Niðurstaða fundar Merkelar og Sarkozy!

Af niðustöðu fundar Angelu Merkel og Sarkozy virðist ljóst að hvorugt náði öllu sínu fram. En eins og fram kemur, virðist Merkel hafa gefið það eftir að nýtt yfirvald innan ESB væri búið til, sem hefði vald yfir fjárlögum einstakra aðildarríkja, þannig að þau þyrftu að fara í yfirlestur fyrst, og að auki að Dómstóll ESB gæti dæmt ríki til að fara eftir fyrirmælum ESB yfirvaldsins um ákvarðanir er varða fjárlög.

Að auki virðist Merkel hafa gengið að kröfu Frakka, um að í framtíðinni verði ekki gengið á hagsmuni einkaaðila sem eiga kröfur í skuldir einstakra ríkja.

Þetta er risastórt atriði - sem Sarkozy fær í reynd Merkel til eftirgjafar um.

Það að dómstóllinn fylgist með því hvort skuldareglan þ.e. 60% hámarks ríkisskuldir, hafi raunverulega verið leidd í stjórnlög hvers lands - geti dæmt land sem ekki hefur innleitt þá reglu að nægilegu marki; er mun vægara fyrirkomulag.

 

Hver var þessi niðurstaða, tekið af vef Financial Times:

Það sem Sarkozy sagði:

  • Franco-German proposal will mean modified Eu treaty, ideally for all 27 EU members.
  • Proposal could also mean a treaty for 17 Euro zone members, open to others.
  • Paris-Berlin want a budget balancing rule across the Euro zone.
  • Paris-Berlin want automatic sanctions for failing to meet 3% deficit rule.
  • Paris-Berlin agree only a qualified majority of 85% can block automatic sanctions.
  • There shall be automactic sanctions if deficit ceiling of 3% is breached.
  • Paris-Berlin want ESM to be brought forward to 2012.
  • Paris-Berling have agreed that private bond holders shall not in the future be called upon to bear some of the losses in a future debt restructurin - Greece shall be a one off.
  • Paris-Berlin agreed that Euro bonds are no way a solution to the crisis.
  • Paris-Berling agreed tha EU court cannot overrule national budgets.
  • Sarkosy says EU court can decide if national fiscal rulse comply with terms of new EU treaty.

Það sem Merkel sagði:

  • Merkel says need for structural changes with treaty changes of binding bebt brakes.
  • Merkel says treaty changes for EU 27 would be most logical but can be with just 17, if necessary.
  • Merkel says European Court of Justice should be able to judge whether debt brake is sufficiently implemented in national law.
  • Merkel say European court of Justic will not oversee national budgets.

 

Hver vann?

Það er þegar sprottið upp debatt um það atriði á netinu. Merkel náði ekki tilteknum atriðum fram, en hún kom í veg fyrir Evrubréf. Hún kom einnig í veg fyrir að innleidd væri peningaprentun.

En Sarkosy kom í veg fyrir að innleiðing ESM - þ.e. hinn nýi björgunarsjóður Evrusvæðis sem á að vera varanlega í gildi þaðan í frá, þíði að höggvið verði í hagsmuni einkaaðila sem eiga kröfur á hendur einstökum aðildarríkjum Evrusvæðis, en hingað til hafði Þýskaland krafist þess að frá gildistöku hans innihéldu skuldabréf aðildarríkja klásúlu um sjálfabyrgð þeirra sem kaupa ríkisbréf. En nú verður það ekki svo, heldur eins og hingað til, að leitast verði af fremsta megni um að triggja að einkaaðilar verði fyrir engu tjóni.

Eftir niðurstöðu fundar Angelu og Merkelar, hafa ríkisskuldir Ítalíu og Spánar hækkað verulega í verði, þ.e. vaxtakrafan hefur farið niður.

En þetta er sennilega nýr uppreikningur á grunni nýs áhættumats, þ.s. nú telja kröfuhafar meiri líkur á að leitast verði í sem lengstu lög að triggja að þeir fái virkilega sitt.

Að auki kom Sarkozy - eins og ég sagði að ofan - í veg fyrir að Angela Merkel næði því fram að vald yfir fjárlögum aðildarríkja væri fært að verulegu leiti til Brussel, og að ESB dómstóllinn gæti dæmt lönd sem ekki fara eftir fyrirmælum um fjárlög.

Þetta eru megináherslur þeirra sem segja Sarkozy hafa unnið. Þetta eru hvort tveggja stór atriði.

En samtímis kemur Merkel í veg fyrir sameiginlega ábyrgð - þ.e. að Þjóðverjar ábyrgist skuldir aðildarríkjanna, og peningaprentun.

Einnig stór atriði.

Þetta virðist mér því vera jafntefli - svona nokkurn veginn!

 

Kreppa er í aðsigi

Þetta leysir ekki þann vanda, að hagkerfi Evrópu eru nú stödd inni í hröðum samdráttar spíral, og stefnir hraðbyri í efnahagssamdrátt, ef sá er ekki þegar hafinn. Þetta mun hafa mjög erfið áhrif á greiðslugetu ríka - að auki mun auka halla, og skv. nýju reglunum kníja fram frekari niðurskurðar aðgerðir, í reynd alltaf stöðugt frekari slíkar eftir því sem efnahagsnum hnignar frekar.

Á sama tíma er bankakreppa í reynd skollin á, en evr. bankar eiga í herfilegum fjármögnunar vanda þ.s. eftirspurn eftir þeirra skuldabréfum er hrunin, samtímis því að þeir eiga einnig erfiðara en vanalega um að nálgast skammtímalán af öðru tagi; svo það stefnir í mikla eignasölu á næsta ári.

Það lítur ekki vel út þegar það fer saman við efnahagshnignun, en niðurskurður útlána mun auka hraðann á samdrættinum. Það sama munu niðurskurðar aðgerðirnar sem skv. hinum nýju reglum, þarf að innleið af krafti og sem fyrst. 

Þetta virkar á mig sem uppskrift að nánast fullkomnum stormi.

 

Niðurstaða

Bjargar þetta Evrópu? Það held ég ekki. Málið er að grunnvandi Evrópu sníst ef e-h er meir um viðskiptaójafnvægi sem hefur hlaðist upp innan Evrusvæðis, þ.e. að tiltekin lönd hafa viðskiptahalla við tiltekin önnur lönd. Það viðskiptaójanfvægi sem enn viðhelst 3 árum eftir að kreppan hófst, grefur jafnt og stöðugt undan greiðslugetu Frakklands, Belgíu, Ítalíu, Spánar, Portúgal og Grikklands. Það er vegna þess, að slíkur halli veldur stöðugri aukningu skulda. Að auki, að hann þíðir að framreiknað - á viðkomandi land ekki fyrir sínum skuldum, sem eru í eigu aðila utan landsins, burtséð frá því þó þeir aðilar séu innan lands sem einnig er aðili að svæðinu.

Eina leiðin til að setja tappa í það gat, er "transfer union" þ.e. millifærslur, að lönd sem græða sendi sömu peninga til baka í gegnum styrkjakerfi svona svipað og innan landa eru sum svæði að fá svokallaða byggðastyrki.

Hin leiðin er að fólk greiði atkvæði með fótunum, þ.e. flytji þangað sem störfin eru að fara.

Þiðja leiðin er að jaðarsvæði verði föst í varanlegri fátæktargildru - sem mér virðist akkúrat í stefna. 

---------------------

Efnahagsleg hnignun jaðarsvæða mun þó valda einnig kjarnanum alvarlegum efnahagsvanda, því það stefnir þá í mjög alvarleg útlánatöp sem ríkissjóðir kjarnaríkja þurfa þá að bæta bankakerfum sínum upp.

Það þíðir þá einnig, sbr. 60% regluna og sjálfvirkar refsingar - að kjarnaríkin munu sjálf þurfa að beita sig mikilli hörku, þ.e. skera niður og skera niður.

Ef ekki verður hrun, sé útlitið langvarandi stöðnun eða hnignun um langt árabil.

En ég sé þó ekki hvernig alvarlegri efnahagskreppu verði forðað á næsta ári - þ.s. ef öll löndin fara samtímis í harðar sparnaðar aðgerðir, samtímis því að útlit er fyrir að bankakerfin munu skera niður útlán - selja eignir eins og unnt er, fyrirtæki draga úr fjárfestingum og almenningur úr neyslu; þá getur vart verið um aðra útkomu.

Það mun þá hrikta mjög - mjög mikið undir. En ég bendi á að svona harkalegt "austerity" var einnig ástundað þegar Evrópulöndin leituðust við að ríghalda í gullfótinn sáluga. Þau gáfust öll upp fyrir rest. En ekki fyrr en að 4. áratugurinn var búinn að vera samfellt hnignunarkseið.

Manni sýnist stefna í slíka endurtekningu sögunnar. Þ.e. veruleg hætta á að sagan endurtaki sig einnig með bankahrunin sem þá áttu sér stað.

Sjá: 

Það langhættulegasta við stöðuna á evrusvæði, er staða bankakerfisins

Merkel og Sarkozy hafa bæði tvö rangt fyrir sér!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

á evrusvæðinu er enginn viðskiptahalli, eins og ég benti á áður.  Þá ertu að tala um að það sé viðskiptahalli milli norðurlands-vestra og suðurlands.

Vandamálið í grunninum er ofmetið verð eigna í Evrópu.  Fólk þarf að fá stórlán í banka, til að kaupa smá kofaskrífli.  Eina lausnin er endurmat á eignarverði, með að minsta kosti 50% niðurskurð á verði, sem gerir fólki kleift að eignast hluta án bankalána.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 18:00

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne - hættu þessu bulli.

Innan evrusvæðis er enn hættulegra að hafa viðskiptahalla milli einstakra aðildarlanda, en ef þau hefðu sjálf eiginn gjaldmiðil.

Svæðið virkar ekki eins og eitt land, líking milli svæða innan eigin lands er tómt rugl.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.12.2011 kl. 18:05

3 identicon

Er ekki vandamálið að stjórnendur 2 stærstu ríkjanna sem dóminera ESB, Þýskalands og Frakklands geta ekki komið sér saman um lausnir vegna þess að þau hafa gjörólíka hagsmuni restin í ESB verður að sætta sig við þetta leiðir þetta ekki til þess að það verður engin raunhæf lausn? 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 20:09

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er mjög gott að læra þess síðu , utan að til skilja EU í EU samhengi : ekki Íslenskri fáfræði.

Höfundar Miðstýringar voru Þjóðverjar og Frakkar.  Þjóðverjar frá leiðandi í allri útþennslu, til að ná efnhagslegum  og fjámálegum áhrifum í sem felstum ríkjum, í krafti hæfs meirihluta  í öllu lyklistofnunum  EU.  Frakkar til að byrja meðvildi ekki innlima  "lacking economic potential" svo sem Spán og Portugal.

Þýskir og Franskir  lögaðilar hafa örugglega  gert það gott að spila á vanþroskaðar stjórnsýslur í  núverndi Meðlima Ríkju. Í heildina litið fjáfesting í því að koma þessum ríkjum í það miklar skuldir og algjört einræði hæfs meirihluta Miðstýringar er álitð rökkrétt niðurstaða í dag. Þetta meðalið [aðferðafræðin] sem uppgefin markaðsetingar tilgangur helgaði. Þjóðverjar og Frakkar kunna að deila og drottna öldum saman enda er hernðarleg hugsun gena bundin í þeirra yfirstéttum. Sauðir skila hlutina í plani einn dag í einu.  Íslandi er mjög gott dæmi um Ríki sem er stjórnað af sauðum.

Þótt geld ríki hafi orðið rík á pappírunum vegna uppbyggingar styrkja síðustu 30 ár þá gerir það þau ekki frjó eða arðbær í dag.

Niðurskurður í neyslu verður mestur í ríkju sem fjárfestu í innri óþarfa í samanburði við Þjóðverja og Frakka, það er sjálfgefið.

Til að skilja ráðandi yfirstétt í Þýsklandi og Frakklandi þurfa aðilar að hafa ekki minni greind og sömu grunnmótun og heila þjálfum og hinir meiriháttar. Ríkisrekstur er ekki kenndur beint en hann gild sömu bókhaldslögmál og um annan eilífan rekstur. Skila hluti í hlutfallslegu og rökréttum tíma og stæðar samhengi er ekki öllum gefið. Ísland er eitt af fáðu ríkjum þar sem allt er sett í sama plan óháð tíma.

Miðstýring kostar niðurskurð í ríkjum þar sem millitýring í dag óx hlutfalllega í tekjum síðustu 30 ár í skjóli skuldsetninga . Þessi ríki hafa ekkert val til að svindla á Miðstýringu í framtíðinni. Þjóðverja hugsa vel um sína í samanburði, þeir þurfa ekki á erlendum fjárfestingum að halda inn á sínum heimamörkuðum. Þýskir fjárfestar bera af.

Júlíus Björnsson, 5.12.2011 kl. 21:18

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það virðast sterk líkindi á því - Kristján.

Þetta snúist sem sagt um hagsmunagæslu hvers ríkis fyrir sig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.12.2011 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 1264
  • Frá upphafi: 849646

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 1167
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband