið, gjaldþrot getur blasað við.

Það á jafnt við einstaklinga - fyrirtæki sem ríkin sjálf.

Öfugt við þ.s. þjóðverjar ljúga að sjálfum sér fór Þýskaland á sl. áratug aldrei í sambærilegt samdráttarástand því sem ríkir í löndum í S-Evrópu, heldur ríkti um nokkur ár stöðnun og doði, sem smám saman hvarf eftir því sem samkeppnisstaðan batnaði, útflutningus óx. Til þess dugði að fyrsta laun - því hin löndin hækkuðu öll meir laun í prósentum talið að meðaltali hvert ár sl. áratug. 

Árangurinn á Írlandi fer algerlega eftir því hvernig þú skoðar tölurnar!

------------------------

Eitt er ég viss um, að mjög skuldsett hagkerfi S-Evrópu geta ekki endurtekið það prógramm, sem Eistlandi tókst að framkvæma.

Hve útbreidd erfið skuldastaða er í þeim hagkerfum, tryggir að það hreinlega geti ekki gengið upp.

 

Kv.


Spánn með í undirbúningi uppsetningu svokallaðs "Slæms banka"!

Þetta er ein af hinum klassísku ráðum sem gripið er stundum til þegar bankar standa höllum fæti. Dæmigerð aðferð er að stjórnvöld setja á fót svokallaðann "slæmann banka" sbr. "bad bank" sem kaupir af bankastofnunum alls konar "slæmar" eignir með óvissu virði á verði sem er vel yfir því markaðsvirði sem bankarnir eru líklegir að fá fyrir þær "vafasömu" eignir, í þeim tilgangi að efla traust á fjármálakerfinu og treysta fjárhag bankastofnana.

Eðlilega kostar þetta skattgreiðendur töluvert - dæmi "NAMA" sem er slæmur banki, sem írsk stjórnvöld settu upp - sjá: National Asset Management Agency.

Þetta gerðu írsk stjórnvöld í desember 2009, þegar blasti við að írsku bankarnir stóðu fyrir mjög alvarlegum vanda - og mikið af eignum voru færðar yfir til NAMA, á yfirverði til að styrkja bankana.

Á endanum dugði þetta ekki til - svo alvarlegur var vandinn, og írsk stjv. neyddust til að taka neyðarlán hjá aðildarríkjum evrusvæðis, frá ESFS eða neyðarlánasjóði evrusvæðis sem aðildarríkin voru þá búin að koma á fót.

Stór hluti neyðarlána var til þess að endurfjármagna írsku bankana - tekin í þeim tilgangi. 

  • Það skal viðurkennast að spænsk stjórnvöld hafa haldið betur á spilum!
  • Þau hafa ekki fram að þessu, framkvæmt þá kórvillu að ábyrgjast allar skuldbindingar bankareksturs á Spáni.
  • Að auki giltu strangari reglur um bankaeftirlit á Spáni og um lausafé og eigið fé.
  • Á hinn bóginn, var húsnæðisbólan sem sprakk á Spáni síst minni hlutfallslega en á Írlandi.
  • Fjöldi fjármálastofnana á Spáni hefur í reynd orðið gjaldþrota í kjölfarið.
  • Málið með Spán, að þær stofnanir sem einkum stunduðu húsnæðislán teljast ekki vera "bankar" heldur "sparisjóðir" - þ.e. í reynd sparisjóðakerfið á Spáni sem lagðist á hliðina.
  • Á hinn bóginn, létu spænsk stjv. helstu banka landsins taka yfir fj. sparisjóða, sem líklega hefur veikt fjárhag þeirra banka sem það gerðu.
  • Líkur virðast á því, að þó spænsk stjv. hafi látið peninga fylgja með - að það hafi ekki verið nægilega miklir peningar.
  • Vandinn hafi verið vanmetinn, alveg eins og á Írlandi, var hann framan-af stórlega vanmetinn.
  • Spænsk stjv. hafi í reynd veikt bankakerfið, með því að láta það taka yfir mikið til hið gjaldþrota "sparisjóðakerfi."
  • Og nú stendur til, að bjarga málum með því, að stofna svokallaðann "slæmann banka" til að létta undir bankakerfinu, sem er að glíma við það tjón sem þeir voru látnir taka yfir.
  • Ekki var allt sparisjóðakerfið lagt af - en mikið var einnig um sameiningar sem knúðar voru fram af stjv. - sparisjóðunum hefur snarfækkað eins og hér á landi, í reynd alveg eins og hérlendis virðist það mestu í rúst.

Sjá umfjöllun fjölmiðla:

Spain's Central Bank consults experts on toxic assets: sources

Scepticism greets Spain’s plans for banks

 

Hvað kostar þetta spænska skattgreiðendur?

Það er hin stóra spurning. Á netinu hafa flogið fj. mismunandi talna. Sumir hagfræðingar óttast að kostnaðurinn geti numið 100 milljörðum evra. Ég man að á sl. ári, þverneitaði þáverandi fjármálaráðherra Spánar að kostnaður yrði umfram 26 milljarða evra.

Hver sem sá kostnaður verður - þá er þetta einmitt þ.s. markaðurinn hefur verið að óttast, að spænsk stjórnvöld standi frammi fyrir vanda, sem komi til með að þrýsta skuldastöðu spænska ríkisins, yfir brún þá sem telst sjálfbær.

Ég bendi á góða grein, fyrir þá sem hafa aðgang að vef Financial Times:

Mohamen El-Erian -Spain will get worse without reform and European help

El-Erian bendir á hve ósveigjanlegt björgunarkerfi evrusvæðis er - að það sé ekki boðið upp á neitt millistig.

Annaðhvort björgun - eða nær ekkert!

El-Erian telur að Spánn þurfi aðstoð - en ekki endilega fulla björgun.

Hann er að vísa til hugmynda þess efnis sem hafa komið m.a. frá AGS, að björgunarsjóði evrusvæðis verði heimilað að lána til aðildarríkja sem eru í erfiðri stöðu - án þess að um sé að ræða fullt björgunarprógramm.

Það verði meiri sveigjanleiki í nálgun sjóðakerfisins að fjármögnunarvanda einstakra landa.

En El-Erian bendir á, að í öllum tilvikum þegar land hafi fengið björgunarlán hafi það hrakist af markaði - ekkert þeirra hafi enn átt endurkomu auðið.

Það sé einmitt mikilvægt að halda Spáni inni á lánsfjármörkuðum - því uppihald þess inni í formlegum björgunarpakka til 3. ára væri svo óskaplega dýrt.

 

Niðurstaða

Það virðist ljóst að það þarf að halda áfram að fylgjast með Spáni. En stjórnvöld þar glíma nú við eins og utanríkisráðherra Spánar - José Manuel García-Margallo - sagði um daginn í útvarpsviðtail: "The figures are terrible for everyone and terrible for the goverment ... Spain is in a crisis of enormous proportions."

Ein hugsanleg vísbending um hvað "Slæmi bankinn" gæti kostað, getur verið krafa spænskra stjórnvalda frá því fyrr á árinu, að spænski bankar öfluðu sér 60ma.€ af nýju fé á markaði, að þeir endurfjármögnuðu sig á markaði. 

Líklega er þetta ekki að ganga, þ.s. spænski bankar eru líklega gersamlega í frosti á markaðnum. Spurning hvort þetta er þá kostnaðurinn sem þá nú fellur á spænsk stjórnvöld.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 255
  • Frá upphafi: 847337

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 251
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband