Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012
11.12.2012 | 00:08
Ítalía og Írland myndu græða mest allra landa á því að yfirgefa evru!
Þetta er niðurstaða úttektar sem Bank of America Merrill Lynch framkvæmdi. Eins og sést, þá tóku þeir leikjafræði-greiningu á stöðu mismunandi ríkja, gagnvart spurningunni um að fara eða vera. Þetta er mjög skemmtileg greining.
Eiginlega, setur framtíð evrunnar í þann hnotskurn.
Að, hennar framtíð snúist í reynd um, að sannfæra Ítalíu um að vera áfram.
Áhugavert er að skv. greiningu þeirra, þá er gróði Spánar ekki nándar nærri eins mikill hlutfallslega af því að fara, eins og á við um Ítalíu.
Þeirra lokaályktun, er nokkurn veginn á þá leið, að Þýskaland hafi mjög takmarkaða getu, til að kaupa Ítalíu til - að vera áfram.
Fáum ætti að koma á óvart, að Þýskaland er það land sem mestu tapar, á því að yfirgefa evru, eða ef hún fellur - einhverra hluta vegna.
Þó skv. greiningu, sé Þýskaland best fært um að, sigla sinn eigin sjó.
Af hverju græðir Ítalía svo mikið?
- Ítalska hagkerfið hafi nú verulegan slaka.
- Samtímis, sé ríkissjóður með afgang af fjárlögum, áður en reiknað sé með kostnaði af skuldum, ríkissjóðurinn sé því mjög vel fær um að fjármagna sig, innan nýs gjaldmiðils.
- Ítalía hafi mikið af góðum fyrirtækjum, sem væru fær um að vaxa hratt, inn í þann slaka sem til staðar er, ef gengið yrði allt í einu verulega hagstæðara.
- Þó að ítalska ríkið skuldi mikið, séu heildarskuldastaða Ítalíu tiltölulega hagstæð, t.d. mikið hagstæðari en Bretlands eða Spánar.
- Það sem haldi aftur af hagvexti, sé skortur á samkeppnishæfni, þ.e. kostnaður per vinnustund eða vinnueiningu, hafi hækkað verulega síðan 2000. Þetta sé meginástæða, núverandi samdráttar í hagkerfinu, því í augnablikinu séu útfl. atvinnuvegir, ekki samkeppnisfærir um verð.
- Vegna ofangreindra þátta, myndi líruvæðing skila snöggri aukningu hagvaxtar. Hratt minnkandi atvinnuleysi. Og ekki síst, þeir vilja meina að Ítalía myndi geta staðið við skuldbindingar sínar.
- Ekki verða gjaldþrota.
Rétt að taka þessu með fjölda saltkorna!
En þessi greining tekur ekki til heildaráhrifa á heimshagkerfið af því, ef Ítalía myndi fara. Þá myndi evran líklega leysast upp.
Lykilatriðið auðvitað er, hvernig evran væri afnumin - - en ef það gerist þannig, að ekki er fyrirfram búið að ákveða, hvað skal gera við skuldbindingar ríkja innan hennar. Gæti skapast mikið vesen í alþjóða bankakerfinu.
- En einfaldasta "trixið" væri að, hvert ríki fengi að skipta sínum evruskuldum yfir í sinn eigin gjaldmiðil.
- Þá yrði ekkert aðildarríkjanna gjaldþrota.
- Því þá myndi gengið falla, þangað til að sjálfbær staða væri komin.
Kannski, ef við ímyndum okkur að Berlusconi verði aftur forsætisráðherra, og hann fari að tala á prívat fundum með Angelu Merkel, um það að hann ætli að taka Ítalíu út úr evru.
Þá væri fræðilega unnt, að sannfæra Ítalíu skv. greiningu Bank of America Merrill Lynch, ef Þýskaland samþykkti aðgerðir, sem myndu stuðla að 20% gengisfalli evrunnar.
En það auðvitað, myndi nokkurn veginn skapa það ástand, sem Þýskaland myndi standa frammi fyrir, ef það sjálft tekur upp Markið á ný - þ.e. hærra gengi og því tapað samkeppnisforskot er það nú hefur.
Þannig að slíkur "díll" sé ekki líklegur til að höfða til Þjóðverja, fyrir utan að þeir hafa algert "antipat" gagnvart verðbólgu.
En segjum, að Berslusconi hafi sett fram úrslitakosti með tímasetningu, þá væri fræðilega unnt að hrinda þeirri aðgerð af stað, að skipulega taka evruna niður.
- Því fylgdi engin boðaföll í alþjóða kerfinu.
Skv. fréttum virðist paník í Brussel v. Berlusconi!
Monti in talks to run for Italian PM
Monti resignation catches rivals off-guard
Það virðist að Monti sé undir miklum þrýstingu um að bjóða sig fram, sem forsætisráðherraefni.
Francois Hollande - "appeared confident Mr Monti would still play a role in politics. Its a pity for the short term, but in one month or two months, it will appear that Mr Monti is able to join a coalition or to go forward to stabilise Italy, he told Reuters news agency."
Herman van Rompuy, president of the European Council, said he did not want to interfere in Italian politics, then added: Mario Monti was a great prime minister of Italy and I hope the policies he put in place will continue after the elections.
Þetta var við athöfnina, er ESB tók á móti verðlaunafé frá Nobel nefndinni.
En Monti stendur frammi fyrir tilboði að bjóða sig fram, frá nýjum flokki sem hefur verið búinn til, af ýmsum áhrifamönnum innan samfélagsins sem ekki hafa verið í pólitík.
Enginn veit auðvitað, hvaða fylgi slíkt framboð myndi fá.
Sumir segja, að það geti fengið - mikið fylgi.
Meðan aðrir benda á, að Monti sé of þurr á manninn og prófessorslegur, samtímis því að dregið hafi úr vinsældum hans, eftir því sem atvinnuleysið hefur aukist og kreppan dýpkað.
En hann er greinilega nánast dýrkaður, af hópi manna. Sem sjá hann sem vissan bjargvætt. Sennilega einna helst, vinum evrunnar á Ítalíu. Sem líta líklega á hann, sem manninn sem geti haldið Ítalíu innan evrunnar.
Auðvitað, vita menn í Brussel af því, hvílíkt lykilríki Ítalía er innan Evru.
Niðurstaða
Það er skemmtileg tímasetning hjá Bank of America Merrill Lynch að koma fram með þessa greiningu. Daginn eftir að Silvio Berlusconi, hefur lýst yfir framboði. Og sett allt í háa loft í ítalskri pólitík.
Það er engin leið að vita fyrirfram hvað hann hyggst fyrir.
Ég er þó alveg viss um það, að það er algerlega rétt. Að Ítalíu myndi farnast ágætlega innan líru.
-----------------------
Á sama tíma væri Þýskaland stóri taparinn, þ.e. skyndilega myndi kostnaður þar aukast. Að auki, myndi líklega sá stóri afgangur af utanríkisviðskiptum sem það viðheldur, hverfa.
Þýskaland gæti lent í samdrætti, með því að allt í einu minnki eftirspurn verulega eftir þeirra varningi.
Á sama tíma, og Ítalía myndi allt í einu geta séð fram á "kröftugan" hagvöxt í nokkur ár, eða þar til slakinn er farinn.
Kv.
9.12.2012 | 20:20
Hráskinnaleikur í Grikklandi!
Það má vera að einhver ykkar hafi heyrt um svokallað "endurkaupa prógramm" sem virkar þannig, að gríska ríkið fær lánaða tiltekna upphæð til að kaupa aftur eigin skuldabréf. Svo hæpið taldi Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn það prógramm. Að hann hefur neitað að greiða sinn hluta hinnar 3. björgunaráætlunar Grikklands. Fyrr en niðurstaða þess prógramm liggur fyrir. Það þíðir því, að hagstæð útkoma þessara "endurkaupa" er forsenda þess. Að Grikkland geti hindrunarlaust haldið áfram inni í evrunni, a.m.k. eitt ár til viðbótar.
Fyrir helgi kom mjög grunsamleg frétt: Positive signals for Greek buyback offer
- "The countrys four largest banks contributed a large part of their 17bn holdings of bonds, after the Greek finance minister said it was their patriotic duty to ensure the buybacks success."
- "Together with local pension funds and a remnant of European institutional investors and banks, this should bring the total tendered above the required 30bn mark, according to local bankers."
Takið eftir:
- Gjaldþrota grísku bankarnir, þeim er látið blæða.
- Og að auki, er gengið á gríska lífeyrissjóði. Þeim einnig látið blæða.
- Og í fréttinni, er talað frekar jákvætt um, að áætlunin virðist ganga upp.
- Ef einhver vafi var á því, að "björgun 3" sé bara skammtíma-aðgerð. Þá held ég að slíkur vafi sé bersýnilega horfinn.
John Dizard í pistli sem er á vefsíðu FT í dag sunnudag, benti á hvað þetta þíddi. Að grísku bankarnir skuli hafa verið neyddir til að taka þátt.
Hope for Europe rises as game of pretence ends
- "While all the details, and ultimate size, of the Greek bond buyback are not clear, it is certain that the Greek banking system will, proportionately, be the biggest loser of the bond buyback. The Greek banks will be selling their bonds for 33 cents on the euro, which will result in a loss of perhaps 4bn of capital."
- "Take that loss, multiply it through the magic of a fractional reserve banking system in a fairly small economy such as Greeces, and you get an idea of what will happen to the provision of credit to the countrys private sector."
- "Greece is now set to go through another year of depression. So extreme right and extreme left parties support is shooting through the roof. Keeping the headlines small until the September 2013 German elections will be a very challenging task for the eurocracy and its Greek friends."
Ástæða þess að hann sér von er sú, að hann ályktar að vitleysan geti ekki orðið mögulega steiktari.
Næst hljóti menn að leita raunhæfari lausna :)
Það sem þetta þíðir
Spurning hvernig þessu verður reddað. En grísku bönkunum verður ekki heimilað að rúlla a.m.k. áður en þingkosningar fara fram í Þýskalandi nk. september. Þannig, að verið geti að Seðlabanki Evrópu, verði eina ferðina enn að heimila nýja fjármögnun þeirra -- í gegnum útibú Seðlabanka Evrópu í Grikklandi, þ.e. Seðlabanka Grikklands. Þá veitir hann svokallað "emergency liquidity assistance" eða E.L.A. sem er fjármagnað með skuldabréfi frá grískum stjv. Sem setur málið í hring.
Ef þeir geta starfað með harmkvælum með e-h minna eiginfé. Þá verður aðgangur að lánsfé enn erfiðari en áður. Eins og Dizard bendir á. Sem þá skapar viðbótar samdráttaráhrif inn í grískt efnahagslíf.
Á sama tíma, og á nk. ári verður keyrt á mjög harðan viðbótar niðurskurð af ríkinu.
-------------------------
Svo má ekki gleyma tapi þessara ótilteknu lífeyrissjóða. Sem væntanlega leiðir til skerðingar greidds lífeyris.
En mér skilst að margir atvinnulausir Grikkir, búi nú hjá öldruðum foreldrum. Séu háðir þeirra lífeyri. Svo fólkið líði ekki hungur.
Niðurstaða
Hve lágt ESB leggst þegar kemur að hráskinnaleiknum gagnvart Grikklandi. Hættir ekki að koma manni á óvart. Það vissu allir fyrirfram, að þessi "endurkaupa" leið sem haldið var fram af ríkisstjórn Þýskalands - væri tóm steypa. Eins og sést að ofan, þá er þetta bersýnilega sú sýndarmennska sem menn sögðu þetta líklega verða.
Markaðurinn var augljóslega ekki ginnkeyptur fyrir tilboðinu, innan við ári eftir að fjöldi einkaaðila var þvingaður til að afskrifa allt að 70% af sinni eign.
Þá hafi menn ekki viljað, afskrifa annað eins aftur. Sennilega þá heildarafskriftir er myndu nálgast 90%.
Þegar opinberir aðilar þverneita að afskrifa eina staka evru.
Svo gríska ríkið, svo það fái þessa 40ma. greidda sem til stendur. Gengur fram, og þvingar innlenda aðila sem það hefur lögsögu um, til þess að redda málinu.
Þó svo að augljóslega, afleiðingar af þeirri aðgerð muni bitna síðan á gríska hagkerfinu. Þá virðist skipta megin máli, að halda dæminu í gangi - nokkra mánuði til viðbótar.
Endemis þvæla.
Kv.
9.12.2012 | 04:24
Ætlar Berlusconi að taka Ítalíu út úr evrunni?
Líklega er stærsta frétt dagsins, að Berlusconi ætlar aftur að sækjast eftir embætti forsætisráðherra. Eftir að áður hafa sagst vera ákveðinn í því að draga sig í hlé frá stjórnmálum. Enda fékk hann á sig dóm undirréttar Ítalíu fyrir spillingu á þessu ári þ.s. hann var dæmdur í 4 ára fangelsi. En skv. ítölskum réttarreglum, á hann rétt á a.m.k. tveim árfrýjunum til viðbótar. Og ekkert bendir a.m.k. enn til þess að hann sé á leið í fangelsi.
Eins og einn fréttaskýrandi sagði - á þessari stundu telur hann sig líklega engu hafa að tapa.
Önnur stórfrétt fylgdi í kjölfarið, þ.e. tilkynning Mario Monti um afsögn hans og hans ráðuneytis, sem þó á ekki að taka gildi alveg strax, hann sagðist ætla að koma fjárlögum í gegn. Segja síðan af sér.
Skv. fréttaskýrendum, er búist við því að fjárlög renni í gegn fyrir jól. Þannig að skv. ítölskum lögum, er þá unnt að halda kosningar í febrúar 2013.
- Þannig að framundan er þá snörp kosningabarátta!
- Sú verður örugglega óvægin!
- Talið er að Berlusconi muni höfða til óánægju kjósenda með kreppuna!
- Og niðurskurðaraðgerðir ríkisstjórnar Monti.
- Enda hefur verið haft eftir Berlusconi, að Ítalía stefni í "endalausa kreppu" - því þurfi að breyta.
- Enginn veit í reynd hvað það þíðir - eða hvað Berlusconi mun gera, ef hann kemst aftur til valda.
Reuters - Old gambler Berlusconi back for last throw
Reuters - Berlusconi party says it will not push Italy into chaos
Reuters - Italy PM Monti says he will resign when budget passed
FT - Berlusconi plans return to politics
FT - Monti announces intention to resign
Endurkoma Berlusconi!
Karlinn er sannarlega magnaður á sinn hátt, hann hefur verið óskoraður leiðtogi ítalskra hægri manna í a.m.k. rúma 2 áratugi. Áður en hann kom fram á sjónarsviðið, var það afskaplega sjaldgæft að Ítalskar ríkisstj. héldu út kjörtímabil sitt. Reyndar man ég ekki þess dæmi, að nokkur vinstristjórn það hafi gert. En karlinn hefur afrekað þetta tvisvar. Sem líklega er ítalskt met a.m.k. tímabilið eftir Seinna Stríð. Það líka má kalla - hans megin afrek. Því ríkisstjórnir hans hafa ekki þótt hafa afrekað miklu.
Ítalía hefur svona nokkurn veginn slumpast áfram undir hans stjórn, hvorki batnað að ráði né versnað að ráði.
Það var síðan í evrukrýsunni, sem slík stjórnun dugði ekki lengur. Og fyrir rest, var honum skóflað til hliðar, sem virtist hafa gerst að miklu leiti fyrir þrýsting utanaðkomandi aðila.
Og Mario Monti kom frá Framkvæmdastjórn ESB, og tók yfir sem hinn nýi forsætisráðherra fyrir um ári, hvað sem má segja um Monti, þá líklega gerði hann töluvert flr. breytingar á Ítalíu það eina ár, en Berlusconi afrekaði öll þau ár sem forsætisráðherra.
En niðurskurðaraðgerðir þær sem Monti hefur framkv. - hafa klárt aukið kreppuna á Ítalíu, og atvinnuleysi.
Sú kreppa hefur reynst töluvert dýpri en Monti sjálfur spáði.
Þó svo að Monti njóti stuðning menntamanna almennt, og erlenda valdamanna. Þá hefur stuðningur við hann hríðfallið meðal almennings, þ.e. almenns launafólks.
Það má vera, að einmitt þetta - sé í augum Berlusconi "tækifæri" að snúa til baka, sem einhverskonar "bjargvættur."
Berlusconi:
- "Berlusconi confirmed the long-expected news almost casually on Saturday, telling reporters at a training field of his AC Milan soccer club that he had reluctantly decided to run."
- "In an entry on his Facebook page, he said he had tried in vain to find a worthy successor."
- "It's not that we haven't looked. We have, and how! But there isn't one,"
"The popularity of his People of Freedom (PDL) party is at an all-time low of around 15%..."
Ég hugsa að maður taki orðum Berlusconi með stórum fjölda saltkorna. Það er, því að hann snúi til baka með trega. Vegna þess, að það hafi ekki fundist neinn nýr leiðtogi fyrir hægri fylkinguna er hann sjálfur bjó til á sínum tíma. Flokkurinn hans sé í vandræðum, það sé því ekki um annað að ræða - en að koma honum til bjargar og Ítalíu einnig.
Berlusconi:
- "I cannot let my country fall into a recessive spiral without end, it's not possible to go on like this,"
- "Today Italy is on the edge of an abyss: the economy is exhausted, a million more are unemployed, purchasing power has collapsed, tax pressure is rising to intolerable levels."
Skilaboðin geta ekki verið skýrari - - Ítalía er í vandræðum. Og Berlusconi ætlar, þrátt fyrir að vera orðinn ellihrumur 76 ára, að stíga inn í sviðsljósið á ný. Og bjarga málum. Að sjálfsögðu, af ósérhlífni eingöngu :)
---------------------------
Búist er við því að flokkur Berlusconi muni hleypa fjárlögum ríkisstjórnar Monti í gegn sbr. yfirlísingu talsmanns flokksins:
"Yesterday we did not give a vote of no confidence because we consider the experience of the Monti government has come to an end, but we don't want to send the institutions and the country into chaos,"
Þó svo að flokkurinn ætli sér líklega að gagnrýna ríkjandi niðurskurðarstefnu, sé talið að þingmenn muni ekki þvælast fyrir þeim fjárlagaaðgerðum er tengjast þeim niðurskurðarpakka sem Monti hefur lagt áherslu á að knýja í gegn.
Þetta auðvitað kemur í ljós á næstunni.
Að auki, einnig hve langt flokkur Berlusconi ætlar sér að ganga í því - að fjarlægjast stefnumið Monti stjórnarinnar.
---------------------------
- "The centre-left Democratic Party's (PD) commanding lead in opinion polls, with more than 30 percent of backing, has been built up in the absence of any centre-right leadership and boosted by its much publicised primary to elect a leader."
- "By electing the dour, 61 year-old former communist Pier Luigi Bersani over the young, telegenic mayor of Florence Matteo Renzi, the PD gave Berlusconi the chance to play the anti-communist card that has served him well in the past."
- A showdown between Berlusconi and Bersani, with a combined age of 137, may be an unappealing prospect for a country in desperate need of renewal, but it is one which Berlusconi believes at least gives him a chance.
Þetta er töluvert forskot sem sósíaldemókratar hafa á hægri fylkingu Berlusconi þ.e. 15% vs. 30% rúmlega.
Á hinn bóginn, má vera að hún hafi verið eins og "leiðtogalaus her" þannig séð, eigi inni töluvert meira fylgi. Þegar flokkurinn fari að beita sér af alefli.
Síðan segir fréttaskýrandi Reuters, að Berlusconi eigi möguleika vegna þess, að í nýlegu leiðtogakjöri, hafi fyrrum kommúnisti orðið ofan á, hjá vinstri fylkingunni.
Sem gefi Berlusconi tækifæri, til að spila gamalkunna slagara. Ef til vill, ekki síst þannig að þjappa hægri mönnum aftur utan um sjálfan sig, svo að hægri fylkingin gangi á ný sameinuð í þann slag.
- Það líklega hjálpar Berlusconi, ef kreppan á Ítalíu heldur áfram sjáanlega að versna.
- Á hinn bóginn, þá stendur einnig upp á karlinn - að koma fram með "Plan B."
- Hvað ætli sé það "Plan B"?
Niðurstaða
Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað Berlusconi hyggst fyrir. Ég er einnig viss um, að sama á við flesta á Ítalíu einnig. Að sögn fréttaskýrenda þykir sigur hans ólíklegur. En hver veit. Mig grunar að verið geti, að fylgi hægri bandalagsins sé ekki síst óvenju slakt, vegna þess að flokkurinn hafi verið leiðtogalaus her. Þannig, að verið geti að hann sæki hratt í sig veðrið. Og minnki það bil.
En önnur saga er hvort því bili verði lokað.
Ekki má því gleyma að Berlusconi á megnið af einkafjölmiðlum Ítalíu, þekktur um að beita þeim af alefli í kosningabaráttur.
Svo er það stóra spurningin - hvaða útleið úr kreppunni ætlar Berlusconi að bjóða upp á?
Hann er þekktur "spilari" og veit líklega, að þetta er hans síðasta tækifæri, til að setja sitt mark á framtíð Ítalíu - - svo hver veit. Kannski verður þá útspilið stærra en maður myndi halda, miðað við það hve varfærnar í reynd ríkisstjórnir hans voru við stjórn mála, í reynd "aðgerðalitlar almennt séð."
Það getur því orðið spennandi að fylgjast með Ítalíu á næstunni!
Eitt er víst, að evran hefur það ekki af, ef Ítalía tekur aftur upp líruna.
Endurkoma Berlusconi, getur því hleypt einnig fjöri í verðbréfamarkaði, af því tagi sem við höfum ekki séð síðan sl. sumar, en "orðrómurinn" einsamall, ef sá er ekki kveðinn nægilega kröftuglega niður af Berlusconi sjálfum - getur dugað til að rugga bátnum myndarlega.
Þannig að spennuástand myndist aftur á mörkuðum!
Kv.
7.12.2012 | 22:18
Fara Bandaríkin fram af hengifluginu?
Nú er fókusinn á áhyggjur af Bandaríkjunum, nánar tiltekið á viðræður Demókrata og Repúblikana á Bandaríkjaþingi er tengjast svokölluðu "fiscal cliff". Þrátt fyrir nýjar hagtölur í Bandaríkjunum séu upp á við. Og þrátt fyrir að skráð atvinnuleysi hafi nú minnkað skv. nýjustu tölum þ.e. í 7,7%. Þá dugði það ekki til þess að verðbréfamarkaðir í Bandaríkjunum enduðu vikuna "upp."
Heldur virðist nú óttinn við hið svokallaða "fiscal cliff" ríkjandi.
WSJ - Economy Adds 146,000 Jobs
FT - US fiscal cliff fears knock confidence
Hvað er þetta "fiscal cliff"?
Þetta er algerlega tilbúið vandamál, tilkomið vegna pólit. sundrungarinnar á Bandaríkjaþingi. Ef einhver man svo langt aftur sem haustið 2011. Þá var mikið pólit. drama í gangi. Sem tengdist veitingu bandar. þingsins á heimildum til alríkisstjórnarinnar til að eyða skattfé þjóðarinnar. En þ.e. í verkahring þingsins að veita slíkar heimildir. Og þær gilda alltaf í takmarkaðan tíma. Og þegar útrunnar, þarf að samþykkja nýja.
Repúblikanar hótuðu að blokkera veitingu slíkrar heimildar - nema að Obama samþykkti mjög "drakonískan" niðurskurð, sem hefði gersamlega eyðilagt hans tilraunir til að auka á velferð fátækra og verr settra Bandaríkjamanna.
Fyrir rest þ.e. fyrir áramót 2011-2012. Náðu deildir þingsins samkomulagi, um að fresta vandanum tja fram undir lok næsta árs; sem er núna!
Demókratar neyddust til að gefa eftir þó ívið meir, þ.e. samþykktu að við upphaf nk. árs þ.e. í jan. 2013, myndu koma til framkvæmda sjálfvirkar útgjaldalækkanir + skattahækkanir en það felst í því að tímabundnar skattalækkanir Bush stjórnarinnar falla niður, samanlagt af hagfræðingum talið vera um 5% af þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna. Sem þá skellur á hagkerfinu v. upphaf ársins - ef ekki næst samkomulag fylkinga um aðra útkomu.
- Þetta er hið svokallaða "fiscal cliff" sem eins og útskýrt, er pólit. gerningur.
- Fjöldi hagfræðinga óttast, að útkoman verði snöggur viðsnúningur hagkerfisins yfir í samdrátt!
- Þannig að bandar. hagkerfið hefji nk. ár í efnahagssamdrætti.
Að auki óttast margir, að sá samdráttur - muni víxlverka mjög neikvætt yfir á heimshagkerfið, ekki síst Evrópu. Og jafnvel, framkalla eina netta "heimskreppu."
Umræðan um útgjöld alríkisins er þörf - en ekki má drepa gullgæsina!
Þetta tengist allt deilu um halla á sjóði alríkisstjórnarinnar, og skuldasöfnun alríkisins.
Að auki tengist þetta öðrum vanda, sem er framreiknaður vaxandi útgjaldavandi tengdur kerfunum "Medi-Care" og "Medic-Aid" sem eru prógrömm sem fjármögnuð eru af alríkinu og fylkjunum í sameiningu.
Mörgu leiti mjög gagnleg prógrömm, því í þeim felast millifærslur af skattfé allra landsmanna, þannig að þó aldraðir eða fatlaðir búa í fátækum svæðum tiltölulega - þá fá þeir sem greiðslur úr þessum prógrömmum, gjalda þess ekki ef þeir búa í fátæku fylki eða á tiltölulega ílla stöddu svæði. Auðvitað þurfa menn að komast inn í viðkomandi kerfi. Mér skilst að þú sért ekki sjálfvirkt inni í þeim. Þarft sjálfur að óska aðildar, ganga í gegnum þá skriffinnsku sem því tilheyrir. Að auki, einungis bandar. ríkisborgarar hafa þennan rétt. Þessi kerfi hjálpa samt mörgum. Þó augljóst sé af hverjum þeim sem til Bandar. koma, að margir falla milli stafs og hurðar.
- Vandinn er sá - - að bæði þessi kerfi eru, vanfjármögnuð.
Að auki, virðist sem að fyrri ríkisstjórnir hafi lofað upp í ermina á skattborgurum, framreiknað muni kostnaður stöðugt aukast.
Og þar með útgjaldahalli alríkisins, nema auðvitað að það komi fljótlega mjög öflugur hagvöxtur sem standi um árabil á eftir - tryggi stöðugt auknar skatttekjur.
- Þannig séð - - er útgjaldaumræðan nauðsynleg.
- Líklega þarf að endurskipuleggja þessi kerfi, og færa réttindi að vilja skattborgara til að standa undir tilkostnaði.
- Á hinn bóginn skiptir miklu máli hvernig akkúrat þetta er leyst!
- Það þarf líka að taka tillit til stöðu hagkerfisins - - sem virðist á uppleið.
- En sá uppgangur er ekki það sterkur - - að hann sé ekki unnt að drepa.
Skv. fréttum virðist hagkerfið á uppleið!
Tölurnar um minnkað atvinnuleysi eru þó smá villandi ef marka má Wall Street Journal:
- The unemployment rate, which comes from a different survey than the government's payrolls count, fell to 7.7% from 7.9%, the lowest since December 2008but largely for the wrong reasons.
- Roughly 350,000 Americans left the labor force in November, lowering the rate, partly due to bad weather keeping Americans from working.
- The ranks of the long-term unemployedthose without a job for 27 weeks or morefell only slightly to 4.8 million from 5 million.
Þetta er áhugavert, nánast eins og að fellibylurinn Sandy, hafi dregið úr mældu atvinnuleysi. Með því að lama atvinnulífið á New York svæðinu. Sem er ein af stóru efnahagsmiðjum Bandaríkjanna.
Á hinn bóginn, fjölgaði störfum um 146 þúsund miðað við 80 þúsund, sem var spáð.
Að auki rétt að muna að fjölgun starfa mánuðinn á undan var 171 þúsund.
Á móti kemur: "But some analysts were quick to point out that the report was not as robust as it seemed as job gains in the previous two months were revised down by a total of 49,000."
Sem segir, að aukning í október hafi í reynd verið í kringum 150þ. í stað 171þ. sem segir eiginlega, að Sandy hafi nánast engin áhrif haft, fyrst að störfum fjölgar um mjög svipað.
Nema auðvitað, að Sandy hafi komið í veg fyrir enn meiri fjölgun.
----------------------------------
Þetta er ekki beint blússandi vöxtur. En a.m.k. er þarna hagvöxtur þó líklega sé hann ekki mikið meiri en milli 1,5-rúml. 2%.
En það auðvitað, sýnir af hverju margir hagfræðingar óttast það.
Að ef það skellur á snöggt 5% af þjóðarframleiðslu högg á hagkerfið, frá pólitíkusunum á Capitol Hill Washington.
Að þá verði umsnúningur yfir í samdrátt!
En einungis ef menn reikna með því, að hagvöxtur sé á leiðinni í umtalsverða aukningu inn í fyrstu mánuði nk. árs frá einkahagkerfinu, geta menn efast um að útkoman verði "nettó" samdráttur.
Þ.e. auðvitað umdeilt. Varlegt að treysta á að "þetta verði í lagi."
- Mér sýnist augljóst, að það verði að nást samkomulag, sem mildar eða a.m.k. dreifir "fallinu" yfir lengri tíma.
- Svo höggið verði ekki það mikið næsta ár, að hagkerfið kaffærist.
- Sennilega væri ásættanlegt, að hagvöxtur verði e-h sambærilegur við nýja hagsspá Bundesbank fyrir Þýskaland fyrir 2013, þ.e. 0,4%: Germany's Central Bank Cuts Forecasts
Niðurstaða
Það væri virkilega hrikalegt ef allt fer á versta veg á Bandaríkjaþingi. En ugg sækir að mönnum. Því ef e-h er, varð aukning á bilinu milli fylkinga. Miðjumönnum fækkaði. Öfgamönnum fjölgaði.
Sem virðist minnka líkur á hagstæðu samkomulagi.
Ég reikna með því að það verði "brinkmanship" milli aðila á næstunni.
Á hinn bóginn hefur Obama þannig séð ekkert að óttast. Enda er hann ekki í framboði aftur.
------------------
En mér lýst ekki á ástandið í Evrópu. Ef Bandaríkin detta yfir í samdrátt á útmánuðum nk. árs. Þá yrði veruleg aukning í samdrætti innan Evrópu. Hún gæti dottið aftur í snögga dýfu. Eins og átti sér stað í kjölfar hruns Leahmans fjárfestingabankans. Nema nú. Er ekkert svigrúm fyrir "stimulus" pakka. Af því tagi sem voru notaðir 2009 til að halda hagkerfunum frá því að detta þá í hyldjúpa kreppu.
Víxlverkunin við evrukreppuna er þá myndi eiga sér stað - - myndi sannarlega geta framkallað "heimskreppu." Alveg eins og fj. hagfræðinga óttast.
Það gæti síðan haft - eer - mjög áhugaverðar afleiðingar!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.12.2012 kl. 02:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég las mig í gegnum ræðuna hans Mario Draghi sjá Introductory statement to the press conference (with Q&A). Sennilega er eitt stærsta atriðið í henni, að loksins hefur ECB gefist upp á því að halda því fram að viðsnúningur hefjist fyrir lok þessa árs. En þ.e. ekki fyrr en nú að ég sé fyrst Draghi viðurkenna. Að evrusvæði klári þetta ár í samdrætti.
- "Based on our regular economic and monetary analyses, we decided to keep the key ECB interest rates unchanged."
- "The economic weakness in the euro area is expected to extend into next year."
- "In particular, necessary balance sheet adjustments in financial and non-financial sectors and persistent uncertainty will continue to weigh on economic activity."
- "Later in 2013 economic activity should gradually recover, as global demand strengthens and our accommodative monetary policy stance and significantly improved financial market confidence work their way through to the economy."
- "In order to sustain confidence, it is essential for governments to reduce further both fiscal and structural imbalances and to proceed with financial sector restructuring."
Hann virðist vera að spá því að heimshagkerfið byrji að rétta við sér seinni hluta nk. árs.
Og að auki, að hin samræmda niðurskurðarstefna sem er í gangi innan evrusvæðis, þ.s. löndin eru nær öll að skera niður hallarekstur sinna ríkissjóða - þ.e. nær öll samtímis; muni skila trausti markaða til baka.
Sýn ECB á málin virðist einföld, virðist byggjast á hinni þýsku ríkjandi hagfræði, þ.e. ef í hallarekstri - skera niður.
Ef skuldir hlaðast upp v. hallarekstrar og markaðurinn óttast stöðu þíns lands, þá skera enn meira niður.
--------------------------
Þetta er í reynd mjög merkileg "hagfræði tilraun" en ég veit ekki þess nokkur dæmi.
Að svo mörg lönd á einu svæði, hafi reynst niðurskurð "samtímis."
- Hann kallar "monetary stance accomodative" en þ.e. ekkert í líkingu við aðgerðir, seðlabanka Bandaríkjanna eða Bretlands.
- Sem hafa verið að prenta peninga, til þess að viðhalda lægri vöxtum á sínum gjaldmiðilssvæðum, en markaðurinn hefði ákveðið.
Ef maður hefur í huga þær umfangsmiklu prentanir sem eru í gangi í Bretlandi og Bandaríkjunum, þá er peningastefnan á evrusvæði - miklu mun stífari.
Þó svo virðist ef til vill ekki, með 1% stýrivöxtum.
Þá hefur ECB ekki verið að tryggja "lágvaxtaumhverfi" innan síns peningasvæðis."
Í löndum S-Evrópu, hafa markaðsvextir hækkað verulega, samtímis hafa markaðsvextir lækkað í N-Evrópu. Nú geta bæði ríkissjóðir N-Evr., sem og fyrirtæki og almenningur, tekið lán á ótrúlega hagstæðum kjörum. Samtímis því, að kjörin hafa verulega versnað fyrir sömu aðila í S-Evr.
Þetta er örugglega að draga úr hagkerfum S-Evrópu - - meðan að N-Evr. hagkerfin græða á sennilega lægsta vaxtaumhverfi, sem þau nokkru sinni hafa haft.
- Þetta er örugglega verulegur hluti skýringarinnar, af hverju S-Evr. hagkerfin dragast svo kröftuglega saman sem þau gera.
- Meðan að N-evr. hagkerfin, standa betur.
- Ekki má gleyma því, að hækkuðu vextirnir, koma sér afskaplega ílla fyrir almenning, fyrirtæki og ríkissjóði - í löndum S-Evr.
- Er örugglega hluti ástæðu þess, að skuldirnar hækka stöðugt.
En vextir í þessum löndum eru nú - - vel yfir hagvexti.
Meðan, að í N-Evr. eru þeir annaðhvort undir hagvexti, eða rétt ca. jafn hagvextinum.
Þetta er lykilmunur.
Framkallar gerólíka "skuldaþróun."
--------------------------
Ég er alveg viss, að það hefur skipt mjög miklu máli fyrir skuldug fyrirtæki, skulduga einstaklinga og heimili, sem og skulduga ríkissjóði Bandaríkjanna og Bretlands.
Að "Federal Reserve" og "Bank of England" hafa tryggt, lágvaxtaumhverfi innan Bandar. og Bretlands.
Höfum í huga, að lægri vaxtagjöld allra þessara aðila - - að sjálfsögðu þíðir, að neyslustig er hærra en ella.
Að fjárfestingar eru meiri en annars þær væru - og svo má lengi telja.
Þess vegna finnst mér frekar kaldhæðið þegar Mario Draghi "Raupar um - Accomodative monetary stance."
- Og heldur því fram, að sá muni stuðla að viðsnúningi í Evrópu seinni part nk. árs.
- Málið er, að peningastefnan er ekkert "accomodative" í samhengi S-Evr.
- Einungis í samhengi N-Evrópu.
Það er ekki nóg, ef hagkerfi N-Evr. kannski fara að lyftast upp á seinni hl. nk. árs.
Ef hagkerfi S-Evr. eru enn á leið niður í ystu myrkur á sama tíma.
Reyndar leiðir sú útkoma líklega til "áframhaldandi samdráttar" heilt yfir.
--------------------------
Þá fer að koma að einhverjum brotapunkti.
Niðurstaða
Það er mjög merkileg hagfræðitilraun í gangi innan evrusvæðis. Þ.e. samræmd niðurskurðarstefna. Og á sama tíma - - er engu, alls engu, til að dreifa. Til að vega þann samdrátt uppi.
En sögulega séð, ganga samdráttaraðgerðir best. Og þ.e. einmitt rétt að nota orðalagið "samdráttaraðgerðir" þegar viðsnúningur er hafinn í einkahagkerfinu.
Því þegar ríkið sker niður, minnkar það efnahagsumsvif af sinni hálfu.
Ef aftur á móti á sama tíma er í gangi aukning í einkahagkerfinu, skiptir þetta ekki svo miklu máli. Einkahagkerfið, vöxtur þess kemur þá á móti.
En eins og sést á öllum hagtölum á evrusvæði. Eru nær öll hagkerfin nú í samdrætti. Einungis Finnland, Austurríki, Þýskaland og Írland. Sennilega eru ekki í samdrætti.
Þetta er þ.s. ég á við, þegar ég segi - - að ekkert komi á móti.
Við sömu aðstæður í Bretlandi eða Bandaríkjunum, væru þeir seðlabankar að prenta á fullu. Og þannig að styðja við hagkerfið.
En þannig forðaði "Federal Reserve" árið 2009 mjög líklega því að samdrátturinn sem þá var í einkahagkerfinu, yrði að einhverskonar "economic meltdown."
Í Bretlandi er svipað ástand og í evrusvæði, þ.e. efnahagsleg stöðnun, ríkið að skera niður - - en "Bank of England" er að prenta á fullu. Þ.e. lykilmunur.
Prentunin myndar mótvægi þegar ríkið minnkar sín umsvif, í ástandi er einkahagkerfið samtímis er í slæmu ástandi. Eins og málum er háttað í Bretlandi.
Fyrir bragðið hefur samdráttur á Bretlandeyjum orðið þrátt fyrir allt, merkilega lítill.
Sá væri alveg örugglega miklu mun meiri, ef sama peningastefna væri viðhöfð í Bretlandi og sú sem Mario Draghi kallar "accomodative."
Kv.
6.12.2012 | 01:29
Kreppan í Evrópu ívið mildari í nóvember heldur en í október!
Ég fylgist reglulega með svokallaðri "Pöntunarstjóra Vísitölu" sem fyrirtækið MARKIT gefur út. En þetta er vísitala eða "index" sem er mjög mikið fylgst með. Skv. tölum október virðist samdráttur í einkahagkerfinu á evrusvæði vera ívið mildari en í nóvember.
Skv. því sem fram kemur, þá er þetta 10. mánuðurinn í röð sem sýnir heilt yfir samdrátt á evrusvæði innan atvinnulífsins.
Vísbendingar séu uppi um að samdráttur hagkerfis evrusvæðis verði meiri á 3. ársfjórðungi en á 2.
Höldum þó til haga, að þó samdráttur minnki þennan mánuðinn, er það samt samdráttur ofan á samdrátt mánaðarins á undan.
50 jafngildir stöðugleika, hærra en 50 aukningu, en lægra en 50 samdrætti
Eurozone Composite Output Index: 46.5 (October 45.7, September 46.1)
Samsett vísitala er akkúrat þ.s. það segir, þ.e. vísitala samsett úr pöntunarstjóravísitölu fyrir iðnframleiðslu og pöntunarstjóravísitölu fyrir þjónustustarfsemi.
Þessi sameinaða vísitala, lögð saman fyrir öll aðildarríki evrusvæðis, segir að í nóvember hafi dregið úr pöntunum innan atvinnulífs evrusvæðis um 3,5% sbr. 4,3% í október og 3,9% í september.
Samdráttur í pöntunum heilt yfir atvinnulífið virðist vera að sveiflast á bilinu 3,5% til rúml. 4% per mánuð - - ekki hrun, en þó svo efnahagssamdrátturinn sé ef til vill ekki hraður, virðist hann stöðugur.
Nations ranked by all-sector output growth (Nov.)
- Ireland 55.3 2-month low (September Ireland 55.5 20-month high)
- Germany 49.2 2-month high (September Germany 47.7 2-month low)
- Italy 44.4 3-month low (September Italy 45.6 7-month high)
- France 44.3 3-month high (September France 43.5 2-month high)
- Spain 43.4 3-month high (September Spain 41.5 2-month high)
Áhugavert að skoða stöðu einstakra landa skv. þessari samræmdu vísitölu, þar greinilega ber Írland algerlega af - - atvinnulíf í aukningu á pöntunum upp á 5,53% sbr. 5,55% í september.
Greinilega er uppgangur í atvinnulífinu á Írlandi. Reyndar er Írland eina landið á evrusvæði, þ.s. má tala um "viðsnúning."
Almenningur er þó mér skilst ekki enn farinn að njóta hans. En svo fremi að uppgangurinn haldi áfram, kemur að því, en óvissan fyrir Írland er augljóst tengd því hvað gerist í hinum löndunum.
----------------------------
Þjóðverjar verða ánægðir með þessar tölur, þ.e. miðað við þessar tölur er hagkerfið sennilega cirka staðnað frekar en í samdrætti. Kannski sleppur Þýskaland út þetta ár við það að hagkerfið mælist á nokkrum fjórðungi í niðursveiflu. En líklega er "vöxtur" ef sá verður enn til staðar vart mælanlegur.
----------------------------
Svo er það Frakkland, Spánn og Ítalía: En það merkilega er, að Frakkland virðist komið í þeirra hóp. Það er virkilega, virkilega slæmt.
Til að gefa vísbendingu um hve slæmar þær tölur, sjá: Greece 41.0 4-month low - en þetta er samdráttur pantana til iðnfyrirtækja í Grikklandi í október. Það er algerlega nýtt þ.e. sl. 2 mánuði, að Frakkland sé að dragast saman á róli, sem nálgast hraða samdráttar í efnahagslífi í Grikklandi.
Ef sú þróun heldur áfram, er það einungis spurning um tíma, hvenær Frakkland sjálft, telst vera í vandræðum.
En skuldir Frakklands sjálfs eru kringum 90% af þjóðarframleiðslu, og þ.e. halli á fjárlögum.
Forseti Frakklands hefur ákveðið að skera þann halla eins og þekkt er, einkum með hækkunum skatta á ríka og atvinnulíf. Sem vart mun hvetja til nýfjárfestinga.
Það stefnir augljóst í samdrátt sýnist mér síðari helming ársins í Frakklandi. Fyrri hlutann, slapp Frakkland við mældan efnahagssamdrátt. En miðað við það, hve harkalega atvinnulífið virðist dragast saman síðan í haust.
Virðist mér augljóst, að Hollande stendur frammi fyrir því að Frakkland mun formlega teljast í kreppu, þ.e. samdráttur 2 ársfjórðunga í röð skv. venju Framkvæmdastjórnarinnar; við árslok.
Sennilega þó koma ekki staðfestar tölur um það fram, fyrr en í febrúar til mars 2013.
En líklega miðað við þessar tölur, þá stefnir Frakkland í þann sama vanda og t.d. Spánn, að þrátt fyrir niðurskurð verður líklegar en hitt - samt aukning í halla því samdráttur hagkerfisins minnki tekjur meir en skorið var niður fyrir.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með því, þegar það kemur mjög líklega í ljós, á fyrstu mánuðum nk. árs. Að öll hafi þessi 3 lönd meiri halla en áður var reiknað með. Þrátt fyrir niðurskurðaraðgerðir.
Niðurstaða
Þó svo að fréttaskýringar leitist við að sjá jákvætt úr þessum tölum sbr. PMIs signal eurozone recession bottoming out. Þá sýnist mér að slæmu fréttirnar séu mikilvægari í þessu, en sú góða frétt að Írland og Þýskaland séu sennilega í jákvæðum hagvexti út árið 2012.
En skelfilegur samdráttur atvinnulífs Ítalíu, Spánar og Frakklands. Hlýtur að vekja ugg.
En hvert þessara 3. landa er það stórt hagkerfi, að engin leið er að bjarga þeim frá hruni, ef þeirra eigin hagstjórnendur geta því ekki forðað.
Þ.e. engin leið, nema samræmdar risaaðgerðir á hnattrænum grunni. Ekkert sem Evrópa sjálf þ.e. restin af henni, getur gert.
Mig grunar að það verði spenna á mörkuðum einhverntíma á tímabilinu síðari hluta febrúar til miðs mars, þegar mig grunar skv. ofangreindum tölum. Þá verði Frakkland, Spánn og Ítalía; samtímis stödd klárt í efnahagssamdrætti og vaxandi hallavanda.
Kannski helst Þýskaland samt rétt ofan eða við núllið. Ef til vill Austurríki einnig. Og ef Írland heldur áfram að sýna jákvæðar tölur. Þá verði norður vs. suður skiptingin klár.
Frakkland verði augljóslega komið í Suður hópinn.
Kv.
4.12.2012 | 23:35
Spenna magnast upp fyrir mikilvæga ráðstefnu ESB ríkja um bankasamband!
Það eru skýr merki um það, að aðilar séu að setja fram sínar kröfur. Ef mætti orða það þannig - ferli sem á ensku er kallað "positioning." Á þessari stundu er engin leið að vita fyrir víst. Hvort um er að ræða raunveruleg ófrávíkjanleg skilyrði, eða afstöðu sem sett er fram í samningaskyni.
Á hinn bóginn hefur nú um hálft ár staðið yfir grundvallardeila um hið fyrirhugaða bankasamband.
Í reynd - tvær grundvallardeilur.
- Ein deila milli aðildarríkja evru og ríkja utan evru.
- Önnur deilda milli aðildarríkja evru innbyrðis.
David Cameron sem dæmi, lýsti því yfir að beiting neitunarvalds, væri möguleiki ef samkomulag er ríkisstjórn Bretlands telur ásættanlegt, næst ekki fram.
Rétt að halda til haga, að Cameron er ekki einn um hituna. Forsætisráðherrar Tékklands, Svíþjóðar, Ungverjalands og Póllands. Taka að miklu leiti undir sambærileg sjónarmið.
Síðan er það hin deilan, sem er í megindráttum Suður vs. Norður deila innan evrusvæðis. En í málum fer fjölgandi þ.s. til staðar er grundvallarágreiningur milli svokallaðs Suður hóps og Norður hóps.
Britain threatens to veto EU bank supervisor
Schäuble puts brake on bank union plan
David Cameron - "The UK supports a eurozone banking union led by the ECB. We would like it to be strong and effective but it cant be to the detriment of the single market, - With much of the EUs banking sector outside the eurozone, clearly this does raise issues of compatibility between the banking union and the single market. But we do hope that these issues can be resolved. - Nothing is agreed until everything is agreed, said the British minister"
Wolfgang Schäuble - "It would be very difficult to get an approval from German parliament if you would leave the supervision for all the German banks, - Nobody believes that any European institution would be capable of supervising 6,000 banks in Europe maybe not in this decade, to be very frank. - "He suggested that creating a sufficient firewall within the ECB to separate its banking and monetary role would require a change in EU treaties a step that could cause years of delay."
Deila ríkjanna utan við evru vs. ríkja innan evru!
Cameron orðaði þetta frekar fínt, að málið snerist um það hver stjórnaði hinum sameiginlega evrópska markaði. Það mætti ekki vera þannig, að evrusvæði væri einrátt.
Það sem þetta snýst um, er að ríkin utan evru óttast að hin 17 ríkja blokk evrusvæðis. Ákveði sín á milli hvað skal gera. Keyri máli síðan í gegn í krafti meirihlutaræðis. Eftir að embætti sameiginlegs bankaeftirlits hafi verið sett á fót.
Ríkin utan evru, vilja einhvers konar tryggingu - einhverskonar atkvæðareglu. Sem verndi þeirra hagsmuni. Þannig að reglum um bankamál og fjármálamarkaði, sé ekki algerlega umhverft þvert gegn þeirra vilja.
Ég hef sosum ekki séð skilgreiningu á þeirra kröfum sem er nákvæm.
En það eru ekki óendanlegir möguleikar sbr. "neitunarvald" en þ.e. ekki líklegt til að vera samþykkt af 17. ríkja hópnum, annar fræðilegur möguleiki væri, að ríki utan evru gætu hafnað reglu einhliða þannig að hún gilti þá ekki um þeirra stofnanir.
Sennilega væru Bretar sæmilega sáttir með lausn B.
Miðað við fyrirliggjandi tillögur, þá myndu löndin utan evru. Einungis hafa tillögurétt, rétt til að sitja fundi; en engan atkvæðarétt.
Ástand sem þau telja gersamlega óaðgengilegt.
Deila Þjóðverja og Frakka, Ítala, Spánverja o.flr.
Þjóðverjar vilja bankasamband - sem gerir sem allra, allra minnst.
Schäuble - tjáir þarna afstöðu sem áður hefur komið fram, þ.s. því er hafnað að bankasamband nái yfir alla banka innan evrusvæðis, eða jafnvel ESB.
- Þjóðverjar hafa lagt til, að cirka 20 stærstu bankarnir séu undir hatti sameiginlegrar umsjónar.
- Að auki, vilja þeir ekki stofna - - sameiginlega innistæðutryggingu.
Ef bankasamband verður eins og ríkisstjórn Þýskalands vill hafa það.
Þá verður það gersamlega gagnslaust.
- En innan fjármálakerfis Evrópu, er versti vandinn ekki hjá allra stærstu alþjóðlegu bönkunum.
- Heldur hjá minni svæðisbundnum stofnunum, sem hafa sérhæft sig í húsnæðislánum.
Versti vandinn, er einmitt í þeim málaflokki - og það eru þessar minni svæðisbundnu stofnanir, sem eru meginhættan fyrir fjármálakerfi evrusvæðis og Evrópu.
En margar þeirra hafa verið undir náinni pólit. umsjón, sbr. eins og hér hefur tíðkast, að viðhafa pólitískt skipaðar stjórnir.
Það á alls ekki við um stærri alþjóðlegu bankana.
Á spáni eru svokallaðir "Cajas" meginvandinn, og innan Þýskalands eru það svokallaðir "landesbanken."
Þ.e. svæðisbundnir bankar undir umsjón landanna.
Það hefur í fj. ríkja verið til staðar "þægindasamband" milli pólit. stéttarinnar í héröðunum, og hinna svæðisbundnu banka.
Af því leiðir, að líklega er langsamlega umfangsmesti "huldi vandinn" til staðar í þeim stofnunum, því pólitíkusar hafa beitt þrýstingi að því er virðist í fj. landa, í því skyni að fela sem mest af vandanum.
-------------------------------------
- Þjóðverjar vita að sjálfsögðu hvað þeir eru að gera?
- Að meginvandinn er hjá smærri bönkunum.
Í reynd er þetta deila um það - - hver á að borga.
Þjóðverjar vita, að ef þeir samþykkja allsherjar bankasamband - - mun það kosta þýska skattgreiðendur óskaplegar upphæðir, án nokkurs efa.
Sem er auðvitað ástæða þess - - að líklega er þetta ekki afstaða hjá þýsku stjórninni, sem til stendur að sveigja að einhverju ráði.
Merkel hefur fram að þessu, verið mjög staðföst í því - að lágmarka kostnað þýskra skattgreiðenda.
A.m.k. til skamms tíma.
Líklega hafandi í huga að, til stendur að kjósa í Þýskalandi í sept. 2013.
Þá má fastlega reikna með því, að lítið gerist í þessu bankasambandsmáli - a.m.k. fram yfir þær kosningar.
Þjóðverjar muni blokkera allt - sem kostar þýska skattgreiðendur "augljóslega."
Sem þíðir ekki endilega, að eftir kosningar breytist afstaðan mikið.
Niðurstaða
Það verður forvitnilega að fylgjast með þessu máli. En líklegast virðist að samkomulag ef af verður, verði einungis um grófar útlínur.
Fræðilega getur það gerst, að til bankasambands verði formlega stofnað, en það verði þá beinagrind án kjöts.
Þeirri útkomu verði básúnað um víðan völl, að nú hafi Evrusvæði bankasamband.
En þýska ríkisstjórnin, muni hafa vendilega gætt þess. Að hafa ekkert samþykkt, sem kosti þýska skattgreiðendur eina skitna evru.
Með öðrum orðum, það verði formlega stofnað "kannski" en muni ekki taka til starfa - - fyrr en samkomulag hafi náðst um nánari útfærslu.
Ég verð að segja að þó þingkosningarnar í Þýskalandi, geri ríkisstjórn Þýskalands, enn harðari í afstöðu sinni.
Þá er það í reynd afstaða sem ekki er ný af nálinni - sú ríkisstj. hefur verið gersamlega samkvæm sjálfri sér í því, að samþykkja ekki lausnir sem kosta þýska skattgreiðendur formúgur.
----------------------------
En vandinn er sá, að björgun evrunnar mun kosta gersamlega óhjákvæmilega.
Ef hún fellur, verður það einnig mjög dýrt.
Þjóðverjar geti því ekki sloppið við að borga hvernig sem fer.
Meginspurningin sé - hvaða form sá kostnaður tekur? Hrunkostnaður eða skuldbindingar sem þarf að axla til að halda dæminu uppi.
Kv.
3.12.2012 | 19:51
Fögnum olíuleit við Ísland - álkaplaverksmiðja fer forgörðum!
Ein helsta frétt dagsins er tilkynning Orkustofnunar um útgáfu leyfa til olíuleitar á svokölluðu Drekasvæði sbr. Norska ríkisolíufélagið Petoro tekur þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu.
- "...til annars vegar Faroe Petroleum Norge AS, útibús á Íslandi, og Íslensks Kolvetnis ehf...."
- "...hins vegar Valiant Petroleum ehf. og Kolvetnis ehf."
Síðan kemur fram í fréttum ísl. fjölmiðla að norska ríkisfélagið Petoro ætli að taka þátt í verkefninu í samræmi við samkomulagi þjóðanna frá 1981.
Ríkisolíufélagið Petoro tekur þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu
"Jafnframt hafa norsk stjórnvöld, með bréfi dagsettu 3. desember, ákveðið að norska ríkisolíufélagið Petoro verði þátttakandi í báðum leyfunum, að fjórðungs hlut í hvoru leyfi fyrir sig eins og samningur Íslands og Noregs frá árinu 1981 heimilar þeim. "
--------------------------------------------
Utanríkisráðuneytið: Framkvæmd Jan Mayen-samningsins og olíuleit á Drekasvæðinu
- "Með samkomulagi landanna um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen frá 22. október 1981 var kveðið á um að mörk landgrunnsins á svæðinu skyldu vera hin sömu og mörk efnahagslögsögu þeirra.
- Jafnframt var afmarkað eins konar sameiginlegt nýtingarsvæði og á Ísland rétt á 25% þátttöku í olíustarfsemi á norska hluta svæðisins og Noregur rétt á 25% þátttöku í olíustarfsemi á íslenska hluta svæðisins."
--------------------------------------------
Ég velti því fyrir mér í apríl sl. hvort við ættum að stofna ríkisolíufélag! -- Eigum við að stofna ríkisolíufélag, vegna Drekasvæðis?
Eitt er rétt að halda til haga strax, að þó heimild til leitar sé gefin út fyrir árslok, eða við upphaf nk. árs.
Þá hefjast væntanlega leitaraðgerðir ekki fyrr en nk. sumar í fyrsta lagi.
Að auki eins og talsmaður Íslensk Kolvetnis ehf í viðtali á RÚV sagði. Þá er rétt að reikna með a.m.k. 7 árum þangað til að gengið hafi verið úr skugga um raunverulega tilvist olíu.
það eigi við, ef allt gangi að óskum í þeim rannsóknum sem hefjast muni.
Síðan geti nokkur ár til viðbótar liðið áður en vinnsla raunverulega hefst.
Eins og hann sagði, að þetta væri langhlaup en ekki spretthlaup.
Við erum þá að tala um tímaramma á bilinu 15-20 ár kannski, áður en vinnsla er raunverulega hafin.
Þetta er í reynd í fullu samræmi við þ.s. ég hef sagt um þann tímaramma sem til þarf, ef skapa á nýjar atvinnugreinar á Íslandi.
- Við getum þó ekki treyst á það að olía raunverulega muni finnast.
- Eitt er þó víst - - að það er virkilega mjög gott, að Norðmenn skuli hafa ákveðið að taka þátt í þessum verkefnum.
- Manni finnst það auka trúverðugleika þessarar leitar, að fá þá með.
- En manni virðist það augljóslega rétt, að hafa mjög nána samvinnu við Norðmenn, í tengslum við leit og hugsanlega vinnslu á olíu.
- Ekki einungis v. þess, að Norðmenn hafa þekkinguna og reynsluna, heldur er svo fjöldamargt sem þessar tvær þjóðir geta grætt af náinni samvinnu - þá tala ég um yfir línuna, á sviði nýtingar auðlinda í hafinu eða undir hafsbotni á norðurslóðum.
- Ekki vanmeta heldur, samvinnu á sviði björgunarmála á hafinu fyrir Norðan land, sem einnig skiptir Norðmenn máli, ef þeir sjálfir fara að vinna olíu sín megin á Drekasvæði.
Olíumál hafa verið hjá orkustofnun hingað til, en í framtíðinni mun greinilega verða mikil aukning í verkefnum stofnunarinnar á sviði olíumála.
Spurning hvort það ætti, að stofna: Ríkisolíufélag Íslands eða Olíustofnun Íslands?
Meginatriðið væri að öll umsýsla um þau mál sé á einum stað.
Þangað sé safnað fólki sem þekkingu hafi á slíkum málum, leitast sé við að safna sem mestri þekkingu á þeim málaflokki þangað inn, gera þetta að okkar sérfræðinga-apparati á þeim vettvangi.
Meginhlutverk verði það, að vera milligönguaðili í samningum við olíufyrirtæki - sjá um þá eins og LV sér um orkusölusamninga við stóriðju, og í því að þjónusta þeirra þarfir hér á landi.
Þetta getur smám saman orðið all umsvifamikil starfsemi.
- Eitt er í þessu, að um leið og við höfum stofnað ríkisfélag.
- Gæti verið mögulegt, að taka upp formlega samvinnu við STATOIL - þegar skýrar vísbendingar um tilvist olíu eru fram komnar.
- Kannski gæti jafnvel komið til greina, að semja beint við STATOIL um vinnslu, jafnvel einkaleyfi. Gegnt t.d. því, að Ísland eignaðist minnihluta í STATOIL - t.d. 15%.
- STATOIL yrði þannig, nokkurs konar sameiginlegt vinnslufélag á olíu v. Ísland og v. Noreg, og á svæðum innan lögsögu beggja.
- Ekki víst að Norðmenn hafi áhuga á að deila STATOIL með okkur, en a.m.k. virðist það blasa nokkuð við, að hafa samvinnu v. Norðmenn og því fá STATOIL sem verktaka.
- Eigum við ekki að segja, að verið geti að maður hafi ívið meira traust til STATOIL, en einhvers óskylds aðila að utan.
- Auk þessa, að Norðmönnum myndi renna blóðið til skyldunnar, ef e-h slæmt gerðist t.d. óhapp, og aðstoða við lausn þess vanda sem þá hugsanlega kemur upp.
- Þetta eru fyrst og fremst vangaveltur.
Það er mjög bagalegt, að ekki skuli verða af álkaplaverksmiðju á Seyðisfirði?
Vegna þess að við getum ekki treyst á það að olía reddi okkur, verðum við að keyra á allt hvað annað sem við getum.
Það er því mjög sorglegt þegar slík verkefni fara forgörðum.
Verkefni af slíku tagi er einmitt kjörið - - því það Þarf að vinna úr ísl. áli meiri verðmæti til útflutnings.
Þannig getum við fræðilega stórfellt aukið þau verðmæti sem verða til hér, fyrir tilverknað orkusölu til olíufélaganna.
Á einhverju þarf að hefja slíka starfsemi, eins og fram hefur komið, var til staðar tryggur markaður fyrir framleiðsluna - það eina sem vantaði var fjármögnun.
Ég velti hreinlega fyrir mér, af hverju ríkið kom ekki til skjalanna?
En þ.e. ekki bannað svo ég viti til skv. EES, að ríkið aðstoði við fjármögnun starfsemi þegar tengja má það við byggðaverkefni.
Skv. frétt skorti Byggðastofnun fjármagn, til að geta sjálf lánað fyrir verkefninu, en Byggðastofnun þó mælti með því - sbr:
Sigfinnur Mikaelsson, sem stýrði verkefninu á Seyðisfirði, sagði í samtali við RÚV að allir útreikningar hefðu sýnt fram á arðbærni verkefnisins. Byggðastofnun hefði litist vel á en skort fé og kallað hefði verið eftir pólitískri ákvörðun.
- Þarna virðist mér ríkisstjórnin reynd hafa brugðist, því það hefði átt þá að veita meira fé til Byggðastofnunar, svo henni væri fært að veita slíkt lán.
- En Byggðastofnun er í hlutverki lánastofnunar, sem veitir lán einmitt í "áhættusöm" verkefni á landsbyggðinni.
- Auðvitað veit maður þetta ekki 100%, en ef Byggðastofnun var á því að verkefnið væri þetta gott, hefði líklega ekki verið ákaflega áhættusamt að veita meira fjármagni inn í Byggðastofnun.
- Mig grunar að það hefði ekki þurft upphæðir í samræmi við það fé, sem til stendur að dæla inn í Íbúðalánasjóð.
Ríkisstjórnin sérstaklega Steingrímur, hefði átt að hafa verið fær. Að tryggja framgang þessa verkefnis.
Þetta hefur verið ítrekað að gerast, að góð verkefni fara forgörðum.
Af þessu leiðir, að Ísland verður fátækara í framtíðinni, vegna þeirra tækifæra er fóru í glatkistuna.
Niðurstaða
Góðar og slæmar fréttir í dag. Það er gríðarlega gott, að norsk stjv. skuli hafa gefið grænt ljós á þátttöku hins norska Petoro í rannsóknar- og leitarverkefnum á svokölluðu Drekasvæði. En samningur þjóðanna frá 1981 veitir Norðmönnum 25% þátttökurétt, og okkur með sama hætti 25% þátttökurétt Norðmanna megin á líklegu olíusvæði á Jan Mayen hryggnum.
Þetta virðist auka mjög á trúverðugleika slíkrar leitar, að fá reynsluboltana Norðmenn í púkkið.
Alls óvíst er þó að olía finnist nokkru sinni - og ef hún finnst. Er líklegur tímarammi innan nk. 15-20 ára.
-----------------------
Það er gríðarlega slæmt að ríkisstjórnin skuli bila eina ferðina enn, í útvegun nýrra verkefna til uppbyggingar atvinnulífs hérlendis.
Sérstaklega er missir álkaplaverksmiðjunnar bagalegt, því hún hefði framleitt úr innlendu áli, sem annars er flutt út án frekari vinnslu sem hrávara.
Það er augljóst tækifæri í því, að framleiða úr því áli hérlendis.
Og þannig að auka smám saman á þau verðmæti sem skapast fyrir Ísland í formi gjaldeyris, af framleiðslu á áli hérlendis.
Álverin sjálf er grunnur, sem ofan á er mögulegt að bæta mörgum lögum af frekari starfsemi. Alveg eins og að á sínum tíma er Þýskaland var að iðnvæðast eftir miðja 19. öld, þá var það stálið sem var kjarnastarfsemin, og þar ofan á var síðan byggð fullt af frekari vinnslu og framleiðslu.
Þ.e. vopn sem var fókus þýska hersins, en síðan nýttist stálið í framleiðslu á brúm, byggingum, skipum, bílum, flugvélum og auðvitað tækjum af mjög margvíslegu tagi.
Ál er einnig sambærilegur grunnur, þangað ofan á sem margt má byggja.
Tækifærin eru nánast endalaus. En einhvers staðar þarf að hefja verkið.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.12.2012 | 20:34
Merkel útilokar ekki afskrift skulda Grikklands - George Osborne segist ætla skattleggja ríka!
Mér fannst þessar tvær fréttir eftirtektaverðastar í hinni tiltölulegu lágdeyðu um þessar mundir.
Merkel prepared to consider Greek losses
Osborne promises tax squeeze on the rich
Ummæli Angelu Merkel!
"If Greece one day handles its revenues again without taking on new debt, then we must take a look at the situation and assess it, - not going to happen before 2014-2015, even if Greeces adjustment programme was on track."
Þessi ummæli eru óttalegur brandari!
En af þeim mætti skilja að afskrift komi ekki til greina, ef prógrammið bersýnilega er ekki að ganga upp.
En allir vita, að þessar skuldir tapast - - ef Grikkland verður gjaldþrota.
En kannski á þetta vera "veik" tilraun, til þess að hengja upp einhvers konar "agn" fyrir framan grísk stjórnöld, að ef þau "standa sína plikt" þá geti það hugsanlega verið, að þeim verði launað.
En stjv. Þýskalands hafa hingað til virst líta málin einfaldlega þannig, að þegar mál virka ekki sem skildi þ.e. gíska hagkerfið fellur hraðar en reiknað var með - halli reynist meiri - það tekst ekki að fylgja línunni sem lögð hefur verið fram; þá sé það ekki áætluninni að kenna, heldur grískum stjv.
Það séu ávallt þeirra mistök eða skortur á dugnaði við að fylgja, sem sé vandinn.
Ákveðin tegund af "trúarbrögðum" sem útleggjast þannig, að stjv. Þýskalands virkilega halda að ef grísk stjv. skera nógu hratt niður og nægilega harkalega, þá skapist tiltrú á stöðu Grikklands á markaði, og fjárfestar snúi til baka til Grikklands; og gríska hagkerfið fari af stað á ný.
Áætlunin sé "rétt" - þannig að ef hallinn er of mikill áfram, svo skuldir halda áfram að hlaðast upp, fjárfestar halda áfram að sér höndum, peningar halda áfram að yfirgefa Grikklands; þá sé það sönnun fyrir því, að enn eina ferðina séu grísk stjv. ekki að standa sig - - ekki þess að áætlunin sé röng.
Þetta skapar þessa áhugaverða deilu - eftir því hvoru megin línunnar viðkomandi er.
- Þeir sem aðhyllast hagfræði Angelu Merkel, þeir vita alltaf hverjum það er að kenna ef dæmið gengur ekki upp; þ.e. þeim sem eiga að fylgja "planinu."
- Á sama tíma, er vaxandi hópur sem ekki aðhyllist þessa hagfræðikenndu sýn á veruleikann, sem túlkar þetta gríðarlega ólíkt - þ.e. að hagfræði módelið sjálft sé klikkað.
Það virðist engin leið að sætta þessi sjónarmið.
Því þ.s. einn sé sem sönnun þess að módelið sé að virka, sér hinn sem sönnun þess að það sé klikkað.
Þetta er eins og deila tveggja hópa um "guðfræði."
Ummæli George Osborne!
"George Osborne has promised a new tax squeeze on the rich and a further clampdown on welfare spending, ahead of next weeks Autumn Statement."
Þetta getur reyndar verið svolítið klókt.
Breska ríkisstjórnin er í mjög miklum útgjaldavanda, meiri halli en sá sem Mariano Rajoy er að glíma við á Spáni.
Það hefur einnig verið áhugaverð deila í Bretlandi, milli breskra krata - sem vilja ekki að skorið sé niður heldur að breska ríkið farið í "stimulus" þ.e. að framkvæma fyrir lánsfé, til að koma hagkerfinu af stað.
En tiltekinn hópur hagfræðinga með Krugman í fararbroddi, bendir á að aldrei hafi verið svo ódýrt fyrir breska ríkið að skulda.
Segir að niðurskurðarstefnan í Bretlandi sé að skaða hagkerfið, sé hluti beinlínis af vandanum.
En hagvöxtur sl. 2 ár hefur verið mjög lítill, breska hagkerfið eiginlega cirka í ástandi stöðnunar.
Á sama tíma, hefur hallinn á breska ríkinu haldist mikill - þrátt fyrir framkvæmdan niðurskurð.
-----------------------------
OK, ég hef stutt þann niðurskurð sem Osborne hefur framkvæmt, en halda ber til haga að sá stefnupakki sem er í gangi, er ekki alveg sá hinn sami í Bretlandi.
Og sá sem þýsk stjv. halda að ríkjunum í S-Evr., og að auki vilja fá önnur aðildarlönd evru inn á.
- Meginmunurinn er sá, að Bretland hefur enn sitt eigið breska pund.
- Sem þíðir að Bretland enn hefur eigin seðlabanka.
- Og þ.e. ástand sem bresk stjv. og "Bank of England" hafa verið að nýta.
Bank of England, hefur allt - allt aðra peningamálastefnu, en Seðlabanki Evrópu.
Og það er lykilatriði.
Bank of England, hefur verið að praktisera þ.s. ECB er bannað, þ.e. að aðstoða ríkið við fjármögnun hallarekstrar - þ.e. fjármagna ríkið.
Að auki, hefur Bank of England, stutt við hagkerfið með "peningaprentun."
Sem ECB hefur ekki verið að gera.
-----------------------------
Þ.e. eiginlega vegna þess, að "Bank of England" styður við hagkerfið, meðan breska ríkisstjórnin sker niður.
Sem niðurskurðarmódelið breska er að ganga upp.
Meðan, að niðurskurðarmódelið í Evrópu er ekki að því, vegna þess að ECB er ekki að ástunda prentun, til að auka peningamagn í umferð til að vega upp á móti samdráttartilhneygingum sérstaklega í S-Evr.
- Punkturinn sem verður að muna, er að þegar ríkið sker niður.
- Þá minnkar það þarmeð heildarumfang hagkerfisins.
- Nema e-h annar þáttur komi inn á móti.
- Þetta hefur "Bank of England" gert með peningaprentun. Viðhaldið peningamagni meðan ríkið dregur sig til baka.
- En meðan að í S-Evr. vegna þess að ECB fylgir þýska módelinu, sem bannar það að stjv. séu aðstoðuð við fjármögnun eigin skulda, og að auki bannar prentun til að vega gegn hjöðnunartilhneygingum; þá er ekkert sem mildar samdráttinn - en einkahagkerfi meðan það sjálft er enn í samdrætti getur ekki komið til skjalanna.
Það sem þetta þíðir, er að "Bank of England" hefur viðhaldið innan Bretlands mjög lágu vaxtaumhverfi, ekki bara tryggt stjv. mjög hagstæð lánskjör, heldur tryggir "Banks of England" að vextir eru að auki mjög - mjög lágir, um þessar mundir innan hagkerfisins.
Á Bretlandseyjum.
Og það einmitt er algerlega krítískt atriði, í skuldakreppu.
En augljóst ætti öllum, að í ástandi þ.s. skuldaerfiðleikar eru útbreitt vandamál, þá mildar það mjög kreppuna - - ef seðlabankinn sem starfar innan þess peningakerfis, heldur vöxtum og vaxtaumhverfi útlralágu.
- Til sbr. er það ekki síst sú staðreynd, að vextir og markaðsvextir hafa hækkað mjög - mjög mikið í S-Evr.
- Sem er að magna upp kreppuna þar þ.e. halla ríkissjóðanna, sem kallar á meiri niðurskurð því enn frekari niðursveiflu og flr. töpuð störf, ásamt því að neytendur draga enn frekar úr neyslu því þeirra eigin skuldabyrði hefur einnig aukist m.a. v. hærra vaxtaumhverfis sem einnig er sjálfstætt samdráttaraukandi og er viðbótar ástæða þess að störf tapast, fyrirtæki glíma einnig v. sambærilegan vanda þ.e. dýrari lán á sama tíma og tekjur þeirra eru í minnkun.
Seðlabanki Evrópu hefur ekki gert neitt sambærilegt við aðgerðir "Bank of England" eða "Federal Reserve" sem hafa báðir viðhaldið últra lágum vöxtum innan eigin hagkerfa.
Sem hefur bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi, minnkað þann samdrátt sem annars hefði átt sér stað.
Og að auki, flýtir fyrir viðsnúningi.
Eða, að viðsnúningur verður - eftir minni samdrátt.
- Ekkí síst v. þess, að lágu vextirnir tryggja - - allt aðra skuldaþróun en á sér stað í S-Evr.
- Þ.e. skuldirnar hækka a.m.k. minna hratt eða jafnvel ekki, í umhverfi últra lágra vaxta, þó hagkerfið sé statt í mjög litlum hagvexti eða nær engum.
-----------------------------
Það þarf ekki um að efast, að ef Bretlandeyjar hefðu fylgt peningastefnu evrusvæðis, þá væri Bretland í ef e-h er, verri vanda en Spánn.
En þá hefði samdráttur orðið mun meiri, sem þíðir að skuldir væru í dag hærri miðað við þjóðarframleiðslu, v. þess hagkerfið væri þá minna.
Sem þíddi að greiðslubyrði væri meiri bæði v. þess að tekjur ríkisins væru minni sem og að vextir væru líklega miklu mun hærri bæði til almennings og ríkisins.
- Það er ástunduð ákveðin "hreintrú" innan Seðlabanka Evrópu, sem upprunnin er frá Þýskalandi.
- En þ.e. merkileg, að Bretland og Bandaríkin sem eiga skv. ímyndinni vera hin hreinræktuðu lönd hins harða kapítalisma, þar hafa seðlabankarnir ástundað inngrip til þess að stuðla að miklu mun lægri vöxtum - en markaðurinn hefði ákveðið við sambærileg skilyrði.
- Meðan að ECB hefur þá almennu stefnu, að grípa ekki inn í ákvarðanir markaðarins um vexti.
- Af því leiðir það ástand - - að vextir hafa hækkað mjög mikið í S-Evr., þ.e. orðinn er nú til umtalsverður munur á vaxtaumhverfi milli S-Evr. og N-Evr.
- Sem magnar kreppuna í S-Evr.
- Meðan að lágvaxtaumhverfið, sem markaðurinn hefur tekið ákvörðun um að viðhafa í N-Evr, hvetur til peningaflótta.
- Þó það virðist öfugsnúið - því skv. markaðsfræðum, ættu peningar að sækja í hærri vexti.
- En þarna virðist ráða meir um ákvörðun þeirra sem eiga peninga, óttinn - hinn vaxandi ótti, að S-Evr. sé ekki lengur öruggt svæði til að varðveita peninga.
Áhugavert að frjálshyggjulöndin eru sennilega þau sem stödd eru á evrusvæði.
En þ.e. einmitt kenning frjálshyggju, að markaðurinn hafi rétt fyrir sér.
Og að auki, frjálshyggjuhagfræðingar eru almennt á móti afskiptum ríkis eða stofnana í eigu þess af ákvörðunum sem teknar eru á markaði.
ECB virðist alveg fylgja frjálshyggjumódelinu - skv. því.
Niðurstaða
Ég er 100% viss að hin nýja áætlun um Grikkland mun ekki ganga eftir. En einnig 100% viss, að þegar það gerist. Þá munu "hreintrúarliðarnir" sem syngja í kringum Angelu Merkel í kór, básúna það eina ferðina enn. Að sú útkoma sé grískum stjv. sjálfum að kenna.
Meðan að við hér á Íslandi getum einungis horft á aðfarirnar með skelfingu. Fegin að við sjálf ösnuðumst ekki inn í evruna á sínum tíma.
En þá er algerlega öruggt tel ég, að Ísland væri statt í alveg sambærilegum vanda og Grikkland, og héðan væri líklega enn verri fólksflótti en hefur átt sér stað sl. 4 ár.
---------------------------
George Osborne segist ætla að skattleggja ríka og samtímis skera meir niður.
Það sennilega er pólitískt klókt, því þá í öðru fallinu framkvæmir hann það sem gagnrýnendur hans á vinstri væng vilja gera.
Og samtímis sker meir niður, sem þeir sömu gagnrýnendur eru andvígir.
Það getur þítt að málið í heild renni auðveldar í gegn.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.12.2012 kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2012 | 16:37
Lánshæfi björgunarsjóðs evrusvæðis lækkað!
Rakst á þessa frétt, sem virðist ekki hafa vakið mjög mikla athygli þegar ég var við minn daglega lestur erlendra frétta. En skv. henni hefur eitt þriggja stóru alþjóðlegu lánshæfis-matsfyrirtækjanna, lækkað lánshæfi "ESM" þ.e. hins nýja björgunarsjóðs evrusvæðis.
Skv. Moody's tengist ákvörðunin nýlegri lækkun lánshæfis Frakklands, ásamt því að tekið er tillit til neikvæðra horfa lánshæfismats Þýskalands og Hollands.
Að sögn Moody's sé lánshæfi sjóðsins háð lánshæfi sterkustu ríkjanna sem standa að baki sjóðnum.
Telegraph - Moody's downgrades rescue funds
Bloomberg - EFSF, European Stability Mechanism Ratings Cut to Aa1 by Moodys
BBC - Moody's cuts AAA rating of ESM rescue fund
Forbes - Moody's Axes EFSF And ESM, Blames France
Moody's - Moody's downgrades ESM to Aa1 from Aaa and EFSF to (P)Aa1 from (P)Aaa, maintains negative outlook on ratings
Engin risafelling um eitt þrep!
En það þíðir samt að björgunarsjóðurinn sem er á sameiginlegri ábyrgð aðildarríkja evrusvæðis, telst ekki lengur skv. Moody's standast kröfur sem gerðar eru um fulla einkunn, þ.e. AAA.
Það áhugaverða við þetta - er að skv. þessu má líklega sjá út sennilegt sameiginlegt lánshæfi evrusvæðis.
Þ.e. ekki alveg 3A heldur 2A plús.
Ef við skoðum "Statistical Data Warehouse" Seðlabanka Evrópu, þá standa sameiginlegar skuldir aðildarríkja evru í 91,6%.
Eins og sjá má af myndinni sem ég tók af þeirri síðu. Þá hafa sameiginlegar skuldir hækkað mjög hratt síðustu misserin.
Áhugavert að í sbr. skuldar ísl. ríkið rétt innan við 100%.
Við erum þó að kikna undan því, en þ.s. ekki sést á slíkum yfirlitum - eru ábyrgðir sem ríkin hafa veitt t.d. til "ESM." Sem ekki hafa enn, formlegar orðið að skuldum viðkomandi ríkis. En geta umbreyst þannig.
- En aftur á móti taka lánshæfis-matsfyrirtækin tillit til slíkra ábyrgða.
- Og það gerir markaðurinn einnig að líkindum.
- Að auki eru verulegar ábyrgðir, í tengslum við Seðlabanka Evrópu sjálfan.
- Sem ef falla á ríkin, mun einnig um muna.
Hin formlega skuldastaða ofangreind segir því ekki nándar nærri alla söguna.
- Ef evrusvæði hangir saman!
- Ef aðildarlönd í vanda, komast hjá greiðsluþroti - tekst að greiða sitt upp.
- Þá skipta þessar ábyrgðir ekki miklu máli.
En líkurnar á slæmri útkomu af öðru hvoru tagi, eru "non trivial" þ.e. markaðurinn hlýtur að taka tillit til þeirra, og það komast lánshæfis-matsfyrirtækin ekki heldur hjá að gera.
--------------------------------------
Þetta þíðir að sú aðferð sem hefur verið viðhöfð af aðildarríkjum evrusvæðis:
- Að gefa út sameiginlegar ábyrgðir.
- Gefa lánssjóði heimild að lána út á þær.
Er sjálfstæð ógnun við lánshæfi sem og greiðslugetu þeirra landa sem standa að baki því neyðarlánakerfi.
Þannig, að matsfyrirtækin þurfa að rýna mjög rækilega í stöðu þeirra landa, er standa að baki neyðarlánssjóðnum.
Það sama á við um þá upphleðslu skuldbindinga sem hefur stöðugt átt sér stað innan Seðlabankakerfis Evrusvæðis í gegnum svokallað "Target 2" kerfi, þ.s. lönd í lausafjárvandræðum geta slegið lán innan kerfisins - -> Sem smám saman hefur verið að þróast í að vera leið til að gera að einhverju leiti skuldir landa í vanda, sameiginlegar.
Mig grunar, að það sé mikið til ástæða þess að verið sé að íta löndum í vanda inn í svokölluð "neyðarlán" svo þau dragi sér ekki í eins miklum mæli fé í gegnum Seðlabankakerfið.
Ef það gerist að land verður gjaldþrota innan kerfisins og hættir að greiða eða standa undir sínum skuldbindingum, þá falla þær sem sagt á hin aðildarlöndin skv. hlutfalli eignar innan kerfisins.
- Þ.e. kannski ákveðin kaldhæðni í því, að þrátt fyrir andstöðu betur settu landanna, er hægt og rólega að eiga sér stað, uppsöfnun skulda á sameiginlega ábyrgð af hálfu landanna í vanda.
- Þeir sem segja ekkert að óttast, halda því þá fram - - að löndin í vanda muni borga sínar skuldir.
- En markaðurinn og matsfyrirtækin, taka sitt sjálfstæða mat.
Niðurstaða
Margir hagfræðingar hafa bent á veikleika þess fyrirkomulags að lána ríkjum í vanda út á ábyrgðir veittar til sameiginlegs sjóðs, að fyrirkomulagið sjálft geti ógnað stöðu þeirra landa sem veita ábyrgðirnar. Skapað "eitrunaráhrif" svokölluð.
Ég hef stundum velt því fyrir mér, af hverju ríkin veittu þá einfaldlega ekki ábyrgðirnar beint til landa í vanda, í stað þess að hafa sjóð sem millilið?
En ábyrgðir má allt eins veita í stað lána, þá sjái löndin í vanda sjálf um að sækja sér lánsfé út á þær veittu ábyrgðir, í stað þess að stofnunin þurfi sem milliliður að standa í slíku - - sem bætir við kostnaði þess milliliðar ofan á lántökukostnað landanna í vanda er fá þessi neyðarlán.
Þá hefði fyrirkomulagið verið "veiting neyðarábyrgða" í stað "neyðarlána."
Þá er allt og sumt sem þarf, að hafa sérfræðinganefnd. Sem fylgist með ríkjunum í vanda, og metur hvenær þau standa undir væntingum þannig að rétt sé að veita frekari ábyrgðir.
Lönd sem taka þátt í fyrirkomulaginu, hafi fyrirfram gert ráð fyrir fyrirframáætluðum ábyrgðum, þannig að ákvarðanataka sé ekki tafsamari en nú er.
Kosturinn, að auki sé sá að einungis séu veittar ábyrgðir eftir þörfum. Fyrirkomulagið hefði þá verið minna íþyngjandi fyrir lánshæfi þátttöku landanna.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar