Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Það skiptast á skyn og skúrir í bandar. hagkerfinu, en vöxtur fyrsta fjórðungs var mældur 3,7% - sem gerði Obama mjög kátann - en nýjustu tölur fyrir annan fjórðung eru aðeins upp á 2,4%.
Obama túlkar það þó með sínu eigin höfði:
"President Barack Obama, noting the economy had been growing for a full year, called the GDP numbers a welcome sign compared to where we were. But he added: Weve got to keep on increasing that rate of growth and keep adding jobs so we can keep moving forward."
En, ef verðbólga er tekin með í reikninginn þá virðist meðalvöxturinn síðan 2006 vera mjög nálægt "0" - sem á mannamáli, er kallað stöðnun.
Annað sem veldur áhyggjum, er að viðskiptahallinn er að aukast á ný, sem virðist gefa vísbendingu um að "stimulus" peningarnir, séu hið minnsta að hluta, að fara í að borga fyrir aukinn innflutning.
Á hinn bóginn, virðist fjárfesting hafa vaxið á þessu ári nokkuð umtalsvert - sem getur gefið jákvæð teikn fyrir þ.s. kemur síðar, en ný verkefni taka altaf einhvern tíma, að skila sér í aukningu hagvaxtar, fjölgun starfa - svo að þrátt fyrir það, er sínist manni töluverður séns á því, að Bandar. detti aftur í hið minnsta stutta seinni kreppu.
Drip after drip of deflation data
Eins og þarna kemur fram, sjá töflu að neðan, virðist bandar. hagkerfið vera að hægja á sér vítt og breitt yfir línuna.
Heimildir, sjá fréttaskýringar:
Double-dip feared as US economic growth loses pace
US growth slows in second quarter
China imports widen US trade gap
- "US growth slowed to an annualised rate of 2.4 per cent in the second quarter but robust business demand suggested that the economy would avoid a feared double dip that could drag the world back into recession."
- "...growth below market expectations of 2.6 per cent and down from an upwardly revised rate of 3.7 per cent in the first quarter."
- "Consumption growth fell to 1.6 per cent from 1.9 per cent, which reflected the lack of new jobs, and implied that the recovery still cannot sustain itself."
- "The US release came on top of soft data from around the world, including higher unemployment in Spain, France and Japan, a rise in the eurozone inflation rate from 1.4 to 1.7 per cent, and a 1.5 per cent dip in Japans industrial production in May."
- "The strength of investment up by 29 per cent annualised over the previous quarter suggested that business confidence was not too badly shaken by the fiscal crisis in Europe."
- "The biggest drag on growth was a surge in imports: net trade subtracted 2.8 percentage points from the growth rate. An appetite for imports, however, suggests demand in the economy is strong rather than weak."
- "The trade deficit grew by 4.8 per cent to $42.3bn, according to commerce department figures, the highest since November 2008 and at odds with the consensus of economists, who forecast the gap would shrink in May."
- "In real terms, (US) annualised quarterly output has now been hovering at about the $13,000bn mark since the beginning of 2006."
- "That is almost five years of absolutely no growth halfway to equalling Japans infamous lost decade, a feat thought to be unrepeatable in the dynamic USA."
Niðurstaða:
Líkur virðast mjög umtalsverðar á því, að Bandaríkin detti niður í seinni kreppu. En sú þarf þó ekki að vera löng, ef aukning í fjárfestingum heldur áfram. Ef þær gera það, fara fjárfestinga-verkefni á einhverjum tímapunkti að skila aukningu í hreyfingum innan hagkerfisins. Á hinn bóginn, getur sú aukning fjárfestinga einnig dalað.
En, svo fremi sem það gerist ekki, getur seinni kreppa í Bandar. fyrir bragðið reynst stutt.
En, möguleikar Bandar. til hagvaxtar eru betri en Evrópu, -til lengri tíma litið- þ.s. fólksfjöldaþróun er hagstæðari í Bandar.
En, ef seinni kreppa fer af stað í Bandar. verðu mjög - mjög erfitt fyrir Evrópu að komast hjá því að lenda í því sama.
Ef sú útkoma verður reyndin, held ég að það verði erfiðara fyrir Evrópu að rísa í annað sinn en fyrir Bandar. En það stafar af því, að í Bandar. er búið að mestu að taka á draugum bankakerfisins á sama tíma og í Evrópu er það starf vart hafið.
Það þíðir, að gríðarlegt magn af slæmum skuldum hanga yfir Evrópu og líkur eru því miklar á annarri bankakreppu - auk þess, að ef hægir á munu líkur aukast stórlega á gjaldþrotum nokkurra ríkja þar er eiga í erfiðleikum.
Með öðrum orðum, önnur kreppa er líkleg til að framkalla bísna stórann neikvæðann spíral Evrópumeginn við okkur hér á Íslandi.
Ps: Ég bendi svo á endanum á þessa grein, sem er nokkru bjartsýnari þ.e. spáir ekki annarri kreppu. Á hinn bóginn, spáir sá maður í staðinn langvarandi löturhægum vexti, sem er ekkert endilega mikið betra.
Right, Ill see your double dip and raise you an economic black hole
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.7.2010 | 13:39
Framkvæmdastjórn ESB orðin tvísaga um það atriði hvort ríki beri beina fjárhagslega ábyrgð á innistæðutryggingasjóðum skv. Directive94/19/EC eða ekki!
Eins og ég sagði í gær - er mjög gott að fá staðfestingu Framkvæmdastjórnar ESB á því að það sé réttur skilningur á Directive 94/19/EC að ríkissjóðir ríkja á EES svæðinu séu ekki ábyrgir með neinum beinum hætti fyrir innistæðu-tryggingum.
Það hefur einmitt verið bent á þetta atriði, þ.e. að það sé engin grundvöllur skv. Directive 94/19/EC fyrir kröfu á ríkissjóð Íslands um að ábyrgjast greiðslur til innistæðueigenda ef það fjármagn sem til staðar er í Tryggingasjóði Innistæðueigenda og Fjárfesta (TIF) þverr eða reynist ónóg.
Að í reynd sé reglan sú, að aðilar hafi einungis kröfu til TIF og ekki krónu eða EVRU umfram það - þ.s skýrt sé sagt í Directive 94/19/EC að ríkissjóðir séu ekki ábyrgir.
Directive 94/19/EC - lög ESB um innistæðutryggingar
- Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors
- if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves
- and ensuring the compensation or protection of depositors
- under the conditions prescribed in this Directive
- have been introduced
- and officially recognized;
Á hinn bóginn, þá hélt Framkvæmdastjórn ESB allt - allt öðru fram gagnvart okkur í 7. November 2008 - Legal opinion sem var dengt á ríkissjórn Geira og Sollu á viðkvæmum tíma mjög skömmu eftir hrun, þegar Bretar og Hollendingar þegar í kjölfarið hófu að þrýsta á um að Ísland myndi greiða þeim til baka það fé sem þeirra stjórnvöld ákváðu að greiða til innistæðueigenda Icesave í þeirra löndum, til að lægja öldur í þeirra löndum þegar á tímabili bankakerfi Evrópu léku á reginskjálfi.
7. November 2008 - Legal opinion
- 5. The 24th recital of the preamble to the Directive does not exonerate Iceland from the consequences of any failure to implement the Directive properly. The Directive does not make an exception for times of financial distress.
- 6. Consequently, Iceland has to make sure the its deposit-guarantee scheme has adequate means and is in a position to indemnify the depositors.
- 7.The Icelandic Financial Supervisor declared in early October 2008 that the Landsbanki, Kaupthing and Glitnir banks were unable to repay certain deposits. The scheme must be in a position to pay duly verified claims within three months, subject to any extension of time tham may be granted. If Iceland's deposit-guarantee scheme is not in such a position, Iceland is in breach of its obligatnions under the Directive.
Eins og þið sjáið var þetta álit mjög harkalegt þ.s. beinlínis er sagt að ef ekki er hægt að greiða því innistæðutryggingasjóður sé tæmdur, þá þurfi ekki frekari vitnan við að Ísland sé brotlegt - ef stj.v. geti ekki staðið þá þegar sjálf skil á þeirri greiðslu.
Að auki, er tekið sérstaklega fram að hvergi í viðkomandi lögum ESB sé gerð undantekning vegna erfiðra efnahagslegra aðstæðna.
- Nú þetta álit gekk að sjálfsögðu þvert á ákvæði Directive 94/19EC eins og hver sem það les getur séð.
"Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors"
Þannig verður að líta svo á, að það álit hafi verið pólitískt fremur en lögfræðilegs eðlis, þ.e. stofnanir ESB hafi látið undan pólit. þrýstingi þá - enda hrykti þá undir sjálfu bankakerfi álfunnar. Menn voru skíthræddir, svo ákveðið hafi verið að leggjast fast á Ísland þ.s. menn óttuðust að Icesave málið gæti skapað enn frekari ótta innan ESB um öryggi innistæðna en þegar var fram kominn.
ESB virðist einfaldlega hafa ákveðið, að leggjast á Ísland, "to cover up it's own blunder" þannig séð - sem var eftir allt saman, að "Directive 94/19/EC" og allt innistæðutryggingakerfi sambandsins var meingallað.
Hvernig brugðust Samfó liðar við, þeir stóðu ekki með þjóðinni. Þeir lögðust kylliflatir gagnvart því ofbeldi sem okkur var auðsýnt af Stofnunum ESB, þ.s. eftir allt saman í þeirra augum, eru þær óaðfinnanlegar alveg með sama hætti og páfinn er óaðfinnanlegur sannfærðum kaþólikkum. Æðstuprestar stofnana ESB eins óskeikulir í þeirra augum eins og kardínálar Páfagarðs eru í augum sannfærðra kaþólikka.
Þannig þegar þeir aðilar sögðu e-h - ályktuði e-h var það alltaf flutt hér sem heilagur sannleikur, og algerlega burtséð frá því hve þær ályktanir voru í hróplegu ósamræmi við sjálf lög og reglur ESB.
Svona er þessi furðulegi sértrúarsöfnuður sem heitir Samfylkingin. Megi hegðun þeirra gagnvart þjóðinni verða fordæmd um aldur og æfi.
Varðandi ásakanir þær sem enn eru uppi um að innistæðutilskipunin hafi ekki verið rétt innleidd hérlendis, þá er það vægast sagt fáránleg:
- En hún virðist byggja á þeirri forsendu að augljóslega hafi ekki nægt fjármagn verið til staðar.
- En, það sama átti við innistæðutryggingar allra annarra þjóða innan EES og ESB að fjármagn er ekki til staðar, nema til að borga hlutfall heildarmagns innistæðna í bankakerfinu.
- Þannig að skv. ofangreindri forsendu, má halda því fram að öll innistæðutryggingakerfi Evrópu hafi verið ólögleg.
- Svo þetta verður að skoðast sem fáránleg ásökun - og ég kvíði ekki fyrir því, að þurfa að verja Ísland fyrir dómi ef þetta er aðalmótbáran!
Hvað mína þekkingu varðar á reglum og lögum ESB, þá er einna helst frá lagalegu sjónarmiði veikleiki til staðar í því,
- að ríkisstjórn Geira og Sollu ákvað að tryggja allar innistæður hérlendis.
- ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að sú aðgerð hafi verið mistök.
- Ég myndi helst vilja, að sú aðgerð væri einfaldlega dregin til baka, þ.e. innistæðutryggingar takmarkaðar við þá upphæð er gilti innan ESB fyrir hrun hér þ.e. 20þ. Evrur.
Þ.e. reyndar rétt sem hefur verið bent á að neyðarréttur er til staðar:
- Hann getur heimilað þ.s. annars væri lögbrot, ef kringumstæður væru eðlilegar.
- Á hinn bóginn, þurfa þá dómstólar að úrskurða að neyð hafi verið til staðar.
- Síðan, að úrskurða að aðgerðir hafi ekki gengið lengra, en réttlætanlegt hafi verið til að bjarga því sem hafi verið neyðarástand.
Á hinn bóginn, vil ég frekar draga einhliða yfirlísingu/loforð stjv. þess efnis að allar innistæður hérlendis séu tryggðar til baka:
- Vegna þess að þá er einu vafaatríði útrýmt.
- Að þá skulda bankarnir minna og geta því fyrir bragðið afskrifað meira.
En, innistæður eru skuldir fyrir banka, þannig að það að þær hafi allar verið verndaðar, er hlutaksýring þess að menn heykjast við að afskrifa meira en þ.s. fram að þessu hefur verið gert.
Engar umkvartanir bárust megnið af þeim áratug sem TIF starfaðir skv. Directive 94/19/EC:
- Aldrei gerð nein umkvörtun um tilhögun ísl. innistæðutrygginga kerfisins af hálfu stofnana ESB eða viðkomandi stofnunum í Bretlandi eða Hollandi, nema rétt síðustu mánuðina er Hollendingar og Bretar fóru að hafa áhyggjur af fjárskorti TIF.
- Síðan allt í einu, þegar mál fóru ílla, eftir á sem sagt, eru stofnanir ESB og ímsir aðrir að halda fram að innleiðing kerfisins hérlendis hafi verið gölluð - þó megnið af tímabilinu fyrir hrun hafi engin umkvörtun borist um það á hvern hátt innistæðutilskipun ESB hafi verið innleidd hér - annars vegar - og - hins vegar - að þegar áhyggjur fóru að berast lokaárið fyrir hrun var það út af augljósum fjárskorti TIF en ekki vegna hinnar lagalegu hliðar málsins.
Ef við tökum til baka loforð ríkisstjórnar Geira og Sollu þ.s. allar innistæður á Íslandi, þ.e. bæði íslendingum og útlendingum, voru tryggðar upp í topp óháð upphæð og í staðinn, miðum við þá tryggingaupphæð sem í gildi var þegar hrunið átti sér stað þ.e. 20.000 Evrur.
- Þá styrkjum við málsstað okkar ef og þegar mál Ísland verður fært fyrir dóm, því þá er eina vafaatriðinu ítt á brott, sem ég held að einna helst geti verið vafi um.
- En, ef slíkt myndi sannast, þá eru dómafordæmi uppi þ.s. ríkissjóður væri gerður ábyrgur. Þetta er eina dómafordæmið sem er til, þ.e. á þeim grundvelli að ákvæðum tilskipunar hefur verið ranglega framfylgt.
- Þá er aðeins eftir þessi fáránlega ásökun um að Ísland hafi ekki innleitt tilskipunina með réttum hætti hérlendis.
- Ef þ.e. eini málsgrundvöllur sem fyrir hendi er, þá er ég ekkert logandi hræddur við niðurstöðuna!
- Hugsunin hjá mér er sem sagt, að hámarka líkurnar á því að við vinnum málið!
No more Iceland brinkmanship"Icelands insurance scheme was utterly inadequate to compensate more than a tiny share of deposits. But that is true of every countrys scheme."
Eins og ég sagði, þá má alveg eins halda því fram, að öll innistæðutryggingakerfi Evrópu hafi verið ólögleg.
Niðustaða
Við Íslendingar eigum að standa keik. Við höfum lögin með okkur þvert ofan í margítrekaðar lygar samfóa og ESB. Við eigum því ekki að vera neitt hrædd við, að láta mál fara alla leið í gegnum dómstólaferli þ.s. er í boði.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.7.2010 kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.7.2010 | 14:46
Framkvæmdastjórn ESB telur að ríki á EES svæðinu beri ekki ábyrgð á innstæðum í föllnum bönkum umfram greiðslugetu innstæðutryggingasjóða.
Eins og fram hefur komið í fréttum, þá hefur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins allt í einus sagt að ríkin á EES svæðinu beri ekki ábyrgð á innistæðum í föllnum bönkum umfram greiðslugetu - þetta kemur fram, "í svari framkvæmdastjórnarinnar við fyrirspurn norska vefmiðilsins ABC Nyheter."
Allt í einu virðist Framkvæmdastjórnin orðin tvísaga í málinu
Þ.s. þetta svar gengur þvert á álit er stofnanir ESB sendur ríkisstjórn Geira og Sollu árið 2008:
7. November 2008 - Legal opinion
Ég hvet alla til að virkja hlekkinn og lesa þetta skjal.
- Skoðið lið 5.
- Skoðið lið 6.
- Sérstaklega lið 7.
Eins og þið sjáið var þetta álit mjög harkalegt þ.s. beinlínis er sagt að ef ekki er hægt að greiða því peningar eru ekki til, þá þurfi ekki frekari vitnan við að Ísland sé brotlegt.
Að auki, er tekið sérstaklega fram að hvergi í viðkomandi lögum ESB sé gerð undantekning vegna erfiðra efnahagslegra aðstæðna.
Directive 94/19/EC - lög ESB um innistæðutryggingar
- Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors
- if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves
- and ensuring the compensation or protection of depositors
- under the conditions prescribed in this Directive
- have been introduced
- and officially recognized;
Samfó liðar hafa farið mjög hart fram með þær skoðanir er fram koma í áliti stofnana ESB að vopni, og margítrekað sagt:
- að Ísland væri brotlegt,
- Ísland ætti ekki kost á öðru en að semja, svo hræðilegum afleiðingum yrði forðað,
- að vegna þess að Ísland væri svo brotlegt, þá yrði okkur úthýst úr samfélagi þjóða,
- nema og aðeins nema, að við göngum sem allra fyrst frá skilvíslegum greiðslum skv. vilja stofnana ESB og Breta og Hollendinga.
Framkoma Samfóa og annarra ESB sinna, hefur hreint út sagt verið ömurleg!
Þeirra skömm er og verður alltaf mikil!
En áfram með fréttina:
"Er framkvæmdastjórnin þar á öndverðum meiði við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem telur að slík ábyrgð gildi."
- En Eftirlitsstofnun EFTA heldur því fram, að Ísland beri lagalega ábyrgð á greiðslum innistæðutrygginga, ef fjármagn skortir til þess í TIF.
- Það álit var í samræmi við fyrra álir stofnana ESB.
- En allt í einu virðist það breytt!
ESB og EFTA ósamhljóða um ábyrgð á föllnum bönkum utan Icesave
"Norska vefsíðan ABCNyheder greinir frá því að í svari Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) við fyrirspurn fjölmiðilsins komi fram að ríki á EES-svæðinu beri ekki ábyrgð á innstæðum í föllnum bönkum umfram greiðslugetu innstæðutryggingasjóða."
"Í tilviki Íslands er framkvæmdastjórnin þó á sömu skoðun og ESA og telur að íslenska ríkinu beri að greiða innstæður á Icesave reikningum í Hollandi og Bretlandi. Tvær ástæður séu fyrir því."
- "Annars vegar hafi útfærslan á íslenska innstæðutryggingasjóðnum ekki uppfyllt skilyrði tilskipunarinnar um innstæðutryggingar."
- "Hins vegar verði að horfa til þess að íslenskir innstæðueigendur fengu sínar innstæður tryggðar að fullu ólíkt hollenskum og breskum innstæðueigendum. Það hafi brotið gegn jafnræðisreglunni."
Harðari tónn í Icesave deilunni
Michels Barniers: Barnier situr í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og hefur yfirumsjón með innri markaði þess:
*"Barnier segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sé sammála lagalegri greiningu ESA um að Íslendingar eigi að borga Icesave."
*"Bæði hafi löggjöf um innstæðutryggingasjóð verið vitlaust innleidd þannig að sjóðurinn hafi ekki verið í samræmi við stærð bankakerfisins og áhættuna."
*"Auk þess hafi neyðarlögin mismunað innstæðueigendum."
*"Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að með þessi kveði við harðari tón í deilunni."
Eins og fram kemur hjá talsmanni InDefense þá var aldrei gerð nein umkvörtun um tilhögun ísl. innistæðutrygginga kerfisins af hálfu stofnana ESB eða viðkomandi stofnunum í Bretlandi eða Hollandi, nema rétt síðustu mánuðina er Hollendingar og Bretar fóru að hafa áhyggjur af fjárskorti TIF.
Síðan allt í einu, þegar mál fóru ílla, eftir á sem sagt, eru stofnanir ESB og ímsir aðrir að halda fram að innleiðing kerfisins hérlendis hafi verið gölluð - þó megnið af tímabilinu fyrir hrun hafi engin umkvörtun borist um það á hvern hátt innistæðutilskipun ESB hafi verið innleidd hér - annars vegar - og - hins vegar - að þegar áhyggjur fóru að berast lokaárið fyrir hrun var það út af augljósum fjárskorti TIF en ekki vegna hinnar lagalegu hliðar málsins.
- Ásökunin þess efnis að kerfið hafi verið vitlaust innleitt - er í besta lagi vafasöm. En hún virðist byggja á þeirri forsendu að augljóslega hafi ekki nægt fjármagn verið til staðar.
- En, það sama átti við innistæðutryggingar allra annarra þjóða innan EES og ESB að fjármagn er ekki til staðar, nema til að borga hlutfall heildarmagns innistæðna í bankakerfinu.
- Þannig að skv. ofangreindri forsendu, má halda því fram að öll innistæðutryggingakerfi Evrópu hafi verið ólögleg.
- Svo þetta verður að skoðast sem fáránleg ásökun - og ég kvíði ekki fyrir því, að þurfa að verja Ísland fyrir dómi ef þetta er aðalmótbáran!
Hvað mína þekkingu varðar á reglum og lögum ESB, þá er einna helst frá lagalegu sjónarmiði veikleiki til staðar í því,
- að ríkisstjórn Geira og Sollu ákvað að tryggja allar innistæður hérlendis.
- ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að sú aðgerð hafi verið mistök.
- Ég myndi helst vilja, að sú aðgerð væri einfaldlega dregin til baka, þ.e. innistæðutryggingar takmarkaðar við þá upphæð er gilti innan ESB fyrir hrun hér þ.e. 20þ. Evrur.
Furðar sig á tvískinnungi í svari ESB um ábyrgð á Icesave innistæðunum
Jóhannes Þ. Skúlason, talsmaður Indefence samtakanna: Mér finnst þetta nú heldur seint í rassinn gripið hjá framkvæmdastjórninni. Þeir eru búnir að hafa u.þ.b. tíu ár, ( ) til þess að gera athugasemdir við innleiðingu íslenska kerfisins. Það hefur ekki verið gert og þó var það tilkynnt á réttan hátt á sínum tíma. Auk þess get ég ekki séð á hvaða hátt það er frábrugðið kerfum eins og t.d. í Noregi.
Það kemur fram að almennt séð sé þetta ekki á ábyrgð skattgreiðenda en í íslenska tilfellinu sé það þannig. Hins vegar verð ég að spyrja mig að því hvaða innistæðukerfi í Evrópu hefði getað staðið af sér slíkt bankahrun eins og varð á Íslandi. Í skýrslunni árið 2006 kemur fram að stærsti innistæðutryggingarsjóður í Evrópusambandinu var aðeins með 3 % af heildarinnistæðum. Þannig að ég spyr mig hvort þetta álit eftirlitsstofnunar EFTA og nú framkvæmdarstjórnar Evrópu sé að það séu ríkisábyrgðir á öllum innistæðum í Evrópusambandsríkjunum.
Ég tek 100% undir sjónarmið Jóhannesar.
Hef ekker frekar við málið að bæta.
Niðurstaða
Óvænt stefnubreyting Framkvæmdastjórnar ESB um hvernig ber að túlka reglur um innistæðutryggingar, vekja athygli.
Þetta getur ekki annað en styrkt okkar stöðu.
Okkar staða er sterk, þvert á þ.s. margítrekað hefur verið haldið fram.
Sjá greinar er taka undir okkar sjónarmið:
Iceland needs international debt management
How the Icelandic saga should end
Iceland should stand up to shameful bullying
Do not put Iceland in a debtors prison
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2010 | 13:22
Þá er viðræðuferlið við ESB formlega hafið! ESB sinnar kætast sjá drauminn innan sjóndeildar. Andstæðingar, fyllast óhug!
Þá er viðræðuferlið við ESB formlega hafið. Það er þó greinilegt að skortur hérlendis á stuðningi við aðild, hefur vakið athygli:
Brussels worried about falling support for EU in Iceland
"The European Union formally launched negotiations with Iceland on Tuesday over the north Atlantic island's accession to the bloc even as negative opinion towards the EU mounts, a development that has not gone unnoticed in Brussels and other national capitals."
Enlargement commissioner Stefan Fuele - ""I'm concerned by the current lack of broad public support for European Union membership in Iceland," - ""This shows that there's a need for more objective information about the EU and its policies," he added." - ""The decision (to join the EU) should be based on facts and figures and not on myth and fears. This is a job first and mostly for the Icelandic government," he said, adding that Brussels would support the effort with "factual information on the European Union.""
Foreign minister of France Pierre Lallouche - ""We are in favor, of course, but I don't have the impression based on the polls that the Icelanders are that much in favor," he said. "That's obviously the whole problem. We aren't going to force them.""
Belgian Foreign Minister Steven Vanackere, whose country currently holds the rotating EU'presidency - " Asked about a recent opinion poll according to which 60% of Icelanders said they were against EU membership, Vanackere said the Union was aware of such communication problems, as he called them."- "We must take opinions into consideration, but we must also have the courage to communicate the interest for the population both on the European and Icelandic side to proceed,"
- ESB sinnar eru bjartsýnir samt sem áður um að Íslendingar skipti um skoðun fljótt, þegar þeir komast að því hve glæsilega hefur verið samið við ESB um aðild :)
- Sjáum til, við munum eftir Icesave samnings klúðrinu.
- Að auki, getur reynst erfitt að losa Icesave stífluna með þeim hætti sem þjóðin getur sætt sig við, en klárt er að án lausnar þess máls munu Bretar og Hollendingar, ekki hleipa Íslandi inn.
- Erfitt að sjá hvernig þeir geta sætt sig við nokkurt annað en fullar greiðslur skv. þeirra kröfum.
- Á sama tíma, verður mjög - mjög erfitt, að selja það til þjóðarinnar að hún eigi að vera sátt við slíka útkomu.
- Skipun um að hætta hvalveiðum verður líka sár punktur.
- Að auki getur orðið erfitt að selja niðurstöðuna til þjóðarinnar þegarí ljós mun koma að engin leið er að fá varanlegar undanþágur fyrir okkar fiskimið.
'Historic day' as Iceland starts EU membership talks begin!
Belgian Foreign Minister Steven Vanackere - "There are some issues to be settled and we will of course encourage Iceland to take them into account," - ""Think of the environment, think of whale hunting, think of the financial sector, the discussion on Icesave," - ""The chapter of the obligations on the financial level will have to be dealt with. If you ask me how crucial it is, then when everything else is settled and one thing isn't settled, this last thing becomes crucial. If we can settle it earlier, it's less crucial,"" -""exactly the same kind of scrutiny and seriousness as any other candidate," said Vanackere. The process is expected to take at least 12 to 18 months, as the northern nation brings its laws in line with EU standards."
Þetta er áhugavert viðtal við Vanackere. Hann tekur mjög skýrt fram svo ekki verður um villst, að Ísland fær enga flýti meðferð - að stofnanir ESB munu taka þann tíma í málið sem þær þurfa og að öll vandamál þuri að leysa áður en hægt er að klára málið með endanlegum samningi.
Síðan tók sló stækkunarstjórinn mjög ákveðið á hugmyndir um varanlegar undanþágur fyrir ísl. fiskimið:
- "Mr Skarphedinson on Tuesday proposed that his country's fishing waters be offered a special status within the EU, a "specific management area," which only domestic fishermen could access."
- "Mr Fuele, for his part, while noting that the EU could not offer any "permanent" such status, the possibility of one for a limited period could be on the table."
Þarna talar Fule skýrt og skorinort þ.e. að draumar ESB sinna þess efnis, að Ísland fái einhvern sérsamning um fiskveiðar þ.e. eitthvað annað en þ.s. venja er hjá ESB sem er tímabundin aðlögun, séu draumórar einir.
Það virðist alveg sama hve oft embættismenn ESB reka þær hugmyndir aftur í kokið á þeim, - alltaf komst þeir fram með þær á ný.
Annað af tvennu - eru okkar samningamenn draumóramenn, eða, að þeir vita betur og eru einungis að rugla í umræðunni hérlendis.
- Mr. Fule said that the commission, the EU's executive, would begin a detailed screening of Iceland's laws in November,
- and hopes to finish the process and identify where changes are needed by next summer.
- ""This does not mean that it is going to be an easy ride. Issues are there, like fisheries, agriculture and food safety,""
- Individual chapters can be opened for negotiations between the EU member states and Iceland after the screening procedure is complete.
- EU legislation covers 35 different areas, known as chapters, ranging from the justice and home affairs to environment, energy, social and transport policy.
Þetta sýnir hve fáránlegar hugmyndir þær eru að klára samningaviðræður á næsta ári. En, skv. því sem þarna kemur fram, verða einstakir kaflar ekki opnaðir fyrr en um mitt næsta ár.
Þá fyrst er hægt að hefja formlegar viðræður um lausn viðfangsefna eins og t.d. hvernig á að leysa málefni í tengslum við fiskveiðar hér við land.
Það væri bjartsýnt að tala um að klára viðræður árið þar á eftir þ.e. 2013.
- EU membership and adopting the Euro, previously political suicide, has been promoted mainly by PM Sigurdardottir's centrist Social Democrats as a remedy to the collapse, but with the weak krona providing Iceland with its first trade surplus since 2002, the case for adopting the Euro has weakened.
- While the government favors EU entry, public opposition rose to 60 percent in June from 54 percent in November, according to a Capacent Gallup poll published July 1 by Iceland'''s RUV state broadcaster.
- As a condition for joining, Iceland will come under pressure to compensate Britain and the Netherlands for losses of as much as $5.1 billion suffered by their investors in the 2008 collapse of Landsbanki Islands hf, which offered high-yielding Icesave Internet accounts.
Þ.e. klárt að þegar fer að reyna á viðkvæm deiluatriði tengd Icesave - fiskveiðum og hvalveiðum; þá munu deilur hérlendis um viðræðurnar, stefnu þeirra og tilgang; magnast.
Það verður forvitnilegt að sjá, ef og þegar kemur fram á mitt næsta ár og Icesave deilan er ef til vill enn föst nokkurn veginn þ.s. hún er nú; þá hvort ríkisstj. reynir enn á ný að þröngva lausn Icesave skv. vilja Hollendinga og Breta á þjóðina.
Síðan, óhjákvæmilega mun koma í ljós að engin leið er til að fá sérsamning um fiskveiðar þ.s. fiskveiðilögsagan væri með einhverjum hætti rekin sem sérsvæði algerlega utan við hefðbundna sameiginlega fiskveiðistefnu ESB; og þá verður forvitnilegt að sjá hvaða stefnu umræðan tekur.
Að auki, verður einnig forvitnilegt að sjá, þegar í ljós kemur að engin von verður um að fá undanþágu fyrir hvalveiðar, þá hvað gerist þegar ríkisstj. eða nánar tiltekið Samfylkin leitast við að þröngva í gegn stefnubreytingu þ.s. Ísland fellur frá hvalveiðum - endanlega, hættir að hafa fyrirvara þar um innan Alþjóða Hvalveiðiráðsins.
Niðurstaða
Deilurnar um hugsanlega aðild Íslands eru rétt að hefjast. Þær líklega munu halda áfram að magnast allt þetta ár og einnig allt hið næsta.
Þetta kemur síðan ofan í aðrar deilur um óskilda þætti tengda efnahagshruninu og kreppunni.
Líklega mun Samfylkingin a.m.k. svara kalli stækkunarstjóra ESB og magna upp sinn áróður fyrir aðild Íslands.
En ólíklegt er að það muni hafa mikil áhrif - mun meiri áhrif munu deilur um Icesave hafa, og sterk tilfinning þjóðarinnar og það ekki að ástæðulausu, að ESB standi gegn okkur í málinu.
Mín tilfinning er enn, að minni líkindi fremur en meiri séu til að ferlið muni skila á endanum aðild Íslands.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hver er boðskapur AGS til Írlands. Skoðum það nánar.
Hér er umfjöllun mín til samanburðar um 3. áfangaskýrslu AGS:
Írland virðist vera í nokkuð sérstakri stöðu, en þegar Írland gekk í Evrópusambandið, var Írland með fátækustu löndum Evrópu, og írsk stj.v. höfðuðu til alþjóðlegra fyrirtækja um að nýta sér ódýrt írskt vinnuafl og aðgang að mörkuðum Evrópu. Á sama tíma, fékk Írland tímabundið að setja upp þróunarsvæði þ.s. fyrirtæki fengu hagstæðari kjör m.a. annars tengd skattlagningu.
Afleiðingin er, að á Írlandi eru starfandi umtalsverður fjöldi verksmiðja í eigu erlendra auðhringja.
Þetta er áhugavert einnig fyrir okkar samhengi sbr. hugmyndir um að redda hagvexti, tekjuaukningu ríkisins, með fjölgun álvera í eigu erlendra auðhringja.
En, en gróði írska þjóðarbúsins er ekki eins mikill og ætla mætti af aukningu útflutnings er átti sér stað. En, virðisaukinn af starfseminni hefur ekki reynst vera mjög mikill per útflutt tonn.
Kreppan á Írlandi er að afloknu löngu hagvaxtar tímabili, sem endaði eins og hérlendis í ástandi bóluhagkerfis - þ.s. gríðarleg aukning var eins og hérlendis í umsvifum bankakerfis landsmanna og einnig, varð gríðarleg aukning í byggingaframkvæmdum. Sjá skýringarmyndir bls. 9.
Í dag sytur Írland eftir með sárt ennið, með 17% atvinnuleysi á meðan Ísland er með 8,7% atvinnuleysi um þessar mundir - skuldir ríkisins upp á liðlega 120% sem er svipað og skuldir ísl. ríkisins skv. AGS - 14% halla af ríkinu sem æpir á frekari niðurskurð útgjalda á meðan halli ísl. ríkisins er áætlaður cirka 10% (sá halli mun reynast meiri ef ekki tekst að koma neinum stórframkvæmdum af stað auk þess að þá mun atvinnuleysi einnig fara í aukana á ný) - slæma skuldastöðu heimila og fyrirtækja, sem fer enn versnandi. Sú skuldastaða má vera að sé ívið verri á Íslandi. Á sama tíma eru hagvaxtarhorfur slakar - ívið slakari en á Íslandi skv. mati AGS (mér finnst þó mat AGS á hagvaxtarhorfum hér ívið í bjartsýna kantinum á meðan vaxtastig er svo hátt sem þ.e. og skuldastaða heimilar og fyrirtækja enn hríðversnandi).
Staða Írlands er raunverulega um ótrúlega margt lík stöðu Íslands.
Þættir sem minnka getu til hagvaxtar á Írlandi:
"...the unwinding of home-grown imbalances from the boom yearsarising from rapid credit growth, inflated property prices, and high wage and price levelswill create deflationary tendencies that act as a drag on growth." - bls. 3.
- Þ.s. þeir eru að vísa til, er að verð allra þátta hafi þanist um of út, þ.e.: húsnæðisverð, almennt verðlag og laun.
- Núna þegar bóluhagkerfið sé liðið hjá, eigi hagkerfið samt enn inni umtalsverða lækkun þessara þátta, þ.e. húsnæðisverðs, almenns verðlags og launa, áður en jafnvægi sé náð.
"The recent decline in unit labor costs from their high levels will need to be sustained to close the competitiveness gap and make a material difference to growth prospects." Bls. 11.
"The annual pace of price decline was 2½ percent in April," - "Staff projects that Irish prices will continue to fall in the next two years." bls. 13 - 14.
"In the boom years, Irish prices were rising more rapidly than average eurozone prices. This implied that real interest rates were especially lowand supported the boom." bls. 14.-
Málið er, að þrátt fyrir að vera með Evru varð verðbólga hærri á Írlandi en meðaltal Evru landa, þ.s. á Írlandi var meiri þensla en að meðaltali á Evrusvæðinu. Þ.s. vaxtastig er sama allst staðar á Evrusvæðinu, voru raunvextir því á Írlandi lægri en að meðaltali, sem jók þá tilfinningu fólks að þættir verðlagðir í Evrum kostuðu lítið.
Áhrifin voru sem sagt að magna upp neyslu og almennt kaupæði, sem síðan skilaði sér í enn frekari aukningu eftirspurnar, hækkun húsnæðis, almenns verðlags og launa. En, í ástandi þenslu þá magnar lágt vaxtastig þensluna. Í reynd hafi lágir vextir Evrusvæðisins verið meðverkandi þáttur í því að búa til bóluhagkerfi á Írlandi.
Á þessu tímabili var gengi Evrunnar hátt, og hafði farið hækkandi allan síðastliðinn áratug - ég les það úr þessu, að hágengi Evrunnar hafi haft svipuð áhrif á Íslandi og hágengi krónunnar hafði; þ.e. að vera meðverkandi þáttur í að magna upp bóluhagkerfið er síðan sprakk.
Tímabil verðhjöðnunar, mun síðan í staðinn hækka raunvexti á Írlandi þ.s. neikvæður verðspírall plúsast við vaxtastig í stað þess að dragast frá, við reikning raunvaxta. Þetta magnar samdráttaráhrif.
"The debt of households and businesses, fueled by the low real interest rates before
the crisis and with unchanged nominal values, has now to be repaid in an environment of
falling prices, higher real interest rates, and low GDP growth rates." Bls. 15.
Lækkanir - húsnæðisverðs, almenns verðlags og launa; munu vega upp á móti tekjuaukningu frá aukningu útflutnings, og heildarniðurstaða verði mjög hægur bati næstu árin þ.s. að mati AGS hinar nauðsynlegu lækkanir lækki tímabundið getu hagkerfisins til hagvaxtar.
"As banks emerge from the worst phase of the crisis, they remain weak. While capital ratios of the eurozone banks have risen since the crisis, they have declined for the large Irish banks." - "Liquidity pressures remain serious. The authorities estimate that over 70 billion (44 percent of GDP) of banks obligations will mature by September this year." Bls. 16.- "...as authorities recognize, deleveraging to reduce the loan-to-deposit ratio and banks risk aversion will likely constrain lending and the pace of economic recovery, at least in 201011." bls. 18.
Bankakerfið virðist greinilega enn vera í alvarlegum vandræðum þrátt fyrir mikla aðstoð írska ríkisins við bankana, fram að þessu. Vandræði þess, er eins og á Íslandi sjálfstæð bremsa á getu til hagvaxtar.
"With increasing arrears and reschedulings, the Financial Regulator has cautioned that
homeowner distress may be the biggest legacy of the crisis." - "IMF staff proposed that, with persisting unemployment, additional support measures may be needed for a narrowly-targeted group of vulnerable homeowners to limit the economic and social fallout of the crisis." Bls. 20.
Einnig á Íslandi eru vaxandi vanskil og skuldavandi heimila sennilega alvarlegasti einstaki þjóðfélagsvandinn, sem afleiðing kreppunnar. Á Írlandi eins og á Íslandi, virðist vera umdeilt að hvaða marki á að aðstoða heimili í vandræðum.
Sem sagt, ein helsta afleiðing kreppunnar á Írlandi, virðist vera mjög umtalsverður skuldavandi heimila og fyrirtækja, vegna skulda sem urðu til til á bóluhagkerfis árunum, sem síðan hafa orðið óbærilegar eftir hrun, þegar tekjur lækkuðu og fara enn lækkandi, þá séu margar fjölskyldur og fyrirtæki fyrirsjáanlega í vandræðum.
Þessi skuldastaða er bremsa á eftirspurn og fjárfestingu, dregur þannig úr möguleikum til sjálfsprottins hagvaxtar á Írlandi.
- Ofan á þetta allt, kemur svo atvinnuleysi sem AGS metur sem cirka 17% (en ríkisstj. Írlands metur það 13,5%). Hér á Íslandi er atvinnuleysi um þessar mundir 8,7%.
- Að auki "Emigration has eased labor market pressures somewhat."
"The consolidation plan, outlined in the December 2009 Stability Programme Update, aims to reduce the deficit to below 3 percent of GDP by 2014...Starting from a higher projected deficit in 2010 and based on less optimistic macroeconomic projections, staff estimates that the adjustment need over 201114 would be 6½% of GDP. - instead of being "4½% of GDP" bls. 24.
- Eins og á Íslandi, er gríðarlegur halli á ríkisútgjöldum um 14% (sjá bls. 22) á Írlandi, sem skapar þörf fyrir niðurskurð útgjalda, svo skuldir ríkisins sigli ríkinu ekki í greiðsluþrot. AGS varar að auki við, að sennilega verði hagvöxtur ívið lakari næstu árin en írsk stj.v. vilja reikna með, þannig að ríkishalli verði meiri og því niðurskurðarþörf ívið meiri. (sjá bls. 23 - 24)
"By staffs estimates, the potential growth rate will rise gradually (from current rate of about 1%) to about 2½ percent by 2015 as the internal imbalancesarising from rapid credit growth, overvalued property prices, and high price and wage levelsare corrected." bls. 8.
Hægur hagvöxtur þíðir að stórfellt atvinnuleysi er komið til með að vera í mörg ár. Þannig, að fyrirsjáanlegt, að þróun í átt að brottflutningi fólks muni halda áfram og styrkjast fremur en hitt.
Það sama mun gerast á Íslandi, ef ekki teks að koma af stað hér á landi einhverjum verulegum hagvexti.
"Going forward, staff projects government debt to increase steadily until 2014, but to stabilize below 100 percent." - "On the basis of Eurostats preliminary advice, debt issued by NAMAs privately-owned Special Purpose Vehicle does not affect the general government debt, although it would represent a contingent liability of more than 25 percent of GDP in 2010." Samanlagt tæp 125% með öðrum orðum.
Eins og á Íslandi skuldar írska ríkið mjög mikið vegna kostnaðar sem skapaðist þegar írska ríkið varði gríðarlegum upphæðum til að endurfjármagna banka þannig að þeir færu ekki á hliðina. Ef skuldir sérstakrar stofnunar sem yfirtók mikið af lélegum skuldum til að hjálpa bönkunum, og er hefur ríkisábyrgð - þá eru skuldir írska ríkisins nálægt 125% áætlaðar. Þetta er svipað og á Íslandi en skv. AGS eru skuldir ísl. ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu áætlaðar cirka 120%. En, hvort tveggja í tilviki Írlands og Íslands, geta skuldir aukist mjög hæglega þ.s. staðan er viðkvæm.
Eins og sést af þessu er staða Írlands um margt lík stöðu Íslands - um sumt verri sbr. að geta Írlands til hagvaxtar er metin minni og atvinnuleysi meira.
Fleiri þættir sem minnka getu til hagvaxtar á Írlandi: Bls. 10
Eins og ég skil þetta, þá er AGS beinlínis að segja, að sú staðreynd að alþjóðlegir auðhringir ráði yfir miklum hluta írsks atvinnulífs, sé eitt atriðið enn sem lækki getu Írlands til hagvaxtar.
Áhugavert að íhuga þessa afstöðu í ljósi áhuga stjórnvalda hér á landi, að byggja efnahagslega endurreisn á byggingu nýrra risaálvera hérlendis. Þetta virðist reyndar vera eina hagvaxtar stefna núverandi stjórnvalda.
- "Multinationals, particularly from the United States, substantially raised their presence in
Ireland in the late 1990s, linking Ireland to global supply networks of electronics and
chemical products." - "This engagement in global supply chains was aided by wage moderation in the 1990s and by an educated labor force."
- "Irelands export-to-GDP ratio rose."
- "But, given the heavy import content of the exports, so did the import-to-GDP ratio."
- "U.S. multinationals use Ireland as a base for exports to European markets, and about two-thirds of Irish exports are destined for Europe." Bls. 3.
Hvaða vanda veldur þetta?:
- "exports will lead the recovery - er stefnumörkunin.
- "But spillovers to the domestic economy will be limited" Bls. 3.
- because of exports heavy reliance on imports,- ("An increase in Irelands exports, being highly correlated with an increase in imports, generates a much smaller increase in domestic value-added. (bls. 12)")
- their tendency to employ capital-intensive processes, (sbr. álver + fáir starfsm. per verksmiðju) ("Irish exporting activity has traditionally been relatively capital intensive, becoming more so with the downscaling of lower-skilled electronic assembly." bls. 13. )
- and the sizeable repatriation of profits generated by multinational exporters." - "Moreover, foreigners have large claims on the value-added generated in the export activity, as demonstrated by high correlation between the change in net trade and the change in income outflow on account of direct investment" bls. 13.
- Þetta er áhugavert, hafandi í huga áhuga hérlendis til að hér sé fjölgað álverum.
- En, álver hafa sömu galla og efnaverksmiðjurnar á Írlandi þ.e. að virðisaukinn hérlendis er takmarkaður, þ.s. á móti útflutningi kemur innflutningur hráefnis þ.e. súráls í okkar tilviki. Virðisaukinn liggur fyrst og fremst í kostnaðinum við rafgreininguna þ.s. rafmagnsverð spilar mikla rullu. Starfsmenn eru tiltölulega fáir en starfsemin er samt "capital intensive" þ.e. fjárfrek, en eins og á Írlandi er þetta ekki eiginleg "manufacturing" þ.e. ekki verið að búa til e-h hluti úr efnunum, heldur fer verkið sjálf fram í búnaðinum sem er að mestu sjálfvirkur.
- Síðan á móti að auki, þ.s. álverin eru hlutar alþjóðlegra fyrirtækja, eins og efnaverksmiðjurnar á Írlandi, þá fær móðurfyrirtækið alltaf á hverju ári greiddan arð, sem kemur þá einnig á móti tekjumyndun við starfsemina.
- Þannig, að nettó arður ef ekki mjög - mjög mikill per framleitt tonn.
- Þessi upptalning tekur þó ekki tillit til þjónustustarfsemi innan lands er tengist starfseminni með beinum eða óbeinum hætti. Í slíkum þáttum liggur einhver arður.
- Einnig hefur verið bent á, að virkjanir byggðar og greiddar af með sölu raforku, séu síðan í eigu landsmanna. Þannig hefur það verið fram að þessu, en nú virðist komið erlent orkufyrirtæki hingað, sem vill nálgast þann hagnaðarhluta - eða sinn skerf af þeim hluta.
- Á móti kemur umhverfisskaði - hið minnsta að einhverjum hluta óafturkræfur.
- Þ.e. með öðrum orðum, mjög umdeilt hvort álverin séu raunverulega þess virði að setja þau upp - þó svo að tímabundið geti ríkið fleytt sér áfram með tekjum er til koma, þegar verið er að reisa þau, og þannig a.m.k. frestað því að fara í þrot; í von um að sá frestur dugi til að aðrir þættir hagkerfisins hafi þá haft tíma til að ná sér þannig að á endanum fari það ekki í þrot. Alls óvíst er þó, að þetta geti gengið upp. Þ.e. getur verið, að þessi uppbygging fari fram, en ríkið fari samt í þrot seinna. Eða, að hún fari einungis fram að hluta, og aukning innkomu sé ekki nóg - sem er sú átt er hlutir nú stefna í.
Ireland: 2010 Article IV ConsultationStaff Report
Summary of Balance of Payments - sjá bls. 29.
2010
Current account balance -0.4 (á Íslandi einnig "-")
Balance of goods and services 32.5
Trade balance 38.7
Exports of goods 86.3
Imports of goods -47.6 (m.a. innflutningur hráefna fyrir efnaverksmiðjur)
Services balance -6.1
Credit 66.4
Debit -72.5
Income balance -32.5 (inni í þessu arðgreiðslur til eigenda erlendra fyrirt. starfandi)
Credit 57.7
Debit 90.1
Current transfers (net) -0.5
Capital and financial account balance 0.4
Niðurstaða
Króna eða Evra: Sumir hafa haldið því fram, að Írland sé betur statt en Ísland, vegna þess að bankakerfið þar hrundi ekki.
Á hinn bóginn, er atvinnuleysi á Írlandi samt 2. falt meira. Almenningur eins og hér, er skuldum vafinn og fjölmargir fyrirsjáanlega í vandræðum. Sama á við um fyrirtæki - einkum innlend sjálfsprottin fyrirtæki.
Þó bankakerfið hafi ekki hrunið, þá er írska ríkið búið að verja gríðarlegum upphæðum til að styrkja stöðu írskra banka, margir bankar hafa verið endurfjármagnaðir fyrir gríðarlegar upphæðir. Enn, er útlit fyrir að bankar þar séu margir veikir, og þurfi frekari endurfjármögnun. Svo, þ.e. alls óvíst að Írland hafi sloppið betur frá sinni bankakreppu.
Eins og hérlendis er hallarekstur írska ríkisins mjög mjög mikill, og til staðar mikil niðurskurðarþörf svo að greiðsluþroti írska ríkisins verði forðað. Þegar hefur mikið verið skorið niður og sparað - en skv. nýlegri skýrslu á Írlandi þarf mun meira til, svo að halli írska ríkisins fari niður í sjálfbærar stærðir.
Sjá frétt:
- Við skulum ekki fagna neitt hér, því hér þarf einnig mjög mikinn niðurskurð fyrirsjáanlega og fram að þessu, hefur mun minna verið gert, til að lækka útgjöld.
- Þ.s. einna helst gerir okkar stöðu skárri, er betri staða til hagvaxtar.
Á hinn bóginn, eru væntingar um hagvöxt upp á rúmlega 3% ekki raunhæfar að mínu mati, fyrr en skuldir almennings og fyrirtækja hafa verið endursipulagðar til lækkunar. Og, auk þess verður að lækka vaxtastig mjög mikið, niður í 1% segi ég.
- En, lækkun krónunnar bætir hagvaxtagetu samanborið við Írland þ.s. sú lækkun kostnaðar sem atvinnulífið þarf á að halda í formi lækkunar verðlags og launa, er þá þegar búin að ganga fram - en á Írlandi mun hún dreifast yfir e-h árabil, á meðan að verðhjöðnun mun ríkja; sú verðhjöðnun virkar þá á meðan sem bremsa á hagvaxtargetu þar til hún er yfirstaðin. Í staðinn, fór sú verðhjöðnun fram í einum rikk, með stórri gengisfellingu.
- Aðalbremsan hér fyrir utan vextina, er þá tregðan við það að láta það verk ganga fram, þ.e. endurskipulagningu skulda almennings og fyrirtækja, með nægilegum krafti svo greiðslubyrði allra þeirra aðila lækki umtalsvert. Þá sé leystur úr læðingi hvort tveggja í senn, eftirspurn og fjárfesting.
- Of hátt vaxtastig er síðan hin stóra bremsan, og hún víxlverkar við háar skuldir, magnar upp greiðslubyrði. Vextir verða klárlega að fara niður með hraði.
Kv.
23.7.2010 | 19:46
Þolpróf Evrópusambandsins, á bönkum aðildarríkja - sannfæra ekki!
Langþráðar niðurstöður sameiginlegra þolprófa á bönkum starfandi innan Evrusvæðisins, virðast ekki vera að sannfæra fjárfesta um að bankakerfi Evrópu standi styrkum fótum.
Þvert á móti virðist sem að prófin hafi verið gölluð: European bank stress tests
- By testing only the banks trading books, the CEBS (European Banking Supervisors) failed to address the European banking sectors Achilles heel its exposure to sovereign debt.
- "The regulators assumed that no European sovereign would default, which is either brave or foolhardy in light of the eurozone debt crisis."
- "The most extreme assumption was a 23.1 per cent haircut on Greek debt. If Athens defaults, it will cause more damage than that."
- "The double-dip scenario deviation of 3 percentage points below the European Unions forecast also seems modest."
- "The results of the stress tests on European bansk - only seven out of 91 banks failed the tests compared with 10 out of 19 in a similar US exercise last year - are not reassuring." Europes stress tests make a whimper not a bang
- "The CEBS says the total capital shortfall for the seven failed banks was just 3.5bn." Euro slips as test results digested
- "A handful of banks that were earlier seen as in danger of failing, such as Italys Banca Monte dei Paschi di Siena and Germanys Deutsche Postbank, narrowly passed the test." Euro slips as test results digested
- "But the real question is where the tests leave those banks that passed essentially on a technicality those with tier one ratios of only a few basis points above 6 per cent." European bank stress tests
- "All the big European banking names passed; the seven that did not were either already failed institutions or the weaker banks in Spain and Greece."
Með öðrum orðum - fjárfestar gagnrýna þolprófin fyrir skort á trúverðugleika - þ.e. að þau séu ekki nægilega ströng annars vega og hins vegar að inn í þau vanti mikilvægar breytur.
Þ.e. eins og að prófin hafi verið sett upp þannig, að sem fæstir bankar myndu falla - þ.e. ekki einn einasti stór banki. Ég er ekki hissa á, að fjárfestum finnist þetta grunsamlegt.
Euro slips as test results digested
"Overall immediate market action was muted. The S&P 500 index swung to a small loss, 0.2 per cent, and US Treasury bond yields flattened out after seeing gains earlier. The euro neared session lows, down 0.6 per cent against the dollar at $1.2794, and 0.2 per cent lower to Y111.89 against the yen." - "US traders were not impressed by the results, as US-listed shares of European banks were mostly lower."
Engin risasveifa - fjárfestar eru ekki að fara á límingunum yfir þess - en, ef til vill er það vegna þess, að ímsar yfirlísingar einstakra ríkisstjórna, um að þeirra bankar yrðu allir í lagi - "had already given the game away".
Niðurstöðurnar hafi ekki verið óvæntar þannig að fjárfestar hafi þegar verið búnir að reikna með þeim.
Europes stress tests make a whimper not a bang
Thus, while the stress tests, which are due to be completed later this month, are intended to reassure investors that banks problems are fully out in the open, they could have the opposite effect. If they identify capital deficiencies while being regarded by investors as biased and lax, they will heighten financial fears.
Eftir helgi kemur betur í ljós hvernig markaðir munu bregðast við - þó fyrstu viðbrögð séu ekki ofsafengin.
Niðurstaða
Það virðist vera að tilraun yfirvalda meðlimaríkja Evrusvæðisins til að róa fjárfesta um stöðu bankastofnana sinna, með gerð sameiginlegs þolprófs hafi ekki skilað þeim árangri er stefnt var að.
Kv.
Ríkisstjórn þýskalands með Angelu Merkel í fararbroddi, er ákveðin að reikningurinn af kreppunni í Evrópusambandinu, skuli ekki falla á Þýskaland.
- En eins og þjóðverjar sjá þetta, þá er orsök erfiðleika S-Evrópu og nokkurra annarra meðlimaríkja ESB, óráðsígja og léleg hagstjórn.
- Það lítur alveg framhjá því, að Þýskaland á að sjálfsögðu hluta af sökinni, en á umliðnum áratug hafði það verulegann viðskiptaafgang og vaxandi ár frá ári við þau sömu lönd, og á sama tíma lánuðu þýskir bankar gríðarlega upphæðir í neyslulán til þegna þessara sömu landa.
- Það má því segja, að þessi lönd hafi haldið uppi iðnaðarframleiðslu, tekjum og einnig að verulegi leiti atvinnustigi í Þýskalandi þau sömu ár, þannig að Þýskaland óð í peningum meðan hin löndin söfnuðu skuldum. Litið á þetta með þeim hætti, þá er ákveðin sanngyrni í því að skuldavandinn sé að einhverju leiti að minnsta kosti einnig gerður sameiginlegur, þannig að Þýskaland taki þátt í því með löndunum í vanda, að vinna á vandanum.
- Á hinn bóginn, hafa þjóðverjar ekki verið neitt sérlega viljugir að sjá málið með þessum hætti, þvert á móti verið sterk tilhneyging til dómhörku og einnig til þess að neita sjá nokkra sök af sinni hálfu.
Martin Wolf - hans svar við spurningunni, "What went wrong in the Euro zone?"
"It was the bubbles, stupid: in retrospect, the creation of the eurozone allowed a once-in-a-generation party. Some countries had vast asset price bubbles; many had soaring relative wages. Meanwhile, Germany and the Netherlands generated huge current account surpluses. The union encouraged a flood of capital to the surging economies, on favourable terms. When private spending imploded, fiscal deficits exploded."
Martin Wolf - um vandann sem ójafnvægið í viðskiptum meðlima ríkja ESB skapar!
",,,as the European Central Bank tolerates weak demand in the eurozone as a whole and core countries, above all Germany, continue to run vast trade surpluses, it will be nigh on impossible for weaker members to escape from their insolvency traps. Theirs is not a problem that can be resolved by fiscal austerity alone. They need a huge improvement in external demand for their output."
- Ábendingin er, að án stóraukinnar eftirspurnar eftir þeirra útflutningi, sé engin útleið fyrir löndin úr krýsunni, þ.e. þau lönd er lent hafa í skuldakrýsu af völdum viðvarandi og vaxandi viðskiptahalla síðastliðins áratugar - alveg sama hvað þau skera niður og minnka útgjöld.
- Evrópusambandið þurfi á því að halda að Þýskaland auki hlutfall innflutnings, þ.e. hið minnsta að jafnvægi þurfi að vera í viðskiptum innan Evrusvæðisins milli helstu meðlimaríkja, þannig jafnvægi sé í því hvað önnur meðlimaríki kaupa af Þýskalandi og hvað Þýskaland kaupir af örðum ríkjum.
- Þeir sem benda á að eins og að í Bandar. skipti ekki máli hvort Kalifornía hafi viðskiptahalla við Wyoming, þá er rétt að benda á að Bandar. alríkisstjórnin hefur miklu mun meiri völd og miklu mun stærri fjárlög hlutfallslega heldur en stofnanir ESB, og alríkisstjórnin hefur því ímsar bjargir og leiðir til að aðstoða fylki í vanda sem stofnanir ESB hafa a.m.k. fram að þessu ekki haft. Alríkisstjórnin er því í mun betri aðstöðu, til að gera ráðstafanir, að auki er það mun ásættanlegra í augum bandar. skattgreiðenda að aðstoða aðra bandar.m. heldur þ.e. í augum þýskra, breskra skattborgara að aðstoða skattborgara t.d. í Grikklandi. Við erum því að tala um epli og appelsínur.
Martin Wolf - segir ennfremur! Europe needs German consumers
"Germany was able to offset extreme domestic demand weakness with robust external demand, from both inside and outside the eurozone. Indeed, as much as 70 per cent of the increase in Germanys GDP between 1999 and 2007 was accounted for by the increase in its net exports. Germany needs to return the favour."
"So what is to be done? If the aim is to avoid disaster, the answer is temporary fiscal support for the struggling countries, robust aggregate demand in the eurozone as a whole and a substantial rebalancing of that demand, led by Germany."
Hvað vill Angela Merkel gera skv. Der Spiegel International?
Berlin Club as 'International Guarantor': Merkel's Rules for Bankruptcy
- "Berlin Club would serve as the "international guarantor." The German government experts see this organization as an "apolitical and legally independent entity.""
- "The Berlin Club would concentrate on government bonds and the associated derivative securities. The members of the club could be recruited from within the G-20 group of industrial and emerging nations. Another possibility would be to establish the club within the framework of the euro zone."
- "The International Monetary Fund (IMF) would be involved in the debt refinancing from the outset. The German experts see the IMF playing a key role. If representatives of the Washington-based organization determine that debt forgiveness and restructuring have failed, then the second phase of the procedure kicks in."
- "It amounts to a complete refinancing. According to the concept, "this will require restrictions on sovereign discretionary powers." In other words, the government of the affected country would no longer be able to fully dispose of its own treasury."
- "It would be replaced with "an individual or group of individuals familiar with the regional characteristics of the debtor nation," which would safeguard the financial interests of the bankrupt country. The Berlin Club would have the authority to appoint these individuals."
- "If it is implemented, it will amount to an institutionalized disempowerment of a debtor nation's government by the IMF and the new Berlin Club, at least in its final stage. This prospect alone could have a disciplining effect on overspending governments."
Með öðrum orðum, þá fái Berlínarklúbburinn rétt til að setja yfir land í vandræðum, hóp aðila með þekkingu á fjármálalífi og hagkerfi þess lands, er taka yfir fjármálastjórn þess.
Ég sé ekki alveg, að meðlimaríki ESB muni vera til í að, afhenda beinlínis lyklana af sínum fjármálaráðuneytum til ríkisstjórnar Þýskalands, - þetta hljómar í mínum augum, of nálægt nýlendu fyrirkomulagi "Imposation of a German imperium on Europe".
What is the flipside of the coin?
- "Merkel intends...hopes to install a procedure under which a bankrupt country could be restructured in the future." ... "Her goal is to structure the plans as a further development of, rather than an alternative to the bailout package."
- "In a situation in which a euro-zone country can no longer service its debts, the government experts propose a "tailored combination of maturity extension" - þ.e. lengingu lána.
- "and a suitable reduction of the face value or interest rate" of the bonds in question."- lækkun vaxta eða jafnvel að einhverju leiti höfuðstóls láns á sama tíma.
- "In other words, creditors receive less money than they are entitled to, and they have to wait longer for it, a process experts refer to as a "haircut.""
- "The debtor country...Its financial burden declines, so that the government no longer has to incur new debts to pay off the old ones."
- "...the creditors...In return for waiving their claims,...are guaranteed a residual value of the bond, which would be no more than half its face value. The benefit to them is that they do not have to write off the entire bond. The debtor nation must pay a guarantee fee, which means that it also carries a portion of the burden."
Það út af fyrir sig er klassísk aðferð við endurskipulagningu skulda, að lengja í lánum - lækka vexti - jafnvel í tilvikum að lækka höfuðstól lána.
Á sama tíma er einnig venjulegt, að þegar slík endurskipulagning fer fram, þurfi viðkomandi lönd að undirgangast einhver takmarkandi skilyrði.
Slíkir samningar eru alltaf erfiðir og sársaukamiklir. Engin leið er að leysa úr slíkum málum, án gagnkvæmra skuldbindinga og eftirlits einhvers 3. aðila. Parísarklúbburinn hefur séð um nokkurn fjölda mála í gegnum árin. Það hefur líka Aðþjóða Bankinn eða "Bank of International Settlements".
En, þ.s. við erum að tala um samhengi Evrópusambandsins:
- Það að ástæðan fyrir vanda nokkurs fj. meðlimaríkja þess, er nánar tiltekið misræmið í viðskiptum ríkjanna á milli ekki síst við Þýskaland -
- Það að ekkert bendir til þess, að þjóðverjar hafi vilja til að sjá bjálkann í eigin augum -
- Þeir ætlist þess í stað til þess, að hin löndin skeri og skeri niður, en á sama tíma að þau væntanlega haldi áfram að kaupa þýskar vörur -
- En, eina leiðin fyrir þau lönd til að losna úr súpunni, er að þeirra útflutningur aukist á ný.
- Hættan er sem sagt, að ef þessi sannindi eru ekki höfð í heiðri, þá fari af stað langvarandi og mjög djúpt samdráttartímabil í þeim löndum samhliða djúpum niðurskurði samfélagsþátta undir stj. Berlínarklúbbsins. Það auðvitað bitnar einnig á Þýskalandi er missir þennan útflutningsmarkað að verulegu leiti og að auki að svo djúpur samdráttur veldur því að hárskurður eigenda lánanna þarf að vera meiri en ella, ef nokkur von á að vera til þess að einhverntíma sinna verði viðsnúningur.
Martin Wolf - Europe needs German consumers
"What would happen if governments also slashed their spending? In an economy without monetary or exchange-rate offsets to austerity, any reduction in spending is likely to lead to at least an equivalent short-run reduction in output. An attempt to cut a fiscal deficit by 10 per cent of GDP, via cuts in spending, would require an actual reduction of 15 per cent of GDP, once one allows for falling fiscal revenue. GDP would also shrink 15 per cent. As Desmond Lachman of the American Enterprise Institute pointed out in FT.coms Economists Forum, the decline could be even larger."
Niðurstaða
Sannarlega voru framkvæmd mistök í hagstjórn. Á myndinni fyrir neðan sést þróun kostnaðarhækkana innan hinna ímsu hagkerfa Evrópusambandsins.
Eins og sést, þá virðast kostnaðarhækkanir hafa verið meiri í öðrum löndum en Þýskalandi, þau lönd er lentu í verstu erfiðleikunum, hafi verið löndin er höfðu mestu innlendu kostnaðarhækkanirnar.
Þessi mynd getur skýrt að verulegu leiti af hverju útflutningur þjóðvera óx til hinna landanna, á meðan þeirra útflutningur dalaði, þannig að ástand viðskiptahalla hjá þeim skapaðist meðan þjóðverjar höfðu vaxandi viðskipta afgang við þau - og græddu á tá og fingri meðan þau söfnuðu skuldum.
En, gróði þjóðverja var mikill - þ.e. atvinnustig var þar hærra en ella - hagvöxtur meiri en ella - tekjur þýska ríkisins meiri en ella. Á sama tíma söfnuðu hin löndin skuldum ekki síst í þýskum bönkum er voru fullir af peningum, og buðu lán út um allt til að koma þeim peningum er streymdu inn í lóg.
- Vandinn er í einu orði sagt, sameiginlegur.
- Hann þarf því að leysa sameiginlega.
- Sannarlega var óráðsýgja og léleg hagstjórn víða innan ESB á síðasta áratug, en þjóðverjar einmitt stórgræddu á þeirri óráðsýgju.
- Ef þjóðverjar reyna að leysa úr vanda kreppunnar, með því að refsa löndunum er þjóðverjar stórgræddu á í gegnum umliðinn áratug -
- -Þá getur allt heila klabbið, sem er Evrópusambandið sprungið í loft upp.
- Þvert á móti verður sú lausn er ofan á verður, að taka tillit til þarfarinnar fyrir hagvöxt og aukinn útflutning. Það verður ekki auðvelt viðureignar innan sameiginlegs tollabandalags - innan sameiginlegrar mynntar.
- Fræðilega getur Þýskaland einfaldlega aukið sinn innflutning. En, hegðun almennings er ekki auðvelt að breyta með hraði.
- Önnur fræðileg leið, væri að heimila löndunum tímabundið, að setja verndartolla gagnvart Þýskalandi. Það gengur reyndar gegn prinsippinu um tollabandalag og Rómar-sáttmálanum. Öll aðildarríki myndu þurfa að samþykkja slíka tímabundna undanþágu. En, slíkt getur raunverulega dugað, svo lengi sem þjóðverjar myndu samþykkja slíkt.
Útskýring á hlutverkum Parsíarklúbbsins og Londonklúbbsins.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við skulum aðeins anda rólega, segi ég. Því ekki eru enn búið að byrta heildrænar niðurstöður fyrir hagþróun fyrra helmings þessa árs. Skoðum hvað Hagstofa Íslands sagði um 1. ársfjórðung:
Fyrsti ársfjórðungur 2010, Hagstofa Íslands
- Einkaneysla, - 0,6%
- Samneysla, - 0,5%
- Fjárfesting, - 15,6% (kemur á móti aukningu á síðasta fjórðungi upp á 16,6%, nettó ef til vill
- fjárfesting plús 1)
- Útflutningur, - 3,6%
- Innflutningur, - 3,3%
- Þjóðarútgj., + 1,3%
- Hagvöxtur, + 0,6%
Áhuga vekur ennfremur að án "árstíðabundinnar leiðréttingar" væri verið að tala um samdrátt upp á 6,9% en ekki hagvöxt upp á 0,6%.
- Væntanlega tekur fólk eftir, að allir þættir dragast saman nema þjóðarútgjöld og fjárfesting - þ.e. ef maður leggur saman fjárfestingu 1. ársfjórðungs við fjárfestingu ársfjórðungsins á undan.
- Það er að sjálfsögðu gleðilegt að kaupmáttur launa hafi hækkað nú.
En þar spilar inn í, að nokkur verðhjöðnun mældis í júní sl. af völdum lækkana á bensíni, sem að nokkru leiti hafa verið teknar síðan til baka í júlí. Ef síðan ríkisstjórnin fer eftir tillögum nýlegrar skýrslu AGS (sjá mína umfjöllun um þá skýrslu: Óháð umfjöllun um skýrslu AGS um ísl. skattakerfið og þær tillögur AGS um skattbreytingar sem þar fram koma! ) um að hækka skatta á eldsneyti og virðisauka skatt á matvæli o.flr. - þá auðvitað er þetta fljótt að ganga alveg til baka.
- En ríkisstjórnin bað um þá skýrslu, því hún er að íhuga enn frekari skattaálögur.
Kaupmáttur eykst í fyrsta sinn frá hruni
"Launavísitala hækkaði um 2,2 prósent frá maímánuði, en rekja má þetta afgerandi launaskrið til ýmissa samningsbundinna launahækkana sem komu til framkvæmda 1. júní síðastliðinn, til dæmis hjá ASÍ, Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og BSRB."
"Kaupmáttur í júní síðastliðnum var því 0,3 prósentum meiri en í júní á síðasta ári, og 2,6 prósentum meiri en í maímánuði.""Þannig má rekja kaupmáttaraukninguna í júní til launahækkana annarsvegar og verðhjöðnunar hinsvegar sem átti sér stað frá fyrri mánuði."
"Kaupmáttarvísitalan stendur nú í rúmlega 106 og hálfu stigi, og hefur því rýrnað um rúm ellefu prósent frá því í ársbyrjun 2008."
Takið eftir, að allt og sumt sem munar í fjölda atvinnulausra milli 2. ársfjórðung 2009 og 2. ársfjórðungs 2010 er 500 manns.
Sannarlega gott, að 500 færri séu atvinnulausir - en, þetta er engin risasveifla. Þarf ekki nema, að ferðamanna verðtíðin hafi verið að ganga vel. Einnig getur e-h munað um, strandveiðar sjávarútvegs ráðherra, þó umdeildar séu þá veita þær aukna vinnu í sjávarbyggðum víða um land.
- Ef trend fyrra ársfjórðungs er svipað að öðru leiti - þá er út-/innflutningur enn að skreppa saman, sem og samneysla.
Vinnumarkaður á 2. ársfjórðungi 2010
Atvinnuleysi 8,7%
Á öðrum ársfjórðungi 2010 voru að meðaltali 16.200 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 8,7% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 9,4% hjá körlum og 8% hjá konum. Frá öðrum ársfjórðungi 2009 til annars ársfjórðungs 2010 fækkaði atvinnulausum um 500 manns.
Niðurstaða
Ég held að það sé fullsnemmt að kveðja kreppuna að sinni.
- Enn eru skuldamál mjög erfiður hemill á vöxt fyrirtækja - sbr. 40% lána séu í vandræðum.
- Sama á við um heimili, þ.s. tugi þúsunda heimila eru á barmi örvæntingar.
- Þjóðfélagið vantar enn umtalsvert upp á heildartekjur til að standa undir núverandi skuldbindingum, sbr. að enn er nettó viðskiptahalli við útlönd.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2010 | 20:33
Óháð umfjöllun um skýrslu AGS um ísl. skattakerfið og þær tillögur AGS um skattbreytingar sem þar fram koma!
AGS virðist hafa verið beðið um, að finna út leiðir til að auka tekjur skatttekjur stjórnvalda, á sama tíma og leitast skuli að finna leiðir til að auka sanngirni skattkerfisins.
- Auðvitað, er það umdeilanlegt, hvað telst sanngjarnt.
En hugsunin virðist vera sú, að finna leiðir í gegnum skattkerfið til að auka jöfnuð.
- Þ.e. síðan einnig umdeilanlegt, hvort það sé hlutverk stjórnvalda yfirleitt að stuðla að minnkun misskiptingar tekna í þjóðfélaginu - eða - að hvaða marki.
Ekkert af þessu er sjálfgefið, heldur háð lífsskoðunum viðkomandi. Viðhorfum um hvað teljist rétt/rangt eða sanngjarnt/ósanngjarnt - með öðrum orðum, huglægu mati.
Sjá skýrsluna: Improving the Equity and Revenue Productivity of the Icelandic Tax System
Áhugavert er að AGS gefur ísl. skattkerfinu góða einkunn:
The Icelandic tax system already embodies in many of its features the state of the art in tax policy. It is reasonably simple with relatively low rates, broad tax bases, and few special favorable treatments and opportunities for tax arbitrage or avoidance. As a consequence, it collects a comparatively large amount of revenue while minimizing adverse effects on employment, economic activity, and compliance costs. Indeed, based on the OECD Revenue Statistics, Iceland has had a high revenue ratio in comparison with other OECD countries, and even among other Nordic countries.
Með öðrum orðum - tiltölulega lítið af undantekningum sem vanalega í öðrum löndum þjóna einkum hagsmunum ríkra fyrirtækja eða þjóðfélagshópa - á sama tíma og það innheimtir tiltöluleg hátt hlutfall, þ.e. tiltölulega lítið um svik.
- Skv. þessu, er kerfið almennt séð gott og skilvirkt, og því ekki þörf á umfangsmiklum lagfæringum.
- AGS leggur þó til nokkrar breitingar, sem þeir telja geta aukið skilvirkni og á sama tíma, skilað auknum tekjum.
Varðandi réttmæti þess að hækka skatta
- Skattar hafa það hlutverki að gegna, að veita ríkinu tekjur - og eru því nauðsynlegir, þ.s. margt af því sem ríkið og hið opinbera gera, er nauðsynleg þjónusta við almenning sem og atvinnulíf.
- Á hinn bóginn, er ekki allt þ.s. hið opinbera gerir og ríkið, jafnt að mikilvægi. Þannig, að sumt má sennilega minnka að umfangi, án alvarlegs skaða fyrir þjóðfélagið. Jafmvel, má þar sennilega finna til þætti, sem algerlega án alvarlegs skaða, má hætta og þannig spara skattfé.
- Síðan, eru skattar beinlínist skaðlegir sem slíkir fyrir hagkerfið. Réttlæti fyrir þeim, er að á móti komi mikilvæg þjónustua, er vegur upp skaðsemi skattanna og gott betur.
- Skaðsemi skatta, eykst eftir því sem meðal skattheimta er meiri.
- En, að auki - eru skattar skaðlegri í kreppu en þegar efnahagslegur uppgangur er til staðar.
- Þetta kemur til vegna samdráttaráhrifa skatta, þ.e. þeir minnka fjármagn sem allir aðilar aðrir en ríkið og hið opinbera hafa handa á milli, og því draga þeir úr með beinum hætti úr umsvifum hagkerfisins.
- Þau áhrif, geta þó beinlínis verið gagnleg, ef brín þörf er á um að hægja á efnahagslegum umsvifum, vegna þess að umsvif eru að verða of mikil þannig að stefni jafnvel í bóluhagkerfi.
- Svo, er sköttum má því beita beinlíni sem hagstjórnartæki.
- Á hinn bóginn, ef samdráttur og kreppa ríkir, valda skattahækkanir meiri skaða en ella, þ.s. samdráttar áhrif þeirra magna einmitt samdrátt og þau viðbótar samdráttaráhrif þá minnka á móti tekjur af veltusköttum.
- Þetta allt þarf að hafa í huga, nú þegar tillögur AGS eru metnar.
Víxlverkun við verðlag
Eitt séreinkenni á Íslandi, er að þ.s. hækkanir skatta hafa yfirleitt áhrif á verðlag, þannig að fyrirtæki og önnur starfsemi hækkar verð á móti; er að þá hækkar lánskjara vísitalan öll verðtryggð lán.
- Þetta er þáttur sem þarf að hafa í huga, í tengslum við vangaveltur um skaðsemi vs. gagnsemi hækkana skatta.
- Þennan galla er reyndar sára einfalt að afnema, þ.e. með því að afnema verðtryggingu.
- En svo lengi sem verðtrygging er enn til staðar, hafandi einnig í huga að almenningur og fyrirtæki eru í mjög alvarlegri skuldastöðu; þá verður að álykta að skaðsemi hækkana skatta sé sennilega meiri en gagnsemi.
---------------------------Afnemum verðtryggingu!
- Það er frámunanlega ósanngjarnt gagnvart öllum þeim aðilum er skulda, að skuldir hækki alltaf og ávallt, ef ríkið þarf meiri pening í gegnum skattkerfið.
- Þetta er líka mjög óþægilegt fyrir ríkið og hið opinbera, þ.s. þetta ástand magnar andstöðu við hækkanir skatta umfram þ.s. annar væri reyndin.
- Síðan, er einnig frámunanlega ósanngjarnt að annar aðilinn að samningi um lán, hafi allt sitt á þurru - þ.e. öll áhættan sé á öðrum aðilanum, í þessu tilviki lántakandanum, er að auki hefur minni tækifæri til að bregðast við og meta áhættu.
- Að auki, það að lánveitendur bera ekki neina umtalsverða áhættu af veitingu láns, að auki inniber þann galla, að fela í sér hvatningu til lánveitenda til áhættusækni í veitingu lána. Þ.s. áhættustig þeirra er minnkað, þá hafi þeir hvatningu til að ganga lengra í áhættu en ef, áhættunni væri jafnar skipt.
- Þetta þíðir að mínu mati, að verðtrygging hafi beinlínis verið hlutaorsök fyrir þeirri gríðarlegu áhættusækni í lánveitingu, sem einkenndi umliðinn áratug hjá fjármálastofnunum landsins - þ.e. verðtrygging sé beinlínis ein af orsökum fyrir hruninu.
- Afnemum því verðtryggingu strax en ekki eftir 10 eða 20 ár. Afnám hennar, verður þá eitt af því, sem mun hjálpa við uppbyggingu heilbrigðara fjármálalifs.
Nokkrar staðreyndir um íslenska skattkerfið
*Tölur í töflu, hlutfall af þjóðarframleiðslu. - bls. 15
Iceland Denmark Finland Norway Sweden EU 15 OECD
Total tax 40.9 48.7 43.0 43.6 48.3 39.7 35.8
Income taxes 18.5 29.0 16.9 21.0 18.7 14.0 13.2
Property taxes 2.5 1.9 1.1 1.2 1.2 2.1 1.9
Consumption taxes 16.5 16.3 12.9 12.4 12.9 11.6 10.9
Skv. AGS:
- In many respects, the tax mix in Iceland is consistent with the promotion of economicgrowth.
- It is generally accepted that income taxes (particularly corporate income taxes) are the most harmful for job creation, investment, and growth
- while consumption taxes and recurrent taxes on immovable property are the least harmful.
- Thus, compared to other Nordic countries, the relatively low share of income taxes and social security contributions (which have much the same effect on growth as income taxes) and the relatively high share of consumption taxes in Iceland can be expected to be good for growth.
Með öðrum orðum, þá telur AGS að áherslur ísl. skattkerfisins séu almennt séð góðar. Tiltölulega lág skattheimta á tekjur, hjálpi almennt séð hagvexti, á sama tíma og há skattlagning neyslu, skaði hagvöxt lítið.
Reyndar, má færa viðbótar rök fyrir hárri skattlagninu neyslu hérlendis, nefnilega þeirri að þ.s. flestar neysluvörur eru innfluttar þá sé það okkur tiltölulega hagkvæmt að beita með þeim hætti skattkerfinu, til að reyna að slá á innflutning.
---------------------------
"The main rate of value added tax (VAT) is 25.5 percent...and is the highest rate in the OECD."
"...standard rate of VAT is already the highest in the OECD and tax fraud and evasion could increase significantly if it were increased further."
- Þeir mæla ekki með frekari almennri hækkun virðisauka, en þess í stað leggja þeir til að hætt verði að hafa suma vöruflokka á lægra skattþrepi, eða til vara að þau ákvæði verði þrengd.
- Þeir benda einnig á, að vegna verðtryggingar þá myndi einnig hækkun virðisaukaskatts hækka lán landsmanna, svo heppilegra sé að halda breytingum á virðisaukaskatti í lágmarki. (bls. 14-15)
- Þetta æpir á þörfina fyrir afnám Verðtryggingar. Því án víxlverkunar við lán allra er skulda verðtryggð lán, þá liti þetta allt öðruvísi út. Svo lengi sem verðtryggingin viðhelst, þarf sennilega að segja "Nei" við þesum hugmyndum um hækkanir skatta.
---------------------------
- AGS leggur til, að skattur á eldsneytir verði hækkaður hérlendis, á móts við skatt á eldsneyti í Noregi, ef þ.e. vilji ísl. stjv. að hækka skatta á eldsneyti. bls. 47-48.
- Klárlega væri þetta veruleg hækkun á eldsneytisskatti hérlendis, sem myndi m.a. bitna á skuldugum hérlendis í gegnum lánskjaravísitöluna.
Eldsneytisskattar ísl.kr. Bensín Disel
Iceland 62.61 55.67
Denmark 95.47 71.71
Finland 125.40 72.88
Norway 97.68 76.79
Sweden 97.68 76.78
Average excluding Iceland 104.06 74.54
- Að hækka skatta á eldsneyti er ekki endilega rangt í sjálfu sér - en, hafandi í huga að þá hækka öll verðtryggð lán, þá eru einnig gild rök fyrir því að hækka þá ekki.
- Að auki, berst almenningur í bökkum, vegna víxlverkunar lækkandi tekna á sama tíma og lán hækka stöðugt.
- Á móti kemur, að þjóðhaglega hagkvæmt getur verið að minnka innkaup af eldsneyti og þannig spara gjaldeyri.
- Þetta æpir á þörfina fyrir afnám Verðtryggingar. Því án víxlverkunar við lán allra er skulda verðtryggð lán, þá liti þetta allt öðruvísi út. Svo lengi sem verðtryggingin viðhelst, þarf sennilega að segja "Nei" við þesum hugmyndum um hækkanir skatta.
---------------------------
Bls. 36
Corporate Personal Capital Lowest labor Highest labor
income tax Income tax income tax income tax.
Iceland (2010) 18 (20,75)* 18 (20,75)* 37.2 46.1 *Tillaga AGS.
Finland (2007) 26 28 27.4 50.9
Norway (2007) 28 28 28 49
Sweden (2007) 28 30 31.5 56.5
*Tillaga AGS um hækkun, til að jafna mun á milli tekna einstaklinga af því að eiga hlut eða vera eigendur einkahlutafélags og þess að hafa tekjur skv. lægsta skattþrepi tekjuskatts einst.
**Önnur tillaga, gerir ráð fyrir hækkun í 20% í stað 20,75%.
Eins og sést af þessu, eru skattar á fyrirtæki lágir hér:
Sumir telja þetta sanna að þeir séu óeðlilega lágir. En, það þarf ekki endilega að vera rétt túlkun.
"Icelands current CIT (Corporate Income Tax) rate is similar to that of other small, open European economies, and neighbor Ireland has a low 12.5 percent rate." - bls. 39
- Lág skattheimta kemur á móti öðrum kostnaði innlendra fyrirtækja - þ.e. meiri fjarlægð frá mörkuðum og smæð innlends markaðar er gerir erfitt um vik að öðlast nægilega stærðarhagkvæmni, og einnig smæð innlends vinnumarkaðar er gerir framboð af hæfu starfsfólki tiltölulega lélegt.
- En meira kemur til, en því má ekki gleyma að ísl. útflutningur er einnig á lægra tæknistigi en almennt gengur og gerist á Norðurlöndum, þ.e. ál en ekki dýr tæknibúnaður úr áli, ferskfiskur í stað unnins fisks í neytendapakkningum, síðan er það ferðamenn. Einungis lágt hlutfall útflutnings er á háu tæknistigi í formi dýrra tækja eða dýrrar unninnar vöru.
- Þetta þíðir, að hagnaður af hverju útfluttu tonni er minni á Íslandi. Þannig, að lægra skatthlutfall, getur einnig verið leið til að bæta okkur upp það, að útflutnings atvinnulífið hér er minna samkeppnishæft um laun og með lægra hagnaðarhlutfall einnig, vegna hreins frumstæðis útflutningsins.
Fjármagns skattur, er einnig hér fremur lágur í samanburði við Norðurlönd.
- Af sömu ástæðu, og fjarlægð frá mörkuðum, smæð vinnumarkaðar og auk smæðar innlends markaðar; vinnur gegn getu innlends atvinnulífs til hagnaðar - þá þíðir það einnig, að hagnaður af fjárfestingu af innlendum atvinnurekstri fyrir bragðið er einnig minni. Það má því hugsanlega réttlæta lága skatta á fjármagn - þ.e. lægri en gengur og gerist sums staðar annars staðar, út frá þeirri forsendu.
- AGS bendir á, að verðbólga einnig sem að öllu jöfnu sé hærri hér, minnki einnig arðsemi fjárfestinga - auk þess, að skv. lögum mynda verðbætur skattstofn þó þær séu ekki raunverulegar tekjur; svo út frá þessum forsendum má hugsanlega einnig réttlæta lágt skatthlutfall.
- Hin hefðbundnu rök eru síðan, að fjármagn sé sérlega hreyfanlegur skattstofn, sem dæmi fjármagnshreyfingar í dag flestar framkvæmdar í gegnum Internetið. Þannig, að mjög auðvelt og fljótlegt er að færa fé milli reikninga, einnig óháð landfræðilegri staðsetningu þeirra reikninga. Þannig, að almennt er talið að sá skattstofn sé sérlega viðkvæmur gagnvart skattlagningu.
Einnig sést af þessu, að tekjuskattur einstaklinga hefst á frekar háu hlutfalli, þ.e. lægsta þrep er áberandi hátt hér.
Þ.e. því ef til vill ástæða að íhuga, að lækka það niður í um 30%.
---------------------------
"Nordic countries have put more of the responsibility for redistribution on the benefit system and have chosen to finance the large public expenditures required by efficient but not particularly redistributive taxes."
"Effective redistribution through the benefit system, in turn, typically requires relatively high tax collections which results in tax systems geared towards revenue productivity rather than redistribution."
- AGS bendir sem sagt á, að hlutverk skatta sé að veita ríkinu tekjur. Heppilegast sé því, að það sé þannig, að skattskil séu greið og undandráttur lítill.
- Skattakerfið sé ekki skilvirkt tæki, til að reyna ná jöfnuði. Viðleitni í slíkar áttir, skaði skilvirkni skattkerfis til tekjuöflunar að mati AGS.
- Á hinn bóginn, eins og dæmið frá norðurlöndum sýni, þá sé skilvirkara að beita þjónustukerfi við almenning og bótakerfum, í því skyni að jafna aðstæður fólks. (sjá bls. 16-17)
Skoðið töflu bls. 17 en þar sést, GINI stuðull í samanburði við önnur lönd.
- Eins og þar sést, er GINI á Íslandi með því lægsta sem gerist ef staðan er skoðuð fyrir skatt og endurdreifingu.
- Á hinn bóginn, virðist endurdreifing ísl. bótakerfisins vera léleg, þannig að eftir skatta og endurdreifingu, hrapar Ísland umtalsvert í GINI samanburðinum.
- Þetta er e-h sem þarf að skoða.
---------------------------
"The taxation of corporate profits in Icelanda classical systemis generally is accordance with the systems that are found in other European countries."
"It is a consistent and efficient tax system that does not require major changes."
- AGS leggur þó til að "financial statement" eða yfirlísingar fyrirtækja um eigin fjárhag sem þau byrta reglulega, verði notaðar sem upphafspunktur við útrekining tekjuskattsgrunns fyrir fyrirtæki.
- Þetta sé í dag gert í mörgum löndum, en í fjárhagsskýrslum fyrirtækja sé fellt mat á verðmæti margs þess, sem erfitt sé að verðmeta eins og flóknar afleiður og flókna samninga.
Fyrir mitt leiti, hljómar þetta sem góð tillaga, verð skoðunar. Uppgjör fyrirtækja þurfa þó að njóta trausts, þ.e. ekki vera grunur um að þau séu skáldskapur sbr. uppgjör ísl. bankana í árslok 2007.
---------------------------
"...income arising from debt forgiveness should be considered taxable income but would be offset against these losses. Income in excess of losses, if any, should be taxed." Bls 20-21.
- AGS leggur einnig til, tekið verði á þeim vanda að mikið af fyrirtækjum skulda alltof mikið, sem skapi mikla afskriftaþörf lána. Á hinn bóginn skv. skattalögum myndi afskrift lána innheimtanlegar tekjur. Heppilegast sé að mati AGS að heimila að slíkar tekjur séu afskrifaðar á móti tapi sem viðkomandi fyrirtæki hafi orðið fyrir - svo flýtt verði fyrir að undið verði ofan af versta skuldavanda fyrirtækja.
- AGS leggur sem sagt ekki til, að afskriftir hætti að vera skatttekjur heldur einungis því, að þær tekjur verði afskrifanlegar móti tapi - eins og skattalög heimila fyrirtækjum um aðrar skatttekjur þeirra.
- Fyrir einstaklinga, væri heppilegt að skattayfirvöld fyrirgefi tekjur af lækkun lána, að mati AGS, niður að því marki að þau séu cirka verðmæti fasteignar, að frádregnum eðlilegum sölukostnaði viðkomandi eignar.
Fyrir mitt leiti, hljómar þetta sem tillögur sem séu verðar skoðunar.
En, nauðsynlegt klárlega er að hasta endurskipulagningu fyrirtækja, er bera of miklar skuldir - ef þ.e. raunverulega svo að endurskipulagning er hagkvæmari en gjaldþrot.
Síðan eru einnig til staðar fj. einstaklingar er skulda umtalsverðar upphæðir umfram eignir og skv. lögum í dag er það skattstofn afskrift lána þeirra - nema að þeirri undantekningu að farið sé í formlegt nauðasamningaferli skv. dómsúrskurði.
---------------------------
"Iceland is confronted with an erosion of its corporate tax base by interest paid to creditors resident in low tax jurisdictions."
"Since 2010 Iceland levies a 15 percent withholding tax on interest payments to safeguard its corporate tax base."
"If the creditor is a resident of a tax haven country, the withholding tax is a final tax."
"In practice, the tax incidence of this withholding tax lies often with the debtor (including because contractual stipulations) and results in higher costs on borrowings from abroad."
"Some European countries...have provisions that disallow the deduction of interest paid if the creditor is resident in a low tax jurisdiction." bls. 25 - 26.
- AGS telur með öðrum orðum, ekki þennan 15% lágmarksskatt skynsamlegann þ.s. aðilarnir sem skattinum sé beint að séu oftast nær ekki að borga hann, heldur fyrirtæki eða aðilar hérlendis, þannig að sá skattur geri ekkert annað en að auka lánakostnað þeirra.
- Önnur aðferð, að fella niður endurgreiðslu vaxta til þeirra, sé að mati AGS heppilegri aðferð - þ.s. hún komi niður á þeim sem stendur til að refsa.
Fyrir mitt leiti, hljómar þetta sem tillaga, verð skoðunar. Sannarlega þarf e-h að gera, til að stemma stigu við ofangreindu vandamáli, en aðferðin má ekki heldur vera of gölluð.
---------------------------
AGS leggur til lagfæringar á reglum um skattlagningu arðgreiðsla frá dótturfélögum á erlendri grundu.
"Currently dividends (in Iceland) received from domestic and foreign subsidiaries are included in the tax base. A relief for double taxation of these dividends is provided for in the form of a deduction, if the parent company holds at least 10 percent of the capital in a subsidiary..."
"In Belgium and Luxembourg: A parent company is eligible for this relief, if one of the following requirements ismet: (i) holdingdirectly or indirectlya capital participation of at least 10 per cent, or (ii) holding a minimum participation with an acquisition cost of at least EUR 1.2 million."
- Þeir leggja með öðrum orðum til, að sambærilegri viðbótar reglu verði beitt hér, með viðmiðunarupphæð heppilega fyrir ísl. aðstæður. (bls. 27-28).
- Núverandi regla, geti staðið eðlilegri starfsemi fyrirtækja fyrir þrifum og að auki, dregið úr vilja fyrirtækja til að senda arðgreiðslur til Íslands frá erlendum dótturfélögum.
- Sem dæmi, ef verið er að fjárfesta í erlendu félagi, geti fjárfesting upp á hlutfall innan við 10% numið verulegum fjárhæðum, en samt verið þáttur í langtíma uppbyggingu félags.
Núverandi regla hefur fengið harða gagnrýni - en tillaga AGS hljómar góðra gjalda verð, þ.s. hún virðist lagfæra að miklu leiti þá galla, sem gagnrýndir hafa verið.
---------------------------
AGS leggur til, að hætt sé að nota núverandi aðferð, fyrir einkahlutafélög að skylda eigendur að úthluta sér tilteknum lágmarks tekjum skv. útgefnu viðmiði Ríkisskattstjóra á hverju ári.
Þeir telja aðra aðferð líklega betri. - bls. 30-33.
- "Gross assets method: an imputed return to assets is computed by multiplying total business assets by a reasonable rate of return on equity (R),,,. Labor income is the difference between pre-tax net profits (including owners salary) plus interest paid and the imputed return to assets. Taxable profits (capital income) are the imputed return on assets less interest paid. "
Þetta er áhugaverð lausn, sem virðist bjóða upp á mun meiri sveigjanleika en núverandi aðferð, þ.s. eftir allt saman þá eru laun ekki lengur útgefinn fasti heldur eru þau breitileg eftir aðstæðum hverju sinni, þ.s. útkoman af þessari aðferð verður alltaf breytileg þ.s. eftir allt saman mismunandi félög ráða yfir mis arðbærum eignum.
---------------------------
AGS kemur með áhugaverða ábendingu, þ.e. ef óskað er eftir því, að jafna muninn milli einkahlutafélaga og þess að borga almennan tekjuskatt, þá benda þeir á eftirfarandi:
"Icelands tax regime wisely harmonizes the tax rate on profits from private corporations and partnerships by subjecting partnership profits to a special tax rate equal to the compound rate on CIT and personal capital income: 0.327 = 0.18 + (1- 0.18)*0.18."
"It is therefore this rate, rather than the personal capital tax rate, that should ideally be equalized with the lowest tax on labor income"- bls. 39.
- Skattur af hagnaði af einkahlutafélögum er því 32.7% á meðan að lægsti tekjuskattur er 37.2%, munurinn 4,5%.
- AGS stingur upp á að hækka hvort tveggja tekjuskatt fyrirtækja og skatt af fjármagnstekjum í 20,75% sem þá jafni þennan mun.
Fyrir mitt leiti, held ég að þetta eigi alveg geta verið aðgengilegar tillögur, því þá er afnuminn með öllu hagnaðar munurinn af því að hafa tekjur sem hagnað af einkahlutafélagi vs. að hafa lægsta tekjuskatts-þrep.
- Ég veit að nokkur fj. hægri-manna, hafa verið að æpa að slík hækkun, væri of skaðleg fyrir okkar atvinnulíf.
- Á hinn bóginn, má ná fram sama markmiði með því að lækka lægstu tekjuskatts prósentuna niður um 4,5% í 32,7%.
---------------------------
- AGS leggur til, að virðisauka skattur verði sá sami fyrir allar vörur, þannig að hætt verði við að láta sumar vörur vera með lægri skattprósentu. - bls. 41 - 42.
- Þeir leggja til á móti, að verulegum hluta þeirrar tekjuaukningar sem þannig fæst, verði varið til að bæta láglauna fólki upp tekjuskerðingu í gegnum endurdreifingu t.d. í formi vaxta- eða barna- eða trygginga- eða ellibóta. 1/3 af gróðanum, verði þannig varið.
- Þeirra varatillaga, er að þrengja ákvæðin þ.e. fækka því sem fær lægri prósentu.
"The results indicate that the cost to those in the bottom quartile of increasing the VAT on these goods to 25.5 percent is 3.85 percent of their expenditure as compared to 3.70 percent for the population as a whole; a very small difference."
"This removal of the lower rate of VAT would raise about 1.8 percent of GDP."
"Iceland has a number of VAT exemptions that go beyond those included in the EU
VAT Directive: sports, passenger transport, authors, composers, burials and travel agents." bls. 43.
"If government policy is against an increase in fares for public transport, it could use one third of the funds generated to finance a compensation package of direct subsidies to public transport while still generating significant additional revenue."
"As in other European countries, Icelands local authorities are exempt from VAT. This results in a disincentive for outsourcing local government services to the private sector. The problem is how to minimize the distortion that is caused by the exemption." bls. 44.
"Provide reimbursement for input VAT to local government services that could be outsourced. In the current fiscal situation it is best to limit the reimbursements to
those services."
- AGS leggur síðan einnig til að allar undanþágur frá virðisaukaskatti, verði einnig afnumdar.
Það hefur verið dálítið æp út af þessum skattatillögum, en ég held að þær séu í reynd hófsamar, almennt séð.
Aðalgallinn er sá, að sérhver hækkun virðisauka skatts hækkar verðlag, sem vegna ákvæða um verðtryggingu, hækka lán allra sem hafa verðtryggð lán.
Við verðum, að afnema verðtryggingu.
Sama skattprósenta einfaldar kerfið, minnkar kostnað við það, og hægt er að bæta fólki þetta upp. Sveitafélögum má bæta upp aukinn kostnað, með auknum millifærslum frá ríkinu. Auka má niðurgreiðslur á móti, af almennum samgöngum.
Það er síðan sjálfstætt val, hvort þættirnir eru stilltir af þannig, að tekjuaukning ríkisins er engin eða nokkur eða jafnvel umtalsverð.
En, á meðan vertrygging er til staðar, þá held ég að það sé réttara að bíða með þessa breytingu, þ.s. það væri ósanngjarnt að láta enn eina ferðina, lán þeirra sem skulda verðtryggð lán hækka vegna þess, að ríkissjóð vantar pening.
Ef þ.e. afstaða ríkisstjórnarinnar, að þessa breytingu skuli framkvæma, þá ætti hún að hysja upp um sig brækurnar og afnema verðtryggingu - fyrst.
---------------------------
- AGS leggur til, að stimpilgjöld verði afnumin.
"These taxes produce barriers to the reallocation of finances and real capital."
"However, they do currently raise revenues of about 0.3 percent of GDP. This means that they can only be reduced if sufficient other tax revenues become available."
"The stamp taxes should be reduced or eliminated when the fiscal situation allows it." bls. 46.
Stimpilgjöld virðast hafa formælendur fáa.
Afnám þeirra, virðist alltaf stranda á því, að ríkissjóður vill halda í þessar skatttekjur.
---------------------------
- AGS bendir á, að svokallaður sykurskattur sé mjög verulega gallaður eins og hann er settur upp, hann sé því ekki að gegna vel ætluðu hlutverki. Því beri annað af tvennu, að leggja hann niður eða framkvæma verulegar lagfæringar á því hvernig hann er látinn virka. -bls. 46-47.
En eins og hann er í dag, gegnir hann ekki sínu hlutverki - nema þá að ástæðan fyrir honum hafi einöngu verið tekjuöflun fyrir ríkissjóð.
---------------------------
"The government is considering changes to the excise duty on car imports and the
annual fee for car use, moving from rates based on the engine size (excise duty) and weight (annual fee) of the vehicle to rates based on their carbon emissions, on a revenue-neutral basis. The changes would also extend these taxes to pickup trucks, but with a reduced rate for flexi-fuel vehicles." bls. 49.
- Mér líst vel á þessar tillögur, ef það fer þannig, að raunverulega verði þær settar upp með þeim hætti, að heildar skattheimta helst nokkurn vegin hin sama.
- En, rökréttara til muna, er að nota CO2 sem viðmið fremur en vélastærð.
---------------------------
"Are the new resource taxes on electricity and water as well as the new carbon tax
improvements to the tax system?""Natural resources produce rent for their users, and it is a waste of such community
resources to allow these rents to be untaxed.""The introduction of a carbon tax on the carbon content of fossil fuels is also to be
welcomed,""However, the tax could be improved by applying the same tax to industrial users of
carbon, as efficiency requires that all producers of carbon dioxide should be taxed at the
same rate."
- Ég er almennt séð sammála því, að taka upp CO2 skattlagningu og einnig skattlagningu renta af notkun auðlinda.
- Á hinn bóginn, er ég fremur þeirrar skoðunar að viðmiðið eigi að vera, að skattlagning sé svipuð almennt, og áður var. Þá er ég að vísa til CO2 skattlagningar. Það væri þó almenn regla. Ekki praktískt að hafa hana stífa.
- Á hinn bóginn, má vera að það sé þjóðhagslega hagkvæmt, að auka skattlagningu á notkun CO2, þ.s. megnið af eldsneyti er inniheldur kolefni er eftir allt saman innflutt. Það er þá sjálfstæð umræða, sem þarf að taka.
- Auðlindagjald er augljóslega í mörgum tilvikum ný skattlagning, en hún er sanngjörn þ.s. ekki er réttlátt að fámennir hópar njóti rentanna af auðlindum þjóðarinnar, - þvert á móti, er meira réttlæti í því fólgið, að skattleggja þær rentur svo restin af þjóðinni, fái einnig notið þess arðs hið minnsta að einhverju leiti.
- Enn eina ferðina, verður að benda á brína nauðsyn þess að afnema þegar í stað verðtrygginguna, því sérhver aukning skatta mun koma fram í verðlagi á einhverjum tímapunkti. Ekki gengur að lánþegum sé stöðugt refsað-ekki síst þegar ný skattlagning að öðru leiti er þjóðþrifa verk. Þá tekur þessi galli mjög ljómann af.
Niðurlag
Ég þakka lesendum fyrir að lesa sig í gegnum þetta yfirlit.
Ég gerði mér far um að fjalla um þetta af hófsemd og sanngyrni!
Ég veit vel, að ekki eru endilega allir sammála mér, en vonandi fæ ég einungis kurteisar athugasemdir.
- Ég er þeirrar skoðunar eins og séð var, að þessi umdeilda skýrsla AGS sé að mörgu leiti vel unnin og gagnlegt plagg, þannig að þar sé að finna gagnlegar hugmyndir.
- Það var ekki AGS að kenna í þessu tilviki, að þessi skýrsla er unnin að því er virðist skv. beiðni ríkisstjórnarinna um að leita uppi frekari matarholur til skattheimtu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2010 | 01:45
Evrópusambandið breytir reglugerð, svo Ísland geti fengið fjárhagslega aðstoð, við sitt aðildarferli!
Mér finnst sannarlega áhugavert, að Evrópusambandið skuli hafa tekið þetta tiltekna skref.
Þann 14. júlí s.l. tók þessi umrædda reglugerðarbreyting formlega gildi, í ESB.
Fyrst reglugerðin, eins og hún hljómar fyrir breytingu:
COUNCIL REGULATION (EC) No 1085/2006
of 17 July 2006
establishing an Instrument for Pre-Accession Assistance (IPA)
Síðan hverjar breytingarnar akkúrat eru:
Amendment of the Instrument for Pre-Accession Assistance (IPA) ***
(1) In Article 4 the following subparagraph is added:"
For Iceland assistance shall be provided in particular subject to the Reports and the Strategy Paper of the Enlargement package.
(2) In Annex II, the word "Iceland" is inserted after "Bosnia and Herzegovina".
Fólk getur síðan skoðað reglugerðina, og séð hvernig viðbæturnar koma þar inn.
Síðan geta menn túlkað þetta eins og þeim sýnist, og sannarlega mun fólk það gera.
Article 4
Political framework for assistance Assistance under this Regulation shall be provided in accordance with the general policy framework for pre-accession, defined by the European and Accession Partnerships, and taking due account of the Reports and the Strategy Paper comprised in the annual Enlargement package of the Commission.For Iceland assistance shall be provided in particular subject to the Reports and the Strategy Paper of the Enlargement package. (þessum texta bætt inn)
ANNEX I
- Croatia
- Turkey
- The former Yugoslav Republic of Macedonia.
--------------------------------------------------
ANNEX II
- Albania
- Bosnia
- Iceland (Íslandi bætt við nafnalista)
- Montenegro
- Serbia, including Kosovo [1]
Síðan skv.
Article 23
Status of Beneficiary Country If a beneficiary country listed in Annex II is granted candidate status for accession to the EU, the Council, acting by qualified majority on the basis of a proposal from the Commission will transfer that country from Annex II to Annex I.
Núna þegar reglugerðin í þessari breyttu mynd hefur öðlast formlegt gildi, getur ríkisstjórn Íslands væntanlega formlega lagt inn umsókn til þeirrar skrifstofu Framkvæmdastjórnar ESB, sem sér um málefni IPA.
Vart þarf að búast við öðru, en að ríkisstjórn Íslands sé þegar á fullu, að filla inn þau form - svara þeim fyrirspurnum - sem þarf að svara til að nálgast þennan pening.
Fyrst að Framkvæmdastjórnin hafði fyrir því, að leggja þessa tilteknu breytingu á viðkomandi reglugerð fyrir, sem síðan hefur farið í gegnum allt hið formlega ferli ESB þ.e. verið formlega afgreitt bæði af Evrópuþinginu og Ráðherraráði ESB; er formleg innlögn umsóknar frá ríkisstjórninni, vart annað en formsatriði.
Sjá hlekk inn á vef Framkvæmdastjórnar ESB sem inniheldur formlega lísingu á hlutverki IPA.
Sjá frétti um málið:
Iceland to receive pre-accession funding
Iceland to receive pre-accession funding
Iceland to receive pre-accession funding
"Taking effect immediately, IPA will provide funding primarily to strengthen institutional and legislative capacity for the implementation of EU law (the acquis)."
"Financial assistance will also be provided to prepare for the use of EU Structural Funds upon accession and to inform the Icelandic public about the EU and its policies."
"The focus of existing IPA programmes will in Icelands case be on areas such as statistics and preparation for participation in EU agencies, whereas technical assistance through the TAIEX instrument will principally take the form of workshops, study visits and expert missions."
Skv. þessari frétt, virðist sem Ísland eigi einnig að fá aðstoð frá "TAIEX".
"TAIEX is the Technical Assistance and Information Exchange instrument managed by the Directorate-General Enlargement of the European Commission. TAIEX supports partner countries with regard to the approximation, application and enforcement of EU legislation. It is largely demand driven and facilitates the delivery of appropriate tailor-made expertise to address issues at short notice."
Síðan verður hér einnig opnuð bráðlega upplýsingaskrifstofa frá stofnunum ESB hérlendis, sem mun væntanlega hafa það hlutverk að veita upplýsingar til fjölmiðlamanna og hvers sem ers; um stofnanir ESB, tilgang þeirra og Evrópusambands aðild.
Eins og sést af þessu, þá er ESB áróðursmaskínan eða upplýsingaveitur ESB, u.þ.b. að fara af stað fyrir alvöru. Tja, þ.e. gjarnan þunn línan milli þess að reka upplýsingaveitu og að vera að reka áróðursmaskínu!
- Ljóst er, að Evrópusambandið virkilega vill Ísland inn.
- ESB sinnar væntanlega túlka það einhvern veginn með þeim hætti, að nú hafi ESB breitt út faðminn, og við eigum að sjá það í jákvæði ljósi hvað ESB sé til í að aðstoða okkur við inngöngu ferlið.
- Tja, ímsir aðrir væntanlega túlka það í fremur neikvæðara ljósi. En, ég hef persónulega nokkrar efasemdir um, að ESB sé eingöngu að gera þetta vegna einhvers konar væntumþykju gagnvart ísl. þjóð í tímabundnum erfiðleikum.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar