Ætlar Berlusconi að taka Ítalíu út úr evrunni?

Líklega er stærsta frétt dagsins, að Berlusconi ætlar aftur að sækjast eftir embætti forsætisráðherra. Eftir að áður hafa sagst vera ákveðinn í því að draga sig í hlé frá stjórnmálum. Enda fékk hann á sig dóm undirréttar Ítalíu fyrir spillingu á þessu ári þ.s. hann var dæmdur í 4 ára fangelsi. En skv. ítölskum réttarreglum, á hann rétt á a.m.k. tveim árfrýjunum til viðbótar. Og ekkert bendir a.m.k. enn til þess að hann sé á leið í fangelsi.

Eins og einn fréttaskýrandi sagði - á þessari stundu telur hann sig líklega engu hafa að tapa.

Önnur stórfrétt fylgdi í kjölfarið, þ.e. tilkynning Mario Monti um afsögn hans og hans ráðuneytis, sem þó á ekki að taka gildi alveg strax, hann sagðist ætla að koma fjárlögum í gegn. Segja síðan af sér.

Skv. fréttaskýrendum, er búist við því að fjárlög renni í gegn fyrir jól. Þannig að skv. ítölskum lögum, er þá unnt að halda kosningar í febrúar 2013.

  • Þannig að framundan er þá snörp kosningabarátta!
  • Sú verður örugglega óvægin!
  • Talið er að Berlusconi muni höfða til óánægju kjósenda með kreppuna!
  • Og niðurskurðaraðgerðir ríkisstjórnar Monti.
  • Enda hefur verið haft eftir Berlusconi, að Ítalía stefni í "endalausa kreppu" - því þurfi að breyta.
  • Enginn veit í reynd hvað það þíðir - eða hvað Berlusconi mun gera, ef hann kemst aftur til valda.

Reuters - Old gambler Berlusconi back for last throw

Reuters - Berlusconi party says it will not push Italy into chaos

Reuters - Italy PM Monti says he will resign when budget passed

FT - Berlusconi plans return to politics

FT - Monti announces intention to resign

photo

Endurkoma Berlusconi!

Karlinn er sannarlega magnaður á sinn hátt, hann hefur verið óskoraður leiðtogi ítalskra hægri manna í a.m.k. rúma 2 áratugi. Áður en hann kom fram á sjónarsviðið, var það afskaplega sjaldgæft að Ítalskar ríkisstj. héldu út kjörtímabil sitt. Reyndar man ég ekki þess dæmi, að nokkur vinstristjórn það hafi gert. En karlinn hefur afrekað þetta tvisvar. Sem líklega er ítalskt met a.m.k. tímabilið eftir Seinna Stríð. Það líka má kalla - hans megin afrek. Því ríkisstjórnir hans hafa ekki þótt hafa afrekað miklu.

Ítalía hefur svona nokkurn veginn slumpast áfram undir hans stjórn, hvorki batnað að ráði né versnað að ráði.

Það var síðan í evrukrýsunni, sem slík stjórnun dugði ekki lengur. Og fyrir rest, var honum skóflað til hliðar, sem virtist hafa gerst að miklu leiti fyrir þrýsting utanaðkomandi aðila.

Og Mario Monti kom frá Framkvæmdastjórn ESB, og tók yfir sem hinn nýi forsætisráðherra fyrir um ári, hvað sem má segja um Monti, þá líklega gerði hann töluvert flr. breytingar á Ítalíu það eina ár, en Berlusconi afrekaði öll þau ár sem forsætisráðherra.

En niðurskurðaraðgerðir þær sem Monti hefur framkv. - hafa klárt aukið kreppuna á Ítalíu, og atvinnuleysi.

Sú kreppa hefur reynst töluvert dýpri en Monti sjálfur spáði.

Þó svo að Monti njóti stuðning menntamanna almennt, og erlenda valdamanna. Þá hefur stuðningur við hann hríðfallið meðal almennings, þ.e. almenns launafólks.

Það má vera, að einmitt þetta - sé í augum Berlusconi "tækifæri" að snúa til baka, sem einhverskonar "bjargvættur."

Berlusconi:

  1. "Berlusconi confirmed the long-expected news almost casually on Saturday, telling reporters at a training field of his AC Milan soccer club that he had reluctantly decided to run."
  2. "In an entry on his Facebook page, he said he had tried in vain to find a worthy successor."
  • "It's not that we haven't looked. We have, and how! But there isn't one,"

"The popularity of his People of Freedom (PDL) party is at an all-time low of around 15%..."

Ég hugsa að maður taki orðum Berlusconi með stórum fjölda saltkorna. Það er, því að hann snúi til baka með trega. Vegna þess, að það hafi ekki fundist neinn nýr leiðtogi fyrir hægri fylkinguna er hann sjálfur bjó til á sínum tíma. Flokkurinn hans sé í vandræðum, það sé því ekki um annað að ræða - en að koma honum til bjargar og Ítalíu einnig.

Berlusconi: 

  • "I cannot let my country fall into a recessive spiral without end, it's not possible to go on like this,"
  • "Today Italy is on the edge of an abyss: the economy is exhausted, a million more are unemployed, purchasing power has collapsed, tax pressure is rising to intolerable levels."

Skilaboðin geta ekki verið skýrari - - Ítalía er í vandræðum. Og Berlusconi ætlar, þrátt fyrir að vera orðinn ellihrumur 76 ára, að stíga inn í sviðsljósið á ný. Og bjarga málum. Að sjálfsögðu, af ósérhlífni eingöngu :)

---------------------------

Búist er við því að flokkur Berlusconi muni hleypa fjárlögum ríkisstjórnar Monti í gegn sbr. yfirlísingu talsmanns flokksins:

"Yesterday we did not give a vote of no confidence because we consider the experience of the Monti government has come to an end, but we don't want to send the institutions and the country into chaos,"

Þó svo að flokkurinn ætli sér líklega að gagnrýna ríkjandi niðurskurðarstefnu, sé talið að þingmenn muni ekki þvælast fyrir þeim fjárlagaaðgerðum er tengjast þeim niðurskurðarpakka sem Monti hefur lagt áherslu á að knýja í gegn.

Þetta auðvitað kemur í ljós á næstunni.

Að auki, einnig hve langt flokkur Berlusconi ætlar sér að ganga í því - að fjarlægjast stefnumið Monti stjórnarinnar.

---------------------------

  • "The centre-left Democratic Party's (PD) commanding lead in opinion polls, with more than 30 percent of backing, has been built up in the absence of any centre-right leadership and boosted by its much publicised primary to elect a leader."
  • "By electing the dour, 61 year-old former communist Pier Luigi Bersani over the young, telegenic mayor of Florence Matteo Renzi, the PD gave Berlusconi the chance to play the anti-communist card that has served him well in the past."
  • A showdown between Berlusconi and Bersani, with a combined age of 137, may be an unappealing prospect for a country in desperate need of renewal, but it is one which Berlusconi believes at least gives him a chance. 

Þetta er töluvert forskot sem sósíaldemókratar hafa á hægri fylkingu Berlusconi þ.e. 15% vs. 30% rúmlega.

Á hinn bóginn, má vera að hún hafi verið eins og "leiðtogalaus her" þannig séð, eigi inni töluvert meira fylgi. Þegar flokkurinn fari að beita sér af alefli.

Síðan segir fréttaskýrandi Reuters, að Berlusconi eigi möguleika vegna þess, að í nýlegu leiðtogakjöri, hafi fyrrum kommúnisti orðið ofan á, hjá vinstri fylkingunni.

Sem gefi Berlusconi tækifæri, til að spila gamalkunna slagara. Ef til vill, ekki síst þannig að þjappa hægri mönnum aftur utan um sjálfan sig, svo að hægri fylkingin gangi á ný sameinuð í þann slag.

  • Það líklega hjálpar Berlusconi, ef kreppan á Ítalíu heldur áfram sjáanlega að versna.
  • Á hinn bóginn, þá stendur einnig upp á karlinn - að koma fram með "Plan B."
  • Hvað ætli sé það "Plan B"? 

 

Niðurstaða

Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað Berlusconi hyggst fyrir. Ég er einnig viss um, að sama á við flesta á Ítalíu einnig. Að sögn fréttaskýrenda þykir sigur hans ólíklegur. En hver veit. Mig grunar að verið geti, að fylgi hægri bandalagsins sé ekki síst óvenju slakt, vegna þess að flokkurinn hafi verið leiðtogalaus her. Þannig, að verið geti að hann sæki hratt í sig veðrið. Og minnki það bil.

En önnur saga er hvort því bili verði lokað.

Ekki má því gleyma að Berlusconi á megnið af einkafjölmiðlum Ítalíu, þekktur um að beita þeim af alefli í kosningabaráttur.

Svo er það stóra spurningin - hvaða útleið úr kreppunni ætlar Berlusconi að bjóða upp á?

Hann er þekktur "spilari" og veit líklega, að þetta er hans síðasta tækifæri, til að setja sitt mark á framtíð Ítalíu - - svo hver veit. Kannski verður þá útspilið stærra en maður myndi halda, miðað við það hve varfærnar í reynd ríkisstjórnir hans voru við stjórn mála, í reynd "aðgerðalitlar almennt séð."

Það getur því orðið spennandi að fylgjast með Ítalíu á næstunni!

Eitt er víst, að evran hefur það ekki af, ef Ítalía tekur aftur upp líruna.

Endurkoma Berlusconi, getur því hleypt einnig fjöri í verðbréfamarkaði, af því tagi sem við höfum ekki séð síðan sl. sumar, en "orðrómurinn" einsamall, ef sá er ekki kveðinn nægilega kröftuglega niður af Berlusconi sjálfum - getur dugað til að rugga bátnum myndarlega.

Þannig að spennuástand myndist aftur á mörkuðum!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Eins og þú segir Einar þá er áhrifavald hans mikið, vegna valds hans yfir fjölmiðlum á Ítalíu. Líklega hefur hann látlaust grafið undan Monti og látið vera að búa til nýjan leiðtogi sem honum væri þó í lófa lagið með að gera. Evrópubandalagið hefur reynt að fá samþykktar tilskipanir um margbreytni fjölmiðla en áhrifamáttur allra fjölmiðlarisanna virðist stöðva slíka viðleitni.

Jörundur Þórðarson, 10.12.2012 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 51
  • Sl. sólarhring: 239
  • Sl. viku: 1417
  • Frá upphafi: 849612

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 1308
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband