Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
29.2.2012 | 17:52
Bankabjörgun Mario Draghi kominn í 1.019ma.€
Það er enginn vafi á því að innstpýting Mario Draghi hin nýja Seðlabankastjóra Evrópu, á 489ma. til 523 banka í desember, forðaði stórfelldum vandræðum á evrusvæði sem annars hefðu líklega orðið í janúar.
Eða svo vitnað sé í hann sjálfann: "So we know for sure that we have avoided a major, major credit crunch"
Á hinn bóginn hefur sú lánveiting ekki stöðvað þann umtalsverða efnahagssamdrátt sem er nú kominn af stað sérstaklega í S-Evrópu, sem dregur niður restina af svæðinu í nettó samdrátt.
Né hefur hún stöðvað samdrátt í lánveitingum banka til almennings - fyrirtækja, né opnað aftur botnfrosinn millibankamarkað.
En lánveitingin hefur hið minnsta hindrað bankahrun á evrusvæði, sem var allt útlit fyrir - fyrir tilstuðlan lausafjárskorts.
Á hinn bóginn aftur, þá eru bankarnir í S-Evrópu áfram í alvarlegum vandræðum, því þeir fá ekki lán lengur frá bönkum í N-Evrópu, eða lengra að. Enn virðist útlán í S-Evrópu vera í samdrætti, sem magnar þann samdrátt sem þegar er kominn af stað, auk þess að við bætist að ríkisstjórnir allra landanna, ætla í harðar niðurskurðar og sparnaðar aðgerðir.
Þó svo að evran hafi hækkað umtalsvert sl. 6 vikum eða svo, þá er staðan á evrusvæði enn mjög alvarleg.
800 Evrópskir bankar taka 530ma. að láni hjá Mario Draghi!
530 + 489 = 1019ma.
Áhugavert er að muna að TARP aðgerð "Federal Reserve" kostaði um 700ma.$ þ.e. bankabjörgun Seðlab. Bandar., og bandar. bankar eru búnir að endurgreiða féð að mestu.
Munum að evran stendur í rúmlega 1.33 móti dollar.
Svo bankabjörgun Mario Draghi er innan Evrópu er virkilega orðin mjög kostnaðarsöm.
Það er einmitt bankabjörgun, sem "LTRO - Long Term Refinanci Operation" er.
En eins og einhverjir hafa örugglega heyrt, eru lánin veitt til 3 ára á einungis 1% vöxtum, og ECB er til í að taka mun lélegri veð en áður - þ.e. slakað var samtímis á reglum um gæði mótveða.
Skv. eftirfarandi fréttum Financial Times:
Banks borrow 530bn from ECB scheme og Europe banks hungry for second helpings
Þá sé nettó aukning peningamagns, 193,4ma. í fyrri aðgerðinni en 310ma. í þeirri seinni.
Með öðrum orðum, nýtt prentað fé: 503,4ma..
Annað fé hafi verið millifært milli reikninga annars staðar frá innan Seðlabankakerfis Evrópu.
Það þíðir samt að prentun er hafin!
Þetta er sennilega ekki næg prentun til að hafa e-h umtalsverð verðlækkandi áhrif á evruna, þvert á móti hafa áhrif aðgerðarinnar verið mjög jákvæð fyrir traust innan fjármálakerfis Evrópu - sem virtist í janúar við það að riða til falls en með þessari miklu peningadælu, þá er sennilega langt komið með að redda evrópskum skammtímafé á þessu ári.
Þannig að líkur á því að evr. bankar falli vegna lausafjárskorts, séu nú orðnar hverfandi.
En í áður en peningadæluaðgerðin hans Draghi hófst, var sú hætta orðin mjög umtalsverð og hratt vaxandi.
Það aukna traust sem hefur skapast, hefur hækkað gengi evrunnar verulega sl. 1 1/2 mánuð.
Rétt að muna, að það aukna traust er miðað við það ógnarástand er ríkti rétt fyrir sl. áramót, er menn héldu að allt væri á leið á hliðina.
Hvað með ókosti aðgerðarinnar?
Þeir eru reyndar nokkrir:
- Ljóst er að evrópskir bankar hafa notað féð að verulegu leiti til að kaupa skuldabréf Ítalíu og Spánar. Eins og fram kemur hjá FT þá jókst eign spænskra banka á ríkisbréfum eigin lands um 24,4ma., aukning á eign um 29% í 230ma. og ítalskra banka um 28,4ma., aukning á eign um 13% í 280ma.. Reiknað er með því að þessum leik verði haldið áfram, þ.e. að spanskir og ítalskir bankar kaupi bréf eigin landa, og græði vaxtamuninn. Á móti eykst einmitt þ.s. hefur verið megin áhætta bankanna - þ.e. þeirra eign í ríkisbréfum eigin lands.
- Samtímis því að bankarnir eiga meir af ríkisbréfum, og eru þannig í enn meiri hættu en áður ef þeirra ríkissjóðir lenda í vanda, síðar meir. Þá eignast ECB sjálfur aukið magn af rusli sem bankarnir í vanda, hafa fengið að nýta sem veð. Það eykur áhættu ECB einnig umtalsvert, sem ærin er fyrir.
- Á sama tíma, hefur ekki verið uppi vísbendingar þess að bankarnir séu að nota þetta fé til að lána hverjum öðrum, þvert á móti virðast bankar í S-Evrópu enn algerlega frosnir út af millibankamarkaðinum.
- Né virðast þeir vera að auka útlán til atvinnulífs eða einstaklinga.
- Á sama tíma, hefur inneign evr. banka í Seðlab.Evr. verið í hámarki, sem bendir til þess að bankarnir hafi kosið að varðveita verulegann hluta peninganna, inni á reikningum sínum í ECB. Þetta gera þeir í stað þess að lána hverjum öðrum.
- Líkur eru til þess að ef banki tekur mjög mikið af lánum með þessum hætti, þá geri það þann banka síður áhugaverðann í augum annarra hugsanlegra lánveitenda.
- Þetta er vegna þess, að ECB tekur sér forréttindastöðu sem kröfuhafa, þ.e. að kröfur ECB gangi framar kröfum einka-aðila.
- Þetta þíðir að því meir sem banki tekur að láni frá ECB, því minna er eftir af hans eignum - sem renna til ECB sem veð, til að standa undir lántökum frá 3. aðilum.
- Með öðrum orðum, staða ítalskra - spanskra - írskra og jafnvel franskra banka, getur orðið slík; að þeir muni í framtíðinni eiga mjög erfitt með að losa sig af spenanum hjá ECB.
- Því þeir hafi mjög lítið upp á að bjóða, til handa 3 aðilum af nothæfum veðum.
Hver var skiptingin á peningunum síðast:
- Ítalskir bankar 25%.
- Spanskir 16%.
- Franskir 14%.
- Írskir 13%.
- Grískir 11%.
Ókostur aðgerðarinnar er ekki síst, að hún hjálpar lítt hagkerfum í vanda!
Seðlabanki Evrópu eða "ECB" er bundinn af því heimskulega banni, sem sett var í upphafi skv. vilja þjóðverja, þ.s. stofnuninni er bannað að veita aðildarríkjum beint - neyðarlán.
Það má vera að breyting verði á nú, en fram að þessu hafa bankar notað þetta fé til að kaupa ríkisbréf sem hjálpar ríkissjóðunum en ekki beint atvinnulífinu, þ.e. engin aukning hefur orðið í útlánum.
Þvert á móti, gætir enn skv. tölum mikillar og alvarlegrar lækkunar peningamagns, sérstaklega í jaðarríkjum.
Skv. Eurozone money numbers: peripheral M1 contraction accelerates
"M1 comprises currency in circulation and overnight deposits. The ECB publishes a country breakdown of deposits but not currency. A 1.0% (not annualised) fall in Eurozone real M1 deposits in the six months to January conceals a solid 2.2% rise in core economies (defined here as Austria, Belgium, France, Germany, Luxembourg and the Netherlands) offset by a 6.1% plunge in the periphery (i.e. Greece, Ireland, Italy, Portugal and Spain) third chart. The latter represents a new low, suggesting that the rate of peripheral GDP contraction will accelerate in mid 2012."
Eins og sést á myndinni að neðan, er enn kröftugur samdráttur peningamagns í svokölluðum jaðarríkjum evrusvæðis.
"The peripheral country decomposition, as expected, shows the largest decline in Greece (-12.9%, not annualised) but Ireland is now as weak as Portugal (-9.2% versus -9.0%), with Italy not far behind (-8.0%); Spains contraction, oddly, is milder (-1.5%) fourth chart. In the former cases, these are depression-scale declines, although normal monetary relationships may be breaking down in the context of rising EMU dissolution risk."
Áhugavert að samdráttur peningamagns er minnstur í Spáni, en hann er kröftugur sá samdráttur alls staðar annars staðar, Ítalía lítur ekki vel út skv. þessu og Írland er merkilega ljótt einnig.
Eurozone bank lending stabilises: Þar kemur fram að hægt hafi á minnkun útlána evrópskra banka til fyrirtækja, þ.e. minnkun sé einungis 1ma. í janúar sbr. minnkun um 35ma. í desember.
Um þetta þykir mér þó líklegt að sama eigi við og um þróun peningamagns, þ.e. heildaraukning í betur stæðum löndum vs. samdráttur í verr stöddum.
Það er sjálfsagt hugsanlegt að bankar standi sig betur nú í mars, eftir seinni peningainnspýtinguna.
En sú fyrri hefur fram að þessu einungis hægt á efnahagssamdrættinum sem ríkir - þ.e. vegna þess að aðgerðin hefur það form, að lána beint til banka sem hugsa fyrst um sig sjálfa.
Þó svo að aðgerð Mario Draghi sé minna skilvirk en QE 1 og 2, Federal Reserve, þá samt er klárt að án hennar væri ástandið á evrusvæðinu miklu mun verra.
Niðurstaða
Peningadæluaðgerð Mario Draghi sennilega kom í veg fyrir þ.s.annaðhvort hefði verið stórt gengisfall evru sl. janúar eða jafnvel mun alvarlegri hlutur, þ.e. keðja bankahruna. Eftir svo mikinn peningaaustur eru evrópskir bankar sennilega ekki lengur í bráðri hrunhættu vegna lausafjárskorts.
Á hinn bóginn, er staðfest af stofnunum ESB að öll S-Evrópa er í efnahagssamdrætti. Auk þess var Holland, Þýskaland, og Belgía í samdrætti á síðasta fjórðungi 2011.
Þ.s. knýr á um hann, er ekki síst sparnaðar og aðlögunar-aðgerðir þær sem stofnanir ESB hafa knúið S-Evrópu og ímiss önnur aðildarríki evru til að hrinda í framkvæmd.
Allt aðgerðir sem til skamms tíma a.m.k. munu draga úr eftirspurn enn frekar, auka samdrátt. Þetta er slæmt fyrir evr. banka vegna þess, að það þíðir að útlán þeirra munu dragast saman vegna minni eftirspurnar - en auk þess hafa þeir verið að halda í fjármagn. En neyðarlánin ættu að draga úr þeim tilhneygingum, einnig gegn tilhneygingum til þess að auka lántökukostnað.
Vandinn er að samdráttur þessa árs, mun að flestum líkindum setja þrýsting á virði eigna bankanna, þannig valda þeim frekari búsifjum. Sem getur knúið þá til enn frekari töku neyðarlána.
- Því miður er aðgerð Mario Draghi ekki bein peningadæling út í hagkerfið, heldur beint til bankastofnana - sem virðast fram að þessu halda í það fé sjálfar.
- Þá virðist aðgerðin fram að þessu ekki vera að slá að neinu umtalsverðu leiti á þann samdrátt peningamagns sem verið hefur stöðugur og ef e-h er vaxandi á evrusvæði sl. 6 mánuði.
Það þíðir að aðgerð Draghi gerir lítt a.m.k. enn sem komið er, til að draga úr efnahagslegu niðursveiflunni.
Það væri þá einna helst, að ef Framkvæmdastjórn ESB hliðrar til við Spán og Ítalíu, en fram hefur komið í fréttum að halli á ríkisrekstri Spánar stefni í 8% sem er fjarri takmarki Framkvæmdastjórnarinnar um einungis 4,4% halla, og hefur Rajoy forsætisráðherra sent beiðni til Framkvæmdastjórnarinnar um það að fá að reka Spán með meiri halla, sem er í reynd krafa um að fá að skera minna niður í ár en Framkvæmdastj. hefur fram að þessu krafist af Spáni.
En ég er fyrirfram ekki bjartsýnn um að það verði af slíkri tilhliðrun, en fram að þessu hefur Framkv.stj. virst mjög ákveðin í því, að knýja aðildarríkin með halla á ríkisrekstri umfram 3% til að minnka hann með sem mestu hraði. Sem skapar hættu á að Spánn og jafnvel Ítalía, endurtaki þá afgerandi hjöðnun sem átt sér hefur stað á Grikklandi.
En eitt virðist mér víst - að ef Framkvæmdastjórnin slakar ekkert á klónni, þá verður Mario Draghi að halda áfram að prenta, það sé eina leiðin til að halda evrukerfinu gangandi í gegnum þann ógnarsamdrátt sem þá mun eiga sér stað.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.2.2012 | 22:56
Írland ætlar að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um "Stöðugleika sáttmála" Angelu Merkelar og Nicolas Sarkozy!
Þetta verður að teljast frétt þriðjudagsins, ég reikna með því að hinir og þessir á evrusvæði taki andköf, enda hefur írska þjóðin greitt atkvæði um allar meiriháttar breytingar á sáttmálum ESB sl. 20 ár eða svo, og í tvö skipti hefur írska þjóðin sagt "Nei."
Reyndar í kjölfarið í bæði skiptin, voru írskir kjósendur látnir kjósa aftur - síðar. Og, og þá komst dæmið í gegn í bæði skiptin, en þó fengu Írar einhverjar tilhliðranir í hvort skipti.
Skv. frétt Financial Times: Ireland calls vote on European fiscal pact
Sjá einnig Irish Times: Referendum to be held on European fiscal compact
Þá kemur ákvörðun forsætisráðherra Írlands í kjölfar greiningar færustu sérfræðinga írskra stjv. á írskum stjórnlögum, að ekki væri um annað að ræða miðað við ákvæði írsku stjórnarskrárinnar.
Sjá yfirlísingu forsætisráðherra Írlands:
Statement by the Taoiseach, Mr. Enda Kenny TD to Dáil Éireann Tuesday, 28th February 2012
Irish times er einnig með texta sáttmála Merkelar og Sarkozy: Full text: EU fiscal compact treaty
- Skv. fréttum styðja 40% Íra sáttmálann, 36% eru á móti, en 24% eru óákveðnir.
- Miðað við nýlegar kannanir.
Í frétt FT er haft eftir ónefndum embættismanni í Brussel, að í þetta sinn muni írskir kjósendur vakna upp daginn eftir, og enn vera í evrunni - spurning hvað hann meinti akkúrat.
Mig grunar að hann sé að íja að því, að sjálf evruaðild Írlands sé í húfi. Írar muni velja að vera áfram inni.
En ég sé ekki hvernig það geti i reynd verið, því þó svo að hugmyndin sé að sáttmálinn gildi fyrir allar aðildarþjóðir evru - og fram að þessu hafi engin aðildarþjóð evru skorast undan honum.
Þá eigi að síður, þíðir "Nei" Breta að sáttmálinn varð ekki hluti að lögum ESB, þannig að hann er í reynd utan við lög og sáttmála þess.
Meðan að evran er bundin inn í sáttmála ESB, síðast er ég vissi var þar ekki að finna nein brottrekstrar ákvæði þ.s. gert var ráð fyrir því á sínum tíma að evran væri að eilífu - og enginn myndi heltast úr lestinni.
Sem þíðir, ég sé ekki neina löglega leið, til þess að íta írum út úr evrunni, ef þeir kjósa "nei."
Fræðilega myndi vera hægt af öllum hinum þjóðunum að stofna til nýs gjaldmiðils - þetta segi ég bara til að sína fram á hve absúrd þ.e. að halda því fram, að írum verði þá bara hent út.
Sem kemur ekki endilega í veg fyrir, að það verði í uppi hræðsluáróður.
Að vísu mun "Nei" þíða að Írar munu ekki geta fengið lán frá "ES - European Stability Mechanism" þ.e. framtíðarlánasjóði evrusvæðis, en málið er að sá sjóður sem tekur til starfa í júlí, og hinsvegar "ESFS" eða núverandi neyðarlánasjóður, starfa utan við sáttmála ESB.
Þeir eru ekki hluti af lögum ESB - með öðrum orðum. Þetta var vegna þess, að það er í reynd ólöglegt skv. sáttmálum ESB fyrir stofnanir á vegum ESB að veita einstökum aðildarríkjum neyðarlán. Svo það var ekki um annað að ræða, en að stofna til "ESFS" sem sjálfstæðrar stofnunar utan við lög og sáttmála sambandsins.
Sú stofnun er algerlega "intergovernmental" þ.e. stýrð af eigendum sínum, sem eru aðildarríkin sem veita til hennar fé. Með öðrum orðum, ríkisstjórnir evrusvæðisríkja stjórna þessu apparati án stofnana ESB sem milliliða.
Það sama á við um hinn nýja "ES" - og þ.s. hann er hvort sem er utan við sáttmála ESB, hafa Angela Merkel og Nicola Sarkozy náð því fram í samkomulagi við hinar aðildarþjóðir evru, að aðild að "Stöðugleikasáttmálanum" verði skilyrði fyrir því að koma til greina að fá lán frá þeim lánasjóði.
- Þetta aftur á móti er ekki það sama, og vera hent út úr evrunni.
- Írar eru í mun skárri málum en Grikkland eða Portúgal, og ekki loku fyrir skotið að þeim takist að klára dæmið, með núverandi lánum frá "ESFS".
---------------------------
Í FT var haft eftir öðrum embættismanni í Brussel, að verið geti að í krafti þjóðaratkvæðagreiðslunnar, öðlist Írland viðbótar samningsstöðu - en írar hafa viljað verja tiltekin sérákvæði, t.d. það að þar eru mjög lágir skattar á fyrirtæki, sem frakkar hafa verið fremstir í flokki að vilja eyðileggja fyrir þeim, með því að færa inn í lög ESB ákvæði um lágmarks fyrirtækjaskatt, undir yfirskini samræmingar.
Á Írlandi er framganga frakka mjög óvinsæl, og lági skatturinn nýtur almenns stuðnings.
Þannig, að það má vera, að írskir stjórnmálamenn geti notfært sér málið, til að tryggja að þeir raunverulega haldi lága skattinum, t.d.
Ein áhugaverð viðbrögð - forstjóri eins stærsta fyrirtækis Írlands:
Myles Lee, chief executive, CRH:What Ireland has managed to do over the last year or so is to move out of the headlights in terms of the European focus and enable the country to get on with dealing with the issues and restructuring. This puts the spotlight back onto Ireland again. The whole dealing with the various eurozone crisis has progressed at a relatively slow pace through various processes in the last six months and I suppose anything else that drags it out further isn't that helpful.
Hann hefur sem sagt áhyggjur af því, að kastljós fjölmiðla heimsins beinist að Írlandi á ný, í ljósi þess að vandamál evrusvæðis séu enn mikið til óleyst, frekari tafir þar um séu ekki til góðs.
Niðurstaða
Ljóst er af máli Enda Kenny og margra annarra stjórnmálamanna á Írlandi, að það verður róið á það, að írar verði að segja "Já" svo þeir haldi evrunni, þó svo að hvergi sé að finna stafkrók um það í lögum eða sáttmálum ESB, sem heimilar það að reka einstök ríki út úr evrunni.
Sannarlega hafa Merkel og Sarkozy hug á að koma "Stöðugleikasáttmála" sínum inn í sáttmála sambandsins, en það mun ekki takast fyrr en það næst samkomulag við Breta, um það að þeir dragi "Nei" sitt til baka.
Það munu Bretar ekki gera, án þess að fá e-h mikilvægt fyrir sinn snúð á móti. Að vísu eru tékkar einnig búnir að ákveða að vera ekki með. En þeir sögðu ekki "nei" í það mikilvæga skipti.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.2.2012 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2012 | 13:57
Heimurinn segir enn, "Nei" við Evrópu!
Um helgina var G20 fundur í Mexíkó borg, og þar var varpað upp eina ferðina enn, beiðni frá Evrópu um fjármögnun. En árið í ár, virðist ætla að hefjast á akkúrat sömu deilunni og síðasta ár, þ.e. deilunni um stærð eða umfang björgunarsjóða-kerfis evrusvæðis.
Það er eitt og annað í gerjun, sjá þá hluta sem ég lita!
Sjá: G20 finance ministers and central bank governors communiqué, February 26, 2012.
3. ...We will review our progress when we meet in April.
4. G20 members have been actively engaged in taking the steps needed to safeguard the global financial system and to avoid adverse scenarios. At Cannes, our Leaders asked us to review the adequacy of IMF resources. This review is particularly important against the backdrop of continued downside risks. Euro area countries will reassess the strength of their support facilities in March. This will provide an essential input in our ongoing consideration to mobilize resources to the IMF.
5. We are reviewing options, as requested by Leaders, to ensure resources for the IMF could be mobilized in a timely manner. We reaffirmed our commitment that the IMF should remain a quota-based institution and agreed that a feasible way to increase IMF resources in the short-run is through bilateral borrowing and note purchase agreements with a broad range of IMF members. These resources will be available for the whole membership of the IMF, and not earmarked for any particular region. Adequate risk mitigation features and conditionality would apply, as approved by the IMF Board. Progress on this strategy will be reviewed at the next Ministerial meeting in April. Other options mentioned by Leaders in Cannes such as SDRs are under review.
6. We will continue working towards the reform of the quota and governance of the IMF, in line with the commitments made in Seoul and Cannes. To this end, the G-20 members reaffirmed their commitment to implement in full the 2010 Governance and Quota Reform by the agreed date of the 2012 IMF/World Bank Annual Meeting, and to a comprehensive review of the quota formula to better reflect economic weights by January 2013 and the completion of the next general review of quotas by January 2014. Also, the G-20 will contribute to the ongoing process to strengthen the surveillance framework of the IMF, providing its input into considering proposals for a new surveillance decision that includes more effective integration of bilateral and multilateral surveillance.
- Það fyrsta mikilvæga, er að G20 hafnar að stækka björgunarsjóð AGS nú strax. Þess í stað eins og kemur rækilega fram, er boltanum sparkað til baka til Evrópu - vísað til viðræðna aðildarríkja evru um styrkingu eigin björgunarkerfis í mars, og að útkoma þeirra viðræðna sé nauðsynleg innkoma fyrir næsta G20 fund fjármálaráðherra í Washingon nk. apríl.
- Síðan er áhugaverð setning í lið 5 sem ég lita fjólublátt. Þetta tengist líklega hugmyndum evrusvæðisríkja frá sl. ári, um það að Seðlabanki Evrópu láni AGS prentaðar evrur, gegnt því að þær séu svo endurlánaðar til aðildarríkja Evru. Augljóst fiff til að komast framhjá þeirri reglu í lögum um Seðlabanka Evrópu sem bannar honum að lána beint til aðildarríkja. Þarna virðist sem G20 ríkin slái aftur á puttana á Evrópu, með yfirlísingu þess efnis að slíkir peningar verði að fara beint í almenna sjóði AGS og þannig verða hluti af því fé sem sé til boða til allra ríkja jafnt. Engir sér sjóðir fyrir aðildarríki evru. Aftur á að skoða málið á næsta fundi í apríl.
- Svo er það liður 6. En þar er önnur gerjun í gangi, þ.e. að stór lönd eins og Indland, Kína og Brasilía - sem eru vaxandi að hnattrænu mikilvægi. Vilja auka áhrif sín innan AGS. En þessi kvótaeign sem vísað er til, er þ.s. veitir ríkjum atkvæðavægi innan AGS. Svo þetta snýst um kröfu þeirra ríkja um aukin áhrif þ.e. fleiri atkvæði. Þá þarf e-h annar að gefa eftir. Augljósi aðilinn er Evrópa. Þetta hangir einnig á spítunni, sem mót krafa á Evrópu þegar Evrópa er nú ítrekað að mæta á G20 fundi með betlistafinn við hönd. En ljóst er þó að þessi krafa er sjálfstæð, jafnvel þó að Evrópa leysi sín mál stendur sú krafa áfram. En erfið staða Evrópu veitir þó þessari kröfu ákveðinn viðbótar styrk, þ.e. mér virðist það augljós möguleiki á samkomulagi - peningar gegnt því að gefa eftir áhrif innan AGS. Það væri þá varanlegt tap áhrifa, e-h sem Evrópuríkin verða treg til að gefa eftir.
Strax eftir fundinn var eftirfarandi haft eftir Christine Lagarde. yfirmanni AGS - "Raising significantly the firepower of the IMF is not something you can do by flicking your fingers,"
Þetta hefur verið tekið með þeim hætti af erlendum fréttaskýrendum, að Lagarde sé að slá á vonir um það, að aukið fé frá AGS verði í reynd samþykkt á næsta fundi í apríl.
Þegar farið er í einstök ummæli:
George Osborne, the Chancellor, said: "The rest of the world will only consider extra resources for the IMF once the eurozone themselves contribute more to supporting their own currency. We have to see the colour of the eurozone's money first and, quite frankly, that hasn't happened. Until it does, there's no question of extra IMF money from Britain or probably anyone else."
Timothy Geithner - "I hope we're going to see, and expect we'll see, continued efforts by Europeans to put in place a stronger and more credible firewall," he said. "The IMF can't move forward without more clarity on Europe's own plans."
The Canadian finance minister, Jim Flaherty, said eurozone leaders should not "leave countries hanging out there with austerity programmes and negative economic growth. That's a dead end. We need to see a more comprehensive eurozone plan for their countries."
Fjármálaráðherra Japans, Kína og Brasilíu sögðu eitthvað í svipuðum anda.
Niðurstaða
Það er merkilegt til að hugsa að þetta ár skuli hefjast nærri því nákvæmlega eins og það síðasta, þ.e. Evrópa með betlistaf við hönd gagnvart G20 og AGS, en sömu lönd eru megin eigendur AGS. Enn á ný eins og þá er boltanum varpað til baka til Evrópu. Og eins og í mars og apríl á sl. ári, er megindeilan innan evrusvæðis um björgunarsjóðakerfið. Og ennþá er það eins ílla fjármagnað og við upphaf sl. árs.
Meginmunurinn er sá, að staðan er verri en fyrir ári. Sbr. mun verri hagvaxtarhorfur þ.e. evrusvæði er nú statt í samdrætti ekki hagvexti sem gerir allt mun erfiðara en á sl. ári, og samtímis er staða Ítalíu og Spánar mun verri og háskalegri en fyrir ári, einnig fjármálakerfis evrusvæðis.
Mér sýnist staðan ekki augljóst vera líklegri til að leystast í ár en á sl. ári.
Minna líkleg að þvi leiti, að lausn verður mun erfiðari nú en fyrir ári. En eftir því sem frá lýður eykst erfiðleikastigið.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2012 | 14:06
Er friður í Ísrael mögulegur?
Ég er einn af þessum bjartsýnu einstaklingum sem trúa því að allt sé manninum fært, þegar kemur að deilum sem eingöngu snúast um þarfir og/eða hugmyndir hópa. Sérstaklega þegar mjög auðvelt er að sýna fram á, að báðir hóparnir geta grætt og það mikið, af varanlegum friði.
Ég rakst um daginn á áhugaverða viðtalsgrein í ensku útgáfunni af Der Spiegel. Viðtalið er við Sari Nusseibeh sem er einn þekktasti og virtasti fræðimaðurinn meðal palestínumanna. Sjá:
'The Pursuit of a Two-State Solution Is a Fantasy'
Fyrst eru það grunnþarfir!
Það fyrsta eru varnir og ytra öryggi - til að útskýra þann punkt hef ég brugðið upp tveim kortum af Ísrael, þ.s. annað er landslagskort hitt dæmigert kort sem sýnir landamæri.
Með því að bera saman þessi kort, ætti að vera auðvelt að skilja af hverju ísraelski herinn leggur svo mikla áherslu á að stjórna ytri landamærum sem markast af ánni Jórdan, Dauðahafinu og þ.s. í Biblíunni er kallað Galíleuvatn.
Þetta er einfaldlega varnarlína gagnvart hugsanlegri innrás frá þeirri átt, ásamt því að hæðirnar fyrir ofan sem eru byggðir Palestínumanna þ.e. svokallaður Vesturbakki, dóminera svæðið varnarlega en fallbyssustæði þar geta mjög auðveldlega gert láglendið við ána að svokölluðu "dauðasvæði - en þar er ekkert skjól."
Ísrael er eiginlega ekki verjanlegt án hæðanna sem eru meginbyggðir Palestínumanna. En hæðirnar dóminera einnig láglendið við ströndina, sem eru meginbyggðir Ísraela. Byssustæði í hæðunum geta einnig á skömmum tíma breytt öllum borgum og bægjum á því svæði í rústahrúgur, borgunum í grafreiti.
Þ.s. þetta segir, er að út frá þeim grunnhagsmunum að verja landið, sé það gersamlega óhugsandi að gefa eftir Vesturbakkann.
Út frá eigin hagsmunum Ísraela sé það því óhugsandi að veita Palestínumönnum raunverulegt sjálfstæði í eigin fullvalda ríki. Ísrael myndi ekki geta sætt sig við annað en verja áfram sömu ytri landamæri, að hafa enn herstöðvar á mikilvægum stöðum á svæðinu, svo áfram verði unnt að tryggja hinar ytri varnir, og að ekki verði það svæði notað hugsanlega til árása á láglendið við ströndina.
Hef verið þeirrar skoðunar að eitt sameiginlegt ríki sé eina hugsanlega færa lausnin, alla tíð síðan Ariel Sharon hóf að reisa sinn ófræga múr.
Lausn verður að taka tillit til grunnþarfa beggja aðila, þ.e. þess rétt Ísraela að tryggja ytri varnir og á móti, rétt beggja hópa til að lifa í eigin landi, í friði og vonandi vaxandi velsæld!
Velsæld er alls ekki óraunhæft markmið, því að Ísrael er mjög tæknilega þróað ríki, þar hefur verið þróaður mjög góður hátækniiðnaður.
Á sama tíma eru Palestínumenn miklu mun fátækari, en ef þeir fá að fara um allt svæðið til að vinna, þá getur það bætt mjög samkeppnisfærni heildarhagkerfisins, sem verður þá háþróað áfram, en samtímis með ódýrt vinnuafl til staðar innan sama lands.
Hagsæld gæti virkilega vaxið mjög hratt meðal Palestínumanna, en Gyðingar sem væntanlega væru aðaleigendur fyrirtækjanna áfram, myndu græða heilmikið einnig.
Velsæld beggja hópa myndi aukast. Landið gæti orðið miðja vaxandi velsældar á svæðinu öllu sem á ensku kallast "the Levent" eða Botn Miðjarðarhafs.
En þetta er mjög gamalt svæði, sem í fyrndinni var oft mjög auðugt - íbúar Ísraels, Líbanons og Sýrlands, eru sögulega séð kaupmenn og millimenn í viðskiptum.
En einfalt væri fyrir viðskiptaveldi að stækka út frá Ísrael/Palestínu inn í Jórdaníu, Líbanon og Sýrland. Ef það væri friður á milli aðila.
Svæðið gæti því orðið meginmiðstöð hagvaxtar í Miðausturlöndum.
Því miður eru miklir fordómar uppi, annars vegar þeirra sem fyrirlíta Ísrael og hins vegar milli þeirra sem fyrirlíta Palestínumenn, báðar fylkingar í átökunum eiga sér fylgismenn sem fordæma hinn aðilann, standa með sínum mönnum gagnrýnislítið.
- Ég held það sé óheppilegt, að vera með þeim hætti í öðru hvoru liðinu.
- Ég sjálfur er hvorki stuðningsmaður Ísraela né Palestínumanna, kýs að líta á málið hlutlægt, án þess að kjósa málsstað annars hópsins umfram hins.
- Fólkið sem býr í þessu landi, hafi klárt þörf fyrir frið - myndi græða mjög mikið á því ástandi, eins og útskýrt er að ofan.
- Vandi er gríðarleg tortryggni, hatur sem einnig er gagnkvæmt.
- Spurning hvort einhver von er til þess, að augljósir gagnkvæmir hagsmunir fái að komast yfir þá stóru hindrun, sem hið uppsafnaða hatur og tortryggni er?
- Því má ekki gleyma að það eru fjölmennir öfgahópar í báðum meginfylkingum, sem sjá sér hag í því að sá frekara hatri - berjast gegn hverskonar nálgun til sátta, og hefur orðið vel ásmegin í því, að koma í veg fyrir að heildarhagsmunir landsmanna nái fram að ganga.
En ég lít á þetta sem eitt land!
Skoða því málið út frá íbúum þess, sem heild!
Hvernig gæti eins ríkis lausn hugsanlega verið?
Ég held að það sé ágætis hugmynd hjá Sari Nusseibeh um sambandsríki. Í hans augum er það meginatriði að Palestínumenn njóti mannréttinda alls staðar innanlands. Að þeir fái að fara um landið vítt, og starfa alls staðar innan þess.
- Augljóslega myndi ísraelski herinn áfram sjá um ytri landamæri.
- Hann hefði herstöðvar áfram í öllum landshlutum.
- Ef sá her er áfram fyrst og fremst skipaður Gyðingum, ætti það að róa Gyðinga - fullvissa þá um það að þeirra öryggi sé áfram tryggt.
- Palestínumenn hafa þá eigin lögreglu en ekki her, á sínum megin svæðum.
- Gazasvæðið og Vesturbakkinn væri áfram sérstakar stjórnsýslueiningar, og líklega áfram stjórnað af meirihluta Palestínumanna á þeim svæðum, ásamt eigin löggæslu.
- Má sjálfsagt ræða hvort það þar væru fylkisstjórar, þannig að þau svæði væru formleg fylki., með mikilli heimastjórn.
- Það þyrfti að vera sameiginlegt sambandsþing. Það getur verið skipað skv. samkomulagi, sem myndi fela í sér að þeir hópar sem byggja landið fá hver um sig tiltekinn fj. þingmanna.
- Best væri að hver hópur hefði neitunarvald um breytingar á stjórnarskrá, þannig að einungis væri unnt að breyta henni í allsherjar samkomulagi.
- Ríkisstjórn, nú er spurning hvort það væri forsetakerfi eða þingbundið kerfi. En ég held að nauðsyn krefji að Gyðingar hafi alltaf neitunarvald, en aðrir hópar minna víðtækt þ.e. um stjórnarskrárbreytingar.
- Þetta væri eina leiðin til þess að Gyðingar geti hugsanlega sætt sig við að ríkisstjórn væri skipuð með öðrum hætti en þeim, að þeir réðu nær öllu þar, eða þingið væri skipað með öðrum hætti en þeim, að þeim væri alltaf tryggður hreinn meirihluti.
- En þ.e. einnig hugsanlega hægt að hafa það þannig, að Gyðingar hafi alltaf meirihluta þingamna og meirihluta ráðherra.
- Þá væri á móti unnt að skilgreina tiltekin mál þannig, að þau krefjist aukins meirihluta. Þannig að Palestínumenn ef þeir standa saman, geti alltaf stöðvað breytingar sem þeim líst ekki á.
Þetta getur auðvitað þítt að mjög langan tíma taki að koma breytingum í gegn, jafnvel þeim smávægilegustu.
Stjórnun sameiginlegs ríkis verði mjög svifasein.
Á móti, ætti þetta að geta smá lagast eftir því sem frá lýður og tortryggni minnkar.
Eru einhverjar líkur á þessu?
- Það eru miklar breytingar í gangi á svæðinu, en veldi Bandaríkjanna er í hnignun, en á sama tíma eru 2 rísandi stórveldi, þ.e. Íran og Tyrkland.
- Íran í dag nánast ræður Írak, Sýrlandsstjórn er í vasanum á írönum sem eru einu bandamenn Sýrlandsstjórnar og hafa íranskir byltingaverðir verið að veita stjórnarher Sýrlands stuðning, en í Sýrlandi ræður minnihluti Alavíta ríkisstjórn, her, og helstu öryggisstofnunum landsins. Þeir eru hliðargrein shíta. Nokkurs konar sértrúarhópur meðal þeirra. Síðan ræður Íran einnig mjög miklu í Líbanon í gegnum stuðning við Hesbollah flokk líbanskra shíta. Að auki bendir flest til að Íranar séu að þróa kjarnorkuvopn. Þeir sannarlega hafa verið að þróa langdrægar eldflaugar einnig. En undanfarin ár hafa þeir skotið á loft a.m.k. tveim gerfihnöttum.
- Tyrkland er einnig mjög vaxandi veldi, en þar hefur verið mjög mikill efnahagslegur uppgangur. Tyrklandsstjórn hefur fram að þessu ekki verið með miklar leikfimisæfingar í hermálum, kosið frekar að beita efnahagslegum styrk þ.e. bjóða viðskiptasamninga. En þ.e. engin goðgá að segja að tyrkneski herinn sé sá næstöflugasti innan NATO. Þ.e. næst á eftir her Bandaríkjanna sjálfra.
- Ísrael lítur á Íran sem óvin. En á sama tíma, getur það ekki treyst því að Tyrkland sé vinur.
Ég lít á þessar breytingar sem vonarneysta. Því þ.e. alveg ljóst að þ.e. komin af stað mjög kröftug samkeppni um völd og áhrif milli Írans þ.e. shíta, og milli Tyrklands og Saudi Arabíu þ.e. súnníta; um það hvaða múslímaríki verði það voldugasta á svæðinu öllu.
Þarna er í gangi hrein barátta um stærð yfirráðasvæðis.
Ísrael kemur ekki nema mjög óbeint inn í þetta!
Meginspurningin stefnir í að vera ekki lengur um Ísrael, heldur er það gamall slagur milli súnníta og shíta, sem er að stinga sér upp á yfirborðið, og virðist kominn á flug.
Þ.s. súnnítar styðja súnníta innan Íraks og innan Sýrlands, meðan shitar þ.e. Írana styðja shita í Írak og Sýrlandi, auk þess minnihluta shíta víðsvegar um Miðausturlönd.
Þetta eru á leiðinni að verða bitur átök!
- Í því felst tækifæri fyrir lausn mála í Ísrael, því málið er að lönd eins og Egyptaland og Jórdanía, þau hafa ekki endilega áhuga á að verða leiksoppar samkeppni milli Írans og Tyrklands.
- Eina þriðja valdið á svæðinu, er Ísrael. Skv. köldu hagsmunamati er Ísrael því náttúrulegur bandamaður þeirra beggja, ef sem líklegt er þau hafa ekki áhuga á að endurtaka það að vera undir hæl Tyrkjaveldis.
- En nú fer lýðræði vaxandi í Egyptalandi, það er líklegt til að þvælast fyrir slíkri bandalagsmyndun, en Ísrael hefði einnig hag af slíku bandalagi, vegna vaxandi sýnar á ógn frá Íran, að auki treystir Ísrael ekki Tyrkjum nærri því 100%.
- Það er því líkur á því, að það skapist þörf fyrir Ísrael til að loks ganga að einhverskonar endanlegu samkomulagi við Palestínumenn, svo ríkin 3 geti myndað saman hóp sem verði þriðja veldið á svæðini í sameiningu.
Ég sé fyrir mér þessa þörf myndbyrtast innan næstu 10 ára.
En ég reikna fastlega með því að Íran verði kjarnorkuveldi innan þess tíma.
Að auki með því að Tyrkland a.m.k. íhugi sjálft að eignast sprengjuna.
Niðurstaða
Eins og fram kemur að ofan, þá er ég ekki beint stuðningsmaður Ísraels né beint stuðningsmaður Palestínu, heldur tek ég hlutlausa afstöðu til deilu þessara tveggja hópa sem byggja það litla land, sem var á eldri tíð einfaldlega kallað "landið heilaga."
Ég er bjartsýnn um það að þessi deila sé leysanleg á næstu árum.
Tel líkur á því að augljósir hagsmunir íbúanna muni fyrir rest, fá fullnægingu.
Sé það sem raunhæfann möguleika að svæðið fyrir botni Miðjarðarhafs verði miðstöð hagvaxtar og hagsældar á svæðinu öllu, vél sem drýfi löndin í næsta nágrenni áfram.
Hver veit, Miðjarðarhafið gæti aftur orðið mikilvægt eins og það var einu sinni.
Þá væru löndin við norður strönd þess ekki lengur á jaðri, heldur yrði Miðjarðarhaf aftur að miðju án þess endilega, að mikilvægi Atlantshafs sem svæðis myndi hverfa.
Því myndi fylgja aukin hagsæld beggja vegna, er þ.s. ég er að meina - en botn Miðjarðarhafs var alltaf áður fyrr í mjög nánum verslunar samkiptum við löndin allt í kringum Miðjarðarhaf.
Þau viðskipti voru stór þáttúr í því að skapa þann drifkraft sem Miðjarðarhafssvæðið hafði í fyrndinni.
Miðjarðarhafs syðmenningin gæti alveg komið aftur.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.2.2012 | 22:24
Verður það hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu sem ítir heiminum aftur í kreppu á ný?
Athygli vekur að verð á olíu á heimsmörkuðum hefur nú hækkað um 15% síðan í miðjum janúar 2012. Á sama tíma hefur vaxandi spenna milli Írans og vesturveldanna vegna kjarnorkuáætlunar Írana, stuðnings Írana við ríkisstjórn Assads í Sýrlandi - verið að valda titringi á markaði.
Fleira kemur til : Soaring crude price threatens recovery.
- "IEA...estimates that global oil consumption will grow by 830.000 b/d this year, more than the 740.000 b/d growth in 2011." - "A two-speed outlook prewayls",,,"robust oil demand growth in emerging countries while consumption continues to fall across most developed nations."
- "David Wech, analyst at consultants JBC Energy, says that Japan consumed combined 635.000 b/d of crude and fuel oil for power generation last month, more than double the amount from last year." - fj. kjarnorkuvera hefur víst ekki enn fengið endurnýjað starfsleyfi eftir kjarnorkuslysið í fyrra, svo Japan brennir olíu í staðinn.
- "Crude oil output in the North Sea is falling and Venezuelan production is also sharply lower."
- "Syrian (oil) output has dropped by about 150.000-200.000 b/d due to the turmoil there."
- "Lybia is pumping roughly 1m. b/d which is still well below the pre-civil war level of 1.6m b/d."
- "Political unrest and strikes have removed about 250.000 b/d from Yemen."
- "South Sudan has (recently) stopped pumping nearly 300.000 b/d if sought-after low-sulphur crude."
Þetta getur varla komið fyrir á verri tíma!
"According to the IMF, a general guideline is that a 10% increase in the price of oil reduces global GDP growth by between 0.2% and 0.3%."
15% hækkun minnkar þá hagvöxt milli 0,3% og 0,45%.
"Almost all previous US recessions were preceded by a big surge in energy costs." - "...the world's biggest independent energy trader Vitol has warned a rise to 150$ is possible..."
Sem gæti ítt Bandaríkjunum aftur í kreppu, og Evrópu í mun dýpri kreppu en Framkvæmdastjórn ESB spáði um daginn, sbr.: EUs revised economic forecasts.
Könnun ESB í Heild:
Belgía.................................. -0,1%
Þýskaland.............................. 0,6%
Eystland.................................1,2%
Írland....................................0,5%
Grikkland..............................-4,4%(-6,8 2011)
Spánn...................................-1,0%
Frakkland...............................0,4%
Ítalía....................................-1,3%
Kýpur...................................-0,5%
Lúxembúrg.............................0,7%
Malta.....................................1,0%
Holland.................................-0,9%
Austurríki...............................0,7%
Portúgal................................-3,3%
Slóvenía................................-0,1%
Slóvakía.................................1,2%
Finnland.................................0,8%
---------------------------
Evrusvæði.............................-0,3%
----------------------------
Búlgaría.................................1,4%
Tékkland................................0,0%
Danmörk................................1,1%
Lettland.................................2,1%
Litháen..................................2,3%
Úngverjaland........................-0,1%
Pólland..................................2,5%
Rúmenía................................1,6%
Svíþjóð..................................0,7%
Bretland................................0,6%
-------------------------------------
ESB......................................0,0%
Eins og sést á arfaslökum hagvexti í Evrópu skv. spá stofnana ESB, þá má Evrópa alls ekki við nýrri olíukreppu.
Hagvöxtur í Bandaríkjunum þó aðeins skárri, er ekkert til að hrópa húrra fyrir - og verulegar hækkanir á olíuverði geta drepið niður þá aukningu í neyslu, sem farið var að örla á undanfarna mánuði, og gott betur.
Þessi nýja ógn bætist svo ofan á harða niðurskurðarstefnu innan ESB, þ.s. meira að segja Þýskaland er að planleggja að herða sultarólina: Merkel ætlar að veðja á að niðurskurður sé atkvæðavæn stefna!
Þarf varla að taka fram, að olíukreppa mun hafa alvarleg áhrif á stöðu ríkja í viðkvæmri fjárhagslegri stöðu eins og Ítalíu og Spán.
Niðurstaða
Vegna samdráttar í framleiðslu á olíu í heiminum, af ímsum ástæðum. Vegna vaxandi spennu í Miðausturlöndum - sérstaklega við Persaflóa. Og ekki síst vegna þess að þó svo að vesturlönd dragi úr olíunotkun þá er aukning Asíu svo mikil, að heildarbrennsla mun aukast samt; þá virðist stefna í nýja olíukreppu í ár.
Slík kreppa getur vart komið á verri tíma, því hagkerfi vesturlanda eru í mjög viðkvæmri stöðu.
Afleiðingin getur hæglega orðið ný heimskreppa.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2012 | 00:58
Sýrland er leiksoppur nágrannaríkjanna!
Margir telja sig þekkja hvað ástandið í Sýrlandi gengur út á, þ.e. menn sjá fyrir sér arabíska vorið, og að þjóðin hafi risið upp, og vilji losna við kúgunarstjórn. Gallinn við þessa sýn er að hún er ofureinföldun, en vandinn í Sýrlandi er miklu mun flóknari en svo að þetta sér eingöngu spurning um lýðræði. En til að sjá hvað málið sníst um, er einfaldast að bregða upp korti af Sýrlandi, en ekki bara hvaða korti sem er, heldur kort sem sýnir skiptingu íbúa landsins eftir þjóðarbrotum.
Ethnic map of Syria
Vandi Sýrlands er tvenns konar:
- Landinu er stjórnað af minnihlutahópi alavíta, sem óttast hvað kemur fyrir ef þeir láta af völdum. Assad eldri og sonur hans núverandi forseti, hafa fyllt sýrlenska herinn af alavítum, þess vegna hefur fram að þessu sýrlenski herinn staðið þétt að baki ríkisstjórninni, þrátt fyrir uppreisn í reynd meirihluta íbúa landsins gegn stjórnvöldum.
- Sýrland er leiksoppur nágrannalandanna, þ.e. sérstaklega Írans sem er eini bandamaður ríkisstjórnar Sýrlands sem eftir er í heiminum, og Saudi Arabíu - Tyrklands, hinsvegar. Þarna er í reynd gangi togstreita milli súnníta og shíta, þ.e. alavítar eru hliðargrein shít-isma, meðan meirihluti íbúa eru súnnítar.
Sjá Wikipedia um Sýrland: http://en.wikipedia.org/wiki/Syria
"Sunni Muslims account for 74% of the population, while the remaining 12% are Shia Alawite, Druze 3%, Christian 9%."
Borgarastríð?
Það virðist manni augljósa hættan, en einangrun Sýrlands hentar stjórnvöldum í Íran að mörgu leiti vel, en þau hafa eins og margir vita mikil samskipti við Hesbollah flokk líbanskra shíta, sem þeir styðja með ráðum og dáð. En til þess að geta viðhaldið þeim áhrifum sem best, þá þurfa þau á því að halda, að alavítar haldi völdum í Sýrlandi. Kosturinn við einangrunina fyrir írönsk stjv. er að það gerir stjv. Sýrlands gersamlega háð stuðningi Írans.
En mér skilst að íranskir Byltingaverðir, berjist nú hlið við hlið með alavíta hermönnum Sýrlandsstjórnar, í því að halda aftur af uppreisn meirihluta súnníta í Sýrlandi.
Þessi stuðningur Írana er ástæða þess að þrátt fyrir mjög víðtæka uppreisn, hefur það ekki leitt til falls ríkisstjórnarinnar í Damaskus.
Það ber auðvitað að hafa í huga, að landið er bitbein baráttu um yfirráðasvæði milli Írana þ.e. shíta og arabaríkja sem eru súnnítar - ekki síst Saudi Araba og Tyrklands; þegar yfirlísingar arabaríkja sem krefjast afsagnar Assads og ríkisstjórnar hans eru lesnar, auk þess að muna þetta einnig, þegar yfirlísingar ríkisstjórnar Bandaríkjanna eru skoðaðar - en vaxandi veldi Írans er séð sem ógn af ríkisstj. Bandar.
Íranar eru að leitast við að tryggja sér sem stærst yfirráðasvæði, þ.e. ekki bara við Persaflóa, heldur einnig Írak, Sýrland og Líbanon. Íran er í fullu köldu stríði við Saudi Arabíu og Ísrael, leynistríð sem er heitt þegar flugumenn þessara ríkja eigast við, í skúmaskotum.
- Eitt er víst að Íranar ætla ekki að gefa Sýrland eftir - og á sama tíma, er ljóst að Arabaríkin hafa fullan hug á að styðja uppreisn hins súnníska meirihluta íbúa landsins.
- Þetta er nánast fullkomin uppskrift að langvarandi borgarastríði.
- Spurning hvort Sýrland verði Víetnam Írans?
- En erfitt er að sjá annað en að til lengri tíma litið, hljóti Íranar að tapa þessu stríði, og ríkisstjórn minnihluta alavíta vera ofurliði borin.
- Þá er spurning hvort allsherjar "pogrom" muni þá hefjast gagnvart alavítum, en að baki þeirra þrjósku býr ótti, því á árum áður voru þeir fótum troðinn minnihluti af meirihluta súnníta - en með því að leika meirihlutann eins grátt og þeir sjálfir voru oft áður leiknir, skapa þeir grunar mig hættu á mun alvarlegri ósköpum en þeir hafa áður orðið fyrir.
Niðurstaða
Því miður blasir við Sýrlandi mörg ár táradals vaxandi átaka í innanlandsófriði sem mér sýnist vart geta annað en haldið áfram að vinda upp á sig, en þegar lítið land er leiksoppur stærri ríkja sem sjá sér hag af því að styðja hver sinn hópinn í sem berst á banaspjót, þá magnar sá stuðningur upp þ.s. annars hefði endað miklu mun fyrr og með miklu mun minna slæmum afleiðingum - sbr. Víetnam, í mun stærra og umfangsmeira ófriðarbál sem fyrir rest mun líklega leggja landið nær algerlega í rúst. Þetta verður líklega eins og Lýbanon, með þeim megin mun að flóttamennirnir verða fleiri, borgirnar sem lagðar verða í rúst einnig fleiri, og grafreitirnir sem stríði mun búa til verða einnig sennilega töluvert stærri að umfangi.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2012 | 23:49
Hagvöxtur í heiminum hvergi lélegri en í Evrópu
Evrópusambandið gaf í dag út nýja hagspá, sjá: EUs revised economic forecasts. Það er áhugavert að stilla hagspá ESB saman með tveim öðrum, þ.e. spá Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins og Heimsbankans.
Þegar hagspár ESB eru bornar saman við hagspár AGS og Heimsbankans, kemur í ljós að Evrópa er dragbíturinn á hagvöxt í heiminum.
En hvergi eru horfur um vöxt lélegri en í Evrópu, og þ.s. áhugavert er að meðaltal evrusvæðis er klárt lægra en meðaltal ESB í heild.
Þetta sést enn betur þegar einstök lönd eru skoðuð innan Evrópu, að ljóst er að hinn eiginlegi dragbítur er evrusvæðið.
Könnun ESB í Heild:
Belgía.................................. -0,1%
Þýskaland.............................. 0,6%
Eystland.................................1,2%
Írland....................................0,5%
Grikkland..............................-4,4%(-6,8 2011)
Spánn...................................-1,0%
Frakkland...............................0,4%
Ítalía....................................-1,3%
Kýpur...................................-0,5%
Lúxembúrg.............................0,7%
Malta.....................................1,0%
Holland.................................-0,9%
Austurríki...............................0,7%
Portúgal................................-3,3%
Slóvenía................................-0,1%
Slóvakía.................................1,2%
Finnland.................................0,8%
---------------------------
Evrusvæði.............................-0,3%
----------------------------
Búlgaría.................................1,4%
Tékkland................................0,0%
Danmörk................................1,1%
Lettland.................................2,1%
Litháen..................................2,3%
Úngverjaland........................-0,1%
Pólland..................................2,5%
Rúmenía................................1,6%
Svíþjóð..................................0,7%
Bretland................................0,6%
-------------------------------------
ESB......................................0,0%
Ég hef miklar efasemdir um það að tölur um samdrátt í Grikklandi séu raunhæfar, en á sl. ári reyndist samdráttur nær 2-faldur miðað við þ.s. ESB sjálft spáði, og sem dæmi þá spáir Alþýðusamband Grikklands 6% samdrætti. Sem hljómar sennilegar.
Þetta sést einnig af frétt Financial Times, um ástand fyrirtækja í Grikklandi, en athygli vekur að meiri en helmingur smærri fyrirtækja telur sig verða gjaldþrota á árinu:
Recession expands for Greek small businesses
"...according to a survey published on Thursday...some 55% of small entpreneurs now think they will be unable to avoid bankruptcy..." - "After a stable first half of 2011, operating conditions detoriated sharply in the third and fourth quarters...more than 70% of owners used private savings to finance their businesses as bank credit dried up, while over 30% are behind with payments to suppliers, utilities and social security funds." - "Even fast-foods outlets...have begun to suffer..."It's likely that 45% of new businesses in this sector will close this year following a hike in value added tax of 10% las September...given the crisis conditions, the increase couldn't be passed to customers." - "Small businesses reported a 33% average decline in turnover last year compared with 31% for 2010. More than 40 of businesses made losses last year, according to the survey." - "This year will be critical for us...we've seen the decline in turnover accelerate by several points in the first six weeks," Mr. Assimacopoulos said."
Þetta er virkilega hrikaleg lýsing - ath., smáfyrirtæki skaffa flestum Grikkjum vinnu.
Það sem verra er - er að sennilega verður samdráttur þessa árs í 7 prósent skalanum, en þ.e. einmitt vegna aðgerða sem verið er að neyða grisku ríkisstjórnina til að framkvæma sbr. 22% lækkun lágmarkslauna, að fækka um 15.000 störf hjá ríkinu á þessu ári, ásamt frekari skattahækkunum; sem munu augljóslega auka enn frekar á hraðann í niðursveiflunni.
En sem dæmi, þá mun launalækkunin skila samdrætti í eftirspurn, sem smáfyrirtækin munu finna fyrir alveg um leið.
Önnur áhugaverð frétt Financial Times: Madrid presses EU to ease deficit targets.
Ríkisstjórn spánar er löggst á hnén fyrir Framkvæmdastjórninni, um að fá að slaka á klónni hvað planlagðan niðurskurð útgjalda varðar, í ljósi þess að Framkvæmdastjórnin hefur nú lækkað hagspá sína um Spán úr 0,7% vexti í 1% samdrátt.
Og sú spá er bara 3-mánaða gömul, ath :)
Rajoy: "This year will be a hard year for Spain and we must all be aware of this, " - "Serious governments cannot think about the short term, but about the medium- and long-term to create employment."
Þetta er alveg í lit við afstöðu AGS, sem hefur varað ríki Evrópu við því að keyra of hart fram í niðurskurði útgjalda, meðan hagkerfisstaðan væri svo viðkvæm. Hugsa hann frekar í lengra samhengi.
En á sama tíma, hefur afstaða Framkvæmdastjórnarinnar verið harðlínu niðurskurðar-stefna. Viljað sem mestann niðurskurð sem fyrst, skv. þeirri trú að niðurskurður skapi skilyrði fyrir hagvöxt, sem er kenning sem ættuð er frá þýsku hagfræðiskólunum. Einkennileg kenning, sem hvergi nýtur virðingar utan Evrópu.
Áhugaverð að gera samanburð á könnunum ESB við kannanir Heimsbankans og AGS!
Hagspá AGS: World Economic Outlook.
Hagspá Heimsbankans: COMPLETE REPORT.
AGS.................................2012........Heimsb.2012..........ESB.
World Output......................3.3...................2,5%
Advanced Economies............1.2...................1,4%
United States......................1.8...................2,2%
Euro Area..........................0.5..................-0,35.............. -0,3%
Germany.............................0.3..........................................0,6%
France................................0.2...........................................0,4
Italy.................................2.2.........................................-1,3
Spain................................1.7.........................................-1,0
United Kingdom...................0.6..........................................0,6
Central and Eastern Europe...1.1
Russia.................................3.3...................3,5%
Canada...............................1.7
Japan.................................1.7...................1,9%
China.................................8.2...................8,4%
India.................................7.0....................6,5%
ASEAN-5............................5.2
Brazil.................................3.0...................3,4%
Mexico...............................3.5...................3,2%
Middle East and North Africa.3.2..................2,3%
Sub-Saharan Africa..............5.5...................5,3%
Það sem vekur auðvitað athygli í samanburðinum er - hve áberandi langlélegastur hagvöxtur er í Evrópu, og þá sérstaklega á evrusvæði.
Könnun AGS er klárt ívið svartsýnni - en það finnst mér gefa henni aukinn trúverðuleika.
En Framkvæmdastjórnin er nú búin nánast af fullkomnu öryggi, að vanmeta afleiðingar niðurskurðarstefnu sinnar.
Mig grunar sterklega að svo sé enn, ef e-h er, sé einnig útgáfa AGS ívið í bjartsýnni kanntinum.
Mario Draghi mun þurfa að prenta hressilega evrur í ár - grunar mig.
Niðurstaða
Afleiðingar niðurskurðarstefnu Framkvæmdastjórnar ESB, eru stöðug að verða ljósari. En ekki þó að því er virðist í augum skriffinna Framkvæmdastjórnarinnar.
Hvað ætli að komi til? Einn möguleikinn er ef til vill sú evr. hefð, að ráða menntaða starfsmenn beint út úr háskólanámi, láta þá síðan alast upp innan stofnananna.
Sjálfsagt verða þeir þá vel skólaðir í venjum og hefðum þeirra stofnana.
En á móti, vantar þá líklega praktíska reynslu - þá meina ég, þá reynslu sem segir þeim hvenær kenningar sem þeir lærðu í skóla, raunverulega hafa praktíska tengingu við raunheiminn og hvenær ekki.
Það gæti skýrt það, hve "consistent" stofnanir ESB hafa verið í kreppunni, í mistökum sínum og að auki vanmati á afleiðingum þeirrar stefnu, sem þær vilja að aðildarríkin fylgi.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.2.2012 kl. 03:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2012 | 22:25
Merkel ætlar að veðja á að niðurskurður sé atkvæðavæn stefna!
Der Spiegel er með grein um nýja stefnumörkun sem virðist á leiðinni frá ríkisstjórn Angelu Merkel. En það virðist ljóst að Angela Merkel ætlar ekki að fara að ráðum - engil saxneskra hagfræðinga. En þeir hafa lagt til að Þýskaland taki sig til, og eyði meira. Sem dæmi hefur OECD lagt það til, að Þýskaland beiti sér með slíkum hætti. AGS reyndar að auki.
- Ástæðan er sú að þær stofnanir hafa áhyggjur af því, hvað gerist ef fj. aðildarríkja evrusvæðis samtímis fer í niðurskurðar-aðgerðir.
- Ég er eiginlega sammála þessum ótta, þ.e. að niðurskurður samtímis í svo mörgum löndum innan Evrópu, muni skapa neikvæða hringrás þ.e. niðurspíral, því þá aukist samdráttartilhneygingar í þeirra hagkerfum samtímis.
- Ég skynja hættu á vixlverkun, þ.s. þau kaupa vörur af hverju öðru, þá þíðir það að minnkun eftirspurnar víxlverkar þá til næsta lands, og til baka frá næsta landi því þ.e. sennilega einnig að skera niður.
- Með öðrum orðum, viðskipti innan svæðisins muni skreppa saman, þannig sá gróði sem sameiginlegi markaðurinn hefur skapað ríkjunum fram að þessu, minnkar.
- Þetta magni upp þann samdrátt sem allur þessi niðurskurður muni skapa.
Mynd sýnir hve hratt stendur nú til að draga úr lántökuþörf ríkissjóðs Þýskalands.
Punkturinn er, að fræðilega er unnt að vinna slíkum samdráttartilhneygingum á evrusvæði, ef þau löndin innan svæðisins sem tiltölulega vel eru stödd - taka sig til og auka eyðslu sína. Þ.e. ábending AGS og OECD, og svokallaðra engil-saxneskra hagfræðinga, sem öfugt miðað við þ.s. sumir halda fram, vilja ekki evruna feiga.
Þá vegur eyðsla betur stöddu landanna upp samdráttinn frá hinum ríkjunum - og fræðilega væri þannig unnt að koma í veg fyrir að, svæðið sem heild myndi fara í samdrátt og/eða að það dragi úr heildar viðskiptum innan svæðisins.
Að auki, þá a.m.k. fræðilega myndi þetta flíta fyrir efnahagsbata ríkjanna sem eru í vanda, og þurfa að skera niður, því umframeyðsla betur stöddu landanna, skapar löndunum í vanda þá flr. tækifæri til að koma eigin varningi í verð á þeirra mörkuðum
Á mynd, Angela Merkel og Wolfgang Schäuble
En Merkel og Schäuble hafa ekki áhuga á hugmyndum af þessu tagi!
Sjá frétt: Merkel Bets Austerity Will Result in Re-Election
Mynd sýnir þau hin nýju sparnaðaráform sem standa fyrir dyrum í Þýskalandi.
- Sko, ef ekkert land á evrusvæði mun stunda aukna eyðslu -
- til að vega upp sífellt harðari samdráttaraðgerðir í fj. landa evrusvæðis -
- þá verður ekkert, nema hugsanleg aukin eftirspurn frá löndum utan Evrópu, til að sporna við því, að heildaráhrifin verði þau, að skapa stöðugt meiri samdrátt svæðisvítt!
Rétt er að halda til haga að skv. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, mældist efnahagssamdráttur á evrusvæði sem heild, síðustu 3 mánuði sl. árs.
Alveg eins og ég var reyndar búinn að spá fyrir - þegar í ágúst 2011.
Tölur um fyrsta fjórðung þessa árs, munu segja mikla sögu - þegar þær koma út, líklega seint í apríl eða snemma í máí.
Ef Þýskaland mælist þá hafa haft samdrátt, verður það annar fjórðungur Þýskalands í samdrætti, og Þýskaland skv. viðmiðunum Framkvæmdastjórnar í samdrætti.
Ítalía og Spánn eru þegar búin að vera 2 ársfjórðunga samfellt í samdrætti. Frakkland kom á óvart, og var með smávegis vöxt á 4. fjórðungi 2011, í stað samdráttar á 3. fjórðungi. En líklega mun það togast niður, ef Þýskalands togast niður og löndin fyrir sunnan verða öll samtímis í samdrætti áfram.
- Það verður þá ekki um annað að ræða, en að Mario Draghi auki prentun!
En Seðlabanki Evrópu hóf prentunaraðgerð í miðjum desember, og líkur eru þegar á því að hún verði stórfellt aukin á næstunni. En ef útlitið er eins og mér sýnist lengra fram eftir ári, þá mun sú prentun enn síðar verða aukin enn frekar, o.s.frv.
Þannig verður unnt að halda evrunni gangandi - bankakerfi Evrópu gangandi.
En einhverntíma mun gengi evrunnar klárt láta undan, og að auki spurning hvenær það fer að kræla á aukinni verðbólgu.
Niðurstaða
Mér lýst alls ekki á efnahagshorfur á evrusvæði, ef eins og útlit er fyrir, að ríkisstjórn Þýskalands eins og nú virðist útlit fyrir, fer í harðari niðurskurð útgjalda heima fyrir - samtímis því að öll ríki S-Evrópu + Frakkland + Belgía; eru samtímis að herða sultarólina.
Það merkilega er, að Merkel og Schäuble virðast alls ekki sjá þessa ógn.
Þvert á móti trúa þeirri einkennilegu kenningu, að niðurskurður leiði til hagvaxtar.
Kv.
22.2.2012 | 01:39
Hvers konar ríkisstjórn kemur eftir kosningar á Grikklandi?
Þetta er góð spurning. Bendi hér á áhugaverða greiningu: Analysis - Greek pro-bailout parties to survive voter anger. Sá sem talað er við í þessari grein, er víst aðili með langa reynslu af því að vinna kannanir á Grikklandi. Og sá aðili telur líkur á því að núverandi ríkisstjórn haldi áfram.
Hann telur að PASOK muni bæta við sig fylgi fyrir kosningar, eftir að nýr formaður tekur við flokknum, en talið langlíklegast að Papademos forsætisráðherra taki við af Papandreo sem leiðtogi.
Papademos sé þessa stundina þrátt fyrir allt, sá stjórnmálamaður sem hafi mest traust. Sem segir sennilega meir um vantraust á stjórnmálastéttinni meðal kjósenda en margt annað.
Hann bendir á að kosningakerfið í Grikklandi virki með þeim hætti, að stærsti flokkurinn fái alltaf sjálfvirkt 50 þingsæti í verðlaun fyrir að vera stærstur.
Atriði sem líklega hefur gert eins flokks meirihluta PASOK mögulega.
Niðurstöður könnunar frá 13/2 sl.
Hið minnsta eru líkur á því að kosningarnar fari með þeim hætti, að tveggja flokka stjórn PASOK og Nea Dimokratia verði ekki möguleg.
Það verði ekki mögulegt að mynda ríkisstjórn, sem styðji áframhald björgunaráætlunar Grikklands.
Sjá hér áhugaverða grein: Greece Lurches to Left Amid Radical Austerity.
- Hvet fólk til að lesa greinina - en klárt er að leiðtogi Syriza væri gersamlega vonlaus leiðtogi landsins.
- KKE flokkurinn væri ekki betri, en grískir kommúnistar virðast enn vera alvöru kommúnistar.
- Helst spurning um hinn nýja flokk - Dimar eða hið Lýðræðislega Vinstri.
Mér dettur í hug hugsanleg stjórn Nea Dimokratia og Dimar, sem er hófsamastur langsamlegast, af vinstriflokkunum vinstra megin við PASOK. Fræðilega væri það starfhæf stjórn.
Það getur einnig höfðað til leiðtoga Nea Dimokratia að mynda stjórn með einhverjum öðrum, en helsta pólitíska andstæðingi flokksins hans í mörg ár.
Það verður áhugavert að fylgjast með kosningabaráttunni á Grikklandi næstu vikurnar.
Niðurstaða
Hvað er það versta sem getur gerst? Einfaldlega stjórnleysi. En ef mál fara þannig að ekki er unnt að mynda starfhæfann meirihluta fyrir "Björgun Grikklands" þá er ekki víst að það muni ganga vel að mynda stjórn. En það versta sem getur gerst í ástandi gjaldþrots er ef samtímis ríkir stjórnleysi.
Ef e-h getur stuðlað að valdatöku hersins í kjölfarið, er það sú hætta.
Kv.
21.2.2012 | 12:12
20 ár í kreppu, framtíðarsýn evrusvæðis fyrir Grikkland!
Sjá frétt: Eurozone agrees second Greek bail-out. Skv. fréttinni var samkomulagið loks klárað snemma á þriðjudagsmorgun, eftir maraþon næturfund. Í gærkveldi voru aðildarríki evru komin langleið að samkomulagi, þá leit pakkinn þannig út að það vantaði að spara 2-3ma. til viðbótar, þ.e. að staða Grikklands eftir 20 ár yrði 122-123%, en ríkin komust að þeirri niðurstöðu að einkabankar skuli afskrifa meira - og vextir á björgunarpakkann voru lækkaðir.
Sjá blogg mitt frá gærkveldi: Grikkland mun þurfa "Björgun 3" eftir að "Björgun 2" pakkinn er búinn!
Sjá einnig: Útkoma björgunar Grikklands er að auka áhættu skattgreiðenda aðildarríkja evrusvæðis af Grikklandi!
Skv. seinni greininni, þ.e. tilvitnunun í erlendann sérfræðing sem þar er að finna, þá ef allt gengur upp þá mun skuldastaða Grikklands fara úr 160% í dag, niður í 154%.
Það er raunveruleikinn - af hverju er þá alltaf verið að karpa með töluna 120%, eða 122% eða 123% eða 129%?
Þetta er allt mismunandi áætlaðar framreiknaðar stöður Grikklands - ath. - eftir 20 ár.
- En til þess að Grikkland nái í 120% eftir 20 ár, þarf Grikkland jákvæðann hagvöxt yfir tímabilið.
- Að auki jákvæðann viðskiptajöfnuð samfellt yfir sama tímabil.
- Að auki, er gert ráð fyrir að a.m.k. 40ma. fáist fyrir sölu grískra ríkiseigna.
Við skulum segja að full ástæða sé til að hafa efasemdir um það hve raunhæf þau viðmið eru.
En í fyrri blogggreininni skv. tilvitnunum sem þar er að finna, kemur fram að líkur séu á því að staða Grikklands eftir 20 ár verði nær 160%.
- Ath. að peningarnir frá aðildarríkjunum, fjármagna Grikkland einungis næstu 3 árin - þó talað sé um þetta sem 20 ára prógramm.
- Þannig að hugmyndin er að Grikkland geti fjármagnað sig á mörkuðum að því tímabili loknu.
- Mér virðist miklar líkur á þörf fyrir "Björgun 3" síðan "Björgun 4" o.s.frv.
Þetta er framtíðarsýn evruríkjanna gagnvart Grikklandi - kreppa í 20 ár!
- Ákveðið var að einkabankar muni afskrifa 53,5% í stað 50%, skv. eigin vilja. En skv. þeirra talsmönnum, þíða kröfur áður fram komnar í reynd 70% afskrift af framreiknuðu virði núverandi lána miðað við fullar greiðslur. Það verður spennandi að sjá, hver margir einkabankar munu kjósa þegar á reynir, að taka þátt afskrift þegar ljóst er að hún verður enn stærri en þetta. En ef þetta á að vera skv. eigin vilja, má ekki beita þvingunum.
- Skv. frétt Financial Times, voru fulltrúar einkabanka hafðir með í ráðum, ekki er vitað 100% hvað samkomulagið felur í sér, en að sögn FT þá lækka vextir þeir sem einkabankarnir fá, á hin nýju 30 ára skuldabréf sem gríska ríkið gefur út í stað skuldabréfa sem einkabankarnir afskrifa:
- Í 2% fyrstu 3 árin.
- 3% næstu 5 árin.
- 4,2% þaðan í frá.
- Þetta eru þó allt vextir langt undir markaðskröfu í dag. Mér sýnist að í staðinn fyrir að afskrifa nokkuð meira, og í staðinn fyrir lægri vexti en áður átti að semja um fyrstu 8 árin, fái þeir þaðan í frá ívið hærri vexti - restina af tímabilinu, en áður stóð til þ.e. kringum 3,5% allt tímabilið.
- Vextir á björgunarpakkann voru lækkaðir af hálfu aðildarríkjanna, þ.e. ákveðið var að lækka þá um 0,5% fyrstu 5 árin, síðan um 1,5% þaðan í frá. Þannig muni framreiknuð skuldastaða minnka um 2,2%.
- Seðlabankarnir sem tilheyra seðlabankakerfi ECB þ.e. Seðlabanka Evrópu, samþykktu að næstu 10 árin, muni þeir styrkja Grikkland um vaxta-ávinning sinn af grískum ríkisbréfum í þeirra eigu. Þetta skili 1,8ma. in púkkið, lækki framreiknaðar skuldir Grikkland um 1,8%.
- Samanlagt með öllu þessu ásamt aukinni afskrift einkabanka, sé bilið brúað þrátt fyrir meiri samdrátt gríska hagkerfisins en áður var reiknað með, svo að endanlega verði staðan eftir 20 ár, 120,5%. Eða þannig :)
- Miðað við ofangreint munu neyðarlánin vera á lægri vöxtum en sum aðildarríkin sjálf geta fengið á mörkuðum, til að bæta þeim ríkjum það upp, sem það á við. Þá var ákveðið að Seðlabanki Evrópu, muni bæta þeim það upp. En ECB hafði keypt grísk ríkisbréf á undirverði, sem hann ætlaði sér að hagnast á með því að rukka inn á fullu verði. Þeim hagnaði verður nú í staðinn endurdreift til þeirra aðildarríkja evru, sem munu lána Grikkjum á lægra verði, en þau sjálf geta fengið.
- Grikkland skal undirgangast það, að út tímabilið, sennilega á það frekar við nk. 3 ár en ekki nk. 20 ár, verði til staðar í Grikklandi frá stofnunum ESB, teymi eftirlitsaðila sem hafi rétt til að anda ofan í sérhvert hálsmál innan grískra ráðuneyta, til að tryggja að áætluninni sé framfylgt.
- Stofnaður verður "escrow account" eins og þetta er kallað, sem þíðir að peningarnir sem Grikkjum mun vera ætlað að borga, þeir peningar munu ekki verða sendir til Grikklands, heldur inn á reikning undir stjórn meðlimaríkjanna. Af þeim reikningi, verði skammtað fé til aðila þ.e. einkabönkum og öðrum einkaaðilum borgað og grískum stjv. skammtað fé til að tryggja að þau hafi rekstrarfé. Grískum stjv. er sem sagt ekki treyst til að hafa umsjón með þessu fé. Sá reikningur mun alltaf innihalda peninga til 3-mánaða.
- Því er þó lofað, að Grikkland geti losnað við þetta fyrirkomulag - "Athens has agreed to change its constitution to make debt payment the top priority in government spending." Takið eftir, grísku stjórnarflokkarnir hafa lofað, að breyta grísku stjórnarskránni, með þeim hætti að það verði bundið í ákvæði hennar, að greiðslur af skuldum Grikklands skuli hafa Vægi. 1 miðað við - ath. - öll önnur útgjöld gríska ríkisins.
- Það þíðir þá væntanlega að þau hafi meira vægi en að viðhalda skólakerfi,
- heilsugæslu og sjúkrahúsum,
- tryggja bætur þurfandi og aldraðra,
- viðhald eigna gríska ríkisins o.s.frv.
- Það er manneskjuleg framkoma aðildarríkjanna við grikki :)
- Gríska ríkið á að skera ríkisútgjöld næstu 2 árin um 25%. Fækka ríkisstarfsmönnum um 150 þúsund yfir sama tímabil. Lækka útgjöld sín af greiðslum til lífeyrisþega um 15%, þ.e. ríkisstarfsmanna á eftirlaunum.
- Svo má ekki gleyma að Grikkland hefur samþykkt að lækka lágmarkslaun um 22%. Þ.e. lögbundin lágmarkslaun á Grikklandi öllu.
Niðurstaða
Það verður áhugavert að sjá hver viðbrögð grískra kjósenda munu verða í þingkosningunum í apríl nk. En væntanlega verður næsta þingdrama það, að grísku stjórnarflokkarnir reyna að knýja stjórnarskrárbreytingar í gegn, tilraun til að tryggja að óháð því sem kemur upp úr kjörkössunum, muni Grikkland halda áfram að borga eigendum skulda Grikklands.
Klárt er að tilgangur björgunarpakka Grikklands, er að hámarka endurgreiðslur Grikklands af því fé sem því hefur verið lánað.
Ég velti fyrir mér hvernig Grikkland muni líta út eftir 20 ár í spennitreyju!
Sennilega eftir langa röð svokallaðra "björgunarpakka."
Eða hvort það sé ekki alveg klárt, að þessi framtíðarsýn sem grískir kjósendur standa nú frammi fyrir, muni gersamlega gulltryggja sigur flokka yst til vinstri og yst til hægri, sem eru sammála um að vera andvígir björgunaráætlun svokallaðri fyrir Grikkland.
Þá getur verið lykilspurning hvort gríska stjórnarandstaðan nær 2/3 meirihluta á þinginu, svo hún geti breytt stjórnarskránni til baka, tekið aftur þær breytingar sem núverandi stjórnarflokkar hafa lofað - - eða ekki? Ef ekki, hvað gerist þá - > Uppreisn? Upplausn?
------------------------------
Áhugavert er að það varð nokkur lækkun á mörkuðum þegar samkomulagið var kynnt. En þ.e. rakið til þess, að fréttir af raunverulegri stöðu gríska hagkerfisins í gær skv. fréttum um innihald skýrslu AGS og ECB um ástand gríska hagkerfisins, dragi úr tiltrú á björgunarpakkanum í augum fjárfesta.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar