Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
19.12.2011 | 22:58
Nægileg gengislækkun getur bjargað evrunni!
Ég viðurkenni að ég hef smávegis gaman að því er ég sé þekkta hagfræðinga komast að sömu eða svipaðri niðurstöðu og ég sjálfur. Sjá: 40% gengisfall gæti bjargað evrunni, forðað heimskreppu!
Á stuttum tíma hafa nú tveir hagfræðingar tekið undir svipuð sjónarmið:
Gavyn Davies - The weakening of the euro could help the crisis
Martin Feldstein - A weak euro is the way forward
Martin Feldstein, er prófessor við Harvard háskóla, og var á sínum tíma efnahagsráðunautur Reagan forseta.
Grunnhugmyndin er að lækka gengi evrunnar nægilega til þess, að Ítalía og Spánn nái vopnum sínum
- En ef Þýskaland getur ekki haldið uppi Ítalíu og Spáni, í nokkurs konar gegnumstreymis kerfi.
- Og ef Þýskaland vill ekki heimila ótakmarkaða seðlaprentun.
- Ef Þýskaland vill ekki heldur heimila sameiginlega ábyrgð allra ríkja á skuldum hvers og eins.
- Og ekki heldur til í að leggja fram nægilega mikið fé svo að baktryggingasjóður sbr. stækkaður björgunarsjóður, nái nægilegri stærð svo unnt sé að halda Spáni og Ítalíu í skjóli frá alþjóða skuldamörkuðum í nægilega langann tíma.
Þá verður á endanum eitthvað að láta undan!
Einn möguleikinn er að Evran verði fyrir nokkurs konar "loss of confidence" atburði, og markaðurinn einfaldlega taki hana niður - þá ekki alveg, heldur niður að þeim mörkum þ.s. markaðurinn veit að hún er þá sjálfbær.
Ef ef ekkert af ofangreindu fæst í gegn - og þjóðverjar ráða ekki við beinan stuðning, þá er sjálfbær staða evrunnar sú gengisstaða þ.s. útflutningsafurðir Spánar og Ítalíu - ná því að vera samkeppnisfærar á alþjóðamörkuðum.
Þetta er barasta einfaldlega þannig - að þá þarf gengi Evrunnar að miðast við stöðu þeirra ríkja.
En staða þ.s. þau hafa viðunandi samkeppnisstöðu - gengisfall á bilinu 20-30% virðist vera skv. mati ofangreindra sérfræðinga, 10% lægra en þ.s. ég stakk upp á.
Ef þetta gerist þá rætist spá mín frá því í ágúst sl. þ.s. ég spáði 3-mögulegum útkomum:
- Stórt gengisfall - "loss of confidence event".
- Tekin væri upp seðlaprentun - gegnt vilja Þjóðverja, þeir segja bless ->stórt gengisfall.
- Eiginlegt hrun evrunnar - líklega í kjölfar bankahruns.
Feldstein bendir á að Ítalía, Spánn og Frakkland - hafi um 50% af utanríkisviðskiptum sínum við lönd utan Evrópu. Þannig að lækkun evrunnar myndi skila sér í auknum útflutningstækifærum fyrir þeirra alþjóða fyrirtæki.
En þetta passar við mína ábendingu, þess efnist að þessi lönd ráða yfir góðum fyrirtækjum með tilvist á alþjóða vettvangi - og bætt samkeppnisstaða þeirra landa myndi því væntanlega skila sér í auknum tekjumöguleikum á sviði útfluntnings til landa utan evru.
Að auki benti ég á, atriði sem hvorki Feldstein né Davis nefna, þ.s. að auki þá muni erlendar tekjur þeirra hækka í hlutfalli við skuldir í evrum.
Innan evrusvæðis verður þá verðbólgusprenging eins og við könnumst við, en þó ívið minni en hér yrði við sambærilega gengislækkun, vegna þess fyrst og fremst að verulegt hlutfall neysluvara er framleitt innan evrusvæðis - sá varningur ætti ekki að hækka neitt verulega. En allt innflutt hækkar - en vegna þess hve innflutningur er hátt hlutfall neysluvarnings, eru verðbólguáhrif meiri hér - - það hefur ekkert með smæð krónunnar að gera eða það að krónan sé léleg.
Þá má reikna með umtalsvert hærri bankavöxtum á evrusvæði um einhverja hríð, en þar hafa sést.
Niðurstaða
Markaðurinn er klárt mjög nærri þeim stað þ.s. hann endanlega gefst upp á því að pólitískir stjórnendur evrusvæðis komi með nothæfar lausnir. Á mánudag 19/12 var fundur fjármálaráðherra ESB. Þar neituði Bretar að leggja fram fé í sérstakann sjóð innan AGS. Niðurstaðan var því að sá sjóður verði ekki nema 150ma.. Það ásamt fræðilegri útlánagetur björgunarsjóðs evru - er samtals 350ma..
Sjá - Yfirlísingu fundar ráðherra aðildarríkja ESB - lesið, þetta er áhugavert plagg.
- Takið eftir seinni blaðsíðunni - þetta er drepfyndið, en Ítalía og Spánn eiga sjálf að leggja fram samtals 30,34ma..
- Ég held að óhætt sé að draga það fé frá hinum 150ma., þannig að raun upphæð sé: 111,66ma..
- Þá lækkar heildarupphæðin í upphæð sennilega á bilinu 300-320ma..
- Á hinn bóginn, þarf að setja fyrirvara við 200ma. þá sem Björgunarsjóðurinn fræðilega ræður yfir, þ.s. hann í reynd hefur það fé ekki tiltækt, heldur ræður hann einungis yfir ábyrgðum sem aðildarríki Evru hafa veitt, þarf að virkja þær ábyrgðir með sölu skuldabréfa, svo sjóðurinn hafi fé til lánveitinga - - þetta er alvarlegur veikleiki. Því ef markaðir glata tiltrú á getu aðildarríkjanna til frekari skuldsetningar, þá um leið myndi tiltrú þeirra á björgunarsjóðnum fjúka - um leið áhugi um kaup á útgefnum skuldabréfum hans. Þessir 200ma. gætu því gufað upp!
Vandinn er að það kosta 590ma.. skv. mati John Paulson - sjá: Europe needs a firewall to stabilise markets - að halda Spáni og Ítalíu uppi einungis út 2012.
Að auki á björgunarsjóðurinn að aðstoða lönd á evrusvæði við fjármögnun eiginfjáraukningar banka, ef bankarnir í einhverju landanna þurfa aðstoð við slíka aukningu - og landið sjálft treystir sér ekki til að fjármagna dæmið.
Aðeins að gefa smá hugmynd um það hve víð gjáin er milli þess sem þarft til - og þess fjármagns sem er til staðar. En ef á að fylgja plani Þjóðverja um niðurskurð - þá er það ekki gerlegt nema að öll löndin í vanda fái skjól frá alþjóða mörkuðum í a.m.k. 3 ár.
---------------------------
Ég held að líkurnar fari hratt vaxandi á "loss of confidence event" þ.e. að markaðurinn taki málin í sínar hendur.
Það verður þá heilmikið vælt um árás markaða, sjálfsagt gýs þá upp tal um meint samsæri engilsaxa gegn evrunni, en þeir eiga að hafa hatað hana frá upphafi.
En í einmitt því gengisfalli gæti verið björgun falin!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.12.2011 kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2011 | 16:30
Seðlabanki Evrópu er nú með stærra eignasafn en US Federal Reserve
Þetta er atriði sem ég hafði ekki hugmynd um. En þessar upplýsingar má sjá í mjög áhugaverðri greiningu hagfræðingsins Gavyn Davies, sjá: The weakening of the euro could help the crisis.
Passið ykkur á að virkja hlekkinn í nýjum flipa - þá með hægrismella og velja opna í nýjum flipa.
En FT.com heimilar eitt skipti per mánuð af því að skoða einn hlekk frýtt, ef þið hafið ekki aðgang.
Eignasafn ECB yfir 3.200ma.$ sbr. US Fed cirka 2.800ma.$
En eins og fram kemur ef þið hafið getað opnað og skoðað greiningu hans, þá hefur eignasafn ECB stækkað á þessu ári um liðlega 700ma.$. Þetta eru ótrúlegar upphæðir. Aðra hef ég heyrt, sem er að það hafi fram að þessu kostað meir en 800ma. að veita neyðarlán til banka í vandræðum, síðan kreppan hófst á evrusvæði apríl 2010. Kaup á bréfum ríkja í vandræðum séu komin yfir 200ma..
Þetta er í reynd biðleikur - en þ.s. ekki kemur fram hjá Gavyn Davies er sá munur sem er á Fed og ECB, sem er sá að Fed kaupir fyrir prentaða $ meðan ECB kaupir fyrir sem millifærðar eru milli reikninga innan seðlabankakerfis Evrópu.
- Munurinn er sá að öll upphæðin telst þá vera sameiginleg skuld aðildarríkjanna - og þ.e. ekki nein smáræðis viðbótar skuldbinding.
- Hún deilist milli aðildarríkjanna - rámar í að Þýskaland eigi formlega cirka 17%í ECB.
- En vart er að treysta í dag á ábyrgðir Ítalíu, Spánar, Portúgals, Írlands né Grikklands.
- Svo raunverulega hlutfallið er örugglega komið vel yfir 20% af þeirri upphæð.
- Frakkar sem næsta hagkerfið á eftir eiga einnig drjúgann slurk - þeirra hlutur af sömu ástæðum hefur stækkað.
Augljósa hættan er að ef fleiri lönd fara í þrot, að þá fækki þeim sem standa að baki kerfinu. Sem dæmi hefur mér virst undanfarið augljós hætta á gjaldþroti Frakklands sjálfs, þ.s. umfang bankakerfis þeirra er cirka 440% af þjóðarframleiðslu, og þ.s. Frakkar geta ekki prentað evrur geta þeir einungis skuldsett ríkissjóð með beinum hætti til að styðja við bankana - nema þeir velji að láta þá fara, taki svokallaða íslenska leið á það dæmi. En frönsku bankarnir eiga því miður mikið af ítölskum bréfum, sem verðfalla væntanlega mikið ef Ítalía rúllar.
Gavyn Davies segir að verðfall evrunnar geti bjargað málum
Hann segir að löndin í vandræðum séu að meðaltali ósamkeppnisfær gagnvart Þýskalandi um cirka 30% en gagnvart heimshagkerfinu um kringum 20%.
Hann telur að lækkun gengis evru í 1,15 á móti dollar, geti dugað langleiðina til þess að S-Evrópuríkin, geti farið að snúa viðskiptahalla við - þannig öðlast sjálfbærni á ný.
Í dag er gengi evru nærri 1,30 gagnvart dollar. Fór sl. viku um tíma í 1,29.
Þetta sé spurning sem muni knýja dyra hjá Þjóðverjum, því ef þeir raunverulega vilja að evran standi af sér kreppuna - þá séu ekki valkostirnir í stöðunni óteljandi.
En þeir geti ekki átt kökuna og étið hana líka.
Þeir verði að velja einhvern af slæmu valkostunum - einn þeirra sé gengisfall sem dygði til þess að S-Evrópuríkin á ný myndu öðlast samkeppnisfærni.
Það verður að skiljast að hættan á hruni sé mjög raunveruleg - að tíminn til að velja kúrs, sé ekki óendanlegur heldur.
Niðurstaða
Greining Gavyn Davies er mjög áhugaverð, hvet alla til að lesa hana sem geta. En þrátt fyrir allt sem undan hefur gengið. Er evran ekki komin í slík vandræði að ekki sé ennþá unnt að bjarga málum í horn.
En leiðir til björgunar fela allar í sér einhvern slæmann valkost.
Það eru takmörk á því hve lengi er unnt að hika.
En því lengur sem kreppan gengur, því lengur sem kerfið holast smám saman upp innanfrá - því meiri verður hættan á því að skyndilegur hrun atburður eigi sér stað.
Bankahrun er þ.s. ég vísa til.
Því fyrr sem kúrsinn er tekinn - því betra.
Ég óska alls ekki þess að evran detti um koll!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2011 | 22:15
Hvert var hið glæpsamlega athæfi Breta?
Alla sl. viku hafa Bretar verið undir mikilli gagnrýni fyrir beitingu neitunarvalds á fundi aðildarríkja Evrópusambandsins aðfaranótt föstudagsins í vikunni á undan. En einhvern veginn hefur ekki komið almennilega fram í umræðunni, hvað akkúrat það var sem Bretar vildu fá fram.
Mikið hefur verið um sleggjudómaskýringar - þ.s. afstaða Breta er talin jaðra á við glæpamennsku.
Mér sýnist eftir skoðun fréttaskýringa um það, hverjar kröfur Breta voru - að David Cameron hafi fyrst og fremst nálgast málið með klaufalegum hætti.
En hann kynnti ekki kröfur Breta fyrir sendinefndum hinna aðildarríkjanna fyrir fundinn, ekki einu sinni fyrir Þjóðverjum - þeirra stuðningur hefði skipt höfuðmáli, heldur hélt innihaldinu leyndu fran að fundinum sjálfum.
Kröfurnar voru síðan afhentar undirbúningslaust eftir að fundurinn var hafinn - og mig grunar að einmitt sú nálgun hafi verið stuðandi, framkallað neikvæðari viðbrögð - en ella.
En skv. því sem fram hefur komið, kom fulltrúi Frakka strax með mjög neikvæða túlkun - en þ.s. mestu réði, hafi þó verið þegar Merkel brást reið við. Þá hafi málið verið gertapað, og Cameron einungis staðið frammi fyrir að leggja niður skottið eða beita neitunarvaldi.
Hvað vildu Bretar?
- Bretar ætluðu víst ekki að leggjast gegn nýju reglunum um strangara aðhald gagnvart fjárlagahalla í aðildarríkjum. Enda David Cameron sjálfur að beita aðhaldssamri fjármálastefnu.
- Það stóð til að herða reglur um fjármálamarkaði innan Evrópu, og það virðist rangt að Bretar hafi óskað hefir undanþágu frá þeim reglum - heldur hafi ætlað að samþykkja að þær tækju gildi í Bretlandi einnig.
- Heldur hafi Bretar viljað að ákvarðanir um beitingu þeirra regla, væri háð samþykki allra - fremur en að vera ákveðin með meirihluta atkvæðagreiðslu skv. atkvæðavægis fyrirkomulagi. Þeir vildu með öðrum orðum, hafa neitunarvald um beitingu þeirra: - t.d. svo að ekki væri unnt að auka álögur á fjármálastarfsemi án þeirra samþykkis. Þar á meðal eru líklega hugmyndir um Tobin skatt.
"these issues included transferring further supervisory powers from national to EU agencies, any actions that affect tax revenues or substantial levies on the financial sector." - "It also sought other guarantees, including "no discrimination within the single market for financial services on the grounds of the member states in which an institution is established." (This is an effort to challenge the European Central Bank policy insisting on clearing houses being in the euro zone and thereby having access to ECB credit.)
- Þeirra plan var sem sagt að verja þeirra fjármálamiðstöð innan frá - með því að tryggt væri að þeir hefðu neitunarvald innan ramma gildandi regla. Tryggja t.d. að fjármálaeftirlitið færi áfram fram í Bretlandi. Væri ekki flutt yfir í miðlæga stofnun.
- Síðan vildu Bretar í reynd hafa heimild til að viðhafa hærra eiginfjárhlutfall banka í Bretlandi, en skv. hinum nýju evr. reglum. En breskir bankar eru fjárhagsl. sterkari almennt en bankar á evrusvæðinu.
Bretar skiljanlega vilja vernda sína fjármálamiðstöð
London er enn megin fjármálamiðstöð Evrópu - sem mörgum innan Evrusvæðis hefur verið þyrnir í augum, óheppilegt að hafa hana utan svæðisins að margra mati.
Frakkar og Þjóðverjar hafa verið að leitast við að efla sínar eigin keppinauta við London - án árangurs fram að þessu.
Þetta þarf að hafa í huga, að baki þessu stendur hagsmunabarátta að umtalsverðu leiti.
- Breskir hagsmunir eru að tryggja að London sé áfram ein af þeim helstu fjármálamiðstöðvum heimsins, nefnd áfram í sama orðinu og Tokyo eða New York.
- Þeir vilja því ekki að það sé óhagstæðara starfsumhverfi fyrir fjárfesta í London, heldur en í New York eða Tokyo.
Svo er það spurning um það hvort niðurstaðan var nokkuð slæm fyrir London eftir allt saman sbr:
"After the prime minister made clear he would block any attempts to impose a financial transaction tax or other measures that might hit the City of London as a financial centre, big Asian investors signalled they were happy to continue pouring money into the UK."
"One senior London-based banker, who has been meeting big funds in Asia this week, said: "Cameron's move may turn out to be a footnote rather than something historic, but it has certainly not put off investors here. Investors still think the UK is a good place to put theyr money. By standing aloof from Europe, Cameron has helped strengthen the perception that the UK is a safe palce away from the crisis on the Continent."
- Með öðrum orðum, aðilar í Asíu eru orðnir verulega hvekktir á krýsunni á Evrusvæðinu - og því er ekki endilega í þeirra augum neikvætt fyrir Bretland, að virðast nokkur eingangraðra þannig séð frá Evrópu.
- Spurningin um hvort einangrun er góða eða slæm, þá skiptir einnig máli hvað akkúrat er verið að einangra sig frá - en skv. fjármálafréttum hafa breskir bankar verið að selja eignir á meginlandinu undanfarið ár til að lækka áhættu sína.
- Evrópa þó stærsta einstaka viðskiptasvæði Bretlands, er samt ekki stærra en cirka 40% af utanríkisviðskiptum Breta.
Tobin skattur myndi að líkum fæla fjármagn frá Evrópu, og einnig frá London ef hann er settur á þar - því hann eykur kostnað þeirra sem stunda fjármálastarfsemi, þá vilja þeir fremur vera þ.s. skatturinn er ekki til staðar. Tokyo og New York myndu þá græða, en London dala.
Meðan að Frakkland og Þýskaland, hafa verið að leitast við að toga meir af viðskiptum London - sem beinast að Evrópu, til sín.
Ég veit ekki alveg af hverju þar átta menn sig ekki á því, að Tobin skattur myndi vera fráhrindandi fyrir fjármagn - en sem dæmi þurfa Evrópuríki stöðugt að selja skuldabréf, ef minna er af peningum á streymi innan markaða í Evrópu, þá hlýtur að draga úr möguleikum Evrópuríkja til að fjármagna sig með þessum hætti.
Niðurstaða
Bretar eru að passa upp á samkeppnishæfni London í samkeppni við Tokyo og New York, fremur en París eða Berlín. Bretar vilja ekki að það verði óhagstæðara fyrir fjárfesta að eiga viðskipti í London heldur en Tokyo eða New York.
Þetta virðist þeim fjölmörgu yfirsjást sem hafa fordæmt Breta undanfarna viku, og þeirra vörslu gagnvart hagsmunum sínum tengdum fjármálalífinu á Bretlandseyjum.
En þ.e. einfaldlega þannig, að Bretland og Þýskaland, eru lönd innan Evrópu sem hugsa hnattrænt - því þau eru að keppa hnattrænt.
Meðan Þjóðverjar keppa í framleiðsluiðnaði af ímsu tagi - eru Bretar að keppa í umsýslu og fjármálastarfsemi.
Þjóðverjar eru alveg örugglega ekki minna passasamir þegar kemur að hagsmunum þeirra hagkerfiðs-grundvalla, heldur en Bretar.
Það má velta því fyrir sér - hvort Bretar hafi ekki einfaldlega verið þægilegt skotmark, til að breiða yfir það, hve litlu var í reynd náð fram á leiðtogafundi aðildarríkja Evrópu á fundinum aðfararnótt föstudagsins í sl. viku.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2011 | 00:56
Nýju uppkasti að Stöðugleika Sáttmála Angelu Merkel, var lekið á netið!
Nú heitir þetta: "International Agreement On A Reinforced Economic Union". Bendi fólki sem hefur áhuga á, að virkja hlekkinn og lesa þetta uppkast. Bendi einnig á lagatexta sem viísað er til:
Protocol 12 - - Article 121 - - Article 126 - - Article 136
Ég tek eftir í textanum, að nú er leitast við að bæta tengingu við lög ESB - sjá í textanum hinar ímsu tilvísanir í einstakar greinar Sáttmálans um ESB, og hins vegar - lög sambandsins sbr. hlekki.
Það má þó velta fyrir sér, hvort þær tilvísanir sem komið er fram með, dugi til að stofnanir ESB, ekki síst Evrópudómstóllinn, geti beitt sér - en þ.e. einmitt lykilatriði hvort "European Court of Justice has got a juristiction or not". Því getur hann sjálfur einungis svarað.
Það er líka spurning hvort aðrar stofnanir ESB, hafi heimild til að beita sér, t.d. Framkvæmdastjórnin - með þeim hætti sem fram kemur, þ.s. þessi sáttmáli eða samningur, er ekki hluti af lögum sambandsins né sáttmála.
- En strangt til tekið geta þær einungis beitt sér innan ramma laga og sáttmála ESB.
- Þess vegna hef ég viljað meina, að það þurfi nýjar stofnanir - að útfæra þetta dæmi sem alveg nýtt samband, með nýjum stofnunum.
- Spurning um trúverðugleika eftirfylgni.
Innan textans er vísað til Greinar 272 í Sáttmálanum um ESB. En eins og fram kemur þar, þá er Evrópu Dómstólnum heimilt, að ganga í hlutverk úrskurðaraðila í deilu milli aðildarríkja.
En eins og fram kemur, þarf þá samþykki beggja ríkja er deila fyrir því að dómstóllinn taki það úrskurðar hlutverk að sér, úrskurðir bindandi.
Article 272 : The Court of Justice of the European Union shall have jurisdiction to give judgment pursuant to any arbitration clause contained in a contract concluded by or on behalf of the Union, whether that contract be governed by public or private law.
Spurning hvað gerist, ef aðildarríki hins nýja samkomulags, samþykkir ekki slíka milligöngu dómstólsins? Eða, að aðildarríki neitar því að það sé að brjóta ákvæði samkomulagsins?
Skv. textanum, þá er það hlutverk Framkvæmdastjórnarinnar, að fylgjast með slíkum málum og gefa upp álit sitt - þegar hún telur slíkt brot vera í gangi, vísað í Article 126 laga ESB.
En einstök aðildarríki samkomulagsins eiga þó að hafa heimilt til að kæra það til dómstólsins, ef þau telja annað aðildarríki samkomulagsins vera brjóta ákvæði Greinar 3. samkomulagsins.
En þá sýnist mér augljós hætta á deilu um akkúrat það atriði, hvort brot er til staðar. Sjálfsagt verður Framkvæmdastjórnin viljug, að taka þátt - enda sennilega betra að vera hluti af því heldur en að taka þá afstöðu, að hún geti ekki beitt sér, til að forðast að ný stofnun verði sett á fót.
Þó ef til vill er möguleikinn á kæru ólíklegur með þessum hætti, aðildarríki myndi koma ábendingu til skila til Framkvæmdastjórnar, hún síðan skoðar málið - semja sitt rökstudda álit - o.s.frv.
Áhugaverð grein: The Pitfalls of the Merkozy Fiscal Pact
Article 4:When the ratio of their govemment debt to gross domestic product exceeds the 60 %o reference value mentioned under Article 1 of Protocol No 12, the Contracting Parties undertake to reduce it at an average rate of one twentieth per year as a benchmark.
Tók eftir þessari grein - en þar má finna áhugaverða viðmiðunarreglu. Tökum dæmi af Ítalíu. Þar skuldar ríkið 120%. 1/20 af 60 er 3%. En fjárlög eru örugglega ekki nema í mesta lagi helmingur á móti landsframleiðslu, svo við erum að tala um a.m.k. 6% afgang af fjárlögum ár hvert.
Fór ekki í það að spá um, hvað þyrfti til fyrir Grikkland.
En taka ber fram að útlit er fyrir samdrátt í ESB á næsta ári, skv. PMI (Purchasing Managers Index) hefur verið samdráttur innan Evrusvæðis samfellt október, nóvember og desember, skv. sérfræðingi Markit.com sbr. það cirka 0,6% efnahagssamdrætti yfir sama tímabil.
Miðað við þá niðurstöðu er kreppan í reynd þegar hafin!
- Punktur - niðursveifla mun auka halla ríkissjóða vegna tekjusamdráttar sem þeir þá óhjákvæmilega verða fyrir.
- Svo að, ef Ítalía þarf 6% afgang af fjárlögum cirka bout, þá ber að muna að hallinn er cirka í dag 4% per landsframleiðslu, sem sennilega er um a.m.k. 8% hlutfall af fjárlögum.
- Við bætist síðan sá viðbótar niðurskurður - sem kreppan framkallar.
- Að auki, viðbótar niðurskurður vegna veltuminnkandi áhrif samdráttar aðgerðanna sjálfra, sem hefur tekjuminnkandi áhrif af veltusköttum.
Er þetta lausn?
Það er sannarlega virðingarvert markmið sem slíkt, að stefna að hallalausum fjárlögum. En það tryggir ekki að land sé ekki að sigla í vandræði, né það að land lendi ekki í vandræðum, né heldur að land geti ekki snögglega lent í aðstæðum þ.s. gjaldþrot blasir við sem raunveruleg hætta.
- Ísland er augljóst dæmi - en hér var afgangur af fjárlögum hvert ár meðan bóluhagkerfið ríkti. Ríkisskuldir voru komnar niður í kringum 20% af þjóðarframleiðslu. Í reynd var stjórnun skuldamála skv. reglum algerlega til fyrirmyndar, sem og fjármálastjórnun.
- Spánn - er eiginlega sama dæmið og Ísland, en skuldir Spánar enn eru ekki nema milli 60-70% og skv. því ekki í íkja slæmum málum. Þar eins og hérlendis á sl. áratug - en á Spáni var einnig efnahagsbóla - var skv. reglum stjórnun til fyrirmyndar, ríkið rekið með afgangi hvert ár.
- Írland - það er einnig sama dæmið og Ísland, þ.e. bóluhagkerfi stóð yfir á sl. áratug, þar var einnig skv. reglum haldið vel á spöðunum, ríkið rekið með afgangi - skuldir vel innan við lágmark skv. "Protocol 12".
- Svo sá ég það nefnt nýverið, að á 10. áratugnum lenti Bretland í hagsveiflu sem hrakti það út úr Evrópska Gjaldmiðla Samstarfinu sem þá var og hét, en þá eins og frægt er veðjaði George Soros gegn pundinu og græddi heilann helling af peningum. En fram að því efnahagshruni, hafði um nokkurt árabil verið afgangur af rekstri ríkisins - en þar hafði skapast efnahagsbóla sem sprakk með hvelli. Og Bretland lenti í efnahagsvandræðum um nokkur ár. Pundið féll verulega í kjölfarið, náði sér síðar.
- Þessar stóru hagsveiflur koma aftan að mönnum, ef þeir einblína um of - á fá atriði.
- T.d. ef þú telur það algert meginatriði að reka ríkið sem slíkt, telur á sama tíma að einkahagkerfið eigi einfaldlega að sjá um sig sjálft án nokkurra afskipta eða eftirlits, þá getur stórt áfall sbr. bankabóluna hérlendis, húsnæðisbólurnar á Spáni og Írlandi; komið aftan að stjórnvöldum. Ef þau eru ekkert að spá í það, að uppgangur getur orðið að bólu.
- Hrunið hér, á Írlandi, á Spáni - þarf að kenna okkur, að einkahagkerfið getur komið stjórnvöldum um koll, ef stjórnvöld eru ekki að fylgjast nægilega með hagsveiflunni - þ.e. hvort hún er sjálfbær eða þá ekki.
En það er auðvitað fleira - Viðskiptajöfnuðu:
Ekki síður stórt atriði en jafnvægi í atvinnulífinu og jafnvægi í ríkisfjármálum; er staða jöfnuðar landsins er gagnvart útlöndum.
Það var útbreidd lenska á sl. áratug, að líta svo á að jöfnuður við útlönd væri ekki mikilvægt atriði innan evrusvæðis, þá í því tilviki við önnur lönd innan svæðisins - en slíkt afstaða er kórvilla eins og ég útskýri: Þýskaland sjálft er einn helsti grunnvandi evrunnar
Eins og ég útskýri, tel ég þetta vera í dag meginorsök stöðugt minnkandi trausts erlendra fjárfesta á sjálbærni skulda aðildarríkja í vanda, og að auki hluta af ástæðu fyrir minnkanid trausti á stöðu Frakklands og Belgíu. En þau lönd ásamt Ítalíu, Spáni, Portúgal og Grikklandi; hafa öll viðskiptahalla sem hefur varað nú samfellt i nærri því áratug.
- Ég sé ekki enn að nokkur vilji sé til staðar til að vinna bug á þeim vanda.
- Ég tel að svo lengi sem sá vandi er til staðar - verði evran óhjákvæmilega í stöðugri krýsu.
- Að löndin í vanda, geti ekki endurreist traust með fjárlaga niðurskurði einsömlum, heldur þurfi að auki - innri kostnaðar aðlögun sbr. launalækkanir sbr. "internal devaluation" sem verði mjög örðugt að framkv.
- Við það muni skuldastaða þeirra óhjákvæmilega hækka sem hlutfall af landsframleiðslu, því "internal devaluation" minnkar umfang viðkomandi hagkerfis.
- Að auki, mun þá viðkomandi ríkissjóður skv. reglum, þurfa viðbótar niðurskurð - þ.s. minnkun hagkerfisins vegna þessa auðvitað minnkar tekjur ríkissjóðs, eykur halla.
En ef það á að framkv. slíka innri kostnaðar aðlögun, þurfa þau ríki að geta fengið neyðarlánsfjármögnun á viðráðanlegu verði, yfir nægilega langt tímabil sem þarf því aðgerðirnar taka tíma, svo að auki þau þurfi ekki að leita til markaða á meðan - sem væri alltof dýrt.
- Þetta er lykilatriði - en þetta kallar á neyðarfjármögnunarsjóð af nægilegri stærð.
- Sá er ekki til staðar - það hefur verið algerlega augljóst alveg síðan v. upphaf þessa árs.
- Allar tilraunir þessa árs til lausnar þeim vanda - hafa brugðist.
Það fjármagn sem er til - dugar ekki einu sinni hálft nk. ár.
Meðan slíkur sjóður er ekki til staðar - þurfa markaðir stöðugt að reikna með möguleika á lausafjárþurrð viðkomandi landa á nk. ári. Þ.e. greiðsluþroti.
Sem þíðir, að þeir samtímis gera einnig ráð fyrir möguleikanum á bankahruni - sem skýrir mikla lækkun hlutabréfa evr. banka á þessu ári.
Á meðan enginn nothæf lausn á þessu tiltekna máli hefur verið fundin - er umræða um ofangreint samkomulag - frekar tilgangslítil.
- En ég er viss um að í Fjármálaráðneyti Hitlers Þýskalands um áramótin 1944/45 var unnið að fjárlögum nk. árs - eins tilgangslítil og þau þá voru orðin.
Verður þetta samkomulag eins "pointless"?
Niðurstaða
Þó svo að "International Agreement On A Reinforced Economic Union" sé áhugavert í algerri einangrun frá því sem er að gerast, þá sé ég ekki það sem reddingu meðan bráðalausafjárvandi ríkja í vanda er óleystur - sem stendur eins og fallöxi yfir evrusvæðinu, getur framkallað "sudden stop" atburð fyrirsjáanlega á nk. ári.
Að auki er hagkerfi ESB í niðurspíral, sem mun magna þann lausafjárvanda sem ríki í vanda glíma við, þ.e. auka fjárþörf þeirra - flýta fyrir því að sjóðir klárist jafnvel enn fyrr en ég nefni að ofan.
Svo er það bankakerfið sem er statt í mjög alvarlegum vanda, sem ég sýni: Það langhættulegasta við stöðuna á evrusvæði, er staða bankakerfisins. En þar getur einnig orðið "sudden stop" atburður, þ.e. hrun einhvers risabankans. Sjá einnig: Seðlabankastjóri Bretlandseyja varar við neikvæðum spíral niður í kerfislæga kreppu!.
Vandi ríkjanna í vanda, magnar vanda bankakerfisins - reyndar víxverka þau vandamál hvort á annað. En vandi ríkjanna er meginorsök vanda bankanna, þannig að fyrirsjáanlega versnar staða bankanna einnig á nk. ári þegar hagkerfi ESB heldur áfram niðurspiral.
Óhætt að segja að útlitið sé slæmt - tek undir eftirfarandi: Fitch says comprehensive solution to eurozone crisis is 'beyond reach' - statement in full
"Despite positive commitments by EU leaders at the Summit, notably the decision to accelerate the creation of the European Stability Mechanism (ESM) and to place less emphasis on private sector involvement (PSI), the concerns held by Fitch prior to the Summit remain pressing and have not been materially eased by the Summit outcome..." - "comprehensive solution to the eurozone crisis is technically and politically beyond reach"
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2011 | 01:42
Frakkar að fara á taugum vegna yfirvofandi lækkunar lánshæfis
Það hefur verið ærið sérkennilegt að fylgjast með dónunum sem stýra Frakklandi. En þ.e. vart hægt annað en að kalla þá dóna, miðað við þá framkomu sem þeir hafa auðsýnt undanfarna daga. T.d. kallaði Sarkozy forsætisráðherra Breta - stráksbjána. Einnig lét hann hafa eftir sér ummæli þ.s. hann fór niðrandi orðum um þær þjóðir Evrópu sem aðhyllast viðskiptafrelsi - eru síður áhugasöm um aukna regluvæðingu.
Það sem vakti þó athygli mína öðru fremur eru ummæli Seðlabankastjóra Frakklands - en þau virðast mér bera vitni um klára taugaveiklun, en Standards&Poors er að skoða lækkun lánshæfis allra aðildarríkja Evrusvæðis, og ætlar sér skv. yfirlísingu að klára það mat fljótlega.
Mér sýnist af ummælum undanfarinna daga, að Frakkar séu farnir að reikna með lækkun lánshæfis, þ.e. því að tapa "AAA" einkunn sinni.
"The downgrade does not appear to me to be justified when considering economic fundamentals," Mr Noyer said in an interview with local newspaper Le Telegramme de Brest." - ""Otherwise, they should start by downgrading Britain which has more deficits, as much debt, more inflation, less growth than us and where credit is slumping," he went on." - ""In the arguments they (ratings agencies) present, there are more political arguments than economic ones," he said." - ""Frankly, the agencies have become incomprehensible and irrational. They threaten even when states have taken strong and positive decisions," the central banker said. "One could think that the use of agencies to guide investors is no longer valid.""
Frakkland vs. Bretland
Ríkisskuldir, - - - - 85% vs. 85%.
Ríkishalli,- - - - - - 5,7% vs. 8,4%.
Þegar reiknað er með skuldum heimila, skuldum fyrirtækja - þá eru heildarskuldir Bretlands líklega umtalsvert hærri en heildarskuldir Frakklands.
Á móti þá eiga breskir aðilar 80% skulda breska ríkisins - meðan eignaraðild skulda Frakka er mun dreifðari, að auki eru þær nær allar í breskum pundum undir fullri stjórn Bank of England, meðan skuldir Frakka eru í evrum sem franski seðlabankinn sem er bara útibú frá Seðlabanka Evrópu hefur enga stjórn á þ.e. hvorki vöxtum né peningamagni.
- Breskar skuldir eru - innlendar skuldir í reynd.
- Meðan franskar skuldir eru allar "de facto" erlendar þ.e. 100%.
Ástæðan þess að ég segi þetta, er að skuldir í evrum hegða sér alveg með sama hætti or erlendar gjaldeyrisskuldir - þ.e. þú getur ekki prentað erlenda gjaldmiðla - þ.e. stýrt virði þeirra, þannig virði skulda þinna í þeim.
Þetta er kjarna ástæða þess að ríki geta orðið greiðsluþrota gagnvart skuldum í erlendum gjaldmiðlum, þ.e. vegna þess að þeir gjaldmiðlar lúta ekki þinni stjórn - þú getur ekki prentað endalaust fyrir þeim skuldum.
Aðildarríki Evru geta orðið greiðsluþrota einmitt vegna þess, að þau geta ekki prentað evrur að vild, heldur er peningamagn takmarkað stýrt af aðila utan landsins, auk þess að allt er galopið - frelsi um fjármagnsflæði algert innan svæðisins, svo peningar geta leitað mjög hratt - samtímis í miklu magni, annað - - sem sagt, "loss of confidence" atburður getur leitt til hraðs fjármagnsflótta og skyndilegs greiðsluþrots eða "full stop" - alveg eins og ríkið væri banki sem hrynur þegar það verður áhlaup og lausafé þrýtur.
Þetta leiðir til þess, eftir að markaðurinn er búinn að átta sig á því að aðildarríki evru í reynd hafa enga baktryggingu - alls enga, að markaðurinn hefur verið að bæta áhættuálagi á evruríki fyrir það eitt að vera meðlimir í evrunni.
Vegna þess að evran er þannig að hvert land fyrir sig getur ekki prentað hana að vild, þá er mjög varasamt að skulda verulegt fé - því hættan er ekki verðbólga heldur greiðslurþrot.
- Bretar geta fræðilega endalaust prentað pund, og því "de facto" er gjaldþrot Bretlands ekki mögulegt - sem skýrir þeirra hágu "credit" einkunn. Sannarlega á móti þíðir þetta, að virðislækkun gjaldmiðilsins í reynd þíðir að þeir sem eiga skuldirnar eru teknir í bakarýið.
- Það þíðir ekki að skuldavandræði séu ómöguleg í eigin gjaldmiðli - þau hafa bara aðra byrtingarmynd - - þ.e. verðbólga, í stað greiðsluþrots. Mikil verðbólga að sjálfsögðu skaðar kjör almennings - en það gerir einnig ríkisþrot algerlega óhjákvæmilega.
- Óðaverðbólga er einmitt klassísk afleiðing þess að missa algera stjórn á skuldavanda innan eigin gjaldmiðils - þ.e. líka það versta sem getur gerst, peningar verði minna virði en skeinipappír. Samanborið við greiðsluþrot, þá er það versta sem gæti hugsanlega gerst á evrusvæði í íktustu mynd af hruni, það að verði peningaþurrð í hagkerfinu - það gæti jafnvel þurft að leita alla leið til baka í barter. Menn fara þá að nota allskonar bráðabyrgða lausnir, til að eiga skipti á verðmætum. Svoleiðis hefur gerst.
- Gjaldmiðill sem hefur orðið fyrir óðaverðbólgu, getur alveg öðlast traust síðar - ef aðstæður batna, hagvöxtur verður traustur, hagur fer batnandi - hagkerfið styrkist; en þannig var það með Japan og jenið, en þar var óðaverðbólga fyrstu árin eftir stríð - sem skýrir lágt gengi jensins síðan - en jenið nýtur samt trausts. Evran getur aftur á móti einfaldlega hætt að vera til - þ.e. það versta sem getur komið fyrir hana. Endurkoma væri ólíkleg.
- Það hættulegasta fyrir Frakkland er þó að umfang bankakerfis upp á 440% af þjóðarframleiðslu.
- Sem á mikið af ítölskum skuldum.
- Samtímis því að Frakkar eru innan evru.
- Að franska ríkið getur ekki prentað þíðir að Frakkland getur ekki endurfjármagnað þá eins og Bretland gerði, með því að prenta peninga - heldur þarf franska ríkið að skuldsetja sig.
- Það hef ég enga trú á að sé mögulegt fyrir franska ríkið að höndla.
- Þannig að þeir líklega falla þegar Ítalía fellur - - sem þíðir að franska ríkið verður gjaldþrota, að verulegum líkindum.
Ég verð því að taka undir þ.s. Andrew Lilico segir - Is it now OK for British politicians and central bankers to call for France to lose its AAA rating? When can we start?
"The question France should be asking is not whether its credit rating can be justified as lower than the UK's. Instead it should be asking whether it's credit rating can really be justified as higher than Italy's."
Það er nefnilega málið - það hve Frakkland er viðkvæmt fyrir falli Ítalíu í gegnum þá staðreynd, að Frakkland innan evru getur ekki endurfjármagnað bankana sína með þægilegum hætti - eingöngu með skuldsetningu; setur fram frekar þá spurningu - af hverju er Frakkland metið hærra en Ítalía?
Niðustaða
Sú lækkun á lánshæfi Frakklands sem mjög líklega er í farvatninu, er fullkomlega réttlætanleg að mínu mati - Sjá hlekk: Standard & Poor's has tweeted a link to the full statement.
Frakkar kjósa að gleyma að Bretland var undir smásjá matsfyrirtækja 2009. Síðan þá hafa verið haldnar kosningar og ný ríkisstjórn tekið yfir. Sú ríkisstjórn hefur gripið til aðgerða til að minnka þann mikla halla sem var orðinn á breskum ríkisútgjöldum - og matsfyrirtækin hafa öll lýst yfir ánægju með þá stefnumörkun.
Að auki var þá skuldatryggingaálag Bretlands hærra en Frakklands, það sama átti við um vaxtakröfu á skuldabréf breska ríkisins; en þetta hefur allt snúist við - þ.e. vaxtakrafa Breta hefur sjaldan verið lægri, skuldatryggingaálag með því lægsta í Evrópu meðan skuldatryggingaálag Frakkl. hefur aukist hressilega á undanförnu, og vaxtaálag hefur einnig hækkað verulega.
Traust markaðarins hefur aukist á Bretlandi en minnkað að sama skapi á Frakklandi.
Það er ekki svo að matsfyrirtækin hafi leitt Bretland hjá sér - eða séu að fara ílla með Frakkland. Það neiddi enginn Frakka til að hafa halla á ríkissjóði samfellt hef ég heyrt sl. 30 ár. Eða til þess að hleypa umfangi bankakerfisins upp í 440% af þjóðarframleiðslu.
Frakkland er í reynd í alvarlegri hættu á að verða Írland i nokkrum veldum.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.12.2011 | 01:00
Jafnvægissáttmáli Angelu Merkel hefur floppað 100%
Í lok miðvikudags var það orðið ljóst, að sú bjartsýni sem fór af stað í sl. viku, vegna væntinga eða vona um það, að loks verði búin til nothæf björgun fyrir evruna; er horfin með öllu. En sem dæmi seldi Ítalía skuldabréf á miðvikudag þ.e. til 5 ára, gegnt nýju metverði - þ.e. 6,47% sbr. 6,29% fyrir tveim vikum síðan. Vaxtakrafa Ítalíu fyrir 10 ára bréf er aftur komin í rúml. 7%.
Björgunarpakkinn sem er hluti "Jafnvægissáttmálans" hefur nefnilega verið að holast upp:
En sú hugmynd að búa til 200ma. sjóð innan AGS virðist í vandræðum, en skv. fréttum - sem ekki kom fram um helgina - var hugmyndin að dreifa álaginu milli seðlabanka aðildarríkja ESB.Þannig fá löndin utan evru til að leggja fram verulegt fé á móti Seðlab. Evrópu - en í reynd myndi Þýskal. leggja fram bóðurpart hluta Seðlab. Evr. Viðbrögð "Bundesbank" eru því sérdeilis stuðandi.
- Bundesbank hefur sem dæmi, sagt ekki koma til greina að lána beint inn í sérstakann sjóð innan AGS, ætlaðann fyrir lán til Evrópuríkja. - "The Bundesbank said it can only contribute funds to the IMFs General Resources Account. Any attempt to funnel the money into a special pot for Europe would breach the EU treaty ban on state financing. " - Þetta kom fram sl. þriðjudag.
- Sl. mánudag, ítrekuðu Japan og Kína, þ.s. þau tvö ríki hafa áður sagt, að Evrópa ætti að leysa sín vandamál sjálf - sem sagt "andstaða við sér björgunaraðgerð fyrir Evrópu á vegum AGS".
- Á miðvikudag, sagði David Cameron ekki koma til greina að leggja fram 30ma. í nýjann sér sjóð fyrir Evrópu innan AGS. 10ma. viðbótar framlag, þá til hins almenna sjóðs AGS væri hámark.
Viðbrögð Cameron ættu ekki að koma á óvart - en neitun "Bundesbank" þíðir í reynd að því má skjóta föstu, að sú hugmynd sé í reynd dauð að búa til þennann sérstaka sjóð innan AGS.
Fleira hefur grafið undan:
- Á miðvikudag, áhugaverð ummæli Jean-Claude Juncker forsætisráðherra Lúxembúrgar "Luxembourg shouldn't introduce a "golden rule" requiring balanced budgets into its constitution." - "it goes against "the philosophy" of Luxembourg's constitution and claims that a "special law," if passed by a large majority, would do the trick." - - áhugavert, en það kemur mér á óvart að þessi maður, setji sig á móti einu lykilatriði "Stability Pact".
- Innan Svíþjóðar virðast miklar efasemdir uppi um þáttöku í Jafnvægissáttmálanum, en ríkisstjórnin er minnihlutastjórn.
- Í Danmörku er samstarfsfl. danskra krata harður á móti þátttöku.
- Í Hollandi og Finnlandi, eru víst einnig kröftugar efasemdir.
En án AGS láns-sjóðsins, er í reynd ekkert viðbótar fjármagn!
Þetta er lykilatriði, en um ákvæði sáttmálans að öðru leiti, er allt á huldu hvernig á að tryggja eftirfylgni í framtíðinni.
En ég sé ekki hvernig unnt er að komast hjá því að stofna nýjar stofnanir sambærilegar við núverandi stofnanir ESB - en þ.e. ekki flóknara en svo að stofnunum ESB er ekki heimilt að taka þátt í sáttmála sem er utan við lagasafn og sáttmála ESB.
Án AGS lánssjóðsins - er Evrópa reynd stödd á sama stað, og áður en fundur ríkja ESB var haldinn sl. fimmtudag. Þ.e. með í höndunum sömu stöðu - í reynd alla leið til baka í nóvember.
Sjá: Europe needs a firewall to stabilise markets
- John Paulson, kemur með tölu sem ég sé ekki ástæðu ekki til að taka trúanlega.
- 590ma..
Kostnaður við að halda Ítalíu + Spáni uppi í gegnum 2012.
Með falli hugmyndarinnar um nýjann sjóð innan AGS - er Evrópa á sama stað og í nóvember, þ.e. með einungis 200ma. eftir í svokölluðum Björgunarsjóð Evru.
Ekki einu sinni nóg fjármagn út - fyrri helming nk. árs.
Með öðrum orðum, nákvæmlega ekki neitt hefur áunnist.
- Í reynd virðist vera alger lömun innan ESB - þegar kemur að ákvörðunartöku.
- Megnið af ákvæðum sáttmálans, skipta engu máli fyrir framvindu krýsunnar.
- Þetta er eins og að, Bankastjóri Kaupþings banka hefði verið að leggja plan um starfsemi næstu ára við mánaðarmót sept./okt. 2008. - myndi kynna það með pomp og prakt, glæsta framtíð bankans næstu ár - þegar bankinn var í fullkominni óvissu um starfsemi út árið 2008.
- Svona steikt er þetta!
Nýjann fund á að halda nú á fimmtudaginn í þessari viku - þ.s. á víst að reyna að hamra einhverja frekari mynd á samkomulagið.
Markaðir féllu í Evrópu verulega á miðvikudag
- The Stoxx Europe 600 index fell 2.1pc,
- the French CAC slumped 3.3pc and the German DAX was off 1.7pc.
- In London the FTSE 100 fell 2.3pc.
- Gold plunged below 1,600 to its lowest level since July.
- Sterling hit a nine-month high against the euro.
- The euro plunged through the psychologically-important $1.30 level...down to $1.298.
Niðurstaða
Spádómur minn frá seinni hl. ágústs sl. þess efnis, að mjög miklar líkur væru á falli Evrunnar öðru hvoru megin v. nk. áramót, lýtur stöðugt betur og betur út - verð ég að segja.
En flopp síðustu tilraunar leiðtoga Evrusvæðis - er einfaldlega brjóstumkennanlegt.
En enn brjóstumkennilegri eru tilraunir ísl. aðildarsinna, til að hampa samkomulaginu sem lausn á vanda evrunnar. Hve sterkt þetta fólk er úr tengslum við veruleikann - mun út ævina vera mér undrun.
Því hraðar sem tilraunir Evrusvæðis til þess að redda málum floppa - því styttra er til hruns. Þessi tilraun í reynd entist ekki nema frá sl. föstudegi fram á sl. mánudag. Eða 4 daga. Varla það - meira að segja.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.12.2011 | 02:27
Magnaður sbr. The Economist á aðdraganda hrunsins 1931, og því sem nú er í gangi innan Evrusvæðis!
Þetta er langflottasti samanburður sem ég hef séð á því sem átti sér stað í Evrópu og Bandaríkjunum síðustu misseri svokallaðs gullfótar, og því sem nú er að gerast. Sjá: Lessons of the 1930s.
En gullfóturinn á merkilega margt sameiginlegt með hugmyndinni um evruna. Í báðum tilvikum er gengisfelling útilokuð - í tilviki gullfótarins var það tenging við gull viðhaldið af sameiginlegu kerfi ríkja Evrópu með þátttöku Bandaríkjanna og Kanada. Til þess að tryggja trúverðugleika, voru reglurnar hluti af landslögum hvers þátttöku lands. Að því leiti mynnir þetta einnig á hugmynd Merkelar og Sarkozy um "Stability Pact". Í gullfótar kerfinu voru allir þátttöku gjaldmiðlar innleysanlegir gagnvart gulli, þannig að hver sem er gat gengið inn í banka og fengið gull fyrir peninginn sinn, farið síðan með lest til næsta lands, gengið aftur inn í banka og fengið þar peninga í staðinn. Þarna vantar þann stigsmun að ganga alla leið, og hafa sama gjaldmiðilinn. Svo ekki þurfi að skipta í bönkum. En meðan gullfóturinn var til staðar var innbyrðis virði gjaldmiðlanna fryst svo þeir gátu ekki hreyfst gagnvart hverjum öðrum, þannig a.m.k. í kenningunni var engin hætta á misgengi.
Á endanum yfirgáfu öll þáttöku lönd gullfótarins hann í heimskreppunni á 4. áratugnum, en ekki fyrr en eftir hrunið 1931 - sem var miklu mun alvarlegra hrun en hrunið 1929.
Það var þá sem bankar rúlluðu út um allt, og í framhjáhlaupi urðu miklu fleiri gjaldþrot annarra fyrirtækja þá í kjölfar þess hruns, en í kjölfar þess fyrra.
Í mynd 1 - gerir The Economist sbr. á samdráttaraðgerðum sem voru framkvæmdar í Bandaríkjunum af Roovelt forseta árin 1936 - 1938 og því sem er að eiga sér stað í núverandi efnahagskrýsu.
En þá skapaðist ótti um það í Bandar. að alríkið væri á leið í skuldavandræði, með skuldastöðu er nálgaðist 40% af þjóðarframleiðslu. Sem þætti ekki mikið í dag. En þá var reyndar "Federal Budget" ekki nema um 11% af þjóðarframleiðslu Bandar. Svo skuldin var mun hærra hlutfall af tekjum alríkisins en 40%.
Það sem Economist bendir á sem má íhuga í sbr. við atburði þessa árs sem er að líða, er að samdráttaraðgerðir eru eins og nafnið bendir til, eru samdráttaraukandi.
- Það sem rendurnar sýna er niðurskurður sem framkv. var - og tölurnar aftast sýna þann ríkissjóðshalla sem ríkti við upphaf sparnaðar.
- Bandar. þegar samdráttaraðgerðir hófust voru með pósitívan hagvöxt - en sá snerist við í samdrátt sem varð 11% af landsframleiðslu yfir tímabilið. Sem verður að teljast verulega umtalsvert, mun meiri en samdráttur en Bandar. sjálf urðu fyrir í kjölfar hrunsins 2008.
- En punkturinn er að samdráttar aðgerðirnar bjuggu til samdráttinn 1936 - 1938.
- Það er vert að muna í dag, en árið í ár hófst með nokkuð líflegum hagvexti í Evrópu alveg fram til mánaðarmóta apríl/máí. Þegar skiptir alveg um gír og eftir það hefur nánast stöðugt hægt á mánuð fyrir mánuð.
- En þetta er einnig tímabil sem Evrópuríkin hafa verið að beita sjálf sig verulega harkalegum sparnaðar aðgerðum.
- En skv. áætlun Merkel og Sarkozy - ætlast þau til meiri, miklu meiri og harkalegra sparnaðaraðgerða í framtíðinni.
Er hægt að efast um að sagan frá Bandar. milli 1936-1938 verði endurtekin í Evrópu?
Í mynd 2 - Gerir The Economist annann áhugaverðann samanburð, en þ.e. á tímabilinu frá hruninu 1929 til seinna hrunsins 1931, og tímabilinu frá hruninu 2008 og tja - fram að þessum tíma.
Eins og þá hefur orðið verulegur samdráttur í peningamagni innan skuldugra ríkja - þó ekki enn eins mikill meðaltai og þá (fyrir utan Grikkland), er vert að benda á móti á að samdráttur peningamagns í S-Evr. er í fullum gangi í dag, svo þetta sýnir þann samdrátt sem orðinn er fram að þessu.
En takið eftir að aukning peningamagns á sér stað í svokölluðum kjarnaríkjum þá, og enn fram að þessu í dag - þ.e. peningar streyma þangað frá ríkjunum í vanda. Veruleg sveifla bæði þá og í dag.
- Þýskaland og Austurríki höfðu þá orðið "boom and bust" eins og Grikkland í dag.
- Frakkland var þá með hlutverk þ.s. Þýskaland leikur nú.
Maður hefði kannski búist við að í ljósi sögunnar væru Þjóðverjar betri í dag en Frakkar voru þá:
- "As pressure built in Germany, the leaders of the largest economies repeatedly met to discuss the possibility of assistance for the flailing economy.
- But the French, in particular, would brook no reduction in Germanys debt and reparations payments."
- "Recognising that the absence of a lender of last resort was fuelling panic, the governor of the Bank of England, Montagu Norman, proposed the creation of an international lender.
- He recommended a fund be set up and capitalised with $250m, to be leveraged up by an additional $750m and empowered to lend to governments and banks in need of capital.
- The plan, probably too modest, went nowhere because France and America, owners of the gold needed for the leveraging, didnt like it."
- "Just two months after the Credit Anstalt bankruptcy (May 1931) a big German bank, Danatbank, failed. The government was forced to introduce capital controls and suspend gold payments, in effect unpegging its currency. Germanys economy collapsed, and the horrors of the 1930s began."
Spurning sem brennur á allra vörum - er hvort verið er að endurtaka söguna?
Ég óttast nákvæmlega það - en gríðarlega margt er svo skelfilega sambærilegt.
- Fjármagnsflótti stöðugur frá löndum í vanda - tékk.
- Ríki í vanda knúinn til harðra samdráttaraðgerða ofan í kreppu - tékk.
- Ekki hægt að fella gengi - tékk.
- Eigendur skulda neita að gefa afslátt af þeim - tékk.
- Fjármagnsflótti magnar samdrátt.
- Samdráttaraðgerðir magna samdrátt.
- Aukin skuldabyrði magnar samdrátt.
Þetta er allt atriði sem árin eftir hrunið 2008 eiga sameiginlegt með tímabilinu milli hrunsins 1929 og hrunsins 1931.
Í dag hryktir mjög sjáanlega undir fjármálakerfinu í Evrópu - þ.e. fj. banka lyfir á neyðarlánum eingöngu.
Að auki - sjáið myndina vinstra megin, þar sést hve stórfellt hefur dregið úr eftirspurn eftir skuldabréfaútgáfum evr. banka.
Á sama tíma, sjá hægra megin á myndinni, þá er framundan mjög mikið af erfiðum afborgunum lána, sjáið að hæstu súlurnar eru fyrri hl. nk. árs.
Ofan í þetta er vitað að evr. bankar eru einnig í vandræðum með öflun skammtíma lána í gegnum aðrar leiðir, og þau vandræði fara vaxandi.
Vitað er að fj. banka hyggur á mikla sölu eigna á næsta ári, til að afla sér lausafjár.
Talið er að sú sala hlaupi líklega á bilinu 1.500-2.000ma.. Sem bankarnir ætla sér að selja af eignum. Ekkert smáræði.
Það ofan í kreppu, þ.s. kaupendum sem hafa áhuga á kaupum fer fækkandi.
Ljóst að stefnir í gríðarl. brunaútsölu bankaeigna.
Að auki bætist við, að ríkisstjórnirnar hafa skipað þeim að hækka eiginfjárhlutfall úr 5-6% að meðaltali, í 9%. Þeir hafa frest til þess fram í júní nk. eða júlí. Man ekki hvort.
Þar sem þeim er skipað að hækka eiginfjárhlutfalli - ath. ekki skipað að afla sér eiginfjár, þá hvetur þetta bankana til enn frekari sölu eigna, eða samdráttar útlána, eða hvort tveggja.
Í samhengi við stefnu Sarkozy og Merkelar um gríðarlegann viðbótar niðurskurð útgjalda meðal Evru 17 - virðist ljóst að stefnir í stórfellt hættu ástand í evr. hagkerfinu.
Niðurstaða
Ég verð að segja - að ef það væri einbeittur vilji Sakozy og Merkelar að endurtaka söguna, að skapa sambærileg skilyrði fyrir stórfellt fjármálahrun - síðan hyldjúpa heimskreppu, er varð í kjölfar hrunsins í Evrópu er hófst í maí 1931 og barst síðan um heim allann?
Þá nánast væri ekki mögulegt fyrir þau að búa til betri kokteil að þeirri útkomu en þau eru nú í sameiningu að sjóða samann.
Maður myndi kalla þetta einbeittann brotavilja!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
13.12.2011 | 02:08
Þýskaland sjálft er einn helsti grunnvandi evrunnar
Öfugt við það sem margir halda, eru lönd að mörgu leiti mun viðkvæmari/"vulnerable" innan sameiginlegs gjaldmiðils ásamt fj. annarra þjóða, en ef þær væru hver með sinn eigin.
En ef þú ert með eigin gjaldmiðil, getur þú reddað þér út úr skuldavanda með verðbólgu, brennt þeim upp í verðbólgu báli. Sem þú getur ekki gert innan sameiginlegs gjaldmiðils - sem lýtur stjórn sameiginlegs seðlabanka. Það leiðir til þess að það er mun erfiðara að koma sér út úr erfiðri skuldastöðu, sem þíðir að aðildarþjóðir sameiginlegs gjaldmiðils verða að vera passasamari en annars, þegar kemur að upphleðslu skulda. Áhugamenn um evru á sínum tíma viðurkenndu þetta, en töldu að það væri góður hlutur - því það myndi leiða til betri hagstjórnar að taka reddinguna burt - eins og þeir kölluðu það, rök sem hér er enn haldið á lofti af ísl. evrusinnum.
En það sem gersamlega gleymdist - var að það er ekki síður mikilvægt jafnvægi, að passa upp á - þ.e. jafnvægi í viðskiptum milli aðildarríkja slíks sameiginlegs gjaldmiðils. Eða kannski gleymdist það ekki, en því var haldið fram að viðskiptaójafnvægi skipti ekki máli innan sameiginlegs gjaldmiðils - menn komu með sbr. v. fylki Bandar. En þ.e. nefnilega ekki rétt - þvert á móti er það ef eitthvað er - ENN MIKILVÆGARA ATRIÐI INNAN SAMEIGINLEGS GJALDMIÐILS.
Tökum t.d. Ísland, en viðskiptahalli meira að segja milli landshluta er atriði sem þarf að jafna út með einhverjum hætti, en hérlendis er það svo að flest héröð hafa næga tekjumyndun þ.e. framleiðslu á sínu svæði, til þess að standa undir sjálfum sér. En síðan er Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga beitt til að hjálpa svæðum þ.s. framleiðsla er ekki næg, til að standa undir lögbundinni þjónustu, sem leiðir til þess að þau þurfa að nota meira fjármagn en þau sjálf hafa tekjur fyrir. Þessi munur er leiðréttur með styrkjakerfi.
Þannig er málum reddað þegar halli er milli svæða innan einstakra landa t.d. Evrópu, beitt er styrkjum sbr. byggðastefnu sem bætir svæðum upp þann skort á tekjumyndun, svo þau geti haft meiri umsvif en í reynd er grundvöllur fyrir.
Málið er að innan gjaldmiðilssvæðis ef beitt er sbr. v. fylki Bandar. og aðildarríki Evru, þá einmitt þarf sambærilega jöfnun ef þ.e. viðskiptahalli milli fylkja eða landa, alveg með sama hætti og það þarf jöfnun milli svæða innan lands ef þ.e. halli milli svæða innan eigin lands.
- Annars verða sum svæði fyrir stöðugri hnignun!
- En svæði geta ekki keypt meir inn en þau sjálf skaffa - þá flæðir fjármagn út, þar verður kreppa fyrir rest, svæði hnignar efnahagslega. Fólkið flytur burt eða lendir í fátæktargildru, nema að þessu sé mætt með millifærslum að fullu.
Það sem ekki var nægur skilningur á, þegar evrunni var hleypt á stokk, var fyrir ofangreindum sannleik - að viðskiptajafnvægi er a.m.k. eins mikilvægt, eins og góð fjármálastjórnun aðildarríkja:
Ég vitna hér í prófessor Stephen King:
"Last year Germany ran a balance of payments current account of 5,7% of GDP, even bigger than China's which stood at 5,2%"...."These surpluses need to be recycled somewhere else in the world. A current account surplus after all represents nomore than an excess of domestic savings over domestic investment. A country running a current account surplus must by definition be acquiring foreign assets. Yet in doing so it may add to cross border economic problems."
- Á sl. áratug, þá nýttu Þjóðv. hagnað sinn með þeim hætti að vera mjög gjöfulir í útlánum til annarra aðildarlanda Evru.
- Lán veitt á mjög hagstæðum kjörum - sem margir tóku, og í kaldhæðni örlaganna mikið til fór í kaup á þeirra framleiðslu.
En alveg eins og herra King segir, þá er jákvæður viðskiptajöfnuður ekkert annað en skortur á eyðslu innan lands í því landi.
Lausnin er því einföld - Þjóðverjar þurfa að eiða meira fé.
Þetta hefur einnig Mervyn King Governor of Bank of England bent á, að lausnin þurfi að liggja í því að S-Evrópuþjóðirnar og Þýskaland, leysi sameiginlega úr því viðskiptaójafnvægi sem hefur myndast.
Þjóðverjar fyrir sitt leiti, auki neyslu eða eiðslu heima fyrir, þannig smám saman þurrki upp hagnað sinn gagnvart hinum löndunum.
Það skapar síðan þeim frekari útflutnings tækifæri - sem þíðir meiri tekjur, sem leiðir til betri möguleika til að ná sér úr núverandi erfiðleikum.
- Ef Þjóðverjar vilja þetta ekki - þá verða þeir að samþykkja millifærslur.
- Þær verði þá að sambærilegu verðmæti við viðskiptahagnað þeirra við sömu lönd.
- Þá hnignar þeim þjóðum ekki frekar efnahagslega - mál geta náð jafnvægi upp á þau býti.
- En ef þeir vilja það ekki heldur - þá sé ég ekki annað framundan en stórfellt tjón.
Aftur Stephen King: "Taken together Italy and Spain are more important destinations for German export than the US. Fiscal virtue in the south is all very well but collateral damage associated with ongoing austerity will eventually hurt Germany and other northern European exporters."
Einfaldlega, ef einungis S-þjóðirnar eiga að aðlaga sig án þess að komið sé á móti þeim hálfa leið, þá verður mjög djúp kreppa hjá þeim - allt útlit fyrir á næst ári.
- Þá skreppur útflutningur Þjóðv. sjálfra saman - hressilega að líkindum.
- Þýska hagerfið nemur einnig staðar - sem einmitt hefur verið að gerast.
- Fjölgun starfa sem verið hefur á þessu ári snýst við, og þeim fer að fækka á ný.
Skv. reglu Merkelar þ.s. skuldir þeirra sjálfra eru verulegar eða um 85%, þá ber þeim sjálfum að beita sig hörðu - og verða einnig að beita sig enn meiri hörku, þegar þeirra eigið hagkerfi fer að skreppa saman.
Lagt saman - þegar nær öll aðildarríki evru 17 fara í harðar sparnaðar aðgerðir, virðist mér ekki geta leitt til annars en sameiginlegs niðurspírals - þ.s. sparnaður og samdráttur hvers fyrir sig vílxverkar á aðstæður hinna, eykur samdrátt á hinum og svo koll af kolli, svo enn meir skv. uppsettum reglum þarf að spara - aftur grípa þau til viðbótar aðgerða, sem aftur víxlverka ekki bara innan eigin lands heldur á aðstæður hinna.
Þetta getur orðið mjög kröpp brekka á nk. ári - hraður ferill niður á við.
Þetta er allt saman alger óþarfi!
Hvað á að gera?
Þjóðverjar eiga að skapa góða víxverkan með því að auka neyslu heima fyrir - en meðan þeir hafa afgang af viðskiptum hafa þeir vel efni á því.
En sjálfbær staða lífskjara er alveg upp að "0" mörkum þ.e. hvorki viðskiptahalli né hagnaður.
þýskur almenningur verður í reynd af lífskjörum sem nemur viðskipta-afganginum, algerlega að óþörfu.
Síðan þarf að heimila Seðlab. Evr. að prenta peninga til að auka peningamagn í umferð á evrusvæði tímabundið til þess að þannig hjálpa S-Evrópu þjóðunum enn frekar - það ætti ekki að þurfa endilega mjög mikla prentun, ef Þjóðverjar hjálpa með því að auka neyslu heima fyrir.
En það mun auka veltu þýska hagkerfisins, auka því veltuskatta í Þýskalandi - í reynd ætti sú veltuaukning að eyða upp þýska fjárlagahallanum.
Mun betri aðferð en þessi "fixation" á niðurskurð.
Þessi aukna velta um leið, flýtir fyrir því að þýska ríkið geti lækkað sínar skuldir - því hluti aukinna tekna getur farið beint í að greiða þær niður.
Þetta er langt í frá þvert á góða fjármálastjórnun.
- En einhvern veginn er viðskiptahagnaðurinn heilagur í augum Þjóðverja.
- Þeir virðast einfaldlega ekki skilja - hvað hann er slæmur fyrir aðra.
Ábendingar sem þessar eru dæmi um þ.s. þessir hrokafullu engilsaxnesku hagfræðingar hafa verið að koma með - verið fussað og sveiað.
Þjóðverjar og Evr. - að sögn - er víst orðin mjög pyrruð á umvöndunum engilsaxa, þegar þeir benda þeim á hvernig eigi að stýra hagkerfum.
Persónulega skil ég ekki þessa þvermóðsku - að geta ekki tekið ráð annarra!
Niðurstaða
Hinn raunverulegi vandi evrusvæðis er í reynd viðskipta-afangur Þjóðverja. Þetta er alveg skv. Kayne sem vildi skattleggja sérstaklega viðskipta-afgang þjóða. Taldi afgang mjög hættulegann fyrir kerfislegan stöðugleika alþjóða hagkerfisins.
En þ.e. einfaldlega þannig að afgangur þíðir að umframfjármagn streymir inn í það land sem hefur afgang, lönd með afgang safna fjármagni - en á móti þarf annað land eða önnur lönd að safna skuldum.
Halli einhverra annarra þarf allaf að jafna dæmið á móti. Það eru alltaf þeir með hallann sem komast í vandræði. Þá hefst alveg klassísk skuldakreppa. Þetta leikrit hefur áður gerst í sögu heimsins, annars hefði Kayne ekki verið svo uppsigað við viðskipta afgang. En mannkyn er mjög tregt til að læra af sögunni. Þess vegna eru söguleg mistök svo oft endurtekin.
Vandinn er sá að svo lengi sem núverandi viðskiptaójafnvægi viðhelst á evrusvæðinu - en enn 3 árum eftir upphaf kreppu er það lítt eða ekki minnkað; er evran í reynd í tilvistarvanda.
En stöðugt kreppuástand evrunnar er rökrétt afleiðing þess - ef Þjóðverjar neita að afnema viðskiptaójafnvægið, sem þeir eiga miklu mun auðveldara með að framkv. en S-evr. þjóðirnar.
Hættan er klár að það leiði til hruns - sem verður þá í sannleika sagt, megni til sök Þjóðverja sjálfra. Þó skv. þeirra áróðri sem því miður alltof margir trúa, sé sökinni varpað á fórnarlömbin.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.12.2011 | 19:58
40% gengisfall gæti bjargað evrunni, forðað heimskreppu!
Þetta virkar einfaldlega þannig, að skv. áætlun óháðra hagfræðinga þarf Ítalía cirka 25-30% gengisfall, Spánn á bilinu 35-40%, Portúgal á bilinu 40-50%. Ályktunin er sú að 40% væri í reynd nóg. En það myndi að flestum líkindum duga Spáni og Ítalíu, bilið sem eftir væri fyrir Portúgal væri brúanlegt með öðrum viðbótar lausnum - t.d. innri aðlögun.
Grikklandi væri ekki bjargað - en bilið væri a.m.k. helmingað sem þar þarf að brúa, því kreppan sem Grikkland mun þurfa að ganga í gegnum einnig stytt til helminga.
Ástæðan fyrir því að þetta bjargar Evru:
Er sú að þetta dugar til þess að hagkerfin sem skipta megin máli þ.e. Ítalía og Spánn, nái vopnum sínum, geti snúið vörn í sókn.
Þar sem slíkt gengisfall dugar til að þurrka út viðskiptahalla beggja, snúa honum við í afgang - þá með því sama, verða skuldir þeirra sjálfbærar.
Það þíðir að markaðurinn aftur öðlast tiltrú á þeim, alveg eins og gerðist með Ísl. þegar viðskiptahalli snerist við og varð að afgangi, sbr. lán sem Ísl. fékk fyrr á árinu á mjög viðunandi kjörum miðað við þ.s. gerist og gengur í dag, þ.e. 4,993% fyrir 5 ára lán. Sést einnig á stöðugri lækkun skuldatryggingaálags Ísl. - sem hefur verið jafnaði á þessu ári í 200 - 260 punktum. Sem er lægra áhættuálag en Belgía svo dæmi sé nefnt.
Að auki þíðir það, að þessi lönd þurfa ekki lengur á aðstoð - þ.e. naflastreng frá Þýskalandi, sem losar þau undan þeirri klemmu, að Þjóðverjar hafi óeðlileg tök á þeim.
Það auðvitað breytir þeirri óeðlilegu valdastöðu sem Þjóðverjar hafa verið með undanfarið, þ.s. þeir ekki lengur geta treyst 100% eða því sem næst á atkvæði Frakka, Ítala og Spánv. - þannig stýrt öruggum meirihluta atkvæða.
En Frakkland hrynur ef Ítalía hrynur, svo að í forbyfarten, þíðir gengisfallið að Frakkland er einnig hólpið, en það mun einnig þurrka út og vel það þeirra viðskiptahalla, það sama mun eiga við viðskiptahalla Belgíu. Þannig, að þá hættir væntanlega sú hækkun skuldatryggingaálags Frakkl. og Belgíu, sem verið hefur í gangi upp á síðkastið.
- Málið er að með því að þurrka út það viðskiptaójafnvægi sem verið hefur til staðar innan Evru, þurrka út viðskiptahalla Frakklands - Belgíu - Spánar - Ítalíu, Portúgals að mestu - helminga halla Grikklands.
- Þá er bundinn að mestu endir á skuldakrýsu aðildarríkjanna, því þ.e. viðskiptaójafnvægið sem er drifkrafturinn að baki þeirrar krýsu.
- Bankakrýsan endar sennilega við það einnig - því þ.e. óttinn um fjárhagsl. tap banka vegna skuldakrýsu aðildarlandanna, sem hefur verið megin drifkraftur bankakrýsunnar, er að skapa þá hættu á hruni bankakerfis Evr. sem er nú til staðar.
Það er ekki réttur sá skilningur sem Þjóðverjar halda fram, að það sé halli ríkissjóða sem sé megindrifkraftur krýsunnar - enda sbr. Ítalíu, skiptir skuldalega séð litlu máli fyrir Ítalíu hvort halli ríkissjóðs sé 3% - sem er löglegt mark - eða 4% þ.s. hann er nú staddur. Heldur er það lykilatriði að snúa núverandi viðskiptahalla milli 3,5-4% í afgang.
Því þegar land hefur viðskiptahalla, þá er skuldastaða þess lands gagnvart útlöndum ósjálfbær - því framreiknað þegar halli er til staðar á viðskiptajöfnuði þá hækka þær skuldir stöðugt og skuldastaða verður óhjákvæmilega ósjálfbær fyrir rest.
- Hvort svo er í reynd er þá einfaldlega líkindareikningur, þ.e. á grundvelli líka um það hvernig viðkomandi þjóð muni ganga að snúa þeim halla við í afgang.
- Nú eru 3 ár liðin frá kreppu upphafi 2008, og enn eru ofangreindar þjóðir allar með viðskiptahalla, og samtímis eru hagkerfi Evrópu að spírala niður.
Svo líkindi þess að þau nái að framkvæma svokallaða innri aðlögun fara minnkandi, að öllu óbreyttu sem máli skiptir, að auki mun niðursveiflan draga úr tekjum þeirra landa, gera skuldastöðu því enn síður sjálfbæra.
Að lokum, verður ekki séð að sú áætlun sem Þjóðverjar knúðu fram aðfararnótt sl. föstudags, innihaldi aðgerðir sem líklegar eru til að skila minnkun þessa viðskiptaójafnvægis sem ríkir innan Evrusvæðis, og tja - einkum þeir græða á.
Reyndar verður ekki séð betur en að það aðgerðaplan miði allt við hagsmuni Þýskalands:
- Þjóðverjar eru kröfuhafar - svo þeir eru eðlilega á móti því að þynna út virði gjaldmiðilsins með peningaprentun, svo þeir hafa alltaf verið henni mótfallnir, og eru enn.
- Þeir hafa að auki verið mótfallnir því að veita þeim þjóðum sem skulda afslátt af skuldum, nema að því marki sem einkaaðilar myndu taka þann kostnað að einhverju leiti, en ekki komið til greina að gera það með þeim hætti að skuldir sem þýska ríkið á beint eða óbeint, séu afskrifaðar að hluta. Kröfuhafar eru vanalega tregir til afskrifta.
- Að auki þverneita þeir að veita ábyrgð á skuldum hinna, þannig niðurgreiða í reynd þeirra skuldakostnað - en ég hef reyndar skilning á því þ.s. slík aðgerð væri verulega fjárhagsl. áhættusöm fyrir Þjóðverja. En ég hef mun síður skilning á tregðu þeirra við það að heimila prentun eða aflætti af skuldum.
- Málið er að Þjóðverjar viðhafa þá algengu tregðu kröfuhafa, við það að skilja þegar að þeim punkti er komið að svo stendur á, að þeirra skuldarar eru komnir í svo erfið mál að það sé öruggt nær svo að þeir muni aldrei endurgreiða að fullu þau lán sem þeir hafa tekið.
- Að það sé svo komið, að í reynd sé það þeim einnig í hag, að skera hlutfall af þeim skuldum, svo aðilarnir sem skulda þeim, geti náð vopnum sínum og náð að forðast gjaldþrot.
- En við slíkar aðstæður - við þrot þá verða kröfuhafar óhjákvæmilega fyrir því tjóni - líklega meira en ef þeir hefðu afskrifað að hluta. En þess í stað að afskrifa, eru Þjóðverjar að heimta: Stórfelldann niðurskurð velferðar í löndum sem skulda þeim. Að þau selji fjölskyldusylfrið þ.e. framkv. allsherjar brunaútsölu ríkiseigna - sem væntanlega Þýskir aðilar sjá tækifæri í að njóta, hækki skatta og lækki laun; allt til þess að Þjóðverjar sjálfir þurfi ekkert að afskrifa, engu að tapa - eða svo virðast þeir virkilega halda að sé mögulegt.
Ef markaðurinn fellir evruna um 40%
Mun hefjast ógurlegt ramakvein - ekki síst ísl. aðildarsinna og evrusinna.
En þ.e. merkilegt hve þeir taka algerlega málstað Þjóðverja - hafa gert mistúlkun þeirra að sínum skilningi, þ.e. málið sé að S-þjóðirnar hafi verið vondar, þ.e. lifað um efni fram, klúðrað.
Þjóðverjar sjálfir séu góðir - hafi gert allt rétt, ekkert sé upp á þá að klaga.
S-Evr. þjóðirnar eigi sem sagt að skera niður - taka hyldjúpa kreppu, í reynd refsingu.
Merkilegt hvernig það rímar einnig við afstöðu þeirra gagnvart Íslendingum í Icesave deilunni, þ.s. talað var eins og Íslendingar væru syndug þjóð, sem þyrfti að undirgangast hreinsunareld - svo Evrópuþjóðirnar myndu síðar meir fyrirgefa okkur.
- En ísl. aðildarsinnar í báðum málum - þ.e. vandræðum okkar, og vandræðum aðildarþjóðanna í S-Evrópu, tileinka sér hagsmuni kröfuhafa. Þ.e. þeirra sem eiga skuldirnar.
- Ég veit ekki af hverju þ.e. svo - þetta blessaða fólk styður með ráðum og dáð hagsmuni eigenda skulda, það sjónarmið að skuldir séu heilagar - þeir sem tóku lán beri alla sök.
- Það er sem sagt ekki viðurkennt það sjónarmið, að sök sé eðlilegra að líta á sem skipt.
- Þ.e. í tilviki S-Evrópu sé réttmætt að Þjóðverjar og þær mætist á myðri leið.
En þ.e. þ.s. myndi gerast með gengisfalli evru um 40%. Þ.s. það gengisfall þíðir þá raun virðislækkun skulda þeirra, því í reynd sambærilegt við það að Þjóðverjar afskrifi að hluta, að auki hverfur þeirra viðskiptahalli að mestu svo að það verður ekki lengur þannig að Þjóðverjar muni þurfa að halda þeim uppi nk. ár - fyrir utan Grikkland.
- Þær greiða síðan upp restina af sínum skuldum með tíð og tíma, verða ekki greiðsluþrota.
Vegna þess þær verða ekki greiðsluþrota, er einnig stórfelldum útlánatöpum banka forðað á evrusvæðinu, en í reynd þíðir 40% fall víðast hvar þ.s. verðtrygging víðast hvar er ekki beitt, að skuldir almennings - fyrirtækja, einnig raunlækka.
En vegna þess að inneignir raunverðfalla einnig á móti, þá skapast við það ekki ójafnvægi á efnahagsreikningum banka - þess í stað vegna þess að eftir raunverðfall eru skuldarar mun ólíklegri þaðan í frá að verða gjaldþrota, vegna þess að ríkin sem í dag standa frammi fyrir þroti verða það ekki heldur - fyrir utan Grikkland - - þá er sennilega einnig bankakerfi Evrópu forðað frá því að rúlla.
Í reynd væri bundinn þar með endir nokkurn veginn samstundir, á fjármálakrýsuna innan evrusvæðis. Því bankarnir geta alveg þolað það tap sem Grikkland myndi valda, eitt og sér.
En með 40% falli evru væri ekki lengur nokkur hætta um það, að það verði dómínó áhrif af þroti Grikklands - sú hætta væri alveg farin.
Hvað með Ísland
Við myndum auðvitað græða á því að heimskreppu væri í reynd afstírt.
Á móti kemur að sennilega þarf krónan að fylgja evrunni niður - og ég er hræddur um að ASÍ heimti aftur að vísitalan sé ekki fryst. Auðvitað mun Gylfi svo hrópa enn á ný "KRÓNAN" þó svo það að láta vísitöluna hækka lánin væri skv. hans beiðni eins og það var síðast. En Gylfi ASÍ virðist fyrst og fremst hugsa um lífeyrissjóðina. Það er peningalega hagsmuni - ekki hagsmuni almennings, verkafólks.
Ef það verður svo að ríkisstj. aftur gerir þ.s. Gylfi segir henni, að láta vísitöluna hækka lánin, þá mun skuldastaða almennings versna enn á ný - og það verulega.
Því alveg eins og innan Evrópu, ef krónan fylgir evrunni niður, þá mun allt innflutt hækka og það verulega, nema auðvitað vörur frá Evrópu.
En olía hækkar þá mikið - vörur annars staðar frá.
Þetta þíðir umtalsverða verðbólgu enn á ný - alveg eins og það sama mun gerast á evrusvæðinu.
Aftur hækka vextir á bankalánum, sem sannarlega mun þá einnig gerast á evrusvæði.
Eitt gæti þó unnist með þessu, að sú míta meðal ísl. evrusinna að evran sé hafin yfir hagfræðileg lögmál, ætti að rofna.
Bankavextir myndu á evrusvæði sennilega fara hátt að 20% - vegna verðbólgunnar sem mun af hljótast. En hún verður sennilega innan v. 20%, segjum milli 15-20%.
Síðan eins og hér gerðist, hverfur hún á 1,5-2 árum. Þ.e. verður horfin 2014 snemma árs.
Niðurstaða
Markaðurinn hefur tækifæri til að taka ráðin úr höndum Angelu Merkel og Þjóðverja, með því að bjarga evrunni frá enn alvarlegra hruni, með þeim hætti að fella hana í virði að nægilegu marki til þess að Ítalíu og Spáni sé bjargað.
Ég held að rökrétt sé að miða verðfall evru einmitt við það að bjarga þeim löndum, þess vegna sé rökrétt að miða við 35-40% gengisfall, kannski nær 40%.
Það myndi bjarga þeim lykillöndum frá greiðsluþroti - þar með einnig evrópska bankakerfinu frá því að hrynja saman, og ergo - forða heimskreppu, sem verður ef mál halda áfram í núverandi ósjálfbæra farvegi.
Þó svo að við þetta verði evrunni bjargað - heimskreppu forðað, munu ísl. evrusinnar og evrópskir rísa upp, og hefja upp ramakvein um samsæri markaðarins - sennilega mun heyrast röflið um samsæri engilsaxa sem eiga skv. tali sumra að vera að baki þessu öllu.
Það kaldhæðna er, að ef þetta gerist, þá í reynd styrkir það grundvöllinn undir það plan sem Þjóðverjar vilja fylgja, þ.e. sparnað.
En með því að útflutningur S-Evrópu nái vopnum sínum, þá mun þeirra útflutningshagkerfi geta stutt við þeirra efnahag, meðan þau framkvæma þá aðra innri aðlögun sem góð ástæða væri að framkvæma.
Áætlun sem getur ekki gengið upp í dag, væri allt í einu orðin möguleg.
Svo að ef löndin vilja búa til sameiginlega hagstjórn, er ekkert sem hindrar þau í því að halda áfram með þá hugmynd.
Þjóðverjar tapa í reynd ekki því sem þeir myndi ekki hvort sem er tapa - þ.e. peningalega séð.
Á hinn bóginn tapa þeir þeim óeðlilegu völdum sem þeir hafa haft yfir Evrópu sl. misseri, því gengisfallið losar S-Evrópulöndin Ítalíu og Spán, og því einnig Frakkland, úr snörunni.
Evrusvæðið getur síðan í framhaldinu náð betra efnahagslegu jafnvægi - en nú ríkir. Betri eftirfylgni og lærdómur af efnahagslegum mistökum sl. áratugar, getur skilað því að gjaldmiðilssvæðið virki betur í framtíðinni en það fram að þessu hefur gert.
Þaðan í frá þarf evrusvæðið að vera mjög vakandi fyrir því að slíkt ójafnvægi myndist á ný.
Svo evrukrýsan verði ekki endurtekin seinna.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
10.12.2011 | 19:47
Hvað er varasamt við samdráttar stefnu Þjóðverja?
Þjóðverjar og stuðningsmenn þeirra - þar á meðal fj. ísl. aðildarsinna - hafa hampað "internal devaluation" eða kostnaðar aðlögun hagkerfis innan frá, sem valkosti við gengisfellingu. Nefnd eru dæmi um að slíkt hafi heppnast af dæmum Eistlands og Írlands, og sannarlega virðist sem að framkvæmd hafi verið veruleg innlend kostnaðar aðlögun í báðum löndum.
Benda þarf þó á að í báðum löndum minnkaði hagkerfið að umfangi um rúml. 20%. En ef notaður er GDI (Gross Domestic Income) mæling í stað GDP (Gross Domestic Product) þá fæst minnkun eigin tekna írska hagkerfisins um liðlega 20%. En hin mælingin gefur lægri sem munar cirka 10% - vegna þess að sú tekur með tilteknar eigin tekjur erlendra fyrirtækja sem þar starfa, og dregur ekki frá hagnað þeirra sem sendur er úr landi í reynd - nýtist sem sagt ekki landinu í reynd.
Ég held að GDI sé í þessu tilviki réttari mæling þ.s. hún dregur frá hagnað erlendra fyrirt. sem verður ekki eftir í landinu.
"Internal devaluation" leiðir til þess að evruskuldir hækka
Hagkerfin sem munu fylgja innri aðlögunar plani Þjóðverja, munu öll verða fyrir því eins og almenningur hér varð fyrir sem átti erlend lán, að misvægi verður milli tekna og lána. Það er vegna þess að evran virkar þannig að hún mun ekki lækka, þó þessi tilteknu hagkerfi skreppi saman.
Segjum að S-Evrópu ríkin fari þá leið að lækka laun eins og Eistland og Írland - leggjum umræðuna um það hvort það sé yfirleitt mögulegt í bið.
Þá gerist það sama sbr. rúm 20% minnkun hagkerfa beggja landa, að þessi innlenda kostnaðar aðlögun minnkar heildar umfang S-evr. hagkerfanna.
Það þíðir - eins og ég sagði - þ.s. evran heldur sínu verðgildi, að skuldirnar hækka í hlutfalli við landsframleiðslu.
En umfang hagkerfanna minnkar, vegna þess að launalækkun hefur bein áhrif til minnkunar umfangs viðkomandi hagkerfis, því kaupmáttur minnkar og velta minnkar því.
Þetta er eina leiðin sem Þjóðverjar bjóða S-Evr. þjóðunum upp á, þ.e. að ná til baka kostnaði með lækkun launa, og niðurskurði útgjalda.
Kauplækkun, sem stuðlar að minnkaðri eftirspurn - því minnkaðri veltu innan hagkerfisins, mun framkalla viðbótar niðurskurðar þörf fyrir ríkissjóðina - því tekjur ríkissjóðanna minnka vegna minnkaðra skatttekna af veltu.
Að auki, þá minnkar niðurskurður útgjalda þá veltu innan hagkerfanna sem er á vegum ríkissjóðanna sjálfra, sem hefur einnig áhrif til minnkunar heildarveltu hagkerfanna - þannig einnig til aukningar umfangs skulda per landsframleiðslu, og að auki minnkar það skatttekjur sem koma á móti af launum þeirra sem missa störf vegna þess að ríkið minnkar sitt umfang - - þá þarf ákveðinn viðbótar niðurskurð fyrir því.
Til að standa undir skuldum, sem hækka við alla þessa minnkun veltu, þurfa ríkissjóðirnir þá að hækka skatta - líklega umtalsvert.
Þær skattahækkanir, þá minnka veltu hagkerfanna til viðbótar, sem eykur enn hlutfall skulda per landsframleiðslu - þær skattahækkanir að auki draga úr getur hagkerfanna til hagvaxtar, og minnkar því getu þeirra til að ná sér upp úr táradalnum með hagvexti.
Er þetta mögulegt?
Sko í augum launamanna er það alltaf slæm hugmynd að samþykkja launalækkun - þess vegna er vanalega öflug andstaða við slíkar leiðir líkleg.
Þetta er þó talið líklegra til árangurs í litlum löndum en stórum.
Einnig í samfélögum sem eru þannig séð tiltölulega samrímd, með litlum deilum milli hópa - en þeim þ.s. andstæður eru meiri milli hópa, og almennt samkomulag milli þeirra lakara.
Síðan þarf að benda á, að á Írlandi var þetta ferli hafið þegar fyrir árslok 2008, og stóð fram á þetta ár. En í S-Evr. er það í reynd varla hafið enn.
Þessi aðlögun tók sem sagt á þriðja ár í Írlandi - og að auki, þarf að benda á að laun þar hafa lækkað í reynd ekki nema rétt um bil sem nálgast 10%.
Víða í S-Evrópu þarf mun stærri launalækkanir en 10%.
- Óháðir hagfræðingar telja að Ítalía þyrfti cirka 30% gengislækkun.
- Portúgal um 50%.
- Spánn um 40%.
- Grikkland milli 70-80%.
Að auki eru þessi lönd mun fjölmennari en Eistland og Írland, nema Portúgal.
Að auki er almennt viðurkennt, að í þessum löndum er sátt milli hópa samfélaga ekki nærri eins góð og í N-Evrópu öllu að jafnaði.
Þetta samhengi segir mér - að þó svo innri aðlögun hafi tekist í tveim tilteknum löndum, sé hún líklega praktíst séð ómöguleg fyrir löndin í S-Evrópu.
Gjáin sem þarf að brúa sé einfaldlega of stór!
-------------------------
Valkostirnir séu bara tveir:
- Vera varanlega á naflastreng frá Þýskalandi, nokkurs konar leppríki Þýskal.
- Eða yfirgefa evruna, framkvæma klassíska gengisfellingu eftir innleiðingu eigin gjaldmiðils.
Valkostur 1 er þá langvarandi kreppuástand - stöðnun eða samdráttur til mjög langs tíma.
2 er sneggri en djúp kreppa, síðan eins og hér gerðist, að hagvöxtur hefjist á ný innan 2-3 ára frá hruni því sem verður. En þaðan í frá upp-á-við.
Góð spurning hvort að samfélögin hafa úthald í langvarandi táradal - í raun og veru, fátæktargildru.
Eða hvort að samfélags uppreisn verði, og kosnir verði til valda einstaklingar - sem taka löndin út úr evrunni. Lísa þau greiðsluþrota. Láta allt flakka - svo möguleiki sé að byggja upp út úr rústunum.
Markaðurinn mun sennilega ráðast á evruna í næstu viku
Markaðurinn er búinn að sjá hvernig þetta hefur gengið fyrir sig í Eistlandi og Írlandi, og síðan í Grikklandi.
Markaðurinn veit alveg, að miðað við það að S-löndin þurfa að framkv. stærri aðlögun en Írland og Eistland þurftu, að fyrirsjáanlegt er að skuldakrýsan mun versna áfram í S-Evrópu.
Markaðurinn getur alveg framkv. lauslegan líkinda reikning út frá þekktum staðreyndum, og ákveðið hvort slíkar áætlanir hafi trúverðugleika.
Ég tel að niðurstaðan verði líklega sú, að slíkar áætlanir hafi það ekki - þegar kemur að S-Evrópu.
Markaðurinn muni því líklega komast að þeirri niðurstöðu að samkomulagið um björgun evrunnar frá því aðfaranótt sl. föstudags, sé líklega ekki trúverðug leið fyrir Evrópu upp úr núverandi vanda.
Hann getur alveg áætlað nettó áhrifin af því, ef öll löndin sem í dag hafa viðskiptahalla þ.e. Frakkland, Belgía, Ítalía, Spánn, Portúgal - fara að beita forskrift þeirri sömu sem beitt var á Grikkland; sem augljóslega verða mjög í þá átt að magna upp tilhneigingu til samdráttar heildar hagkerfis evrusvæðis.
Og að auki, séð út lauslega, hvað gerist fyrir bankana innan evrópu, ef fyrirsjáanlega af völdum stefnunnar skuldsetning sömu landa per landsframleiðslu mun aukast - sennilega um prósentu tugi.
Því þá veit markaðurinn að trúverðugleiki greiðslugetu þeirra af skuldum versnar - sem þíðir að skuldabréf þeirra sömu landa munu verðfalla; sem mun þíða að enn meir mun sverfa að eiginfé þeirra banka innan Evrópu sem eiga verulegt magn af skuldabréfum þeirra sömu landa.
Markaðurinn mun sem sagt sjá, að fjármálakrýsan mun fyrir bragðið magnast við þessar aðferðir - og halda áfram að gera það um fyrirsjáanlega framtíð.
Miðað við það hve staðan er þegar tæp fyrir fjölmarga banka - miðað við framreikning um áframhaldandi táradal fyrirsjáanlega um langa framtíð; sem sagt að ekki er unnt að sjá út hvenær hlutir fara að batna.
Þá spái ég því að markaðurinn jafnvel þegar í næstu viku, jafnvel þegar nk. mánudag, muni beita sér gegn evrunni.
Það verði gerð atlaga að henni!
Niðurstaða
Ég er þess fullviss að leið innri aðlögunar er ófær fullkomlega fyrir aðildarríki evru í S-Evrópu. Þetta tel ég að markaðurinn sé að líkum búinn að átta sig á. Ég hugsa að í tómi helgarinnar, þegar menn hafa frið til að hugsa málið, þá sjái þeir að samþykkt sú er ríki Evrópu gerðu aðfararnótt sl. föstudag sé alls engin redding. Þvert á móti, sé ekkert fyrirsjáanlegt annað en versnandi ástand.
Mér finnst því líklegt að mjög fljótlega verði gerð atlaga að evrunni.
En það er augljóst að einhvern tíma kemur að þeim punkti - að hún verðfellur og það hraustlega.
Það má vera að sá tímapunktur sé nk. vika.
Sjá áhugaverð grein: Questioning the Legality of a Separate Euro Treaty - By Christoph Schult
Það er full ástæða að ætla að nýi sáttmálinn sé einfaldlega ólöglegur.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.12.2011 kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar