Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Ríkisstjórn Írans, ætlar að vernda sitt fólk, gegn því að íll áhrif vestræns heims, haldi áfram að streyma til þeirra í gegnum Internetið :)

Grein Wall Street Journal, er bæði í senn hlægileg og grátleg. En, það virðist klárt að stjórnvöld í Íran, eru mjög upptekin af, til í að verja til þess miklum fjármunum, baráttu gegn hinum - eer - íllu syðum og gildum, sem að þeirra mati eru að menga hugi ungra Írana.

Þessa mengun hugans, verði að stöðva og það sem allra - allra fyrst!

Íranar eru búnir að búa til nýtt hugtak - "Softwar".

 

Iran Vows to Unplug Internet

Eins og ég skil þá þróun sem er að eiga sér stað í Íran, þá er landið undir stjórn Mahmoud Ahmadinejad, að þróast úr því sem hefur verið klerkaveldi þ.s. ráð Shia-múslímskra klerka ræður nær öllu, yfir í að vera einsflokks-alræðisríki undir stjórn, Byltingavarðanna svokölluðu.

En, Byltingaverðirnir, voru stofnaðir undir Khomeini, sem nokkurs konar "parallel" her skipaðir framan-af einkum ungum lítt menntuðum en mjög rótækt trúuðum Shia-múslímum. Þetta voru þeir sem hlupu með hárband með áletrun úr kóraninum, hrópandi beint að þrælvopnuðum hermönnum Saddams, svona "WW1 style".

Byltingavörðurinn, blés mjög hratt út í stríðinu við Írak Saddam Hussain, og er sennilega í dag síst minna fjölmennur, en hinn eiginlegi her Írans.

Ákveðin kaldhæðni af því, að þarna má finna tiltekna hliðsjón við þá þróun í Þýskalandi nasismans, að SS-sveitirnar blésu út, smám saman urðu voldugari en herinn og fyrir rest jafnvel fjölmennari, urðu ríki innan ríkisins.

Það er akkúrat þannig sem Byltingavörðurinn hefur þróast, þ.e. þó þetta sé ekki SS, þá er áhugavert að sjá að Byltingavörðurinn, hefur breitt út áhrif sín um samfélagið, á í dag fjölda fyrirtækja, rekur sínar eigin vopnaverksmiðjur og rannsóknarprógrömm þ.s. vopn eru þróuð, er grunaður um að reka sitt eigin "parallel" úran-auðgunarprógramm - sem sagt - að þeirra prógramm sé það leyniprógramm sem Ísraelar telja sig vita um, heldur uppi mjög umfangsmiklu innrætingarprógrammi beint að ungu fólki innan félagsmiðstöðva sem þessi hreyfing rekur.

  1. Mahmoud Ahmadinejad tilheyrir þessum dæmi, þ.s. ég er að segja, er að Byltingavörðurinn sé smám saman, að verða yfirsterkari klerkunum, sé að taka landið/ríkið - yfir. 
  2. Og hann virðist hafa sterka alræðis-tilhneygingu, þ.e. Byltingavörðurinn.
  3. En, ekki er víst að Mahmoud Ahmadinejad sé sá sem mestu ráði, en Byltingavörðurinn hefur einnig sinn formlega yfirmann, sá má vera að í reynd sé sá er ræður.
  4. Ahmadinejad er samt örugglega ekkert peð!

 

Þetta virðist einmitt dæmigert, að Byltingavörðurinn vill vera alls staðar, búa til nýjann her - vera virkur í hverju því nýju, sem máli geti skipt:

  • "The Revolutionary Guard, a powerful branch of the Iranian security forces, has taken the lead in the virtual fight. In late 2009, the Guard acquired a majority stake of the state telecom monopoly that owns DCI. That put all of Iran's communications networks under Revolutionary Guard control."
  • "The Guard has created a "Cyber Army" as part of an effort to train more than 250,000 computer hackers. It recently took credit for attacks on Western sites including Voice of America, the U.S. government-funded international broadcasting service. And at the telecom ministry, work has begun on a national search engine called "Ya Hagh," or "Oh, Justice," as a possible alternative to popular search engines like Google and Yahoo."

 

Þó svo, að Byltingavörðurinn sé sennilega að verða yfirsterkari klerkunum, þíðir það alls ekki að klerkarnir séu áhrifalausir eða það ríki óvinátta. Þvert á móti, virðist vera sameiginlegt átak í gangi, um að verja byltinguna og um leið ríkisstjórnina, gegn hinum - eer - íllu áhrifum:

  • "Since the 2009 protests, the government has ratcheted up its online repression. "Countering the soft war is the main priority for us today," Mr. Khamenei, the Supreme Leader, said November 2009 in a speech to members of the Basij, a pro-government paramilitary volunteer group. "In a soft war the enemy tries to make use of advanced and cultural and communication tools to spread lies and rumors." "

 

Þetta er eitt megineinkenni kúgunar-ríkisstjórna, þ.e. skynjunin um ógnunina að utan. Þær virðast alltaf þurfa að eiga óvin. Að miklu leiti er óvinurinn réttlæting einmitt á þörfinni fyrir þá frelsisskerðingu, sem slíkar ríkisstjórnir telja sig hafa þörf fyrir að viðhafa. En, hin raunverulega ástæða er auðvitað - að kúgun er sú aðferð sem slíkar ríkisstjórnir þurfa að viðhafa til að halda í þ.s. skiptir öllu máli - völdin. Svo óvinurinn gegnir þá því hlutverki plata almenning til að halda, að ástæða kúgunarinnar sé einhver önnur en valdaþorsti þeirra sem stjórna:

  • ""The regime no longer fears a physical attack from the West," said Mahmood Enayat, director of the Iran media program at the University of Pennsylvania's Annenberg School of Communications. "It still thinks the West wants to take over Iran, but through the Internet.""
Það þarf ekki endilega vera, að stjórnendurnir raunverulega haldi það, heldur verður óttinn við óvininn valdatæki.

Áhugavert að sjá þann hóp ríkja, sem Íran er nú að slást í hóp með:

  • "Myanmar said last October that public Internet connections would run through a separate system controlled and monitored by a new government company, accessing theoretically just Myanmar content. It's introducing alternatives to popular websites including an email service, called Ymail, as a replacement for Google Inc.'s Gmail."
  • "Cuba, too, has what amounts to two Internets—one that connects to the outside world for tourists and government officials, and the other a closed and monitored network, with limited access, for public use.
  • "North Korea is taking its first tentative steps into cyberspace with a similar dual network, though with far fewer people on a much more rudimentary system."

 

Miðað við þetta, þá hófst þróun þess kerfis, sem til stendur að taka í noktun, fljótlega eftir að Ahmadinejad komst til valda. Það er merkilegt, því það segir að þetta sé ekki viðbrögð við stúdentaóeyrðum eða nokkru slíku, heldur að þetta sé hluti af lengri tíma plani. Og það plan sýnist mér í samhengi við aðra þróun í Íran, sé sem hluti af því að þróa Íran yfir í einsflokks alræðisríki:

  • "The notion of an Iran-only Internet emerged in 2005 when Mr. Ahmadinejad became president. Officials experimented with pilot programs using a closed network serving more than 3,000 Iranian public schools as well as 400 local offices of the education ministry."
  • "The government in 2008 allocated $1 billion to continue building the needed infrastructure. "The national Internet will not limit access for users," Abdolmajid Riazi, then-deputy director of communication technology in the ministry of telecommunications, said of the project that year. "It will instead empower Iran and protect its society from cultural invasion and threats."

 

Þetta virðist vera ótrúlega metnaðarfullt plan, þ.e. að skipta út Internetinu, fyrir annað þá með fullri þjónustu þ.e. bloggi - sem er víst vinsælt í Íran en þá undir smásjá stjv. en Kína er með sambærilegt kerfi - leitarvélum í stað Google og annarra slíkra - og auðvitað netvafra - og e-mail. Eins og fram kom að ofan, kostnaður upp á 1ma.€ hljómar ekki ótrúlegur. En muna ber, að vegna lægri launa í Íran, þá telur slíkur milljarður sennilega á við a.m.k. 4-5 slíka í Bandaríkjunum:

  • "Iran is taking steps toward an aggressive new form of censorship: a so-called national Internet that could, in effect, disconnect Iranian cyberspace from the rest of the world."
  • "In February...Reza Bagheri Asl, director of the telecommunication ministry's research institute, told an Iranian news agency that soon 60% of the nation's homes and businesses would be on the new, internal network. Within two years it would extend to the entire country, he said."
  • "Iran's national Internet will be "a genuinely halal (compliant with Islamic law) network, aimed at Muslims on an ethical and moral level," Ali Aghamohammadi, Iran's head of economic affairs, said recently according to a state-run news service."

 

Engir smá draumar, að kerfið kannski verði ríkjandi Internet kerfi í heimi Múslima, hah, miðað við hatrið á milli Shita og Sunni, gæti verið smá bið á slíku. Síðan á auðvitað eftir að koma í ljós, hvort þetta kerfi sé nokkuð fugl eða fiskur, á við þau þrautreyndu og notendavænu kerfi, sem við öll erum orðin vön:

  • "Mr. Aghamohammadi said the new network would at first operate in parallel to the normal Internet—banks, government ministries and large companies would continue to have access to the regular Internet."
  •  "Eventually, he said, the national network could replace the global Internet in Iran, as well as in other Muslim countries."

 

Þetta er sennilega magnaðasta tilkynningin, ætli að Bill Gates skjálfi :) ?

  • "On Friday, new reports emerged in the local press that Iran also intends to roll out its own computer operating system in coming months to replace Microsoft Corp.'s Windows."
  • "The development, which couldn't be independently confirmed, was attributed to Reza Taghipour, Iran's communication minister."


Niðurstaða

Sorgleg þróun sem er að eiga sér stað í Íran, en ég stórlega efast um það, að unga fólkið í borgunum sem vill frelsi, eigi í reynd roð í þá vél sem Ahmadinejad og samstarfsmenn, hafa búið til og eru að útbreiða. En, því miður eru borgirnar í Íran ekki nægilega fjölmennar miðað við heildarfjölda þeirra sem búa í Íran. Helmingur fólks a.m.k. býr enn utan borga. 

Það er fólkið, sem hinn þrautskipulagði Byltingavörður nær til, sem sér honum fyrir nægum fj. nýrra fylgismanna. 

Mýr sýnist að Íran sé á leið inn í fasa einsflokkskerfis, með mjög umtalsverðri kúgun. Hve mikilli er ekki gott að segja. En, kúgun einsflokkskerfa hefur verið mis alvarleg - allt frá öfgakenndu stjórnarfari Rauðu Kmera Polt Pots eða Kimmanna í N-Kóreu, yfir í hinum endanum það stjórnarfar sem ríkti í um 70 ár undir stjórn hins svokallaða "Institutional Revolutionary Party" í Mexíkó, sem mjög fljótlega gerðist einfaldlega spilltur valdaflokkur, en má eiga það að auðsýndi lengst af ekki sérlega hörkulegt stjórnarfar a.m.k. ekki í samanburði við standard einsflokks stjórnarfars annars staðar í heiminum. 

 

Kv.


Stefnir í tímabundið afnám sjálfstæðis Grikklands, sbr. inngrip í skattheimtu, og mjög umfangsmikla sölu ríkiseigna, sem stýrt verði af aðilum á vegum stofnana ESB?

Það er erfitt að trúa því sem maður les, í Financial Times í dag. Þeir segja að skv. þeirra heimildum sé loka "desperat" planið fyrir Grikkland að taka á sig mynd, í samningum milli ríkisstjórnar aðildarlanda Evrusvæðis annars vegar og stofnana ESB hinsvegar, þar á meðal Seðlabanka sem fram að þessu, hefur fyrir sitt leiti útilokað gersamlega hverskonar skuldaendurskipulagningu sem myndi stuðla að lækkun greiðslubyrði Grikklands.

Greece set for severe bail-out conditions : "European leaders are negotiating a deal that would lead to unprecedented outside intervention in the Greek economy, incluting:

  1. international involvement in tax collection,
  2. and privatisation of state assets,
  3. in exchange for new bail-out loans for Athens.
  4. "...the package would also include incentives for private holders of Greek debt voluntarily to extend Athens’ repayment schedule, (ný lán komi sjálfvirkt í stað útrunninna)
  5. as well as another round of austerity measures."
  • "Officials hope that as much as half of the €60bn-€70bn ($86bn-$100bn) in new financing needed by Athens until the end of 2013 could be accounted for without new loans.
  • Under a plan advocated by some, much of that would be covered by the sale of state assets and the change in repayment terms for private debtholders."

Eitt af því sem er heimtað af Grikkjum, er fyrirfram samþykki helstu stjórnmálaflokka, á aðgerðum.

En, ég á óskaplega erfitt með að ímynda mér, að svona plan geti virkað - einfaldlega vegna þess að ég held að grískur almenningur verði svo brjálaður, að það þyrfti að kveðja til utanaðkomandi her til að framfylgja þessu.

Svo, ég held þetta dæmi, sé dæmt til að mistakast - gersamlega. 

En t.d. ég tel ólíklegt sé að eignirnar muni reynast nærri því eins mikils virði og talið, ef þær eru seldar:

  1. Í verstu kreppu í Grikklandi síðan eftir 1950.
  2. Seldar með svo miklu hraði.
  • En, "firesale" getur auðveldlega valdið því að einungis hálfvirði fáist fyrir eignir, jafnvel minna.
  • Ekki má gleyma, að kreppan hefur minnkað mjög mikið tiltrú á Grikklandi, og peningar eru frekar að flýja þaðan en hitt, svo það getur verið nokkur vandi að skapa nægann áhuga hjá fjárfestum, sérstaklega ef reynt verður að auka stórfellt það magn eigna sem boðið verði til sölu.

Greece PM fails to win austerity reform backing :"“We don’t agree with a policy that kills the economy and destroys society,” Antonis Samaras, conservative opposition leader, said after a five-hour emergency meeting of party leaders on Friday." - "“There is only one way out for Greece, the renegotiation of the [EU/IMF] bailout deal,” Mr Samaras added, saying Friday’s meeting had reached a “dead end”."

Það væri algert pólitískt sjálfsmorð fyrir stjórnarandstöðuna, að gangast inn á slíka skilmála, og miðað við fyrstu viðbrögð stærsta stjórnarandstöðuflokksins, virðist það ekki líklegt.

Greece set for severe bail-out conditions :

  • "...pressure is building to have a deal done within three weeks because of an IMF threat to withhold its portion of June’s €12bn bail-out payment unless Athens can show it can meet all its financing requirements for the next 12 months."
  • "To bring the IMF back in, the new deal must be reached by a scheduled meeting of EU finance ministers on June 20."
Planið þarf að vera tilbúið og frágengið fyrir 20. júní nk.

Putting Greece up for auction :"According to Maria Damanaki, Greece’s European Union commissioner, the nation may be forced to leave the eurozone and reintroduce the drachma unless it implements the austerity measures and economic reforms demanded by its international creditors."

En, eina alternatívið virðist tafarlaust greiðsluþrot og skipti yfir í drögmu. Það er ef til vill atburður sem eiga mun sér stað, þegar fyrri hluta júlí nk. jafnvel - en þann 29. júní skv. björgunarláns pakka á AGS að ljúka endurskoðun sinni á stöðu mála í það skiptið, og það virðist hæsta máta líklegt að þá verði niðurstaða AGS að greiða ekki út sinn hluta fjárframlags í það skiptið - svo annað af tvennu ESB verði að setja fé í það gat eða Grikkland verður greiðsluþrota þá þegar - jafnvel.

En mjög mikil tregða myndi verða til að redda Grikkjum um þá viðbótarpeninga, meðal alildarríkja, þó verið geti, að vegna hættunnar - að þau samt láti vaða og reddi þessum peningum.

Lorenzo Bini Smaghi: Orderly Greek restructuring a ‘fairytale’  -  Transcript: Lorenzo Bini Smaghi

Herra Smaghi ítrekar og um leið útskýrir andstöðu Seðlabanka Evrusvæðis, við allar hugmyndir um lækkun greiðslubyrði Grikklands, með hverskonar endurskipulagningu skulda eða lækkun höfuðstóls.

En, miðað við orð Smaghi virðist ekki neinn sáttahugur í Seðlabanka Evrópu.

Lorenzo Bini Smaghi: "There is no such thing as an “orderly” debt restructuring in the current circumstances. It would be a mess. And I haven’t mentioned contagion – which would come on top....It would entail a major economic, social and even humanitarian disaster, within Europe."

Lorenzo Bini Smaghi:"Finally, our position is a position based on principle, not a conflict of interest. In the euro area debts have to be repaid and countries have to be solvent. That has to the principle of a market based economy. The task of other countries is to make sure that they are solvent – that was the contract of the Stability and Growth Pact. If any country breach rules, the others should force them back to the rules with sanctions and so forth. It is totally crazy to create incentives for governments not to pay their debts."

Mig grunar að þetta sé stærsta ástæðan! Sem sagt absolút prinsipp að skuldir verði að endurgreiða.

Svo, ef þú yfirkeyrir þig - sekkur þér í skuldir, þá borgar þú þær til baka, sama hve erfið þrautagangan verður, sama hve mörg ár það tekur, sama hve alvarleg áhrif það mun hafa á samfélagið.

Ath. ég set allt viðtalið í "1. comment" við þessa bloggfærslu. Þetta er áhugavert viðtal.

  • "One senior European official involved in the talks, however, said ECB objections could be overcome if the rescheduling was structured properly."

Ofangreind afstaða þessa agæta embættismanns, gæti því verið of bjartsýn.

 

Niðurstaða

Ég sé ekki að þetta plan eigi raunhæfa möguleika. En, þ.e. ekki einungis andstaða Seðlabanka Evrusvæðis (ECB) sem útilokar enn allar hugmyndir um afslátt á skuldabyrði Grikklands, hótar að hætta að fjármagna grísku bankana sem mun þá tafarlaust framkalla grískt greiðsluþrot, í kjölfar bankahruns alveg sambærilegs við bankahrunið hérlendis. 

Nei, ég sé ekki að grískur almenningur muni bregðast með nokkrum öðrum hætti, en með því að efla til þess sem verður vart mikið minna en almenn uppreisn, ef grískir stjórnmálamenn gangast inn á að aðilar á vegum stofnana ESB, fari að stýra skattheimtu á Grikkandi og sölu eigna í eigu gríska ríkisins.

En óhjákvæmilegt sýnist mér að þær eignir muni fara vel undir matsverði, sem mun magna upp reiði almennings. Að auki, á ég erfitt með að trúa að stjórnarandstaðan muni sjá það sér í hag, að styðja aðgerðir af þessu tagi - en formaður stærsta flokksins í andstöðu sagði um helgina að hann myndi ekki samþykkja aðgerðir sem myndu leiða til samfélagshruns.

Svo mér sýnist ástand mála vera á leið til andskotans, reikna með því að valkostirnir séu í reynd aðeins 2. þ.e. að aðildarríki Evrusvæðis gefi fullkomlega eftir og láni Grikklandi 60ma.€ og ekki verði slík inngrip í grísk innanríkismál - en slíkt virðist vantraust gegn Grikklandi orðið að þetta virðist mjög ólíklegt að ná fram að ganga; eða að Grikkland hætti í Evru, taki upp drögmu, lýsi sig greiðsluþrota, setji á gjaldmiðilshöft og gríska ríkið ríkisvæði bankakerfið.

Ég verð að segja að miðað við ofangreindar upplýsingar, virðist þetta hreinlega orðin líklegri útkoman.

Ég reikna með í kjölfarið, - ef svaka dökk spá ECB um framhaldið er rétt - , að þá taki við mjög alvarleg bankakreppa í Evrópu og jafnvel gjaldmiðlskreppa.

----------------

Spurningin sem eftir er, er þá fyrst og fremst um tímasetningu. En, ef ESB ríki bjarga Grikkjum þann 29. júní nk. getur "deadline" dregist ef til vill um rúmt hálft ár. Má vera að það sé líklegri útkoman, að valið verði að bjarga Grikkjum um þá fjármögnun, í veikri von um að eitthvert kraftaverk leysi málið. En síðan verði Grikkland á endanum þrota annaðhvort rétt fyrir árslok eða rétt eftir, og þá komi salíbunan eins og hún leggur sig á Evrusvæði og innan bankakerfis Evrópu.

 

Kv.


Hafa eldgosin lagfært ímynd Íslands?

Ég rakst á stórskemmtilega umfjöllun um Ísland á vef the Economist. En í tengslum við þetta er áhugavert að velta fyrir sér áhrifum eldgosanna á ímynd Íslands. En, rétt er að muna að útlendingar almennt séð hugsa ekki mjög oft til okkar lands, og þ.e. sjaldan í fréttum. Þannig, að ef útlendingar velta Íslandi yfirleitt fyrir sér, er það líklegt að byggjast á þeirri umfjöllun sem er nýjust.

 

Er Ísland miðpunktur umræðu í Evrópu?

Íslendingar hafa verið a.m.k. sumir hverjir mjög hræddir við slæma ímynd, sem þeir telja að Ísland hafi fengið í kjölfar umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum um bankakreppuna sem varð hérlendis og síðan Icesave deiluna.

  1. Það fyrsta er að muna, er að sú umfjöllun var fyrst og fremst vikurnar eftir 20. október 2008 eða svo, þegar litið er til Evrópu í heild, fyrir utan Bretland og Holland, var ekki íkja mikil fjölmiðlaumfjöllun um Icesave. 
  2. Þannig að í augum evrópumanna víða um evrópu, var hrunið sjálft ofar í huga, og kannski frekar samúð með almenningi að hafa orðið fyrir þessu.
  3. Sem sagt fyrst og fremst í Bretlandi og Hollandi, þ.s. gætt hefur að einhverju leiti hugsunarinnar, glæpalýðurinn íslendingar.
  4. Síðan, gleymist krýsan á Íslandi nokkurn veginn alveg þegar krýsan á Grikklandi hefst, og menn fara að velta sér upp úr vanda nær heimahögum, þ.e. Evrunnar og Evrópu sjálfrar.
  5. Jafnvel í Bretlandi og Hollandi, eru deilur við Ísland löngu - löngu hættar að vera forsíðufréttir.

Sannleikurinn er sá, að Evrópa er ekki að farast út af einhverri réttlátri reiði í tengslum við meinta glæpsamlega hegðun íslendinga - þ.s. kom fyrir hér, sé einfaldlega ekki svo veigamikið atriði í augum flestra útlendinga, áhyggjur seinni tíma þ.e. vegna Evrunnar, Grikklands, Írlands og Portúgals, síðan vegna Grikklands aftur - hafi almennt séð fært okkar mál í gleymskunnar dá. Ef nefnt er orðið efnahagskrýsa, þá mun fólk víðast hvar í Evrópu detta í hug nafn Grikklands.

Það má segja að við njótum þess, hve auðgleymd við erum - Ísland er svo lítið og lítt mikilvægt, að þ.s. hér gerist fljótt verður að aukaatriði, dettur úr mynni - gleymist.

Ég skal segja það svo - að mér finnst það hreint ágætt, að fólk muni ekki eftir okkur - almennt séð!

Sannleikurinn sé sá:

  • Það sem ferskt er í huga fólks um Ísland eru fréttir af eldgosi - þannig að þegar flestir Evrópumenn hugsa nú til Íslands og íslendinga, er það eldgos og öskufall, sem sennilega kemur fyrst í hugann.
  • Ég skal segja það, að þetta er gott - má segja að Eyjafjallajökull hafi gert okkur stórgreiða.
  • En gosið í fyrra, hratt af stað mestu fjölmiðlaumfjöllun um atburð á Íslandi - þ.s. nafn Íslands kom fram í frétt eftir frétt, í öllum helstu fjölmiðlum Evrópu og Bandaríkjanna, og það samfellt þær cirka 2. vikur sem gosið var að trufla flug - sennilega í allri Íslandssögunni.
  • Ég er að segja að þetta taki Reykjavíkurfundinum milli Reagan og Gorba fram, en sá stóð bara yfir helgi, og síðan datt Ísland mjög fljótt aftur út úr linsu alþjóðlegu pressunnar.
  • Nú aftur þetta ár, fær Ísland umfjöllun í helstu fjölmiðlum Evrópu og í Bandaríkjunum, aftur út af gosi, ekki eins lengi - en þetta er aftur gríðarleg kynning á Íslandi, í reynd.

Grein the Economist: Come to Iceland! ----------------------------------------------

ICELANDAIR, the island nation's national carrier, has been quick to put on a happy face in the wake of this week's eruption of the Grimsvotn volcano. On Thursday, the airline sent out a press release to journalists encouraging coverage of the crisis—and the clean-up operation. "Most of the country," Icelandair assured us, has been "totally unaffected by the volcanic ash." In fact, the airline seems to be encouraging foreigners to visit the country as soon as possible, lest they miss out on seeing the ash—or the slowly subsiding eruption—first-hand:

Curious visitors have already begun to flock to the area, eager to check out the affected area and see the ash for themselves. However, they will have to hurry because the efficient ash clean-up operation is already progressing quickly and local residents hope life in the southeast will be back to normal very soon.

Visits to the crater are not yet allowed, as the eruption has yet to be officially declared finished. But enterprising tour companies are already planning to take advantage of Iceland’s newest geological wonder.

Eyjafjallajokull – the star volcano of 2010 – is also in South Iceland and tourists have been able to visit that since last summer. It is still one of the most popular tours on offer today and an Eyjafjallajokull museum even opened on the eruption’s first anniversary.

Furthermore, Keflavik International Airport, Icelandair’s main hub, has reopened and all flights have resumed to normal until further notice.

Although Icelandic volcano eruptions cause problems for Europe's other airlines, no carrier has it worse than Icelandair. Airlines never like to see their home airports closed, their planes grounded, and their main destinations unreachable. But there's not much Icelandair can do to stop a volcano from erupting. So it makes a lot of sense that the airline would try to turn what seems to be a major liability into a business opportunity.

With the collapse of its economy in the financial crisis, Iceland is less of a destination for business travellers than it once was. But ecotourism is still a big business—and one with lots of potential. Iceland has whale-watching, hiking, glaciers, and, of course, volcanoes. The Eyjafjallajokull and Grimsvotn eruptions caused problems for Icelandair and Iceland overall. But they also ensured that Iceland would be in the news all over Europe and North America for weeks in both 2010 and 2011. That's no small feat.

The saying is that "there's no such thing as bad publicity." But we might not even need it here: the publicity from the volcanic eruptions hasn't  been particularly bad. Yes, people have had their flights cancelled. But no planes have fallen out of the sky, and evacuations and other local problems caused by the eruptions haven't been the focus of the news coverage.

Instead, when non-Icelandic media cover the eruptions, they tend to use pictures and video that make the volcanoes look cool—like something you might want to see for yourself. That's a lot of free media, and a lot of people who will be thinking about Iceland who might not have otherwise. There's a reason that cable news shows like to air shots of forest fires and tornadoes, and it's not just because television executives are concerned about the people endangered by natural disasters. Producers know that people like to watch that sort of thing. Volcanoes get eyeballs. Icelandair is betting that if they offer folks a chance to see the real thing up close, a bunch of people might take them up on it. It's a good bet.

This blog has covered disaster recovery before, and I'm wary of straying too close to the broken windows fallacy. But the Eyjafjallajokull and Grimsvotn eruptions scored Iceland many times more news mentions internationally than anything else in the country's recent history. Is it really so crazy to bet, as Icelandair has, that the eruptions might rebound in Iceland's favour? After all, being known for natural beauty (and danger) is better than being known as a (failed) "Wall Street on the Tundra," right?

203307_625224177_6755181_n

------------------------------------------------

Niðurstaða

Það verður að segjast eins og er, að eftir Eyjafjallajökulsgosið sérstaklega og nú nýja umfjöllun um gos á Íslandi, þá hefur mjög sennilega stórfellt dregið úr líkum þess, að þegar nafn Íslands kemur fram á prenti og í umræðu, þá sé fólk að hugsa til Íslands í einhverjum neikvæðum tón.

Fólk í Evrópu í dag, er miklu meir upptekið af daglegum vandamálum nær sínum heimahögum, og fyrir utan Bretland og Holland, mjög ólíklegt almennt séð til að hafa þekkingu á því hverju orðið "Icesave" tengist. Jafnvel í Bretlandi og Hollandi, er það sennilega ekki nema hluti af almenningi, sem nokkuð hefur fylgst með þeirri deilu eða hefur skoðun á henni.

  • Punkturinn er sá, að Ísland skiptir svo litlu máli.

Þannig, að þ.e. mjög ólíklegt eins og sumir hafa verið að halda fram, að Evrópa standi á öndinni af einhverri hneyxlan, að við borguðum ekki Icesave eins og sumir segja. Reyndar hefur gætt nokkurrar jákvæðrar hugsunar því tengdu, en t.d. hefur þess víst gætt nokkuð, að á Spáni séu mótmælendur á strætum og torgum þessar vikurnar að veifa íslenska fánanum, og þessi áhugaverða mynd var byrt á blogginu hans Egils Helgasonar þ.s. einhver Spánverji hafði sett upp ísl. fánann, þannig að stitta af spánskri hetju hélt á honum.

-------------------------

Ég held að heilt yfir, hafi gosin verið góð fyrir Ísland, einmitt vegna þess að þau sópa deilunum sem Ísland áður tengdist, undir teppi gleymsku.

Þau aðstoða það ferli gleymsku um þá atburði sem við viljum gleyma, svo að útlendingar tengja Ísland einhverju öðru, og hugsa frekar þegar þeir láta hugann reika að slíkum vandamálum, um önnur lönd.

En eins og ég sagði í upphafi, þ.s. fáir í Evrópu hugsa oft til okkar, þá eru Evrópubúar líklegir til að tengja landið þeirri umfjöllun sem þeir sáu síðast.

Og lang-umfangsmesta umfjöllun í erlendum fjölmiðlum um Ísland í sögunni tengist eldgosi og eldsumbrotun, og það styrkir þá ímynd sem við höfum viljað halda á lofti - Ísland sem land ævintýranna - stórfenglegrar náttúru; land ferðamennsku.

Ég spái því, að þessi mikla umfjöllun muni skila auknum straumi ferðamanna hingað bæði frá N-Ameríku og Evrópu, á allra næstu árum.

 

Kv.


Bindum enda á kyrrstöðuna í hagkerfinu! Möguleg leið, látum sjóðina efla hagkerfið í stað þess að bæla það!

"Raunávöxtun lífeyrissjóða neikvæð um 2,4 prósent sl. fimm ár!" Þetta kemur fram í tölum Landssamtaka Lífeyrissjóða, en þetta skilur eftir sig umtalsvert gat hjá sjóðunum sem þurfa 3,5% meðalárs-raunávöxtun, til að standa undir skuldbindingum.

Raunávöxtun lífeyrissjóða neikvæð um 2,4 prósent síðustu fimm árin

Ég ætla samt ekki að tala um þetta tap, heldur velta öðru upp þ.e. samhenginu við hrunið.

  • Málið er, að þegar bankakerfið hrynur þá verður í samanburði við verðmæti þjóðarframleiðslu í dollar 40% minnkun!
  • Nú er mæld minnkun raunverðmæta lífeyriskerfisins í samanburðinum, einungis 2,4%.
  • Þetta þíðir að umfang kerfisins sem hlutfalls af þjóðarframleiðslu hefur aukist! En ef þjóðarframleiðslan minnkar mun meir af raunverðmæti er þetta útkoman. Og þetta er stór aukning.
  • Punkturinn er sá, að það er hagkerfið sjálft þ.e. heilsa þess og geta til að standa undir skuldbindingum, sem er hin raunverulega trygging þess að sjóðirnir geti greitt lífeyri.
  • Við hrunið varð gríðarleg hækkun/aukning þeirra skuldbindinga sem almennir skattgreiðendur og atvinnulífið þarf að standa undir - og það þíðir að almenningur og fyrirtæki hafa minna handa á milli til allra hluta, þar á meðal til að fjárfesta í nýju.
  • Þessi gríðarlega aukning skuldbindinga sem lífeyriskerfið er hluti af, lán eru annar - er örugglega stór hluti skýringar þess, að innlend fjárfesting er um þessar mundir sú minnsta síðan eftir seinna stríð.

Heildarútkoman er efnhagsleg kyrrstaða - mjög skert geta til hagvaxtar; ef þessu er ekki breytt með einhverri stórri aðgerð, er nánast eina vonin til nokkurrar hreyfingar, erlend fjárfesting.

Ég er eiginlega að segja, að skuldbindingar á hagkerfinu séu of miklar - ekki síst þær innlendu; meðan núverandi kyrrstöðuástand ríkir.

Annaðhvort þarf að lækka þær skuldbindingar, eða skapa þann hagvöxt sem til þarf svo ástandið í gegnum aukningu tekna smám saman verði léttbærara

 

Verðum að lækka raunávöxtunarþörf sjóðanna í 2%

Varðandi lífeyriskerfið, verðum við sennilega að lækka ávöxtunarkröfu, en tjónið sem orðið er verður ekki unnið upp, nema með því að auka skuldbindingar á skattgreiðendur enn meir, en nú er þegar orðið. Þetta á við ef menn ætla að standa við núverandi fyrirkomlag sjóðanna.

Ef meðalávöxtun er hinsvegar lækkuð í 2%, þá mun ekki þurfa eins mikið viðbótar fé. Þetta þíðir á mannamáli, að skerða þarf réttindi til að samsvara þeirri ávöxtun. Þegar er búið að ákveða að hækka iðgjöld í 15% af launatekjum. Lengra verður ekki gengið um það.

Að auki, er 3,5% krafan mjög erfið, en til þess að hún gangi upp, þarf eiginlega 3,5% meðalhagvöxt per áratug. Það því miður hefur ekki orðið síðan eftir að 9. áratugnum lauk. Ekki er útlit fyrir á næstunni, að unnt verði að triggja hagvöxt á þeim slóðum.

2% krafan er mun auðveldari fyrir hagkerfið. Að auki, geta sjóðirnir þá fjárfest í öruggari þáttum og/eða bréfum, enda er þumalfingursreglan sú að því öruggari sem fjárfestingarkostur er því lægri vexti borgar sá kostur, 2% regla myndi þíða að sjóðirnir væru að kaupa til mikilla muna í öruggari hlutum, sem ætti að minnka hættu á töpum.

Að lokum, halda sjóðirnir hér uppi vaxtastigi. En, ein byrtingamynd 3,5% kröfunnar, og víxlverkun við hrunið og höft. Er að sjóðirnir geta ekki flutt fé úr landi fjárfest það erlendis. Þeir sitja nú uppi með rúml. 200ma.kr. sem þeir geta ekki nýtt til nokkurs hlutar.

En, þeir geta ekki nýtt það fé til fjárfestinga, vegna þess að innlendar fjárfestingar í atvinnulífi, geta ekki tryggt 3,5% ávöxtun.

 

Hvernig kæfir 3,5% reglan hagkerfið!

Ólafur Margeirsson, hagfræðingur: Hvernig kæfir 3,5% reglan hagkerfið?

  • Eins og sést af töflunni sem Ólafur Margeirsson tók saman, þá einungis 2. af samanburðarárum nær atvinnulífið hér, að veita raun-ávöxtun upp á 3,5% eða meir á eiginfé.
  • Þetta er ástæða þess, að sjóðirnir sitja með hendur í skauti með sína liðlega 200ma. að hin lögbundna krafa, sem leiðir til 3,5% raunávöxtunar þarfar þeirra, gerir þeim ókleyft að nýta þetta fé til fjárfestinga hér innanlands.

Svo lokapunkturinn er, að ef krafan er lækkuð í 2% - sjáið að 2% krafa er sjálfbær skv. ofangreindum tölum - þá geta sjóðirnir lagt það fé sem þeir hafa og um þessar mundir geta ekki nýtt, í fjárfestingar í innlendu atvinnulífi.

Þannig skapað störf - þannig skapað hagvöxt - þannig stuðlað að því að bundið sé endir á þá deyfð í atvinnulífinu sem nú ríkir.

Vandinn er einfaldlega að innlennt fé situr fast vegna laga sem verður að breita og það á stundinni.

Að auki, mun þessi lækkun einnig skila sér til bankanna, en sjóðirnir eru þeirra aðal fjármögnunarleið, svo um leið og sjóðirnir treysta sér til að fjármagna þá á 2% raun-vöxtum en ekki 3,5% þá ætti það að skila sér í bilinu 1-2% lækkun raunvaxta útlána frá bankakerfinu einnig.

Þannig gert aðilum mögulegt að nýta það mikla magn af innlánsfé sem nú er til, til útlána. En, ég vil meina að 3,5% reglan sé einnig að valda því að bankalán séu of dýr miðað við núverandi ástand.

Hugsið ykkur, hve mikil innspýting það væri í atvinnulífið ef ekki einungis liðlega 200ma. sjóðanna komast í vinnu heldur yfir 1.000ma af innlánum.

Þessi fjárfesting þarf auðvitað einkum að vera í útflutningi. En, mér sýnist að bara ef raunávöxtunarþörf sjóðanna er lækkuð í mun raunhæfari 2% - sem þíðir lækkun réttinda. Svo það sé algerlega á hreinu. Þá væri unnt að binda enda á kreppuna hérlendis.

-------------------

Bendi á að auki, að þessi raunvaxtalækkun lána, myndi einnig skila sér til almennings, lækka þeirra kostnað jafnvel meir en svokölluð 20% leið Framsóknarflokksins.

 

Niðurstaða

Ég er að segja að ein lítil breyting, geti lagað alveg ótrúlega mikið.

Vandinn er að baki, standa mjög öflugir hagsmunaaðila þ.e. sjóðirnir og að auki þeir gamblarar sem hafa notið þess fjár sem frá þeim hefur komið. Þeir munu berjast gegn breytingunni.

Það mun vera íjað að því, að maður sé vondur við lífeyrisþega. 

En málið er það atriði sem öllu máli skiptir að sjálbærni sjóðanna, þeirra greiðsla sem frá þeim koma, standa og falla með heilsu hagkerfisins. 

Skv. núverandi ástandi eru sjóðirnir íþyngjandi mein á hagkerfinu, sem ógna stöðu þess í vaxandi mæli, en þannig þarf það all ekki að vera. Þvert á móti eiga þeir að þjóna okkur öllum. 

Því ástandi er í reynd sára einfalt að endurreisa, en sú endurreisn felst í því að gera samhengi sjóðanna og landsins heilbrigt á ný. Til þess þarf einungis eina grunnbreytingu sem öllu breytir.

 

 

Kv.


Hugsanlega, en líklega þó ekki, getur Grikkland orðið greiðsluþrota fljótlega eftir 29. júní nk.

Málið er, að AGS hefur sagt að stofnunin sé ósátt við stöðu prógramms AGS og Evrópusambandsins á Grikklandi. Einkum, að gríska ríkisstjórnin hafi ekki að þeirra mati staðið sig nægilega vel, í því að minnka halla og selja ríkiseignir til að minnka skuldir.

European Premier Says Greek Aid Is in Question 

  • Grikkland fær greitt út prógramminu í lotum "tranche" - starfsmenn AGS hafa tilkynnt að ef niðurstaða endurskoðunar sem nú er í gangi verði neikvæð, þá muni næsta greiðsla frá AGS ekki berast.
"The fund's actual spokeswoman, Caroline Atkinson, said Thursday in Washington that the fund generally doesn't lend if there are gaps in financing, and that it was seeking reassurance on financing from the euro-zone countries that also are lending to Greece."
  • Þ.s. AGS sér um 1/3 af fjármögnun heildarbjörgunarpakkans, þá myndi Grikkland einungis fá 2/3 þ.e. þann hluta sem björgunarsjóður ESB veitir.
  • Fræðilega getur þetta leitt til fjárskorts gríska ríkisins, greiðsluþrots eftir 29. júní nk.
  • En, mjög sennilega munu aðildarlönd ESB fylla í þetta skarð - ef á reynir.
"Jean-Claude Juncker...suggested Thursday that an important review of the bailout program might conclude that the amounts pledged to Greece aren't enough to carry it through the next 12 months." - ""If the Europeans realize that the IMF disbursement can't operatively happen before June 29, then the expectation of the IMF is that the Europeans will take the place of the IMF," Mr. Juncker said, stressing that he wasn't the IMF's spokesman."
  • Það getur þó orðið eitthvert pólitískt drama meðal fylgiríkja ESB, og einnig innan stofnana ESB, þegar á hólminn er komið - sérstaklega ef þá hefur ekki enn náðst samkomulag um hvernig á að leysa vandamál Grikklands.

En, hatrömm deila um það, hvernig á að leysa vanda Grikklands, hefur nú staðið yfir innan stofnana ESB samfellt í 2. vikur.

Hún er alvarleg, vegna þess að sú deila er að magna upp ótta og óróa á mörkuðum, gagnvart öllum S-Evrópuríkjum innan Evrusvæðis, en veruleg hækkun varð á skuldatryggingaálagi skv. tölum frá sl. mánudegi.

Bloomberg, 23-05-2011: Corporate Bond Risk Rises in Europe, Credit-Default Swaps Show

......................................CDS - staðan sl. mánudag þ.e. 23/5.

  1. Grikkland............1.377
  2. Írland....................661
  3. Portúgal.................661
  4. Spánn....................277
  5. Ítalía......................177
  6. Belgía.....................161
  7. Eurozone................216
  • Sbr. CDS Íslands þann 19/5 210 punktar.

Á föstudag 27/5 hafa allar þessar tölur hækkað aftur, ekki stórt - en sú hækkun sýnir þó að ótti á markaði, fer vaxandi - þessi deila milli höfuðstofnana ESB er því að skapa stöðugt vaxandi skynjun á áhættu og ógn, meðal aðila á hinum frjálsa markaði.

  • Grunnvandinn er sá, að skv. rannsókn á fjárþörf gríska ríkisins, þarf viðbótar 60ma.€ að öllu óbreittu, til að tryggja frestun á greiðsluþroti Grikklands út 2013.
  • Deilan milli stofnana ESB þ.e. Ráðherraráðs og þings vs. Seðlabanka Evrópu, snýst um hvernig á að fara að því, að fresta vandanum a.m.k. út 2013.
  1. Seðlabanki Evrópu, vill að Grikkland fái viðbótarlán, segir skuldbreytingu ekki koma til greina, slíkt sé alltof áhættusamt - geti opnað Pandórubox sem leitt geti til mun víðtækari vandræða. ECB’s Noyer Rejects Greek Restructuring as ‘Horror:’ Transcript
  2. Á meðal hinna, er mikill stuðningur fyrir lausn, sem myndi byggjast á því að greiðsludögum myndi einfaldlega vera frestað og vextir lækkaðir. Að auki er mikið rætt um svokallað "soft restructuring" eða "voluntary restructuring". Rauði þráðurinn er sá, að hin ríkin eru mörg hver mjög treg til að henda meiri peningum í þ.s. þeim finnst vera að þróast í botnlausa hít. 

Í gær kom fram stuðningur þýsku ríkisstjórnarinnar við afstöðu Seðlabanka Evrópu - og ég bjóst við því að þá myndi sennilega Seðlabankinn fá sitt fram - en engar fréttir eru um það að samkomulag hafi náðst nú á föstudag 27/5.

Svo klárlega eru nú komnar 2. vikur af "standoff" eða pattstöðu.

Því lengur sem þetta heldur áfram, því hættulegra veður ástandið.

 

Fleiri flækjur eru í gangi!

  • Það stóð til að styrkja björgunarsjóð Evrópu - hátíðleg loforð voru gefin út í janúar sl. um það að samkomulag yrði tilbúið í apríl sl., en þá var málinu frestað til nk. júní sem nú er við það að renna upp.
  • Að auki, var einnig frestað að ganga frá því akkúrat hvernig næsti björgunarsjóður ESB, sem taka á við 2013, skal fjármagnaður. Tiltekin loforð hafa verið gefin, en eftir er að negla niður hvernig akkúrat þeim loforðum skal hrint í framkv. Þessu var einnig frestað til júní nk.
  • Það er ljóst, að stefnir í spennuþrunginn júní.
How safe is Eurozone sovereign debt? – table
Country
S&P
Moody's
Fitch
Debt on issue*
Austria
AAA
Aaa
AAA
$281bn
Belgium
AA+
Aa1
AA+
$455bn
Cyprus
A-
A2
AA-
$16bn
Estonia
A
A1
A
$0bn
Finland
AAA
Aaa
AAA
$106bn
France
AAA
Aaa
AAA
$1,894 trillion
Germany
AAA
Aaa
AAA
$1.624 trillion
Greece
B
B1
B+
$394bn
Ireland
BBB+
Baa3
BBB+
$131bn
Italy
A+
Aa2
AA-
$2,246 trillion
Luxembourg
AAA
Aaa
AAA
$6bn
Malta
A
A1
A+
$6bn
Netherlands
AAA
Aaa
AAA
$436bn
Portugal
BBB-
Baa1
BBB-
$189bn
Slovakia
A+
A1
A+
$38bn
Slovenia
AA
Aa2
AA
$20bn
Spain
AA
Aa2
AA+
$807bn

**"trillion" er 1000ma. svo skuldir Ítalíu skv. því eru 2.246ma.$.

Eitt meginvandamál við björgunarkerfið núverandi, er að til þess að sjóðurinn sjálfur haldi "AAA" einkunn, getur hann í reynd aðeins lánað fé frá ríkjum sem sjálf hafa "AAA" einkunn.

Hættan er sú, að eftir því sem fleiri lán eru veitt í gegnum kerfið, þá geti það stuðlað að því að lönd með AAA einkunn sem veita þær baktryggingar, missi AAA einkunn sína.

En Standard&Poors hefur varað t.d. Frakkland við því, að hugsanlegt sé að landið verði fært yfir á neikvæðar horfur, en ekki er mjög langt síðan að S&P setti Bandríkin á neikvæðar horfur.

Björgunarkerfið grefur undan fjárhagslegum stöðugleika þeirra ríkja, sem þátt taka í fjármögnun þess.

Á þetta getur virkilega reynt, ef skuldatryggingaálag Spánar heldur áfram á hækkunarferli, og markaðurinn fer að beina sjónum sínum að Spáni með svipuðum hætti og hann áður hefur gert gagnvart Grikklandi, Portúgal og Írlandi; en hagkerfi Spánar er stærra en hagkerfi þeirra landa samanlagt.

Það er því ekki af ástæðulausu sem margir segja að trúverðugleiki Evrunnar standi og falli með trúverðugleika Spánar.

Lesið eftirfarandi:

What Would a Greek Haircut Mean for Germany?

In Standoff Over Greece, Will ECB Have to Fold?

 

Niðurstaða

Evrukrýsan hefur magnast upp á ný, og aftur er það Grikkland þ.s. hún hófst á. Við bætist síðan ein sú versta deila á milli höfuðstofnana ESB sem sést hefur.

Sú deila stefnir nú í, að hefji sína 3. viku nk. mánudag.

 

Kv.


Otmar Issing, seðlabankastjóri Evrópu frá 1998-2006, segir Grikkland gjaldþrota, og mjög ólíklegt um að endurgreiða sínar skuldir að fullu!

Otmar Issing, Seðlabankastjóri Evrusvæðis frá 1998-2006, sem fyrsti seðlabankastjóri Evrusvæðis, nýtur enn mikillar virðingar og hafa orð hans enn umtalsverða vikt.

Bloomberg: Greece Is ‘Insolvent,’ Unlikely to Honor Debt, ECB Economist Issing Says

Issing: "While it is “not physically impossible” for Greece to honor its obligations, repayment is unlikely,...The region’s debt crisis, which has also forced Ireland and Portugal to seek bailouts, has left the euro in a “critical” condition, Issing said." - “I’m skeptical about Greece,” said Issing,...“Greece is not just illiquid, it’s insolvent.”

Þ.e. dálítill contrast í orðum Issing, og orðum Christian Noyer, sem er í stjórn Seðlabanka Evrópu fyrir hönd Frakklands, og Seðlabankastjóri Frakklands.

Bloomberg: ECB’s Noyer Rejects Greek Restructuring as ‘Horror:’ Transcript

Noyer: “If we restructure Greek debt, that means Greece defaults.” - “And what are the consequences of a default? The banks with the most Greek bonds are Greek banks. The Greek banks themselves will be badly damaged. When the banking system is stricken, what do you have to do to prevent the financing of the economy from collapsing? You have to recapitalize the banks. Who will recapitalize the Greek banking system? The Greek state.” - “That means the Greek state will gain nothing. It will invest in the banking sector everything that it has gained in the restructuring.”

Ég verð að mótmæla þessum orðum hans, en ef grískir bankar munu falla þá þíðir sú staðreynd ekki að skulda-afskrift sé tilgangslaus, heldur þíðir slíkt að sú afskrift þarf að gera ráð fyrir kostnaðinum við það að endurreisa bankakerfið.

Þetta er örugglega af hverju Barclays metur þörf á afskrift 67% en ekki 50%.

Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands tók undir orð Neuer:

"“The risk of contagion (of such measures) would be far too severe at this point and it would be the task of politicians to avoid any further intensification of the current debt crisis”, he stated, according to Handelsblatt. We believe that today’s interview is key for markets in that it shows that politicians in charge of the matter in Germany, namely Chancellor A Merkel and Finance Minister W Schaeuble, remain opposed to a rescheduling for the time being."

"Reflecting on the sharp criticism emerging out of the ECB when German ECB board member J Stark and Bundesbank President and Governing Council member J Weidmann staunchly opposed any reprofiling or rescheduling plans for Greece because of contagion risks, Mr Schaeuble argued that “Germany had always fared well in respecting the independence of the central bank”, thereby suggesting, in our view, that the German government would not want to risk an open conflict with the ECB. In this context Mr Schaeuble argued that a rescheduling would have draconian consequences for the Greek financial system and such an exercise would constitute “an experiment, as one has no experience with such an event in a monetary union”."

Þetta þíðir sjálfsagt, að ríkisstjórn Þýskalands, er búin að ákveða að fylgja línu Seðlabanka Evrópu!

European Premier Says Greek Aid Is in Question

Jean-Claude Juncker: "International Monetary Fund may withhold its payment next month on Greece's €110 billion (about $155 billion) bailout, forcing Europe to scramble to plug the gap." - "Jean-Claude Juncker...suggested Thursday that an important review of the bailout program might conclude that the amounts pledged to Greece aren't enough to carry it through the next 12 months." - ""If the Europeans realize that the IMF disbursement can't operatively happen before June 29, then the expectation of the IMF is that the Europeans will take the place of the IMF," Mr. Juncker said, stressing that he wasn't the IMF's spokesman." - "The fund's actual spokeswoman, Caroline Atkinson, said Thursday in Washington that the fund generally doesn't lend if there are gaps in financing, and that it was seeking reassurance on financing from the euro-zone countries that also are lending to Greece." - "Because the IMF provides about a quarter of the funding, the euro zone's contribution would tide it over for a few months while European leaders debate additional financing."

Þetta er áhugaverður vinkill - en þetta sýnist mér þíða, að Grikkland lendi í peningaþurrð mánuðum fyrr, en talið hefur verið fram að þessu, þó þeir peningar sem ESB hefur útvegað dugi ótiltekinn fj. mánaða til viðbótar miðað við daginn í dag. En klárt, að peningarnir klárast ekki á næsta ári, heldur mun fyrr.

Þetta setur meiri pressu á fulltrúa Evrusvæðisins, að komast að niðurstöðu.

  • Langlíklegasta niðurstaðan virðist vera, fyrst að ríkisstjórn Þýskalands hefur talað, að Grikklandi verði lánað 60ma.€ til viðbótar, sem duga eigi sem fullfjármögnun út 2013.
  • Spurning er á móti, hve mikið af eignum gríska ríkisins verða seldar á móti skuldum.

Tvær hugmyndir hafa komið fram, hugmynd ríkisstjórnar Finnlands eða fjármálaráðherra Hollands, Jan Kees de Jager.

  1. Finnska leiðin, að grískar ríkiseignir verði færðar yfir í sameiginlegt eignarhaldsfélag í eigu gríska ríkisin, og síðan verði það félag í heild veð á móti lánum.
  2. Hollenska leiðin, að grískar ríkiseignir verði færðar yfir í umsjón sérfræðingahóps, sem aðildarlönd Evrusvæðis myndu skipa.

Mér líst alls ekki á leið, Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands, vegna þess að ég er þess fullviss, að þegar á muni reyna, muni mikið minna fást fyrir þær eignir en skráð virði segir til um.

Ég rakst á gott comment á netinu:

"Perhaps the reluctance to privatizations is because most of these businesses are in a total mess, basically insolvent without the support of the state, with IOUs in every draw. They'd need a radical overhaul, drastic cuts in staff etc etc. The government knows this will lead to further rounds of strikes, protests etc.

Frankly, it is questionable whether there is any equity in them at all...."

Þetta er áhugaverði punktur, kannski réttur - ég ef engan möguleika til að baktékka þetta - en mér myndi ekki koma á óvart, að ef a.m.k. etthvað er til í þessu.

  • Önnur ábending, er að ólíklegt sé að eignirnar muni reynast nærri því þetta mikils virði, ef þær eru seldar -
  1. Í verstu kreppu í Grikklandi síðan eftir 1950.
  2. Seldar með svo miklu hraði.
  • En, "firesale" getur auðveldlega valdið því að einungis hálfvirði fáist fyrir eignir, jafnvel minna.
  • Ekki má gleyma, að kreppan hefur minnkað mjög mikið tiltrú á Grikklandi, og peningar eru frekar að flýja þaðan en hitt, svo það getur verið nokkur vandi að skapa nægann áhuga hjá fjárfestum, sérstaklega ef reynt verður að auka stórfellt það magn eigna sem boðið verði til sölu.
  • Ég er því þess næsta fullviss, að ekki fáist nándar nærri upp í skuldir Grikklands í reynd, í gegnum eignasölu.
  • Ég held einnig, að Jager alvarlega vanmeti, hversu brjálaður grískur almenningur yrði, ef slík aðgerð yrði framkv. af útlendum aðilum og tala ekki um ef eignirnar væru að fara langt undir matsverði - en ég bendi á að kringum 2000 neyddist forseti Argentínu, að flýja á þyrlu frá forsetahöllinni. Ég held að Grikkir séu fullt eins blóðheitir og Argentínumenn.


Niðurstaða

Mér sýnist að stofnanir ESB séu að nálgast sátt um bráðabyrgðalausn á vandamáli Grikklands, þ.s. lán verður veitt að upphæð 60ma.€ ofan á fyrra 110ma.€ lán. 

Í reynd er þetta ekki lausn, heldur að íta vandanum áfram.

Grikkland muni samþykkja frekari niðurskurðaraðgerðir.

Leitast verði við að triggja að mjög umtalsverð sala eigna gríska ríkisins fari fram, til að lækka skuldastöðuna, svo aðildarríkin á endanum muni tapa minna fé - loks þegar að því kemur að það þarf raunverulega að skera niður skuldir Grikklands.

-----------------------

Ekki er þó unnt að slá því föstu að þetta verði. En Merkel getur lent í vanda á Sambandsþinginu, sérstaklega ef skora þyki upp á trúverðugleika þátta eins og eigna-sölu-plansins eða að ekki þyki nægilega tryggt að Grikkir muni raunverulega framkvæma nægan niðurskurð.

En, Grikkir eru sannarlega vísir til að lofa öllu fögru, til að fá peninginn, en síðan verði lítið úr efndum.

Augljóslega mun traust markaða á Grikkandi hrapa enn meir.

 

Kv.


Af hverju varar aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópu Juergen Stark við því, að ef skuldbreitt er fyrir Grikkland geti það leitt til gjaldþrots Seðlabankans?

Ástæðan er sú, að Seðlabanki Evrópu hefur orðið samtímis ein allsherjar þvottavél fyrir lélega pappíra frá Evrópska bankakerfinu, og reddari ríkja í vanda - þegar allt um þrítur; þetta bætist ofan á hans vanalegu skildu að vera reddari banka þegar allt um þrítur.

Graphic: ECB Financial Guarantees

Ein alræmdasta ákvörðunin, sennilega er ákvörðun sem tekin var 2010, að heimila bönkum í Grikklandi, Írlandi og Portúgal; að nýta áfram skuldabréf ríkja sinna sem baktryggingu vegna lána frá Seðlabanka Evrópu. En það var brot á lögum um ECB.

Þannig hefur ECB eignast mikið magn af ríkisskuldabréfum ríkjanna í vanda. En lögum um ECB skv. er honum bannað að taka við pappírum sem standast ekki tiltekna gæðavottun.

En, að auki hefur ECB í gegnum seðlabanka hinna ímsu aðildarríkja tekið á sig, ógnar upphæðir af afleiðum, frá bönkum sem þurftu neyðarlán.

Sjáið hvað afleiður á reikningi Seðlabanka Evrópu hafa aukist mikið frá 2008! Ath - rauða svæðið!

ECB's Balance Sheet Contains Massive Risks

Samkvæmt því sem fram kemur í greininni, þá voru afleiður í efnahagsreikningi ECB:

  •  480ma.€ við upphaf þessa árs.
  • 2010 varð aukning um litlar 292ma.€.
  • Heildarmagn afleiða á Evrusvæðinu og Bretlandi eru á þessu ári litlar 1.800ma.€.

Graphic: Liabilities in the ECB System

Til hægri má sjá skiptingu eigna á reikningi ECB, sem honum hefur áskotnast í gegnum starfsemi starfandi útibúa hans í Grikklandi, Írlandi, Portúgal og á Spáni.

  • Þetta eru dágóð upphæð allt í allt:  343,1ma.€.

Væntanlega inniber þessi upphæð, einnig ríkisskuldabréf sem bankar starfandi í þeim ríkjum, hafa afhent ECB sem mótvægi við skammtímalán frá ECB, svo þeirra starfsemi leggist ekki af.

Sem sagt ekki afleiður nema að hluta!

 

Eurozone: Frankfurt’s dilemma :

"The bank also owns about €45bn of Greek government bonds, acquired during the past year as part of efforts to calm financial market tensions." - "It also has on its books perhaps €150bn in other financial assets put up as collateral by Greek banks, much of which is backed by Athens."

  • "Although accounting together for only about 5 per cent of eurozone gross domestic product, Greek, Irish and Portuguese banks today take about €242bn of ECB liquidity – 55 per cent of that provided to the eurozone financial system. "
  • "The ECB stipulation that it provide liquidity only to solvent banks against adequate collateral has been pushed to the limit."
  • "JPMorganChase calculates that, with €81bn in capital and reserves, eurozone central banks could withstand even a 50 per cent “haircut”, or discount, on Greek bonds."
  • "But if write­downs on Portuguese and Irish bonds followed, eurozone governments might be forced to provide billions of euros to rebuild the ECB’s balance sheet."

"According to one view, the ECB has been caught by the consequences of actions it took a year ago. “They are basically trapped. They are now like many people in the banking system in calling out for no debt repudiation because they are so exposed,” says Charles Wyplosz of the Graduate Institute in Geneva."

  • "The ECB fears an orderly restructuring would be hard, if not impossible, to pull off – and would risk triggering a bigger, far more damaging Greek default."
  • "If Greece does head towards restructuring, the ECB’s only hope will be that its cataclysmic warnings were wrong."

Í þessari grein Wall Street Journal, byggð á upplýsingum frá Moody’s er útlistað hvað Moody’s telur að muni gerast, ef skuldir Grikklands eru endurskipulagðar eða að ef Grikkland fer í greiðsluþrot:
Greece: What Would Happen If it Defaulted?

  • Stóra spurningin sem enginn getur svarað fyrir víst, er hve stórt heildarhöggið yrði - en það fer eftir hversu mikið víðar vandinn myndi dreifast, umfram Grikkland!
  • En vesenið, er hve skuldir Grikklands og grískra banka eru dreifðar víða um bankakerfi Evrusvæðis, svo höggið kemur einnig fram - að mis miklu leiti - hjá hinum aðildarríkjunum.
  • Það sem gerir það þó sérdeilis varasamt, er að margir bankar í Evrópu eru enn í viðkvæmri stöðu fjárhagslega, eftir tjónið sem þeir urðu fyrir er kreppan skall á 2008.
  • ECB gæti því orðið fyrir umtalsverðu tjóni, umfram beint tjón af verðfalli bréfa og skuldabréfa, sem honum hefur áskotnast frá Grikklandi. Það setur spurningamerki við það, á hvaða punkti hann hugsanlega verður tæknilega gjaldþrota.
  • Þá mun annað af tvennu þurfa endurfjármögnun frá aðildarríkjunum, eins og Seðlabanki Íslands þurfti haustið 2008 frá ríkisstj. Ísl. skv. aldræmdu láni, eða heimild frá aðildarríkjunum til að prenta sig út úr þeim vanda. Báðar leiðir hafa galla, en valið er milli verðbólgu og einhvers gengisfalls Evru eða að ríkin skipti á milli sín að dæla peningum í ECB, sem þau munu verða treg til.

 

Eitthvað nýtt í stöðunni?

Deilan um það hvað á að gera við Grikkland, er enn óleyst - eins og hún var í sl. viku. En, 2. hugmyndir hafa þó komið fram. Hugmynd ríkisstjórnar Finnlands eða fjármálaráðherra Hollands, Jan Kees de Jager.

  • Mér líst mun betur á hugmynd finnskra stjórnvalda, en hugmynd hollenskra stjv.

EU leaders call for agency to monitor Greek sell-off - - Greek assets could go to ‘fund of experts’

Þeir bjartsýnustu telja að seljanlegar eignir í eigu grískra stjv. séu það miklar að verðmæti, að dugi nokkurn veginn fyrir öllum skuldum gríska ríkisins - þ.e. virði á bilinu 250-300ma.€, svo unnt sé að selja mikið meir en einungis 50ma.€ af eignum.

  1. Vandinn sé einfaldlega andstaða og óskilvirkni innan gríska stjórnkerfisins, auk skorts á pólitískum vilja hjá grískum stjv. til að taka óvinsælar ákvarðanir.
  2. Lausnin sé því að fela utanaðkomandi hópi sérfræðinga, að selja þær eignir - sérfræðingm skipuðum af öðrum aðildarríkjum Evru.
  • Augljósa ábendingin er að þetta er líklegt að valda miklum innanlansátökum í Grikklandi - en herra Jager hefur ekki mikla samúð með slíkum áhyggjum, sbr:

Jan Kees de Jager - “Right now, we’re beyond sensitivities. Our common predicament is simply too serious,” he said.

  • Önnur ábending, er að ólíklegt sé að eignirnar muni reynast nærri því þetta mikils virði, ef þær eru seldar A)Í verstu kreppu í Grikklandi síðan eftir 1950, og, B)Seldar með svo miklu hraði.
  • En, "firesale" getur auðveldlega valdið því að einungis hálfvirði fáist fyrir eignir, jafnvel minna.
  • Ég held einnig, að Jager alvarlega vanmeti, hversu brjálaður grískur almenningur yrði, ef slíkri aðgerð yrði framkv. af útlendum aðilum og tala ekki um ef eignirnar væru að fara langt undir matsverði - en ég bendi á að kringum 2000 neyddist forseti Argentínu, að flýja á þyrlu frá forsetahöllinni. Ég held að Grikkir séu fullt eins blóðheitir og Argentínumenn.

Þess vegna líst mér mun betur á tillögur finnskra stjórnvalda, en sú er sára einföld:

"Finland is pushing for Greece to place state assets into a single government-owned company that could then be used as collateral for another round of EU loans – an approach that could prove more palatable for Athens."

  • Eignir grískra stjv. eru sameinaðar í eignarhalds-stofnun eða félagi, í eigu grískra stjv. - lagðar að veði á móti nýju-láni.
  • Ekki gripið til brunaútsölu!

"On Monday the Greek government pledged to accelerate its long-delayed plans to auction off €50bn in state-owned assets over the next five years." - "Under the fast track process Greece will commit to finding an immediate buyer for its 34pc stake in Hellenic Postbank...It will also bring forward the sale of its 34pc stake in highly profitable gambling monopoly OPAP along with infrastructure divestments." - "This includes bringing forward by a year the sale of the state’s 74pc stakes in Piraeus and Thessaloniki port authorities and the Thessaloniki Water Supply & Sewerage Co."

  • Spurningin er hversu hratt er unnt að selja eignir - án þess að stórfellt verðhrun verði í sölu!
  • Ég held að ólíklegt sé að raunverulega sé unnt, að selja nálægt því nægilegt af eignum, til að útrýma grískum skuldum, eins og þeir bjartsýnustu vilja meina.
  • En, kannski er lokatilraunin til að komast hjá greiðsluþroti Grikklands, að fara leið þá sem finnsk. stjv. leggja til, að leggja eignir í púkk - og selja þær smám saman á lengri tíma.
  • En, þá þarf mjög líklega einnig lækkun vaxta og frestun greiðsludaga.
  • Seinna atriðið kemur alls ekki til greina, frá sjónarhóli ECB.


Niðurstaða

Stjórn Seðlabanka Evrópu kvá í dag standa saman sem einn maður, gegn öllum hugmyndum um að endurskipuleggja skuldir Grikklands, til lækkunar. Þeir vilja meina að þá sé verið að opna Pandóru box, og engin leið sé að vita, hve endanlegur kostnaður af slíkri aðgerð yrði.

Til að hindra samþykkt slíkra hugmynda, hefur ESB sagst munu stöðva neyðarlán til grískra banka, ef slíkar hugmyndir verða ofan-á hjá Ráðherraráðinu.

Þarna hefur deilan staðið cirka síðan miðri síðustu viku - þ.e. meirihluti ríkisstj. Evrusvæðis virðist telja skuldalækkun eða endurskipulagningu einu færu leiðina, og talað er um að ECB sé að einangrast í sinni afstöðu.

Ég reiknaði með því á föstud. var, að Ráðherraráðið myndi lúffa fyrir eindreginni afstöðu ECB, en í dag þriðjudag hefur það enn ekki gerst. Deilan virðist í hnút milli þeirra meginstofnana.

Menn eru þó að leita að lausnum eins og fram kemur að ofan. Að Ráðherraráðið skuli ekki hafa gefið eftir, sýnir hve varfærnar ríkisstj. aðildarríkjanna eru orðnar, gagnvart vaxandi andstöðu almennings í eigin ríkjum, gegn frekari lánum til Grikkja. 

Að auki bætist við, að flestir trúa ekki lengur að Grikkland geti endurgreitt núverandi skuldir, þannig að viðbótarlán væri að brenna fé. En, þ.e. eina lausnin sem ECB sættir sig við. 

Ef hann hættir að veita grískum bönkum neyðarlán - þá hrynja þeir, Grikkland þá þarf að taka þá alla yfir en yrði jafnharðan að setja höft á fjármagnshreyfingar, og mjög líklega þíddi það að þeir yrði að skipta innistæðum í nýjar Drögmur. Þetta þíddi einnig tafarlaust greiðslufall gríska ríkisins.

Skríbentar líkja þessu við "nuclear option" þ.e. að hóta því að leggja allt í rúst.

Deildar meiningar eru um hvort stjórn ECB sé alvara með þetta!

---------------------

Eina sem við getum gert er að halda áfram að fylgjast með fréttum af Evrukrýsunni.

 

Kv.


Skuldatrygginga-álag Íslands í 210 punktum, álag Spánar 277 punktar! Meðaltal Evrusvæðis 216 punktar!

Ég var að skoða gögn á netinu, um stöðu skuldatryggingaálags nokkurra ríkja - Íslands þar með talið. Komst að eftirfarandi, sjá miðla:

Icelandic Market Daily, 19-05-2011

Euro-zone Sovereign Default Insurance Costs Rise, 23-05-2011

Bloomberg, 23-05-2011: Corporate Bond Risk Rises in Europe, Credit-Default Swaps Show

......................................CDS

  1. Grikkland............1.377
  2. Írland....................661
  3. Portúgal.................661
  4. Spánn....................277
  5. Ísland....................210
  6. Ítalía......................177
  7. Belgía.....................161
  8. Eurozone................216

 

Það er klárt af stöðu hinna landanna þann 19/5 sem fram kemur ef frétt Icelandic Market Daily er lesin, að nú um helgina hefur orðið allnokkur hækkun í Evrópu, en hún kemur í kjölfar þess að óöryggi hefur nú aftur skapast vegna Grikklands á nýjan leik og sá óróleiki smitar út frá sér innan samhengis Evrusvæðis, síðan grunar marga að kosningaúrslit helgarinnar hafi haft áhrif á mikla hækkun fyrir Spán þ.e. frá 242 punktum.

  • Það er ekki endilega öruggt að sú hækkun standist lengur en nokkra daga.
  • En, samt miðað við stöðuna fyrir viku, er Ísland komið vel niður fyrir Spán.
  • Einnig komið niður fyrir meðaltal Evrusvæðis.

 

Niðurstaða

Ekkert, alls ekkert, bólar á þeim slæmu hlutum sem áttu að gerast, ef íslendingar segðu "Nei" við Icesave. 

Mig grunar þess, að Ísland njóti þess einfalda hlutar, að hér er afgangur af utanríkisverlun. Ekki mikill sbr. niðurstöðu Seðlabanka að nettó afgangur þ.e. þegar tillit er tekið til vaxtagjalda, hafi einungis verið 1,7% af landsframleiðslu 2010. Þetta er samt mikið betra, en að vera með viðskiptahalla í kreppu, eins og Grikkland - Portúgal og Spánn búa enn við.

En að vera enn að safna skuldum með þessum hætti, auðvitað minnkar tiltrú sérstaklega þegar hagvaxtarforendur eru lélegar eins og í núverandi kreppuástandi.

Afgangurinn þó lítill sé, samt auki tiltrú á landinu, auki tiltrú fjárfesta á því að landið geti siglt út úr skuldakreppunni. Þess vegna þróist CDS Íslands með mun hagstæðari hætti en CDS Grikklands og Portúgals, og meira að segja með hagstæðari hætti en í tilviki Spánar.

Eins og sést af samanburðinum að ofan, virðist gjaldmiðillinn ekki vera meginatriði í þessu samhengi.

Ég fæ ekki séð, að okkar CDS væri lægra eða raunhæft væri að það væri umtalsvert hagstæðara miðað við núverandi tekjuástand vs. skuldastöðu, svo vart er unnt að sjá að krónan sé að lækka okkar CDS.

Gjaldmiðillinn sé því "neutral" skv. áliti markaða.

Þeir séu að skoða þetta út-frá tekjum vs. skuldum, engu öðru.

 

Kv.


ESB aðild getur verið dálítið tvíbent fyrir Ísland!

Þetta sníst um stöðu okkar á norðurslóðum, og samskipti okkar við mikilvæg ríki eins og Rússland og Kína, sem sýna norðurslóðum vaxandi áhuga. En Össur telur að ESB aðild sé ekki vandamál, að við getum mjög vel treyst starfsmönnum Framkvæmdastjórnar ESB, til að halda utan um hagsmuni Íslands, þegar kemur að samskiptum við þessi mikilvægu ríki um hagsmuni okkar á norðurslóðum.

  • Best, til að halla ekki réttu máli, þá eru samningar um auðlindir aðrar en fisk ekki á könnu Framkvæmdastjórnarinnar, svo við sjáum áfram um samninga við 3. ríki t.d. um hugsanlega olíuleit og einnig sem dæmi, ef Norðmenn leita olíu við Jan Mayen, vilja leita á þeim hluta neðansjávar hriggjarins er nær inn í íslenska lögsögu.
  • En, á hinn bóginn, sér Framkvæmdastjórnin um alla viðskiptasamninga við lönd utan sambandsins fyrir hönd aðildarríkja, þetta hafa ESB sinnar vilja meina að sé styrkur fyrir okkur eða kostur, að njóta þ.s. þeir vilja meina, gildandi samninga sem ESB hefur við 3. ríki og að auki, afls ESB í samningsgerð við 3. ríki.
  • Á hinn bóginn, eru hlutir ekki alveg þetta einfaldir, því til að skilja hvað býr undir, þarf að íhuga hverjir undirliggjandi hagsmunir aðila eru, því þjóðir og ríkjasambönd eru ekki undanskilin, fylgja alltaf í ákvörðunum sínum, þeim hagsmunum sem þau ríkin eða meirihluti ríkjasambands hafa. 

Össur staðfesti í Silfrinu í dag sunnudag 22/05

  • að kínverskur ráðherra sá er hingað kom fyrir tveim árum hefði ekki viljað ræða um neitt annað, en um hugsanlega siglingu risaskipa hingað, og því hugsanlega risafjárfestingu kínv. aðila hér þeim siglingum til undirbúnings,
  • og að auki að háttsettur aðili frá Singapore þ.s. kínv. hafa mikil áhrif, hefði einnig rætt þessi mál.
  • Og að auki kom fram, að uppi væru viðræður í Utanríkisráðuneytinu við embættismenn í Alaska um að hafa samvinnu um uppsetningu umskipunarhafna þar og hér.
  • Svo þ.e. klárlega hreyfing á því dæmi.
  • Síðan talaði hann um það, að hér þyrfti að biggja upp alþjóðlega björgunarmiðstöð, og hefði hann rætt það við utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna allrar þeirrar umferðar olíuskipa sem líklega verður hér, þegar vinnsla fer af stað við Grænland.
  • Hann benti réttilega á, að ef olíuvinnsla fer af stað v. A-Grænland, þá sé langhagvæmast að byggja upp hér þjónustu- og birgðaaðstöðu.

Ég er ekki sammála Össuri um að, aðild að ESB sé í engu áhættuatriði, þegar kemur að samstarfi við þjóðir á heimsskautssvæðinu. Sannarlega er rétt að samningar um auðlindamál önnur en fiskveiðar, koma Brussel ekki við - a.m.k. ekki með beinum hætti.

En, allir viðskiptasamningar við ríki utan ESB - eins og ég sagði áðan - þurfa að ganga í gegnum Brussel - og þá stýrir Brussel viðræðum skv. auðvitað hagsmunum Brussel.

En, ef við sjáum sjálfir um þær viðræður, þá getum við betur gætt okkar hagsmuna í slíkum samningum, þ.e. ekki er hætta á því að okkar hagsmunir lendi í öðru sæti eftir hagsmunum heildarinnar innan ESB, sem ekki þarf endilega að vera að séu þeir sömu og okkar.

 

--------------------------------------------Mikilvægi Rússa fyrir ESB

"In 2007, 38.7% of the European Union's natural gas total imports and 24.3% of consumed natural gas originated from Russia.[1][3] Russian natural gas is delivered to Europe through 12 pipelines, of which three pipelines are direct pipelines (to Finland, Estonia and Latvia), four through Belarus (to Lithuania and Poland) and five through Ukraine (to Slovakia, Romania, Hungary and Poland).[3]"

"The largest importers of Russian gas in the European Union are Germany and Italy, accounting together for almost half of the EU gas imports from Russia. Other larger Russian gas importers (over 5 billion cubic meter per year) in the European Union are France, Hungary, Czech Republic, Poland, Austria and Slovakia.[4][5] The largest non-EU importers of Russian natural gas are Ukraine, Turkey and Belarus.[4]"

20081117_02_dependence

"According to the European Commission, the share of Russian natural gas in the member states' domestic gas consumption in 2007 was the following[3]:"

  •  Estonia 100%
  •  Finland 100%
  •  Latvia 100%
  •  Lithuania 100%
  •  Slovakia 98%
  •  Bulgaria 92%
  •  Czech Republic 77.6%
  •  Greece 76%
  •  Hungary 60%
  •  Slovenia 52%
  •  Austria 49%
  •  Poland 48.15%
  •  Germany 36%
  •  Italy 27%
  •  Romania 27%
  •  France 14%
  •  Belgium 5%

 

--------------------------------------------Mikilvægi Rússa fyrir ESB 

 

ESB sem heild, hefur mikla hagsmuni af góðum samskiptum við Rússland en einnig við Kína!

Ég er einmitt að velta þessu fyrir mér, þ.e. hvernig þetta myndi koma út fyrir okkur, þegar við eigum samskipti við þessi ríki, en erum orðin aðilar að ESB.

Eins og kemur fram, þá selja Rússar Evrópu mikið af gasi sem Evrópa alls ekki getur verið án, sérstaklega bendi ég á að lykilríki ESB Þýskaland er mjög háð rússnesku gasi, þó þeir fái einnig gas víðar að, þá geta þjóðverjar samt ekki kúplað út það gas sem þeir fá frá Rússum. 

Þó sannarlega hafi hlutfall af gasi sem ESB kaupir frá Rússum minnkað, vegna aukningar á kaupum t.d. frá Noregi, þá þíðir núverandi ástand samt að hagsmunir Rússa hafa meiri vikt en okkar hagsmunir. Það ætti öllum að vera alveg algerlega klárt.

Þannig, að ef við værum inni í ESB, þá myndi ESB þ.e. Brussel ekki hugsa sig um 2-svar, þegar það metur hvort okkar hagsmunir eða Rússa hafi meiri vikt, í deilu um hagsmuni á Norðurslóðum.

Ég bendi á, að Össur nefndi fiskveiðar þ.e. að á norðurslóðum séu fiskistofnar sem við viljum sennilega nýta eins og aðrir, og að sjálfsögðu einnig um viðskiptatengsl. Undanskil olíumál sem koma Brussel ekki við.

Ég lít svo á að ESB hafi hagsmuni af því að gefa okkar hagsmuni eftir, ef kemur upp árekstur við Rússa, því hagmunir Evrópu í orkumálum á heimaslóðum séu það yfirgnæfandi sbr. okkar hagsmuni.

En, þ.e. einnig ástæða til að íhuga stöðu okkar, í tengslum við samskipti við Kínverja, nú á sviði verslunar og viðskipta. En, eins og fram kom, þá getur verið eftir miklu að slægjast fyrir okkur, vegna áhuga Kínverja á því að setja hér upp verslunarhafnir - gera viðskiptasamninga við okkur, sem viðkoma stöðu kínv. aðila hér, fjárfestingum þeirra hér o.s.frv.

Aftur, hefur Evrópa mikilla hagsmuna að gæta, en Þýsk og Frönsk fyrirtæki hafa verið að efla starfsemi sína í Kína, og staðreyndin er sú að innan Kína þarf heimild stjórnvalda fyrir öllum hlutum sem koma að fjárfestingum fyrirtækja innan Kína, þ.e. ef fyrirtæki þitt vill kaupa kínv. aðila þarf heimild frá kínv. embættismönnum.

Það er ekki flóknara, að ef ekki væri fyrir vöxt markaðar í Kína, væri enginn hagövxtur í Evrópu akkúrat núna. En sá byggist algerlega á útflutningi þ.e. auknum útflutningi og megnið þeirrar aukningar hefur verið til Kína allra síðustu misserin, vegna þess að markaðurinn í Bandaríkjunum hefur verið í lægð síðan kreppan skall á þar, og enn hefur sá markaður ekki tekið við sér að ráði.

Svo, Kína hefur mjög sterkt hald á ESB, í gegnum það tangarhald sem Kínastj. hefur á hagvexti í Evrópu, sérstaklega í tveim mikilvægustu ríkjunum þ.e. Frakklandi og Þýskalandi.

Svo, aftur sýnist mér klárt - að hagsmunir okkar geta lent undir, ef Kína vill eitthvað en það eitthvað er ekki í samræmi við okkar hagsmuni; þá geti þeir hótað að einhver viðskiptasamningur eða einhver yfirtaka, fari ekki fram - milljarðar Evra í viðskiptum tapist, þannig fengið sitt fram og við setið eftir með sárt ennið, með óhagstæðari útkomu en ef við sjálf hefðum séð um samninga.

 

Niðurstaða

Það skrítna er, að einmitt vegna þess, að við eigum ekki mikla hagsmuni innan Kína eins og Frakkland og Þýskaland, og vegna þess að við erum ekki háð gasi frá Rússlandi; þá höfum við meira svigrúm til athafna gegn Kína og Rússlandi, en ESB.

Jafnvel þó ESB sé mikið stærra, hafa Rússar og Kínv. visst tangarhald á Evrópu, sem hvorugur hefur á okkur. Þess vegna eru líkur til þess, að utan ESB sé líklegra að okkur gangi betur, að eiga við Kínverja og Rússa.

Ég bendi að auki, að varnarsamningurinn er enn í gildi við Bandaríkin, svo þ.e. ekki nein hætta á því að við yrðum beitt einhverjum alvarlegum hótunum. Og þ.s. við erum ekki sérlega háð þeim löndum í viðskiptum ennþá er ekkert enn sem komið er, í húfi fyrir okkur að vera stíf og ákveðin í samningum.

Ég lít því á að í þessum skilningi væri ESB aðild varasöm fyrir okkur.

Kv.


Evra 3. árum eftir aðild - "Össur Skarphéðinsson". Aðild eftir 2-3. ár, sem sagt Evra eftir 5-6 ár. Raunhæft?

Össur var í Silfrinu í bjartsýnni kantinum sannarlega. En, hann er bjartsýnn um að samningar klárist á næsta ári þ.e. 2012. Síðan tekur staðfestingarferli samnings ESB aðildarríki á bilinu 1-2 ár. Þannig, að miðað við bjartsýnar forsendur Össurar, væri aðild í höfn eftir 2-3 ár, svo miðað við að hann spáir Evru hugsanlega 3. árum frá aðild. Þá, er hann að segja, að Ísland sé tilbúið undir Evru eftir 3-4 ár.

En til þess að unnt sé að taka upp Evru eftir 5-6 ár, þarf að vera búið að uppfilla öll skilyrði "Convergence Criteria" eftir - úps - 3-4 ár.

En lokaprófið er að halda gjaldmiðli föstum þ.e. án nokkurra hreyfinga á gengi, í 2. ár samfellt. Til þess að geta þreitt það lokapróf, verða öll önnur skilyrði að vera í höfn, áður en prófið hefst.

Svo Össur er að tala um, að vera tilbúin undir Evruna eftir 3-4 ár!

-------------------------------Convergence Criteria

"1. Inflation rates: No more than 1.5 percentage points higher than the average of the three best performing member states of the EU.

2. Government finance:

Annual government deficit:
The ratio of the annual government deficit to gross domestic product (GDP) must not exceed 3% at the end of the preceding fiscal year. If not, it is at least required to reach a level close to 3%. Only exceptional and temporary excesses would be granted for exceptional cases.
Government debt:
The ratio of gross government debt to GDP must not exceed 60% at the end of the preceding fiscal year. Even if the target cannot be achieved due to the specific conditions, the ratio must have sufficiently diminished and must be approaching the reference value at a satisfactory pace.

3. Exchange rate: Applicant countries should have joined the exchange-rate mechanism (ERM II) under the European Monetary System (EMS) for two consecutive years and should not have devalued its currency during the period.

4. Long-term interest rates: The nominal long-term interest rate must not be more than 2 percentage points higher than in the three lowest inflation member states."

-------------------------------Convergence Criteria

  • Þá þarf klárlega að auka til muna hraðann á afléttingu gjaldeyrishafta, sem Seðlabankinn er nú búinn að fá heimild til að framhalda um 5. ár.
  • En, klárt er að ef á að vera búið að ná algeru jafnvægi á okkar peningakerfi, á 3-4 árum; þá þarf að hefjast handa af miklum krafti ekki seinna en á þessu ári.
  • Stjórnarandstaðan hefur verið að segja, höftin af sem fyrst.
  • Miðað við orð Össurar, þarf ríkisstjórnin að taka þeirri kröfu stjórnarandstöðunnar sem áskorun, um að bretta upp ermar og afnema höftin - helst þegar á þessu ári.
  • En ljóst er að nokkur boðaföll munu verða á okkar peningakerfi, þegar losað er um stíflur sbr. hundruð milljarða útistandandi af krónubréfum sem þarf að losa um, hundruð milljarða af aflandskrónum sem einnig þarf að losa um, og ekki síst peningar innan okkar fjármálakerfis sem líklega vilja út.
  • Ekki fyrr en þessum boðaföllum er lokið, er hægt að hefjast handa um að ná því jafnvægi sem þarf að ríkja, ef á að vera unnt að þreita lokaprófið.
  • Miðað við orð Össurar er mjög lítill tími til stefnu - en ég bendi á að nú fyrst um 3. árum eftir hrun er verðbólgan að mestu farin sem varð til vegna gengisfallsins, og þ.s. útstreymi mun kalla á umtalsvert gengisfall miðað við þörf á að beita sem hraðvirkustu útleið úr núverandi ástandi, þá er ekki óvarlegt að ætla að það taki a.m.k. svipað langann tíma að ná aftur niður verðbólgu, sem nýtt hrun vegna afnáms hafta mun framkalla.
  • Tíminn sem Össur setur er því mjög naumur - virkilega mjög svo. Og nú er ég ekki farinn að nefna skuldastöðu ríkissjóðs, sem verður að vera komin a.m.k. niður fyrir 70% sbr. kröfuna um 60% hámark, en orðalag gefur vissann afslátt ef skuldastaða er að leita hratt í rétta átt. Sú skuldastaða er nú rétt innan við 100% af þjóðarframleiðslu, og enn er halli á ríkissjóð þetta ár, svo reiknað er með að skuldir ríkissjóðs verði enn hærri 2012 þ.e. eitthvað rúml. 100%.
  • Þá þarf að ná miðað við næsta ár, skuldastöðu upp á rúml. 100% niður fyrir 70% á 2-3 árum.

 

Niðurstaða

Er að setja orð Össurar í smávegis vitrænt samhengi :)

Tek fram, að ég hef engar væntingar um það, að ríkisstjórnin komist nokkurs staðar nærri þessu markmiði, og lít á 10 ár þ.e. 7-8 árum eftir aðild, sem bjartsýnt markmið. En hugsanlega mögulegt.

Síðan vil ég benda á orð föðurs Evrunnar, Robert Mundell - en hann kom fram með þá ráðleggingu að taka einhliða upp dollar, sjá: Robert Mundell, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, oft kallaður faðir Evrunnar - ráðleggur Íslendingum að tengja gengi krónunnar við gengi bandar. dollars!

Ég ætla ekki að tjá mig neitt sérstaklega um hans ráðleggingu, bendi einfaldlega um á mína umfjöllun með beinni tilvitnun í Mundell, en þær ástæður sem Mundell nefnir fyrir dollar frekar en evru koma þar fram.

En þ.e. samt ekkert hrist úr erminni, vegna þess að við yrðum þá að kaupa þá dollara sjálf. En mín skoðun er, að við eigum a.m.k. næstu 10. árin að miða við að búa við krónu. Upptaka annars gjaldmiðils sé lengri tíma markmið, ef þ.e. okkar niðurstaða að það sé rétta leiðin.

 

Kv.

 


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband