Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Grikkland verður greiðsluþrota í mars nk.

Þetta er haft eftir engum öðrum en forsætisráðherra bráðabirgðaríkisstjórnar Grikklands, Lucas Papademos. En þarna er hann sennilega m.a. að hífa upp þrýsting á evr. banka, sem Grikkland á nú í mjög viðkvæmum og erfiðum samningaviðræðum við, en leitast er við að fá þá til að samþykkja það að afskrifa 50% af virði grískra ríkisskulda - sem þeir eru eigendur að.

Að auki er ekki búið að ganga ennþá frá svokallaðri "annarri björgun" Grikklands, þ.s. til stendur að veita Grikklandi viðbótar lán, gegn því þó að tilteknum markmiðum verði náð í því að skera niður halla á gríska ríkinu, en mun hraðari samdráttur hagkerfisins en áætlanir hafa verið um hefur grafið undan þeim tilraunum, þ.s. tekjur hafa skroppið saman og þannig markmiðið fjarlægst - þrát fyrir mikinn niðurskurð útgjalda.

Spurning hvort gríski ríkissjóðurinn getur yfirleitt náð í skottið á sjálfum sér með þessari leið.

Lucas Papademos: "n mid-January, talks begin with the troika which focus on shaping a credible economic adjustment plan for 2012 to 2015 [...] The implementation of the agreement to reduce the debt and continuation of financing of the country depends on that. Without this agreement with the troika and subsequent financing, Greece in March faces the immediate risk of a disorderly default.”"

Síðan hvatti Papademos gríska launamenn til að sætta sig við launalækkanir á næstunni. En vandi Grikklands er ekki síður viðskiptahallinn sem er varla að ráði lægri v. lok sl. árs en hann var fyrir þrem árum síðan. Sem segir að fram að þessu hefur nær algerlega mistekist að ná fram þeim launalækkunum, sem þarf ef á að vinda ofan af þeim mikla viðskiptahalla - enn um 8%.

  • Að auki þarf eins og á Íslandi afgang af viðskiptum, ef á að vera unnt að borga niður skuldir í eigu aðila utan landamæra Grikklands - skiptir engu máli að þær skuldir séu í evrum. 

Svo þ.e. ekki nóg að færa halla í jafnvægi, heldur þarf umtalsverðann afgang - svo við erum að tala um mjög miklar launalækkanir, sem til þarf ef gríska hagkerfið á að geta náð samkeppnihæfni á ný, svo grískur útflutningur geti á ný farið að aukast, eftir að hafa verið í nær stöðugum samdrætti um árabil.

  • Nú er hann ekki nema rétt rúml. 20% af heildarhagkerfinu - sem er skelfilega lítið þegar haft er í huga, hve mikið Grikkland skuldar aðilum utan Grikklands.

Lucas Papademos: "If we want to secure our country’s most important achievement, then we must accept cuts in our income in the short-term, to the degree that is necessary to regain competitiveness and create conditions for higher employment and economic activity [...] We’ll have to accept limited sacrifices to avoid a catastrophic scenario, give up a little so we don’t lose a lot."

Að auki er eftirfarandi haft í dag eftir grískum embættismönnum:

Greece 'out of euro' if bail-out fails :""The bail-out agreement needs to be signed otherwise we will be out of the markets, out of the euro. The situation will be much worse.""

Þessar yfirlísingar eru samt alveg örugglega hluti af tilraun ríkisstjórnar Grikklands til -

  • að auka þrísting á banka sem ríkisstjórnin er að semja við -
  • að auka þrísting á innlenda aðila og launamenn, um það að samþykkja verulegar launalækkanir -
  • að auka þrísting ekki síst á ríkin sem eru að íhuga að lána Grikklandi meira fé.

Það þarf samt ekki að efast um það, að Grikkland raunverulega stendur frammi fyrir gjaldþroti og því að hrapa út úr evrunni.

 

Niðurstaða

Helsti gallinn við það, að ef Papademos tekst að herja í gegn verulegar launalækkanir, er að við það minnka efnahagsumsvif í Grikklandi enn eina ferðina. Að sjálfsögðu er núverandi staða ósjálfbær með öllu, lífskjör þurfa að fara niður - alltof mikill viðskiptahalli segir einmitt það.

Punkturinn er sá, að við það eykst einnig enn eina ferðina hlutfall skulda gríska ríkisins miðað við landsframleiðslu. Því hraðar sem skorið er niður, því hraðari verður niðurspírallinn á gríska hagkerfinu.

En samt er engin leið önnur, en að það minnki að heildarumsvifum - því það þarf að ná a.m.k. því að stöðva upphleðslu nýrra skulda, þ.e. viðskiptahalla niður í jafnvægi. En efnahasumsvif þau sem byggjast á innflutningi umfram tekjur, eru hvort sem er ósjálfbær.

En þá er ekki búið að búa til borð eða afgang, svo unnt sé að greiða niður skuldir. Ég sé ekki annað en að það þurfi að afskrifa skuldir Grikkland að mjög háu hlutfalli, þ.e. enn hærra en 50%. Óháðir hagfræðingar tala nú um 70% afskrift.

Þær afskriftir sem nú er verið að ræða um, ganga alltof skammt til þess að enn sé raunhæft að Grikkland snúi við og skapi sjálfbært ástand. Þannig að þó svo allar viðræður nú í gangi komi til að skila öllu sem till stendur að þær skili, þá er Grikkland samt eftir allt það - ósjálfbært enn sem fyrir. 

 

Kv.


Hvað ætli vaki fyrir Írönum?

Undanfarnar vikur hefur verið stöðugr stígandi í spennu við Persaflóa. Þetta virðist tengjast hertum refsiaðgerðum gagnvart Íran. Ekki síst af hálfu Evrópusambandsins. En í kjölfar nýrrar skýrslu IAEA eða Kjarnorkumálastofnunar SÞ, sem fram kom í nóvember - var ákveðið af aðildarlöndum ESB að banna með öllu, kaup á olíu og olíuvörum af Íran.

Iran vows not to retreat on nuclear programme - Nov. 9th: "...the UN nuclear watchdog said Iran has sought to design a nuclear warhead and had continued to conduct reseach on an atomic weapons programma as late as 2010, suggesting it had credible intelligence from more than 10 countries to back it's claim."

USS John Stennis

[iran0103]

Olíukaupa-bann ESB virðist umtalsvert efnahagsáfall fyrir Íran:

Iran’s rhetoric sets diplomacy on edge: :"The EU...is set to ban all oil imports from Iran by its 27 member states. Iran exports 18% of its oil to the EU and a European ban could significantly reduce Iranian foreign currency reserves."

Það voru víst einkum S-Evrópu þjóðirnar sem voru enn með viðskipti við Íran, og þau viðskipti verða þá að færast yfir á aðra oliuútflytjendur.

En að tapa 18% af gjaldeyristekjum er töluvert efnahagsáfall - sjálfsagt ekki furðulegt að írönsk stjv. séu verulega pirruð yfir því.

  • "Despite the belief of some diplomats that Iran will not retaliate irrationally against fresh sanctions, others have concerns."
  • "In recent weeks, the Iranian regime has permitted the ransacking of the British embassy in Teheran."
  • "Iranian groups were also at the centre of an alleged plot to assassinate the Saudi ambassador in the USA."
  • "Both events have fuelled the view among some diplomats that the Teheran leadership is becoming increasingly unpredictable".

Einn möguleikinn er einfaldlega að írönsk stjv. séu að spila á óttann um það, hvað Írönum geti dottið í hug - með því að keyra upp spennuna á sl. vikum.

Toppurinn í dag er eftirfarandi: Iran Warns U.S. Over Aircraft Carrier

 "Iran's army chief, Gen. Ataollah Salehi - "We recommend to the American warship that passed through the Strait of Hormuz and went to Gulf of Oman not to return to the Persian Gulf," - "We have no plan to begin any irrational act but we are ready against any threat."

  • Flotaæfingu Írana á Hormussundi lauk víst í dag og var ávarp Ataollah Salehi víst í því tilefni.

"The aircraft carrier USS John C. Stennis and another vessel exited the Gulf through the Hormuz Strait a week ago, after a visit to Dubai's Jebel Ali port, according to the U.S. Navy's Bahrain-based 5th Fleet." - "Pentagon press secretary George Little issued a written statement Tuesday saying that the U.S. Navy presence in the Gulf is in compliance with international law. And he said it is intended to maintain what he called a "constant state of high vigilance" in order to ensure the flow of sea commerce."

  • Maður á samt erfitt með að taka mjög alvarlega tal Íranskra herforingja í sl. viku, þ.s. talað var upp meint getu Írana til að loka Hormussundi, sagt að það væri hægðarleikur fyrir Írana. 

Það hefur verið vitað lengi að Íranar geta ráðist á skip á Hormussundi, en þeir eiga fj. af nægilega langdrægum flugskeitum sem staðsett eru á stöðvum nærri Persaflóa til þess að þ.e. a.m.k. tæknilega mögulegt fyrir Íran að gera atlögu að því að koma hótun sinni í verk.

Aftur á móti er einnig vitað, að slík árás myndi "triggera" tafarlausa árás flugers Bandaríkjamanna á svæðinu á íranskar stöðvar við flóann.

Árásir Írana af slíku tagi myndu því líklega ekki standa yfir lengi.

Tjón Írana væri óhjákvæmilega mjög mikið.

Sem gerir mann mjög skeptískann - auk þess að efnahagstjón þeirra vegna truflana á olíuflutningum í gegnum Hormussund væri einnig mjög verulegt.

  • Ísraelskir dálkahöfundar hafa komið fram með þá túlkun að Íranar séu ekki á blárbrún þess að gera atlögu að Hormussundi - heldur vaki það fyrir stjv. Írans að fæla vesturlönd frá hugsanlegri árás á kjarnorkustöðvar í Íran, í því skyni að lama kjarnorkuáætlun Írans.
  • Þetta þykir mér líklegasta tilgátan, að brölt Írana undanfarið eigi að sýna vesturveldum fram á, að það borgi sig ekki að taka þá áhættu að ráðast á Íran. 

 

Niðurstaða

Ég hallast að því að stjv. Írans, séu að leitast við að sýna styrk sinn - þannig sýna vesturveldum fram á að það sé ekki áhættunnar virði að ráðast á Íran.

Stjv. Írans séu sem sagt nokkuð óttasleginn í reynd við þann möguleika, í kjölfar þess að til stendur að vesturveldi herði refsiaðgerðir gegn Íran - í kjölfar niðurstöðu IAEA í nóvember, þ.s. IAEA virðist vera enn vissara en áður - að Íranar hafi verið að undirbúa gerð kjarnorkuvopna.

 

Kv.


Enn frekari vísbendingar um samdrátt í Evrópu!

Ég er að vísa til upplýsingar sem sjá má í svokölluðum "Pöntunarstjóra vísitölu eða stuðli"/ Purchasing Managers Index eða PMI. Þetta er talið gefa vísbendingu um framvindu efnahagsmála í næstu framtíð, en pantanir t.d. í desember gefi vísbendingu um hagnað evr. framleiðslufyritækja í janúar til febrúar.

Með öðrum orðum - vísbendingu um áframhald efnahagslegrar niðursveiflu í Evrópu á nýárinu.

 

PMI stuðullinn hefur sýnt samdrátt samfellt í 5 mánuði!

Sem er vísbending um að samfellt sé samdráttur í iðnframleiðslu í Evrópu.

Eurozone manufacturing falls for fifth month in a row

Euro-Zone Manufacturing Falls

Eurozone manufacturing shrinks again

Þetta er meginfrétt dagins. Skv. Markit.com sem rekur stærsta einkarekna PMI stuðulinn í Evrópu, þá sýndi stuðull desember mánaða: 46,9 (50 er jafnstaða, yfir 50 er aukning, neðan 50 er samdráttur).

Mánuðinn á undan sýndi hann: 46,4. Ath. það þíðir samt að desember er lélegri en nóvember, að í þessu tilviki er 46,9 að segja að pantanir séu 3,1% minni heldur en í nóvember, er þær voru 3,6% lélegri heldur en í október o.s.frv.

Samt hækkuðu evr. markaðir smávegis við þessar fréttir - vel innan v. 1% hækkun, sem sagt litið svo á að minni minnkun pantana væri þrátt fyrir allt - góð frétt.

European Stocks Rally

Manufacturing data lift European shares

Þarna er þó verið að kætast yfir mjög litlu.

Aðalsérfræðingur Markit segir nú samdrátt PMI sl. 5 mánuði samsvara 1,5% hagkerfissamdrætti yfir sama tímabil, sem er hækkun á fyrra mati hans - en áður hefur hann talið tölurnar samsvara 0,6% hagkerfissamdrætti. Það gerði hann reyndar fyrir tveim mánuðum síðan.

  • "Despite the rate of decline easing slightly in December, production appears to have been collapsing across the single currency area at a quarterly rate of approximately 1.5pc in the final quarter of 2011," said Chris Williamson, chief economist at Markit."
  • "The survey also points to a strong likelihood of further declines in the first quarter of the new year, with producers cutting back headcounts, inventories and purchasing."

 

PMI tölur í Asíu voru einnig lélegar!

Markit Economics - Press Releases

  • S-Kórea, PMI: 46,4 eða 3,6% samdráttur í pöntunum.
  • Japan, PMI: 50,2 sbr. 49,1 í nóvember. Fyrsta aukning PMI í 2 mánuði.
  • Taiwan, PMI: 47,1 sbr. 43,9 í nóvember. Sem var víst skársta niðurstaðan sl. 6 mánuði.
  • Kína, PMI: 50,3 sbr, 49 í nóvember.
  • Indland, 54,2 sbr. 51 í nóvember.

Áhugavert að best gangi þessa stundina á Indlandi. En vísbendingar hafa verið uppi sl. mánuði, þess efnis að ástandið innan Evrópu sé farið að skaða hagvöxt í Asíu.

Einnig í S-Ameríku þ.s. tölur fyrir 3. ársfjórðung í Brasilíu sýndu engan hagvöxt, í fyrsta sinn í nokkurn árafjöld þegar ársfjórðungur sýnir stöðnun í stað vaxtar.

 

Niðurstaða

Ef PMI tölur janúar verða einnig lægri en 50 innan Evrópu, þá verða pantanir búnar að vera í samdrætti samfellt í hálft ár. Hið minnsta er samfelld minnkun pantana iðnfyrirtækja í sl. 5 mánuði mjög sterkt samdráttareinkenni. Því lengur sem sá samdráttur varir - því sterkari eru líkur þess að þetta sé raunverulega vísbending um hagkerfissamdrátt - heilt yfir litið.

Þetta er ein af þeim fjölmörgu upplýsingum sem eru til staðar, er benda til áframhald efnahagslegrar niðursveiflu þeirrar á evrusvæði er hófst í máí 2011, og hefur staðið samfellt yfir síðan.

Sú niðursveifla mun magna öll þau skuldavandamál sem ríki svæðisins glíma við.

Að auki fyrir bragðið mun versna enn frekar staða fjármálakerfisins innan evrusvæðis.

Samdrátturinn magnar öll vandamálin samtímis. Nokkurs konar - fullkominn stormur.

 

Kv.


Mýtan um hinn stöðuga gjaldmiðil sem geti haldið uppi lífskjörum allra jafnt, stenst ekki skoðun. Mun hún endanlega hrynja á ári þessu?

Ég rakst á gríðarlega góða grein á ensku þídd úr þýsku yfir á ensku:

Delusions of the Euro Zone - The Lies that Europe's Politicians Tell Themselves

  • Þar lýsir Amin Mahler því hvernig evran var grundvölluð á óskhyggju.
  • Hvet alla til að lesa þessa frábæru grein!

Grunnvandi evrunnar er einfaldlega sá að hagkerfi N/S-Evrópu eru of ólík.

Hagkerfi S-Evrópu eru ekki fátækari vegna þess að stjórnendur S-Evrópu séu svo miklu lélegri en stjórnendur í N-Evrópu, heldur vegna þess að löndin sjálf sem þjóðir N-Evrópu búa í, eru miklu mun auðugari frá náttúrunnar hendi.

Þrátt fyrir nútíma tækni, er það megni til ennþá það sem ræður úrslitum um það að þjóðir N-Evrópu eru mun auðugari, þær gjafir frá náttúrunnar hendi sem löndin í N-Evrópu búa við og þær þjóðir sem þar eiga heima því ráða yfir.

En næg úrkoma + gjöfull jarðvegur, sem lætur allt spretta. Árnar sem enn þann dag í dag eru mikilvægasta flutningaleið meginhagkerfa N-Evrópu. Þetta eru allt gjafir náttúrunnar.

Ísland hefur aðrar gjafir einnig frá náttúrunnar hendi, sem eru okkar lífskjara grundvöllur.

Ef út í þar er farið, má alveg líta á það sem auðlyndir að ráða yfir skipgengum ám sem renna í gegnum mikilvægustu landbúnaðar- og iðnhéröðin, ásamt nægri úrkomu, og auðugum jarðvegi - sem skapar næga fæðuframleiðslu sem er grundvöllur þess að það búa svo margir í þeim löndum.

Fjöldinn skapar nægann markað, árnar skapa samkeppnisforskot fyrir atvinnuvegi. Lagt saman er útkoman gríðarlegt ríkidæmi og fjárhagslegt vald sem sá hagnaður skapar. Engin tilviljun að þau 2 lönd sem ég vísa til eru einnig sögulega séð helstu stórveldi Evrópu.

 

Sannleikurinn er sá að S-Evrópa getur ekki hafið sig upp á lífskjara standard þann sem ríkir í N-Evrópu af eigin rammleik. Það verður sennilega aldrei mögulegt!

Ég bendi einnig á eigin færslu: Af hverju er S-Evrópa fátækari en N-Evrópa?

  1. En vandi S-Evrópu ríkjanna er einfaldlega sá - skv. minni greiningu - að þeirra atvinnuvegir búa við stórfellt kostnaðar óhagræði í sbr. v. löndin í N-Evrópu.
  2. Enn þann dag í dag njóta Frakkland og Þýskalands þess, að megnið af þungaflutningum fer um ár og skipaskurði, málið er að sú flutningsleið er til mikilla muna ódýrari heldur en aðrir valkostir þ.e. flug, vegir, lestir.
  3. Eftir ánum og skurðunum, er unnt að flytja þungavöru með mun minni tilkostnaði, hvort sem um er að ræða útflutning eða innflutning, beint til megin útflutningshafna Frakkl. og Þýskal.
  4. Þetta kostnaðarhagræði, sparar hvort tveggja í senn miklar upphæðir fyrir landbúnað sem og fyrir þeirra megin iðnaðarsvæði, en þ.e. engin tilviljun að helstu iðnaðarborgir eru staðsettar við helstu skipgengu árnar.
  5. Fyrir bragðið getur hvort tveggja í senn landbúnaður og helstu útfl. atvinnuvegir Frakklands og Þýskalands, greitt mun hærri laun - en samt undirboðið sambærilega starfsemi í S-Evrópu, sem þarf að nota miklu mun kostnaðarsamari vegasamgöngur eða lestir. Nema að laun í S-Evrópu, séu nægilega mikið lægri - til að jafna upp þetta kostnaðar óhagræði með öllu.
  • Afleiðingin er sú að þ.e. ekki grundvöllur fyrir sambærilegum lífskjörum í S-Evrópu, við þau lífskjör sem ríkja í N-Evrópu. En bæta má við, að Norðurlönd tengjast síðan með strandsiglingum, inn í það heildarhagkerfi sem er til staðar í N-Evrópu. Helstu borgir N-landa eru allar hafnarborgir. Í þeim er megnið af hagkerfi N-landa að finna. Þaðan getur útfl. til Þýskal. og Frakkl. leitað með ódýrum hætti, alla leið upp árnar í Frakkl. eða Þýskal. með hagkvæmum hætti.
  • En hafnarborgir S-Evrópu eru mun lengra í burtu, ef skoðaðar eru siglingaleiðir. Þannig að þó siglingar séu ódýrari til muna per vegalengd hvort sem á við með ám, vötnum eða sjó, þá er vegalengdin svo mikil að kostnaðar óhagræði er samt verulega umtalsvert, þ.s. ríkustu markaðirnir eru í N-Evrópu.
  • Holland hefur Rotterdam við mynni Rínar, sem er megin útflutningshöfn Þýskaland í raun og sanni. Rotterdam er einnig stærsta útflutningshöfn Evrópu, vegna þess einmitt hve hátt hlutfall heildarútflutnings Þýskalands fer um þá einu höfn. Holland er því einnig auðugt land. En aðrar helstu borgir hafa allar tengingu við hafið annaðhvort í gegnum skurði eða það að þær eru við sjó. Og vegalengdir eru litlar enda Holland í miðju hins ríka svæðis. 

Eina leiðin til þess að viðhalda lífskjara stigi í S-Evrópu sem nálgast lífskjör innan N-Evrópu - er ef N-Evrópa er til í að koma á fót millifærslukerfi, þ.e. styrkjakerfi.

Þá er ég að tala um kerfi sambærilegt við það, að t.d. á Íslandi fá tiltekin svæði beina styrki úr sameiginlegum sjóðum, því þau svæði hafa ekki eigin tekjumyndun til þess að standa að fullu undir lögbundinni þjónustu.

  • Grikkland og Portúgal verða þá slík svæði í reynd, þ.e. héðan í frá háð fjárhagslegum stuðningi N-Evrópu, þ.s. megnið af fjármunamyndun á sér stað innan Evrópu.

En við erum þá að tala um að viðhalda launum varanlega, sem gera útfl. atvinnuvegi í þeim löndum algerlega ósamkeppnisfæra, ástand sem triggi að þau lönd verði ávallt styrkþegar.

  • Fræðilega getur starfsemi þar til útflutnings þrifist við slíkar aðstæður, en einungis með styrkjum.

Einhver nefnir ef til vill möguleikann á einhvers konar hátækni iðnaði - en fræðilega væri með styrkjum á löngum tíma unnt að skapa slíkann. Augljósa ábendingin á móti er sú, að stóru hagkerfin fyrir Norðan, eru þegar með öflugann slíkann iðnað - þar er meir framboð af hæfu fólki - að auki iðnaðurinn nýtur þess hagræðis að fyrirtækjanet er til staðar þ.e. birgjar. Slík net er enginn hægðarleikur að skapa frá engu. Uppbygging slíks nýiðnaðar í stað þess framleiðsluiðnaðar sem aldrei getur keppt skv. ríkjandi launastigi - er langtímaverkefni, sem þá einhver þarf að styrkja árum jafnvel áratugum saman, áður en sá kemst á legg.

Hugmyndin um jöfnun lífskjara innan Evrópu var alltaf ílla hugsuð!

En hún þíðir það, að S-Evrópa þarf þá að lifa á N-Evrópu með algerlega beinum hætti.

Spurning hvort það sé réttlátt að íbúar N-Evrópu haldi uppi íbúum S-Evrópu?

En sá kostnaður N-Evrópubúa mun lækka þeirra lífskjör.

En enginn sagði íbúum N-Evrópu frá þessu, þegar Evrunni var komið á fót á sínum tíma.

  • Á hverju ári myndi mjög umtalsvert skattfé frá hagnaði hagkerfa N-Evrópu, þurfa að streyma í formi styrkja ár hvert, og það líklega til allrar eilífðar.
  • Það er sannarlega í algerri einangrun frá raunhæfum forsendum fagurt markmið að jafna lífskjör, en það kostar að halda uppi lífskjörum
  • Góð lífskjör ganga ekki án öflugrar framleiðslu fram framkallar nægann auð til að standa undir þeim lífskjörum.
  • Það er merkilegt hvernig hluti fólks virðist gersamlega blindur á þá grunnstaðreynd.
  • Löndin í S-Evrópu hafa ekki grundvöll fyrir verulega hærri lífskjörum en þar voru meðan þau enn höfðu sína eigin gjaldmiðla.
  • Það voru ekki gjaldmiðlarnir sem héldu lífskjörunum niðri - fremur en það er svo að krónan sé hér að halda niðri lífskjörum. 
  • En samt koma menn fram trekk í trekk og tala eins og það sé gjaldmiðilsmál hver lífskjör eru, en ekki atriði sem snýst um þrifnað þeirra framleiðslu sem er til staðar í viðkomandi hagkerfi.
  • Tala í ásökunartón um hina vondu krónu. Með sama hætti og örugglega var í Portúgal talað ílla um hinn portúgalska gjaldmiðil, eða í Grikklandi um drögmuna.
  • Þeir gjaldmiðlar voru ekki veikir vegna þess að - þeir voru með einhverjum hætti lélegir sem slíkir - heldur vegna þess að grundvöllur þeirra hagkerfa er veikur. Og þann grundvöll sé ég ekki hvernig er unnt að um breyta með nokkrum hætti, sbr. ofangreinda lísingu á því kostnaðaróhagræði sem þau hagkerfi búa við, auk þess sem loftslag þar er þurrt og jarðvegur mun lélegri. Því ekki landbúnaðarlönd heldur. Nema helst á tilteknum svæðum á Ítalíu, einkum Pó dal.
  • Sama um okkur, við búum reyndar að tilteknum auðlindum sem tryggja okkur mun hærri lífskjör en íbúar S-Evrópu hafa. En hér er einnig kostnaðar óhagræði vegna vegalengda frá kjarna Evrópu eða kjarna N-Ameríku. Hér er einnig fámenni, sem einnig er form kostnaðar óhagræðis, fyrir aðra starfsemi en þá sem grundvallast á okkar auðlyndum.
  • Það verður því alltaf erfitt að byggja hér upp aðra starfsemi en þá sem byggir á auðlyndanýtingu - nema við séum til í að sætta okkur við mun lægri lífskjör svo slík framleiðsla geti þrifist. Ef ekki, er það í reynd um nær alla fyrirsjáanlega framtið, að Ísland grundvallast áfram á þeim auðlyndum sem hér eru. Þannig að Ísland verður áfram einnig eins og það hefur alltaf verið - ákaflega sveiflukennt hagkerfi. Um það getur ekki breytt upptaka annars gjaldmiðils - þá þarf eitthvað annað að sveiflast í staðinn, og þeir aðrir þættir sveiflast einfaldlega ekki með eins skilvirkum hætti sbr. ábendingar hagfræðingins Stiglitz er hann var hér siðast.
  1. Ég vil þess vegna skapa hér fleiri störf með þeim hætti, að skapa hér framleiðslu úr einhverju því áli sem hér er framleitt og flutt út.
  2. Það væri hrein viðbót, myndi auka okkar hagnað af þeirri rafmagnsframleiðslu sem hér á sér stað, og skapar grundvöll fyrir álverin - þannig í framhaldinu fyrir áliðnað.
  3. Því hærra hlutfall sem yrði nýtt hér innanlands síðan flutt út í formi mun verðmætari hluta úr áli, því meiri væri sú aukning lífskjara sem myndi hér skapast fyrir þess tilstuðlan.
  4. Í reynd þyrfti engin ný álver um langa hríð. En það má vera að við þurfum á því að halda sem gulrót, þegar við semjum við álfyrirtækin um að fá hluta af álinu til okkar - að heimila eitthvert viðbótar álver. Eða stækkun þeirra sem fyrir eru.
  5. Þetta þarf að vera langtíma stefnumótun. En þannig getum við orðið iðnaðarland smám saman með svipuðum hætti og Þýskaland varð iðnaðarland vegna þess að þar er nóg af kolum og einnig málmgrýti á sumum svæðum. En einkum hefur það verið á grundvelli kola vs. það að hafa árnar rennandi í gegnum svæði með kolalög í næsta nágrenni, svo eins og útskýrt að ofan skapar mikið hagræði fyrir flutninga til og frá þeim svæðum.
  6. Með slíkri langtímastefnumótun getur Ísland orðið auðugt og mjög vel stætt land. Þegar við bætum við sjávarauðlind okkar sem ekki stendur til að ónýta.
  • Gjaldmiðlar eru einungis tæki eða mælivog.
  • Grundvöllur lífskjara er alltaf framleiðsla hvers hagkerfis.
  • Eftir upptöku evru lagðist textíl og fataframleiðsluiðnaður nær með öllu niður í Portúgal en ekkert kom í staðinn. Við tók vaxandi víðskiptahalli eftir því sem útflutningnum hnignaði.
  • Afleiðing - þjóðin á lánum og skuldasöfnun, þar til gjaldþrot nú blasir við. 
  • Ef Portúgal hefði haft sinn gjaldmiðil hefði hann lækkað nægilega mikið til þess að sá framleiðsluiðnaður hefði getað lifað af. Þá hefði hagkerfi Portúgals haldið áfram að ganga upp. Jafnvægi hefði viðhaldist nokkurn veginn í inn- vs. útflutningi. Engin upphleðsla skulda með gjaldþroti sem endapunkt hefði átt sér stað. En á móti hefði gengisfallið gert alla mun fátækari. En aftur á móti, hefði hagkerfið staðið undir sjálfu sér - þetta voru einfaldlega þau lífskjör sem grundvöllur var fyrir. Þegar samkeppnin frá Kína kom, þá urðu lífskjör í Portúgal einfaldlega að lækka til móts, því það var engin framleiðsla önnur eða auðlindir sem gátu komið í staðinn innan Portúgals. Það að þess í stað var þessi framleiðsla látinn hrynja, þannig að þau störf fóru - skapaði þetta ástand sem er gjaldþrot Portúgals. Skuldirnar munu orsaka það að lífskjör þurfa nú að fara enn - enn lengra niður, en þau hefðu niður farið ef gjaldmiðill Portúgals hefði lækkað fyrir flr. árum síðan og þannig haldið lífi í þeirra helsta útflutningsatvinnuvegi. Í reynd fyrir rest blasir það við að Portúgalar munu endanum tapa meiru en ef þeirra lífskjör hefðu hrapað mun fyrr, þeir þannig sparað sér alla þessa skuldasöfnun, sem mun nú um langt árabil íta þeirra lífskjörum enn lengra niður en þau hefði niður farið.
  • Ég sé dálítið Ísland sem Portúgal, ef Ísland hefði farið inn í evru á 10. áratugnum.
  • Þeir sem tala fyrir evrunni hér - tala oft eins og það sé barasta allt í himna lagi ef útfl. atvinnuvegir hrynja. Ég hef oft séð svarið "ílla rekin fyrirtæki sem ekki geta borgað mannsæmandi laun eigi einfaldlega að fara á hausinn". Menn tala í bjartsýni um uppbyggingu nýiðnaðar í staðinn. Svipað var gjarnan sagt af bjartsýnisfólki í S-Evrópu, að evran myndi skapa grundvöll fyrir ný hátæknistörf í staðinn. En við erum eins og Portúgal að því leiti, að við erum lengra í burtu frá meginhagkerfi álfunnar en t.d. Holland. Flutningskostnaður er meiri en t.d. fyrirtæki í Hollandi þurfa að standa undir. Þetta þíðir allt saman, nema við séum að tala um hugbúnaðargerð - að fyrirtæki hér staðsett sem ekki nýta með beinum hætti okkar auðlyndir, þ.e. annars konar starfsemi sem menn dreymir um, geta þá ekki greitt nærri því sambærileg laun við þau laun sem fyrirtæki í sambærilegri starfsemi á meginlandi Evrópu myndu geta.
  • Það er einhvern veginn alger blinda ríkjandi gagnvart grunn hagfræðilegum forsendum meðal þess hugsjónafólks sem virkilega heldur, að evran sé jafnt og betri lífskjör. Mítan um hinn stöðuga gjaldmiðil - sem geti haldið uppi lífskjörum allra, stenst ekki skoðun.

 

En spurningin er þó akkúrat hvaða lífskjara staðall er sjálfbær?

  • Ef N-Evrópa getur ekki haldið uppi Ítalíu á styrkjum, en útlit er fyrir að það sé raunverulega ekki hægt, en Evrópa reyndi allt sl. ár að koma á fót sjóðakerfi sem með trúverðugum hætti sem væri fært um að baktryggja Ítalíu - en það tókst ekki.
  • Þá þarf lífskjara standardinn að vera Ítalskur.

Ég er að tala um það sem lokatækifæri til að halda evrunni gangandi, fyrst að ekki virðist vera unnt að safna saman nægilegu fjármagni til þess að baktryggja Ítalíu, að evran falli - gengisfalli - að nægilegu marki, til þess að útflutningsatvinnuvegir Ítalíu öðlist samkeppnisfærni kostnaðarlega í samhengi hins alþjóðlega samkeppnisumhverfis.

  • Ef N-Evrópa getur sætt sig við það, að þeirra lífskjör séu varanlega færð niður.
  • Svo að unnt sé að finna lífskjara miðju sem unnt er að viðhalda fyrir alla.
  • Þá getur evran gengið upp.

En mér sýnist að niðurstaðan sé sú, að N-Evrópa geti ekki haldið uppi Ítalíu + Spáni, auk Grikklands og Portúgals, með millifærslukerfi.

  • Millifærslurnar séu of stórar sem þurfi til þess að meira að segja hagkerfi N-Evrópu ráði við þær.

Ef lífskjara staðallinn er færður niður með því að evran lækkar nægilega mikið til þess að Ítalía og Spánn geta staðið undir sér sjálf - þannig að þau þurfi ekki styrki.

  • Þá væri alveg unnt að halda uppi Portúgal og Grikklandi.
  • Þau tvö lönd geta ekki einu sinni haldið uppi ítölskum og spönskum lífskjara staðli.
  • Svo fátæk eru þau 2 af björgum.

Það er vandamál oft með fögur markmið, að allir hlutir kosta.

Það er einmitt vandamálið með það fagra markmið, jafna lífskjör innan Evrópu.

  • Mig grunar nefnilega að veruleg hætta sé á því, að skattborgarar N-Evrópu muni gera uppreisn fyrir rest, og neita - þvernneita, að lækka sín lífskjör með varanlegum hætti.
  • Niðurstaðan verði á endanum, sú sem átti að vera augljós í upphafi - að hagkerfin í S-Evrópu og N-Evrópu eru of ólík, til þess að einn sameiginlegur gjaldmiðill geti gengið upp. 

Með öðrum orðum, reikna ég með því að evran muni verðfalla umtalsvert á árinu til viðbótar við það verðfall sem þegar hefur átt sér stað síðan um mitt sl. ár -  Gengisþróun evru / dollars.

  1. Spennan sem þá getur myndast, getur snúist þá um viðbrögð íbúa N-Evrópu. Þegar við blasir slíkt verðfall, sem markaðurinn telur líklega duga til að gera Ítalíu og Spán sjálfbær.
  2. Einn möguleikinn sem ég hef nefnt áður, er að ríku löndin sjálf yfirgefi evruna - það gæti þá verið mjög raunverulegur möguleiki í kjölfar slíks verðfalls sem ég tel yfirvofandi að flestum líkindum. 
  3. Við það myndi evran falla enn frekar - verða í kjölfarið sameiginlegur gjaldmiðill S-Evrópu.
  4. Óháðir hagfræðingar hafa telja að evran myndi líklega verða um 50% verðmynni en slíkur nýr gjaldmiðill.
  5. Það væri líklega yfrið nóg lækkun gengis evru miðað við N-Evrópu, til þess að gersamlega endurreisa samkeppnisgrundvöll S-Evrópu gagnvart N-Evrópu. Nema ef til vill Grikkland er svo ílla farið - að jafnvel þetta dugar ekki alveg. En meira að segja fyrir Grikkland væri bilið þá sennilega brúanlegt á nokkrum árum.
  • Munum að vegna þess að skuldirnar eru í evrum megni til hjá öllum ríkjunum, þá raunverðfalla þær skuldir í hlutfalli við tekjur sem öll löndin munu hafa í þriðju gjaldmiðlum.
  • Á einnig við Þýskaland, og önnur lönd í nýjum N-evr. gjaldmiðli að gengisgróði myndi eiga sér stað, þegar kemur að skuldum þeirra sem eru í evrum. Sá gróði myndi jafna nokkuð út það tap sem þau verða fyrir, er útflutningur til S-Evrópu dregst hjá þeim snarlega saman.
  • Á endanum held ég í reynd að meira að segja N-Evrópa komi skárr út - en ef S-Evrópa fer í gegnum einhvers konar allsherjar efnahaglsegann hrun atburð, sem ella er stórfelld og vaxandi hætt á.

 

Nýársávarp Sarkozy

Síðan tilvitnun í nýársávarp Nicolas Sarkozy forseta Frakklands:

Sarkozy highlights need for growth : "This extraordinary crisis, without doubt the gravest since the second world was, is not over ... you are ending the year more anxious for yourselves and your children..." -"The problem is not one of a new round of spending cuts for the coming year. The government has done what needed to be done..." - "Now we must work as a priority on growh, on competitiveness and on re-industrialisation which alone will enable us to create jobs and purchasing power." - "We must ligten the burden on labour and make imports which compete with our products contribute financially ... I will listen to the propositions of the social partners and then we will decide..." - "The financial sector must be made to participate in the repair of the damage it caused. It is a question of efficiency, a question of justice and a question of morality. The financial transaction tax must be put into action."

  1. Áhugavert að Sakozy lofar því að ekki verði frekari útgjalda niðurskurður hjá franska ríkinu, fyrir forseta kosningar - sem mig rámar í að séu eftir 4 mánuði.
  2. Í atriði 2 er Sarkozy í reynd að tala um margra ára prógramm. Loforð út í loftið.
  3. Ekki veit ég hvernig hann ætlar að fara að þessu. En hann er í tollabandalagi, og getur ekki sett tolla á innflutning frá löndum innan svæðisins. Hann gæti reynt að þrísta á um einhvers konar vernd fyrir Evrópu gagnvart þriðju löndum. En slíkar aðgerðir myndu fljótt hnjóta um reglur WTO (Word Trade Organization). Viðskiptastríð hljómar ekki spennandi.
  4. Síðasta atriðið er fjárhagslegt sjálfsmorð fyrir Evrópu. En ríki Evrópu eru mjög háð fjármögnun á fjármálamörkuðum - eftir allt saman eru þau með umtalsverðann hallarekstur, þurfa að selja skuldabréf á markaði. Ef settur er skattur á hreyfingar á fjármagni, sem þíðir að fyrir þá sem eiga fjármagn verður dýrara að eiga viðskipti á evrópskum fjármálamörkuðum, sýnist mér mjög raunveruleg ástæða að ætla að hver og einn þeirra sem eiga og reka verulegar upphæðir í veltu innan evr. markaða, að um marga þá aðila muni það eiga að þeir muni taka þá sjálfselsku ákvörðun, að spara sér kostnaðinn af þessum nýja skatti, með þeim hætti að færa sitt fjármagn þangað sem þeir losna við þann skatt. Afleiðingin gæti orðið sú að það fjari hratt undan mörkuðum á meginlandi Evrópu, en þess í stað stórgræði ekki síst fjármálamiðstöðin í svokölluðu "City of London", evrusvæðisríkin lendi í því óhagræði að geta ekki selt eigin skuldir á eigin fjármálamiðstöðvum þ.s. þær verði miklu leiti tæmdar af fjármagni, að þess í stað neyðist ríkin til að selja þær í London, New York eða Tokyo, þ.s. fjárfestar eru mun skeptískari á ástand mála innan Evrópu. Það sama ætti við evr. banka. Þeir myndu tapa fjármagni, meðan bankar í London myndu græða á því fjármagni sem til þeirra myndi leita. Evr. bankar yrðu þá enn háðari Seðlabanka Evrópu um fjármögnun en nú er.
  • Ofan í önnur vandamál evr. bankakerfisins, væri þetta að mínu viti "sjálfsmorð".
  • En endilega hlaupið fram af hengifluginu eins og sagt er um læmingja á Grænlandi.

 

Niðurstaða

Mig grunar að árið 2012 verði ár sannleikans fyrir evrusvæðið, þegar allar þær lygar sem stjórnmálamenn hafa talið sér sjálfum trú um - einnig elítan innan Evrópu, muni mæta sínu endanlega sannleiksprófi.

Það sem virkar ekki - mun ekki gera það. En slík atburðarás getur tekið töluverðann tíma að spíla alla leið til enda.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 833
  • Frá upphafi: 849010

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 767
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband