Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir gamla!

Gleðjumst eins og við getum nú yfir hátíðina, því alvaran mun taka fljótlega við á nýárinu.

Mig grunar nefnilega að næsta ár eigi eftir að reynast eitt það viðburðaríkasta í heimssögunni. Að eftir það verði Evrópusambandið ekki samt.

Mín persónulega tilfinning er að líkur á því að Evrusvæðið haldi út næsta ár í óbreittri mynd, séu innan við 50%.

Hvað akkúrat gerist, er ekki klárt enda möguleikar til staðar, allt frá stjórnlausu hruni sem væri versta niðurstaða yfir í að, undirbúið verði einhvers konar Plan B af ríkari ríkjum, sem myndi sameiginlega nýjan gjaldmiðil - þannig að gamla Evran falli þá stórt.

Aðalpunkturinn er sá, að einungis stór sameiginleg aðgerð getur bjargað málum - og þ.e. enn mögulegt, ef sú sameiginlega er nægilega yfirgripsmikil og að ef gripið til hennar í tæka tíð. En tíminn er að renna út hratt. 

En, þetta gæti verið útgáfa Evrubréfa með sameiginlega ábyrgð, sem geri ríkjum í vanda og þeim sem líklega lenda í vanda mögulegt að skipta út skuldum fyrir skuldir með lægri vexti, þá sameiginlega niðurgreidda í t.d. 3,5%.

Vandi er sá að ríkari þjóðir og betur staddar innan Evrusvæðis, hika við - vegna kostnaðar. 

En, hrun mun einnig kosta mikið og sennilega meira.

Alveg sama hvað gerist verður sameiginlegur skuldavandi mjög mikill. En, stjórnlaust hrun mun framkalla verstu vandamálin og meðan menn hika og íta málum á undan, er alvarleg og hratt vaxandi hætta einmitt á slíkri útkomu.

Minna dýrt verður að ábyrgjast sameiginlega eða að útbúa ofangreint Plan B.

Vonandi að leiðtogar Evrópu standi sig - því stærsta eldskýrn leiðtoga ESB/Evru ríkja er nú framundan á næstu 6 mánuðum eða svo - ég gerist svo djarfur að spá því.

Hvað okkur varðar, þá líklega fellur okkar bankakerfi ef það verður stjórnlaust hrun. Þ.e. hugsanlegt að það standi, ef vægari útkomurnar verða ofan á. En einungis hugsanlegt.

Bankakerfið okkar er því miður raungjaldþrota eða því sem næst - og viðbótar samdráttur því sennilega fellir það, sérstaklega ef samdráttur sá er verulegur.

Einungis getur það hjarað áfram, ef tekst að komast hjá samdrætti hér á næsta ári þá vegna þess að atburðir í Evrópu sigla skársta mögulega farveg og atburðarás hér skilar einhverjum smá hagvexti - hið minnsta ekki frekari samdrætti.

  • Ég er farinn að skilja af hverju - megir þú lifa áhugaverða tíma - er "curse" :)

 

Skoða áhugaverða greinar: 2 nóbels hagfræðingar

Stiglitz: Reform the euro or bin it

Stiglitz: Economic crisis 'could mean death of the euro', warns Nobel Prize winner

Stiglitz: Spain on the steps of the Argentine crisis of 2001, warns Stiglitz

Krugman: The Spanish Prisoner

Krugman: Eating the Irish

 

Kv.


Íslenska krónan er sem korktappi í ölduróti heimskerfisins - er sagt! Viðlagið er, að við þurfum að tilheyra stærri gjaldmiðli!

Hinn eiginlegi korktappi er Ísland sjálft, þ.e. okkar hagkerfi. En þ.e. galopið eins og hægt er að hugsa sér, og allar sveiflur sem eiga sér stað erlendis, koma þegar fram hér - bæði góðar og slæmar.

Á hinn bóginn, er það ekki lausn, að taka sveiflujafnarann sem er okkar gjaldmiðill, af hagkerfinu. Því, sveiflurnar sem við erum að tala um - hvort sem um er að ræða verðsveiflur á okkar helstu útflutnings afurðum, fjölgun eða fækkun ferðamanna, heimskreppu eða uppgang í löndunum í kring; verða alveg burtséð frá því hvort við höfum eigin gjaldmiðil eða ekki.

  • Þannig, að það verður ekkert til neitt jafnvægi með því að taka sveiflujafnarann af.
  • Þvert á móti, þá er það eina sem breitist, að sveiflurnar verða samt eftir sem áður, en þá í staðinn þarf eitthvað annað að sveiflast.
  • Samanburður á reynslu þjóða, virðist ekki sýna að sveiflujöfnun með öðrum þjóðfélags- eða hagkerfisþáttum, sé skárri.
  • Þvert á móti virðist slíkur samanburður sýna að þjóðir með eigin gjaldmiðil og fljótandi gengi, verða fyrir minnsta hagkerfistjóninu - að jafnaði.

 

Reynsla Letta

Hérna fyrir neðan getið þið séð dæmi um það hvað gerist, þegar hagkerfi sveiflast án sveiflujafnara vs. hvað gerist þegar hagkerfi sveiflast með sveiflujafnara. 

Samanburður Nóbelsverðlaunahafans Krugmans á Íslandi og Lettlandi. Munur annað hagkerfið ákvað að heimila gengisfellingu meðan hitt, stóð við það prógramm að heimila hana ekki - og uppsker í staðinn að hafa uppfyllt skilyrði um Evruaðild.

Spurningin er, hvort græddi meira - landið sem tók stærri samdráttinn eða landið sem tók þann smærri?

Evrusinnar dásama einmitt stjv. í Lettlandi, fyrir dugnaðinn og harðfylgdina, að hafa haldið sínu striki þrátt fyrir kreppu, þrátt fyrir samdrátt sem varð 25% áður en hagvöxtur hófst að nýju - eins og sumir vilja meina að Lettland hafnaði skammtíma gróða fyrir langtíma.

En, 25% samdráttur kallast í öllu venjulegu samhengi "economic depression" og það mun taka Letta mörg viðbótar ár að vega upp svo óskaplega mikinn samdrátt.

Pólland svo annað dæmi sé tekið, ákvað að standa ekki við prógrammið til aðildar að Evru, og í staðinn heimilaði gengisfellingu, sem varð nokkur stór. En, í staðinn varð samdráttur til muna smærri og hagvöxtur er þar í landi einnig kominn af stað!

Evrusinnar vilja meina, að Lettar séu til fyrirmyndar meðan Pólverjar séu það ekki. Að í Póllandi hafi ráðið popúlismi og skammtímasjónarmið!

---------------

December 17, 2010, 1:33 pm

They Have Made a Desert

And called it successful adjustment. Matthew Yglesias marvels at European policy makers who consider Latvia a success story. And their satisfaction is indeed something wondrous to behold. Here’s a comparison:

DESCRIPTIONEurostat

A few more such successes and Latvia will have no economy at all.

---------------

Grein um Pólland: Zloty economics: Crisis? What crisis?

Önnur grein: Poland’s Currency Lifts Economy

Bloomberg: Polish Economy Grows Fastest in Two Years, Setting Stage for Rate Increase

Svíþjóð: Swedish economy posts record growth

Grein: Internal Devaluation Definition

Grein: Iceland vs Ireland

Stiglitz: Reform the euro or bin it

Stiglitz: Economic crisis 'could mean death of the euro', warns Nobel Prize winner

Stiglitz: Spain on the steps of the Argentine crisis of 2001, warns Stiglitz

Krugman: The Spanish Prisoner

Krugman: Eating the Irish

Eins og sést að neðan, stóð Pólland sig mikið betur en löndin í kring, skv. stöðu í árslök 2009. Pólland reyndar ásamt Svíþjóð, er sennilega það aðildarland ESB sem best kemur út úr kreppunni!

Ég ætla ekki að segja neitt frekar um þetta annað en það, að mín skoðun er að Lettar hafi tekið ranga ákvörðun - sem var í reynd að láta aðra þætti innan hagkerfisins en gengið taka sveifluna sem eins og myndin á vefsíðunni hans Krugman sýnir glöggt skilar sér í meiri samdrætti - á meðan að ákvörðun Pólverja um það að hætta við Evruaðild hið minnsta fyrst um sinn hafi verið rétt og heimila gengisfellingu, þannig að gjaldmiðillinn sveiflujafnaði í staðinn, fyrir aðra þætti hagkerfisins - þannig að samdráttur lágmarkaðist ásamt viðbót við atvinnuleysi. Í reynd virðist sem þeir hafi alveg sloppið við samdrátt, mælt yfir árið.

Í staðinn hægði á hagvexti, en síðan hefur hann verið að smá aukast. Í Lettlandi hófst hagvöxtur aftur um mitt þetta ár, en munurinn er sá að Pólland þ.s. hagvöxtur einungis minnkaði er hagkerfistap lítið, og Pólverjar verða til mikilla muna fljótari að ná því til baka - hagkerfislega og lískjaralega - en Lettland. 

Það skiptir í raun og veru máli, og afsannar með öllu að sveiflur með öðru en gjaldmiðli, séu betri fyrir launamenn - almenning.

Þvert á móti skiptir meira máli fyrir almenning, að niðursveifla hagkerfisins sé lágmörkuð, og því fj. atvinnulausra.

Í samanburði er tímabundin lækkun launa, sem gengisfelling framkallar mun minna tjón - enda kemur það síðan allt til baka, þegar atvinnulífið tekur við sér, og laun fara að hækka á ný.

Á Íslandi reyndar er sérástand, þ.s. ofvöxtur bankakerfisins skaffaði um tíma hærri lífskjör en raungrundvöllu var fyrir skv. þeim framleiðsluþáttum sem undirbyggja okkar hagkerfi, svo að þau fölsuðu lífskjör koma ekki aftur. Heldur, mun landið ná aftur upp í cirka þau sem til staðar voru - segjum 2002 er bankarnir voru seldir.

 

Niðurstaða

Ísland er sannarlega korktappi í hafróti stórsjóa, ef alþjóða hagkerfið lendir í krýsu. En, með virkum sveiflujafnara kemst sá korktappi í gegnum hafrótið án þess að sökkva - þ.e. hagkerfi Íslands.

En, án sveiflujafnara er ekki víst að svo vel fari. En, þ.e. einmitt eiginleiki smárra hagkerfa, að þau hafa minna borð fyrir báru en stór hagkerfi, ef þau ætla sér að sigla beint í gegnum stórsjóina án þess að hafa virkan sveiflujafnara.

Sá möguleiki er þá fyrir hendi að verða alveg undir, eins og við sjáum í vanda Grikklands og Írlands - en bæði löndin hefðu getað forðast gjaldþrot með peningaprentun, og leið verðbólgu eins og við fórum. En, ef þú getur ekki prentað peninga, getur ekki fellt gengi, þá þarftu utanaðkomandi aðstoð sbr. Grikkland eða Írland, vegna þess að peningamagn sem þú ræður yfir er takmarkað svo það getur runnið til þurrðar. Þá ef þú færð þá ekki aðstoð, sem er háð vilja og getu annarra um að veita þá aðstoð sem hvort tveggja er ekki án enda, þá tæmast sem sagt fjárhirslurnar og innlent greiðslufall á sér stað hjá viðkomandi ríki - sem er langalvarlegasta form krýsu sem hægt er að lenda í fyrir utan borgarastríð eða innrás óvinaherja. En, þá hættir ríkið að geta borgað laun - bætur til fátækra - til ellilaunþega - til fatlaðra - til atvinnulausra. Niðurstaða, samfélagsleg upplausn. Jafnvel hrun ríkisvalds.

Það er sem sagt, engin smáræðis áhætta fólginn í því, að henda frá sér eigin gjaldmiðli. Því ef allt fer á versta veg, þá taka þeir krýsumöguleikar sem þá eru í boði öllu því fram, sem þú getur lent í með eigin gjaldmiðil. En, innlent greiðslufall er til muna hættulegra en að taka áhættu með peningaprentun og verðbólgu.

Það fer reyndar eftir því hve mikil hún verður, sem dæmi verðbólga upp í 100% er ekki stórfellt hættuleg í samanburði. En, ef við erum að tala á hinn bóginn um algerlega stjórnlausa eins og í Zimbabve þ.s. má vera hún hafi farið yfir milljón prósent og þá í reynd ástand mjög nærri innlendu greiðslufalli, þá auðvitað er munurinn á milli orðinn sára lítill.

En þetta sýnir hve langt ég þarf að fara í samanburði, til að nálgast eins alvarlegt ástand og þ.s. getur verið framundan á Spáni á næstu mánuðum, ef þegar á reynir ríku þjóðirnar innan ESB treysta sér ekki í fleiri björgunarpakka og Spánn fær enga björgun og fer í raunverulegt þrot með enga leið til að bjarga sér með peningaprentun.

Italy's debt costs approach red zone : "Yields on 10-year bonds rose 10 basis points to 4.86pc after a poor auction of short-term debt in Rome. The Italian treasury had to pay 1.7pc to sell €8.5bn (£7.2bn) of six-month bills in a thin post-Christmas market, up from 1.48pc a month ago."

Ítalía virðist hafa verið að selja skuldabréf milli jóla og nýárs, og sú sala sýnir að krýsan er ekkert í rénun, þ.s. þeir þurftu að bjóða 0,1% meira en síðast. Krafan er komin óþægilega nálægt 5%.

Það bendir því flest til þess, að mikill óróleiki verði á mörkuðum þegar snemma á nýárinu. Ég spái mjög spennandi fyrstu mánuðum næsta árs. Ekki síst fyrir Spán, sem þarf að skuldbreyta mjög háum upphæðum fyrstu 3. mánuði næsta árs, og er hæsti toppurinn í apríl nk.

 

Kv.


Árni Páll, okkar ástkæri efnahags- og viðskiptaráðherra, telur krónuna vera upphaf og endi okkar efnahags ófara. Bara ef þetta væri virkilega svona einfalt!

Það er uppi vinsæl kenning, sem er vinsæl vegna þess að hún er aðlaðandi. En, þ.e. einmitt þannig, að aðlaðandi hugmyndir, vilja gjarnan laða að sér hópa fólks, einmitt fyrir það að vera aðlaðandi.

Í þessu tilviki, er það sú hugmynd, að gjaldmiðillinn okkar krónan, sé okkar helsti myllusteinn. Upphaf og endir okkar fjölmörgu efnahagslegu ófara. Menn benda því til sönnunar á, hve oft hún hefur fallið "segja menn" og hve mikil verðhækkanahryna ásamt tekjutapi launþega, slíku oft fylgir.

Nú nýlega, er ákallað "hún hafi tapað 99,9% af sínu verðgildi sbr. danska krónu á síðustu 65 árum. Hugsa sér, segja menn alla þessa helför fyrir almenning. En, einhvern veginn bregðast menn í því, þegar þeir predika með þessum hætti, að nefna að þó svo að svo sé, þá eru tekjur almennings hérlendis, til mikilla muna hærri en fyrir 65 árum síðan, og að auki að þær eru langtum - langtum hærri, en 1/999 vs. meðal kjör Dana.

Lausnin sem menn nefna, og hljómar einföld, er að skipta gjaldmiðlinum fyrir stöðugan gjaldmiðil, sem hafi gengi sem lækki ekki - sé með öðrum orðum stöðugt.

Þessu á að fylgja mikill hagur fyrir launþega, því þá lækki kjör þeirra aldrei fyrir tilverknað gengisfalls.

Að auki, á þetta að efla mjög viðskipti, sem sagt er munu efla mjög hagkerfið o.s.frv, o.s.frv.

 

Bara ef þetta væri svona einfalt

Í fyrsta lagi virðast menn ekki margir hverjir skilja fyllilega, hvað er gjaldmiðill!

  1. Gjaldmiðill er ekki verðmæti í sjálfu sér.
  2. Hann er einungis tilvísun á verðmæti.
  3. En, margir misskilja algerlega hvaða verðmæti hann er tilvísun fyrir. Þ.e. ekki fyrir þau verðmæti, sem er verið að eiga skipti á hverju sinni. Heldur, þau verðmæti sem hagkerfið sjálft -sem viðkomandi gjaldmiðill gildir innan- framleiðir. 
  4. Þ.s. gjaldmiðillinn er grundvallaður á verðmætasköpun hagkerfis, þá hefur hann traust sem miðill til skipta á verðmætum milli einstaklinga og aðila, svo lengi sem viðkomandi hagkerfi hefur enn rekstrargrundvöll og innri verðmætasköpun.
  5. Gjaldmiðill ferst því ekki nema, og aðeins nema, að hagkerfið sjálft farist sbr. Sómalía. Auðvitað er einnig mögulegt, að leggja gjaldmiðil niður. En, svo lengi sem hagkerfi vill starfa með gjaldmiðil, sem það sjálft býr til, verður traust/tiltrú aldrei "0" nema, að endanlegt hrun viðkomandi hagkerfis sé öruggt og yfirvofandi.

Þannig, að allt tal um endanlegt hrun okkar gjaldmiðils er tóm endaleysa þ.s. hagkerfið okkar er enn starfandi, og stöðugur/öruggur útflutningur verðmæta sem önnur hagkerfi hafa áhuga og vilja um að kaupa, er enn til staðar.

 

Þ.s. margir býsnast yfir er óstöðugleiki krónunnar

  • Eins og ég tók fram að ofan, er króna og í reynd hvaða gjaldmiðill sem vera skal, ekki verðmæti í sjálfu sér.
  • Grundvöllur verðmæta gjaldmiðils þ.e. svokallaðs skiptaverðmætis gagnvart gjaldmiðlum annarra hagkerfa, er verðmætasköpun í þessu tilviki okkar hagkerfis.
  • Ef sú verðmætasköpun - getum einnig kallað þetta innkomu hagkerfisins - verður fyrir höggi, sbr. að mikilvægir þættir hagkerfisins allt í einu bregðist og hætti að skapa veltu innan þess, þannig að velta þess minnkar og ásamt því að innkoma þess einnig skreppur saman. Þá algerlega sjálfvirkt eins og að hitamælir lækkar þegar hiti lækkar þá minnkar skiptaverðmæti okkar gjaldmiðils.
  • Það að skiptaverðmæti gjaldmiðilsins falli, er því algerlega eðlilegt og óhjákvæmileg afleiðing áfalls, sem hagkerfið verður fyrir sem minnkar þess veltu og tekjur.
  • Skv. því sem ég sagði að ofan, er tiltrú aldrei endanlega farin, meðan við enn eigum stöðug skipti á verðmætum við önnur hagkerfi, sem þau enn sækjast eftir.
  • Þannig, að skv. því er enginn vafi, alls enginn, að önnur hagkerfi munu vera til í að eiga skipti með okkar gjaldmiðil - svo fremi sem hann hefur verðmæti sem þau viðurkenna.
  • Það að hann hafi ekki verðmætaskráningu, sem sé viðurkennd út á við, getur tímabundið skapað skort á vilja, til að eiga skipti með okkar gjaldmiðil.
  • Lausnin liggur þá í því, að framkalla það verðlag sem er talið sanngjarnt svo eðlileg skipti geti hafist á ný.

Ég er sem sagt, að tala um afnám haftanna.

  • Varðandi stöðugleika um svokallaða gengisskráningu, þá skv. ofangreindu, þá byggist sá stöðugleiki á því, að velta og tekjuöflun hagkerfisins okkar sé ekki sveiflukennd að neinu umtalsverðu leiti.
  • Þetta snýst sem sagt um það - sérstaklega - að forðast umtalsverð áföll.
  • Ef slíkt tekst, þá er gengisskráningin einnig stöðug.

 

En getum við flutt inn stöðugleika?

  • Þetta er grunn hugmyndin, að slíkt sé raunverulega mögulegt!
  • Hún hljómar aðlaðandi, að hengja sig á annan stærri gjaldmiðil, flytja þannig inn þann stöðugleika, sem talinn er vanta hingað.
  • Útgáfa af því sem kallað er "free riding" - getum íslenskað þ.s. að teika sér far.

Mitt svar er "Nei" að það sé ekki mögulegt að flytja inn stöðugleika!

Varðandi viðvarandi óstöðugleika, því að gjaldmiðill virðist vera dæmdur til að vera óstöðugur, þá er það að völdum undirliggjandi hrynjanda innan sjálfs hagkerfisins, sem manifestar í óstöðugleika þess gjaldmiðils - svo ef þ.e. svo að gjaldmiðill er talinn krónýskt óstöðugur þá er það sama og segja að viðkomandi hagkerfi sé krónýskt óstöðugt!

  • Þú útrýmir ekki slíkum óstöðugleika, með því að skipta um gjaldmiðil!
  • Hann verður áfram þá til staðar eftir sem áður - til að framkalla vandræði í því seinna.
  1. Ef sjálfstæður gjaldmiðill þess hagkerfis er þá ekki til staðar til að taka fallið
  2. Þá þarf einhver önnur breyta að gera það í staðinn.
  • Þetta er alveg járnkalt lögmál - eins öruggt og að sólin kemur upp, og Jörðin snýst.
  • Þ.s. margir gleyma, er að þ.e. langt í frá víst, að aðrir möguleikar til aðlögunar - sem engin leið er til að forðast - séu nokkuð skárri en sá er þeir vilja afnema!

Þetta er þ.s. Írland, Grikkland eru að finna fyrir í dag, og þ.s. Spánverjar, Portúgalar og Belgar munu einnig finna fyrir á morgun!

Þetta er þ.s. Stiglitz sagði okkur fyrir margt löngu síðan - þ.e. að í sveiflukenndu hagkerfi er ekki val um að hafa sveiflu, heldur einungis um hvað það er akkúrat, sem tekur sveifluna:

  1. Gengi.
  2. Laun.
  3. Atvinnustig.
  • Punkturinn er sem Stiglitz nefndi, að gengi er hraðvirkari aðferð og þess vegna kostnaðarminni aðferð við aðlögun en hinar tvær.
  • En, gengisfall á sér stað í einu vetfangi, þá er það afstaðið og uppbygging getur hafist þegar í kjölfarið sbr. að Írland mun verða skv. AGS í verðhjöðnun um 4. ára skeið, og allan tímann á meðan þá skapar sú verðhjöðnun samdrátt innan írska hagkerfisins, tefur uppbyggingu.

------------------------------

Ég bendi á: Bank of International Settlements - Quarterly Review - June 2010

Undirkaflinn - "Currency collapses and output dynamics: a long-run perspective"

  • "This article presents new evidence on the relationship between currency collapses,,,and real GDP."
  • "The analysis is based on nearly 50 years of data covering 108 emerging and developing economies."
  • "...we identify a total of 79 episodes (Table 1). The threshold for a depreciation to qualify as a currency collapse is around 22%..."
  • "We find that output growth slows several years before a currency collapse, resulting in sizeable permanent losses in the level of output."
  • "On average, real GDP is around 6% lower three years after the event than it would have been otherwise."
  • "However, these losses tend to materialise before the currency collapse."
  • "This means that the economic costs do not arise from the depreciation per se but rather reflect other factors."
  • "Quite on the contrary, depreciation itself actually has a positive effect on output."
  • Growth tends to pick up in the year of the collapse and accelerate afterwards.
  • Growth rates a year to three years after the episode are on average well above those one or two years prior to the event.

------------------------------

Ég legg mikið upp úr þessari skýrslu BIS þ.s. hún er byggð á efnahags-sögulegri rannsókn á raunverulegum dæmum.

Ég tel hana í reynd fulla sönnun þess, að stórt gengisfall sé jákvæð aðgerð - hluti af lækningunni!

Vandinn sem þurfi að fókusa á, sé þ.s. skóp gengisfallið, þ.e. innri hagkerfis vandinn.

Á hann þarf að fókusa - því ef sá er ekki leystur, verður aldrei stöðugleiki, sama hvað er gert!

Að skipta um gjaldmiðil, með innri óstöðugleika áfram hangandi yfir sér, sé aðgerð sem dæmd sé til að enda í ósköpum sbr. Grikkland, Portúgal.

En þ.e. ekki af ástæðulausu, að farin var sú leið að búa til ERM II innan ESB, skapa sem sagt reglurnar frægu "convergence criteria" því litið er á sköpun hagkerfis stöðugleika og það ekki af ástæðulausu, sem frumforsendu!

Sem auðvitað þíðir að þeir sem skópu Evruna á sínum tíma, vissu að ef ekki tekst að skapa slíkann stöðugleika, þá muni hann bíta í afturendann á þeim sem ganga inn - í því seinna!

 

Grein Árna Páls - Framfarastoð eða skálkaskjól?

"Traustur gjaldmiðill sem stendur undir verðmætasköpun er ákjósanlegur, þótt hann myndi auðvitað reyna á aga í hagstjórn hér á landi. Við gætum með slíkum gjaldmiðli betur nýtt okkur ávinning af stórum alþjóðlegum heimamarkaði, þar sem gengisáhætta gagnvart helstu viðskiptalöndum heyrði sögunni til. Við ættum auðveldara með að laða til okkar erlenda fjárfestingu, en smæð og veikleiki gjaldmiðilsins hefur verið stærsta hindrunin í vegi erlendrar fjárfestingar um áratugi. Við myndum njóta aukins verðstöðugleika og lægri vaxta. Við gætum þar með búið í haginn fyrir vöxt arðsamra hátæknigreina hér innanlands, frekar en að tapa slíkum fyrirtækjum ávallt úr landi."

Þarna snýr hann öllu á haus, þ.s. þ.e. verðmætasköpunin sem er grundvöllur lífsgæða hér, ekki gjaldmiðillinn. Að auki, orðin "aga í hagstjórn" er það eina sem hefur að segja, um þann vanda að búa við erlendann gjaldmiðil - sem sveiflast ekki svo e-h annað þarf að sveiflast í staðinn.

Varðandi gengiáhættu, er hún mjög ofmetin þ.s. hún er í reynd ekki til staðar. Þetta er í reynd þvættingur. En, útflutnings aðilar einfaldlega taka við greiðslum í gjaldmiðli þess lands sem þeir eru að selja vörur til. Svo, þannig verður áhættan í reynd engin og er engin í dag, svo fremi sem þeir skipta honum samdægurs í krónur eða kaupa fyrir e-h annað sem þeir flytja hingað.

Þetta er einungis vandi fyrir aðila, sem ekki eru að selja vöru heldur eru í fjármálastarfsemi, og þurfa því stöðugt að vera höndla með stórar upphæðir og eru alltaf með stórar upphæðir bundnar í fé.

Varðandi tal um það að krónan sé hömlur fyrir fjárfestingu, er það einfaldlega fullkomlega ósannað mál.

Sannarlega getur orðið hér meiri verðstöðugleiki, en sá skiptir í reynd sára litlu máli fyrir útflutnings fyrirtæki, þ.s. hér er svo lítið hlutfall aðfanga framleitt.

Fyrir hátækni fyrirtæki er vandinn höftin sem eru til staðar. Og, þ.e. vel hægt að afnema þau - þegar hægt á morgun.

En, fram að þessu hef ég séð þess fá merki að Árni Páll sýni þess nokkur hinn minstu merki, að ætla að leggja þau af.

Þvert á móti, sýnist mér að hann sé farinn að nota þau í pólitískum tilgangi, og honum sé fremur í hag að halda þeim sem lengst.

 

"En þótt skuldsetning Íra sé nú miklu meiri en okkar er ekki ljóst hvernig fer á endanum. Tekjuhátt heimili ræður leikandi við miklu hærri skuldsetningu en tekjulágt heimili. Vegna aðildar að evrunni og þess aðgangs sem hún veitir að erlendri fjárfestingu gera Írar ráð fyrir hraðri endurgreiðslu skulda. Okkur hefur áratugum saman gengið bölvanlega að laða erlenda fjárfestingu að Íslandi og flest bendir til að tiltrú á íslensku krónuna verði engin um áratugaskeið í kjölfar hrunsins. Ef fjárfesting verður áfram döpur hér á landi kann hófleg skuldsetning að verða okkur vandasamara úrlausnarefni en miklar skuldir eru Írum."

Þarna babblar Árni um aðgang að fjárfestingu, án þess að sýna okkur fram á, af hverju að hans mati aðrar skýringabreytur en gjaldmiðill skipi ekki máli. 

  • Írland hefur 4,5 millj. íbúa þ.e. 14 föld íbúatala Íslands. Það skiptir máli:
  1. Því þá er vinnumarkaðurinn þar 14 falt stærri og því mjög mikið meira úrval af hæfu starfsfólki.
  2. Auðvitað einnig, býður 14 falt stærra hagkerfi upp á mjög mikið meiri fjölbreytni um það, hvaða önnur starfsemi er til staðar, sem þín starfsemi getur notið góðs af.
  3. Síðan, er 14. falt stærra hagkerfi einnig með til muna heilbrigðara samkeppnisumhverfi, þ.s. stærðin ein og sér þíðir að fj. mismunandi aðila er meiri og að auki, ná þeir frekar hagkvæmni stærðarinnar.
  4. Írland er mun nær Evrópu en Ísland, sem þíðir að flutnings kostnaður til og frá, er ekki eins og hér er, sjálfstæðar verulegar hömlur um það, að setja hér upp framleiðslu til útflutnings á Evrópu markað. En, þ.s. hér er svo fátt framleitt og smæðarinnar vegna, er erfitt að sjá að því verði nokkru sinni breitt, þá virkar flutnings kostnaðurinn sem 2-faldar hömlur þ.e. bæði til og frá.
  5. Síðast en ekki síst, hér er ekki að finna nein verðmæt jarðefni sem geta skapað skilyrði fyrir margar þær tegundir framleiðslu, sem víða í Evrópu er ástunduð.

Árni Páll, getur það hugsast að þetta séu umtalsvert stórar ástæður þess, að Íslandi og íslendingum hefur gengið erfiðlega að laða hingað erlenda fjárfestingu?

Ekkert ofangreindra atriða eru leysanleg!

Þetta tal hans um skort á tiltrú á krónunni um áratugaskeið er einfaldlega raus.

En, varðandi erlenda fjárfestingu, þá mun hún alltaf verða takmörkuð og erfið. Ekkert fær því breitt.

Það þíðir að við verðum að skapa okkar tækifæri sjálf - án þess að treysta á að utanaðkomandi sjái þau og færi þau okkur í hendur!

 

"Jákvæð áhrif gengislækkunar krónunnar er reglulega ofmetin í almennri umræðu hér á landi og helgisagan um mikilvægi krónunnar fyrir sveigjanleika í efnahagslífinu hefur fengið á sig einhvers konar frumspekilega áru. Allir sannir Íslendingar eiga að taka undir með hinum háværa margradda kór um ágæti sveigjanleika krónunnar. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli. Gengisfellingar gátu vissulega leyst tiltekin vandamál á fyrri tíð: Þær rýrðu kjör almennings og lækkuðu skuldir útflutningsgreina í lokuðu hagkerfi. Krónan var hins vegar lykilástæða fyrir vanda okkar í aðdraganda hrunsins og gengislækkun hennar í hruninu hefur búið til alvarlegasta efnahagsvanda þjóðarinnar, nú um stundir: Skuldavandann."

Þetta er ekkert helgisaga eða frumspeki heldur einfaldar staðreyndir.

Hann nefnir að gengisfall krónunnar geti ekki lækkað skuldir útflutnings fyrirtækja okkar. Þ.e. út af fyrir sig rétt, á hinn bóginn þ.s. þau fyrirtæki hafa tekjur yfirleitt í þeim gjaldmiðlum sem þau skulda í. Þá er það einnig satt, að þeirra skuldir eru ekkert umbreittar.

Þannig, nýtist þeim sú gengisfelling sem hann er að tala niður, þ.s. hún minnkaði þeirra kostnað sem styrkir þeirra rekstrargrundvöll, og eykur möguleika þeirra til að standa undir þeirra skuldum.

Skuldavandi almennings, er allt annar hlutur og ekki krónunni per se að kenna, heldur fyrirbærinu verðtrygging.

 

"Úrlausn á ofskuldsetningu atvinnulífs og heimila er stærsta vandamálið og stafar af því að þorri skulda er annað tveggja tengdur verðbólgu eða gengi. Þessar staðreyndir benda til að gjaldmiðillinn sé fremur hluti af vandanum en forsenda lausnarinnar. Þar við bætist sú staðreynd að traust á íslensku efnahagslífi og gjaldmiðlinum er nú í algeru lágmarki. Engar líkur eru á að fjárfestar vilji efna til áhættu í íslenskum krónum í fyrirsjáanlegri framtíð og engir munu ótilneyddir vilja lána í íslenskum krónum. Við vitum hvernig hörmunarsaga krónunnar hefur verið hingað til. Er eitthvað sem bendir til að eftirhrunskrónan verði betri og veikleikarnir minni?"

Skuldsetning er vandamál fyrir fyrirtæk sem ekki hafa gjaldeyristekjur. Fyrir þau hafa skuldir náttúrulega vaxið úr hófi sbr. tekjur. En, þetta eru yfirleitt ekki fyrirtæki sem skapa útflutnings verðmæti heldur innlend þjónustu fyrirtæki.

Framleiðsla hagkerfisins, verður því ekki fyrir skaða þó þau rúlli. Þ.e. einfaldasta lausnin að þau það geri, og síðan ný verði endurreist á þeirra rústum.

Ofangreind greining Árna Páls er auðvitað röng þ.s. þ.e. verðtryggingin sem hækkar lán. En, henni var komið á fót, og því einnig hægt að afnema. Þ.e. hægt að framkvæma með því eina að afnema vísitöluna úr lögum, þ.s. lán hafa öll ákvæði um að hækka skv. hækkun verðvísitölunnar.

Gengistryggð lán svokölluð, eru auðvitað vandi fyrir þá sem voru of vitlausir að taka þau, án þess að hafa tekjur í þeim gjaldmiðlum. Einfaldast er að heimila þeim sem þau tóku, að fara á hausinn skv. nýjum gjaldþrotalögum ríkisstj. þ.s. lán falla niður eftir 2 ár.

Veikleikar krónunnar eru vegna veikleika sem spretta úr hagkerfinu, þá vegna þess að undirliggjandi grunnþættir séu sveiflugjarnir sbr. fiskur - ál + ferðamennska, sem framkalla rúml. 90% gjaldeyristekna landsmanna. En, á gjaldeyristekjum lifir hagkerfið vegna þess, hve fátt er hér framleitt svo nánast allt til alls þarf að flytja inn.

Þ.e. ekki hægt, að afnema óstöðugleika með því að skipta um gjaldmiðil - þ.s. hann mun þá manifesta seinna og framkalla vanda. Þá þarf e-h annað en gjaldmiðillinn að sveiflast í staðinn, og þ.e. langt - langt í frá, skárra.

 

"Til skamms tíma þarf peningamálastefnan að greiða fyrir varkáru afnámi gjaldeyrishafta og til lengri tíma að auðvelda okkur upptöku evru ef okkur sem þjóð ber gæfa til að samþykkja aðild og losa okkur þar með við tjónið og óvissuna sem fylgir sjálfstæðri mynt. Til skemmri tíma munum við búa við krónu í einhvers konar höftum. Upptaka evru verður ekki einföld, en flest bendir til að valið verði milli hennar eða afturhvarfs til einhæfari viðskiptahátta og viðvarandi haftabúskapar. Við Íslendingar viljum vera þátttakendur í opnu og alþjóðlegu viðskipta- og efnahagslífi. Til þess þurfum við gjaldmiðil og skipan peningamála sem verja þau verðmæti sem almenningur skapar, en eyðir þeim ekki."

Þvert á móti minnkar sjálfstæður gjaldmiðill tjón og óvissu. En, eins og fram hefur rækilega komið, þá er Evrópa og lönd Evrusvæðis einmitt í dag að ganga í gegnum stóra hagsveiflu. 2 aðildarlönd hafa orðið gjaldþrota. Samtals 5 gengu eins og við í gegnum hagkerfis bólu og síðan hrun.

Punkturinn er, að með því að flýta fyrir aðlögun, þá styttir sjálfstæður gjaldmiðill í samanburði það tjóns og óvissu tímabil, sem aðildarlönd Evrunnar í vandræðum eru að ganga í gegnum sem á ensku kallast "internal devaluation".

Ég ítreka eina ferðina enn, sveiflur gjaldmiðils verða vegna þess að hagkerfið lendir í kreppu. Eins og fram kemur í greiningu BIS þá er orsaka stórra gengisfalla yfirleitt að leita fleiri ár aftur í tímann sbr. að Íslenska bóluhagkerfið hefði alveg átt að vera fyrirsjáanleg þróun að myndi leiða til hruns þegar 2006. Markaðurinn er oft farinn áður en stjv. viðkomandi lands eru til að viðurkenna að vandi sé yfirvofandi, og farinn að krefjast t.d. hærri vaxta fyrir skuldabréf viðkomandi ríkis. Einnig, fer oft gjaldmiðill landa á leið í vanda, að falla nokkru áður en eiginlegt hrun verður sem þá framkallar stórt hrun hans. 

Punkturinn er, að óvissan er sköpuð af tilteknum hagkerfis mistökum, eða undirliggjandi þáttum í hagkerfinu sem eru undirliggjandi rót óstöðugleikans. Gjaldmiðillinn er eingöngu mælitæki.

Eða haldið þið ekki, að mörg fyrirtæki í Evrópu sem fjárfestu á Grikklandi eða Írlandi eða Portúgal, sjái nú ekki fram á stór töp á þeim fjárfestingum?

Varðandi orð hans um tap þeirra verðmæta sem almenningur skapar, þá vísar hann klárlega til launa. En, þ.e. engin leið, alls engin, til að verja laun þegar stórt áfall dynur yfir.

Þau hafa þegar lækkað 2 ár samfellt á Írlandi. Laun á Grikklandi, Portúgal, Spáni munu einni lækka. 

Árni Páll getur í reynd ekki nefnt einn einasta gróða af Evrunni, sem ómögulegt er að framkalla hérlendis - fyrir utan tal um lága vexti. En, vandinn í Evrópu var ekki síst sá, að vextir voru of lágir, þ.e. hvatning til skuldsetninga þvert yfir hagkerfin var of sterk.

  1. Mjög lágir vextir skapa húsnæðisbólur vegna þess, að fólk tekur hærri lán og fleiri hafa efni á að taka lán, þannig að eftirspurn eyktst og verð stíga - sem getur verið mikil hækkun.
  2. Mjög lágir vextir, skapa einnig skuldsetningu almennings af annarri ástæðu, en þ.e. vegna þess að neyslulán verða þá svo hagkvæm í augun margra, til að kaupa skemmtilega hluti fyrir.
  3. Mjög lágir vextir auka fjárfestingu sem getur verið gott, en þetta getur líka skapað ofhitun hagkerfis þ.s. kallað er fjárfestingarbóla.
  4. Mjög lágir vextir, gera það einnig spennandi að spekúlera í verðbréfum, skuldum og öðrum pappírum sem ganga kaupum og sölum, einnig jarðefnum og hverju öðru því sem selt eða keypt á markaði; fyrir lánsfé. Mjög lágir vextir geta skapað verðbólur á slíkum mörkuðum.

Allar þessar bólur voru í gangi samtímis á Evrusvæðinu í hinum mismunandi löndum. Lágu vextirnir sem Árni Páll dásamar og Samfóar almennt, voru sennilega meginorsök vanda þeirra ríkja sem á Evrusvæðinu lentu í hagkerfisbólum. Því þeir skv. ofangreindu hafa mjög mikil kyndandi áhrif á hagkerfi, og því auka stórum líkur á ofkyndingu hagkerfa, sem einmitt í ýktum tilvikum framkalla bólur.

5 slíkar bólur á Evrusvæðinu á sama tíma, getur ekki verið tilviljun.

 

Niðurstaða

Þvert ofan í þ.s. haldið er fram að krónan sé okkar helsti myllusteinn, er hún eitt okkar helsta tæki.

En, ef hagkerfið sýður upp úr, þá fellur hún og hagkerfið kólnar, svo það geti hafið nýtt vaxtarferli.

Laun falla þá nokkur en fara síðan að hækka á ný, þegar hagvöxtur hefur aftur skotið rótum.

En, klárlega eru lifkjör hér til muna betri en fyrir 65 árum þó gengi krónunnar hafi fallið e-h um 99,9% yfir sama tímabil, en þó laun lækki tímabundið þá hækka þau alltaf aftur.

Með því að taka sveifluna, þá tryggir krónan það að aðrir þættir geri það síður þ.e. lágmarkar niðursveiflu hagkerfisins á sama tíma og atvinnuleysið af völdum hagkerfistjóns er einnig lágmarkað.

Þetta að sjálfsögðu, er gott fyrir almenning því þ.e. einmitt atvinnuleysi sem er mesta böl launamanna.

Krónan því er besta verndin fyrir kjör almennings, því með því að halda uppi atvinnustigi, lágmarka tap fyrirtækja meðan áfallið dynur yfir þá tryggir hún um leið, að tjón fyrir verðmætasköpun innan hagkerfisins sé lágmörkuð. Og hún er einmitt hinn raunverulegi grundvöllur launa.

Þ.e. því sama og að hámarka greidd laun til almennings til lengri tíma litið.

------------------------

3. vandamál eru til staðar:

  1. En, fram að þessu hefur maður ekki séð þess nokkur hin minnstu merki, að efnahags- og viðskiptaráðherra eða fjármálaráðherra, hefðu hinn minnsta áhuga á að leggja höftin af.

    En, klárlega myndi gengið falla umtalsvert, svo þá minnka innflutningur og viðbótar samdráttur verður í hagkerfinu, þ.s. neysla minnkar.

    Síðan, þá minnka líkur á samþykki Icesave samnings, þ.s. heimtur TIF minnka.
    ------------------

    En, ríkið getur reynt að minnka fall krónunnar, með því að semja við krónubréfa hafa um greiðslur yfir lengra tímabil.

    Ef, slíkir samningar næðust, svo að ekki þyrfti að óttast verulegt útstreymi gjaldeyris, þá væri málið leyst og höftin væri hægt að aflegga "med det samme" án verulegra afleiðinga.

    Krónan nær þá réttu markaðsgengi - sem má verði e-h lægra en í dag. En, slíkir samningar myndu hækka aflandsgengi þ.s. það gengi inniber spá markaðarins um líklegt fall krónunnar af höftin væru aflögð. Ef, það útstreymi sem markaðurinn reiknar með minnkar stórum, þá um leið breytast væntingar hans um líklegt fall hennar, sennilega með þeim hætti að aflandsgengi hækkar.
  2. Síðan þarf að vinda sér í að lækka hér almennt vaxtastig. Þá þarf að lækka ávöxtunarkröfu lífeyriskerfisins, úr því að vera 3,5% í eitthvað á milli 1,5% og 2%.

    En, þessi krafa myndar vaxtagólf í hagkerfinu.

    Vandinn er einnig sá, að lífeyriskerfið er ósjálfbært, af tveim ástæðum:

    *Hagkerfið stendur ekki undir 3,5% raunávöxtun.

    *Loforðið um 56% mánaðarlauna, virðist of erfitt. En, frá og með 2020 mun ríkið þurfa að dæla inn í kerfið um nokkurra ára skeið á annan tug milljarða til að það nái að eiga fyrir skuldbindingum.

    Þetta þarf að rétta af. Það verður ekki gert með öðrum hætti en þeim, að færa ávöxtun á það stig, að hagkerfið standi undir því. Síðan, þarf einnig að lækka loforðið niður á viðráðanlegt bil.

    Ef þetta væri framkvæmt, væri hægt að lækka alla vexti í hagkerfinu, og þannig auðvelda innlenda fjárfestingu.

    En, skv. hagfræðilegri greiningu, er það lífeyriskerfið sem viðheldur ofur vöxtunum hérlendis, eins og þ.e. sett upp, ekki gjaldmiðillinn per se.
  3. Verðtryggingin er næsta vandamál. En, hún skekkir mjög stöðu eigenda skulda á kostnað skuldara, og einmitt með því að færa þannig til áhættu, er þetta sennilega sjálfstæð ástæða fyrir óstöðugleika þ.s. þetta skapar hvatningu til lántakenda til að veita lán án fullrar varúðar. En, ef þeir hefðu ekki þessa tryggingu sem hún veitir, myndu lánveitendur vera til muna varfærnari í veitingu lána. Ég met samt vanda 1. og 2. sem meginvanda - þ.s. vandi 1. og 2. bitnar á möguleikum landsins, til að nýta sín tækifæri til framleiðslu að fullu, þannig að þau 2. vandamál eru hagvaxtar hamlandi.

Þetta eru leysanleg vandamál. En þau verða snúin. Tilraunir til lausna munu mæta mikilli andstöðu.

 

Kv.


Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins, virðast spá áframhaldandi samdrætti í hagkerfinu, næstu 6 mánuðina!

Stjórnendur í atvinnulífinu virðast enn vera að spá samdrætti í hagkerfinu, skv. könnun Capacent Gallup í desember meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins!

 

Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækjanna: Aðstæður enn slæmar

  • 84% stjórnenda telja aðstæður slæmar,
  • 15% að þær séu hvorki góðar né slæmar en
  • nánast enginn að þær séu góðar.
  • Þetta er svipuð niðurstaða og fengist hefur frá miðju ári 2008.
  • Þeir örfáu stjórnendur sem telja aðstæður góðar starfa í sjávarútvegi og í iðnaði
  • en í öðrum greinum telur enginn að aðstæður séu góðar.

Fyrir útflutnings fyrirtæki, hefur lækkun krónunnar skilað bættri stöðu.  

 

Mat á aðstæðum eftir 6 mánuði svipað og áður

  • Niðurstöðurnar eru svipaðar og í fyrri könnunum hvað varðar mat stjórnenda á aðstæðum eftir 6 mánuði.
  • Tæplega 25% sjá fram á betri tíma eftir 6 mánuði,
  • 30% að aðstæður verði verri en
  • 45% telja þær  verði óbreyttar.
  • Mikill munur er á svörum stjórnenda á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu þar sem einungis 12,5% stjórnenda á landsbyggðinni telja að ástandið muni batna samanborið við 28% á höfuðborgarsvæðinu.
  • Stjórnendur í fjármálastarfsemi og ýmissi sérhæfðri þjónustu eru bjartsýnastir á að ástandið muni batna á næstu sex mánuðum.
Eins og sést af þessu, er nettóið í mínus fremur en plús.

 

Ráðningaráform ekki uppörvandi

  • Nær allir aðspurðra telja sig hafa nægt starfsfólk og
  • einungis 5,5% búa við skort á starfsfólki.
  • Skortur á starfsfólki virðist mestur í fjármála- og tryggingastarfsemi.
  • Ráðningaráform stjórnenda eru ekki uppörvandi þar sem 14% hyggjast fjölga starfsmönnum á næstu sex mánuðum,
  • 26% hyggjast fækka en
  • 60% halda óbreyttum fjölda.
  • Þetta er heldur lakari niðurstaða en í síðustu könnunum.
  • Mesta fjölgunin er áformuð í fjármála- og tryggingastarfsemi en mesta fækkunin í iðnaði og framleiðslu.
Skv. þessu eru líkur á aukningu atvinnuleysis fremur en hitt.

 

Helmingur býst við óbreyttri eftirspurn

  • 17% stjórnenda telja að innlend eftirspurn eftir vörum eða þjónustu fyrirtækjanna aukist á næstu sex mánuðum,
  • tæplega 30% að hún minnki en
  • rúmur helmingur býst við óbreyttri eftirspurn.
  • Bjartsýnin er mest í ýmissi sérhæfðri þjónustu
  • en dekkstu horfurnar koma fram í verslun.
Skv. þessu, heldur samdráttur innlendrar eftirspurnar áfram.

 

Bjartsýnir útflytjendur

  • Útflytjendur eru bjartsýnni en þar búast tæp 40% við aukinni eftirspurn eftir vörum eða þjónustu fyrirtækjanna,
  • en einungis 14% að hún minnki.
  • Þó vekur athygli að ekki er búist við aukningu í samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu.
Útflutningsgreinar standa eðli máls skv. best.

 

Framlegð minnkað hjá 40% fyrirtækja síðustu sex mánuði

  • Tæpur fimmtungur (20%) stjórnenda telur framlegð fyrirtækjanna, EBITDA, muni aukast á næstu sex mánuðum,
  • 35% að hún muni minnka en
  • tæplega helmingur að hún verði svipuð.
  • Á síðustu sex mánuðum hefur framlegðin aukist hjá fjórðungi fyrirtækjanna,
  • minnkað hjá 40% þeirra og
  • staðið í stað hjá 35%.
Nettó áhrifin eru klárlega frekar í mínus en plús.

  • Loks telja stjórnendur að verðbólgan verði 2,0% að meðaltali á næstu 12 mánuðum.
Sammála því, enda hagkerfið í stöðnun eða samdrætti. Engin eftirspurnar bólga í kortunum.

 

Þessi svartsýni stjórnenda ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart, fyrir utan ef til vill þá sem hlusta of mikið á hype ríkisstjórnarinnar og fylgismanna hennar, þ.s. haldið er fram að hagvöxtur sé þegar hafinn.

Það eina sem getur skýrt skv. þessu að hagvöxtur mælist einhver, þ.s. skv. stjórnendum er samdráttur áfram í kortunum hjá atvinnulífinu, er að stjv. hafa heimilað krónunni að hækka.

En, skv. Morgunkorni Íslandsbanka, hækkaði gengi krónu um 12% á árinu. Það skapar aukinn kaupmátt launa þegar mæld í kaupgetu þeirra á innfluttri vöru. Skv. Seðlabanka Íslands hefur kortavelta aukist umtalsvert síðustu mánuði ársins. Vitað er að innflutningur hefur aukist.

Sú aukna kaupgleði mælist þá sem hagvöxtur.

  • En, ég sé ekki neinn hagvöxt í kortunum á næsta ári, nema að stjv. láti krónuna hækka enn frekar, til að auka enn neyslu, og þannig skapa mældan hagvöxt á næsta ári og eitthvað fram eftir því ári.

Með slíkri aðgerð, þó svo hún geti ef til vill nýst stjv. í áróðursskini, að benda á að viðsnúningur sé hafinn - þá skapar hún annað vandamál á móti. En, aukinn innflutningur minnkar hagnað landsins af vöruskiptum við útlönd.

  • Landið skuldar mjög mikið í erlendum gjaldeyri. 
  • Landið þarf að eiga gjaldeyri fyrir afborgunum af þeim skuldum.
  • Eina leiðin til þess, er að hafa nægann afgang.
  • Þannig, að þvert á móti ættu stjv. að vera að stuðla að frekari lækkun krónunnar, til að auka hagnað af útflutnings verslun.
  • Ríkisstj. getur verið að taka þá áhættu, að mála sig til skemmri tíma séð ljósrauðum litum, á kostnað þess að auka líkur á greiðsluþroti landsins í því seinna.

---------------------------

Seðlabanki Íslands: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010 

Tekjur vs. gjöld ísl. ríkisins í ár!

......................................................2010

Tekjur.............................................461,9 (2010)

Gjöld..............................................560,7 (2010)

Fjármagnskostnaður..........................75,1* (Gjöld 2011)

Vaxtagjöld vs. tekjur.........................16,26%

Gjöld+Icesave.(hámark).....................(23,1+75,1)/461,9 =21,26%

Gjöld+Icesave (afb. næsta árs)...........(17+75,1)/461,9 = 19,94%

Gjöld+kostn. gamla Icesave samn.......(33+75,1)/461,9 = 23,4%

Gjöld+allt klabbið..............................(33+23,1+75,1)/461,9 = 28,4%



Ég tek þarna gamla útreikninginn hans Steingr. J. um kostnað v. vaxtagjalda af Icesave frá sumrinu 2009. En, vextir á Icesave láni voru þá taldir vera 33 ma.kr. á ári.

Ég veit auðvitað ekki hvort vaxtagjöld AGS lána séu 33 ma.kr. en ath. upphæðir sem þá voru notaðar til útreiknings vaxtagjalda fyrir Icesave svokallað lán eru ekki mjög ósvipaðar þeim sem við skuldum nú v. AGS prógrammsins. Vextir eru í báðum tilvikum 5,5%.

Síðan, bætast ofan á vexti afborganir. Svo heildardæmið er sennilega e-h umfram 30%.

Nema það finnist leiðir til að auka tekjur ríkisins verulega, er þetta sennilega = gjaldþrot.

Ef við látum þetta allt yfir okkur ganga, þá verður ekki komist hjá því að auka tekjur ríkisins og það umtalsvert. Þ.e. sennilega ástæða þess, að þegar AGS prógrammið kom fram var gert ráð fyrir tveim risaálverum. Vísbending hefur alltaf verið til staðar um að, án þeirra álvera geti reynst erfitt að láta skuldamál landsmanna ganga upp.

 

Kv.


Tilkinning frá Borginni: "Þjóðarleiðtogar á herflugvélum skulu lenda í Keflavík"! Er þetta liður í því að leggja völlinn af?

Hvað er eiginlega í gangi í Borgarstjórn? En, athygli vekur að tillagan var samþykkt einróma. Fulltrúar Sjálfstæðismanna eru ekki þekktir herstöðvaandstæðingar, svo maður veltir fyrir sér hvað býr að baki!

Það er algengt að svokallaðar minni flugvélar lendi í Reykjavík. En venja að stærri vélar lendi á Kefló. Þannig lenda mjög margir hér í svokölluðu ferjuflugi í Reykjavík. Þá vanalega um að ræða minni skrúfuvélar og minni þotur, þá er ég að tala um vélar á stærð við hefðbundnar einkaþotur og ef til vill svipaðar Fokkerum Flugleiða að stærð. 

En, vélar stærri en þetta lendi almennt í Kefló.

Flestar af þessi vélum sem skráðar eru í eigu herja sem lenda í Reykjavík eru ekkert frábrugðnar þeim einkavélum sem lenda hér. Enda, eiga herirnir margar vélar sem eru fyrir svokallað "VIP" flug. En, yfirmenn í herjum fljúga gjarnan á slíkum vélum sem einfaldlega eru fullkomlega svipaðar litlum einkaþotum. Eru í reynd slíkar en í eigu hers. Að auki eru þeir með margar litlar farþegavélar, sem fljúga með flugáhafnir milli staða, og aðra mikilvæga starfsmenn.

Þessar vélar eru að sjálfsögðu ekkert minna öruggar en vélar sem eru algerlega sambærilegar, en skráðar í eigu fyrirtækis eða einstaklings - hafa sem sagt almenna skráningu.

Þetta með öryggisástæður hljómar því sem klárt yfirvarp til að hilma yfir raunverulegt markmið!

 

Heflugvélar lendi í Keflavík :„Eins og fram hefur komið í fréttum hafa margir þjóðhöfðingjar komið til landsins í svokölluðum State aircraft sem flokkast sem herflugvélar sem skráðar eru í eigu hernaðaryfirvalda viðkomandi þjóðríkja. Með samþykkt borgarráðs í síðustu viku er Reykjavíkurborg ekki að leggjast gegn því að erlendir þjóðhöfðingjar komi í heimsókn til landsins. Kjósi þeir hins vegar að koma í herflugvél  er það ósk borgaryfirvalda að flugmálayfirvöld beini þeim til lendingar á Keflavíkurflugvelli sem er alþjóðaflugvöllur. Á Keflavíkurflugvelli er jafnframt öll aðstaða til lendingar fyrir herflugvélar og gætt fyllsta öryggis sem felst í því að þeim er lagt á sérstakt stæði langt frá öllu farþegaflugi.

Borgaryfirvöld telja mikilvægt að farið verði vandlega yfir þær reglur sem í gildi eru um umferð herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli. Vinna þurfi enn frekar að nánari skilgreiningu á því hvaða flugvélar verði skilgreindar sem herflugvélar með það að markmiði að auka öryggi í borginni sérstaklega í ljósi þess að flugvöllurinn er í nálægð við íbúabyggð. Rétt er í þessu samhengi að vekja athygli á því að Reykjavíkurflugvöllur er fyrst og fremst ætlaður til innanlandsflugs og staðsetning hans í miðri borg gerir kröfur til öryggis sem umferð herflugvéla getur ekki samræmst nema í undantekningartilvikum. Hins vegar er flugvöllurinn varaflugvöllur og þjónar að sjálfsögðu áfram sem slíkur eins og áður var nefnt. "

 

Mig grunar að þetta sé allt yfirvarp, og allt annað liggi að baki:

  • Það eina sem ég get lesið úr þessu sem rök, er að borgarstjórn sé að leitast við að minnka lendingar í Reykjavík.
  • Hugmyndin sé að vinda ofan af umferð um völlinn - með það í huga í framtíðinni, að leggja hann niður!
  • Þetta sé einfaldlega fyrsta skrefið.
  • Næsta verði að amast gegn því að almennar flugvélar millilendi hér á flugi yfir hafið.
  • Sko - klárlega myndi það skapa andstöðu, ef það markmið væri yfirlístur tilgangur.
  • Svo þess í stað, virðist hafa verið ákveðið að fara laumulega að málum.
  • Yfirlístur tilgangur verði alltaf, að auka öryggi með því að draga úr umferð. Þetta á klárlega að blinda fólk fyrir hinum raunverulega tilgangi.
  • Síðan, eftir nokkur ár, þá verða mál vallarins aftur skoðuð og þá mun koma í ljós að lendingum hafi fækkað mikið, tekjur af vellinum hafi minnkað, og hann því orðinn í fjárhaglegur baggi - svo þá verða komnar nýjar röksemdir fyrir því að leggja hann af; ekki satt?

 

Þarna sé komin ástæða þess, að hægrimenn skrifa undir þessa nýju opinberu stefnumörkun um að takmarka heflug um Reykjavíkurvöll.

Raunveruleg ástæða, sé að minnka umferð um völlinn, og styrkja þá röksemd í því siðar meir, að rétt sé að leggja Reykjavíkurvöll af.

Með því að fara svo laumulega að, sé leitast við að ná markmiðum fram, án þess að andstæðingar þess að leggja Rvk.völl af uggi að sér. 

Svo loks, verði um seinan að bregðast við!

 

Kv.


Talsmaður eins stærsta fjármálafyrirtækis í heimi segir, "ósjálfbær stefnumörkun muni leiða til uppbrots Evrusvæðis"!

Þetta er nánar tiltekið Andrew Bosomworth yfirmaður starfsemi PIMCO í Evrópu. En PIMCO er eitt af stærstu fjármálafyrirtækjum í heimi, og þ.e. tekið eftir því á mörkuðum þegar þeirra talsmenn opna munninn.

Um PIMCO: "PIMCO had over $1.3 trillion of assets under management at the end of September 2010." - "It now oversees investments totaling more than $1 trillion on behalf of a wide range of clients, including millions of retirement savers, public and private pension plans, educational institutions, central banks, foundations and endowments, among others."

Bissness þeirra er klárlega sá, að sjá um að ávaxta fé annarra. Og þeir eru klárlega orðnir stærstir í þessari tilteknu hliðargrein fjármálaheimsins sbr. "Pimco, the world's largest bond fund".

En, þetta einmitt gerir þeirra orð mark á takandi, þ.s. þ.e. þeirra sérgrein að vera stöðugt að greina markaðinn út um allan heim, svo þeir geti tekið réttar viðskipta ákvarðanir fyrir sína viðskiptamenn.

 

Pimco says 'untenable' policies will lead to eurozone break-up : "Andrew Bosomworth, head of Pimco's portfolio management in Europe, said current policies are untenable in the absence of fiscal union and will lead to a break-up of the euro. " - ""Greece, Ireland and Portugal cannot get back on their feet without either their own currency or large transfer payments,"" - ""He said these countries could rejoin EMU "after an appropriate debt restructuring", adding that devaluation would let them export their way back to health."" - ""Can countries inside a fixed exchange-rate system like the euro grow and tighten budget policy at the same time? I don't think so. It didn't work in Argentina," Mr Bosomworth said." 

 

Þarna segir hann þ.s. fjöldi hagfræðinga er að vara við, þ.e. að planið sem Írland og Grikkland hafi verið sett undir geti ekki gengið upp.

Annað af tvennu þurfi að gerast:

  1. Þau yfirgefi Evruna.
  2. Að þau fái mikinn fjárhagslegann stuðning án skilyrða þ.e. gjafafé, frá öðrum aðildarlöndum Evrusvæðis.
PIMCO er að kalla eftir því að aðildarlönd Evrunnar gangist fyrir stofnun sameiginlegs fjárhags. Án þess gangi dæmið ekki upp!

Ambrose Evans-Pritchard: Self-righteous Germany must accept a euro-debt union or leave EMU

"a debt union, funded by Eurobonds; a calibrated jubilee on traditional IMF lines for Ireland, Greece, Portugal, and if necessary Spain, to occur in parallel with austerity cuts; and a monetary blitz by the European Central Bank to prevent the victims tipping into core deflation, even this stokes inflation of 4pc or 5pc in northern Europe." - "If the Teutonic bloc cannot accept such a political revolution, it should withdraw from monetary union before inflicting any more damage to the social fabric of southern Europe"

 

Stóri punkturinn er sá að ástandið á Evrusvæðinu er orðið það alvarlegt, að eina leiðin til að forða því að Evrusvæðið segi bæ, bæ - a.m.k. í núverandi mynd - á fyrri hluta næsta árs, er að hrint verði í framkvæmd mjög yfirgripsmikilli sameiginlegri björgunaráætlun.

Tíminn er að renna út og það hratt. Þetta getur verið orðið of seint jafnvel þegar eftir miðjan janúar nk.

Þetta er orðið einfaldlega svona: Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum vér!

 

Afleiðingar af hruni Evrunnar verða mjög hrikalegar. Engin Evrópuþjóð, við meðtalin, mun sleppa ósködduð efnahagslega frá því! 

Kv.


Menntun og nýsköpun besta hagnaðarvonin fyrir Ísland!

Þetta er umfjöllunarefni nýjasta tölublaðs Hagsýnar þ.e. veftímarits Viðskiptaráðuneytis. Ég er 100% sammála þessum áherslum. Hef sjálfur áður nefnt allt þ.s. þeir í aðalatriðum segja.

Ísland þurfi að auka verðmæti útflutnings og einnig magn. Efla þurfi menntun, enn frekar.

En, ekki bara magnið á menntun, heldur þurfi að vera fókus í því, þ.s. einblínt sé á greinar þ.s. Ísland geti hugsanlega verið fært um að ná einhverju samkeppnis forskoti. 

Í reynd þurfi að efla menntun í náinni samvinnu við atvinnulífið og þarfir þess, svo menntakerfið sé að skaffa þá einstaklinga sem atvinnulífið þarf á að halda á hverjum tíma!

 

Staðreyndir: Hagsýn 4. tbl. 2010

  •  Skv. PPP mælingu verðmæti framleitt per klst., sjá bls. 2 virðist, Ísland hanga rétt neðan í 35 dollurum. Meðaltal Evrópu virðist vera nálægt eða rétt yfir 40. Noregur er við toppinn í um 70.
Áhugavert að við erum skv. því á svipuðu róli og Japan. Hvað verðmæti framleitt per klst. varðar.
  • 64% á aldrinum 24-65 ára, hafa lokið langskólaprófi, 80-90% á Norðurlöndum.
Þ.e. greinilega of mikið brottfall hér úr námi strax í kjölfar grunnskólaprófs. Hér þarf sennilega að efla meir verkmennta skóla. Enda hentar hefðbundið bóknám mörgum ekki.
  • 31% á aldrinum 24-65 ára, hafa lokið háskólaprófi sem er svipað og á Norðurlöndum.
  • 50% atvinnulausra eru með grunnskólamenntun, 75% á Suðurnesjum.
  • Hlutfall aðeins með grunnskólamenntun á vinnumarkaði yfir landið er 30%.
  • "Því er ljóst að atvinnuleysi er nær tvöfalt meira meðal hópsins sem hefur minnsta menntun en meðal annarra."
Það er klárlega mikið atriði að fækka þeim sem aðeins eru með grunnskólapróf. Þetta er klárlega aðal átakalínan.
  • "hafa aðrar iðngreinar vaxið um 29,7% á meðan sjávarútvegur og stóriðja hafa staðið í stað eða dregist saman."
Sumar greinar hafa verið að kvarta yfir því, að fá ekki þá einstaklinga sem þá vantar þrátt fyrir atvinnuleysi. Þarna virðist hafa opnast gat í menntakerfinu.
  • 2,2% samdráttur hefur verið klálega orðið síðustu 9 mánuðina í útflutningsmagni sjávarútvegs. 
Miðin eru fullnýtt og álverin á fullum afköstum. Þannig, nema að fleiri álver séu reist, þarf að efla annað.

 

Skoðum hlutina í samhengi

Eins og fram kemur í tölum yfir útflutning að neðan, þá er þessi um 30% aukning - viðbót við þ.s. er lítill hluti heildar verðmæta sköpunar þjóðfélagsins. Svo það munar í reynd lítið um þetta!

Sennilega er verðmætalækkun útflutnings sjávarafurða stærri tölur!

En fiskur + orkufrek stóryðja framkalla um 80% útfluttra verðmæta vöruútflutnings.

Sennilega er ferðamennska inni í liðnum þjónusta sbr. þjónusta við ferðamenn.

Þannig að megnið af verðmæta öflun samanstendur af þessum þrem greinum: fiskur, stóryðja og ferðamennska.

Þetta setur tekjum á mann hérlendis nokkrar skorður, en sem dæmi fiskvinnsla selur sínar afurðir á almennan neytenda markað, þ.s. þær vörur keppa um athygli neytenda og verð við aðrar tegundir matvæla. Þ.e. sá vandi til staðar, að þessi markaður þolir ekki miklar verðhækkanir. Þetta setur mjög raunverulegt tak á þau launakjör sem hægt er að bjóða í fiski.

Ferðamennska býr við að mörgu leiti sambærileg skilyrði og fiskvinnsla, þ.e. ferðamenn eru almennir neytendur. Ísland sem ferða staður, er í þráðbeinni verðsamkeppni við aðra mögulega áfangastaði. Það eru því mjög raunveruleg takmörk á um hve há laun sá atvinnuvegur þolir.

Ál því miður er þeim annmörkum háð, þó laun þar séu há - að starfsmenn eru fáir. Álver eru því ekki leið til þess að skaffa alþýðu manna hérlendis hálaunuð störf.

Þ.s. þarf að búa til, er starfsemi sem er allt í senn mannaflafrek og þ.s. verðmæti afurða er hátt. Slík starfsemi getur borgað há laun þ.s. afurðirnar hafa hátt verðmæti. Slík starfsemi er t.d. framleiðsla hátækni varnings.

Fræðilega þarf þetta ekki endilega beint vera framleiðsla, en sem dæmi sjúkrahús þjónusta getur flokkast undir þetta, ef og þegar, Ísland fer að nýta þá hágæða sjúkrahúsþjónustu sem sannarlega er til hérna, ásamt vel þjálfuðu starfsfólki, í því markmiði að skaffa gjaldeyristekjur.

 

Skoðum aðeins íslenskar hagtölur:

Hagstofa Íslands - Landsframleiðsla

 2009
1. Einkaneysla765.405 = 51% 
2. Samneysla396.945 = 26%
3. Fjármunamyndun207.931 = 14%
4. Birgðabreytingar-1.133 = 0,075%
5. Þjóðarútgjöld1.369.149=91%
6. Útflutningur alls794.811 = 53%
6.1 Vörur, fob500.855 = 33%
6.2 Þjónusta293.956 = 20%
7. Frádráttur: Innflutningur alls663.195 = 44%
7.1 Vörur, fob410.575 = 27%
7.2 Þjónusta252.620 = 17%
8. Verg landsframleiðsla1.500.76

 

Til að sjá raunverulegt vægi greinanna fyrir hagkerfið, ber að skoða tölur yfir útflutning - Hagstofa Íslands útflutningstölur:

                                          2009     2010

Sjávarútvegur......................42,3%....39,1%

Orkufr. iðnaðu.....................36,6%....43,6%

Landbúnaður.........................1,5%.....1,3%

Fiskur + Orkufr.iðn...............78,9%....82,7%

 

Einhæfni atvinnulífsins kemur mjög skýrt fram í tölunum að ofan:

En til þess að það sé raunverulega hægt að laga þessa vöntun á öðru, þarf að lækka vaxtastig hérlendis.

Ég er ekki að tala um upptöku Evru, eins og margir tala um sem leið einmitt til þess.

Þ.e. nefnilega ekki rétt, að háir vextir séu eitthvert óhjákvæmilegt lögmál vegna þess, að við erum með lítinn gjaldmiðil - heldur hafa aðstæður verið hér skapaðar sem framkalla viðvarandi háa vexti.

Þá þarf að afnema þær aðstæður - og þ.e. vel hægt.

  • Þetta snýst um að lækka ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða kerfisins, úr 3,5% í segjum 1,5% - 2%. 
  • En, ásamt eigin kostnaði, þíðir þetta að sjóðirnir lána út gegn milli 5 og 6% raunvöxtum.
  • Þetta setur gólf á vaxtakröfu innan hagkerfisins, þ.s. bankar hafa orðið að taka mið af þessu, þ.s. þeir hafa ekki getað boðið sjóðunum skuldabréf á lægri raunvöxtum og því þurft sjálfir að lána út á kjörum eins og þeir þ.e. 3,5% + kostnaður.
  • Þessu hafa allir þurf að sæta hér innan hagkerfisins, þ.e. hinn óskaplegi fjármögnunar kostnaður sem til staðar hefur verið, síðan þetta kerfi var sett á fót skv. lögum nr. 129 1997.
  • Grunnvandinn virðist vera loforðið um að fólk fái 56% mánaðarlauna eftir 40 ára vinnu, sem framkallar þörf fyrir 3-4% raunávöxtun á iðgjöld.
  • Í reynd þíðir þetta, að lækka þarf þá prósentu sem fólki er lofað að það muni hafa í laun, eða að hækka verður hlutfall launa sem fara í iðgjöld til lífeyrissjóða. Sennilega best að fara bil beggja þ.e. hækka iðgjöld og lækka prósentuna t.d. í 46%.
  • Stóri vandinn er að hagkerfið stendur ekki undir þeirri óskaplegu ávöxtunarkröfu sem með þessu er framkölluð.
  • En, hafa má þ.s. þumalfingurs reglu að krafan megi ekki vera hærri en aukning raunverðmætasköpunar í hagkerfinu að meðaltali á áratug hverjum. Annars hallar á og hagkerfið fer að skulda sjóðunum um of.

Hvernig kæfir 3,5% reglan hagkerfið? "EBIT stendur fyrir „Earnings Before Interests and Taxes“ og verður kallað „rekstrarhagnaður“ hér. Rekstrarhagnaður er sú summa sem eftir er þegar búið er að draga rekstrarkostnað – laun, hráefni, skrifstofukostnaður, afskriftir o.s.frv. – frá rekstrartekjum. Það eru eignir sem skapa rekstrarhagnað í bland við nauðsynlegt vinnuafl og hráefni." 

  • Takið eftir, að einungis árið 2006 í eitt skipti nær rekstrarhagnaður fyrirtækja á Íslandi að ná upp í 3,5% ávöxtunarkröfu lífeyris kerfisins.
  • Þetta hlýtur að draga mjög úr fjárfestingum hérlendis, þ.s. einungis ef hægt er að sjá fram á að fjárfesting skili nægum arði, til að hafa upp í þessa ávöxtunarkröfu, sjái frjálsir aðilar sér hag í að fjárfesta.
  • En, þ.s. enn verra er, þetta ítir undir ósiði:
  1. Mig grunar að a.m.k. hlutfall kennitöluflakks megi rekja til þess, að menn eru að leitast við að reka starfsemi sem aldrei geti skapað þetta mikinn arð, og þá leiki þann leik að fara reglulega í þrot og skipta um kennitölu. Ef rétt, þá elur þetta á slæmu viðskipta siðferði.
  2. Síðan, þarf mjög mikla áhættusækni í rekstri, til að reksturinn nái að skila þetta miklum arði - ef menn leitast við að spila sig innan kerfisins. Þetta væntanlega einnig skilar hærri tíðni gjaldþrota. En ofsafengin áhættusækni var sannarlega hluti af því sem leiddi til hrunsins.
  3. Gjaldþrot klárlega verða til muna algengari yfir línuna í rekstri af hvaða tagi sem er - því töp stór sem smá til muna algengari en ella.
  • Ég lít sem sagt á lækkun vaxta hér sem grunnforsendu þess, að hægt sé að byggja hér upp nýiðnað. En, annars er nær ómögulegt að gera slíkt fyrir lánsfé.
  • Ég er einfaldlega að tala um að krafan verði færð í þ.s. er raunhæft að standa undir - þ.e. þ.s. ég nefndi að ofan, á bilinu 1,5 og 2%.
  • Þá er hugsanlegt að atvinnulífið geti fengið lán á milli 2,5% og 3% vöxtum. Þetta verði mögulegir lágmarks vextir.

 

Eflum nám

  • Eins og sást á tölum að ofan, er um 30% vinnuafls hérlendis einungis með grunnskólapróf.
  • Mig grunar að lausnin geti verið, að stórefla iðnnám af öllu tagi.
  • En þ.e. staðreynd að fjölmargir treysta sér ekki í áframhaldandi nám að afloknu barnaskólaprófi, vegna þess að þeir viðkomandi áttu í stökustu vandræðum með hefðbundið bóknám.
  • Það þíðir ekki að þetta fólk hafi ekki hæfileika - það þíðir að þeir eru ekki á þessu tiltekna sviði!
  • Við erum með svipað hlutfall háskólamenntaðra og á Norðurlöndum. Það þíðir ekki að ekki megi fjölga þar um.
  • En, stóra málið þ.s. fjármagn á næstu árum verður takmarkað, hlýtur að liggja í að stýra fólki sem vill mennta sig, í greinar sem eftirspurn er eftir frá atvinnulífinu.
  • Þ.e. enginn vandi að framkalla þá stýringu. En, hægur vandi er að taka nám sem ekki er talin þörf fyrir, af lista yfir lánshæft nám hjá LÍN. Engum er bannað að fara samt í slíkt nám. Þá þarf sá viðkomandi að fjármagna það sjálfur.
  • Síðan í hina áttina, séu greinar sem greind er þörf fyrir, settar inn sem lánshæft nám hjá LÍN.
  • Sjálfsagt munu einhverjir kvarta undan þeirri föður-/móðurhyggju. En, þ.e. ríkið sem kostar þetta, og ríkið hefur alveg rétt til þess að stýra þeim fjárframlögum í áttir, sem líklegastar eru til að skaffa ríkinu frekari aukningu tekna í framtíðinni - þ.e. greinar sem líklegar eru til að vera vaxtabroddur.
  • En eðlilegast er að nám sé skipulagt af ríkinu í náinni samvinnu við atvinnuvegina - svo fólk sé að velja þær námsbrautir sem líklegastar eru til að efla Íslands hag og einnig hag alþýðu!


Niðurstaða

Ég er sammála því að framtíð Ísland liggur í nýrri framleiðslu til útflutnings. En, grunnforsenda þess að þessi stefna sé möguleg, er lækkun almenns vaxtastigs hér. Sú greining margra að um sé að kenna krónunni per se er röng. En, fáir virðast í reynd hafa skoðað raunorsakir hárra vaxta hér, þegar þeir hafa myndað sér skoðun. Virðist oft að fólk einungis beri saman vaxtakjör erlendis og hér, segi - aha vextir eru mun lægri á Evrusvæðinu, án þess að leiða hugann að því að rannsaka grunnorsakaþætti. Margir virðast einfaldlega stöðva við ofangreindan samanburð, og leiða af honum þá ályktun að skipti á gjaldmiðli sé þ.s. til þarf. 

En, vandinn er sá að þó svo að skipt væri um gjaldmiðil, þá sitjum við samt eftir með grunnorsökina sem skv. greiningu er ávöxtunarkrafa lífeyriskerfisins. En ég velti fyrir mér, hvernig fólk hefur hugsað sér að leisa það vandamál sem þá kemur upp? En, ef sú vaxtakrafa stendur áfram, þá stendur það enn að þeir geta ekki keypt nein skuldabréf sem hafa lægri raunvexti en 3,5%. Spurning hvernig það spilast út. En, ef bankarnir fá ekki lægri vexti á almennum markaðir erlendis, þá sitja þeir áfram uppi með að verða að ávaxta sig skv. þessu. Þá lækka vextir hérlendis ekki neitt, nema og aðeins nema, að erlendir bankar sjái sér hag í að setja hér upp útibú og bjóða lægri vexti en innlendu bankarnir geta boðið. Á hinn bóginn, þá hefur erlendum bönkum staðið sá möguleiki til boða alla tíð síðan Ísland gekk í EES á miðjum 10. áratugnum. Ég sé enga auljósa breitingu við aðild um þetta, enda er Ísland þegar fullur þátttakandi í 4. frelsinu svokallaða og hefur verið í um einn og hálfan áratug. Orsök er líklega sá að Ísland er fámennt og erlendir bankar telja hér ekki eftir miklu að slægjast. Þá lækka vextir hérlendis í raun nær ekki neitt eða einfaldlega ekki neitt!

Með því að lækka vexti hérlendis, innan krónuhagkerfis, þá getum við áfram búið við kosti krónunnar sem eru þeir að geta hagað gengi skv. hagsmunum atvinnuveganna, og þannig lágmarkað kostnað við hagsveiflur og um leið lágmarkað atvinnuleysi á hverjum tíma. Þetta fer einnig saman við það, að tryggja hámarksnýtingu framleiðsluþátta hérlendis, þannig að sem minnst röskun verði um framleidd verðmæti á hverjum tíma. En, hámörkun verðmæta einnig hámarkar möguleg lífskjör á hverjum tíma. Þannig að þetta fer allt saman: lágmörkun atvinnuleysis, hámörkun framleiðslu, lágmörkun kostnaðar við aðlögun - hámörkun lífskjara miðað við aðstæður hvers tíma fyrir sig.

Með lækkun vaxta og aukinni skilvirkni í áherslum um menntun, - ætti að vera hægt að auka hér hagvöxt smám saman. En ég er bjartsýnn, vegna þess að hér eru enn svo mörg ónýtt tækifæri, að hér verði hægt að viðhalda t.d. 3,5% hagvexti að meðaltali eftir segjum áratug.

 

Kv.


Þeir ofurlágu vextir, sem tíðkast hafa síðan dot.com kreppan kom og fór, tel ég vera undirrót heimskreppunnar sem skall á um mitt ár 2007!

Ég held að hinn eiginlega orsök heimskreppunnar hinnar seinni, sé þetta hrikalega lágvaxtatímabil, sem ríkt hefur síðan "dot.com" bólan svokallaða. Þegar Alan Greenspan er sagður hafa bjargað heiminum frá stórri kreppu.

Vandi við últra lága vexti, og þetta er gömul hagfræði líka, er að þeir hvetja til skuldsetningar - fyrirtækja sem og einstaklinga, en einnig þ.s. kallað er "speculative finance". Þ.e. einmitt "speculativ finance" sem er bjó til stærstu höfuðverkina.

En, í rúman einn og hálfan áratug, hefur ríkt þetta tímabil últra lágra vaxta. Þessu fylgdi geysileg neyslusprenging - þ.s. þ.e. svo gaman að taka ódýr lán fyrir skemmtilegum hlutum, húsnæðisbólur - þ.s. lágir vextir þíða að fólk telur sig hafa efni á stærra, og ofurskuldsetningar fyrirtæka þ.s. þ.e. svo ódýrt að kaupa fyrirtæki þ.s. lánin hafa nánast enga vexti. Að lokum, "speculative finance" og þá á ég við, að þ.s. lánin kosta svo lítið, og eftirspurn var stöðugt hækkandi alls staðar þá nánast gastu ekki tapað nema þú værir alger lúði á því að taka lán og kaupa hlutabréf - eða nánast hvaða bréf sem er. Þetta varð mjög útbreidd iðkun, og um tíma voru flæðandi trilljónir af svokölluðu frjálsu fjármagni um allt, leitandi að brotabroti betri kjörum hér eða þar. Þetta skapaði sennilega verstu vandamálin, þ.s. fyrirtæki fóru að bjóða arð þó enginn væri hagnaðurinn þ.s. þetta fólk sem var í leit að skammtímagróða virtist sama þó að það ástand væri til staðar, síðan var það einnig gjaldmiðla speculation sem varð mjög útbreitt.

Málið var, að íllu heilli fór Seðlabanki Evrópu inn í þetta módel eftir að hann var stofnaður. Þ.e. lágu vextirnir sem hafa verið svo dásamaðir. En, akkúrat þeir eru rót þeirra vandamála sem Evrópa býr við í dag, og svo alvarlegur er vandinn, að manni virðist nánast öruggt að Evran sé við það að falla.

En, skuldsetning almennings væri til mikilla muna minni, ef vextir hefðu verið hærri - þ.s. þá hefðu lán ekki verið eins hagstæð leið til að kaupa sér skemmtilega hluti, heldur hefði sparnaður verið hagkvæmari fyrir einstaklinga. Að auki, þá tók fólk stærri húsnæðislán en ella, fjárfesti í stærri eignum - fleiri auk þess áttu fyrir húsnæði. Afleiðing, sprenging á verði á húsnæði um alla Evrópu, í mismiklum skala þó. Í dag sytur Evrópa og Bandar. líka, eftir með timburmenn skuldsetts almennings, og þær skuldir munu vera dragbítur á hagvöxt í mörg ár.

Sama á við atvinnulíf, en útþensla fyrir lánsfé varð mjög hagstæð leið, auk þess að skuldsettar yfirtökur urðu það einnig. Í dag er atvinnulíf víða um Evrópu mjög skuldsett af þessa völdum. Ef vextir hefðu verið hærri, hefði þessi þróun ekki átt sér stað.

Sama um alla þá óeðlilegu hegðun sem átti sér stað á verðbréfamörkuðum, en lágir vextir einnig skapa bóluverð á mörkuðum fyrir verðbréf og í reynd, fyrir eignir af hvaða tagi sem er, sem hægt er að kaupa og selja á slíkum markaði. En, eins og ég nefndi að ofan, verður mjög hagstætt meðan hagvöxtur er knúinn af neyslu- og fjárfestingarbólu; að kaupa bréf fyrir lán - þ.s. þau hækka í verði og lánin verða mjög vel viðráðanleg.

Það er sem sagt kaldhæðnislegt, að ef peningastjórnun innan Evrusvæðisins hefði verið til muna íhaldsamari, þá hefðu ekki skapast þessi hrikalegu vandamál þ.e. húsnæðisbólur, neyslubólur, fjárfestingabólur - en þetta er allt og sumt sem hagvaxtarævintýrið var. Nú er þetta allt sprungið og timburmennirnir eru að sliga löndin.

Aukni hagvöxturinn sem fylgdi Evrunni var sem sagt ekkert annað en ein samfelld bóla, sem framkölluð var af lágvaxtastefnunni.

Ofurlágir vextir eru mjög hættulegt fyrirbæri. Þetta stóð allt í gömlu hagfræðinni. En, hún var löngu fallin úr tísku - nánast engin hefur kynnt sér hana á seinni árum.

Þá má ekki viðhafa nema í tiltölulega stuttan tíma. Alls ekki nærri því á annan áratug. Þá verður þessi stöðuga stigmögnun, þ.s. aukning skuldsetningar hagkerfanna drífur þ.s. ekki er raunverulegur hagvöxtur. Síðan er það fullkomlega öruggt, að sá tími endar í langri kreppu.

Vart er að búast við öðru en að hún verði a.m.k. áratugur að lengd.

 

Kv.


Ég skil alveg af hverju Þjóðverjum líst meinílla á það að ábyrgjast skuldir annarra Evrópuþjóða. En, hin leiðin að gera það ekki, verður til mikilla muna dýrari fyrir alla!

Ég sé einungis eina leið til að bjarga núverandi Evrusvæði. Ef það verður ekki gert, þíðir ekki endilega að það verði ekki nein Evra. En, það þíðir a.m.k. að Evrulöndum fækkar umtalsvert.

Á leiðtogafundi Evrópusambandsins, var samþykkt að björgunarkerfi ESB sem búið var til í sumar, haldi áfram í breyttri mynd en sem mestu leiti sama kerfið. Sjá: EU summit: The conclusions

En, Þýskaland virðist hafa safnað um sig, leiðtogum flestra annarra norðlægra aðildarríkja ESB, um það að standa gegn öllum hugmyndum um nokkurt form sameiginlegrar ábyrgðar á skuldum - sbr:

EU leaders back new bail-out system :"...senior officials from these countries – including Germany, Finland, the Netherlands and Sweden – have insisted that the EU re-emphasise fiscal austerity in so-called “peripheral” members and quickly pass new budgetary rules that would fine profligate countries." - "“Traditionally, the northern countries see the situation similarly and I believe there’s no miracle which we should wait for,” said Jyrki Katainen, the Finnish finance minister. “If you have more expenditures than income, then you have to adjust it.”"

Annað af tvennu, hafa menn of bjartsýnar hugmyndir um líklega getur S-Evrópu ríkja og Írlands, til að standa við þá aðlögun sem á þau er lögð, eða þ.e. leynilegt Plan B í undirbúningi.

Aðlögun sú sem hagkerfi Evrusvæðis í vanda þurfa að undirgangast, er jafngildi fullkomins hagkerfis storms:

  • Lækkun launa - sem minnkar hagkerfið, og hækkar skuldir sem hlutfall landsframleiðslu. Dregur einnig úr eftirspurn.
  • Niðurskurð útgjalda, sem einnig minnkar efnahagsleg umsvif.
  • Síðan, dýr lán sem krefjast skattahækkana til að standa undir greiðslum. En, samdráttar aðgerðir þíða að skattar þurfa að hækka enn frekar, sem enn á ný orsakar samdrátt og svo enn frekari skattahækkanir. Með öðrum orðum "classic debt depression".
  • Á sama tíma er ekki hægt að fella gengi, og þannig létta undir með atvinnuvegunum með skjótari hætti.
  • Meðan á þessu stendur, eru lífskjör á stöðugri niðurleið á sama tíma, og gjaldþrotum meðal almennings fjölgar, og atvinnulausum fjölgar.
  • Klárlega er hætta á að, almenningur geri uppreisn og kjósi ríkisstj. til valda, sem velur að stíga út úr slíku prógrammi sbr. Argentína v. upphaf aldarinnar. En, Argentínu menn yfirgáfu AGS prógramm eftir að þjóðarframleiðsla hafði í heild minnkað um 25 prósentustig, eftir samdrátt ár frá ári. En þó var þeirra prógramm mildara en þau prógrömm sem nú eru í gangi.
Markaðurinn þekkir hagfræði söguna, og veit vel að sterkar líkur eru um að löndin í björgunarpökkunum, muni ekki geta staðið við sínar skuldir. Að auki, virðist hann vera mjög skeptískur á getu nokkurra annarra landa, til að ráða fram úr sínum málum - sem einnig standa frammi fyrir mjög erfiðum aðlögunar vandamálum sbr. Portúgal og Spán.

Sjá færslur þ.s. hugmyndum um víðæka björgun er lýst:

Frank-Walter Steinmeier and Peer Steinbrück, hvetja Merkel Kanslara Þýskalands, til að taka forystu um að stýra Evrópusambandinu, út úr núverandi vandræðum!

Forsætisráðherra Luxembúrgar og fjármálaráðherra Ítalíu, hvetja til þess að Evru krýsan verði leyst með útgáfu, sameiginlegra Evru bréfa!

 

Það sem þarf að gerast til að stöðva krýsuna:

  • Afkriftir skulda Írlands og Grikkland að hluta. Þetta er algerlega nauðsynlegt þ.s. þau ríki munu aldrei getað borgað til baka núverandi skuldir.
  • Þarf að auki, að bjóða upp á aðferð til að niðurgreiða vexti til landa í vandræðum. Sameiginlegt Evrubréf einmitt myndi framkalla slíkt.
  • Önnur aðferð væri allsherjar sameiginleg trygging, á skuldum ríkjanna sem ekki eru þegar í björgunarpakka. Evrubréf er vægari aðferð. En annað af því tvennu þarf, svo bundinn verði endir á það að land eftir land sé hrakið af skuldamörkuðum, svo það lendi í lausafjárvanda.
  • Einhvers konar aukin eftirfylgni er klárlega nauðsynleg. Að auki, þarf að vera ljóst að aðhalds aðgerðir halda áfram hjá ríkjunum sem hafa verið að eyða um efni fram. Þannig, að ekki sé verið að gefa þeim allt eftir. Þvert á móti þ.s. þetta gerir, er að milda aðlögunina sem þarf að framkvæma sem þá gerir hana hugsanlega mögulega. Annars er hún það líklega ekki.


Það eina sem virðist í boði, til að hægja á krýsunni, eru kaup Seðlabanka Evrópu á bréfum ríkja í vandræðum, til þess að reyna að halda aftur af verðhækkunum þeirra:

Vandinn er sá, að aðeins ef þau kaup eru mjög stórfelld getur þetta haft einhver veruleg áhrif, annars ekki.

En, nægilega stórfelld kaup, væri í reynd bakdyra leið til að lækka skuldir hinna ríkjanna, og um leið taka að umtalsverðu leiti ábyrgð á þeim. En, aðildaríki Evrunnar bera ábyrgð á ECB. Þ.s. Þýskaland er stærsta hagkerfið innan Evru, á það stærsta einstaka hlunk þeirra ábyrgða.

Þannig, að Þjóðverjar hafa einnig hindrað það, að slík kaup verði stórfelld.

Þannig, að þá er ekki nokkur þáttur í víðri veröld, sem sjáanlega hindrar að markaðurinn muni á næsta ári, halda áfram að íta löndum út af markaðinum - þ.e. Portúgal og Spánn komi næst.

The Eurozone in bad need of a psychiatrist :"Let’s be quite clear. If the Eurozone follows this path either all of the sovereign debts become German public debt, or the euro will collapse in many separate currencies, causing horrendous economic dislocations."

Þetta eru orð Stephano Micossi frá Evrópu Háskólanum. En, hans orð benda til þess, að meira að segja innan ESB elítunnar, sé verulegs ótta farið að gæta. 

En, hann segir akkúrat þ.s er rétt. En, Þjóðverjar eru þegar búnir að hafna því að taka á sig skuldir Evrópu, svo við erum að tala um seinni útkomuna.

En, í grein sinni leggur Micossi áherslu á það að Evrópa verði að sannfæra markaðinn um það, að allar skuldir verði tryggðar. Það eina sem mögulega getur gert það, er sameiginleg trygging.

Þjóðverjar hafa mjög ákveðið hafnað þeirri leið! Þannig er það!

 

The EU’s Franco-German "Directoire" and the European Central Bank have between them ruled out all plausible solutions to the eurozone’s debt crisis :"So we drift on with rising yields into 2011, when Portugal must raise €38bn, Belgium €85bn, Spain €210bn, and Italy €374bn – according to Goldman Sachs."

  • Stærsti hlutur þeirra upphæða kemur á fyrstu 3. mánuði næsta árs.
  • Hættan er klár, að öll ofannefnd lönd falli út af fjármálamörkuðum, og komist í lausafjárvanda, og þurfi því björgun - á næsta ári.
  • En hættan þegar löndum fækkar sem standa undir björgunarsjóðnum, sem er á sameiginlegri ábyrgð, sem þíðir að þær ábyrgðir sífellt á færri löndum þ.e. þeim fækkandi hópi landa sem þá standa eftir í sjóðnum - og að auki þurfa að leggja fram stórfelldar viðbótar ábyrgðir - - er klár: Hún er að þau lönd segi stopp - við veitum ekki frekari ábyrgðir.
  • Þá verða þau lönd, sem ekki fá lán, nett greiðsluþrota. Eins og banki sem lendir í lausafjárkrýsu og fellur.
  • Þá gengur yfir ESB skæðadrýfa bankahruna, þegar bréf þeirra landa verða verðlaus. Einnig í löndum eins og Þýskalandi.

 

Einmitt síðasta atriðið á eftir að verða einnig Þýskalandi og þeim öðrum löndum sem standa með Þjóðverjum, um þeirra ákvörðun, mjög skeinuhætt. En, lánatöp munu skekja þeirra eigin bankakerfi, sem líklega annað af tvennu munu þurfa endurfjármögnun sem þá hækkar einnig skuldir þeirra lands, eða að þau fara okkar leið að láta banka verða gjaldþrota og stofna nýja í staðinn.

Spurning er hvort yfirlísingar um að ríkin í Suðri eigi að spara og borga, lísi raunverulegri trú á að slíkt sé í reynd mögulegt - þ.e. að menn trúi á kraftaverk.

En, ef svo - þá má vera, að þegar það verður þá komi hrunið stjórnendum Evrópu á óvart, og að engar undirbúnar gagnaðgerðir hafi þá verið mótaðar. Þá verður þetta óskaplega kaotískt þ.s. aðgerðir ríkja verða ósamræmdar - hvert ríki mun sinna eigin hagsmunum.

Niðurstaðan sennilega, gjaldþrot nokkurn veginn S-Evrópu eins og hún leggur sig, og fall hennar út af Evrusvæðinu.

En, við greiðsluþrot af því tagi sem ég er að tala um, mun það verða alger nauðsyn að yfirgefa Evruna, því annars verða ríkissjóðir ófærir um að standa undir greiðslum - meira að segja innan lands - af nokkru tagi. En, án möguleikans til að prenta peninga, eru einungis takmarkað magn peninga fyrir hendi og síðan ekki meir. En að vera með Evruna er það sama og starfa með erlendan gjaldmiðil, og þegar þ.e. svo þá hefur þú bara það magn af honum sem er til staðar í þínum hyrslum og síðan ekki meir. Þá fá ríkisstarfsmenn ekki laun - og starfsemi ríkjanna getur einfaldlega lamast þannig að grunnþjónusta sé ekki veitt. Mikið rót getur skapast og mun skapast innan ríkjanna.

Þ.s. getur síðan gerst, er að um tíma verði þau hagkerfi nær alveg tæmd af fjármagni. Þannig að jafnvel að hluti þeirra hagkerfa neyðist til beinna vöruskipta vegna skorts á peningum í umferð. En, það mun taka tíma að koma nýjum peningum í umferð.

Fallið verður óskaplegt - atvinnuleysið sennilega það mesta í hagkerfissögu þeirra landa.

Hvað N-Evrópu varðar, þá ætti hún að geta komist hjá gjaldþrotum ríkissjóða. En, hún sleppur ekki ósködduð, þ.s. hrun S-hagkerfanna þíðir stórfellda minnkun framboðs þaðan, þannig að útflutningur til þeirra landa hverfur að mestu leiti. Að auki, verður þörf fyrir endurskipulagningu bankakerfa þeim til skaða, og þó þau komist hjá gjald-/greiðsluþroti þá verður ástandið þar -þó muna skárra- einnig umtalsvert lakara en þ.e. í dag. 

Það sem ég er að segja, er að með því að taka ekki á vandanum sameiginlega, þá hendi Evrópa frá sér að miklu leiti, þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað síðan á 6. áratugnum, með uppbyggingu Kola og Stál bandalagsins.

Hugsa sér, að þ.s. virtist vera sigur þeirrar stefnu þ.e. Evran, skuli í reynd vera yfirskot, sem orsaki slíkt hrun að sjálft bandalagið sem stóð að myndun hennar, einnig fellur í kjölfarið.

Ég segi þetta með söknuði. Því Evrópa slíkrar framtíðar, verður Evrópa byturleika og vaxandi togstreytu á ný!

Sjá: Why Greece will have to leave the eurozone

 

 

Kv.


Niðurstaða Eftirlitsstofnunar EFTA klár, neyðarlögin standast. Staðfesting neyðarréttar skiptir máli fyrir Icesave deiluna!

Staðfest að Ísland hafði lögmæt markmið, þ.e. trygging endurreisnar banka er væru færir um að veita almenna fjármálaþjónustu. Þeir telja aðgerðirnar standast fullkomlega lagalega séð, þ.e. þegar málið er skoðað útfrá reglum um fjármagnsflutninga og almennum reglum um fjármálastarfsemi. En, einnig telja þeir aðgerðir Íslendinga standast, út frá höfðun til neyðarréttar, sem getur skapað rétt einmitt til þess að beita mismunun, ef sú mismunun þjónar þeim lögmætu markmiðum í húfi. En, þá má ekki ganga lengra til að tryggja þau lögmætu markmið er þörf er fyrir. En, þá kemur það sennilega besta, að þeir telja auk þessa að aðgerði Íslendinga hafi verið "proportional" þ.e. ekki séu líkur á að vægari aðgerðir hafi staðið til boða, sem líklegar hafi verið til að skila sama eða svipuðum árangri.

 

Eftir stendur enn, að Eftirlitsstofnun EFTA telur Ísland brotlegt, vegna þess að TIF eða Ísland, hefur ekki enn borgað út lágmarks greiðslur til innistæðueigenda á svokölluðum Icesave reikningum - sjá: Álit eftirlitsstofnunar EFTA

En, þetta tiltekna álit er hægt að súmmera með eftirfarandi hætti -"Ísland á að borga punktur" - "það eru engar gildar afsakanir fyrir því að borga ekki" og "Ísland ber ábyrgð á TIF".

Vart þarf að taka fram, að þessi skoðun eftirlitsstofnunarinnar, er umdeild. En, þetta virðist byggjast á þeirri túlkun, að yfirmarkmið Directive 19/94EC sé það að veita tiltekna triggingu.

 

Recidal 1:"Whereas, in accordance with the objectives of the Treaty, the harmonious development of the activities of credit institutions throughout the Community should be promoted through the elimination of all restrictions on the right of establishment and the freedom to provide services, while increasing the stability of the banking system and protection for savers;"

 

Reglugerðin heitir náttúrulega, reglugerð um innistæðutryggingar en ekki um 20þ. Evru lágmark. Að auki, er áhugavert þegar upphafs texti reglugerðarinnar er skoðaður, þá hefst umræðan á skírskotun til mikilvægis þess að tryggja skilvirka starfsemi fjármálakerfa, og síðan eru nefnd markmiðin:

  1. "stability of the banking system"
  2. "protection for savers"
  • Af lestri reglugerðarinnar, fæ ég ekki betur séð að þau markmið séu jöfn. Hvorugt sé yfir hinu.
  • En, að yfirmarkmiðið sé þ.s. nefnt er fyrst þ.e. að auka skilvirkni banka- og fjármálakerfa.
  • Þess vegna, er það írekað oftar en einu sinni, að innistæðu tryggingakerfi megi ekki vera um of íþyngjandi einmitt fyrir þær fjármálastofnanir sem þátt eiga í uppbyggingu þeirra.

"Whereas it is not indispensable, in this Directive, to harmonize the methods of financing schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves, given, on the one hand, that the cost of financing such schemes must be borne, in principle, by credit institutions themselves and, on the other hand, that the financing capacity of such schemes must be in proportion to their liabilities; whereas this must not, however, jeopardize the stability of the banking system of the Member State concerned;"

 

Þ.e. klárlega reiknað með því að fjármálakerfi beri kostnaðinn. Ég fæ það ekki til að ganga almennilega upp, ef eins og stofnunin heldur fram 20þ. Evrurnar eru hið sacrosanct yfirmarkmið. Enda væri þá kostnaðurinn við kerfið mjög íþyngjandi fyrir fjármálastofnanir, ef tryggingar eiga að vera færar um að bjarga áfalli sem er umfram þ.s. kalla má meðalstórt.

  • En eins og skýrt kemur fram, tilgangur þess að semja þessi lög um innistæðutryggingar sá að auka skilvirkni fjármálakerfa, ekki minnka. Svo, að ef innistæðutryggingakerfið væri íþyngjandi þá gengi það gegn því yfirmarkmiði.
  • Síðast en ekki síst, í okkar tilviki var áfallið það risastórt, að ekki er möguleiki að raunhæft hafi verið fyrir okkur, að búa til nægilega öflugan tryggingasjóð skv. ofangreindum grunni - sbr. fullyrðingu stofnunarinnar ekki þurfi meira til að sýna fram á að okkar tryggingakerfi hafi verið gallað, en það að það reyndist ófært um að greiða þegar bankarnir féllu.
  • En, klárlega var það ekki tilgangur með lögunum, að skapa hindranir þvert á móti að afnema hindranir, en miðað við fullyrðingu stofnunarinnar þá væri krafan um tryggingu í reynd orðin að hindrun fyrir smæstu löndin innan heildar kerfisins. Þ.e. uppsetning kerfisins það íþyngjandi, að í því fælist veruleg hömlun á getu smæstu landanna, til fullrar þátttöku á jafnréttirgrundvelli, í því opna kerfi sem var einmitt tilgangurinn að byggja upp.

Ég hafna því túlkun Eftirlits stofnunarinnar, þess efnis að Ísland sé brotlegt vegna þess, að TIF reyndist ófært um að greiða þegar á reyndi. Þvert á móti hafi TIF staðist öll skilyrði sem lagagreinin setur fram. Fátt bendi til annars.

 

Varðandi spurninguna hvort Íslandi ber að greiða yfirleitt.

  • Þá tel ég að viss sanngyrnis sjónarmið séu sannarlega til, um að ef viðkomandi aðgerð er ekki mjög íþyngjandi miðað við aðstæður, þá væri réttmætt að ríkið aðstoðaði TIF við fjármögnun - sem getur gengið eins langt sem að ríkið setti beint pening inn í TIF.
  • Sem þíðir náttúrulega, að ef ástand mála er þannig að sú aðgerð væri mjög íþyngjandi, þá er sú krafa ekki lengur sanngjörn.
  • Á hinn bóginn, virðist það alls ekki svo að klárt sé að Ísland sé lagalega skuldbundið að borga. En, stofnunin byggir niðurstöðu sína á túlkun um það, hvert sé yfirmarkmið hinnar tilteknu reglugerðar. En, ef stofnunin hefur rangt fyrir sér með það, hver aðaltilgangur hennar er, þá fellur sú röksemdafærsla um sjálfa sig.

 

Greiðslubyrði ríkissjóðs Íslands er um þessar mundir klárlega mjög erfið:

Seðlabanki Íslands: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010 

Tekjur vs. gjöld ísl. ríkisins í ár!

......................................................2010

Tekjur.............................................461,9

Gjöld..............................................560,7

Fjármagnskostnaður..........................75,1* (kostnaður fyrir 2011)

Vaxtagjöld vs. tekjur.........................16,26% (Skv. OECD voru þau hærri en þetta, þ.e. tæp 20%)

Gjöld+Icesave.(hámark).....................(23,1+75,1)/461,9 =21,26%

Gjöld+Icesave (afb. næsta árs)...........(17+75,1)/461,9 = 19,94%

Reyndar bætist við 6 ma.kr. uppsafnaðir vextir svo heildaruphæð næsta árs er 23 ma.kr.

Síðan þarf að muna, að AGS lánin falla á gjalddaga með tíð og tíma, og þá hækka vaxtagjöld enn meir.

Síðan, skv. Moodies þá telja þeir hlutfall 22% og yfir, innibera nær öruggt gjaldþrot síðar meir.

  • Munum, að Bretar og Hollendingar hafa greitt sínu fólki út. Svo þ.e. enginn innistæðueigandi sem eftir stendur með sárt ennið, lepjandi dauðann úr skel, vegna þess að viðkomandi fær ekki greitt. Svo, málið snýst um að endurgreiða skattgreiðendum Hollands og Bretlands. 
  • Bretar eru 61,8 milljónir og Hollendingar eru 16,6 milljónir. Samtals 78,4 milljónir. Á Íslandi búa liðlega 300þ. manns. Þ.e. gríðarlega mikill munur á því, hve íþyngjandi þ.e. að bera þann kostnað sem við erum að tala um, eftir því hvort við erum að tala um dreifingu á skattgreiðendur Hollands og Bretlands, eða hvort við erum að tala um skattgreiðendur á Íslandi.
  • Ef við höfum ofangreint í huga, og að auki erfiða greiðslustöðu Íslands. Þá verður ekki séð að krafan um endurgreiðslu sé sanngjörn - a.m.k. ekki meðan Ísland er enn djúpt í viðum kreppu.
  • En, ég fæ ekki séð, að það geri skattgreiðendum viðkomandi þjóða neinn umtalsverðan óleik, þó endurgreiðsla bíði 1-2 ár eða jafnvel lengur en það; þ.e. ef þ.e. lokaniðurstaða, að greiða eigum við.

Punkturinn er, að þetta er ekki á grundvelli sanngyrnisraka. Þ.e. af og frá!


Áhætta af því að samþykkja greiðslu er því veruleg, af völdum erfiðrar greiðslustöðu ríkissjóðs. En þ.e. ekki eina áhættan:

  • Óvissa er um, hvenær endurgreiðslur úr þrotabúi Landsbanka hefjast. En því seinna sem þær fara af stað, því meiri er kostnaðurinn af því að samþykkja sátt á grundvelli nýs samnings. Muna verður, að engin leið er að segja til um fyrirfram, hvenær þær hefjast.
  • Við getum nú sennilega afgreitt í burtu hættuna af því að neyðarlögin standist ekki.
  • Þá er það óvissa um hvaða verð fást fyrir eignirnar sem til stendur að koma í verð. En, þessi óvissa víxlverkar við þá fyrst nefndu, en tafir af því tagi magna óvissu um verð.
  • Síðan er það gengisóvissa. En, skuldin skv. Ísl. lögum er skilgreind í ísl. krónutölu sem er óumbreytanleg.
  • Ekki síst, er það krýsan á Evrusvæðinu sem skapar óvissu. En um þessar mundir, er aftur komin alvarlegt óvissu ástand um framvindu efnahags mála í Evrópu. Raunveruleg og alvarleg hætta er um það, að vandinn vindi upp á sig næstu mánuðina. Farið getur jafnvel svo, að sjálf Evran líði undir lok og Evrópa sökkvi í hyldýpi kreppu fullkomlega sambærilega við þá sem geysaði eftir bankahrunið 1931.

 

Niðurstaða

Ef við skoðum þetta í samhengi, þ.e. óvissuna erlendis í efnahagsmálum. Óvissuna af gengismálum. Um verð eigna. Hvenær sala eigna fer af stað. Ásamt mjög erfiðri stöðu í innlendum efnahags málum. Óvissa um okkar efnahags framvindu. Erfiða greiðslustöðu ríkissjóðs - sem getur orðið ómöguleg ef mál fara til verri vegar erlendis.

Þá verður ljóst að áhættan af því að segja "Já" við núverandi samningi er sennilega meiri heldur en áhættan við því að segja "Nei" hafandi í huga, án þess að gera mjög lítið úr þeirri seinni áhættu.

Þ.s. ég á við er að Ísland er á milli tveggja elda og ég met að bálið sé sennilega heitara á aðra hönd en hina! 

Ég lít í reynd þannig á, að neyðarástand sé enn til staðar - þ.s. ég met stöðu mála svo viðkvæma, að ef mál fara til besta vegar, þá geti greiðslustaðan reynst ómöguleg og að auki, geti farið svo að bankakerfið innlenda falli á ný!


-----------------------------Að neðan tilvitnanir úr hinu nýja áliti Eftirlitsstofnunar EFTA

EFTA SURVEILLANCE AUTHORITY DECISION of l5 December 2010

"The changes made to the ranking order in insolvency proceedings, by Articles 6 and 9 of the Emergency Act, do not make any distinction on grounds of nationality and apply equally to Icelandic nationals (or entities) and nationals (or entities) of other States,.^including EEA States."

"They are therefore not, a priori, discriminatory in nature*'."

"In addition, the measures apply in principle irrespective of the residence of the creditor or of the place where the credit is provided."

"It follows that the changes to the ranking order do not constitute direct discrimination on the grounds of nationality, residence or of the place where capital is invested, as the measures were not expressly based on such grounds."

"The Authority frnds that the existence of the Deposit Guarantee Directive at EEA level demonstrates a general acceptance in the EEA that depositors are in another situation than general creditors and in greater need of protection in the event of insolvency of financial institutions."

"Deposits can nonnally be withdrawn on a daily or short-term basis, different from loans to banks, which usually are agreed for medium or long terms."

"Moreover, there are considerable differences in the psychological role which depositors and, in particular, retail depositors play in terms of public perception as compared to that of professional
financial institutions."

"The general confidence of retail depositors in the functioning and stability of banks with which they have entrusted their savings is an essential feature and prerequisite for the stability of both the banking and the financial system."

"Lack of confidence by depositors could well trigger a run on banks, potentially with severe consequences for the stability of the financial system."

"This danger was generally imminent in Europe, and in particular in Iceland, when the emergency measures were taken in October 2008."

"The Authority, therefore, takes the view that depositors and other unsecured creditors were not in comparable situations with regard to the emergency measures."

"Authority considers that, provided that the measures are non-discriminatory as is the case here, EEA States may enact national legislation that grants deposit claims a higher ranking, and thus preferential treatment, compared to claims of other creditors in winding-up proceedings. It is, therefore, the view of the Authority that EEA States can, as a matter of principle, enact such general legislation without it constituting a restriction for the purposes of Article 40 EEA."

"The Winding-up Directive 200ll24lEc generally recognises that EEA States may rank creditors' claims on the estate of a bank in winding-up proceedings. According to Article 10(2) letter h of the Directive, the law of the credit institution's home EEA State shall determine. inter alia. '1he rankins of
claims"."

"In December 2007, the European commission issued a report on a public consultation on the reorganisation and winding-up of credit institutionsas. The report recognises that some Member States have granted certain creditors priority rights in accordance with the Directive"o. The same report also reveals that in the context of the Winding-up Directive, some Member States have introduced priority
rights relating to deposit claimsaT."

"the Authority takes the view that the changes made to the ranking order in insolvency proceedings under Articles 6 and 9 of the Emergency Act do not constitute a restriction ofthe free movement of capital."

"the Authority considers that the compensation of the old banks foreseen as part of the FME measures has been put into practice. Moreover, the method of compensating the old banks by means of financial instruments issued by the new banks does, as suc[ not amount to a restriction on the free movement of capital as it is designed to provide the unsecured creditors of the failed banks with the same recovery as they would have been entitled to under the Icelandic insolvency rules, as amended by the Emergency Act."

"the Authority concludes that neither the changes made to the ranking order in insolvency proceedings under Articles 6 and 9 of the Emergency Act nor the FME measures based on Article 5 of that Act constitute non-discriminatory restrictions of the free movement of capital within the meaning of Article 40 EEA."

"...national rules restricting the free movement of capital in the EEA may, as in EU law, be justified on grounds such as those stipulated in Article 65 TFEU (ex 58 EC) or on considerations of overriding public interest. In order to be so justified, the national rules must be suitable for securing the objective that they pursue and must not exceed what is necessary in order to achieve it, so as to accord with the principle of proportionality4e"

"Deviations from the fundamental principles and freedoms of the EEA Agreement must be construed narrowly and justification can only be accepted in the case of a genuine and sufficiently serious threat affecting one of the fundamental interests of society."

"the Authority considers that the objective of the emergency measures was not merely economic but rather to safeguard the functioning of the domestic banking system and the real overall economy in Iceland. The functioning of a country's banking system is of systemic significance for the proper functioning of the state's real overall economy and that of society. The existence of a banking system is of vital importance not only for the economy of the state but also for society as a whole, since payment systems of the country depend thereon. Therefore, the objective of the emergency measures is an overriding requirement in the general interest capable of justifying restrictions to the free movement of capital, provided that the measures taken can be regarded as proportionate to the attainment of the objective pursued."

"The Icelandic emergency measures changing the ranking of creditors were taken in extreme circumstances entailing a real risk of a collapse of the whole Icelandic banking system." - "It was against this background that Articles 6 and 9 of the Emergency Act were intended by Iceland to enhance protection of depositors with the aim of safeguarding the functioning of the Icelandic domestic banking system." - "The purpose of the amendments can be seen as conveying to depositors the message that even in the worst case (insolvency of the affected banks), deposits would be safe and would not have to be withdrawn in an uncontrollable manner." - "The psychological importance of such reassurances for the overall domestic confidence in the functioning of the Icelandic banking system should, in the view of the Authority, not be underestimated."

"The Authority considers that the emergency measures can be seen as suitable for the attainment of the aim of safeguarding the functioning of the Icelandic domestic banking system. Giving depositors higher ranking in insolvency proceedings and the transfer of domestic deposits to the new banks contributed to rebuilding confidence of the domestic depositors in the safety oftheir deposits."

"Further, the changes in the ranking order did not go beyond what was necessary in order to attain the legitimate aim. The Authority notes that confidence, in particular that of depositors, is of systemic importance for the functioning of any banking system. This justifies measures to protect depositors beyond the protection offered to other unsecured creditors, cf. also the discussion above regarding the comparability of the two groups. Moreover, it is the view of the Authority that equally suitable, but less restrictive, measures which the Icelandic authorities could have taken are not apparent. In particular, including a transitional provision providing that the Emergency Act and the measures taken on its basis did not affect existing obligations to unsecured creditors would have defeated the obiective of the
measures to safeguard the Icelandic banking system."

"The proportionality of the emergency measures, both the Emergency Act and the FME measures, has to be considered against the background that, at the time these measures were taken, almost the entire banking sector in Iceland was on the brink of collapse...Consequently, the measures taken by the Icelandic authorities were aimed at remedying a real and imminent danger of total collapse of the domestic banking system. Similarly, the Icelandic measures were designed to safeguard the
functioning of the economy as such rather than the interests of individual depositors. The success of the emergency measures depended largely on the credibility of the action taken."

"It is therefore the view of the Authority that on the assumption that the measures were restrictive of the free movement of capital within the meaning of Article 40 EEA, they would have been justified on the grounds of safeguarding the functioning of the Icelandic banking system. Moreover, the Authority considers that the emergency measures were proportionate to the objective to remedy a genuine and sufficiently serious threat to the domestic banking systenq the functioning of which constitutes one of the fundamental interests of society."

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband