Af hverju er S-Evrópa fátækari en N-Evrópa?

Ég vil skýra þetta að mestu leiti með vöntun á skipgengum ám og kerfi skipgengra skurða þeim tengdum. Skipgengar ár sem mynda vatnakerfi, þ.s. skipgengir skurðir ná að tengja enn fleiri svæði við þær ár, eru í raun mjög mikilvæg auðlind fyrir þær þjóðir sem ráða yfir slíkum kerfum - frá náttúrunnar hendi.

Bandaríkin hafa sem dæmi sennilega stærsta slíkt vatnakerfi sem þekkist í víðri veröld, þegar skipgengar ár og skurðir sem þar má finna eru talin saman. En tiltekin ríki í Evrópu hafa einnig sambærileg vatnakerfi, og þau eru einnig alveg eins og Bandaríkin eru - - rík lönd.

 

Af hverju eru lönd með skipgeng fljót og vatnakerfi þeim tengdum - ríkari?

Sjá Water-ways.eu

  • Þetta sníst um flutningskostnað - en flutningar með ám og skurðum, eru miklu mun ódýrari per tonn af fluttum varningi, en flutningar með lestum eða vegum.
  • Ég hef heyrt að munurinn sé allt að 1/100 milli flutningskotnaðar með vegum vs. á ám eða skurðum.
  • Munurinn er minni þegar lestir eiga í hlut, en milli lesta og vatnaleiða, er samt mikill kostnaðarmunur. 

Eins og sjá má á kortunum að neðan, eru flest ríkari landa Evrópu með kerfi skipgengra áa eða skurða, eða hvort tveggja.

Skurðirnir eru sýndir rauðir - en ár eru sýndar bláar.

Eins og sést hefur Þýskaland gnægt af vatnaleiðum, sem eru mikil lyftistöng fyrir efnahag Þýskalands af náttúrunnar hendi - eins og einnig sést, hefur verið bætt við kerfi af skurðum.


Holland eins og allir vita er mjög láglent, þar er kerfi skipgengra skurða, svo er það við mynni Rýnar mikilvægustu skipgengu ár N-Evrópu


 
Ég er því miður ekki með gott kort af Frakklandi, en vonandi sést samt að þar er einnig að finna bæði skipgengar ár, og er Frakkland það land í Evrópu með flestum slíkum, og einnig kerfi skurða sem hefur verið byggt upp út frá ánum.
Eins og sést, þá býr England yfir kerfi skurða sem nýtast til flutninga, svo er Tames fær skipum til London, og minni bátum og prömmum lengra. Engin tilviljun að London er einmitt við megin vatnsfall Bretlandseyja. Einnig engin tilviljun að England er auðugara land en Skotland.

 
Einu skipgengu vatnsföllin og vatnakerfin eru á Pósléttunni, og við Adríahaf einnig við Pósléttuna. Og það er alls engin tilviljun að Pósléttan er ríkasta svæði Ítalíu langsamlega, þar er meir en helmingur af landsframleiðslu Ítalíu.
 
Skortur á nothæfum vatnsföllum og vatnakerfum, er einmitt lykilatriði í því að S-Ítalía er krónískt fátækari.
 
Italy
 
 
Eins og sjá má, er vatnanet Spánar mun minna í sniðum en vatnanet Frakklands eða Þýskalands, og þ.e. því alls engin tilviljun að Spánn er fátækari en Frakkland eða Þýskaland.
 
 
Lönd með net skipgengra vatna hafa mikið samkeppnisforskot:
  1. Lági flutningskostnaðurinn skapar forskot bæði útflutnings- og innflutningsmeginn.
  2. En það þíðir að fyrirtæki sem starfa við skipgengar ár eða skurði, geta greitt hærri laun heldur en fyrirtæki sem þurfa að nýta mun dýrari flutningskosti fyrir afurðir sínar og/eða aðföng.
  3. Að auki geta þau mun auðveldar borið dýrann gjaldmiðil þ.e. háa gengisskráningu, heldur en fyrirtæki sem starfa þ.s. ekki er aðgangur að svo ódýru flutningsneti.
  4. Það þíðir einnig að þau fyrirtæki búa að jafnaði við lægri verðbólgu, stöðugara verðlag.
  5. Vegna þess að þau geta veitt hærri laun, leitar fólk þangað - þ.e. fyrirtækjum sem starfa á svæðum þ.s. ekki er til staðar sambærilega ódýrir flutningskostir, helst verr á starfsmönnum.

Afleiðingin er að:

  1. Löndin sem hafa skipgeng vatnakerfi eru yfirleitt ríkari -
  2. en löndin sem ekki hafa skipgeng vatnakerfi.
Að auki:
  1. Þurfa löndin sem ekki hafa skipgeng vatnakerfi ódýrari gjaldmiðil/miðla -
  2. heldur en löndin sem ráða yfir skipgengum vatnakerfum.
Fjármagn:
  1. Leitar til landanna sem hafa skipgeng vatnakerfi -
  2. en frá löndum sem ekki hafa skipgeng vatnakerfi.

Grikkland er sérstaklega slæmt dæmi:

  1. Það hefur engin vatnakerfi sem nýtast til flutninga.
  2. Það er fjöllótt og vogskorið - sem gerir vegagerð mjög kostnaðarsama.
  3. Að auki er veðurfar heitt og þurrt, jarðvegur lítill og lélegur - því ekki landbúnaðarland heldur.
  • Þeir hafa siglingahefð vegna eyjanna - en það er harður samkeppnismarkaður sem krefst samkeppnisfærra launa.
  • Þeir hafa nær engin jarðefni svo ég viti til, sem eru verðmæt.
  • Nánast eina auðlyndin er sjálf fegurð eyjanna - sem sagt ferðamennska.
Þetta land er nánast dæmt til að vera fátækt frá náttúrulegum aðstæðum.
Nánast eina vonin, er að flutningar á olíu og gasi frá Mið Asíu þegar þær leiðir opni, muni liggja um Grikkland.
 
 
Niðurstaða
Stóra ástæða þess af hverju S-Evrópa getur ekki starfað með hinum ríku löndum N-Evrópu innan sama gjaldmiðils, er að leita til þeirrar staðreyndar að atvinnuvegir N-Evrópu hafa mikið kostnaðarleg forskot á atvinnuvegi S-Evrópu, vegna þess fj. skipgengra vatnakerfa sem er að finna einkum í N-Evrópu.
 
Þetta gerir atvinnuvegum N-Evrópu þ.s. slík vatnakeri er að finna, mögulegt til að greiða mun hærri laun, en samt skila hagnaði. Meðan löndin í suðrinu, verða að halda launum lágum - og það verulega mikið lægri, til að eiga möguleika til að keppa við fyrirtæki í N-Evrópu.
 
Þetta sníst ekki endilega um það að fyrirtæki séu betur rekin, þó það fari stundum einnig saman, heldur um risastórt kostnaðar forskot sem vatnakerfin skaffa.
 
 
Kv.
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er kannski dálítið langt gengið að tala um bein orsakatengsl, ef ekki vegna annars en þess að skipaskurðir eru manngerð fyrirbæri og hluti af efnislegri menningu (e. material culture) þeirra þjóða sem löndin byggja.

Hinsvegar eru skipgeng fljót vissulega og óumdeilanlega meðal hinna stóru langverkandi orsakaþátta í bakgrunni sögunnar og eiga vafalaust mikinn þátt í því að N-Evrópa tekur fram úr S-Evrópu í efnahagsþróun við Iðnbyltingu.

Annars held ég að Grikkir eigi ekki að þurfa að vera fátækari en Japanir, a.m.k stoppar landafræðin þá ekki. Hinsvegar þyrfti meira að koma til en "vel rekin fyrirtæki" og alls ekki víst að "agi í ríkisfjármálum", hvað þá óheft milliríkjaviðskipti yrði til að gera þeim leikinn auðveldari.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 00:06

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skipaskurðir virðast flestir byggðir til að tengja saman vatnasvæði, stækka svæðið sem tengist skipgengri á.

Svo upphafið er greinilega það að hafa skipgenga á, sem gefur hið upphaflega forskot.

Japan fékk lengi vel - ath. - að hafa mikla vernd fyrir innflutningi, en flytja nær alveg frjálst til Bandar. - vegna þess að Bandar. vildu efla Japan í Kalda stríðinu. Ólíklegt að slíkt væri endurtekið í dag.

Japan er einnig mun fjölmennara land, sem gerir innanlands markað nægilega stórann til að stór fyrirtæki geta vaxað og dafnað, við þær sérstöku aðstæður sem Japan hafði, þ.e. fá að hafa vernd fyrir innflutningi en nær algert frelsi fyrir útflutning.

Grikkland á engann séns á sambærilegum díl, fyrir utan að innanlandsmarkaður er mun smærri, svo hann myndi ekki nýtast alveg með sama hætti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.12.2011 kl. 01:47

3 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Skemmtileg grein hjá þér. Flutningur eftir vatnaleiðum hefur án nokkurs vafa skipað afar mikilvægan sess í þróun viðskipta í Evrópu frá örófi alda. Mikill fjöldi skipgengra fljóta er einnig efalaust stórt atriði í uppgangi N-Evrópskra landa frá miðöldum og vel inn í nútíma.

En mér sýnist þú gleyma einum aðal vatnaveginum, sá sem hefur mestu flutningsgetuna og aðgengið. Aðgangur að strandsiglingum er ekki minna atriði í efnahagi landa og enn á Evrópa vinninginn þar yfir öll önnur landsvæði jarðar, þar sem mjög óregluleg og löng strandlína umlykur mjög þéttbýl landsvæði.

Í sögulegu samhengi eru siglingar nánast eina vöruflutningaleiðin allt fram á 18. öld. En siglingar hafa einungis mikilvægi á þeim tímaskeiðum þegar viðskipti voru í uppgangi af öðrum orsökum. Fólksfjöldi stígur og hnígur í eftir aðstæðum og á mörgum skeiðum sögunnar hefur hröð fólksfjölgun leitt til uppgangs í viðskiptum og velmegun. En jafn oft hefur fólksfjöldi fallið aftur af ýmsum ástæðum, afleiðingarnar verða samdráttur og kreppa. Hver ný bylgja virðist þó rísa hærra en sú fyrri hvað mannfjölda varðar, eflaust vegna betri tækni og útbreiddari tækniþekkingar.

Mikil fólksfjölgun með eftirfylgjandi hruni og fólksfækkun átti sér stað í það minnsta þrisvar á bronsöld og fólksfjölgun járnaldar, frá c.a. 1000 f.o.t. endaði í talsverðri fólksfækkun við lok fornaldar. Fólksfjölgun á snemm-miðöldum var mikil fram að síð-miðöldum þegar aftur harðnaði í ári og fólki fækkaði. Við lok miðalda hófst svo sú fólksfjölgunarbylgja sem nú virðist farin alveg úr böndunum. Þessar bylgjur fólksfjölgunar og fækkunar virðast oft spanna meira og minna allan hnöttinn, í það minnsta hin fornu menningarsvæði Miðjarðarhafs, Indlands og Kína.

Fólksfækkun verður trúlega vegna samspils verðurfars (t.d. lok fornaldar, lok miðalda) og farsótta. Þéttbýli í landbúnaðarsamfélagi eykur líkurnar á að banvænir sjúkdómar stökkvi úr húsdýrum í menn og nær að dreifast um stór landsvæði. Þannig hafa flestir okkar skæðustu sjúkdómar komið úr nautgripum, svínum, hænsnum og svo má ekki gleyma rottunum, vissulega "húsdýr" í einum skilningi.

Ríkidæmi er háð aðgengi að góðum mörkuðum. Góður markaður er fjölmennur og framleiðir meira en hann þarf sjálfur á að halda. Þegar fólki fjölgar í góðæri verða til góðir markaðir og viðskipti aukast. Aðgengi að mörkuðum er háð flutningsleiðum og þar eru strandsiglingar og fljótasiglingar án efa lang mikilvægustu leiðirnar. Lönd með langar strandlínur þar sem flestir búa nálægt sjó (t.d. Ítalía, Grikkland hið forna, Norður Afríka, botn Miðjarðarhafs) eru fyrirfram með forskot á önnur lönd. Á fornöld má bæta við nokkrum löndum með gott aðgengi að siglingarbærum ám, einkum Egyptaland, Mesópótamía, Ganges dalurinn og Gulárdalur í Kína. Á fornöld bjuggu öll þessi lönd við góð landbúnaðarskilyrði sem leiddi til mikils fólksfjölda, og góðar samgöngur á hafi eða ám.

Breytingar á veðurfari frá fornöld til miðalda voru einkum mikil útbreiðsla þurrlendis og minnkandi matvælaframleiðsla á hefðbundnum landbúnaðarsvæðum sem tóku að hnika sig sífellt norðar (þessi norður-færsla landbúnaðarbeltisins er enn í gangi) og frá því að liggja einkum um mitt Miðjarðarhaf í Evrópu færðist landbúnaður norðar í álfunni. Tæknibreyting í landbúnaði á miðöldum leiddi til aukinnar framleiðni kaldari landbúnaðarsvæða. Þéttbýli og ríkidæmi safnast við aðal skipaleiðir, strendur og skipgengar ár, og frá fyrri hluta miðalda hefst efnahagsleg uppbygging Norður-Evrópu þar sem t.d. Víkingatíminn er ein af afleiðingum fólksfjölgunar og aukningar í viðskiptum.

Evrópa er öll, frá náttúrunnar hendi, eins og hönnuð fyrir skipaflutninga með tækni miðalda og fyrri hluta nútíma. Mjög langar strendur, mikill fjöldi eyja, og langar skipgengar ár er gegnumgangandi frá ströndum Atlantshafs og langleiðina austur að Úralfjöllum. Því miður vantar hjá þér kort af Austur-Evrópu, þar eru árnar lengstar og stæstar auk þess að bjóða upp á næstum samfellda norður-suður tengingu milli Eystrasalts og Svartahafs.

Uppgangur Evrópu er mjög sérstakur en þó má ekki gleyma því að langt inn í nútíma var Evrópa fátæk og vanþróuð álfa í samanburði við ríkidæmi Tyrkjaveldis, Indlands og Kína. En þegar íbúar Evrópu byrja að nýta sér forskot sín á tveimur sviðum til að herja á ríkari svæði jarðar snerist dæmið við. Þessi tvö svið voru skipasmíðar, þar sem eilíf barátta við Atlantshafið hafði getið af sér miklar framfarir, og hernaðartækni sem náði að þróast í Evrópu miklu hraðar en á öðrum menningarsvæðum. Trúlega er helsta orsök þessara framfara í vopnatækni landfræðilegt fyrirkomulag álfunnar. Meðal-stórar þjóðir á landfræðilega afmörkuðum svæðum hvert upp að öðru heyja eilífar styrjaldir án þess að nokkur einn nær yfirhöndinni. Ítalíuskagi, Spánarskagi, Frakkland, England, Danmörk, Þýsku ríkin, Pólland, Litháen, Ungverjaland eru nokkur dæmi um lönd í eilífum styrjöldum þar sem ekkert eitt nær yfirhöndinni. Öll önnur þéttbýl svæði jarðar hafa búið við löng heimsveldatímabil þar sem ytri fjendur eru lítil ógn. Ekki Norðurhluti Evrópu, það hefur engum tekist. (Rómarveldi var heimsveldi Miðjarðarhafsins, hraðbrautar þess tíma). Hernaðartæknin þróaðist hraðast á suðurhluta svæðisins en skipatæknin á norðurhluta og allir lærðu þeir hvor af öðrum í eilífum barningi.

Við upphaf nútíma standa evrópuþjóðir með yfirburði í hernaðar- og siglingartækni reiðubúnar til að hefja víkingatíma hina síðari gegn öllum öðrum þjóðum hnattarins. Og það má með sanni segja að þeim hafi tekist það! Evrópa fitnaði á kostnað annarra og hefur með sanni náð að leggja undir sig heiminn - en nú þegar tækniforskotið er horfið er Evrópa á hraðri leið "niður" á sinn rétta stað í röðinni, sem frekar fámennt jaðarsvæði. Norður-Evrópa er enn frekar á jaðrinum og með tímanum mun eflaust koma í ljós að "stórveldistími" N-Evrópu stóð frekar stutt við.

Þetta er nú orðið langt og mikið bull nokkuð framhjá efninu. Skipaskurðirnir sem þú nefnir í greininni eru afleiðing ríkidæmis hjá ný-iðnvæddum þjóðum, frá þeim tíma þegar lestarsamgöngur voru ekki enn orðnar að fullu þróaðar. Enda lauk hátíma skipaskurðanna fyrir meira en öld. Í Bretlandi nenna menn varla að viðhalda þessum fornleifum og þar sem það er gert er það einkum vegna túrisma. Á meginlandi Evrópu er að mestu sömu sögu að segja. Skipaskurðir eru notaðir af túristum en ekki til "raunverulegra" vöruflutninga. Hinar stóru skipgengu ár eru þó talsvert notaðar til flutninga.

En flutningsgeta þeirra er afskaplega takmörkuð og nær engan veginn að fullnægja þörfum nútímans. Það er ekki bara spurning um pláss í ánni, það er kannski helst hafnaraðstaðan sem takmarkar. Vöruflutningar eftir stórám Evrópu eru varla nema brotabrot af heildarflutningi þessara svæða og geta því ekki ráðið miklu um velmegun þeirra á nútíma.

En ég er sammála þér um mikilvægi góðra flutningsleiða. Skipgengar ár og löng strandlína eru lykillinn að þeirri yfirhönd sem Evrópa náði við upphaf nútíma. Skipaskurðirnir eru hins vegar afleiðing ríkidæmis, lausn á flutningsvanda sem nýttist þar til tæknin og vöruflutningaþörfin óks þeim langt yfir getu. Ríkidæmi Norður-Evrópskra landa er afleiðing sögulegrar þróunar þar sem skipasamgöngur skipuðu mjög stóran sess, en það voru ekki árnar sem réðu úrslitum þar heldur hafskipin.

Ríkidæmi nútímans er afleiðing sögulegrar þróunar. Norðurhluti Evrópu reis hátt og tvöfaldaði sig til Norður-Ameríku og saman rísa þessir tveir heimshlutar enn langt yfir aðrar þjóðir. En til lengri tíma litið er það fólksfjöldi sem ræður ríkidæmi, því fleira fólk því meiri velmegun. Sú bábilja heyrist oft á Íslandi að því sé öfugt farið - en viðskipti og ríkidæmi eru háð mörkuðum, bestu markaðirnir hafa mikinn fólksfjölda og framleiðslu umfram eigin þarfir. Hvort tveggja á við um fjölmennustu svæði heimsins, en þau eru eins og allir vita Kína, Indland og Suð-Austur Asía. Afríka sunnan Sahara er í örum veksti og þar verða fleiri íbúar fyrir miðja öldina en á Indlandi. Evrópa er peð í þessum samanburði. Jafnvel N-Ameríka og Evrópa saman ná ekki nema að vega álíka þungt og Mið- og Suður Ameríka. Hvað sem öllum skipaskurðum líður þá verður Evrópa framtíðarinnar langt í frá ríkasta svæði jarðar.

Brynjólfur Þorvarðsson, 28.12.2011 kl. 08:37

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Einar ég heyrði haft eftir menntuðum manni búsetum ekki langt frá miðbaug að hann teldi lífið og tilveruna ganga svo rólega vegna þess að þeir lifðu ekki við árstíðir það væri ekkert sem kæfist þess að eir settu kartöflur og eða fræ niður í maí frekar en í desember hefði þau áhrif að það mætti fresta hlutum því uppskeran kæmi bara örlítið seinna. "Það má fresta öllu til morguns,, Það vanti sem sé svipu náttbrunar á að halda sér að verki. Þetta getur haft þau áhrif að framlegð og lífskjör verða minni en á norðlægum slóðum. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 28.12.2011 kl. 09:48

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Brynjólfur - árnar og skurðirnir eru enn mikilvægustu flutningaleiðirnar fyrir lönd eins og Frakkland og Þýskaland. Má bæta við Hollandi. Pó er einnig mjög mikilvæg flutningaleið fyrir þá starfsemi sem fer fram á Pósléttunni.

Punkturinn er að árnar og skurðirnir eru enn eins mikilvægir í dag, og á eldri tíð.

Aðrar flutningaleiðir eru viðbót - en hafa ekki komið í þeirra stað, nema á tilteknum svæðum þ.s. skurðir hafa of litla flutningsgetu t.d. á Englandi að einhverju leiti. Sjálfagt er hér og þar að finna í Evrópu einnig skurði sem misst hafa hlutverk sitt, vegna þess að það svarar ekki kostnaði að breikka þá.

Árnar og skurðirnir séu enn lykilforsenda ríkidæmis Frakklands, Þýskaland og Hollands.

Sannarlega er sjálfsagt einhver takmörkun fyrir flutningsmagni, en samt er Rín sú æð innan Evrópu þ.s. mest magn inn-/útflutnings afurða fer um í Evrópu. Aðrar franskar og þýskar skipgengar ár gegna sínu hlutverki enn af fullum þunga. Þ.e. ekki tilviljun að stærsta inn-/útflutningshöfn Evrópu er við mynni Rínar, Rotterdam - enda kemur allt þ.s. siglir niður fljótið þangað, og fer um borð í stór hafskip lengra.

Sem sagt miðjunnar í Evrópu. Þeir þjóna einnig landbúnaðargeiranum með eins öflugum hætti, matvælaflutningar einnig mun ódýrari meðfram þeim

Dóná hefur þann mikla galla að falla í Svartahaf annars vegar, og síðan hins vegar eru nokkur þeirra landa sem hún fellur í gegnum fjöllótt svo það hefur í mun minna mæli en útfrá Rín verið unnt að reisa heilt vatnakerfi til að tengja flr. borgir og miðstöðvar innan þeirra landa við meginæðina, en samt er hún mjög mikilvæg og þ.e. engin tilviljun að þær borgir sem standa við hana eru einna mikilvægustu og auðugustu borgir þess svæðis enn þann dag í dag.

----------------------------

Sannarlega skipta strandsiglingar einnig verulegu máli, sem skírir hvers vegna ríkar borgir eru einnig við strendur. 

En punktur greinarinnar er sá, að þrátt fyrir mikla uppbyggingu vegakerfis - flugs - lesa; þá skapa árnar stóru, og þau vatnakerfi sem byggð hafa verið upp þeim tengdum, þeim löndum sem þau hafa mikið forskot á þau lönd sem ekki hafa þau, að það séu einmitt ríkustu lönd Evrópu enn þann dag í dag - - sé alls engin tilviljun.

Strandsiglingar hafa alltaf verið mjög mikilvægar í Eystrasalti og fyrir Norðurlönd, við Norðursjó. Þær vinna saman með tengingunum við fljótin, og í gegnum þau tengingum við borgir inni í landi í Frakklandi og Þýskalandi.

Strandsiglingar tryggja Norðurlöndum nægilega ódýrann flutningskost til markaða í Þýskalandi og Frakklandi, og já Bretlandi einnig. Enda fjarlægðir ekki heldur svo miklar. Öll þessi lönd þannig séð eru í hnapp.

Strandsiglingar nýtast ekki eins vel löndum við Miðjarðarhaf, í dag - vegna þess að miðja ríkidæmis hefur flust norður, vegalengdir því nokkrar fyrir siglingar sem dregur úr hagkvæmni.

Sennilega er rétt að loftslagsbreytingar hafi spilað rullu, að fjölgun fólks í Þýskalandi og Frakklandi, hafi ekki síst verið mikilvægur þáttur, skapað stórann markað - sem var síðan með hagkvæmum hætti unn að þjóna í gegnum fljótin, og með strandsiglingum milli ríkja í Norðri. 

Að mörgu leiti í gegnum siglingar með sjó og vötnum, myndar N-Evrópa eina efnahagslega heild, sem enn þann dag á við.

------------------------

Ítreka, enn þann dag í dag skapar Frakklandi - Þýskalandi - Hollandi, og Norðurlöndum sem hafa hagkvæmar tengingar við markaði í Frakklandi og Þýskalandi, Bretlandi að auki; efnahagslegt forskot.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.12.2011 kl. 13:08

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

London er Alþjóðafjármálaborg og þar er það fjármagnsflæðikerfið sem skapar þeim forskot á Þjóðverja og Frakka.  Vatnskortur og ófrjósamur jarðvegur dregur úr raunvirðissköpun.

Þjóðverjar kenna að með því að halda rekstrakostnaði eigin raunvirðisskapandi lögaðili í lámarki og kostnaði við flutninga milli Þýskuríkjanna líka, þá tryggir það hagstæðstu vöruviðskipta samninga við þau ríki sem hafa aðrar áherslur af staðbundnum eða vitsmunalegum ástæðum.
Grunn rekstrakostaður raunvirðauka skapandi lögaðila er: massi og orka: Hráefni og orka í tonnum, orka getur líka verið huglæg.  Þjóðverjar versla mest við sína nágrana og það gera flest ríki heims. Þeir gera út á lága grunnraunvexti nánast enga fjármagnsleigu utan verðtyggingar á langtíma grunnlánum sinna rekstrafyrirtækja, í samhengi lækkar það allar passivar eignir lögaðilans og starfsmanna hans til lengra tíma litið.  Hitler lagði steypta vegi sem endast með litlu viðhaldi endalaust.

Þetta er allt spurning um hugsunarhátt virka hluta stjórnsýslunnar og í ríkust ríkjum heims eru síu kerfi þannig að meðalmenni komast varla í lykilstöður, síukerfi stéttskiptir sjálfkrafa þegnum í greindarflokka sem stjórna þeirri ábyrgð sem fellur í skaut. 70% áreiðanleiki í toppi tryggir ekki stöðuleika. Borgir: þú borgar, eru stofnaðar til laða til sín aðila vöru og þjónustu af því það hefur borgað sig fyrir Miðstýringuna minnst síðustu 4 þúsund ár í fjármálalegu samhengi: fyrirtæki borga skatta eftir fjölda íbúa á fermetra fyrir utan sölustað. Þjóðverjar gera kröfu að lögaðilar sem njóta lágra fjármagnsleigu skili söluskatti og starfsmanna veltu sem stendur undir þjónustu við sömu aðila: vita allt um sunduliðanir í vöruverði.  Fátækt í sjálfþurftar búskap er abstrakt. Rökrétt er að engin Íslenskur ráðherra í meðalgeind kennir erlendum sem eru greindari neitt í viðskipta og fjármálum.   Rökrétt er þegar um langtíma fjármálalega eignir er að ræða, þá  eru skuldir framtíðar jafnar  eignum framtíðar ef talað eru um fjámagnstekjueignir allra Íslenska heimila í lífeyrissjóðum. Sigurður Líndal telur sennilega ekki 10 Íslenska lögfræðinga nóga góða í 4 þúsunda ára bókahaldsuppsetningu, til að taka sæti sem hæstréttardómar í málum, sem tengjast þá Íslensku bulli.   Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Það er mikil munur á því að vera skráður eigandi að sínum passívu[ ekki seljanlegum] nauðsynlegu langtíma rekstareignum, eða vera skráður eigandi að sömu rekstrareignum  sem afskrifast seint eða aldrei og eru bundnar okur langtíma fjármálaleigu, almennt að réttlæta það með verðbótum og fjárfestingu lífeyrissjóða er ekki greind því þessar vaxtabætur eru greiddar almennt í formi skatta.  30 ára langtíma skuldbindingar eru gerðar upp í 30 ára samhengi til að draga rökréttar ályktanir í bókhaldi. Fasteignir eru fastar og ávaxta sig ekki heldur er það reksturinn inn í þeim sem getur gert það, fer eftir eðli hans. Heildar fasteignaverð endurspeglar alltaf heildar raunþjóðatekjuárssölu erlendis í löglegum rökréttum uppgjörum. Vilji til að hækka almenn  fasteignveð fæst ekki með því að hækka á þeim vexti og skatta, heldur með því að raunvirði tekna innan þeirra aukist. Fjármagna kaup á okur langtíma rekstragrunnkostnaði mun aldrei borga sig til langframa. Hinsvegar er búið að innleiða hér hefðir og lög í bókhaldi sem eru ekki rökrétt. Stigvaxandi langtíma raunvirðiauki í viðskiptum við aðra er ekki hægt að verðtryggja nema kúga hinn aðilann eða gera út á heimsku hans.   Evrópska Sameiningin er með sameiginlegan kvótaskiptan grunn í  lávirðisauka og meðalvirðisauka [til almennra neytenda] vöru og orkukostnaði og dreifingaruppsetningu milli undirmiðstýringar Borga sem á ekki að veita forskot, heldur myndast hávirðauka smálsölu aukinn eða affölinn  inn í Borgunum sjálfum það er á þeirra einka keppnismörkuðum. Þjóðverjar og Frakkar og ríkust þjóðirnar í EU leggja alla áherslu á að efla sína heimamarkaði til séreignar skattlagninga, og lækka þarf með eigin útflutningskostnað [aukið framleiðslu magn á sek.] fullframleiða hátækni og hátísku í skiptum fyrir nauðsynlega lágvirðis auka og meðalvirðisauka til viðhald sínu gengi. Þetta er ekki spurning um forskot heldur algera yfirburði þeir sem eru yfir meðalagi í greind.  Útgjöld stjórnsýslu í Þýskalandi til eigin þarfa hafa haldist í hendur við þjóðagengi Þýskalands síðustu 30 ár. Hinsvegar hafa mörg ríki farið flatt á því að telja að aukin menntunarkostnaður tryggi aukningu raunvirðiauka sköpunar án þess að aukning verði á grunnkvóta EU fyrst. Aukin gervi menntun dregur úr atvinnuleysi styttir strafsæfi, ódýrari menntamenn geta ekki fengið hærri rauntekjur í heildina litið en forverar þeirra. Ríki sem flytja inn mikinn massa og lítinn massa út á móti er alltaf ríkustu í samanburði. Það sem vegur þungt skiptir meira máli en það sem er léttvægt. Huglæg raunvirðiaukning felst í gæðum ekki magni [þyngd], að mati virkra kaupenda.

Júlíus Björnsson, 28.12.2011 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband