Fögnum olíuleit við Ísland - álkaplaverksmiðja fer forgörðum!

Ein helsta frétt dagsins er tilkynning Orkustofnunar um útgáfu leyfa til olíuleitar á svokölluðu Drekasvæði sbr. Norska ríkisolíufélagið Petoro tekur þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu.

  1. "...til annars vegar Faroe Petroleum Norge AS, útibús á Íslandi, og Íslensks Kolvetnis ehf...."
  2. "...hins vegar Valiant Petroleum ehf. og Kolvetnis ehf."

Síðan kemur fram í fréttum ísl. fjölmiðla að norska ríkisfélagið Petoro ætli að taka þátt í verkefninu í samræmi við samkomulagi þjóðanna frá 1981.

Ríkisolíufélagið Petoro tekur þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu

"Jafnframt hafa norsk stjórnvöld, með bréfi dagsettu 3. desember, ákveðið að norska ríkisolíufélagið Petoro verði þátttakandi í báðum leyfunum, að fjórðungs hlut í hvoru leyfi fyrir sig eins og samningur Íslands og Noregs frá árinu 1981 heimilar þeim. "

--------------------------------------------

Utanríkisráðuneytið: Framkvæmd Jan Mayen-samningsins og olíuleit á Drekasvæðinu

  1. "Með samkomulagi landanna um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen frá 22. október 1981 var kveðið á um að mörk landgrunnsins á svæðinu skyldu vera hin sömu og mörk efnahagslögsögu þeirra.
  2. Jafnframt var afmarkað eins konar sameiginlegt nýtingarsvæði og á Ísland rétt á 25% þátttöku í olíustarfsemi á norska hluta svæðisins og Noregur rétt á 25% þátttöku í olíustarfsemi á íslenska hluta svæðisins."

--------------------------------------------


Ég velti því fyrir mér í apríl sl. hvort við ættum að stofna ríkisolíufélag!  -- Eigum við að stofna ríkisolíufélag, vegna Drekasvæðis?

Eitt er rétt að halda til haga strax, að þó heimild til leitar sé gefin út fyrir árslok, eða við upphaf nk. árs.

Þá hefjast væntanlega leitaraðgerðir ekki fyrr en nk. sumar í fyrsta lagi.

Að auki eins og talsmaður Íslensk Kolvetnis ehf í viðtali á RÚV sagði. Þá er rétt að reikna með a.m.k. 7 árum þangað til að gengið hafi verið úr skugga um raunverulega tilvist olíu.

það eigi við, ef allt gangi að óskum í þeim rannsóknum sem hefjast muni.

Síðan geti nokkur ár til viðbótar liðið áður en vinnsla raunverulega hefst.

Eins og hann sagði, að þetta væri langhlaup en ekki spretthlaup.

Við erum þá að tala um tímaramma á bilinu 15-20 ár kannski, áður en vinnsla er raunverulega hafin.

Þetta er í reynd í fullu samræmi við þ.s. ég hef sagt um þann tímaramma sem til þarf, ef skapa á nýjar atvinnugreinar á Íslandi.

  • Við getum þó ekki treyst á það að olía raunverulega muni finnast.
  1. Eitt er þó víst - - að það er virkilega mjög gott, að Norðmenn skuli hafa ákveðið að taka þátt í þessum verkefnum.
  2. Manni finnst það auka trúverðugleika þessarar leitar, að fá þá með.
  • En manni virðist það augljóslega rétt, að hafa mjög nána samvinnu við Norðmenn, í tengslum við leit og hugsanlega vinnslu á olíu.
  • Ekki einungis v. þess, að Norðmenn hafa þekkinguna og reynsluna, heldur er svo fjöldamargt sem þessar tvær þjóðir geta grætt af náinni samvinnu - þá tala ég um yfir línuna, á sviði nýtingar auðlinda í hafinu eða undir hafsbotni á norðurslóðum.
  • Ekki vanmeta heldur, samvinnu á sviði björgunarmála á hafinu fyrir Norðan land, sem einnig skiptir Norðmenn máli, ef þeir sjálfir fara að vinna olíu sín megin á Drekasvæði.

Olíumál hafa verið hjá orkustofnun hingað til, en í framtíðinni mun greinilega verða mikil aukning í verkefnum stofnunarinnar á sviði olíumála.

Spurning hvort það ætti, að stofna: Ríkisolíufélag Íslands eða Olíustofnun Íslands?

Meginatriðið væri að öll umsýsla um þau mál sé á einum stað.

Þangað sé safnað fólki sem þekkingu hafi á slíkum málum, leitast sé við að safna sem mestri þekkingu á þeim málaflokki þangað inn, gera þetta að okkar sérfræðinga-apparati á þeim vettvangi.

Meginhlutverk verði það, að vera milligönguaðili í samningum við olíufyrirtæki - sjá um þá eins og LV sér um orkusölusamninga við stóriðju, og í því að þjónusta þeirra þarfir hér á landi.

Þetta getur smám saman orðið all umsvifamikil starfsemi.

  • Eitt er í þessu, að um leið og við höfum stofnað ríkisfélag.
  • Gæti verið mögulegt, að taka upp formlega samvinnu við STATOIL - þegar skýrar vísbendingar um tilvist olíu eru fram komnar.
  • Kannski gæti jafnvel komið til greina, að semja beint við STATOIL um vinnslu, jafnvel einkaleyfi. Gegnt t.d. því, að Ísland eignaðist minnihluta í STATOIL - t.d. 15%.
  • STATOIL yrði þannig, nokkurs konar sameiginlegt vinnslufélag á olíu v. Ísland og v. Noreg, og á svæðum innan lögsögu beggja.
  • Ekki víst að Norðmenn hafi áhuga á að deila STATOIL með okkur, en a.m.k. virðist það blasa nokkuð við, að hafa samvinnu v. Norðmenn og því fá STATOIL sem verktaka.
  • Eigum við ekki að segja, að verið geti að maður hafi ívið meira traust til STATOIL, en einhvers óskylds aðila að utan.
  • Auk þessa, að Norðmönnum myndi renna blóðið til skyldunnar, ef e-h slæmt gerðist t.d. óhapp, og aðstoða við lausn þess vanda sem þá hugsanlega kemur upp.
  • Þetta eru fyrst og fremst vangaveltur.

 

Það er mjög bagalegt, að ekki skuli verða af álkaplaverksmiðju á Seyðisfirði?

Vegna þess að við getum ekki treyst á það að olía reddi okkur, verðum við að keyra á allt hvað annað sem við getum.

Það er því mjög sorglegt þegar slík verkefni fara forgörðum.

„Strandaði á Framtakssjóðnum“

Verkefni af slíku tagi er einmitt kjörið - - því það Þarf að vinna úr ísl. áli meiri verðmæti til útflutnings.

Þannig getum við fræðilega stórfellt aukið þau verðmæti sem verða til hér, fyrir tilverknað orkusölu til olíufélaganna.

Á einhverju þarf að hefja slíka starfsemi, eins og fram hefur komið, var til staðar tryggur markaður fyrir framleiðsluna - það eina sem vantaði var fjármögnun.

Ég velti hreinlega fyrir mér, af hverju ríkið kom ekki til skjalanna?

En þ.e. ekki bannað svo ég viti til skv. EES, að ríkið aðstoði við fjármögnun starfsemi þegar tengja má það við byggðaverkefni.

Skv. frétt skorti Byggðastofnun fjármagn, til að geta sjálf lánað fyrir verkefninu, en Byggðastofnun þó mælti með því - sbr:

Sigfinnur Mikaelsson, sem stýrði verkefninu á Seyðisfirði, sagði í samtali við RÚV að allir útreikningar hefðu sýnt fram á arðbærni verkefnisins. Byggðastofnun hefði litist vel á en skort fé og kallað hefði verið eftir pólitískri ákvörðun.

  • Þarna virðist mér ríkisstjórnin reynd hafa brugðist, því það hefði átt þá að veita meira fé til Byggðastofnunar, svo henni væri fært að veita slíkt lán.
  • En Byggðastofnun er í hlutverki lánastofnunar, sem veitir lán einmitt í "áhættusöm" verkefni á landsbyggðinni.
  • Auðvitað veit maður þetta ekki 100%, en ef Byggðastofnun var á því að verkefnið væri þetta gott, hefði líklega ekki verið ákaflega áhættusamt að veita meira fjármagni inn í Byggðastofnun.
  • Mig grunar að það hefði ekki þurft upphæðir í samræmi við það fé, sem til stendur að dæla inn í Íbúðalánasjóð.

Ríkisstjórnin sérstaklega Steingrímur, hefði átt að hafa verið fær. Að tryggja framgang þessa verkefnis.

Þetta hefur verið ítrekað að gerast, að góð verkefni fara forgörðum.

Af þessu leiðir, að Ísland verður fátækara í framtíðinni, vegna þeirra tækifæra er fóru í glatkistuna.

 

Niðurstaða

Góðar og slæmar fréttir í dag. Það er gríðarlega gott, að norsk stjv. skuli hafa gefið grænt ljós á þátttöku hins norska Petoro í rannsóknar- og leitarverkefnum á svokölluðu Drekasvæði. En samningur þjóðanna frá 1981 veitir Norðmönnum 25% þátttökurétt, og okkur með sama hætti 25% þátttökurétt Norðmanna megin á líklegu olíusvæði á Jan Mayen hryggnum. 

Þetta virðist auka mjög á trúverðugleika slíkrar leitar, að fá reynsluboltana Norðmenn í púkkið.

Alls óvíst er þó að olía finnist nokkru sinni - og ef hún finnst. Er líklegur tímarammi innan nk. 15-20 ára.

-----------------------

Það er gríðarlega slæmt að ríkisstjórnin skuli bila eina ferðina enn, í útvegun nýrra verkefna til uppbyggingar atvinnulífs hérlendis.

Sérstaklega er missir álkaplaverksmiðjunnar bagalegt, því hún hefði framleitt úr innlendu áli, sem annars er flutt út án frekari vinnslu sem hrávara.

Það er augljóst tækifæri í því, að framleiða úr því áli hérlendis.

Og þannig að auka smám saman á þau verðmæti sem skapast fyrir Ísland í formi gjaldeyris, af framleiðslu á áli hérlendis.

Álverin sjálf er grunnur, sem ofan á er mögulegt að bæta mörgum lögum af frekari starfsemi. Alveg eins og að á sínum tíma er Þýskaland var að iðnvæðast eftir miðja 19. öld, þá var það stálið sem var kjarnastarfsemin, og þar ofan á var síðan byggð fullt af frekari vinnslu og framleiðslu.

Þ.e. vopn sem var fókus þýska hersins, en síðan nýttist stálið í framleiðslu á brúm, byggingum, skipum, bílum, flugvélum og auðvitað tækjum af mjög margvíslegu tagi.

Ál er einnig sambærilegur grunnur, þangað ofan á sem margt má byggja.

Tækifærin eru nánast endalaus. En einhvers staðar þarf að hefja verkið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Já ég verð að taka undir það að það er sorglegt hvernig fór með þessa verksmiðju,en þarf þetta að vera búið.Er ekki möguleiki ennþá að byggja þessa verksmiðju.Það hlýtur að vera hægt að ná í fjármagn ef einhver vilji er fyrir hendi.Veriefnið er hagkvæmt svo fjárfestar hljóta að taka við sér.Og það má alls ekki loka fyrir fjármögnun erlendis frá .Okkur vantar fjármagn inn í landið.Tækifærin eru mýmörg og vert að nýta þau.

Jósef Smári Ásmundsson, 4.12.2012 kl. 12:40

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mér skilst að "einingin" sem til stóð að kaupa og setja upp hér, hafi verið seld til þriðja aðila.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.12.2012 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 59
  • Sl. sólarhring: 173
  • Sl. viku: 1425
  • Frá upphafi: 849620

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 1316
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband