Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Bretland er í miklum skuldavanda eftir ár Verkamannaflokksins!

Þetta er skv. greiningu Kc Kinsey Global Institute - "Debt and Deleveraging" by the McKinsey Global Institute". Niðurstaða greiningarinna má sjá á myndinni að neðan, og tölurnar eru sannarlega fullt tilefni hræðsu um nánustu framtíð Bretlandseyja. En þær gera hagvaxtarhorfur á Bretlandeyjum afskaplega lélegr - ég myndi segja a.m.k. næstu 10-15 árin. Mér sýnist af þeim að Bretland sé að horfa upp á tínt tímibil, langvarandi stöðnun með sambærilegum hætti og Japan hefur verið að ganga í gegnum síðan kreppa skall þar á síðla árs 1989, og Japan hefur ekki fyllilega risið síðan.

Bretland er skárra að einu leiti, að þar er enn fólkii að fjölga, þangað er verulegt streymi að auki af innflytjendum, breskt samfélag er jákvæðara gagnvart nýbúum en japansk samfélag - þetta skapar Bretlandi hagvaxtartækifæri umfram Japan, til lengri tíma litið.

Svo Bretland kemst upp úr þessu fyrir einhverja rest!

Ambrose Evans Pritchard fjallar um niðurstöðu McKinsay í greinarstúf:
 
 
Ábyrgðaleysi ríkisstjórnar Gordon Brown
  • Á Íslandi er talað um ábyrgðaleysi síðustu ríkisstjórnar DO og HÁ, vísað til 90% lána sem Íbúðalánasjóður veitti með lánsþaki, þ.e. þú gast ekki fengið umfram rúml. 20 milljónir.
Síðan veittu bankarnir um tíma 100% lán og fengu að gera það í friði fyrir Fjármálaerfitlitinu.
 
En hvað sýnist ykkur um 120% lán?
 
  1. "Much trouble could have been avoided if Labour had stuck to two simple rules: a budget surplus late in the cycle (instead of 3pc deficits) as achieved in Scandinavia and even by Spain, and
  2. loan-to-value limit on mortgages of 80pc (instead of 120pc) -- ideally falling to 70pc, or even 60pc if needed to choke a boom, as pursued in East Asia."
  • Einmitt, í landi Grodon Brown, var heimiluð veðsetning íbúðahúsnæðis upp í 120%.
  • Að auki, var ríkið rekið með halla upp á hvert ár - góðærið á enda, í stað þess að spænska ríkið var rekið yfir sama tímabil með afgangi, get nefnt einnig það írska - það íslenska, og Ambrose nefnir síðan það sænska. 

 

Sem betur fer er Bretland ekki inni í evrunni!

  1. Með mun verri heildarskuldastöðu en nokkurt aðildarlanda evrusvæðis.
  2. Með ríkishalla sem er verri en ríkishalli Ítalíu, Spánar og Frakklands.
  3. Með ríkisskuldir sem eru umfram ríkisskuldir Spánar, en þó á svipuðu róli og ríkisskuldir Frakklands.
  • Á móti kemur að bankakerfið Bretlandseyja, hefur verið endurfjármagnað - meðan staða franskra - ítalskra og spænskra banka margra hverra er mun tæpari, en flestra breskra banka.
  • Það gat breska ríkið framkv. með ódýrum hætti - með peningaprentun. Meðan aðildarríki evru hafa ekki aðgang að þeirri þægilegu aðferð.
  • Það þíðir, að skuldastaða ríkissjóða evrusvæðisríkja mun líklega versna umtalsvert frá því sem nú er, því aðildarríki evru geta einungis endurfjármagnað bankakerfi eigin landa, með eigin skuldsetningu ríkissjóða - ef bankar ráða ekki við endurfjármögnun sjálfir.
  • Það er ástæða þess, að aðildarríki evru, eru að velja að láta bankana sjá um endurfjármögnunina sjálfa - sem er langt í frá víst að muni ganga.

Í samhengi við þetta - er áhugaverð frétt frá því í gær á Financial Times vefnum, en það virðist sem Frakkar og Þjóðverjar vilji útvatna svokallaðar "Basel" reglur, sem ekki eru mörg ár síðan að voru hertar í kjölfar fjármálakrýsunnar í Bandar. þ.e. "Sup Prime" 2008.

Paris and Berlin seek to dilute bank rules

Ef farið yrði að vilja Frakka og Þjóðverja, væri slakað á skilgreiningum sem varða mat á virði eigna banka, sem myndi á pappírnum styrkja eiginfjárstöðu banka.

Mig grunar að það sé ekki tilviljun, að það eru aðildarríki evrusvæðis, sem fara fram á slíka útvötnun, einmitt vegna þess - að aðildarríki evrusvæðis geta ekki með sama ódýra hættinum og Bretar eða Bandaríkin, sem enn hafa eigin seðlabanka, endurfjármagnað eigin bankakerfi.

Besta ákvörðunin sem Gordon Brown tók, var að fara ekki inní evruna!

"Sterling’s 15pc drop has saved a host of exporters while the Bank of England has spared us the agony of debt-deflation by launching quantitative worth 19pc of GDP, the biggest blitz ever by a modern central bank."

  • Það ætti að vera augljóst - innan evru hefði Bretland ekki getað endurfjármagnað bankana sína, með þeim hætti sem gert var.
  • Muna þarf að 4 bankar alls voru teknir yfir af breskum stjv., 4 risabankar.
  • Ef breska ríkið hefði ekki getað í samvinnu við eigin seðlabanka, dælt peningum inn í þá sem voru prentaðir - væri breska ríkið í mun verri málum skuldalega séð.
  • Að auki, féll breska pundið töluvert, en án þess falls hefði hallinn á bæði breska ríkinu og viðskiptum Breta við útlönd verið mun meiri.
  • Hið augljósa er, að Bretland væri í verri málum en Ítalía í dag, sennilega fyrir töluverðum tíma síðan farið á neyðarlán - eins og Írland, Portúgal og Grikkland.

Þess í stað með seðlaprentun, sparaði breska ríkið sér miklar fjárhæðri sem í dag væru skuldir þess.

Verðið var fyrst og fremst nokkur verðbólga - sem er á niðurleið.

Ég vek einnig athygli á annarri mynd: Eins og sjá má á myndinni að neðan þá er breska ríkið með langbestu dreifinguna á eigin skuldum, þ.e. lán eru dreifð yfir lengra tímabil. En myndin sýnir samanburð á meðallengd lána, sem liggja að baki skuldabunka ríkissjóða sem eru í samanburðinum. Þessi mikla tímalengd lána breska ríkisins, dregur verulega úr áhættu breska ríkisins vegna eigin skulda, þrátt fyrir gífurlegar heildarskuldir breska þjóðarbúsins.

  1. Hagstæð dreifing skulda breska ríkisins.
  2. Sú staðreynd að breska ríkið ræður yfir sínum gjaldmiðli - getur fengið ótakmarkað fé að láni í gegnum prentun, þannig alltaf borgað til baka eigin skuldir + vextir.
  • Er ástæða þess, að Bretland er enn "AAA" og vextir á breskum ríkisbréfum hafa aldrei verið lægri.
  • Þvert á móti, er fé greinilega að flýgja til Bretland frá evrusvæði, það sést á stöðugri lækkun vaxtakröfu ríkisbréfa Bretlands, en í dag kvá meðalvaxtakjör einungis vera 0,2% óhagstæðari en meðalkjör Þýskalands dreift yfir skuldabréfaflokka. En fé er einnig að flýgja til Þýskalands, og þar einnig hefur vaxtakrafa verið á niðurleið eins og í Bretlandi, skýr merki um flótta fjármagns. Í báðum löndum, eru sumir flokkar komnir í neikvæða vexti - þ.e. aðilar borga með þeim.
  • Þetta er mjög merkileg niðurstaða - en hvergi veit ég um land, sem svo klárt á allt sitt að þakka einni ákvörðun, þ.e. að Gordon Brown ákvað að halda pundinu. Svo þrátt fyrir allt, fyrirgefst honum að hafa rekið hlutina á reiðanum.

 

Niðurstaða

Ekkert land sýnir í eins sterku ljósi, hvílík ægileg axarsköft hafa verið gerð í sambandi við uppsetningu svokallaðrar evru, heldur en íhugun á raunstöðu Bretlands í dag og hver hún líklega væri innan evru.

Ath. Þessi útkoma hefur meir að gera við það, hvernig reglur evrusvæðis voru settar upp en nokkurt annað. En evrurkýsan er vegna þess að stærstum hluta, að uppsetning regluverks evrusvæðis var í upphafi röng, og svo er enn:
  1. Einfaldlega sú stefna, að banna í raun peningaprentun. 
  2. En ef slík væri heimiluð - hefði Seðlabanki Evrópu með akkúrat sama hættinum, getað aðstoðað einstök riki með mjög auðveldum hætti, við endurfjármögnun banka.
  3. Að auki, er það hið heimskulega bann - einnig regla sem Þjóðverjar heimtuðu "no bailout". Með öðrum orðum, stofnunum sambandsins er bannað, að aðstoða einstök aðildarríki við endurfjármögnun eigin skulda.
  4. Þvert á móti, hefði það átt að vera eitt af meginhlutverkum Seðlabanka Evrópu, akkúrat með sama hætti og Seðlabanki Evrópu hefði átt að vera raunverulegur fjárhagslegur bakhjarl banka innan evrusvæðis, og "Bank of England" eða "Federal Reserve" - að aðstoða með svipuðum hætti skv. þörfum, einstök aðildarríki.
  5. Að sjálfsögðu eiga að vera stífar reglur um halla á ríkissjóðum - en á sama tima, þarf að vera mögulegt að fá fjármögnun með ódýrum hætti, og þ.e. engin ódýrari en lán frá seðlabankanum.
  6. Það er gersamlega óskiljanlegt - að Þjóðverjar hafa verið þeirrar skoðunar, að undir engum kringumstæðum megi gefa Seðlabanka Evrópu þær valdeimildir - þ.e. að vera bakhjarl bankakerfis Evrópu í gegnum prentun, og að vera bakhjarl aðildarríkja einnig með nákvæmlega sama hætti.
  7. Eins og ég sagði, verða á móti að vera harðar og stífar reglur um halla ríkja, og sennilega einnig samtimis, harðar og stífar reglur sem gilda þvert yfir sambandið, um eiginfjárhlutfall banka o.s.frv.
  8. Að lokum, en alls ekki síst, hefði þurft að hafa sambærilegt eftirlit með viðskipajafnvægi milli einstakra aðildarríkja, svo að uppsöfnun skuldabólu með þeim hætti eins og hefur verið reyndin, myndi ekki eiga sér stað. Það hefði sem sagt þurft að vera regla, sambærileg við reglu um ríkishalla - um hámarks heimilann viðskiptahalla. Þannig, að miklu mun fyrr hefði verið gripið til ráðstafana, þ.e. áður en i óefni var komið. 

Ef hefði verið gengið skynsamlega frá regluverki evrunnar í upphafi, hefði ekki orðið þessi erfiða krýsa.

Hún nefnilega snýst að mestu leiti um ranga hagfræði. Kolranga hagfræði.

Ranghugmyndir sem hafa leitt til rangra ákvarðana, og enn halda í reynd svæðinu í gíslingu - og geta leitt til hruns algerlega að óþörfu.

Meðan þessar ranghugmyndir ríkja - er evran á leið til glötunar!

 

Kv.


Sannleiksferli getur auðveldað saksókn gegn þeim sekustu!

Sannarlega er rétt að sannleiksferli felur það í sér að einstaklingar koma fram fyrir sannleiksnefnd, og fá í staðinn friðhelgi/griðhelgi - þannig að þeir verða ekki sóktir til saka fyrir þær upplýsingar eða játningar sem þeir veita. Sannleiksnefndin sjálf úrskurðar um það, hvort viðkomandi hefur sagt allt létta, og oft var gengið á einstaklinga þeir krosspurðir vegna gagna sem einhver þriðji aðili hafði veitt. Ekki fyrr en nefndin sjálf er sátt með viðkomandi, er honum eða henni veitt grið.

  • Sumir sjá þetta í neikvæðu ljósi, að þá verði öllum fyrirgefið og enginn saksóttur.

 

En þarna skortir fólk þekkingu á því hvernig sannleiksferlum var beitt í Argentínu og Chile

Málið er að fjöldi manns voru einmitt saksóttir í Chile og Argentínu, vegna skítugu stríðanna í þeim löndum. Á sama tíma, var þó langflestum gefin grið - af þeim sem þátt tóku, sem frömdu glæpi.

ÞAÐ MÁ NOTA SANNLEIKSFERLI SEM VEIÐITÆKI!

VIÐ ÞURFUM EKKI AÐ ÁKVEÐA AÐ FYRIRGEFA ÖLLUM.

Þegar ákveðið var að beita þessari aðferð í Argentínu og Chile, var einnig ákveðið að tilteknir einstaklingar fengu ekki grið - fengu ekki að koma fram og fá friðhelgi.

Heldur var leitast eftir með notkun sannleiksferlis, að afla upplýsinga gegn þeim aðilum - sem tókst í langflestum tilvikum, og helstu yfirmenn, hers og lögreglu - á árum skítuga stríðsins, fengu langa fangeilsisdóma.

 

Ef við ímyndum okkur beitingu sannleiksferlis við rannsókn fjármálaglæpa hér!

Þá er vandinn eins og í þeim löndum, að fjöldi manns er innviklaður í þá glæpi, tók fullann þátt í þeim glæpum.

Vegna ótta viðkomandi við það að fara sjálfir hugsanlega fyrir lög og dóm, hafa slíkir meðsekir einstaklingar mjög sterka hvatningu til þess að "halda kjafti".

  • Besta leiðin einmitt til þess að rjúfa slíkann þagnarmúr - er að bjóða grið eða friðhelgi, gegn fullum uppljóstrunum.  
  • Og þ.e. einmitt kostur að þær uppljóstranir fari fram í beinni - eins og venja er með sannleiksferli, að öllu er útvarpað/sjónvarpað beint.
  • Þá sjá aðrir "sekir" að viðkomandi er að fá eitthvað sem er eftirsóknarvert að fá, þ.e. grið. 
  • Að auki sjá þeir, hverju viðkomandi er að ljóstra upp.
  • Þeir fara þá margir hverjir að óttast um sinn hag, óttast að verða sjálfir sóktir til saka vegna uppljóstrana af slíku tagi, og allt í einu sníst "þagnarmúrinn við" og það verður þess í stað kapphlaup um að segja allt hið létta, svo menn fái að öðlast "grið".

Á lýgilega stuttum tíma - getur slík uppljóstrunar "stampete" eða kapphlaup, ljóstrað upp öllu því sem þörf er á, til þess einmitt að ná því takmarki, að koma toppunum í steininn.

Verðið er að gefa öllum eða nær öllum undirmönnum grið.

Einhverjir sem eru of lengi að hugsa sig um, verða of seinir - þannig séð.

 

Varðandi stjórnmálin, er sennilega aldrei unnt að koma nokkrum í tukthús!

Einfaldlega vegna þess að meintir glæpir eru fallnir á tíma lögum skv. Svo að sannleiksferli sníst þá fyrst og fremst, um það að fá fram "sannleikann".

Sannarlega getur verið að slíkt ferli skili minna á þessu sviði, vegna þess að skortur á óttanum um lögsókn og hugsanlega sakfellingu, þíðir að erfitt er að skapa sambærilegann þrýsting á fólk til að koma fram og segja allt hið létta.

Þó er ekki útilokað, að ég hafi rangt fyrir mér, t.d. að í ljós komi ólöglegar mútur eða eitthvað það annað, sem unnt er að gera að sakamáli.

  1. Fleiri en ein sannleiksnefnd getur starfað á sama tíma - í reynd margar ef út í þ.e. farið. 
  2. Þær geta þá verið sérhæfðar - þannig væri sennilega best að nefnd sem væri að rannsaka fjármálaglæpi starfaði algerlega sjálfstætt.

 

Niðurstaða

Mig grunar að margir geri sér ekki grein fyrir því, hve öflugt tæki einmitt til þess að ná fram upplýsingum, sem síðan er unnt að nýta í sakamálum - "Sannleiksferli" er!

Ég sé þetta einmitt sem mjög gagnlega aðferð til að glíma við þá spillingu sem virðist algerlega gegnsýra okkar fjármálakerfi, þ.s. sama spillingin virðist enn þrífast eftir sem áður.

Ég tel að sú spilling eytri út frá sér inn í stjórnmálin, því þarna að baki eru fjárfsterkir aðilar sem styrkja einstaka stjórnmálamenn og flokka, og viðhalda spillingarkerfinu innan fjármálakerfisins, með aðstoð vildarvina innan hins pólit. kerfis.

-------------------------------

Bendi einnig á eldri færslur:

Nýtum sannleiksferli til að gera upp hrunið!

28.9.2010 Geir ákærður - en aðrir sleppa!

22.9.2010 Er sannleiksferli lausnin? 

 

Kv.


Nýtum sannleiksferli til að gera upp hrunið!

Þetta er alls ekki ný skoðun hjá mér, hún kemur einnig fram í færslum sem ég skrifaði 2010:

28.9.2010 Geir ákærður - en aðrir sleppa! -- 22.9.2010 Er sannleiksferli lausnin?

Ég er búinn að vera hrifinn af "Sannleiksferli" alla tíð síðan Nelson Mandela beitti því innan S-Afríku, í því skini að gera upp hina ægilegu glæpi aðskilnaðarstefnunnar sbr. Aphartheit. 

Við erum að tala um morð á fj. fólks innan S-Afríku, áratuga skipulagða kúgun minnihlutans á meirihlutanum, fangelsun og þrælkun þúsunda, og ekki síst að S-afrísk stjv. hvíta minnihlutans, viðhéldu skæruliðastríði innan nágrannalanda, þ.e. Angola og Mósambík. Börðust áratugum saman einnig gegn sjálfstæðisbaráttu íbúa Namibíu. Ekki má gleyma, að aðstoðuðu einnig um árabil aðra hvíta minnihluta stjórn í ríki sem þá hét Ródesía, en síðar eftir hrun stjórnar hvíta minnihlutans þar, Zimbabve.

Síðan eru það skítugu stríðin í Chile og Argentínu, í tíð herforingjastjórna sem þar ríktu. En þar var farið í fótspor Nelsons Mandela, og þau hræðilegu ár gerð upp akkúrat með beitingu "Sannleiksferlis". Í báðum tilvikum erum við að tala um hræðilega glæpi, þ.e. fjöldamorð á stjórnarandstæðingum, í þessu tilviki var þetta ekki kynþáttastríð heldur var um að ræða innanlandspólitíska andstæðinga, sem voru myrtir í báðum löndum tug þúsundum saman. Að auki eins og reyndar í S-Afríku einnig, var um að ræða umfangsmiklar skipulagðar pyntingar á föngum. Fangelsanir á miklum fj. fólks sem taldist til stjórnarandstæðinga, en þó þurfti oft ekki mikið til að komast í þann hóp sem fangelsaður var. Tímbail ógnarstjórnar í báðum löndum.

Það verður að segja eins og er, að þeir glæpir sem við þurfum að rannsaka, fölna töluvert í samanburðinum, við þá ægilegu glæpi sem gerðir voru upp í S-Afríku, Argentínu og Chile!

Þess vegna einmitt ætti okkur ekki að vera skotaskuld úr því, að nýta þess aðferð skv. fordæmi S-Afríku, Argentínu og Chile: 

Truth and reconciliation commission

Sjá einnig: Truth and reconciliation commission of South Africa

Ekki síst: Truth and Reconciliation Commission of South Africa Report

Skýrslan er vistuð á vef S-Afr. stjv. og virðist sjálf aðalskýrslan um niðurst. sannleiksferlisins er þar fór fram - fyrir áhugsama er nenna að verja nokkrum dögum, jafnvel vikum í lestur :)

 

Kostir þessarar leiðar!

  1. Galli við lög um ráðherraábyrgð er víst að meintir eða hugsanlegir glæpir fyrnast á einungis 3 árum, svo ef mál Geirs H. Haarde fellur um sjálft sig, eða hann er sýknaður. Þá er í dag of seint að ákæra nokkurn annan, eða birta Geir nýja ákæru.
  2. Kostur á móti við aðferð Sannleiksferlis, er að þá er unnt að rannsaka málin niður í kjölinn, án nokkurra takmarkana í tíma, eða um það hverjir eiga í hlut.
  3. Sannarlega er fræðilega einnig unnt að framkv. slíka rannsókn með þingnefnd, sem sérstaklega væri skipuð. En gallinn hér, er að sjálft Alþingi og almennt gildir það einnig um pólitíkusa landsins, nýtur afskaplega lítils trausts. Ef á að gera hrunið upp, þarf að leita leiðar - sem getur fylgt hámarks traust. Þá eiginlega er vart unnt að finna nokkurn þingmann eða landspólitikusa sem njóta slíks trausts, að úrskurði þeirra eða áliti væri treyst. Almenningi þætti einnig erfitt að treyasta, nefnd skipaðri af pólitíkusum landsins, jafnvel þó svo hún væri ekki skipuð neinum augljóslega pólitískum aðilum.
  4. Þess vegna, held ég að sannleiks nefndar-leið sé vænlegri, en til þess að svo verði í reynd, myndum við þurfa að óska aðstoðar erlendis frá til að koma sannleiksferli af stað. Það er mín niðurstaða - að Ísland geti ekki rannsakað hrunið án einhverskonar aðstoðar utan frá. Það þarf ekki endilega vera, ósk um aðstoð erlends ríkis - heldur er þ.s. ég velti fyrir mér, að haft verði samband við þá einstaklinga sem höfðu forystu fyrir sannleiksnefndum í Chile og í Argentínu, og athugað með það hvort ekki sé unnt að fá einhverja þeirra til að koma hingað til lands, og aðstoða okkur við uppsetningu slíks ferlis hér.
  5. Þá þyrfti ekki síst, að fá annaðhvort ráðgjöf þeirra um það hvaða erlenda einstaklinga þeir myndu mæla með, sem áreiðanlegu fólki með þekkingu sem myndi nýtast, eða fá einhverja þeirra einstaklinga - til að sitja í sannleiksnefndinni, ásamt hverjum þeim öðrum innlendum eða erlendum sem væru skipaðir.

Af hverju útlendinga? Einfaldlega vegna þess, hve lítið traust er hér á öllum þeim sem koma í nokkru nærri pólitík er, og að auki vegna smæðar Íslands er mjög erfitt að finna algerlega óháða einstaklinga þ.e. sem ekki tengjast með nokkrum hætti neinu því sem skaðað getur þeirra getu til að vera óháðir dómendur. Með því að hafa nefnd a.m.k. að hálfu skipaða útlendingum, væri möguleiki á því að almenningur myndi treysta útkomu slíks ferlis.

Gallar!

  • Augljósi gallinn er að, þeir sem koma fram og segja frá - fá vernd frá saksókn. Þannig þeir verða ekki sóktir til saka fyrir þær játningar eða upplýsingar sem þeir gefa fyrir nefndinni, í beinni útsendingu.
  1. En skv. lögum sem sett væru um Sannleiksnefndina, fengi hún þann rétt til að veita einstaklingum friðhelgi.
  2. Það er þó ekki án skilyrða, þannig eru nefndarmenn dómarar um það hvort þ.s. fram kemur uppfyllir þeirra kröfur, og t.s. í S-Afríku, var gengið oft hart gegn einstaklingum þegar þeir voru spurðir út í gögn, sem þriðju aðilar höfðu komið með. Þetta er í reynd yfirheyrsla.
  3. Þeir sem koma fram, þ.e. þeim í hag að gefa allt upp - til að fá friðhelgi.Þess vegna er þetta svo öflug leið, einmitt ef þ.e. litið svo á að megintilgangurinn sé í reynd öflun upplýsinga, þ.e. vitneskjunnar um það hvað raunverulega gekk á.
  • Á hinn bóginn, er hvort sem er ólíklegt að þeir sem sekir eru í tengslum við hrunið, sérstaklega þeir sem tóku heimskulegar ákvarðanir, upp í þ.s. mörgum finnst glæpsamlegar, verði sóktir til saka. Ef einhver er dæmdur, er dómur ólíkegur að verða langur. Svo ég lít eiginlega ekki á þetta atriði sem nokkra frágangssök - en munum að þessar aðferðir voru notaðar, þegar miklu mun verri glæpir höfðu verið framdir, og þar má treysta svall mörgum móður, að sjá menn viðurkenna fjðldamorð, pyntingar - sleppa við dóm. Ef þetta var hægt í Chile, Argentínu eða S-Afríku, getum við þetta einnig.

 

Ég held að það sé mikil þörf fyrir okkar samfélag að koma þessu í verk

Í dag er það svo að alger skortur er á trausti, og það vantraust er að éta upp þjóðarsálina, er sem sár á henni.

Þ.e. ekki síst vegna þessa, sem sannleiksferli er að mínu viti nauðsynlegt hérlendis - en ég tel það alveg augljóst að hvort tveggja: Stjórnmálin og Dómskerfið.

Séu algerlega ófær um að framkvæma þá upplýsingu sem almenningur í reynd krefst, og þörf er á - ef vinna á bug á þessu mikla vantrausti.

Ég stórlega efa, að nokkur sú nefnd sem Alþingi getur skipað - geti náð því trausti, svo að hún geti mögulega stigið í þau spor sem sannleiksnefndir S-Afríku, Chile eða Argentínu - fetuðu.

Ég skynja raunverulega hættu á uppþotum, ef ljóst verður að mál Geirs H. Haarde, fellur um sjálft sig, og almenningur veit að enginn mun þurfa að taka pokann sinn, eða fara í steininn.

Ekki síður, þegar ljóst verður sennilega hve lélegur afraksturinn verður, af þeim dómsmálum sem nú eru í gangi.

Sannarlega var núverandi ríkisstjórn ekki síst kjörin út á kröfuna um uppgjör - en ég held að vegferð hennar sýni svo ekki verði um villst, að þ.e. raunverulega svo að innlend stjórnmál ráða ekki við málið.

Ekki síður vegna hættunar á þvi að spennan brjótist út í alvarlegum átökum, þarf að fara leið sannleiksferlis - en ákvörðun Nelson Mandela var ekki síst byggð á þeirri röksemd, að friðurinn væri dýrmætur.

  • Auðvitað þarf fyrir rest að verða fyrirgefning, en ekki fyrr en lærdómur hefur verið tekinn.
  • Og teikn eru á lofti, að einhverjar trúverðugar breytingar séu að eiga sér stað.

En sannleiksferli er einmitt líklegast - að leiða fram þá þekkingu sem við þurfum á að halda, ef við eigum að geta tekið réttar ákvarðanir um akkúrat í hverju þær breytingar skulu felast.

En áður en meinið er þekkt og greint, er ekki unnt að sjúkdómsgreina rétt.

 

Niðurstaða

Ég mælist eindregið til þess að Ísland fylgi fordæmi Nelson Mandela í S-Afríku, og einnig fordæmum Argentínu og Chile. Fyrst að þær þjóðir gátu gert upp miklu mun verri mál en þau sem við stöndum frammi, ættum við að geta beitt þeirra góðu fordæmum, til að gera upp það sem hérlendis hefur gengið á. Enda eru það ekki fjöldamorð né pyntingar, né stríðsátök sem við þurfum að rannsaka, aðeins spilling - fjármálaglæpir og vanhæfi.

Ég meina virkilega - við geitum þetta, sérstaklega ef við fáum erlenda einstaklinga með þekkingu, til að taka þátt í starfinu, eða jafnvel til að hafa yfirumsjón. 

Við Íslendingar eigum ekki að vera feimnir við það að fylgja góðum fordæmum sem finna má hjá öðrum þjóðum.

 

Kv.


Útlit fyrir gjaldþrot Grikklands!

Tilraunir grískra stjórnvalda til þess að klára samkomulag við einka-aðila sem eiga kröfur á gríska ríkið, viðast hafa farið í vaskinn. Mér sýnist þetta vera eðlilegasta túlkun á fyrirliggjandi fréttum, þó svo grísk stjv. séu enn að gefa í skyn að tilraunir til samkomulags haldi áfram. Þá eru þau á böggum hildar - svo best að taka yfirlísingum þeirra með einhverjum saltkornum.

Sl. föstudag voru grísk stjv. stöðugt að gefa í skyn að samkomulag væri nærri komið.

Greece Close to Write-Down Deal with Creditors

  • Skv. því sem lekið var í fjölmiðla átti hlutfall afskrifta einkaaðila að ná rúmum 60% sem er vel umfram þ.s. áður var stefnt að, eða 50%. 
  • Vextir 30 ára skuldabréf sem gríska ríkið átti að gefa út í staðinn fyrir afskrifuð eldri skuldabréf, áttu að vera 4%.
  • Og að lokum, þá átti að vera "ten year grace period" hvað svo sem það þíðir akkúrat. En upplýsingar voru ekki nægilega nákvæmar. Ég veit ekki hvort það hefði þítt "frý" frá afborgunum ásamt vöxtum, eða hvort að vextir hefðu verið greiddir en ekki afborgun.

Miðað við þ.s. nú blasir við, voru þetta sennilega hugmyndir grískra stjv. um samkomulags grundvöll. Sem þau láku í fjölmiðla í von um að skapa viðbótar þrýsting á fulltrúa einka-aðila handan við borðið. Svo miklar afskriftir hafi verið of stór biti fyrir einka-aðilana.

Sjá frétt:

Greek talks continue despite creditors 'leaving Athens'

Greece's creditors leave Athens, talks to continue

"The representatives of Greece's private creditors left Athens unexpectedly on Saturday without a deal on a debt swap plan that is vital to avert a disorderly default, sources close to the negotiations told Reuters."

Gríska áætlunin er í vanda nefnilega eina ferðina enn!

Bendi á frétt Der Spiegel: Doubts Grow over Greek Debt Restructuring

  • Skv. henni eru komin upp vandræði í planið. 
  • Að auki, er komið í ljós að Grikkland mun hafa meiri halla en samkomulag frá því í nóvember 2011 gerði ráð fyrir, þ.e. 9,5% á ríkissjóði í stað 9%.
  • Skv. því er Grikkland ekki að standa við samkomulagið, skv. þeirri sýn sem ríkisstj. Þýskalands, Finnlands, Holland og Lúxembúrgar - munu líklega hafa af málum.

Krafa mun örugglega koma fram um frekari niðurskurð - eða um þann 1 ma.€ sem þessi viðbótar halli hljóðar víst upp á.

Þetta kemur ofan í það, að þessi ríki standa frammi fyrir að punga út meira fé - þ.e. 100ma.€, ef ljóst er að samkomulag milli grískra stjv. og einka-aðila mun ekki nást um afskriftir grískra skulda að andvirði 100ma.€.

Svo er það spurning um það, hvort það hefur ekki afleiðingar að Frakkland og Austurríki voru lækkuð í mati á lánshæfi fyrir hálfum mánuði síðan, og að björgunarsjóðurinn sjálfur (ESFS) var það einnig í sl. viku.

En ef skuldabréf útgefin af ESFS til að virkja ábyrgðir aðildarlanda evru til sjóðsins, fá óhagstæðari verðtilboð á mörkuðum - þá mun eigin öflun lánsfjár sjóðsins verða dýrari, sem þíðir að hann mun verða að hækka verðið á þeim lánum sem hann veitir - þ.e. neyðarlánum.

Það er ekki að auka trúverðugleika greiðslugetu Grikklands - ef 230ma.€ lán verður á hærri vöxtum.

Þetta getur orðið athyglisverður fundur fjármálaráðherra evrusvæðis nk. mánudag - ef ég man dagsetninguna rétt, hið minnsta er fundurinn í næstu viku.

 

Niðurstaða

Mér sýnist hrun Grikklands virkilega vera yfirvofandi. En ég tel það fjarskalega ólíklegt að aðildarríki evru á næstu 2 vikum, muni komast að samkomulagi um að bæta 100ma.€ ofan á samkomulag um "Aðra björgun Grikklands" frá því síðla nóvember 2011. 

Að auki, munu ríki eins og Holland, Finnland, Austurríki og Þýskaland - telja að Grikkland sé ekki að standa við það samkomulag í ljósi viðbótar halla eina ferðina enn.

Má treysta því að þau muni krefja Grikki um að skera þann viðbótar halla af - enn einu sinni sem Grikkir verði krafnir um frekari niðurskurðar aðgerðir, svo þeir hugsanlega fái björgun.

Ég held að það sé tími kominn til að láta þennann táradal taka enda - en þó svo allt myndi ganga upp, þá verður skuldastaða Grikklands algerlega ósjálfbær í kringum 120% þrátt fyrir að þessar ítrustu afskriftir einkaaðila myndu koma til framkv.

Nouriel Roubini telur Grikkland ekki þola meir en 80% - mig grunar jafnvel að 60% sé of mikið, en best að muna að þegar Argentína fór í þrot var það gagnvart erlendum skuldum að andvirði 50% af þjóðarframleiðslu.

Gríska hagkerfið er virkilega orðið veikt - hefur veiklast umtalsvert að auki síðan kreppan hófst.

T.d. kvá útfl. tekjur þeirra ekki vera nema rúml. 20% af þjóðarframleiðslu - sem segir að greiðslugeta Grikkland sé í reynd orðin fjarskalega lítil.

Með öðrum orðum, að dæmið sé fullkomlega vonlaust - það skársta í stöðunni, einnig fyrir hagsmuni Grikklands - sé gjaldþrot.

 

Kv.


Mario Monti er að gera nauðsynlegar breytingar, sem munu gagnast Ítalíu í framtíðinni. Ítalía mun samt þurfa afslátt af skuldum!

Vandi Ítalíu er að landið er þegar fallið í kreppu, og aðgerðir ríkisstjórnar Montis munu framan af gera hana verri. Tvær efnahagsspár hafa nú komið fram í vikunni, sem spá því að Ítalía verði í samdrætti þetta ár. Fyrst var það spá "World Bank" sem spáir samdrætti í öllum ríkjum S-Evrópu, og 0,3% samdrætti á evrusvæði heilt yfir litið - Heimsbankinn spáir kreppu í Evrópu í ár!

En Financial Times og Daily Telegraph, fluttu á föstudaginn fréttir af niðurstöðum endurskoðaðrar hagspár AGS fyrir árið í ár, en þ.e. ekki lengra síðan en sl. september sem hún var síðast unnin.

Það er enginn smá munur á endurskoðaðri spá og þeirri sem mun formlega koma út í næstu viku skv. fréttum beggja fréttavefja:

  1. Hagvöxtur í heiminum, minnkar í 3,3% úr 4% skv. fyrri áætlun.
  2. Evrusvæði dregst saman um 0,5% í stað 1,1% hagvaxtar sem AGS spáði í sl. september.
  3. Ítalía dregst saman um 2,2% og Spánn um 1,7%.
  4. Bretland vex um 0,6% í stað 0,7.
  5. Bandaríkin muni áfram sýna vöxt upp á 1,8%.
  6. Vöxtur Kína minnkar í 8,2% vöxt í stað fyrri áætlað 9%.

Það kemur vart á óvart að skv. uppkasti að lokatexta, álíti AGS vandann á evrusvæðinu - vera alvarlegustu ógnina við stöðugleika efnahagsmála í heiminum öllum.

Það kemur vel fram í báðum könnunum, að Evrópa og þá nánar tiltekið evrusvæði - er í algerum sérflokki, sem efnahagslegt vandamálasvæði. Sannarlegur dragbítur á heiminn.

Hörð orð - en því miður sannleikanum fullkomlega samkvæm.

Hvað er Monti að gera?

Fyrir nokkru síðan náði hann í gegnum ítalska þingið sparnaðarpakka ásamt skattahækkunum, uppá samtals 30ma.€. Þetta skv. Monti á að duga til þess að Ítalía nái að standa við áætlanir um minnkaðann ríkishalla.

Á föstudag kláraði þingið aðgerðarpakka 2:

"18.09 More from Italian PM Mario Monti after the Italian Cabinet adopted a huge plan to liberalise the economy. He said his government will pass a package of measures next week to cut red tape in a bid to spur growth. He added that Italians are convinced that the country must revamp its economy and government is reviewing spending." - "The Italian economy has been held back for decades. More competition means more openness, more space for young people, less space for privileges and rent-seeking, more space for merit."

Skv. frétt Financial Times - Monti unveils Italian liberalisation plans : "Taxi drivers, protesting the country all week against forced opening of their occupation to competition, blocked streets in central Rome"... "In Sicily, fuel is running short because of barricades set up by truck drivers and agricultural workers" ... "Pharmacist, operators of petrol stations and lawyers also plan to strike, with powerful guilds resisting action to open up professions and abolish minimum tariffs." - "The package also targets the gas and electricity markets, the insurance sector and local public services. A court is to be established to speed up corporate cases to try to attract foreign investment." - "The latest package, which included 5bn.€ in infrastructure spendin, is meant to boost competition." - Analyst at Roubini Global Economics - "Although structural reforms are necessary to boost long-term growth, they will take several years to bear fruti and, in a period of economic contraction and government retrenchment, will have an adverse effect on short-term output, deepening the recession which will last through 2013,"

  • Þetta eru allt breytingar sem munu skila góðum hlutum á næstu árum!
  • Það er einnig vandinn - að Ítalía þarf snögga uppsveiflu, en þess í stað munu þær aðgerðir sem vissulega að líkum munu með tíða og tíma stuðla að aukinni hagvaxtargetu, auka samdrátt - a.m.k. fyrsta kastið.
  • En þegar lokaðar atvinnugreinar eru opnaðar, eins og Monti er að gera sjá frétt af mótmælum að ofan, þá að líkum fjölgar aðilum sem stunda þær - a.m.k. í fyrstu.
  • Það sem hver ber úr býtum innan greinar minnkar - en síðan eins og vanalega gerist, kemur í ljós að sumir standa sig betur, og þeir fara að taka til sín sífellt stærri hlut af markaðinum, innan hverrar greinar.
  • Þetta er þó þróun sem tekur nokkur ár - þ.e. frá því að frelsi er gefið, þar til að nýir aðilar í greininni ná þroska innan hennar, og einhverjir fara að skara fram úr.
  • Sennilega eru fyrstu áhrifin í reynd minnkuð skilvirkni - þegar fj. aðila hópast inn í hinar ný opnuðu greinar.
  • Sama um aðgerðir til að stuðla að fjárfestingum - að það mun taka tíma til að sannfæra fjárfesta um það, að aðgerðirnar séu komnar til að vera - fá þá til að íhuga Ítalíu á ný.

En kreppan veitir enga biðlund!

Það er í reynd ekkert frekar sem Monti getur gert - þegar loks öllum aðgerðum af þessu tagi er lokið.

Monti getur ekki unnið kraftaverk - það mun taka tíma fyrir aðgerðirnar að skila sínu.

Á meðan er kreppan á Ítalíu kominn í fullan gang - sem framan af getur ekki annað en versnað - vegna sparnaðar aðgerða Monti og vegna þess að fyrst í stað draga aðgerðir sem opna starfsgreinar í reynd úr hagnaði af þeim greinum, það mun einnig taka fjárfesta tíma að sannfærast að koma.

  • Sú kreppa mun á þessu ári og sennilega a.m.k. því næsta einnig - stöðugt gera skuldabyrði Ítalíu erfiðari.
  • Skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu munu stöðugt vaxa.
  • Og það er ekkert algerlega öruggt að Ítalía snúi við til hagvaxtar jafnvel 2014, en mál eru einnig háð framvindu í löndunum í kring.

Það sem ég er að segja er að Ítalía muni að flestum líkindum - hvað sem Monti gerir - þurfa afslátt af skuldum skv. lauslegri áætlun óháðra hagfræðinga upp á cirka 30%.

  • Jafnvel Monti muni ekki takast að hefja Ítalíu upp - án slíkrar aðstoðar.
  • En aðgerðir Monti muni þó líklega tryggja - að þetta verði raunverulega nóg.

 

Hvað er að gerast í Portúgal?

Það land er búið að vera í skugganum, en skv. eftirfarandi frétt: Portugal to need "debt haircut" as economy tips into Grecian downward spiral

  • "Jurgen Michels, Europe economist at Citigroup, said Portugal's economy will contract by a further 5.8pc this year and by 3.7pc in 2013, a far sharper decline than official forecasts."
  • ""As this gets worse it is going to be extremely difficult to go ahead with more austerity measures: political contagion will start to come through," he said."
  • "While Portugal's public debt of 113pc of GDP is lower than Greece's, the private sector has much larger debts and the country's total debt-load is higher at 360pc of GDP - much of it external debt."
  • ""Without a sizeable haircut to its debt stock, Portugal will not be able to move into a viable fiscal path. We expect a haircut of 35pc at the end of 2012 or in 2013.""
  • "Since the country cannot devalue within EMU, it hopes to achieve an "internal devaluation" to restore 30pc in lost competitiveness against Germany. This is a gruelling process, entailing cuts that eat away at tax revenue."
  • "Portugal is a troubling case for EU officials, who insist that Greece is a "one-off" case rather than the first of a string of countries trapped in a deeper North-South structural rift." - "Europe's leaders have vowed that there will be no forced "haircuts" for holders of Portuguese bonds."

Mér sýnist ljóst - þrátt fyrir fullyrðingar embættismanna Brussel sem fullyrða að Grikkland sé einangrað tilvik - að eftir að Grikkland líklega verður greiðsluþrota, örugglega á þessu ári; þá muni sjónir aðila beinast að næsta landi, þ.e. Portúgal.

Enda skulda Portúgal í reynd meir en Grikkland - ef skuldir efnahagslífsins eru teknar með í reikninginn.

Það eru hinar fjallháu skuldir almennings og atvinnulífs í Portúgal - sem steindrepa möguleika á hagvexti.

  1. Portúgal er mjög sorglegt dæmi, en mér finnst mjög áhugavert að bera það land saman við Ísland - þ.e. bæði jaðarlönd í evr. samhengi.
  2. Þegar Portúgal gekk inn í evruna, var meginútfl. iðnaður þeirra vefnaðariðnaður og fategerð.
  3. Fljótlega eftir inngöngu, hófust vandræði þess iðnaðar - vegna vaxandi samkeppni frá láglaunasvæðum í Asíu. Hann fór að dragast saman - hnigna.
  4. Umræða skapaðist um þau vandræði á sínum tíma - ef Portúgal hefði haft enn sinn gjaldmiðil hefði hann að líkum fallið stórt þá þegar, lækkað lífskjör í Portúgal að nægilegu marki til þess að megin atvinnuvegurinn hefði getað haldið velli.
  5. En bjartsýni ríkti um að önnur störf myndu koma í staðinn, evran var sögð skapa tækifæri til nýfjárfestinga - talað var um að stefna að nýiðnaði og hátæknigreinum. Kaldhæðið eiginlega í ljósi umræðunnar hérlendis. 
  6. Að auki væri það óásættanleg fórn fyrir almenning, að lækka lífskjör svo stórfellt - ekki þíddi að keppa við láglaunasamfélögin í Asíu- - svo atvinnugreining fékk að deyja, og gerði það á nokkrum árum.
  7. Því miður, tókst ekki að byggja upp þær ný-greinar eða hátækni-iðnð sem koma átti í staðinn, svo í reynd gerði það ekki nokkur skapaður hlutur.
  8. Þar sem lífskjör voru ekki lækkuð - en á sama tíma minnkuðu ár frá ári verðmæti sköpuð af útfl. greinum; skapaðist ört vaxandi viðskiptahalli landsins við önnur aðildarlönd evrusvæðis.
  9. Einn möguleikinn er að landið tæmist af peningum og hagkerfið verði fátæktinni að bráð, en þess í stað var lífskjörum viðhaldið með því að taka hallann að láni ár hvert.
  10. Landið var ekki með neinn sérstakann hagvöxt á þessum tíma, þ.e. nær stöðnun ríkti skv. hagtölum á sl. áratug - í reynd engin bóla sem slík; en samt sem áður eins og sér af gríðarlegum skuldatölum - - hefur hallinn í gegnum þessi ár gert landið gjaldþrota í reynd.
  11. Það þiðir að nú loks kemur að skuldadögum, en það koma ekkert í staðinn, svo lífskjör verða að lækka a.m.k. í það far sem þau hefðu þurft að lækka til að halda í útfl. atvinnuvegina - - en þ.s. verra er að vegna þess að landið skulda að auki svo mikið, þarf í reynd umtalsverða viðbótar lífskjararýrnun til þess að skapa þann möguleika að greiða a.m.k. eitthvað hlutfall þeirra skulda aftur til baka.
  12. Mér sýnist ljóst að Portúgal verður að fá afslátt af skuldum - berum þetta saman við það ástand sem hefði ríkt, ef gengi gjaldmiðils Portúgals hefði lækkað stórt fyrir nokkrum árum síðan, bjargað útfl. atvinnuvegunum, þannig að hagkerfið hefði áfram gengið upp - þ.e. útfl. hefði enn verið til staðar fyrir innflutningi, þá hefði ekki orðið þessi uppsöfnun skulda sem í dag hefur keyrt landið í gjaldþrot. Ég vil því meina að það hefði verið betra - ef sú útkoma hefði átt sér stað að gengið hefði fallið nokkrum árum fyrir kreppu. Þetta er svar mitt til þeirra sem segja það svo gríðarl. óafsakanlega ósanngjarnt að krónan okkar falli við og við, til þess að bjarga útfl. atvinnuvegum okkar frá falli! EN Á HVERJU EIGUM VIÐ ÞÁ AÐ LIFA Í STAÐINN - GJÖFUM ÚTLENDINGA?

 

Niðurstaða

Mario Monti er sennilega rétti maðurinn í brúnni á Ítalíu. Einvherntíma í framtíðinni, munu Ítalír þakka honum þær aðgerðir sem hann er að framkvæma í dag. Þær þakkir munu þó líklega ekki koma fyrr en eftir nokkur ár eða kannski áratug. 

En ég tel ólíklegt að fyrsta kastið geti Monti haldið núverandi vinsældum, enda standi hann frammi fyrir aðstæðum, sem hann í reynd getur ekki hindrað - þ.e. kreppuna sem Ítalía er nú staðsett í.

Aðgerðir Monti muni ekki duga til þess að bjarga núverandi skuldadæmi Ítalíu - en sem betur fer þó er dreifing skulda Ítalíu sæmilega góð, þ.e. ekki með hátt hlutfall skammtímaskulda. Svo Ítalía líklega heldur velli út þetta ár - nema það verði einhvers konar bankahruns atburður.

Slíkann atburð er að sjálfsögðu ekki unnt að útiloka - enda mun kreppan á þessu ári, lækka virði eigna - og hætta er mjög raunverulega fyrir hendi að einhverjir bankar fari alla leið yfir í neikvæða eiginfjárstöðu.

Stjórnlaust bankahrun mun ekki vera Monti að kenna - þ.e. meir að kenna þeim aðstæðum sem Monti hefur verið fleigt inn í.

 

Kv.


3 uppkastið af stöðugleika sáttmála Angelu Merkel og Nicolas Sarkozy

Tek fram strax að mér finnst allur sá kraftur sem fer í gerð þessa stöðugleika sáttmála, vera meira eða minna högg út í loftið. Því ég sé ekki að sá sáttmáli leysi þau raunverulegu vandamál sem við er að glíma. Heldur einkennist hann af mjög þröngri sýn á mál! Sýn sem sé í reynd hættulega villandi.

Hættulega - vegna þess að ef þú greinir vanda ekki rétt, leggur þú ekki heldur til réttu meðölin til að glíma við hann.

Ímiss ákvæði sem vísað er til:

Treaty of the European Union

Article 273 : The Court of Justice shall have jurisdiction in any dispute between Member States which relates to the subject matter of the Treaties if the dispute is submitted to it under a special agreement between the parties.

Protocol 12  -  - Article 121 - - Article 126 - - Article 136

 

Hið Nýja uppkast:  TREATY ON STABILITY, COORDINATION AND GOVERNANCE IN THE ECONOMIC AND MONETARY UNION

Uppkast 2: "International Treaty On A Reinforced Economic Union"

Uppkast 1: "International Agreement On A Reinforced Economic Union"

Eins og sést hefur nafninu verið breytt í hvert sinn - sem nýtt uppkast kemur fram!

 

Gagnrýni:

Hugmyndin er að sannfæra heiminn um það að núverandi kreppa endurtaki sig ekki. Vandinn hafi verið að reglum hafi ekki verið nægilega fylgt fram - þ.e. um halla á ríkissjóðum og um skuldsetningu ríkissjóða.

  1. En Spánn og Írland áður en þau lentu í vanda, hefðu staðist fullkomlega þau viðmið um ríkishalla, ríkisskuldir - sem "Stöðugleika Sáttmálinn" ætlar að styrkja. En fyrir hrun voru bæði lönd rekin með afgangi af ríkisútgjöldum, og skuldir voru langt innan við 60% markið.
  2. "Pro cyclical" - þ.e. áhersla sáttmálans vinnur gegn jafnvægisstjórnun, þess í stað mun íkja kreppurnar er þær verða, sérstaklega vegna þess ákvæðis að ef halli fer yfir tiltekið viðmið eða skuldir í ástandi kreppu, fari af stað tiltekið prógramm sem væri fyrirfram skilgreint og bundið í lög, sjálfvirkt.
  3. Enn - enn, er ekkert sem bendir til þess, að til standi að taka á þeim mikla vanda sem það geigvænlega viðskiptaójafnvægi innan evrusvæðis er. En ef land A kaupir meir af landi B, en land B kaupir af landi A; á sér stað straumur fjármagns frá landi A til lands B. Ef land A getur ekki mætt því, með því að hafa nettó innstreymi annars staðar frá - sem nægi til að viðskipti landsins heilt yfir séu í jafnvægi. Þá á sér stað stöðugt nettó fjármagnsstreymi frá því landi - sem annað hvort tæmist smám saman af fjármagni, eða tekur fjármagn að láni til að vega upp útstreymið. Seinni leiðin var yfirleitt farin af löndum S-Evrópu þannig að þau söfnuðu skuldum. Meðan þetta ástand varir - eru hagkerf S-Evrópu í reynd án undantekninga ósjálfbær - þ.s. þörf er á nettó innstreymi fjármagns ef viðkomandi land á að geta staðið undir skuldum í eigu aðila utan eigin landamæra - á einnig við innan evru, að þær skuldir séu í evrum. Þetta vilja margir evrusinnar ekki viðurkenna - segja að það eina sem máli skipti, sé heildarjafnvægi svæðisins, ójafnvægi innan þess sjálfleiðréttist. Þó er enginn mekkanismi til staðar innan svæðisins, fyrir slíka sjálfleiðréttingu - svo afstöðu þeirra líki ég við það að stinga hausnum í sandinn.
  4. Gagnsleysi samkomulagsins - ég vil meina að samkomulagið í reynd framkalli meiri skaða en ef ekkert samkomulag væri í býgerð, því ef það kemst á legg, verður innleitt - og fylgt fram. Muni það af því að það mun íta aðildarríkjunum í umfangsmiklar viðbótar niðurskurðar aðgerðir akkúrat á sama tíma og Þýskaland mældist í október, nóvember, desember með 0,3% efnahagssamdrátt, Ítalía yfir sama tímabil með 0,1% samdrátt. Allt eru þetta "pro cyclical" aðgerðir - þ.e. munu magna kreppuna. Hækka hlutfall skulda sem landsframleiðslu hjá hverju einasta ríki í vanda. Auka þannig hættu á fjárhagslegum áföllum.
Myndin sýnir þróun peningamagns á Ítalíu
Italian debt
Takið eftir því hve hraðinn á minnkun peningamagns í umferð hefur aukist síðan á seinni helmingi sl. árs.
 
Á sama tíma er verið að íta Ítalíu inn í mjög umfangsmiklar samdráttaraukandi aðgerðir.
 
 
Niðurstaða
Ég er á því að þessi sáttmálai sé nánast "irrelevant" - að hann skipti engu máli. Ég hef þó samt orðið þess var, að gerð hans virðist samt sem áður fylgja töluvert aukin bjartsýni. Að mönnum finnist loks vera verið að gera eitthvað. 
 
En, þeir sem telja þetta skipta máli, virðast hallast að sýn Þjóðverja að vandinn sé vegna hallareksturs ríkissjóða tilekinna landa. Og um leið og löndin hafi ákveðið að taka upp trúverðugt niðurskurðarplan, muni traust skila sér til baka - markaðurinn muni róast, og vaxtakrafa lækka.
 
En þeir þá einnig, hallast að þeirri sýn að viðskiptahallinn sem enn er mjög verulegur, skipti ekki máli. Það virðist enn vera ríkjandi sýn innan stofnana ESB, og sá skóli drottnar klárlega innan Þýskalands, virðist einnig hafa mikil áhrif eða fylgi meðal evrusinna almennt.
-------------------------
 
Hið minnsta er eitt ljóst - að stórfelld hagfræðileg tilraun er framundan.
 
Þar sem leitast verður við að sanna þá kenningu Þýska skólans, að þegar kreppa geysar sé "pro cyclical" leiðir einmitt réttu leiðirnar út úr kreppu.
 
Á sama tíma, einnig í rauntíma, munum við verða vitni að allt öðru efnahagsplani í Bretlandi og Bandaríkjunum. 
 
Samanburðarhagfræði verður unnt að framkvæma sem aldrei fyrr.
 
 
Kv.

Heimsbankinn spáir kreppu í Evrópu í ár!

Dökk skýrsla Heimsbankans/World Bank um framvindu efnahagsmála heimsins er komin út:

Global Economic Prospects 2012 - COMPLETE REPORT

Ég hvet fólk að lesa hana sem treystir sér til.

Ath. - þessi spá miðar við það að engin frekari stór áföll verði í Evrópu.

Hlutir muni ganga svona nokkurn veginn, án viðbótar stórra boðafalla.

 

Spá Heimsbankans fyrir 2012: Hagvöxtur

  • Heimurinn..........................2,5%.
  • Rík ríki..............................1,4%
  1. Evrusvæði.........................-0,35%.
  2. Japan................................1,9%.
  3. Bandaríkin..........................2,2%.
  • Þróunarlönd........................5,4%.
  • E-Asía, Kyrrahaf..................7,8%.
  1. Kína..................................8,4%.
  2. Indónesía...........................6,2%.
  3. Tæland...............................4,2%.
  • Suður Asía...........................5,8%.
  1. Indland...............................6,5%.
  2. Pakistan..............................3,9%.
  3. Bangladesh..........................6%.
  • "Latin" Ameríka, Kyrrahaf.......3,6%.
  1. Brasilía................................3,4%.
  2. Mexíkó................................3,2%.
  3. Argentína.............................3,7%.
  • A-Evr., N-Afríka.....................3,2%.
  1. Rússland..............................3,5%.
  2. Tyrkland...............................2,9%.
  3. Rúmenía...............................1,5%.
  • Miðausturl., N-Afríka...............2,3%.
  1. Egyptaland............................3,8%.
  2. Íran......................................2,7%.
  3. Alsír......................................2,7%.
  • Afríka S-Sahara.......................5,3%.
  1. Suður Afríka...........................3,1%.
  2. Nígería..................................7,1%.
  3. Angóla...................................8,1%.


Hvað gerist ef það verða viðbótar boðaföll í Evrópu?

Þetta segir Heimsbankinn:

  1. "The world could be thrown into a recession as large or even larger than that of 2008/09."
  2.  "Although such a crisis, should it occur, would be centered in high-income countries, developing countries would feel its effects deeply."
  3. "Even if aggregate developing country growth were to remain positive, many countries could expect outright declines in output."
  4. Overall, developing country GDP could be about 4.2 (5,4 - 4,2 = 1,2%) percent lower than in the baseline by 2013 — with all regions feeling the blow.
  1. "In the event of a major crisis, activity is unlikely to bounce back as quickly as it did in 2008/09, in part because high-income countries will not have the fiscal resources to launch as strong a counter-cyclical policy response as in 2008/09 or to offer the same level of support to troubled financial institutions."
  2. "Developing countries would also have much less fiscal space than in 2008 with which to react to a global slowdown (38 percent of developing countries are estimated to have a government deficit of 4 or more percent of GDP in 2011)."
  3. "As a result, if financial conditions deteriorate, many of these countries could be forced to cut spending pro-cyclically, thereby exacerbating the cycle."
  4. "Arguably, monetary policy in high-income countries will also not be able to respond as forcibly as in 2008/09, given the already large expansion of central bank balance sheets."
  • "Developing countries need to prepare for the worst."
  • "All countries, should engage in contingency planning. Countries with fiscal space should prepare projects so that they are ready to be pursued should additional stimulus be required. Others should prioritize social safety net and infrastructure programs essential to assuring longer-term growth."
  • "More generally, a downturn in growth and continued downward adjustment in asset prices could rapidly increase the number of non-performing loans throughout the developing world also resulting in further deleveraging."
  • "In order to forestall such a deterioration in conditions from provoking domestic banking crises, particularly in countries where credit has increased significantly in recent years,
    countries should engage now in stress testing of their domestic banking sectors."

 

Hættan er skýr!

Heimsbankinn varar skýrt og skilmerkilega við því að hætta sé á kreppu sem orðið geti verri og sem geti staðið lengur en kreppan sem hófst í kjölfar falls Lehman's fjárfestingabankans.

Og hvaðan kemur hætta? Evrópu -Já!

En nánar tiltekið, kemur hættan frá evrusvæði!

Evrusvæðið er helsta ógnin við stöðugleika heimshagkerfisins - þessi misserin.

 

Niðurstaða

Hvet alla til að lesa a.m.k. fyrsta kaflann í skýrslu Heimsbankans. Það er tragedía Evrópusambandsins, að það sem átti að vera kóróna hins evrópska samstarfs - hefur þróast yfir í að vera myllusteinn um háls þeirra ríkja, sem þátt hafa tekið.

En þ.s. verra er, að vegna þess hve svæði heimshagkerfisins eru orðin innbyrðis háð, er kreppa evrusvæðisins ógn við efnahagslega velferð í heiminum öllum - í reynd versta ógnin sem til staðar er þessa stundina, við efnahagslega stöðu mála heiminn vítt.

Þetta er óneitanlega stór skellur fyrir þá sem fóru af stað með þetta verkefni, þ.e. hinn sameiginlega gjaldmiðil. Og kaldhæðni örlaganna getur leitt til þess, að það yfirskot sem evran felur líklega í sér, geti leitt til hruns hins evrópska samstarfs - þ.e. Evrópusambandsins.

  • En þ.e. ekki lengur unnt að "dissa" á að slíkt geti ekki átt sér stað.
  • Nógu oft er einmitt varað við slíkri hættu á hruni sambandsins alls, af verjendum evrunnar - sem ef marka má slíkar yfirlýsingar, sjálfir trúa á að hrun evru muni leiða til hruns sambandsins sjálfs.

 

Kv.

 


Joseph A. Stiglitz lýsir algeru frati á áætlun Angelu Merkel fyrir Evrusvæði

Umæli Joseph A. Stiglitz i dag um evrusvæðið hafa vakið mikla athygli. En klárt af þeim er að hann er viss um að sú leið sem Angela Merkel vill að Evrusvæðið fari, sé leið til efnahagslegs helvítis.

Að auki virðist sem hann sé orðinn mjög skeptískur á áframhaldandi tilvist evrunnar.

 

Hér er hlekkur á hið fræga viðtal við Joseph A. Stiglitz:

Stiglitz Says Slower China Growth Probably `Good Thing'

En viðtalið var tekið í Hong Kong, og greinilega að spyrli fannst svör hans um aðstæður í Kína áhugaverðastar.

En fyrir okkur, er það til mikilla muna áhugaverðara, hvað hann segir um stefnu ríkisstjórnar Angelu Merkel - sem telur réttu leiðina til viðsnúnings úr kreppunni, vera þann að gervallt evrusvæðið fari inn í meiriháttar niðurskurð á opinberum útgjöldum, og það samtímis.

Síðan dæmi um umfjöllunn fjölmiðla:

Stiglitz says European austerity plans are a 'suicide pact'

""The answer, even though they see over and over again that austerity leads to collapse of the economy, the answer over and over [from politicians] is more austerity," said Mr Stiglitz to the Asian Financial Forum, a gathering of over 2,000 finance professionals, businessmen and government officials in Hong Kong."

""It reminds me of medieval medicine," he said. "It is like blood-letting, where you took blood out of a patient because the theory was that there were bad humours.""

""And very often, when you took the blood out, the patient got sicker. The response then was more blood-letting until the patient very nearly died. What is happening in Europe is a mutual suicide pact," he said."

""Among economists the discussion is about the best way to end the euro. It could be civilian upset that does it. Youth unemployment in Spain has been over 40pc since 2008. How much longer will they tolerate that? The policies of the new government are for more of the same medicine, except worse."

""The other way it may end is when the European Central Bank refuses to be the lender of last resort for some countries, precipitating a crisis. We can be sure that markets will be highly volatile and the end of the Euro will be a very severe disruption to the global economy," he said."

 

Fyrir þá sem hlustuðu á viðtalið!

Það er ljóst að Stiglitz telur að bandaríska ríkið eigi að eyða peningum, ekki skera niður. Hann bendir á "crumbling infrastructure" - að alríkið geti notfært sér ótrúlega ódýr lánskjör þessa stundina, til þess að framkvæma með tiltölulega ódýrum hætti. Og þannig hvetja hagkerfið.

Hann hefur ekki heldur tiltrú á sparnaðaraðgerðum breskra stjv. - klárt telur að þar eigi einnig að nota ótrúlega hagstæð lánskjör sem breska ríkinu bjóðist i dag.

Ég bendi þó á að "Bank of England" er að prenta peninga á fullu þessa stundina, og það má alveg halda því fram að slík prentun, komi í stað þess að ríkið sé að eyða - eins og hann leggur til.

Það sem kannski má gagnrýna, er að i júlí tók seðlaprentunaraðgerð enda hjá "Federal Reserve" bandar. seðlabankanum.

En því má alveg halda fram, að ef "Fed" prentar samhliða því að stjv. skera niður - þá ætti það að duga til þess, að ekki verði allsherjar hjöðnun í hagkerfi Bandar.

  • Ég er alveg sammála honum, þegar hann segir að niðurskurðaraðgerðir bandar. stjv. muni hafa mjög hjaðnandi áhrif, ofan á skerta neyslu út af skuldastöðu almennings og vegna þess að fyrirtæki eru enn að halda að sér höndum með fjárfestingar.
  • Ef þ.e. á hinn bóginn rétt hjá honum að vega- og samgöngukerfi Bandar. sé víða úr sér gengið, þá sannarlega getur það verið hagkvæm ráðstöfun að framkvæma á fullu akkúrat núna. En samgöngubætur nýtast síðar, þ.e.a.s. ef þær raunverulega eru nauðsynlegar - bæta skilvirkni hagkerfisins.
  • Annað átti við í Japan, þar var samgöngukerfið gott fyrir, og það gekk hratt á nytsama hluti til að framkv., og margt af því sem framkv. var síðar meir er talið hafa verið til lítilla nota - "Bridges to nowhere - roads to nowhere".
  • Skuldir eru eftir allt saman skuldir - svo ríkið á ekki að skuldsetja sig frekar - jafnvel þó skuldsetning sé mjög ódýr nú; nema um raunverulega arðbærar famkv. sé að ræða.
  • Japanska ríkið reyndi í áratug að beita eyðslu til að örva hagkerfið - með mjög takmörkuðum árangri, eiginega er sá fyrst og fremst að japanska ríkið skuldar mjög mikið.
  • Alternatív leið - er sú breska, sem verður að flokkast sem millileið - þ.e. að ríkið sannarlega spari, en á móti hafi seðlabankinn "Bank of England" fullt umboð til seðlaprentunar.
  • Bank of England er einmitt að prenta í dag.

Mér finnst nefnilega Stiglitz ganga smá langt, þegar hann mótmælir aðgerðum breskra stjv., setur undir sama hatt og aðgerðir bandar. stjv.

En bresk stjv. hafa haft mikinn ríkishalla, það reyndar hafa bandar. líka - eða um eða yfir 10%.

Svo mikill halli framkallar frekar hraða skuldasöfnun. Það verður að muna, að þó ódýr nú, þá samt auka nýjar skuldir vaxtakostnað ríkisins - sem minnkar í framtíðinni umráðafé þess.

Nema auðvitað að það finnist mjög arðbærar fjárfestingar - sem ef það á við, getur breytt reikningnum.

Varðandi sparnaðaraðgerðir innan evrusvæðis, er ég algerlega sammála hans gagnrýni:

  • Það er út af fyrir sig unnt að skilja þá hugsun, að ef ríkin skulda - eigi þau að spara.

En þarna þarf að hugsa dæmið í samhengi.

Þjóðverjar telja að þ.s. þeir gerðu á sl. áratug sé dæmi til eftirbreytni - en þ.s. þeir gerðu er til mikilla muna vægara en þeir eru að krefjast af S-Evrópuþjóðunum.

  1. Þjóðverjar frystu að mestu launahækkanir á sl. áratug, laun hækkuðu ekki nema 1% á ári að meðaltali, vegna þess að laun hækkuðu meir annars staðar - framkallaðist raungengislækkun í Þýskal. vs. önnur aðildarlönd evrusvæðis, eins og Þjóðverjar hefðu fellt gengið.
  2. En í dag er krafan um beinar launalækkanir, sem er til mikilla muna stýfari krafa, erfiðari aðgerð. En meðan launafrysting orsakaði ekki samdrátt í Þýskalandi - heldur stöðnun í aukningu neyslu. Þá mun launalækkun með þráðbeinum hætti minnka neyslu í S-Evrópu löndunum, þannig minnka efnahagsumsvif - því tekjur ríkisins, og að auki hækkar skuldir landsins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu.
  3. Þýska ríkið sannarlega skar nokkuð niður útgjöld, en krafan um niðurskurð á S-Evrópu er mun stífari, sem framkallar sjálfstæð samdráttarárif innan hagkerfisins, sem mun auka hlutfall skulda af landsframleiðslu.
  4. Svo þarf að muna, að á sl. áratug var það Þýskal. eitt og sér, sem var að beita sig aðhaldi, meðan hin hagkerfin voru í uppsveiflu. Þýska hagkerfið naut góðs af vaxandi eftirspurn frá þeim löndum - og heilmikil hjálp fyrir þýska hagkerfið var af þeim auknu tekjum - meðan aðlögun átti sér stað.
  5. En ef öll flest hinna 17 aðildarríkja evrusvæðis samtímis beita sig hörðu, verða víxlverkandi áhrif yfir landamærin, vegna þess að samdráttur í einu mun minnka eftirspurn eftir framleiðsluvörum þess næsta og öfugt, svo koll af kolli. Þannig að samlegðaráhrifin af því að evrusvæðið er einn markaður, mun þá fara í öfugann gír.
  6. Svo þarf að muna eftir bönkunum, sem á evrusvæði hafa því miður fengið að hafa mjög lágt eiginfjárhlutfall þ.e. kringum 5%. Sannarlega hefur þeim verið skipað að auka það í 9%, en þeir hafa frest til þess fram í júní eða júlí nk. Það sennilega hefur ekki enn komið til framkv.
  7. Hættan er sem sagt, að öll þessi hjöðnun sem ég lýsi í 1-5 leiði til svo mikils verðfalls á eignum bankanna, svo mikillar aukningar affalla af lánum - að eiginfé einhverra banka þurrkist upp.
  8. Mér sýnist hætta á bankahruni augljós - og klárt vaxandi því meir sem ofangreindar aðgerðir auka á samdrátt hagkerfa evrusvæðis.
  • Bankahrun er jafnt og endalok evrunnar sjálfrar - eða það getur farið þannig, að hrun stórs banka hefði sambærilega afdrifaríkar afleiðingar við hrun Credit Anstalt í Austurríki í mái 1931, atburður sem hratt af stað bankahruni um Evrópu víða - hruni fyrirtækja í framleiðslu og þjónustu einnig, þetta barst síðan til Bandar. framkallaði hrun þar einnig, svo barst þetta um heiminn vítt.
  • Slíkur atburður sýnist mér geta endurtekið sig - og það sé í reynd ákaflega líklegt að sagan endurtaki sig, ef fylgt verði ráðleggingum ríkisstjórnar Angelu Merkelar innan ríkja Evrusvæðis.

Það verði að vera peningaprentun - samtímis, svo Seðlabanki Evrópu geti eftir þörfum endurfjármagnað banka í vandræðum, með svipuðum hætti og Federal Reserve eða Bank of England gerðu.

Ef peningaprentun er bætt við púkkið, verði efnahagsstöðnun og nokkur - hugsanlega vaxandi - verðbólga, jafnvel töluverð verðbólga, e-h umtalsvert lífskjarahrun; en sennilega ekki þessi stórfelldi hrun atburður, sem myndi valda enn skelfilegra tjóni.

Það má vera að sé rétt, að lífskjör þurfi að lækka - ríkissjóðir þurfi að minnka umsvif, skera niður. En án peningaprentunar sé ég ekki hvernig á að komast hjá stórum hrun atburði - ef svo víðtækum hjöðnunar aðgerðum er beitt.

 

Niðurstaða

Hagfræði er óviss vísindi, sjálfsagt mál að lesa jafnvel þá allra frægustu hagfræðinga með gagnrýnum hætti. Ég kaupi algerlega þá gagnrýni Stiglitz að leið Angelu Merkelar sé líkleg til að keyra evrusvæði í stöðugt dýpri samdrátt. Að auki, að þá sé um leið sífellt vaxandi líkur á stórum hrun atburði sem líklega myndi binda enda á tilvist evrunnar.

Þetta þarf þó ekki að fara svo ílla. Vel unnt að komast hjá slíkum hrun atburði.

Ekki víst þó að maður eigi að vera sammála öllu því sem hann vill gera með öðrum hætti.

 

Kv.


Björgunarsjóður evrusvæðis fær lækkað lánshæfi!

Skammt stórra högga á milli hjá Standards&Poors, en í dag lækkaði S&P mat sitt á lánshæfi björgunarsjóðs Evrusvæðis. En það er aðgerð sem mátti fastlega reikna með að myndi koma í kjölfarið á aðgerðs S&P í sl. viku, er sérfræðingar S&P lækkuðu mat sitt á lánshæfi 9 aðildarríkja evru. Þar af var lánshæfi Frakklands og Austurríkis lækkað.

S&P Cuts Rating on Europe's Bailout Fund

S&P downgrades eurozone bail-out fund

S&P cuts bail-out fund rating: statement in full

Lækkun lánshæfis Frakklands og Austurríkis var að sjálfsögðu lykillinn að lækkun á lánshæfi ESFS í þessari viku, en þegar lánshæfi Frakklands og Austurríkis var lækkað, þá um leið fækkaði bakhjörlum ESFS með "AAA" lánshæfi úr 6 ríkjum í 4.

Þýskaland - Finnland - Holland og Lúxembúrg.

Með fullri virðingu fyrir hinum þrem, þá einfaldlega hafa þau ekki nærri þann styrk sem hagkerfi Þýskalands hefur - Þýskaland er í reynd eina stóra aðildarland evrusvæðis sem eftir er, með fullt hús stiga þ.e. "AAA" lánshæfi.

  • En um leið, situr það nú eftir með nær allra ábyrgðina á ESFS eða björgunarsjóð evrusvæðis.

Yfirlýsing Euro Group:  S&P's decision will not reduce EFSF’s lending capacity of €440 billion. EFSF has sufficient means to fulfill its commitments under current and potential future adjustment programmes and will continue to be backed by unconditional and irrevocable guarantees by euro area Member States. Heads of State or Government decided on 9 December 2011 to advance the introduction of the permanent stability mechanism ESM to July 2012. The ESM will have its own capital base and thus be less affected by ratings of euro area Member States. The adequacy of the overall lending ceiling of the EFSF/ESM of EUR 500 billion will be reassessed by March 2012.

  • Þetta getur reyndar verið rétt - en ath. þó að 440ma.€ upphæðin er villandi, þ.s. taka ber tillit til þegar veittra lána, vegna þess að viðbótar ábyrgðir hafa ekki verið veittar - þá ber að draga þegar veitt lán frá; þá fæst raunverulegur styrkur ESFS - svo fremi sem ábyrgðir Frakklands og Austurríkis falla ekki út.
  • Mér skilst að sá styrkur sé innan við 300ma.€. Töluna 230ma.€ hef ég heyrt.
  • En þ.e. vel unnt að ákveða að nota áfram ábyrgðir Frakklands og Austurríkis, þó svo að þeirra ábyrgðir séu nú ekki lengur með fulla ágætis einkunn "AAA".
  • Þ.s. það þíðir, er að ef þær ábyrgðir eru notaðar, en ESFS á einungis ábyrgðir ekki peninga, og til að hafa peninga þarf ESFS að virkja þær ábyrgðir með sölu skuldabréfa. Og ef lakari ábyrgðir eru notaðar, verða verðin sem fást fyrir úgefin skuldabréf minna hagstæð.
  • Það þíðir að lántökukostnaður sjóðsins hækkar, sem hefur þau áhrif að þau lán sem sjóðurinn getur veitt, verða einnig sem því nemur dýrari.
  • Dýrari lán auðvitað bæta ekki trúverðugleika neyðarlánskerfis evrusvæðis.
  • Ef á að forðast slíka útkomu, þarf að leggja áherslu áfram á ábyrgðir landa með "AAA" lánshæfi, sem eins og fram kemur eru nú bara 4 - þá eykst álagið á þau.

 

Hvað segir S&P?

Standard & Poor's Ratings Services today lowered the 'AAA' long-term issuer credit rating on the European Financial Stability Facility (EFSF) to 'AA+' from 'AAA' and affirmed the short-term issuer credit rating at 'A-1+'. We removed the ratings from CreditWatch, where they had been placed with negative implications on Dec. 6, 2011. The outlook is developing.

Þeir eru ekki vissir hvort horfur eiga vera neikvæðar, stöðugar eða jákvæðar.

When we announced the placement of the ratings on the EFSF on CreditWatch on Dec. 6, 2011, we said that, depending on the outcome of our review of the ratings of the EFSF's guarantor member sovereigns, we would likely align the issue and issuer credit ratings on the EFSF with those of the lowest issuer rating we assigned to the EFSF members we rated 'AAA' (as of Dec. 6, 2011), unless we saw that sufficient credit enhancements were in place to maintain the EFSF rating at 'AAA' (see "European Financial Stability Facility Long-Term 'AAA' Rating Placed On CreditWatch Negative," published Dec. 6, 2011).

Þarna virðast þeir segja, að sjóðurinn hafi verið felldur vegna þess, að evrusvæðisþjóðunum tókst ekki að koma sér saman um fjárhagslega styrkingu hans, á sl. ári.

On Jan. 13, 2012, we announced rating actions on 16 members of the European Economic and Monetary Union (EMU or eurozone; see "Standard & Poor's Takes Various Rating Actions On 16 Eurozone Sovereign Governments," Jan. 13, 2012). We lowered to 'AA+' the long-term ratings on two of the EFSF's previously 'AAA' rated guarantor members, France and Austria. The outlook on the long-term ratings on France and Austria is negative, indicating that we believe that there is at least a one-in-three chance that we will lower the ratings again in 2012 or 2013. We affirmed the ratings on the other 'AAA' rated EFSF members: Finland, Germany, Luxembourg, and The Netherlands.

Frakkland og Austurríki verði áfram á neikvæðum horfum - sem þíði að a.m.k. 1/3 möguleiki sé á því að mat á lánshæfi þeirra verði fellt frekar.

Following the lowering of the ratings on France and Austria, the rated long-term debt instruments already issued by the EFSF are no longer fully supported by guarantees from the EFSF guarantor members rated 'AAA' by Standard & Poor's, or 'AAA' rated liquid securities. Instead, they are now covered by guarantees from guarantor members or securities rated 'AAA' or 'AA+'.

Þeir segja, að lækkun mats á lánshæfi Frakkl. og Austurríkis, þíði að ESFS sé ekki lengur að fullu baktryggður af þjóðum með "AAA" lánshæfi.

We consider that credit enhancements that would offset what we view as the now-reduced creditworthiness of the EFSF's guarantors and securities backing the EFSF's issues are currently not in place. We have therefore lowered to 'AA+' the issuer credit rating of the EFSF, as well as the issue ratings on its long-term debt securities. The developing outlook on the long-term rating reflects the likelihood we currently see that we may either raise or lower the ratings over the next two years.

Vegna þess að ekki sé til staðar fjárhagsleg styrking neyðarsjóðsins, sem geti bætt sjóðnum upp tap hans í formi "AAA" ábyrgða - hafi sérfræðingar S&P ákveðið að rétt væri að lækka mat þeirra á lánshæfi ESFS eða neyðarlánasjóðs evrusvæðis.

We understand that EFSF member states may currently be exploring credit-enhancement options.

  1. If the EFSF adopts credit enhancements that in our view are sufficient to offset its now-reduced creditworthiness, in particular
  2. if we see that once again the EFSF's long-term obligations are fully supported by guarantees from EFSF member-guarantors rated 'AAA' or by securities rated 'AAA',
  3. we would likely raise the EFSF's long-term ratings to 'AAA'.
  1. Conversely, if we were to conclude that sufficient offsetting credit enhancements are, in our opinion, not likely to be forthcoming,
  2. we would likely change the outlook to negative to mirror the negative outlooks of France and Austria.
Under those circumstances we would expect to lower the ratings on the EFSF if we lowered the long-term sovereign credit ratings on the EFSF's 'AAA' or 'AA+' rated members to below 'AA+'.

Boðskapur S&P er skýr - ef neyðarsjóðurinn er styrktur að nægilegu marki með hætti sem sérfræðingar S&P meta trúverðugann; þá geti það farið svo að S&P hækki lánshæfi neyðarsjóðsins á ný.

Ef aðildarríkjum evrusvæðis heldur áfram að takast ekki að styrkja neyðarsjóðinn með slíkum trúverðugum hætti, þá sé líkur á að S&P muni meta framtíðar horfur sjóðsins neikvæðar - í ljósi þess að Frakkl. og Austurríki eru á neikvæðum horfum.

 

Niðurstaða

Það er bitur sannleikurinn, að gervallt sl. ár reyndu aðildarþjóðir evrusvæðis ítrekað, að hrófla saman trúverðugri áætlun um styrkingu neyðarsjóðs evrusvæðis. Síðasta tilraunin var í nóvember.

Það var sú hlægilega aðferð, að ætla að stækka sjóðinn í 1.000ma.€ með peningum annarra - þ.e. sannfæra átti önnur lönd eða fjárfesta, um að fjárfesta í nýrri risa afleiðu, sem átti að búa til með því að það fjármagn sem raunverulega er til staðar í ESFS átti að tryggja fyrstu 20% af hugsanlegu tjóni þeirra sem myndu leggja fram fé. Aðrir áttu að leggja fram cirka 800ma.€.

Þetta var lokatrilraunin - en sýndi að evrusvæðisþjóðirnar treystu sér ekki að leggja fram frekara fjármagn. Sem setur stórt spurningamerki við þá hugmynd, að færa fram um 6 mánuði, stofnun hins nýja varanlega sjóðs.

En hann þarf einnig þá að fjármagna, og ég sé ekki að það sé sérstaklega trúverðugt útspil - en ef aðildarþjóðirnar hafa legið eins og ormar á gulli með hundruð milljarða evra til að leggja í þann sjóð loks er hann er stofnaður, af hverju var þá ekki unnt að stækka ESFS?

Það vantar sem sagt - bakhjarl!

Manni virðist stefna hraðbyri í að það geti ekki verið annað en að þrautalendingin verði Seðlabanki Evrópu þ.e. peningaprentun.

 

Kv.


Er brekkan nú framundan - niður á við?

Þessu heldur hann Wolfgang Münchau skríbent hjá Financial Times fram, nú sé lokafresturinn hjá evrusvæðinu liðinn, einungis brekkan framundan - niður. Þetta er dökk sýn hjá honum.

Wolfgang Munchau - After the downgrades the downward spiral

Það verði sem sagt sparnaður, sem framkalli frekari samdrátt og skuldir hækki sem hlutfall af landsframleiðslu, síðan frekari lækkun lánshæfismats - þá enn á ný frekari sparnaðar aðgerðir og enn frekari samdráttur; og sagan endurtaki sig.

Munchau - "The conclusion of the fiscal treaty, which is a top priority of EU politics right now, is at best an irrelevant distraction".

  • Boðskapur Angelu Merkel bendir til að  Münchau hafi ef til vill rétt fyrir sér.

Angela Merkel sagði eftirfarandi: France Downgrade Creates Pressure for Merkel

""We are now challenged to implement the fiscal compact even quicker ... and to do it resolutely, not to try to soften it."" - ""We have taken note of this decision," she said. Merkel also noted, however, that "S&P is just one of three ratings agencies.""

  • Merkel telur sem sagt, að boðskapur markaðarins sé sá - að ríkin eigi að skera enn hraðar niður og enn meira.
  • En þetta er ekki réttur skilningur - markaðurinn veit vel af áætlun Angelu Merkelar, "Stability Pact" og hann er að segja, að sú áætlun sé ekki trúverðug lausn
  1. Enda tekur sú áætlun ekki á því vandamáli sem mestu máli skiptir - þ.e. viðskiptaójafnvæginu sem ríkir milli aðildarlanda Evrusvæðis.
  2. En þ.s. Þjóðverjar vilja ekki sjá, er að viðskiptahalli þeirra við löndin í vanda, er stór eða jafnvel stærsti hluti vandans, en grundvallar atriði er að ef land á að geta greitt niður skuldir við aðila utan landamæra, þarf það land nægann viðskiptaafgang fyrir þeim.
  3. Annars hækka þær skuldir stöðugt - geta ekki annað. Skuldastaðan verður ósjálfbær.
  • Markaðurin er að segja við evrusvæðið, leiðtoga þess ekki síst Merkel - staðan er ósjálfbær, og þær lausnir sem þið ítið að okkur, eru prump (Fræðilega getur Þýskaland að vísu í staðinn, veitt þeim sömu löndum beina fjárhagslega styrki fyrir þá sömu fjárhæðir og nemur viðskiptahagnaði Þýskalands nettó við þau lönd. Slíkt gæti þá orðið varanlegt ástand).
  • Ef Merkel vill bjarga evrunni, þá þarf að vinda ofan af viðskiptaójafnvæginu sem allra fyrst. Þjóðverjar eiga mun auðveldara með það, að framkvæma slíka aðgerð. Hækkun launa í Þýskalandi - gæti dugað. Þannig að neysla aukist, útfl. jöfnuður hætti að vera jákvæður - fari í jafnvægi. En ég er ekki að tala um annað, en að eyða upp gróðanum.
  • En iðnaðinum í Þýskalandi, líkar að hafa lág laun svo neysla sé lág, og útfl. afgangur nægur, svo peningar streymi inn í landið, sem þeir geta gamblað með í gegnum bankastarfsemi, sem einnig er umsvifamikil í Þýskalandi. Mér sýnist að þeir aðilar í reynd ráði stefnu Þýskalands í þessum málum, stjv. séu í reynd þeirra málpípa.

Ef ekki er nokkur leið til að fá þýsk stjv. til að skilja þetta meginvandamál - þá hlítur evran nú fljótlega að gengisfalla - og það hressilega.

En fræðilega séð, getur evran gengið upp ef hún gengisfellur nægilega mikið, svo að Ítalía og Spánn, ná fullri samkeppnishæfni í verðum á þeirra útflutningi til þriðju landa.

Það er, ná fram alþjóðlegri samkeppnishæfni.

Spurning hvort einmitt þetta stóra gengisfall - er framundan?

Frank Schäffler, the finance policy spokesman for the Free Democratic Party (FDP):  - "The downgraded rating for Austria alone, he told the financial daily Handelsblatt, would mean that "Germany would no longer just have to carry 40 percent, but close to 75 percent (of the burden) to ensure the euro bailout fund EFSF retained its AAA rating." - ""Over time, that will also impose a burden on the German rating," the FDP politician warned, saying that the "socialization of losses" through the bailout fund could not go on forever.

  • Þetta er hárrétt hjá Schäffler, það að Frakkland og Austurríki misstu "AAA" lánshæfi sitt sl. föstudag, þíðir að öllu óbreyttu að Þýskaland ber meginábyrgð á ESFS (Neyðarlánasjóði Evrusvæðis), hlutfallið gæti vel verið 75% eða jafnvel enn hærra.
  • Eins og ég úskýrði á föstudag, þá virkar ESFS þannig að hann á ábyrgðir frá aðildarríkjunum. Fram að þessu hefur verið venjan, að nota aðeins ábyrgðir 3-A ríkja, svo að skuldabréfa útgáfa sjóðsins sjálfs hafi 3-A einkunn. Annars verða lánin sem sjóðurinn getur veitt - dýrari.
  • En sjóðurinn þarf að selja skuldabréf út á veittar ábyrgðir, svo hann hafi fé til að lána. Verðin sem hann fær fyrir bréfin, víxverka þráðbeint við þau lánskjör sem hann getur veitt.
  • Nú er einungis Þýskaland, Holland, Finnland og Lúxembúrg - eftir með 3-A lánshæfi.
  • Þar af Þýskaland eina landið með raunverulega vikt.

Þetta veikir mjög neyðarlánakerfið hjá evrusvæði - á versta tíma.

Að auki, getur það endað svo að Þýskaland sitji uppi með svarta pétur. 

 

Smá yfirlit yfir hvað gerðist sl. föstudag

Ef einhver var staddur á plánetunni Mars eða lengra í burtu. Þá var lánshæfi 8 aðildarríkja evrusvæðis fellt sl. föstudag, sjá:  Gjaldþrot Grikklands yfirvofandi? 9 aðildarlönd evru felld í lánshæfi!

Sama dag hrundu samningaviðræður grískra stjv. og einkabanka, um niðurskurð skulda Grikklands um 100ma.€, sem þíðir að allt í einu er komin 100ma.€ hola í björgunaráætlun Grikklands, þ.e. svokallaða "Aðra björgun Grikklands" sem gengið var frá seint í nóvember 2011.

Sú áætlun lifði í sem sagt 2 mánuði. Nú þarf að taka hana upp - eða ákveða að það sé "bæ bæ Grikkland".

Evrusvæði hefur 3 vikur til að ákveða sig.

---------------------------

Ef þetta er ekki nóg, þá er "standoff" í gangi milli Victor Orbán forsætisráðherra Únverjalands og AGS, en fulltrúi AGS og ráðherra ríkisstj. Orbán áttu með fund sl. föstudag. Eftir fundinn sagði fulltrúi AGS að það verði að vera "concrete steps" þ.e. þeir krefjast enn að tilteknar nýlegar lagabreytingar sem Orbán framkv. séu teknar burt, áður en til greina komi að ræða við Úngverja um frekari neyðarlán. 

Ástæða þess að það mál er áhugavert - er að austurískir og ítalskir bankar, eiga mjög mikið af útlánum einkum húsnæðislánum með fasteignaveðum í Únverjalandi, og vegna þess að fórintan úngverska fellur nú hratt er að verða sambærilegt misvægi milli tekna úngversks almennings og skulda þeirra í evrum - sem við hér könnumst við af biturri reynslu.

Þetta skapar þann óvænta möguleika að vandræði Úngverjalands - þ.e. gjaldþrot sem vart getur löng bið verið eftir ef Orbán gefur sig ekki, skapi alvarlegt fjárhagslegt tjón fyrir ítalska og austurríska banka.

Bankahrun í Austurríki eða Ítalíu, eða báðum löndum - gæti bundið enda á tilvist evrunnar.

Svo Victor Orbán alveg óvænt, hefur ef til vill líf hennar í sínum höndum.

 

Niðurstaða

Óvissu stigið virðist nú stórfellt aukið. Á nk. þrem vikum ræðst hvort Grikkland fer í þrot. En ég tel líkur að svo verði nú stórfellt auknar - vegna þess að Frakkland og Austurríki ekki lengur hafa "AAA" lánshæfi. Sem veikir björgunarkerfi evrusvæðis.

En hækkun björgunarpakka úr 130ma.€ í 230ma.€ er enginn smá biti. Að auki er prógramm Grikklands í vandræðum, þ.s. eina ferðina enn er ríkishalli meiri en miðað var við. Í þetta sinn 9,5% í stað 9%. Svo eina ferðin enn, munu koma upp kröfur til Grikkja um enn fekari niðurskurð - en 1ma.€ er víst cirka það sem þessi umframhalli er upp á.

Ég reikna fastlega með verulegri lækkun gengis evrunnar þegar á mánudag er markaðir opna.

Ps: Greece’s creditors seek end to deadlock

Tók eftir þessari frétt á vef Financial Times. Það virðist sem að þeir aðilar sem stóðu að tilraun til þess, að búa til samning milli ríkisstjórnar Grikklands og einka-aðila, um afskriftir einkaaðila á hlutfalli skulda Grikklands í þeirra eigu, vilji fá Angelu Merkel og Nicolas Sakozy að samningsborðinu með þeim. Vonast er eftir að unnt sé að bjarga málum, fyrir lok vikunnar.

Tók eftir þessari setningu: "Our aim is to reach an outline deal ... before the meeting of the eurozone finance ministers on January 23." - "Those whou would expect private investors to take unreasonable losses on the coupon don't understand the nature of voluntary deal." - "People close to the negotiations said much of the agreement had been set in place for several weeks, but that final deal had stalled over the coupon payment for new 30-year bonds to be issued by the Greek state." - "Greek debt managers had agreed with bondholders on coupon just below 5%..." - "Germany proposed a 2-3% coupon that would increase bondholders' losses from 60% to more than 80% in net present value terms."

Skv. þessu stendur hnífurinn í kúnni þegar kemur að þeim vöxtum sem skuldabréf þau eiga að bera sem ríkisstj. Grikklands á að gefa út í staðinn fyrir þau skuldabréf sem eigendur skulda eiga að afskrifa.

Aðilar vilja því Merkelu og Sarkozy að borðinu með þeim, svo unnt sé að ná fram samkomulagi um þau vaxtakjör.

Þau eru að leitast við að spara eigin skattgreiðendum sem mest - með því að neyða sem mestann kostnað á einka-aðila. En það er raunveruleg takmörk fyrir því, hve mikið er unnt að ná fram út úr samkomulagi, sem eftir allt saman á að vera "frjálst og óþvingað".

 

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband