Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Verður stríð milli ríkisstjórnarinnar og hins skulduga almennings? Er búið að klúðra bankakerfinu í annað sinn?

Aðalfréttin í dag, 30/6 2010, hefur verið tilmæli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans til íslenskra banka- og fjármálastofnana, að lán þau sem dæmd voru skv. nýlega föllnum Hæstaréttardómum, að hefðu haft ólöglega tengingu við verðgildi erlendra gjaldmiðla, skildi endurreikna frá lántökudegi skv. svokölluðu bestu óverðtryggðu vöxtum Seðlabanka Íslands.

Í þessu samhengi vekja orð Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra ekki síður athygli, sjá rauðletrað.

Viðskiptaráðherra um tilmæli FME  

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra - segist eiga von á að áfram verði deilt um málið. Hann segir engan vafa leika á því að tilmælin séu lögleg. Þetta hafi verið eina leiðin að sínu mati til þess að fjármálafyrirtækin gætu haldið áfram starfsemi sinni.

En síðustu dagana, hefur mátt skilja af ítrekuðum ummælum Gylfa, að stórkostleg vá væri frammi, ef svokallaðir samningsvextir cirka 3% fá fram að ganga - gengið svo langt að halda því fram að tjón ríkisins geti numið í kringum 200 milljarða króna, þ.e. að eiginfjárinnspýting þess í ísl. bankastofnanir geti glatast.

  • Þetta eru að sjálfsögðu mjög stórar yfirlísingar.

Að neðan má sjá töflu tekna af vef Seðlabanka Íslands, þ.s. fram kemur eiginfjárhlutfall helstu viðskiptabankanna á Íslandi.

Eiginfjárhlutfall viðskiptabankanna skv. Seðlabanka Íslands. 

Arion Banki - 13,7%

Íslandsbanki - 19,7%

NBI - 15%

MP banki 15,1%

Samtals 15,9%

 

  • Við grófa skoðun á tölum á vef Seðló, virðist um 20% heildarútlána, vera gengisbundin.
  • Við erum að tala um mjög verulega rýrnun bókfærðs verðmætis þeirra, ef samningsvextir standa.
  • Hugsanlega, dugar það til að eiginfjárhlutfall einhvers bankans, fari niður fyrir löggilt lágmark.

 

En - ef Gylfi er ekki með hræðsluáróður, þá virðist hann vera beinlínis að segja, að eiginfjárhlutfall allra bankanna geti farið niður fyrir löggilt lágmark - en, vart annars verður þörf á annarri enfurfjármögnun.

Mér virðist því, að þegar sé búið að mestu að sóa þeim ávinningi sem fékkst, þegar lánapakkarnir voru keyptir af ríkinu á tuga prósenta afslætti, og færðir yfir í nýju bankana.

En, þegar málin eru skoðuð, verður vart séð að nokkuð borð sé lengur fyrir hendi, fyrir fyrirsjánlegri mjög stórri afskriftarþörf - sjá að neðan skv. grófu yfirliti yfir lánasafn bankanna.

 

 

Lán í skilum án endurskipulagningar   39%

Lán í skilum eftir endurskipulagningu 18%

Lán í vanskilum, uppgreiðla. ólíkl.        43%

 

  • Höfum í huga, að þessi 18% eru í skilum skv. endurskipulagningu er dreifir skuld yfir lengra tímabil, og óvíst í reynd hvort þau verði í skilum.
  • 43% heildarlána í vandræðum, fyrirséð - æpir á mikla þörf fyrir afskriftir.

 

Manni virðist ljóst, að gríðarleg sóun hlítur að hafa átt sér stað, þ.s. ljóst virðist skv. orðum Gylfa, að viðskiptabankarnir þola nær engin áfföll - þrátt fyrir að hafa fengið svo stórann happdrættisvinning sem, megnið af útlánum inn á tuga prósenta afslætti.

 

Spurningin er þá, hver er ástæða þess að þeim happdrættisvinningi hefur bersýnilega verið sóað?

Eins og kemur fram á bls. 34 í annarri endurskoðunar-skýrslu AGS, sjá hlekk að neðaner stærð endurreists bankakerfis á Íslandi, 159% af áætlaðri stærð hagkerfisins.

Iceland IMF Staff Report Second Review

Snemma á síðasta ári, þegar sömu stjórnarflokkar sátu í stjórn undir hlutleysi Framsóknarflokksins, var nokkur umræða um bankamál á Alþingi - og ég man, að fulltrúar Framsóknarflokksins vöruðu við þeirri stefnu, að endurreisa of stórt bankakerfi.

  • Bankakerfi af stærðinni 1,59 þjóðarframleiðslur - er of stórt við núverandi skilyrði.
  • Mér sýnist ljóst, að ákvörðun var tekin innan stjórnarflokkanna, um að halda sem flestum bankastarfsmönnum í vinnu.
  • Þess vegna, hafi verið ákveðið þrátt fyrir ábendingar um að það væri of dýrt, að endurreisa alla 3 gömlu bankana, nokkurnveginn með sama innlenda starfsmannafjölda og áður.
  • Uppi hafi verið þau sjónarmið, að hagstæðara væri að halda fólki í vinnu, fremur en að setja það á atvinnuleysisbætur - að þekking þess myndi glatast, o.s.frv.

Þ.s. mér sýnist að hafi gleymst, er hugtakið "opportunity cost" þ.e. á mannamáli, að ef þú gerir eitt við peninginn er þú átt, þá um leið ertu búinn að svipta þig þeim möguleika að gera eitthvað annað við þann pening.

Með öðrum orðum, sami peningurinn verður ekki notaður tvisvar.

Hvað annað hefði verið hægt að gera fyrir þann pening?

  1. Meiri rekstrarkostnaður en þörf var á.
  2. Fleiri bankamenn í vinnu en þörf var fyrir, og á launum langt ofar grunnlaunum, við störf er afla engra gjaldeyristekna.
  • Er þetta peningurinn, sem hefði annars getað borgað fyrir þær afskriftir sem Framsóknarmenn lögðu til?

-----------------------------

Sjá að neðan fyrirmæli til innlendra banka- og fjármálastofnana, af vef FME.

Viðmiðun um vexti samkvæmt tilmælum Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Íslands

Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands senda fjármálafyrirtækjum tilmæli  

Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands beina því eftirfarandi tilmælum til fjármálafyrirtækja:

1. Lánasamningar sem að mati viðkomandi fjármálafyrirtækis innihalda óskuldbindandi gengistryggingarákvæði sbr. framangreinda dóma Hæstaréttar verði endurreiknaðir. Í stað gengistryggingar og erlends vaxtaviðmiðs skal miða við vexti sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum eða ef verðtrygging er valin lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum og beitt er þegar óvissa ríkir um lánakjör sbr. 18. og 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, nema aðilar semji um annað.

2. Meðferð lána gagnvart viðskiptamönnum fjármálafyrirtækja miði við framangreindar forsendur svo fljótt sem auðið er. Geti fjármálafyrirtæki ekki nú þegar fylgt tilmælunum af tæknilegum ástæðum skal það gæta þess að greiðslur verði sem næst framansögðu en þó fyllilega í samræmi við tilmælin eigi síðar en 1. september 2010.

3. Fjármálafyrirtæki endurmeti eiginfjárþörf sína í ljósi aðstæðna og tryggi að eigið fé verði einnig nægilegt til þess að mæta hugsanlegri rýrnun eigna umfram það sem 1. tölul. leiðir af sér.

4. Skýrslugjöf um gjaldeyrisjöfnuð, lausafjárstöðu og eiginfjárstöðu til Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands verði miðuð við framangreindar forsendur.  

---------------------------------------

Yfirlýsing ríkisstjórnar vegna tilmæla Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins

30.6.2010

Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið hafa sent frá sér tilmæli til fjármálafyrirtækja um hvernig þeim beri að fara með gengisbundin lán.

Þótt tímabundin óvissa ríki um endanlega niðurstöðu dómstóla er mikilvægt að stöðuleiki á fjármálamarkaði verði áfram tryggður. Ríkisstjórnin virðir sjálfstæði Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og ber fullt traust til þessara stofnana við að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Dómstólar eiga að sjálfsögðu síðasta orðið varðandi réttarágreining sem enn er uppi vegna gengisbundinna lána og verður réttur aðila til að bera mál undir dómstóla auðvitað ekki frá þeim tekinn og er mikilvægt að niðurstaða fáist sem fyrst.

-------------------------------

Talsmaður neytenda: Tilmælin ólögleg – ekki borga háu vextina

"Talsmaður neytenda hvetur lánþega gengistryggðra lána að sniðganga tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um að greiða afborganir af lánum sínum samkvæmt vöxtum Seðlabankans. Hann telur að tilmælin stangist á við lög og ætlar að senda frá sér önnur tilmæli til lánþega á morgun.

 

Niðurstaða: 

Manni virðist ljóst skv. fordæmingum; Talsmanns Neytenda, Neytendafélagsins, Samtaka Húseigenda og fleiri aðila - að þessari nýju stefnumótun ríkisstjórnarinnar verður mætt af fyllstu hörku.

Reikna verður með, nýrri syrpu af dómsmálum. Þ.e. klárt.

Hvað annað ríkisstjórnin uppsker, verður að koma í ljós.

En, stærstu vonbrigðin eru þ.s. virðist í ljósi ummæla Gylfa Magnússonar, vera misheppnuð endurreisn bankakerfisins.

En, ef það ræður ekki við þetta tiltölulega litla áffall - þá er klárt að ekki ræður það við að afskrifa þann stóra bunka af slæmum lánum, sem fram kemur að til staðar eru í bankakerfinu skv. upplýsingum Seðlabanka Íslands.

 

Kv.


AGS og Steingrímur segir hér vera hafinn hagvöxt, en skoðum aðeins nánar tölur Hagstofu Íslands!

Skv. Hagstofu Íslands, var hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi. En, við nánari skoðun vekur athygli. að nánast allar breytur eru neikvæðar, sem setur spurningamerki við akkúrat hvernig heildarniðurstaða um hagvöxt fyrir það tímabil er fengin akkúrat.

Fyrsti ársfjórðungur 2010, Hagstofa Íslands

  • Einkaneysla,   - 0,6%
  • Samneysla,     - 0,5%
  • Fjárfesting,   - 15,6% (kemur á móti aukningu á síðasta fjórðungi upp á 16,6%, nettó ef til vill
  •                                    fjárfesting plús 1)
  • Útflutningur,   - 3,6%
  • Innflutningur, - 3,3%
  • Þjóðarútgj., + 1,3%
  • Hagvöxtur,  + 0,6%

Áhuga vekur ennfremur að án "árstíðabundinnar leiðréttingar" væri verið að tala um samdrátt upp á 6,9% en ekki hagvöxt upp á 0,6%.

Spurningin er: Er þetta hagvöxtur?

Mér sýnist markverðast, að tölur yfir veltu eru alla neikvæðar, þ.e. inn-/út-flutningur, neysla og samneysla.

Tja, ef þetta er uppgangur, þá hvað er kreppa :)


Kv.


Hver er lærdómur okkar af efnahags vanda tengdum Evrusvæðinu, í sambandi við hvort er betra að vera með krónu eða Evru?

Grunnvandi krónunnar liggur í sjálfu hagkerfinu, þ.e. hennar vandi er sá að framleiðsluhagkerfið er einhæft með einhæfann útflutning.

  • Sveiflur verða oftast nær fyrir þann tilverknað, að sveiflur verða í hagkerfinu.
  • Leiðin, til að minnka sveiflurnar, er að breyta sveiflutíðni sjálfs hagkerfisins - sem þá gerir einnig krónuna stöðugari - reyndar mun það einnig skapa þau hliðaráhrif að gera það auðveldara að búa við annan gjaldmiðil en krónu.

Sjúkdómsgreiningin er sem sagt sú, að gengissveiflur séu einkenni sjúkdóms sem eigi rót til sjálfs grunnsins er allt hvílir á, þ.e. framleiðsluhagkerfið.

Réttur skilningur, er síðan forsenda fyrir því að komast að réttum lausnum.

 

Hverskonar framleiðsluhagkerfi, þrifust innan Evrunnar?

Þetta þarf aðeins að skoða gagnrýnum augum, þ.e. fyrir hvaða hagkerfi Evran hefur virkað hvað best - þ.e. hagkerfi sem selja dýra hátækni vöru fyrir mikinn pening per tonn.

Af hverju er það atriði?
Þ.e. vegna þess, að ef þú færð mikinn virðisauka fyrir þinn útflutning, þ.e. varan á endanum verður mjög mikið verðmætari en þ.s. fer í hana af hráefnum, þá skiptir sjálft verðið á gjaldmiðlinum ekki lengur höfuðmáli fyrir þinn útflutning þ.e. samkeppnishæfni hans, einmitt vegna þess að verðið á gjaldmiðlinum er þá svo lítill hluti heildarverðmætaaukningar hráefnanna.

Þannig, að þá ber þitt framleiðsluhagkerfi dýran gjaldmiðil og það án vandkvæða.

 

Íslenska framleiðsluhagkerfið er mjög viðkvæmt fyrir kostnaðarhækkunum!

Þ.e. aftur á móti mjög klárt, oftlega sannað með dæmum þ.s. krónan hækkar og útflutningi hnignar - innflutningur verður meiri að verðmætum; að ísl. framleiðsluhagkerfið er mjög viðkvæmt fyrir verðinu á gjaldmiðlinum.

  • Höfum í huga, að í stað þess að okkar aðalútflutningur sé dýr tæki og aðrar hátæknivörur, er hann ferskfiskur að mestu óunninn og ál (þ.e. ekki vörur úr áli) - svo höfum við ferðamenn.
  • Þ.s. ég er að reyna að segj, er að frumstæði okkar framleiðsluhagkerfis sé þarna til vansa, sem sést m.a. annars á lærdómi S-Evrópu af því að búa við Evru.


En, ástæða þess að framleiðsluhagkerfum margra Evru-ríkja hnignaði undir Evrunni, er hún hækkaði í verði - var akkúrat sú, að eins og útflutningur Íslands, er útflutningur þeirra landa einnig á mun lægra virðisaukastigi verðmætalega en t.d. útflutningur Þýskalands.

Þetta er atriði sem þarf að skoða af mikilli alvöru, en eins og ég skil þetta, þ.s. Evran miðast við Þýskaland og þ.s. Ísl. framleiðsluhagkerfið er miklu mun vanþróaðra, þá gildir eftirfarandi:

  • Laun hér verða alltaf að vera lægri en í Þýskalandi, í samræmi við að hvaða marki virðisauki per tonn er lægri hér á landi.
  • Vegna þess, hve okkar framleiðsluhagkerfi hnignar hratt ef innlendur kostnaður hækkar, verða laun að lækka hérlendis eftir því sem Evran hækkar í verðgildi.
  • Laun má hækka, ef Evran lækkar.
  • Laun má ekki hækka umfram aukningu framleiðni í hagkerfinu, sem á síðasta áratug var cirka 1,5% á ári.


Höfum í huga, að þetta er mjög erfið spennitreyja - að auki, að löndunum sem nú eru í vandræðum Evrópu, sem lentu í vítahring vaxandi viðskiptahalla og skuldasöfnunar, þeim tókst ekki að auðsýna aga af þessu tagi - þannig að þetta er raunverulega mjög - mjög erfitt í framkvæmd.

Höfum að auki í huga
, að til þess að þetta gangi upp, verða allir að spila með og þ.e. ríkið, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins. Þ.e. ekki síst þ.s. er erfitt.

*******Ég hef ekki trú á að þetta sé hægt í framkvæmd.*******

 

Niðurstaða

Þannig, að minn lærdómur af krísunni í Evrópu tengdri Evrunni, er sá að þrátt fyrir alla galla - sem trúið mér ég þekki þá alla - sé enn meira gallað fyrir okkur, að búa við annan gjaldmiðil en krónu; svo lengi sem okkar framleiðsluhagkerfi er hvort tveggja í senn einhæft og "low tech".

Við getum hugsanlega haft þ.s. langtímamarkmið, að taka upp annan gjaldmiðil - sem við ráðum ekki yfir - t.d. 20 ára plan.

  • Það þarf að hefja allsherjar og langtímaátak, til að bæta framleiðsluhagkerfið.
  • Það gengur ekki lengur, að hafa framleiðsluhagkerfið sambærilegt við S-Evrópu og á sama tíma reyna að halda uppi sama þjónustustigi og á Norðurlöndum.
  • Ég er hræddur um, að við verðum að færa þjónustustig niður á það plan sem framleiðsluhagkerfið í reynd stendur undir - og síðan gera það að langtímaplani svona 20 ára plani, að komast til baka.

 

 

Kv.


Það virðist sem að innganga í Evrópusambandið, muni ganga okkur Íslendingum treglega, í ljósi ummæla Camerons, Hagues og Balkenende! Sjá einnig yfirlísingu leiðtogaráðsins, á frummáli.

Þegar efnislegt innihald þess hluta leiðtogafundar aðildarríkja Evrópusambandsríkja þann 17. júni, sem beinist að Íslandi, er hafður í huga í samhengi við ímis ummæli, sem fram hafa komið frá embættismönnum, meðlimum ríkisstjórna Breta og Hollendinga, sem og frá þýska þinginu rétt fyrir leiðtogafundinn; virðist vera að Ísland sé þarna dálítið sett upp að vegg.

 

EUROPEAN COUNCIL, Brussels, 17 June 2010 - bls. 10

24. The European Council welcomes the Commission opinion on Iceland's application for membership of the EU and the recommendation that accession negotiations should be opened. Having considered the application on the basis of the opinion and its December 2006 conclusions on the renewed consensus for enlargement, it notes that Iceland meets the political criteria set by the Copenhagen European Council in 1993 and decides that accession negotiations should be opened.

25. The European Council invites the Council to adopt a general Negotiating Framework. It recalls that negotiations will be aimed at Iceland integrally adopting the EU acquis and ensuring its full implementation and enforcement, addressing existing obligations such as those identified by the EFTA Surveillance Authority under the EEA Agreement, and other areas of weakness identified in the Commission's Opinion, including in the area of financial services. The European Council welcomes Iceland’s commitment to address these issues and expresses its confidence that Iceland will actively pursue its efforts to resolve all outstanding issues. The European Council confirms that the negotiations will be based on Iceland's own
merits
and that the pace will depend on Iceland's progress in meeting the requirements set out in the negotiating framework, which will address i.a. the above requirements.

Lykilorð textans að ofan eru greinilega: "...Iceland's own merits,,,pace will depend on Iceland's progress in meeting the requirements set out in the negotiating framework..."

  • Hraði viðræðna verður háður því hve hratt Ísland kemur til móts við sett skilyrði. 

 

Og, hver eru þessi settu skilyrði?

  • Jan-Peter Balkanende: "We won't block negotiations, but there are hard demands Iceland has to meet." Iceland Faces Uphill Battle to Join EU
  • "It is essential to underline that in the course of negotiations the extent to which Iceland sticks to its international obligations will determine the momentum of the talks," the EU diplomat added. "They have to solve this before accession." Iceland Faces Uphill Battle to Join EU

  • The Dutch are pleased that they have "managed to convince the other member states that this is not a bilateral issue. It's turned into a whole-of-EU issue - that's very important." Iceland Faces Uphill Battle to Join EU
  • "We are happy with the opening of negotiations. It doesn't explicitly mean they have to pay up before they join, but realistically it will be very difficult for them to join if they don't pay," a UK diplomat told this website. Iceland Faces Uphill Battle to Join EU
  • David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir Íslendinga skulda Bretum 2,3 milljarða punda og breska stjórnin mun nýta aðildarviðræður þeirra við ESB til að tryggja það að þeir standi við skuldbindingar sínar. Íslendingar verða að borga
  1. Ísland þarf sem sagt, að ganga frá Icesave deilunni með þeim hætti, að Bretar og Hollendingar, séu sáttir við lausn mála.
  2. Ísland þarf að hætta hvalveiðum.
  3. Ísland þarf að framkvæma tilteknar breitingar á stofnunum, skv. kröfum sem framkvæmdastjórnin hefur sett fram, þ.e. aðlögunarskilyrði.
  • Öllu þessu þarf að ljúka eða verið búið að koma á rekspöl sem gagnaðilum Íslands finnst ásættanlegur, til að samningar af þeirra hálfur fái að ljúka.
  • Mótaðilar okkar, eru einmitt í aðstöðu til að setja slík skilyrði, þ.s. eftir allt saman gildir það enn, að það eru meðlimaríki Evrópusambandsins sem taka endanlega ákvörðun um að samþykkja eða synja nýju ríki inngöngu.
  • Það hefur reyndar aldrei gerst, að viðræðum ljúki og síðan sé nýju aðildarríki hafnað, fremur er það þannig, að viðræður dragast á langinn þangað til að umækjandi dregur annað af tvennu kröfu sem mótaðilar sætta sig ekki við til baka eða þá að þeir á endanum sætta sig við að framkvæma e-h tiltekið sem gerð er krafa um og þeim verður ljóst að þeim er ekki undankomu auðið.

Plottið er sem sagt augljóst, mótaðilar okkar sjá í hendi sér að samningsaðstaða þeirra er best við þær aðstæður, að samningaviðræðum sé hleypt af stað og síðan tafðar þ.e. Íslandi stillt upp að vegg þar til látið er undan kröfum.

 

Hvernig eiga þá andstæðingar Evrópusambands aðildar að bregðast við?

  • Það liggur einnig klárt fyrir - þ.e. að sjá til þess að ekkert, alls ekkert, sé gefið eftir í Icesave deilunni - þ.e. svo lengi sem hún stendur yfir, þá blokkera Hollendingar og Bretar Evrópusambands aðild. Þannig eru Bretar og Hollendingar, óvart bandamenn þeirra, sem ekki vilja Evrópusambands aðild Íslands.
  • eða, að algerlega sé því hafnað, að hætta hvalveiðum. Nægt fylgi til þess, að þær haldi áfram, tryggt hér innan lands.

 

Niðurstaða

Í ályktun leiðtogafundar Evrópusambandsríkja þann 17. júni síðastliðinn, var Íslandi í reynd stillt upp við vegg - þ.e. lesið á milli lína, gangið að skilyrðum Breta og Hollendinga, ásamt öðrum fram komnum skilyrðum; annars fáið þið ekki aðild.

  • Augljóslega munu nú Evrópusinnar, berjast fyrir því að gengið sé að skilyrðum Breta og Hollendinga um Icesave, sem vart þarf að koma á óvart, og einnig því að hvalveiðum sé hætt og væntanlega einnig að þær breytingar á stofnunum sem óskað er eftir verði framkvæmdar hið snarasta, þá þær kosti umtalsvert á sama tíma og þarf að skera niður.
  • Á sama tíma, munu andstæðingar Evrópusambands aðildar, gera allt þ.s. þeir geta, til að tefja það að Icesave viðræðum ljúki og helst aldrei, einnig berjast gegn því að ákvörðun verði tekin um að hætta hvalveiðum, og að auki draga í efa og tefja fyrir framkvæmd breytinga á innlendum stofnunum, sem Framkvæmdastofnun Evrópusambandsins krefst.

 

Ljóst er að deilurnar hér innanlands, eru rétt að hefjast - að Icesave deila síðasta árs, var bara upphitun - "you aint seen nothing yet"!

 

Kv.


Notum raungengisviðmið ásamt myntkörfu

Það er engin fullkomin lausn til staðar fyrir okkur, þ.s. gengið hér þarf að sveiflast öðru hvoru, en á sama tíma virðist ljóst að við getum ekki haft það fljótandi.

En, tímabil flotgengis eins og allir vita, endaði með skelfingu.

  • Líklega er skársta lausnin, að setja upp myntkörfu og halda því stöðugu um hríð - fylgjast með raungengi og viðhafa viðmið þar um, og ef það hækkar yfir viðmið þá er gengið lækkað um einhver prósent og síðan aftur sett stöðugt um hríð.
  • Ef þ.e. gefið upp hvernig reglurnar virka, þ.e. genginu er stjórnað skv. raungengisviðmiði og miðað við að raungengi haldist innan vissra marka, þá á alveg að vera hægt að halda hér fremur lágri verðbólgu.
  • Hún verður þó sennilega e-h hærri en í samkeppnislöndum, sama um vaxtastig - en, ef aðilar vinnumarkaðar fást til samvinnu um að viðhalda raungengi eins stöðugu og gerlegt er, þá ætti smám saman að vera hægt að fækka þessum gengisfellingum.


Bank of International Settlements
, Quarterly Review - June 2010

Sjá, undirkaflann ""Currency collapses and output dynamics: a long-run perspective"

  • Vandinn er sá, að búa við Evruna krefst aga í hagstjórn, sem er næstum því ómögulegur í framkvæmd, sem sést m.a. á því að öll lönd S-Evrópu lentu í vanræðum, eins og við einnig á umliðnum áratug.



Það er mjög mikilvægt fyrir okkur, að hafa eigin gjaldmiðil þ.e. krónu, svo við getum tryggt rétta gengisskráninug.

  • Það hefur tvisvar gert í Íslandssögunni, að hér hafi verið viðhaldið kolrangri gengisskráningu, þ.e. síðan 1924 er gengið var hækkað eina skiptið í sögunni og fram til 1959 - hitt tímabilið er hágengistímabilið á umliðnum áratug.
  • Þegar gegnið er rangt skráð af svo miklu leiti, sem þau ár - þá gerist hið klassíska, að kaupmáttur er of sterkur, útflutningur skreppur saman, Ísland þ.e. hagkerfið er rekið með halla og gjaldeyrisvarasjóðir skreppa saman.
  • Á fyrra tímabilinu, lentu menn einmitt þar í vandræðum þ.s. það varð gjalderyrisþurrð á vissu tímabili svo sett voru fræg höft, sbr. haftatímabil.
  • það má vel vera, að einhver hagerfi geti búið við þann lúxus að viðhalda stöðugu gengi - en, það krefst gríðarlega agaðrar hagstjórnar - sem dæmi ef Ísland myndi búa við slíkt, þurfa laun að lækka ef Evran hækkar í verðgildi ef við gerum ráð fyrir að búa við Evru, svo atvinnuvegir tapi ekki samkeppnishæfni.
  • Svona lagað er yfirleitt ekki mögulegt í praxís - sem sést af því, að þegar reynt var að viðhalda gengisstöðugleika yfir árabil hérlendis, þá hækkaði raungengi jafnt og þétt árum saman þar til í óefni var komið með útflutningsatvinnuvegi og haftatímabil tók við - við myndum hafa endurtekið vesenið á 6. áratugnum á umliðnum áratug er við bjuggum við fljótandi gengi þ.s. raungengi og gengi hvort tveggja varð alltof hátt, ef ekki hefði verið fyrir það að bankarnir voru með svo mikinn rekstur erlendis að þeir héldu öllu hér uppi á meðan.
  • Ef við skoðum Evrusvæðið, þá gerðist svipað í S-Evrópu, þ.e. kostnaðarhækkanir voru jafnt og þétt yfir tímabilið frá því að Evran var tekin upp, í flestum ríkjum S-Evrópu. Og alveg eins, þá tapði þeirra útflutningur samkeppnishæfni, ár frá ári þannig að útfltuningur skrapp saman. Á sama tíma alveg eins og á Íslandi orsakaði of hátt gengi fyrir viðkomandi hagkerfi þ.e. of hátt raungengi, það að innflutningur ós stig af stigi, - og í dag er komið í óefni. Því, eitthvað þarf að borga fyrir allan þennan innflutning, og það var gert með mikilli skuldasöfnun almennings og fyrirtækja.
  • Þetta er það ójafnvægi sem er að drepa Evruna.


Mér sýnist augljós að þ.s. við upplifðum það akkúrat sama, þegar við sjálf vorum að reyna að halda uppi stöðugu gengi, annars vega og hins vegar þá gekk ekki betur að vera með það fljótandi, að innan Evru á því tímabili hefði það sama gerst hjá okkur og S-Evrópu, og að alvegn eins og S-Evrópa værum víð í alvarlegri efnahagskrísu.

  • Sem betur fer getum við enn fellt gengið. Hérlendis hefur einfaldlega ekki fram að þessu tekist, að viðhalda stöðugu raungengi yfir langt tímabil, ekki tókst það heldur í S-Evrópu, svo þetta er ekki bara léleg ísl. hagstj. þetta er raunverulega erfitt.
  • Þetta sem sagt raunverulega mjög erfitt, þ.s. til þarf allsherjar samvinnu alls þjóðfélagsins um að viðhalda stöðugu raungengi, sem dæmi má þá ekki hækka laun umfram cirka 1% - 11/2% sem var meðal framleiðni aukning síðasta áratugar.


En, þ.e. hægar sagt en gert, að fá alla til að spila með, af svo miklum aga. Hafið einnig í huga, að þetta þíðir einnig að laun þurfa að lækka, ef gengi Evrunnar hækkar.

Ég einfaldlega sé þetta ekki sem gerlegt.

 

Svo ég legg til þetta fyrirkomulag, þ.e. krónan sé lögð í myntkörfu en að viðmiðunarrelgan verði miðuð við tiltekið raungengi, og gengið verði því fellt ef raungengi fer umfram það viðmið.

Það verði svo á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda, að sjá til að þetta gerist ekki mjög oft.

Smám saman, lærum við að láta þetta gerast með með lengra millibili.

 

Kv.


Hvernig förum við að því, að skipta út innfluttu eldsneyti og það raunverulega með hagkvæmum hætti?

Sko, til að koma í veg fyrir allan misskilning, er ég ekki að tala um rafbílavæðingu - heldur eitthvað ennþá hagkvæmara.

Ég ætla að taka dæmi um sennilega besta rafbílinn á markaðinum í augnablikinu, hinn glænýi Nissan Leaf.

Greinilegt af akstursprófunum, að þarna fer fyrsta flokks ökutæki. Sjá t.d.:

Nissan Leaf, Test date 17 June 2010

Nissan Leaf Hvað hef ég á móti þessum bíl - tja, þ.e. eftirfarandi:

A)Drægni 160 kílómetrar.

B)Tekur 8 klt. að fullhlaða.

C)Verð £28.350 eða $32.780.

Umreiknað í krónur eru það:

 £28.350 * 188 = 5.329.800

 $32.780 * 126,93 = 4.160.764

Þetta hljómar ef til vill ekki svo rosalegt, en hérna myndi hann kosta enn meira en í Bretlandi, en í Bretlandi kostar t.d. Volkswagen Golf gjarnan í kringum 18.000 pund. Þannig, að þetta verð er um 10 þúsund yfir meðalvirði fyrir Golf stærð af bíl í Bretlandi. 

Svo við erum að tala um verð hér á landi á bilinu 6 - 7 milljónir. Þetta sér maður út, með því að hér á landi kostar nú Golf nú á verðbilinu 4 - 5 milljónir.

Þarna munar hærri gjöldum á bílum hérlendis en í Bretlandi.

Sem sagt, bíll sem er verulega dýrari - minna praktískur og þú þarft að bíða klukkustundum saman eftir því að hann hlaði sig, t.d. í Staðaskála á leiðinni norður.

------------------------------Aðrir valkostir?

Þeir snúast um að nota áfram venjulega bíla með sprengihreyfli eða "internal combustion engine". En, nota eldsneyti framleitt hérlendis.

Metan - er þegar í notkun. Skv. eiganda verkstæðis sem sér um breytingar kosta á bilinu 300þ. - 700þ. að breyta bensínbíl til að brenna metani. Hann getur áfram brennt bensíni, líka.

Kostur við metan, er að það er tiltölulega umhverfisvænt að brenna það, þ.s. metan er mjög virk gróðurhúsa lofttegund, og brennsluafurðir eru minna alvarleg efni. Að auki, ber að hafa í huga, að metanið sem notað er hér með þessum hætti, annars sleppur ónotað út í andrúmsloftið, svo að í heild dregur brennslan í þessu tilviki úr gróðurhúsaáhrifum. 

Á hinn bóginn, er magn metans takmarkað - ekki er nándar nærri því nægilegt magn af því tilfallandi hérlendis, til að knýja nema lítið brot af bílaflotanum.

Síðan er þessi kostnaður við breytinguna töluverð upphæð einnig, ef margfölduð með mörgum bílum.

Metanól - er sérlega hagkvæmur kostur í okkar tilviki þ.s. við getum búið til metanól í miklu magni, án þess að nota til þess nokkurn skika af gróðurlendi. Það kemur til þannig, að þetta metanól verður ekki búið til úr gróðurleyfum. 

Þess í stað, verður það til með þeim hætti, að fyrst er búið til vetni með rafgreiningu með ísl. rafmagni. Síðan er notaður brennisteinn, tekinn úr útblæstri ísl. háhitasvæða, og afurðin er metanól.

Sjá: Carbon Recycling International

Þetta er hægt, fræðilega séð, að gera fyrir allan bílaflotann.

Breytingar sem þarf að gera á bílum, í mörgum tilvikum eru engar.

Í dag þ.s. metanól er notað - annaðhvort til íblöndunar í bensín eða eingöngu eins og víða í Brasilíu, þá eru framleiddir bensínvélar sem alveg eins geta brennt metanóli.

Slíkir bílar eru til í dag. Flestir bensínbílar geta brennt metanóli í hlutfallsblöndu með bensíni.

Þannig, að þennan sparnað er hægt að innleiða tiltölulega hratt, ef vilji er fyrir hendi.

Það besta, er að þú þarft ekki að skipta um tækni - og þú tapar í engu því notagildi sem þú ert vanur/vön.

PS: þ.s. best er af öllu, ekki þarf að skipta um dreyfikerfi ef skipt er yfir í metanól, þ.s. þ.e. vökvi með svipaða eiginleika og bensín. Ný dreyfikerfi, er aðalkostnaðurinn við aðrar hugmyndir.

 

Kv.


Hver er staða þjóðarbúsins, að afloknum fyrsta ársfjórðungi, þessa árs?

Á vef Seðlabanka Íslands, má nálgast margvíslegar upplýsingar um stöðu þjóðarbúsins, og hagþróun.

Skoðum aðeins stöðu landsins Íslands, eins og hún er í dag!

 

Staða þjóðarbúsins

Heildarskuldir: - 14.365 ma.kr.

Heildareignir: + 9.092 ma.kr.

Heildar staða: - 5.273 ma.kr.

 

  • Taka ber þó þeim tölum með þeim fyrirvara, að þær innihalda skuldir fjármálastofnana í gjaldþrotameðferð, sem talið er að muni afskrifast.

Ef eignir og skuldir þeirra eru dregnar frá, fæst eftirfarandi staða þjóðarbúsins:

Skuldir: - 3.028 ma.kr.

Eignir: + 2.567 ma.kr.

Hrein staða: - 461 ma.kr.

 

Það er mjög vinsælt hjá Gylfa Magnússyni, að vitna í þessa nettótölu því hún hljómar svo lág. En, slík tilvitnun er mjög villandi, þ.s. þarna eru inni ímsar þær eignir sem kemur ekki til greina að selja þ.s. þær eru í reynd ekki sérlega seljanlegar, og eignir lífeyrissjóða.

  • Sanngjörn tala, er sennilega eitthvað nálægt því, ef deilt er með 2 í eignir, og svíðan dregið frá.

 

Ársfjórðungslegur greiðslujöfnuður við útlönd í milljörðum króna á verðlagi hvers tíma
                          2009 /1   2009 /2   2009 /3   2009 /4   2010 /1
Viðskiptajöfnuður   -22,2      -23,0       -32,3       23,1      -27,1

 

  • Eins og sést, er viðvarandi viðskiptahalli.

Það er einn helsti grunnvandi Íslands um þessar mundir, að gjaldeyristekjur duga ekki fyrir kostnaði af erlendum skuldbindingum + þ.s. er innflutt.

AGS lánin í dag, gegna því hlutverki að koma í veg fyrir, að þessi viðvarandi viðskiptahalli leiði til greiðslufalls landsins.

En, sá halli veldur því að stöðugt gengur á gjaldeyrisforðann, þannig að ef þetta ástand heldur áfram, þá er alveg hægt að framreikna það cirka hvenær landið verður greiðsluþrota, þ.e. þegar gjaldeyrisvarasjóður klárast.

Í dag er haldið fram, að sá sjóður dugi út árið 2013. Ég held að ég treysti mér ekki til að lofa því!

 

Til gamans set ég inn hlekk á nýjustu hagspá Hagstofu Íslands. Sú spá, verð ég að segja, að er með hreint endemum bjartsýn - sem dæmi, að hún er verulega bjartsýnni en síðasta spá AGS fyrir Ísland, skv. 2. áfangaskýrslu AGS.

Hagstofa Íslands, spá byrt 15. júní 2010.

Til samanburðar, 2. áfangaskýrsla AGS.

Iceland Staff Report For Second Review

Einnig til samanburðar, glæný hagspá ASÍ. Sú er til muna svartsýnni en spá Hagstofu.

Hagspá Alþýðusambands Íslands

En annar samanburður, rit Samtaka Iðnaðarins þ.s. ríkisstjórninni er ráðlagt í ríkisfjármálum, og einnig hverni á að endurreisa stöðu hagkerfisins. En, rítið inniheldur einnig hagspá.

NAUÐSYNLEGAR UMBÆTUR Í FJÁRMÁLUM HINS OPINBERA

Áhugavert er að spá Hagstofu Íslands, er til muna bjartsýnni en allar hinar spárnar - sem styrkir mann í því, að draga þá niðurstöðu fremur en hitt í efa. Spá ASÍ er áberandi svartsýnust.

  • Þann fyrirvara þarf að gera við allar spárnar, að þær reikna með virkjanaframkvæmdum í fleirtölu ásamt upphafi framkvæmda við álver í fleirtölu á næsta ári.
  • Ef ekki verður af þeim framkvæmdum, eða þá aðeins ein þeirra fer af stað, skv. nýlegum samningi við Kína, þá eru forsendur allra þessara spálíkana brostnar og efnahagsframvinda verður til muna lakari.

 

Kv.


Er Spánn að hruni kominn? Verður Spánn Lehman Evrópu?

Rifjum upp vandræði ísl. bankanna örlítið, en eftir 2006 virðist sem þeir hafi verið settir í frost á alþjóða lánamörkuðum. Þaðan í frá, stóraukast inngrip þeirra í ísl. hlutabréfamarkað, þ.s. leikrit er sett á svið með því að búa til eftirspurn eftir eigin hlutabréfum með þeim hætti að starfsmenn voru látnir taka gríðarlegar upphæðir að láni í formi kúlulána með verði í bréfunum einum, og þannig létu þeir verð hluta hækka stöðugt þetta síðasta tímabil frá miðju ári 2006 fram að hruni í október 2008.

Spurningin er hvort spænskir bankar eru komnir á þennan sama stað og ísl. bankar voru komnir um mitt ár 2006, þegar það virðist að alþjóðlegir lánamarkaðir hafi lokað á þá. Við slíkar aðstæður, ef viðkomandi banki skuldar mjög mikið en hefur ekki yfir nægilegu fjármagni að ráða til að borga þær skuldir í einum grænum; þá þarf sá banki að afla sér skammtíma lána til að fleyta sér áfram í von um að hlutir skáni seinna. 

En, ef ástandið skánar ekki, skuldir halda áfram að hækka, þá kemur að því að öll sund lokast og svokölluð lausafjárþurrð verður og bankinn hrynur. Er þetta framtíð Spænskra banka?

  • Eins og á Íslandi, varð til bóluhagkerfi þó spænska bólan hafi verið af öðru tagi.
  • Alveg eins og í Bandar. skapaðist mikil umfram-eftirspurn eftir húsnæði, nema að á Spáni var sú húsnæðis bóla enn ýktari. ef eitthvað er, sem væntanlega þíðir að vandinn tengdur slæmum húsnæðis lánum er af enn stærri skala.
  • Nú, Bandar.m. voru mjög duglegir að dreifa þessum húsnæðislána vanda út um heim, með því að selja áfram þessi "Sub-Prim" húsnæðis-lána-skuldabréf, þannig að þegar upp var staðið, lentu ekki bara Bandar. bankar í fjármögnunar vanda af þessa völdum heldur einnig fjölmargir evrópskir bankar - þannig, að ekki einungis ríkisstj. Bandar. heldur einnig ríkisstj. fjölmargra Evrópuríkja voru tilneytt til að koma bönkum sínum til bjargar svo þeir yrðu ekki gjaldrota í stórum stíl.
  • Ef við skoðum húsnæðislána-vanda Spánar út frá þeirri forsendu að hann sé ekki einungis vandi Spánar, þá hefur "Bank of International Settlement" birt gögn um dreifingu skulda evrópskra banka milli ríkja - og niðustaðan ef skoðaðar eru skuldir einstaklinga og fyrirtækja á Spáni við þýska og franska banka, að þær eru "French exposure $248bn and that of Germany $202bn" þ.e. samanlagt $450 milljarðar. Þetta er nálægt því helmingur €750 milljarða sameiginlegs björgunar pakka ESB.
  • Sem sagt, alveg eins og skuldavandi tengdum bandar. undirmálslánum orsakaði víðtæka kreppu vegna þess að bankar út um allan heim urðu fyrir tjóni, þá er vandi tengdur skuldum einstaklinga/fyrirtækja á Spáni einnig vandi annarra Evrópurikja þ.s. þeirra bankakerfi eiga mikið af þessum skuldum, og munu því með svipuðum hætti, lenda í vanda í kjölfarið. Þanni, að vandi Spánverja raunverulega getur orsakað víðtækan vanda innan Evrópuríkja.
  • "According to BIS data, banks headquartered in the eurozone had a total of $1,579bn at the end of 2009 in exposure to Greece, Ireland, Portugal and Spain – the four countries at the centre of the debt crisis." - þetta er ámynning um, að gríðarlegar upphæðir eru í húfi, ef Spánn endar í krísu sem síðan orsaki dómínó áhrif á önnu lönd innan Evrópu í vanda.

 

Fréttir í þessari viku benda til vaxandi vanda á Spáni

Spanish banks break ECB loan record

"Spanish banks borrowed €85.6bn ($105.7bn) from the ECB last month. This was double the amount lent to them before the collapse of Lehman Brothers in September 2008 and 16.5 per cent of net eurozone loans offered by the central bank."

"This is the highest amount since the launch of the eurozone in 1999 and a disproportionately large share of the emergency funds provided by the euro’s monetary guardian, according to analysis by Royal Bank of Scotland and Evolution. Spanish banks account for 11 per cent of the eurozone banking system."

"“If the suspicion that funding markets are being closed down to Spanish banks and corporations is correct, then you can reasonably expect the share of ECB liquidity accounted for by the country to have risen further this month,” said Nick Matthews, European economist at RBS."

 

  • Það er augljóst áhyggjuefni, að spænskir bankar skuli vera að taka svo mikið af neyðarlánum frá Seðlabanka Evrópu.
  • En, þeirra hlutverk er að koma í veg fyrir lausafjárþurrð - en, lausafjárþurrð orsakar hrun viðkomandi banka þegar í stað.
  • Í ljósi þessa, er ekki undarlegt að í síðustu viku hafi sá orðrómur vaxið stig af stigi, að Spánn væri að íhuga að leita neyðarlána frá Evrópusambandinu.
  • Þetta eru einnig mjög verulegar upphæðir þegar haft er í huga að framlag Evrópusambands ríkja til björgunarpakka Grikklands, er €110 milljarðar. €85.6 er hvorki meira né minna en 78% af upphæðinni veitt til bjargar Grikklandi. Síðan, þetta er bara apríl - líklegt talið einnig að spænskir bankar hafi einnig slegið svipuð lán í máí en tölur fyrir þann mánuð eru ekki enn fram komnar.

Spain approves labour market reform

"Francisco González, chairman of BBVA, the second largest Spanish bank, said on Monday the markets remained “closed” to many. Salvador Alemany, chairman of Spanish infrastructure group Abertis, on Tuesday confirmed heightened risk perception had made it harder for companies to borrow or raise capital."

"“Naturally it’s not so easy to get financing now,” he told a business conference."

"...the cajas became heavily exposed to Spain’s housing bubble just before it burst and have since been weakened by the broader recession."

"The central bank, meanwhile, has stepped in to rescue two lenders – Caja Castilla La Mancha and CajaSur – while most of the remaining 44 are in various stages of merger processes."

"Tuesday’s deadline on submitting merger plans means the central bank will soon be able to discern how much money it will need to disburse from the so-called Fund for Orderly Bank Restructuring. This has been capitalised at €9bn, extendable to a total €99bn through bond issuance and other borrowing."

 

Mikið af spænskum sparisjóðsbönkum "Cajas" sem eru e-h nálægt 50% af veltu spænska bankakerfisins, virðast standa frammi fyrir versta vandanum, enda virðast þeir einkum vera þær lánastofnanir sem fólk leitar til er það vantar lán fyrir íbúð eða húsi.

Það kemur þá í ljós í næstu viku, þegar ofangreind "deadline" kemur hvaða upphæðir er um að ræða fyrir spænska ríkið.

En, það væri gríðarleg áffall ef í ljós kemur að ríkisstjórn Spánar er tilneydd að óska eftir neyðarláni.

 

Skoðum þ.s. "Bank of International Settlement" hefur að segja um vanda Evrópu

Sjá hlekk: Quarterly Review - June 2010

"...the Greek downgrade on 27 April and the subsequent market reaction may have more in common with the start of the subprime crisis in July 2007 than the collapse of Lehman Brothers in September 2008. That crisis began slowly with the disclosure of mounting losses on subprime mortgages and the downgrade by rating agencies of a large number of mortgage-backed CDOs. Similarly, emerging losses at several European banks were followed by a widening of Libor-OIS spreads (Graph A, left-hand panel). Over the next few months, European banks faced difficulties in funding their US dollar portfolios, as seen in the dislocation in crosscurrency swap markets from September 2007 onwards (Graph A, centre panel). While equity prices continued to rise up to mid-October, implied equity market volatility increased from July onwards, as reflected in the upward trend of the VIX (Graph A, right-hand panel).
The current market stress has been associated with the same increase in equity volatility as in the second half of 2007, but Libor-OIS spreads have moved up more slowly. Despite the recent rise to around 30 basis points, three-month US dollar Libor-OIS spreads remain well below their levels from August 2007 onwards. The current rise in the VIX initially followed the July 2007 trajectory, but then jumped sharply, as it did in September 2008. While cross-currency basis swaps are signalling difficulties for banks seeking to raise US dollars, the limited participation at US dollar auctions held by the ECB, the Bank of England and the Swiss National Bank suggests that the problem is more about counterparty credit risk than access to foreign currency funding. In contrast to July 2007, the euro-US dollar basis swap began the recent period at a level suggesting that stress was already present in cross-currency funding markets. The current departure point was similar to that of early September 2008, but the spread has widened by much less this time in response to worsening market conditions."

 

Það er áhugavert að BIS skuli finnast, að þróunin í Evrópu frá því að krísan í Grikklandi hófst, líkist þróuninni í Bandaríkjunum eftir að undirlána krísan hófst.

Í Bandaríkjunum, tók það nokkurn tíma fyrir þá krísu að leiða til þeirra viðtæku björgunaraðgerða sem á endanum fóru fram. Þ.e. krísan fór hægt af stað, en vatt jafnt og þétt upp á sig - þar til að þegar Lehmann féll að allt í einu stóðu menn á bjargbrún þ.s. hrun heilu bankakerfanna virtist á næsta leiti.

Spurningin er þá hvort þetta er rétt, þ.e. að skuldakrísan í Evrópu sé í svipuðum farvegi, þ.e. að hún sé enn að vinda upp á sig, og að stóra krísan og trigger móment sambærilegt við Lehman sé enn framundan?

 

Niðurstaðan; er í sjálfur sér ekki án fyrirvara. Líkur virðast mjög umtalsverðar á, að Spánn sé á leið í alvarlegan vanda. En, ekki verður því enn slegið algerlega föstu. En, þegar og ef það gerist, verður það mjög mikið stærri bitu, stærra áfall, en þegar vandræðing hófust í Grikklandi.

 

Kv.


Mjög áhugaverð nýleg greining frá "Bank of International Settlements" um efnahagslegar afleiðingar stórfellds gengishruns!

Þessi kafli, er undirkafli í nýjustu ársfjórðungsskýrslu "Bank of International Settlements".

"Currency collapses and output dynamics: a long-run perspective1" 

Sjá hlekk: Quarterly Review - June 2010

 

Sá kafli er mjög áhugaverður í ljósi umræðunnar um krónuna og afleiðingar stórfellds gengisfalls. En, þessi kafli fjallar akkúrat um efnahagslegar afleiðingar stórfellds gengisfalls, á grunni samanburðarfræði í alþjóðlegu samhengi, og þá skv. mati á reynslunni af slíku gengisfalli.

  • "This article presents new evidence on the relationship between currency collapses,,,and real GDP."
  • "The analysis is based on nearly 50 years of data covering 108 emerging and developing economies."
  • "...we identify a total of 79 episodes (Table 1). The threshold for a depreciation to qualify as a currency collapse is around 22%..."

Helstu niðurstöður:
  • "We find that output growth slows several years before a currency collapse, resulting in
    sizeable permanent losses in the level of output."
  • "On average, real GDP is around 6% lower three years after the event than it would have been otherwise."
  • "However, these losses tend to materialise before the currency collapse."
  • "This means that the economic costs do not arise from the depreciation per se but rather reflect other factors."
  • "Quite on the contrary, depreciation itself actually has a positive effect on output."
  • Growth tends to pick up in the year of the collapse and accelerate afterwards.
  • Growth rates a year to three years after the episode are on average well above those one or two years prior to the event.

Þ.s. þarf að skýra, er af hverju Ísland er öðruvísi?
  • En, nú kreppan hófst í október 2008, en ennþá bólar ekkert á hagvexti.
  • Líklegar skýringar:
  1. Stjórnvaldsaðgerðir, þ.e. samdráttarmagnandi aðgerðir í formi skattahækkana.
  2. Vaxtastefna Seðlabanka Íslands, en vaxtastigið meðan þ.e. svo rosalega hátt sem þ.e. virkar sem sjálfstæður öflugur hemill á getu hagkerfisins til hagvaxtar.
  3. Skuldastaða almennings - mat Seðlab.Ísl. að 24.000 heimili þurfi frekari aðstoð. En, skv. nýlegri könnun meta 40% heimila sjálf það að þau þarfnist frekari aðstoðar. Þessi staðar er einnig mjög öflugur hemill á getu hagkerfisins til hagvaxtar.
  4. Grafalvarleg skuldastaða mjög stórs hluta atvinnulífsins, en skv. mati bankanna eru um 40% lána til fyrirtækja í vandræðum. Nýfjárfesting verður sú minnsta í ár frá seinna stríði. Þetta ástand er einnig öflugur sjálfstæður hemill á getu hagkerfisins til hagvaxtar.
  • Samanlagt er þetta að ofan sennilega ástæða þess, að ekkert bólar á hagvexti - enda erfitt að sjá nokkurn hinn minnsta möguleika á hagvexti með svo marga myllusteina togandi það niður.


Niðurstaða

Áhugavert er að sjá greinina sem ég vitna til í reynd staðfesta, að gengisfall hjálpar hagvexti. Að vandinn er ekki gengisfallið, heldur þ.s. átti sér stað, áður en gengisfallið varð.

Þ.s. gengisfall hjálpar hagkerfinu að ná sér á ný, er greinilega mjög röng afstaða þeirra sem vilja halda gengi krónunnar sem hæstu - vilja jafnvel hækka það á ný.

 

Kv.


Skoðum nánar glænýja stefnuyfirlísingu nýs meirihluta í Reykjavík!

Stefnuyfirlísing nýs meirihluta í Reykjavík hljómar dálítið í mig, eins og allsherjar óskalisti þ.s. allir þeir sem þátt tóku í að koma honum saman, fengu sitt inn.

Þar má finna kraðak misgóðra hugmynda, en þar innan um eru samt sem áður góðar - fallegar hugmyndir.

Nokkrar sparnaðar tillögur má þarna einnig finna stað.

En, hugmyndir sem kosta e-h, en mismikið þó, sýnist mér þó vera töluvert fleiri.

  • Hugmyndir eða leiðir sem kosta - litaðar "Rautt".
  • Hugmyndir eða leiðir sem spara - litaðar "Grænt".

Ég geri alltaf ráð fyrir, að átaksverkefni feli í sér kostnað, einnig að bæting þjónustu af sérhverju tagi feli í sér kostnað, og að auki að sjálfsögðu að uppbygging hverskonar geri það einnig.

Hvað kostar og hvað ekki, er náttúrulega háð mínu huglæga mati, sem eðli máls skv. einhverjir verða ósammála. Ímislegt af því sem ég merki rautt, sennilega kostar ekki mikið þó það kosti eitthvað. En, allt telur, sérstaklega ef þættirnir sem kosta eru nokkur fjöldil

Í ljósi þess, hve kostnaðarsamar hugmyndir eða leiðir virðast mér vera mikið mun fleiri, þá vakna með mér smávegis áhyggjur um það hvernig meirihlutinn ætlar sér að láta fjármálastjórnunina ganga upp. En hafa skal í huga, að framvinda efnahagsmála í besta falli verður að skoðast sem óviss. Líkur eru verulega á því, að tekjusamdráttur haldi áfram - þ.e. langt í frá öruggt, að plön núverandi stjórnvalda um efnahagslega viðreisn gangi upp.

En, ef samdráttur í tekjum borgarinnar mun halda áfram, verður þörf fyrir útgjaldaniðurskurð augljós. Þannig útkoma, getur reynt mjög mikið á hina nýju stjórnendur. En, miðað við þeirra hugmyndir, virðist sem að bjartýni ríki um horfur um efnahagsmál.

Sjáum til hvort að það rætist. Óvissan þar um er hið minnsta klár.

 

Kv.

 

------------------------------------------------Fyrir neðan óstytt

 

Samstarfsyfirlýsing Besta flokksins og Samfylkingarinnar


Fyrstu verk

Borgarbúar

  • Útigangskonum verði búið öruggt húsaskjól fyrir fyrstu snjóa í haust.
  • Systkinaforgangur verði tekinn upp í leikskólum.
  • Ókeypis verði fyrir börn í sund í sumar.
  • Settur verði upp innileikvöllur í Perlunni.
  • 20 græn svæði og leikvellir borgarinnar verði teknir í gegn í sumar og boðnir borgarbúum til umhirðu. Sérstaklega verði hugað að þörfum ömmu og afa á leiksvæðunum.

Sjálfbært gegnsæi

  • Vefurinn Betri Reykjavík, www.betrireykjavik.is, verði nýttur til stuðnings við ákvarðanir og stefnumótun.
  • Opnað verði vefsvæði fyrir ábendingar almennings um aðkallandi viðhald og viðgerðir í borginni.
  • Dagbók borgarstjóra verði opin og aðgengileg á netinu.

Traustatök

  • Fagleg rekstrarúttekt verði gerð á Orkuveitu Reykjavíkur.
  • Nefndum borgarinnar verði fækkað til að auka skilvirkni og spara nefndarlaun.
  • Langtímaáætlun um fjármál, framkvæmdir, borgarþróun og atvinnumál Reykjavíkur liggi fyrir í lok árs.

Allskonar

  • Skólar geti áunnið sér sérstakan menningarfána með því að setja sér menningarstefnu og t.d. taka listamenn í fóstur.
  • Efnt verði til kvennakvölds í Reykjavík.
  • Reykjavíkurborg styðji við nýtt heimili kvikmyndanna í Regnboganum.
  • Borgarstjóri verði kjörinn stjórnarformaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.

Lýðræði og þátttaka

  • Fjölgað verði beinum atkvæðagreiðslum um mikilvæg mál og settur skýrari rammi um framkvæmd þeirra.
  • Samráð verði haft við íbúa og foreldra í skipulags-, umhverfis- og skólamálum, það gert markvissara og stutt við aðkomu þeirra að lykilákvörðunum.
  • Nefndum verði fækkað og hið pólitíska stjórnkerfi einfaldað. Sambærileg endurskoðun fari fram á stjórnsýslunni.
  1. Borgarráð taki við verkefnum framkvæmda- og eignaráðs.
  2. Menntaráð og leikskólaráð sameinist og nefnist „Menntaráð“.
  3. Skipulagsráð nefnist „Skipulags- og samgönguráð“ og taki við samgöngumálum af umhverfis- og samgönguráði.
  4. Umhverfisráð nefnist „Umhverfis- og auðlindaráð“. Ráðið fari með stefnumótun í orku- og auðlindamálum og taki einnig við verkefnum heilbrigðisnefndar.
  5. Framtalsnefnd verði lögð niður og verkefni hennar lögð undir velferðarráð.
  6. Stjórnsýsla í ráðhúsi verði endurskipulögð og einfölduð.
  7. Hverfaráð verði efld.
  • Skerpt verði á verkaskiptingu milli stjórnmálamanna og embættismanna.
  • Öll störf hjá Reykjavíkurborg, önnur en pólitískra aðstoðarmanna, verði auglýst og ráðningar ákveðnar á faglegum forsendum.
  • Siðareglur borgarstjórnar verði endurskoðaðar.
  • Reykjavíkurborg þrýsti á að sett verði á stofn siðanefnd á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga til að úrskurða í álitamálum og þegar grunur vaknar um brot á siðareglum.

Hverfastefna

  • Aukin verkefni og fjárráð flytjist til hverfaráðanna.
  • Í samráði við íbúa og starfsfólk verði útfærðar tillögur um hvernig best sé að draga úr miðstýringu og auka sjálfstæði hverfanna með eflingu hverfaráða, hverfatengdrar þjónustu og forgangsröðun í rekstri innan hverfis.

Innflytjendur og jafnréttismál

  • Þjónustu- og ráðgjafarhlutverk borgarinnar við innflytjendur verði endurskoðað í samráði við fulltrúa innflytjenda, önnur sveitarfélög, og ríkið.
  • Fjölmenningu og framlagi innflytjenda til samfélagsins verði gert hærra undir höfði.
  • Félög innflytjenda taki þátt í stefnumótun borgarinnar.
  • Þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna í frístundastarfi verði aukin í samstarfi við íþróttafélög, skólahljómsveitir, lífsskoðunarfélög og listaskóla.
  • Móðurmálskennsla barna af erlendum uppruna og íslenskukennsla fyrir innflytjendur verði efld í samstarfi við grasrótarsamtök.
  • Þróun kynbundins launamunar verði könnuð reglulega og brugðist við henni með áætlun sem hefur það að markmiði að honum verði útrýmt að fullu.
  • Mörkuð verði stefna um jafnréttisfræðslu. Grunn- og leikskólar mæti þörfum bæði stráka og stelpna.
  • Mótuð verði aðgerðaráætlun gegn ofbeldi og einelti. Tryggt verði að allt starfsfólk borgarinnar bregðist markvisst við þegar grunur leikur á um ofbeldi og einelti.

Allskonar

  • Borginni verði stjórnað með bros á vör.
  • Stefnt skal að því að þróa „norðurhjaragarð“ í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með sérstakri áherslu á náttúruvernd og tengingu hans við skólana í borginni.
  • Bílaumferð á tilteknum svæðum í miðborginni verði takmörkuð í tilraunaskyni.
  • Hálfbyggð skólahverfi verði kláruð. Útþensla borgarinnar verði stöðvuð.
  • Lýðræðis- og ábendingagáttin „Betri Reykjavík“, www.betrireykjavik.is, verði þróuð frekar á vef Reykjavíkurborgar. Hugað verði að aðgengi þeirra sem ekki eru nettengdir að umræðum og ákvarðanatökum.
  • Áhersla verði lögð á samveru og sameiningu kynslóðanna. Markvisst verði unnið að því að rjúfa félagslega einangrun, sérstaklega aldraðra, í samvinnu við einstaklinga, félög og stofnanir í hverfum. Drepum ekki gamla fólkið úr leiðindum.
  • Eigendur niðurníddra húsa í borginni verði hvattir til að koma þeim í viðunandi horf. Dagsektum verði beitt ef frestir til aðgerða eru ekki virtir.
  • Embætti borgarstjóra verði fært nær borgarbúum.

Atvinna

  • Efnt verði til funda með samtökum í atvinnulífi og fulltrúum fyrirtækja og stofnana til að skilgreina stöðu, styrkleika og sóknarfæri atvinnulífs Reykjavíkurborgar til skemmri og lengri tíma.
  • Nágrannasveitarfélögum, ríkisstjórn, menntastofnunum og aðilum vinnumarkaðar verði boðið til þátttöku í samningi um vöxt atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu. Markmið samningsins verður að styrkja samkeppnishæfni fyrirtækja í virkri alþjóðlegri samkeppni, auka veltu þeirra, verðmætasköpun, útflutningstekjur og skapa þannig grunn fyrir umtalsverða fjölgun starfa á næstu misserum.
  • Þróunar- og nýsköpunarfélag Reykjavíkurborgar í atvinnumálum verði endurreist. Það verði vettvangur samstarfs opinberra og einkaaðila um að fjölga nýjum fjárfestingum í borginni.
  • Höfuðborgarstofa, viðburða- og markaðsskrifstofa Reykjavíkurborgar í ferðaþjónustu, verði opnuð fyrir aðkomu, fjármagni og nánara samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki.
  • Mörkuð verði heildarstefna fyrir afþreyingu ferðamanna í Reykjavík, með sérstakri áherslu á fjölskyldufólk.
  • Stutt verði sérstaklega við hátíðir og viðburði sem eiga sér stað utan háannatíma í komu ferðamanna.
  • Átak verði gert í að gera Reykjavík enn ferðamannavænni, til dæmis með merkingum og upplýsingaskiltum á erlendum tungumálum.
  • Stutt verði við uppbyggingu þekkingar- og heilbrigðistengdra fyrirtækja með samstarfi um beina markaðssetningu á háskólasvæðunum í Vatnsmýrinni í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Landspítalann. Reykjavíkurborg greiði fyrir skipulagi stúdentaíbúða og annarra innviða sem stuðla að sömu markmiðum.
  • Einangrun og óvirkni ungra atvinnuleitenda verði rofin með samstarfi ríkis og borgar, stéttarfélaga, símenntunarmiðstöðva, ÍTR, grunn- og framhaldsskóla.

Börn og skólar

  • Leikskóla- og menntaráð verði sameinuð og heiti ”menntaráð” enda er leikskólastigið fyrsta skólastigið og mikilvægt að skapa tengsl milli menntunar allt frá upphafi leikskólagöngu til loka framhaldsnáms.
  • Borginni verði mörkuð barna- og fjölskyldustefna.
  • Systkinaforgangur verði tekinn upp í leikskólum.
  • Leik- og grunnskólar og frístundaheimili móti sér menningarstefnu á grundvelli „Vegvísis til listfræðslu“ (UNESCO) og gerð verði áætlun um samstarf þeirra við listamenn og menningarstofnanir.
  • Skólar geti keppt um ,,Menningarfána“. Skólar sem skara fram úr í menningar- og listfræðslu fengju þannig viðurkenningu. Slíkum fánum gæti fjölgað eftir áherslum í skólasamfélaginu hverju sinni, t.d. bættust við vísindafáninn, heilsufáninn.
  • Starfsdagar og frí í leik- og grunnskólum verði samræmdir innan hverfa.
  • Samhliða aukinni fagmennsku með lengingu kennaranáms leggi leikskólinn aukna áherslu á ögrandi viðfangsefni við hæfi hvers og eins barns.
  • Stefnt verði að því að samþætta skóla- og frístundastarf með nýjum leiðum, svo kraftar allra nýtist í þágu barnanna.
  • Foreldrum verði gert kleift að láta skoðun sína á skóla barna sinna í ljós með stuttum rafrænum skoðanakönnunum með reglulegu millibili.
  • Samstarf leik- og grunnskóla verði aukið í verkefnum tengdum málþroska og byrjendalæsi.
  • Listnám og hreyfing verði í boði á skólatíma og í skólahúsnæði. Leitað verði leiða til að sem flest börn geti notið listkennslu og hreyfingar.
  • Samstarf þeirra sem koma að menntun, umönnun og uppeldi barna og ungmenna verði aukið. Þjónusta, stuðningur og ráðgjöf við börn, fjölskyldur og skóla á heima úti í hverfunum. Skólarnir verði opnaðir fyrir þátttöku foreldra og sjálfboðaliða.
  • Hugað verði að byggingu nýs sérskóla þar sem starfsemi Öskjuhlíðar- og Safamýrarskóla fer undir eitt þak. Skóli án aðgreiningar verði sem fyrr hornsteinn menntastefnu borgarinnar.
  • Tækifæri til kennara- og skólastjóraskipta verði athuguð með það að markmiði að stuðla að útbreiðslu þekkingar, auknu samstarfi milli skóla og starfsþróun.
  • Skólastjórar verði ráðnir til ákveðins árafjölda í senn en heimilt verði að endurnýja samninga að þeim tíma liðnum.
  • Auka skal vægi siðfræði, heimspeki, tjáningar og samvinnu í námi barna í leik- og grunnskólum og á frístundaheimilum.
  • Aðgerðir til að vinna gegn áhugaleysi stráka í skólum verði forgangsmál. Karlkennurum verði fjölgað eins og kostur er.

Viðhald og verklegar framkvæmdir

  • Sumarið 2010 verði kapp lagt á að gera sameiginleg græn svæði og leiksvæði borgarinnar fín og íbúum, hópum og félagasamtökum boðið að taka þau að sér. Sérstök áhersla verði lögð á ömmu- og afaróló þar sem kynslóðirnar geti notið lífsins saman.
  • Settur verði upp ábendingarvefur um nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir í Reykjavík.
  • Framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar verði tekin til endurskoðunar og stefnt að því að tvöfalda viðhald á fasteignum borgarinnar árin 2011-2012. Með því að flýta brýnum viðhaldsverkefnum, sem annars hefðu komið til framkvæmda 2013-2015, skapast störf þegar mest þarf á þeim að halda.
  • Sett verði fram heildstæð áætlun um endurnýjun eldri hverfa. Í stað þess að hverfin drabbist niður í kreppunni verði lögð áhersla á viðhald og endurnýjun á opinberum byggingum, auk endurbóta á borgarumhverfinu og útisvæðum.
  • Eflingu mannlífs og borgarmyndar í Efra-Breiðholti verði hleypt af stokkunum undir merkjum átaksins: „111 Reykjavík“.
  • Liðka skal fyrir samstarfi við Vinnumálastofnun um starfsþjálfunarsamninga, sérstök tímabundin átaksverkefni og ,,Starfsorku“ sem býður fullar atvinnuleysisbætur með hverjum starfsmanni á atvinnuleysisskrá í allt að eitt ár þegar ráðist er í nýsköpunarverkefni eða markaðssetningu erlendis.

Meira allskonar

  • Stefnt er að því að beita óvenjulegum aðferðum til að auka náungakærleik í borginni okkar.
  • Grænum svæðum innan borgarmarkanna verði betur sinnt og þau gerð líflegri.
  • Menningarsögu kvenna í borginni verði gert hærra undir höfði.
  • Við uppbyggingu íþróttaaðstöðu verði fyrst horft til þeirra hverfa þar sem lítil aðstaða er í boði, til dæmis Grafarholts, Norðlingaholts og Úlfarsárdals.
  • Kannaður verði möguleiki á eflingu alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík og stutt við hugmyndir um „kvikmyndastofu“, heimili kvikmyndanna í Regnboganum.
  • Útfærðar verði leiðir til að tryggja notkun á auðu húsnæði og laða smærri fyrirtæki að hverfum borgarinnar.
  • Leiðindi í borgarkerfinu verði leituð uppi og þeim útrýmt nema ríkir almannahagsmunir geri þau algjörlega nauðsynleg.
  • Stofnun fyrirtækja verði einfölduð. Einfalda skal leyfisveitingar og umsóknarferli fyrir þá sem vilja stofna til reksturs í Reykjavíkurborg.
  • Auðvelda skal fólki að gera breytingar á íbúðarhúsnæði til að bæta aðgengi fatlaðra og aldraðra. Með því er þeim gert kleift að búa lengur heima. Jafnhliða eykst eftirspurn eftir vinnu hönnuða, arkitekta og iðnaðarmanna.

Umhverfis- og auðlindamál

  • Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur verði „Umhverfis- og auðlindaráð“ og fái það hlutverk að móta orku- og auðlindastefnu borgarinnar.
  • Sameiginlegt eignarhald borgarbúa á auðlindum í borgarlandinu verði tryggt og kveðið á um eðlilegt afgjald af þeim.
  • Orkuskipti í samgöngum og rafvæðing samgangna verði forgangsmál til framtíðar.
  • Stefnt verði að því að innan áratugar verði a.m.k. annar hver bíll í Reykjavík knúinn innlendri, vistvænni orku. Borgin beiti sér og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir markvissu átaki í þessu efni í samvinnu og samráði við löggjafa- og framkvæmdavald, nágrannasveitarfélög, fyrirtæki, frjáls félagasamtök og aðra þá aðila sem hjálpað geta til við að ná þessu markmiði.
  • Sett verði skilgreind og tímasett markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík.
  • Borgin gangi fram með góðu fordæmi þegar kemur að endurnýjun bílaflota hennar og byggi hann upp á raf- og metanknúnum bílum.
  • Áhersla skal lögð á að vernda ströndina þar sem hún er ósnortin og græna trefilinn umhverfis höfuðborgarsvæðið.
  • Borgin setji gott fordæmi með því að setja stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar metnaðarfulla umhverfis- og samgöngustefnu með mælanlegum markmiðum.
  • Leitast skal við að styrkja nafn Reykjavíkur sem miðstöð í rannsóknum á málefnum norðurslóða, loftslagsbreytinga, jarðhita og endurnýtanlegum orkugjöfum.
  • Unnið verði að því að stórauka endurvinnslu.
  • Kannaður verði grundvöllur fyrir því að umhverfisvotta Reykjavík.

Skipulags- og samgöngumál

  • Skipulagsráð verði „Skipulags- og samgönguráð“ til að undirstrika samhengi skipulags- og samgangna í borgarmyndinni.
  • Svæðiskipulagsráð eða annar sameiginlegur vettvangur sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins hafi vald til að móta og stýra stefnu á sviði landnotkunar, byggðaþróunar, samgangna- og umhverfismála.
  • Reykjavík eigi frumkvæði að því að unnið verði nýtt svæðisskipulag sem nái frá Reykjanesi í vestri, Árborgarsvæðinu í austri og Borgarnesi í norðri, og að til verði sameiginleg sýn á umhverfis-, atvinnu- og húsnæðismál á öllu svæðinu.
  • Réttur íbúanna á að vera skýr og öllum skiljanlegur. Þeim á að bjóðast ókeypis mat hlutlausra sérfræðinga á byggingarmagni, hæðum, nýtingarhlutfalli, skuggavarpi og umferðarspám. Málsmeðferð í skipulags- og byggingamálum verði einfölduð og þjónustumiðuð.
  • Hugað verði sérstaklega að sameiginlegum borgarrýmum, svo sem Hlemmi, Ingólfstorgi, Lækjartorgi, Óðinstorgi, Vitatorgi, Spönginni, Árbæjartorgi og fleiri.
  • Með betra borgarskipulagi, blöndun byggðar, styttingu á vegalengd milli heimila og vinnu, betri almenningssamgöngum og bættri aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur verði dregið úr þörfinni fyrir sífellt stærri og dýrari umferðarmannvirki.
  • Færri mislæg gatnamót, fleiri einlæg gatnamót!
  • Hjólandi og gangandi njóti forgangs í umferðinni. Götur verði gerðar fallegri. Hjólreiðaáætlun verði unnin fyrir höfuðborgarsvæðið og hrint í framkvæmd í Reykjavík.
  • Farið verði í markvissar aðgerðir til að draga úr umferðarhættu, svifryks- og hávaðamengun í borginni. Dregið verði úr notkun nagladekkja og umferðarhraða, og bílastæðareglur endurskoðaðar.
  • Auka skal ferðatíðni og bæta leiðakerfi strætós. Tryggt verði að strætó gangi alla daga ársins. Strætó fái forgang á stofnleiðum og leiðakerfið taki mið af því að börn komist milli heimila sinna og frístundastarfs.
  • Lögð verði áhersla á endurnýjun úr sér genginna iðnaðar- og verslunarsvæða og þéttingu byggðar. Áhersla verði lögð á endurskipulagningu Elliðavogs- og Höfðasvæðis. Skipulagi Mýrargötusvæðisins og Gömlu hafnarinnar verði lokið. Þegar fasteignamarkaður kemst í eðlilegt horf verði hafin uppbygging við Hlemm og á völdum svæðum í Vatnsmýri.
  • Við skipulag nýrra hverfa og endurnýjun gamalla hverfa verði stefnt að því að þar ríki félagslegur fjölbreytileiki. Leiguíbúðir verði minnst fimmtungur íbúða á nýjum byggðarsvæðum. Unnið verði að jöfnu aðgengi fyrir alla borgarana, innan húss sem utan.
  • Byggðamynstrið í miðborg Reykjavíkur verði verndað. Heildstæð húsverndaráætlun fyrir alla borgina verði hluti af nýju aðalskipulagi Reykjavíkur.
  • Gert verði ráð fyrir lestartengingu milli Vatnsmýrar og Keflavíkurflugvallar í nýju aðalskipulagi þar sem unnið verður að því að Vatnsmýrin byggist upp í áföngum.
  • Teknar verði upp viðræður um framtíð flugvallarsvæðisins í Vatnsmýri.

Fjölskyldur og velferð

  • Þjónustumiðstöðvar í hverfum verði efldar svo öll nærþjónusta sé á einum stað og að hún sé vel kynnt íbúum.
  • Tekið verði af myndugleik á vanda útigangsfólks og tillögur gerðar um úrbætur í samráði við félagasamtök og fagfólk.
  • Samþætt heimaþjónusta og heimahjúkrun verði hverfisbundin. Unnið verði að nánari samstarfi og samvinnu við heilsugæsluna.
  • Skipulag barnaverndar verði yfirfarið og almennu barnaverndarstarfi sinnt á þjónustumiðstöðvum.
  • Frístundakort barna verði „opnað“ svo hægt verði að bæta inn á það greiðslum.
  • Stefnt verði að því að tryggja að samanlögð fjárhags- og húsnæðisaðstoð nái lágtekjumörkum Hagstofunnar sem eru nú 160.800 kr. á mánuði. Stefnt verði að því að fjárhagsaðstoð sé ekki langtímaúrræði.
  • Öllum sem eru á framfærslu borgarinnar lengur en í 3 mánuði verði boðið upp á ráðgjöf, námskeið og önnur úrræði til að auka möguleika þeirra á virkri þátttöku í samfélaginu.
  • Reykjavíkurborg leiti eftir auknu samstarfi við Vinnumálastofnun um leiðir til úrbóta á aðstæðum þeirra sem eru utan vinnumarkaðar.
  • Markvisst verði unnið að flutningi þjónustu fatlaðra og aldraðra frá ríki til sveitarfélaga. Reykjavíkurborg hafi forgöngu um þróun þjónustunnar. Notendastýrð þjónusta verði þróuð samhliða yfirflutningi eins og samtök fatlaðra hafa haft forgöngu um.
  • Mótuð verði þjónustustefna fyrir eldri borgara í Reykjavík í samstarfi við samtök þeirra.
  • Félagsmiðstöðvar í hverfum og þær listasmiðjur sem nú eru að mestu sóttar af eldri borgurum verði einnig opnaðar fyrir foreldra með ungbörn, atvinnuleitendur og aðra hópa sem gagn og gaman kynnu að hafa af því.

Húsnæðismál

  • Stuðlað verði að fjölbreytileika í framboði á húsnæði og félagslegri fjölbreytni í hverfum.
  • Fólk verði stutt í þeirri ákvörðun að búa heima með þeirri aðstoð sem þar er hægt að veita því.
  • Reykjavíkurborg stuðli að vexti og viðgangi húsnæðissamvinnufélaga, leigu- og búsetusamtaka í almannaþágu.
  • Skoðað verði hvort Félagsbústaðir verði hluti af stærra húsnæðissamvinnu- og búseturéttarfélagi á öllu höfuðborgarsvæðinu
  • Íbúar í húsnæði á vegum borgarinnar hafi tækifæri til þess að skipta yfir í búseturéttarleið og eignast búseturétt.

Enn meira allskonar

  • Höfuðborgarsvæðið er sambýli. Litið verði á höfuðborgarsvæðið sem eina heild. Opnað verði á viðræður um hvers kyns sameiningu og nánari samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
  • Stofnað verði embætti „Umboðsmanns borgarbúa“ sem leiðbeinir íbúunum í samskiptum þeirra við embætti og stofnanir borgarinnar og veitir þeim ráðgjöf um rétt sinn.
  • Teknar verði upp viðræður um að Reykjavíkurborg reki tilraunaskóla fyrir 13-18 ára nemendur.
  • Öllum börnum standi til boða morgunverður og hollur hádegismatur í skólum og leikskólum á viðráðanlegu verði. Kannaður verði sá kostur að skólamáltíðir verði fjármagnaðar með valgreiðslum foreldra og annarra útsvarsgreiðenda í Reykjavík.
  • Flutningur húsa úr Árbæjarsafni á því sem næst upprunalega staði sína eða í húsasöguþyrpingu í Hljómskálagarðinum verði kannaður.
  • Dagbók borgarstjóra verði opin almenningi og aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar.
  • Opnir hverfafundir borgarstjóra verði endurvaktir.

Fjármál

  • Velferð og þjónusta við íbúana njóti forgangs við ráðstöfun fjármuna borgarinnar.
  • Fjármál Reykjavíkurborgar eru fjármál borgarbúa. Fjármál borgarinnar verða sett fram á mannamáli og með myndrænum hætti sem öllum er skiljanlegur.
  • Unnin verði áætlun um efnahags- og fjármálastjórn Reykjavíkurborgar til fimm og tíu ára. Samhliða gerð hennar verði unnar fjármálareglur, stefna um áhættu- og lánastýringu þar sem fjárhagslegt eftirlit verði styrkt í ljósi reynslunnar. Áætlunin og stefnan nái jafnt til borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar.
  • Góð meðferð almannafjár verði höfð að leiðarljósi í öllum rekstri Reykjavíkurborgar.
  • Styrkveitingar borgarinnar verði teknar til endurskoðunar. Farið verði yfir forsendur styrkja og samstarfssamninga borgarinnar, ásamt eftirliti með notkun þeirra og árangursmati. Þeir sem njóti styrkja skuldbindi sig til að vera með opið bókhald.

Þjónusta

  • Átak verði gert í netvæðingu þjónustu Reykjavíkurborgarinnar.
  • Þjónusta borgarinnar á að taka mið af þeim sem nota hana. Allt viðmót þjónustu við íbúana verði einfaldað.
  • Markmið þjónustunnar og tímafrestir verði skilgreind þar sem því verður við komið. Framkvæmd þjónustunnar endurspegli þann rétt sem Reykvíkingar eiga á faglegri þjónustu, skilvirkni og góðri nýtingu fjármuna.
  • Borgin taki upp stöðugt árangursmat þjónustu á sem flestum sviðum og unnið verði að því að innleiða vottuð gæðakerfi þar sem við á.

Fyrirtæki borgarinnar

  • Eigendastefna verði skilgreind fyrir fyrirtæki og byggðasamlög í eigu borgarinnar.
  • Tryggja þarf að stefna Reykjavíkurborgar nái fram að ganga í samræmi við eignahluti borgarinnar í byggðasamlögum og fyrirtækjum borgarinnar að teknu eðlilegu tilliti til hagsmuna og sjónarmiða minnihlutaeigenda.
  • Innra eftirlit veiti virkt aðhald í borgarkerfinu og reglubundið árangursmat verði ófrávíkjanleg regla í öllum rekstri.

Allskonar allskonar

  • Ávallt verði lögð áhersla á bjarta framtíð Reykjavíkur.

Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 857481

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband