Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Eru kaup Lífeyrissjóðanna á húsnæðisbréfum Íbúðalánasjóðs af Seðlabankanum raunverulega skynsamleg fyrir sjóðina, og þar með sjóðsfélaga?

Mér sýnist, að sjóðirnir séu í reynd að taka umtalsverða áhættu og einnig að þar með ógni þeir hagsmunum sjóðsfélaga!

  • Munum, að staða Íbúðalánasjóðs er ekki góð - eiginfjárhlutfall komið niður undir lögleg lágmörk.
  • Íbúðalánasjóður eins og allt hið opinbera hérlendis, hefur mjög lélegt lánstraust í augum erlendra fjárfesta.

 --------------------------------sjá fréttir

Lífeyrissjóðirnir fengu 220 krónur fyrir evruna

Arnar: Viðskiptin skipta miklu máli fyrir lífeyrissjóðina

Gengishagnaður Seðlabankans 20-30 milljarðar

Gylfi: Ágæt lausn sem kemur sér vel fyrir alla

Tryggingastaða lífeyriskerfisins batnar um 1-2%

Már: Kaup lífeyrissjóða greiða fyrir afléttingu gjaldeyrishafta

Lífeyrissjóðir kaupa Lúxemborgarbréf Seðlabankans

----------------------------------

  • Seðlabanki selur lífeyrissjóðunum íbúðabréf að nafnvirði 90 milljarða.
  • Verðið virðist vera 82 milljarðar kr. eða 549 milljónir Evra.
  • Til að fjármagna kaupin, selja lífeyrissjóðir, eignir að verðmæti 549 milljóna Evra, sem þeir eiga erlendis, eða heildareignir 3,5 milljarður Evra / 549 milljón =cirka 16% eigna.
  • Lífeyrissjóðirnir hefðu í staðinn getað fjárfest í öruggari bréfum, t.d. skuldabréfum þýskra stjórnvalda - eða, jafnvel norskra stjórnvalda. Slík kaup, hefðu fremur tryggt hagsmuni sjóðsfélaga.
  • Gjaldeyrisforði Seðlabankans, eykst um þessa upphæð, þ.e. 549 milljónir Evra.
  • Skuldir ríkisins aukast á móti, í íslenskum krónum þó, og vextirnir sem lífeyrissjóðirnir fá, eru 7,2% - sem verður að teljast nokkuð dýrt lán fyrir ríkissjóð er á endanum ber ábyrgð á skuldum Íbúðalánasjóðs.

Ef einhver heildargróði er af þessu, þá er það smávegis lækkun heildar gjaldeyris skuldar þjóðarbúsins, og þar með vaxtagreiðsla þjóðarbúsins í erlendri mynnt.

Þ.e. aukning í gjaldeyrisvarasjóði landsmanna.

En á móti, selja lífeyrissjóðir góðar eignir fyrir verri.

  • Ef, ekki verður af hagvexti - sem hið minnsta er allt eins líklegt - þá er hætta á að áframhaldandi samdráttur valdi lækkun markaðsverðmætis þessara bréfa, niður fyrir núverandi kaupverð.
  • Ef eitthvað verður losað um gjaldeyrishöf, þá mun krónan að flestum líkindum lækka, sem þá mun lækka allar krónueignir í verðmæti - þ.e. ein hættan enn.


Það verður að koma í ljós, hversu gott þetta mun reynast.

Hið minnsta, er þetta ekki gallalaus viðskipti, fyrir sjóðina og sjóðsfélaga.

 

Kv.

 

 

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 857481

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband