Hvers konar ríkisstjórn kemur eftir kosningar á Grikklandi?

Þetta er góð spurning. Bendi hér á áhugaverða greiningu: Analysis - Greek pro-bailout parties to survive voter anger. Sá sem talað er við í þessari grein, er víst aðili með langa reynslu af því að vinna kannanir á Grikklandi. Og sá aðili telur líkur á því að núverandi ríkisstjórn haldi áfram.

Hann telur að PASOK muni bæta við sig fylgi fyrir kosningar, eftir að nýr formaður tekur við flokknum, en talið langlíklegast að Papademos forsætisráðherra taki við af Papandreo sem leiðtogi.

Papademos sé þessa stundina þrátt fyrir allt, sá stjórnmálamaður sem hafi mest traust. Sem segir sennilega meir um vantraust á stjórnmálastéttinni meðal kjósenda en margt annað.

Hann bendir á að kosningakerfið í Grikklandi virki með þeim hætti, að stærsti flokkurinn fái alltaf sjálfvirkt 50 þingsæti í verðlaun fyrir að vera stærstur. 

Atriði sem líklega hefur gert eins flokks meirihluta PASOK mögulega.

Niðurstöður könnunar frá 13/2 sl.

Graphic: Popular Support for the Greek Political Parties

Hið minnsta eru líkur á því að kosningarnar fari með þeim hætti, að tveggja flokka stjórn PASOK og Nea Dimokratia verði ekki möguleg.

Það verði ekki mögulegt að mynda ríkisstjórn, sem styðji áframhald björgunaráætlunar Grikklands.

Sjá hér áhugaverða grein:  Greece Lurches to Left Amid Radical Austerity.

  • Hvet fólk til að lesa greinina - en klárt er að leiðtogi Syriza væri gersamlega vonlaus leiðtogi landsins.
  • KKE flokkurinn væri ekki betri, en grískir kommúnistar virðast enn vera alvöru kommúnistar.
  • Helst spurning um hinn nýja flokk - Dimar eða hið Lýðræðislega Vinstri. 

Mér dettur í hug hugsanleg stjórn Nea Dimokratia og Dimar, sem er hófsamastur langsamlegast, af vinstriflokkunum vinstra megin við PASOK. Fræðilega væri það starfhæf stjórn.

Það getur einnig höfðað til leiðtoga Nea Dimokratia að mynda stjórn með einhverjum öðrum, en helsta pólitíska andstæðingi flokksins hans í mörg ár.

Það verður áhugavert að fylgjast með kosningabaráttunni á Grikklandi næstu vikurnar.

 

Niðurstaða

Hvað er það versta sem getur gerst? Einfaldlega stjórnleysi. En ef mál fara þannig að ekki er unnt að mynda starfhæfann meirihluta fyrir "Björgun Grikklands" þá er ekki víst að það muni ganga vel að mynda stjórn. En það versta sem getur gerst í ástandi gjaldþrots er ef samtímis ríkir stjórnleysi.

Ef e-h getur stuðlað að valdatöku hersins í kjölfarið, er það sú hætta.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það skiptir engu mái hvað trúðar koma í staðinn. Þjóðverjar og Frakkar fyrir hönd hæfs meirihluta EU, láta ekki Grísku élítuna komast upp með eitt eða neitt. Fordæmið væri hryllingur. EU er með 4,5% bólguhagvöxt að meðaltali. Það nægir til að lækka raun skuldir ríksjóð smátt og smátt. Það vera engar kauphækkanir hjá Gríska ríkinu á meðan samið eru lánafyrgreiðslur.  

Júlíus Björnsson, 22.2.2012 kl. 12:50

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Með hvaða her? Ef Grikkir taka slíka ákvörðun, er ekkert minna en hernám, sem getur stöðvað málið.

En engin lagatæknileg úrræði eru til í sáttmálum ESB, sem gerir það mögulegt að reka aðildarríki úr samtökunum.

Hin geta fræðilega lagt ESB niður og stofnað ný samtök, með 26 meðlimum. Það væri eina mögulega úrræðið.

Grikkir geta þetta og komast örugglega upp með það að auki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.2.2012 kl. 15:01

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Miðstýrinng vinnur á tíma, EU er orðið hernaðaveldi í samningu og eftir að gera raunveruleikan sýnilegan. Svo skilur ekki almenningur.  Ríki EU öll þau meirhátta og Miðstýring er 3 skiptan fjálaga ramma, fyrst er lagða niður skuldir lengri en 60 mán. síðan þær lengri  en 12 mán. Síðan fastir póstar næsta ár og svo má rífast um afganginn.  Heildartekjum minnst 80% er skipti á geira í fastri hlutfallslegri skiptingu og þá liggur alltaf til grunnvallar pie-chart.  Þess vegna er ekki hægt að fjámagna hernaðgeira hliðstæðan USA, nema skera niður aðra.
Rök geta verið veikleiki hjá þjóðverjum því elítan þar gerir allt rökrétt.  Þar sem þetta er gefið þarf að skera niður óþarfa skammtíma áhættu geira í leppríkjunum, skap vinnu sem skilar aga og hreinsar skrílinn af götunum bæði til varnarsóknar [skjóta fyrst og réttlæta á eftir] og svo til stykja innri eftilit Meðlima ríkja. 1,0% meðal samdráttur á ári, er ekki hættur. Þjóðverja síðust 5 ár haf fækkað þegnum um 1,0% ári. Haldið tekjum á mann við. Þeir vita að vélar og tölvur hafa gert millistéttina óþarfa. Millstéttin fær aldrei að læra það sem skiptir öllu máli, skilja efnhagsmál og fjármál. Milltétt kallast af yfirstétt labour og telur til  80% þegna á öllum tímum óháð menntun. Í þýsklandi er síu kerfi og mikli agi í öllum stöðu gildum og líka mikill tekju jöfnuðu hjá þessum 80% og þeim 10% þar undir. Mjög ódýr yfirbygging á heildar íbúafjölda. Vegna þess hvað þjóðverjar framleiða mikin hávirðiauka geta þeir greitt sinn yfirbyggingu talsvert hærra kaup, en Ríki S-EU og A-EU.  Sossarnir í þessum ríkjum haf greinlega talið að EU stæði fyrir allar elítur jafnar, og meiri menntun þýddi hærra kaup.
þetta gengur ekki upp þegar pie-chart er skoðað. 80% er fast.  Ég fór ífrönsku nám og grísku og Latínu um 1995 og þá fékk svona menntaskóla grunn eins og þeir sem fara í Sorbonne, farið yfir alla sögu EU sér í lagi Frakka.
Þjóðverjar og Frakkar eru með síu menntamótunarkerfi. Í þýskalandi verða forledra hæfra þýskra barna að taka ákvörðum um send þau mjög kröfu hart nám skilar doktor 24 ára.  Aðrir minna greindi og veiklundaðri fara Norðurlanda leiðina. Það er orðin svo mikill greindar munur milli elíta heimsins það heyrsist strax þegar lið kemur úr síu eða ekki.
 Það var sía hér til 1972. Menntaskólinn var miklu þyngri á 19 öld.  Yfirmann mótun felst í þjálfa úthald , gera það sem manni finnst leiðinlegt, þjálfa langtíma minni, rökrétta setningarfræði, sanna útleiðslu til að skilja formúlur og búa til sínar eigin. Þjalfa upp breiðan þenngingar grunn. Sérfræðingarinn með eitt auga fara svo í smáatriðinn. UK er með heimvistarskóla og eiknakennara. Frakkar byrja starx að beina börnum frá hugmyndum að fara upp valdastigan,  þar er námstími gífurlegur og mikið heima nám og mikið um einkakennslu.  Efri millistéttin lætur sín börn ekki horfa á tv nema mest 10 mín á dag. svo er farið læra eftir eftir kvöldmat.  Sunnudagar einu dagarnir sem börn efri millistéttar eru með foreldrum sínum.   

Í EU er engar pásur hjá vinnandi sem hafa ekki unnið neina yfirvinnu síðuðust 100 ár. Þar er margir farnir á elli heimil 55 ár.  Vegn þess hvað vinna er kerfjandi og eftiur laun er góð vilja flestir ekki lát lengja hjá sér stafsævina í mörgum ríkjum EU.   Hinvegar er rökrétt að þeir sem er hættir að vinna eyði meira af raunvirði og efnislegt raunvirði minnkar með hverju ári í nánum EU.Þeir hafa áhyggjur 30 ára fram í tíman minnst.
Það var hætt að kenna samanburðar landfræði í Alþýðskólakerfi EU um 1970. Síðan var túrismi skilgreindur sem iðnaður til að gera samburð erfaðir fyrir alþýðu Háskóla lið. 1983 var MR. eini menta skólinn sem kenndi  stærfræði. Ég þurfti að sjáfmennta mig í M.S. var bara innsetning í formúlur og þekkja þær . 1978-82.  1954 þurftu máladeildir  að hafa tök á algerbru. VR. útskrifaði ekki fólk sem var ekki yfir 8 í öllum lykil fögum. 1983 var BS nám í tungumálum að útskrifa lið sem var verr menntað heldur en máldeildar stúdentar 30 árum á undan.
Enda er lengd á nánstíma stytting á starfsævi, minni eyðsla.  Stjórnaskráin sem kom frá Danmörku var nánast sú sama og sú Danska.    Allir skildu þá Íslensku þegar ég var barn. Svo komu siðspillingar breytingar. Fólk sem les stjórnaskrá frá 100 ára gamla verður skilja orðforðan en Íslenska stofnanna málið hefur sökkbreyst  fra 1970. Það gildir ekki um stofnanna málið í Þýsklandi, Bretlandi og Frakklandi, hinsvegar breytast skoðanir almennings á merkingu orða þar, í Frakklandi kallast það merkingar fólkisins.  Íslenska var ekki með svona stéttskipt mál. Margar merkingar í sama orði, frekar vorum við með föll og fleir orð ólík í framburði. 

He is Developed merkir í ensku fjámála og valdamáli : stöndugur. Hér þetta alltaf þýtt þroskaður, sem er mature hjá enskum menntamönnum

í MR fyrir 1967 í það minnsta var bar kennd yfirstéttar enska, þýsk, og franska. Nemdur gat svo síðar lært málýsku og staðbundar og stéttlegar merkingar orða. Þetta þótti alltof snobbað 1983.   Íslendingar fram til 1950 smíðuðu orð miðað við skilgreingar á erlendu orðum  á upprunamálinu, þanng að Íslenska orðið þýddi það sama.  Þegar tölvurnar komu þá þurfti að þýða allt beint úr ensku orð í orð. Þetta er sennlega skýringin á skoðunum hér.  Lítill orðforði lítil málgreind.

Innheimtu aðferðirnar á Grikklandi er alveg örugglega að pressa kaupmátt almennig niður um 50 % og koma með nýja ríkistjórn á lagra kaupi og hækka Gríska almenning um 10% .   Svo mun brátt koma að því að Miðstýring greiðir niður kostnað við hernaðaruppbyggingu í Meðlima ríkjum sem sækja um það. Þá skapast fullt af stöfum. UK fær hellning á móti sínu hernaðar framlagi.  Við fúm að borga en ekkert í staðinn því við elskum frið og sækjum ekki um að byggja upp her til sókanarvarna. Vöruviðskipta jöfnuður við Commission í Brussell er talsvert hagstæðari fyrir EU Meðlima ríki en Ísland  eftir gengisleiðréttingu. Við fáum helmingi minna af vörum. Ég hef meiri áhyggjur af Íslendingum en Grikkjum, þar en þá talsverður sjálfþurftar búskapur og ódýr heima matvæla framleiða. Fréttamaður spurði hvað kostar mjólk. Ég spyr hvað hvað kosta hvítvín og bjór.  Mjólk er frekar notað eins og rjómi í S-EU. Sigrettur er mjög ódýrar.  Það var Fasista stjórn á Grikkland fyrir 40 árum og liðið alls ekki ríkara.

Júlíus Björnsson, 22.2.2012 kl. 17:46

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í grein sen veitir Commission umboð til útvíkunar kemur fram að þroskaferlið til formlegar aðilidar felur í lána fyrirgreiðlur til samhæfiningar, hagræðingar og uppbyggingar. Í kafla um Seðlabnka kerfið kemur fram að lán fara í gegnum kauphallir og einkabanka.

Við sjáum að  þetta felur í sér skammtíma hagvöxt, uppbyggingu lýkur og hagræðingu lýkur. Stjórnsýslur margar skilja þetta ekki og telja hagsvöxt merkja fastar þjóðatekju aukningu. Margar fluttu inn ódýrt vinnuafli og heima menn fóru í nám að eigin vali og stjórssýslu hækku kaup sitt og eftir starfsloka greiðslur. Samt jukust ekki eigin þjóðartekjur þeirra af reglulegri starfsemi.  Þá sitja þessar stjórnsýlur í súpunni Meðlima skatta þarfa að borga Miðstýringin skiptir sér ekki af tekjum sem myndast á neytenda mörkuðu heima ríkja þegar hún fengið sitt. Vsk. borgar allt þegar upp er staðið. Föst störf verður að tryggja áður en útskrift lýkur.  Þau ríki sem fjarfestu ekki iöruggri vsk. atvinnuuppbygging á meða þroskferli stóð, Uppskera eins þau sáðu. 

Reglan er útskrifir þú  100 nema á ári þá eftir 30 ár er 3000 manna geiri. Ef þetta er nýr geiri til viðbótar þarf nýtt hráefni og orku. Menn lifa ekki á stjórnmála og hagfræðikenningum einum saman. 

Júlíus Björnsson, 22.2.2012 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 846639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband