Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Klofningur ESB á næsta leiti? Lifir evran?

Stærsta fréttin í dag er eiginlega glæný krýsa sem búin var til í gær-nótt, þegar Bretar beittu neitunarvaldi gegn breytingu á sáttmála ESB; en þ.e. krýsa Evrópusambandsins sjálfs. En eins og vel hefur komið fram í öllum helstu fjölmiðlum heimsins, undirrituðu ríkin 17 á evrusvæðinu öll nýjann sáttmála nefndur Stöðugleikasáttmáli, skv. forskrift Þjóðverja og Frakka, ásamt því að 9 ríki til viðbótar sem ekki eru aðilar að Evru undirrituðu þennann nýja sáttmála með fyrirvara um samþykki eigin þinga. Eðlilegt það.

Samþykkt fundarins um hinn nýja sáttmála: Hér!

 

Klofnar ESB eða hættir að vera til?

Það er nefnilega mjög afdrifarík ákvörðun sem var tekin sl. nótt, þegar í reynd nýtt samband utan um evruna var búið til - má segja að evrunni hafi verið rænt af Evrópusambandinu, þannig séð.

Það er langt í frá öruggt að allar þjóðirnar 9 fyrir utan Evruna, í reynd þegar á reynir kjósi að ganga inn í þetta nýja samband - en mjög líklega renna tvær grímur á marga heima fyrir, þegar umræðan um raunverulegt innihald samkomulagsins fer af stað fyrir alvöru - en þegar eru fram komnar efasemdir frá Finnlandi:

Jutta Urpilainen - fjármálaráðherra Finna: "As we are strongly committed to unanimous decision making, in practice that means we have two options. Either we keep to the original agreement that decisions are taken unanimously on the permanent mechanism, or Finland doesn’t participate in the permanent mechanism."

 

Það sem Finnar fetta fingur út í, er að nýi sáttmálinn gerir ráð fyrir að allar ákvarðanir séu teknar með "qualified majority voting" - þ.s. meirihluti skv. atkvæðavægisreglu mun ráða niðurstöðu, svo ekki verður boðið upp á að einstök lönd hafi neitunarvald.

Skv. þeirri reglu mun Þýskaland í reynd ráða öllu innan grúppunnar þ.s. Bretar verða ekki með, þ.s. Þjóðverjar halda Ítalíu uppi með naflastreng sem þeir geta rofið hvenær sem er, þ.s. Frakkar verða einnig gjaldþrota ef Ítalía það verður svo tak þjóðv. á Ítölum yfirfærist einnig yfir á Frakka. Sama á einnig v. Spánv. að þ.s. bankar á Spáni þurfa margir neyðarlán, og fjármagn fyrir slíka hluti kemur megni til frá Þýskal. þá í reynd er sjálfst. Spánar þessa stundina einnig verulega takmarkað.

Sjálfsagt hefur það meginsjónarmið á fundinum ráðið því að fulltrúar landanna 9 ákváðu að undirrita með fyrirvara, óttinn um að missa áhrif innan ESB - en klárt er að evruhópurinn undir þýskri stjórn mun ráða öllu sem máli skiptir innan ESB, með algeran meirihl. atkvæða.

Hugmyndin að þau lönd hafi meiri áhrif sem meðlimir hópsins en fyrir utan - en þetta þarf allt að vega og meta, ekki síst í ljósi atkvæðareglunnar - sem í reynd sýnist mér gefur Þjóðverjum hvort sem er, nær öll völd innan hins nýja sambands.

Svo þurfa löndin sem fyrir utan eru, að íhuga hvort þau vilji raunverulega undirgangast það stífa prógramm sem Þjóðverjar eru að þrísta niður kokið á aðildarlöndum evru hvort sem þau vilja eða ekki, en nýju reglurnar eru til muna strangari en gamli jafnvægissáttmálinn um evruna var.

---------------------------------

ESB getur flosnað upp eða orðið meiningarlaust: 

Mjög mikil lagaleg óvissa varð til með gerningi næturinnar, því hinar nýjur reglur eru ekki hluti af lögum né reynslu ESB, því ekki í reynd löglegt fyrir stofnanir ESB að framfylgja þeim - þ.e. Framkv.stj. - þingið og dómstóllinn.

Sjá: EU Treaty: new EU plan 'abuses power', say lawyers

 

Einfaldasta lausnin væri að hið nýja samband stofni nýjar stofnanir með sömu hlutverk og sambærilegar stofnanir innan ESB, starfsm. flytjast þá milli stofnana - gömlu stofnanir ESB smám saman verða áhrifalausar og eyðast.

Þó svo að sáttmálinn viðurkenni valdsvið Evrópudómstólsins í tilteknum skilgreindum tilvikum, þá er klárt ekki ljóst á þessari stundu að dómstóllinn geti beitt sér.

Þingsins er hvergi getið í samþykktinni, og virðist ekki hafa neinu hlutverki að gegna - áhugavert atriði það.

Það er þ.s. ég á við, þegar ég tala um tilvistarkreppu fyrir ESB sjálft - allt í einu, en þ.e. möguleiki að það komi í ljós að eina leiðin til að skapa trúverðugleika um stofnanalega eftirfylgni sé að stofna nýjar stofnanir sambærilegar stofnunum ESB - þannig taki þær stofnanir smám saman yfir og núverandi stofnanir ESB smám saman missi marga spóna úr sínum öskum.

Smám saman verði sjálft sambandið ESB - áhrifalaust. Í reynd klúbbur fyrir eftirlegukindurnar sem kusu að verða ekki með.

Þá er spurning hvort þær þjóðir þá hreinlega yfirgefi ekki ESB - þ.s. þær munu þá verða orðnar algerlega nær áhrifalausar um lagasetningu, alveg eins og á við um okkur innan EES.

Kannski fjölgar þá í EES - eða þ.e. samið um nýjann frýverslunarsamning milli þeirra þjóða og hins nýja sambands, hvað svo sem það verður fyrir rest kallað.

 

Var evrunni bjargað?

  • Það er langt í frá augljóst að svo sé - en ég bendi á að skv. óháðum hagfræðingum þarf a.m.k. 2.000ma.€ að tryggja í 3 ár samfellt Ítalíu + Spán, mið tilliti til annarrar óvissu.
  • Einnig hefur heyrst talan 1.000ma.€ - en þá er miðað við Ítalíu eingöngu en talið er að það kosti ríml. 900ma.€ að halda henni á floti í 3 ár án þess að gera ráð fyrir nokkrum viðbótar kostnaði, vegna annarra landa eða annarra þátta.
  • Ítalía þarf á næsta ári að selja skuldabréf fyrir andvirði rúml. 300ma.€ - þ.e. kostn. v. uppihald Ítalíu eingöngu út næsta ár, enn án þess að gera ráð fyrir nokkrum öðrum kostnaði.

Þetta er gott að hafa í huga - en skv. nýja samkomulaginu er aðeins boðið upp á eina nýja aðgerð nær tafarlaust - og því ber að skoða spurninguna eingöngu út frá henni:

  1. Varðandi ESFS eða neyðarsjóðinn, þá er einfaldlega vísað til þess að samkomulag um að skuldsetja hann, stækka hann með því að bjóða aðilum að fjárfesta í honum - skuli virkjað. En það samkomulag gerir ekki ráð fyrir neinu nýju fjárframlagi aðildarríkjanna sjálfra. Plan A, var að fá fjárframlög frá öðrum löndum en í sl. mánuði fengu aðildarlönd Evru neitun frá öllum löndum sem þau leituðu til. Plan B er að bjóða fjárfestum t.d. sjóðum að kaupa aðgang, þá er boðið í báðum tilvikum að þær 200ma.€ rúm sem raunverul. eru í sjóðnum verði nýttar til að tryggja fyrstu 20% af áhættu þeirra fjárfesta. En þessi hugmynd er einnig ákaflega "iffy" - ekki síst vegna þess að tortryggni ríkir nú veruleg gagnvart evrusvæði meðal fjárfesta. Ég velti fyrir mér af hverju einhver ætti að taka þessu tilboði. Þ.e. því mjög óljóst hvort nokkurt verulegt umframfé fæst umfram núverandi 200ma.€. Best að miða við að sjóðurinn sé með raunumfangið 200ma.€
  2. Nýja hugmyndin er að lána AGS 200ma.€ svo að AGS geti síðan lánað það fé til aðildarlanda Evru. Ekki veit ég hvaðan það fé á að koma, en Þjóðverjar hafa hingað til þverneitað að bæta 200ma.€ við neyðarsjóðinn - og ég velti fyrir mér af hverju þeir eru allt í einu til í að láta fé af hendi rakna í þetta, þegar klárt er að enn neita þeir að stækka ESFS - annars hefði hann verið stækkaður á fundinum. Svo grunur beinist einna helst að Seðlabanka Evrópu. En þá er spurningin hvort það fé er fengið með millifærslum milli seðlabanka aðildarríkjanna þ.e. frá einum reikningi á annan, þ.e. sá seðlabanki innan kerfisins sem á fé aflögu láni, líklegast eins og vanalega þessi misserin "Bundesbank". Eða, þriðja lagi, hvort þetta fé verður prentað. Ég held að líklegast sé þetta millifærsla enn ein slík frá Bundesbank hafandi í huga andstöðu Þjóðverja v. prentun.
  3. ESM (European Stability Mechanism) tekur nú til starfa í júlí nk. í stað jan. 2013. Þegar hann tekur til starfa skv. samkomulaginu á hann að hafa yfir að ráða a.m.k. 500ma.€. Þó er ekki ljóst hvernig það verður akkúrat framkv. Þetta er því loforð inn í framtíðina - rétt að taka með einhverjum saltkornum.

Eina viðbótar fjármagnið er 200ma.€

Samanlagt = 400ma.€

Algerlega er í lausu lofti hvort nokkuð viðbótar fjármagn fæst inn í ESFS, en í dag ræður hann yfir 200ma.€ - með tilliti tekið til veittra lána.

Loforðið um ESM og 500ma.€ er ekki fyrr en eftir 6 mánuði!

Þannig að það atriði - það fjármagn, skiptir því í reynd engu máli í samhengi evrukrýsunnar um þessar mundir!

Hvort evran lifir eða deyr mun ráðast á tímabilinu innan næstu 6 mánaða - þó sennilega innan þrengri tíma en það, þ.e. jafnvel næstu 2. mánaða!

Ég sé því í reynd ekki að evrunni sé reddað!

 

Líka spurning um áhrif niðurskurðar aðgerðanna!

"General government budgets shall be balanced or in surplus; this principle shall be deemed
respected if, as a rule, the annual structural deficit does not exceed 0.5% of nominal GDP."

  • Þetta er miklu strangari regla en sú gamla um 3% hámarks halla!

Það má sem sagt ekki vera viðvarandi halli umfram 0,5%. Þessu getur verið örðugt að ná fram við núverandi aðstæður, vegna þess að nú er víðast hvar í löndunum meiri halli en 3%. Að auki er hagkerfi Evrópu að sveiflast niður á við, sem dregur úr veltutekjum og því eykur hallla.

Að auki þá mun niðurskurður auka samdrátt, og þurfa að framkv. viðbótar niðurskurð til að leiðrétta fyrir því. 

En stóri vandinn er að þessar reglur skipta í reynd engu máli um þá kreppu sem evrusvæðið er statt í þessa stundina, því þetta byggist á kolrangri greiningu um það hvert er meginvandamálið.

  • Eins og ég hef útskýrt áður, er bakgrunnur evr. fjármálakrýsunnar tilurð þess sem ég kalla "evrópska bóluhagkerfið" sem myndaðist innan Evrusvæðis.
  • Það virkaði svipað og Kín-Ameríku bóluhagkerfið hefur verið að virka, þ.e. A lánar B til að kaupa vörur af A. B fyrir bragðið safnar skuldum við A. Á einhverjum tímapunkti verður B óhjákvæmilega fyrir því að skuldastaðan verður ósjálfbær - þá glatar markaðurinn tiltrú á stöðu B og kreppa hefst hjá B.
  • Þetta er gömul saga og ný. þesskonar atburðarás hefur gerst áður, og alltaf leiðir þetta til þess að land eða lönd sem safna skuldum í gegnum viðskiptahalla, lenda í vandræðum. Þar hefst kreppan.

Sá vandi sem mestu máli skiptir er viðskiptajöfnuður landa eins og Ítalíu - Spánar - Grikklands - Portúgals; er enn kolöfugur gagnvart Þýskalandi.

Meðan þau hafa halla á utanríkisviðskiptum í stað afgangs - sé skuldastaða þeirra í reynd ósjálfbær.

Þetta er atriði sem Þjóðverjar kjósa að líta algerlega framhjá, kjósa fremur að halda því fram að meginvandinn sé útgjaldavandi ríkissjóða - en í reynd fyrir utan Grikkland er sá vandi ekki meginatriði fyrir þessi lönd. 

Mín ályktun er, að þ.s. engin merki eru um það að þess sjáist nokkur merki, að til standi að gera skurk í því að snúa við þessu ójafnvægi - þá sé ég ekki að markaðurinn geti ályktað að þessi lönd séu orðin sjálfbær fyrir tilverknað hins nýja samkomulags.

 

Niðurstaða

Allt í einu óvænt skýtur upp á yfirborðið glænýrri kreppu, það er kreppu Evrópusambandsins sjálfs. Það verður mjög spennandi að fylgjast með því næstu dagana og vikur, hve markar af þjóðunum 9 utan evru fyrir utan Bretland, taka af skarið og ákveða að vera með í sambandi því sem Þjóðverjar virðast líklegir til að drottna yfir.

Mér sýnist ekki að þær upphæðir sem má finna í samkomulaginu, dugi nærri því til að róa markaði - en 400ma.€ getur reynst knöpp upphæð.

En málið er að þó svo hún dugi líklega til að halda Spáni og Ítalíu á floti út nk. ár, þá að auki hefur ESFS það hlutverk nú skv. nýlegu samkomulagi að aðstoða lönd við endurfjármögnun bankakerfa - ef þau þurfa aðstoð við slíka endurfjármögnun. 

Það er kostnaðarliður sem getur reynst vera umtalsverður. Þegar þeirri þörf er við bætt, getur það fjármagn reynst vera knappt. Að auki er Evrópusambandssvæðið á leið í kreppu, en flestar óháðar hagspár gera ráð fyrir kreppu á nk. ári - sú er áhætta hvað kostnað varðar, því hún þyngir róðurinn fyrir bankakerfi Evrópu auk þess að róðurinn fyrir Ítalíu og Spán er líkl. til að þyngjast, einnig Grikkland og Portúgal. 

Viðbótar ófyrirséður kostnaður er því alls ekki ólíklegur.

Síðan bætist við að enn örlar ekki á neinum aðgerðum í því augnamiði, að aðstoða hagkerfin í vanda við það verk að verða sjálfbær - þá vísa ég til þess viðskiptaójanfvægis sem enn viðhelst nær óskert innan evrusvæðis, ójafnvægi sem er bakrunnsorsök evrukrýsunnar. En það ójafnvægi veldur stöðugri skuldaaukningu landanna í vanda, þannig að þó skuldir væru afskrifaðar myndu nýjar hlaðast upp. Þannig að án þess að taka á viðskiptaójafnvæginu sé ég ekki að nokkur möguleiki sé til þess, að markaðurinn geti ályktað að skuldastaða ríkjanna í vanda sé að nálgast sjálfbærni. En efitt verður að taka skurk í því án aðstoða Þjóðverja - sem þurfa að efla neyslu innan eigin lands, svo aukin eftirspurn innan eigin hagkerfis eyði upp viðskiptaafgangi þeirra. Þannig getur komist á jafnvægi - en þeirra afgangur kallar á halla annarra. Halli og afgangur helst í hendur.

Þetta allt munu markaðir meta á næstunni, og mér finnst mjög líklegt eða líklegra en ekki, að niðurstaða þeirra verði sú að samkomulagið við nánari umhugsun, dugi ekki.

 

Kv.


Mario Draghi, lækkar vextí Seðlab. Evr. í 1% úr 1,25%; og markaðurinn fór í fílu!

Það þarf auðvitað að hafa í huga að þessa stundina stendur yfir fjármálakrýsa á Evrusvæðinu. Bankakerfi Evrópu á í erfiðleikum með að útvega sér skammtíma-fjármögnun, á sama tíma og greiðslur af skuldum verða í hámarki næstu mánuðina - eins og kallað er á ensku "double wammy".

Síðan eru hagkerfi Evrópu stödd á blábrún viðsnúnings yfir í samdrátt. 

  • Það verður að skoða viðbrögð markaða við aðgerðum ECB í ljósi ástandsins!
  • En í ljósi þess - eru aðgerðirnar meir í ætt við smáskammtalækningar.
  • Eiginlega má segja það sama um þær aðgerðir og ríkt hefur um aðgerðir stjórnmálamanna og embættismanna innan ESB - "To little, to late!"

Ræða Mario Draghi - hins nýja Seðlabankastjóra Evrusvæðis!

Fréttatilkynningar:

Press release: ECB announces measures to support bank lending and money market activity

8 December 2011 - Monetary policy decisions

  1. Markaðurinn vonaðist eftir því að útspil ECB yrði djarfara en þ.s. fram kemur í fyrri fréttatilkynningunni - sjá svar Draghi "He said again that buying debt or otherwise providing financing to governments directly was against the treaty governing the ECB - "the spirit of the treaty is always on our minds" he went on." Sem sagt engin ný stór aðgerð í því að kaupa skuldabréf ríkja í vandræðum.
  2. Einnig hafnaði hann hugmyndum þess efnis, að ECB myndi lána AGS - sem síðan myndi endurlána Evrópuríkjum í vanda, sem hjáleið framhjá því vandamáli að ECB má ekki veita einstökum aðildarríkjum neyðarlán - "f the IMF were to use this money exclusively to buy bonds in the euro area, we think it's not compatible with the treaty."
  3. Svona til gamans - "Draghi - when asked if the ECB has a contingency plan for the break-up of the euro, the head of the central bank said no: It's absolutely imprudent to create contingency plans for contingencies when we see no likelihood they could happen."

 

Eftirfarandi aðgerðir eiga að lækna kreppuna í evr. bankakerfinu!

"The Governing Council of the European Central Bank (ECB)...has decided:

  1. To conduct two longer-term refinancing operations (LTROs) with a maturity of 36 months and the option of early repayment after one year. 
  2. To discontinue for the time being, as of the maintenance period starting on 14 December 2011, the fine-tuning operations carried out on the last day of each maintenance period.
  3. To reduce the reserve ratio, which is currently 2%, to 1% as of the reserve maintenance period starting on 18 January 2012. As a consequence of the full allotment policy applied in the ECB’s main refinancing operations and the way banks are using this option, the system of reserve requirements is not needed to the same extent as under normal circumstances to steer money market conditions.
  4. To increase collateral availability by (i) reducing the rating threshold for certain asset-backed securities (ABS) and (ii) allowing national central banks (NCBs), as a temporary solution, to accept as collateral additional performing credit claims (i.e. bank loans) that satisfy specific eligibility criteria. These two measures will take effect as soon as the relevant legal acts have been published.
  1. Hægt verður að fá neyðarlán nú til lengri tíma en fram að þessu. Gagnast sjálfsagt bönkum í erfiðleikum - við að þreyja þorrann og góuna e-h lengur.
  2. Ég hreinlega veit ekki hvað það atriði er - en sjálfsagt sparar þetta bönkum kostnað.
  3. Ákveðið að minnka kröfu um lausafjárbindingu - - greinilega á þetta að draga úr samdrætti útlána í evr. þessa stundina, og fyrirséð á næstunni.
  4. Kröfur um gæði veða sem veitt eru sem tryggingar gagnvart neyðarlánum - lækkaðar. Þetta er sjálfsagt gagnleg bönkum í vandræðum, til að gefa þeim e-h lengri lífdaga.
  • Þetta eru samt til mikilla muna slakari aðgerðir en markaðurinn vonaðist eftir.
  • En ástæða þess að vonast var eftir sem dæmi auknum kaupum ECB á skuldabréfum ríkja, til að halda uppi verðum þeirra á mörkuðum, er sú að það myndi létta mjög undir með bönkum - en helsta ástæða þess að hættuástand er í evr. bankaheimum er einmitt verðfall ríkisbréfa tiltekinna landa, þeirra verðfall skapar sívaxandi fjárhagslega holu í bókhaldi evr. bankastofnana. Þannig að slík kaup hefðu haft mjög bein áhrif til að létta undir með bönkunum.

 

Tekið úr ræðu Draghi

  1. The intensified financial market tensions are continuing to dampen economic activity in the euro area and the outlook remains subject to high uncertainty and substantial downside risks.
  2. In such an environment, cost, wage and price pressures in the euro area should remain modest over the policy-relevant horizon.
  3. At the same time, the underlying pace of monetary expansion remains moderate.
  4. Overall, it is essential for monetary policy to maintain price stability over the medium term, thereby ensuring a firm anchoring of inflation expectations in the euro area in line with our aim of maintaining inflation rates below, but close to, 2% over the medium term. Such anchoring is a prerequisite for monetary policy to make its contribution towards supporting economic growth and job creation in the euro area.
  • Takið eftir fyrst lýsingunni á ástandinu - síðan niðurstöðunni í lið 4.
  1. Ef þ.e. svo að ástandið á mörkuðum sé að draga úr umsvifum í hagkerfinu - þá eru það sterk rök fyrir vaxtalækkun.
  2. Það er viðurkennt að verðþensla við slíkar aðstæður sé líkleg til að vera sáralítil.
  3. Að auki sé lítil hreyfing á peningamagni í umferð.
  • Þetta ætti allt að vera rök fyrir því að mjög verulegri vaxtalækkun.
  • En niðurstaða ECB er alveg þveröfug við afstöðu Bank of England, sem heldur vöxtum v. "0" þó svo verðbólga í Bretl. sé meiri en á Evrusvæðinu, þ.s. í Bretl. sé ekki heldur þensla.
  • Uppgefin ástæða "Bank of England" sé að lágir vextir styðji við hagvöxt - en ECB segir akkúrat það þveröfuga að vextirnir styðji við hagvöxt með því að halda niðri verðbólgu, þó svo þeir segi sjálfir að engin þensla sé, heldur séu samdráttartilhneygingar megin hættan.

Ég fæ því ekki vaxtaákvörðun ECB til að ganga upp skv. þeirra eigin rökum - þ.e. einungis lækkun um 0,25%.

Miðað við þeirra eigin rök - væri eðlileg ályktun að fara með vextina í "0" þ.s. hamlandi áhrif krýsunnar væri sennilega nægilega mikil bremsa eins og sér á verðbólgutilhneygingar.

 

Niðurstaða

Mín skoðun er að niðurstaða ECB sýni þá galla sem eru við hans peningastjórnun, en sú ofuráhersla sem hann hefur á verðbólgu varð til þess að hann sl. sumar hækkaði vexti a.m.k. tvisvar, það var á sama tíma og hagkerfi Evrópu var þegar byrjað á niðurspíral.

Það var þá hafin sá minnkun hagvaxtar - aukningar umsvifa sem síðan hefur haldið áfram að skekja Evrusvæðið, magna upp evrukrýsuna. 

Að auki viðurkennt af ECB, var öll þessi verðbólga að utan - ekki komin til v. eftirspurnarþenslu innan svæðisins, heldur vegna hækkana hráefna - matvæla og olíu.

Þannig að ég sé ekki tilgang í vaxtahækkun, til að fást v. verðbólgu sem ekki er sprottin úr hagkerfinu sjálfu, samtímis því að samdráttarskeið er hafið í því sama hagkerfi (stöðug minnkun hagvaxtar frá mánuði til mánaðar) - þó enn sé .

Útkoman hlýtur að vera að vaxtahækkunin auki hraðan á þeirri neikvæðu hagkerfisþróun, sem sannarlega getur hjálpar til með að lækka verðbólguna því að minnkun umsvifa er verðhjaðnandi, en í samhenginu var slík minnkun alls ekki að mínu viti áhættunnar virði - vegna neikvæðrar víxlverkunar minnkunar umsvifa innan heildarhagkerfisins á evrukrísuna.

En minnkun umsvifa þíðir minni tekjur fyrir alla starfandi innan hagkerfanna, því meiri erfiðleika í glímu við skuldir.

Það var mér algerlega augljóst á þeim tíma, einnig flestum óháðum hagfræðingum, að vaxtahækkanir sl. sumars væru ekki áhættunnar virði - sem komið hefur á daginn.

En vaxtahækkanirnar virðast einmitt hafa gert þ.s. óttast var af óháðum sérfræðingum, þ.e. að minnka frekar umsvif í evr. hagkerfinu, þannig magna upp skuldakrýsuna - þannig auka hættuna á hruni evrunnar, þannig því að ECB missi tilgang sinn. En án evrunnar hefur ECB engann tilgang.

Áhugavert er að benda á hve lík stefna ECB og Seðlab.Ísl. er - en það er pottþétt ekki tilviljun!

 

Kv.


Áætlun Merkelar jafngildir úrslitakostum!

Krafa Angelu Merkelar, studd af Sarkozy forseta Frakkl, um það að aðildarríki ESB samþykki tafarlaust að hrinda af stað breytingarferli á sáttmálum sambandsins, er að ífa upp allar gömlu deilurnar sem lifað hafa með sanbandinu - sumar frá upphafi.

Ein áhugaverð þróun virðist vera klár valdatogstreita milli þýskra stjv. og Framkv. stj. ESB.

 

Sérkennileg senna!

Í dag kom forseti Ráðherraráðsins Van Rompuy fram með tillögur að breytingum á sáttmála ESB sem ganga mun skemur en þ.s. vilji þýskra stjv. er fyrir, var skýrsla Rompuy byrt í helstu fjölmiðlum heimsins í dag:  Van Rompuy report - Towards a stronger economic union

Þessum hugmyndum var hafnað mjög fljótlega af þýskum stjv.

Talsmaður Þýskra stjv.: "A number of actors have not understood the seriousness of the situation," the German official said, warning thar a "bad compromice of small stept or "little tricks" would not meet the expectations of the public or the financial markets."

Síðan kom fram sameiginlegt bréf Merkel og Sarkozy til Rompuy:

Text - Sarkozy and Merkel's letter to Van Rompuy

Margt áhugavert kemur fram í þessu bréfi - bendi þeim að lesa þ.s. nenna, en þ.s. vekur sérstaka eftirtekt er hótunin, að ef ESB 27 samþykkja ekki að fylgja áætlun Angelu Merkel og Sarkozy, þá muni Frakkland og Þýskaland, standa fyrir myndun nýs sambands á grunni Evru 17.

Sem má kalla "Coalition of the willing".

Þetta eru ekkert annað en úrslitakostir!

Framkvæmdastj. er að sjálfsögðu ekkert ánægð með þetta - en hún hefur umsjón með sambandinu öllu, og myndun nýs sambands myndi klárt minnkar hennar áhrif mjög verulega!

  • Það er auðvitað hættan á klofningi sambandsins - sem stuðar Framkv. stjórnina eðlilega mest, sem myndi framkalla stórl. minnkuð áhrif hennar. 
  • En fj. aðildarríkja ESB, væri ekki endilega til í að sætta sig við, að verða að sitja og standa eins og Þjóðv. vilja, það gæti magnað togstreytu milli ríkja að nægilegu marki til þess, að svo gæti farið að einhver fj. ríkja gæti sagt skilið v. ESB alfarið.
  • Við það gæti myndast formlegur andstöðuhópur - stuðlað að endurkomu valdatogstreitu með ívið klassískari hætti, en verið hefur síðustu áratugina. Kannski ekki endil. stríð - en þróun átt að óvináttu, hernaðaruppbyggingu - væri ekki út í bláinn, með tíð og tíma.

Germany insists on new treaty for Europe : A senior EU official said last night: "There is absolutely no enthusiasm for revisions of the treaty" while admitting that "the majority have agreed to go along with it". - "Insisting that all 27 EU members should be involved, and not just the 17 eurozpne members, the official defended Rompuy plan, saying: "We are not going to save the euro of this is a split Europe."

Ég get mjög vel trúað því að Framkvæmdastj. sé ekkert hrifinn af þessu dæmi öllu, sem Angela Merkel er að reyna að reka niður í kok aðildarþjóða ESB.

 

Hvað gengur Þjóðverjum til?

Breytingar á sáttmálum ESB er ekki auðvelt ferli, en síðast þá tók ferlið flr. ár ekki flr. mánuði, og ef einhver man þá koma frægt "Nei" i írskri þjóðaratkvæðagreiðslu, sem leiddi til þess að sáttmálabreytingarnar voru endurskrifaðar og síðan Írl. látið halda aðra atkvæðagreiðslu, og þá fékkst "rétt" niðurstaða.

En ljóst er að Írl. verður skv. eigin lögum að halda þjóðaratkv. greiðslu, mjög mikill þrýstingur er einnig í Bretl. um slíka - sem erfitt yrði að standa gegn.

En ég tel afskapl. ólíklegt að málið nái í gegn í þeim atkv. greiðslum.

En það ber að muna, að raunveruleg völd Þjóðverja hafa aukist óskaplega vegna evrukrísunnar - en þeir í raun halda evr. bankakerfinu uppi þ.e. meginlandskerfinu, og í reynd þeim aðildarríkjum þeirra bankar þurfa á neyðarlánum að halda - reglulega.

En "Bundesbank" sem starfar sem eining innan Seðlab.kerfis evrusvæðis, í reynd útvegar megnið af því fé sem lánað er af Seðlab.Evr. til veitingar neyðarlána til banka, og inn í hyrslur "Bundesbank" í reynd streyma þær lélegu eignir sem eru í reynd fyrir bragðið keyptar af Bundesbank.

Í gegnum það að í reynd halda bönkum í vandræðum uppi með naflastreng, því í reynd bankakerfi Evr. - sem dæmi myndu franskir bankar örugglega falla ef ítalskir bankar falla, svo í reynd með því að halda uppi bankakerfi Ítalíu sem fær enga lánafyrirgreiðslu erlendis lengur - lifir á neyðarlánum eingöngu, þá heldur Þýskaland í reynd Frakklandi uppi einnig.

  • Þetta þíðir auðvitað að Sarkozy er meir fylgisveinn - en jafningi Merkelar.
  • En þetta þíðir að Þýskaland er komið í valdastöðu innan evrusvæðis, sem fer mjög nærri drottnunar stöðu.

Þjóðverjar klárt vilja þær sáttmálabreytingar sem þeir heimta - en eins og ég bendi á áðan, þá sýnist mér ólíklegt afskaplega að það takist að fá sátt um málið meðal ESB 27.

Þá erum við í reynd að tala um myndun Þýsks "hegemony".

En þ.s. sagt er "Plan B" en líklega er hin eiginlega áætlun, þ.e. Þjóðverjar vita sennilega mæta vel að yfirlíst "Plan A" um sáttmálabreytingu fyrir ESB 27 er mjög ólíkleg; þá samt sem áður lítur það betur út að hafa þó fyrst lagt slíka víðtækari áætlun fram - þegar stefnan er í reynd á það að mynda þröngann hóp ríkja, þ.e. gjaldmiðilssvæði undir nær fullri stjórn Þjóðverja.

 

Afleiðingar

Mjög miklar, en ég tel þessa áætlun um þrengri hóp ríkja mjög varasama. Sennilega er reiknað með að Portúgal og Grikkland heltist úr lestinni. Kannski Írland að auki - en Bretl. getur reddað þeim mjög auðveldlega með því að bjóða þeim aðild að pundinu. 

  • En stóri steinninn er Ítalía.
  • En Ítalía eiginlega verður að vera með - því annars er Frakkl. gjaldþrota einnig.
  • Ef Ítalía er úr leik, Frakkl. einnig - þá minnkar sá ríkjahópur verulega, sennilega einungis í - fyrir utan Þýskaland - Holland, Austurríki, Lúxembúrg (hef ekki næga þekkingu á aðstæðum Slóvaka, Slóvena eða Maltverja, en það skiptir svo litlu máli hvort þær þjóðir verða með eða ekki. Sama um Eista). En ég reikna með að Belgía falli einnig út ef Frakkl. fellur út. 

Punkturinn er að ef Ítalía fellur - þá fer af stað mjög stór skriða. Sennilega verður það ekki minna áfall en hrunið 1931, sem var mun afdrifaríkara hrun en hrunið 1929.

Það getur þítt að Þjóðverjar munu leitast við lengi vel, að halda Ítalíu á floti, en þó ekki skv. hvaða kostnaði sem er.

Þá verður spennandi að fylgjast með því, hvort að vegferð Ítala verði svipuð vegferð Grikkl. þ.e. sparnaðarpakkar í röðum - því niðurskurðaraðgerðir skv. reynslu Grikkja hafa reynst mun meir samdráttaraukandi en talið var í upphafi. Mig grunar að reynslan verði svipuð, þ.e. að harðar niðurskurðaraðgerðir muni framkalla meiri samdrátt - og áætlun um Ítalíu muni komast í vandræði.

Punktur: mig grunar að það stefni í að það reyni á hve mikil alvara er að baki hótun Þjóðverja um að mynda hóp hinna viljugu!

 

Niðurstaða

Ef af verður, sem mér sýnist útlit fyrir að Þjóðverjar reyni að stofna innan evrusvæðis, hóp hinna viljugu - að sjálfsögðu undir þeirra stjórn; þá verða það mikil tíðindi heimssögulega séð.

Frakkland er nánast orðið að leppríki Þýskalands miðað við það óskapl. öfluga tak sem Þýskaland hefur á Frakkl. þessa stundina.

Þá er orðið til nýtt þýskt stórveldi - "empire".

Því þannig verður það, að innan hópsins munu Þjóðverjar ráða öllu því sem þeir vilja, Frakkar munu verða að sitja og standa eins og þeim er skipað fyrir. Frakkar í veikri von um að það skapi þeim einhver áhrif, munu fara í hlutverk hundsins sem hlíðir húsbóndanum, stendur keikur honum við hlið gagnvart þriðju aðilum.

Helsti veikleikinn eru ytri mörk fjárhagslegrar getu Þjóðverja sjálfra. En þeir munu þurfa að halda Ítalíu á floti með naflastreng - ef þeir vilja halda Frökkum sér við hlið. Í því liggur helsta von Frakka um áhrif á Þjóðverja, að Þjóðv. þurfa á Frökkum að halda ef þeir vilja triggja að engin öflug andstaða gegn Þýskalandi myndist á sjálfu meginlandi Evrópu.

En Frakkl. er eðlilegur leiðtogi andstöðuhóps ríkja, ef sá myndast á meginlandinu. Annars er það einna helst Bretl. sem hefur getu til slíks - sumu leiti sögul. hlutv. Breta að leitast við að veikja ríkjandi stóv. meginl. Evr. hvers tíma.

En kreppan sem nú er í aðsigi, en það stefnir í klárann samdrátt á næsta ári í Evrópu - er helsti veikleikinn - en það getur alveg farið svo að Þjóðverjar springi á limminu við það að halda Ítalíu uppi, enda finnst mér afskapl. líklegt að það aðgerðaplan sem lagt hefur verið fyrir ríkisstj. Ítalíu skv. þýskum fyrirmælum, skili svipaðri útkomu og sambærileg aðgerðaáætlun fyrir Grikkl. á sínum tíma. Þ.e. að ítalska hagkerfið muni nánast falla eins og steinn, þegar sparnaðaráætlunum verður bætt við ofan á þá niðursveiflu sem þegar er af stað farin að flestum líkindum.

Að auki munu Þjóðverjar neyða hin löndin, inn í mjög sambærileg niðurskurðarprógrömm - ekki síst Frakkl. sjálft, og ef þeim er alvara með að ná ríkisskuldum niður í 60% munu þeir einnig skera verulega niður sjálfir.

Það getur skapað nær fullkominn efnahagsl. storm - þ.s. hið þýska efnahagsplan rekur ríkin hraðbyri niður í sífellt dýpra ástand efnahagl. kreppu.

Þ.e. það sem getur verið banabiti þessarar áætlunar!

Ég útskýri nánar hættuna við harðann sparnað þegar hagkerfi er við það að spírala niður í kreppu, í commenti að neðan!

----------------------------- Eigið comment af erlendum vef:

I fully concur with S&P's assessment:

"As the European economy slows, we believe that a reform process based on a pillar of fiscal austerity alone risks becoming self-defeating, eroding the revenue side of national budgets."

This is the problem - or the single greatest one. The main focus of the Merkozy agreement was on further austerity, and moreover sooner than later.

However when your economy already is sliding into a recession, to much austerity too soon, may be dept negative - meaning that your austerity shall push the economy into a nosedive hence rapidly raising the dept to GNP levels.

So on the contrary you don't want immediate up front austerity, but rather a focus on growth strategies over the short to medium; focusing on letting the austerity gradually come in over the medium to long term.

First you need to see some pick up from the economy - before you throw in the austerity.

Not the other way around - that leads to dept depression. We've already seen how that works out in Greece.

Yet Merkel wants to impose that failed program on the entire Euro zone.

MADNESS! 

 

Kv.


Nýjasta leikfléttan sem er í íhugun, til að bjarga evrunni!

Hef þetta eftir Financial Times, en þeir virðast hafa heimilda-menn meðal þeirra sem taka þátt í þeim umræðum sem fram fara að lokuðum dyrun, nema það sé viljandi verið að dreifa orðróm. En þ.e. einnig alltaf möguleiki að fjölmiðlar séu notaðir.

 

The quest for the ever greater basooka!

EU talks on doubling financial firewall

Ég er ekki klár á því hvar fyrst var farið að nota orðalagið basúka, en mig rámar að það hafi komið fram hjá einhverjum þeirra sem vinna hörðum höndum við að bjarga evrunni, þá átt að vera "witty". 

En þetta er orð yfir stækkaðann björgunarsjóð - hvort sem þ.e. gamli ESFS eða björgunarsjóður Evrópu nú starfandi, eða ESM þ.e. framtíðar sjóðurinn sem taka á til starfa 2013, en rætt er um að taki fyrr til starfa. Síðan er rætt jafnvel um að blanda AGS/IMF í málið, að framlag þaðan verði hluti heildar pakkans.

  • Það sem mér finnst sérstakt við hugmyndina um að láta ESM (European Stability Mechanism) taka fyrr til starfa - er sú hugsun að við það aukist það fjármagn sem í boði verður.

"According to senior European officials, negotiators are considering allowing the eurozone's existing 440bn.€ bail-out fund to continue running when a new 500bn.€ facility comes into force in mid-2012, almost doubling the firepower of the bloc's financial rescue system."

  • Ástæðan að mér finnst þessi hugsun dálítið sérstök, er að enn sem komið er inniheldur ESM ekki eina einustu Evru.
  • Það var sannarlega undirritað í apríl sl. samkomulag milli aðildarríkja Evru, um að sá sjóður er hann tekur til starfa - en skv. áætlun á hann að taka til starfa v. upphaf ár 2013 þó svo að nú sé rætt að hann hefji störf hálfu ári fyrr - skuli hafa fjárhagslegann styrk upp á 500ma.€ meðan ESFS fræðilega hefur fjárhagslegann styrk upp á 440ma.€.
  • En þetta eru allt loforð fram í tímann, margt hefur gerst síðan í apríl sl., t.d. hefur krísan versnað til muna og samtímis hagvöxtur minnkað að auki til muna, þannig fjárhagur aðildarríkjanna þrengst.
  • Svo má ekki gleyma að eitt af löndunum sem á að leggja fram fé er náttúrulega Ítalía. Reikna má með því að ítalska framlagið helstist úr lestinni - það spænska einnig.
  • Að auki ræður ESFS ekki raunverulega yfir 440ma.€, en taka verður tillit til þess fjármagns sem þegar hefur verið lánað, auk þess er einungis unnt að nota ábyrgðir þeirra þjóða sem hafa "AAA" lánshæfi, svo raunverulegt fjármagn er ekki nema rúml. 200ma.€.

Punkturinn: Aðildarríkin hafa verið treg til að stækka ESFS, þ.e. núverandi starfandi björgunarsjóð, vegna þess að fjárhagur landanna hefur þrengst.

Ég sé ekki að ef þau hafa ekki treyst sér til að stækka ESFS, af hverju þau þá geta allt í einu lagt fram 500ma.€ í hinn nýja sjóð?

Fyrir utan að ég sé ekki af hverju markaðir ættu að verða uppnæmir fyrir slíku loforði fram í tímann nú, þ.e. frá miðju ári 2012 - sem ég virkilega stórfellt efa að innistæða sé fyrir.

 

Það sem þetta sýnir er hve örvænting þeirra aðila sem eru að leita lausna er orðin mikil!

Það er einmitt þá - sem menn fara að verða absúrd, án þess að fatta það endilega sjálfir.

 

Kv.


Standars&Poors setur evrusvæðið á neikvæðar horfur

Þetta er mögnuð frétt sem datt inn í kvöld. En S&P hefur bætt 15 evrusvæðisþjóðum við svokallaðann neikvæðann athugunarlista þ.s. íhugað verður að fella svokallað lánshæfismat.

Þetta virðast viðbrögð S&P við fréttum dagsins í dag, sem eiginlega segir að mat sérfræðinga fyrirtækisins, sé að horfurnar fyrir Evrópu séu verri skv. niðurst. dagsins en áður var.

Þeir segjast ætla að vera fljótir með matið, eins fljótt eftir nk. helgi og mögulegt er, sem má segja að magni upp þrýsing á leiðtoga Evrusvæðis að standa sig á fundinum þann 9. des nk.

Sjá hlekk: Standard & Poor's has tweeted a link to the full statement.

Stóra málið er að ef þetta gerist - verður engin aðildarþjóð eftir á evrusvæði með lánhæfið 3-A.

Það er verulega afdrifaríkt - því þá fellur óhjákvæmilega einnig lánshæfi björgunarsjóðs Evrusvæðis einnig úr lánshæfinu "AAA".

  • Það getur síðan vart annað en haft neikvæð áhrif á horfur þess, að aðildarþjóðir evrusvæðis geti boðið bréf ESFS sem góðann fjárfestingarkost!
  • Minnkar verulega líkur á að sú aðferð að stækka sjóðinn með því að breyta honum í afleiðu, skili tilætluðum árangri.

Ég veit ekki hvað á til bragðs að taka - en sú hugmynd að skuldsetja hann, bjóða fjárfestum að kaupa hlut í honum, gengt því að fyrstu 20% þess fjár sem þeir leggja til verði ábyrgt - með því fé sem þegar er þar fyrir. Getur vart lengur gengið upp, jafnvel í villtustu óráðsdraumum.

Eina leiðin eftir - tel ég vera prentun, ef öll ríkin eiga að vera með áfram! Fræðilega getur Þýskaland yfirgefið evruna, þannig bjargað henni sem gjaldmiðli fátæku ríkjanna- en hún verðfellur verulega ef þeir fara. Þriðja leiðin, að taka hana af með öllu!

 

Þetta er hreint mögnuð frétt!

 "FRANKFURT (Standard & Poor's) Dec. 5, 2011--Standard & Poor's Ratings Services today placed its long-term sovereign ratings on 15 members of the European Economic and Monetary Union (EMU or eurozone) on CreditWatch with negative implications."

Pælið í þessu. 2 ríki höfðu áður verið felld. Nú er restinni þ.e. 15 bætt við, sett undir neikvæðar horfur, þ.s. skoðað verður að fella þau öll með tölu.

 

"Today's CreditWatch placements are prompted by our belief that systemic stresses in the eurozone have risen in recent weeks to the extent that they now put downward pressure on the credit standing of the eurozone as a whole."

Takið eftir, þeir taka þessa ákvörðun mjög líklega í ljósi atburða dagsins í dag. Þeir eru í reynd að segja, að niðurstaða Merkozy hafi ekki bætt ástandið.

 

"We believe that these systemic stresses stem from five interrelated factors:

  1. Tightening credit conditions across the eurozone;
  2. Markedly higher risk premiums on a growing number of eurozone sovereigns, including some that are currently rated 'AAA';
  3. Continuing disagreements among European policy makers on how to tackle the immediate market confidence crisis and, longer term, how to ensure greater economic, financial, and fiscal convergence among eurozone members;
  4. High levels of government and household indebtedness across a large area of the eurozone; and
  5. the rising risk of economic recession in the eurozone as a whole in 2012.

Currently, we expect output to decline next year in countries such as Spain, Portugal and Greece, but we now assign a 40% probability of a fall in output for the eurozone as a whole."

Eins og þeir segja, þá hefur ástand bankakerfis Evrópu farið hríðversnandi, en eftispurn eftir skuldabréfum banka hefur fallið stórfellt, samtímis sem einnig þ.e. orðið örðugt fyrir þá að fá skammtímalán gegnum aðrar leiðir. Þetta leiðir til þess, að bankarnir eru að draga úr útlánum, því þeir verða að halda í allt lausafé sem þeir geta náð í, þ.s. skuldabyrði þeirra er mikil og skuldirnar þeirra bíða. Að auki er reiknað með mikilli sölu eigna af hálfu evr. banka, einnig í því skini að afla sér lausafjár. Í stuttu máli - evr. bankakerfið er í miklum og vaxandi vandræðum, þ.e. orðið að mjög hættulegu ástandi fyrir evr. hagkerfið.

Sannarlega eins og þeir segja, hefur vaxtakrafa tiltekinna ríkja farið hækkandi þetta ár, reynd hefur krafa markaða gagnvart þeim öllum hækkað, en krafa sumra hefur hækkað mun meir en annarra þ.e. Ítalíu og Spánar. Þetta ástand skapar einnig mikla hættu fyrir framvindu evr. efnahagsmála.

Einmitt, það hefur verið uppi hver höndin á móti annarri, þegar kemur að því að stýra evrusvæðinu í einhvern tiltekinn farveg. Þjóðir hafa verið verulega ósammála um leiðir. Niðurstaða Merkelar og Sarkosy eða Merkozy í dag, er einmitt ein vísbending um að þær deilur hvergi nærri hafa verið kveðnar niður. Þetta hefur hamlað leit að útleið fyrir lönd álfunnar úr núverandi vanda, og einmitt þetta ósamkomulag er sjálfstæð efnahagsleg áhætta fyrir svæðið í heild.

Að auki eins og þeir segja, er mjög útbreidd meðal almennings alvarleg skuldastaða, og fj. þeirra sem búa við alvarlega skuldastöðu hefur verið að aukast, að auki fj. þeirra sem ekki geta staðið við sitt. Þetta er slæmt fyrir efnahagslegar horfur því það þíðir að eftirspurn innan Evrópu næstu árin, verður fyrir bragðið slök.

Að síðustu, er það einnig hárrétt að efnahagshorfur fyrir svæðið allt hafa verið á niðurleið - reyndar alveg samfellt síðan í maí. En þá hófst sá niðurspírall er staðið hefur alveg samfellt síðan. Enn er ekkert lát á þeim niðurspíral. Hann eins og þeir benda á, er að sjálfsögðu sjálfstæð hætta fyrir efnahags svæðisins alls.

Tekið saman stendur Evrusvæðið frammi fyrir mikilli efnahagslegri ógn - ég er alls ekki hissa á að lánshæfisfyrirtækin grípi til þess bragðs, að fella aðildarlönd evrusvæðis.

Ég reikna með að S&P sé bara það fyrsta að ríða með þessum hætti á vaðið. Hin muni fylgja á eftir.

 

"Our CreditWatch review of eurozone sovereign ratings will focus on three of the five key factors that form the core of our sovereign ratings methodology: the "political," "external," and "monetary" scores we assign to the governments in the eurozone (see "Sovereign Government Rating Methodology And Assumptions", published June 30, 2011).
  • Our analysis of "political dynamics" will focus on both country-specific and eurozone-wide issues that appear to us to be limiting the effectiveness of efforts to resolve the market confidence crisis.
  • Our analysis of "external liquidity" will focus on the borrowing requirements of both eurozone governments and banks.
  • Our analysis of "monetary flexibility" will focus on ECB policy settings to address the economic and financial stresses the countries in the eurozone are increasingly facing.

We expect to conclude our review of eurozone sovereign ratings as soon as possible following the EU summit scheduled for Dec. 8 and 9, 2011.

Þær ætla að vera snöggir að þessu. Þeir verða kannski búnir að þessu fyrir lok nk. viku.

 

Depending on the score changes, if any, that our rating committees agree are appropriate for each sovereign,

  1. we believe that ratings could be lowered by up to one notch for Austria, Belgium, Finland, Germany, Netherlands, and Luxembourg, and
  2. by up to two notches for the other governments.
Our ratings on Greece (Hellenic Republic; CC/Negative/C) are not affected by today's actions, as a 'CC' rating under our rating definitions connotes our belief that there is a relatively high near-term probability of default."

Skv. þessu skipta þeir svæðinu upp í 2 hópa.

Hópurinn sem stendur sig vel - tiltölulega - fær sennilega lækkun um eitt prik.

Hinn hópurinn fær lækkun um 2 prik - þ.e. restin!

  1. Stóra fréttin er að með þessari ákvörðun verður ekkert aðildarríki Evrusvæðis lengur með lánshæfið "AAA".
  2. Það þíðir að björgunarsjóður Evrusvæðis - mun einnig missa sitt "AAA" lánshæfi.
  3. Það þíðir að vaxtakrafa ESFS mun hækka - þ.e. kaupendur munu krefjast hærra verðs fyrir bréfin þegar ESFS býður þau til sölu.
  4. Þá hækkar lántökukostnaður ESFS, og því verður sjóðurinn að hækka vextina á þeim neyðarlánum sem hann veitir.
  • Eins og þið sjáið - þessi ákvörðun ef verður, en hún líklega verður, mun hafa verulega afdrifaríkar afleiðingar

Með þessu þá líklega hrynur björgunaráætlun evrusvæðis eins og hún leggur sig!

 

Hérna fyrir neðan má sjá listann eins og þeir setja hann upp!

Long-term ratings on CreditWatch negative
  • Austria (Republic of) Sovereign Credit Rating AAA/Watch Neg/A-1+ AAA/Stable/A-1+
  • Belgium (Kingdom of) Sovereign Credit Rating AA/Watch Neg/A-1+ AA/Negative/A-1+
  • Finland (Republic of)Sovereign Credit Rating AAA/Watch Neg/A-1+ AAA/Stable/A-1+
    France (Republic of) Sovereign Credit Rating AAA/Watch Neg/A-1+ AAA/Stable/A-1+
  • Germany (Federal Republic of) Sovereign Credit Rating AAA/Watch Neg/A-1+ AAA/Stable/A-1+
  • Luxembourg (Grand Duchy of) Sovereign Credit Rating AAA/Watch Neg/A-1+ AAA/Stable/A-1+
  • Netherlands (The) (State of) Sovereign Credit Rating AAA/Watch Neg/A-1+ AAA/Stable/A-1+

Long- and short-term ratings on CreditWatch negative

  • Estonia (Republic of) Sovereign Credit Rating AA-/Watch Neg/A-1+ AA-/Stable/A-1+
  • Ireland (Republic of) Sovereign Credit Rating BBB+/Watch Neg/A-2 BBB+/Stable/A-2
  • Italy (Republic of) Sovereign Credit Rating A/Watch Neg/A-1 A/Negative/A-1
  • Malta (Republic of) Sovereign Credit Rating A/Watch Neg/A-1 A/Stable/A-1
  • Portugal (Republic of) Sovereign Credit Rating BBB-/Watch Neg/A-3 BBB-/Negative/A-3
  • Slovak Republic Sovereign Credit Rating A+/Watch Neg/A-1 A+/Positive/A-1
  • Slovenia (Republic of) Sovereign Credit Rating AA-/Watch Neg/A-1+ AA-/Stable/A-1+
  • Spain (Kingdom of) Sovereign Credit Rating AA-/Watch Neg/A-1+ AA-/Negative/A-1+

Short-term ratings on CreditWatch negative, long-term ratings still on CreditWatch negative

  • Cyprus (Republic of) Sovereign Credit Rating BBB/Watch Neg/A-3 BBB/Watch Neg/A-3

 

Niðurstaða

Það má segja að það sé nú loka - loka frestur fyrir leiðtogana að koma fram með e-h bitastætt á fundi aðildarríkja Evrusvæðis þann 9. des nk. 

Mér sýnist líklegt að matsfyrirtækin hafi ákveðið í dag, að evran væri endanlega dauðvona. En ef þ.e. niðurstaða þeirra skv. þeirra mati á því hvað Merkozy ákváðu, þá er ég í reynd ekki hissa.

En sú hugmynd að lögfesta upphaflegu skilyrðin um evruna þ.e. 3% ríkishalla og 60% hámarkskuldir, sem þeirra svar við því hvað þau telja líklegt til að bjarga evrunni.

Einfaldlega var ekki rétta svarið. Greining Merkelar er kolröng.

Þetta snýst ekki um það að tilteknar þjóðir hafi rofið 3% múrinn, en þegar þetta er sagt þá gleyma Frakkar og Þjóðverjar að þeir sjálfir voru fyrstir til að rjúfa þá reglu á sl. áratug. En, vanalega er verið að vísa til nýlegra dæmis, þ.e. sérstaklega Grikklands, en einnig Ítalíu.

En málið er, að Írland og Spánn - svo tekin séu önnur dæmi, þau lönd voru með afgang allann sl. áratug. Ríkisskuldir Spánar eru lægri en Frakkl. og Þýskalands. Vandi Spánv. og Íra, var ekki vegna ríkishalla - heldur vegna bólu sem varð til innan einkahagkerfisins. Þær bólur sprungu, og allt í einu voru löndin 2 í vanda. Í reynd er þeirra vegferð mjög lík okkar hér á landi. Punkturinn er, að þessar reglur voru algerlega blindar á þ.s. orsakaði þeirra vanda. Þær verða ekki minna blindar, þó þær séu leiddar í lög.

Vandi Írl. og Spánar getur því vel endurtekið sig - þó svo að ofangreindar reglur séu lögfestar.

Að auki, er vandi Grikkja - Portúgala - Ítala, að stærstum hluta af öðru tagi, sem einnig innleiðing þeirra regla mun lítt duga á, þ.e. viðskiptaójafnvægi sem varð til innan svæðisins. Þ.e. þjóð A lánaði þjóðum B til að kaupa af A. Þjóðir B söfnuðu á meðan skuldum v. þjóð A. Þetta gat ekki gengið til lengdar, því engin þjóð getur endalaust safnað skuldum, svo sú veisla hlaut að taka enda fyrr eða síðar - með vissum hætti má vera Grikkjum þakklátur eins og við hér á landi getum verið Lehmans bankanum þakklát fyrir að falla, því eins og Lehmans tók niður bankana okkar áður en þeir gátu orðið enn stærri, þannig valdið enn stærra tjóni - þá tók Grikkland niður þetta bóluhagkerfi þegar það var orðið með öllu ósjálfbært fyrir margt löngu en annars hefði það einnig haldið áfram að stækka þenjast út og valdið ef e-h er enn verra tjóni.

Punkturinn - lausn Merkozy var gagnslaus!

Mig grunar að matsfyrirtækin taki þessa ákvörðun eftir að niðurstaða Merkozy liggur fyrir - eftir að hafa komist eins og ég að þeirri niðurstöðu.

Niðurstaða fundar Merkelar og Sarkozy!

Endurtek, síðasti séns fyrir Evrusvæðið að koma fram með lausn þann 9. des nk.

Ps: Bendi á mjög áhugaverða grein: S&P has no choice: Euroland risks bankruptcy on currrent policies

Evans-Pritchars er greinilega með aðgang að frekari gögnum varðandi ákvörðun S&P. Það gerir grein hans mjög merkilega. En þar kemur skýrt fram að S&P er mjög óánægt með niðurstöðuleysi í reynd Angelar og Sarkozy í gær.

Kv.


Niðurstaða fundar Merkelar og Sarkozy!

Af niðustöðu fundar Angelu Merkel og Sarkozy virðist ljóst að hvorugt náði öllu sínu fram. En eins og fram kemur, virðist Merkel hafa gefið það eftir að nýtt yfirvald innan ESB væri búið til, sem hefði vald yfir fjárlögum einstakra aðildarríkja, þannig að þau þyrftu að fara í yfirlestur fyrst, og að auki að Dómstóll ESB gæti dæmt ríki til að fara eftir fyrirmælum ESB yfirvaldsins um ákvarðanir er varða fjárlög.

Að auki virðist Merkel hafa gengið að kröfu Frakka, um að í framtíðinni verði ekki gengið á hagsmuni einkaaðila sem eiga kröfur í skuldir einstakra ríkja.

Þetta er risastórt atriði - sem Sarkozy fær í reynd Merkel til eftirgjafar um.

Það að dómstóllinn fylgist með því hvort skuldareglan þ.e. 60% hámarks ríkisskuldir, hafi raunverulega verið leidd í stjórnlög hvers lands - geti dæmt land sem ekki hefur innleitt þá reglu að nægilegu marki; er mun vægara fyrirkomulag.

 

Hver var þessi niðurstaða, tekið af vef Financial Times:

Það sem Sarkozy sagði:

  • Franco-German proposal will mean modified Eu treaty, ideally for all 27 EU members.
  • Proposal could also mean a treaty for 17 Euro zone members, open to others.
  • Paris-Berlin want a budget balancing rule across the Euro zone.
  • Paris-Berlin want automatic sanctions for failing to meet 3% deficit rule.
  • Paris-Berlin agree only a qualified majority of 85% can block automatic sanctions.
  • There shall be automactic sanctions if deficit ceiling of 3% is breached.
  • Paris-Berlin want ESM to be brought forward to 2012.
  • Paris-Berling have agreed that private bond holders shall not in the future be called upon to bear some of the losses in a future debt restructurin - Greece shall be a one off.
  • Paris-Berlin agreed that Euro bonds are no way a solution to the crisis.
  • Paris-Berling agreed tha EU court cannot overrule national budgets.
  • Sarkosy says EU court can decide if national fiscal rulse comply with terms of new EU treaty.

Það sem Merkel sagði:

  • Merkel says need for structural changes with treaty changes of binding bebt brakes.
  • Merkel says treaty changes for EU 27 would be most logical but can be with just 17, if necessary.
  • Merkel says European Court of Justice should be able to judge whether debt brake is sufficiently implemented in national law.
  • Merkel say European court of Justic will not oversee national budgets.

 

Hver vann?

Það er þegar sprottið upp debatt um það atriði á netinu. Merkel náði ekki tilteknum atriðum fram, en hún kom í veg fyrir Evrubréf. Hún kom einnig í veg fyrir að innleidd væri peningaprentun.

En Sarkosy kom í veg fyrir að innleiðing ESM - þ.e. hinn nýi björgunarsjóður Evrusvæðis sem á að vera varanlega í gildi þaðan í frá, þíði að höggvið verði í hagsmuni einkaaðila sem eiga kröfur á hendur einstökum aðildarríkjum Evrusvæðis, en hingað til hafði Þýskaland krafist þess að frá gildistöku hans innihéldu skuldabréf aðildarríkja klásúlu um sjálfabyrgð þeirra sem kaupa ríkisbréf. En nú verður það ekki svo, heldur eins og hingað til, að leitast verði af fremsta megni um að triggja að einkaaðilar verði fyrir engu tjóni.

Eftir niðurstöðu fundar Angelu og Merkelar, hafa ríkisskuldir Ítalíu og Spánar hækkað verulega í verði, þ.e. vaxtakrafan hefur farið niður.

En þetta er sennilega nýr uppreikningur á grunni nýs áhættumats, þ.s. nú telja kröfuhafar meiri líkur á að leitast verði í sem lengstu lög að triggja að þeir fái virkilega sitt.

Að auki kom Sarkozy - eins og ég sagði að ofan - í veg fyrir að Angela Merkel næði því fram að vald yfir fjárlögum aðildarríkja væri fært að verulegu leiti til Brussel, og að ESB dómstóllinn gæti dæmt lönd sem ekki fara eftir fyrirmælum um fjárlög.

Þetta eru megináherslur þeirra sem segja Sarkozy hafa unnið. Þetta eru hvort tveggja stór atriði.

En samtímis kemur Merkel í veg fyrir sameiginlega ábyrgð - þ.e. að Þjóðverjar ábyrgist skuldir aðildarríkjanna, og peningaprentun.

Einnig stór atriði.

Þetta virðist mér því vera jafntefli - svona nokkurn veginn!

 

Kreppa er í aðsigi

Þetta leysir ekki þann vanda, að hagkerfi Evrópu eru nú stödd inni í hröðum samdráttar spíral, og stefnir hraðbyri í efnahagssamdrátt, ef sá er ekki þegar hafinn. Þetta mun hafa mjög erfið áhrif á greiðslugetu ríka - að auki mun auka halla, og skv. nýju reglunum kníja fram frekari niðurskurðar aðgerðir, í reynd alltaf stöðugt frekari slíkar eftir því sem efnahagsnum hnignar frekar.

Á sama tíma er bankakreppa í reynd skollin á, en evr. bankar eiga í herfilegum fjármögnunar vanda þ.s. eftirspurn eftir þeirra skuldabréfum er hrunin, samtímis því að þeir eiga einnig erfiðara en vanalega um að nálgast skammtímalán af öðru tagi; svo það stefnir í mikla eignasölu á næsta ári.

Það lítur ekki vel út þegar það fer saman við efnahagshnignun, en niðurskurður útlána mun auka hraðann á samdrættinum. Það sama munu niðurskurðar aðgerðirnar sem skv. hinum nýju reglum, þarf að innleið af krafti og sem fyrst. 

Þetta virkar á mig sem uppskrift að nánast fullkomnum stormi.

 

Niðurstaða

Bjargar þetta Evrópu? Það held ég ekki. Málið er að grunnvandi Evrópu sníst ef e-h er meir um viðskiptaójafnvægi sem hefur hlaðist upp innan Evrusvæðis, þ.e. að tiltekin lönd hafa viðskiptahalla við tiltekin önnur lönd. Það viðskiptaójanfvægi sem enn viðhelst 3 árum eftir að kreppan hófst, grefur jafnt og stöðugt undan greiðslugetu Frakklands, Belgíu, Ítalíu, Spánar, Portúgal og Grikklands. Það er vegna þess, að slíkur halli veldur stöðugri aukningu skulda. Að auki, að hann þíðir að framreiknað - á viðkomandi land ekki fyrir sínum skuldum, sem eru í eigu aðila utan landsins, burtséð frá því þó þeir aðilar séu innan lands sem einnig er aðili að svæðinu.

Eina leiðin til að setja tappa í það gat, er "transfer union" þ.e. millifærslur, að lönd sem græða sendi sömu peninga til baka í gegnum styrkjakerfi svona svipað og innan landa eru sum svæði að fá svokallaða byggðastyrki.

Hin leiðin er að fólk greiði atkvæði með fótunum, þ.e. flytji þangað sem störfin eru að fara.

Þiðja leiðin er að jaðarsvæði verði föst í varanlegri fátæktargildru - sem mér virðist akkúrat í stefna. 

---------------------

Efnahagsleg hnignun jaðarsvæða mun þó valda einnig kjarnanum alvarlegum efnahagsvanda, því það stefnir þá í mjög alvarleg útlánatöp sem ríkissjóðir kjarnaríkja þurfa þá að bæta bankakerfum sínum upp.

Það þíðir þá einnig, sbr. 60% regluna og sjálfvirkar refsingar - að kjarnaríkin munu sjálf þurfa að beita sig mikilli hörku, þ.e. skera niður og skera niður.

Ef ekki verður hrun, sé útlitið langvarandi stöðnun eða hnignun um langt árabil.

En ég sé þó ekki hvernig alvarlegri efnahagskreppu verði forðað á næsta ári - þ.s. ef öll löndin fara samtímis í harðar sparnaðar aðgerðir, samtímis því að útlit er fyrir að bankakerfin munu skera niður útlán - selja eignir eins og unnt er, fyrirtæki draga úr fjárfestingum og almenningur úr neyslu; þá getur vart verið um aðra útkomu.

Það mun þá hrikta mjög - mjög mikið undir. En ég bendi á að svona harkalegt "austerity" var einnig ástundað þegar Evrópulöndin leituðust við að ríghalda í gullfótinn sáluga. Þau gáfust öll upp fyrir rest. En ekki fyrr en að 4. áratugurinn var búinn að vera samfellt hnignunarkseið.

Manni sýnist stefna í slíka endurtekningu sögunnar. Þ.e. veruleg hætta á að sagan endurtaki sig einnig með bankahrunin sem þá áttu sér stað.

Sjá: 

Það langhættulegasta við stöðuna á evrusvæði, er staða bankakerfisins

Merkel og Sarkozy hafa bæði tvö rangt fyrir sér!

 

Kv.


Merkel og Sarkozy hafa bæði tvö rangt fyrir sér!

Vandinn er sá að S-Evrópuríkin eru gjaldþrota, sá vandi er einnig bakgrunnur vanda bankakerfis Evrópu, þ.s. verðfall skuldabréfa landa í vandræðum býr til fjárhagslega holu innan bankakerfa Evrópu, með sambærilegum hætti algerlega og er verðfall afleiða er innihéldu húsnæðislán verðféllu í Bandaríkjunum 2008 þegar svokölluð "undirlánskrýsa skall á" og það skapaði samskonar holu innan Bankakerfis Bandar. - Bretl. einnig - sem og Evr.; og allsherjar endurfjármögnunaraðgerð varð að framkv.

  • Eins og ég hef útskýrt áður, er bakgrunnur evr. fjármálakrýsunnar tilurð þess sem ég kalla "evrópska bóluhagkerfið" sem myndaðist innan Evrusvæðis.
  • Það virkaði svipað og Kín-Ameríku bóluhagkerfið hefur verið að virka, þ.e. A lánar B til að kaupa vörur af A. B fyrir bragðið safnar skuldum við A. Á einhverjum tímapunkti verður B óhjákvæmilega fyrir því að skuldastaðan verður ósjálfbær - þá glatar markaðurinn tiltrú á stöðu B og kreppa hefst hjá B.
  • Þetta er gömul saga og ný. þesskonar atburðarás hefur gerst áður, og alltaf leiðir þetta til þess að land eða lönd sem safna skuldum í gegnum viðskiptahalla, lenda í vandræðum. Þar hefst kreppan.
  • Einhvern veginn voru menn á sl. áratug innan evrunnar fullkomlega blindir fyrir þessu, að vaxandi viðskiptahalli S-Evrópuríkja v. Þýskaland væri hættuleg þróun.
  • En slík blinda er því miður einmitt dæmigerð - það verður einhvers konar "euphoria" eða veislustemming, og allir sjá bara góða framtíð og betri, enginn hlustar á neikvæðar raddir - leiðindaseggi. Við sáum þetta hér, gengum í gegnum okkar eigin bólu.

Vandinn er síðan þegar bólan er loks sprungin - ef aðilar eru tregir til að horfast í augu við sannleikann.

Það er erfitt oft fyrir fólk að viðurkenna að það gerði rangt - eða hafði rangt fyrir sér, var sjálft blint.

Það er einmitt þ.s. ég les út úr ræðum Merkelar og Sarkozy - þ.e. BLINDA!

Sjá umfjöllun the Economist:

One problem, two visions

  1. Merkel telur allt vera í lagi, ef reglum ESB verði breytt þannig að samskonar mistök verði ekki endurtekin - þá skv. hennar sýn á það hver þau mistök voru. En hennar sýn er að mistökin hafi verið að ríkisstj. hafi eytt um efni fram. Hún sem sagt horfir ekki að vandann sem snýr að viðskiptajöfnuði þeirra v. Þýskaland sem enn er kolöfugur, sem að mínu mati er raunverulegi vandinn. Þ.e. þeirra hagkerfi geti ekki verið sjálfbær meðan þau hafa kolöfugann viðskiptajöfnuð. Þær geti ekki greitt upp skuldir v. aðila utan eigin landamæra, meðan það ástand varir. Að meðan Þjóðverjar eru enn að græða á kolöfugum viðskipajöfnuði við þær þjóðir, er viss réttlætiskrafa í því að þær fái þá peninga til baka í gegnum endurdreifingu, að Þjóðverjar skili til baka gróða sl. áratugar a.m.k. að hluta, með því að afskrifa að hluta þær skuldir sem þær hafa safnað upp við þá. Það sem ég sé er skort á því að sjá bjálkann í eigin augum - Merkel og Þjóðverjar sjá S-Evrópuþjóðirnar með þeim hætti að vandinn sé þeim að kenna, neita að horfa á þann part sem þeir eiga að sök.
  2. Sakozy er einnig blindur, bara með öðrum hætti. Hann telur að Frakkland hafi ekkert gert af sér, þó svo að enginn hafi neytt Frakka til að hafa halla á ríkisreikningum mér skilst samfellt sl. 30 ár, né að kaupa meir inn árum saman en þeir flytja út - þ.e. viðskiptahalli, sem þeir einnig hafa verið að safna skuldum í gegnum árum saman. Síðan hefur Frakkland hleypt bönkunum sínum upp í stærðina 440% af þjóðarframleiðslu, þó það sé minna en umfang okkar banka per þjóðarframleiðlsu, er það samt stærð sem er meiri en svo að franski ríkissjóðurinn ráði við - þannig að frönsku bankarnir eru of stórir til að þeim verði bjargað af frönskum stjv. Þar fyrir utan að þeir eiga mjög mikið af ítölskum skuldum - því í mikilli fallhættu þegar Ítalía færist nær bjargbúninni. Frakkland er því líklegur byrjunarreitur næstu bankakrýsu.

Þetta er það lið sem á að semja um lausn á vanda Evrópu í næstu viku:

  • Bæði tvö blindir eins og kettlingar, þó svo nú sé 1. mínúta í 12 fyrir evruna.
  • Þetta gefur ekki góðar vonir um að þau geti komið fram með nothæfa lausn.

En þ.s. þarf til er verulegar afskriftir skulda S-Evrópuríkja þ.e. um 30% fyrir Ítalíu, um 50% fyrir Portúgal, og cirka 70% fyrir Grikkland.

Að auki þurfa þau síðan þaðan í framhaldinu aðstoð árum saman - þ.s. viðskiptajöfnuður allra ríkjanna er kolöfugur enn, og 3 árum eftir að kreppan hófst hefur þeim ekki enn tekist að snúa jöfnuðinum við.

Það þíðir að þær munu á ný byrja að safna upp skuldum, vegna þess öfuga jöfnuðar. Þá er ákveðið réttlæti að sú þjóð sem nýtur að mestu hagnaðarins af þeim öfuga jöfnuði, styrki þær þjóðir nokkurn veginn fyrir það fé sem þangað inn streymir í gegnum viðskiptahagnað þeirrar þjóðar við akkúrat þær þjóðir.

En Þjóðverjar vilja ekki heyra minnst á "transfer union". En viðskipta-afgangur þeirra við þær þjóðir á sl. áratug var jafn ósjálfbær og viðskiptahalli þeirra þjóða var við þá. 

Ég held að best sé að líta á allann hagnað þeirra af þeim viðskiptum við þær þjóðir sem "for-fate" eða glataðann eða í reynd að hann hafi aldrei verið raunverulegur hagnaður - þannig að Þjóðverjar einfaldlega afskrifi hann pent.

Þ.s. virðist í gangi er að elítan í Þýskalandi hefur aldrei útskýrt hvernig málin hafa gengið fyrir sig, fyrir eigin þjóð!

Almenningur á götunni í Þýskalandi veit ekki að Þjóðverjar hafa að umtalsverður leiti verið að lifa á þeim þjóðum á undanförnum áratug, að sá hagnaður hafi verið sýndarhagnaður - sem Þjóðverjar muni ekki geta haldið.

Þeir muni óhjákvæmilega tapa honum - betra því að afskrifa hann nú þegar og kannksi þannig koma í veg fyrir gjaldþrot S-þjóðanna, en að sá hagnaður afskrifist með þeirra gjaldþrotum.

En þær munu aldrei endurgreiða þær skuldir - þetta verður að skiljast.

  • Því miður sýnist mér ekki að elítan í Þýskalandi sé að átta sig á þessu, eða sé líkleg til að skilja þetta í tæka tíð.
  • Enn er hamast á því að þjóðirnar eigi að endurgreiða - að þær eigi að skera niður hjá sjálfum sér, þá verði allt í lagi, hlutir muni reddast.

En þetta mun ekki ganga - hlutirnir munu ekki reddast án þess að neitt sé afskrifað eða gefið eftir.

En mér sýnist þýska elítan skorta kjart til að viðurkenna fyrir eigin Þjóð hver sannleikurinn er.

Hættan er því augljós - að samkomulag leiðtoga Evrópu á nk föstudag verði eina ferðina enn, fullkomlega gagnslaust.

Ef svo er - verður verður vart úr þessu löng bið eftir hruninu mikla.

 

Niðurstaða

Miðað við ræður og ummæli Angelu Merkelar og Sarkozy forseta, er ekki mikil ástæða til að reikna með því að innan Evrópu verði fundin sú lausn á vandanum sem dugar.

Í mesta falli gæti verið að fundin verði ný leið - til að íta vandanum áfram eitthvað aðeins lengur.

En ein hugmyndin hefur verið að lána AGS 200ma.€ svo AGS síðan endurláni það fé til Evr. - þannig geti verið unnt að komast hjá því banni sem ríkir um að Seðlab. Evr. veiti ríkjum í vanda neyðarlán alveg þráðbeint. 

Sú leið ef af verður getur keypt einhvern tíma. En einungis lítinn tíma.

Því hagkerfin eru að spírala nú niður á fullu blússi. Bankakerfi Evr. er nú þegar í alvarlegri fjármögnunarkrýsu sem fer hratt versnandi - sem skapar mikla sjálfstæða hættu: 

Það langhættulegasta við stöðuna á evrusvæði, er staða bankakerfisins

Það eina sem við getum gert er að fylgjast með fréttum nk. viku.

En fátt getur manni ástæðu til bjartýni!

 

Kv.


Það langhættulegasta við stöðuna á evrusvæði, er staða bankakerfisins

Það er einmitt staða bankakerfis álfunnar sem getur skapað svo alvarlegt hrunástand, að evran hafi það ekki af. Það er enn mögulegt að bjarga þessu dæmi frá hruni - en það krefst skjótra og stórra ákvarðana. Hvort tveggja mjög örðugt í framkv. í samvinnu 17 þjóða.

Vandinn er ekki síst sá að pólitískir stjórnendur hafa lengst af vanmetið ástandið - þ.e. ekki verið nægilega hræddir. Skollaeyrum var lengi vel skellt við - að raunveruleg tilvistarkreppa evrunnar væri í aðsigi - - þ.e. ekki fyrr en 1 mínútu í 12 fyrir evruna, að menn virðast loks vera að skilja.

En þá er stór spurning þegar loks menn eru að skilja, hvort ákvörðunarvaldið er fært um þær stóru - snöggu ákvarðanir er til þarf - þ.e. hætta á því að hvernig sambandið er byggt upp - í eðli sínu svifasent, komi í veg fyrir að sú lausn sem enn er möguleg, komist til framkvæmda í tæka tíð.

Sjá umfjöllun The Economist: Europe’s troubled banks are running out of money

The Economist: Unless Germany and the ECB move quickly, the single currency’s collapse is looming

The Economist: One problem, two visions (part II) (Skv. þeirri frétt virðist enn himinn og haf milli afstöðu Merkelar og Sarkozy. Bil sem virðist óbrúanlegt á svo skömmum tíma)

Sjá einnig nýja skýrslu Bank of England: HÉR! - sjá sérstakl. mynd bls. 18, en þar er að finna mynd sem sýnir hvernig bandar. bankar hafa dregið út lántökum til evr. banka.

  • Ítalskir bankar virðast ekki lengur fá lán frá bandar. bönkum.
  • Franskir bankar eru dottnir úr 50 daga lánum í 10 daga, upphæðir hafa einnig skroppið verulega saman, sem bandar. bankar eru til í að lána.
  • Einnig hefur sorfið að þýskum bönkum, þeir fá þó enn að meðaltali um 20 daga.
  • Meðan breskir bankar fá um 30 daga og upphæðir að meðaltali 2-falt hærri.
Sjá einnig bls. 25 - efst á síðu

Þar birtir Seðlab. Bretlandseyja áætlanir 3. aðila á líklegum eignasölum banka í Evrópu. Ég held við getum litið famhjá langlægsta matinu, en mat "Deutche Bank" og "Morgan Stanley" er áhugavert, og ef nærri lagi - þá er væntanleg gríðarleg eignasala evr. banka.

Þetta kemur einnig fram í grein - The Economist, þ.e. að það stefnir í mjög gríðarl. mikla neyðarsölu evr. banka á eignum - sannkallaða brunaútsölu.

  • Þetta er gríðarl. hættulegt ástand - mjög alvarleg ógnun við efnahagsástand í Evrópu, því meðfram þeirri eignasölu munu bankarnir eftir megni, draga út útlánum einnig - sem verður mjög samdráttaraukandi.

Tökum eftir að þetta gerist samtímis því, að tölur sýna að neytendur eru farnir að draga úr neyslu - fyrirtæki eru farin að draga úr pöntunum - - bætum því við það að bankar draga úr útlánum sem mest þeir mega til að safna sem mest af lausafé - auk þess að þeir selja og selja eignir á fullu.

Svo má ekki gleyma því - að ríkissjóðir eru að skera niður á fullu, plön um viðbótar niðurskurð liggja þegar fyrir frá fj. ríkja.

Það stefnir í mjög skarpann efnahags samdrátt innan evrusvæðis á næsta ári!

The Economist: sjáið myndina vinstra megin, þar sést hve stórfellt hefur dregið úr eftirspurn eftir skuldabréfaútgáfum evr. banka.

Á sama tíma, sjá hægra megin á myndinni, þá er framundan mjög mikið af erfiðum afborgunum lána, sjáið að hæstu súlurnar eru fyrri hl. nk. árs.

Þetta er stór hl. ástæðu þess að bankarnir munu þurfa að selja eignir á fullu - því þ.s. eftirspurn eftir þeirra skuldabréfaútgáfum hefur hrunið, þá er sú leið til að afla sér peninga út úr myndinni að mestu, en samtímis er fjármagnsþörf þeirra síst minni en áður.

Að auki bætist við, að ríkisstjórnirnar hafa skipað þeim að hækka eiginfjárhlutfall úr 5-6% að meðaltali, í 9%. Þeir hafa frest til þess fram í júní nk. eða júlí. Man ekki hvort.

Það gerir auðvitað íllt verra - skapar í reynd fullkominn storm þ.s. stefnir í að allsherjar brunaútsölur eigna banka, muni fara fram á nk. mánuðum.

Þ.s. bankar selja eignir til að eiga fyrir afborgunum - sjáið háu súlurnar.

"A second vital source of funding is borrowing through short-term interbank markets or tapping money markets. Both of these are also drying up." - "Banks are reluctant to lend to one another except for the shortest possible time, usually overnight."

Að auki bendir The Economist á að aðrar leiðir til skammtíma fjármögnunar séu að lokast einnig eða að verða erfiðari og erfiðari. Þetta er eins og að horfa á leikritið mánuðina áður en ísl. bankarnir féllu.

  • Þessar miklu sölur þíða auðvitað að það skapast svokallaður "kaupenda markaður" - og verðið lækkar óðfluga.
  • Eðlilega munu þeir þurfa að selja góðar eignir - sem grafa mun enn frekar undan starfsemi þeirra.
  • Á einhverjum tíma - er augljósa hættan að einhver stór banki detti um koll.

Þetta er bara spurning um tíma - að einhver af risabönkunum stóru í Evrópu lendi í óleysanlegum vandræðum, og verði að loka.

Þetta er stóra hrunhættan - að þá skapist hættuleg víxlverkan eins og átti sér stað í kjölfar hruns Credit-Andstalt í Austurríki maí 1931. En bankakerfin í dag eru ef e-h er, enn viðkvæmari nú en þá.

Þá getur sagan endurtekið sig, þ.e. eftir fall Credit-Anstalt, skall á fjármálakrísa um gervalla Evrópu með hruni banka í fj. ríkja ásamt gjaldþrotum mikilvægra þátta atvinnulífs, í júní þurftu flestir stærri bankar í Þýskalandi að loka vikum saman, milljónir manna misstu allt sitt sparifé. 

Bankahrun urðu einnig í kjölfarið í Bandaríkjunum, ásamt fj. gjaldþrotum fyrirtækja. Í reynd var efnahagstjónið af hruninu 1931 miklu mun stærra, en tjónið af hruninu 1929.

 Sjáið á myndinni hve hrunið 1931 var miklu mun afdrifaríkara en hrunið 1929!

http://www.marketoracle.co.uk/images/1929-stock-market-crash-dow-chart-image005.png

  • Það er þ.s. leiðtogar Evrópu verða að skilja - að við erum á þeirri bjargbrún að endurtaka hrunið 1931, sem hófst einmitt í Evrópu.
  • Að í annað sinn - verði það hrun innan Evrópu sem setur efnahags heimsins alls á hliðina.
  • Þeir hafa enn tíma til að bregðast við - - en naumann, mjög naumann!

Það eina sem unnt er að gera í svo erfiðu ástandi - er tafarlaus og um leið stór peningaprentun. Ég veit ekki um nokkra aðra leið, sem getur stöðvað svona fjármögnunar-hrun sem nú er í gangi.

Þetta verður að ákveða þegar í næstu viku! 

Þetta einungis kaupir tíma - en nú er tími einmitt dýrmætur!

Án tíma getur þú ekkert gert!

 

Niðurstaða

Við fylgjumst með milli vonar og ótta þeim ógnaratburðum sem eru að eiga sér stað. Núna á bjargbrúninni sjálfri, er enn unnt að bjarga málum fyrir horn. En tíminn er naumur - ótrúlega naumur.

Ef ekki tekst að hrinda í framkv. aðgerðum sem duga, þá getur mjög hættuleg atburðarás farið af stað - jafnvel innan næstu örfárra vikna.

En fjárfestar vita af stöðu evr. banka - þeir geta séð hvert stefnir.

Fjárfestar vanalega horfa fram - og sýna stöðu næstu framtíðar í verðum dagsins.

Svo að ef ekki tekst að leiða mál til lykta á allra næstu dögum - þá munu verð hluta evr. banka líklega vera prísuð miðað við þá óvissu sem stefnir í á nk. ári - sem þíðir að virði sumra bankanna getur farið undir virði skulda þeirra.

Við getum því séð áhlaup á evr. banka innan næstu vikna!

 

Kv.


Sérkennileg leikflétta í íhugun milli AGS og Seðlab. Evr.

Þetta er með merkilegri hugmyndum sem ég hef heyrt, ekki er víst að þetta verði ofan á, en klárt að það er verið að þrísta á að af verði af hálfu Seðlab. Evr. og AGS.

  • En leikfléttan virðist mér vera hönnuð til að komast framhjá banni við því að Seðlab. Evr. (ECB) geti með beinum hætti veitt aðildarríkjum neyðarlán.
  • Að auki, getur verið að henni sé ætlað að setja glufur í andstöðu Þjóðverja við prentun peninga.

"The European Central Bank is proposing to channel €200bn through the IMF" - "Draghi gave euro-area finance ministers permission to work on the plan at a meeting on Tuesday." - "For governments in rich countries such as Germany that are unwilling to lend more to high-debt states, the idea would unlock a fresh source of funds without violating European rules that bar central banks from offering direct budget financing, the two sources said. Germany has indicated it would agree to bilateral loans in this format." - "IMF spokesman: The IMF will need more resources should the crisis deepen further, and... the European authorities - like some other IMF member countries - are exploring bilateral loans to the IMF. As we have also noted, such loans could indeed come from member country central banks." - "So, basically, the ECB can't lend cash to troubled eurozone nations. But it might be able to lend cash to the IMF, which will then lend it to troubled eurozone nations..."

  1. Samkvæmt þessu, þá lánar ECB AGS 200ma.€.
  2. Óljóst hvort það væru prentaðar evrur eða tilfærsla á fé þá líklegast frá Þýskal.
  3. AGS endurlánar það fé til baka til evr. ríkja í vanda - t.d. í gegnum það ferli að opna svokallaða lánalínu.
  • Þetta er þá hrein viðbót við ESFS (Björgunarsjóð Evrusvæðis) og þá 200ma.€ rúm sem þar er að finna, hið minnsta fræðilega - skv. þeim ábyrgðum sem aðildarríki hafa afhent ESFS.
  • Þetta er samt hvergi nærri nægur peningur - sjá mynd að neðan.
Myndin er frá Der Spiegal - sýnir ágætlega hvað það kostar að halda uppi Spáni og Ítalíu næstu mánuðina, en myndin sýnir þær upphæðir er falla á gjalddaga, þær eru verulegar.
  1. Ítalía 179,9ma.€
  2. Spánn 73,7ma.€
  3. Samtals: 253,6ma.€ - - ath. bara út apríl. 2012.
Graphic: Maturing bonds
  • Mér sýnist þó að samanlagt geti þó verið að sjóðirnir tveir dugi til að halda Ítalíu og Spáni uppi a.m.k. fram á mitt nk. ár - eða e-h fram yfir hálft næsta ár.
  • Það reiknar ekki með áhrifum kreppunnar sem er nú óðfluga að skella á, og líklega mun valda frekari hallarekstri.
  • Að auki er ekki ólíklegt að Spánn neyðist til að verja fjárhæðum til að styrkja innlendar bankastofnanir, sérstaklega ef eins og í stefnir, að efnahagsleg niðursveifla sé að draga úr verðmætum eigna bankastofnana, ógna þannig þeirra eigin fé.
  • Einn möguleikinn er að Seðlb. Þýskalands í raun láni þessa 200ma.€, en það væri áhugavert því skuldastaflinn í eigu Bundesbank er kominn vel yfir 1.000ma.€ síðan kreppan hófst 2008.
  • Einfaldlega spurning um það hve mikla áhættu Þýskir stjm.menn treysta sér að láta umbjóðendur sína, skattgreiðendu - taka.
  • En þ.e. augljós freysting að prenta þessar evrur - þannig heimila takmarkaða prentun, þannig séð "face saving gesture" af hendi Þjóðverja, að lána slíka peninga óbeint með þessum hætti.

Þetta er ein af þeim hugmyndum sem virðast vera i umræðu yfir helgina, og næstu daga milli Evrópuríkja. En það á að gera lokatilraun til þess að ná saman einhverju bitastæðu fyrir fundinn þann 9. des.

Engin leið að vita á þessari stundu hve miklar líkur eru til þess, að af þessari hugmynd verði.

 

Niðurstaða

Dálítið sérkennilega leikflétta ef til vill í býgerð milli ECB og AGS/IMF, þ.s. AGS fái 200ma.€ að láni frá ECB, síðan sé það fé endurlánað til Evr. ríkja í vanda - líklega í formi lánalína. Með þessu eins og ég sagði, virðist farið framhjá banni sem er við því að ECB veiti einstökum aðildarríkjum beint - neyðarlán.

Reyndar er það bann heimskulegt, en þ.e. einmitt nauðsynlegt að ECB hafi það hlutverk að verja einstök aðildarríki falli og einstaka banka einnig, enda er það í eðli þess að vera með evru að þú getur þurft á fjárhagslegri aðstoð að halda; vegna þess að hvert ríki innan evru hefur takmarkað fjármagn til umráða sem skapar þeim sömu aðstöðu og að einstök ríki væru fyrirtæki, þ.e. lausafjárkrísa getur skapast og orsakað greiðsluþrot. 

Þess vegna þarf innan evru ekki bara lánveitanda til þrautavara fyrir banka, heldur einnig fyrir aðildarríkin sjálf. Sá lánveitandi þarf að vera sameiginlegur einnig fyrir bankana, því fjölmargir bankar eru orðnir það stórir að heimaríki ráða ekki lengur við þá.

En að veita ECB þau hlutverk krefst eiginlega prentunarvalds - því þ.e. of erfitt eins og nú þetta dæmi er upp sett, að ECB sé að endurlána fé sem er fært milli seðlabanka aðildarríkjanna, sem þíðir í reynd að það eru seðlab. starfandi innan seðlab. kerfisins sem í reynd veita það fé og í reynd þá taka að sér að kaupa. Þannig hafa safmast upp innan Bundesbank kringum 1.000ma.€ - sem hangir eins og Damóklesar sverð, fé sem notað hefur verið til að halda uppi bankakerfum evr. ríkja og einstökum ríkjum. Fé sem getur lent að miklu leiti á þýskum skattgreiðendum.

Að safna þannig upp skuldum innan kerfisins, allt á sameiginlegri ábyrgð - sérstaklega í miðri skuldakrísu aðildarríkja; getur orðið ógnun við stöðu landanna sjálfra sem eftir eru til að halda uppi kerfinu. Það ætti öllum að vera augljóst.

Hin áhættan er verðbólga - sem getur orðið umtalsverð, sérstaklega ef eins og útlit getur verið fyrir, að sum lönd verði til langs tíma nokkurs konar sjúklingar er þurfi stöðugann fjárhagslegann styrk árum saman.

En þetta er það ástand sem nokkur aðildarríki eru komin í - að eina leiðin til að bjarga þeim innan kerfisins, er að þau verði sjúklingar líklega árum saman, meðan þau fara úr einu prógramminu yfir í það næsta. Allann tímann munu þau ríki þurfa fjárhaglega aðstoð.

Þetta er alltof dýrt með núverandi aðferð þ.e. að fé sé fært milli einstakra ríkja. Þýskaland ræður ekki við að vera með þeim hætti mjólkurkýr.

Svo valið er að heimila prentun, þannig að verðbólga á evrusvæðinu næstu árin verði umtalsvert meiri en verið hefur, að auki verðgildi evrunnar minna. Þá geta ríkin í vanda smám saman náð sér - eða að það þarf að undirbúa að slá evruna af.

 

Kv.


Seðlabankastjóri Bretlandseyja varar við neikvæðum spíral niður í kerfislæga kreppu!

Sir Mervyn King bankastjóri "Bank of England" var ómyrkur í máli þegar hann kynnti mjög áhugaverða skýrslu sem starfsmenn bankans hafa tekið saman um ástandið - HÉR!

Mervyn King: "Eurozone woes have created an exceptionally threathening environment as falling government bond prices, eroding confidence and asset fire sales threaten to spiral into a systemic financial crisis." - "The crisis in the Euro zone is one of solvency not luiquidity. And the interconnectedness of major banks means the banking systems and economies around the world are all affected. Only the governments directly involved can find a way out of this crisis."

Hvað segir Mervin King um aðgerð seðlabankanna frá því í fyrradag - sjá:  Mun sameiginleg aðgerð nokkurra stórra seðlabanka bjarga evrunni?

"This cannot be a solution to the underlying crisis, all it can do, is to help temporarily relieve luiquidity problems".

Nákvæmlega og eins og hann sagði, krísan er ekki í grunninn af völdum skorts á fjármagni heldur vegna hættu á gjaldþroti sem vaxandi fer - ég vildi að Ísland hefði eins góðann seðlabankastjóra eins og Mervyn King, því miður - ólíkt Má Guðmundss. þá hefur meðferð Mervyn King á krísunni verið - "fullkomin".

Hann hefur engin mistök gert - sem dæmi fyrr á þessu ári, heimtaði hann að breskir bankar myndu auka "luiquidity buffers" þ.e. lausafé. Og þeir vældu yfir því, en eru þeir í dag fegnir - því nú eru bankar í Evrópu út um allt, að selja eignir til að útvega sér lausafé.

En tal Mervyn King um brunaútsölu eigna, er ekki orðum aukin - en skv. skýrslunni að ofan er framundan óskapleg brunaútsala eigna evr. banka - sem þíðir að eignir munu verðfalla.

Nú vegna þess að Mervyn King skipaði breskum bönkum að auka lausafé - meðan tiltölulega betri friður var fyrr á árinu, þá geta nú breskir bankar væntanlega pikkað upp fj. eigna fyrir slikk.

Ég held hreinlega að nú hljóti breskir bankastjórar að ímynda sér geislabaug yfir ásjónu Mervyn King.

Að auki, hefur hann haldið vöxtum í Bretlandi samfellt um "0" síðan kreppan hófst 2008, ólíkt honum Má sem hefur verið með háa vexti - þ.e. alltaf passað sig á að halda stýrivöxtum yfir verðbólgu; samtímist eru stýrivextir í Bretlandi lægri en verðbólgan og hafa verið samfellt síðan kreppan hófst - lægri en verðbólgan.

Neikvæðir raunstýrivextir - af hverju; Mervyn King hefur útskýrt að það sé engin þensla í hagkerfinu - og að lágir vextir hjálpi möguleikanum á hagvexti.

Greinilega viðhefur Mervyn King allt aðra hagfræði en Már Guðmundsson - eða Seðlab.stj. Seðlab. Evrópu. En eins og Már hafa Seðlab.stj. Evrópu - gert allt öfugt.

Það er hækkað vexti í sumar - þegar hagkerfið var byrjað að spírala niður í kreppu. Og hvað þíddi það - auðvitað að hagkerfið í Evrópu spíralaði enn hraðar niður í kreppu. Að auki, að bankakrísan magnaðist. Ekki síst, hættan á hruni evrunnar magnaðist - - en vaxtahækkanir ECB sl. sumar eru mjög líklega með verstu seðlabanka mistökum heimssögunnar. Verða lengi í minnum höfð.

Myndin sýnir samdrátt peningamagns á Ítalíu! Merki um alvarlegann samdrátt þar!

Eins og sést var peningamagn á Ítalíu samdrætti fyrir en seinni hluta sumars, hófst samdráttur peningamagns á evrusvæðinu sem heild - á sama tíma fóru tölur yfir eftirspurn að sína minnkun mánuð eftir mánuð. Síðustu mánuði hafa tölur sýnt iðnframleiðslu í samdrætti.

Mervyn King hefði lækkað vexti í "0" ekki hækkað þá sl. sumar.

Þetta eru þeir menn sem Már Guðmundsson lítur upp til þ.e. afreksmennirnir í ECB - þeir sem virðast ekki geta gert neitt rétt, á sama tíma og hann gerir allt öfugt við þ.s. Mervyn King gerir; sem þó hefur gert allt rétt.

Þ.e. ekki Mervyn King að kenna, að Bretland er samt nú að spírala niður, um það verður að kenna soginu mikla handan Ermasundsins - en Bretland er mjög innviklað í fjármálakerfi Evrópu, er eftir allt saman megin fjármálamiðstöð álfunnar, hvort sem ESB-urum líkar betur eða verr. 

Svo það mikla tjón sem er að verða nú á fjármálakerfinu, skaðar þá líka. Þetta er einmitt þ.s. fram kemur í skírslunni, að meginhættan fyrir Bretland sé vegna fjármálakrýsunnar á Evrusvæðinu.

Ég hvet allta til að lesa þessa skýrslu - nokkrir punktar:

Bls. 7. Þar er áhugaverð mynd sem sýnir hvað skuldatryggingaálag nokkurra ríkja þíðir, en skv. því má lesa mat markaðarins á gjadlþrotslíkum nokkurra landa:

Líkur á gjaldþroti:

  1. Grikkland 100%
  2. Portúgal 60%
  3. Írland 45%
  4. Ítalía 40%
  5. Spánn 35%
  6. Frakkland 18%

Það ætti að vera nokkuð gott samhengi við kröfu markaðarins um afslátt á skuldum viðkomandi lands þ.e. verðfall þeirra, og þessarar útkomu markaðarins fyrir skuldatryggingar.

Miðað við það ætti Grikkland ekki að geta selt skuldabréf óháð verði í boði, ef þeir væru ekki staddir inni í neyðarprógrammi. 

Þetta er samt ekki þráðbeint viðmið - en markaðurinn er ekki enn farinn að krefjast afláttar af frönskum skuldum, en þetta sýnir þó að Frakkland er sannarlega komið á blaðið - "on the watchlist".

Bls. 9, efsta myndin. Hún sýnir það verðfall sem orðið hefur á mörkuðum í Evrópu á árinu -

"Global issuance of leveraged loans fell by 45%, to US$194 billion in 2011 Q3 (compared with 2011 Q2). Global issuance of high-yield corporate debt, another key source of funding for new borrowers, fell by over 70% during the same period."

Eins og kemur fram í textanum, er um hreint hrun að ræða í áhættulána viðskiptum - þ.e. 70% minnkun til fyrirtækja sem eru talin áhættusöm eða "high risk". 

Það sé gríðarleg minnkun í áhættusækni - sem eins og síðar kemur fram fylgist við það að bankar eru farnir að losa sig við áhættusamar eignir, eins og þeir mögulega geta.

Bls. 10, mynd neðst á síðunni. Þar kemur enn frekar fram hve mikil minnkun hefur orðið í áhættusækni banka á árinu.

Bls. 12:

"Bank equity prices suffered further significant falls, underperforming equity markets in general. Euro-area banks’ equity prices fell furthest, by 45% since the June 2011 Report, while UK and US bank equities fell by over 25%."

Bréf evr. banka hafa fallið um 45% síðan í júní. En þá voru bréf þeirra búin að falla þegar nokkuð.

Bls. 13. Mynd neðst á blaðsíðunni.

En þar sést vel hve svokallaðir Libor vextir hafa hækkað mikið fyrir franska banka, sem hafa seinni part árs verið sérstaklega undir smásjá markað

Bls. 18. Gríðarlega áhugaverð mynd.

Þar sést hvernig bandar. bankar hafa gerst sífellt tregari til að lána evr. bönkum.

  • Ítalskir bankar virðast ekki lengur fá lán frá bandar. bönkum.
  • Franskir bankar eru dottnir úr 50 daga lánum í 10 daga, upphæðir hafa einnig skroppið verulega saman, sem bandar. bankar eru til í að lána.
  • Einnig hefur sorfið að þýskum bönkum, þeir fá þó enn að meðaltali um 20 daga.
  • Meðan breskir bankar fá um 30 daga og upphæðir að meðaltali 2-falt hærri.

Bls. 19. Mynd neðst á síðu.

Þar kemur vel fram að franskir bankar eru í mikilli áhættu vegna landa í vandræðum á evrusvæði. En einnig að breskir bankar myndu tapa hastarlega - ef Frakkl. lendir í vandræðum.

Bls. 25. Mynd efst á síðu.

Þar birtir Seðlab. Bretlandseyja áætlanir 3. aðila á líklegum eignasölum banka í Evrópu. Ég held við getum litið famhjá langlægsta matinu, en mat "Deutche Bank" og "Morgan Stanley" er áhugavert, og ef nærri lagi - þá er væntanleg gríðarleg eignasala evr. banka.

  • Svo mikil að það hlítur að hafa umtalsverð áhrif að virði eigna í eigu banka inna Evr.
  • Við erum að tala um brunaútsölu - þ.s. bankar reyna að bjarga sé með eignasölu.

 

Sama dag hélt nýr Seðlabankastj. Evr. einnig ræðu

Það var miklu mun lélegri ræða. En skv. þeim hugmyndum sem hann nefndi, er til skoðunar hjá ECB:

  • Veita evr. bönkum lengri neyðarlán þ.e. til 3. ára.
  • Slaka á kröfum til banka um það, hvaða eignir teljast boðlegar gegn veitingu neyðarlána.
  • Svo er reiknað með að ECB lækki vexti úr 1,25% í 1% á næstunni.

Þetta eru allt mjög slappar aðgerðir miðað við það ástand sem Draghi sjálfur lýsti:

"We have observerd serious credit tighening ... which, combined with a weakening in the business cykle, does not bode well for the months to come" - "the most important thing to do is to repair the credit channel"

Það sem bankinn þarf að gera - er að hefja tafarlausa stóra "QE" aðgerð, til að vega upp á móti hnignandi framboði útlána, minnkandi veltu á peningamörkuðum, því að bankar eru að selja eignir á fullu á næstunni sem skapar verulega hættu á verðhnignun eigna, og auðvitað til að vega upp á móti stöðugri hnignun peningamangs i umferð.

Þetta gæti til skamms tíma stemmt stigu við þeirri niðursveiflu sem nú er í fullum gangi í Evrópu, og er alvarleg ógnun við tilvist evrunnar. Þ.s. niðursveiflan hefur bein áhrif á grunnorsakir kreppunnar - þ.e. skuldakrýsu aðildarríkjanna, sem magnar verðhrun skuldabréfa einstakra aðildarríkja - - og það verðhrun er einmitt kjarninn í núverandi bankakreppu innan Evrópu.

Þannig gæti þetta gefið tíma fyrir aðgerðir, sem raunverulega hugsanlega gætu bjargað evrunni.

En ég á ekki von á því að gripið verði til nærri svo róttækra aðgerða.

Né því að þær aðgerðir sem gripið verði til - komi nokkru nærri því að duga til.

Svo ég reikna með hruni evrunnar á næstunni. 

 

Niðurstaða

Bretlandseyjar eru heppnar að hafa hæfa aðila við stjórnun á "Bank of England". Það er ólíkt að jafna þeirra frammistöðu og hinna svokölluðu snillinga í Seðlabanka Evrópu. Því miður virðist sem að hegðan okkar seðlabanka taki mið af stjórnunarstíl Seðlab. Evr. En þ.e. í lit við það - að þangað átti að sækja allra fyrirmyndir.

Hvet alla til að lesa nýjustu skýrslu starfm. "Bank of England" sem hlekkjað er á að ofan.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband