Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Hve mikla skuldsetningu þola lönd?

Þetta er áhugaverð spurning, sem Moody's hefur hefur lagt atlögu að því að svara, en skv. fréttum erlendra fjölmiðla eru niðurstöður sérfræðinga þeirra áhugaverðar, sjá mynd!

Ég reikna með því að mikilvægar breytur séu: skuldsetning sem fyrir er, skuldsetning aðila starfandi innan hagkerfisins almennings sem og fyrirtækja, þær bjargir sem viðkomandi hagkerfi ræður yfir hvort sem á við auðlindir eða þekking eða framleiðsla, atvinnuástand, hagvaxtargeta, styrkur viðkomandi hagkerfis almennt.

  • Fyrri súlan sýnir hve mörgum prósentum af landsframleiðslu þeir telja viðkomandi land geta bætt á sig, áður en skuldastaða verður óviðráðanleg.
  • Seinni súlan segir, hve háa vaxtakröfu á ný ríkislán stendur viðkomandi hagkerfi undir, áður en skuldastaða örugglega leita í ósjálfbærann farveg.

  • Takið eftir að lönd með eigin gjaldmiðla sem eru annaðhvort fljótandi eða ekki fasttengdir við aðra, eru talin þola vexti umfram 10%, og að auki mikla viðbótarskuldsetningu.
  • Á sama tíma, eru öll aðildarlönd evru talin þola mun lægri viðbótarskuldsetningu að meðaltali auk þess minna þol gagnvart vaxtakostnaði.

Þ.e. rökrétt, því að skulda í evrum er líkt því að skulda í erlendum gjaldmiðli, lykilatriðið er að ráða ekki yfir eigin seðlabanka með fullu prentunarvaldi, geta ekki stýrt vöxtum né gengi. Þessir þættir minnka getu til viðbótarskuldsetningar auk þess að minnka þanþol gagnvart vaxtakostnaði.

Sjálfsagt sýnist sumum þetta vera góð atriði - en þau þíða að land lendir í skuldakreppu í lægri skuldastöðu, sem þíðir einnig að þróun yfir í vandræði er hraðari ef stjv. missa stjórn á hlutum.

Sem þíðir þá að lönd starfandi innan sameiginlegs gjaldmiðils verða að vera mjög passasöm upp á upphleðslu skulda - - spurning þó hvort það sé aftur snúið þegar barnið er þegar dottið í brunninn. 

Ísland - þolir sem sagt viðbótarskuldsetningu ríkisins upp á 120% af þjóðarframleiðslu, sem er lágt miðað við önnur lönd starfandi undir eigin gjaldmiðli en sjálfsagt eðlilegt miðað við það ástand sem nú rýkir - það í reynd kemur mér dálítið á óvart að ef ríkið þolir þetta mikið af viðbótarskuldum. Þó er það væntanlega gert ráð fyrir að það séu skuldir í krónum - og síðan telja þeir íslenska ríkið geta þolað vexti umfram 10%. Aftur sjálfsagt gert ráð fyrir krónum.

Þýskaland - mjög áhugavert að þeir meta að Þýskaland þoli einungis vexti að hámarki 5,6%. En þeir meta að þýska ríkið geti aukið skuldir um 146% þá er væntanlega miðað við núverandi vaxtakostnað.

Frakkland - þolir 120% viðbótarskuldsetningu ríkissjóðs, og 5,3% í vexti að hámarki.

Finnland - þolir töluvert meiri viðbótarskuldsetningu en Þýskaland í prósentum talið sem er áhugavert, en skuldir finnska ríkisins eru lágar eitt af fáum löndum á evrusvæði sem er í skuldastöðu sem telst hóflegt. Vegna lítilla skulda þolir Finnland hærri vexti en Þýskaland eða 6,3%.

Spánn - spánska ríkið þolir 97% viðbótarskuldsetningu skv. Moody's en ekki meir en 5,7% vexti. Sem er áhugavert, en ekki kemur fram í fréttum við hvaða vaxtagjöld sérfræðingar Moody's miða við þegar þeir áætla viðbótar skuldsetningar þol spánska ríkisins - örugglega vel innan við 5,7%. 

Ítalía - skv. sérfræðingum Moody's skuldar Ítalska ríkið það mikið að það hefur ekkert viðbótarþanþol, og auk þess meta þeir hámarks vaxtagjöld sem ítalska ríkið þolir einungis 4,2%.

 

Hvað þíðir þetta?

  1. Ítalía er ósjálfbær klárt skv. þessu mati, því vaxtakrafan á Ítalíu er nú milli 5,5 og 5,4% miðað við 10 ára bréf.
  2. Spánn er á blábrúninni - en áhugavert er að geta þess, að Spánn seldi skuldabréf í morgun sjá:

"09.45 Results from the Spanish bond auction are coming in: they reached their sales targets, but the average yield on ten-year debt was 5.743pc. At the last similar auction it was 5.403pc. For the two-year debt the average yield was 3.463pc, against 3.495pc at the last auction. So the cost of borrowing has risen for Spain but, crucially, they are below 6pc."

Miðað við niðurstöðu Moody's er Spánn akkúrat þarna að selja skuldabréf gegn þeirri hámarks vaxtakröfu sem spánska ríkið þolir.

Spánn sé því þegar við ystu mörk sjálfbærni miðað við þá vaxtakröfu sem spánska ríkinu stendur til boða.

 

Viðbrögð evrópskra markaða við þessari sölu voru - fall!

  • The FTSE 100 fared the best and was practically flat, closing down a tiny 0.01pc lower at 5,744.55 points,
  • while the CAC lost 2.1pc in Paris and the German DAX slid 0.9pc.
  • Spain's IBEX was off 2.4pc
  • and the FTSE MIB fell 2pc in Italy.

Þetta kemur ofan á fall í gær og fall sl. viku!

 

Niðurstaða

Niðurstaða starfsmanna Moody's sýnist mér þýða fyrir Spán, að forsenda þess að spánska ríkið geti haldið áfram að slá lán sé sú að þau lán séu gagnvart hóflegum kjörum.

Ekki eru líkur til þess að slík lán sé að fá á markaði - svo þá er ekkert eftir annað en að fá þau lán frá opinberum aðilum.

Ítalía stendur frammi fyrir sama ástandi - nema að skv. þessu mati Moody's þarf að niðurgreiða lánfé til Ítalíu enn meir. Aftur sýnist mér eingöngu opinberir aðilar koma til greina.

Hverjir skildu þeir aðilar geta verið? Kostnaður við það að halda Spáni uppi um 3. ára skeið skilst mér að sé litlir 300ma.€. Á sama tíma kostar uppihald Ítalíu 300ma.€ bara á þessu ári.

Miðað við þá staðreynd að ESM þ.e. framtíðarbjörgunarsjóður evrusvæðis mun skv. núverandi gildum loforðum einungis ráða yfir 500ma.€, virðist það ljóst að sá kemur ekki til greina.

Þá er næst spurning um AGS - en hingað til hafa ríki heims ekki samþykkt að gera AGS að björgunarkerfi fyrir Evrópu eina sér eða til þess að borga fyrir endurfjármögnun skulda Evrópuríkja í vandræðum.

Svo að eini aðilinn sem mér sýnist í reynd hafa raunhæfa möguleika til þess að tryggja Spáni og Ítalíu nægilega ódýr lán svo þau tvö lönd geti haldið sér á floti innan evrunnar - - > sé þá Seðlabanki Evrópu.

Þá auðvitað með þeim hætti að ECB fái fullar ótakmarkaðar prentunarheimildir. Það sé í reynd eina leiðin.

 

Kv.


Er Holland á leið í vandræði?

Þetta er áhugaverð spurning, en ég var að komast að því að húsnæðisskuldir eru enn alvarlegra vandamál í Hollandi en á Íslandi. Jú í alvöru. Takið eftir þessum hlekk: Dealing with Household Debt. Þetta er skjal á vef Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins, þ.e. 3. kafli í þeirra nýja World Economic Outlook!. En seinni hlekkurinn er á skjalið í heild, en sá fyrri á kafla 3.

Sá kafli inniheldur mjög áhugaverða umræðu starfsmanna AGS um húsnæðiskreppur bæði sögulega og í samhengi núverandi efnahagsvandræða í Evrópu og í Bandaríkjunum, sem og Bretland. Ísland kemur einnig þar við sögu sem "extreme" tilfelli - en einnig sem dæmi sem má draga lærdóm af.

En AGS kemst að þeirri niðurstöðu - að rétt sé að aðstoða húsnæðiseigendur m.a. með aðgerðum til að stuðla að afskriftum skulda!

  • Hvað Ísland varðar - skv. AGS fóru húsnæðisskuldir á Íslandi hæst upp í 220% af tekjum!
  • Hver er staðan í Hollandi - - sjá myndina að neðan skv. tölum frá Eurostat?
Sjá: EuroStat - Gross debt-to-income ratio of households

Já einmitt - ótrúlegt 249,5% skv. tölum Eurostat frá 2010.

Þrátt fyrir þetta eru vanskil ekki há í Hollandi a.m.k. enn sem komið er!

Það er vegna þess, að hagkerfið hefur verið að standa sig fram að þessu bærilega vel - atvinnuástand með því besta í Evrópu, þ.e. ekki nema kringum 5% atvinnuleysi sem er langt neðan við meðaltal evrusvæðis.

En dökk ský eru á himnum - skv. AGS verður 0,5% samdráttur í hollenska hagkerfinu í ár.

Samdráttur mældist í Hollandi á 4. ársfjórðungi 2011 og því miður á 1. fjórðungi 2012 skv. bráðabyrgðatölum.

Augljós samdráttar er að auki farið að gæta í neyslu - en sennilega eru neytendur að byrja að finna fyrir minnkandi tekjum.

Að auki hafa orðið smávægilegar lækkanir á húsnæðisverði í seinni tíð - sem einnig getur verið að valda ugg hjá neitendum.

Hættan er sem sagt á því - að Holland lendi í neikvæðri víxlverkan milli lækkandi húsnæðisverðs og minnkandi neyslu.

Að auki stendur Holland nú frammi fyrir þeirri óþægilegu staðreynd, að halli á hollenska ríkinu mældist hærri en áður var gert ráð fyrir að hann yrði skv. lokauppgjöri sl. árs þ.e. 4,6%.

Sem telst ekki mikill halli í reynd miðað við ímiss önnur aðildarríki evrusvæði - en stefnan var að halli 2012 yrði ekki meiri en 3%.

Ríkisstjórn Holland stendur því frammi fyrir kröfu um viðbótarniðurskurð ef standa á við hið fyrra takmark - - þess vegna hefur Fitch Rating gefið hollenskum stjórnvöldum aðvörun þess efnis, að þau þurfi að stíga varlega til jarðar í slíkum viðbótar niðurskurði.

Svo þau íti ekki undir samdráttartilhneygingar, með of skörpum niðurskurði - einmitt þegar hagkerfið virðst statt á viðkvæmri brún sem reynst getur verið bjargbrún.

Þetta er ekki síst áhugavert - því fyrir utan stjórnvöld Þýskalands, hafa engin stjórnvöld verið eins harðorð gagnvart S-Evrópuríkjum í vanda eins og hollensk stjórnvöld, hollenskir ráðherrar oft tekið mjög stórt upp í sig svo frægt er.

Það gæti því gætt fyrirbærisins "Schadefraude" í S-Evrópu ef útlitið í Hollandi fer versnandi.

Sjá umfjöllun:

Dutch Household Debt Woes

Mortgage Burden Looms Over Dutch

Fitch doubts Dutch AAA as property slump reaches 'coma'

 

Niðurstaða

Mér sýnist Holland standa frammi fyrir hættu á alvarlegri húsnæðiskreppu, en eins og fram kemur í umfjöllun er þegar vaxandi fj. húsnæðiseigenda í neikvæðri eiginfjárstöðu. Ef Holland fer yfir í dýpra kreppuástand, getur fjölgun íbúðahúsnæðiseigenda í vanda orðið mikil og einnig hröð.

Samtímis myndi dreifast út lömun í neyslu - sem myndi valda skarpri hagkerfishnignun.

Hollensk stjórnvöld þurfa virkilega að gæta sín í því hvernig þau taka á þeim vanda, og auk þessa á eigin útgjaldavanda, ekki síst skuldastöðu ríkisins milli 70-80% sem telst of mikið skv. reglum ESB. En sá skuldavandi þrengir aðstöðu hollenskra stjv. ef þau eiga að mæta kröfum frá Framkvæmdastjórninni, um það að nálgast 60% mörkin á ný.

Hollensk stjv. verða einfaldlega að gleyma öllu því sem þau sögðu um óábyrga hagstórn í S-Evrópu, þegar trekk í trekk S-evr. stjv. hafa yfirskotið í halla.

 

Kv.


AGS vill að Mario Draghi haldi áfram að prenta!

AGS hefur gefið út nýja endurskoðaða hagspá, í því plaggi er nokkuð ítarleg umfjöllum um vandræði evrusvæðis. Það sem vekur athygli, er að AGS leggur áherslu á að "krýsustjórnun" verði að halda áfram, sem partur af henni sé áframhaldandi peningaprentun lykilatriði.

Fram kemur að AGS metur að samdráttur í útlánum banka á evrusvæði hafi minnkað hagvöxt á þessu ári um cirka 1%.

Það sama eigi við niðurskurðaráform stjórnvalda á evrusvæði, að þau taki cirka 1,5% af hagvexti.

Skv. þessu er viðsnúningur frá fyrri spám AGS yfir í samdrátt í ár full útskýrður með samdrætti lána sbr. bankakrýsan á evrusvæðis og hins vegar af niðurskurðarstefnu ríkissjóðanna.

 

World Economic Outlook!

Spá AGS fyrir evrusvæði: bls. 53.

  • Evrusvæði......- 0,3%
  1. Þýskaland........0,6%
  2. Frakkland........0,5%
  3. Ítalía.............- 1,9%
  4. Spánn...........- 1,8%
  5. Holland..........- 0,5%
  6. Belgía..............0,0%
  7. Austurríki.........0,9%
  8. Grikkland.......- 4,7%
  9. Portúgal.........- 3,3%
  10. Finnland...........0,6%
  11. Írland...............0,5%
  12. Slóvakía...........2,4%
  13. Slóvenía.........- 1,0%
  14. Lúxembúrg.....- 0,2%
  15. Eystland............2,0%
  16. Kýpur.............- 1,2%
  17. Malta.................1,2%
Aðildarlönd utan Evru:
  1. Bretland............0,8%
  2. Svíþjóð.............0,9%
  3. Danmörk...........0,5%
  4. Tékkland...........0,1%
  5. Pólland.............2,6%
  6. Rúmenía...........1,5%
  7. Úngverjaland.....0,0%
  8. Búlgaría............0,8%
  9. Króatía............-0,5%
  10. Lettland............2,0%
  11. Litháen.............2,0%
  • Ísland...............2,4%

 

Neikvæð sviðsmynd: bls. 54

"If the euro area crisis escalates, adverse feedback loops between rising funding pressure in the banking system, increasing fiscal vulnerability, and slowing aggregate demand could start anew."

  1. "First, financial market comovement could increase to much higher levels, such as
    those seen during 2008–09, with rising yields and risk premiums."
  2. "Second, the spike in uncertainty and global risk aversion could lead to deterioration
    in confidence, immediately dampening domestic demand. In addition, international trade
    (particularly in durables) would decline by more than overall output, which could negatively affect export-oriented economies."
  3. "Third, oil and other commodity prices would likely decline, affecting commodity-exporting regions."

Spurning hvort þetta ferli er farið af stað eða í þá mund að fara af stað á ný, en undanfarið hafa sjónir markaða beinst mjög að Spáni þ.s. vaxtakrafa er aftur komin í 6% prósent rúm fyrir 10. ára ríkisbréf.

En ákveðin tregða er í Þýskalandi og innan stofnana ESB, að halda áfram peningadælu sbr. "LTRO" þ.s. Seðlabanki Evrópu annarsvegar í desember og hinsvegar í febrúar, dældi samanlagt 1.000 milljörðum evra inn í evrópska bankakerfið.

Töluvert hefur verið um tal í þá átt, að nú sé nóg að gert - ekki þurfi að fara í frekari slíkar peningadælur.

Sem er þvert á ráðleggingu AGS, að áframhald peningadælu sé einmitt lykilatriði.

Um leið og slaknaði aðeins á ástandinu, hefur andstaðan við slíkar peninga-aðgerðir vaxið á ný - en sú andstaða lét einungis undan síga í desember þegar leit út fyrir, að stefndi í stórfenglegt slys á evrusvæðinu, jafnvel sjálft hrun evrunnar.

  • Spurning hve öflug þessi andstaða er aftur orðin - hvort hún tefur áframhald peningadælu?
  • Ef þ.e. útkoman, geta líkur á verri sviðsmynd AGS aukist og það mjög hratt!

 

Sjá bls. 15

  1. Figure 1.14 presents this downside scenario, which assumes that banks tighten lending standards and constrain credit growth to rebuild capital buffers, consistent with the April 2012 Global Financial Stability Report “weak policies” scenario.
  2. Given the resulting weaker growth outlook, concerns over fiscal sustainability intensify and sovereign spreads rise.
  3. In addition, increased market concern means that several euro area sovereigns are forced into more frontloaded fiscal consolidation, which further depresses near-term demand and growth.
  4. This in turn leads to further deterioration of bank asset quality—owing to higher losses on sovereign debt holdings—and an increase in nonperforming loans to the private sector, prompting further tightening in credit standards, and so on.
  5. In the simulation, private investment declines by almost 15 percent (relative to WEO projections).
  6. Euro area output falls by 3½ percent relative to the WEO forecast, and domestic inflation would fall close to zero.

Skv. verri sviðsmyndinni sem AGS setur upp, þá tapast 3,5% af hagvexti ef hún verður ofan á samanborið við spána að ofan.

  • Það myndi leiða til töluvert djúprar kreppu á evrusvæði - sbr. tölurnar að ofan ef þið dragið frá að meðaltali 3,5%.
  • Þ.e. reyndar nokkru nærri því sem ég hef persónulega átt von á - sem rökrétta útkomu núverandi efnahagsstefnu stofnana ESB, sem verið er að reka niður hálsana á aðildarríkjum Evrusvæðis, að stórum hluta skv. kröfu ríkisstjórnar Þýskalands.

Ráðleggingar AGS til Evrusvæðis:

Sjá bls. 22.

  • "The near-term focus must be on crisis management so as to prevent the downside risks...Supplying sufficient liquidity will help forestall abnormal funding costs for sovereigns and banks and help avoid contagion.
  • To that end, the euro area requires a credible firewall that is large, robust, and flexible enough to stem contagion and facilitate the adjustment process in the highly indebted countries. The recent decision to combine the ESM and the EFSF is thus welcome and, along with other recent European efforts, will strengthen the European crisis mechanism and support the IMF’s efforts to bolster the global firewall. 

Vandi við þessa eldveggs hugmynd, er að það krefst þess að aðildarríkin leggi fram skuldbindingar eða fé inn í þetta björgunarkerfi.

Gallinn við það, er að það bætist við aðrar skuldbindingar aðildarríkjanna - þannig í reynd eykur raunverulega skuldsetningu þeirra landa sem leggja kerfinu til fé eða lánsloforð.

Þetta getur því orðið hluti af því sem drífur svokallað "contagion" þ.e. útbreiðslu ótta um getu aðildarríkja, til að standa undir eigin skuldbindingum.

Þetta er því "tíeggjað."

Því stærri sem "eldveggurinn" á að verða, því meiri verður ógnin af honum sjálfum, fyrir þau ríki sem þurfa að standa undir honum.

Menn virkilega þurfa að velta fyrir sér "nettó" áhrifum.

Sérstaklega í samhengi við efnahagssamdrátt og áframhaldandi ríkishalla í aðildarríkjunum.

 

  • The crisis facilities (EFSF/ESM) should also have the flexibility to take direct stakes in banks and assist in the restructuring of financial institutions where necessary. This will help stem the negative feedback loop between banking and sovereign risks in the euro area. It is also critical to break the adverse feedback loops between subpar growth, deteriorating fiscal positions, increasing bank recapitalization needs, and deleveraging, which raise the risk of a prolonged period of deflation. 

Þetta getur fræðilega verið gagnlegt, en aftur fylgir þessu áhætta - því ef þessu úrræði væri beitt, þá um leið er verið að verja því fé sem ríkin hafa lagt inn í björgunarkerfið.

En þ.e. rétt að það þarf að brjóta upp þá neikvæðu hringrás sem verið hefur í gangi - vegna þess hve evrópskir bankar eiga að jafnaði mikið af ríkisskuldabréfum, þá hefur skuldakrýsa tiltekinna aðildarríkja verið að valda tjóni á bankakerfinu á evrusvæði, vegna þess að þegar tiltrú tapast á greiðslugetu tiltekinna landa þá hafa skuldir þeirra verið að verðfalla.

Það veldur bönkunum tjóni, því þá lækkar þeirra eigið fé.

Í tilvikum svo mikið að slík þróun getur ógnað einstökum bönkum.

Þetta skapaði einmitt ótta um yfirvofandi bankahrun sem einungis var stöðvaður, með peningadæluaðgerð Mario Draghi er hófst í desember 2012.

Fræðilega er unnt að brjóta upp þessa hringrás, ef hin tiltölulega vel stæðu aðildarríki evrusvæðis lána ríkjum í vanda sem eiga sjálf erfitt með að fjármagna aðstoð við eigin bankastofnanir, fé til slíkra hluta.

  • En ef það virkar ekki, þá getur það fé tapast - spurning líka hve miklar skuldir lönd í vanda geta borið.
  • Að auki, hve mikið fé ríkin sem standa tiltölulega vel, hreinlega treysta sér að leggja fram.
Þetta er aukið álag á þau sjálf - meira að segja Þýskaland skuldar töluvert eða milli 70-80% af þjóðarframleiðlu, sem sagt töluvert yfir 60%.

 

  • The ECB should implement additional monetary easing to ensure that inflation develops in line with its target over the medium term and guard against deflation risks, thereby also facilitating much-needed adjustments in competitiveness. 

AGS er að ráðleggja vaxalækkun.

 

  • Moreover, country banking authorities should work together with host supervisors to monitor and limit deleveraging of their banks at home and abroad. Bank supervisors must do whatever possible to avoid excessively fast deleveraging that curtails lending to the real economy.
  • To that end, more capital must be injected into euro area banks. This may require the use of public funds for recapitalization— including from the EFSF/ESM.

Þetta gengur þvert á kröfu til banka innan evrusvæðis, að auka eigiðfjárhlutfall - sem þeir eiga að klára annaðhvort í júní nk. eða júlí.

Vandinn við þá kröfu er að evrópskir bankar hafa ekki verið mjög spennandi fjárfestingarkostur í seinni tíð - og hinsvegar að eigendur hafa áhuga að komast hjá því að þynna út sína eigin hluti.

Það bendir því flest til þess, að evrópskir bankar séu einkum að ná þessu fram með því að draga úr lánveitingum og hins vegar með sölu eigna.

Hvort tveggja er neikvætt fyrir hagvöxt.

Stjórnvöld gætu auðvitað heimtað, að bankarnir geri þetta með því að bjóða út nýtt hlutafé.

Það var ekki gert - þegar krafan um aukningu eiginfjár var samþykkt síðla sl. sumar. En ekki er of seint, að krefjast þess.

Á sama tíma, er unnt að gefa frest - og baki honum getur staðið sú hótun að bankar sem ekki standa sína plikt verði teknir yfir, eigendur þurrkaðir út.

Á hinn bóginn væri það mjög kostnaðarsamt - og því sú hótun líklega ekki trúverðug.

En sú hótun myndi ganga þvert á þörf ríkissjóða fyrir að minnka eigin skuldir - að taka yfir banka myndi hækka skuldir verulega hjá viðkomandi ríkissjóð - eða það á í dag við flest aðildarríki evru.

Því bankarnir eru orðnir svo upp blásnir. T.d. skilst mér að 6 stærstu frönsku bankarnir séu samanlagt 440% að þjóðarframleiðslu Frakklands, svo ólíklegt er að frönsk stjv. geti beitt slíkri hótun með trúverðugum hætti.

Ef frönsk stjv. geta ekki komið böndum á eigin banka hvað þá endurfjármagnað þá, er vart að búast við því að þau geti beitt sér til að endurfjármagna eða að koma böndum á banka í öðrum aðildarlöndum evru, þ.s. stjv. eru jafnvel í enn veikari stöðu.

Þannig, að ég held því miður að þetta atriði sem AGS leggur fram muni ekki ganga eftir, þ.e. að böndum verði komið á banka á evrusvæði annars vegar og hins vegar að þeir verði endurfjármagnaðir með aðstoð sameiginlegs björgunarkerfis evrusvæðis.

--------------------------

Í reynd tel ég eina aðilann sem sé fær um að endurfjármagna evrópska banka, sé Seðlabanki Evrópu.

Og þá eingöngu með mjög stórri prentunaraðgerð.

En til þess að stuðningur fáist fram að framkvæma eina slíka, þyrfti ástandið í Evrópu að versna heilmikið til viðbótar.

 

  • The key challenge is to chart a way back to sustained growth.
  • Structural reform gaps vary across countries, but there is a widespread need for efforts to lower barriers to entry in product and services markets and to allow labor markets to deliver higher employment.
  • Economies with weak external positions face the prospect of having to achieve very low inflation or deflation—“internal devaluations”—to help restore competitiveness because the channel of currency depreciation is unavailable to them as members of a currency union.
  • Internal devaluations, however, would add to the problem of debt overhang in the short to medium term.

Þessi síðustu liðir verða allir með tölu gríðarlega erfiðir í framkvæmd.

En löndin í vanda verða að lækka sinn kostnað miðað við löndin í N-Evrópu ekki síst Þýskaland, sbr. Spánn milli 20-30% eftir því við hvaða hagfræðing er rætt við.

Það verður gríðarlega erfitt því að á sama tíma, ætla löndin í N-Evrópu sér að viðhalda lágri verðbólgu innan eigin landamæra.

Það þíðir væntanlega að mjög mikil hætta verður á hreinni verðhjöðnun í S-Evrópu. 

Og slík þróun ef af verður, mun ógna mjög stöðu bankakerfa þeirra sömu landa sem munu lenda í slíkri hjöðnun, því þá verðfalla eignir bankanna sem standa mynda þeirra eigið fé.

Ég er gríðarlega skeptískur á að þetta gangi upp.

En það myndi auðvelda mjög aðlögunina, ef löndin í N-Evrópu myndu samþykkja að verðbólgan á þeirra umráðasvæði myndi fara yfir 5% og haldast cirka þannig í nokkur ár.

En því miður fyrir löndin í S-Evrópu er það fjarskalega ólíklegt, því löndin í N-Evrópu vilja ekki fyrir alla muni, tapa sinni alþjóðlegu samkeppnishæfni.

Svo samfélagslega erfið hjöðnun í reynd "economic depression" þ.s. mér sýnist S-Evrópa standa frammi fyrir.

Því miður er ég nær gersamlega sannfærður um að, hin neikvæða sviðsmynd verði síst og svartsýn.

Það þíðir þá vaxandi spennu og óánægju íbúa í S-Evrópu, vaxandi hættu á uppþotum og aukinn popúlismi.

 

Niðurstaða

Ég tel að á þessi ári muni rekast harkalega á þörfin fyrir að tryggja að bankakerfin í S-Evrópu hrynji ekki, sem þíðir að það þarf stöðugt að útvega bönkum á því svæði nýtt ódýrt lánsfé - sbr. "LTRO."

Og krafan frá N-Evrópu um lága verðbólgu, þ.e. að hún lækki úr cirka 2,6% niður í 2% verðbólgumarkmiðið.

En "LTRO" aðgerðir munu hafa verðbólguskapandi áhrif. Á sama tíma, og vaxandi efnahagssamdráttur í S-Evrópu mun stöðugt grafa frekar undan fjárhagslegri stöðu bankastofnana þar, sem þíðir þörf fyrir enn meira "LTRO."

Ég veit ekki fyrirfram auðvitað hvernig niðurstaðan af þeirri togstreitu verður.

En líkleg niðurstaða er eitthvert bil beggja, sem uppfyllir þarfi hvorki S-Evrópu né Norður. Það líklega mun þíða að Seðlabanki Evrópu muni ekki lækka vexti eins og AGS leggur til, og hann muni beita "LTRO" vopninu eingöngu við og við, þegar spennan knýr svo harkalega að dyrum að slíkt er framkv. í hreinni neyð.

Það þíðir þá krýsuástand á hærra plani en AGS miðar við í sinni meginspá, því ástand nær þeirra verri sviðsmynd.

En ekki heldur allsherjar hrun.

Evrusvæði slumpist áfram í versnandi kreppu, sleppi við hvort tveggja í senn allsherjar bankahrun og hrun evrunnar sjálfrar. 

En á sama tíma, eftir því sem á árið lýður í stað þess að ástandið lagist, þá versni það í staðinn og þ.e. mín spá að seinni partur árs verði lakari.

Og það verði einnig kreppa á nk. ári í Evrópu. N-Evrópa togist einnig smám saman niður, en þó ekki í nærri eins djúpa kreppu og ríkja mun þá í S-Evrópu.

 

Kv.


Spánn í sviðsljósinu!

Fjárlagaráðherra Spánar og embættismenn í Brussel, höfnuðu því í dag að nokkur ástæða væri að ætla, að Spánn myndi þurfa á "björgun" að halda - en útkoma dagsins var að vaxtkrafa fyrir 10 ára spönsk ríkisbréf fór í rúm 6% og hélst þar. Samtímis hækkaði einnig krafa fyrir 10 ára ítölsk bréf, en bilið víkkaði þó þarna á milli, þ.e. krafan fyrir spönsk bréf hækkaði meira.

Það verður áhugavert að sjá, hvort krafan helst yfir 6% út þessa viku, og einnig hvort hún heldur áfram að hækka.

Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman, er þó ekki í vafa, sjá: Europe’s Economic Suicide.

Hann er ekki að skafa utan af því "So it’s hard to avoid a sense of despair. Rather than admit that they’ve been wrong, European leaders seem determined to drive their economy — and their society — off a cliff. And the whole world will pay the price."

Síðan er það blogg Wolfgang Münchau: Spain has accepted mission impossible.

Eftirfarandi er haft eftir Luis de Guindos, efnahagsráðherra Spánar: "There are many doubts about the euro project, especially in the Anglo-Saxon world. They tell you: 'When it's not Greece it will be Portugal; when it's not Portugal it will be Ireland; when it is not Ireland it will be Spain; when it is not Spain, it will be Italy' [...] It is very difficult to avoid market attacks if questions continue over the euro and the European Union project." - "Spain is not going to ask for a rescue. No intervention will take place."

Vandinn er sá að þessar efasemdir eru ekki einskorðaðar við engilsaxa - hann ætti að ræða við t.d. efnahagsráðherra frá einhverju landa SA-Asíu. 

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar: "Austerity is the only way forward, according to Spanish PM Mariano Rajoy, who warned that the country will be unable to fund itself if it doesn't implement cuts quickly. " -"The reformist project of my government has deserved the support of European and international institutions, whose mission is to oversee policies that solve the crisis with realism and decisiveness: exactly what we are doing in Spain."

 

Hérna takast á 2-grunn hagfræðileg sjónarmið!

  1. Sjónarmið sem segir, að leið ríkjanna á evrusvæði út úr vanda, sé að skera niður þangað til, að nægur fjárlagaafgangur skapast, svo ríkisstjórnirnar geti staðið undir eigin skuldum.
  2. Sjónarmið sbr. Paul Krugman eða Nouriel Roubini o.flr. - sem segja, að ef ríkið sker niður af krafti samtímis, að atvinnulíf er einnig að skera niður - fækka störfum - minnka umsvif, og að auki á sama tíma og almenningur er einnig að minnka neyslu; þá geti heildaráhrifin ekki verið önnur en þau, að bæta mög duglega á þann samdrátt hagkerfisins á Spáni og Ítalíu, sem nú er til staðar.
  • Fyrra sjónarmiðið vill meina, að niðurskurður sé leiðin til þess að skapa á ný trúverðugleika, og túlkar ávallt tapaðann trúverðugleika með þeim hætti, að ekki sé nægilega mikið skorið niður.
  • Það sjónarmið telur einnig, að hagkerfið muni rétta við sér ef unnið er hratt að niðurskurðinum, því hraðar því betra. Svona eins og, að skera gröft úr sári svo það geti farið að læknast.
  • Meðan seinna sjónarmiðið bendir á, að þegar ríkið sker einnig niður samtímis því að aðrir innan hagkerfisins það gera að auki, þá muni aukning á hraða niðursveiflu hagkerfisins valda enn hraðari minnkun þjóðarkökunnar - - og því að skuldir ríkisins sem hlutfall af tekjur aukist enn hraðar, en nemur hraða aukningarinnar í dag með þann ríkishalla sem nú rýkir.
  • Ríkið geti ekki komið sér úr skuldavanda með þeirri aðferð - eða það sé ákaflega erfitt í framkvæmd innan lýðræðisríkja.
  • Fyrra sjónarmiðið vill meina að niðurskurðurinn flýti fyrir hagvexti.
  • Meðan seinna sjónarmiðið segir - skapa hagvöxt fyrst, huga að niðurskurði svo.

Stofnanir ESB fylgja mjög einarðlega fyrra sjónarmiðinu og ríkisstjórn Spánar virðist ætla að taka lyfin sín - eins og menn í Brussel svo gjarnan segja í dag.

Mjög áhugaverð félagsleg tilraun er í gangi.

Í dag er atvinnuleysi á Spáni 23,6% skv. OECD. 

Hvað gerist þegar það fer að nálgast 30%?

Ég sjálfur hallast að seinna sjónarmiðinu og skoðun Pauls Krugman, og Nouriel Roubini. Má einnig nefna, Stiglitz.

 

Niðurstaða

Vikan byrjar ekki vel fyrir Spán. Vaxtakrafa komin á fyrsta degi upp í rúmlega 6% fyrir 10 ára bréf. Það verður áhugavert að fylgjast áfram með málum.

En mér sýnist spennan aftur fara vaxandi eins og ástandið var sl. haust.

Aðgerð Seðlabanka Evrópu svokölluð "LTRO" virðist útrunninn - áhrif hennar kláruð.

Í augnablikinu virðist ekki stuðningur fyrir "LTRO 3."

Sennilega þarf aftur Evrópa að standa frammi fyrir hengifluginu eins og í desember, áður en Mario Draghi aftur fær vilyrði fyrir því að í annað sinn, forða evrunni frá hruni með prentun.

Ég sé enga aðra leið, en að Seðlabanki Evrópu prenti og prenti, því það virðist gersamlega ljóst að lítil líkindi eru til þess, að stjv. Spánar sannfæri markaðinn og heiminn um það, að þ.s. ekki virkaði í Grikklandi eða á Írlandi, komi sannarlega til að virka á Spáni.

 

Kv.


Ísland gegn Golíat Framkvæmdastjórnar ESB

Ákvörðun Framkvæmdastjórnarinnar sýnist mér vera enn eitt áfallið fyrir umsóknarferli Íslands, sem aðildarsinnar hafa verið svo áhugasamir um.

Þetta setur einnig aðildarsinna í áhugaverða stöðu - - því nú verða þeir að berjast um hæl og hnakka í dómsmálinu.

Þannig, að allt í einu má segja, að það megi treysta þeim. 

Þ.e. vegna þess að mér sýnist að eina von þeirra, sé að vinna málið ef einhver von á að vera um að, íslendingar samþykki aðild.

En framsetningin "Davíð gegn Golíat" blasir mjög við - þegar sjálf Framkvæmdastjórn ESB er orðin beinn mótaðili þannig andstæðingur Ísands í málinu fyrir EFTA Dómstólnum.

Mjög mörgum íslendingnum mun svella móður - vera áhorfandi að því að meginstofnun ESB, sé þannig með beinum hætti orðinn andstæðingur okkar.

Og ég tel það fullvíst að ef aðildarsinnar sem svo lengi hafa álasað andstæðingum Icesave samkomulagsins sáluga, talið það fullvíst að Ísland tapi dómsmáli - verða að vona heitt og innilega að þeir hafi haft rangt fyrir sér.

Mig grunar, að héðan í frá, verði hljótt um það tal - að Ísland eigi ekki möguleika eða litla, þegar kemur að því að hugsanlega vinna það dómsmál.

Sem getur haft þá áhugaverða afleiðingu að landsmenn verði nú á næstunni einhuga í þeirri baráttu!

 

Sjálfstæðissinnar eiga ekkert vera stressaðir!

Einn áhugaverður vinkill er hugsanlega sá, að verið geti að Framkvæmdastjórnin meti það svo, að líkur á íslenskri aðild séu sára litlar - úr því sem komið er.

Það sé ef til vill skýring ákvörðunar Framkvæmdastjórnarinnar, en meira að segja starfsmönnum hennar hlýtur að vera ljóst, að þátttaka hennar eykur andstöðu við aðild meðal íslensku þjóðarinnar.

  • Formlega séð, hefur Framkvæmdastjórnin sannarlega fullan rétt til að fara þessa á leit.
  • Ákvörðun Framkvæmdastjórnarinnar sýnir sennilega fram á að starfsmenn hennar meta niðurstöðu dómsmálsins gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum, mikilvægt fyrir aðildarríki ESB.
  • Það eiginlega segir okkur, að andstæðingar Icesave samnings hafi haft rétt fyrir sér, þegar því hefur verið haldið fram, að þetta mál hafi hugsanlega áhrif á trúverðugleika innistæðutryggingakerfis ESB.

Það gæti verið skýring þess a.m.k. einhverju verulegu leiti, hvers vegna Framkvæmdastjórnin tók á sínum tíma, rétt í kjölfar falls bankanna svo eindregna afstöðu í málinu, við vorum beitt þrýstingi til að semja án tafar við Breta og Hollendinga.

Og að auki, Norðurlöndin lögðust á sömu sveifina - má velta fyrir sér hvort háttsettir einstaklingar innan Framkvæmdastjórnar höfðu rætt rétt á undan við stjórnvöld á Norðurlöndum.

 

Er það slæmt fyrir okkur að Framkvæmdastjórnin hefur beina þátttöku að málinu?

Það má alveg sjá jákvæðar hliðar á því - sjá:  Formlegt svar Utanríkisráðuneytis

Megin ástæða þess að samþykkja aðkomu Framkvæmdastjórnarinnar - virðist vera liðir 32. og 33.

Það felist í því ákveðið tækifæri vilja þeir meina, að Framkvæmdastjórnin verði beinn þátttakandi í réttarhöldunum, því þá geti fulltrúar Íslands svarað túlkunum starfsmanna Framkvæmdastjórnarinnar, fyrir réttinum sjálfum.

En annars geti Framkvæmdastjórnin samt eftir sem áður, komið fram með sitt álit en þá eins og rétturinn túlkar eigin reglur, geti okkar fulltrúar ekki svarað þeim athugasemdum fyrir réttinum.

Fyrir utan þetta, þá getur verið að þátttaka Framkvæmdastjórnarinnar auki þá fjölmiðlaathygli sem þetta dómsmál mun fá erlendis - sem er ekki endilega slæmur hlutur fyrir okkur.

En mjög auðvelt er að mála þetta þeim litum - að þarna standi litla Ísland frammi fyrir "Golíat."

Þó það vinni ekki beint málið fyrir rétti - er hugsanlegt að sú aukna athygli auðveldi Íslandi að koma eigin sjónarmiðum á framfæri.

Stjórnvöld greinilega hafa ákveðið að mótmæla ekki þátttökur Framkvæmdastjórnarinnar:

Ísland mótmælir ekki meðalgöng...

Steingrímur J. er ekki sáttur sbr.: Bætir ekki andrúmsloftið í við...


Er það hrikalegt áfall fyrir Ísland að tapa málinu?

Það hafa hinir og þessir haldið því fram, að Ólafur Ragnar hafi með "Nei"-um sínum, varpað þjóðinni á vonarvöl.

En ímsir málsmetandi kratar ekki síst svokallaðir fræðimenn meðal þeirra - - ekki síst hefur Guðmundur Ólafsson hagfræðingut við Bifröst og HÍ, oft tekið afskaplega stórt upp í sig að auki sýnir hann oft mjög harkalega framkomu á netinu gagnvart þeim sem voga sér að hafa ekki nákvæmlega sömu skoðun og hann, nefnilega að málið sé fyrirfram tapað og þjóðin verði í miklu mun verri málum í kjölfarið, jafnvel gjaldþrota.

Ég hef svarað því þannig, að ef þeir hafa rétt fyrir sér og Ísland á litla sem enga möguleika í málinu, og að auki ef þeir hafa rétt fyrir sér með þeim hætti að líkur á stórfelldum fjárhagslegum skaða séu miklar.

  • Þá séu þeir á sama tíma að segja - að EES samningurinn sé brátt á enda!
  • En Ísland er ekki þjóðréttarlega skuldbundið - eins og ef það væri meðlimur að ESB.
  • Þess vegna þurfti ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um EES.
  • Meðan það þarf um ESB aðild.

Einungs samningurinn meðan hann er hluti af lögum landsins, ákvæði hans hluti af lögum landsins og við meðlimir að honum; er Ísland skuldbundið til að hlíta dómum EFTA dómstóls.

Þegar ég bendi á þetta, er nánast eins og menn fái taugaáfall, að ég skuli voga að halda því fram, að þjóðin muni ekki skuldbinda sig á bólakaf og gott betur, leggja komandi kynslóðir í skuldaþrældóm.

Tek fram að ég er ekki sammála Guðmundi og hans skoðanabræðrum, að staða okkar í málinu sé þetta vonlítil - né því að hún sé vonlítil yfirleitt.

Að auki, er ég miklu mun bjartsýnni en þeir um niðurstöðu málsins, ef það myndi falla okkur í óhag.

Ég er einfaldlega að benda Guðmundi og hans skoðanabræðrum á, að ef þeir hafa aftur á móti rétt fyrir sér - - þá að sjálfsögðu borgar þjóðin ekki þ.s. hún getur ekki borgað.

Sem þíðir þá, að ef niðurstaðan væri að Ísland myndi standa frammi fyrir kröfum um greiðslur sem engin leið væri að standa undir - þá væri það bæ, bæ EES.

Þjóðin borgar ekki þ.s. hún ekki getur borgað - meira að segja menntaðir hagfræðingar ættu að sjá svo einfaldan hlut.

Þá auðvitað væri úti um ESB aðild líklega um mjög langa framtíð.

Ég hef bara fengið formælingar á móti frá honum Guðmundi - sjaldan rekist á eins dónalegann einstakling sem er háskólamenntaður.

 

Niðurstaða

Aðild Framkvæmdastjórnar ESB að dómsmáli gegn okkur, mjög sennilega minnkar líkur á því að íslenska þjóðin samþykki aðild. Þetta setur einnig aðildarsinna í áhugaverða stöðu. En ef nokkur von á að vera að aðild verði samþykkt - þarf að vinna þetta mál eða a.m.k. verða afleiðingar þess að tapa málinu, að vera litlar eins og ég hef reyndar lengst af talið þær líklega vera.

Svo þá verður ekki lengur hampað þeirri afstöðu að niðurstaða þjóðarinnar hafi verið slæm, er hún sagði "Nei".

Nú verður talað um samstöðu og þörfina á henni. 

Þeir sem hafa verið talsmenn þeirrar afstöðu að Ísland eigi nánast enga möguleika í málinu, allt í einu grunar mig hafa ekki lengur eins greiðann aðgang að fjölmiðlum.

Nú verður þvert á móti, hampað þeim sem hafa allan tímann sagt að rök Íslands í málinu séu góð.

Að möguleikar okkar séu til staðar.

Svo er það að krossa fingur.

 

Kv.


Hrun fylgis aðildarsinnaðra flokka heldur áfram!

Það er áhugavert að bera saman kannanir, þ.e. könnun Fréttablaðsins á fylgi flokka kynnt í dag 14/4 og könnun Gallup á fylgi flokka kynnt þann 3/4 sl.

Athygli vekur mjög mikið fylgi Sjálfstæðisflokks, en benda ber samt á að sá flokkur hefur oft áður mælst mjög sterkur í skoðanakönnunum í gegnum árin, en virðist fá minna kosningafylgi.

Það getur verið vegna þess að hann hafi hærra hlutfall af fastafylgi en aðrir flokkar, og sama skapi eigi minna af óákveðnum eða lítt áhugasömum um stjórnmál kjósendum, en aðrir flokkar.

Annað, er að 54% taka afstöðu í þessari könnun. Sem er hátt hlutfall þeirra sem ekki taka afstöðu, hærra en oftast á árum áður. Það getur stafað af því að óánægja sé útbreiddari eða áhugi á stjórnmálum hafi minnkað.

En benda ber á að algengt á árum áður er að rúm 30% taki ekki afstöðu, þegar ár er til kosninga.

Ef þarna er um að ræða, að til staðar er óánægja, en restin þ.e. cirka 30% séu áhugalitlir kjósendur þeir sem almennt lítinn eða engan stjórnmálaáhuga hafa; þá er það ekki alveg svo að þarna úti sé endilega pláss fyrir nýtt framboð með mikið fylgi.

En hingað til hafa allir flokkarnir nema einna síst Sjálfstæðisfl. geta sókt sér fylgi meðal áhugalítilla kjósenda, þegar kosningavélarnar fara að mala.

Þ.e. ekki víst að heildarfj. eiginlega óánægra kjósenda sé það margir sem bjartsýnisfólk sem er að stofna nýja flokka heldur.

 

Niðurstöður sjá frétt:  Sjálfstæðisflokkurinn með 43%

Könnunr Fréttablaðsins vs. könnun Gallup

  1. Sjálfstæðisflokkur.....43%........29 þingmenn........38%.....28 þingmenn
  2. Framsóknarflokkur....14,6%.....10 þingmenn........13%.......9 þingmenn.
  3. Samfylking...............14,6%.....10 þingmenn.......17%.....12 þingmenn
  4. Vinstri Græn..............9%..........6 þingmenn........11%.......8 þingmenn,
  5. Samstaða..................6%..........4 þingmenn..........9%......5 þingmenn.
  6. Björt Framtíð..............6%..........4 þingmenn.......<5%......0 þingmenn
  7. Dögun.......................2,1%........0 þingmenn.......<5%......0 þingmenn
  8. Hægri Grænir.............2,1%........0 þingmenn
  9. Lýðfrelsisflokkurinn.....0,9%........0 þingmenn

 

Áhugaverðar niðurstöður:

  1. Ríkisstjórnin skv. þessari könnun fær bara 16 þingmenn, og samanlagt tæp 24%.
  2. Til samanburðar fékk Samfylking ein, 29,8% atkvæða í síðustu alþingiskosningum.
  3. Sjálfstæðisflokkurinn fær skv. þessu bæði meira fylgi og fleiri þingmenn en stjórnarflokkarnir samanlagt.
  4. Sjálfstæðisflokkurinn, einnig skv. þessari könnun með pálmann í höndunum, og getur myndað 4 mismunandi meirihluta, sem setur þann flokk í mjög sterka samningsaðstöðu, en skv. þessari könnun þarf 5 flokka stjórn ef halda á honum utan stjórnar.
  5. Samstaða flokkur Lilju Mósesdóttur, fékk 21% fylgi í síðustu könnun Fréttablaðsins. 
  6. Framsóknarfl. mælist jafn stór og Samfylking, sem eru ekki slæmar fréttir fyrir Framsóknarfl. því sá flokkur hefur hingað til ávallt bætt við sig fylgi í kosningabaráttu, um nokkur prósent a.m.k, svo 18-19% jafnvel 20% ætti að vera innan seilingar.
  • Sérstaka athygli vekur að ný framboð eru ekki að fá mjög mikið fylgi.
  • Einnig, að tilraunin til að auka fylgi aðildarsinna með fjölgun aðildarsinnaðra flokka - virðist mistakast og það herfilega.

Yfirlístir aðildarsinnar fá 21,5%.

Stefna Dögunar er ekki enn komin fram. Bæti þeim ekki við að sinni.

Yfirlístir sjálfstæðissinnar:  Sjálfstæðisfl. + Framsóknarfl. eru samanlagt 57,6%. 

Ef fylgi VG, Samstöðu, Hægri Grænna er bætt við er fylgi sjálfstæðissinna:74,7%.

 

Niðurstaða

Stóra niðurstaðan þegar sjónum er beint að stóra baráttumálinu, þ.e. sjálfstæði vs. aðild, er að hlutfall fylkinganna skv. könnun virðist vera 1/4 vs. 3/4. Aðildarsinnum í óhag.

Eiginlega virðist þarna vera fylgishrun aðildarsinna. Gambítturinn að fj. flokkum aðildarsinna, til að sækja aðildarsinnað fylgi sem talið var til staðar í öðum flokkum, virðist misheppnast.

Þvert á móti, virðist þetta meinta fylgi einfaldlega ekki vera til, að þess í stað mígi aðildarsinnaðir flokkar í skóna á hverjum öðrum, klofningur aðildarsinna í flr. flokka skapi einfaldlega veikari flokka.

Á sama tíma, virðist fylgisleg ógnun af nýjum framboðum ekki nærri eins mikil við eldri flokkana, og margir töldu.

 

Kv.


Vikan endar í Evrópu með verulegu verðfalli á Spáni!

Það er ljóst að fókus evrukrýsunnar er Spánn, land sem þarf um 300ma.€ markaðsfjármögnun næstu 3 árin, þannig fræðilega getur ESM eða framtiðarbjörgunarsjóður evrusvæðis bjargað Spáni - ef aðildarríki evrusvæðis, standa við að tryggja ESM 500ma.€ fjármögnun þegar frá fyrsta starfsdegi frá miðju þessu ári.

Um það sníst eiginlega spennan - hvenær neyðist Spánn til að óska eftir neyðarláni, vart spurning lengur um hvort?

Sjá: Spanish Stocks Plunge Again

Markaðir hafa dálítið jójóað í þessari viku, fyrst fremur stórt verðfall sl. þriðjudag - svo smávegis hækkun til baka á miðvikudag - svo aftur smá hækkun sl. fimmtudag, síðan aftur töluvert fall í dag.

Það fall virðist nokkurn veginn færa hlutina aftur til baka cirka á stöðu þriðjudagsins.

 

Bæði lántökukostnaður Spánar og Ítalíu hækkar, en Spánar töluvert meir og á hápunktinum fór vaxtakrafa fyrir 10. ára bréf í 6% en lækkaði svo:

"After hitting highs of 6pc today, Spanish 10-year borrowing costs have eased (slightly) to 5.942pc at the close."

Áhugavert er að spænska markaðsvísitalan er nú á lægsta punkti, síðan Lehmans bankakrýsan var í gangi.

"Spanish stocks plunged to a three-year low on Friday"..."Spain&#39;s benchmark the IBEX 35, tumbled 3.6% to 7250.60, a level not seen since March 2009, after data on ECB borrowings underscored the sector&#39;s dependence on central-bank liquidity. The losses brought the week&#39;s slide to 5.4%, part of a 15% skid so far this year. Banking shares dropped and bond yields jumped."

Það vekur ugg, að spænskir bankar séu að sækja sér 2-fald meiri neyðarfjármögnun frá Seðlabanka Evrópu í mars, en mánuðinn á undan.

Þetta er hluti af samheningu - versnandi kreppa.

Mynnir auk þess á ástandið á Írlandi - áður en írska stjv. varð að taka bankana yfir.

"The Bank of Spain said the country&#39;s banks nearly doubled their borrowing in March from the European Central Bank to €316.3 billion ($416.7 billion) against February, reawakening worries about their difficulties in borrowing through the wholesale market."

""The fear is that Spanish banks are on the verge of insolvency because of their exposure to the domestic real-estate market. If the real-estate market drops another 15%, all Spanish banks except [Banco] Santander will basically be wiped out. So the ECB will have to help these banks recapitalize," said Christian Tegllund Blaabjerg, chief economist at FIH Erhvervsbank."

Stóri óttinn er samanburður milli Spánar og Írlands, sem húsnæðisbólan á Spáni var síst mynni, margir óttast að útkoman verði sama á Spáni, að bankastofnanir reynist holar að innan, og standi frammi fyrir hruni.

Þess vegna óttast menn stöðu spænska ríkisins, þó svo skuldir þess akkúrat í dag per þjóðarframleiðslu séu í reynd minni en franska og þýska ríkisins.

Auk þess bætist við, hve slæmt ástand spænska hagkerfisins er, þegar með 23,6% atvinnuleysi skv. tölum OECD - og statt í vaxandi efnahagssamdrætti.

Ég held að það sé augljóst að óttinn tengdur Spáni muni halda áfram að magnast - - nema auðvitað að Seðlbanki Evrópu fái að halda áfram að prenta evrur, dæla þeim inn í evrópska banka svo þeir geti haldið áfram, að kaupa skuldabréf evrópsku ríkjanna í það óendanlega ef með þarf.

Þannig, er þá í reynd hallinn settur út í verðlag innan evrusvæðis.

Valkosturinn virðist vera verðbólga eða hrun.

Það er vegna þess, að þó svo að fræðilega sé unnt að bjarga Spáni með ESM, þá hangir að því er virðist Ítalía skammt undan, og hún er of stór - klárlega. 

 

Niðurstaða

Ég sé enga leið aðra en að Mario Draghi haldi áfram að prenta evrur, dæla þeim inn í bankana, svo bankarnir geti haldið áfram að falsa virði ríkisbréfa evrópsku ríkjanna, þannig tryggt þeim aðgang að lánsfé á kjörum sem þau ráða við.

Það auðvitað mun smám saman setja kostnaðinn af fjármögnun landanna út í verðlagið - en hinn valkosturinn hrun er ekkert augljóslega betri.

En hruni var forðað nær pottþétt í janúar, með prentunaraðgerð Mario Draghi þ.e. LTRO 1 í desember og LTRO 2 í febrúar, sem tók svo við en nú virðast áhrif þeirrar seinni prentunaraðgerða vera að fjara út.

Það verður þá að framkvæma LTRO 3, 4, 5 o.s.frv. - eins lengi og þarf.

Ef ekki - - ef frekari prentun er hindruð, þá hleðst spennan áfram upp, og aftur stendur evrusvæði frammi fyrir spurningunni, mun allt hrynja á næstu dögum eða á að prenta?

Í desember, blikkaði Seðlabanki Evrópu og prentaði - en sú prentun leysti í reynd engan vanda, og sá vandi sem Evrópa stóð frammi fyrir í desember er sá hinn sami enn, enn jafn óleystur. 

Þannig séð er það rétt að prentun er ekki lausn - frekar, gálgafrestur.

En gálgafrestur getur verið betri - ef valkosturinn er sá skortur á getu til ákvarðana, sem Evrópa hefur annars staðið frammi fyrir. En lömun leiðir þá til versnandi ástands, og svo kemur hrunið.

Þá er skárra að prenta.

 

Kv.


Aflandskrónur 60% af þjóðarframleiðslu - segir Árni Páll!

Það er mikið áfall ef þ.e. rétt að aflandskrónur séu þetta hátt hlutfall. En þetta er einmitt þ.s. ég óttaðist að myndi gerast, þegar ríkisstjórnin ákvað að herða höftin fyrir mánuði. En það var ljóst að sú leið myndi hækka skaflinn fyrir framan okkur íslendinga. Að auki, var einnig ljóst að sú aðgerð bjargar ekki lífskjörum okkar nema séð í skammtímaskilngi.

--------------------------------------------------

Þetta sagði ég í apríl: Nýleg herðing hafta býr til ný vandamál!

Lög um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum.

"2. gr.: Við 13. gr. j laganna bætist ný málsgrein sem verður 5. mgr. og orðast svo:
Þrátt fyrir 1. mgr. skulu afborganir og verðbætur af höfuðstól skuldabréfa ekki undanþegnar bannákvæði 2. og 3. mgr. 13. gr. c."

Yngvi Arnar Kristinsson útskýrir vandamálið: "Í kjölfar þessara breytinga mun núverandi forði aflandskróna stækka töluvert. Innlendar eignir þrotabúa eða kröfuhafa þeirra hækka skarpt á næstu misserum og gæti fjáhæð þessara "nýju" aflandskróna numið 500-700ma.kr."

"Að mati Yngva eru margar leiðir færar til þess að setja aflandskrónurnar í endurgreiðsluferli, til að mynda með því að gefa út skuldabréf eða halda uppboð á hverju ári. Með slíku ferli þyrfti afnám hafta ekki endilega að taka mjög langan tíma - jafnvel aðeins þrjá mánuði."

Þetta kemur fram í Morgunablaðinu föstudag 23/3 - sjá bls. 18.

Þetta er alveg rétt hjá honum - að með þessari breytingu verði aflétting hafta erfiðari!

  • En vegna þess að nú fá ekki erlendir aðilar sem innlendir aðilar skulda, sjálfkrafa það fé sem þeim er greitt sent út úr landinu - jafnharðan.
  • Þá safnast upp það fé sem þeir eiga inni, héðan í frá í hvert sinn þegar er gjalddagi á þeirri skuld sem þeir eiga.
  • Svo eins og hagfræðingurinn góði segir, stækkar þá stöðugt það magn af peningum sem vilja mun út úr landinu, ef og þegar höft eru losuð.
  • Sem í reynd, stækkar þá sveiflu jafnt og þétt sem mun verða á gengi krónunnar - ef og þegar höftin verða losuð.
  • Mér finnst það vert íhugunar hjá hagfræðingnum sú hugmynd hans, að skuldbreyta þessu - þ.e. búa til skuldabréf. Búa til nýja skuld úr þessu fé. Þannig að  það flæði þá ekki allt í einum hvelli út á sama tíma.
  • Það er auðvitað óindis úrræði - en getur verið skárra en að láta það allt flæða úr í einu.

Það er nánast eins og að ríkisstjórnin vilji gera það að sannleik, þau orð sem hún hefur ítrekað haft uppi, um það að höftin verði aldrei losuð af krónunni.

En þetta gagnast eingöngu í takmarkaðann tíma, því ríkisstjórnin er í reynd ekki að verja lífskjör hér innanlands með þessari aðgerð - nema í mjög skammtíma skilningi.

Því þetta fé þarf að greiða fyrir rest, svo þá er ríkisstjórnin í reynd einungis að létta á málum til skamms tíma, meðan hún býrt til sífellt erfiðari vanda fyrir næstu ríkisstjórn.

En það mun enginn annar taka að sér að greiða þessa peninga fyrir okkur - ekki Seðlabanki Evrópu. Það eru draumórar að ECB muni taka þann kaleik af okkur.

Ekki mun heldur Seðlabanki Kanada gera slíkt fyrir okkur, ef við íhugum upptöku Kanada dollars. En í öllum tilvikum, verður ætlast til þess að skiptigengi krónu verði á raunvirði - sem auðvitað lækkar stöðugt því hærri veggur sem er hlaðinn upp fyrir framan.

  • Ríkisstjórnin er stöðugt að búa til stærri vegg sem þiðir stærra tímabundið lífskjarahrun, þegar loks verður tekið á þessu.
  • Eins og ég sagði, burtséð frá því hvort stendur til að taka upp annan gjaldmiðil eða halda áfram með krónuna - þarf að taka þennan vegg niður.
  • Og enginn annar en við munum borga fyrir þá aðgerð!

--------------------------------------------------

Hvernig getum við losað okkur?

Vitna í Árna Pál, sjá grein: Að brjótast út – afnám gjaldeyrishafta.

"Í haust leið lagði sérfræðingahópur á vegum Viðskiptaráðs fram ýmsa valkosti um afnám hafta. Þar var sett fram sú hugmynd að erlendum eigendum krónueigna yrði boðið að losna út, annaðhvort með því að lána ríkinu fyrir því til 30 ára eða með því að sæta því að einungis væri hægt að leysa fjárhæðir út í smáum skömmtum á löngu tímabili, svo sem 20 árum." - "Grikkir hafa nýlokið samningaviðræðum af áþekkum toga við skuldabréfaeigendur um afslátt á grískum ríkisskuldum, með ágætum árangri. Þótt þar hafi vissulega verið um ríkisskuldir að ræða, en hér sé um fjármögnunarvanda að ræða, er grundvallarviðfangsefnið ekki ósvipað. Hvaða umgjörð væri hægt að skapa í slíkum samningum um greiðslufresti og afslætti, fyrir ólíka hópa aflandskrónueigenda?"

Ég held að samlíkingin við vanda Grikklands sé alveg réttmæt!

  • Þetta sé í reynd fé sem við skuldum eigendum aflandskróna!
  • Því alveg réttmætt að skoða þetta sem skuldavanda.
  • Eins og Arnar Kristinsson hagfræðingur bendir einnig á, þá er ein af hinum mögulegu leiðum, að bjóða aflandskrónu-eigendum langtímaskuldabréf á ríkið.
  • Ríkið á móti skattleggur þjóðina fyrir þeim kostnaði - en sá kostnaður dreifist á langan tíma.
  • Með slíkum samningum að umbreyta þessu fé að verulegu leiti í langtímalán, má vera - ath. ekki unnt að segja það sterkar, má vera - að unnt sé að minnka þá niðursveiflu lífskjara sem annars myndi verða.

Það er ekki víst að ein leið dugi fyrir allar aflandskrónur - en mikilvægt væri að ná inn sem flestum í slíkt samkomulag.

Þeir eigendur sem ekki næst samkomulag við - þeir myndu þá taka þá áhættu sem því fylgir hvað þeir í reynd fá, þegar höftin eru síðan losuð.

En mér sýnist að 60% hlutfall aflandskróna sé of mikið - þannig að það þurfi að búa til einhvers konar skuldasamkomulag, til að lækka hlutfallið.

En þ.s. stendur af, ef tekst að fækka aflandskrónum sem vilja skipta yfir í gjaldeyri þegar í stað með slíkum aðgerðum að verulegu leiti, getur orðið viðráðanleg sveifla þannig að þá sé einfaldlega unnt að sleppa höftunum.

 

Til að bæta trúverðugleika þarf að koma af stað fjárfestingum

Ríkisstjórnin hefur dýpkað vandann verulega í stað þess að grynnka hann.

Og eitt er ljóst, að trúverðugleiki endurgreiðslugetu okkar er stórt atriði í svona samningum.

Og því miður eru ekki margar leiðir færar til að efla þann trúverðugleika.

Megin leiðin hlýtur að vera - að auka okkar framtíðar gjaldeyristekjur.

Því miður er ástandið orðið það svart - að óábyrgt er að fyrirfram hafna álvera uppbyggingu.

Ég veit að náttúrutjón er umtalsvert - alveg sama hvaða virkjunarkosti við veljum.

En, ef risaverkefni kemst af stað - þá risavirkjanir + risaálver.

Þær framkvæmdir eru undirritaðar með skuldbindandi hætti.

Þá um leið batnar okkar samningsaðstaða.

Þetta er því miður orðið enn mikilvægara atriði en áður.

Þ.e. vegna þess einmitt hve alvarlegt ástandið er orðið - að við verðum sennilega að sætta okkur við nokkra fórn á náttúrugæðum landsins, hinn valkosturinn er ástand sem getur reynst vera langvarandi kreppuástand á Íslandi, með áframhaldandi brottflutningi og skertum lífskjörum, sem og skertum framtíðartækifærum næstu kynslóðar íslendinga.

Þetta er einmitt mál sem sníst um framtíðina!

 

Niðurstaða

Það er að koma enn betur á daginn, hversu herfilega slæm ákvörðun það var af hendi ríkisstjórnarinnar, að herða höftin í sl. mánuði. Það blasti við að þetta myndi hækka aflandskrónu vandann verulega. Árni Páll segir þetta færa aflandskrónur úr 30% af þjóðarframleiðslu í 60%. Með öðrum orðum, vandinn 2-faldast. Sem þíðir einnig, að sú gengissveifla sem yrði ef höftin væru losuð hefur verið stækkuð all hressilega.

Þetta er alveg eins og ég sagði fyrir mánuði, einungis redding í miklum skammtímaskilningi.

En fórnarkostnaðurinn liggur í því að gera vandann framundan okkur, sífellt stærri og erfiðari.

Því lífskjarafórnina þegar loks verður tekið á þessu dæmi - sífellt stærri.

Að sjálfsögðu - ef þetta býður fram yfir nk. kosningar, munu núverandi stjórnarfl. fórna höndum og ásaka næstu stj. fl. fyrir þá lífskjara skerðingu sem mun orsakast a.m.k. til skamms tíma, meðan verið er að vinda ofan af þessari sí stækkandi vitleysu.

Ríkisstjórnin er búin að bregðast gersamlega í því að losa um höftin.

Þvert á móti, hækkar hún sífellt girðinguna og stækkar vandann.

 

 

Kv.


Spænskar hagtölur staðfesta samdrátt á þessu ári!

Sjá hlekk á tölur frá hagstofu Spánar: Industrial Production Index (IPI). Bendi fólki á að fletta í gegnum það plagg, sem greinilega er á þessum slóða í enskri vefþýðingu svo enskan sums staðar er smá skrítin. En þetta skilst þó allt saman ágætlega, og gröfin sem og tölurnar mjög lýsandi.

Hérna er áhugaverð grein eftir Hans Werner Sinn: THE EUROPEAN BALANCE
OF PAYMENTS CRISIS
.

Grein hans af mörgu leiti útskýrir af hverju þjóðverjar leggja svo mikla áherslu á að þjóðirnar í S-Evrópu skeri niður útgjöld, og eða taki neyðarlán í stað þess að taka lán í gegnum Seðlabanka Evrópu. En Seðlabanki Evrópu hefur notað í slík lán einna helst fé frá "Bundesbank" sem hefur haft fé aflögu, vegna þess að þýskir bankar hafa kosið að leggja fé þangað inn eftir að kreppan í Evrópu hófst, í stað þess að lána það til S-Evrópu. Þjóðverjar óttuðust þessa þróun, því hún leiddi til þess að "Bundesbank" var stöðugt að lenda í því að þurfa að taka við þeim bréfum sem löndin í S-Evr. voru að leggja fram sem mótveð, er þau voru að taka sér fé að láni í gegnum sitt útibú Seðlabanka Evrópu, sem tók það fé svo að láni frá "Bundesbank" og hann tók þá í staðinn þau bréf sem löndin í S-Evrópu lögðu fram. En efasemdir um raunverulegt virði þeirra bréfa hafa vaxið, og því ótti um að verulegt fjármagn tapist af eigin skattfé Þjóðverja - ef þessar lántökur verði ekki stöðvaðar. Óhætt að segja að komið hafi í ljós hönnunargalli í Seðlabankakerfi ESB í svokölluðu "Target 2" kerfi."

Önnur góð grein: Sudden stops in the euro area.

Lestur þessarar greinar bendir til þess að "Target 2" kerfið hafi í reynd bjargað evrusvæðinu frá mjög skyndilegu hruni, er krýsan hófst 2010.

Áhugaverð ræða formanns Bundesbank, önnur sýn: Rebalancing Europe

Sjá einnig skýrslu frá OECD sem kom út í dag: OECD Harmonised Unemployment Rates.

 

Það er ljóst að mjög erfitt verður fyrir spönsk stjv. að viðhalda hörðum niðurskurðar aðgerðum ofan í kreppu, þegar atvinnuleysi er nú komið í 23,6%.

Ljóst er að það mun aukast við aðgerðirnar, sennilega um einhvern fj. prósenta.

Spánn getur verið það land þ.s. mest hætta er á einhvers konar almennri uppreisn.

 

Martin Wolf er einnig með góða grein í dag, fyrir þá sem eru með aðgang að vefsvæði Financial Times: Why the Bundesbank is wrong

  1. Portúgal þarf að lækka kostnað með innri aðlögun um 35%, eða þarf sambærilega gengisfellingu.
  2. Grikkland, 30%.
  3. Spánn 20%.
  4. Ítalía 10-15%.
  5. Írland sé orðið samkeppnishæft.

Þarna vitnar Martin Wolf sjálfur í greiningu Goldman Sachs.

 

Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar að halda ræðu í spænska þinginu!

En þarna er hann að halda ræðu þ.s. hann fullvissar þingheim, um að Spánn muni ekki þurfa að leita sér aðstoðar á þessu ári!

Það eina sem kemur mér á óvart er að Portúgal þurfi í dag stærri aðlögun en Grikkland. En ímsir aðrir hafa einnig reiknað sama dæmi, og talið aðlögunarþörf Grikkland meiri en þarna kemur fram. Þörf Spánar sá ég nýlega reiknaða sem 20% miðað við alþjóðlega samkeppnishæfni en 30% miðað við hið ofursamkeppnishæfa Þýskaland. Sömu tölur fyrir Ítalíu voru 10% og 20%. En fyrir Portúgal 30% og 40%. Þar var Grikklandi sleppt.

Það er hið minnsta ljóst að löndin í S-Evrópu standa frammi fyrir mjög stífri aðlögunarkröfu - að þurfa að lækka kostnað með beinum launalækkunum.

Samtímis þurfa þau að skera niður útgjöld.

Launalækkunin mun minnka mjög neyslu - að auki skapa aukna erfiðleika hjá þeim hluta almennings sem skuldar, sbr. misgengi launa og lána.

Meðan, að störfum mun fækka hjá verslunum og öðrum þjónustufyrirtækjum innanlands.

Að auki, að niðurskurður ríkisins mun einnig fækka störfum, bæði vegna niðurskurðar keyptra verka af hálfu ríkisins af einkaaðilum, og vegna fækkunar starfa hjá ríkinu sjálfu.

Auk þess að beinar launalækkanir ríkisstarfsmanna auk þess lækkun lífeyrisgreiðsla mun draga úr neyslu bæði núverandi og fyrrum ríkisstarfsmanna.

Af þessu hlýst augljóslega aukinn hagkerfissamdráttur - sem leiðir til þess að hlutfall skulda spænska ríkisins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu vex, rétt innan við 70% í dag.

Ef landsframleiðslan dregst saman um 10% næstu 2 ár, þá stækkar hlutfallið a.m.k. í um 80%.

Spurning hvort atvinnulausir fari í 30% fyrir rest?

 

Evrópskir markaðir réttu nokkuð við eftir tapið í gær:

  • "The FTSE 100 closed up 0.7pc at 5,634.74 points,
  • while the CAC added 0.6pc in Paris
  • and the German DAX rose 1pc.
  • In Italy, the FTSE MIB climbed 1.6pc
  • and the IBEX in Spain added 1.9pc."

En hækkuð vaxtakrafa á bréf sem ítölsk stjv. seldu í dag - sagði aðra sögu!

"The Treasury sold €8bn of one year bills at average interest rates of 2.84pc - more than double the 1.405pc seen at the last auction on March 13."

  • Þetta er líklega rétt markaðsverð meðan að í sl. mánuði hafi ítalskir bankar verið að kaupa fyrir "LTRO" peninga, þ.e. lánfé frá Seðlab. Evr. á 1% vöxtum. 
  • Þá græðir bankinn þó svo hann kaupi bréf til 1 árs á 1,4% vöxtum.
  • Sennilega skekktu LTRO peningarnir markaðinn.

En það að LTRO peningarnir séu búnir, getur verið næg ástæða þess að vaxtakrafa fyrir Spán og Ítalíu hafi nú hækkað aftur þessum mánuði miðað við mánuðuna tvo á undan.

Krafan lækkaði samt aftur í dag - aðeins, miðað við hápunktinn í gær:

"Italy&#39;s longer-term borrowing costs have fallen fairly sharply today. Yields on 10-year bonds are down nearly 0.25pc, at 5.463pc. Spanish benchmark yields are down 16 basis points, at 5.777pc."

Hvað sem ástand mála verður á morgun!

 

Niðurstaða

Evrukrýsan eins og ég sagði í gær, er aftur komin til baka. Spánn virðist standa frammi fyrir nær óleysanlegu verkefni. Það er að framkvæma innri aðlögun og niðurskurð samtímis. Slíkt framkallar tvöfalt samdráttar álag, ofan í ástand er þegar ríkir 23,6% atvinnuleysi á Spáni, og ofan í það að skv. spænskum hagtölum er efnhagssamdráttur staðfestur fyrstu 2 mánuði ársins.

Þetta er sannarlega áhugaverð félagsfræðileg tilraun - að auka atvinnuleysi og íta hressilega niður lífskjörum, í ástandi sem þegar er þetta slæmt.

Kannski er það Spánn eftir allt saman þar sem mestar líkur eru á einhvers konar uppreisn.

 

Kv.


Evrukrýsan kominn á fullt á ný!

Margir Evrópusinnar voru farnir að lýsa yfir dauða evrukrýsunnar, en í dag þriðjudag 10/4 mynnti hún á sig og það rækilega, en í dag varð mikið verðfall á hlutabréfamörkuðum og samtímis hækkaði vaxtakrafa á ítölsk og spænsk 10. ára ríkisbréf og það mikið.

Hérna sjást sveiflur á vaxtakröfu fyrir spænsk 10. ára ríkisbréf, (eins og jarðskjálftalínurit) og vel má sjá hvernig krafan hefur jó-jóað. Fyrst fer hún nokkuð hressilega upp sl. sumar, en svo hefjast kaup Seðlabanka Evrópu á ríkisbréfum Spánar og Ítalíu samtímis og krafan lækkar aftur. Síðan sækir aftur í sama farið og pressan nær hámarki cirka í fyrstu vikunni í jan. 2012. Svo fellur hún verulega vegna áhrifa að talið er, útgáfu Seðlabanka Evrópu á neyðarlánum til evr. banka gagnvart 1% vöxtum til þriggja ára. Talið er að lækkun kröfu hafi verið vegna kaupa spænskra banka á ríkisbréfum eigin lands fyrir a.m.k. hluta þess fjár er þeir fengu frá Mario Draghi seðlabankastj. Evrópu. En eins og sést nú, virðast áhrif hins svokallaða "LTRO" vera að fölna, og krafan að sækja hraðbyri í fyrra far - hið minnsta er hækkun undanfarinna 2-ja vikna hröð.

http://s.wsj.net/public/resources/images/OB-SN715_Spanis_G_20120410102256.jpg

Sjá hreyfingar dagins í dag: Evrópskir markaðir!

  • "The FTSE 100 closed down 2.2pc at 5,595.55 points,
  • while the CAC fell 3.1pc in Paris and
  • the German DAX lost 2.5pc.
  • The Italian index, the FTSE MIB, slid 5pc."
Bandarískir markaðir:
  • "The Dow Jones dropped 1.7pc to 12,715.93 points,
  • while the S&P 500 lost 1.7pc to 1,358.59."

Markaðir í Asíu:

  • The Hang Seng index in Hong Kong fell 1.25pc to 20,102.70 in late trading,
  • while Japan&#39;s benchmark index, the Nikkei 225, closed down 0.83pc, at 9,458.74.  

Ps - Evrópskir markaðir eru aðeins upp nú á miðvikudag 11/4, skv. í morgun - skoðum hvað gerist síðar í dag:

  • The FTSE 100 in London is currently trading flat, at 5,600.27,
  • while the FTSE Mib index in Milan, which shed 5pc yesterday, is up by 0.45pc.
  • Elsewhere, the DAX 30 in Frankfurt rose 0.74pc, to 6,655.19,
  • while the CAC 40 in Paris ticked up 0.14pc, at 3,222.15.

 

Sérstaklega vekur athygli hve mikið markaðir á Ítalíu falla.

"Spanish and Italian bonds got badly beaten up today. The yield on Spain’s 10-year hit 5.95%, and Italy’s 10-year is following not far behind, lately around 5.67%. In addition credit default swaps on Spanish debt took off, hitting a record-wide 490 basis points. The previous record was 487 basis points in November."

Það er enn nokkuð í það hámark sem vaxtakrafan fór í síðla í des. 2012, þ.e. nálgaðist 7%.

En ljóst er nú að það er að fara eins og mann grunaði, að þegar Grikklandskrýsan myndi róast aðeins, þá myndu sjónir markaðins færast yfir á næsta land.

En það átti að vera öllum ljóst að aðgerðir Seðlabanka Evrópu voru einungis gálgafrestur.

Sem ríki Evrópusambandsins og einkum evrusvæðis, áttu að líta á sem slíkann og nýta með hraði.

En því miður, virðist það gerast í hvert sinn að þegar krýsan róast í smá tíma, þá fara evr. pólitíkusar í þann ham, að vandamálin séu frá og ekkert þurfi að gera - það virðist alltaf stutt í afneitunina.

Þetta hefur sést á ummælum um það, að krýsan væri leyst - ekki síst t.d. í Þýskal. þ.s. menn héldur því fram hinir og þessir, að formúla Angelu Merkel svokallaður "Stability Pact" hefði róað ástandið.

En þetta var bara tímabundið logn vegna 1.000ma.€ innspýtingar Seðlabanka Evrópu inn í evr. fjármálakerfið - og nú virðast áhrif hennar vera mjög bersýnilega að fjara út.

Ótrúlegt að svo stór innspýting skuli ekki virka lengur en cirka 2 mánuði.

En það sýnir hve djúpstæður vandinn er - að eitt stykki 1.000ma.€ skuli vera eins og dropi í hafið.

Þannnig að Evrópa að því er best verður séð, er þá stödd á nærri því sama stað og fyrr í vetur - - nema auðvitað að ákveðið verði, að prenta 500ma.€ til viðbótar og halda því svo áfram.

------------------------

Sannarlega er ástæða að hafa áhyggjur af Spáni þ.e. 23% atvinnuleysi og efnahagssamdráttur samtímis.

Auk þessa að aðilar óttast um bankakerfið í landinu, en á Spáni sprakk húsnæðisbóla í engu minni að umfangi en sú írska var er lagði írska bankakerfið í rúst.

Grunurinn er sterkur um að, vandamálum hafi verið sópað undir teppið - að yfirvöld séu að vonast eftir því að það leysist af sjálfu sér, sbr. yfirlísingar þeirra að bankarnir eigi að afla sér fjármagns sjálfir.

En mér skilst að húsnæðisverðlag hafi ekki fallið meir á Spáni kringum 20% síðan eftir hrun, sbr. að á Írlandi er verðfall orðið vel yfir 50%.

Ótinn er því að vandinn hafi einfaldlega verið frystur um hríð, en að fyrir rest lendi hann á spánska ríkinu, eins og vandi írsku bankanna lenti á því írska.

Sjá tölur frá Bloomberg:

  1. Spain GDP €1.051Tn
  2. Greece GDP €0.237Bn
  3. Ireland GDP €0.164Tn
  4. Portugal GDP €0.168Tn

Þær sýna umfang spænska hagkerfisins mælt í þúsundum milljarða evra.

Eins og sést, er Spánn miklu stærra hagkerfi en hagkerfi Grikklands, eða Írlands, eða Portúgals.

Það er hinn hluti óttans hjá fjárfestum, að vandi Spánar eða Ítalíu, eða beggja - sé svo stór biti fyrir restina af evrusvæði.

Að ekki sé unnt að bjarga þeim löndum.

Hið minnsta tel ég það ekki unnt nema með einni aðferð - takmarkalausri prentun!

 

 

Niðurstaða

Evrukrýsan að komast á fullt span á ný, eftir tímabundna lægð. Spurning hvað verður gert? Ætli að Mario Draghi lýsi fljótlega yfir 3 þriggja ára neyðarlánapakkanum til evr. fjármálastofnana, gegnt 1% vöxtum?

En ég sé eiginlega ekki nokkurn annan leik í stöðunni.

------------------------------------

Vandi Evrópu sérstaklega evrusvæðis er sá að lífskjör þar eru á hærri staðli en í reynd Evrópa hefur efni á.

Þetta var kannski ekki alltaf þannig.

En skuldavanda tel ég vera vegna þess, að þegar Evrópa og Bandar. fóru að gefa eftir fyrir alvöru í samkeppni við Asíu á 10. áratugnum - þá var farin sú leið að falsa lífskjör með skuldasöfnun.

Grikkland og Ísland séu einungis meir áberandi dæmi, um sjúkdóm sem geisar víðsvegar um hinn vestræna heim.

Einn hagfræðingur hvetur til allsherjar skulda-afskrifta heiminn vítt. Falleg hugmynd.

En ég tel verðbólgu einu leiðina - að eyða umframfjármagninu með þeim hætti, að auki leiðrétta lifskjör niður í ástand sem er sjálfbært, miðað við þær núverandi bjargir sem vesturlönd ráða yfir.

Evrusvæði er mjög líklega á leið í þá átt - líklega neyðast Bandaríkin og Bretland, einnig að feta þá vegferð - þegar kreppan í Evrópu togar í þau tvö lönd niður.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband