Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Hverjar verða afleiðingar skuldabólunnar á vesturlöndum?

Það hafa fjölmargir verið að spá einhvers konar hruni í heims fjármálakerfinu, vegna ótrúlegrar upphleðslu skulda í t.d. dollarakerfinu, í pund kerfinu og já einnig innan evru kerfisins.

Dæmigerða ábendingin er að við séum að tala um skuldir sem verði aldrei greiddar.

Sé ekki mögulegt að endurgreiða.

 

Þetta er alveg hárrétt!

En þ.s. margir þeir sem spá hruni leiða hjá sér, að það er til önnur útleið en kerfishrun.

Það er - leið verðbólgu.

Ég veit, það hafa hinir og þessir verið að koma fram - halda því á lofti að gengisfellingar og verðbólga séu úreltar aðferðir, leiðir þeirra sem gefist hafa upp.

En veltum þessu fyrir okkur aðeins nánar.

Ef þ.s. svo að núverandi skuldir verði ekki endurgreiddar - heimsþekktur hagfræðingur hefur lagt til að framkv. verði hnnattræn skuldaafskrift - falleg en algerlega óraunhæf hugmynd.

Þá þíðir það ekki endilega að allt hljóti að detta um koll - heldur er mun líklegra að niðurstaðan sé eða verði, að skuldirnar verði aldrei endurgreiddar skv. upphaflegu framreiknuðu virði.

Með öðrum orðum, lausnin sé að brenna virði peninga upp í verðbólgu.

Það verði sú útleið sem skuldugu svæðin fyrir rest muni fara - ekki skipulega eða skv. einhverju samsæri, heldur "by default" þ.e. menn hrekist í þá átt.

Því hinar afleiðingarnar verði alltaf of ógnvekjandi, svo það verði alltaf valið þegar á reynir, menn standa frammi fyrir valkostinum hrun eða að prenta meira.

 

Tökum t.d. bandaríkjadollar sem dæmi!

Innan kerfisins eru óhugnanlegar skuldir, gríðarlegur ríkishalli á sama tíma ekki vilji til að taka erfiðar ákvarðanir, til að stöðva skuldasöfnun eða til að laga stöðu stoðkerfa sbr. "MedicAid" og "MedicCare" sem vitað er að framreiknað eru gjaldþrota.

Ofan í allt, er hagvöxtur ekki beysinn þó hann sé skárri en í Evrópu sbr:

Fyrsta ársfjórðung 2012 skilst mér, að mælist 2,2% hagvöxtur sem er miklu betra en samdrátturinn í Evrópu. En af tölunum virðist sem líklegt, að annar fjórðungur verði lakari, og líkur á að heildarvöxtur ársins verði milli 1 og 2%.

Þetta er varla nóg til að minnka atvinnuleysi.

Þetta dugar ekki til að vinna á skuldum, sem áfram hlaðast upp.

Þ.e. alveg mjög framreiknanlegt að þetta ástand er ósjálfbært - þó sjálfbærni ástandsins á evrusvæði sé enn - enn lakari, í ástandi vaxandi kreppu.

Þar kemur "crunch" örugglega mun fyrr.

En hver er þá birtingarmynd þess?

 

Hvert verður þá birtingarmynd verðfalls gjaldmiðlanna?

Ekki sennilega þannig að vestrænir gjaldmiðlar hrynji hver gegn öðrum, heldur mun verðlag á grunn gæðum hækka sennilega svo um munar, sbr. olíu - annarri hrávöru sbr. málmum, fæðu o.s.frv.

Þær hækkanir hríslast í gegnum hagkerfin í heiminum, lækka lífskjör valda aukningu verðbólgu innan allra megin vestrænu gjaldmiðlanna. Gjaldmiðlarnir verðfalla gagnvart þessum grunnverðmætum.

Á móti, muni gjaldmiðlar Asíuríkja þ.s. framleiðsla hefur verið að aukast - hækka miðað við vestræna gjaldmiðla.

Þar muni minni verðbólga verða, því gengishækkun verji þau hagkerfi fyrir slíku.

Lífskjör þar fyrir bragðið hækki hlutfallslega sbr. við lífskjör á Vesturlöndum.

Þetta er í reynd leiðrétting lífskjara milli vesturlanda og Asíu - og í reynd löngu kominn tími til.

En ég tel að raunveruleg ástæða skuldabólunnar á vesturlöndum sem hófst á seinni hluta 10. áratugarins, var svo að hlaðast upp eftir 2000 þar til að "Sub prime" krýsan í Bandaríkjunum, hleypti krýsunni loks af stað.

Sé í reynd að, framleiðsla hefur verið að færast frá vesturlöndum til Asíu.

Það þíðir að það hefur orðið flutningur á raun-verðmætasköpun til Asíu.

Afleiðing er að lífskjör lækka á vesturlöndum - fyrir rest.

Samkeppnisstaða vesturlanda lagast, ef lífskjör lækka að nægilegu marki.

Þetta er þá í reynd sami hluturinn og menn eru að bölva krónunni fyrir að framkalla, þ.e. lækkun lífskjara hér, við og við, þegar útflutningsverðmæti okkar verðfalla t.d. með lækkun afurðaverðs eða að hún minnkar af öðrum orsökum t.d. vegna aflabrests eða að það skellur á heimskreppa.

En málið er - að raunverulegur grundvöllur verðmæta gjaldmiðla, er verðmætasköpunin innan viðkomandi hagkerfis.

Það virðist að vesturlönd hafi komist upp með það um hríð, að ósamræmi þarna á milli hafi skapast, en sú gjá tel ég að verði óhjákvæmilega brúuið á þann hátt - að raunvirði gjaldmiðlanna lækki fyrir rest.

Í reynd er ég að spá endurtekningu á ástandi 8. áratugarins þegar það skall á bylgja verðbólgu sem stóð yfir um nokkur ár.

Í Bretlandi fór verðbólga vel yfir 10% um hríð, í mörgum ríkjum V-Evrópu var einnig verðbólga á bilinu 10-20% á þeim áratug, meira að segja í Bandaríkjunum stóð hún við 10% þröskuldinn um hríð og var yfir 6% í nokkur ár.

Ég er að tala um "Stagflation" tímabilið.

En verðbólga er einfaldlega mun þægilegri aðferð til að leiðrétta raunvirði launa - raunvirði lána, að raunvirði verðmætaframleiðslu viðkomandi hagkerfis.

En annars vegar langvarandi stöðnun - eða þá hrun sbr. 1931.

 

Niðurstaða

Staðreyndin er sú að það er margt verra en verðbólga. Verðbólgan á "Stagflation" árunum alveg örugglega forðaði þá því sem líklega annars hefði verið mun alvarlegra hrun ástand. Lífskjör lækkuðu þá á vesturlöndum, síðan réttu hagkerfin við sér án þess að það yrði stórfellt brambolt og hagvöxtur tók við á fyrri hluta 9. áratugarins.

Ef við lítum á allar skuldir bundnar í peningum í sama gjaldmiðli, og allar eignir bundnar í þeim gjaldmiðli, ásamt peningum í umferð - sem peningamagns þess gjaldmiðils. Þá segi ég, að ef peningamagn blæs út - þá kemur að því að virði peninga lækkar. Framboð vs. eftirspurn.

Það virðist sem að vesturlönd hafi um hríð náð því að spinna upp peningamagn án sjáanlegra afleiðinga eftir 2000 sérstaklega. Þannig tekið lífskjör í reynd að láni á þeim áratug. Með þeim hætti, falið fyrir eigin fólki það, að verðmætafrmaleiðsla hefur stöðugt verið að færast til Asíu.

Þetta virðist hafa verið gert með alls konar nýjungum í peninga-spinni. Hin rökrétta afleiðing þess að búa til allt of mikið af skuldbindingum, er hrun í virði skuldbindinganna sjálfra í gegnum raunlækkun virðis þeirra peninga sem þær skuldbindingar eru skilgreindar í.

Þ.e. þá hrun þannig séð, en í stað þess að fjármálakerfið allt detti um koll, allsherjar bankakerfis hrunbylgja gangi í gegn, verði birtingarmynd hrunsins sú - að ný "Stagflation" bylgja gangi í gegnum hagkerfi vesturlanda eins og á 8. áratugnum.

-------------------------

Hin gamla regla 19. aldar hagfræðinganna er þá enn eins rétt nú og þá, að ef þú eykur magn peninga þá lækkar virði þeirra.

Það sé mikilvægt að stýra umfangi peninga, eina leiðin til að viðhalda stöðugu virði þeirra.

Það þýðir í nútíma hagkerfi þ.s. það eru bankar sem búa til megnið af nýjum peningum, að það verður að hafa mun meiri stjórn á umfangi útlána en hefur tíðkast sl. 20 ár.

Að hefta umfang banka og fjármálastofnana verður þá lykilatriði í stýringu á peningamagni, í því að tryggja stöðugt virði peninga í framtíðinni.

 

Kv.


Hvernig losum við okkur við 1000 milljarða af aflandskrónum?

Mér lýst ekki endilega á þá hugmynd, að tengja krónuna við evruna áður en höftin eru losuð, þegar 1000ma.kr. skaflinn er enn fastur inni - en hugmyndin virðist vera að ná tengingu við þær aðstæður fram á sem hæstu gengi, þ.e. sem næst núverandi skránignu.

Segjum að það næðist gegnt nokkurn veginn núverandi skráningu, draumurinn um að verja lífskjör virðist vera að rætast - - En, eða hvað?

Þ.e. nefnilega ekki alveg allt sem sýnist - eins og Sigmundur Davíð benti á um daginn, þá myndi þetta í reynd þíða að þá streyma milljarðarnir af aflandsfé út úr landinu, sem þá evrur.

Gott og vel segja ef til vil einhverjir, þ.e. redding - enn menn gleyma einu.

Þá þarf ríkissjóður Íslands að slá lán á móti í gegnum svokallað "Target 2" kerfi eða nánat tiltekið, Seðlabankinn gerir það en fær frá ríkinu skuldabréf til að afhenda þeim seðlabanka innan Seðlabankakerfis Evrópu, sem hefur lausafé upp á að bjóða.

  • Þetta þíðir þegnar góðir - - að þarna er ekki verið að verja lífskjör, þvert á móti fórna þeim.
  • En þeir sem eiga aflandskrónur - þeir fá allt sitt, þeim er reddað!

Því hvernig borgar ríkið þessa 1.000 milljarða til baka, nema í því formi að skattar verði stórfellt hækkaðir - stoðkerfi við almenning verði skorið að auki, í reynd endurtekið nákvæmlega sama ferlið og Grikkland, Portúgal og Spánn eru nú stödd í þessa stundina?

Pælið í því + 66% við skuldir ríkisins, sem þegar skuldar cirka 100% - - > skuldastaða nærri þeim stað þ.s. gríska ríkið var statt, áður en gríska ríkið fékk nokkurn niðurskurð skulda.

Sjá hérna umfjöllun um "Target 2" kerfið frá tveim hagfræðingum:

Hans Verner Sinn: THE EUROPEAN BALANCE OF PAYMENTS CRISIS.

Önnur góð grein: Sudden stops in the euro area.

 

Hvað eigum við þá að gera í staðinn?

  • Ímyndum okkur að höftin væru losuð af krónunni við akkúrat núverandi ástand.
  • Þá streyma 1.000 milljarðarnir út, þ.s. þetta er í kringum 66% af þjóðarframleiðslu, þá lauslega áætlað fellur gengið sennilega einhvers staðar á bilinu nærri 70%.
  • Sem segir okkur hið raunverulega virði þessara peninga, sé í reynd 300ma.kr.
  1. Ég segi að við eigum að miða út frá þessari tölu!
  2. Við eigum að gera aflandskrónueigendum tilboð, bjóða ívið betur.
  3. Einfaldast væri að þeir fái í skiptum fyrir aflandskrónur skuldabréf frá ríkinu, á hóflegum vöxtum.
  4. Viðmið sé að nafnvirði skuldabréfanna + vextir, fari ekki yfir cirka 50% þ.e. endanlegt virði 1.000ma.kr. verði cirka 500ma.kr. skv. núvirði krónunnar.

Þá er ég búinn að spara þjóðinni - 500ma.kr. + þann niðurskurð velferðar sem greiðslu þess fjár að viðbættum vöxtum myndi fylgja.

 

En okkur vantar svipu!

Hættan er sú að það taki ekki allir tilboðinu, svo það verður að hafa einhvern enda dag - og síðan afleiðingar sem séu verri, en það að taka tilboðinu.

Ein leið til þess að skapa það ástand, getur verið að taka upp hugmyndina hennar Lilju Mósesdóttur.

  1. Þ.e. að skipta um gjaldmiðil - tilkynna að eftir að endatíma er komið, verði farið í þá aðgerð.
  2. Í þessu tilviki er ég að tala um, skiptigengi 1/3 þ.e. 70% fellingu.

Hugmyndin er þá að skapa það ástand að aðilar standa á milli tveggja elda, sem sagt svipugöng, hafi þessa tvo valkosti A)taka tilboði um að fá greitt með vöxtum allt að 50%, eða B)að ef samkomulag næst ekki við þá fyrir tiltekinn tíma taki gjaldmiðilsbreyting gildi þá verði skiptigengi 30%.

  • Auðvitað þíðir þetta að það þarf að stjórnvöld verða að vera fullkomlega undirbúinn undir þá aðgerð - svo hótunin hafi fullan trúverðugleika.
  • Og ef svo vill til að aðilarnir samþykkja ekki, þá verði aðgerðin framkvæmd.

En þ.e. atriði aftur sem sníst um trúverðugleika!

 

Eitt atriði enn!

Sem taktík í samningagerð, verði beðið á meðan verið er að semja við aðilana, með það að tilkynna um stór atvinnutækifæri sem myndu hækka virði krónunnar.

 

Niðurstaða

Ég vil ekki borga 1.000ma.kr. þ.e. leggja á almenning þá skattpíningu eða niðurskurð velferðar sem því myndi fylgja að borga slíka upphæð. Ef samkomulag næst, þá losnar um þessa stíflu og 500ma.kr. miðað við núvirði sparast, og þá er unnt að losa höftin án umtalsverðrar gengissveiflu. 

Þó er heppilegt að bíða örlítið lengur með þá lokatilkynningu, og tilkynna fyrst um einhverja stóra framkvæmd, eða stórt tækifæri sem bindandi samkomulag hefur náðst um, sem hækkar framtíðargjaldeyristekjur þjóðarinnar.

En með aflandskrónuskaflinn frá + væntingar um aukna innkomu, þá er vel hugsanlegt að losun haft gæti orðið alveg án nokkurrar gengissveiflu.

 

Kv.


Standard&Poors lækka lánshæfismat á Spáni í BBB+ lækkun um 2 flokka!

Þetta var kynnt seint í gærkveldi, eftir lokun markaða. Áhrifin á markaði í dag voru óveruleg, sem bendir til þess að markaðir hafi verið búnir að prísa inn stöðu Spánar, á undan S&P.

Áður en ég fer í umfjöllun S&P, nefni ég aðra frétt, en atvinnuleysi á Spáni mælist nú: 24,4%.

Þetta koma fram í dag, og skv. því eru 5,6 milljón spánverja án vinnu.

Aukning á atvinnuleysi þ.s. af er árinu kvá vera um 367.000.

Viðbrögð utanríkisráðherra Spánar - José Manuel García-Margallo - voru áhugaverð, en í útvarpsviðtail sagði hann eftirfarandi: "The figures are terrible for everyone and terrible for the goverment ... Spain is in a crisis of enormous proportions."

Heiðarleg viðbrögð!

 

Sjá hérna áhugaverðar tölur frá MARKIT.COM sem sýna samdrátt í verslun á evrusvæði:

Sjáið hve minnkun eftirspurnar er hröð á þessu ári, eins og að eftirspurn sé í frjálsu falli hreinlega.

Markit's eurozone Retail PMI plunged to 41.3 in April, from 49.1 in March. This is well below the 50 level that divides growth from contraction.

 

Sjá Fullan texta ásamt útskýringum:

Sjá af hverju S&P lækkar lánshæfi Spánar skv. sínu mati!

"The downgrade reflects our view of mounting risks to Spain's net general government debt as a share of GDP in light of the contracting economy, in particular due to:

The deterioration in the budget deficit trajectory for 2011-2015, in contrast with our previous projections, and

The increasing likelihood that the government will need to provide further fiscal support to the banking sector."

Consequently, we think risks are rising to fiscal performance and flexibility, and to the sovereign debt burden, particularly in light of the increased contingent liabilities that could materialize on the government's balance sheet."

Þetta snýst um kreppuna - en þ.e. samdrátturinn sem er að auka á hallann á ríkissjóði Spánar, og það veldur aukningu á hraða uppsöfnun skulda.

Á hinn bóginn, eykur kreppan einnig áhættuna í tengslum við bankakerfið, því húsnæðisverð fer fallandi sem skaðar veðhæfi, samtímis fjölgar lánþegum í vanda eftir því sem atvinnuleysi eykst og laun lækka eða fólk missir yfirvinnu, eða fer í hlutastarf í stað fulls.

Menn óttast líkindi þess að Spánarstj. þurfi að koma bönkunum til aðstoðar - sem myndi geta aukið skuldir stjv. hressilega.

Ekki má gleyma að á Spáni sprakk mjög stór húsnæðisbóla eins og á Írlandi.

Mikið af slæmum skuldum taldar enn vera til staðar í fjármálkerfinu.

 

"...we have lowered our forecast for GDP to contract in real terms by 1.5pc in 2012 and 0.5pc for 2013...We had previously forecast real GDP growth of 0.3pc in 2012 and 1pc in 2013."

Þeir eru hættir að spá endurkomu hagvaxtar 2013.

 

"Spain's current account deficit (CAD) is on a narrowing trajectory, significantly supported by the Spanish economy's strong export performance, especially since 2009. The CAD was 3.5pc of GDP at year-end 2011, compared with 10pc in 2007." - "We expect the current account to broadly balance in 2013-2014, before posting a higher surplus thereafter."

Þarna er sólargeisli í svartnættinu, að viðskiptahallinn hafi skroppið verulega saman síðan 2007.

En þetta þarf að verða að a.m.k. einhverjum afgangi, ef Spánn á að geta minnkað skuldir.

Vonandi rætist það, að jöfnuðurinn nái jafnvægi eins og S&P telur.

 

"In contrast to 2008-2010, the Bank of Spain - through Target2 overdrafts with the ECB (exceeding €250bn in March 2012, from around €150bn at the end of 2011) - has now become the major source of financing Spain's CAD. In our opinion, this reflects the extent to which Spain's commercial banking system has sharply increased its dependency on official funding sources to a considerably higher level than we anticipated in January, when we last revised our rating on Spain."

Þetta er mjög áhugavert, að Spánn skuldi nú 250ma.€ í gegnum svokallað "Target 2" kerfi Seðlabanka Evrópu - einkum til að endurlána spönskum bönkum í vanda sem segir að vandræði spánskra banka séu hratt vaxandi, en í gegnum "Target 2" eru ríki að slá lán frá Seðlabanka Evrópu í gegnum eigið útibú Seðlabankans heima fyrir, og þá þarf það útibú að eiga skipti á einhvers konar eign við eitthvert af öðrum útibúum Seðlabanka Evrópu, þ.s. nægt lausafé er að finna.

Það hefur einkum verið hlutverk "Bundesbank" eða útibús Seðlabanka Evrópu í Þýskalandi, að lána fé til útibúa Seðlabanka Evrópu í þeim ríkjum sem eru í vandræðum, þá fær "Bundesbank" ríkisskuldabréf þeirra ríkja í skiptum fyrir féð.

Sumir þýskir hagfræðingar, telja þetta vera ógnvænlega þróun - en heildar eign Bundesbank í formi skuldabréfa af slíku tagi sem geta haft óvisst virði, er víst komið upp í rúml. 600ma.€.

Ef það er lagt saman við skuldbindingar Þýskalands í gegnum björgunarsjóðakerfi evrusvæðis, kvá þær nálgast 1.000ma.€.

Þ.e. þó umdeilt atriði hvort þjóðverjar eigi að hafa áhyggjur af þessu, hagfræðingurinn Hans Verner Sinn hefur verið einna fremstur í flokki, að vara við því sem hann telur vera hættuna af þessu.

Hans Verner Sinn: THE EUROPEAN BALANCE OF PAYMENTS CRISIS.

Önnur góð grein: Sudden stops in the euro area.

Þetta eru hagfræðingar sem hafa áhyggjur af "Target 2" kerfinu, þeirri uppöfnun skuldbindinga sem þar á sér stað.

 

"Despite the unfavorable economic conditions, we believe that the new government has been front-loading and implementing a comprehensive set of structural reforms, which should support economic growth over the longer term." - "In particular, authorities have implemented a comprehensive reform of the Spanish labor market, which we believe could significantly reduce many of the existing structural rigidities and improve the flexibility in wage setting." - "At the same time, we do not believe the labor reform measures will create net employment in the near term."

Takið eftir síðustu setningunni, að til skamms tíma fjölgi hagræðingar-aðgerðirnar ekki störfum.

Þ.e. akkúrat vandinn - sennileg skila þær sér yfir tíma.

En til skamms tíma hjálpa þær ekki hagkerfinu - - einmitt þess vegna er svo galið nema skuldavandinn sé mjög "acute" að taka "frontloaded" útgjaldaniðurskurð.

Þ.e. hranna miklum niðurskurði inn á svona viðkvæmu augnabliki í hagsveiflunni, þegar niðursveiflan er í aukningu nú þegar, atvinnuleysi einnig í aukningu samtímis.

Því niðurskurðurinn getur ekki annað en aukið á niðursveifluna.

-----------------------

Mun betra væri að bíða nokkuð með svo harðar aðgerðir, alls - alls ekki slaka á í hagræðingu.

En ekki hefja svo harðan niðurskurð strax - segjum, bíða með hann a.m.k. í heilt ár. 

Kannski 2 ár.

Svo hefja það ferli - en þá ættu jákvæð áhrif af vera farin að skila sér.

Sem þá ætti að slá á samdráttaráhrif niðurskurðarins.

-------------------------

Ég er að meina að það skili betri útkomu sennilega heilt yfir - en það þarf að muna að hraðari niðursveifla mun hækka hlutfall skulda skv. landsframleiðslu.

Það er alls óvíst að útkoman fyrir rest, myndi verða að það hlutfall myndi enda hærra, ef þessi leið B væri farin.

Í staðinn, dempar á meðan hallinn á ríkinu niðursveifluna, svo hún verður minni - hagkerfið minnkar minna, og svo hefst þá uppsveiflan á ívið hærra punkti. Skuldir kannski hærri í evrum talið, en þá dreifast þær á stærri þjóðarframleiðslu, þannig að hlutfallið væri ekki endilega hærra.

Lífskjaratap gæti orðið minna o.s.frv.

Hætta á vandræðum í bankakerfinu minni.

 

  • Balancing...commitment to stabilizing public finances with policymakers' clear interest in preventing an acceleration of the economic downturn will be challenging in the absence of fiscal transfers from abroad, or private-sector credit creation at home.
  • At the same time, we believe front-loaded fiscal austerity in Spain will likely exacerbate the numerous risks to growth over the medium term, highlighting the importance of offsetting stimulus through labor market and structural reforms.

Starfsmenn S&P árétta í reynd þ.s. ég segi, í ofangreindum punktum.


Following budgetary slippage of 2.5pc of GDP in 2011 beyond the 6pc target, the government has committed to a target of 5.3pc of GDP in 2012 and 3pc in 2013. In our opinion, these targets are currently unlikely to be met given the economic and financial environment. We forecast a budget deficit of 6.2pc of GDP in 2012 and 4.8pc in 2013 (our previous forecasts were 5.1pc and 4.4pc). We also believe the delay to adopting the 2012 budget could reduce the government's capacity to prevent deviations from its budget plans.

Ég held að þeir séu alls ekki of svartsýnir, en munum að hallinn á sl. ári reyndist vera 8,5%. Ef við tökum mið af samdrætti þessa árs þá eykst hallinn náttúrulega frekar.

Svo það virkar ekki þannig, að ríkisstjórninni dugi að spara 3%, heldur þarf sennilega að spara nær 5% til að ná einhver staðar nærri tölunni 5,3%.

Ath. það voru bara 9 mánuðir eftir af fjárlagaárinu þegar fjárlögin voru kynnt.

Svo ég er sammála því að afskaplega ólíklegt sé að niðurskurðurinn skili því takmarki sem stefnt er að, hallinn gæti reynst jafnvel 7% v. árslok þ.e. bara minnkun í halla um 1,5% þrátt fyrir mikinn niðurskurð.

Svona var þetta á Grikklandi, að hallinn varð alltaf meiri - því áhrif niðurskurðarins ofan í kreppu, er að auka á niðursveifluna, skapa því frekara tekjufall ríkisins því aukningu í halla.

 

"We could lower the ratings if we were to see a rise in net general government debt to above 80% of GDP during 2012-2014, reflecting fiscal deviations, weakening growth, or the crystallization of contingent liabilities on the government's balance sheet beyond our current projections. We could also consider a downgrade if political support for the current reform agenda were to wane."

"Moreover, we could lower the ratings if we see that Spain's external position worsens or its competitiveness does not continue to approach that of its trading partners, a key factor for Spain to return to sustainable economic and employment growth."

"We could revise the outlook to stable if we see that risks to external financing conditions subside and Spain's economic growth prospects improve, enabling the net government debt ratio to stabilize below 80pc of GDP."

Lykiltala í þeirra augum er greinilega skuldahlutfall kringum 80%.

Ef Spánarstj. tekst að halda fast í aðgerðir til endurskipulagningar atvinnulífs og aukningar skilvirkni, ef stuðningur við þær aðgerðir bilar ekki.

Ef bankakerfið lafir svo ríkið þarf ekki að koma því til aðstoðar.

Ef það verður ekki neikvæð þróun í útflutningi.

Þá muni einkunn Spánar haldast óbreytt!

Svo getum við hvert okkar fyrir sig metið líkur - en munum að ástand Spánar er ekki bara háð því hvað gerist á Spáni, heldur einnig því sem gerist í löndunum í kring.

Skv. "Jafnvægissáttmála" Angelu Merkelar, eru nær öll aðildarríki evrusvæðis komin í stíft niðurskurðarferli - og um þau ferli mun gilda það sama og það Spanska, að það mun auka á þeirra niðursveiflu.

Veruleg hætta er því á því, að útfl. Spánar til hinna landanna muni dragast saman, þegar samdráttaraðgerðirnar fara enn frekar eftir sem líður á árið að bíta.

Ákveðin samræmd kreppa virðist í uppsiglingu!

 

Niðurstaða

Það er ekki lengra síðan í febrúar að atvinnuleysi skv. OECD mælist 23,6%. Í apríl er það komið í 24,4%. Skv. því er skammt þess að bíða að það nái 25% eða 1 af hverjum 4 vinnandi.

Þá getur það auðveldlega náð 27-28% í ár, stefnt síðan í 30% um mitt nk. ár.

Þetta er ekkert annað en skelfileg þróun. Minnumst ekki á tölur yfir atvinnuleysi ungmenna um og yfir 50%.

 

Kv.


Mario Draghi, seðlabankastjóri evrusvæðis, vill sáttmála um hagvöxt!

Sífellt fleiri þekktir einstaklingar í Evrópu hvetja til þess, að gert sé meira til að skapa hagvöxt - pólitíkusar eru farnir að veifa orðinu "growth compact" eða hagvaxtar-sáttmála. En vaxandi atvinnuleysi og versnandi kreppuástand virðist loks vera farið að hreifa við pólitíkinni á evrusvæði fyrir alvöru.

Mario Monti sagði t.d. eftirfarandi í dag - "I believe that (growth) is the factor which is in shortest supply at the moment in spite of so many good individual and collective efforts [...] If there is no demand, growth will not materialise. All the reforms we are putting in place now are deflationary.

Tek undir þetta - það skortir hagvaxtarhvetjandi aðgerðir, og þær aðgerðir sem stöðugt er verið að íta fram, eru allar bælandi!

Hluti af þessum þrýstingi er auðvitað vegna kosningaskjálfta - þ.e. þingkosningar í Grikklandi í mái, forsetakosningar í Frakklandi eftir rúma viku, þjóðaratkvæðagreiðsla í máí á Írlandi um svokallaðann "Stöðugleika Sáttmála" en skv. nýjustu fréttum hefur verkalýðshreyfingin sett sig formlega upp á móti honum, svo eru það þingkosningar í Hollandi eftir fall hollensku ríkisstjórnarinnar sem skulu fara fram í september.

 

Danske bank birti áhugavert graf í dag - sem sýnir samanburð á húsnæðisbólum, niðurstaða Danske Bank að í Frakklandi sé klárt húsnæðisbóla sem enn eigi eftir að springa!

Þeir telja sig sjá vísbendingar þess efnis, að sú stund geti verið að nálgast - en eftirspurn eftir nýju húsnæði hafi verið í minnkun síðan sl. vetur, og hennar gæti enn meir nú á nýárinu. Fyrir rest, hljóti húsnæðisverð byrja að gefa eftir - þetta sé þó ekki unnt að tímasetja með nokkurri nákvæmni!

Þetta eru auðvitað mjög slæmar fréttir fyrir forsetaframbjóðendurna Sarkozy og Hollande, en Hollande er einn af þeim, sem tala mikið um nauðsyn fyrir sáttmála um hagvöxt, segist vilja endursemja um Stöðugleika Sáttmála Angelu Merkelar, því inn í hann vanti forsendur fyrir hagvexti - nær algerlega!

Hvað sagði Mario Draghi? - Draghi calls for Europe "growth compact" - ECB chief Mario Draghi calls for euro 'growth compact'

"What is most present in my mind is to have a 'growth compact'," - "The bloc was probably in the most difficult phases of a process in which fiscal austerity was starting to reverberate its contradictionary effects" - "Mr Draghi told the European Parliament. Austerity has taken a larger than expected toll and demand is tumbling for loans to business and consumers - despite ECB action to help the region's banks." - "...the ECB president said he saw any such plans as focused on growth-enhancing structural reforms and boosting competitiveness." - "Mr Draghi's comments show how the ECB has been taken aback by signs of recent economic weakness..."

Þarna tónar Seðlabankastjóri Evrusvæðis mjög svo niður þá hóflegu bjartsýni sem hann hefur áður auðsýnt, en síðast sagðist hann reikna með hóflegum hagvexti síðari hluta þessa árs, en nú nefnir hann ekki orðið hagvöxt nokkurs staðar í sínu erindi, en talar þess í stað um nauðsyn þess að þjóðir evrusvæðis grípi til aðgerða til að stuðla að hagvexti.

Angela Merkel tók undir orð hans - "Europe needs growth “in the way that Mario Draghi, the president of the European Central Bank, said it today, that is in the form of structural reforms."

Eins og fram kemur hjá Mario Draghi, og Merkel - vilja þau bæði að hagvaxtarhvetjandi aðgerðir snúist fyrst og fremst, um endurskipulagningu vinnumarkaðar, um aukningu á skilvirkni, bætingu lagaumhverfis o.s.frv. - sem sagt, tæknilegar breytingar af ímsu tagi.

Galli við slíka nálgun, er ekki að þær aðgerðir skili ekki sínu - heldur að þær gera það yfir tíma, ekki snögglega.

Þannig, að slík nálgun mun lítil til engin áhrif hafa á þróun mála á þessu ári, og vart munu fyrstu áhrifa fara að gæta, fyrr en a.m.k. ár er liðið - og svo ef til vill smám saman aukast næstu ár.

Slíkar aðferðir þó, eru alls ekki nægar ef þ.e. einhvers konar bráðavandi, þ.e. hagkerfið er í niðurspíral sem liggur á að stöðva áður en sá færir sig upp á skaftið - þá þarf öflugari hvatningu, með einhvers konar fjármuna-innspýtingu, sem þarf ekki að vera af hendi stjórnvalda, getur einnig verið af hendi Seðlabanka.

En eins og kemur fram, setur Merkel sig algerlega upp á móti slíku.

Þessar deilur reikna ég fastlega með að eigi eftir að magnast í Evrópu eftir sem lýður á árið - og kreppan heldur áfram að dýpka, og ekkert bólar á viðsnúningi í átt til hagvaxtar.

 

Samstarfsmaður Mario Draghi innan bankans, kom einnig fyrir Evrópuþingið og sagði að ef með þyrfti, myndi Seðlabanki Evrópu beita þeim meðölum sem þörf væri fyrir - sterk vísbending þess, að ECB sé til í að prenta meira af evrum, ef hrikta fer í hlutum á ný.

"Appearing before the same European parliament committee a few minutes later, Vitor Constâncio, vice-president of the ECB, said that if risks to the eurozone ecoomy materialised the rest assured, we will adapt our policy."

  • Ég veit ekki um ykkur, en mér sýnist þetta sýna að yfirmenn ECB séu farnir að sjá, að væntingar þeirra um stutta eða jafnvel milda kreppu, virðast ekki vera að standast!

 

Síðan kemur fram áhugaverð skýrsla frá ECB í dag, þ.e. yfirlit yfir ný útlán könnun unnin í kringum mánaðamót mars og apríl, og þar kemur í ljós að eftirspurn eftir nýjum lánum frá atvinnulífinu hefur minnkað og það verulega síðan sambærileg könnun var unnin síðast í janúar sl.

Þetta er skýrt samdráttareinkenni, sýnir að fyrirtæki eru að halda að sér höndum með fjárfestingar, halda í fé - væntanlega vegna þess að þau óttast hugsanleg töp eða samdrátt í veltu.

Þetta er enn ein vísbendingin þess efnis, að hagkerfi evrusvæðis sé í stöðugum niðurspíral!

"The ECB's latest quarterly bank lending survey...a sharper-than-expected decline in demand for loans, which highlighted the eurozone's underlying economic weakness. The balance of banks reporting an increase in corporate demand over those reporting a decline, fell to minus 30%, compared with minus 5% in January. The mains explanation was a drop in corporate investment, the ECB reported." - "The survey was conducted between March 23 - April 5..."

 

Síðan rakst ég á áhugaverða frétt hjá Der Spiegel International - Euro Group Considers Direct Aid for Banks

Þar kemur fram að háttsettir starfsmenn stofnana ESB, séu að undirbúa tillögur um það, að breyta reglum um svokallaðann "European Stability Mechanism" eða ESM, sem er framtíðarbjörgunarsjóður evrusvæðis - á þann hátt að bankar geti óskað eftir og fengið lán frá honum.

Ef eitthvað er hæft í þessu, þá er þetta sprengiefni - en skv. fréttinni snýst þetta um hræðsluna vegna stöðu spænska bankakerfisins.

En talið er að spænska ríkið myndi líklega lenda í vandræðum, ef það þyrfti að endurfjármagna innlenda banka - svo hugmyndin virðist vera sú að heimila þá bönkum að óska eftir lánum frá ESM milliliðalaust.

Þetta væri auðvitað alger grundvallarbreyting á yfirlístu hlutverki ESM, sem er það að aðstoða ríki í vanda, en þau geta óskað eftir lánum m.a. til þess, að fjármagna endurfjármögnun banka - en þá þarf viðkomandi ríkissjóður að taka þá skuld.

Ef fréttin er rétt, þá er víðtækur ótti innan ECB og svokallaðs "evruhóps" um það, að spænska ríkið sé ófært um að tryggja stöðugleika spænsks fjármálakerfis. 

Slík tillaga er þó líkleg að mæta mikilli andstöðu frá aðildarríkjum evrusvæðis - mér sýnist m.a. fremur líklegt, að ríkisstj. Þýskalands myndi ekki fallast á slíka breytingu.

 

Niðurstaða

Pólitískur órói vegna dýpkandi kreppu, og vaxandi atvinnuleysis er farið að gæta fyrir alvöru. Líkur virðast á því, að sókt verði að "Stöðugleika Sáttmála" Angelu Merkelar, sem eins og Mario Monti bendir á, inniheldur bara samdráttaráherslur.

  • Sem þíðir að sjálfsögðu akkúrat - að hann mun auka á samdrátt.

Það kemur fram í máli Mario Draghi -"The bloc was probably in the most difficult phases of a process in which fiscal austerity was starting to reverberate its contradictionary effects"- þ.e. nefnilega málið, að þær nýju samdráttaraðgerðir sem ríkisstjórnir evrusvæði samþykktu í kjölfar undirritunar svokallaðs "Stöðugleika Sáttmála" snemma á nýárinu, eru nú fyrst farnar að bíta fyrir alvöru.

Og þ.s. meira er, áhrif þeirra munu vaxa eftir sem á árið lýður.

Og ég er virkilega - virkilega ekki hissa, að rökrétt útkoma sé einmitt þ.s. virðist vera, þ.e. kreppan dýpki.

Þetta var gersamlega fyrirsjáanleg útkoma - útkoma sem ég hef margoft bent á, sem lánglíklegustu afleiðinguna.

Ef þetta brjálæði heldur áfram, mun "Stöðugleika Sáttmálinn" skapa samræmda niðursveiflu á evrusvæði, þannig séð - samræmd hagsveifla :(

Þ.e. einmitt þess vegna, að þetta er farið að vera sýnilegt hver áhrifin eru, að reikna má með að sókt verði hart að "Stöðugleika Sáttmálanum" á næstunni - hver veit, kannski fella Írar hann.

Annars í dag, sagði Sarkozy að hann myndi efna til þjóðaratkvæðagreiðslu í Frakklandi um hann, ef hann myndi ná kosningu. Greinilegt, að þarna er hann að verja sig gegn gagnrýni á sáttmála, sem hann var einna helsti hvatamaður fyrir, með því að bjóða upp á slíka lýðræðislega lausn.

Það fylgdi ekki fréttinni hvaða dagsetningu hann var að tala um!

Það er gersamlega nauðsynlegt - að annaðhvort drepa "Stöðugleika Sáttmálann" eða útþynna hann svo rækilega, að skaðsemi hans minnki verulega, áherslum hans verði breytt.

 

Kv.


Af hverju eiga Frakkar að velja Hollande frekar en Sarkozy?

Fyrir mér snýst þetta að stærstum hluta um andstöðu Hollande við stefnu Angelu Merkel. Ég bendi á nokkur orð sem höfð eru eftir Michel Sapin, kosningastjóra Hollande: "Mr Hollande has said if he becomes president, France will not ratify the Stability Treaty without changes. Congrete moves to regenerate growth are essential" - "if not, it creates a vicious circle - which the markets also fear - in which austerity creates recession, which creates deficits, which creates austerity. We must not fall into this trap." Málið er að þetta er algerlega hárrétt!

En þetta snýst ekki bara um stundarpólitík, heldur framtíð Evrópu, og Frakklands einnig þ.e. hverskonar framtíð.

Hér er því um miklu stærri ákvörðun en vanalega, þegar kjósendur velja - því vanalega skiptir valið ekki mjög miklu máli, en í þetta sinn gerir það, einmitt það.

 

Sjá nokkra þekkta hagfræðinga:

Eisengreen - The ECB’s Lethal Inhibition

Stiglitz - The Year of Rational Pessimism

Roubini - Europe’s Short Vacation

Rogoff - A Centerless Euro Cannot Hold

Krugman - Europe’s Economic Suicide

 

Fjöldi hagfræðinga vara við þessari stefnu!

Þetta er vanalega rökstutt gagnvart almenningi eitthvað á þá leið, að Evrópuríki skuldi of mikið. Eins og í tilviki hinnar hagsýnu húsmóður, sé rétta leiðin að draga úr eyðslu - borga niður skuldir.

Í augum margra virðist þetta sjálfsagt vera skynsemin sjálf - en vandinn við þetta, er að málið er töluvert flóknara þegar við erum að tala um heilu hagkerfin, og sérstaklega um hóp hagkerfa.

  1. Fyrsta atriðið sem þarf að skilja er að hagvöxtur er einfaldlega mæling á veltu þ.e. umfangi hagkerfis hverju sinni. Það má mæla með mismunandi hætti.
  2. Hitt er, að stór hluti tekna ríkisvalds hverju sinni, er háð þessari veltu.
  3. Það þriðja sem þarf að skilja, er að í dag eru ríkissjóðir landanna ekki einungis skuldugir, heldur eru skuldir útbreiddar innan hagkerfanna sjálfra, meðal almennings og fyrirtækja.
  4. Það fjórða sem þarf að muna, er að þegar velta minnkar sbr. efnahagssamdráttur, og eftirspurn minnkar - hefur það gjarnan áhrif á verð, t.d. á húsnæði, sem fer þá gjarnan að lækka. Og það, hefur slæmt áhrif á þá sem eiga þá eign, hvort sem þar eru einstaklingar eða fyrirtæki, eða hvort sú eign er veð fyrir bankaláni.
  5. Að auki, veldur samdráttur gjarnan fækkun starfa, því fólk kaupir minna svo störfum við verslun og framleiðslu fækkar.

Allar þessar breytur víxverka sbr. fækkun starfa þíðir aukinn kostnað ríkisins af atvinnuleysisbótum, samtímis sem að dregur úr neyslu því bætur eru lægri en laun, viðkomandi getur lent í vandræðum með lán, misst húsnæði sitt o.s.frv.

Ef þ.e. mikið atvinnuleysi eða hröð fjölgun þess, þá getur skapast töluverður fj. tapaðra lána hjá bönkum, kostnaður ríkisins v. bóta eykst meðan tekjur þess vegna skatta af launum dragast saman, samtímis sem tekjur þess minnka einnig vegna samdráttar í neyslu, síðan að útlánatöp banka geta neytt ríkið til að koma þeim til aðstoðar.

Ekki síst, að tekjuminnkunin ásamt kostnaðaraukningu veldur vaxandi hallarekstri hjá ríkinu.

 

Skoðum aðeins ástandið eins og það er á evrusvæði!

Áðan nefndi ég kreppu innan eins ríkis, en ímyndum okkur kreppu samtímis í mörgum ríkjum, sem öll hafa mjög náin samskipti, kaupa og selja hvert af öðru þ.e. Evrópu.

Spá AGS fyrir evrusvæði árið 2012: bls. 53. - World Economic Outlook!

  • Evrusvæði......- 0,3%
  1. Þýskaland........0,6%
  2. Frakkland........0,5%
  3. Ítalía.............- 1,9%
  4. Spánn...........- 1,8%
  5. Holland..........- 0,5%
  6. Belgía..............0,0%
  7. Austurríki.........0,9%
  8. Grikkland.......- 4,7%
  9. Portúgal.........- 3,3%
  10. Finnland...........0,6%
  11. Írland...............0,5%
  12. Slóvakía...........2,4%
  13. Slóvenía.........- 1,0%
  14. Lúxembúrg.....- 0,2%
  15. Eystland............2,0%
  16. Kýpur.............- 1,2%
  17. Malta.................1,2%

Sjá einnig AGS - Global Financial Stability Report.

Þar segir að bankakerfi Evrópu muni selja eignir fyrir 2.600 ma.€ þ.e. jákvæða spáin, í þeirri neikvæðu verður salan upp á 3.800ma.€.

Sjá einnig frá Euro Stat - Euro area and EU27 government deficit at 4.1% and 4.5% of GDP respectively

Hallarekstur ríkissjóða aðildarríkja Evru 2011:

  1. Írland.......... - 13,1%
  2. Grikkland....... - 9,1%
  3. Spánn........... - 8,5%
  4. Slóvenía........ - 6,4%
  5. Kýpur............ - 6,3%
  6. Frakkland...... - 5,2%
  7. Slóvakía...........- 4,8%
  8. Holland...........- 4,7%
  9. Portúgal......... - 4,2%
  10. Ítalía............. - 3,9%
  11. Belgía............ - 3,7%
  12. Malta..............- 2,7%
  13. Austurríki........- 2,6%
  14. Þýskaland....... - 1,0%
  15. Lúxembúrg...... -0,6%
  16. Finnland......... - 0,5%
  17. Eystland............1,0%

 

Eins og sést af tölunum eru afskaplega mörg aðildarríki evru með hallarekstur umfram 3%.

Mjög mörg eru einnig með skuldir umfram 60%!

Samtímis eins og sést að ofan, er staða aðildarríkja evru mjög slök - hagvaxtarlega.

Nokkur fjöldi ríkja er allt í senn með halla umfram 3%, skuldastöðu sem þegar er erfið, ásamt því að auki að vera stödd í efnahagssamdrætti.

  • Muna - að aukinn efnahagssamdráttur þíðir meira atvinnuleysi, meiri ríkishalla, hraðari skuldasöfnun ríkisvalds + að minnkun hagkerfisins sjálf, stækkar skuldir í hlutfalli við tekjur!
  • Síðustu áhrifin eru ekki síst mikilvæg, og Nouriel Roubini hefur einmitt bent á að útgjaldaniðurskurður í samhengi efnahagssamdráttar, geti verið þ.s. hann  kallar "debt negative."

Nefnum dæmi, Frakkland skuldar ekki fjarri 75% af þjóðarframleiðslu.

Ef sú minnkar um 10% á 3 árum, þá verður 20% aukning í skuldunum, þ.e. upp í 90%, við minnkun hagkerfisins eina sér.

Ef aftur á móti, franska ríkið hefur sama halla og sl. ár í 3 ár þá er niðurstaðan nærri sú hin sama, ef það þíðir að franska hagkerfinu tekst að forðast efnahagssamdrátt, þ.e. miðum við hvorki samdrátt né hagvöxt yfir sama tímabil.

Aftur á móti með því að skera ekki niður þau 3 ár, þá hafa fleiri haldið vinnunni sinni - þjónustukerfi við almenning er óskert.

Betri útkoma fyrir almenning - með öðrum orðum.

En skuldar Frakkland þá ekki meira? Sannarlega ef við teljum það í evrum, en þ.s. skiptir meira máli er hlutfall skuldanna miðað við tekjur ríkisins en ekki sjálf upphæðin.

Meðan skuldahlutfallið er nokkurn veginn sama, þá kemur seinni leiðin í reynd betur út.

 

Hvað gerist ef nær öll aðildarríki Evru fara í niðurskurðarferli samtímis - eins og þeim að bera skv. Stöðuleikasáttmálanum?

Munum að hagkerfi evrusvæðis eiga í mjög nánum samskiptum, ekki bara að fólk ferðist og hringi hvert í annað, eða eigi önnur samskipti - heldur kaupa löndin mjög mikið af hverju öðru, eða selja til hvers annars.

Það þíðir, að samdráttur samtímis í mörgum landanna, hefur víxlverkandi áhrif á önnur lönd innan svæðisins, samtímis að þeirra samdráttur víxverkar til baka.

Þ.s. þá gerist er að, þá snýst hagræðið af hinum nánu samskiptum við, og þess í stað að það hefur verið af þeim gróði - - fer það yfir í tap.

Þ.s. samdráttur í eftirspurn í einu landi, minnkar eftirspurn ekki bara eftir eigin framleiðslu heima fyrir, heldur einnig eftir aðkeyptri framleiðslu hinna landanna.

Þannig, að þá dregur úr viðskiptum og verslun, sú víxlverkan magnar upp heildarsamdráttinn svæðisvítt.

Með nær öll löndin skuldsett - með atinnulíf í þeim flestum skuldsett - og að auki almenning í þeim flestum einnig skuldsettan.

Þá er það nánast eingöngu hallarekstur ríkissjóðs þessa stundina - sem víða hvar er að viðhalda hagkerfinu.

Ef ríkið einnig fer að spara, ef ríkissjóðir nærri allra landanna einnig fara að spara, ofan í allan þann annan aukna sparnað sem á sér stað hjá almenningi - fyrirtækjum.

Þá mun það magna samdrátt svæðisvítt og innan einstakra landa - umtalsvert.

Munum að þegar hagkerfin dragast saman - þá hækkar hlutfall skulda ríkisins af þjóðarframleiðslu.

Eins og Nouriel Roubini bendir á, getur það farið svo að niðurskurðurinn bæti ekki stöðu ríkissjóðs þegar hann er framkvæmdur við þannig aðstæður, og í reynd getur útkoman verið verri fyrir ríkissjóð ef við niðurskurð ríkisins, fer af stað frekari sparnaður almennings og fyrirtækja ofan í sparnað ríkisins.

  • Þá getur skapast slæm hringrás, þ.s. ríki og aðrir aðilar - auka sparnað á misvíxl.

Hagkerfin geta spíralað niður og það lengi, atvinnuleysi getur 2-faldast eða jafnvel enn meir en það, og ríkið endað á því að skera ekki bara töluvert niður, heldur stórfellt þannig að þjónustukerfi láti hreint mikið á sjá.

 

Hættan sem ég sé?

Það skapist djúp kreppa í Evrópu, sem valdi mikilli útbreiðslu skuldavandræða bæði ríkissjóða og almennings. Lífskjör verði fyrir miklu tjóni. Atvinnuleysi verði mjög mikið jafnvel meðaltali 20%. Fari í rúml. 30% í verstu löndunum. 

Eins og í kreppunni á 4. áratugnum, verði ástandið vatn á myllu þjóðernisöfga og vinstriöfga. 

Að í kosningunum á eftir þessum, þ.e. þegar næsta kjötímabili lýkur. 

Muni Marine Le Pen verða forseti Frakklands.

Þetta muni gerast í mörgum ríkjum Evrópu, að öfgaflokkar muni fá mikið fylgi og komast til valda.

Úti verði um þau rólhegheit í samskiptum Evrópuríkja sem rýkt hafa sl. 40-50 ár eða svo. Ef maður lýtur framhjá Austantjaldinu. 

Með öðrum orðum - - sé þetta stefna sem geti riðið þeirri framtíð Evrópu sem verið hefur í sköpun alla tíð síðan svokallað Evrópubandalag var stofnað, á undan Kola og Stál Samband Evrópu, síðar Evrópusambandið; jafnvel að fullu.

Það sé svo mikilvægt að stoppa stefnuna hennar Angelu Merkel, að það sé smávægileg áhætta í samanburði, að Hollande geti reynst vinstrisinnaðri en ég held hann sé.

En mig grunar að í reynd, sé hann meir að tala til vinstri til að ná fylgi vinstrisinna, en að hann í reynd sé hófsamur vinstrimaður.

Á sama tíma, sé Sarkozy að gera of lítið úr þeim niðurskurði sem í reynd þarf að framkvæma á félagslega kerfinu í Frakklandi, ef á að standa við "Stöðugleika Sáttmála" Angelu Merkelar.

Sá niðurskurður sé mun meiri en Sarkozy hefur látið uppi.


Niðurstaða

Ég er ekki á móti Angelu Merkel persónulega, en tel hana hafa í grundvallaratriðum rangt fyrir sér, hvað varðar þá stefnu sem rétt sé að taka í skuldamálum Evrópuríkja. 

Hvað á þá að gera í staðinn? 

Lykilatriðið er - rétt röð í tíma!

Með öðrum orðum, þú þarft að gera hlutina í réttri röð.

  1. Fyrst þarf að skapa aðstæður fyrir hagvöxt, áður en hafinn er einhver umtalsverður niðurskurður, því hallinn á ríkinu minnkar niðursveifluna sem annars verður.
  2. Meðan ótímabær niðurskurður mun dýpka kreppuna öllum til tjóns.
  3. Það þíðir, að réttu aðgerðirnar núna, er að skapa forsendur hagvaxtar með aðgerðum til að auka skilvirkni, sbr. einfalda reglur - lækka kostnað fyrirtækja - auka sveigjanleika á vinnumarkaði.
  4. Ekki fyrr en þær aðgerðir eru farnar að skila sér í auknum hagvexti, laun eru farin að hækka svo neysla almennings sé farin að aukas; er rétt að grípa til aðgerða til að laga stöðu ríkisins.
  5. Þegar hagvöxtur er kominn og orðinn nægilega stöndugur, þá mun það ekki valda neinum umtalsverðum hagkerfisskaða þó ríkið dragi sig til baka, því þó fækki um störf hjá ríkinu þá getur atvinnulífið tekið við því fólki, og eða aukin neysla almennings kemur á móti minnkaðri eyðslu ríkisins.
  • Hagræða fyrst!
  • Skapa hagvöxt.
  • Ekki laga stöðu ríkisins fyrr en hagvöxtur er kominn af stað, orðinn stöndugur.

Ég nefndi 3 ár, en ég tel það vera þann tíma sem eðlilegt er að gefa slíkum aðgerðum - að endurskipuleggja atvinnulifið, bæta skilvirkni vinnumarkaðar o.s.frv.

Á 3 árum ættu þær aðgerðir vera farna að skila nægilegri aukningu hagvaxtar, til þess að ríkinu ætti að vera óhætt að draga sig til baka, fara að laga eigin stöðu - borga niður skuldir.

 

Kv.


Árangur Marine Le Pen virðist neyða Sarkozy og Hollande, að tala sig sem þjóðernissinna!

Spurning hversu mikið mark eða nokkurt ber að taka á þessum áherslubreytingum forsetaefnanna, sem keppa um að vinna sigur þann 6. maí nk. En skv. erlendum fjölmiðlum er þó viss áherslumunur í því, með hvaða hætti Sarkozy annars vegar og hins vegar Hollande leitast við að vinna atkvæði frá þeim sem kusu Marine Le Pen.

Graphic: Results of the first round of the French presidential election Þegar tölurnar eru skoðaðar virðist þó ljóst að báðir eiga augljósann möguleika:

Fylgi vinstri er samanlagt: 44%.

Fylgi hægri er samanlagt: 47%.

Á hinn bóginn, bendir kosningastjóri Hollande á að, Marine Le Pen hafi fengið cirka 1/3 atkvæða fátækra verkamanna, sem áður hafi margir hverjir kosið vinstrisinnaða flokka.

Þeir væru ekki sérstaklega líklegir til að kjósa hægri frjálshyggjuna hans Sarkozy, auk þess að Marine Le Pen hefur margoft tjáð sig um það ógeð sem hún hafi á Sarkozy.

Hollande er því að leitast til að höfða til þeirra, með áherslu á eflingu hagvaxtar og fjölgun starfa.

"It is my responsibility to address immediately those voters who are not strongly wedded to the ideas of the National Frond - in particular the obsession with immigration - but who are expressing above all, social anger." - "preserving our way of life is central to his election." - "...those left-leaning voters who backed Ms Le Pen in the first round should find their way back to the side of progress, of equality, of change, of shared effort, of justice, because they are against privilege, against financial globalisation, against failing Europe." - "It is for me to convince them that it is the left that will defend them."

Þarna er hann að höfða til þeirra sem óttast aukningu atvinnuleysis - að réttindi ellilífeyrisþega verði skert - að þjónustukerfi við almenning verði skert o.s.frv. 

Setur sig upp sem andstæðing þeirrar niðurskurðarstefnu sem hefur ríkt undanfarið, og lögð er svo mikil áhersla á, af Sakozy og Angelu Merkel.

Hann vill endursemja um svokallaðann "Stöðugleika Sáttmála" sem Sarkozy samdi með Angelu Merkel, sérstaklega með þeim hætti að ríkjum sé heimilað að hafa meiri halla.

Að auki, vill hann breyta sáttmálanum um Seðlabanka Evrópu - afnema regluna sem bannar honum að veita aðildarríkjum evru með algerlega þráðbeinum hætti, neyðarlán eins og hann má veita bönkum neyðarlán.

Vill sem sagt að Seðlabanki Evrópu fái mikið stærra hlutverk en áður.

  • Ég er algerlega sammála þessari síðustu áherslu, en ECB er einfaldlega eini aðilinn sem hefur þann fjárhagslega styrk - til að styðja við ríki með lausafé eða neyðarlánum, þegar þau komast í vanda.
  • Áherslur Hollande, eru megni til anathema í augum hægri stjórnar Angelu Merkel.

Sarkozy á meðan, er að toga á aðra strengi, og vill nú herða reglur um aðkomufólk:

Sarkozy hefur lofað að herða reglur um innflutning fólks, lofar því að standa fyrir "kaupa evrópskt" stefnu - að slík stefna verði tekin upp innan ESB, þetta hljómar með þeim hætti að hann sé að gefa verndarstefnu undir fótinn, og sannarlega undir andúð á innflytjendum.

Á sama tíma, setur hann sig upp sem vörslumann heilbrigðrar hagstjórnar - telur fráleitt að endurskoða "Stöðugleika Sáttmálann," ver nauðsyn á niðurskurði og sparnaði.

 

Spurning hvort stefna Hollande sé ekki kjósendavænni - að vilja draga úr niðurskurði og sparnaði, leggja áherslu á að skapa störf, segist vilja verja félagslega kerfið o.s.frv?

Frekar en stefna Sarkozy - sem gefur hægri öfgum undir fótinn!

 

Niðurstaða

Ég vonast eiginlega eftir sigri Hollande, því sá sigur myndi veikja til muna þá niðurskurðarstefnu sem Angela Merkel hefur gert sitt besta til að knýja fram, og er virðist vera magna upp þann efnahagssamdrátt sem nú rýkir í Evrópu - magna hættu á efnahagshruni.

En ég sé ekki að sú stefna sé í reynd fær - hafi raunhæfa möguleika á því að virka.

Mun betra sé að leggja áherslu á hagvöxt - en sem hraðastan niðurskurð.

Og það hafi verið hönnunargalli frá upphafi, að banna Seðlabanka Evrópu að veita aðildarríkjum evru neyðarlán með þráðbeinum hætti.

En ríki sem starfa innan evru er jafn hætt við skammtímafjárhagskröggum eins og einkabönkum sbr. takmarkað fjármagn, fullt frelsi í fjármagnshreyfingum - > að fjármagnsskortur getur átt sér stað með mjög snöggum hætti, ef órói kemst á það einn daginn; eins og rækilega kom í ljós.

Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að neyðarlán séu sem ódýrust, þegar lönd lenda í kröggum með allt sitt í gjaldmiðli sem ekki er unnt að gengisfella. 

Enginn getur veitt ódýrari lán en Seðlabanki. 

Að auki án takmarkana - þó slíkt sé almennt ekki heppilegt.

En engin ástæða er til þess að veita slík skilyrðalaust - - þ.e. ekkert að því að viðhafa svipaða aðferð og um AGS prógramm væri að ræða, með eftirfylgni en í stað þess að lán séu á 5% vöxtum eða þar yfir, væru þau á 1%.

Það myndi bæta mjög möguleika evrunnar til að lifa af - að létta undir ríkjum í vanda, ef fjármagnskostnaður þeirra væri þannig lækkaður, stórfellt.

Þá væri þeim tryggt nægilega mikið lánsfjármagn - ath. það þarf ekki að fara út í verðlag, því þetta væri bein skuld við ECB og síðan væri hún greidd til baka, og ECB myndi taka það fé til baka út úr hagkerfinu.

Þ.e. einfaldlega ákveðinn fanatík í hagfræði, sem leggur áherslu á að banna ECB að hafa þessa fúnksjón - en ég get ekki annað séð, en að hún sé gersamlega nauðsynleg. 

Heilabilun af þjóðverjum að standa gegn slíkri breytingu.

 

Kv.


Hrun ríkisstjórnar Hollands, líklegt tap Sarkozy fyrir Hollande, slæmar hagtölur - valda verðfalli á mörkuðum

Verulegt verðfall varð á mörkuðum í Evrópu í dag, ein af meginástæðum þess er líklega hrun ríkisstjórnar Hollands, en Mark Rutte forsætisráðherra Hollands sagðir af sér í dag.

Það var í kjölfar þess að viðræður við Geert Wilders, formann svokallaðs Frelsis Flokks, runnu út um þúfur - "Geert Wilders...said he could not support the €16bn (£13bn) of cuts needed to meet the 3pc target. He wouldn’t allow Dutch citizens to “pay out of their pockets for the senseless demands of Brussels” he said." - Með öðrum orðum, eins og fram kemur í blaðaviðtölum, hafnaði Wilders að styðja niðurskurðartillögur Rutte. Hafnaði því með öllu.

Dutch anti-immigration politician Geert Wilders pulled out of budget talks with the government on Saturday and called for elections to be held 'as soon as possible'.

En ríkisstjórn Rutte var minnihlutastjórn, sem naut stuðnings Frelsis Flokksins. Ástæða niðurskurðarins kemur fram í nýjum tölum Euro Stat - Euro area and EU27 government deficit at 4.1% and 4.5% of GDP respectively

Röð aðildarríkja ESB í halla á ríkissjóðum skv. lokaniðurstöðu fyrir árið 2011:

Set röðina öfuga, þ.e. löndin með mesta hallann efst, lönd með mesta afgang neðst.

  1. Írland.......... - 13,1%
  2. Grikkland....... - 9,1%
  3. Spánn........... - 8,5%
  4. Bretland........ - 8,3%
  5. Slóvenía........ - 6,4%
  6. Kýpur............ - 6,3%
  7. Litháen.......... - 5,5%
  8. Frakkland...... - 5,2%
  9. Rúmeía......... - 5,2%
  10. Pólland.......... - 5,1%
  11. Slóvakí...........- 4,8%
  12. Holland...........- 4,7%
  13. Portúgal......... - 4,2%
  14. Ítalía............. - 3,9%
  15. Belgía............ - 3,7%
  16. Lettland......... - 3,5%
  17. Tékkland........ - 3,1%
  18. Malta..............- 2,7%
  19. Austurríki........- 2,6%
  20. Búlgaría......... - 2,1%
  21. Danmörk........ - 1,8%
  22. Þýskaland....... - 1,0%
  23. Lúxembúrg...... -0,6%
  24. Finnland......... - 0,5%
  25. Svíþjóð............. 0,3%
  26. Eystland............1,0%
  27. Úngverjaland.... 4,3%

Þið sjáið þarna vandamálið, að hallinn á ríkissjóði Hollands kom út vel yfir 3%, sem er hið löglega hámark. Og þ.s. Rutte er harðlínumaður í fjármálum, og að auki hefur ítrekað skammað lönd S-Evrópu fyrir að vera ekki nægilega viljug í niðurskurði, þá gat hann ekki annað en lagt til niðurskurð á fjárlögum Hollands, til að ná halla niður á lögmætt hámark ekki síðar en lok 2013.

  • Sjálfsagt tók einhver eftir því að hallinn á ríkissjóð Ítalíu er ekki mikill - en það þíðir ekki að Ítalía sé nærri því að vera sjálfbær, en eiginlega verður Ítalía að þurrka út hallann ef skuldir eiga að fara að minnka.
  • Svo vekur staða Írlands eftirtekt þrátt fyrir gríðarlega harðar niðurskurðaraðgerðir þarlendra stjórnvalda.

Vandi Hollands er einnig eftirtektarverður vegna þess, að fram að þessu hefur Holland verið eitt af gullnu löndum Evrusvæðis - en áhugavert er að skv. hagspám er Holland í efnahagssamdrætti þetta ár, og síðan eru húsnæðisskuldir almennings þær hæstu á gervöllu evrusvæði, eða 249,5% sem er hærra en þær fóru hæst meira að segja á Íslandi sem hlutfall í tekjum í hruninu hér.

Það setur stöðuna í Hollandi í áhugaverða mynd, því svo óskaplegar húsnæðisskuldir þíðir að, hollenska hagkerfið er líklega mjög viðkvæmt fyrir nokkrum hinum minnsta samdrætti í tekjum hjá almenningi - sérstaklega ef sá tekjusamdráttur fer saman við lækkun húsnæðisverðs.

Þá getur Holland staðið mjög hratt frammi fyrir mjög erfiðri skuldastöðu meðal almennings, eins og við hér á landi höfum verið að ganga í gegnum, og Írar sannarlega hafa verið.

  • Þannig að ég skil alveg afstöðu Geert Wilders - hollenska hagkerfið gæti sokkið eins og steinn!

 

Verðfall á mörkuðum

  • The FTSE 100 lost 1.9pc to 5,665.57 points,
  • while the CAC slid 2.9pc in Paris and
  • the German DAX fell 3.4pc.
  • The IBEX lost 2.8pc in Spain and
  • the FTSE MIB fell 3.8pc in Italy.

------------------------------

Það er einnig talið að kosningarnar í Frakklandi á sunnudag, geti hafa spilað rullu - - en þar staðfestist forskot Hollande á Sarkozy, og virðist Hollande standa frammi fyrir betri sigurlíkum.

Ótti markaða er þá við það, að Hollande sé líklegur til að slaka á klónni í Frakklandi hvað varðar aðhald, en eins og sést að ofan er hallinn á franska ríkinu töluverður, þar af meiri en á Ítalíu. Skuldastaða alls ekki óveruleg eða milli 70-80% af þjóðarframleiðslu fer sennilega nærri 80% við nk. áramót.

------------------------------

En annað getur einnig hafa skipt máli, það eru nýjar hagtölur sem fram komu og virðast staðfesta að Evrusvæði sé í efnahagssamdrætti: Markit Flash Eurozone PMI.

  • Þetta er svokölluð "Pöntunarstjóra Vísitala" eða "Purchasing Managers Index."
  • Tölur yfir 50 eru aukning en undir 50 eru samdráttur. 
  1. Eurozone PMI Composite Output Index(1) at 47.4 (49.1 in March). 5-month low.
  2. Eurozone Services PMI Activity Index(2) at 47.9 (49.2 in March). 5-month low.
  3. Eurozone Manufacturing PMI (3) at 46.0 (47.7 in March). 34-month low.
  4. Eurozone Manufacturing PMI Output Index(4) at 46..4 (48.7 in March). 5-month low

Ath. pantanir gefa vísbendingu um framtíðina - um veltu nk. vikna þ.e. maí.

Skv. tölunum virðast tölurnar gefa vísbendingu um aukinn samdrátt í maí nk.

Það slær á væntingar um það, að kreppan í Evrópu muni dala eftir því sem líður á árið, þ.e. að hún sé skammtíma fyrirbæri.

Þvert á móti, virðast tölurnar sýna að þó hún sé mild í augnablikinu sbr. tölur frá mars sem gefa vísbendingu um mildann samdrátt í apríl, þá sé samdrátturinn þvert á móti að aukast.

Þetta getur því hafa slegið á væntingar markaða um framtíðina, svo að markaðir hafi metið væntingar niður - - sem sagt a.m.k. hluti ástæðu fyrir lækkun markaða í dag.

 

Niðurstaða

Enn ein ríkisstjórnin er fallin í Evrópu af völdum kreppunnar, þ.e. nú ríkisstjórn Hollands. En áður voru ríkisstjórnir Írlands, Spánar, Portúgals, Ítalíu og Grikklands sem áður rýktu fallnar. Allt bendir til kosninga í Hollandi. Ljóst er að ekki verður gripið til niðurskurðaraðgerða þar í bráð. Einnig ljóst, að ekki verður brugðist við þeim kreppuvanda sem þar er að koma í ljós þ.e. samdrætti og vaxandi vanda húsnæðiseigenda.

Spurning hvort Holland sé jafnvel næsta land í vanda - jafnvel. 

En með falli ríkisstjórnar Gert Rutte missir Angela Merkel mikilvægann bandamann, innan Evrópusambandsins sem hefur staðið dyggilega með henni og hennar stefnu. 

Spurning hverskonar ríkisstjórn tekur þá við í Hollandi eftir kosningar?

En mér skilst að húsnæðiseigendum í neikvæðri eiginfjárstöðu fari hratt fjölgandi. En í Hollandi mátti skuldsetja húsnæði allt að 116% sbr. að mest fór heimil skuldsetning í 100% á Íslandi. Miðað við enn hærri skuldsetningu íbúðahúsnæðiseigenda en hér á Íslandi sem hlutfall af tekjum, grunar mig að helsta kosningamálið í ár í Hollandi sé líklega þegar komið fram.

  • Að krafa um aðstoð við skuldsettan almenning, muni líklega koma fram að krafti eins og hún kom fram hér á landi, við síðustu Alþingiskosningar.
  • Ef það reynist svo vera, gæti komið upp gersamlega ný staða í Hollandi.

En aðstoð við íbúðahúsnæðiseigendur, gengur algerlega þvert á það markmið að minnka skuldir ríkisins og draga úr hallarekstri þess.

En hollenska ríkið getur borið nokkru meiri skuldir án þess að setja Holland algerlega á hliðina. En á sama tíma, er sú skuldastaða umfram löglegt hámark þ.e. 60%. 

Spurning hvort þarna verður einhvers konar uppreisn gegn kröfunni, um harðari niðurskurð sem mun dýpka kreppuna, fjölga þeim í hópi almennings sem glíma við neikvæða eiginfjárstöðu.

-------------------------

Ef það gerist svo samtímis því að Hollande vinnur sigur í Frakklandi, getur gersamlega fjarað undan stefnu Angelu Merkel og því harða niðurskurðarferli sem hún hefur verið að leitast við, að binda inn í lög aðildarríkja evrusvæðis sbr. "Stöðugleika Sáttmálann." 

En Hollande hefur einmitt talað um þörf á því, að endurskrifa þann sáttmála.

Að draga úr niðurskurði - o.s.frv.

Ef svo verður að stefna Merkelar verður undir, þá er ein niðurstaða ljós að það stefnir þá í umtalsverða verðbólgu á evrusvæði.

Því þá verður stefnan "prenta - prenta - prenta" klárlega ofan á.

Við tekur þá ástand sem kallast "stagflation" þ.e. verðbólga í samdrætti.

En ég tel að það ástand muni í reynd milda samráttinn, þ.e. þá raunverðfellur evran miðað við aðra gjaldmiðla og þar með laun á evrusvæði, sem gerir evrusvæði smám saman samkeppnisfærara við lönd með aðra gjaldmiðla.

Ég er ekkert endilega að tala um massíva verðbólgu segjum 5-10%. Ekkert endilega meira. En í nokkur ár, þá getur slík bólga dugað til að lönd eins og Frakkland, Ítalía, Spánn o.flr. geti smám saman umsnúið samkeppnishæfni sinni.

Meira að segja Frakkland hefur tapað samkeppnishæfni miðað við Þýskaland: "Since the euro was formed in 1999, whereas Germany’s unit labour costs have risen by about 5pc, France’s figure is about 27pc, compared to 30 to 40pc for the vulnerable peripheral countries. This lack of price competitiveness has already resulted in a French trade deficit now running at about 2pc of GDP, contrasted with Germany’s 4pc surplus."

Það er últraaðhaldið í Þýskalandi, sem hefur verið að keppa við Kína og SA-Asíu, og haldið launahækkunum á sl. áratug í nær algeru frosti - - sem hefur reynst svo erfitt að keppa við innan sama gjaldmiðils.

Þetta þíðir auðvitað einnig, að Frakkland er mun minna samkeppnisfært launalega en Þýskaland, í samkeppni við lönd utan evrusvæðis. Þannig, að Frakkland er í reynd eins og Ítalía að því leiti, að Frakkland þarf í reynd að lækka laun og þ.e. sögulega séð mun auðveldara í framkv. með þeim hætti, að verðbólga raunlækki þau.

Það þíðir auðvitað að það værið verið að íta Þýskalandi inn í ástand, að hafa hærri verðbólgu en þjóðverjum líkar að búa við. Sem setur þá spurningu - hvað þjóðverjar gera þá?

 

Kv.


AGS telur framundan verulegann samdrátt í fjármálakerfinu í Evrópu!

AGS gaf út í vikunni nýja skýrslu um heilsu fjármálakerfis heimsins, Global Financial Stability Report.

Það er góð spurning hvort neikvæða sviðsmyndin er að eiga sér stað sbr. að nýlega hefur evrukrýsan gosið upp eina ferðina enn, með fókus markaða á Spán og Ítalíu, Spán þó fremur.

En skv. því sem fram kemur, reiknar AGS með því að evrópskir bankar muni smætta heildarumfang sinna eigna/skulda um 2.600 milljarða dollara í jákvæðri sviðsmynd, en í hinni neikvæðu um 1.200 milljarða dollara til viðbótar, eða samtalst þá 3.800 milljarða dollara.

Þetta þíðir að heildarumfang láns-fjármagns dragist saman um 1,7% eða alls 4,4% í tilviki neikvæðrar sviðsmyndar.

Það samsvari rúml. 1% lækkun hagvaxtar eða rúml. 3%.

Munurinn er þá, hvort evrusvæði er í mildri kreppu eða ekki svo mildri.

 

Jákvæð sviðsmynd!

  • "In this scenario, which is embedded in the current WEO projections for a mild euro area recession in 2012, Europe’s banks are likely to face pressures to shed assets due to remaining funding concerns as well as the need to reshape their business and funding models.
  • The analysis in this GFSR suggests that 58 large EU-based banks could shrink their combined balance sheet by as much as $2.6 trillion (€2.0 trillion) through end-2013, or almost 7 percent of total assets (Table 1.2).
  • About a quarter of this deleveraging is projected to occur through a reduction in lending, as most is expected to come largely from sales of securities and noncore assets.
  • The impact on euro area credit supply is equivalent to about 1.7 percent of present credit outstanding.
  • In advanced economies, high-spread euro area countries face the biggest cutbacks in credit. In emerging markets, the impact would be hardest felt in Europe."
  • What are the policy steps that would bring about this upside scenario of complete policies?
  1. (1) sufficiently accommodative monetary policy, consistent with the objective of price stability and the recognition that deflationary dynamics, once in train, are particularly difficult to reverse; and
  2. (2) structural reforms that raise productivity, strengthen competitiveness, and thereby lay the foundation for stronger, sustained growth and more balanced external accounts in deficit countries. It is also necessary to deliver on the improvements in euro area economic governance that have already been agreed and which will entail significant further efforts to ensure political support for implementation.

Peningastefna hefur verið eftirgefanleg, þ.e. stýrivextir eru 1%. En ímsir segja að hún þurfi að vera eftirgefanlegri, þ.e. stýrivextir "0" og að auki þurfi að framkvæma verulega viðbótar peningaprentun.

En eitt er klárt, að ekki virðist miklar áhyggjur uppi vegna líklegrar hjöðnunar sem AGS áréttar, að geti reynst erfitt að stöðva ef hún nær að komast af stað. En áherslan á niðurskurð er mjög stíf skv. stefnu Framkvæmdastjórnar ESB - sem þrýstir mjög ákaft á aðildarríki að nálgast 3% hallamarkið sem fyrst.

Það að þrýsta svo ákaft á niðurskurð, stefna sem er innsigluð skv. Stöðugleika Sáttmála Angelu Merkelar, sérstaklega þegar aðildarríkin í S-Evrópu þurfa samtímis að kostnaðarlækka sig þvert yfir eigin hagkerfi; er nánast fullkomin uppskrift að verðhjöðnun.

Slík er einmitt mjög varasöm fyrir heilsu fjármálakerfa, því þá verðlækka eignir sem eru grunnur eiginfjár fjármálastofnana og samtímis, aukast greiðsluerfiðleikar því útlánatöp.

Þróun í átt að hjöðnun í hagkerfum Evrusvæðis sérstaklega í S-Evrópu er því augljós ógnun við jákvæðu sviðsmyndina.


In addition, this GFSR identifies two shortterm priorities for stabilization:
  1. A credible firewall that is large, robust, and flexible enough to stem contagion and facilitate the adjustment process in the highly indebted countries. The recent decision to combine the European Stability Mechanism (ESM) and the European Financial Stability Facility (EFSF) is welcome and, along with other recent European efforts, will strengthen the European crisis mechanism mechanism and support the IMF’s efforts to bolster the global firewall.
  2. Further progress on bank restructuring and resolution is essential to complement the bank capital and provisioning increases currently under way, backed, if necessary, by the firewall. Banks currently benefit from extraordinary ECB liquidity support, in some cases alongside national funding guarantees. The recent stabilization afforded by this support must be used to advance the necessary restructuring of weak banks and secure an orderly deleveraging process. In addition, regulators should ensure that banks exercise appropriate restraint on dividend and remuneration budgets to preserve capital buffers. To break the pernicious link between sovereigns and banks, the facilities constituting the euro area firewall should also be
    allowed to inject capital directly into banks if the situation warrants it.
    In time, a credible effective bail-in regime enabling prompt recapitalization through debt restructuring could be considered.2

Eldveggs hugmyndin er tvíeggjuð, í reynd er eldveggur því hættulegri sem stærri hann á að vera.

Það er einmitt þrýst á að hafa hann sem stærstann.

Vandinn við það að aðildarríkin leggi fram fé í svokallaðann björgunarsjóð, er sá að við það aukast þeirra skuldbindingar heilt yfir.

Meira að segja tiltölulega vel stæð lönd eins og Frakkland og Þýskaland, skulda milli 70-80% af þjóðarframleiðslu; sem er ekki lítið.

Nokkur ríki sem taka þátt í fjármögnun þessa "eldveggjar" skulda meira sem hlutfall af þjóðarframleiðslu.

Eldveggurinn getur því í reynd, haft sjálfstæð krýsumagnandi áhrif - með því að auka áhyggjur markaðarins, af fjárhagslegri stöðu aðildarríkja evrusvæðis.

Í reynd stuðlað að "contagion" að áhyggjur um stöðu aðildarríkja "dreifist" frekar.

 

Ég er að segja, að það sé nær útilokað að bankar á evrusvæði, verði endurfjármagnaðir af aðildarríkjunum - því það myndi auka of mikið skuldir ríkissjóðanna sjálfra.

  • Sem þá myndi magna upp skuldakrýsu þeirra sömu ríkissjóða, sem þá í staðinn myndi skapa ný vandamál í bankakerfinu.
  • Því skuldakreppan og bankakreppan hengur saman.

Þetta tekur út eina af meginforsendum sem AGS gefur sér - fyrir hinni jákvæðu sviðsmynd.

 

Sú hugmynd að "eldveggurinn" taki þátt í endurfjármögnun evrópskra bankastofnana er einnig varasöm. 

Bendi á að 6 stærstu bankarnir í Frakklandi eru samtals kringum 440% af þjóðarframleiðslu Frakklands.

Það virðist svo að þessir bankar séu hver um sig það stórir, að franska ríkið myndi lenda í vandræðum - ef það neyddist til að taka einhvern þeirra yfir.

Að taka þá alla yfir - sé útilokað, að sjálfsögðu.

Sem þíðir einnig, að franska ríkið klárt hefur ekki efni á því, að skuldsetja sig til þess, að aðstoða við þeirra endurfjármögnun.

Það setur franska ríkið í veika stöðu gagnvart eigin bönkum, þ.e. veika samningsstöðu.

Og þá er franska ríkið langt í frá sá ríkissjóður, sem er veikastur á svellinu gagnvart eigin bönkum.

----------------------

Ég nefni þetta til að sýna fram á, hve fjarstæðukennd sú hugmynd er, að Frakkland aðstoði ríkissjóði annarra aðildarríkja evrusvæðis, með því að leggja til fjármagn í púkk - í því að endurfjármagna banka í öðrum löndum evrusvæðis.

Ef það er fjarstæðukennt að Frakkland taki það að sér - er hugmyndin út úr korti - punktur.

 

Neikvæð sviðsmynd

  • In a more adverse scenario of weak policies, conditions could deteriorate to the point of reviving acute market tension.
  • This scenario could be triggered because the implementation of the policies under the current policies falls short of what has been agreed, national policies falter, political solidarity underpinning euro area reforms fragments, or shocks overwhelm the firewalls.
  • Under this scenario, credit spreads rise sharply again, pushing several sovereigns toward a bad equilibrium of prohibitive funding costs, worsening debt dynamics, and risks of illiquidity or financial repression.
  • Further stresses in the banking system could force banks to accelerate the deleveraging drive. As a result, EU banks could shed an additional $1.2 trillion in assets above the baseline by end-2013, or a further 3 percent of assets.
  • This retrenchment could reduce euro area credit supply by 4.4 percent and GDP by a further 1.4 percent from the baseline after two years.
  • Such large-scale deleveraging under the downside scenario would have consequences well beyond the euro area.
  • The fire sale of bank assets could have a significant impact on asset prices and market liquidity.
  • Through derivatives markets, stress could be transmitted to U.S. banks, even though their direct exposures to European banks and sovereigns are relatively low.
  • Moreover, a global retrenchment of credit could expose the external vulnerabilities of some emerging market economies, trigger additional portfolio outflows, and hurt their domestic financial stability.
  • While many emerging markets have substantial buffers and policy room to cope with external shocks, the weak policy scenario would have far-reaching negative repercussions, especially in emerging Europe.

Ég held þetta sé miklu mun líklegri sviðsmynd!

Ég sé ekki að ríkissjóðir aðildarríkja evrusvæðis - séu færir um að knýja fram endurfjármögnun evrópskra bankastofnana - því ríkissjóðirnir geta ekki með trúverðugum hætti hótað því að taka þá yfir, því þeir eru þegar of skuldsettir - til að geta slíkt í raun og veru.

En einungis með slíka trúverðuga hótun að baki - að hóta því að þurrka út eigendur banka með yfirtöku, og endurfjármögnun; væri unnt að knýja banka til að hegða sér betur.

Þess í stað muni bankastofnanir endurfjármagna sig sjálfar - og þ.s. eigendurnir vilja ekki útþynningu eign hluta; muni eigin endurfjármögnun einkum fara fram með sölu eigna og minnkun útlána.

Það er slæm útkoma þ.s. eignasala mun auka á rýrnun eignaverðs.

Samdráttur í útlánum, muna auka efnahagssamdrátt.

-----------------------

Lagt saman við samdráttaraðgerðir ríkissjóða, er þetta líklegt einmitt til að magna upp efnahagslega niðursveiflu og samtímis búa til verðhjöðnunar ástand.

 

Eina leiðin í boði til að forða því að þróun yfir í verðhjöðnun muni eiga sér stað á seinni hluta ársins, sýnist mér vera - skipulögð stórfelld peningaprentun.

En andstaða við slíkar peninga-dælur, hefur gosið upp á nýjan leik.

Svo þ.e. ólíklegt að prentað verði nóg til að forða slíku ástandi - nema í mesta lagi að verð falli þegar evrusvæði er skoðað sem heild.

En hjöðnun virðist nær örugg í ríkjum S-Evrópu, ásamt versnandi kreppuástandi.

 

Niðurstaða

Því miður fyrir starfsmenn AGS sem leitast við að finna bjartsýni í ástandinu, þá sýnist mér dekkri sviðsmyndin miklu mun líklegri.

En aðilar halda áfram að einblína á svokallaðan eldvegg - sem felur í sér að aðildarríki evrusvæðis leggja fram mikið fé og þannig auka sínar fjárhagslegu skuldbindingar, á sama tíma og þrýstingur fer vaxandi á þau sömu ríki - að skera hraðar niður útgjöld, og lækka skuldir sem hraðast.

Meðan á því stendur, standa aðildarríki evru frammi fyrir því að uppblásið bankakerfi Evrópu er ennþá í mjög fallvöltu ástandi, en vegna þess að það er uppblásið og vegna þess að aðildarríkin þegar eru of skuldug.

Þá hafa þau mjög lélegt tangarhald á bönkunum, því sú hótun að þurrka eigendur banka út með yfirtöku, virðist ekki hafa neinn trúverðugleika. 

Né virðist hafa trúverðugleika að ríkissjóðirnir séu færir um að, leggja fram mikið fé til að aðstoða eigin banka við endurfjármögnun. 

Líkur virðast því yfirgnæfandi um það, að eigendur banka munu ráða því hvernig þeir muni stýra málum - og þeir muni það gera skv. eigin hag, sem er að þinna ekki út eigin eign, svo ekki verði um hlutafjáraukningu. Heldur frekar sölu eigna og minnkun útlána.

Sem er slæmt fyrir ríkissjóðina því það magnar samdráttartilhneygingar í sömu hagkerfum, sem og að hefur verðhjaðnandi áhrif.

Þ.s. ríkin hafa að því er best verður séð, ekki getu eigin skulda vegna - til þess að auka sinn halla til að styðja við eigin hagkerfi.

Sé eini aðilinn eftir sem í reynd geti eitthvað, Seðlabanki Evrópu.

En bara aðeins ef hann fær að prenta - prenta og prenta.

-----------------------

Annars sé Evrópa á leið inn í langvarandi samdráttar og hjöðnunarskeið eins og þ.s. Japan lenti í, á 10. áratugnum.

 

Kv.


Er gagn af því að mótmæla framferði kínverja í Tíbet hér á Íslandi?

Þegar við íhugum gagnsemi mótmæla þá þarf eiginlega að spyrja sig þess - hver tilgangur þeirra er? Ef tilgangurinn er eingöngu sá að sýna sendirmönnum kínverja fram á það, að meðal almennings á Íslandi sé andstaða við framferði Kína í Tíbet, og meðferð þeirra á tíbetum. Þá virka mótmæli sem tjáningarmáti.

En ef tilgangurinn er að hafa áhrif á Kínastjórn, þá er mjög ólíklegt að mótmæli skili tilætluðum árangri.

 

Af hverju ætli Kína hafi tekið Tíbet?

Þetta kort er á þessum hlekk!

China Topography Map

 

Getið fundið þetta kort á þessum hlekk! En kortið er mun stærra þar, og hlutir sjást betur.

Topography of Xizang(Tibet) in China

  1. Eins og sjá má á myndunum, þá myndar Tíbet í reynd náttúruleg landamæri fyrir Kína sem heild, við Indland og Nepal. Risaríkið Indland þar í meginskurðpunkti. Þar sem um er að ræða hæsta fjallagarð í heimi sem skiptir þarna á milli, þá eru þetta mjög verjanleg landamæri.
  2. Seinna meginatriðið er "vatn" - en upptök mikilvægra fljóta sem renna í gegnum SA-hluta Kína til sjávar, er að finna á hálendi Tíbet. Þetta vatn skiptir mjög miklu máli fyrir mörg hundruð milljón kínverja sem búa meðfram Gulafljóti og þverám þess, öllu því vatnasvæði.
  3. Er auðvitað það, að kínverjar voru í stakk búnir að taka Tíbet yfir.

Stóru atriðin eru alveg örugglega - Vatnið / og Örugg landamæri.

Þessi 2 atriði í reynd eru það mikilvæg fyrir Kína að algerlega öruggt má teljast, að það sé gersamlega óhugsandi í augum kínverja og kínverskra stjórnvalda, að gefa eftir yfirráð yfir Tíbet.

Það skipti þá engu máli - alls engu, hve mikinn þrýsting Kína væri beitt.

Vesturlönd einfaldlega hafa ekki nægilega mikil áhrif lengur - til að geta beygt Kína.

Þetta í reynd þíðir að - það er engin von, alls engin, að Tíbet fái sjálfstæði.

Heimastjórn er einnig mjög líklega - mjög ólíkleg.

 

Hvað er þá hugsanlega raunhæft að fara fram á?

Það er vart annað en - bætt réttindi fyrir tíbeta innan tíbets undir kínverskri stjórn.

Að menning tíbeta - fái vernd, í stað þess að verið sé að skipulega ógna henni.

Að til tíbetar geti sent börn sín í skóla þ.s. kennt er á tíbesku.

Að börnin fái kennslu í siðum og hefðum tíbeta.

Heðbundin klaustur tíbeta fái að starfa í friði.

Menning tíbeta fái sambærilega stöðu eins og t.d. menning Walesbúa inna Bretlands, eða menning Baska innan Frakklands. Tilteknu hlutfalli skattfjár í Kína, verði varið til að styrkja menningu tíbeta.

Sjálfstæði sé algerlega óraunhæft - bendi á að Dalai Lama sjálfur hefur fallið frá þeirri kröfu fyrir löngu síðan, og er í dag einungis að biðja um bætt réttindi - atriði af því tagi sem ég nefni.

Umheimurinn getur hugsanlega beitt kínverja fortölum - um að mæta slíkum raunhæfum kröfum.

En kínverjar sjálfir þurfa að vilja stíga slík skref - umheimurinn getur ekki beygt Kína.

 

Lykilatriði er "raunhæfar kröfur"

Ef mótmæli snúast um að styðja kröfur sem algerlega öruggt er að aldrei ná fram að ganga, þá eru slík mótmæli í reynd algerlega tilgangslaus - því þau eiga enga möguleika á því að skila tilætluðum árangri.

Þá eru mótmælafundir fyrst og fremst, fyrir þá sem mæta á þá fundi - þ.e. samfélagslegt atriði hér á landi eða hvar annars staðar sem slíkir fundir eiga sér stað á vesturlöndum.

Áhugafólki finnst þá að með því að mæta - sé það að gera góðann hlut.

Slíkt eykur tilfinningalega vellíðun þess - þannig séð gerir því sjálfu gott.

Máski að ef til staðar er í samfélaginu hópur útlaga tíbeta - þá eykst þeirra vellíðan einnig að fá slíkt pepp frá samfélaginu.

En þá er gagnsemi funda af því tagi upp talin - þ.e. ef kröfurnar eru af því tagi sem aldrei ná fram.

Ef aftur á móti menn vilja gera raunverulegt gagn:

  1. Þá er unnt að fjölga útlaga tíbetum sem fá hæli hér.
  2. Einbeita sér að stuðningi við hugmyndir - sem hugsanlegt er að nái fram.

 

Eigum við að neita því að eiga samskipti við Kína?

Ég bendi á að við höfðum verslunarsamskipti við Austantjaldsríkin og Sovétríkin á tímum Kalda stríðsins.

Mér finnst einnig merkilegt - að þeir sem berjast fyrir tíbeta, virðast lítinn áhuga hafa á réttindum úhígúr fólksins í Synkiang. Má vera að það hafi e-h að gera við það, að þeir eru múslímar.

En þar er mjög svipaður vandi og sá sem tíbetar standa frammi fyrir.

Ég held að rétt sé að leggja að kínverjum að bæta réttindi minnihlutahópa innan Kína.

Ég sé engan mun á úhígúrum og tíbetum, eða fyrir það mongólum í Innri Mongólíu.

Kínverjar ættu að fara að fordæmi Evrópu þ.s. réttindi minnihlutahópa hafa verið stórfellt bætt sl. 30 ár eða svo.

En ég legg ekki til að við neitum samskiptum - eða verslun og viðskiptum.

Þvert á móti held ég, að aukin samskipti séu þvert á móti líklegri til árangurs, en eins og hinir og þessi vilja, að beita útilokun.

 

Niðurstaða

Ég er á því að við eigum að auka samskiptin við Kína. Heimila kínverjum að eiga hér viðskipti, eignast fyrirtæki - ferðast hingað í hópum. Í gegnum það, batni möguleikar okkar til að hafa áhrif á Kína. En fortölur er það eina sem líklegt er að hafa nokkur hin minnstu áhrif.

Kínverjar verða sjálfir að komast að þessu. En rétt er að benda þeim á góð fordæmi, þ.e. hvernig minnihlutahópar eru í dag verndaðir með margvíslegum hætti í Evrópu á seinni árum.

Sjálfstæði minnihlutahópa innan Kína er á hinn bóginn algerlega útilokað.

Heimastjórn er mjög fjarlægur möguleiki.

En það má vera, að raunhæft sé að kínverjar geti fengist til að bæta mannréttindi minnihluta.

 

Kv.


G20 ríkin samþykkja að stækka sjóði AGS um 430ma.$

Skv. frétt Reuters er þetta rúmlega tvöföldun á sjóð Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins, að nafni til er þetta fé ekki eyrnamerk neinu sérstöku svæði eða sérstökum löndum, en allir vita að þetta er gert vegna evrukrýsunnar.

Þetta kemur ofan á nýlegt samkomulag aðildarríkja evru um það, að tryggja að ESM þ.e. framtíðarbjörgunarsjóður evrusvæðis, hafi 500ma.€ fjármagn til ráðstöfunar.

Þó tölurnar 700ma.€ jafnvel 800ma.€ séu gjarnan nefndar, þá er um að ræða þegar veitt lán sem er mismunurinn milli 500ma.€ upphæðarinnar og hinna tveggja.

Villandi að skella þegar veittum lánum saman við tölu yfir það fé sem til staðar er - til að búa til hærri tölu.

Slíkt er einungis spinn!

 

Reuters: G20 doubles IMF's war chest amid fears on Europe

Wall Street Journal: G20 doubles IMF's war chest amid fears on Europe

Financial Times: IMF secures $430bn to boost firepower

 

Hvaða gagn gerir þetta?

Það að tókst að fá Kína, Indland, Brasiliu og Japan loks til að leggja fram fé, sýnir grunar mig hve heimurinn óttast mikið ástandið á evrusvæði.

En vitað er að BRIC löndin beittu miklum þrýstingi til að fá í gegn breytingar á svokölluðum kvótareglum AGS - sem ráða því hve mörg atkvæði ríki hafa innan þeirrar stofnunar.

Þau vilja meiri áhrif - - ekki er enn ljóst hvort þau náðu einhverju fram.

En yfirmaður AGS sagði fyrr í vikunni, að evrukrýsan væri mesta efnahagsógnin sem heimsbyggðin stendur frammi.

Þetta kaupir tíma - þann möguleika að endurtaka leikinn sem áður var leikinn með Grikkland, Portúgal og Írland - - að veita svokölluð björgunarlán.

Með þessari viðbót er sennilega 3. ára björgunar-prógramm fyrir Spán mögulegt, auk björgunar 2 fyrir Írland og Portúgal.

En uppihald Ítalíu er það dýrt, að meira segja þessi viðbót dugar ekki þó gert sé ráð fyrir sjóðum björgunarkerfis evrusvæðis að auki, til að fjármagna 3. ára prógramm.

Það er þá væntanlega búið að redda því að peningakerfi Evrópu komist ekki í bráða fallhættu, ef Spánn riðar til falls á þessu ári, sem virðist liklegt.

En eins og við vitum, þá er það í reynd ekki nema frestun á vandanum - að moka peningum á vandamálið, leysir ekki þann vanda að viðkomandi ríki er í skuldavanda - > að auka við þess skuldir.

Þíðir þá, að óhjákvæmilega muni þurfa að framkvæma afskriftir síðar.

 

Niðurstaða

Paníkinn út af Spáni undanfarið á mörkuðum getur hafa haft sín áhrif á deilur innan G20 ríkja hópsins, um það hvort á að stækka sjóði AGS og um hve mikið - flýtt fyrir samkomulagi. 

Ákveðin kaldhæðni í því, að það skuli gefa Evrópu visst tangarhald á helstu ríkjum heims, að Evrópa í dag skuli vera helsta ógnin við hagkerfi heimsins.

Það var virkilega ekki draumurinn sem stefnt var að - þegar stofnað var til samstarfs um evru á sl. áratug.

Evrópa átti að vera fyrirmyndin - kyndilberi framtíðar heimsins.

Nú virðist sem að líkur hafi dofnað stórfellt um það, að önnur ríki eða svæði, muni feta í sömu fótspor.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband