Hver er lærdómur okkar af efnahags vanda tengdum Evrusvæðinu, í sambandi við hvort er betra að vera með krónu eða Evru?

Grunnvandi krónunnar liggur í sjálfu hagkerfinu, þ.e. hennar vandi er sá að framleiðsluhagkerfið er einhæft með einhæfann útflutning.

  • Sveiflur verða oftast nær fyrir þann tilverknað, að sveiflur verða í hagkerfinu.
  • Leiðin, til að minnka sveiflurnar, er að breyta sveiflutíðni sjálfs hagkerfisins - sem þá gerir einnig krónuna stöðugari - reyndar mun það einnig skapa þau hliðaráhrif að gera það auðveldara að búa við annan gjaldmiðil en krónu.

Sjúkdómsgreiningin er sem sagt sú, að gengissveiflur séu einkenni sjúkdóms sem eigi rót til sjálfs grunnsins er allt hvílir á, þ.e. framleiðsluhagkerfið.

Réttur skilningur, er síðan forsenda fyrir því að komast að réttum lausnum.

 

Hverskonar framleiðsluhagkerfi, þrifust innan Evrunnar?

Þetta þarf aðeins að skoða gagnrýnum augum, þ.e. fyrir hvaða hagkerfi Evran hefur virkað hvað best - þ.e. hagkerfi sem selja dýra hátækni vöru fyrir mikinn pening per tonn.

Af hverju er það atriði?
Þ.e. vegna þess, að ef þú færð mikinn virðisauka fyrir þinn útflutning, þ.e. varan á endanum verður mjög mikið verðmætari en þ.s. fer í hana af hráefnum, þá skiptir sjálft verðið á gjaldmiðlinum ekki lengur höfuðmáli fyrir þinn útflutning þ.e. samkeppnishæfni hans, einmitt vegna þess að verðið á gjaldmiðlinum er þá svo lítill hluti heildarverðmætaaukningar hráefnanna.

Þannig, að þá ber þitt framleiðsluhagkerfi dýran gjaldmiðil og það án vandkvæða.

 

Íslenska framleiðsluhagkerfið er mjög viðkvæmt fyrir kostnaðarhækkunum!

Þ.e. aftur á móti mjög klárt, oftlega sannað með dæmum þ.s. krónan hækkar og útflutningi hnignar - innflutningur verður meiri að verðmætum; að ísl. framleiðsluhagkerfið er mjög viðkvæmt fyrir verðinu á gjaldmiðlinum.

  • Höfum í huga, að í stað þess að okkar aðalútflutningur sé dýr tæki og aðrar hátæknivörur, er hann ferskfiskur að mestu óunninn og ál (þ.e. ekki vörur úr áli) - svo höfum við ferðamenn.
  • Þ.s. ég er að reyna að segj, er að frumstæði okkar framleiðsluhagkerfis sé þarna til vansa, sem sést m.a. annars á lærdómi S-Evrópu af því að búa við Evru.


En, ástæða þess að framleiðsluhagkerfum margra Evru-ríkja hnignaði undir Evrunni, er hún hækkaði í verði - var akkúrat sú, að eins og útflutningur Íslands, er útflutningur þeirra landa einnig á mun lægra virðisaukastigi verðmætalega en t.d. útflutningur Þýskalands.

Þetta er atriði sem þarf að skoða af mikilli alvöru, en eins og ég skil þetta, þ.s. Evran miðast við Þýskaland og þ.s. Ísl. framleiðsluhagkerfið er miklu mun vanþróaðra, þá gildir eftirfarandi:

  • Laun hér verða alltaf að vera lægri en í Þýskalandi, í samræmi við að hvaða marki virðisauki per tonn er lægri hér á landi.
  • Vegna þess, hve okkar framleiðsluhagkerfi hnignar hratt ef innlendur kostnaður hækkar, verða laun að lækka hérlendis eftir því sem Evran hækkar í verðgildi.
  • Laun má hækka, ef Evran lækkar.
  • Laun má ekki hækka umfram aukningu framleiðni í hagkerfinu, sem á síðasta áratug var cirka 1,5% á ári.


Höfum í huga, að þetta er mjög erfið spennitreyja - að auki, að löndunum sem nú eru í vandræðum Evrópu, sem lentu í vítahring vaxandi viðskiptahalla og skuldasöfnunar, þeim tókst ekki að auðsýna aga af þessu tagi - þannig að þetta er raunverulega mjög - mjög erfitt í framkvæmd.

Höfum að auki í huga
, að til þess að þetta gangi upp, verða allir að spila með og þ.e. ríkið, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins. Þ.e. ekki síst þ.s. er erfitt.

*******Ég hef ekki trú á að þetta sé hægt í framkvæmd.*******

 

Niðurstaða

Þannig, að minn lærdómur af krísunni í Evrópu tengdri Evrunni, er sá að þrátt fyrir alla galla - sem trúið mér ég þekki þá alla - sé enn meira gallað fyrir okkur, að búa við annan gjaldmiðil en krónu; svo lengi sem okkar framleiðsluhagkerfi er hvort tveggja í senn einhæft og "low tech".

Við getum hugsanlega haft þ.s. langtímamarkmið, að taka upp annan gjaldmiðil - sem við ráðum ekki yfir - t.d. 20 ára plan.

  • Það þarf að hefja allsherjar og langtímaátak, til að bæta framleiðsluhagkerfið.
  • Það gengur ekki lengur, að hafa framleiðsluhagkerfið sambærilegt við S-Evrópu og á sama tíma reyna að halda uppi sama þjónustustigi og á Norðurlöndum.
  • Ég er hræddur um, að við verðum að færa þjónustustig niður á það plan sem framleiðsluhagkerfið í reynd stendur undir - og síðan gera það að langtímaplani svona 20 ára plani, að komast til baka.

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Einar fyrir góða og mjög fróðlega grein.

Furðulegt að evruhagfræðingarnir sem hér öllu ráða, skulu ekki sjá samhengi hlutanna.

Að allt eigi sér sína orsök, og sína afleiðingu.

Sú hugsun sem birtist í grein þinni, mætti fara sem víðast í umræðuna.  Vilji menn nýjan gjaldmiðil, þá þarf fyrst að skapa forsendur fyrir gjaldmiðil skipti.

Ekki nema menn vilji stöðugleika fátæktarinnar???

Vill einhver það???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.6.2010 kl. 23:55

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Við þurfum að leggja aðildarumsóknina á ís en stefna ótrauð áfram að því að uppfylla Mastricht skilmálana því þau eru skynsamleg. Fylgjast svo með þróuninni og einbeita okkur að því að auka virðisauka innanlands, sammála því.

Líka að skoða NAFTA.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 24.6.2010 kl. 06:35

3 identicon

100% rétt hjá þér Einar. Kjarni málsins er að það þarf að auka innlenda framleiðslu á öllum stigum allt frá 'low til high tech' því ekki geta allir starfað í 'high tech' geiranum. Með þessu vinnst þrennt 1) hærra atvinnustig og 2) minni þörf á erlendum gjaldeyri 3) meiri erlendur gjaldeyrir til ráðstöfunar í það sem þarf.

Það sem gerðist í bankabólunni var td. það að röng gengisskráning hrakti úr landi útflutningsgreinar sem væri betra að hafa innanlands en utan.

Leiðin til bara er sem sé að auka framleiðslu á öllum sviðum, bæta markaðssetningu og síðast en ekki síst auka framleiðni pr vinnustund (auka og bæta rekstarhæfi fyrirtækjanna). 

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 08:08

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk fyrir vinir - svo er súrrealísk frétt frá í dag, að BHM dreymir um að ná fram þeirri kjaraskerðingu er orðið hefur síðan október 2008.

Eins og sumir hafi ekki hugmynd um, að tekjur þjóðfélagsins drógust verulega saman við hrunið, og hafa æ síðan haldið áfram að gera það - þannig, að þ.e. víðsfjarri að nokkur innistæða sé fyrir hinum minnstur launahækkunum.

--------------------------

Þetta er hluta til ríkisstjórninni sjálfri að kenna, þ.s. hún er stöðugt að básúna að allt fari batnandi, bullandi hagvöxtur sé rétt handan við hornið, o.s.frv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.6.2010 kl. 15:26

5 Smámynd: Björn Emilsson

Hagkvæm menntun er það eina sem dugar. Hér í Bandaríkjunum kom út skyrsla frá atvinnumálaráðuneytinu að framtíð flugvéla og geimtækni iðnaðrins væri í hættu, þar sem séð væri framá skort á menntuðum starfskrafti allt að 125000 manns til þessara starfa á næstu árum, vegna þess að núverandi starfsmenn hætta vegna aldurs. Hér í Everett, þar sem aðalverksmiðjur Boeing eru, var brugðist hart við. 25000 unglingum strákum og stelpum boðið til kynningafunda á flugsafninu og fleiri skyldum stöðum, til að vekja ahuga þeirra fyrir þessu tæknilega námi.Yfir 100 þúsund manns vinna Boeing verksmiðjunum í Everett, í stærstu byggingu heims. Everett er smábær norður af Seattle með um 80.000 íbúa.

Sömu sögu er að segja um Microsoft sem ér hér einnig með 75000 manna vinnustað. Menntun og aftur menntun er það eina sem gildir, segir Bill Gates.

Það er ekki bara tæknimenntun sem vantar. Iðnmenntun er ómissandi, skipasmíðar eru að detta út, skilst manni og fleiri fög. Hugbúnaðarfyrirtækin , eins og Google, þar sem allt er ókeypis, þenjast út. er orðið 100 sinnum stærra fyrirtæki en bílaverksmiðjurnar td. Bara brot af þeirri starfsemi á Islandi, myndi gera Island ríkasta land í heimi, með enga skatta og frítt húsnæði og lagmarksgreiðslur/tekjur til allra landsmanna og frían bíl , jafnvel jeppa ofan í kaupin.

Þetta er ekki rugl. I Alaska fær hver íbúi pening frá olíunni árlega. Sem kemur sér vel fyrir marga. John McCain þingmaður, sér ma um kaup á ríkisbílum Þeir kaupa um 75000 bíla árlega fyrir ríkisreksturinn, lögreglu ofl. Sagt var að þegar endurnýjun var á döfinni um kaup á skriðdrekum fyrir herinn, sagði einhver þingmaður að hægt væri að gefa hverjum einasta bandaríkjamanni bíl fyrir þessa peninga. Loks, sú oliaþflugvelabensin sem fer á orusflugflotann myndi nægja til að hitaupp öll hús í USA..

Að lokum má geta að mikil álversfaraldur reið húsum hér í Washington. Byggðar voru yfir 40 verksmiðjur sem öllum hefur verið lokað nema einni, sem er bara tímaspursmál. Orsök er sögð of hátt rafmangsverð. Kalifornia borgaði hærra verð.

Væri ekki tilvalið að þjóðnýta álverina á Islandi og selja þau hæstbjóðanda td Kinverjum?

Björn Emilsson, 30.6.2010 kl. 22:34

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Alveg rétt - þ.e. ekki síður mikilvægt að færa fólk í menntun sem er þjóðfélagslega hagkvæm, heldur en að færa fólk úr ofvöxnum þjónustugeirum í nýjar útflutningsgreinar.

*Of mikið af stj.m.fr., félagsfr., mannfr., fornleyfafr., óþarfi að láta Hí unga út guðfr. o.s.frv.

Fleira má örugglega nefna. En, skárra að spara með þeim hætti, að leggja heilar greinar niður, svo að þá sé þ.s. eftir er rekið með metnaði - þ.e. standardinn ekki færður niður.

Þarf örugglega einnig að fækka skólum verulega.

---------------------------------------

Leggja áherslu á verkmenntagreinar og þær greinar á háskólastigi, er tengjast beint inn í framleiðslugreinar - láta háskóla og tækni-, verkmenntaskóla taka upp samstarf.

**Hef einnig ímugust á þessum álverum, vill frekar skapa skilyrði fyrir sjálfssprottinn hagvöxt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.7.2010 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 268
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 351
  • Frá upphafi: 846989

Annað

  • Innlit í dag: 253
  • Innlit sl. viku: 335
  • Gestir í dag: 243
  • IP-tölur í dag: 243

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband